03. tbl. 91. árg. 2005

Fræðigrein

Bréf til ritstjórnar Læknablaðsins

Að gefnu tilefni vil ég benda á eftirfarandi:

Þegar hópar eða lönd eru borin saman með tilteknum mælingum þá er spurt, hvernig er aðferð valin til samanburðar? Af hverju getum við ekki alltaf notað meðaltöl mælinganna til samanburðar? Þær samtektir (statistics), t.d. meðaltöl, sem notuð eru við samanburð mega ekki vera of háðar því hvort einni mælingu er sleppt eða ekki, eins og gildir um íslenska meðaltalið í grein (1). Ef tiltekinni mælingu er sleppt þar fellur meðaltalið um 30%, sjá (2).

Þegar tölfræðiaðferð er valin til samanburðar á hópum á rétt val aðferðar að tryggja að niðurstaðan standi ekki og falli með því hvort ein mæling sé með eða ekki! Meðaltöl eru því ekki notuð til samaburðar þar sem dreifingar mælinganna eru mjög skekktar (skewed) eins og í grein (1), sjá einnig (3). Ég hef orðið var við í fleiri greinum í Læknablaðinu að ekki væri tekið tillit til ofangreindra atriða við val á aðferðum til samanburðar. Afleiðingar þessa eru afgerandi í fyrrgreindum tilvikum.

Því vek ég athygli á þessum misbresti.

Heimildir

1. Sveinbjörnsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Vísinda­störf á Landspítala. Læknablaðið 2004; 90: 839-45.
2. Ólafsson Ö. Tvær athugasemdir vegna greinarinnar "Vísinda­störf á Landspítala" í desemberhefti Læknablaðsins 2004. Lækna­­blaðið 2005; 91: 182-3.
3. Sveinbjörnsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Svar við athugasemd Arnar Ólafssonar. Læknablaðið 2005; 91: 183.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica