Fræðigreinar

Breska læknafélagið verðlaunar fræðirit um geðheilbrigðisfræði í ritstjórn íslensks læknis

Árið 2001 gaf breska bókaforlagið Oxford University Press út yfirlitsritið Seasonal Affective Disorder - Practice and Research. Bókinni er ritstýrt af tveimur geðlæknum, Tino Partonen og Andrési Magnússyni. Skrifa þeir einnig valda kafla í bókinni.

Bók þeirra Andrésar og Partonens hlaut síðan fyrstu verðlaun í árlegri samkeppni Breska læknafélagsins sem besta bók ársins 2002 á sviði geðheilbrigðisfræði. Bókin hefur hlotið ágætar viðtökur fjölmiðla en fjallað hefur verið um hana á jákvæðan hátt í British Journal of Psychiatry, BMJ, Lancet og fleiri tímaritum.

Tengd skjöl




Þetta vefsvæði byggir á Eplica