10. tbl. 91. árg. 2005
Umræða og fréttir
Að gefnu tilefni
Okkur er kunnugt um að það sé stefna ritstjórnar Læknablaðsins að blaðið sé opinn vettvangur fyrir lækna til skoðanaskipta og kynningar á vísindarannsóknum. Innsendar vísindagreinar fari í ákveðinn farveg þar sem að minnsta kosti tveir ritrýnar fari yfir þær. Varðandi aðrar innsendar greinar hefur ritstjórnin viðhaft ákveðið vinnulag um það hvort þær greinar séu birtar eða ekki og reynt eftir fremsta megni að koma til móts við óskir lækna um birtingu greina að því marki að þær séu ekki meiðandi eða á annan hátt utan siðferðilegra marka.
Í síðasta tölublaði Læknablaðsins birtist innsend grein undir yfirskriftinni "Nýi sloppur keisarans." Í þessari grein er meðal annars fjallað um afleysingastörf læknis á taugadeild Landspítala nú í sumar. Þar sem lögfræðingur Læknafélags Íslands hefur tjáð okkur að ritstjórn Læknablaðsins sé vanhæf til þess að fjalla um þetta mál þá gerum við það sem einstaklingar. Það er okkar skoðun að birting þessarar greinar í Læknablaðinu hafi verið mistök.
Hannes Petersen
Emil L. Sigurðsson
Karl Andersen
Ragnheiður I. Bjarnadóttir