Umræða fréttir

Tillögur stjórnar LÍ til ályktana á aðalfundi

Tillögur til ályktana frá stjórn LÍ



1.

Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn félagsins í samráði við Siðfræðiráð að endurskoða Codex ethicus. Stjórnin leggi fullmótaðar tillögur sínar fyrir aðalfund LÍ 2005.



2.

Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn félagsins að móta stefnu í öryggismálum sjúklinga. Stjórnin leggi fullmótaða stefnu sína fyrir formannafund LÍ 2004.



3.

Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn félagsins að útfæra tillögur Fræðslustofnunar lækna, sem lagðar hafa verið fyrir fundinn, um fyrirkomulag skráningar símenntunar lækna. Fundurinn felur stjórn félagsins að aðstoða Fræðslustofnun við framkvæmd tillagnanna.



4.

Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, fagnar leiðbeiningum Siðfræðiráðs um rafrænar kynningar lækna á netinu. Fundurinn felur stjórn félagsins að kynna þessa leiðbeiningar og hafa þær til hliðsjónar við þá endurskoðun Codex ethicus, sem mælt hefur verið fyrir um.



5.

Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, felur stjórn félagsins að gera heildarúttekt á störfum félagsmanna fyrir félagið og hvort launa beri þetta félagsstarf í framtíðinni. Stjórnin leggi með þeirri skýrslu áætlun um áhrif tillagna sinna á fjárhag félagsins og árgjöld.



6.

Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. til 23. ágúst 2003, lýsir áhyggjum sínum yfir tilhneigingu stjórnvalda að þrengja stöðugt möguleika lækna á sjálfstæðri atvinnustarfsemi og að slíta í sundur störf þeirra á sjúkrastofnunum annars vegar og í þágu sjúklinga á ferli hins vegar.



Fundurinn minnir á stefnu Læknafélags Íslands, sem ítrekuð var á aðalfundi félagsins 2001



"- að læknar séu frjálsir að því að stunda lækningar í eigin atvinnurekstri utan sem innan sjúkrastofnana án annarra takmarkana en þeirra, sem faglegar kröfur eða samningar við stjórnendur stofnana leyfa. Grundvöllur þessa er, að sjúkratryggðir njóti jafnræðis, hvort sem þeir fá læknisþjónustu á sjúkrahúsi eða utan þess og njóti tryggingaverndar Tryggingastofnunar ríkisins.



- að læknar njóti jafnræðis á vinnumarkaði og í atvinnurekstri og að ákveðnar sérgreinar læknisfræðinnar svo sem heimilislækningar séu ekki nánast útilokaðar frá verktöku fyrir sjúkratryggingarnar eins og nú er raunin."



7.

Aðalfundur Læknafélags Íslands, haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. og 23. ágúst 2003, samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi milli Læknafélags Íslands og Samtaka verslunarinnar um samskipti lækna og fyrirtækja sem selja hjúkrunarvörur og lækningatæki. Aðalfundurinn mælist til þess að samningur þessi verður sameinaður samningi um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja þegar gildistími beggja samninga rennur út.



8.

Tillögur stjórnar Lí um stjórnarkjör: Formaður: Sigurbjörn Sveinsson, gjaldkeri: Birna Jónsdóttir, meðstjórnendur til eins árs: Ófeigur Þorgeirsson, Páll Helgi Möller, Sigurður E. Sigurðsson.

Tillaga til ályktunar á aðalfundi LÍ 2003

Frá Arnóri Víkingssyni

Aðalfundur Læknafélags Íslands haldinn að Hólum í Hjaltadal dagana 22. og 23. ágúst 2003 felur stjórn Læknafélags Íslands að mynda starfshóp sem mótar tillögur um hvernig nýta megi tölvusamband og símtöl á sem hagkvæmastan og öruggastan máta í samskiptum lækna og sjúklinga. Starfshópurinn skal jafnframt setja fram hugmyndir um gjaldskrá fyrir slíka þjónustu.





Greinargerð

Tölvutæknin hefur gjörbreytt samskiptamynstrum í nútímasamfélagi. Með netpósti er í senn hægt að halda uppi samskiptum sem eru gagnvirk, skýr, hröð og skjalfest. Slík samskipti draga einatt úr þörf fyrir fundahöld og eru laus við þá kvöð að báðir samskipta aðilar hafi lausa stund á sama tíma dagsins. Þrátt fyrir þessa kosti netpóstsins hefur lítil umræða farið fram innan læknastéttarinnar um hvort og hvernig nýta megi tölvutækni í læknisþjónustu við sjúklinga. Víða erlendis er komin reynsla á þetta samskiptaform milli lækna og sjúklinga og í mars 2003 gáfu "American College of Physicians" út stefnuyfirlýsingu varðandi notkun tölvutækni í utanspítalaþjónustu við sjúklinga og hvernig ætti að greiða þóknun fyrir slíka þjónustu (1). Rannsóknir erlendis hafa meðal annars sýnt að tölvusamband milli læknis og sjúklinga með langvinna sjúkdóma dró úr innlögnum á sjúkrahús (2). Önnur rannsókn sýndi að kostnaður við heilbrigðisþjónustu lækkaði um 3,69 dollara á mánuði fyrir hvern sjúkling og að bæði læknar og sjúklingar voru mjög ánægðir með þetta "webVisit" prógram (3).

Þörf fyrir formleg netsamskipti við sjúklinga eru þeim mun brýnni á Íslandi í ljósi þess biðtíma eftir viðtali við lækni sem víða er í heilsugæslunni og hjá öðrum sérfræðilæknum á stofum eða göngudeildum.



Heimildir

Arnór Víkingsson

Tillaga stjórnar LÍ til lagabreytingar

Um stjórn félagsins og formannafund



9. gr.

Skipan og kjör stjórnar



Stjórn félagsins skipa tíu níu menn, formaður, ritari, varaformaður, féhirðir og sex meðstjórnendur. Formenn Félags íslenskra heimilislækna, og Sérfræðingafélags íslenskra lækna og Félags ungra lækna eru sjálfkjörnir meðstjórnendur. Þrír meðstjórnendur eru kosnir á aðalfundi úr hópi félagsmanna. Stjórnarmenn skulu vera frá a.m.k. tveimur aðildarfélögum.

Formaður, ritari, varaformaður og féhirðir skulu kosnir hver fyrir sig til tveggja ára í senn. Annað árið skal kjósa formann og féhirði, en hitt árið ritara og varaformann. Séu fleiri en tveir í framboði og falli atkvæði að jöfnu, skal kjósa aftur milli þeirra, sem flest atkvæði hlutu. Falli atkvæði aftur að jöfnu, eða hafi tveir verið í kjöri og atkvæði fallið að jöfnu, skal hlutkesti ráða. Þrír meðstjórnendur skulu kosnir til eins árs í senn. Verði atkvæði jöfn við kjör þeirra, skal hlutkesti ráða.

Kjósa skal tvo skoðunarmenn og einn til vara úr hópi félagsmanna til eins árs í senn. 1. The changing face of ambulatory medicine - reimbursing physicians for computer-based care. American College of Physicians, Medical Service Committee. Policy paper, March 2003.

2. Maguire P. How one health plan pays physicians for cybercare. ACP Observer. September 2000.

3. The RelayHealth webVisit Study: Final Report, January 2003.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica