03. tbl. 97. árg. 2011

Umræða og fréttir

Fjölmennt læknahlaup

Læknahlaupið var haldið í annað sinn í lok Læknadaga laugardaginn 29. janúar, með þátttöku yfir 80 hlaupara. Hlaupinn var fimm kílómetra hringur í Laugardalnum, sem hófst og endaði við Laugar-dals-laugina.

Sigurvegari í karlaflokki var Stefán Guðmunds-son læknanemi og í kvennaflokki sigraði Hrönn Guðmundsdóttir. Skilyrði til hlaups voru ekki hin bestu, hálka og bleyta á köflum en almennt voru þátttakendur á því að vel hefði tekist til og Læknahlaupið væri orðinn ómissandi þáttur í dagskrá Læknadaga. Í lok hlaups bauð lækningavörufyrirtækið Metronics þátttakendum upp á hressingu í anddyri Lauga.

u08-fig1

Sigurvegararnir Stefán Guðmundsson og Hrönn Guðmundsdóttir.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica