11. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 6/2005

Tilkynning frá sóttvarnalækniNýjar leiðbeiningar um greiningu og meðferð höfuðlúsarsmits

Til: Yfirlækna og hjúkrunarforstjóra/-stjóra heilsugæslustöðva, heimilislækna, skólastjóra grunnskóla, leikskólastjóra

Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á hjálögðum leiðbeiningum um meðferð við höfuðlúsasmiti en þær hafa verið endurskoðaðar. Hægt er að nálgast þær á heimasíðu Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is undir efnisflokknum sóttvarnir/smitsjúkdómar.

Í leiðbeiningunum er meðal annars mælt með tveggja vikna meðferð sem felst í vandaðri kembingu í að minnsta kosti fimm skipti og notkun lúsadrepandi efnis í ísóprópýlalkóhóllausn sem sett er í hárið tvisvar sinnum með viku millibili.

Minnt er á að frá árinu 1999 hefur höfuðlús verið skráningarskyldur sjúkdómur og því er skylt að senda sóttvarnalækni skýrslu um fjölda höfuðlúsatilfella einu sinni í mánuði.

Seltjarnarnesi, 3. október 2005

SóttvarnalæknirÞetta vefsvæði byggir á Eplica