Umræða fréttir
Heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL) tilkynningaskyldur sjúkdómur. Tilkynning frá Landlæknisembættinu
Þann 4. apríl 2003 undirritaði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að höfðu samráði við sóttvarnarráð, breytingu á reglugerð nr. 129 /1999 um skýrslugerð vegna smitsjúkdóma. Breytingin felst í því að heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL) verður talið til tilkynningaskyldra sjúkdóma samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997. Tilkynningaskyldir smitsjúkdómar eru þeir sjúkdómar sem ógnað geta almannaheill. Öllum þeim sem telja sig geta verið með einkenni sjúkdómsins er skylt að leita læknis. Leiði læknisrannsókn í ljós að sjúklingur sé haldinn HABL er sjúklingi skylt að hlíta fyrirmælum læknis. Jafnframt er lækni skylt að tilkynna sóttvarnarlækni um sjúkdóminn.
Enn er ekki vitað með vissu hvað veldur HABL en talið er að kórónaveira geti verið orsök sjúkdómsins. Á meðan ekki er hægt að sýna fram á sjúkdóminn með ræktun sýkils eða með öðrum rannsóknaraðferðum er stuðst við sjúkdómslýsingu sem þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
1. Sjúklingur (frá 1. nóvember 2002§) með sögu um:
o háan hita (>38 °C)
og
o hósta eða öndunarörðugleika
og eitt eða fleira af eftirtöldu:
o náin samskipti* við sjúkling með grun um eða líklega með HABL síðustu 10 daga áður en einkenna varð vart
o saga um ferðalög til útsettra svæða** 10 dögum áður en einkenna varð vart.
2. Sjúklingur með óskýrðan sjúkdóm í öndunarvegum sem leiðir til dauða eftir 1. nóvember 2002§ en engin krufning hefur verið gerð
og eitt eða fleira af eftirtöldu:
o náin samskipti* við sjúkling með grun um eða líklega með HABL síðustu 10 daga áður en einkenna varð vart
o saga um ferðalög til útsettra svæða** 10 dögum áður en einkenna varð vart.
Líkleg tilfelli
1. Röntgenmynd af lungum sjúklings með grun um HABL sýnir íferðir sem samrýmast lungnabólgu eða heilkenni öndunarálags (Respiratory Distress Syndrome - RDS).
2. Krufning sjúklings með grun um HABL leiðir í ljós breytingar á lungnavef sem samrýmast RDS án greinanlegrar ástæðu.
Útilokunarskilyrði
Útiloka ber HABL ef önnur skýring fæst á sjúkdómnum.
Endurflokkun tilfella
Sjúkdómsgreining getur breyst með tímanum vegna þess að HABL byggist enn sem komið er á útilokun annarra sjúkdóma.
- Tilfelli sem upprunalega var flokkað sem grunsamlegt eða líklegt en síðar fæst önnur skýring á sjúkdómnum skal afskráð sem HABL.
- Öll grunsamleg tilfelli sem við nánari skoðun uppfylla skilyrði líklegs tilfellis skulu endurflokkuð sem "líkleg".
- Grunsamlegt tilfelli með eðlilega lungnamynd á að meðhöndla í samræmi við viðurkennda læknisfræði og fylgja eftir í sjö daga. Endurtaka skal röntgenmynd af lungum hjá þeim sem ekki ná bata.
- Þau grunsamleg tilfelli sem ná fullnægjandi bata án sjúkdómsgreiningar verða áfram talin grunsamleg tilfelli.
- Grunsamlegt tilfelli sem deyr og engin krufning er gerð í kjölfarið verður áfram flokkað "grunsamlegt" nema að sjúklingurinn hafi tengst smitleið sjúkdómsins sem var skilgreind áður en hann veiktist.
- Sé krufning gerð og engin merki um RDS finnast skal tilfellið afskráð sem HABL.
7. apríl, 2003
Sóttvarnalæknir
§ Vöktun hefst 1. nóvember 2002 til að ná yfir sjúkdómstilfelli af óvenjulegri lungnabólgu í Kína sem nú teljast samrýmast HABL. Alþjóðleg útbreiðsla HABL uppgötvaðist fyrst í mars 2003 meðal sjúklinga sem veiktust í febrúar 2003.
* Náin samskipti: Umönnun, sambúð eða bein snerting við slím frá öndunarvegi eða við líkamsvessa sjúklings með grun um eða líklega með HABL.
** Útsett svæði: Svæði þar sem staðbundin útbreiðsla á HABL á sér stað samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda á viðkomandi svæðum. Svæðin eru skilgreind á hverjum tíma á slóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO): www.who.int/csr/sars/en/
Enn er ekki vitað með vissu hvað veldur HABL en talið er að kórónaveira geti verið orsök sjúkdómsins. Á meðan ekki er hægt að sýna fram á sjúkdóminn með ræktun sýkils eða með öðrum rannsóknaraðferðum er stuðst við sjúkdómslýsingu sem þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Grunsamlegt tilfelli
1. Sjúklingur (frá 1. nóvember 2002§) með sögu um:o háan hita (>38 °C)
og
o hósta eða öndunarörðugleika
og eitt eða fleira af eftirtöldu:
o náin samskipti* við sjúkling með grun um eða líklega með HABL síðustu 10 daga áður en einkenna varð vart
o saga um ferðalög til útsettra svæða** 10 dögum áður en einkenna varð vart.
2. Sjúklingur með óskýrðan sjúkdóm í öndunarvegum sem leiðir til dauða eftir 1. nóvember 2002§ en engin krufning hefur verið gerð
og eitt eða fleira af eftirtöldu:
o náin samskipti* við sjúkling með grun um eða líklega með HABL síðustu 10 daga áður en einkenna varð vart
o saga um ferðalög til útsettra svæða** 10 dögum áður en einkenna varð vart.
Líkleg tilfelli
1. Röntgenmynd af lungum sjúklings með grun um HABL sýnir íferðir sem samrýmast lungnabólgu eða heilkenni öndunarálags (Respiratory Distress Syndrome - RDS).2. Krufning sjúklings með grun um HABL leiðir í ljós breytingar á lungnavef sem samrýmast RDS án greinanlegrar ástæðu.
Útilokunarskilyrði
Útiloka ber HABL ef önnur skýring fæst á sjúkdómnum.
Endurflokkun tilfella
Sjúkdómsgreining getur breyst með tímanum vegna þess að HABL byggist enn sem komið er á útilokun annarra sjúkdóma.
- Tilfelli sem upprunalega var flokkað sem grunsamlegt eða líklegt en síðar fæst önnur skýring á sjúkdómnum skal afskráð sem HABL.
- Öll grunsamleg tilfelli sem við nánari skoðun uppfylla skilyrði líklegs tilfellis skulu endurflokkuð sem "líkleg".
- Grunsamlegt tilfelli með eðlilega lungnamynd á að meðhöndla í samræmi við viðurkennda læknisfræði og fylgja eftir í sjö daga. Endurtaka skal röntgenmynd af lungum hjá þeim sem ekki ná bata.
- Þau grunsamleg tilfelli sem ná fullnægjandi bata án sjúkdómsgreiningar verða áfram talin grunsamleg tilfelli.
- Grunsamlegt tilfelli sem deyr og engin krufning er gerð í kjölfarið verður áfram flokkað "grunsamlegt" nema að sjúklingurinn hafi tengst smitleið sjúkdómsins sem var skilgreind áður en hann veiktist.
- Sé krufning gerð og engin merki um RDS finnast skal tilfellið afskráð sem HABL.
7. apríl, 2003
Sóttvarnalæknir
§ Vöktun hefst 1. nóvember 2002 til að ná yfir sjúkdómstilfelli af óvenjulegri lungnabólgu í Kína sem nú teljast samrýmast HABL. Alþjóðleg útbreiðsla HABL uppgötvaðist fyrst í mars 2003 meðal sjúklinga sem veiktust í febrúar 2003.
* Náin samskipti: Umönnun, sambúð eða bein snerting við slím frá öndunarvegi eða við líkamsvessa sjúklings með grun um eða líklega með HABL.
** Útsett svæði: Svæði þar sem staðbundin útbreiðsla á HABL á sér stað samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda á viðkomandi svæðum. Svæðin eru skilgreind á hverjum tíma á slóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO): www.who.int/csr/sars/en/