07/08. tbl. 91.árg. 2005

Umræða og fréttir

43 nýir læknar útskrifast frá læknadeild HÍ

Karlaveldið innan læknastéttar er að hrynja, það fór ekki milli mála við útskrift nýrra lækna um Jónsmessuna. Að vísu hafa karlar vinninginn í röðum nýju læknanna, þeir eru 23 á móti 20 konum, en þetta verður í síðasta sinn sem svo er. Frá og með næsta ári verða konur fleiri í hverjum árgangi og ef taka á mið af umsóknum um inngöngu í læknadeild á þessu vori breytast kynjahlutföllin hratt í deildinni. Að þessu sinni þreyttu 130 konur inntökupróf en einungis 54 karlar.

Af þeim 43 sem útskrifuðust í ár eru sex með II. einkunn, 35 með I. einkunn og 2 með ágætiseinkunn. Dúxar eru Hilmir Ásgeirsson með 9,38 og Sólrún Melkorka Maggadóttir með 9,13.

Að vanda bauð Læknafélag Íslands útskriftarhópnum til samsætis daginn fyrir útskrift. Þar voru bornar fram veitingar og nýir læknar undirrituðu læknaeiðinn og hlýddu á vísdóm og hollráð sér eldri kollega. Þeir sem ávörpuðu hópinn að þessu sinni voru Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ, Stefán Sigurðsson forseti læknadeildar, Jón Snædal formaður Siðfræðiráðs LÍ og Margrét Georgsdóttir formaður Félags kvenna í læknastétt. Loks greindi Hulda Eiríksdóttir frá störfum Minningarsjóðs læknanema sem stofnaður var árið 2003 til minningar um Sigríði Reynisdóttur lækna­nema sem hefði átt að útskrifast það ár en lést meðan á námi stóð. -ÞH

Embættispróf í læknisfræði 25. júní 2005

Agnar Bjarnason

Anna Margrét Jónsdóttir

Arnfríður Henrysdóttir

Arnþór Heimir Guðjónsson Luther

Ágúst Hilmarsson

Bjarni Geir Viðarsson

Brynja Ármannsdóttir

Einar Þór Bogason

Einar Þór Hafberg

Elías Þór Guðbrandsson

Elín Anna Helgadóttir

Eva Jónasdóttir

Guðmundur Otti Einarsson

Guðmundur Fr. Jóhannsson

Guðný Stella Guðnadóttir

Guðrún Jónsdóttir

Hallgerður Lind Kristjánsdóttir

Helga Margrét Skúladóttir

Helgi Karl Engilbertsson

Hermann Páll Sigbjarnarson

Hildur Þórarinsdóttir

Hilmir Ásgeirsson

Hlynur Georgsson

Hulda Rósa Þórarinsdóttir

Ingibjörg Hilmarsdóttir

Janus Freyr Guðnason

Jenna Huld Eysteinsdóttir

Jens Kristján Guðmundsson

Jóhanna Gunnarsdóttir

Jón Torfi Gylfason

Matthildur Sigurðardóttir

Oddur Ingimarsson

Óttar Geir Kristinsson

Ragna Hlín Þorleifsdóttir

Sigríður Bára Fjalldal

Sigurbjörg Sigurjónsdóttir

Sólrún Melkorka Maggadóttir

Steinar Björnsson

Steinunn Arnardóttir

Trausti Óskarsson

Viktor Davíð Sigurðsson

Þórður Þórarinn Þórðarson

Örvar Gunnarsson

Nýútskrifaðir læknar hlýða á boðskap kolleg­anna og undirrita eiðstafinn.

Hér að ofan er Sigurbjörn Sveinsson formaður LÍ búinn að afhenda dúxinum Hilmi Ásgeirssyni viðurkenningu en á neðri myndinni spjallar Stefán Sigurðsson deildarforseti við nýútskrifaðan lækni.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica