11. tbl. 99.árg. 2013

Umræða og fréttir

Stjórn LÍ starfsárið 2013-2014

Stjórnarkjör fyrir starfsárið 2013-2014 gekk einstaklega vel og snurðulaust fyrir sig á nýafstöðnum aðalfundi Læknafélags Íslands.

Skemmst er frá því að segja að Þorbjörn Jónsson ónæmislæknir var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Magnús Baldvinsson röntgenlæknir var endurkjörinn gjaldkeri sama tímabil. Björn Gunnarsson svæfingalæknir, Magdalena Ásgeirsdóttir lyflæknir, Guðrún Jóhanna Georgsdóttir almennur læknir og Þórarinn Ingólfsson heimilislæknir voru endurkjörin meðstjórnendur til eins árs. Fyrir voru í stjórn kosin til tveggja ára, varaformaður Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir og ritari Salóme Á. Arnardóttir heimilislæknir. Ólöf Birna Margrétardóttir verður áfram fulltrúi FAL í stjórninni.

                         
                         Stjórn Læknafélags Íslands starfsárið 2013-14. Neðri röð frá vinstri: Björn Gunnarsson , Þórarinn  
                         Ingólfsson, Þorbjörn Jónsson og Magnús Baldvinsson. Efri röð: Ólöf Birna Margrétardóttir,
                         Magdalena Ásgeirsdóttir, Salóme Á. Arnardóttir og Guðrún Jóhanna 
Georgsdóttir. Á myndina vantar
                         Orra Þór Ormarsson.Þetta vefsvæði byggir á Eplica