0708. tbl. 111. árg. 2025

Umræða og fréttir

Slagteymi Landspítala hlýtur hvatningarstyrk

Nú í maí hlaut slagteymi Landspítalans níu miljóna króna hvatningarstyrk úr Vísindasjóði Gísla Einarssonar, fyrrverandi yfirlæknis og framkvæmdastjóra kennslu, vísinda og þróunar á Landspítala, og Sigurlaugar Sveinbjarnardóttur taugalæknis. Vísindasjóðurinn var stofnaður með fjármunum sem komu til vegna rannsóknarvinnu Gísla og Sigurlaugar á sjúklingum með heilaslag á árunum 1995-2000. Það verkefni var í samvinnu við Decode Genetics. Miklar framfarir hafa orðið á síðastliðnum árum á Íslandi í meðferð sjúklinga með heilaslag. Bæði með innleiðingu segabrottnáms og einnig bættum verkferlum varðandi segaleysandi meðferð. Við óskum slagteyminu innilega til hamingju með styrkinn. 

Á myndinni eru frá vinstri talið Anna Bryndís Einarsdóttir yfirlæknir taugadeildar, Brynhildur Thors taugalæknir, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir deildarstjóri taugalækningadeildar Landspítala, Ólafur Árni Sveinsson prófessor í taugalækningum, Björn Logi Þórarinsson taugalæknir og Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala. Mynd/Þorkell Þorkelsson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica