Umræða fréttir
Frá Félagi áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Þjóðminjasafni Íslands
Nesstofusafn vetrarþjónusta: leiðsögn og viðtaka muna
Lækningaminjasafnið í Nesstofu var opið í sumar frá 15. maí til 15. september, en verður lokað í vetur fram til 15. maí á næsta ári.Yfir vetrarmánuðina er boðið upp á leiðsögn um safnið eftir samkomulagi. Leiðsögn má panta hjá Sigrúnu Kristjánsdóttur, fagstjóra safnfræðslu Þjóðminjasafns Íslands, sími: 530-2280; sigrunk@natmus.is
Safnið er góður staður fyrir lækna, heilbrigðisstarfsmenn og gesti þeirra til að kynnast heilbrigðissögu þjóðarinnar. Þar
gefur að líta apótek, endurgert eins og það var á dögum Bjarna Pálssonar, ýmis lækningatæki frá fyrri tíð, til dæmis fótstiginn tannlæknabor, augnlækningatæki, gleraugu, fæðingaráhöld, aflimunartæki og fleira. Eitt herbergi er helgað holdsveiki og Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi.
Lækningaminjasafnið er í eigu Þjóðminjasafns Íslands og umsjónarmaður safnsins er Lilja Árnadóttir, fagstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, og tekur hún við munum sem safninu bjóðast. Sími: 530-2280; lilja@natmus.is