06. tbl 92. árg. 2006

Umræða og fréttir

Farið yfir vinnureglur

Ritstjórn Læknablaðsins ásamt starfsmönnum. Aftari röð f.v. Hávar Sigurjónsson blaðamaður, Brynja Bjarkadóttir auglýsingastjóri, Védís Skarphéðinsdóttir ritstjórnarfulltrúi, Engilbert Sigurðsson, Jóhannes Björnsson, Karl Andersen, Tómas Guðbjartsson. Sitjandi eru Þóra Steingrímsdóttir og Bryndís Benediktsdóttir. Á myndina vantar Sævar Guðbjörnsson sem brýtur blaðið um.

Ritstjórn Læknablaðsins hélt árlegan vinnufund sinn föstudaginn 12. maí að Hótel Glym í Hvalfirði. Á fundinum var farið yfir og gengið frá vinnureglum ritstjórnar varðandi mótttöku og meðferð fræðigreina og annars efnis í blaðinu en miklu skiptir að rétt sé að slíku staðið og gagnsæi ríki í öllum vinnubrögðum. Er í ferlinu stuðst við leiðbeiningar Vancouverhópsins svokallaða og einnig við ítarlegar reglur danska læknafélagsins.

Á fundinum var Tómas Guðbjartsson hjarta- og æðaskurðlæknir boðinn velkominn í hópinn, en hann tók sæti í ritstjórninni í byrjun maí. Ritstjórnina skipa núna auk Tómasar, Jóhannes Björnsson yfirlæknir, ritstjóri og ábyrgðarmaður, Karl Andersen hjartalæknir, Bryndís Benediktsdóttir heimilislæknir, Engilbert Sigurðsson geðlæknir og Þóra Steingrímsdóttir kvensjúkdómalæknir.

IMG_0497Þetta vefsvæði byggir á Eplica