Umræða fréttir
Siðanefnd LÍ: Kári sýknaður af kröfum Jóhanns
Siðanefnd Læknafélags Íslands kvað upp úrskurð þann 31. desember síðastliðinn í máli Jóhanns Tómassonar læknis á hendur Kára Stefánssonar læknis.
Jóhann hélt því fram að Kári hefði látið falla um sig ummæli í upphafi fundar í húsakynnum LÍ þann 23. febrúar árið 2000 sem væru andstæð ákvæðum 29. greinar siðareglna LÍ um að lækni sé "skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum ...". Krafðist hann þess að Kára yrðu gerð "viðeigandi og hæfileg viðurlög".
Siðanefnd vísaði málinu frá í maí 2001 en Jóhann kærði þá niðurstöðu til Gerðardóms LÍ sem ómerkti hana og vísaði málinu aftur til Siðanefndar til efnislegrar úrlausnar.
Í niðurstöðu Siðanefndar segir að samkvæmt gögnum málsins liggi ekki ljóst fyrir hvernig orð féllu og því ósannað að þau hafi verið með þeim hætti sem tilgreint er í ákæru Jóhanns. Úrskurður Siðnefndar er því á þessa leið:
"Varnaraðili, Kári Stefánsson, skal vera sýkn af kröfum sóknaraðila, Jóhanns Tómassonar, í máli þessu."
Þennan úrskurð kváðu upp Eggert Óskarsson héraðsdómari sem er formaður Siðanefndar og læknarnir Gizur Gottskálksson og Stefán B. Matthíasson.
Jóhann hélt því fram að Kári hefði látið falla um sig ummæli í upphafi fundar í húsakynnum LÍ þann 23. febrúar árið 2000 sem væru andstæð ákvæðum 29. greinar siðareglna LÍ um að lækni sé "skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum ...". Krafðist hann þess að Kára yrðu gerð "viðeigandi og hæfileg viðurlög".
Siðanefnd vísaði málinu frá í maí 2001 en Jóhann kærði þá niðurstöðu til Gerðardóms LÍ sem ómerkti hana og vísaði málinu aftur til Siðanefndar til efnislegrar úrlausnar.
Í niðurstöðu Siðanefndar segir að samkvæmt gögnum málsins liggi ekki ljóst fyrir hvernig orð féllu og því ósannað að þau hafi verið með þeim hætti sem tilgreint er í ákæru Jóhanns. Úrskurður Siðnefndar er því á þessa leið:
"Varnaraðili, Kári Stefánsson, skal vera sýkn af kröfum sóknaraðila, Jóhanns Tómassonar, í máli þessu."
Þennan úrskurð kváðu upp Eggert Óskarsson héraðsdómari sem er formaður Siðanefndar og læknarnir Gizur Gottskálksson og Stefán B. Matthíasson.