10. tbl. 91. árg. 2005

Fræðigrein

Skráning í Medline frá árinu 2000

Einsog skýrt var frá í Læknablaðinu í vor náðist sá áfangi á útmánuðum 2005 að koma blaðinu inn til skráningar í Medline, bandaríska vísindagreina­gagnagrunninn. Þetta er sannarlega gleðifrétt fyrir blaðið sem fram að þessu hefur eytt miklum kröftum og tíma í að betrumbæta, nútímavæða og styrkja fræðilegan hluta blaðsins. - Inn til skráningar fara ritstjórnargreinar blaðsins og fræðigreinar, félagshluti fer eðli málsins samkvæmt ekki inn í Medline. Á næstu vikum verður unnið að því að senda inn leiðara og vísindagreinar allra tölublaða Læknablaðsins allt aftur til janúartölublaðsins árið 2000. Eftir það verður blaðið sett inn á Medline jafnharðan og prentútgáfa og netútgáfa liggja fyrir. - Enskt ágrip fræðigreina birtist í grunninum en við leiðara kemur einungis fram enskur titill hans og þess getið að hann sé skrifaður á íslensku. Héðan í frá mun blaðið því biðja um enska titla á ritstjórnargreinum, ensk heiti vinnustaða höfunda og netföng manna.

-VS

Hér sést tilvísun í grein Sigurbergs Kárasonar í maíblaði Læknablaðsins í vor.

Ágrip fræðigreina á ensku birtist beint á neti Medline og innan skamms verður einnig hægt að fara af síðunni hér til hliðar og beint inn á slóð viðkomandi greinar á vef Læknablaðsins.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica