04. tbl. 91. árg. 2005

Broshorn. Af góðum fréttum og nærfötum

Góðar fréttir eða slæmar

Kvensjúkdómalæknirinn kom til baka inn í viðtalsherbergið með rannsóknarniðurstöðurnar. "Ég er með góðar fréttir, frú mín góð."

"Fyrirgefðu læknir, ég er ungfrú, ef þér er sama."

"Afsakaðu en þá er ég með slæmar fréttir, ungfrú mín góð."

Ekki gott útlit

Það var á stofugangi á gæsludeild á háskólasjúkra­húsi rétt eftir vaktaskipti. Læknir sem var nýkom­inn á vakt gekk á milli sjúklinga til að meta hver ætti að útskrifast og hver ætti að leggj­ast inn á sjúkrahúsið til frekari rannsókna. Hjúkr­un­ar­fræð­ingurinn sem gekk með lækninum þekkti nokk­uð vel til sjúklinganna. "Þessi sem liggur inni á næstu stofu er einn af forstjórum bæjarins og konan sem er inni hjá honum er ekki dóttir hans heldur eiginkonan."

Sjúklingurinn virtist ekki alveg áttaður, var fölur að sjá og talsvert móður. Læknirinn bað eigin­konuna að koma með sér fram á ganginn.

"Ég verð að vera hreinskilinn við þig, en mér líst ekki á hvernig maðurinn þinn lítur út," sagði læknirinn.

"Ekki mér heldur," sagði konan, "en hann er ríkur og einstaklega góður við börnin."

Nærföt fyrir konuna

Eiginkonan var flutt í skyndi á sjúkrahús þannig að ekkert ráðrúm gafst til að taka með það nauð­synlegasta. Þegar aðeins bráði af henni hringdi hún í maka sinn og bað hann að taka til "þægileg nærföt" handa henni og koma með þau á spítalann. Eiginmaðurinn var ekki viss hvað henni þætti vera þægilegt og spurði:

"Hvernig á ég að vita hvaða nærföt ég á að velja"?

"Taktu þau upp og ímyndaðu þér að ég sé í þeim," svaraði konan. "Ef þú ferð að brosa þá skaltu leggja þau aftur í skúffuna."

Töfralampinn

Lýtalæknir og eiginkona hans gengu á ströndinni og fundu gamlan olíulampa. Þegar þau struku sandinn af honum birtist skyndilega töfradís sem bauð hvoru um sig að óska sér einu sinni.

"Ja hérna," sagði konan, "ég er fjörutíuogfimm ára og kominn tími til að ég eignist það sem mér ber. Ég óska mér tvöhundruð milljón króna óðalsseturs með útsýni yfir ströndina." Og - púff - eiginkonan hvarf og stórkostleg bygging birtist skammt frá.

"En hvers óskar þú þér"? spurði dísin lækninn.

"Já ég skal sko segja þér hvers ég óska mér," sagði læknirinn. "Ég óska mér að ég væri kvæntur konu sem er helmingi yngri en ég." Og - púff - karlinn varð allt í einu níutíu ára gamall.

Allir með öllum

Áhyggjufullur faðir hringdi í heimilislækninn í litlum bæ úti á landi og sagðist vera hræddur um að unglingurinn sonur hans hefði náð sér í kynsjúkdóm.

"Hann segist ekki hafa sofið hjá neinni nema vinnukonunni þannig að hann hlýtur að hafa smitast af henni."

"Hafðu ekki svo miklar áhyggjur af því," sagði læknirinn, "svona hlutir gerast nú bara."

"Ég veit það, læknir," sagði pabbinn, "en ég verð að viðurkenna að ég hef líka sofið hjá vinnu­konunni og er kominn með sömu einkenni og son­ur­inn. Og það sem verra er, ég held ég hafi smitað eiginkonu mína."

"Guð minn góður," sagði læknirinn, "þá sitja nú fleiri í súpunni."

Smitaður vinur

"Hvað heldur þú að best sé að gera, læknir - Ég á vin og ég held að hann sé kominn með kynsjúkdóm," sagði ungur maður við lækninn sinn og fór allur hjá sér.

"Einmitt það," sagði læknirinn, "viltu ekki leysa niður um þig buxurnar þannig að ég geti skoðað vininn"?

Tvíblind rannsókn

Hvað er tvíblind rannsókn?

Það gæti verið tveir bæklunarlæknar að lesa úr hjartalínuriti.

Blöð í biðstofunni

Á skilti í biðstofunni stóð letrað:

VINSAMLEGAST FJARLÆGIÐ EKKI BLÖЭIN ÚR BIÐSTOFUNNI. MÓT­TÖKU­RIT­AR­INN GETUR SAGT YKKUR HVERNIG SÖG­URNAR ENDA.

Andremma

Maður á miðjum aldri kom til læknis og vildi fá hjálp vegna þess hve andfúll hann væri. Eftir að hafa skoðað manninn sagði læknirinn: "Annaðhvort skaltu hætta að naga á þér neglurnar eða hætta að klóra þér í afturendanum."

bjarni.jonasson@hg.isÞetta vefsvæði byggir á Eplica