Ágrip erinda

Ágrip erinda

E001 Þróun á ActivABLES; gagnvirkur tæknibúnaður til þjálfunar fyrir einstaklinga eftir heilaslag sem búa í heimahúsum

Steinunn A. Ólafsdóttir1, Ingibjörg Bjartmarz2, Helga Jónsdóttir1, Sólveig Á. Árnadóttir1, Ingibjörg Hjaltadóttir1, Þóra B. Hafsteinsdóttir3

1Háskóli Íslands, 2Landspítali, 3University Medical Center Utrecht

sao9@hi.is

Inngangur: Lítil áhugahvöt dregur úr þátttöku einstaklinga eftir heilaslag í æfingum og líkamlegri virkni. Aðstandendur geta aðstoðað þessa einstaklinga við heimaæfingar í með leiðsögn heilbrigðisstarfsmanna. Gagnvirkur tæknibúnaður getur styrkt áhugahvöt einstaklinga eftir heilaslag til æfinga í heimahúsum og býður einnig uppá margar endurtekningar og ögrandi verkefni sem ýta undir endurmótun (plasticity) í heila. Þessi þekking var notuð til grundvallar á norrænu samstarfsverkefni, ActivABLES, sem hafði það markmið að þróa gagnvirkan tæknibúnað til einstaklinga eftir heilaslag til æfinga í heimahúsum með stuðningi frá fjölskyldumeðlimum.
Efniviður & aðferðir:
Stuðst var við líkan frá Medical Research Council í Bretlandi um þróun á margþátta íhlutunum:

Þekkingar leitað í fræðunum.

Einstaklings- og rýnihópaviðtöl við einstaklinga eftir heilaslag, fjölskyldumeðlimi og heilbrigðisstarfsfólk þar sem farið var yfir þarfir og reynslu af æfingum í heimahúsum eftir heilaslag

Átta frumgerðir smíðaðar samkvæmt niðurstöðum 1 og 2.

Átta frumgerðir forprófaðar af sjö einstaklingum eftir heilaslag og fjölskyldumeðlimum. Eigindlegum og megindlegum upplýsingum safnað.

Frumgerðirnar þróaðar áfram í samræmi við niðurstöður úr forprófuninni.

Sex frumgerðir voru valdar til frekari rannsókna á notagildi og tóku tíu einstaklingar eftir heilaslag og tíu fjölskyldumeðlimir þátt. Blandaðar rannsóknaraðferðir voru notaðar þar sem eigindlegum og megindlegum upplýsingum safnað.
Niðurstöður:
Sex frumgerðir voru þróaðar og prófaðar sem miðuðu að því að æfa jafnvægi og færni í efri útlimum og hvetja til heimaæfinga og líkamlegrar virkni.
Ályktanir:
ActivABLES er gagnvirkur tækjabúnaður sem þróaður var á grunni fyrirliggjandi þekkingar og ábendingum frá fyrirhuguðum notendum og heilbrigðisstarfsfólki. Frekari rannsóknir á stærri hópi einstaklinga eftir heilaslag þarf til að mæla áhrif ActivABLES.

 

E002 Lyfjaatvik á Barnaspítala Hringsins - orsakir og leiðir til úrbóta

Þórður Þórkelsson1, Steinunn S. Jónsdóttir2, Sveinbjörn Gizurarson2, Kristrún Þórkelsdóttir3

1Vökudeild, Barnaspítala Hringsins / Landspítala, 2lyfjafræðideild heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 3aðgerðasviði Landspítala

thordth@landspitali.is

Inngangur: Lyfjaávísanir og lyfjagjöf eru vandasamari hjá börnum en fullorðnum og eru þau því í aukinni hættu að verða fyrir lyfjaatvikum og afleiðingar eru oft alvarlegri hjá þeim. Minna er til af upplýsingum um lyfjaatvik hjá börnum og rannsókn á lyfjaatvikum hjá börnum á sjúkrahúsum á Íslandi hefur ekki verið gerð áður. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi og eðli lyfjaatvika á Barnaspítala Hringsins. Skoðað var hver algengustu atvikin voru og hvort úrbætur hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir endurtekningu svipaðra atvika.
Efniviður & aðferðir:
Lyfjaatvik hjá börnum 2007-2016 voru fundin í atvikaskráningu spítalans. Kortlagt var hvaða lyfjaatvik voru algengust og alvarlegust, afleiðingar skráðar, hvort farið hafi verið eftir ríkjandi verklagi um lyfjaumsýslu og hvort gripið hafi verið til ráðstafana til að fyrirbyggja að hliðstæð mistök endurtaki sig. Stuðst var við upplýsingar í atvikaskrám, Sögu og Theriak.
Niðurstöður:
659 atvik skráð á Barnaspítalanum á rannsóknartímabilinu, þar af voru 239 (36%) lyfjatengd atvik. Algengast var að lyfjagjöf væri röng eða ekki í samræmi við fyrirmæli, þar af var algengast að rangur skammtur væri gefinn. Næst algengast var að lyfjafyrirmæli væru ófullnægjandi eða röng.
Ályktanir:
Mikilvægt er að virkja allt heilbrigðisstarfsfólk í atvikaskráningu, því sýnt hefur verið fram á gagnsemi hennar við að koma á nauðsynlegum úrbótum. Verklagsreglur og rétt þjálfun heilbrigðisstarfsfólks sem tryggir nákvæmni, næði og tíma til lyfjatiltektar, lyfjagjafa og lyfjaávísana eru grundvöllur lyfjaöryggis. Breyta þarf viðhorfi til mistaka og tilkynningu atvika. Líta ber á atvik sem tækifæri til að læra af og gera betur í framtíðinni.

 

E003 Þátttaka og afstaða starfsfólks Landspítala til bólusetninga gegn inflúensu

Helena X. Jóhannsdóttir1, Valtýr S. Thors1,3, Áslaug S. Grétarsdóttir2,
Ýmir Óskarsson3, Ásgeir Haraldsson1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali, 3Barnaspítali Hringsins - Landspítala

hxj1@hi.is

Inngangur: Bólusetningar hafa dregið verulega úr dauðsföllum af völdum smitsjúkdóma í heiminum. Heilbrigðisstarfsmönnum sem sinna sjúklingum er ráðlagt að þiggja árlegar inflúensubólusetningar. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt; að kanna þátttöku starfsmanna Landspítala í inflúensubólusetningum og að meta afstöðu starfsmanna og nema á Landspítala til inflúensubólusetninga.
Efniviður & aðferðir:
Bakgrunnsþættir fengust með samkeyrslu lista með virkum starfsmönnum og lista bólusettra við inflúensu á Landspítala. Spurningalisti með sjö spurningum um afstöðu til inflúensubólusetninga ásamt spurningum um bakgrunnsþætti var sendur á fjögur úrtök: Starfsmenn Landspítala (n=1000), starfsmenn Sólar ehf. sem vinna á Landspítala (n=25), læknanema Háskóla Íslands (n=142) og hjúkrunarfræðinema Háskóla Íslands (n=412). Við tölfræðiúrvinnslu var notast við kí-kvaðrat og tvíkosta lógístíska aðhvarfsgreiningu í tölfræðiforritinu R.
Niðurstöður:
Þátttaka starfsmanna og nema á Landspítala í inflúensubólusetningum hefur farið vaxandi síðastliðinn áratug og var 63% árið 2017 . Þátttaka kvenna hefur verið betri en karla (p<0,001). Starfsmenn >60 ára eru með hærra þátttökuhlutfall en yngri hópar (p<0,001). Mesta aukning var í aldurshópnum 20-29 ára. Þátttökuhlutfall flestra starfssviða hefur aukist en mismikið. Alls bárust 477 svör úr spurningalistunum (30,1%). Svörin sýna mjög jákvæða afstöðu til bólusetninga gegn inflúensu.
Ályktanir:
Þátttaka í inflúensubólusetningum starfsmanna á Landspítala fer vaxandi sem eru afar góðar niðurstöður og gefa von um enn betri árangur á næstu árum. Með aukinni þátttöku starfsmanna mætti líklega hindra smit til sjúklinga og draga úr útbreiðslu inflúensu á Landspítala. Afstaða starfsmanna spítalans til inflúensubólusetninga er almennt mjög jákvæð sem gefur vísbendingu um sóknarfæri til að bæta þátttöku þeirra enn frekar.

 

E004 Sjúkraflutningar nýbura og tengsl við þróun fæðingarþjónustu á Íslandi (1992-2015)

Hugrún Þórbergsdóttir

Læknadeild, Háskóli Íslands

hth177@hi.is

Inngangur: Hér á landi fæðist fjórðungur allra barna utan Landspítalans (LSH). Sum þeirra þarf að flytja á Vökudeild Barnaspítala Hringsins (VBH) vegna veikinda. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróun sjúkraflutninga á nýburum hér á landi, 1992-2015. Jafnframt að bera saman sjúkdómsgreiningar og alvarleika veikinda barna sem flutt voru á VBH við börn fædd á LSH. Ástæður fyrirburafæðinga á landsbyggðinni voru bornar saman við ástæður fyrirburafæðinga á LSH.
Efniviður & aðferðir:
Afturskyggn rannsókn á nýburum sem fæddust utan LSH og flytja þurfti á VBH 1992-2015. Fyrir hvert barn sem flutt var á VBH voru fundin fjögur (fullburða börn) eða tvö (fyrirburar) viðmið fædd á LSH næst á eftir eða á undan tilfellinu. Fyrirburarnir voru paraðir á meðgöngulengd.
Niðurstöður
: Flytja þurfti 767 börn (60,2% drengir) sjúkraflutningi á VBH á rannsóknartímabilinu. Því var skipt í tvö 12 ára tímabil. Meðalfjöldi sjúkraflutninga á ári lækkaði á milli tímabilanna (p<0,0001). Flytja þurfti marktækt færri fyrirbura VBH á seinna tímabilinu (p=0,03). Fullburða börn flutt á VBH þurftu marktækt oftar öndunarvélameðferð, niturildi og sýklalyf en fullburða börn fædd á LSH. Fyrirburar fluttir á VBH þurftu marktækt oftar öndunarvélameðferð og sýklalyf. Ekki var martækur munur á ástæðum fyrirburafæðinga kvenna sem fæddu utan LSH og þeirra sem fæddu á LSH.
Ályktanir:
Sjúkraflutningar eru mikilvægur hluti af starfsemi VBH. Börn flutt sjúkraflutningi eru almennt veikari en börn sem fæðast á LSH. Sjúkraflutningum á nýburum hefur fækkað samhliða fækkun fæðingarstaða. Þörf fyrir sjúkraflutninga á fyrirburum hefur minnkað marktækt sem bendir til bættrar þjónustu við þungaðar konur á landsbyggðinni.

 

E005 Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu

Sveinn H. Harðarson1, Ólöf B. Ólafsdóttir1, Þórunn S. Elíasdóttir2, Róbert A. Karlsson3, Þór Eysteinsson1, Einar Stefánsson4

1Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild, Háskóli Íslands, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3Oxymap ehf., 4augndeild Landspítala

sveinnha@hi.is

Inngangur: Í fyrri rannsóknum hefur sést aukin súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu. Í þessari rannsókn var súrefnismettun mæld með nýrri aðferð til að athuga hvort breytileiki í mettun slagæðlinga sé raunverulegur eða stafi af villu í eldri aðferð.
Efniviður & aðferðir:
Mælingar voru gerðar á 14 sjúklingum með miðbláæðarlokun, 14 með langt genginn sjónhimnusjúkdóm vegna sykursýki og 14 heilbrigðum. Oxymap T1 súrefnismælinum var notaður. Meðaltals súrefnismettun var reiknuð fyrir slagæðlinga í kringum sjóntaugarós með Oxymap Analyzer 3.0. Hugbúnaðurinn notar alla myndpunkta á þversniði æðar. Einnig voru gerðar nákvæmari mælingar á litlum bútum æða og bornar saman mælingar yfir speglun af æðavegg og mælingar gerðar til hliðar við speglun.
Niðurstöður
: Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu með miðbláæðarlokun var 98,5%±6,3% en 98,2%±3,9% í heilbrigðum augum sömu sjúklinga (p=0,79). Í sjúklingum með langt genginn sjónhimnusjúkdóm vegna sykursýki mældist súrefnismettun í slagæðlingum 103,9%±4,5% en 94,9%±2,2% í heilbrigðum einstaklingum (p<0,0001).
Í heilbrigðum einstaklingum mældist súrefnismettun í miðjum slagæðlingum (yfir speglun) 100,5%±6,6% samanborðið við 95,1%±5,1% til hliðar (p=0,0002). Í bláæðlingum mældist mettun 50,7%±11,0% yfir speglun í miðju og 64,7%±8,3% til hliðar við miðju.
Ályktanir: 
Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu, mæld á nýjan hátt, reyndist ekki minnkuð í sjúklingum með miðbláæðarlokun. Súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu mældist hækkuð í sjúklingum með sjónhimnusjúkdóm í sykursýki. Þetta er í samræmi við fyrri rannsóknir með eldri aðferðum. Munur á mettun innan æðabúta er í samræmi við sveim súrefnis út úr slagæðlingum sjónhimnu og inn í bláæðlinga. Frekari rannsóknir þarf á mögulegri villu í mælingum vegna speglunar af æðaveggjum.

 

E006 Súrefnismettun sjónhimnuæða er ólík í miðgróf sjónhimnu samanborið við önnur svæði sjónhimnunnar

Ólöf B. Ólafsdóttir1, Sveinn H. Harðarson2, Einar Stefánsson2

1Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild, 2læknadeild

olofbo@hi.is

Inngangur: Vissir sjónhimnusjúkdómar herja á ákveðin svæði innan sjónhimnunnar. Miðgrófin (e. macula) er þar engin undantekning og er það svæði sem, til að mynda, blóðþurrðarsjúkdómarnir miðgrófsbjúgur í sykursýki og aldursbundin augnbotnahrörnun herja á. Vegna þessa er mikilvægt að kanna hvað veldur þessari viðkvæmni miðgrófarinnar. Í rannsókninni var því súrefnismettun sjónhimnuæða könnuð með tilliti til mismunandi svæða sjónhimnunnar, það er miðgróf samanborin við önnur svæði.
Efniviður & aðferðir:
Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld með sérstökum sjónhimnusúrefnismæli (Oxymap T1) í heilbrigðum einstaklingum. Æðar innan augnbotns voru flokkaðar sem annaðhvort miðgrófsæðar eða aðrar æðar (frá öðrum svæðum) og bornar saman. Samtals voru mældir slagæðlingar frá 16 augnbotnum og bláæðlingar frá 21 augnbotnum.
Niðurstöður:
Súrefnismettun mældist hærri í miðgrófsbláæðlingum samanborið við æðar frá öðrum svæðum sjónhimnunnar (72,1±4,5% vs. 61,0±9,1%, p<0,0001). Slagbláæðamunur var lægri í miðgrófsæðum samanborið við aðrar æðar (19,0±6,5% vs. 29,1±8,3%, p<0,002). Enginn munur var súrefnismettun slagæðlinga (p=0,3). Einnig fannst enginn munur á æðavídd á milli svæða (p=0,5-0,7).
Ályktanir:
Ljóst er að þónokkur munur er á súrefnismettun miðgrófsæða samanborið við æðar frá öðrum svæðum. Breytileiki virðist því vera á súrefnisbúskap í miðgróf samanborið við önnur svæði sjónhimnunnar. Næstu skref eru því að kanna hvort samskonar breytileiki er í sjónhimnusjúkdómum sem herja á miðgrófina.

 

E007 Stöðugleiki þromboxans í blóðsýnum eftir sýnatöku

Helga Helgadóttir1, Ísleifur Ólafsson2, Sveinbjörn Gizurarson3, Karl Andersen4

1Lyfjafræðideild, Háskóli Íslands, 2klínískri lífefnafræðideild Landspítala, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 4hjartagátt Landspítala

heh37@hi.is

Inngangur: Þegar blóðsýnum er safnað þarf að rjúfa æð til að sækja blóðið. Rof á æðinni virkjar blóðflögur í nágrenni stungustaðarins sem fara að mynda þromboxan A2 (TxA2). Hluti þeirra blóðflaga sem safnað er í blóðtökuglasið eru því á virku formi. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort blóðflögurnar haldi áfram að mynda TxA2 í blóðtökuglasinu eftir sýnasöfnun, en slík nýmyndun gæti gefið rangar upplýsingar um raunverulegt TxA2 gildi í blóðrás.
Efniviður & aðferðir:
Þromboxan B2 (TxB2) er líffræðilega óvirkt en stöðugt umbrotsefni TxA2. TxB2 má mæla í blóðsýnum með staðlaðri ELISA aðferð. Styrkur TxB2 ætti að endurspegla styrk TxA2.
Í rannsókninni var blóðsýnum safnað úr 10 einstaklingum og þau spunnin niður og fryst eftir mis langan tíma, eða frá tíma 0 til 120 mín. Sýnum var safnað í tvær tegundir blóðtökuglasa: 3,2% natríumsítrat og EDTA. Hluti sýnanna var frystur í Eppendorf glösum og annar hluti var geymdur í indomethacin glösum.
Niðurstöður:
Styrkur TxB2 í sýnum sem safnað var í sítrat glös og geymd í Eppendorf glösum hækkaði mjög hratt eftir því sem sýnin voru látin standa lengur eftir sýnatökuna. Eftir 120 mín var magn TxB2 orðið 400% hærra en í sýni sem var spunnið niður samstundis. Til samanburðar var styrkur TxB2 um 200% hærri eftir 120 mín í sýnum sem einnig var safnað í sítrat glös en geymd í indomethacin glösum. Í sýnum sem safnað var í EDTA glös mátti greina 10% lækkun í styrk TxB2 eftir 120 mín.
Ályktanir:
Geymsluskilyrði, tegund sýnatökuglass og tími frá sýnatöku fram að vinnslu hefur mikil áhrif á stöðugleika TxB2.


E008 Mælingar á hvíldaröndun heilbrigðra og astmasjúklinga: Stöðugleiki og árstíðaráhrif

Marta Guðjónsdóttir1, Monique Van Oosten2, Árni Johnsen2, Björn Magnússon3

1Lífeðlisfræðistofnun, Háskóli Íslands, 2læknadeild Háskóli Íslands, 3lyflækningar, Heilbrigðisstofnun Suðurlands

marta@reykjalundur.is

Inngangur: Falin oföndun hefur verið tengd astma. Mismunandi öndunarmeðferðum hefur því verið beitt en oftast hefur mat á árangri þeirra falist í huglægu mati á einkennum en ekki beinum mælingum á öndun. Líkleg ástæða er hversu mælingar á öndun eru vandmeðfarnar vegna margvíslegra áhrifaþátta. Markmið rannsóknarinnar var því að meta hversu stöðug hvíldaröndun er hjá astmasjúklingum og heilbrigðum einstaklingum mæld með mislöngu millibili og á mismunandi árstíðum.
Efniviður & aðferðir:
Þátttakendur voru mældir tvisvar sinnum, M1 og M2, þar sem fjórir mánuðir til eitt ár liðu á milli mælinga. Þátttakendur mættu fastandi í mælingu að morgni dags um helgar og astmasjúklingarnir voru ekki búnir að nota astmalyfin sín. Mæld var heildaröndun (V'E) og koltvísýringsútskilnaður (V'CO2) í algerri hvíld eftir 10 mínútna slökun og V'E/V'CO2 hlutfallið var reiknað. Eftir hvíldarmælingu var blásturspróf og FVC og FEV1 mælt. Mælidagar voru flokkaðir eftir árstíðum í vor-sumar og haust-vetur.
Niðurstöður:
Alls voru 30 astmasjúklingar mældir, meðalaldur 45±14 ár, FEV1/FVC hlutfallið 74,4±10,8 og 23 heilbrigðir einstaklingar, meðalaldur 44±15 ár (NS), FEV1/FVC hlutfallið 80,7±6.4 (p<0,05). V'E/V'CO2 hlutfallið var 49,0±11,4 hjá astmahópnum en 44,2±10,1 hjá heilbrigðum (NS). Tíminn milli M1 og M2 var að meðaltali 25,2±4,3 vikur hjá astmahópnum og 33,4±7,8 vikur hjá heilbrigðum (p<0,001). Hvorki varð breyting á V'E/V'CO2 hlutfallinu milli M1 eða M2 né árstíða hjá hvorugum hópnum
Ályktanir:
Mælingar á hvíldaröndun hjá astmasjúklingum og heilbrigðum eru stöðugar yfir allt að eitt ár og milli árstíða þegar hvíldaraðstæður eru vel staðlaðar. Þær geta því verið notaðar til að meta árangur öndunarmeðferða.

 

E009 Meta-analysis of GWAS of rare variants associating with hemoglobin concentration in Iceland and UK

Guðjón R. Óskarsson1,2, Magnús K. Magnússon1,2, Ásmundur Oddsson1, Ragnar P. Kristjánsson1, Erna V. Ívarsdóttir1,3, Anna M. Kristinsdóttir1, Garðar Sveinbjörnsson1, Stefanía Benónísdóttir1, Ólafur B. Davíðsson1, Jóna Sæmundsdóttir1, Gísli H. Halldórsson1, Guðný A. Árnadóttir1, Stefán Jónsson1, Gísli Másson1, Brynjar Ö. Jensson1, Hilma Hólm1, Ísleifur Ólafsson4, Páll T. Önundarson5, Daníel F. Guðbjartsson1,3, Guðmundur L. Norðdal1, Unnur Þorsteinsdóttir1,2, Patrick Sulem1, Kári Stefánsson1,2

1deCODE genetics/Amgen, Inc, 101, Reykjavik, Iceland,2Faculty of Medicine, University of Iceland,3School of Engineering and Natural Sciences,University of Iceland,4Department of Clinical Biochemistry, Landspítali University Hospital,5Department of Laboratory Hematology, Landspítali University Hospital

gudjon.oskarsson@decode.is

Introduction: The extensive genotypic and healthcare data available in Iceland advances the identification of rare and low-frequency sequence variants
Methods:
We performed a meta-analysis of Genome-wide association studies (GWAS) from Iceland and UK biobank using hemoglobin concentration measurements from 286,634 Icelanders and 397,500 Caucasians of European ancestry and genotypic data of same populations. This research has been conducted using the UK Biobank Resource. To estimate effect on disease (anemia and polycythemia) we deduced disease state from the hemoglobin concentration measurements, based on standardized criteria. We used corrected significance thresholds weighted on variant annotation to estimate significance. Our focus was coding variants with allele frequencies of less than two percent in either population.
Results:
We identified 18 missense variants at 12 loci associating with either increased or decreased hemoglobin concentration and disease risk (anemia or polycythemia). The variants are in genes involved in iron metabolism and oxygen sensing, as well as other pathways involved in hematological physiology. We identified novel genes associating with hemoglobin concentration, variants in genes that have been reported to associate with hematological traits, and variants that have been reported to associate with other conditions.
Conclusions:
Using these methods, we shed more light on the physiological mechanisms underlying of hemoglobin concentration.

 

E010 Northern Lights assay reveals nicking of nucleosomal cell free DNA in sepsis patients

Hróðmar Helgason1, Bjarki Guðmundsson2, Hans G. Þormar3, Sigurbergur Kárason4, Kristinn Sigvaldason5

1Dept. of Biochemistry and Molecular Biology, University of Iceland, 2Dep. of Biochemistry & Molecular Biology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Dep of Biochemistry & molecular Biology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 4Dep. of anesthesiology & Intensive Care, University of Iceland, 5Dept of Anesthesiology & Intensive care, University of Iceland,jonjj@hi.is

Introduction: Elevated levels of cell free DNA (cfDNA) in plasma are associated with various medical emergencies such as sepsis and stroke and trauma. In sepsis, levels of cfDNA correlate with disease severity. The goal of this study was to examine if structural damage in cfDNA is present in sepsis patients.
Methods:
Samples were collected from nine consenting patients (age 18+) admitted with severe sepsis to the two ICU´s of Landspitali from December 2016 until May 2017. Samples were also collected from five healthy controls. The sample DNA was isolated using the Genomic Mini AX kit according to protocol. Northern Lights assay (NLA) was used to detect cfDNA structural damage such as single/double strand breaks, bends, and inter/intra strand links. The addition of Fpg (formamidopyrimidine [fapy]-DNA glycosylase) which exaggerates damage was also examined for effect. The study was approved by National Bioethics Committee and Icelandic Data Authority
Results:
Elevated levels of cfDNA were observed in sepsis patients which lowered with treatment. NLA imaging revealed a consistent pattern indicative of significant single-stranded breaks in nucleosomal DNA in sepsis patients that were not observed in controls. Fpg enzyme treatment decreased larger DNA molecules compared to control samples.
Conclusions:
The increase in nicks in nucleosomal DA is possibly the result of increased damage or lack of DNA repair associated with cell death prior to release into the bloodstream. Alternatively they might reflect damage to nucleosomal DNA in plasma. Larger DNA molecules presumed to derive from necrotic cells possibly contained increased oxidative damage.

 

E011 Regulatory network rewiring in evolution and disease

Arnar Pálsson, Baldur Kristjánsson, Dagný Á. Rúnarsdóttir

Institute of Biology

apalsson@hi.is

Introduction: Developmental and regulatory genes are used for multiple developmental and physiological functions. Some of these functions are ancient while others evolved more recently. The functional properties of regulatory DNA, e.g. sequence specific binding, for either activating or repressing factors, short degenerate motifs and multiple binding sites, dictate its function and evolution. We are interested in understanding the rewiring of transcriptional regulatory systems under environmental insults, genetic mutations and during evolution, in particular the potential side effects of major mutations/perturbations on gene expression.
Methods:
We developed theoretical models about regulatory actions and interactions, focusing on transcriptional co-option (establishment of new connections between transcription factors and target genes) and transcriptional decay (loss of such connections). Similarly, environmental factors or mutations influencing diseases can lead to changes in the regulatory networks of cells, tissues and bodies (altering connections). We tested these predictions with transcriptome data from specific tissues, utilizing datsets from NCBI and data generated in house.
Results:
Regulatory networks are not static, and their rewiring reflects functional optimization, contingency and economics. Alterations of gene expression gene due to the environment (e.g. toxin), germline mutation or evolutionary change can have substantial side effects. For instance a mutation altering the expression of one gene can also affect other proximal transcription units.
Conclusions:
The principles influencing the function, buffering and evolution of regulatory DNA and its transregulators, are likely to affect other regulators (miRNA, splicing and translation) in evolution and disease. Similarly, regulatory mutations are likely to be pleiotropic with respect to gene expression.

 

E012 Compensatory restoration of gene expression in genes harboring harmful mutations

Baldur Kristjánsson1, Dagný Á. Rúnarsdóttir2, Sudarshan Chari3, Ian Dworkin4, Arnar Pálsson2

1Department of Biology, University of Iceland, 2University of Iceland, 3Lewis-Sigler Institute for Integrative Genomics, 4Department of Biology, McMaster University

baldurk89@gmail.com

Introduction: How do phenotypes, development and regulatory networks respond to major mutations in key regulatory genes? To study the sensitivity and buffering of regulatory networks we studiedgene expression in strains of Drosophila melanogaster, that underwent genetic perturbation and subsequent artificial-selection leading to compensatory evolution of major phenotypes.
Methods:
Mutations in vestigal (vg),net and rhomboid (rho),which affect wing-development and cause wing-defects, were introgressed into a wild-type population. Replicate populations were subject to artificial-selection for improved wing (evolved) and “natural” selection against the harmful effects of the major mutations (control). Transcriptome libraries were prepared from wing-discs and sequenced on Illumina HiSeq2500, mapped and counted with Kallisto.
Results:
Full phenotypic compensation defects was achieved in the evolved strains but none was observed in controls. On transcriptomelevel,the vg mutationaltered theexpression of more genes than the net and rho mutation.Theresults suggest these three mutation were compensated through different mechanism and pathways. The vgmutation was compensated through restoration of full length vgmRNAand its compensation probably caused by upstream agent/pathways. For thenet and rho mutations,the compensation wasmost likely mediated by parallel or downstream factors.
Conclusions:
Our results demonstrate that cryptic standing genetic variation, within wild populations, can restore expression of a disrupted gene or compensate for loss of function via other mechanisms. This is likely linked to locations of genes within regulatory networks, the nature of the molecular lesions and strength of phenotypic effects. The same likely applies for human disease genes.

 

E013 Emotion Dysregulation in Relation to Behavior Problems from preschool to 2nd Grade

Guðlaug M. Mitchison1, Dagmar Kr. Hannesdóttir2, Juliette Liber3, Urður Njarðvík1

1Psychology, Health Sciences, 2Þroska og hegðunarstöð, 3Utrecht University

gmm1@hi.is

Introduction: Associations between emotion dysregulation and behavior problems have been suggested. However, there is a lack of consistent evidence regarding the precise nature of this relationship and the manifestation among younger children as the focus has been more on older children and other psychopathology (Blandon et al., 2010; Gerstein et al., 2011; Hill et al., 2006; Martel et al., 2012).
Methods:
The objective is to track the development of both emotion dysregulation and emerging symptoms of psychopathology from the age of 5 to 8 years. This community sample consists of 620 children born 2010 and 2011, who are followed from preschool through 2nd grade. Parents and teachers answered clinical screening questionnaires (ERC, DBRS and SDQ).
Results
: ERC scores were fairly constant over the three years, with boys showing more lability/negativity and poorer emotion regulation than girls. Rate of behavior problems above cut-off increased for boys but decreased for girls over the three-year period. Significant correlation was found between scores on the lability/negativity subscale of the ERC and behavior problems at all three phases.
Conclusions:
According to the results, overall emotion dysregulation is relatively common among younger children and more frequently seen in the form of lability/negativity than poor emotion regulation. More importantly, collective results are an indication that the relationship between emotion dysregulation and behavior problems among younger children may be relatively strong. Results will be discussed in terms of clinical implications.

 

E014 Polygenic Risk: Predicting Depressive Symptoms in Clinical and Epidemiological Cohorts of Youth

Þórhildur Halldórsdóttir1, Charlotte Piechaczek2, Ana Paula Soares de Matos3, Ellen Greimel2, Eiríkur Örn Arnarson1, W. Edward Craighead4, Gerd Schulte-Körne2, Elisabeth Binder5

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2læknadeild, Ludwig Maximilian University of Munich, 3sálfræði, University of Coimbra, 4læknadeild, Emory University, 5Dept. of Translational Research in Psychiatry, Max Planck Institute of Psychiatry

thorhildur@hi.is

Introduction: With the increase in major depressive disorder (MDD) during puberty, identifying risk factors in childhood and adolescence could have important implications for prevention efforts. This study examines the association of polygenic risk scores (PRS) of MDD derived from large-scale GWAS in adults with clinically relevant features of depression and their interaction with childhood abuse in clinical and epidemiological youth cohorts.
Methods:
The clinical cohort comprised 279 youth with MD disorder (Meanage =14.76(SD=2.00), 68% female)and 187 healthy controls (Mage =14.67(2.45), 63% female) recruited during 2009-2016. The epidemiological cohort included 1,450 adolescents (Mage=13.99(0.92), 63% female) recruited during 2011-2014. Of those, 694 were followed up at 6 months, 1-year and 2-years. A semi-structured clinical interview determined case-control status and age at onset (AAO) of MD in the clinical cohort. Both cohorts completed well-established self-report measures of depressive symptoms and childhood abuse and genome-wide genotypes were obtained. MD PRS were calculated from the imputed best guess genotypes using GWAS summary statistics from the recent PGC-MD disorder and 23andme findings.
Results:
The MDD PRS predicted case-control status (OR=9.408,se=2.442,FDR=0.001), depressive symptoms severity (β=3.494,se=1.401,FDR=0.047) and AAO (β= -6.484,se=3.100,FDR=0.047). In the epidemiological cohort, MDD PRS predicted depressive symptoms (β=13.404,se=4.954,FDR=0.003) and prospectively predicted onset of moderate- severe levels of depressive symptoms (HR=1.504[95% CI 1.102–2.053],FDR=0.025). Evidence for an additive effect, but not interactive, of the MDD PRS and childhood abuse on depression outcomes was found.
Conclusions:
MDD PRS in adults generalize to depression in children and adolescents and may serve as an early indicator of clinically interfering levels of depression in youth.

 

E015 Effects of different types of exercise training on the cortisol awakening response in children

Henning Budde1, Mirko Wegner2

1Human Sciences, Medical School Hamburg, 2Department of Sportpsychology, Sport Science

henning.budde@medicalschool-hamburg.de

Introduction: The aim of the study was to investigate the effects of different exercise interventions on the cortisol awakening response in children.
Methods:
Seventy-one primary school children (9-10 years old) were randomly assigned to a cardiovascular exercise group (CV, n = 27), a motor exercise group (MO, n = 23), or a control group (CON, n = 21). For ten weeks, three times a week for 45 min after school, an experienced exercise instructor trained the participants in groups of 7–14 children. Morning salivary cortisol levels (i.e., cortisol awakening response; CAR) were assessed on two consecutive schooldays before and after the intervention. A Shuttle Run Test was performed to determine the cardiovascular fitness. Motor fitness was assessed using the Heidelberg Gross Motor Test.
Results:
Participants who enhanced their cardiovascular fitness over the course of the intervention showed an increased CAR after the intervention time (B = 0.213), whereas children who underwent a motor exercise intervention and at the same time gained in motor fitness exhibited a decreased CAR after intervention (B = -0.188).
Conclusions:
It has been speculated that different pathways might be activated by different forms of exercise interventions, however, underlying mechanisms are still not clear. The current study was the first to show an effect of exercise on cortisol activity in children.

 

E016 The effects of exercise training interventions on PTSD symptoms and biological markers in juvenile refugees

Henning Budde1, Davin P. Akko2, Roland Weierstall-Pust2, Herbert E. Ainamani3, Eric Murillo-Rodríguez4

1Human Sciences, Medical School Hamburg, 2Medical School Hamburg, 3Department of Psychology and Development Management, Bishop Stuart University, 4Escuela de Medicina, División Ciencias de la Salud, Universidad Anáhuac Mayab

henning.budde@medicalschool-hamburg.de

Introduction: Research demonstrates improvements in post-traumatic stress disorder (PTSD) because of exercise training (ET). Controlled trials further demonstrate a change in cortisol and dehydroepiandrosterone (DHEA) as well as in endocannabinoid levels after an 8-12-week ET. The proposed study investigates the impact of an 8-week ET on PTSD symptoms and changes in theses biological markers in a juvenile refugee sample at a Ugandan settlement.
Methods:
99 adolescent participants aged 13-16 years who suffer from PTSD will be randomized into a 1.) High Intensity Training- (HIT), a 2.) Low Intensity Training- (LIT), and a 3.) Waiting-list Control- (CTR) -group. The HIT group is attended to an exercise training of 70-89% of the maximum heart rate (HRmax). The LIT serves as the placebo exercise group and receives light stretching exercises with a HRmax of <55%. The study commenced with a submission to TRAILS at the beginning of 2018. Nnow the design is published (Budde et al., 2018) and the whole study (with longitudinal as well as cross-sectional analyses) is designed for 3 years.
Results:
After 8-weeks changes in hair cortisol, DHEA, and endocannabinoids are expected in the HIT group and to a less extent in the LIT group. Changes in biological stress markers are expected to correspond to a clinically significant improvement in PTSD symptoms. It is hypothesized that beneficial effects of the ET intervention will remain stable at follow-up after 3, as well as 6 months.
Conclusions
: The presented study design introduces an intervention that can be cost-effectively implemented in resource-poor settings.

 

 

E017 Umfang og eðli óvæntra atvika og tengsl þeirra við hjúkrunarþyngd: lýsandi rannsókn

Guðrún Á. Guðmundsdóttir1,2, Ásta Thoroddsen1,2, Helga Bragadóttir1,2

1Hjúkrunarfræðideild heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2Landspítala

Gag11@hi.is

Inngangur: Þrátt fyrir að öryggi sjúklinga og starfsmanna sé forgangsmál á sjúkrahúsum verður nokkur fjöldi þeirra fyrir óvæntum atvikum á ári hverju. Meðal þátta sem taldir eru hafa áhrif á óvænt atvik sjúklinga og starfsmanna er vinnuálag og mönnun.
Efniviður og aðferðir:
Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á umfang og eðli óvæntra atvika sjúklinga og starfsmanna á legudeildum, lýsa breytileika í vinnuálagi og hjúkrunarþyngd og leitast við að greina vísbendingar um tengsl óvæntra atvika við hjúkrunarþyngd. Rannsóknin er lýsandi og var gerð á 16 legudeildum Landspítala með gögnum frá 2015-2017.
Niðurstöður:
Talsverður breytileiki var í fjölda atvika og flokkun þeirra milli deilda, mánaða og ára. Flest voru atvikin í flokknum atvik tengd umhverfi / aðstæðum en þar eru byltur stærsti hlutinn. Flest atvik starfsmanna tengdust átökum eða ofbeldi og óhöppum eða slysum. Hvað varðar hjúkrunarþyngd sást talsverður breytileiki í hjúkrunarstigum á hvern starfsmann hjúkrunar milli daga, mánaða, ára og deilda. Fram kom marktæk jákvæð sterk fylgni milli hjúkrunarstiga á starfsmann hjúkrunar og óvæntra atvika sjúklinga á tveimur deildum og jákvæð miðlungs tengsl á átta deildum á þessum árum. Ekki kom fram marktæk sterk fylgni milli fjölda daga í mánuði yfir æskilegu hjúkrunarstigi og óvæntra atvika sjúklinga en jákvæð miðlungs tengsl komu fram á 9 deildum 2015-2017.
Ályktanir:
Niðurstöður varpa ljósi á eðli og umfang óvæntra atvika sjúklinga og starfsmanna á Landspítala, vinnuálag og möguleg tengsl milli þessara breyta. Þær gefa vísbendingar um að einhverskonar tengsl geti verið milli vinnuálags í hjúkrun og óvæntra atvika á sjúkrahúsum.

 

 

E018 Ferli ákvarðanatöku um lífslokameðferð hjá taugasjúklingum á bráðasjúkrahúsi

Guðrún Jónsdóttir1, Helga Jónsdóttir2, Valgerður Sigurðardóttir3, Haukur Hjaltason3, Erna Haraldsdóttir4

1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Háskóla Íslands, 3Landspítala, 4Queen Margareth University

gudjonsd@landspitali.is

Inngangur: Ákvörðun um lífslokameðferð sjúklinga með langtgengna taugasjúkdóma getur verið flókin og erfið jafnvel þó til staðar séu klínískar leiðbeiningar þar að lútandi. Mikilvægi ákvarðanatöku um lífslok felst m.a. í því að með henni er sett fram gagnreynd áætlun um hámörkun lífsgæða með áherslu á heildræna meðhöndlun einkenna og varðveislu reisnar einstaklings og fjölskyldu í ljósi nálægðar við dauðann. Rannsóknir á ferli ákvarðanatöku um lífslokameðferð eru á byrjunarstigi á Íslandi.
Efniviður & aðferðir:
Rannsóknin er afturskyggn. Gögn úr sjúkraskrám sjúklinga sem höfðu látist á taugalækningadeild Landspítalans áranna 2011 til 2016 voru greind. Hannað var gagnasöfnunatæki byggt á fræðilegum heimildum og reynslu sérfræðinga um atriði sem hafa á ákvörðunartöku um lífslokameðferð og meðferðartakmarkanir.
Niðurstöður:
Fjöldi sjúklinga var 170. Flestir voru með sjúkdómsgreiningu um slag, næst algengast var MND og síðan Parkinsson sjúkdómurinn. Meðalaldur sjúklinga við andlát var 77 ár, konur voru 84 (49%), 93 (55%) sjúklingar voru giftir eða í sambúð, 125 (74%) bjuggu heima við fyrir innlögn, 45 (26,5 %) á hjúkrunarheimili, þjónustuíbúð eða annarsstaðar. Tæplega fjórðungur eða 38 (22%) sjúklingar höfðu lagst á sjúkrahús > 3 sinnum sl ár, 106 (62,5%) höfðu legið lengur en 7 daga í síðustu legunni fyrir andlát. Fjöldi skráninga á lífslokameðferð breyttist ekki marktækt við innleiðingu skráningar á meðferðartakmörkunum sem gerð var árið 2013 þegar Snjókornið var sett í Sögukerfi Landspítalans.
Ályktanir:
Vísbendingar eru um að tímaleg ákvarðanataka um lífslokameðferð geti reynist heilbrigðisstarfsmönnum verulega erfið. Innleiðing klínískra leiðbeininga og fyrirmæla á forsíðu sjúkraskrár sjúklings breytti þar litlu um.

 

E019 Truflanir á skurðstofum: Eðli, tíðni og áhrif - kerfisbundin fræðileg samantekt

Ólafur Skúlason1, Helga Bragadóttir2

1Hjúkrunarfræðideild, skurðdeild, HÍ, LSH, 2HÍ, LSH

olafursk@gmail.com

Inngangur: Talið er að vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsmanna, þar með talið truflanir í vinnuumhverfi, sé einn af orsakavöldum mistaka og hafi neikvæð áhrif á afdrif sjúklinga. Vísbendingar eru um að tíðni truflana í vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsmanna sé há og því mikilvægt að vinna að því að draga úr truflunum eins og kostur er. Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á truflanir í vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsmanna á skurðstofum, tíðni þeirra og áhrifum á skurðstofuteymið.
Efniviður & aðferðir:
Um kerfisbundna fræðilega samantekt er að ræða. Fjórtán rannsóknir uppfylltu inntökuskilyrðin og voru notaðar í samantektinni.
Niðurstöður
: Helstu truflanir í vinnuumhverfi skurðstofa voru: ráp starfsfólks inn og út af skurðstofum, samskipti, símar og boðtæki, truflanir tengdar aðgerðarferli, truflanir tengdar umhverfi skurðstofunnar, truflanir tengdar tækjabúnaði, kennsla og hljóðstyrkur í umhverfinu. Tíðni truflana á skurðstofum voru 20,17 truflanir að meðaltali í hverri aðgerð. Áhrif truflana á skurðstofuteymið var misjafnt eftir reynslu teymis meðlima og eðli truflana. Tíðustu truflanirnar voru ekki þær sem höfðu mestu áhrifin á teymið. Truflanir tengdar samskiptum og tækjabúnaði höfðu mestu áhrif. Truflanir geta einnig haft jákvæð áhrif á skurðstofuteymið.
Ályktanir:
Truflanir eru tíðar á skurðstofum. Nauðsynlegt er að greina truflanir sem eru í umhverfi skurðstofa með fyrirbyggingu að leiðarljósi. Þróa þarf aðferðir til að kenna starfsfólki að takast á við óhjákvæmilegar truflanir. Gera þarf frekari rannsóknir á áhrifum truflana á skurðstofuteymi til að öðlast dýpri skilning á áhrifum truflana á teymið sem og til að þróa leiðir til að draga úr truflunum á skurðstofum. Skilgreind skurðstofuteymi og reyndara starfsfólk virðast þola truflanir betur en óreynt starfsfólk.

 

E020 Fjölskyldan í samfloti með heilabilun

Margrét Guðnadóttir, Kristín Björnsdóttir

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

mag86@hi.is

Inngangur: Umönnunarálag aðstandenda fólks með heilabilun fer vaxandi með fjölgun greindra einstaklinga. Kallað er eftir auknum stuðningi við fjölskyldur. Vegna heilsufarslegrar og fjárhagslegrar byrði er mikilvægt að leita leiða til að bæta líf og aðstæður aðstandenda. Beina þarf athygli að daglegri umönnun sem fjölskylda veitir ásamt líkamlegum, tæknilegum og stofnanalegum áhrifum er móta aðstæður umönnunar. Hér verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar um aðstæður fólks sem býr heima með heilabilun og aðstandenda þess. Horft er til þess hvernig fjölskyldur takast á við daglegt líf, hvað sé hjálplegt.
Efniviður & aðferðir:
Aðferð vettvangsathugunar beitt. Með aðstoð minnismóttöku LSH hafa 8 fjölskyldur einstaklinga með heilabilunargreiningu sem bíða eftir sérhæfðri dagþjálfun samþykkt þátttöku. Hverri fjölskyldu er fylgt eftir í u.þ.b. ár í sínu umhverfi, frá biðlista í virka þjónustu dagþjálfunar. Notast við aðferð túlkandi lýsingar (Interpretive Description) til gagnagreiningar á vettvangsferðum, símtölum og hálfstöðluðum viðtölum.
Niðurstöður:
Rakin eru dæmi um ólíkar aðferðir fjölskyldna við að takast á við sínar aðstæður. Hjá aðstandendum er ráðaleysi ríkjandi gagnvart fyrirliggjandi verkefnum þrátt fyrir þá þjónustu sem boðin er. Þeir vernda sína nánustu með því að forðast rask og ójafnvægi í aðstæðum, en tilraunir til að fela heilabilun skapa flækjur og ótta. Gagnasöfnun og úrvinnsla rannsóknar stendur enn yfir.
Ályktanir:
Við þróun frekari þjónustu er áríðandi að skapa sveigjanleika og fjölbreytni í stuðningi við fjölskyldur. Traust, samheldni og einlægni gagnvart aðstæðum heilabilunar greiðir leið fjölskyldunnar í annars flóknu ferli. Auka þarf skipulagða fræðslu og markvissan fjölskyldustuðning fyrr í ferli heilabilunar m.a. í formi ráðgjafar inn á heimili.

 

E021 Staðbundin notkun metronidazole við tannhaldsskurðmeðferð á jöxlum með millirótabólgu

Ingólfur Eldjárn

Háskóli Íslands, Tannlæknadeild

eldjarn@centrum.is

Inngangur: Hefðbundin tannhaldsbólgumeðferð nægir ekki alltaf til að stöðva niðurbrot stoðvefja tanna. Meðferðarsvörun er misjöfn og skera jaxlar með annarrar gráðu millirótabólgu sig úr hvað lakan árangur varðar. Það, hve tannklofið getur verið flókið í laginu og óaðgengilegt, er jafnan talin útskýra lakan árangur. Rannsóknir sýna að staðbundið metronidazole-gel getur bætt árangur af hefðbundinni tannhreinsun. Ekki hefur verið athugað hvort téð gel geti bætt árangur af skurðmeðferð. Markmið þessarar slembnu, klínísku rannsóknar er að athuga hvort metronidazole-gel, notað við tannhaldskurðmeðferð, bæti árangur.
Efniviður & aðferðir:
n=20 sjúklingar, með eitt par sambærilegra jaxla, með millirótabólgu, gráðu II. Mánuði eftir tannhreinsimeðferð, við upphaf skurðmeðferðar voru gerðar klínískar upphafsmælingar. Mæld var tannsýkla (PlI), yfirborðsbólga (GI), pokadýpt (PPD), tannfesta (PAL), lárétt tannfesta (HPAL) og blæðing við pokamælingu/lárétta pokamælingu (BoP/HBoP). Gerð var flipaaðgerð við allar tennurnar og metronidazole-gel sett undir flipa T-tannar (tilraunahópur/T), ekkert gel við hina (viðmiðunarhópur/C). Valið í hópana með slembinni aðferð, krónukasti. Eftir sex mánuði voru allar upphafsmælingar endurteknar.
Niðurstöður:
15 sjúklingar, 30 tennur undirgengust lokaskoðun, p < 0,05. Enginn tölfræðilegur munur fannst á T/C hvað varðar PlI og GI. Tölfræðilegur munur fannst á T/C hvað varðar PPD og BoP við upphafsskoðun og fyrir PAL við lokaskoðun (T4.3 mm/C5.2 mm). Enginn annar tölfræðilegur munur fannst.
Ályktanir:
Niðurstöður benda til þess að jákvæð áhrif þess að nota metronidazole gel samfara skurðaðgerð á tannhaldi jaxla með millirótabólgu af gráðu II séu harla lítil.

 

E022 Tengsl milli lyfjaávísana á ópíóíða og benzodiazepínlyf og skamm- og langtíma dánartíðni eftir skurðaðgerðir á Íslandi

Martin Sigurðsson1, Sólveig Helgadóttir2, Þórir Long3, Daði Helgason3, Nathan Waldron4, Runólfur Pálsson5, Ólafur Indriðason3, Ingibjörg Guðmundsdóttir3, Tómas Guðbjartsson6, Gísli Sigurðsson7

1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, 3lyflækningasviði Landspítala, 4Department of Anesthesiology, Perioperative and Pain Medicine, Duke University Hospital, 5lyflæknasviði, 6skurðlækningasviði, 7svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala

martiningi@gmail.com

Inngangur: Fjöldi einstaklinga á langvinnri meðferð með ópíóíðum og benzodiazepínlyfjum fer vaxandi. Tilgáta okkar var sú að sjúklingar sem hefðu fengið ávísað þessum lyfjum fyrir skurðaðgerð á Íslandi hefðu verri skamm- og langtíma dánartíðni en þeir sem fengju þau ekki, sér í lagi þeir sjúklingar sem hefðu fengið ávísað lyfjum úr báðum lyfjaflokkunum.
Efniviður & aðferðir:
Afturskyggn rannsókn sem innihélt allar skurðagerðir utan hjartaskurðaðgerða sem framkvæmdar voru á Landspítala milli 2005 og 2015. Upplýsingar um lyfjaávísanir voru fengnar úr lyfjagagnagrunni landlæknis. Skamm- (30 daga) og langtíma dánartíðni var borin saman milli sjúklinga sem fengu ávísað ópíóíðum, benzodiazepín-lyfjum eða lyfjum úr báðum flokkum og viðmiðunarsjúklinga með sambærilegt áhættuskor (propensity score).
Niðurstöður:
Af 42,600 sjúklingum sem undirgengust skurðaðgerð höfðu 8008 (19%), 2237 (8%) og 2888 (7%) leyst út lyfseðil fyrir ópíóíðum, benzodiazepínlyfjum eða báðum lyfjaflokkum innan við 6 mánuðum fyrir skurðaðgerð. Sjúklingar sem leystu út lyf úr þessum flokkum höfðu fleiri fylgisjúkdóma en þeir sem höfðu ekki leyst út lyf úr þessum flokkum. Það var ekki munur á 30 daga eða langtíma dánartíðni milli viðmiðunarsjúklinga og sjúklinga sem höfðu leyst út eingöngu ópíóíða eða eingöngu benzodiazepínlyf. Sjúklingar sem höfðu leyst út bæði ´óp´íóíða og benzodiazepinlyf fyrir aðgerð höfðu hins vegar hærri 30 daga dánartíðni (2,9% á móti 1,7%, p=0,003) and hærri áhættu á langtíma dánartíðni (HR 1,38; 95% CI 1,20-1,58; p<0,001) en viðmiðunareinstaklingar.
Ályktanir:
Sjúklingar sem leysa út lyfseðla fyrir ópíóíðum og benzodiazepínlyfjum innan 6 mánaða fyrir skurðaðgerð hafa verri skammtíma- og langtíma horfur. Mögulega mætti bæta útkomuna með inngripi til að draga úr notkun lyfjanna fyrir aðgerð.


E023 Langtímaárangur eftir kransæðahjáveituaðgerð hjá sjúklingum í ofþyngd

Þórdís Þorkelsdóttir1, Hera Jóhannesdóttir2, Tómas A. Axelsson2, Daði Helgason2, Sólveig Helgadóttir3, Martin I. Sigurðsson4, Tómas Guðbjartsson5

lLæknadeild Háskóla Íslands, 2Háskóla Íslands, 3Uppsala University, 4Duke University School of Medicine, 5hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, Háskóli Íslands

thordis93@gmail.com

Inngangur: Opnar hjartaðgerðir sem sýna sambærilega eða lægri tíðni fylgikvilla. Tengsl offitu við langtíma fylgikvilla kransæðahjáveituaðgerða hafa lítið verið kannaðar og markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar að bæta úr því.
Efniviður & aðferðir:
1755 sjúklingar sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2013. Langtíma fylgikvillar voru(major adverse cardiac and cerebrovascular event,MACCE); hjartaáfall, heilablóðfall, endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkun með/án kransæðastoðnets og dauði. Sjúklingunum var skipt í fjóra hópa eftir líkamsþyngdarstuðli (LÞS); i) kjörþyngd=18,5-24,9kg/m2(n=393), ii) yfirþyngd=25-29,9kg/m2(n=811), iii) ofþyngd=30-34,9kg/m2(n=388) og iv)mikil ofþyngd=>35kg/m2(n=113) og hóparnir bornir saman m.t.t. tíðni langtíma fylgikvilla og lifunar.
Niðurstöður:
Sjúklingar í mikilli ofþyngd voru 5 árum eldri en þeir í kjörþyngd, hlutfall karla var hærra, þeir höfðu oftar háþrýsting, sykursýki, blóðfituröskun og reykingasögu. Einkenni og útbreiðsla kransæðasjúkdóms voru hins vegar sambærileg milli hópa. Sjúklingar í mikilli ofþyngd höfðu lægra EuroSCORE-II en sjúklingar í kjörþyngd (1,6 sbr.2,7, p=0,002). Tíðni snemmkominna fylgikvilla eftir aðgerð var sambærileg milli hópa, nema vægar skurðsýkingar og aftöppun af fleiðruvöka voru marktækt fátíðari hjá sjúklingum í mikilli ofþyngd. Dánartíðni innan 30 daga var sambærileg milli hópanna, í kringum 2%. Langtímalifun hópanna fjögurra var sambærileg, í kringum 90% (95%-ÖB:0,88–0,91) og 70% 95%-ÖB:0,70–0,76) heildarlifun. Fimm og 10-ára MACCE-sjúkdómsfrí lifun reyndist einnig sambærileg milli hópa, eða í kringum 81% og 56% (p=0,7). Við aðhvarfsgreiningu reyndist LÞS hvorki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir langtíma lifun né MACCE-fría lifun.
Ályktanir
: Sjúklingar í ofþyngd sem gangast undir kransæðahjáveitu eru yngri, með fleiri áhættuþætti kransæðasjúkdóms. Ekki var marktækur munur á tíðni langtímafylgikvilla og lifunar í hópnunum. Í fjölbreytugreiningu reyndist líkamsþyngdarstuðull hvorki spá sjálfstætt fyrir um tíðni langtíma fylgikvilla né lifunar.

 

E024 Vægur bráður nýrnaskaði í kjölfar skurðaðgerðar: nýgengi og útkomur

Þórir E. Long1, Daði Helgason1, Sólveig Helgadóttir2, Runólfur Pálsson1, Gísli H. Sigurðsson1, Martin I. Sigurðsson1, Ólafur Skúli Indriðason3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Anesthesia and Intensive Care, Akademiska University Hospital, 3nýrnalækningaeiningu Landspítala

thorirein@gmail.com

Inngangur: Væg hækkun á kreatíníni í sermi (S-Kr) um 26.5µmól/L á 48 klst er hluti núverandi skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða (BNS), en lítið vitað um áhrif þessarar vægu hækkunar á útkomu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga nýgengi og útkomu einstaklinga með vægan BNS í kjölfar skurðaðgerða.
Efniviður & aðferðir:
Afturskyggn rannsókn á öllum einstaklingum yfir 18 ára sem undirgengust kviðarhols-, brjósthols-, bæklunar- eða æðaskurðaðgerð á Landspítala á árunum 1998-2015. Gögn fengin úr rafrænum kerfum Landspítala. Vægur bráður nýrnaskaði skilgreindur samkvæmt KDIGO skilmerkjum sem S-Kr hækkun um 26,5µmól/L á 48 klst sem nær ekki hækkun um 1,5 x grunngildi á 7 dögum. Einstaklingar með vægan BNS voru bornir saman við paraðan viðmiðunarhóp (1:1) með propensity skori.
Niðurstöður:
Alls voru framkvæmdar 116.358 aðgerðir á 64.535 einstaklingum á tímabilinu. Kreatínínmælingar fyrir og eftir aðgerð voru framkvæmdar eftir 47 333 (41%) aðgerðanna. Alls voru 3.516 (7,4%) með BNS, af þeim 1.161 (2,4%) með vægan og 2355 (5,0%) með alvarlegri BNS. Einstaklingar með vægan BNS voru oftar karlkyns (66% vs 54%) og höfðu lægri reiknaðan gaukulsíunarhraða (rGSH) fyrir aðgerð 51 (34-67) vs. 66 (48-84) mL/mín/1,73 m2, (p<0,001). Einstaklingar með vægan BNS og skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð voru með verri 1-árs lifun en samanburðarhópur (73% vs. 76%, p=0,042). Hinsvegar var enginn munur á 1-árs lifun einstaklinga með vægan BNS og eðlilega nýrnastarfsemi fyrir aðgerð samanborið við viðmiðunarhóp (87% vs. 89%, p=0,19).
Ályktanir:
Niðurstöður okkar benda til að vægur BNS hafi tengsl við verri 1-árs lifun einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi fyrir skurðaðgerð en einstaklingar með eðlilega nýrnastarfsemi virðast þola væga skaðann betur.

 

 

E025 MicroRNA-190b in breast cancer

Elisabet. A Frick1, Stefán Þ. Sigurðsson2, Þorkell Guðjónsson2

1Department of Medicine, Univeristy of Iceland, 2Cancer Research Laboratory, University of Iceland

eaf3@hi.is

Introduction: Epigenetics and microRNAs (miRNA) are important supervisory mechanisms for maintaining genetic expression patterns in the cell. Differential miRNA expression is commonly shown among breast cancers, often with tumour-suppressive or oncogenic roles. MicroRNA-190b has previously been reported to be up-regulated in estrogen receptor-positive (ER+) breast cancers, however, very little is known about the processes behind it or its impact on clinical presentation and prognosis. This lead us to further research its promoter methylation status and the clinical implications it may have on breast cancer patients relative to ER+ subtypes.
Methods:
Our methods are based on the highly sensitive TaqMan advanced miRNA assay (RT-qPCR) along with pyrosequencing methylation assay, in a large cohort of well-annotated breast cancers to define miR-190b's expression and methylation status across subtypes.
Results:
Our results demonstrate that over-expression and hypomethylation of miR-190b is negatively correlated. Furthermore, breast cancer-specific survival analysis demonstrates differences in patient survival in a context of whether tumors exhibit high or low miR-190b methylation. Our survival analysis moreover demonstrates that patients diagnosed with ER+ tumors have different outcomes, with regard to miR-190b methylation, in a subtype-dependent manner.
Conclusions:
MiR-190b hypomethylation in tumors occurs within a subset of breast cancer patients and correlates with altered breast cancer-specific survival. Differences in survival within ER+ subtypes indicates potential transcriptional differences between the subtypes, which may lead to distinct, context-specific, mRNA targetting. MiR-190b may thus be protective or oncogenic depending on transcription within each individual cancer and their subtype.

 

 

E026 Characterization of the mammalian specific function of the key autophagy gene ATG7

Kristrún Ýr Holm, Júlía B. Kristbjörnsdóttir, Linda Sooman, Margrét H. Ögmundsdóttir

Faculty of Medicine, Biomedical center,

kyh4@hi.is

Introduction: Autophagy is a self-degradative process important for cellular homeostasis. It maintains minimal energy levels during stress conditions and is important in development where it balances the sources of energy at critical times. Impaired autophagy mechanism can be tumorigenic and we have identified a germline coding variant of the essential autophagy gene ATG7 associated with hepatic cancer. This variant resides in a mammalian specific region of the gene. Here we have deleted the entire mammalian specific region (delMSR) out of ATG7 and expressed in the human hepatocellular carcinoma cells HuH7. We generated the mutant in the full-length isoform ATG7(1) and ATG(2), which does not carry out the characterized autophagy role of the protein.
Methods:
We have generated stable HuH7 cell lines containing doxycycline-inducible expression of wild type ATG(1) and ATG(2), delMSR(1) and delMSR(2), and an empty vector line for comparison. Immunostaining was performed on these cell lines to assess the phenotypic differences between the cell lines; grown in complete medium and starvation medium.
Results:
Whereas there was not a phenotypic difference between delMSR(1) and the wt expressing cells, the delMSR2 expressing cells showed however a deformed cell shape and contained round-shaped ATG7 particles in the cytoplasm.
Conclusions:
The results show that the deletion of a mammalian specific region results in a severe morphological difference when present in ATG7(2). We have recently found that the ATG7(2) isoform is unable to carry out the characterized autophagy function of ATG7. This implies that the mammalian specific region could play a role in a non-autophagy function of ATG7.

 

 

E027 MITF is important for regulating cell cycle in melanocytes and melanoma cells

Hilmar O.G. Nielsen1, Remina Dilixiati1, Lara A. Stefansson1, Berglind Ó. Einarsdóttir1, Kristín Bergsteinsdóttir1, Sara Sigurbjörnsdóttir1, Auður Eiríksdóttir1, Franck Gesbert2, Margrét H. Ögmundsdóttir, Lionel Larue2, Eiríkur Steingrímsson1

1Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Institut Curie

eirikurs@hi.is

Introduction: The Microphthalmia-associated transcription factor (MITF) acts as a master regulator of melanocyte development and differentiation, and is known as a melanoma oncogene. Although MITF has been suggested to regulate proliferation of both melanocytes and melanoma cells, its exact role in this process has not been fully investigated.
Methods:
For investigating the role of MITF during proliferation, we generated a conditional mutation in MITF in the mouse where Lysine 243 was mutated to Arginine (K243R); the mutation was driven in melanocytes using the Tyr::Cre and Tyr::CREERT2 drivers. We have generated melanocyte cell lines from these conditional mice and investigated effects of lack of MITF on proliferation. Effects on proliferation were also characterized in melanoma cells where MITF has been knocked out using CRISPR technology. Furthermore, RNA- and ChIP- sequencing were used to characterize which cell cycle genes were affected by the lack of MITF. Using FACS cell sorting we have characterized which steps of the cell cycle are affected by MITF.
Results:
Analysis of embryos carrying the conditional MITF mutation showed a lot fewer cells in the mutant embryos than in wild type, suggesting major effects on proliferation. Analysis of the conditional melanocyte cell lines and of the CRISPR-MITF mutant melanoma cells confirmed this and the FACs sorting indicates which stage of the cell cycle is affected; MITF expression is increased at G2. MITF binds to and affects the regulation of multiple proliferation genes.
Conclusions:
Together, our results show a major effect of MITF on cell cycle and has unravelled which genes are involved.

 

 

E028 Interstrand crosslinked DNA in body fluids of cancer patients treated with a platinum agent

Hans G. Þormar1,3, Bjarki Guðmundsson1,2,3, Hafþór I. Ragnarsson1, Davíð O. Guðmundsson1, Harpa S. Snorradóttir4, Helga G. Gunnarsdóttir4, Helgi Sigurðsson4, Jón J. Jónsson1,2

1Department of Biochemistry and Molecular Biology, University of Iceland, 2Department of Genetics and Molecular Medicine, Landspitali - National University Hospital, 3Lifeindehf, 4Department of Oncology, Landspitali – National University Hospital, Reykjavik

hans@hi.is

Introduction: Northern Lights Assay (NLA) is a versatile technique for detecting various types of DNA damage in body fluids including single-stranded breaks, double-stranded breaks, intrastrand and interstrand DNA crosslinks (ICL), single-stranded DNA and bulky lesions. With NLA we tested whether specific DNA lesions in body fluids are seen in colon cancer patients treated with a combination therapy of a platinum crosslinking agent and a thymidylate synthase inhibitor.
Methods:
We collected a complete set of plasma, saliva and urine from 27 randomly selected colon cancer patients treated with standard CapOx infusion including capecitabine and oxaliplatin (125 mg/m2). Samples were collected 1 hour after the infusion, DNA was isolated and analyzed with NLA. NLA is based on Two-Dimensional Strandness-Dependent Electrophoresis (2D-SDE) in microgels.
Results:
We detected ICL in urinary sediments in all patients analyzed. ICL were detected in cfDNA in plasma in 7 patients and nicked, double-stranded, nucleosomal cfDNA was detected in 9 patients. Of those patients 4 had both types of DNA lesions.
Conclusions:
Treatment with the platinum agent oxaliplatin commonly results in interstrand crosslink DNA in urinary sediment cells and sometimes in plasma cfDNA shortly after infusion. The finding of nicked, double- stranded, nucleosomal cfDNA could result from treatment with the thymidylate inhibitor capecitabine comprising de novo DNA synthesis, oxaliplatin and/or from cellular stress. These DNA lesions at different time points after therapy could be potential biomarkers in cancer theragnostics to evaluate response to treatment or risk of side-effects.

 

E029 Non-motor symptoms in Icelandic patients with parkinson's disease: preliminary results of a mixed method study

Marianne Klinke1, Vala K. Pálmadóttir2, Jónína H. Hafliðadóttir2

1Faculty og Nursing, University of Iceland, 2Landspitali

marianne@hi.is

Introduction: Non-motor symptoms (NMS) is the primary reason for impaired quality of life in patients with Parkinson's disease (PD). Our aims were to describe (a) the prevalence of NMS in Icelandic PD patients, (b) how NMS affect the daily life of PD patients, and (c) alleviating solutions.
Methods:
A mixed method research design. Qualitative and quantitative data were collected from electronic patient journals of PD patients admitted to outpatient service from 2014 to 2018. Quantitative variables: The NMS-quest, the Hoehn and Yahr scale, orthostatic blood pressure, body mass index, length of disease, and PD medication. Qualitative data were extracted from textual descriptions from different interdisciplinary healthcare professionals.
Results:
Full data sets were available for 166 patients (54.2% male). The mean age of patients was 68 years (range 23-85: SD 9.7). The number of non-motor symptoms were 11.32 (range 4-23: SD 4.03), mean body mass index 28.32 (range 16-41.5: SD 4.71). The most prevalent NMS were constipation (60.5%), urgency to pass urine (59.6%), difficulties with swallowing (48%), and unexplained pain (45%). Problems with sleep and depression were also frequent. Obese PD patients were more troubled by their NMS. Through the textual analysis of patients' records, we identified new items that should be incorporated into the NMS. For instance, speech problems, which impaired the daily functioning of 40% of PD patients (n=120). An updated data analysis will be presented at the conference.
Conclusions
: NMS are common in Icelandic patients with PD. Results can be used to guide and prioritize future alleviating actions.

 

E030 Electrophysiological Effects of tSCS on Spasticity in Chronic Stroke

Belinda Chenery1, Þórður Helgason2, Gígja Magnúsdóttir3, Vilborg Guðmundsdóttir3, Guðbjörg Lúðviksdóttir3, Anestis Divanoglou1

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2verkfræðideild, Háskólanum í Reykjavík, 3Grensásdeild Landspítala

belinda@styrkurehf.is

Introduction: Spasticity is a common neurological impairment after stroke that correlates with higher levels of disability and pain. Effective anti-spasticity treatments are limited and frequently have adverse side-effects. The aim of this study was to explore the electrophysiological and biomechanical effects of transcutaneous Spinal Cord Stimulation (tSCS) on spasticity after stroke.
Methods:
Single-case withdrawal research design with four phases of alternating baseline and a single treatment method. Four individuals with chronic stroke were included and underwent a 3-week home treatment of tSCS. Electrophysiological and biomechanical assessment methods for spasticity were used to evaluate effects.
Results
: Treatment efficacy was disparate between the subjects. Results demonstrated a positive improvement in most measurements of spasticity for subject 1, but not for subject 2. The antispastic effect of tSCS on subject 1 were during both involuntary and voluntary movement of the leg whilst subject 2 presented with more spasticity in involuntary movements but less spasticity during voluntary activation of plantar flexors, during the treatment phase.
Conclusions:
The results of the study indicate that tSCS may be a useful tool in post-stroke rehabilitation for reducing spasticity and increasing voluntary activation of muscle in some, but not all individuals. The analysis of clinical outcome measures will provide a better insight into the clinical effects of tSCS.

 

E031 Frequency of early peak knee valgus moment affected by hip abduction strength

Haraldur B. Sigurðsson, Kristín Briem

Faculty of Medicine, Research Centre for Movement Sciences

harbs@hi.is

Introduction: Anterior cruciate ligament (ACL) tears are serious injuries that affect females more often than males. ACL injuries occur as a result of multi-planar forces during early ground contact of a cutting maneuver. Hip abduction strength has been linked to greater risk of ACL injury. The aim of this study was to compare the hip abduction strength of athletes that do display an early stance peak knee valgus moment (VM) and those who don't, and if they differ to explore the relationship between early peak frequency and hip abduction strength.
Methods:
30 athletes (15 female) aged 14-17 were recruited as part of a larger study. Isometric hip abduction strength was measured in side-lying hip neutral position and normalized by body weight (%BW). VM was calculated from 20 trials of a cutting maneuver (10 per leg) captured with an 8 camera motion capture system and a force plate. Cluster analysis was used to identify the early peak trials. An independent t-test compared the hip abduction strength between peak and non-peak groups.
Results
: The peak VM group had lower hip abduction strength (29%bw vs 34%bw, P < 0.001) compared with non-peaks. Over 75% of early peaks were observed in athletes with hip abduction strength below 35%bw.
Conclusions:
Hip abduction muscle strength is related to the frequency of early peak knee valgus moment, consistent with the observed ACL injury mechanism. These results strengthen the mechanistic link between the risk associated with decreased hip abduction strength, and the injury mechanism.

 

E032 Use of an iPad with a 3-D camera for posture imaging

Atli Ágústsson1, Magnús K. Gíslason2, Páll Ingvarsson3, Elisabet Rodby-Bousquet4, Þórarinn Sveinsson5

1Medical Faculty / University of Iceland, Research Centre of Movement Science / University of Iceland, 2Biomedical Engineering / Reykjavík University, 3Department of Rehabilitation Medicine / Landspitali - The National University Ho, 4Department of Clinical Sciences / Lund University, 5Research Centre of Movement Science / University of Iceland

atli@hi.is

Introduction: It is important to quantify a static posture to evaluate the need for and effectiveness of interventions such as physical management, physiotherapy, spinal orthosis or surgical treatment on the alignment of body segments. Motion analysis systems can be used for this purpose, but they are expensive, require high degree of technical experience and not easily accessible. A simpler method is needed to quantify static posture. Aim of the study: Assess validity and inter and intra rater reliability using an iPad with a 3-D camera to evaluate posture and postural deformity.
Methods:
A 3-D model of a lying posture, created using an iPad with a 3-D camera, was compared to a Qualisys motion analysis system of the same lying posture, the latter used as the gold standard. Markers on the trunk and the leg were captured by both systems, and results from distance and angle measurements were compared.
Results
: All intra-class correlation coefficient values were above 0.98, the highest systematic error was 4.3 mm for length measurements and 0.2° for angle measurements.
Conclusions:
An iPad with a 3-D camera is a valid and reliable method to quantify static posture in a clinical environment.

 

 

E033 Árangursrík heimahjúkrun: Greining á leiðum til uppbyggingar út frá InterRAI-HC gögnum

Inga V. Kristinsdóttir1, Kristin Björnsdóttir3, Pálmi V. Jónsson4, Thor Aspelund3, Ingibjörg Hjaltadóttir3

1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3Háskóla Íslands, 4Landspítala

ivk2@hi.is

Inngangur: Meðalaldur fólks fer hækkandi um heim allan og öldruðum sem búa við heilsubrest á eigin heimilum mun fjölga. Þó yfirvöld skipuleggi margháttaða heimaþjónustu fyrir aldraða til sjálfstæðrar búsetu dugar hún oft ekki og því er þörfum hins aldraða í auknum mæli mætt af aðstandendum. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á heilsufar, færni og aðstæður eldra fólks sem býr sjálfstætt og nýtur aðstoðar formlegrar þjónustu og aðstandenda með það fyrir augum að greina leiðir til að efla heimahjúkrun þeirra og greina hvaða þættir spá fyrir um flutning á hjúkrunarheimili.
Efniviður & aðferðir:
Gagna var aflað með því að leggja matstækið InterRAI-hc fyrir slembiúrtak 420 skjólstæðinga Heimahjúkrunar í Reykjavík >65 ára. Gert var InterRAI-hc mat á þremur tímapunkum á rannsóknartímabilinu (1 ár). Gagnaöflun var hluti af IBenC rannsókninni sem fram fór í sex Evrópulöndum.
Niðurstöður:
Fyrstu niðurstöður benda til að færni skjólstæðinga heimahjúkrunar hafi versnað á s.l. 12 árum. Þrátt fyrir það eru vísbendingar um að skjólstæðingar hinna þátttökuþjóðanna búi við verra heilsufar og flytjist seinna á hjúkrunarheimili en hér á landi. Vísbendingar eru í fyrstu niðurstöðum að fleiri aðstandendur á Íslandi upplifi álag í umönnunarhlutverkinu en í hinum þátttökulöndunum.
Ályktanir:
Með því að greina hvað aðrar þátttökuþjóðir IBenC en Ísland eru að gera öðruvísi sem gerir þeim kleift að sinna hrumari skjólstæðingum heimahjúkrunar væri hægt að meta hvort þörf væri á breytingum hér á landi. Það má gera ráð fyrir að með efldri heimahjúkrun væri hægt að bregðast við breytingum hjá skjólstæðingnum sem spá fyrir um flutning á hjúkrunarheimili og bæta líðan aðstandenda.

 

E034 Næringarástand aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild - félagshagfræðileg staða, fæðuöryggi og fæðuframboð

Berglind Blöndal

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands

bsb6@hi.is

Inngangur: Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra einstaklinga sem útskrifast heim af spítala, hefur ekki verið rannsakað hér á landi. Vitað er að næringarástand aldraðra sem liggja inni á spítala er oft slæmt og getur farið versnandi í legunni og þegar heim er komið.
Efniviður & aðferðir:
Þátttakendur voru sjúklingar af öldrunardeild LSH, sem útskrifuðust heim og uppfylltu þátttökuskilyrði. Aldur þeirra var 77-93ja ára. Farið var heim til þátttakenda, (N=13) tvisvar eftir útskrift með viku millibili. Þar voru lagðir fyrir spurningalistar sem snéru að t.d. bakgrunni, félagslegri stöðu, líkamlegri færni, mataræði, aðstoð veitt og fleiri þáttum, ásamt því að líkamsmælingar voru framkvæmdar.
Niðurstöður:
Við útskrift var líkamsþyngdarstuðull þátttakenda 24,7 (±5,1), meðalaldur var 87,7 (±5,6) ár, orkuþörf þátttakenda var 2061.6 - 2404.5 kkal/d, og próteinþörfin 82,4 - 103,1 g/d, 53,9% þátttakenda voru karlar. Í fyrri heimsókn til þátttakenda var líkamsþyngdarstuðull 24,1 (±4,8) en í seinni heimsókn 23,8 (±4,7). Fæði og næringarefni voru metin með sólarhringsupprifjun í báðum heimsóknum, meðal orkuinntaka var 759,0 (±183,4) kkal/d. Meðal próteininntaka var 35,1 (±7,5) g/d. Orku- og próteininntaka var of lág fyrir alla þátttakendur miðað við næringar- og prótein þörf þeirra. Fæðuöryggi var oft lélegt ásamt slæmu aðgengi í eldhúsi miðað við skerðingu á athöfnum daglegs lífs þátttakenda.
Ályktanir:
Einmanaleiki, depurð, lág innkoma og lítil matarinntekt einkennir þennan hóp. Næringarástand hópsins er slæmt og fæðuöryggi ekki tryggt. Mikilvægt er að finna leiðir til þess að tryggja fæðuöryggi fyrir þennan hóp fólks sem býr heima en er með skerta hreyfigetu og getur því ekki bjargað sér með fullnægjandi hætti.

 

E035 Hrumleiki og undirliggjandi skerðingar á líkamsstarfsemi: Rannsókn á 70 ára og eldri Englendingum

Sólveig Á. Árnadóttir1, Julie Bruce2, Ranjit Lall2, Emma J. Wither2, Martin Underwood2, Fiona Shaw3, Ray Sheridan4, Sarah E. Lamb5

1Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands, 2University of Warwick, 3The Newcastle upon Tyne Hospitals NHS Foundation Trust, 4Geriatric Medicine, Royal Devon and Exeter NHS Foundation Trust, 5NDORM, University of Oxford

saa@hi.is

Inngangur: Markmið verkefnisins var að rannsaka algengi hrumleika (e.frailty); algengi undirliggjandi skerðinga á hreyfifærni og vöðvastarfsemi, starfsemi meltingarkerfis, hugarstarfi, starfsemi skynfæra (sjón og heyrn); og tengsl hrumleika og undirliggjandi skerðinga við þekkta heilsuvísa.
Efniviður & aðferðir:
Gögnin komu úr grunnmælingum fyrir nytsama, slembaða samanburðarrannsókn (Prevention of Fall Injury Trial (PreFIT)) sem fór fram á 63 heilsugæslustöðvum í Englandi á árunum 2011-2014. Þátttakendur (N=9803) voru 70-101 árs (78±5,7 ára) og 47% (4654/9803) voru karlar. Spurningar um hrumleika (Strawbridge spurningalistinn), undirliggjandi skerðingar og heilsuvísa, voru sendar til þátttakenda í pósti. Heilsuvísarnir voru: byltur, göngufærni utandyra, gönguferðir, athafnir daglegs lífs (ADL), þátttaka í samfélaginu, orkuleysi og afköst.
Niðurstöður:
Algengi hrumleika var 20% (1890/9433) og ekki var munur eftir kyni (líkindahlutfall 0,96; 95% öryggismörk 0,87-1,06). Skert starfsemi skynfæra var algengust af undirliggjandi skerðingum, en minna áberandi meðal kvenna (28%, 1416/9555) en karla (39%, 1786/9555; líkindahlutfall 0,57; 95% öryggismörk 0,53- 0,64). Karlar voru ólíklegri en konur að vera með undirliggjandi skerðingar tengdar hreyfifærni, vöðvastarfsemi eða meltingarkerfi. Skert hreyfifærni og vöðvastarfsemi höfðu sterkustu óháðu tengslin við alla heilsuvísana. Skert starfsemi skynfæra hafði hinsvegar óháð tengsl við heilsuvísana: fleiri byltur, færri/styttri gönguferðir, takmarkanir í ADL og minni afköst.
Ályktanir:
Þótt skert hreyfifærni og vöðvastarfsemi hefði sterkustu tengslin við heilsuvísa þá var skert starfsemi skynfæra mun algengari. Starfsemi skynfæra hefur skipað veigalítinn sess í rannsóknum á hrumleika. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda hinsvegar til þess að meðferð sem bætir sjón og heyrn geti dregið úr hrumleika og þannig haft víðtæk jákvæð áhrif á lýðheilsu, og þá sérstaklega eldri karla.

 

 

E036 Tengsl D-vítamínhags við mjaðmabrot í AGES-Reykjavík rannsókn Hjartaverndar

Sigrún Skúladóttir1, Alfons Ramel2, Ingibjörg Hjaltadóttir3, Lenor Launer4, Tamari Harris4, Paolo Caserotti4, Mary Cotch5, Thomas Lang6, Guðný Eiríksdóttir7, Kristín Siggeirsdóttir7, Vilmundur Guðnason7, Gunnar Sigurðsson8, Laufey Steingrímsdóttir2, Þórhallur Halldórsson2

1Matvæla- og næringarfræðideild, 2matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 3Landspítala, 4Alþjóðlega öldrunar-rannsóknarstofnunin, 5Alþjóðlega augnrannsóknarstofnun, 6læknadeild Háskólans í Kaliforníu, 7Hjartavernd, 8Háskóla Íslands

sigrunsskula@gmail.com

Inngangur: Beinbrot geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir eldri einstaklinga og mjaðmabrot eru einna alvarlegust. Tengsl milli styrks 25-hydroxyvítamíns D (25(OH)D) og beinþéttni hefur áður verið lýst. Aðrir áhættuþættir sem tengjast mjaðmabrotum skyggja hver á annan, því gæti reynst erfitt að átta sig á áhrif þeirra.
Efniviður & aðferðir:
Langtímarannsókn með 5764 þátttakendum (meðal aldur 77 ár við komu) úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar 2002-2006. Gerðar voru nákvæmar mælingar á þáttakendum þar með talið sneiðmyndir, hreyfipróf, tekin lífssýni og spurningarlistar um núverandi og fyrrverandi heilsufarssögu. Einnig spurningarlistar um hreyfingu og mataræði ásamt fleiri þáttum.
Niðurstöður:
Það voru 486 einstaklingar sem mjaðmabrotnuðu þar af voru 107 með <30 nmol/L í 25(OH)D. Brotahópurinn var marktækt (p<0,001) eldri (80 á móti 77 ára) og með lægra 25(OH)D (p<0,001) (52,7 á móti 57,6 nmól/L). Þegar brotahópnum var skipt í styrkleikaflokka eftir 25(OH)D sást að beinþéttni hækkaði ekki í samræmi við hærra 25(OH)D. Í lægsta flokknum 25(OH)D <15nmol/L var beinþéttni 203 mg/cm3. Í þriðja flokknum 25(OH)D 30-50 nmol/L var beinþéttni 217,1 mg/cm3. Í hæðsta flokknum 25(OH)D >75 nmol/L var beinþéttni 212,7 mg/cm3. Eftir að leiðrétt var fyrir 25(OH)D, aldri, kyni, beinþéttni, “tími upp-og-ganga” prófi og jafnvægisprófi sást að fyrir hverja sek sem “tími upp og ganga” prófið var lengra voru hættu líkur (HR) 1,38 (95%CI 1,23-1,55) á mjaðmabroti.
Ályktanir:
Styrkur 25(OH)D og beinþéttni skýra aðeins hluta mjaðmabrota. Svo virðist sem betri frammistað á “tími upp-og-ganga” prófinu sé óháður og verndandi þáttur í áhrifum á mjaðmabrot.

 

 

E037 Hvað gerist eftir geðgreiningu?

Inga G. Helgadóttir1, Magnús B. Sighvatsson2, Jón F. Sigurðsson2

1Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, 2Háskólanum í Reykjavík

inga16@ru.is

Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kortleggja ferlið sem fer í gang þegar einstaklingur fær greiningu í fyrsta sinn á göngudeild geðsviðs Landsspítala, m.t.t verklagsferla og hvort klínískum leiðbeiningum sé fylgt eftir við greiningu og meðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var einnig að skoða þá þætti sem geta haft áhrif á þennan feril.
Efniviður & aðferðir:
Þátttakendur voru 191 einstaklingur sem leituðu meðferðar á göngudeild geðsviðs á tímabilinu 2010-2012. Gögnum um verkferla (td notkun á stöðluðum greiningarviðtölum) og hvort meðferðir og greiningarvinna hafi verið í samræmi við klínískar leiðbeiningar var safnað úr sjúkraskrá einstaklinga á göngudeild geðsviðs.
Niðurstöður:
Niðurstöður benda til þess að greiningar með stöðluðu greiningarviðtali sé undantekning frekar en regla. Einnig er munur á milli fagaðila þegar kemur að notkun staðlaðra greiningarviðtala, sálfræðingar notuðu oftast slík greiningartæki eða í 19 tilvikum af 42, en geðlæknar notuðu aldrei stöðluð greiningarviðtöl. Þegar meðferð var skoðuð kom í ljós að stór hluti meðferða voru byggðar á lyfjum eða í 36% tilvika, meðferð út frá klínískum leiðbeiningum (NICE) voru í 48,7% tilvika, í 7,3% tilvika var meðferð ósértæk og í 7,9% tilvika var engin meðferð veitt.
Ályktanir:
Óáreiðanleg greining getur leitt til ófullnægjandi eða einfaldlega rangrar meðferðar. Meðferð og greiningarvinna ætti því ávallt að vera út frá klínískum gæðavísum sem að lokum skilar sér í betri meðferðarútkomu og bættri líðan þjónustunotenda.

 

 

E038 Áhrif geðgreiningar á ferli geðheilbrigðisþjónustu: þemarammagreining á upplifun notenda

Ragnheiður H. Sæmundsdóttir1, Magnús Blöndahl Sighvatsson2,3, Jón F. Sigurðsson2, Inga G. Helgadóttir2

1Sálfræði Háskólans í Reykjavík, 2Háskólanum í Reykjavík, 3læknadeild Háskóla Íslands

heidan86@gmail.com

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á ferli þjónustu sem fer í hönd á göngudeild geðsviðs Landspítala þegar gefin er nýgreining á þunglyndi eða kvíða. Markmiðið var annars vegar að afla þekkingar á persónulegi reynslu nýgreindra af greiningarferlinu og þjónustunni og hins vegar á þeirri upplifun að greinast með algengan geðrænan vanda.
Efniviður & aðferðir:
Gagna var aflað með hálfstöðluðu viðtali sem tekið var við 11 þátttakendur, sem allir voru greindir með þunglyndi eða kvíða (eða samslátt af hvoru tveggja) á tímabilinu 2010-2012. Hljóðupptökur voru gerðar af viðtölunum, sem unnið var úr með aðferðum þemarammagreiningar (Thematic framework analysis).
Niðurstöður:
Við þemagreininguna komu fram 26 þemu, sem voru nýtt sem lýsandi líkan. Sérstaklega ríkjandi í niðurstöðum voru þrjú meginþemu og þeir þættir sem vógu þyngst í myndun þeirra: ástæða fyrir komu á göngudeild (hvati og hindranir), tilhneiging til frestunar og heildarupplifun af þjónustu (viðmót og umgjörð).
Ályktanir:
Rannsókn sem þessi hefur aldrei áður verið framkvæmd svo kunnugt sé. Með því að afla ítarlegra upplýsinga frá notendum þjónustunnar fæst nýtt sjónarhorn og dýpri skilningur á viðfangsefninu. Vísindalegt gildi er því töluvert og rannsóknin því mikilvægt framlag til þekkingaröflunar á þessu sviði á Íslandi. Ávinningur er fólginn í því að efla þekkingu á umgjörð og verklagsháttum frá sjónarhorni notenda, sem getur stuðlað að því að auka gæði þjónustunnar og skilað sér í bættri líðan þeirra sem leita á göngudeildina.

 

 

E039 Tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenna meðal háskólanema og þörf þeirra fyrir faglega aðstoð

Jóhanna Bernharðsdóttir1, Rúnar Vilhjálmsson2, Guðný B. Tryggvadóttir3

1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Háskóli Íslands, 3félagsvísindastofnun, Háskóli Íslands

johannab@hi.is

Inngangur: Rannsóknir sýna að sálræn vanlíðan sem kemur fram í einkennum þunglyndis og/eða kvíða er algeng meðal háskólastúdenta, sérstaklega kvenna og yngri námsmanna, en aðeins lítill hluti þeirra fær faglega aðstoð. Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenna meðal háskólastúdenta, á aldursbilinu 18-45 ára, og bera saman við landsúrtak á sama aldri. Annar tilgangur var að afla upplýsinga um mat þátttakenda á þörf fyrir faglega aðstoð.
Efniviður & aðferðir:
Um er að ræða þversniðskönnun þar sem kvíða- og þunglyndiskvarðar úr einkennalista Derogatis (SCL-90), ásamt bakgrunnsbreytum, voru lagðir fyrir á netinu. Í úrtak voru valdir af handahófi 3000 námsmenn, 2000 konur og 1000 karlar. SPSS tölvuforritið var notað við tölfræðilega úrvinnslu og t-próf óháðra úrtaka framkvæmd til að kanna mun á milli hópa.Svarhlutfall var 53%, meðalaldur var 27 ár og voru 67% þátttakenda í grunnnámi. Um 38% voru einhleypir og tæp 30% voru foreldrar. Sjötíu prósent þátttakenda unnu með námi.
Niðurstöður:
Niðurstöður sýndu marktækt hærri tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenna hjá kvenstúdentum borið saman við karlstúdenta. Einnig mældust bæði karl- og kvenstúdentar með marktækt hærri tíðni kvíða- og þunglyndiseinkenni en karlar og konur á sama aldri í landsúrtakinu. Um 17% svarenda sögðust fá aðstoð frá fagfólki og um þriðjungur þeirra sem ekki fengu aðstoð töldu sig hafa þörf fyrir faglega aðstoð.
Ályktanir:
Niðurstöður þessar eru samhljóma erlendum rannsóknum og geta haft verulegt hagnýtt gildi fyrir skóla- og heilbrigðisyfirvöld. Þær má nýta til að þróa úrræði til að koma markvissar til móts við þarfir stúdentanna vegna sálrænnar vanlíðunar.

 

 

E040 Eru tengsl milli sálrænnar vanlíðanar á meðgöngu, óánægju í parsambandi og meðgöngukvilla?

Sigríður S. Jónsdóttir1, Katarina Swahnberg2, Marga Thome3, Guðmundur K. Óskarsson4, Linda B. Lýðsdóttir5, Halldóra Ólafsdóttir6, Jón F. Sigurðsson7, Þóra Steingrímsdóttir5

1Department of health and caring science, Linnéuniversitetet, 2Department of Health and Caring Science, Linnéuniversitetet, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri, 5læknadeild Háskóla Íslands, 6geðdeild Landspítala, 7sálfræði Háskólans í Reykjavík

siaj@unak.is

Inngangur: Allt að 31% kvenna á Íslandi, 18 ára og eldri finna fyrir sálrænni vanlíðan í sínu daglega lífi. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif sálrænnar vanlíðanar á vandamál og líkamleg óþægindi meðal barnshafandi kvenna á Íslandi.
Efniviður & aðferðir:
Þátttakendur voru 560 konur sem skimaðar voru fyrir sálrænni vanlíðan þrisvar á meðgöngu með Edinburg Postpartum Depression Scale (EPDS) og Depression, Anxiety, Stress Scales (DASS). Þær svöruðu einnig Dyadic Adjustment Scale (DAS) sem metur ánægju í parsambandi. Úr handskrifuðum sjúkraskrám fengust upplýsingar um meðgönguna. Endanlegt úrtak byggir á gögnum frá 503 konum.
Niðurstöður:
Alls voru 318 (63,2%) konur sem stríddu við sálræna vanlíðan (rannsóknarhópur), en 185 (36,8%) fundu ekki fyrir sálrænni vanlíðan (samanburðarhópur). Áttatíu og ein kona (14,4%) var óánægð í parsambandi sínu. Fjölbreytuaðhvarfsgreining sýndi fram á tengsl milli sálrænnar vanlíðan á meðgöngu og þess að upplifa orkuleysi, vera með uppköst, finna fyrir grindarverkjum, vera óánægðar í parsambandinu sem og að vera óánægðar með skiptingu heimilisstarfa og barnauppeldis. Konur með sálræna vanlíðan voru einnig marktækt líklegri til að þurfa fleiri skoðanir á meðgöngu.
Ályktanir:
Ljósmæður og læknar sem sinna konum og fjölskyldum á meðgöngu þurf að vera meðvituð um hugsanleg tengsl milli sálrænnar vanlíðan barnshafandi kvenna og kvartana um uppköst, orkuleysi og grindarverki. Þegar kona kvartar um þessa meðgöngukvilla er því mikilvægt að meta sálræna líðan hennar og bjóða upp á aðstoð og ráðgjöf. Einnig ætti að bjóða upp á ráðgjöf til verðandi foreldra til að styrkja parsambandið ef þörf er. Niðurstöður benda til að þörf sé á endurskipulagningu meðgönguverndar fyrir þennan hóp.

 

 

E041 A survey of three viruses in wild and cultured salmon in Iceland

Harpa Gunnarsdóttir, Heiða Sigurðardóttir, Birkir Þ. Bragason, Sigríður Guðmundsdóttir

Institute For Experimental Pathology, University of Iceland, Keldur

heidasig@hi.is

Introduction: With increasing culture in net pens around Iceland, the need for information on the status regarding pathogens that are common in aquaculture around the North-Atlantic Ocean is obvious. The aim of the survey was to screen groups of wild and cultured Atlantic salmon for three viruses. These are infectious salmon anemia virus (ISAV), piscine myocarditis virus (PMCV) and piscine reovirus (PRV).
Methods:
The survey groups were divided into three categories. The first category included juveniles that were released into the rivers where the broodfish had been caught. Returning broodfish were sampled the following year. The second category included juveniles, offspring of an old sea-ranching brood stock that were released into a river and fish returning to that river the following year. The third category included cultured juveniles that were transferred to net pens in two different areas and sampled again after 8 and 18 months at sea. RNA was isolated from heart and kidney and used for RT-qPCR virus assays. PRV positive samples were examined further using RT-PCR for the S1 gene and sequenced.
Results:
All samples were negative for PMCV and ISAV, but PRV was detected in all groups except one. In the wild fish category, PRV frequency ranged between 0-100%, while in the sea-ranching and cultured category it was 95-100%.
Conclusions:
The results show that PRV is widespread in Atlantic salmon in Iceland. The PRV sequences obtained will be aligned and compared to detect possible sequence differences within Iceland as well as in comparisons to viral sequences published in other countries.

 

 

E042 Tracking of stable isotopic labels in untargeted metabolomics

Freyr Jóhannsson1, Ólafur Sigurjónsson2, Óttar Rolfsson3

1Center for systems biology, University of Iceland, 2Research and Innovation, Blood bank, Landspítali, 3University of Iceland

frj8@hi.is

Introduction: The use of nutrient substrates labelled with stable isotopes has proven to be a powerful tool for characterizing cellular metabolism. Generally, such isotopic tracer experiments have been carried out with targeted approaches that measure pre-selected metabolites and are therefore not well suited for the discovery of new or unexpected metabolic activity. Mass analyzers that record the entire mass spectrum over a set mass-to-charge ratio range make untargeted tracer analysis possible. However, the size and complexity of the datasets they produce present a challenge and only a few computational methods are available. We have developed a new algorithm that automatically detects label incorporation based on the measured mass-to-charge ratios and retention times, and the average elemental composition of known metabolites. We have used this new algorithm to trace the metabolism of key energy nutrients in stored platelets.
Methods:
Platelet concentrates were spiked with  13C labelled acetate, glucose and glutamine. Samples were collected at different time points during storage at the blood bank. Intra- and extracellular metabolites were extracted with methanol and measured with UPLC-MS. The raw data was processed with the commercial software package XCMS which performs automatic peak-picking and retention time alignment. The programming language R was used to write and execute the newly developed algorithm.
Results:
Using this new method, we have detected metabolites and metabolic pathways that, to our knowledge, have not been previously reported to be active in the human platelet.
Conclusions:
We have developed a new computational method that successfully detects isotopic label incorporation into metabolites allowing for untargeted tracer analysis in metabolomics studies.

 

 

E043 Visualizing the forming phagophore

Sigurður R. Guðmundsson1, Katri Kallio1, Joanna Biazik11, Helena Vihinen2, Eija Jokitalo2, Nicholas Ktistakis3, Eeva-Liisa Eskelinen2

1Department of Bioscience, University of Helsinki,2Institute of Biotechnology, University of Helsinki, 3Signalling Programme, Babraham Institute, Cambridge Uk

sigurdur.gudmundsson@helsinki.fi

Introduction: Macroautophagy (hereafter autophagy) is a cellular catabolic mechanism that functions either selectively, targeting ubiquitinated cellular material, or seemingly at random as a starvation response. The cellular material that is being degraded is isolated by formation of an isolation membrane known as a phagophore around it. The phagophore then closes to form an autophagosome that will fuse with endosomes and finally with lysosomes where the material is degraded and recycled.
Starvation induced autophagy is the best described autophagy pathway. Starvation causes the inactivation of the mTOR kinase that then causes the sequential recruitment of the ULK complex, Beclin1 complex, and the ATG proteins to an endoplasmic reticulum (ER) subdomain named omegasome.
We are using advanced imaging techniques such as correlative light and electron microscopy (CLEM) to visualize the 3D structure of the expanding phagophore and surrounding organelles at different time intervals after autophagy induction. Our current data suggest that the phagophore forms from and ER strand into a cup shaped structure with multiple membrane contact sites with ER, vesicles and in some cases mitochondria.

 

 

E044 Genome-scale metabolic modeling reveals metabolic vulnerabilities of EMT in breast

Sigurður Karvelsson1, Skarphéðinn Halldórsson2, Steinn Guðmundsson2, Óttar Rolfsson2

1Faculty of Medicine, Center for Systems Biology, University of Iceland, 2Center for Systems Biology, University of Iceland

stk13@hi.is

Introduction: Epithelial-to-mesenchymal transition (EMT) is a fundamental process for cancer cells to acquire metastatic potential. Metabolism was recently named as one of the hallmarks of cancer, and the metabolic changes occurring during EMT are not well defined. Our goal is to identify these changes using systems biological approaches.
Methods:
We use the breast epithelial cell line D492 and the mesenchymal cell line D492M, which were isolated after D492 cells underwent EMT in co-culture with endothelial cells. Together, these cell lines form an excellent cellular model to study EMT in breast tissue on a molecular level. Various datasets have been generated for both cell lines which we have used to build cell-type specific genome-scale metabolic models (GEMs) to predict metabolic changes following EMT.
Previously, we have generated GEMs from transcriptomic data which have been analyzed and the results have been published. We recently acquired a proteomics dataset for the cell lines. Arguing that the changes in metabolic activity are more correlated with changes in the proteome rather than the transcriptome, we have performed the same analysis as before using the proteomics dataset.
Results:
Mainly, our results can be summarized in two points: There are minor differences in the model predictions of GEMs built from the two separate data types. Analysis of the models reveals genes essential for survival of breast cells post-EMT, which we have confirmed in vitro.
Conclusions:
We have identified metabolic differences and vulnerabilities following EMT in breast tissue using GEMs built from multiple types of data.

 

 

E045 Þróun skimunartækisins HEILUNGs

Sóley S. Bender

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

ssb@hi.is

Inngangur: Þegar ungt fólk byrjar í framhaldsskóla er það líklegra að stunda áhættuhegðun, eins og að neyta áfengis, en á yngri árum. Tilgangur með þróun skimunartækisins HEILUNGs er að meta heilbrigði ungs fólks með tilliti til undirliggjandi áhættuþátta, áhættuhegðunar og verndandi þátta.
Efniviður & aðferðir:
Þróun skimunartækisins HEILUNGs byggist á kenningu um seiglu, fræðilegri úttekt á rannsóknum um heilbrigði unglinga og ungs fólks og skoðun á matstækjum og skimunartækjum sem notuð hafa verið til að meta heilbrigði (áhættuhegðun/áhættuþætti og verndandi þætti) þess. Stuðlað var að innihaldsréttmæti HEILUNGs með fræðilegum gögnum, umsögn fjögurra sérfræðinga á skimunartækinu og það lagt fyrir sex ungmenni.
Niðurstöður:
Þegar þróunarvinna HEILUNG s var komin á lokastig innihélt það 34 spurningar. Spurningarnar koma inn á andlega-, líkamlega-, félagslega-, kynferðislega- og lífsstíls þætti í lífi ungs fólks og gefa þannig heildræna sýn á heilbrigði þess. Það tekur um 2-4 mínútur að svara þeim. Skimunartækið er byggt þannig upp að fyrst er svarað spurningum um verndandi þætti, því næst eru spurningar um áhættuþætti og áhættuhegðun. Svarmöguleikar á skimunartækinu eru settir fram á þann veg að auðvelt er að lesa úr því fyrir fagaðila sem leggur það fyrir í klínísku starfi.
Ályktanir:
Ekkert skimunartæki fannst sem bæði metur áhættuþætti og áhættuhegðun en jafnframt verndandi þætti. Þegar HEILUNG var þróað var ekkert slíkt skimunartæki í notkun meðal skólahjúkrunarfræðinga sem störfuðu í framhaldsskólum hér á landi. Eins og önnur skimunartæki þá er HEILUNG ætlað að gefa grófa mynd af viðfangsefninu, heilbrigði ungs fólks. Næsta skref er að forprófa skimunartækið við klínískar aðstæður.

 

 

E046 Heilbrigði unglinga í framhaldsskólum: Forprófun á klíníska skimunartækinu HEILUNG

Arna Garðarsdóttir1, Brynja Örlygsdóttir2, Sóley S. Bender2

1Hrafnista í Reykjavík, 2hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

arg8@hi.is

Inngangur: Unglingsárin eru tími mikilla breytinga og áhættuhegðun algeng. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa nýtt klínískt skimunartæki HEILUNG sem ætlað er að meta heilbrigði unglinga í framhaldsskólum, bæði verndandi- og áhættuþætti/áhættuhegðun, og að skoða hagnýtt gildi þess.
Efniviður & aðferðir
: Gerð var forprófun á skimunartækinu HEILUNG og tekin þrjú viðtöl við skólahjúkrunarfræðing. Forprófunin var framkvæmd af skólahjúkrunarfræðingi í einum framhaldsskóla í Reykjavík. Stuðst var við tilgangsúrtak og voru þátttakendur þeir nemendur sem sem leituðu til skólahjúkrunarfræðings til heilsueflingar á meðan á rannsókn stóð. Gögn úr forprófun voru skráð í SPSS og gerð var þáttagreining, fylgniútreikningar og tilgátuprófanir. Viðtöl við skólahjúkrunarfræðinginn voru skráð og efnisgreind.
Niðurstöður:
Þátttakendur voru 68 nemendur á aldrinum 15 - 20 ára; meðalaldur 17,9 ár og voru 76% stúlkur. Þáttagreining leiddi í ljós tvo verndandi þætti: sjálfsmynd og sjálfstrú. Ekki reyndist unnt að þáttagreina áhættuþætti/áhættuhegðun. Áreiðanleiki þáttagreiningarinnar reyndist vera yfir 0,8 fyrir báða þætti. Marktæk fylgni var á milli þáttanna sjálfsmynd og sjálfstrú en ekki á milli verndandi- og áhættuþátta/áhættuhegðunar. Spurningar sem hlóðust á sjálfsmyndarþáttinn voru með jákvæða og marktæka fylgni á milli sín og sama mátti sjá innan sjálfstrúarþáttarins. Það reyndist skólahjúkrunarfræðingnum auðvelt að leggja skimunartækið fyrir og handhægt að lesa úr því. Það gaf heildrænni mynd af heilbrigði unglingsins.
Ályktanir:
Forprófunin gefur góðar vísbendingar um áreiðanleika og réttmæti skimunartækisins hvað varðar verndandi þætti en þörf er á því að prófa það áfram og leggja fyrir stærra úrtak til að skoða betur áhættuþætti/áhættuhegðun. Skimunartækið er auðvelt í notkun og gefur heildræna mynd af heilbrigði unglingsins.

 

 

E047 Könnun á þekkingu, reynslu og meðferð á glerungseyðingu meðal íslenskra barna

Inga B. Árnadóttir1, Þorbjörg Jensdóttir2, Simen E. Kopperud3

1Tannlæknadeild heilbrigðisvísindasviði, 2IceMedico Reykjavík, 3Háskólinn í Osló, Nordic Institute of Dental Materials (NIOM)

iarnad@hi.is

Inngangur: Fyrrum landsrannsókn MUNNÍS 2005 á tannheilsu 6, 12 og 15 ára barna sýndi að 15,7% 12 ára og 30,7% 15 ára greindust með glerungseyðingu (DE). Greining og meðferð á glerungseyðingu ungra einstaklinga hefur aukist á síðustu árum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu tannlækna á greiningu og meðferð á glerungseyðingu hjá ungum einstaklingum.
Efniviður & aðferðir
Sendur var rafrænn spurningalisti til allra starfandi tannlækna(n314) á Íslandi haustið 2016
Niðurstöðu
r: 64,2%, tannlækna sem svöruðu voru á aldrinum 25 til 76 ára, 58% voru karlmenn. Tannlæknar sem ekki meðhöndluðu sjúklinga með glerungseyðingu voru útilokaðir. 54% þeirra sem hafa unnið með sjúklinga með glerungseyðingu síðustu 10 til 15 árin töldu að tíðni glerungseyðingar hafi aukist, en 30% taldi hana vera svipaða. 96% greindi/skráði glerungseyðingu en aðeins 40% notaði sértæk skráningakerfi. Glerungaeyðing var oftst greind á bitflötum tanna 36 og 46 (73%), þar á eftir á tönnu efrigóms framtanna (61%). 67% tannlækna telja að glerungseyðing sé algengari hjá piltum en stúlknum. Flestir tannlæknar (74%) telja að orsök glerungseyðinga sé vegan milkilla neyslu á súrum gosdrykkjum (98%), aðrir á súrum djúsum (68%) og íþróttadrykkjum (58%). Flestir (88%) meðhöndluðu glerungseyðingu með sterkri flúormeðferð.
Ályktun
: Íslenskir tannlæknar eru vel menntaðir til að greina og meðhöndla glerungseyðingu hjá ungum einstaklingum.

 

 

E048 Tengsl stoðkerfisverka ungmenna og vinnu með skóla

Margrét Einardóttir

Félagsfræði-, mannfræði-, og þjóðfræðideild Háskóla Íslands

margrei@hi.is

Inngangur: Stoðkerfisverkir eru algengir meðal unglinga og vitað er slíkir verkir á unglingsárum geta verið fyrirboði stoðkerfisvandamála á fullorðinsárum. Stoðkerfisvandamál eru einnig vaxandi vandamál meðal vinnandi, fullorðins fólks og með algengari orskaþáttum örorku, sérstaklega meðal kvenna. Rannsóknir skortir hins vegar á tengslum stoðkerfisverkja ungmenna og vinnu með skóla. Markmið rannsóknarinnar er að skoða tengsl milli fjögurra tengunda stoðkerfisvandamála (verkjum í vöðvum og liðum, í hálsi og herðum og í baki auk vöðvabólgu) við umfang vinnu með skóla meðal íslenska ungmenna eftir kyni.
Efniviður & aðferðir:
Rannsóknin var framkvæmd á fyrri hluta árs 2018 og byggir á svörum 2800 13-19 ára ungmenna valin tilviljunarkennt úr Þjóðskrá, svarhlutfall 48,6%. Ungmennin voru spurð hversu oft þau hefðu fundið fyrir verkjum síðasta árið og skipt niður í þrjá hópa þeirra sem ekki vinna með skóla, eru hóflegri vinnu með skóla (≤ 12 klst./viku og/eða hafa ekki fastan vinnutíma) og í mikill vinnu (>12 klst./viku með skóla og hafa fastan vinnutíma). Kí-kvaðrat próf var notað til að mæla marktækni.
Niðurstöður:
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ungmenni sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir öllum tegundum stoðkerfisverkja en þeir sem vinna ekki með skóla. Þegar mælt er fyrir kyni haldast tengsl milli stoðkerfisvekja og vinnu með skóla hjá stúklum varðandi allar tegundir stoðkerfisverja en eingöngu varðandi bakverki hjá drengum.
Ályktanir:
Sú ályktun er dregin að bæta þurfi vinnuaðstæður íslenskra ungmenna þannig að þær ýti ekki undir stoðkerfisverki. Huga þarf sérstaklega að vinnuaðstæðum stúlkna og að þáttum sem ýta undir bakverki.

 

 

E049 Sjúkraþjálfun á göngudeild, á sjúkraþjálfunarstofum og í heimahúsum eldri einstaklinga eftir heilaslag árin 2001-2015

Steinunn Arnars Ólafsdóttir1, Þóra B. Hafsteinsdóttir2, Helga Jónsdóttir1, Ingibjörg Hjaltadóttir1, Sólveig Á. Árnadóttir1

1Háskóli Íslands, 2University Medical Center Utrecht

sao9@hi.is

Inngangur: Heilaslag er ein af meginástæðum fötlunar, í vestrænum samfélögum og stærstur hluti fólks með slíka fötlun eru eldri einsstaklingar (≥65 ára). Erlendar rannsóknir sýna að þeir sem útskrifast heim eftir heilaslag, þurfa margir áframhaldandi endurhæfingu t.d. í formi sjúkraþjálfunar. Markmið þessa verkefnis var að rannsaka 15 ára þróun á hlutfalli eldri einstaklinga eftir heilaslag meðal þeirra sem fengu sjúkraþjálfun á göngudeild, á sjúkraþjálfunarstofum og í heimahúsum (GSH).
Efniviður & aðferðir:
Rannsóknin byggir á fyrirliggjandi gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um sjúkraþjálfun á GSH árin 2001-2015. Talin voru þjálfunartímabil einstaklinga eftir heilaslag (ICD I60-66 og I69), reiknað hlutfall þeirra af öllum þjálfunartímabilum (óháð sjúkdómsgreiningu) og reiknað hlutfall ≥65 ára í hópi einstaklinga eftir heilaslag.
Niðurstöður:
Árið 2001 voru 1,4% (449/32.760) af þjálfunartímabilum fyrir einstaklinga eftir heilaslag, 1,2% (582/50.174) árið 2015 og hélst stöðugt þar á milli. Hlutfall ≥65 ára innan þessa hóps var 70,4% (316/449) árið 2001 og 70,6% (411/582) árið 2015 en breytingar urðu á milli þessarra ára. Frá 2001 til 2003 hækkaði hlutfall ≥65 ára upp í 73,2% (374/511), lækkaði í 67,9% (324/477) árið 2004 og hélst síðan stöðugt til 2008. Eftir 2008 lækkaði hlutfall ≥65 ára og varð lægst 64,9% (382/589) árið 2011. Frá 2011-2015 fór hlutfallið aftur hækkandi.
Ályktanir:
Snörp lækkun varð á hlutfalli eldri borgara meðal þeirra sem fengu sjúkraþjálfun á GSH eftir heilaslag, annars vegar í kjölfar fækkunar sjúkraþjálfara á samningi við SÍ árið 2002 og hins vegar í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Rannsaka þarf áhrif samfélagsbreytinga á sjúkraþjálfun fyrir eldri einstaklinga.

 

 

E050 Áhrif fjölþættrar heilsueflingar á efnaskiptavillu hjá eldri aldurshópum í íslensku sveitarfélagi

Ingvi Guðmundsson1,3, Janus Guðlaugsson1,3, Þóroddur E. Þórðarson1,3, Thor Aspelund2,3

1Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 3Janus heilsuefling slf

janusgudlaugsson@gmail.com

Inngangur: Efnaskiptavilla (Metabolic Syndrome) er hugtak sem notað er til að lýsa ákveðnu líkamsástandi, en því fylgir aukin hátta á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2. Það er talið að um 25% Bandaríkjamanna hafi efnaskiptavillu en ástandið er tengt kviðfitu og vaxandi mittismáli, háum þríglýseríðum í blóði, lágu HDL-kólesteróli, háum blóðþrýstingi og hækkuðu blóðsykurmagni. Ástand af þessum toga eykur hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Helsta markmið rannsóknarverkefnis var að kanna áhrif sex mánaða fjölþættrar þjálfunar, með áherslu á þol- og styrktarþjálfun auk fræðsluerinda um næringu og heilsutengda þætti, á efnaskiptavillu. Auk þess var markmiðið að kanna áhrif þjálfunar á ýmsar afkastagetubreytur og hreyfigetu.
Efniviður og aðferðir:
Snið rannsóknar var hentugleikaúrtak (n=165) úr sveitarfélagi á Íslandi þar sem framkvæmd var greining á efnaskiptavillu fyrir og eftir fjölþætta heilsueflingu. Þátttakendur fylgdu 6 mánaða þjálfunaráætlun sem byggðist á daglegri þolþjálfun og styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku auk fræðsluerinda um næringu og heilsutengda þætti.
Niðurstöður:
Af 165 þátttakendum voru 55 þátttakendur (33,3%) skilgreindir með efnaskiptavillu, 39 konur og 16 karlar. Að lokinn 6 mánaða þjálfun höfðu 18 þátttakendur (32,7%) losnað undan skilgreindri áhættu, 12 konur (30,8%) og 6 karlar (37,5%). Hreyfi- og afkastageta færðist til betri vegar á sex mánaða íhlutunartíma.
Ályktanir:
Bæði kynin í þessari rannsókn bregðast á sambærilegan hátt við fjölþættri þjálfun og geta, þrátt fyrir háan aldur, haft veruleg áhrif á áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma með markvissri heilsueflingu tengda daglegri hreyfingu. Niðurstöður gefa til kynna jákvæð áhrif fjölþættrar þjálfunar og fræðsluerinda um næringu og heilsu á efnaskiptavillu.

 

 

E051 Áhrif fjölþættrar heilsueflingar á líkamssamsetningu hjá eldri aldurshópum í tveimur íslenskum sveitarfélögum

Ingvi Guðmundsson1,3, Þóroddur E. Þórðarson1,3, Thor Aspelund2,3, Janus Guðlaugsson1,3

1Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 3Janus heilsuefling slf

ingvigud@gmail.com

Inngangur: Aldurstengd vöðvarýrnun (sarcopenia) er hægfara rýrnun í vöðvamassa og vöðvastyrk. Vöðvarýrnun er ein helsta ástæða líkamlegrar hrörnunar og minnkandi lífsgæða eldri borgara. Með markvissri styrktar- og þolþjálfun er mögulegt að hægja á þessu ferli, viðhalda vöðvastyrk og vöðvaafli og í sumum tilfellum að færa styrk og afl til betri vegar. Líkamssamsetning einstaklings getur haft mikið að segja varðandi aldurstengda vöðvarýrnun. Lægri vöðvamassi og rýrnun í vöðvastyrk auka til muna líkur á skertri hreyfigetu. Helsta markmið rannsóknarverkefnis var að kanna áhrif sex mánaða fjölþættrar þjálfunar á líkamssamsetningu. Auk þess var markmiðið að kanna áhrif þjálfunar á ýmsar afkastagetubreytur og hreyfigetu.
Efniviður og aðferðir:
Snið rannsóknar var hentugleikaúrtak (n = 348) úr tveimur sveitarfélögum á Íslandi. Framkvæmdar voru mælingar á líkamssamsetningu fyrir og eftir íhlutun. Notast var við InBody 230 BIA líkamsskanna sem reiknar út BMI (kg/m2) þátttakenda, vöðvamassa, fitumassa og fituprósentu. Þátttakendur fylgdu sex mánaða þjálfunaráætlun sem byggðist á daglegri þolþjálfun og styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku auk fræðsluerinda um næringu og heilsutengda þætti.
Niðurstöður:
Jákvæðar niðurstöður úr mælingum á breytum mátti greina hjá hópnum í heild. Vöðvamassi þátttakenda jókst úr 28,31 kg í 28,62 kg á meðan fitumassi lækkaði úr 31,59 kg í 30,10 kg. Hreyfi- og afkastageta færðist einnig til betri vegar á sex mánaða íhlutunartíma.
Ályktanir:
Karlar og konur bregðast á sambærilegan hátt við fjölþættri þjálfun og geta, þrátt fyrir háan aldur, haft jákvæð áhrif á líkamssamsetningu með markvissri heilsueflingu Niðurstöður gefa til kynna jákvæð áhrif fjölþættrar þjálfunar og fræðsluerinda um næringu og heilsu á líkamssamsetningu.

 

 

E052 Áhrif fjölþættrar heilsueflingar á afkasta- og hreyfigetu hjá eldri aldurshópum í tveimur íslenskum sveitarfélögum

Þóroddur E. Þórðarson1,3, Ingvi Guðmundsson1,2, Thor Aspelund2,3, Janus Guðlaugsson1,3

1Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 3Janus heilsuefling slf

einsi90@gmail.com

Inngangur: Bæði þol og styrktarþjálfun geta bætt verulega líkamlega hæfni og heilsutengd lífsgæði hjá eldri einstaklingum, auk þess sem styrktarþjálfun getur bætt heilsu og líkamlegt hreysti. Góð afkasta- og hreyfigeta getur gert eldri einstaklingum kleift að sinna athöfnum daglegs lífs lengur, búa lengur í sjálfstæðri búsetu auk þess sem bæta má lífsgæði með aukinni daglegri þjálfun á efri árum. Markmið rannsóknarverkefnis var að kanna áhrif sex mánaða fjölþættrar heilsueflingar á afkasta- og hreyfigetu eldri einstaklinga.
Efniviður og aðferðir:
Snið rannsóknar var hentugleikaúrtak 348 eldri einstaklinga úr tveimur sveitarfélögum á Íslandi. Þátttakendur fylgdu sex mánaða þjálfunaráætlun sem byggðist á daglegri þolþjálfun og styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku auk fræðsluerinda um næringu og heilsutengda þætti. Framkvæmdar voru mælingar á afkasta- og hreyfigetu fyrir og eftir sex mánaða heilsueflingu. Við mælingar var notast við þekkt próf frá vísindamönnum á sviði öldrunar. Helstu mælingar voru 6 mínútna göngupróf, hreyfijafnvægi, liðleikamæling og mæling á vöðvaþoli.
Niðurstöður:
Niðurstöður á upphafsmælingu færðust allar til betri vegar að lokinni 6 mánaða þjálfun. Þátttakendur gengu að meðaltali 33 metrum lengra í 6 mínútna gönguprófi án hækkunar á hjartsláttartíðni, hreyfijafnvægi færðist til betri vegar, liðleiki og vöðvaþol jókst miðað við upphafsmælingu.
Ályktanir:
Niðurstöður sýna hve mikilvægt það er að eldri einstaklingar stundi reglulega fjölþætta heilsurækt og koma þannig í veg fyrir of snemmbæra hreyfiskerðingu samhliða því að geta sinnt athöfnum daglegs lífs lengur.

 

 

E053 Greining á áhættuþáttum bráðra endurinnlagna á geðsviði Landspítala

Þórarinn Jónmundsson1, Brynjólfur G. Jónsson1, Thor Aspelund2, Ragnar P. Ólafsson3, Eyrún Thorstensen4, Halldóra Jónsdóttir4, Sigrún H. Lund2

1Raunvísindadeild, Háskóli Íslands, 2miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands, 3sálfræðideild Háskóla Íslands, 4geðsviði Landspítala

thj73@hi.is

Inngangur: Á geðsviði Landspítala voru bráðar endurinnlagnir 22% allra innlagna árið 2015. Ljóst er að margar slíkar endurinnlagnir séu tilkomnar vegna ófyrirsjáanlegra aðstæðna. Á heimsvísu er þetta hlutfall þó einungis um 14% sem gefur vísbendingu um að fyrirbyggja mætti hluta þeirra hérlendis. Í þessari rannsókn voru líkur á bráðri endurinnlögn við útskrift metnar með lógistískri aðhvarfsgreiningu, annars vegar fyrir sjúklinga í fyrstu komu og hins vegar fyrir endurteknar komur.
Efniviður & aðferðir:
Gögn um 20013 legur 7023 einstaklinga á árunum 2007 til 2017 voru fengin úr sjúkraskrá. Legurnar voru allar á legudeildum geðsviðs LSH við Hringbraut. Líkön voru metin með hundraðfaldri handahófsúrtaksnálgun (bootstrap) og bestu líkön valin út frá aðgreiningargetu og kvörðun á prófunargögnum. Aðgreiningargeta var mæld með C statistic, sem tjáir líkurnar á að forspáð áhætta sjúklinga sem upplifa endurinnlögn sé hærri en annarra.
Niðurstöður:
Fyrir sjúklinga í fyrstu innlögn spáðu fyrsta geðgreining og aldur fyrir um hættu á bráðri endurkomu. Aðgreiningargeta var lítil (C=0,55) og líkanið illa kvarðað. Meðal endurtekinna koma spá fyrsta og önnur geðgreining, fjöldi lega undanfarið ár, lengd núverandi legu og dagar frá síðustu útskrift að núverandi innlögn fyrir um hættu á bráðri endurkomu. Einnig spá kyn og aldur fyrir um þá hættu og eru áhrifin breytileg eftir fyrstu geðgreiningu. Aðgreiningargeta líkansins var meiri (C=0,73) og kvörðun góð.
Ályktanir:
Niðurstöður benda til að forspárlíkön gagnist við kortlagningu sjúklingahópa í hættu á bráðum endurinnlögnum. Aðgreiningargeta var mikil í hópi sjúklinga með endurteknar komur en frekari rannsókna er þörf hjá sjúklingum í fyrstu komu.

 

E054 Áhættureiknir fyrir bráðar endurinnlagnir sjúklinga á legudeildir geðsviðs Landspítala

Brynjólfur G. Jónsson1, Þórarinn Jónmundsson1, Sigrún H. Lund2, Ragnar P. Ólafsson3, Eyrún Thorstensen4, Halldóra Jónsdóttir4, Thor Aspelund2

1Raunvísindadeild Háskóla Íslands, 2miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands, 3sálfræðideild Háskóla Íslands, 4geðsviði Landspítala

bgj2@hi.is

Inngangur: Rými legudeilda og vinnustundir meðferðaraðila eru takmarkaðar auðlindir. Á Geðsviði LSH er hlutfall bráðra endurinnlagna hátt (22% 2015) og úrbætur geta verið dýrar. Til að hjálpa meðferðaraðilum að miðla úrbótum á skilvirkan máta var þróaður áhættureiknir sem spáir væntum líkum á bráðri endurinnlögn. Áhættureiknirinn er einfaldur í notkun og styðst við skýribreytur sem starfsfólk LSH getur hæglega nálgast.
Efniviður & aðferðir:
Í fyrri rannsókn okkar voru forspárlíkön smíðuð sem meta líkur á bráðri endurinnlögn sjúklinga á Geðsviði LSH. Til þess voru notuð sjúkraskrárgögn frá árunum 2007-2017. Forspárlíkön voru annars vegar fyrir sjúklinga í fyrstu innlögn og hins vegar fyrir sjúklinga með endurteknar komur. Shiny pakkasafnið fyrir R var notað til að útbúa áhættureikninn út frá þessum forspárlíkönum.
Niðurstöður:
Í áhættureikninum velur notandi hvort um fyrstu innlögn eða endurtekna komu sé að ræða og á svo kost á að skrá gildi fyrir skýribreytur líkananna. Fyrir sjúklinga í fyrstu innlögn eru þær fyrsta geðgreining og aldur. Fyrir endurteknar komur eru þær fyrsta og önnur geðgreining samkvæmt röðun sjúkraskrár, kyn, aldur, fjöldi lega undanfarið ár, lengd núverandi legu í dögum og dagar frá síðustu útskrift að núverandi innlögn. Áhættureiknirinn birtir væntar líkur á bráðri endurinnlögn og sýnir til hliðsjónar meðaláhættu í þýði sambærilegra einstaklinga.
Ályktanir:
Víðs vegar um heiminn eru dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem nýta sambærilega áhættureikna til að leysa vandamál á skilvirkan máta. Einfalt viðmót og val á handhægum skýribreytum gefur von um að reiknirinn nýtist meðferðaraðilum sem hlutlæg mælistika á áhættu og gagnist stjórn LSH við að kortleggja þá sjúklingahópa sem krefjast mestra úrbóta.

 

 

E055 Nordic Long-term OCD Treatment Study: Meðferðarárangur þrepaskiptrar meðferðar

Guðmundur Skarphéðinsson

Sálfræðideild Háskóla Íslands

gskarp@hi.is

Inngangur: Nordic Long-term OCD Treatment Study er samnorræn meðferðarrannsókn þar sem aðalmarkmiðið var að meta árangur áframhaldandi hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) og þunglyndislyfsins sertralín meðal barna með áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) sem ekki svöruðu fyrstu HAM meðferð. Einnig var ætlunin að rannsaka hvaða þættir spá fyrir um árangur þessara meðferðarforma.
Efniviður & aðferðir:
Þátttakendur með ÁÞR sem aðalvanda á bilinu 7-17 ára (N=269) voru fyrst meðhöndlaðir með vikulegu HAM í 14 vikur.
Niðurstöður:
Um 73% þátttakenda svaraði fyrstu meðferð. Þeim sem ekki svöruðu fyrstu meðferð var boðið í annað þrep þar sem þátttakendur fengu annað hvort áframhaldandi HAM (n=28) eða sertralín (n=22) í 16 vikur til viðbótar (ákveðið með slembivali). Enginn munur var á milli hópanna í meðferðarlok en innan-hópa áhrifastærð var mikil í báðum tilfellum (1,04 í HAM, 1,19 í sertralín hópnum). Meðferðarsvörun í HAM var 50,0% og í sertralín hópnum 45,4% (ekki marktækur munur). Samanlögð meðferðarsvörun í fyrstu tveimur þrepunum var 81,4%. Yngri börn (7-11 ára) náðu meiri árangri í þrepi 1 en eldri börn (12-17 ára). Þátttakendur með kipparöskun sem fylgiröskun náðu betri árangri með sertralín-meðferð en HAM-meðferð. Enginn munur var á milli meðferðarforma hjá þátttakendum án kipparöskunar.
Ályktanir:
Almennt má segja að HAM sé árangursrík meðferð gegn ÁÞR og að áframhaldandi HAM eða sertralín séu bæði árangursrík meðferðarform hjá þeim sem ekki svara fyrstu meðferð. Um 20% þátttakenda svöruðu ekki þrátt fyrir áframhaldandi meðferð sem minnir okkur á að þróa þarf ný eða bæta núverandi meðferðarform til þess að mæta þörfum þessa hóps.

 

 

E056 Vanabundnir eiginleikar hugrænna næmisþætta fyrir þunglyndi í úrtaki háskólanema

Kristján H. Hjartarson1, Nína B. Arnarsdóttir2, Ágústa Friðriksdóttir2, Brynja B. Þórsdóttir2, Ragnar P. Ólafsson2

1Sálfræðideild Háskóla Íslands, 2Háskóli Íslands

khh17@hi.is

Inngangur: Þunglyndisþankar (depressive rumination) og hugnæmi (cognitive reactivity) geta aukið líkur á endurkomu þunglyndislota í endurteknu þunglyndi. Þunglyndisþankar eru endurteknar hugsanir um eigin líðan og ástæður að baki henni en hugnæmi er aukning í neikvæðum hugsunum í kjölfar breytinga í líðan. Aukin hætta á þróun þunglyndis ætti því að vera til staðar ef þunglyndisþankar og neikvæðar hugsanir kvikna oft, ómeðvitað og án þess að viðkomandi hafi á þeim góða stjórn. Slíkt getur gerst ef um vanabundna hegðun er að ræða, enda kviknar vanabundin hegðun oft án ætlunar og getur verið erfitt að laga að aðstæðum hverju sinni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort þunglyndisþankar og hugnæmi hafi vanabundna eiginleika sem tengist þunglyndiseinkennum.
Efniviður & aðferðir:
Þátttakendur voru 115 háskólanemar sem svöruðu spurningalistum sem mæla þunglyndisþanka, hugnæmi, vanabundna eiginleika neikvæðra hugsana og almenna tilhneigingu til vanabundinnar hegðunar, auk þunglyndiseinkenna. Mælingum var einnig safnað með tilraunaverkefnum og í snjallsímakönnun þar sem sömu hugsmíðar voru mældar alls 10 sinnum á dag í sex daga.
Niðurstöður:
Spurningalistamælingar sýndu að vanabundnir eiginleikar neikvæðra hugsana og almenn tilhneiging til vanabundinnar hegðunar tengdust þunglyndisþönkum, hugnæmi og þunglyndiseinkennum. Í tilraunaverkefnum hafði aukning þunglyndisþanka, en ekki hugnæmis, fylgni við aukna vanabundna eiginleika neikvæðra hugsana. Úvinnslu snjallsímagagna er ekki lokið en áætlað er að kynna niðurstöðurnar í erindinu.
Ályktanir:
Hugrænir næmisþættir fyrir þunglyndi geta haft vanabundna eiginleika sem tengist meiri þunglyndiseinkennum og gætu aukið líkurnar á endurkomu þunglyndis. Meta þarf hvort meðferðir við endurteknu þunglyndi séu áhrifaríkar í að draga úr vanabundum eiginleikum hugrænna næmisþátta.

 

 

E057 Genome scale metabolic differences in differentiating mesenchymal stem cells

Sarah McGarrity1, Þóra B. Sigmarsdóttir2, Davíð I. Snorrason2, Óttar Rolfsson3, Ólafur E. Sigurjónsson4

1School of Engineering and Natural Sciences, University of Reykjavík, 2University of Reykjavík, 3Center for Systems Biology, University of Iceland, 4Blóðbankinn

sarahm@ru.is

Introduction: Transplant of cells derived from mesenchymal stem cells to treat diseases such as osteoporosis is tantalisingly close. It has been shown that mesenchymal stem cell osteogenic differentiation is accompanied by metabolic shifts, especially the utilisation of glucose. In order to better understand this process and expand the knowledge of other metabolic pathways that interact with stem cell fate this project is building constraint based metabolic models to integrate transcriptomic and metabolomics data.
Methods
: Publically available transcriptomic data and new glucose, lactate, glutamine and glutamate measurements were combined in the CobraToolbox. This created initial models of the first stages of expansion and osteogenic differentiation. The measurements of key metabolites during expansion and osteogenic and adipogenic differentiation have also been analysed to identify the metabolic stages to differentiation.
Results
: The models were able to recreate known metabolic features of mesenchymal stem cells during expansion, adipogenesis and osteogenesis. These include relative levels of oxidative phosphorylation to glycolysis and production of kynurenine from tryptophan. These models also suggest glycan production as well as more central metabolism as areas key to the shift from expansion to osteogenic differentiation. The results of the key metabolite analysis indicate that there are 4 changes to metabolism that occur during osteogenesis.
Conclusions:
Genome scale metabolic modelling combines multiple types of omics data in order to better understand a biological system. This data set suggests ways to optimise osteogenic differentiation by manipulating metabolism, for example tryptophan utilisation.

 

 

E058 EGFL7 mediates BMP9-induced sprouting angiogenesis of endothelial cells derived from human embryonic stem cells

Anne Richter1, Svala H. Magnús1, Marta Sól Alexdóttir2, Tobias R. Richter,2, Masato Morikawa3, An Zwijsen4,5, Guðrún Valdimarsdóttir2

1Department of Biochemistry and Molecular Biology, University of Iceland, 2Anatomy, Faculty of medicine, BMC, University of Iceland, 3Ludwig Institute for Cancer Research, Uppsala University, 4VIB-KU Leuven Center for Brain and Disease Research, 5KU leuven department of Cardiovascular science

gudrunva@hi.is

Introduction: Human embryonic stem cells (hESCs) are instrumental to characterize molecular mechanisms of human vascular development and disease. Bone Morphogenetic Proteins (BMPs) play a pivotal role in cardiovascular development in mice but their importance for vascular cells derived from hESC has not yet been fully explored.
Methods:
hES-EC differentiation (adapted protocol from Orlova et al., 2014), EB sprouting in collagen, cord-like formation on matrigel, CRISPR/Cas9, Chromatin ImmunoPrecipitation-Sequencing analysis, RT-PCR, Western Blotting, Immunofluorescence.
Results:
We demonstrate that BMP9 promotes, via its receptor ALK1 and SMAD1/5 activation, sprouting angiogenesis of hESC-derived endothelial cells (ECs). Epidermal Growth Factor-Like domain 7 (EGFL7) is a secreted angiogenic factor that is expressed by and acts on ECs. Expression of EGFL7 is highest in proliferating vasculature and regulates tubulogenesis in zebrafish and vascular patterning in mice (#_ENREF_19). We show that EGFL7 is a downstream target of BMP9-SMAD1/5 mediated signalling, and that EGFL7 promotes expansion of endothelium via interference with NOTCH signalling, activation of ERK, and remodelling of the extracellular matrix. CRISPR/Cas9-mediated deletion of EGFL7 highlights the critical role of EGFL7 in the BMP9-induced endothelial sprouting and the promotion of the angiogenesis.
Conclusions:
 Here, we used hESCs as a model for human vascular commitment to study the underlying molecular mechanisms of BMP9 in vascular development and putative disease modelling. We demonstrate that BMP9/ALK1/SMAD1/5 induced endothelial sprouting critically depends on EGFL7. To our knowledge we link the BMP signalling pathway for the first time with EGFL7 in the vasculature.

 

 

E059 The effect of amotosalen treatment on human platelet lysate bioactivity

Ólafur Sigurjónsson1, Christian Christensen2, Sandra M Jónsdóttir-Buch3, Helena Montazeri3, Ragna Landrö4

1Reykjavik University, School of Science and Engineering, 2Platome biotechnologies, Platome biotecnologies, 3Platome biotecnologies, 4Landspitali - The National University Hospital

oes@ru.is

Introduction: To avoid using supplements that contain animal substances, human platelet lysates produced from expired and pathogen inactivated platelet concentrates can be applied to the same extent as fetal bovine serum. As blood banks solely are the source of platelet concentrates for platelet lysate (PL) production, this diversity possesses a challenge to product safety and standardized production methods. To overcome these inconsistencies, we produced, for the first time, human platelet lysates by applying pathogen inactivation after expiry and assessed their ability to support mesenchymal stromal cell propagation and tri-lineage differentiation.
Methods:
To evaluate the effect of post-expiry pathogen inactivation on hPL bioactivity, mesencghymal stem cells (MSCs) were expanded and differentiated in cell culture medium supplemented with platlet lysates made by either applying pathogen inactivation process less than 24h after donation (PI-PL) or after 7 days of storage (PI-LA). MSC proliferation and osteogeni and adipogenic differentiation were evaluated.
Results:
Platelet lysate prepared from PI-LA support long-term proliferation of MSCs in vitro without altering the morphology and support osteogenic and adipogenic differentiation of MSCs as indicated by an upregulated secretion of alkaline phosphatase, mimineralization as well as formation of lipid vacuoles.
Conclusions:
 These results suggest that pathogen inactivation can safely be applied to platelet concentrates derived from blood processing institutions that use conventional bacterial screening methods in lieu. Both PL preparations yielded comparable results in vitro. Thus, PI-LA demonstrates a novel method that provides consistency in reducing the risk of human pathogens in PL products without impairing the final product.

 

 

E060 Bioactivity of refined platelet lysate without heparin in Mesenchymal stem cell culture

Ólafur Sigurjónsson1, Sara Þ. Halldórssdóttir2, Helena Montazeri2, Sandra M Jónsdóttir-Buch2

1Reykjavik University, School of Science and Engineering, 2Platome biotecnologies

oes@ru.is

Introduction: We have shown that human platelet lysate (hPL) can be used as a supplement in cell culture, replacingfetal bovine serum (FBS). In mesenchymal stem cells (MSC) culture supplemented with hPL, heparin has to be added to prevent fibrin formation although it can drastically decrease survival and proliferation of the cells. Heparin is a highly sulfated glycosaminoglycan. Heparin is an animal derived product extracted from variation of animal tissues. Given that, the purpose of this study was to develop a refined platelet lysate and compare expansion and differentiation of MSCs in two different treatments, media supplemented with pathogen inactivated platelet lysate (PIPL) containing heparin versus refined-pathogen inactivated platelet lysate (R-PIPL) deprived of heparin.
Methods
: MSC were cultured in media supplmented with either PIPL or R-PIPL. Platelet lysates were made with a freeze-thaw method, filtered and added to DMEM F12+Glutamax media with (PIPL) or without heparin (R-PIPL). Growth rate analysis was done with population doubling assay (PDA). Osteogenic differentiation was evaluated with gene expression, alkaline phosphatase activity assay and alizarin red staining for mineralization. Oil red O staining and gene expression was performed to evaluate adipogenic differentiation
Results:
Results showed comparable morphology between cells grown in both PIPL and R-PIPL and differentiation was carried out in both treatments. MSCs grown in PIPL showed a slightly faster growth and in osteogenic differentiation, more alkaline phosphatase activity was observed.
Conclusions:
 The findings demonstrate that R-PIPL can be used to grow MSCs in vitro but some improvements and further experiments are needed to confirm the effect on differentiation.

 

 

E061 Betur má ef duga skal: yfirlit um algengi ofbeldis gegn börnum á Íslandi

Geir Gunnlaugsson1, Jónína Einarsdóttir2

1Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, 2Háskóli Íslands

geirgunnlaugsson@hi.is

Inngangur: Alþjóðlegar rannsóknir sýna að líkamleg heilsa íslenskra barna og almennar uppeldisaðstæður fyrir vöxt og þroska þeirra eru metnar meðal þeirra bestu í heiminum. Markmið rannsóknarinnar er að taka saman, skoða og meta niðurstöður íslenskra rannsókna á ofbeldi gegn börnum, með sérstaka áherslu á líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu auk reynslu barna af átökum heima fyrir og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna.
Efniviður & aðferðir:
Yfirlit og greining á birtum gögnum í innlendum og erlendum tímaritsgreinum, bókum og skýrslum um algengi ofbeldis gegn börnum á Íslandi. Niðurstöður eru bornar saman við norrænar rannsóknir og alþjóðlegar safngreiningar á algengi mismunandi tegunda ofbeldis gegn börnum.
Niðurstöður:
Algengi á margs konar tegundum ofbeldis gegn börnum á Íslandi er a.m.k. jafnhátt eða hærra en sambærilegar norrænar rannsóknir og alþjóðlegar safngreiningar sýna. Löggjöf, aukin þekking og vitundarvakning um að ofbeldi á börnum á Íslandi sé staðreynd hefur aukið skilning á mikilvægi forvarnaraðgerða.
Ályktanir:
Íslensk börn eru fórnarlömb margs konar ofbeldis af hálfu foreldra og annarra forsjáraðila. Fjölbreytt forvarnarverkefni hafa verið sett í gang sem endurspegla aukinn og almennan skilning á viðfangsefninu og mikilvægi þess að börn fái að vaxa og dafna án þess að verða fyrir ofbeldi, í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

 

 

E062 Tvíbent ævintýri barna: keyrsla dráttarvéla í sumardvöl í sveit

Jónína Einarsdóttir, Geir Gunnlaugsson

1Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands

je@hi.is

Inngangur: Mat á hæfni barna er breytilegt í sögulegu samhengi og eftir samfélögum. Á Íslandi á seinni hluta 20. aldar var deilt um viðeigandi aldur barna til að keyra dráttarvélar utan vega. Hér lýsum við og greinum keyrslu barna á dráttarvélum þegar þau dvöldust í sveit að sumri til og banaslys vegna notkunar þeirra.
Efniviður & aðferðir:
Söfnun og greining á fyrirliggjandi skýrslum og fréttum um banaslys við keyrslu dráttarvéla og deilur um málið á Alþingi. Eigindlegum og megindlegum gögnum var safnað um reynslu fullorðinna sem börn af dráttarvélarakstri þegar þeir voru í sveit.
Niðurstöður:
Tæpur helmingur barna sem fór í sveit keyrði dráttarvél (78% drengja og 23% stúlkna) og var meðalaldur við fyrstu keyrslu 11,4 ár (miðgildi 11,5; bil 5-17). Frásagnir fullorðinna um þessa reynslu sína sem börn endurspegla hrifningu af því að keyra dráttarvél. Með tilvísan í þörf bænda fyrir vinnu barna ákvað Alþingi árið 1958 að hafa engan lágmarksaldur fyrir keyrslu dráttarvéla utan vega (var 18 ár) og aftur 1966. Árið 1987 samþykkti Alþingi 13 ár sem lágmarksaldur við keyrslu dráttarvéla utan vega og hækkaði hann árið 2006 í 15 ár. Á tímabilinu 1960-1979 voru 3,1 (95% CI 1,3-7,6) sinnum meiri líkindi til þess að barn létist í dráttarvélaslysi en fullorðnir borið saman við tímabilin á undan og eftir.
Ályktanir:
Keyrsla barna á dráttarvélum í sumardvöl í sveit endurspeglar mismunandi hugmyndir um hæfni barna til ýmissa verka. Forvarnir, t.d. löggjöf, menntun og bætt öryggi dráttarvéla leiddi til verulegrar lækkunar á banaslysum við akstur dráttarvéla.

 

 

E063 Regluleg lýsisneysla á fyrsta aldursári minnkar líkur á ofnæmissjúkdómum við sjö til tíu ára aldur

Kristín L. Björnsdóttir1, Michael V. Clausen1, Kristján Jónasson2, Thomas Keil3, Kirsten Beyer4, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1

1Landspítali, 2Háskóli Íslands, 3Institute of Social Medicine, Epidemiology and Health Economics, Charité, 4Department of Paediatric Pneumology and Immunology, Charité

kribjorn@landspitali.is

Inngangur: Síðustu áratugi hefur tíðni ofnæmissjúkdóma í hinum vestræna heimi aukist. Margir þættir eru taldir hafa áhrif og nýlega hefur áhugi kviknað á áhrifum lýsis í því samhengi. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða tengsl milli reglulegrar lýsisneyslu á fyrsta aldursári og ofnæmissjúkdóma hjá börnum á aldrinum sjö til tíu ára.
Efniviður & aðferðir:
Á Íslandi tóku 948 börn þátt í samevrópskri ofnæmisrannsókn (iFAAM, EuroPrevall) þar sem þeim var fylgt eftir frá fæðingu til 2,5 árs aldurs og metin á ný m.t.t. ofnæmissjúkdóma við sjö til tíu ára aldur. Gögnum var safnað með spurningalistum, læknisskoðunum, ofnæmisrannsóknum og tvíblindum fæðuþolprófum. Við útreikninga var notast við kí-kvaðrat próf og aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður:
Börn sem hófu reglulega lýsisneyslu á fyrsta aldursári (n=685) voru marktækt ólíklegri til að vera með astma OR =0.40, [95% CI = 0.19-0.84],fæðuofnæmi OR=0.33, [95% CI=0.12-.092] og fjölofnæmi OR=0.49, [95% CI=0.26-0.93] við sjö til tíu ára aldur, þegar borin saman við börn sem ekki hófu reglulega lýsisneyslu á fyrsta aldursári (n=263). Næming við loftbornum ofnæmisvökum var marktækt lægri í lýsishópnum, OR 0.58 [95% CI=.038-0.90], og einnig næming fyrir ofnæmisvökum í fæðu OR=0.29 [95% CI = 0.12-0.68]. Tíðni ofnæmiskvefs var lægri hjá þeim sjö til tíu ára börnum sem hófu reglulega lýsisneyslu á fyrsta aldursári en ekki var um marktækni að ræða, OR=0.77 [95% CI=0.51-1.16]. Ekki fundust tengsl á milli reglulegrar lýsisneyslu og exems við sjö til tíu ára aldur, OR=0.96 [95% CI=0.62-1.50].
Ályktanir
: Regluleg lýsisneysla á fyrsta aldursári getur dregið úr líkum á astma, fæðuofnæmi, fjölofnæmi og næmi fyrir umhverfisþáttum og fæðu við sjö til tíu ára aldur.

 

 

E064 Háls- og nefkirtlatökur í íslenskum börnum 2005-2016. Nýgengi og möguleg áhrif upptöku bólusetningar gegn pneumókokkum

Helga M. Þorsteinsdóttir1, Ásgeir Haraldsson1,2, Einar K. Hjaltested3, Elías Eyþórsson1, Hannes Petersen1,4, Valtýr S. Thors1,2, Karl G. Kristinsson1,5

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 3háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala, 4Sjúkrahúsinu á Akureyri, 5sýkla- og veirufræðideild

hth169@hi.is

Inngangur: Á Íslandi eru háls- og nefkirtlatökur algengar (520/100.00, Svíþjóð 139/100.000, Bretland 98/100.000, Írland 64/100.000). Markmiðið var að finna nýgengi aðgerðanna á árunum 2005-2016 hjá börnum og meta áhrif pneumókokkabólusetninga.
Efniviður & aðferðir:
Frá Sjúkratryggingum Íslands fengust upplýsingar um fjölda og tegund aðgerða (hálskirtlatökur með/án nefkirtlatöku (HT) og stakar nefkirtlatökur (NT)), dagsetningu, aldur/kyn. Ársnýgengi aðgerða var reiknað og aldursstaðlað meðalársnýgengi/1000 börn. Við mat á áhrifum pneumókokkabólusetninga var börnum skipt eftir fæðingarárgangi, fyrir/eftir upphaf bólusetninganna. Tölfræðigreining var gerð í forritinu R (T-próf, kí-kvaðratpróf, einþátta línuleg aðhvarfsgreining og nýgengishlutfall).
Niðurstöður:
Á tímabilinu voru kirtlatökur 23.296; 9.755 HT og 13.541 NT. Aldursstaðlað meðalársnýgengi HT var 10,2/1000 börn og 14,1 fyrir NT. Meðalársnýgengi HT var hæst hjá þriggja ára börnum, 26,5 og hjá eins árs börnum fyrir NT, 107,0. Ekki var marktækur kynjamunur á heildarfjölda aðgerða (P=0,21). Fleiri NT voru gerðar hjá drengjum (P<0,001) og fleiri HT hjá stúlkum (P<0,001). Fleiri kirtlatökur voru gerðar á drengjum <6 ára (P<0,001) en stúlkum >6 ára (P<0,001). Miðaldur við HT var 6,3 ár og við NT 2,1 ár. Meðalaldur drengja við HT var 2,4 árum lægri en stúlkna (P<0,001) og 0,3 árum lægri við NT (P<0,001). Þrefalt fleiri HT voru gerðar 2014 en 2006 (P<0,001). Eftir upptöku pneumókokkabólusetninga fækkaði stökum NT (P<0,001) en HT fjölgaði (P<0,001) hjá börnum fimm ára og yngri.
Ályktanir:
Nýgengi HT jókst mikið á tímabilinu og er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Nokkur fjöldi aðgerða er gerður á mjög ungum börnum. NT fækkaði marktækt eftir upptöku pneumókokkabólusetningar en HT fjölgaði.

 

 

E065 Langtímaárangur tveggja atferlismiðaðra meðferðarinngripa fyrir fólk með hárreiti- og húðkroppunaráráttu

Ragnar Ólafsson1, Hulda M. Einarsdóttir1, Guðrún Hasler1, Lárus V. Kristjánsson1, Ívar Snorrason2

1Sálfræðideild Háskóla Íslands, 2McLean Hospital, Harvard Medical School

ragnarpo@hi.is

Inngangur: Hárreiti – (Hair-pulling disorder, trichotillomania) og húðkroppunarárátta (skin-picking disorder, excoriation disorder) er vandi sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólk en hefur hlotið litla athygli í rannsóknum. Í rannsókn sem lauk fyrir rúmu ári síðan báru höfundar saman árangur hefðbundinnar vanamiðaðrar atferlismeðferðar ásamt áreitistjórn (habit reversal training with stimulus control; HRT-SC) við endurbætta vanamiðaða meðferð þar sem bætt var við berskjöldun með svarhömlun (habit-reversal training with cued-exposure and response prevention; HRT-CERP). Árangur beggja meðferða var góður og sambærilegur við lok fjögra meðferðartíma hjá 20 háskólanemum með hárreiti- eða húðkroppunaráráttu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga langtímaárangur einu ári eftir meðferðarlok.
Efniviður & aðferðir:
Af þeim 20 háskólanemum sem luku meðferð, var eftirfylgdargögnum aflað frá 15 þeirra með fyrirlögn spurningalista og matsviðtölum. Alls níu höfðu lokið HRT-SC og sex höfu lokið HRT-CERP meðferð.
Niðurstöður:
Þótt ekki drægi marktækt úr meðferðarárangri yfir eftirfylgdartímabilið þegar meðaltöl fyrir alvarleika einkenna voru skoðuð (p>0,10 í öllum tilvikum), voru áhrifastærðir (Cohen's d) lægri við eins árs eftirfylgd í báðum meðferðarhópum (u.þ.b 1,0-1,2), borið saman við lok meðferðar (1,5-2,0).
Ályktanir:
HRT-CERP og HRT-SC eru árangursríkar leiðir til að meðhöndla húðkroppunar- og hárreitiáráttu hjá fólki. Meðferðirnar bera einnig árangur til lengri tíma litið þótt árangur dvíni þegar frá líður meðferðarlokum.

 

 

E066 Aukning í nýgengi áfengistengds lifrarsjúkdóms og brisbólgu samfara aukinni áfengisneyslu í samfélaginu

Kristján Hauksson1, Margrét Arnardóttir2, Arnar S. Ágústsson2, Berglind A. Magnúsdóttir2, María B. Baldursdóttir2, Sigrún H. Lund2, Evangelos Kalaitzakis3, Einar S. Björnsson4

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskóli Íslands, 3Digestive Disease Center, Copenhagen University Hospital/Herlev, 4meltingardeild Landspítala

krissi.hauks@gmail.com

Inngangur: Skortur er á rannsóknum á tengslum áfengisneyslu við nýgengi áfengislifrarsjúkdóms og brisbólgu af völdum áfengisnotkunar. Markmið rannsóknarinnar voru að meta samband milli per capita áfengisneyslu og nýgengis bráðrar brisbólgu af völdum áfengis (acute alcoholic pancreatitis, aAP) og áfengislifrarsjúkdóms (alcoholic liver disease, ALD).
Efniviður & aðferðir:
Allir sjúklingar með nýgreindan áfengislifrarsjúkdóm og bráða brisbólgu af völdum áfengis á Íslandi á tímabilinu 2001-2015 voru fundnir með ICD-10 greiningarkóðum sem uppfylltu greiningarskilmerki. Þeir sem höfðu ALD höfðu annaðhvort áfengisskorpulifur (alcoholic cirrhosis, AC) eða alvarlega áfengislifrarbólgu (alcoholic hepatitis, AH). Gögn um áfengissölu voru fengin frá Hagstofu Íslands.
Niðurstöður:
Alls greindust 273 sjúklingar með aAP og 159 sjúklingar með ALD á rannsóknartímabilinu. Hjá sjúklingum með aAP var meðalaldur við greiningu 50 ár og 74% voru karlar. Á meðal ALD sjúklinga var meðalaldur við greiningu 57 ár og 73% voru karlar. Meðaláfengisneysla per capita var 6.95 lítrar og jókst um 21% á tímabilinu. Árlegt nýgengi aAP jókst úr 7.5 per 100.000 í 9.5 og ALD úr 4 í 9.5 per 100.000. Leitnigreining (trend analysis) sýndi marktæka árlega aukningu um 7% (RR 1.07, 95% ÖB 1.04-1.10) fyrir aAP og árlega aukningu um 10.5% (RR 1.10, 95%ÖB 1.06-1.15) fyrir ALD. Aukningin var einungis marktæk hjá körlum.
Ályktanir:
Aukin per capita áfengisneysla yfir 15 ára tímabil tengdist mikilli aukningu á alvarlegum lifrarsjúkdómi og bráðri brisbólgu af völdum áfengis. Aukningin fólst í auknu nýgengi á báðum þessum áfengistengdu sjúkdómum hjá körlum en ekki konum.

 

 

E067 Meðferð við áfengisvanda og áfengisbindindi hjá sjúklingum með áfengisorsakaðan lifrarsjúkdóm

Kristján Hauksson1, Margrét Arnardóttir2, Arnar S. Ágústsson2, Sigrún H. Lund2, Evangelos Kalaitzakis3, Einar S. Björnsson4

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskóli Íslands, 3Digestive Disease Center, Copenhagen University Hospital/Herlev, 4meltingardeild Landspítala

krissi.hauks@gmail.com

Inngangur: Áfengisbindindi hefur mikil áhrif á horfur í alvarlegri áfengislifrarbólgu (e. alcoholic hepatitis, AH) en áhrif þess á lifun hjá sjúklingum með áfengisskorpulifur (e. alcoholic cirrhosis, AC) eru ekki eins skýr. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman áhrif áfengisbindindis á horfur sjúklinga með AC og/eða AH.
Efniviður & aðferðir:
Allir sjúklingar með nýgreinda AH og AC á Íslandi 2001-2016 voru fundnir með ICD-10 greiningarkóðum sem uppfylltu greiningarskilmerki. Sjúklingum var fylgt eftir til dauða, lifrarígræðslu eða til loka júlí 2017. Safnað var upplýsingum um áfengisbindindi og áfengismeðferð. Lifun var reiknuð frá greiningu til dauða eða síðustu eftirfylgdar, eða frá einu ári eftir greiningu hjá þeim sem lifðu í meira en 1 ár.
Niðurstöður:
Alls greindust 169 sjúklingar með AC og/eða AH, meðalaldur 56 ár og 73% karlar. Alls höfðu 64 sjúklingar (38%) AC, 42 (25%) AH og 63 (37%) höfðu bæði. Alls héldu 43% sjúklinga áfengisbindindi við eftirfylgd og 63% sjúklinga fóru í áfengismeðferð. Áfengisbindindi eftir greiningu tengdist ekki betri lifun, hvorki hjá sjúklingum með AC og/eða AH. Eins árs dánartíðni hjá AC sem hættu að drekka var hærri en hjá þeim sem héldu áfram að drekka. Hjá sjúklingum sem lifðu a.m.k. 1 ár þá tengdist áfengisbindindi betri lifun í báðum hópum.
Ályktanir:
Áfengisbindindi eftir greiningu AC/AH náðist hjá um 40% sjúklinga. Hærri dánartíðni í fyrstu hjá þeim sem hættu að drekka gæti bent til þess að þeir sjúklingar séu “of veikir til að drekka”. Sjúklingar sem lifðu meira en eitt ár og héldu áfengisbindindi höfðu ágætar langtímahorfur.

 

 

E068 Algengi 10 ára samfelldrar notkunar svefnlyfja á Íslandi

Lárus Guðmundsson1, Iðunn Magnúsdóttir1, Anna Jónsdóttir2

1Lyfjafræði, Háskóli Íslands, 2raunvísindadeild Háskóla Íslands

larussg@hi.is

Inngangur: Lyfjameðferð er ein algengasta meðferð við svefnleysi en samkvæmt klínískum leiðbeiningum á notkun svefnlyfja (Z-lyfja) ekki að vara lengur en í 4 vikur. Fyrri rannsóknir benda til þess að notkun Z-lyfja árum saman sé algeng á Íslandi.
Efniviður & aðferðir:
Ópersónugreinanleg gögn voru fengin úr Lyfjagagnagrunni Embætti Landlæknis fyrir árin 2003-2013. Algengis- og nýgengisnotendur voru fundnir fyrir árið 2003 annars vegar og 2004 hins vegar og þeir sem notuðu svefnlyf á hverju ári til 2013 voru skilgreindir sem áratugs (algengis/nýgengis) notendur. Fjöldi dagsskammta (Defined Daily Dose, DDD) eftir árum var borin saman á eftirfylgnitímanum fyrir áratugs nýgengisnotendurna.
Niðurstöður:
Árið 2013 höfðu 2,9% Íslendinga (n=9012) tekið Z-lyf árlega frá 2003 til 2013, 1,7% karla (n=2622) og 4,2% kvenna (n=6390). Nýgengi Z-lyfja notkunar var 2,9% (n=8316) árið 2004, 2,5% karla (n=3320) og 3,4% kvenna (n=4996), 16% þeirra notuð Z-lyf árlega til 2013 (n=1333), 12,7% karlanna og 18,2% kvennana, miðgildi og fjórðungsmörk aldurs voru 56 ár (43-70 ár). Notkun Z-lyfja í fjölda DDD/ári meðal áratugs-nýgengisnotenda jókst á eftirfylgnitímabilinu, árið 2007 voru 25, 50, 75 og 95 percentíl notkunar: 30, 60, 180 og 420 DDD/ári meðal karla og 30, 60, 180 og 390 DDD/ári meðal kvenna, samsvarandi notkunartölur árið 2013 voru: 30, 120, 300 og 510 DDD/ári meðal karla og 30, 120, 270, og 480 DDD/ári meðal kvenna.
Ályktanir:
Algengi áratugs svefnlyfjanotkunar á Íslandi er svipuð eins árs algengis svefnlyfjanotkunar margra Evrópulanda. Fjöldi skilgreindra dagsskammta (DDD) jókst á hverju ári meðal nýgengis áratugsnotenda og var umfram klínískar leiðbeiningar fyrir 75% þeirra árið 2013.

 

 

E069 Opposite laterality effects in feature-based and global form face matching

Heiða M. Sigurðardóttir1, Alexandra Arnardóttir2, Eydís Þ. Halldórsdóttir2, Hilma R. Ómarsdóttir2, Anna S. Valgeirsdóttir2

1Department of Psychology, University of Iceland, 2University of Iceland

heidasi@hi.is

Introduction: Feature-based and holistic processing might provide a dual route to recognition. Studies using a divided visual field methodology have found an advantage for feature-based face processing when faces were shown in the right part of the visual field (primary input to left hemisphere regions) while a left visual field advantage (primary input to right hemisphere regions) was seen for more global face processing.
Methods:
In each trial, a sample face was shown at screen center along with two choice faces (match, foil), one on each side. All three faces either faced leftward, forward, or rightward. The task was to determine which of the two choice faces was more similar to the sample face. 60 people matched faces based on features (e.g. eyes, nose, mouth) or global form (form of skull, muscles, fat structure).
Results:
In feature-based face matching, average performance was noticeably better on right-facing than left-facing trials. The opposite was true for global form face matching, where people tended to perform better on left-facing as compared to right-facing trials.
Conclusions:
 Orienting faces to the left likely engages leftward attentional deployment supported by right hemisphere regions, while a rightward orientation of faces directs attention to the right supported by left hemisphere regions. Results support the idea that left hemisphere regions are more involved in feature-based processing of faces while the corresponding right hemisphere regions are more involved in processing whole faces. Lateralized attentional deployment might suffice to engage feature-based vs. holistic processing mechanisms.

 

 

E070 Implementation fidelity in Parent-managed treatments for childhood stuttering

Íris Bergþórsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir

School of Health Sciences, University of Iceland

iob@hi.is

Introduction: The present study aims to systematically review evidence of reporting's of implementation fidelity in parent-managed stuttering treatments for children who stutter.
Methods:
A total of 35 studies published between 1982 – 2016 met the selection criteria. All studies reported clinician-and parent-managed treatment involving children who stutter (CWS) ranging from 2 to 16 years. Each study was coded to evaluate the presence or absence of the implementation fidelity according to following four categories: dosage, adherence, quality and responsiveness. These four categories were selected and adapted based on systems from Dane & Schneider (1998), Dusenbury, L., Brannigan, R., Falco, F.,& Hansen, W.B. (2003), Kaderavek & Justice (2010) And Lieberman-Betz (2014). All 35 studies were evaluated on two levels: (a) clinician to parent, (b) parent to CWS.
Results:
At the clinician level, the fidelity component reported most often across the 35 studies was dosage (69%), whereas at the parent level adherence (43%) was the component most reported. Perhaps, rather counter-intuitively, responsiveness is the least reported component at the parent level (14%) while adherence and quality are the components least reported on at the clinician level (17%). Notably, a substantial majority (i.e., 20 of 35) studies reported on two or fewer components.
Conclusions:
The results support previous findings of sparse reporting of fidelity among studies of parent-managed treatments in clinical areas. Only 7 of the 35 studies report on dosage at the parent level, but for a treatment to be implemented dosage is seen as fundamental component.

 

 

E071 Treatment for school age children who stutter - TOHP (Time-out Home Program)

Jóhanna T. Einarsdóttir, Íris Bergþórsdóttir

Faculty of medicine/Speech Pathology, University of Iceland

jeinars@hi.is

Introduction: Treatment for developmental stuttering among school-aged children who stutter (CWS) are tremendously important but few studies have been published. Reported are the results of an investigation of new treatment for stuttering in school-age children and the influence of the fidelity on the effect of treatment.
Methods:
Participants. A total of 43 of potential clients were referred to the study, of whom 11 met inclusion criteria of at least 3% syllables stuttered whereas 7 participants volunteered to participate; they were all males, aged 10 to 13 years. Procedure. A multiple baseline design was used. Baseline 1 (3 or 5 months), Treatment 1 (2 months) Baseline 2 (2 months) and Treatment 2 (6 to 12 months, depending on the child´s performance). The participants started with training every day but the training gradually decreased depending on the performance of the child. The participants received daily feedback from a clinician regarding both fluency and their fidelity in treatment delivery. Outcome measurement. The speech performance for each participant was video-recorded and measured once in a month across different speaking situations over period of two years.
Results: Results are presented as the mean of stuttered syllables (%SS) during the monthly recordings. The mean decrease of stuttering was following; Baseline 1 8,03%SS Treatment 1 3,64%SS Baseline 2 2,93%SS and Treatment 2 1,10%SS and follow up 0,42%SS.
Conclusions:
This new treatment approach is effective for children with severe stuttering. The effect and the limitations of the program will be discussed in connection with measurement of treatment fidelity.

 

 

E072 Comparing the motivation and needs of sessional teachers and tenured faculty

Abigail G. Snook1, Asta B. Schram2, Þórarinn Sveinsson1, Brett D. Jones3

1Physical Therapy/Medicine, University of Iceland, 2HVS, University of Iceland, 3Educational Psychology, Virginia Polytechnic Institute and State University

abigail@hi.is

Introduction: This study was designed to guide faculty support and development by comparing similarities and differences between sessional teachers (ST) and tenured faculty (TF) with respect to motivations and needs.
Methods:
We developed an online survey that included validated scales (identification with teaching, intrinsic and identified regulated motivations to teach), newly-developed scales, and new items (based on literature reviews). Seventy-eight TF and 160 ST completed the survey (37%, 25% response rate, respectively). The scales demonstrated good internal consistency and t-tests/Chi-square values identified similarities/differences between ST and TF.
Results:
We found similarities between ST and TF in intrinsic and identified regulated motivation, and in identification with teaching; however, ST perceived less department connectedness and were more motivated to improve instruction if shown appreciation. The ST reported less participation in activities related to enhancing teaching, but agreed more that they desired pedagogy instruction, especially in the form of online/hybrid faculty development offerings.
Conclusions:
 To support ST, institutions need to offer ST-friendly formats to teach pedagogy, to create a sense of connectedness to the department/university, and to reinforce appreciation, teaching enjoyment, professional values, and teacher identity. Supporting ST should improve the quality of teaching and positively affect student learning.

 

 

E073 Predicting teacher identity and attitudes towards improvement in sessional teachers and tenured faculty

Abigail G. Snook1, Ásta B. Schram2, Brett D. Jones3, Þórarinn Sveinsson1

1Physical Therapy/Medicine, University of Iceland, 2HVS, University of Iceland, 3Educational Psychology, Virginia Polytechnic Institute and State University

abigail@hi.is

Introduction: The purpose of this study was to examine in sessional teachers (ST) and tenured faculty (TF) the relationship of perceived connectedness to department (CO) and motivation to improve by appreciation (AP) with teacher identification (ID) and an open attitude to reflective practice/diverse teaching methods for improvement (OP).
Methods:
We conducted confirmatory factor analyses and structural equation modeling (SEM) using data from a sample of 78TF and 160 ST at a health sciences school and examined differences between ST and TF.
Results:
The best fit models suggested different paths to predict OP for TF and ST: (1) for TF, AP predicts OP (p < .01) through the mediator ID, while CO predicts OP directly (p < .05); (2) for ST, CO predicts OP through the mediator ID (p = .052); and (3) for all teachers, ID predicts OP (p <. 01).
Conclusions:
For TF, increased appreciation for teaching improvement strongly predicts teacher identity, and an increased sense of connectedness/support for teaching within a department predicts an open attitude towards improvement. For ST, increased connectedness to their department predicts teacher identity (i.e., the extent to which they value teaching as a part of their self). For all teachers, improving teacher identity strongly predicts an open attitude towards improvement. Different models for teacher types were found suggesting differing foci for supporting teacher identity and improvement, and, ultimately, student outcomes.

 

 

E074 Adjuvants enhance germinal center induction and persistence of antibody-secreting cells in neonatal mice

Auður A. Aradóttir Pind1,2, Magdalena Dubik1,2, Sigrún S. Þórsdóttir1, Jan Holmgren4, Andreas Meinke5, Guiseppe Del Giudice66, Ingileif Jónsdóttir1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2

1Department of Immunology, Landspitali - the National University Hospital, 2Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavík, Iceland, 4University of Gothenburg Vaccine Research Institute (GUVAX), Department of Microbiology and Immunology, University of Gothenburg, Gothenburg, Sweden
5Valneva Austria GmbH, Vienna, Austria, 6GSK Vaccines, Siena

audurap@landspitali.is

Introduction: Immaturity of the immune system contributes to poor vaccine responses in early life. Germinal center (GC) activation is limited due to poorly developed follicular dendritic cells (FDC), causing generation of few antibody-secreting cells (AbSCs) with limited survival and transient Ab responses. The potential of five adjuvants to overcome limitations of the neonatal immune system to induce more robust and prolonged vaccine responses was explored.
Methods:
Neonatal mice were immunized with a pneumococcal conjugate vaccine Pnc1-TT w/wo adjuvants LT-K63, mmCT, MF59, IC31 or alum. Spleen, bone marrow (BM) and blood were collected at various time points after immunization. Spleen sections were stained for FDC maturation and GC activation, vaccine-specific AbSCs were enumerated in spleen and BM with ELISPOT and vaccine-specific serum-Abs measured with ELISA.
Results:
Mice immunized with Pnc1-TT with LT-K63, mmCT, MF59 or IC31 had both enhanced GC activation and maturation of FDCs compared to mice immunized with vaccine alone. mmCT and MF59 enhanced vaccine-specific AbSCs in spleen 14 days after immunization. Neonatal mice immunized with Pnc1-TT with LT-K63, mmCT, MF59 or IC31 had enhanced numbers of vaccine-specific AbSCs in BM 9 weeks after immunization and enhanced vaccine-specific serum Abs persisting above protective levels against pneumococcal bacteremia and pneumonia.
Conclusions:
 LT-K63, mmCT, MF59 and IC31 overcame limitations of the neonatal immune system and enhanced both induction and persistence of protective immune response when administered with Pnc1-TT. They are therefore promising candidates for further research on neonatal immune responses.

 

 

E075 Moritella viscosa in lumpfish (Cyclopterus lumpus) and Atlantic salmon (Salmo salar)

Þorbjörg Einarsdóttir1, Heiða Sigurðardóttir1, Þórunn S. Björnsdóttir1, Elísabet Einarsdóttir2

1Institute for Experimental Pathology, 2Karolinska Institutet

thorbje@hi.is

Introduction: Winter ulcer disease, caused by Moritella viscosa, is a significant problem in cold water salmonid farming, although the bacterium can infect and cause disease in a number of other fish species, such as lumpfish. Lumpfish are used as cleaner fish, to eat sea lice from Atlantic salmon in sea pens. It remains to be established whether M. viscosa can be transmitted between the fish species. In this study, we examined whether a salmon isolate of M. viscosa could infect lumpfish and whether a lumpfish isolate could infect salmon. Finally, we examined whether vaccination with a salmon isolate conferred protection against a lumpfish isolate.
Methods:
Fifty gram Atlantic salmon and 5 gram lumpfish were bath infected with M. viscosa, either a salmon isolate (F112/17) or lumpfish isolate (F6/15) and monitored for infection and disease over the course of 4 weeks.
Results:
 The data indicate that while lumpfish appeared to be resistant to a salmon isolate of M. viscosa, the salmon could be infected with a lumpfish isolate of M. viscosa. Vaccination protected the salmon against the salmon isolate of M. viscosa but did not confer sufficient protection to prevent infection with the lumpfish isolate.
Conclusions:
 The study underscores the need for development of effective vaccines for lumpfish.

 

 

E076 The expression of the anti-microbial peptide LL-37 in peripheral blood mononuclear cells

Sunneva Smáradóttir1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir1,2, Jóna Freysdóttir1,2, Björn R. Lúðvíksson1,2

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Immunology, Landspítali - The National University Hospital of Iceland

sus15@hi.is

Introduction:  Psoriasis is an autoimmune disease that manifests in skin lesions and chronic inflammation. The antimicrobial peptide, LL-37, has been linked to its pathogenesis and seems to be over-expressed in psoriatic skin lesions. However, how LL-37 is linked to the disease onset and progression remains unclear. This study focuses on determining LL-37 expression in peripheral blood mononuclear cells (PBMCs) in healthy individuals and subsequently how the LL-37 expression could be affected following complex cytokine and LL-37 stimulation.
Methods:
LL-37 expression on PBMCs and isolated lymphocytic subpopulations was determined by extra- and intracellular staining by flow cytometric analyzes. In addition, the mRNA level of LL-37 in PBMCs and subpopulations was determined by RT-qPCR.
Results:
The results demonstrate that LL-37 is found on both extra- and intracellular locations in PBMCs, including monocytes and T-cells. That was further confirmed at the mRNA level by RT-qPCR measurements. Interestingly, preliminary data also indicate that such LL-37 expression is both positively and negatively regulated by cytokines in various populations of PBMCs, such as T-cells and monocytes.
Conclusions:
 These findings indicate that LL-37 might have a broader role during an inflammatory response not only by monocytes but also subpopulations of lymphocytes. Thus, this will be further exploited in our ongoing investigation involving both healthy individuals as well as patients with psoriasis.

 

 

E077 The anti-microbial peptide LL-37 changes the secretion pattern and intracellular activation of keratinocytes

Hildur Sigurgrímsdóttir1,3, Jóna Freysdóttir2,3, Björn R. Lúðvíksson2,3

1Department of Immunology, Landspítali - The National University Hospital of Iceland, 2Landspítali - The National University Hospital of Iceland, 3Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland

hildursigur@hotmail.com

Introduction: Psoriasis is a common inflammatory disease of the skin. It is characterized by infiltration of immune cells into the skin, hyperproliferation of keratinocytes and an imbalanced cytokine and chemokine environment. LL-37 is an anti-microbial peptide that is upregulated in psoriatic patients, both in blood and skin. The main goal of this research was to map out the effects that LL-37 has on the secretion and activation of keratinocytes.
Methods:
A HaCaT keratinocyte cell line and primary keratinocytes were cultured and stimulated with psoriasis related stimulations or left unstimulated, all in the presence or absence of LL-37. Cell supernatant was collected and analyzed with Luminex for 27 soluble analytes. HaCaT cells under the same culture conditions were measured with phosphoflow to determine intracellular pathway activation.
Results:
All chemokines, cytokines and growth factors analyzed were measureable in one or more of the culture conditions. LL-37 had diverse effects on secretion and decreased secretion of some analytes and increased secretion of others. Keratinocytes were shown to produce IL-17A but the addition of LL-37 did not affect the secretion. Other analytes affected included IL-10, IL-17E, CXCL8 and VEGF. LL-37 also reduced intracellular activation of ERK1/2 in HaCaT cells withTh1-like stimulation.
Conclusions:
 Keratinocytes secrete many types of chemokines, cytokines and growth factors and LL-37 has a considerable effect on the secretion and activation of intracellular pathways. Keratinocytes seem to have a bigger role in the pathogenesis of psoriasis than previously thought and that role seems to be, in part, shaped by LL-37.

 

 

E078 Dietary fish oil increases differentiated peritoneal NK cells and modulates Wnt signaling in inflamed mice

Kirstine N. Jensen1,2,3, Jóna Freysdóttir2,3, Ingibjörg Harðardóttir1

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Immunology, Landspitali - the National University Hospital, 3Department of Rheumatoid Research, Landspitali - the National University Hospital

knj3@hi.is

Introduction:  We have previously demonstrated that dietary fish oil enhanced resolution of inflammation and induced an early peak in the number of NK cells in antigen-induced peritonitis. Furthermore, depletion of NK cells prolonged the acute inflammatory response and resulted in incomplete resolution of inflammation, suggesting a pivotal role of NK cells in resolution of inflammation. The overall aim of the project is to examine the potential role of NK cells in resolution of inflammation.
Methods:
Mice were fed either a control (C) or a fish oil (FO) diet, immunized with methylated BSA (mBSA) and inflammation induced by mBSA injection into the peritoneum. Peritoneal cells and fluid were harvested at the peak of inflammation (6 h). Cells were sorted and assessed by flow cytometry and the concentration of selected cytokines determined by Luminex.
Results:
The FO mice had a higher number of peritoneal NK cells and a higher proportion of them being fully differentiated than that in C mice. Peritoneal concentration of DKK-1, a Wnt signaling inhibitor important for reducing inflammatory responses, was higher in the FO mice than in the C mice. Lower concentrations of Wnt signaling products, such as IL-6, IL-6Rα and CCL20, was also observed in the FO mice. Additionally, higher concentrations of the anti-inflammatory molecules soluble TNFRII and IGF-1 were detected in the FO mice.
Conclusions:
 These data suggest that NK cell differentiation and Wnt signaling are pivotal for the resolution of inflammation and is modulated by dietary fish oil.

 

 

E079 Veikleikaeinkenni frá endaþarmi og kynlífstengd vandamál eru meira truflandi en þvagleki í kjölfar fyrstu fæðingar

Þorgerður Sigurðardóttir

Læknadeild Háskóla Íslands

ths29@hi.is

Inngangur: Þvagleki í kjölfar fæðingar er vel rannsakaður og mun meira en sig-, ristil/endaþarmseinkenni, kynlífstengd vandamál og áhrif þeirra á konur eftir fæðingu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni einkenna frá grindarbotni eftir fyrstu fæðingu og hversu mikið þau trufluðu konur.
Efniviður & aðferðir:
Rannsóknin var framskyggn áhorfskönnun. Konur svöruðu rafrænum spurningalista um grindarbotnseinkenni 6-10 vikum eftir fyrstu fæðingu. Svör voru tengd fæðingarupplýsingum úr fæðingarskrá. Niðurstöður eru gefnar í lýsandi tölfræði.
Niðurstöður:
Af 858 konum sem samþykktu að taka þátt svaraði 721 (84%) frá apríl 2015-mars 2017. Allar konur fæddu á Landspítala. Meðalaldur við fæðingu var 27 ár. Fæðingar um fæðingarveg voru 83%, 14% fæddu með bráðakeisaraskurði og 3% með valkeisaraskurði. Þrjátíu og sex prósent kvennanna greindi frá áreynsluþvagleka, 40% voru með bráðaeinkenni frá blöðru og 29% bráðaþvagleka. Aðeins 27% taldi blöðrueinkenni truflandi. Loftleki var hjá 59%, 4% höfðu hægðaleka á linar/fljótandi hægðir og 1% missti þéttar hægðir, 55% taldi einkennin truflandi. Í 15% tilfella greindu konur frá útbungun eða fyrirferð í leggöngum og 25% nefndu þrýsting eða þyngslatilfinningu í leggöngum. Aðeins 13% fannst það truflandi. Í 44% tilvika greindu konur frá því að vera ekki kynferðislega virkar eftir fæðingu, þar af taldi 10% að kynlíf yrði of sársaukafullt. Sextíu og fjögur prósent kynferðislega virkra kvenna greindi frá sársauka við samfarir. Í heild hafði 47% þátttakanda áhyggjur eða taldi kynlífstengd óþægindi truflandi.
Ályktanir:
Einkenni frá grindarbotni eru algeng í kjölfar fyrstu fæðingar. Þessi rannsókn lýsir mestri truflun eða áhyggjum þátttakanda af ristil/endaþarmseinkennum og kynlífstengdum vandamálum.

 

 

E080 Áreynsluþvagleki eftir fæðingu og tengsl við útkomu fæðingar hjá frumbyrjum

Þorgerður Sigurðardóttir1,3, Thor Aspelund1, Þóra Steingrímsdóttir1,3, Reynir T. Geirsson1,3, Kari Bø2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Sports Medicine, Norwegian School of Sports Sciences, 3kvennadeild Landspítala

ths29@hi.is

Inngangur: Veikleikaeinkenni frá grindarbotni eru algeng bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Áreynsluþvagleki er algengasta grindarbotneinkenni sem konur glíma við í kjölfar fæðingar. Áhrif hans eru talsverð bæði þegar litið er til lífsgæða og kostnaðar. Áhættuþáttum hefur verið lýst í fyrri rannsóknum sem ber ekki fullkomlega saman. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni áreynsluþvagleka eftir fæðingu og tengsl hans við helstu fæðingarbreytur hjá frumbyrjum sem fæddu einbura.
Efniviður & aðferðir:
Rannsóknin var framskyggn áhorfskönnun. Þátttakendur svöruðu rafrænum grindarbotnsspurningalista sem var sendur í tölvupósti sex vikum eftir fæðingu og var opinn í 4 vikur. Spurningar voru í fjórum flokkum tengdum blöðru-, ristil/meltingarstarfsemi, sigeinkennum og kynlífstengdum atriðum. Upplýsingar frá fæðingarskrá voru tengdar svörum hverrar konu. Ályktunartölfræði var beitt til að kanna tíðni áreynsluþvagleka eftir tegund fæðingar og tengsl áreynsluþvagleka við fæðingarbreytur hjá konum sem fæddu um fæðingarveg.
Niðurstöður:
Gagnasöfnun stóð frá apríl 2015-mars 2017. Alls svaraði 721 kona af 858 (84%) spurningalistanum. Allar konurnar fæddu á Landspítala. Áreynsluþvagleki var marktækt algengari (40%) hjá konum sem fæddu um fæðingarveg borið saman við konur sem fæddu með bráðakeisara (19%). Ekki fannst samband milli einstakra fæðingarbreyta og áreynsluþvagleka hjá konum sem fæddu um fæðingarveg þegar gögn voru skoðuð með tvíundagreiningu.
Ályktanir:
Konur sem fæddu um fæðingarveg höfðu hæstu tíðni áreynsluþvagleka þó ekki hafi tekist að finna samband við einstakra þætti fæðingar og/eða einkenna móður. Álykta má að fleiri þættir geti tengst útkomunni og til komi blendniáhrif eða áhrif fyrra ástands svo sem þvagleka fyrir eða á meðgöngu.

 

 

E081 Viðvarandi opin fósturslagrás hjá fyrirburum

Gísli Gíslason1, Hróðmar Helgason2, Gylfi Óskarsson2, Ingólfur Rögnvaldsson2, Sigurður Stephensen2, Þórður Þórkelsson2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins Landspítala

gisli95@gmail.com

Inngangur: Fósturslagrásin veitir blóði fram hjá lungum á fósturskeiði og lokast hún yfirleitt fljótlega eftir fæðingu. Hjá fyrirburum gerist það ekki alltaf, sem skert getur loftskipti og valdið hjartabilun. Þrátt fyrir að vera mikið rannsökuð er meðferð á viðvarandi opinni fósturslagrás umdeild. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja þetta vandamál hjá minnstu fyrirburunum hér á landi.
Efniviður & aðferðir:
Afturskyggn, lýsandi rannsókn á öllum fyrirburum á Vökudeid sem fæddust eftir 23-32 vikna meðgöngu á 10 ára tímabili (2007-2016). Gagna var aflað úr gagnagrunni Vökudeildar, sjúkraskrám barnanna og mæðraskrám.
Niðurstöður:
452 börn uppfylltu rannsóknarskilyrðin. Af þeim greindust 117 (26%) með opna fósturslagrás á >3. degi. Fósturslagrásin lokaðist án meðferðar hjá 32 börnum (27%). 72 börn þurftu lyfjameðferð (62%) og lokaðist fóstursagrásin við það hjá 53 þeirra (74%), en opnaðist aftur hjá 10 (19%). Lyfjameðferð bar tilætlaðan árangur hjá 43 (60%) en 24 börn þurftu að fara í skurðaðgerð (21%). 23-27 vikna fyrirburar, samanborið við 28-32 vikna, greindust frekar með opna fósturslagrás (58% og 12%; p<0.001), fengu frekar lyfjameðferð (68% og 47%; p<0.01) og þurftu frekar skurðaðgerð (28% og 5%; p<0.01).
Ályktanir:
Viðvarandi opin fósturæð er umtalsvert vandamál hjá minnstu fyrirburunum. Því styttri sem meðgöngulengdin er þeim mun meiri líkur eru á að barnið greinst með viðvarandi opna fósturæð, að það svari ekki lyfjameðferð og þurfi á skurðaðgerð að halda. Hér á landi virðast hlutfallslega fleiri börn fara í aðgerð vegna viðvarandi opinnar fósturslagrásar en erlendis, sem þyrfti að skoða nánar.

 

 

E082 Fósturköfnun á Íslandi - nýgengi, orsakir og afdrif barnanna?

Elva Rut Sigurðardóttir1, Hildur Harðardóttir2, Þórður Þórkelsson3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvennadeild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins

ers35@hi.is

Inngangur: Fósturköfnun (perinatal asphyxia) verður vegna skerðingar á flutningi súrefnis frá móður til fósturs. Fósturköfnun getur haft alvarlegar afleiðingar, en hún getur m.a valdið heilakvilla af völdum súrefnisþurrðar (hypoxic ischemic encephalopathy, HIE) og heilalömun (cerebral palsy).
Efniviður & aðferðir:
Rannsóknin náði yfir 15 ára tímabil (2002–2016). Nýgengi var kannað út frá öllum börnum sem urðu fyrir fósturköfnun, skilgreind sem 5 mínútna Apgar £ 6. Þau 50 börn sem fengu lægstan Apgar við 5 mínútna aldur voru skoðuð sérstaklega og upplýsingum safnað um meðgöngu, fæðingu, meðferð og afdrif.
Niðurstöður:
Nýgengi fósturköfnunar var 9,71/1000 fædd börn. Rannsóknartímabilinu var skipt í tvennt og var nýgengi á fyrra tímabilinu 10,6/1000 en 8,6/1000 á því seinna (p=0.009). Helstu áhættuþættir fósturköfnunar voru notkun oxytósíndreypis í fæðingu (62%), líkamsþyngdarstuðull móður ³ 30 kg/m2 (43%) og framköllun fæðingar (42%). Algengar orsakir fósturköfnunar voru axlaklemma (26%) og fylgjuþurrð (20%). Þau 50 börn sem urðu fyrir alvarlegustu fósturköfnuninni þurfti öll að endurlífga; öll fengu öndunaraðstoð, 48% hjartahnoð, 26% adrenalín og 4% blóð. Það voru 27 börn sem fengu HIE, sex þeirra létust og fimm þeirra sem lifðu fengu heilalömun.
Ályktanir:
Nýgengi fósturköfnunar fer lækkandi. Algengustu áhættuþættirnir voru notkun oxytósíndreypis, líkamsþyngdarstuðull móður ³ 30 kg/m2 og framköllun fæðingar, en þetta eru áhættuþættir sem hafa má áhrif á. Bráðatilvik, t.d. axlaklemma, geta átt sér stað án fyrirboða og þá skiptir mestu máli að viðbrögð við þeim séu rétt. Því er mikilvægt að þjálfun heilbrigðisstarfsfólks sé í fyrirrúmi, bæði hvað varðar fósturköfnun og endurlífgun nýbura. Rúmlega helmingur barnanna fékk HIE en tiltölulega lítill hluti þeirra greindist síðar með heilalömun þrátt fyrir mjög alvarlega fósturköfnun.

 

 

E083 Dægurgerð og klukkuþreyta meðal Íslendinga

Björg Þorleifsdóttir

Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands

btho@hi.is

Inngangur: Fyrri rannsóknir sýna að Íslendingar fara að jafnaði seinna að sofa en aðrir Evrópubúar. Tilgáta er um að röng staðarklukka geti valdið því að innbyggðri líkamsklukku seinki og þar með kjörtíma nætursvefnsins. Einstaklingar hátta þá seinna en fara jafnan snemma á fætur til þess að mæta í vinnu og skóla og við það er hætta á að svefninn skerðist. Markmið þessarar rannsóknar var að meta dægurgerð (chronotype), sem endurspeglar kjörtíma svefns, og klukkuþreytu (social jetlag) meðal Íslendinga.
Efniviður & aðferðir:
Í úrtaki úr rannsókn frá 2015 voru 1122 Íslendingar 10-70 ára, 659 konur og 463 karlar, hvaðanæva af landinu. Skipt var í 10 ára aldurshópa, utan unglingsára sem var skipt í tvo 5 ára hópa. Dægurgerð var reiknuð út frá miðtíma svefnsins á frídögum og leiðrétt fyrir mögulegri svefnskerðingu á virkum dögum. Klukkuþreyta var reiknuð sem mismunur á miðtíma svefns á frídögum og virkum dögum.
Niðurstöður:
Dægurgerð seinkaði á unglingsárum, eftir tvítugt færðist hún fram og hélst nokkuð stöðug eftir þrítugt. Einstaklingar með klukkuþreytu ≥2 klst. voru hlutfallslega langflestir undir þrítugu, áberandi mest meðal 15-19 ára (71,9%). Hjá þeim kom fram marktækt styttri svefn á virkum dögum en hjá einstaklingum sem höfðu klukkuþreytu innan við 2 klst. og jafnframt lengri svefn á frídögum. Við samanburð reyndist dægurgerð Íslendinga vera seinni en í sambærilegum erlendum rannsóknum í nær öllum aldurshópum og einnig þegar leiðrétt hafði verið fyrir kyni og aldri.
Ályktanir: 
Seinkuð dægurgerð og aukin klukkuþreyta reyndist algeng hjá Íslendingum og hafði áhrif á svefnlengd sem styttist á virkum dögum.

 

 

E084 Svefn, dægurgerð og klukkuþreyta kvenna með vefjagigt - fyrir og eftir 6 vikna endurhæfingu

Björg Þorleifsdóttir1, Gunnhildur L. Marteinsdóttir2, Nína K. Guðmundsdóttir2, Ingólfur Kristjánsson2, Hlín Bjarnadóttir2, Marta Guðjónsdóttir2,3

1Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands, 2gigtarsvið, Reykjalundur, 3Háskóli Íslands

btho@hi.is

Inngangur: Vefjagigt (fibromyalgia) er heilkenni sem einkennist af útbreiddum langvinnum verkjum, þreytu, andlegri streitu auk svefntruflana. Markmið rannsóknar var að kanna áhrif sex vikna endurhæfingar á svefn meðal kvenna með vefjagigt og bera saman við sambærilegan hóp kvenna m.t.t. aldurs og líkamsþyngdarstuðuls (BMI).
Efniviður & aðferðir:
Þátttakendur í rannsókninni voru 25 konur með vefjagigt og 18 heilbrigðar konur í samanburðarhópi (aldur: 46,8 ± 8,7 vs 48,5 ± 9,6 ár og BMI: 31,6 ± 5,3 vs 28,7 ± 3,7 kg/m2). Í upphafi svöruðu þær spurningalistum um svefngæði (Pittsburgh Sleep Quality Index) og morgun/kvöldgerð (Morningness-Eveningness Questionnaire). Svefn var mældur með virknimæli (actigraph) vikulangt allan sólarhringinn auk svefnskrár sem þátttakendur héldu, í annarri og fimmtu viku tímabilsins. Þær mælingar lágu til grundvallar mats á dægurgerð (chronotype) og klukkuþreytu (social jetlag).
Niðurstöður:
Vefjagigtarhópurinn mat svefngæði sín í upphafi rannsóknar verri og voru líklegri til að vera næturhrafnar (eveningness) miðað við samanburðarhóp (p<0,001). Nætursvefninn reyndist áþekkur meðal hópanna tveggja: svefnlengd, vökutími að nóttu (wake after sleep onset), sofnunartími (sleep onset latency) og svefnnýtni (sleep efficiency). Daglúrar voru algengari og lengri en hjá viðmiðunarhópi, en við endurhæfingu fækkaði þeim og þeir styttust (p<0,05). Vefjagigtarhópurinn var með seinni dægurgerð (p<0,05) og reyndist hafa meiri klukkuþreytu (p<0,01).
Ályktanir:
Þrátt fyrir að meta svefngæði sín í upphafi verri, var nætursvefn vefjagigtarkvennanna svipaður og hjá samanburðarhópi. Hins vegar lögðu þær sig oftar á daginn og sváfu þá lengur, en úr þessu dró í meðferðinni. Eins reyndust vefjagigtarkonur hafa seinni dægurgerð og meiri klukkuþreytu, sem bendir til seinkaðrar líkamsklukku.

 

E085 Tengsl millivefslungnabreytinga við heilsutengda þætti

Gísli Þ. Axelsson1, Rachel Putman2, Ezra R. Miller3, Tetsuro Araki4, Sigurður Sigurðsson5, Elías F. Guðmundsson5, Guðný Eiríksdóttir5, Thor Aspelund5, Lenore J. Launer6, Tamara B. Harris6, Hiroto Hatabu4, Vilmundur Guðnason5, Gary M. Hunninghake2, Gunnar Guðmundsson1

1læknadeild Háskóla Íslands, 2Pulmonary and Critical Care Division, Brigham and Women's Hospital, 3Pulmonary and Critical Care Department, Brigham and Women's Hospital, 4Department of Radiology, Brigham and Women's Hospital, 5Hjartavernd, 6National Institute of Aging, National Institute of Health

gtha7@hi.is

Inngangur: Millivefslungnabreytingar (MLB) eru breytingar á tölvusneiðmyndum sem skilgreindar hafa verið í lýðgrunduðum rannsóknum og líkjast lungnatrefjun (pulmonary fibrosis). Tengsl MLB við hækkandi aldur, aukna dánartíðni og áhættuþætti lungnatrefjunar færa frekari rök fyrir tengslum MLB og lungnatrefjunar. Ekki er vitað um tengsl MLB og heilsutengdra þátta. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl MLB og þriggja þátta sem tengjast heilsu. Þeir eru sjálfstæði við athafnir daglegs lífs (ADL), eigið mat á almennri heilsu og líkamleg virkni á síðustu 12 mánuðum.
Efniviður & aðferðir:
Notast var við gögn úr AGES-Reykjavik, lýðgrundaðri rannsókn Hjartaverndar á 5.764 Íslendingum. Tölvusneiðmyndir höfðu áður verið metnar með tilliti til MLB. Heilsutengdir þættir voru metnir með spurningalistum. Notast var við tvíkosta aðhvarfsgreiningu til að kanna tengsl MLB og heilsutengdra þátta þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni, líkamsþyngdarstuðli, reykingasögu og reykingavenjum þegar rannsóknin var framkvæmd.
Niðurstöður:
Tengsl fundust milli MLB og allra heilsutengdu þáttanna þriggja. Þáttakendur með MLB voru ólíklegri til að vera sjálfstæðir við allar athafnir daglegs lífs (OR 0,70; ÖB 0,55-0,90), ólíklegri til að skilgreina heilsu sína sem “góða”, eða betri (OR 0,66; ÖB 0,52-0,82) og ólíklegri til að hreyfa sig vikulega eða oftar (OR 0,72; ÖB 0,56-0,91).
Ályktanir: 
Niðurstöðurnar benda til tengsla milli MLB og heilsutengdra þátta í eldra fólki. Þær styðja fyrri rannsóknir sem benda til þess að fólk með MLB sé við lakari heilsu þrátt fyrir að vera ekki greint með millivefslungnasjúkdóm. Niðurstöðurnar sýna að rannsóknir á frumstigum millivefslungnasjúkdóma eru verðugt rannsóknarefni.

 

 

E086 Millivefslungabreytingar og þættir sem tengjast líkamlegri færni

Gísli Þ. Axelsson1, Rachel Putman2, Ezra R. Miller3, Tetsuro Araki4, Sigurður Sigurðsson5, Elías F. Guðmundsson5, Guðný Eiríksdóttir5, Kristín Siggeirsdóttir5, Thor Aspelund5, Lenore J. Launer6, Tamara B. Harris6, Hiroto Hatabu4, Vilmundur Guðnason5, Gary M. Hunninghake2, Gunnar Guðmundsson1

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Pulmonary and Critical Care Division, Brigham and Women's Hospital, 3Pulmonary and Critical Care Department, Brigham and Women's Hospital, 4Department of Radiology, Brigham and Women's Hospital, 5Hjartavernd, 6National Institute of Aging, National Institute of Health

gtha7@hi.is

Inngangur: Millivefslungnabreytingar (MLB) eru breytingar á tölvusneiðmyndum sem benda til lungatrefjunar (pulmonary fibrosis) á byrjunarstigi. Sýnt er fram á tengsl MLB við aldur, aukna dánartíðni, ýmis öndunarfæraeinkenni og erfðaþætti sem finnast í sjálfvakinni lungnatrefjun. Fátt er vitað um tengsl MLB og líkamlegrar færni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru milli MLB og þátta sem tengjast líkamlegri færni, þ.e. gripstyrks, styrks við réttu um hné, gönguhraða á 6 metra gönguprófi, tímasetts upp og gakk prófs og vöðvamassa læris.
Efniviður & aðferðir:
Notast var við gögn um 5764 Íslendinga sem tóku þátt í framskyggnri faraldsfræðirannsókn Hjartaverndar, AGES-Reykjavik rannsókn. Millivefslungnabreytingar höfðu áður verið greindar af tölvusneiðmyndum af þátttakendum. Við mat á þáttum tengdri líkamlegri færni var notast við hlutlægar mælingar og myndgreiningu með tölvusneiðmyndum. Tengsl þessara breyta við MLB voru prófuð með tvíkosta aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir truflandi þáttum.
Niðurstöður:
Tengsl fundust milli frammistöðu í fjórum þáttum sem tengjast líkamlegri færni og MLB. Þeir voru minni gripstyrkur (gagnlíkindahlutfall (e. OR) 1,21 /100 N; 95% ÖB 1,02-1,42), minni styrkur við réttu um hné (OR 1,23 /100 N; ÖB 1,07-1,41), lengri tími við 6 metra göngu (OR 1,06 /sek; ÖB 1,01-1,12) og minni vöðvamassi læris (OR 1,14 /10 cm2, ÖB 1,05-1,23).
Ályktanir:
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tengsl séu á milli MLB og þátta sem tengjast líkamlegri færni. Ekki hefur áður verið sýnt fram á slík tengsl. Orsakatengsl eru ekki þekkt og væri vert að rannsaka frekar.

 

 

E087 A novel risk score for assessing one-year mortality in patients with acute lower gastrointestinal bleeding

Jóhann P. Hreinsson1, Ragna Sigurðardóttir2, Einar Björnsson1

1Landspítali - The National University Hospital of Iceland, 2University of Iceland

hreinssonjp@gmail.com

Introduction: Prognostic scores for acute lower gastrointestinal bleeding (ALGIB) have been developed for short-term survival but scores for medium-term survival are lacking. We aimed to develop a score that identifies ALGIB patients in low, medium and high risk of 1-year mortality.
Methods:
A retrospective, population-based study that included patients with ALGIB from 2010 to 2013 in Landspítali – The National University Hospital of Iceland. Patients were found through electronically stored endoscopy reports. ALGIB was defined as rectal bleeding leading to hospitalization or occurring in a hospitalized patient. Mortality was defined as one-year all-cause mortality.
Results:
Overall, 423 patients were included in the study, of which 9% (n = 36) died during one year follow-up. When deceased were compared to survivors, independent predictors of one-year mortality were: Female gender (hazard ratio [HR] 2.4; 95% confidence interval [95%CI] 1.04-5.74; assigned score [AS] 1, hemoglobin <110 g/L (HR 3.1; 95%CI 1.41-7.05;AS 1.5), age >80 years (HR 4.5; 95%CI 2.03-10.6;AS 2, Charlson's comorbidity score ≥2 (HR 6.9; 95%CI 3.06-16.8;AS 3) and ALGIB caused by colon cancer (HR 8.4; 95%CI 2.53-27.7;AS 3.5). A total score of 0-4 was defined as low-risk, 4.5-6.5 medium-risk and ≥7 high risk of one-year mortality. In total, 62% (13/21) of high-risk patients died during follow-up, 17% (16/95) of medium-risk patients and only 2% (7/307) of low-risk patients.
Conclusions:
 A risk score has been developed that effectively discriminates ALGIB patients to low, medium and high risk of mortality in the first year following ALGIB. The score may indicate which patients require closer follow-up after bleeding.

 

 

E088 Serotonin reuptake inhibitors are not associated with increased bleeding after coronary artery bypass graft surgery

Alexandra A. Heimisdóttir1, Eric Enger2, Simon Morelli3, Hera Jóhannesdóttir3, Sólveig Helgadóttir3, Engilbert Sigurðsson4, Tómas Guðbjartsson3

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Medicine and Health, Linköping University, 3Department of Cardiothoracic Surgery, Landspítali University Hospital, 4Department of Psychiatry, Landspítali University Hospital

aah4@hi.is

Introduction: Selective serotonin reuptake inhibitors (SSRIs) and serotonin noradrenaline reuptake inhibitors (SNRIs) are frequently used as first-line antidepressants. Studies suggest that SSRI/SNRI use can increase bleeding following surgery, including open heart surgery. The objective of this study was to analyse their effects on bleeding after coronary artery bypass grafting (CABG).
Methods:
Of 1,237 patients that underwent CABG in 2007-2016, 97 (7.8%) used SSRIs/SNRIs preoperatively and were compared to a reference group (n = 1,140) not taking these drugs. Bleeding was assessed using 24-hour chest-tube output, number of RBC units transfused and reoperation for bleeding. Thirty-day mortality and complications were compared, but also long-term mortality and major adverse cardiac and cerebrovascular event (MACCE) free survival (Kaplan-Meier). Median follow-up was 5.5 years.
Results:
The groups were comparable with respect to demographic, preoperative and operative variables, with the exception of BMI being significantly higher in the SSRI/SNRI group (30.2 vs. 28.3 kg/m2, p < 0.001). There were no significant differences between groups in 24-hour chest-tube output (815 (SSRI/SNRI) vs. 877 ml (reference), p = 0.26), number of RBC units transfused (2.2 vs. 2.2, p = 0.99) or the rate of reoperation for bleeding (4.1% vs. 6.0%, p = 0.61). The incidences of complications, 30-day mortality rate, and 5-year MACCE-free survival were also similar.
Conclusions:
Preoperative use of SSRIs/SNRIs did not increase bleeding after CABG, with short-term complication and 30-day mortality rates comparable to controls. Thus, temporary cessation of SSRI/SNRI treatment prior to CABG, in order to decrease the risk of bleeding, is inadvisable.

 

 

E089 Lifetime exposure to violence and other life stressors and hair cortisol concentration in women

Rebekka Lynch1, Matthías Kormáksson2, Sigrún H. Lund2, Unnur A. Valdimarsdóttir2, Clemens Kirschbaum3

1Centre of Public Health Sciences,, University of Iceland, 2University of Iceland, 3Technische Universität Dresden

lynchrebekka@gmail.com

Introduction: Throughout their lives women are at high risk of trauma, particularly violence, which increases their risk of various psychiatric disorders and somatic diseases. One pathway is the dysregulation of hypothalamic-pituitary-adrenal (HPA) axis. Yet, few studies have addressed the association between violence exposure and hair cortisol concentration (HCC) - representing a novel marker for total HPA-output.
Methods:
We explored the association between lifetime exposure to violence and other life stressors and HCC in 470 adult women, 21-86 years, attending the Cancer Detection Clinic in Iceland, from February through April, 2014. Life Stressor Checklist-Revised (LSC- R; 30-items) was used to assess lifetime exposure to stressors. HCC was measured with liquid chromatography coupled with tandem mass spectrometry (LCMS/MS). Multiple imputation was used for missing LSC-R items. We used Poisson and linear regression models and log-transformed HCC.
Results:
A total of 197 women (41.9%) had a lifetime history of physical and/or sexual violence. Among the 273 women without lifetime exposure to violence, HCC was not associated with any of the background covariates, including: age (P=0.100, education level (P=0.184), marital status (P=0.769), income (P=0.976), occupation (P=0.093. Stepwise increase in the number of experienced life stressors was associated with higher HCC (P=0.027), with a steeper increase in HCC when specifically examining exposure to different types of violence (P=0.014). Neither age at first violence exposure nor time from last exposure were clearly associated with HCC levels.
Conclusions:
Lifetime exposure to life stressors, particularly violence, is associated with increased HCC in a general population of women.

 

 

E090 Acute Kidney Injury Following Surgery for Acute Type A Aortic Dissection

Daði Helgason1, Sólveig Helgadóttir2, Anders Ahlsson3, Jarmo Gunn4, Vibeke Hjortdal5, Anders Jeppsson6, Ari Mennander7, Shahab Nozohar8, Christian Ohlsson9, Stefan Orri Ragnarsson10, Martin I. Sigurðsson11, Arnar Geirsson12, Tómas Guðbjartsson13

1Internal Medicine Services, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, 2Department of Anesthesia and Intensive Care, Akademiska University Hospital, 3Department Cardiothoracic and Vascular Surgery, Orebro University Hospital and School of Health and Medicine, 4Heart Center, Tampere University Hospital, 5Department of Thoracic and Cardiovascular Surgery, Aarhus University Hospital, 6Department of Cardiothoracic Surgery, Sahlgrenska University Hospital, 7Heart Center, Turku University Hospital, 8Department of Cardiothoracic Surgery, Skane University Hospital, 9Department of Thoracic and Cardiovascular Surgery, Karolinska University Hospital, 10Faculty of Medicine, University of Iceland, 11Department of Anesthesiology, Duke University Hospital, Duke University Hospital, 12Section of Cardiac Surgery, Department of Surgery, Yale School of Medicine,13Division of Cardiothoracic Surgery, Landspitali - The National University Hospital of Iceland,

dadihelga@gmail.com

Introduction: The aim of this study was to examine the incidence and risk factors of acute kidney injury (AKI) following surgery for acute type A aortic dissection (ATAAD). Furthermore, mid-term survival of patients who developed AKI was studied, using the NORCAAD registry.
Methods:
A total of 1159 patients underwent ATAAD surgery at eight Nordic centers from 2005-2014. Patients were excluded if they died intraoperatively, had missing baseline or postoperative serum-creatinine measurements or required dialysis before surgery. AKI was defined according to the RIFLE-criteria. Multivariable logistic regression was used to identify risk factors for AKI and survival was evaluated with the Kaplan-Meier method.
Results:
AKI was detected in 367/941 patients (39.0%). In multivariable analysis, age (per 10 years, OR=1.2, 95%-CI=1.1-1.4), male gender (OR=1.4, 95%-CI=1.0-2.0), a history of hypertension (OR=1.5, 95%-CI=1.1-2.0), DeBakey Type-I dissection (OR=1.7, 95%-CI=1.2-2.5), cardiac arrest before surgery (OR=2.1, 95%-CI=1.1-4.0) and prolonged cardiopulmonary bypass-time (per 10 minutes, OR=1.05, 95%-CI=1.03-1.08) were the main risk factors of AKI. Postoperatively, AKI patients were more likely to have other severe complications (53.0% vs. 33.4%, p<0.0001) and their 30-day mortality rate was twofold compared to non-AKI patients (16.0% vs. 7.6%, p<0.0001). One-year survival of patients who developed AKI and those who did not was 77.8% and 90.4%, respectively (p<0.0001).
Conclusions:
AKI is a common complication following surgery for ATAAD. Male gender, age, hypertension, extended dissection, and longer cardiopulmonary bypass-times were independent risk factors of AKI. Patients who develop AKI have poorer outcomes including higher rates of other serious complications as well as inferior short- and mid-term survival.

 

 

E091 Synthesis, Characterization, Evaluation of Antimicrobial Activity and Comparative SAR Study of Common Chitosan Derivatives

Sankar Rathinam1, Már Másson1, Martha Hjálmarsdóttir2, Sigríður Jónsdóttir3, Ingibjörg Kristjánsdóttir1, Priyanka Sahariah1

1Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Biomedical Science, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Science Institute, University of Iceland

sar18@hi.is

Introduction: Microbial infections remain an important cause of disease and death in modern societies. The dearth of new antibiotics under clinical investigation raises an urgent call for the development of new potent antimicrobial agents. Chitosan derivatives have been widely studied as promising new anti-bacterial agents. Systematic studies of their structure activity relationship (SAR) and mode of action against bacteria are, however, very rare.
Methods:
The current work focuses on establishing the SAR for some of the widely used chitosan derivatives, and also to try to rank them according to activity and utility. The synthesis of cationic (TACin, TMC, TMC/DMC and HTCC), anionic (CMC) neutral (HPC) and TGC chitosan derivatives were carries out by using chitosan and TBDMS chitosan as precursors. The reaction conditions were set to obtain derivatives with side chains at different degree of substitution (DS).
Results:
Structure analysis showed that the side chains were linked to C-2 NH2 nucleophilic functional group on the polymer backbone. The chitosan derivatives were characterized by 1H NMR and FT-IR. All the chitosan derivatives DS were determined to be in the range from (0.04 to 1.4). Their antimicrobial activity MIC was tested against S. aureus and E. coli bacterial species at pH 7.2 and 5.5.
Conclusions:
We observed a clear relationship between the DS antimicrobial activity but this depended on structure of the substituent. Cationic derivative had the highest activity (MIC) against S. aureus, the anionic the lowest and all other derivatives had similar activity against E. coli.

 

 

E092 Antibacterial efficacy of chitosan derivatives towards planktonic cells and bacterial biofilm

Priyanka Sahariah1, Rikke L. Meyer2, Már Másson1

1Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2INANO, Aarhus University

prs@hi.is

Introduction: Chitosan is a linear biopolymer with many interesting properties like biocompatibility, non-toxicity, biodegradability, including antimicrobial activity. In recent years, it has been shown that chemical modification of chitosan can lead to significant improvement of its antimicrobial effect.
Methods:
The synthesis was performed by using tertiarybutyldimethylsilyl protected chitosan as a precursor and the various modifications like trimethylation, guanidinylation, quaternisation and multiple functionalization was carried out at the 2-amino position of chitosan in a controlled manner. The structural modification of the chitosan derivatives was confirmed using FT-IR, 1H-NMR and 2D-NMR spectroscopy, and their average molecular weight was measured by size exclusion chromatography.
Results:
 All the derivatives showed high activity against a panel of clinically important bacterial strains like Staphylococcus aureus (S. aureus), Escherichia coli, Pseudomonas aeruginosa and Enterococcus faecalis. The high activity of most of the chitosan derivatives towards planktonic cells led us to investigate their efficacies towards bacterial biofilms. We then investigated how the combination of different functional groups influenced chitosan's efficacy against preformed S. aureus biofilm. Living and dead cells visualized by fluorescence staining, and three-dimensional imaging of biofilms confirmed the accessibility and antimicrobial effect of chitosan derivatives with alkyl chains in the full depth of the biofilms.
Conclusions:
 The antimicrobial efficacy of cationic chitosan derivatives towards biofilms was greatly enhanced in presence of hydrophobic groups (alkyl chains), and the extent of their effect was determined by the ratio and length of the alkyl chains. The results were then used to develop an overall structure-activity relationship for these biomaterials.

 

 

E093 Synthesis of antioxidant chitosan conjugates using tert-butyldimethylsilyl (TBDMS) protection

Vivien Nagy, Priyanka Sahariah, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Már Másson

University of Iceland

heyqtvi@gmail.com

Introduction: Chitosan possesses antimicrobial, antioxidant, antitumor, hemostatic, analgesic, film-forming and mucoadhesive activities. Furthermore it is non-toxic, biodegradable and biocompatible. However, good antimicrobial activity is only achieved at pH lower than 6,5 and chitosan has poor aqueous solubility above this pH. Chemical modification can be used to overcome these issues.
Methods:
The aim of the current work was to develop a new and efficient synthesis procedure for conjugating antioxidants to chitosan, based on the use of tertbutyldimethylsilyl (TBDMS) protection. The hydroxycinnamic acids used were cinnamic, p-coumaric, ferulic and caffeic acids. In the new procedure, all hydroxyl groups were protected with TBDMS both on the antioxidants and on the chitosan backbone. The protected antioxidants were converted to their corresponding acid chlorides and reacted with TBDMS protected chitosan in dichloromethane to form amide linkages. The TBDMS protection was then removed to obtain water soluble antioxidant chitosan conjugates.
Results:
The structure and degree of substitution (DS) of the products were confirmed by H-NMR spectroscopy. With the new method, up to DS=53% was obtained. The antibacterial activity against S.aureus and E.coli was in reverse correlation with the DS of the products. The antioxidant activity was determined by the DPPH method. While chitosan possessed no activity in the tested concentrations, the conjugates exhibited increasing DPPH scavenging activity with the increasing DS.
Conclusions:
 A new method was developed for the synthesis of antioxidant chitosan conjugates using the Design of Experiment approach. The conjugates exhibited significant increase in the DPPH scavenging activity compared to chitosan (up to 433 fold increase in IC50).

 

E094 General structure activity relationship for antimicrobial chitosan derivatives and chitosan conjugates

Már Másson

Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland

mmasson@hi.is

Introduction: Chitosan is a biocompatible biopolymer used in regenerative medicine drug delivery and for antimicrobial action. Chemical modification of chitosan to improve bioactivity is also an important field. Thousands of papers have been published but there is still no agreement on how the modification of the structure will affect biological properties and which modifications contribute to increased activity. These conflicting results may partially be due to insufficient control of the synthesis and lack of detailed structural characterization.
Methods:
We have developed TBDMS protection strategy for synthesis of chitosan derivatives to allow chemoselective modification of the amino group of chitosan and precise control of the degree of substitution.
Results:
In the last 10 years we have used this approach to synthesize chitosan derivatives and conjugates and thus allow detailed assessment of the structure activity relationship and determine how factors such as substituent structure, distribution and degree of substitution, molecular weight of the polymer and degree of acetylation affect antimicrobial activity. The main focus has been on cationic chitosan derivatives with different structure of the substituent and positioning of the cationic charge relative to the chitosan backbone.
Conclusions:
 These studies have led to some surprising results showing that small changes in structure can have dramatic effect on biological activity and that general features such as charge, charge density and molecular weight are less important than previously thought. These studies have also given some insights that will be important for further studies of the mechanism of action for this class of compounds.

 

 

E095 Eykur vatnsfæðing hættu á spangarskaða eða öðrum fylgikvillum eftir lífeðlislega fæðingu meðal hraustra kvenna?

Berglind Hálfdánsdóttir1, Karianne Ellinger-Kaya2, Kathrine Fjosne2, Helena Lindgren3, Hanne K. Hegaard4, Ellen Blix5

1Háskóli Íslands, hjúkrunarfræðideild, námsbraut í ljósmóðurfræði, 2Oslo University Hospital, Department of Gynaecology and Obstetrics, 3Karolinska Institutet, department of women's and children's Health, 4Copenhagen University Hospital, Rigshospitalet, Clinic of Obstetrics, 5Oslo Metropolitan University, faculty of health sciences, Midwifery studies

berglindh@hi.is

Inngangur: Vatnsfæðingar eru viðtekinn hluti af ljósmæðraþjónustu og hafa orðið sífellt algengari síðustu áratugi. Notkun vatns í fæðingu hefur þekktan ávinning í för með sér, svo sem minni verki og styttri fæðingu. Tengsl vatnsfæðinga við spangaráverka eru hins vegar ekki að fullu ljós. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman tíðni spangaráverka í vatnsfæðingum og fæðingum á landi meðal hraustra hvenna í fjórum Norðurlöndum. Tíðni blæðinga eftir fæðingu og 5 mínútna Apgar-stiga undir 7 var einnig skoðuð.
Efniviður & aðferðir:
Framskyggn ferilrannsókn í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi á árunum 2008-2013 á 2875 konum sem áttu fyrirfram ákveðna heimafæðingu og fæddu sjálfkrafa um leggöng án mænurótardeyfingar eða hríðaörvunar með oxytocin. Lýsandi tölfræði og lógístísk aðhvarfsgreining voru notaðar til gagnagreiningar.
Niðurstöður:
Alls fæddu 942 kvennanna í rannsóknarhópnum í vatni en 1933 fæddu á landi. Marktækur munur var milli hópanna á búsetu, fjölda fyrri fæðinga, aldri, hjúskaparstöðu, fyrri fæðingarsögu, fæðingarstellingum og stöðu barns. Tíðni heillar spangar var lægri og tíðni sjálfkrafa spangaráverka hærri í vatnsfæðingum en meðal kvenna sem fæddu á landi. Tíðni spangarklippinga og alvarlegra spangaráverka var lág í báðum hópum. Ekki var marktækur munur á blæðingum eftir fæðingu og 5 mínútna Apgar-stigum undir 7.
Ályktanir:
Rannsóknin bætir við fyrri þekkingu um tengsl vatnsfæðinga og spangaráverka. Þótt konur væru líklegri til að hljóta sjálfkrafa spangaráverka ef þær fæddu í vatni jókst áhættan lítið og tíðni alvarlegra áverka var lág.

 

 

E096 Lambleysi hjá gemlingum - niðurstöður krufninga

Charlotta Oddsdóttir, Ólöf G. Sigurðardóttir

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

charlotta@hi.is

Inngangur: Vitað er að gemlingar festa velflestir fang á fengitíð en talsvert er um að þeir skili ekki lambi að vori. Það virðist algengast að fóstrið leysist upp í móðurkviði og sé frásogað, þannig að ekki verði greinilegt fósturlát. Fósturtap þetta á sér að mestu leyti stað á 1.-3. mánuði meðgöngu, en meðganga sauðfjár er um 5 mánuðir. Vandamálið þekkist ekki hjá eldri ám. Nauðsynlegt er að lýsa meinafræðilegum breytingum hjá gemlingum sem tapa fóstri til þess að finna orsökina.
Efniviður & aðferðir:
Tvo vetur á árunum 2015-2017 var gerð krufning og meinafræðileg skoðun á 8 gemlingum frá þremur sauðfjárbúum, sem gengu með nýlega dauð fóstur. Lýst var stórsæjum og smásæjum breytingum í legi, hildum og fóstrum.
Niðurstöður:
Ekki sáust stórsæjar meinafræðilegar breytingar í vefjum gemlinganna, en fóstrin voru með blóðlitaðan bjúg undir húð og blóðlitaðan vökva í kviðarholi. Í vefjaskoðun sáust ósértækar breytingar sem líklegast stafa af blóðrásartruflunum í fóstrunum sjálfum. Þar með taldar steinefnaútfellingar í hildum, heila og nýrum. Í lifur og hjarta sáust innlyksur í einstaka frumum, sem minntu á breytingar af völdum veirusýkinga.
Ályktanir:
Þessar breytingar í gemlingsfóstrum sem drepast á fyrri hluta meðgöngu benda til truflana á blóðrás í líkama fóstursins sjálfs. Ekki sjást vísbendingar um ótímabært fylgjulos, og því er talið líklegast að óþekkt ferli í fóstrinu, mögulega sýking, valdi þessum ósértæku breytingum einungis í fóstrinu en ekki móðurinni. Erfitt er að átta sig á því hversu lengi ferlið stendur á áður en fóstrið drepst en þessar niðurstöður gefa góðar upplýsingar við lausn þessarar gátu.

 

 

E097 Mælingar á blóðsykri hjá nýburum á kvennadeild Landspítala og vökudeild Barnaspítala Hringsins

Eggert Ó. Árnason1, Þórður Þórkelsson2, Elín Ögmundsdóttir3, Guðrún Kristjánsdóttir4

1Læknisfræði Háskóla Íslands, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Landspítala, 4hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

eoa16@hi.is

Inngangur: Árið 2011 var gerð rannsókn á því hvernig blóðsykurseftirliti væri háttað hjá nýburum á kvennadeild Landspítalans og Vökudeild Barnaspítala Hringsins. Eftirlitinu reyndist að mörgu leyti ábótavant, einkum hjá börnum sykursjúkra mæðra. Því voru sama ár innleiddar verklagsreglur um eftirlit með blóðsykri og inngripum fyrir börn mæðra með insúlínháða sykursýki og meðgöngusykursýki af tegund 1 og 2.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin var afturskyggn. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, mæðraskrám og eftirlitsblöðum barnanna. Safnað var upplýsingum um mæður, börn, blóðsykurseftirlit og inngrip. Rannsóknarúrtakið var 359 mæður með sykursýki á meðgöngu sem fæddu árin 2015-2016 og börn þeirra. Viðmiðunarúrtakið var 193 mæður og börn þeirra úr fyrri rannsókn.
Niðurstöður:
Fyrsta blóðsykursmæling var gerð að meðaltali tveimur klukkustundum eftir fæðingu, 40 mínútum síðar en í fyrri rannsókn. Lægstu blóðsykursgildi barna mæðra með insúlínháða sykursýki voru lægri en barna mæðra með meðgöngusykursýki af tegund 1 og 2 (p<0,001). Ekki var marktækur munur á aldri hópanna við lægstu mælingu, en börn mæðra með insúlínháða sykursýki voru mæld fyrr en börn mæðra með meðgöngusykursýki af tegund 1 (p=0,0067). Ekki var marktækur munur á fjölda blóðsykursmælinga fyrstu þrjá sólarhringana eftir fæðingu milli tímabilanna tveggja.
Ályktanir:
Blóðsykurseftirlit á kvennadeild Landspítala og Vökudeild virðist fara fram eftir gildandi verklagsreglum og hefur batnað síðan þær voru settar. Börn mæðra með insúlínháða sykursýki mælast frekar með lágan blóðsykur en börn mæðra með meðgöngusykursýki af tegund 1 eða 2. Hugsanlega þar sem þau fyrrnefndu eru mæld fyrr, sem fylgir verklagsreglum. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja mikilvægi góðs eftirlits með nýburum mæðra með sykursýki á meðgöngu.

 

 

E098 Ferilrannsókn á ómskoðunum í fæðingum frumbyrja

Hulda Hjartardóttir1,3, Reynir T. Geirsson2, Sigrún H. Lund3, Sigurlaug Benediktsdóttir2, Torbjørn M. Eggebø4

1Kvenna- og barnasvið, Landspítali, 2Landspítali, 3heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands, 4Trondheim University Hospital, National Center for Fetal Medicine

huldahj@simnet.is

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta stöðu höfuðs í grind í sjálfkrafa fæðingum með ómskoðun. Ekki hefur áður verið kannað hvort tengsl séu milli mælinga sem hægt er að gera með þessu móti og lengd og útkomu fæðinga. Hér verða kynntar fyrstu niðurstöður.
Efniviður & aðferðir:
Um var að ræða ferilrannsókn á frumbyrjum í sjálfkrafa fæðingarsótt. Ómskoðanir voru gerðar á kvið og spangarsvæði. Rannsóknin var gerð á Fæðingarvakt Landspítala. Við upphaf virkrar sóttar var konan skoðuð af rannsakendum auk hefðbundinna þreifinga um leggöng sem ljósmæður á deildinni sáu um. Ómskoðun var endurtekin í hvert sinn sem þörf var á þreifingu um leggöng fram til loka fæðingar. Hvor aðilinn fyrir sig skráði sína niðurstöðu án vitneskju um niðurstöður hins. Við ómskoðun var skráð lega fósturs og staða hvirfils miðað við grind móður. Einnig var fjarlægð frá spöng að kolli (HPD) og framgangshorn (AoP) mælt, hvoru tveggja með spangarómskoðun. Upplýsingar um móður, án persónuauðkenna, allar niðurstöður ásamt tímalengd og útkomu fæðingar voru skráð í RedCap gagnagrunninn. Við tölfræðiútreikninga var notuð Kaplan-Meier aðferð og Cox aðhvarfsgreining.
Niðurstöður:
Rannsóknarhópurinn samanstóð af 100 konum. Staða fósturhöfuðs í upphafi virkrar fæðingar hafði ekki áhrif á lengd fæðingar (p=0,55) né á lengd rembingsstigs (p=0,16). Hættuhlutfall (HR) sjálfkrafa fæðingar eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli og framhöfuðstöðu tengdist AoP og HPD með stuðlinum HR=1.04 95% CI 1,02-1,07 annars vegar og HR=0,97% CI=0,94-1,00 hins vegar.
Ályktanir:
Staða höfuðs í fæðingu hefur ekki áhrif á lengd fæðingar. Fjarlægð höfuðs frá spöng og framgangshorn geta spáð fyrir um sjálfkrafa fæðingu.

 

 

E099 Reynsla íslenskra mæðra sem eru þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku af barneignarferli og móðurhlutverki

Inga V. Jónsdóttir1, Sigrún Sigurðardóttir2, Sigríður Halldórsdóttir2, Sigríður S. Jónsdóttir2

1Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 2Háskólinn á Akureyri

ingavalaj@gmail.com

Inngangur: Vitað er að kynferðislegt ofbeldi í æsku hefur langvarandi og víðtækar afleiðingar fyrir heilsufar kvenna, einnig í barneignarferli og móðurhlutverki. Þörf er á aukinni þekkingu á reynslu þolenda af barneignarferli og móðurhlutverki meðal ljósmæðra og annars heilbrigðisstarfsfólks.
Efniviður & aðferðir:
Eigindleg fyrirbærafræðileg aðferð Vancouver-skólans. Tekin voru eitt til tvö djúpviðtöl við 9 mæður sem allar höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur, samtals 16 viðtöl, og niðurstöður þemagreindar.
Niðurstöður:
Allar mæðurnar höfðu upplifað erfiðleika og áföll tengdu barneignarferlinu og móðurhlutverki. Meirihlutinn hafði fundið fyrir áhrifum ofbeldis á heilsufar sitt og þurft mikla þjónustu frá heilbrigðiskerfinu. Yfirþema niðurstaðna er: „Það vantar meiri skilning á manni” sem lýtur að því að reynsla þátttakenda var að enn vanti skilning, bæði almennings og heilbrigðisstarfsfólks á langvarandi áhrifum kynferðisofbeldis í æsku á mæður og reynslu þeirra af barneignarferli og móðurhlutverki. Þrjú undirþemu voru greind: 1) „Það er alls konar að mér” sem lýtur að líkamlegum og sálrænum áhrifum á heilsufar, almennt og á meðgöngu. 2) „Í fæðingunni er maður mest berskjaldaður” sem lýtur að áhrifum á meðgöngu og fæðingu, á tilfinningar, reynslu af fæðingarþjónustu, sérstaklega þjónustu ljósmæðra. 3) „Þroski litaður sársauka” sem lýtur að áhrifum á móðurhlutverkið, áskoranir, líðan og þörf fyrir stuðning og úrvinnslu.
Ályktanir:
Auka þarf þekkingu ljósmæðra, annars heilbrigðisstarfsfólks og almennings á málefninu til að dýpka skilning á því þannig að hægt sé að bæta þjónustu ljósmæðra, heilbrigðiskerfisins og reynslu mæðra af barneignarferli og móðurhlutverki. Þörf er á skimun, vandaðri skráningu og samhæfðu verklagi í málaflokknum.

 

 

E100 Langtímahorfur eftir legu á gjörgæsludeild

Eyrún Arna Kristinsdóttir1, Gísli Heimir Sigurðsson2, Martin Ingi Sigurðsson2, Kristinn Sigvaldason2, Sigurbergur Kárason2, Þórir Einarsson Long2

1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2Landspítala

eyrunarkr@gmail.com

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímahorfur gjörgæslusjúklinga á Íslandi, forspárþætti langtímahorfa og hvort breytingar hefðu orðið á 15 ára tímabili.
Efniviður & aðferðir:
Upplýsinga var aflað um aldursdreifingu, kynjahlutföll, innlagnarástæður, legutíma, helstu gjörgæslumeðferð, undirliggjandi heilsufarsástand og lifun allra >18 ára sem lögðust inn á gjörgæsludeildir Landspítala á árunum 2002-2016. Skoðaðar voru langtímahorfur sjúklinga sem lifðu >30 daga frá innlögn og forspárþættir langtímahorfa kannaðar með Cox aðhvarfsgreiningu. Horfurnar voru jafnframt bornar saman við lifun samanburðarhóps Íslendinga af sama aldri og kyni.
Niðurstöður:
Af 15.832 gjörgæsluinnlögnum á rannsóknartímabilinu voru 56% á vegum lyflækninga, 37% í kjölfar skurðaðgerða og 7% vegna slysa. Meðalaldur var 61 ár og karlar voru 60%. Fimm ára lifun vegna innlagna á vegum lyflækninga, eftir skurðaðgerðir og vegna slysa var 66%, 76% og 92%. Marktækur munur var á lifun vegna mismunandi innlagnarástæðna í hverjum innlagnarflokki. Hærri aldur og verra heilsufarsástand tengdist lakari horfum í öllum sjúklingahópum. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, kyni, undirliggjandi heilsufarsástandi og lengd gjörgæslulegu og öndunarvélameðferðar sást að langtímalifun hafði batnað yfir tímabilið hjá sjúklingum sem lögðust inn í kjölfar sýkinga en ekki hafði orðið breyting á langtímalifun hjá öðrum sjúklingum. Langtímahorfur allra undirhópa voru lakari en í almennu viðmiðunarþýði að undanskildum þeim hópi sem lagðist inn vegna brjóstholsskurðaðgerða og slysa.
Ályktanir:
Langtímalifun gjörgæslusjúklinga er breytileg eftir innlagnarástæðum. Langtímalifun þeirra sem þurfa gjörgæsluinnlögn vegna sýkingar hefur batnað marktækt undanfarin 15 ár, mögulega vegna aukinnar árvekni í meðferð sýklasóttarlosts.

 

 

E101 Algengi bráðra meiðsla í hnefaleikum á Íslandi

Harpa S. Ragnarsdóttir1,2, Árni Árnason1,4, Þórarinn Sveinsson1, Jónas G. Halldórsson3

1Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands, 2Afl skjúkraþjálfun, 3JGH greining, 4Gáski sjúkraþjálfun

harpasr@gmail.com

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna meiðslatíðni, tegund, staðsetningu og áhættuþætti bráðra meiðsla á æfingum og í bardögum hjá áhuga- og atvinnuiðkendum hnefaleika á Íslandi. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð hérlendis og lítið er til af erlendum rannsóknum um þetta efni.
Efniviður & aðferðir:
Framskyggn hóparannsókn með 9 mánaða eftirfylgni var framkvæmd tímabilið 2017-2018. 74 hnefaleikaiðkendur af báðum kynjum, 18 ára og eldri úr öllum 7 hnefaleikafélögum landsins tóku þátt. Í upphafi fylltu þátttakendur út spurningalista um fyrri meiðsli tengd hnefaleikaiðkun og voru metnir með SCAT3 höfuðáverkamælitækinu. Upplýsingum um ástundun iðkenda á æfingum og öll meiðsli sem þátttakendur hlutu sem orsökuðu fjarveru frá æfingu / keppni var aflað með smáskilaboðum og símtölum á tveggja vikna fresti. Rannsakandi mætti á öll hnefaleikamót sem haldin voru hérlendis og skráði niður útkomu bardaga sem þátttakendur kepptu í.
Niðurstöður:
48 meiðsli voru skráð yfir rannsóknartímabilið, 40 á æfingum og 8 í bardaga. Flest meiðsli voru á höfuð/háls/andlit (41,7%) en þar á eftir voru meiðsli á efri útlimum (33,3%). Heilahristingur var algengasta tegund meiðsla (29,2%) en á eftir fylgdu vöðvatognanir (18,4%). Heildar meiðslatíðni mældist 79,4 meiðsli / 100 iðkendur. Marktækur munur var á meiðslatíðni milli einstaklinga í mismunandi hnefaleikafélögum (p=0,0155).
Ályktanir:
Bráð meiðslatíðni í hnefaleikum á Íslandi er lægri en það sem fundist hefur í rannsóknum erlendis. Þrátt fyrir það mælist heilahristingur algengari hér en í öðrum rannsóknum. Frekari rannsókna er þörf á því hve tilfelli heilahristings eru alvarleg hjá þessum hópi íþróttafólks og mikilvægt er að koma upp forvarnaráætlunum svo koma megi í veg fyrir skaða vegna þessa áverka.

 

 

E102 Árangur þverfaglegrar verkjameðferðar með hugrænni atferlismeðferð á Reykjalundi: Ein króna í endurhæfingu átta til baka

Magnús Ólason1, Héðinn Jónsson2

1Verkjasvið, Reykjalundur endurhæfing, 2miðstöð rafrænnar sjúkraskrár - Embætti landlæknis

magnuso@reykjalundur.is

Inngangur: Á verkjasviði Reykjalundar fer fram þverfagleg teymisvinna fyrir einstaklinga með þráláta verki. Auk hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) hefur sérstaða endurhæfingarinnar einkennst af viðhorfi til sterkra verkjalyfja. Sjúklingum er hjálpað að hætta á lyfjum, enda er langtímanotkun slíkra lyfja (ópíóíða) ekki gagnleg við þrálátum stoðkerfisverkjum.
Efniviður og aðferðir
: Þátttakendum sem uppfylltu skilyrði fyrir HAM (BDI-II >20 eða BAI >16) var skipt af handahófi upp í tvo hópa og fékk annar hópurinn hefðbundna endurhæfingu en hinn HAM að auki. Við mat á árangri meðferðar voru mælitæki lögð fyrir á göngudeild 6 vikum fyrir meðferð, við upphaf og lok meðferðar og í eftirfylgd eftir 1 og 3 ár.
Niðurstöður
: Þátttakendur voru 112 og komu 91 í eftirfylgd eftir 1 ár og 72 eftir þrjú ár. Meðalaldur var 38,2 ár og 65% voru konur. Verkir og þunglyndi minnkuðu marktækt eftir meðferðina (p<0,001) hjá öllum hópum. Ekki var marktækur munur milli hópanna fyrr en við þriggja ára eftirfylgd en þá var HAM-hópurinn ekki lengur klínískt þunglyndur (miðast við <14 á BDI). HAM-hópurinn jók vinnufærni sína jafnt og þétt eftir að meðferð lauk og var orðinn jafnfætis þeim einstaklingum sem ekki uppfylltu skilyrði HAM við 3 ára eftirfylgd.
Ályktanir:
Heilsuhagfræðileg úttekt á niðurstöðum rannsóknarinnar sýndu að meðferð á verkjasviði Reykjalundar borgar sig upp út frá samfélagslegu sjónarhorni á innan við þremur árum frá meðferð. Meðferðin skilaði tæplega 10 milljónum út lífið fyrir hvern endurhæfðan einstakling og miðað við að hún kostaði rúmar 1200 þúsund krónur skilar hver króna sér þannig áttfalt til baka.

 

 

E103 Huperzia selago complex in Iceland and their variations in lycopodium alkaloids

Maonian Xu1, Starri Heiðmarsson2, Elín S. Ólafsdóttir1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Icelandic Institute of Natural History

maonian@hi.is

Introduction: Club mosses belonging to the family Lycopodiaceae have traditionally been used for the treatment of many ailments, such as contusions and dementia. They contain bioactive lycopodium alkaloids (LAs). In particular, the alkaloid huperzine A (hupA), which was first isolated from Chinese Huperzia serrata, is by far one of the most potent acetylcholinesterase inhibitors (IC50 = 72.4 nM), and it has been suggested for the treatment of Alzheimer's disease. However, plant identification based on morphology is very challenging due to trivial differences between species. The structural diversity of LAs is yet to be fully uncovered.
Methods:
This study focused on Icelandic club moss taxa, aimed to 1) identify club moss species using phylogenetic analysis of genetic data, and to 2) develop HPLC and UPLC-MS methods for chemical analysis of metabolite (i.e. alkaloids) data.
Results:
Species relationship was resolved by phylogenetic analysis using newly designed nuclear and chloroplast primers. In total three genotypes was found in Icelandic H. selago, and they should be regarded as subspecies even though substantial morphological variations are present. An HPLC-UV method was developed for quantification of aromatic LAs, such as hupA. The H. selago ssp. selago contains significantly higher hupA (264-679 µg/g) than H. selago ssp. arctica (20-110 µg/g). UPLC-MS analysis reveals the undiscovered alkaloid diversity, and multivariate data analysis demonstrates that each genotype tends to have its own alkaloid profile.
Conclusions:
 Our study highlights the power of phylogenetic analysis and chemical profiling in selecting medicinal plants of pharmaceutical interest.

 

 

E104 Lessons learnt from exosome isolation and characterization from breast epithelial cell cultures using UF-SEC

Berglind E. Benediktsdóttir1, Anita S. Sigurðardóttir2, Sarah S. Steinaeuser2, Helga S. Snorradóttir2

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2University of Iceland

bergline@hi.is

Introduction: Exosomes are feasible drug nanocarriers due to their size, stability and selectivity. A well-defined isolation method to obtain pure, high yield exosomes for use in the clinical setting is crucial. As such, ultrafiltration followed by size-exclusion chromatography (UF-SEC) could be used complemented with sufficient size characterization to address the purity and reproducibility of the isolation method.
Methods:
Medium from the breast epithelial cell lines MDA-MB-231 and D492HER2+ was treated with UF-SEC (HPLC for MDA-MB-231 isolates and ÄKTA for D492HER2+ isolates). Dynamic light scattering (DLS) or nanoparticle tracking analysis (NTA) were used for size characterization of the obtained particles along with electron microscope (TEM) and western blotting (WB).
Results:
HPLC was not optimal to run the SEC column due to the high pressure of the equipment but the UV detector was sensitive enough to detect peak signals attributed to exosomes from the MDA-MB-231 medium. The ÄKTA, designed to handle low pressure columns such as SEC, was easier to set up and run but did not produce peaks at the estimated elution time for exosomes, even with larger medium isolates. DLS provided variable size distribution results whilst NTA produced both reliable size determination as well as particle concentration, an essential part in the product quality control. TEM and WB further confirmed exosomal isolation from the MDA-MB-231 cell culture but results for the D492HER2+ cell culture were inconclusive.
Conclusions:
With minor optimization of the UF-SEC method, this could serve as the basis for exosomal isolation for both pharmaceutical and molecular biology studies.

 

 

E105 Trends in Benzodiazepines and Z-Drugs in Blood Samples from Drivers in Iceland 2013-2017

Adam Bauer1, Aðalheiður D. Albertsdóttir2

1Department of Pharmacology and Toxicology, University of Iceland, 2University of Iceland

adameb@hi.is

Introduction: Benzodiazepines are a class of psychoactive drugs commonly prescribed to treat anxiety, convulsion, and insomnia. According to statistics published by the Nordic Medico Statistical Committee in 2017, Iceland has the highest sales of the Nordic countries of defined daily doses (DDD) per 1000 inhabitants per day within the ATC-groups containing benzodiazepines and benzodiazepine-derivatives. However, the amount has been decreasing per year since 2005. The decrease in sales does not result in fewer cases at the Department of pharmacology and toxicology at the University of Iceland. Instead we have noticed a significant increase in blood samples from drivers positive for benzodiazepines and Z-drugs from 2013 to 2017.
Methods:
We extracted data from our database, limiting the data to cases for benzodiazepine analysis between 2013 to 2017. This data includes frequency of each benzodiazepine compound, blood concentrations, and other drugs present within same samples.
Results:
Positive blood samples were 38, 35, 50, 82, and 233 for the years 2013, 2014, 2015, 2016, and 2017, respectively. We found alprazolam in only four blood samples for 2013 (10.5% of positive samples) and in 102 blood samples for 2017 (43.8% of positive samples). Blood concentrations for benzodiazepines were usually within the therapeutic range between the years, but the number of active substances in the blood samples has increased on average.
Conclusions:
 Even though legal sales of benzodiazepines have decreased, the amount of drivers driving under the influence of benzodiazepines has increased. Alprazolam is currently the most commonly abused benzodiazepine by Icelandic drivers.

 

 

E106 Development of a 2D-UPLC-MS/MS Assay for Therapeutic Monitoring for Patients with APRT Deficiency

Unnur A. Þorsteinsdóttir1, Finnur F. Eiríksson1, Hrafnhildur L. Runólfsdóttir2, Þorsteinn H. Bjarnason1, Viðar Ö. Eðvarðsson3, Runólfur Pálsson2, Margrét Þorsteinsdóttir1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Childrens Medical Center, Landspítalinn - The University Hospital of Iceland

uth15@hi.is

Introduction: Adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd) results in excessive urinary excretion of the poorly soluble 2,8-dihydroxyadenine (DHA), causing nephrolithiasis and chronic kidney disease (CKD). Treatment with the XOR inhibitors, allopurinol and febuxostat, effectively reduces DHA excretion and prevents renal complications. The aim of this study is to develop a 2D-UPLC-MS/MS plasma assay for simultaneous quantification of DHA, the XOR inhibitors and key intermediary purine metabolites, for diagnosis of APRTd and therapeutic drug monitoring.
Methods:
Design of experiments (DoE) was used to reveal significant factors influencing the sensitivity and chromatographic separation for all compounds analysed with UPLC-MS/MS. Significant variables were further optimized utilizing central composite design. Plasma samples from untreated APRTd patients and those on treatment with XOR inhibitors were analyzed with the optimized 2D-UPLC-MS/MS assay. Prior to analysis protein precipitation was used for sample pretreatment.
Results:
Preliminary data revealed a significant difference in the plasma DHA concentration between untreated patients and those receiving XOR inhibitor therapy. The DHA plasma concentration in 3 APRTd patients without treatment was 459, 741 and 456 ng/mL, respectively, and 61, 27 and 130 ng/ml, with treatment, respectively. DHA was not detected in plasma samples from healthy individuals. Moreover, chromatographic separation between the purines was improved.
Conclusions:
 A 2D-UPLC-MS/MS assay for quantitative measurement of DHA, XOR inhibitors and purines in plasma was successfully developed utilizing DoE. The plasma quantification assay may be used for pharmacotherapy monitoring and to define the plasma DHA concentration that must be achieved in order to prevent kidney stone episodes and progression of CKD in APRTd patients.

 

 

E107 Sjálfvirkar merkingar á hvítavefsbreytingum í segulómmyndum af heila með djúpum földunar-sjálfkóðara

Hans E. Atlason1, Áskell Löve2, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason3, Lotta M. Ellingsen1

1Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Háskóli Íslands, 2röntgendeild, Landspítali, 3Hjartavernd

hansemil@hi.is

Inngangur: Hvítavefsbreytingar, sem koma fram sem björt svæði í FLAIR og T2 myndaröðum í segulómun, eru algengar í heilum aldraðra. Nákvæmar merkingar á hvítavefsbreytingum í heilamyndum eru mikilvæg lífmerki (biomarker) til að bæta skilning okkar á mismunandi heilahrörnunarsjúkdómum og aðgreiningu þeirra á milli. Sjálfvirkar merkingar með vélrænum lærdómi, sem byggist á stýrðri þjálfun (supervised learning), krefst þess að hafa myndir með handmerktum hvítavefsbreytingum sem þjálfunargögn. Slík gögn getur hins vegar verið bæði óhagkvæmt og tímafrekt að útbúa. Aðferðir sem byggjast á óstýrðri þjálfun (unsupervised learning) þurfa ekki slíkar handmerktar myndir. Hins vegar getur reynst erfitt að þróa slíkar aðferðir vegna mikils stærðarbreytileika og mismunandi staðsetningar og birtustigs hvítavefsbreytinganna.
Efniviður & aðferðir:
Hér leggjum við fram nýja aðferð sem lausn á þessum vandamálum. Aðferðin byggist á notkun djúps földunar-sjálfkóðara (deep convolutional autoencoder), sem lærir að merkja hvítavefsbreytingar, auk þess sem hann merkir hvítt efni, grátt efni og mænuvökva með því að endurgera FLAIR myndir sem keilulaga samantekt (conical combination) á “softmax” úttaki sem sjálfkóðarinn myndar út frá T1, T2 og FLAIR myndaröðum.
Niðurstöður:
Samanburður við myndir merktar af sérfræðingi og við aðferðir í fremstu röð merkingaaðferða á hvítavefsbreytingum sýna að aðferðin sem hér er stungið upp á virkar vel til sjálfvirkrar merkingar á hvítavefsbreytingum án handmerktra mynda.
Ályktanir:
Aðferðin lærir að merkja hvítavefsbreytingar nákvæmlega óháð stærð og staðsetningu hvítavefsbreytinga; hún getur metið beint nýja mynd sem var ekki í þjálfunargögnunum; og hún er óháð birtustigi milli mynda og myndaraða sem getur verið erfitt að staðla.

 

 

E108 Geislaálag vegna myndgreiningarannsókna við fíkniefnaleit

Jónína Guðjónsdóttir, Valur Sigurðsson

Námsbraut í geislafræði, læknadeild Háskóla Íslands

joninag@hi.is

Inngangur: Myndgreining er viðurkennd aðferð til þess að leita að fíkniefnum sem reynt er að smygla innvortis. Á Íslandi eru þessar rannsóknir nánast allar gerðar á Suðurnesjum en tildrög þeirra eru í grundvallaratriðum önnur en hefðbundinna tölvusneiðmyndarannsókna. Það á við um þessar rannsóknir jafnt og aðrar að mikilvægt er að tryggja að notkun geislunar sé réttlætanleg og að geislaálag sé þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna notkun tölvusneiðmyndarannsókna við fíkniefnaleit á Íslandi og geislaálag vegna þeirra.
Efniviður & aðferðir:
Skoðuð voru gögn frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um allar fíkniefnaleitir sem voru framkvæmdar þar árin 2016-2017. Fyrir hverja rannsókn var skráð kyn, aldur, geislaskammtur, niðurstaða (jákvæð eða neikvæð) og hvort einstaklingur átti fleiri rannsóknir sömu gerðar. Gögn um farþegafjölda um Keflavíkurflugvöll á tímabilinu voru sótt á vefsíðu Isavia. Reiknað var meðalgeislaálag rannsóknar, meðalgeislaálag einstaklings og tíðni rannsókna.
Niðurstöður:
Á tímabilinu voru gerðar 127 tölvusneiðmyndarannsóknir til fíkniefnaleitar af 97 einstaklingum (32 konur og 65 karlar), meðalaldur 33,1 ± 11,0 ár. Tíðni rannsókna var um 16 fíkniefnaleitir fyrir hverja milljón farþega. Meðalgeislaálag var 11,7 ± 2,2 mSv fyrir hverja rannsókn og 15,3 ± 7,0 mSv fyrir hvern einstakling sem fór í rannsókn. Rannsóknir með jákvæðu svari voru 37 (29,1%), neikvæðar voru 89 (70,1%) og ein var (0,8%) tvíræð.
Ályktanir:
Meðalgeislaálag rannsókna var álíka og í tölvusneiðmyndarannsókn af kviðarholi. Huga ætti að lækkun geislaskammta í framtíðinni en lágskammta tölvusneiðmyndarannsóknir hafa reynst vel við fíknefnaleit erlendis.

 

 

E109 Algengi æðaskellna í hálsslagæðum er tengt menntunarstigi í almennu þýði

Elías F. Guðmundsson1, Guðlaug Björnsdóttir1,2, Sigurður Sigurðsson1, Guðný Eiríksdóttir1, Bolli Þórsson1, Thor Aspelund1,3, Vilmundur Guðnason1,2

1Hjartavernd, 2heilbrigðisvísindasvíð, læknadeild, Háskóla Íslands, 3heilbrigðisvísindasviði, miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands

elias@hjarta.is

Inngangur: Æðaskellur í hálsslagæðum stafa af æðakölkun og eru í tengslum við undirliggjandi kransæðasjúkdóm. Rannsóknir (m.a. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar) benda til þess að menntunarstig tengist áhættu á hjartasjúkdómum. Markmiðið var að kanna hvort menntunarstig tengist algengi æðaskellna í hálsslagæðum í almennu þýði á Íslandi.
Efniviður & aðferðir:
Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar (REFINE) er lýðgrunduð langsniðsrannsókn sem byggir á ítarlegum mælingum á áhættuþáttum hjartasjúkdóma. Algengi og alvarleiki æðaskellna í hálsslagæðum voru metin með ómun í 6661 einstaklingum á aldrinum 25-69 ára. Stærsta skellan á ómuðum svæðum var valin og magnið flokkað með hálfmegindlegum hætti og skipt í: ekkert, lítið og verulegt. Aldurstaðlað algengi verulegs magns æðaskellna var metið og skipt upp eftir menntunarstigunum grunnskóla-, iðn-, stúdents- og háskólamenntun. Gagnlíkindahlufall (e. odds ratio) á verulegum æðaskellum fyrir menntunarstig var metið með lógístískri aðhvarfsgreiningu, leiðrétt fyrir aldri, kyni, LDL-kólesteróli, blóðþrýstingi og reykingum. Grunnskólamenntun var notuð sem viðmið og 95% öryggismörk voru reiknuð.
Niðurstöður:
Meðalaldurinn í þýðinu var 49,7 (sf 11,2) ár og aldursstaðlað heildaralgengi verulegs magns æðaskellna var 7,7%. Heildaralgengi menntunarstiganna grunn-, iðn-, stúdents- og háskólamenntun var 19,1%, 27,6%, 14,8% og 38,4%. Algengi verulegra æðaskellna eftir menntunarstigum var 9,8%, 8,7%, 6,1% og 4,9%. Gagnlíkindahlutfallið á verulegum æðaskellum miðað við grunnskólamenntun var 0.76(0.61;0.95.02, p=0,018) fyrir iðnmenntun, 0.55(0.38;0.79, p=0,001) fyrir stúdentspróf og 0.50(0.38;0.65, p<0,001) fyrir háskólamenntun.
Ályktanir:
Menntunarstig virðist tengt algengi æðaskellna í almennu þýði og var hæst hjá þeim sem höfðu aðeins lokið grunnskólamenntun. Þeir einstaklingar gætu því verið í aukinni áhættu á að hafa kransæðasjúkdóm, ýmist dulinn eða þekktan, sem er ekki skýrður með hefðbundnum áhættuþáttum.

 

 

E110 Mikilvægi stýriskinna við ísetningu tannplanta

Snædís Ómarsdóttir, Aðalheiður S. Sigurðardóttir

Tannlæknadeild Háskóla Íslands

adalhsvana@hi.is

Inngangur: Með stýriskinnu er staðsetning og stefna tannplanta skipulögð fyrirfram áður en ísetning tannplanta hefst. Með réttri staðsetningu tannplanta koma síður upp vandamál við smíði, auðveldara er að smíða fallegt tanngervi og álag á tannplantann verður hagstæðara sem minnkar hættu á beintapi umhverfis plantann. Með því að fá niðurstöður frá tannlæknum er hægt að varpa betur ljósi á þau tilfelli sem stýriskinnur eru notaðar, eða ekki, og úr hvaða efnum þær eru framleiddar.
Efniviður & aðferðir:
Notuð var megindleg aðferðafræði og lýsandi rannsóknarsnið. Gögnum var safnað með rafrænni spurningakönnun um reynslu og notkun stýriskinna hjá tannlæknum í félagatali Tannlæknafélags Íslands. Gögnin voru kóðuð og greind með Microsoft Excel töflureikni til að birta niðurstöður í texta, töflum og myndum.
Niðurstöður:
Svarhlutfall var 17% (n=56; N=337). Stýriskinnur voru gjarna notaðar í tannplanta-aðgerðum hjá tannlausum einstaklingum (45%; n=11), en einnig þegar setja átti 1-2 tannplanta í sjúklinga (41,6%; n=10). Um 40% tannlækna notuðu plast-stýriskinnu (e. Vacuum) en aðeins 8% notuðu CAD/CAM stýriskinnur. Fram kom að tannlæknarnir væru vanir að framkvæma fríhendis ísetningar á tannplöntum og að aukinn kostnaður væri helsta ástæða þess að stýriskinnur væru ekki notaðar í meira mæli en raun bar vitni.
Ályktanir:
Staða og stefna tannplanta er lykilatriði svo áseta tanngervis og útlit verði eins og best er á kosið. Meðferðaraðilar mættu vera opnari fyrir að nota oftar stýriskinnur og tileinka sér nákvæmari stýriskinnur framleiddar með CAD/CAM í meðferðaráætlun. Óskandi er að þessi rannsókn verði hvatning fyrir fagfólk til að kynna sér kosti stýriskinna sem hjálpartækis, valmöguleika í efnisvali og framleiðslu stýriskinna.

 

E111 Langvinnir bólgusjúkdómar í meltingarvegi í tengslum við rituximab meðferð

Valdimar B. Kristjánsson1, Einar S. Björnsson2, Signý V. Sveinsdóttir3, Hjálmar R. Agnarsson4, Sigrún H. Lund5

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2meltingar- og nýrnadeild, 3blóðlækningadeild Landspítala, 4Landspítali, 5Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands

vbk1@hi.is

Inngangur: Rituximab er líftæknilyf sem ræðst sértækt gegn B-eitilfrumum og er notað gegn eitilfrumukrabbameinum og sjálfsofnæmissjúkdómum. Sýnt hefur verið fram á í músamódelum að B-eitilfrumutæmandi meðferð getur valdið sjálfsofnæmissjúkdómum á borð við sáraristilbólgu og Crohns sjúkdómi. Þessum niðurstöðum hefur einnig verið lýst í sjúkratilfellum, en engin kerfisbundin rannsókn hefur verið gerð á þessu hugsanlega sambandi. Óljóst er hvort og þá hversu margir sjúklingar fá IBD í kjölfar rituximab-meðferðar og hvaða þættir meðferðar hafi áhrif á þessa hugsanlegu aukaverkun.
Efniviður & aðferðir:
Rannsóknin skoðar einstaklinga sem fengu rituximab meðferð á Íslandi 2001-2018. Sjúklingar voru flokkaðir eftir ábendingum, hvort þeir fengu IBD, magni af rituximab gefið, og meðferðarlengd. Sjúklingar sem fengu IBD voru skoðaðir ítarlegar og sjúkdómsmyndin könnuð samkvæmt speglunum og sýnatöku. Rannsókn á nýgengi IBD á Íslandi árin 1995-2009 var notuð til samanburðar.
Niðurstöður:
651 sjúklingur fékk rituximab lyfjagjöf í að minnsta kosti eitt skipti á rannsóknartímabilinu. Algengasta ábending rituximab meðferðar var DLBCL. 361 (55%) fékk rituximab vegna eitilfrumumeinsemdar og 290 (45%) vegna bólgu- eða sjálfsofnæmissjúkdóms. 8 sjúklingar (1.2%) fengu IBD í kjölfar rituximab-meðferðar á rannsóknartímabilinu. Áhættuhlutfall (Hazard ratio) fyrir IBD eftir rituximab-meðferð var 7,2, leiðrétt fyrir aldri. Heildarmagn rituximab hafði ekki áhrif á hættuna á þróun IBD. Sjúklingar sem fá rituximab sem meðferð við bólgu- eða sjálfsofnæmissjúkdómum voru ekki í aukinni áhættu á að fá IBD.
Ályktanir:
Sjúklingar sem fengu rituximab voru í aukinni hættu á að þróa með sér IBD. Þessi aukna áhætta var ekki háð ábendingu og var ekki aukin hjá sjúklingum með aðra sjálsofnæmis- eða bólgusjúkdóma.

 

 

E112 Framskyggn rannsókn á þróun sumarexems í íslenskum hestum fluttum út til Sviss

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1, Stephan Scheidegger2, Silvia Baselgia2, Sigríður Jónsdóttir2, Vilhjálmur Svansson1, Sigríður Björnsdóttir3, Eliane Marti2

1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Vetsuisse Faculty, University of Berne, 3Matvælastofnun

sibbath@hi.is

Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hestum, orsakað af ofnæmisvökum úr munnvatnskirtlum smámýstegunda, (Culicoides spp.) sem lifa ekki á Íslandi. Ofnæmið er þekkt í lágri tíðni (u.þ.b. 10%) í íslenskum hestum fæddum erlendis en sé hesturinn fæddur hérlendis og fluttur út er tíðnin mjög há (35-55%). Bitmý (Simulium) bítur hins vegar hesta á Íslandi. Markmiðið var að nota súlfídóleukótrínlosunarpróf til að athuga hvort hestar á Íslandi væru næmdir gegn bitmýi. Einnig hvort mögulegt væri að nota prófið til að segja til um hvaða hestar þróuðu sumarexem.
Efniviður & aðferðir:
Sýnum var safnað úr 130 hrossum á Íslandi og úr 145 hestum fluttum til Sviss, af þeim voru 40 prófaðir og skoðaðir fyrir útflutning. Í Sviss var gerð klínísk skoðun og tekin blóðsýni í 1-6 ár. Súlfídóleukótrínlosun var mæld í floti með ELISA eftir örvun á hvítfrumum með seytum af Culicoides nubeculosus og Simulium vittatum.
Niðurstöður:
Hestar á Íslandi jafnvel af miklum bitmýssvæðum voru hvorki næmdir gegn smámýi né bitmýi. Tíðni sumarexems í útfluttu hestunum var 51% og var að meðaltali 2,5 ár að þróast. Annað sumarið eftir útflutning voru sumarexemshestar með marktækt hærri súlfídóleukótrínlosun gegn smámýi en heilbrigði hópurinn. Þriðja og fjórða sumarið var losunin marktækt hærri bæði gegn smámýi og bitmýi. Hluti heilbrigðu hestanna varð tímabundið jákvæður gegn smámýinu sem bendir til að þeir næmist en síðan nái ónæmisstjórnun yfirhöndinni.
Ályktanir:
Næming gegn bitmýi kemur í kjölfar næmingar gegn smámýi og stafar líklega af krossvirkni. Ekki er hægt að nota súlfídóleukótrínlosunarpróf til að segja fyrir um þróun á sumarexemi.

 

 

E113 Kortlagning ónæmisvefs í munnholi hesta sem liður í þróun ónæmismeðferð gegn sumarexemi um munnslímhúð

Ólöf Guðrún Sigurðardóttir1, Einar Jörundsson2, Vilhjálmur Svansson2, Eygló Gísladóttir2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir2

1Bakteríu-, sníkjudýra- og meinafræðideild, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

olof@hi.is

Inngangur: Slímhúð munnholsins er stöðugt í snertingu við ónæmisvaka og er talið að ónæmisvefur slímhúðar eigi stóran þátt í að þróa og viðhalda þolástandi, og þar með stöðugleika. Sumarexem er vandamál í útfluttum hestum, en það er IgE miðlað húðofnæmi orsakað af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Ónæmismeðferð um munnslímhúð þykir öruggari, einfaldari og sársaukaminni en stungumeðferð. Ofnæmisvakar smámýs hafa verið tjáðir í byggi og þróuð aðferð til að meðhöndla hesta um munnslímhúð með sérstakri byggblöndu í sérhönnuðum mélum. Markmið verkefnisins var að kortleggja útbreiðslu og gerð ónæmisvefs í munnholi hesta og athuga hvar snertiflötur er við ónæmisfrumur.
Efniviður & aðferðir:
Vefjasýni voru tekin á 14 stöðum í munnholi á tveimur hesthausum. Bæði hert og fryst vefjasýni voru skorin og sneiðar vefja- og ónæmislitaðar.
Niðurstöður:
Fyrirfram var vitað um slímhúðartengdan ónæmisvef aftarlega í munnholi en að auki fannst ónæmisvefur framar, bæði undir og hliðlægt við neðantungu og í tannlausa bilinu á kjálkum á mótum kinnar og tannholds. Á þessum svæðum voru ýmist stakir eitlingar eða þyrpingar af eitlingum sem líktust slímueitlu (tonsil). Að auki voru dreifðar litlar eitilfrumuþyrpingar í slímhúðinni. Ónæmislitun var gerð á sýnifrumum (MHC vefjaflokkur-II) og T-eitilfrumum (CD3). Einnig voru prófuð sértæk mótefni gegn ýmsum sameindum sem tjáðar eru á langerhansfrumum í slímhúð hjá fólki en þau gáfu ekki ásættanlegar niðurstöður. Áfram verður reynt að finna mótefni til að ónæmislita angafrumur í slímhúð hrossa.
Ályktanir:
Rannsóknin sýnir að þegar að hestarnir eru meðhöndlaðir um munn þá á byggblandan með ofnæmisvökunum greiðan aðgang að ónæmisvefnum í munnholinu.

 

 

E114 Gammaherpesveirur hjá merum og folöldum þeirra. Sýkingarferill fyrstu tvö æviárin

Lilja Þorsteinsdóttir1, Sigríður Jónsdóttir2, Sara B. Stefánsdóttir1, Christine Wimer3, Bettine Wagner3, Eliane Marti2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1

1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Department of Clinical Research and Veterinary public Health, Vetsuisse Faculty, 3Department of Population Medicine & Diagnostic Science, Cornell University

liljath@hi.is

Inngangur: Hestar hýsa tvær gerðir γ-herpsveira, EHV-2 og EHV-5. Folöld smitast ung frá móður en endursýkingar með öðrum stofnum eru tíðar. Við frumsýkingu valda veirurnar yfirleitt vægum eða engum sjúkdómseinkennum. Folöld fá ónæmisvarnir frá móður með broddmjólk fyrstu mánuðina, þar til ónæmiskerfið er þroskað. Markmið verkefnisins var að kanna smitferil γ-herpesveira í folöldum og mæðrum þeirra frá köstun að tveggja vetra aldri.
Efniviður & aðferðir:
Tekin voru blóð- og nefstrokssýni úr 15 folöldum fyrstu tvö æviárin og úr mæðrunum sex mánuði eftir köstun. Veiruræktun úr nefstroki og blóði var reynd í hestafrumum. DNA var einangrað úr jákvæðum ræktum, hvítfrumum og nefstroksýnum og prófað í qPCR fyrir báðum veirunum. Sérvirk mótefni í sermi voru mæld með γ-EHV-ELISA.
Niðurstöður:
Enginn sértæk γ-EHVmótefni greindust hjá folöldunum áður en þau komust á spena, en IgG mældist strax eftir inntöku á broddmjólk. γ-EHV mótefnin féllu jafnt og þétt og voru í lámarki við 2-4 mánaða aldur, fóru þá hækkandi og náðu hámarki við 15 mánaða aldur. γ-EHV ræktuðust frá 5 daga gömlum folöldum. Við þriggja mánaða aldur, þegar móðurmótefnin voru í lágmarki voru öll folöldin jákvæð í veiruræktun bæði í blóði og nefstrokum og veirubyrði EHV-2 var hæst, óháð mótefnastöðu folaldanna. Veirubyrgði EHV-5 var í hámarki við 5 mánaða aldur hjá þeim folöldum sem fengu minna af móðurmótefnum, en 12 mánaða hjá þeim folöldum sem fengu meira magn móðurmótefna.
Ályktanir:
γ-EHV sýking í hestum verður fyrr en áður var talið og áhrif móðurmótefna á veirubyrgði er mismunandi fyrir EHV-2 og EHV-5.

 

 

E115 Skuggavirði óhóflegrar áfengisneyslu

Anna G. Ragnarsdóttir1, Tinna L. Ásgeirsdóttir2

1Hagfræðideild Háskóla Íslands, 2Háskóli Íslands

agr4@hi.is

Inngangur: Neysla áfengis á Íslandi hefur farið vaxandi. Þó rannsóknir bendi til þess að hófleg áfengisneysla geti haft jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu er ljóst að óhóflegri neyslu áfengis fylgir skaði og getur hann verið verulegur. Samfélagslegur kostnaður vegna óhóflegrar áfengisneyslu hefur víða verið metinn, en greiningarnar taka sjaldnast tillit til þess einkakostnaðar sem neytandinn sjálfur verður fyrir, meðal annars í formi vanlíðunar sem erfitt er að verðmeta. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á einkakostnaðinn með því að meta svokallað skuggavirði neytandans af óhóflegri áfengisneyslu.
Efniviður & aðferðir:
Tekjuuppbótaraðferð er beitt, þar sem tölfræðilegt samband nytja, tekna og áfengisneyslu er notað til að meta það velferðartap sem neytandinn verður fyrir vegna óhóflegrar áfengisneyslu sinnar. Notuð eru gögn úr könnun um heilsu og líðan Íslendinga sem framkvæmd var af Embætti landlæknis árin 2007, 2009 og 2012.
Niðurstöður:
Niðurstöður benda til þess að skuggavirði óhóflegrar áfengisneyslu megi mæla í milljónum og jafnvel tugum milljóna króna, að meðaltali á mann á ársgrundvelli og virðist það hærra hjá körlum en konum. Þá benda niðurstöðurnar til þess að skuggavirðið sé mun hærra hjá þeim tekjuhærri í samfélaginu en þeim tekjulægri svo skoðun á meðaltölum krefst mikillar varfærni.
Ályktanir:
Upplýsingar um skuggavirði óhóflegrar áfengisneyslu eru mikilvægar við opinbera ákvörðunartöku á úthlutun fjár innan heilbrigðiskerfisins og víðar. Þá eru þessar niðurstöður mikilvægt framlag til rannsókna á samfélagslegum kostnaði vegna óhóflegrar áfengisneyslu, en einkakostnaður neytandans hefur ekki áður verið metinn á þennan hátt.

 

 

E116 Röðun valaðgerða með líkani fyrir kviðarholsskurðlækningar

Thomas P. Rúnarsson1, Ásgeir Örn Sigurpálsson1, Rögnvaldur J. Sæmundsson1, Páll H. Möller2, Vigdís Hallgrímsdóttir3

1Iðnaðarverkfræði, Háskóli Íslands, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Landspítali

tpr@hi.is

Inngangur: Röðun skurðaðgerða er eitt af flóknustu verkefnum hvers sjúkrahús vegna óvissu og áhrifa sem röðun hefur í för með sér á auðlindir spítalans. Við röðun er almennt gerð skýr krafa um að skurðstofurými séu vel nýtt en á sama tíma er brýnt að taka tillit til takmarkaðs gjörgæslu- og legurýma. Sé það ekki gert getur komið upp sú staða að fresta þurfi aðgerðum með stuttum fyrirvara. Markmið rannsóknarinnar er að leggja til reiknilíkan sem raðar valaðgerðum af biðlista á aðgerðardaga. Líkanið tekur mið á þeim legu- og gjörgæslurýmum sem eru í boði hverju sinni, takmarkar yfirvinnu og uppfyllir þær kröfur sem settar eru.
Efniviður & aðferðir:
Við rannsóknina voru söguleg gögn notuð yfir þær aðgerðir sem voru framkvæmdar árin 2009-2017 á Landspítala. Þróað var hermilíkan sem býr til hentugar samsetningar af aðgerðum fyrir hverja viku út frá biðlista. Í hermilíkaninu voru settar fram nokkrar skorður til að tryggja löglegar samsetningar fyrir hvern dag. Reiknilíkan var svo notað til að raða samsetningum á aðgerðardaga vikulega árið 2017 þannig að afköst yrðu hámörkuð en þó með tilliti til forgangs og skrásetningardagsetningu aðgerða á biðlista.
Niðurstöður:
Röðun reiknilíkansins var borin saman við raunröðun Landspítala fyrir árið 2017 með tilliti til nokkurra þátta. Niðurstöður rannsóknar benda til að hægt sé að jafna flæði frá skurðstofum yfir á legurými með notkun líkansins og mögulega sé hægt að auka afköst miðað við núverandi mynd.
Ályktanir:
Þótt niðurstöður bendi til að hægt sé að bæta flæði og auka afköst er nauðsynlegt að rannsaka fleiri áhrifaríka þætti röðunar eins og bráðaaðgerðir.

 

 

E117 Tekjuuppbót vegna fjögurra heilsukvilla í Sviss

Kristjana Baldursdóttir1, Tinna L. Ásgeirsdóttir1, Þórhildur Ólafsdóttir2

1Hagfræðideild Háskóla Íslands, 2viðskiptafræðideilda Háskóla Íslands

krb10@hi.is

Inngangur: Hagkvæm ráðstöfun fjár innan heilbrigðisgeirans er sífellt mikilvægari í ljósi vaxandi kostnaðar. Í kostnaðarábatagreiningum er hagkvæmni íhlutana metin. Í því sambandi er mikilvægt að vita hvaða verðmat almenningur leggur á heilsu sína, til að unnt sé að taka tillit til þess ávinnings sem felst í heilsutengdri líðan.
Efniviður & aðferðir:
Í rannsókninni voru notuð gögn frá Sviss til að verðmeta fjóra heilsukvilla: bakverk, höfuðverk, svefnleysi og langvarandi sjúkdóma. Hin svokallað tekjuuppbótaraðferð er einföld og ódýr tölfræðileg leið til að meta greiðsluvilja einstaklinga til að losna undan heilsukvillum. Það er, aðferðin metur hversu miklar viðbótartekjur einstaklingur þyrfti til að vera jafn vel settur með tiltekin heilsukvilla eins og án hans. Þrátt fyrir að tekjuuppbótaraðferðin hafi aðferðarfræðilega kosti umfram aðrar greiðsluviljaaðferðir, þá hefur hún aðeins í litlum mæli verið notuð til að meta virði heilsu. Næmi niðurstaðna með tilliti til matsaðferða er skoðað, en mismunandi tölfræðiaðferðir eru notaðar. Jafnframt voru áhrif alvarleika heilsufarsástandsins könnuð auk þess sem möguleg aðlögun að heilsukvillunum yfir tíma var skoðuð.
Niðurstöður:
Allir fjórir heilsukvillarnir höfðu marktækt neikvæð áhrif á vellíðun og tekjuuppbótin mældist einnig veruleg. Svefnleysi mældist með hæstu tekjuuppbótina en niðurstöður okkar sýndu þó almennt lægri tekjuuppbót en fyrri rannsóknir, sem virðist tilkomið vegna bættra matsaðferða.
Ályktanir:
Auk þess að bæta við núverandi þekkingu með því að verðmeta heilsu við aðstæður þar sem slíkt mat hefur ekki áður farið fram, varpar rannsóknin frekara ljósi á tekjuuppbótaraðferðina sem slíka með samanburði á mismunandi matsaðferðum sem notaðar voru.

 

 

E118 Virði þess að vera í kjörþyngd

Brynja Jónbjarnardóttir1, Arnar Búason2, Tinna Ásgeirsdóttir1, Þórhildur Ólafsdóttir3

1Hagfræðideild Háskóla Íslands, 2viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, 3Íslenskri erfðagreiningu

arnarmar@hi.is

Inngangur: Á meðal OECD ríkjanna, árið 2017, var metið að meira en einn af hverjum tveim fullorðnum og meira en eitt af hverjum sex börnum sé í yfirþyngd eða offitu. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Íslandi. Sem dæmi voru 7.2% karla í offitu árið 1990 en sú tala var komin upp í 21,3% árið 2012.
Efniviður & aðferðir:
Tekjuuppbótaraðferð er notuð til þess að finna það velferðartap sem gæti fylgt því að vera í undirþyngd, yfirþyngd, eða í offituflokki. Notast er við gögn úr „Heilsu og líðan Íslendinga” sem var framkvæmd af Embætti landlæknis árin 2007, 2009 og 2012. Tvö líkön skoðuð, (i) þar sem hefðbundnar bakgrunns breytur eru notaðar, og (ii) þar sem bætt er við breytum er segja til um hvort einstaklingur þjáist af sjúkdómum sem tengjast offitu.
Niðurstöður:
Niðurstöður líkans (i) sýna að bæði karlmenn og konur væru að meðaltali viljug til að greiða jákvæða fjárhæð til að komast úr offitu flokki í kjörþyngd. Einnig sýna niðurstöður líkans (i) að konur eru reiðubúnar til að greiða jákvæða upphæð til að komast úr yfirþyngd í kjörþyngd, en ekki karlar. Lítill munur er á mældu velferðartapi í líkani (i) og líkani (ii).
Ályktanir:
Líkamsþyngd er áhrifavaldur í velferð bæði karla og kvenna. Samanburður á líkani (i) og (ii) gefur til kynna að lítill hluti greiðsluvilja karla og kvenna sé tilkominn vegna heilsubrests. Því má álykta að félagslegrar smánar sé líkleg ástæða velferðartapsins.

 

 

E119 Identification of novel subtype-specific lipid biomarkers in breast cancer

Martha K.N. Vestergaard1, Finnur F. Eiríksson2, Helga Ögmundsdóttir3, Sigríður K. Böðvarsdóttir3, Margrét Þorsteinsdóttir3

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, Háskóli Íslands, 2ArcticMass, 3Háskóli Íslands

martha@hi.is

Introduction: Breast cancer (BC) is the most prevalent cancer among females in Western countries. It is well known that lipid metabolism and lipid composition is altered in tumours and cancer cells. However, the specific lipid changes in BC cells remain unknown. The main objective was investigation of lipids in BC cell lines representing different BC tumour subtypes. A subsequent aim was to identify possible novel lipid biomarkers for early diagnosis of BC.
Methods:
The lipid composition of cultured BC cells was analysed utilizing ultra-performance liquid chromatography coupled to time-of-flight mass spectrometer(UPLC-QToF-MS). Six BC cell lines representing either estrogen receptor(ER) and progesterone receptor(PgR) positive tumours(ERPR+), HER2-overexpressing tumours(HER2C) or ER, PgR and HER2 negative tumours(TNBC) and one non-cancerous cell line were included in the study. Principal component analysis(PCA) and orthogonal partial least squares discriminant analysis(OPLS-DA) was applied for multivariate data analysis.
Results:
PCA of the identified lipids showed clearly separated clusters of the individual BC cell lines, verifying differences in lipid composition. The clustering was explained by up-regulated abundance of lipids from the lipid subclasses phosphatidylcholine(PC), phosphatidylethanolamines(PE), sphingomyelins(SM), diacylglyceride(DG) and triacylglyceride(TG). Particularly TGs were up-regulated in ERPR+ or HER2C, PCs were up-regulated in TNBC and PEs were down-regulated in ERPR+ cells. MS-analysis was performed Sep. 2017 and data processing was performed April 2018-present.
Conclusions:
The lipidomic assay can be used to distinguish lipid composition between BC and non-cancerous cell lines. The identified lipids may represent novel lipid biomarkers for tumour detection in clinical BC samples and identification of tumour subtypes in BC patients.

 

 

E120 New aromatic bisabolane derivatives with anti-obesity activity isolated from Myrmekioderma sp.

Margarida Costa1, Laura Coello2, Ralph Urbatzka3, Marta Pérez2, Margrét Þorsteinsdóttir1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Research & Development Department, PharmaMar S.A., Pol. Ind. La Mina Norte, 3Interdisciplinary Centre of Marine and Environmental Research, University of Porto

amp14@hi.is

Introduction: Due to underwater high selective conditions, marine sponges develop and produce a plurality of secondary metabolites with different chemical structures and bioactivities. During the last decades, obesity is increasing at epidemic rates and scientists from different fields have been gathering efforts in order to find new compounds from several natural sources that show anti-obesity activity. The aim of this study was to isolate novel organic compounds produced by the sponge Myrmekioderma sp. with anti-obesity activities.
Methods:
A Myrmekioderma sp. specimen was repeatedly extracted using dichloromethane:methanol (1:1) and the organic crude extract was partitioned between n-hexane, ethyl acetate and n-butanol. The n-hexane fraction, after vacuum liquid chromatography and semi-preparative reverse-phase high performance liquid chromatography separations resulted in the isolation of seven pure compounds. The compounds were structural elucidated using mass spectrometry, 1D and 2D-NMR. Anti-obesity activity was tested for the isolated compounds using the zebrafish red Nile assay.
Results:
The compounds belong to bisabolane sesquiterpenoids family: three curcuhydroquinone-derivatives and three curcuphenol-derivatives. Hydroxybenzoic acid was also isolated. Their planar structure was fully elucidated, and relative configurations of these compounds were also proposed. Just one curcuhydroquinone-derivative had been previously reported in the literature, all the other six are new natural compounds. Anti-obesity activity was reported for five of the isolated compounds.
Conclusions:
Our studies lead to the isolation of seven natural compounds that have promising anti-obesity properties from Myrmekioderma sp. Marine sponges are, indeed, a prolific source for the isolation of new natural compounds.

 

 

E121 The effects of question wording on responses to health-related attitude questions

Vaka Vésteinsdóttir1,3, Ragnhildur L. Ásgeirsdóttir2,3, Ulf-Dietrich Reips1, Fanney Þórsdóttir2,3

1Department of Psychology, University of Konstanz, 2University of Iceland, Department of Psychology, 3Methodological Research Center at the University of Iceland (RAHÍ).

vaka.vesteinsdottir@uni-konstanz.de

Introduction: Question wording can have leading effects on people's responses. One such effect is the forbid-allow asymmetry (respondents' unwillingness to forbid something outweighs their willingness to be against allowing the same thing). The purpose this study was to test the forbid-allow effect in questions on legalization of cannabis and alcohol in grocery stores. This was tested separately in a sample of university students and a more general sample, as university students need to process complex questions on a regular basis and are thus less likely to be influenced by question wording.
Methods:
An Internet survey was sent to a random sample of students (final sample = 202) and a convenience sample (final sample = 517) recruited from social media websites. Participants were randomly divided into two groups. Group 1 was asked a) whether cannabis consumption should be legalized and b) whether selling alcohol in grocery stores should be allowed. In group 2 the wording was changed to whether it should remain a) illegal to consume cannabis and b) banned to sell alcohol in grocery stores.
Results:
No effects of question wording were found in the student sample. However, in the social media sample the effect was apparent in both questions, with 24.5% supporting the legalization of cannabis but 44.0% being against banning it, and 29.2% being in favor of allowing alcohol in grocery stores but 42.1% being against banning it.
Conclusions:
The results show that question wording can have a substantial effect on responses, but such effects may be less likely in student samples.

 

 

E122 Dietary screening in early pregnancy to predict gestational diabetes mellitus (GDM)

Laufey Hrólfsdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Bryndís E. Birgisdóttir2, Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir3, Hildur Harðardóttir3, Þórhallur I. Halldórsson2

1Department of Education, Science and Quality, Department of Education, Science and Quality, Akureyri Hospital, 2Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 3Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital

laufeyh@sak.is

Introduction: GDM is predominantly a lifestyle disease, with dietary habits amongst the most important modifiable risk factors. Most dietary assessment methods are, however, not suitable for use in maternal care. The aim was to evaluate whether a short dietary screening questionnaire could be used to predict GDM in a cohort of Icelandic women.
Methods:
The women (n=1651) were invited to participate in the study when they attended a routine early ultrasound at the prenatal diagnostic unit at Landspitali University Hospital. The short (40item) food frequency screening questionnaire was used to assess dietary habits in gestational weeks 11-14. The dietary data was transformed into 13 predefined dietary risk factors for an inadequate diet. Stepwise backward elimination was used to identify a reduced set of factors that best predicted GDM. This set of variables was then used to calculate a combined dietary risk score (range 0–7).
Results:
In total, 16% had GDM. Food pattern characterized by a non-varied diet, excessive intake of sugar/artificially sweetened beverages, sweets, ice cream, cakes, cookies and processed meat products, and inadequate frequency of consumption of dairy, whole grain and vitamin-D intake was associated with a higher risk of GDM. Women with a high (≥5, n=302) versus low (≤2, n=407) risk score had higher odds of GDM (OR=1.73, 95%CI=1.09; 2.73) after adjusting for maternal pre-pregnancy BMI, age, parity, smoking during pregnancy and educational level.
Conclusions:
The results indicate that information gathered with a short FFQ early in pregnancy might help us identify women who should be prioritized for further dietary counselling.

 

 

E123 Electronically generated pedigrees in breast cancer genetic counselling

Vigdís Stefánsdóttir1,5, Heather Skirton2, Óskar Th. Johannsson3, Hildur Ólafsdóttir1, Guðríður H. Ólafsdóttir4,  Laufey Tryggvadóttir4,6, Jón J. Jónsson1,5,7

1 Dept. of Genetics and Molecular Medicine, Landspitali – National University Hospital, 2Faculty of Health and Human Sciences, Plymouth University, UK, 3Dept. Of Medical Oncology, Landspitali, 4Icelandic Cancer Registry, Icelandic Cancer Society, 5Dept. of Biochemistry and Molecular Biology, Univ. of Iceland, 6Faculty of Medicine, Univ. of Iceland, 7Genetical Committee of the University of Iceland

vigdiss@hi.is

Introduction: A comprehensive pedigree is essential for risk assessment in cancer genetic counselling. Information are usually provided by counselees and verified by medical records. Collecting information is time-consuming and sometimes impossible. We studied the use of electronically generated pedigrees (EGP).
Methods:
The study group comprised women (n=1352) receiving HBOC genetic counselling between December 2006 and December 2016 at Landspitali. EGP´s were generated using information from population-based Genealogy Database and the Icelandic Cancer Registry. The likelihood of being positive for the Icelandic founder BRCA2pathogenic variant NM_000059.3:c.767_771delCAAAT was calculated, using the risk assessment program Boadicea.
Results:
This unique data was used to estimate the optimal size of pedigrees for accuracy of risk assessment in HBOC cancer genetic counselling. Sub-groups of randomly selected 104 positive and 105 negative women for the founder BRCA2PVwere formed andReceiver Operating Characteristics curves (ROC) compared for efficiency of PV prediction using Boadicea score. The optimal pedigree size included 3° relatives or up to five generations with an average no. of 53.8 individuals (range 9-220) (AUC 0.801). Adding 4° relatives did not improve the outcome.
Conclusions:
Pedigrees including 3° relatives are difficult and sometimes impossible to generate with conventional methods. Pedigrees ascertained with data from pre-existing genealogy databases and cancer registries can save effort and contain more information than traditional pedigrees. Genetic services should consider generating EGP´s which requires access to an accurate genealogy database and cancer registry. Local data protection laws and regulations have to be addressed.

 

 

E124 Moving from stigmatization toward competent interdisciplinary care of patients with FND: Focus group interviews

Marianne Klinke1, Þórdís E. Hjartardóttir2, Aldís Hauksdóttir2, Helga Jónsdóttir2, Haukur Hjaltason3, Guðbjörg Þ. Andrésdóttir3

1Faculty og Nursing, University of Iceland, 2University of Iceland, 3Landspitali

marianne@hi.is

Introduction: Functional neurological disorders (FND) encompass involuntary neurological symptoms that cannot be explained by organic disease. Approximately one in 10-15 inpatients on neurological wards have FND. Interdisciplinary care is important for outcomes, however, little is known about the issues that interdisciplinary teams are confronted with in the care of these patients. The purpose of this study was to explore facilitating and inhibiting factors in the inpatient care of patients with FND, as experienced by interdisciplinary teams of healthcare professionals.
Methods:
Qualitative focus group interviews were conducted with 18 healthcare professionals of various professions. Data was analyzed using qualitative content analysis with inductive coding of data.
Results:
Two main categories were formulated: (a) Giving the diagnosis to patients – a moment of fragility and opportunities, and (b) Organization of care – ensuring the continuity and protecting patients' self-image. One overarching theme tied the two categories together: (1) Establishing coherence in the inpatient trajectory – moving from stigmatization toward competent care. Coherence and steadiness in care was a prerequisite for transparency in goalsetting and for designating the responsibilities of individual healthcare professionals. Stigma and having clinical experience and knowledge about FND, as two counter-factors, influenced the extent to which this was achieved. Examples of facilitating factors for enhancing competent care were documentation of symptoms, effective ways of passing on information, education, professional dialogue, and organizational support.
Conclusions:
To nurture competent care, guidelines, structured educational initiatives and other supportive actions should be promoted. We provide ideas for the next logical steps for clinical practice and research.

 

 

E125 Public opinion in Iceland towards humanitarian assistance provided to fight Ebola in West Africa

Elín Broddadóttir1, Geir Gunnlaugsson2, Jónína Einarsdóttir2

1Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics, University of Iceland, 2University of Iceland

elin_brodda@hotmail.com

Introduction: The Ebola epidemic in West Africa 2013-2016 was historic for its rapid spread and high number of deceased in the three worst affected countries. The local response was hampered by lack of staff, stuff, space and system and global support was needed to effectively address the unfolding humanitarian crisis. Yet, public support is essential if governments in high-income countries are to react swiftly to disasters such as the Ebola epidemic. We examined public attitudes in Iceland towards the humanitarian assistance provided by the Icelandic government in September 2014 to fight the Ebola epidemic in West Africa as a case in point.
Methods:
Questionnaire was administered to a sample of 1500 adults from an internet panel established by the Social Science Research Institute of the University of Iceland, and 920 people answered (61% response rate).
Results:
Quarter of the participants expressed negative attitudes towards the humanitarian aid provided by the Icelandic government in response to the Ebola epidemic. Those who held negative attitudes were more likely to have less education, lean to the right in political orientation and have lower household income. Additionally, they identified self-interest as the most important factor that influenced the decision to provide the aid.
Conclusions:
To enforce positive attitudes towards humanitarian assistance and foreign aid in general, it is important that governments ensure that such support is based on ethical considerations, in addition to educating the public about development processes.

 

E126 Preterm Births in Iceland 1997-2016. A retrospective descriptive cohort study

Áslaug S. Grétarsdóttir1, Thor Aspelund2, Þóra Steingrímsdóttir3, Ragnheiður I. Bjarnadóttir3, Kristjana Einarsdóttir2

1Faculty of Medicine. Centre of Public Health Sciences, University of Iceland, 2Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Women's Clinic, Iceland, Landspitali University Hospital

salka74@gmail.com

Introduction: The frequency of preterm births has been increasing globally, mainly due to a rise in iatrogen preterm births. It is not well known if the prevalence of preterm births in Iceland has been following a similar trend. The aim of this study was to assess the prevalence of preterm births in Iceland during 1997-2016 by type of preterm birth.
Methods:
This study included all live-births in Iceland during 1997-2016 identified from the Icelandic Medical Birth Registry. Rates of preterm births were calculated each year and stratified by gestational age groups and type of preterm birth. Risk of preterm birth by time period was assessed with poisson regression models adjusted for demographic variables. Indications for iatrogen births were identified using ICD-10 codes.
Results:
The study population included 87,076 infants, of which 4,986 (5,7%) were preterm. The preterm birth rate increased minimally from 1997-2001 to 2012-2016: 5,3-6,1%. The rate of preterm births in weeks 34-36, increased significantly: 3,7%-4,5% (RR=1,24, CI=1,12-1,36). The rate of iatrogen preterm births doubled, from 20% in 1997-2001 to 43% in 2012-2016, (ARR=2,00, CI=1,71-2,35), spontanenous preterm births decreased during the study period (ARR=0,55, CI=0,48-0,63) and PPROMs remained relatively stable (ARR=1,4, CI=0,97-1,35). The largest contributing indication for iatrogen births was fetal distress (26,2%), which decreased during the study period (32,6%-25,3%).
Conclusions:
The results indicated that preterm births overall are not increasing, but, iatrogen preterm births increased greatly, while spontaneous preterm births decreased. Women with fetal distress contributed the most to the rate of iatrogen preterm births.

 

 

E127 Áhrif Vif próteina á lentiveiruhindrann SAMHD1

Stefán R. Jónsson, Tim Aberle, Sólveig R. Stefánsdóttir, Valgerður Andrésdóttir

1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

stefanjo@hi.is

Inngangur: Lífverur hafa frá örófi alda þróað með sér varnir gegn retróveirusýkingum. Dæmi um slíkt er lentiveiruhindrinn SAMHD1 sem tjáður er í flestum frumugerðum og stjórnar magni dNTP í frumum. SAMHD1 hindrar lentiveirur í frumum sem skipta sér ekki (eins og makrófögum) með því að halda magni dNTP í lágmarki, þannig að ekki sé nægilgt magn dNTP til víxlritunar. HIV-2 og ýmsar apalentiveirur (SIV) hafa próteinið Vpx sem miðlar niðurbroti SAMHD1 með þvíað tengjast því og leiða til niðurbrots í próteasómi. HIV-1 og mæði-visnuveira hafa ekki þetta Vpx prótein, og ekki er vitað hvernig þessar veirur komast hjá niðurbroti af völdum SAMHD1 í makrófögum. Í rannsóknum okkar á mæði-visnuvieru kom í ljós að Vif prótein veirunnar tengist SAMHD1 og miðlar niðurbroti þess, og í kjölfarið fundum við að það gerir HIV-1 Vif einnig.
Efniviður & aðferðir:
Tengsl Vif próteina mæði-visnuveiru og HIV-1 við SAMHD1 voru könnuð með sam-ónæmisfellingu. Geta Vif próteina til að miðla niðurbroti SAMHD1 könnuð með próteinþrykki eftir DNA-innleiðslu í 293T frumur.
Niðurstöður:
Vif prótein HIV-1 og mæði-visnuveiru tengjast SAMHD1 og miðla niðurbroti þess.
Ályktanir:
Óljóst hefur verið hvernig HIV-1 og mæði-visnuveira koma sér undan SAMHD1 í makrófögum, en svo virðist sem veirupróteinið Vif gegni þar lykilhlutverki.

 

E128 Pontin og Reptin í taugakerfi ávaxtaflugunnar

Kristín Allison1, Zophonías Jónsson2, Sigríður Franzdóttir2

1Líffræðistofa, Háskóli Íslands, 2Háskóli Íslands

kea5@hi.is

Inngangur: Pontin og Reptin eru náskyld, vel varðveitt prótein sem gjarna eru hluti af stórum próteinflókum. Próteinin eru tjáð í flestum frumum fjölfrumunga og eru lífsnauðsynleg. Þau taka þátt í fjölbreyttum ferlum innan frumunnar, m.a. litnisumbreytingum og frumuskiptingum og eru yfirtjáð í mörgum krabbameinum. Nákvæmt hlutverk próteinanna í hverju tilviki fyrir sig er hins vegar ekki þekkt. Í þessari rannsókn skoðum við hlutverk próteinanna í þroskun og starfssemi taugakerfis í tilraunalífverunni Drosophila melanogaster, og nýtum okkur jafnframt post-mitotíska hluta taugakerfisins sem vettvang til rannsókna á frumulíffræði próteinanna.
Efniviður & aðferðir:
Gal4/UAS kerfið var notað til að slá niður tjáningu Pontin eða Reptin með RNAi (RNA interference) í öllu taugakerfi flugunnar sem og einstökum hlutum þess. Taugakerfi lirfa voru lituð með flúrljómandi mótefnalitun og skönnuð í lagsjá. Atferlispróf voru framkvæmd á lirfum og fullorðnum flugum og lifun metin.
Niðurstöður:
Bæling Pontin eða Reptin í öllu taugakerfinu hefur áhrif á byggingu þess og lifun flugna. Bæling í stökum hlutum taugakerfisins leiddi til sértækra svipgerða, m.a. afbrigðilegra taugavöðvamóta. Bæling í hreyfitaugafrumum leiddi jafnframt til skertrar hreyfigetu og hrörnunareinkenna.
Ályktanir:
Þessi hörnun, auk vísbendinga um útfellingar í taugakerfinu bendir til þess að Pontin og Reptin gætu verið lykilþættir í viðhaldi eðlilegra hreinsunarferla innan frumunnar. Frekari rannsóknir hafa þegar verið settar af stað til að kanna áhrif bæði yfir- og undirtjáningar próteinanna á útfellingar í taugakerfinu. Áhrif á taugavöðvamót og virkni þeirra gætu einnig verið orsök hrörnunar og nú er unnið að því að kanna þann vinkil frekar, m.a. áhrif á örpíplur og boðvirkni taugafrumanna.

 

 

E129 Hver flytur sítratið? Tjáning SLC13A5 í mannsheilanum og tengsl við alvarleg flog í börnum

Kristín Allison1, Sigríður Franzdóttir2

1Líffræðistofa, Háskóli Íslands, 2Háskóli Íslands

kea5@hi.is

Inngangur: SLC13A5-skortur er erfðasjúkdómur sem var fyrst lýst árið 2014. Orsök sjúkdómsins eru víkjandi stökkbreytingar í geninu SLC13A5, sem skráir fyrir natríum háðu sítrat flutningspróteini (NaCT). Megineinkenni sjúkdómsins eru illviðráðanleg flog sem koma fram fljótt eftir fæðingu en orsakasamhengið hefur ekki verið skýrt. Önnur einkenni sjúkdómsins eru mikil þroskaskerðing, hreyfihömlun og spastískar hreyfingar. Eina af þeim stökkbreytingum sem veldur sjúkdómnum er að finna í ~1% Íslendinga, sem er 25-50x hærra hlutfall en í öðrum Evrópulöndum og hefur sjúkdómurinn greinst hér á landi. Ekki er mikið vitað um tjáningu SLC13A5 í heila, né hlutverk þess í taugakerfinu. Í þeim hluta verkefnisins sem hér er lýst er markmiðiðað framkvæma ítarlega tjáningagreiningu á próteininu í heila sem í framhaldinu verður nýtt til að setja upp frumuræktarlíkön fyrir sjúkdóminn.
Efniviður & aðferðir:
Vefjasneiðar úr heila eru litaðar með mótefnum gegn SLC13A5 og samlitaðar með mótefnum sem greina milli ólíkra frumugerða til að fá sem skýrasta mynd af því hvaða frumur á hverju svæði tjá próteinið. Niðurstöðurnar mynda grundvöll fyrir framhaldið þar sem sett verða upp ræktunarlíkön úr iPS frumum (induced pluripotent stem cells) sem herma eiga eftir áhrifum SLC13A5 skorts í miðtaugakerfi.
Niðurstöður:
Rannsóknin er enn á byrjunarstigi en þau gögn sem við höfum aflað benda til mjög sértækrar tjáningar innan heilans sem gæti breytt fyrri hugmyndum um það hverjar orsakir floga í sjúklingunum eru. Sjúkdómslíkön byggð á iPS frumum (induced pluripotent stem cells) verða því sett upp til að kanna hlutverk sítraflutninga í miðtaugakerfi og áhrif gallaðs flutningskerfis á frumur taugakerfisins.

 

 

E130 Mæði-visnuveira sem líkan fyrir HIV

Valgerður Andrésdóttir

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Háskóli Íslands

valand@hi.is

Inngangur: Mæði og visna eru sauðfjársjúkdómar af völdum lentiveiru (lentus=hægur). Aðrar lentiveirur eru m.a. HIV-1 og HIV-2. Margt er líkt með mæði-visnuveiru (MVV) og HIV, s.s. genaskipulag, eftirmyndunarferli í frumum og ævilöng sýking þrátt fyrir öflugt mótefnasvar. Báðar veirur sýkja frumur ónæmiskerfisins; HIV sýkir bæði átfrumur og T-frumur, en MVV sýkir aðeins átfrumur. Ennþá hefur hvorki fundist bóluefni né lækning við HIV, þeir sem sýkjast þurfa að taka lyf alla ævi til að halda veirunni í skefjum, en læknast aldrei. Veiran innlimast í litninga langlífra frumna, vitað er að HIV leynist í langlífum T-frumum, en minna er vitað um dvalasýkingu í átfrumum. Markmið verkefnisins var að kanna dvalasýkingu MVV og bera saman við HIV.
Efniviður & aðferðir:
Hjúpprótein mæði-visnuveira sem voru einangraðar úr kindum sem höfðu verið sýktar með klónaðri veiru í allt að 10 ár voru raðgreind. Áður hafði bygging innlimunarensíms MVV verið ákvörðuð og innlimunarsvæði á litningunum fundið.
Niðurstöður:
Veirur voru einangraðar sem höfðu ekkert stökkbreyst í 10 ára sýkingu. Þar sem lentiveirur stökkbreytast mjög hratt, gefur þetta til kynna að veirurnar hafi legið í dvala allan þennan tíma. Lentiveirur nota innlimunarensím til að innlima erfðaefni sitt í litninga hýsilfrumunnar sem þær hafa sýkt. Þar sem erfitt hefur reynst að greina byggingu innlimunarflóka HIV, var innlimunarensím MVV greint. Það kom í ljós að bygging innlimunarflókans er mjög vel varðveitt, og veiran er innlimuð í virk gen í báðum veirum.
Ályktanir:
Þar sem erfiðlega hefur gengið að sýna fram á dvalasýkingu HIV í átfrumum, getur mæði-visnuveira komið að góðum notum við rannsóknir á dvalasýkingu lentiveira í átfrumum.

 

 

E131 Virði þess að þurfa ekki að þola afleiðingar ofbeldis

Tinna L. Ásgeirsdóttir1, Brynja Jónbjarnardóttir2

1Hagfræðideild Háskóla Íslands, 2Háskóli Íslands

ta@hi.is

Inngangur: Virði þess að koma í veg fyrir ofbeldi felst að hluta í því að afstýra vanlíðan. Ef kostnaðarábatagreiningar tækju einungis til beins kostnaðar, svo sem innan heilbrigðiskerfisins eða á vinnumarkaði, er líklegt að ávinningur við að koma í veg fyrir ofbeldi væri verulega vanmetinn.
Efniviður & aðferðir:
Við beitum tekjuuppbótaraðferð til þess að meta þann skaða sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi veldur þolendum. Metið er hve mikið þyrfti að greiða einstaklingum til að bæta upp það velferðartap sem hann eða hún yrði fyrir ef sá hinn sami mætti þola ofbeldi af tilteknu tagi. Notast er við gögn úr könnuninni „Heilsu og líðan Íslendinga”, sem inniheldur m.a. spurningar um ofbeldi, tekjur, kyn, aldur og menntun. Líkanið sem notast er við gerir ráð fyrir að nytjar einstaklinga ákvarðist af tekjum, reynslu af ofbeldi og öðrum bakgrunnsbreytum. Hamingja er notuð sem staðgengill nytja.
Niðurstöður:
Það þyrfti að bæta þeim aðilum sem hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi hærri peningaupphæð en þeim sem orðið hafa fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi. Ef tekjuuppbót er skoðuð eftir því hver gerandinn er kemur í ljós að hún er hæst ef einstaklingur hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða ættingja. Að lokum sýna niðurstöðurnar að áhrifin af því að verða fyrir ofbeldi eru meiri ef gjörningurinn átti sér stað innan seinustu 12 mánaða.
Ályktanir:
Sú vanlíðan sem einstaklingar upplifa vegna ofbeldis er mjög aðstæðubundin og fer til dæmis eftir tegund ofbeldis og eðli tengslanna við gerandann. Jafnframt má sjá að með tímanum dregur úr vanlíðan.

 

E132 Peningalegt virði þess að vera verkjalaus

Þórhildur Ólafsdóttir1, Tinna L. Ásgeirsdóttir2, Edward C. Norton3

1Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, 2Hagfræðideild Háskóla Íslands, 3Department of Economics, University of Michigan and NBER

thorhild@gmail.com

Inngangur: Þörf er á að meta virði lífs og heilsu með einhverjum hætti til þess að styðja við ákvarðanir sem hafa áhrif á heildarvelferð og nýtingu almannafjár. Ljóst er að um vandasamt verk að er að ræða sem getur haft afgerandi afleiðingar þegar til hagnýtingar kemur. Markmið þessarar rannsóknar er að meta peningalegt virði þess að vera verkjalaus með aðferð sem hefur til þessa verið lítið notuð í heilsuhagfræði en gæti reynst notadrjúg í þessum tilgangi.
Efniviður & aðferðir:
Í rannsókninni eru nýttar upplýsingar úr bandarískri spurningakönnun  (Health and Retirement Survey) um hamingju, heilsu og tekjur 22.000 einstaklinga, 50 ára og eldri sem svöruðu spurningum annað hvert ár yfir sjö ára tímabil. Aðhvarfsgreining er notuð til þess að reikna út þær viðbótartekjur sem einstaklingur þyrfti til þess að bæta upp fyrir velferðartapið sem hann verður fyrir vegna langvinnra verkja. Aðferðin byggir á þekkingu úr hamingjurannsóknum og hagfræðikenningum um neytandann. Með langsniðsgögnum er hægt að stjórna fyrir einstaklingsbreytileika sem annars gæti bjagað niðurstöður. Samband tekna og velferðar er skoðað eftir tekjuhópum en fyrri rannsóknir hafa notað lografallið af tekjum í velferðarlíkaninu.
Niðurstöður:
Virði þess að vera laus við langvinna verki er metið 7.300 til 18.900 krónur á dag (á verðlagi ársins 2015) eða allt að 7 milljónum króna á ári.
Ályktanir:
Við metum virði þess að vera verkjalaus lægra en fyrri rannsóknir en í þeim hefur matið að mestu endurspeglað greiðsluvilja tekjuhæstu einstaklinganna enda ekki tekið tillit til minnkandi jaðarnytja tekna eins og gert er í þessari rannsókn.

 

 

E133 Samanburður á heilsutengdum lífsgæðum og peningalegu virði 18 heilsufarskvilla

Tinna L. Ásgeirsdóttir1, Kristín H. Birgisdóttir2, Hanna B. Henrysdóttir2, Þórhildur Ólafsdóttir2

1Hagfræðideild, Háskóli Íslands, 2Háskóli Íslands

ta@hi.is

Inngangur: Heilbrigðiskerfið snýst ekki bara um að auka framleiðslugetu samfélagsins heldur einnig um að draga úr lífsgæðaskerðingu sem fylgir heilsufarskvillum. Mikilvægt er því að þróa verkfæri sem nýtast til að meta virði þess að vera laus við heilsufarskvilla. Markmið rannsóknarinnar er bera saman peningalegt virði 18 heilsufarskvilla með aðferð sem er ódýr í framkvæmd og gæti reynst notadrjúg við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu.
Efniviður & aðferðir:
Gögn úr spurningakönnuninni „Heilsa og líðan Íslendinga” sem framkvæmd var af Embætti landlæknis árin 2007, 2009, and 2012 eru notuð til að meta þá tekjuuppbót sem þarf til að viðhalda sömu velferð með heilsubrest og án hans. Þannig er virði þess að losna undan 18 aðgreindum heilsufarsástöndum metið.
Niðurstöður:
Niðurstöður benda til þess að nauðsynleg tekjuuppbót til að vega á móti depurð sé ISK 187.572.900 á ársgrundvelli, ISK 22.954.000 þurfi til að vega upp á móti algengum höfuðverkjum, og ISK 17.070.000 þurfi til að vega upp á móti mikilli sjónskerðingu.
Ályktanir:
Með því að nýta tekjuuppbótaaðferðina má skoða marga sjúkdóma samtímis með sömu gögnum og aðferðum. Þannig má sýna röðun á milli sjúkdóma sem nýst getur við stefnumótun, en niðurstöður á við þær sem hér eru sýndar væru einmitt einna helst notaðar í kostnaðarábatagreiningar sem veita leiðsögn við forgangsröðun. Líkt og í fyrri rannsóknum mælist nauðsynleg tekjuuppbót fyrir geðsjúkdóma töluvert hærri en fyrir aðra sjúkdóma.

 

E134 Tracking of food patterns and depression in the elderly: a life-course approach from the AGES-Reykjavík-Study

Bryndís E. Birgisdóttir1, Þórhallur I. Halldórsson2, Guðný Eiríksdóttir3, Lenore Launer4, Tamara Harris4, Inga Þórsdóttir5, Laufey Steingrímsdóttir2, Vilmundur Guðnason6, Ingibjörg Gunnarsdóttir2

1Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 2 Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 3Icelandic Heart Association, 4National Institute on Aging, Laboratory of Epidemiology, and Population Sciences, 5School of Health Sciences, University of Iceland, 6Icelandic Heart Association

beb@hi.is

Introduction: The aim of this study was to investigate the trajectory of healthy dietary patterns in adolescence, mid- and late life and the association with depressive symptoms in old age.
Methods:
At recruitment in late life in the AGES Reykjavik Study (n = 5764, mean age 77, SD 5.9), the participants completed a food frequency questionnaire on dietary intake in adolescence (13 questions) and two validated questionnaires for dietary intake in mid-life (13 questions) and current eating habits (20 questions), respectively. A priori patterns were extracted from each period using principal component analysis. Depressive symptoms were measured using the Geriatric Depression Scale (GDS-15).
Results:
 Healthy dietary patterns emerged in all age groups (fish, fruits and vegetables), mid-life (vegetables, fruits, fish, fish liver oil, unprocessed meat) and old age (fresh fruits, vegetables, skyr (sour milk product), whole wheat bread, oatmeal, rye bread, fish liver oil, fish). Healthy dietary pattern in late life was inversely associated with GDS score, adjusted for age, sex, body mass index, education and smoking -0.35 (95%CI: -0.24, -0.45). Similar indicative associations were seen for the healthy diet in mid life and adolescence. Additional adjustment for physical activity (PA) attenuated all the associations, but not in the low physical activity group.
Conclusions:
 A healthy dietary pattern was inversely associated with depressive symptoms in late life. A focus on a healthy diet throughout the life course might partly prevent depressive symptoms later in life, especially among those less physically active.

 

 

E135 Obesity management by personalizing dietary and lifestyle recommendations: Evaluation of genetic profiling for weight loss

Cynthia Issa1, Helena Jenzer2

1Department of health, nutrition and dietetics research unit, Bern University of Applied Sciences, 2Nutrition and dietetics research unit, Bern University of Applied Sciences

cynthiaissa92@gmail.com

Introduction: New challenges in obesity research are focused on personalizing nutrition recommendations to better meet the individual's metabolic requirements. To save both time and efforts for the individuals with overweight/obesity and dieticians, prescribing a ‘‘once-for-all'' individually customized nutrition regime instead of the ‘‘one-for-all'' population-based perspective would be a key approach. In this context, the aim of this pilot was to evaluate the effectiveness of genetically tailored dietary and lifestyle recommendations in dietetic practice for optimized weight loss outcomes.
Methods:
Overweight-to-obese patients, with a history of unsucessful weight loss attempts, were experimentally counseled based on a commercially available genetic test screening 8 single nucleotide polymorphisms (SNP's) in 7 obesity-associated genes. Bioelectrical impedance analysis (BIA) was used to measure body weight and composition. The change in body weight and composition measurements between the beginning and end of the pilot was analyzed.
Results:
15 out of 36 patients were found to be previously following the wrong matching diet according to their genetic profile screened; 11 of which achieved the highest weight loss outcomes. Those results reflected in a highly significant loss in body weight and subsequent BMI (p<0.001), where BMI mean decreased by more than one unit from 35.433 to 34.419 kg/m2 in a 3-month period. In addition, the mean decrease in fat mass, fat mass percentage, and visceral fat area was highly significant (p<0.001) and the mean of the waist-to-hip ratio also decreased significantly (p<0.05).
Conclusions:
 Management of obesiy by personalizing dietary and lifestyle recommendations based on genetic profiles offers promise in practice as in theory.

 

 

E136 Does Amino Acid and Acylcarnitine Profile Differ Regarding to Birth Weight?

Harpa Viðarsdóttir1,2, Þórður Þórkelsson1,3, Þórhallur I. Halldórsson4, Ragnar Bjarnason1,3, Reynir T. Geirsson1, Leifur Franzson5

1Faculty of medicine, University of Iceland, 2Astrid Lindgrens Children's Hospital, Karolinska University Hospital, 3Children's Hopitla Iceland, Landispitali University hospital, 4Faculty of Food Science and nutrition, University of Iceland, 5Department of Genetics and Molecular Medicine, Landspítali University Hospital

hav1@hi.is

Introduction: In Iceland during 1996-2005 0.8% of live born singeltons had a birthweight ≥5000 g, defined as extremely macrosomic. To investigate the metabolic environment of a fetus that becomes extremely macrosomic has been difficult. The aim of this project was to estimate if measurements of selected amino acids and acylcarnitines obtained in the regular newborn screening program differ based on birthweight.
Methods:
Retrospective study on term infants born from the 1st of January 2009 until 31st of December 2012, without a diagnosis of metabolic disease. Three groups studied were: extremely macrosomic (≥5000 g), appropriate-for-gestational age in weight (10th – 90th percentile) and low birthweight (<2500 g). Multivariable analysis was used, corrected for gestational age and neonatal gender.
Results:
There were correlations between birthweight and some of the amino acids,with the strongest correlation being with proline (-0.09096, p<0.0001). Principal component analysis on the amino acids showed no significant correlations with birthweight. In extremely macrosomic babies the strongest correlation was with propionylcarnitine (C3, 0.06633, p<0.0001) and 3-hydroxybutyrylcarnitine (C4OH, 0.05473, p<.0001). In the low birthweight group there were correlations with free carnitine (C0, -0.09388, p<0.0001), medium and long chain acylcarnitines (strongest with linoleoylcarnitine (C18:2, 0.16481, p<0.0001)). Principal component analysis on acylcarnitines showed a correlation between birthweight and a factorpattern (-0.17610, p<0.0001).
Conclusions:
Extremely macrosomic infants show higher levels of some acylcarnitines. Low birthweight infants differ in their metabolic profile with higher values of some amino acids, free carnitine, medium and long chain acylcarnitines. These changes might relate to a different intrauterine nutritional environment.

 

 

E137 Long-term hypnotic medication use among Swedish survivors of the 2004 southeast Asia tsunami

Edda Björk Þórðardóttir1, Huan Song1, Fang Fang2, Filip Arnberg3, Christina Hultman2, Unnur Anna Valdimarsdóttir1, Arna Hauksdóttir1

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, 3Uppsala University

eddat@hi.is

Introduction: The aim of this study was to assess hypnotic medication use and associated factors among Swedish adults and children exposed to the 2004 southeast Asia tsunami.
Methods:
The exposed group consisted of 10 215 Swedish adult tsunami survivors (age ≥18 years in 2004) and n=3 742 childhood survivors (age <18 years in 2004). The exposed group was matched to unexposed native Swedes (n= 998 224 adults and 320 828 children) with the same sex, birth year, cohabitation status and socioeconomic status. The cohorts were cross-linked to the Swedish Prescribed Drug Register and the Swedish Patient Register from mid 2005 to 2013. Information about symptoms of posttraumatic stress disorder (PTSD) were gathered from questionnaire data sent 14 months after the event to 10 501 tsunami survivors ( ≥16 years old).
Results:
During an 8.5-year follow-up, adults exposed to the tsunami were at increased risk of hypnotic medication use (aHR 1.27, 95% CI 1.22-1.32), while children were at decreased risk (aHR 0.87; 95% CI 0.78-0.97). Interestingly, hypnotic medication use was not associated with a post-event diagnosis of a stress-related disorder. Furthermore, hypnotic medication use was similar among tsunami survivors with PTSD symptoms (IES-R ≥ 40; aHR 1.28 95% CI 1.10-1.49) and without PTSD symptoms (aHR 1.24, 95% CI 1.17-1.32).
Conclusions:
Trauma exposure is associated with elevated risk of long-term hypnotic medication use post-event among adults. Findings indicate that hypnotic medication use post-trauma is not contingent on self-reported PTSD symptoms; supporting the newly proposed trauma-related sleep disorder.

 

 

E138 The health consequences of physical, sexual and psychological abuse: A nationwide cohort study

Edda B. Þórðardóttir1, Snæfríður G. Aspelund2

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2University of Zurich, Institute of Pharmacology and Toxicology

eddat@hi.is

Introduction: Previous studies indicate that individuals exposed to abuse are at risk of suffering from adverse health consequences. The aim of the current study is to assess the physical health of participants who have been exposed to physical, sexual and/or psychological abuse over their lifetime.
Methods:
Participants were Icelanders of both genders (>18 years old) residing countrywide, who participated in the survey Health and wellbeing of Icelanders conducted in 2017 (response rate 67.8% (6,776 /10,000)). Lifetime history of exposure to physical, sexual and psychological abuse was assessed. In addition, the following symptoms/diseases were assessed: symptoms of the musculoskeletal and nervous systems, cardiovascular disease, gastrointestinal symptoms and allergy symptoms.
Results:
Preliminary results indicate that participants exposed to abuse are at greater risk of experiencing musculoskeletal and nervous system problems (aRR 2.04; 95% CI 1.68-2.48), gastrointestinal problems (aRR 1.97; 95% CI 1.69-2.29), allergy symptoms (aRR 1.49; 95% CI 1.28-1.74) and cardiovascular disease (aRR 1.21; 95% CI 1.03-1.42) compared to non-exposed Icelanders. Participants who had been exposed to all trauma types (physical, sexual and psychological abuse) had the greatest risk of developing all the physical conditions.
Conclusions:
 Exposure to abuse is associated with a range of common physical health conditions. The significance of this study includes providing health professionals with important information about the longstanding consequences of abuse.

 

 

E139 Integrated Cognitive Remediation for early psychosis: Results from a randomized controlled trial

Ólína Viðarsdóttir1, David Roberts2, Elizabeth W. Twamley3, Engilbert Sigurðsson1, Berglind Guðmundsdóttir4, Brynja Magnúsdóttir5

1Faculty of medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, 2The University of Texas Health Science Center at San Antonio, 3University of California, San Diego and VA San Diego Healthcare System, 4Department of psychology, University of Iceland, 5Department of psychology, Reykjavik University

vidarsdo@landspitali.is

Introduction: Cognitive remediation is effective for improving cognitive deficits found in schizophrenia but generalization to everyday functioning remains a challenge. Interventions such as strategy training combined with computerized training, and social-cognitive training have shown promise in bridging the gap between cognitive gains and functional outcomes, but relatively little is known about cognitive training outcomes in early psychosis. The objective of this study was to integrate three cognitive remediation approaches: Neuropsychological Educational Approach to Remediation (NEAR), Compensatory Cognitive Training (CCT), and Social Cognition and Interaction Training (SCIT), and evaluate the effects on neurocognition, social cognition, clinical symptoms, and functional outcome in patients early in the course of their psychotic illness.
Methods:
We conducted a randomized control trial of an Integrative Cognitive Remediation (ICR) with 49 patients diagnosed with primary psychotic disorder seeking service at an early-intervention service in Iceland (mean age: 24; 86% males). Participants were randomized either to waiting-list control group (n=24) or a 12-week group-based ICR (n=25). Neurocognition, social cognition, functional outcome, and clinical symptoms were assessed at baseline and post-treatment.
Results:
The ICR group showed significant improvements in verbal memory, executive functioning, theory of mind and a significant reduction in hostile attributions, compared to those receiving standard treatment alone, but there were no differences between groups on measures of functional outcomes or clinical symptoms. ICR was well tolerated and received high treatment satisfaction ratings.
Conclusions:
Taken together, these findings suggest that ICR has potential to improve neurocognition and social cognition in early psychosis.

 

 

E140 Effects of the community peer-based ActiveRehabilitation programs for people with spinal cord injury in Botswana

Anestis Divanoglou1, Sophie Jörgensen2, Katarzyna Trok3, Claes Hultling4, Kobamelo Sekakela5, Tomasz Tasiemski6

1University of Iceland, 2Department of Health Sciences, Lund University, 3Spinal Injury Unit, Karolinska University Hospital, 4Spinalis, 5Spinalis SCI Rehabilitation Unit, Princess Marina Hospital, 6Poznan University of Physical Education

anediv@hi.is

Introduction: Active Rehabilitation (AR) is a community peer-based concept for people with spinal cord injury (SCI) that was developed 40 years ago in Sweden and has spread in more than 20 countries. Anecdotally, participants describe AR training programs as a life-changing experience. Despite the plethora of such statements, the effectiveness of the programs has not been explored. This study aimed at measuring the effects of the inaugural AR training program on independence, wheelchair mobility, self-efficacy, life satisfaction and participation in persons with SCI in Botswana.
Methods:
This prospective cohort study used an adapted version of the protocol of an ongoing international study that evaluates the effects of AR training programs. Participants completed an online survey in the beginning and at the end of the program, and at 5-months follow-up.
Results:
15 English-speaking participants were included in the study (6/9 males/females, 3/12 tetraplegia/paraplegia, 11/4 complete/incomplete SCI, age 16-40 years, 1-10 years since injury). Participants achieved higher level of independence in the mobility sub-scale of SCIM-SR on completion of program (p=0.007, d=0.90) and at follow-up (p=0.020, d=0.77) compared to baseline. Participants also improved in both practical (p=0.001, d=0.85) and self-reported wheelchair skills after the program. No changes were reported with regard to self-efficacy, life satisfaction and participation.
Conclusions:
This is the first comprehensive evaluation of AR training programs. Peer-based AR programs could assist community-dwelling individuals with SCI to improve their physical and wheelchair mobility skills. Similar evaluation should be implemented when AR training programs commence in Iceland.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica