02. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Jón Steffensen prófessor

Aldarafmæli

15. febrúar 2005 er liðin öld frá fæðingu Jóns Steffenssen prófessors. Af því tilefni verður sett upp sýning í anddyri Þjóðarbókhlöðu um líf hans og starf. Jón Steffensen var prófessor í líffærafræði og lífeðlisfræði við Háskóla Íslands. Einnig rak hann rannsóknarstofu í meinefnafræði 1937-1972.

Jón (1905-1991) og kona hans Kristín Björnsdóttur (1905-1972) gáfu bókasafn sitt Háskólabókasafni eftir sinn dag og einnig hús sitt að Aragötu 3. Gjöf Jóns og frú Kristínar er ætlað að efla rannsóknir á sögu íslenskra heilbrigðismála, enda er verðmætasti hluti bókasafns hans tengdur því sviði beint og óbeint.

Sýningin lýsir í máli og myndum starfi, einkalífi og áhugamálum Jóns. Auk bóka og handrita prýða margir skemmtilegir munir og myndir sýninguna. Þjóðminjasafn Íslands lánar gripi sem tengjast mannfræðirannsóknum Jóns, en hann sá um rannsóknir á mannabeinum fyrir Þjóðminjasafn og liggja eftir hann merk ritverk á því sviði.

Starfsfólk Þjóðdeildar sem borið hefur hitann og þungann af undirbúningi ráðstefnu og sýningar í tilefni af aldarafmæli Jóns Steffensen, frá vinstri: Jökull Sævarsson, Kristín Braga­dóttir og Sigurður Örn Guðbjörnsson. Á myndina vantar Emilíu Sigmarsdóttur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica