03. tbl. 97. árg. 2011

Ritstjórnargreinar

Stöndum vörð um barneignaþjónustu


Alexander Smárason

Árin 1972-2009 fækkaði fæðingastöðum úr 25 í átta en fæðingum á Landspítala fjölgaði úr 1476 í 3500. Árið 2009 komu 446 börn í heiminn á Akureyri, 54 á Ísafirði, 82 í Neskaupsstað og 40 í Vestmannaeyjum. Á Sauðárkróki voru 15 fæðingar og 4 á Höfn. Heimafæðingar voru 86.

Áður dauðadómur – nú sjúkdómur


Jón Gunnlaugur Jónasson

Margar rannsóknir hafa sýnt að lífshorfur krabbameinssjúklinga hér á landi eru með því besta sem gerist í heiminum. Það má þakka góðu aðgengi almennings að hágæðaheilbrigðiskerfi þar sem brugðist er við án tafa. Við Íslendingar verðum að standa vörð um kerfi sem skilað hefur þessum góða árangri.

Fræðigreinar