Umræða fréttir
Læknaskortur áfram fyrirsjáanlegur samkvæmt úttekt SNAPS
Vinnuhópur norrænna læknafélaga, SNAPS (Samnordisk atbetsgrupp for prognos og specialistutbildningsfrågor), sendi nýverið frá skýrslu er varðar framboð og eftirspurn á læknum á næstu árum (1999-2020). Sveinn Magnússon er fulltrúi Íslands í hópnum. Í skýrslunni eru spár frá árinu 1997 endurskoðaðar en í meginatriðum eru niðurstöðurnar samhljóða skýrslu er kom út á síðasta ári og var kynnt í 1. tbl. Læknablaðsins 1999.
Útreikningar á eftirspurn eftir læknum eru miðaðir við tvenns konar forsendur. Annars vegar (A) er búist við að eftirspurn í heilbrigðiskerfinu haldi áfram að vaxa um 1,5% á ári allt tímabilið í samræmi við þá þenslu sem hefur verið í kerfinu. Hins vegar (B) er miðað að eftirspurn aukist aðeins sem nemur fólksfjölgun og þá er gert ráð fyrir aukningu upp á 0,5% á ári. Þær breytingar hafa orðið á útreikningum SNAPS frá síðasta ári að ekki ert gert ráð fyrir að alvarlegs læknaskorts fari að gæta eins fljótt og þá var talið ef miðað er við forsendur A og áframhaldandi þenslu í heilbrigðiskerfinu. Fyrri spá gerði ráð fyrir að þegar á þessu ári (2000) vantaði 10 lækna hér á landi upp á þörfina en í endurskoðaðri spá er búist við því að þessi staða komi ekki upp fyrr en um 2005. Sé miðað við forsendur B (fólksfjölgun en ekki aukna þjónustu) er offramboð á læknum fyrri hluta tímabilsins minna en gert var ráð fyrir í skýrslu síðasta árs, um 10 á þessu ári en fyrri spá gerði ráð fyrir að 20 læknar útskrifuðust umfram þörf.
Íslenskir læknar erlendis eru nú um 450 talsins en það er svipað og á seinasta ári, þó örlítil fækkun. Til samanburðar má geta þess að starfandi læknar á Íslandi undir sjötugu eru 950.
Eitt af því sem gerir það nokkuð erfitt að spá fyrir um framboð og eftirspurn á læknum á komandi árum er að óvissa er talin ríkja um eftirspurn eftir íslenskum læknum á alþjóðlegum markaði. Annað sem skekkir myndina nokkuð eru vinnutímatilskipanir Evrópusambandsins en áhrif þeirra á Íslandi eru enn óljósar. Ljóst er að endurskoðunin bendir eftir sem áður til þess að með óbreyttu ástandi verði læknaskortur hér landi á næstu árum eins og Læknaþing árið 2000 ályktaði um.
Útreikningar á eftirspurn eftir læknum eru miðaðir við tvenns konar forsendur. Annars vegar (A) er búist við að eftirspurn í heilbrigðiskerfinu haldi áfram að vaxa um 1,5% á ári allt tímabilið í samræmi við þá þenslu sem hefur verið í kerfinu. Hins vegar (B) er miðað að eftirspurn aukist aðeins sem nemur fólksfjölgun og þá er gert ráð fyrir aukningu upp á 0,5% á ári. Þær breytingar hafa orðið á útreikningum SNAPS frá síðasta ári að ekki ert gert ráð fyrir að alvarlegs læknaskorts fari að gæta eins fljótt og þá var talið ef miðað er við forsendur A og áframhaldandi þenslu í heilbrigðiskerfinu. Fyrri spá gerði ráð fyrir að þegar á þessu ári (2000) vantaði 10 lækna hér á landi upp á þörfina en í endurskoðaðri spá er búist við því að þessi staða komi ekki upp fyrr en um 2005. Sé miðað við forsendur B (fólksfjölgun en ekki aukna þjónustu) er offramboð á læknum fyrri hluta tímabilsins minna en gert var ráð fyrir í skýrslu síðasta árs, um 10 á þessu ári en fyrri spá gerði ráð fyrir að 20 læknar útskrifuðust umfram þörf.
Íslenskir læknar erlendis eru nú um 450 talsins en það er svipað og á seinasta ári, þó örlítil fækkun. Til samanburðar má geta þess að starfandi læknar á Íslandi undir sjötugu eru 950.
Eitt af því sem gerir það nokkuð erfitt að spá fyrir um framboð og eftirspurn á læknum á komandi árum er að óvissa er talin ríkja um eftirspurn eftir íslenskum læknum á alþjóðlegum markaði. Annað sem skekkir myndina nokkuð eru vinnutímatilskipanir Evrópusambandsins en áhrif þeirra á Íslandi eru enn óljósar. Ljóst er að endurskoðunin bendir eftir sem áður til þess að með óbreyttu ástandi verði læknaskortur hér landi á næstu árum eins og Læknaþing árið 2000 ályktaði um.