Ágrip

Ágrip

ÁGRIP ERINDA

E01

Tíðni og áhættuþættir gangráðsísetninga og langtímanotkun gangráða í sjúklingum sem hafa gengist undir ósæðarlokuskipti

Hafþór Ragnarsson1, Arnar Geirsson2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartaskurðdeild Yale-háskólasjúkrahússins, New Haven, Connecticut

Inngangur: Leiðslurof sem þarfnast varanlegrar gangráðsísetningar er þekkt aukaverkun ósæðalokuskipta. Algengara er að þurfa gangráð eftir ósæðalokuísetningu með þræðingartækni (TAVR) heldur en í opinni aðgerð (SAVR). Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman tíðni og áhættuþætti gangráðsísetningar ásamt því að lýsa langtímaþörf gangráða vegna leiðslurofs eftir SAVR og TAVR.

Efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar innihélt alla þá sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti á árunum 2012-2016 í Yale New Haven Hospital. Viðvarandi þörf á gangráði var skilgreind sem gangráðsvirkni yfir 1% án þess að leiðslurof hafi leyst úr sér. T-test og Fisher's exact test voru notuð til samanburðar á talna- og flokkabreytum milli þýða og fjölþátta lógitísk aðhvarfsgreining til að bera kennsl á staka áhættuþætti fyrir gangráðsísetningu og langtímaþörf gangráðs.

Niðurstöður: Alls féllu 903 sjúklingar innan skilmerkja rannsóknarinnar, 499 SAVR og 404 TAVR-aðgeðir. Tíðni gangráðsísetninga var 4,6% eftir SAVR og 14,4% eftir TAVR (p<0.001). Hægra leiðslurof reyndist marktækur áhættuþáttur fyrir gangráðsísetningu eftir TAVR (ÁH: 7,86, 95% ÖB: 4,16–14,97). Engin stök breyta reyndist markverður áhættuþáttur fyrir gangráðsísetningu eftir SAVR. Af þeim 62 sjúklingum sem fengu gangráð vegna leiðslurofs, óháð tegund aðgerðar, voru 23 (37,1%) sem ekki voru gangráðsháir eftir 31 dag að meðaltali. Útæðasjúkdómur reyndist vera marktækur áhættuþáttur fyrir langtímaþörf gangráðs vegna leiðslurofs (ÁH: 5,91, 95% ÁH: 1,61–25,81).

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar um algengi og áhættuþætti gangráðsísetninga koma heim og saman við stöðu núverandi þekkingar. Athygli vekur hversu hátt hlutfall gangráðssjúklinga þurftu ekki á gangráð að halda skömmu eftir lokuaðgerð. Útæðasjúkdómi hefur ekki verið lýst áður sem áhættuþætti fyrir langtímaþörf gangráðs.



E02

Alvarlegir fylgikvillar sýnatöku úr blöðruhálskirtli 2013-2017

Birgitta Ólafsdóttir1, Rafn Hilmarsson2, Jón Örn Friðriksson2, Sigurður Guðmundsson1,3, Sigurður Guðjónsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2þvagfæraskurðdeild, 3smitsjúkdómadeild Landspítala

Inngangur: Ómstýrð grófnálarsýnataka um endaþarm er almennt notuð til þess að greina krabbamein í blöðruhálskirtli. Slíkar sýnatökur geta þó haft í för með sér fylgikvilla. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og tegund fylgikvilla sem kröfðust sjúkrahúsinnlagnar eftir sýnatöku.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra sem fóru í sýnatöku á blöðruhálskirtli á Íslandi á árunum 2013-2017. Einnig voru skoðaðar tegundir og næmi sýkla sem ræktuðust í sýkingartilfellum og næmi sýkla fyrir cíprófloxacini og trimetoprimi.

Niðurstöður: Alls voru framkvæmdar 2076 blöðruhálskirtilssýnatökur á Íslandi á árunum 2013-2017. Af þeim lögðust 59 (2,8%) inn á sjúkrahús allt að 15 dögum eftir sýnatöku, þar af 45 (76,3%) vegna sýkinga, 6 (10,2%) vegna blæðinga og 8 (13,5%) vegna annarra orsaka. Hærri aldur var áhættuþáttur fyrir innlögn (p<0,001) en að hafa fengið sýklalyfjaávísun allt að 6 mánuðum fyrir sýnatöku var verndandi þáttur (p=0,04). Algengast var að E. coli ræktaðist í sýkingartilfellum (73,3% og voru sýkingarvaldarnir ónæmir fyrir cíprófloxacíni í 57,1% tilfella og ónæmir fyrir trimetoprimi í 54% tilfella. Í 31,4% tilfella var sýkingarvaldurinn ónæmur fyrir bæði cíprófloxacíni og trimetoprími.

Ályktun: Þrátt fyrir að sýnataka úr blöðruhálskirtli um endaþarm sé inngripsmikil aðgerð er innlagnartíðni eftir sýnatöku einungis 2,8%. Í ljósi þess að ónæmi sýkla fyrir cíprófloxacini er jafn há og raun ber vitni gæti verið ástæða til að endurskoða sýklalyfjaval við fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf og jafnframt setja fram klínískar leiðbeiningar um sýnatökur úr blöðruhálskirtli.



E03

Endómetríósa á Íslandi 2001-2015. Nýgengi, staðsetning og aðgerðir

Ásdís Kristjánsdóttir1, Reynir Tómas Geirsson1,2, Kristrún Aradóttir2

1Háskóli Íslands, 2Landspítala

Inngangur: Endómetríósa er langvinnur erfiður sjúkdómur meðal kvenna sem getur haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra og möguleika til barneigna. Sjúkdómurinn er algeng orsök verkja, óreglulegra blæðinga og ófrjósemi. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi og flokka sjúkdóminn eftir alvarleika og staðsetningu í líkamanum fyrir árabilið 2001-2015.

Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru gögn frá íslenskum sjúkrastofnunum þar sem aðgerðir til greiningar á endómetríósu höfðu getað farið fram. Fundnar voru konur með alþjóðlegu ICD-greiningarkóðana N80.0-N80.9 og sjúkraskrár, aðgerðarlýsingar og vefjagreiningasvör skoðuð. Staðsetningu endómetríósu í grindarholi var skipt í fimm flokka og sjúkdómnum í tvo flokka eftir alvarleika.

Niðurstöður: Alls voru nýgreindar konur 1435 talsins á árunum 2001-2015 á aldrinum 15-69 ára. Nýgengi var misjafnt milli ára, frá 5,9-13,3/10 000 en að meðaltali greindust 9,1/10 000 konur á ári á aldrinum 15-69 ára. Fyrir aldurinn 15-49 ára var nýgengi milli ára frá 6,7-16,4/10 000 og meðaltal 11,4/10 000. Meðalaldur við greiningu var 34,6 ár. Greining var með kviðsjá hjá 80,9% kvennanna og staðfest með vefjarannsókn hjá 65,1%. Algengasta staðsetning endómetríósu var á eggjastokkum og neðarlega í grindarholi. Meirihluti kvennanna greindist með vægari form sjúkdómsins, þ.e.a.s. 68,9%.

Ályktanir: Að meðaltali greinast 95,7 konur á ári með endómetríósu. Nýgengi var svipað og í fyrri íslenskri rannsókn sem tók til áranna 1981-2000. Dreifing á vefjaskemmdum sýndi hærra hlutfall í grindarholi en í fyrri rannsókn. Meðalaldur við greiningu var sá sami og í fyrri rannsókn sem bendir til þess að betri kviðsjártækni leiði ekki til greiningar fyrr á frjósemiskeiði.



E04

Djúpar sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi: Nýgengi, meðferð og lifun

Ástríður Pétursdóttir1, Steinn Steingrímsson1, Tómas Guðbjartsson1,2

1Hjarta og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Djúpar sýkingar í bringubeinsskurði eru á meðal alvarlegustu fylgikvilla eftir opnar hjartaaðgerðir og skerða bæði lífsgæði og lifun sjúklinga. Við rannsökuðum nýgengi, meðferð og bæði skammtíma- og langtímaárangur þessara sýkinga í vel skilgreindu sjúklingaþýði.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum fullorðnum sjúklingum sem greindir voru með djúpa sýkingu í bringubeinsskurði eftir opna hjartaaðgerð á Landspítala 2000-2017. Notast var við skilmerki Center of Disease Control and Prevention (CDC) frá 2018 til að skilgreina djúpa bringubeinssýkingu. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám og lifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Meðaleftirfylgd var 75 mánuðir og miðast við 1. janúar 2018.

Niðurstöður: Alls greindust 55 sjúklingar (meðalaldur 69 ár); 41 karl (75%) og 14 konur, nýgengið var því 1,5% í þeim 3771 opnu hjartaskurðaðgerðum sem gerðar voru á tímabilinu. Nýgengi var 1,8% 2000-2010 og 0,8% 2011-2017, en munurinn var ekki marktækur (p<0,1). Flestir sjúklinganna (85%) höfðu gengist undir kransæðahjáveituaðgerð en 4% undir ósæðarlokuskipti. Bringubeinssýking greindist að meðaltali á 25. degi eftir aðgerð og 84% greindust innan 30 daga frá aðgerð. Í heildina fengu 33 sjúklingar (60%) sárasogsmeðferð; þar af allir sjúklingar frá miðju ári 2005. Algengustu sýkingarvaldarnir voru kóagulasa-neikvæðir klasakokkar (KNS, 49%) og S. Aureus (36%). Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá greiningu en 1 og 5 árum frá aðgerð voru 89% og 67% sjúklinganna á lífi.

Ályktanir: Nýgengi djúpra sýkinga í bringubeinsskurði er lág á Íslandi (1,5%) og hefur haldist svipuð síðastliðin 17 ár. Enginn sjúklingur lést innan 30 daga en í næstum 14 ár hefur sárasogsmeðferð verið beitt hjá öllum sjúklingum með góðum árangri.




E05

A new intelligent stocking for quantification of edema in the lower limbs - preliminary results

Alexander Emil Kaspersen, Olav Bjørn Petersen, Michael Hasenkam

Skejby, University Hospital, Aarhus

Introduction Body fluid balance is strictly regulated within a narrow range, controlled by Starling forces. Balance shifts are seen in several diseases, resulting in edema. Monitoring of edema represents a way to evaluate the degree of the underlying disease and effect of treatment. No current method provides continuous quantitative assessment of edema, implying the feasibility of a method for continuous measurement of leg volume. We evaluated the Edema Stocking device (ESD) as a tool for continuous quantification of edema compared to water displacement volumetry (WDV).

Materials and methods Six pregnant women with a mean age of 34.2±3.8 were included. Each woman had her volume of one lower extremity measured with both ESD and WDV. Daily for three days, two measurements were performed in the morning and two in the evening. Continuous monitoring of leg volume was performed with ESD for 1 hour every day. Accuracy was evaluated by Bland-Altman plot and linear regression analysis.

Results Both reliability and accuracy of the ESD were similar as seen in prior studies on methods of estimating limb volume. Mean difference between ESD and WDV was 208.8 ml ± 144.3 ml. Limits of agreement was -74.1;491.7 ml, while Pearson's coefficient for regression analysis was 0.906. ESD showed lower volumes than WDV.

Conclusions Regression analysis showed good correlation between ESD and WDV, however the ESD generally measured approx. 200 ml less than volumes measured by WDV. The ESD holds promises as a new method for edema monitoring. However, data from more patients is needed.




E06

Outcome after type A aortic dissection repair in patients with preoperative cardiac arrest

Emily Pan1, Andreas Wallinder2, Arnar Geirsson3, Christian Olsson4, Anders Ahlsson4, Simon Fuglsang5, Jarmo Gunn1, Emma Hansson2, Vibeke Hjortdal5, Ari Mennander5, Shahab Nozohoor7, Anders Wickbom8, Igor Zindovic7, Tomas Gudbjartsson9,10, Anders Jeppsson2

Hjarta- og lungnaskurðdeildir háskólasjúkrashússins í 1Turku, 2Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, 3Yale sjúkrahússins, New Haven, 4Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 5Skejby sjúkrashússins í Aarhus, 5Tampere sjúkrahússins, Tampere, 7Skane sjúkrahússins, Lundi, 8Örebro sjúkrahússins og 9Landspítala, 10læknadeild Háskóla Íslands

Introduction: Patients presenting with acute type A aortic dissection (ATAAD) and cardiac arrest before surgery are considered to have very poor prognosis, but limited data is available. We used a large database to evaluate the outcome of ATAAD patients with a cardiac arrest before surgery.

Materials and methods: We evaluated 1154 surgically treated ATAAD patients from the Nordic Consortium for Acute Type A Aortic Dissection (NORCAAD) database between 2005 and 2014. Patients with (n=44, 3.8%) and without preoperative cardiac arrest were compared and variables univariably associated with mortality in the cardiac arrest group were identified. Median follow-up time was 2.7 years (interquartile range 0.5-5.5).

Results: Thirty-day mortality in the arrest and non-arrest group was 43.2% and 16.6%, respectively (odds ratio [OR]3.83, CI 2.06-7.09; p<0.001). In the nine patients with ongoing cardiopulmonary resuscitation when cardiopulmonary bypass was initiated, five died intraoperatively and one died after 65 days. In patients surviving the operation, stroke was significantly more common in the arrest group (48.4% vs 18.2%; OR 4.21, CI 2.05-8.67; p<0.001). In total, 50.0% (22/44) of the arrest patients survived to the end of follow-up. Non-survivors in the arrest group more often had DeBakey type I dissection, cardiac tamponade, cardiac malperfusion and higher preoperative serum lactate (all p<0.05).

Conclusions: Early mortality and complications after ATAAD surgery in patients with a preoperative cardiac arrest are high, but mid-term outcome after surviving the initial period is acceptable. Preoperative cardiac arrest should not be considered an absolute contraindication for a surgical ATAAD repair.



E07

Surgical Repair of Acute Type A Aortic Dissection Complicated with Stroke: Results from The Nordic Consortium for Acute Type A Aortic Dissection (NORCAAD)

Emily Pan1, Raphaelle A. Chemtob2, Simon Fuglsang3, Arnar Geirsson4, Anders Ahlsson5, Christian Olsson5, Jarmo Gunn1, Emma Hansson6, Ari Mennander7, Shahab Nozohoor8, Anders Wickbom9, Igor Zindovic8, Anders Jeppsson6, Vibeke Hjortdal3, Tomas Gudbjartsson10,11

Hjarta- og lungnaskurðdeildir háskólasjúkrashússins í 1Turku, 2Landspítala, 3Skejby sjúkrashússins í Aarhus, 4Yale sjúkrahússins, New Haven, 5Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 6Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, 7Tampere sjúkrahússins, Tampere, 8Skane sjúkrahússins, Lundi, 9Örebro sjúkrahússins og 10Landspítala, 11læknadeild Háskóla Íslands

Introduction: Ischemic stroke is a serious complication associated with acute type A aortic dissection (ATAAD). Current literature is limited by small patient cohorts showing diverging results and there is no consensus on the management of ATAAD patients. Therefore, we aimed to identify perioperative risk factors associated with stroke and their effect on outcome in a large cohort of surgically treated ATAAD patients.

Materials and methods: The Nordic Consortium for Acute Type A Aortic Dissection (NORCAAD) included patients who underwent surgical repair for ATAAD at eight Nordic Centers between 2005 and 2014. The effect of stroke on mortality was identified using multivariable logistic regression and Cox proportional hazard models.

Results: Perioperative stroke was detected in 177/1128 patients (15.7%), who more often presented with syncope (30.6% vs. 17.6%, p<0.001), cerebral malperfusion (20.6% vs. 6.3%, p<0.001), cardiac arrest (7.9% vs. 3.6%, p=0.024), cardiogenic shock (33.1% vs. 20.7%, p<0.001) and pericardial tamponade (25.9% vs. 14.7%, p<0.001) compared to patients without stroke. Furthermore, aortic cross-clamp times were 15 minutes longer on average among patients with stroke (p=0.002), who also underwent more complex surgery, including total aortic arch replacement (10.7% vs. 4.7%, p=0.016). Stroke was an independent predictor of early mortality (OR=2.02, 95% CI: 1.34-3.05, p<0.001) and also adversely effected mid-term mortality (HR 1.68 (95% CI: 1.27-2.23), p<0.001).

Conclusions: Signs of cerebral malperfusion and impaired hemodynamics, as well as extensive surgical repair with a total aortic arch replacement, increased the risk of stroke in surgical ATAAD patients. Postoperative stroke was associated with both increased early- and mid-term mortality.


E08

Samanburður á greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina á milli Íslands og Svíþjóðar árið 2016

Lilja Dögg Gísladóttir1, Bjarni A. Agnarsson3, Helgi Birgisson5, Óskar Þór Jóhannsson4, Þorvaldur Jónsson2, Ásgerður Sverrisdóttir4, Laufey Tryggvadóttir5

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2skurðsviði, 3meinafræðideild, 4krabbameinslækningadeild Landspítala, 5Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands

Inngangur: Rannsóknin er liður í innleiðingu gæðaskráningar brjóstakrabbameina á Íslandi og var markmiðið að bera greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina á Íslandi saman við Svíþjóð.

Efniviður og aðferðir: Kennitölur kvenna sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi 2016 fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands. Breytur úr sjúkraskrá voru skráðar í eyðublöð í Heilsugátt að fyrirmynd sænsku gæðaskráningarinnar og voru gögnin borin saman við gögn um ífarandi brjóstakrabbamein árið 2016 af heimasíðu Sænsku krabbameinsskrárinnar.

Niðurstöður: Færri konur greindust við hópleit á Íslandi (52%) en í Svíþjóð (61%) árið 2016 í aldurshópnum 40-69 ára (p=0,01). Samráðsfundir voru haldnir fyrir aðgerð í 92% tilvika á Íslandi en 99% í Svíþjóð og eftir aðgerð í 96% tilvika á Íslandi en 99% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Varðeitlataka var gerð í 69% aðgerða á Íslandi en 95% aðgerða í Svíþjóð (p<0,01). Ef æxlið var ≤30mm var í 49% tilvika gerður fleygskurður á Íslandi en í 79% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Geislameðferð var veitt eftir fleygskurð í 85% tilvika á Íslandi en 93% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Ef eitilmeinvörp greindust í aðgerð þar sem gert var brottnám þá fengu 48% þeirra kvenna geislameðferð eftir aðgerð á Íslandi en 79% kvenna í Svíþjóð (p<0,01).

Ályktun: Marktækur munur er á ýmsum þáttum í greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina milli Íslands og Svíþjóðar. Með gæðaskráningu brjóstakrabbameina á Íslandi er hægt að fylgjast með og setja markmið um ákveðna þætti greiningar og meðferðar sem mætti breyta eða bæta.


E09

Meðgöngusykursýki 2015-2017 Tíðni, greiningarskilmerki og afdrif móður og barns

Jóhannes Purkhús1, Hildur Harðardóttir1,2

1Háskóli Íslands, 2Landspítala

Inngangur: Meðgöngusykursýki (MGS) er sykursýki sem greinist á meðgöngu og skiptist í tvo flokka. Fyrri flokkurinn er GDMA1 þar sem blóðsykri er haldið innan marka með mataræðisbreytingum og hreyfingu. Seinni flokkurinn er GDMA2 sem krefst lyfjameðferðar. Meðferð við MGS getur minnkað líkur á fylgikvillum og því er mikilvægt að greina og meðhöndla MGS til að bæta horfur móður og barns.

Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftuskyggn og náði yfir tímabilið 2015-2017. Gögnin voru sótt hjá Fæðingaskrá. Þau innihéldu upplýsingar þeirra kvenna sem greindust með MGS á tímabilinu. Einnig voru sjúkraskrár kvennanna skoðaðar en þaðan voru sótt fastandi blóðsykurgildi, niðurstöður sykurþolprófa (fyrir árin 2015 og 2017) og HbA1c gildi.

Niðurstöður: Meðaltíðni MGS á rannsóknartímabilinu var 11,8% og þurftu 18.3% kvennanna á lyfjameðferð að halda en hjá 81,8% þeirra dugði breytt mataræði og hreyfing. Tíðni þungbura, áhaldafæðinga og meðgöngueitrunar var marktækt hærri meðal kvenna með GDMA1. Konur með GDMA2 mældust marktækt þyngri og með hærri gildi í sykurþolprófi. Marktæk jákvæð fylgni mældist milli hækkandi fastandi gilda sykurþolprófs og aukinnar tíðni keisaraskurða. Auk þess fannst marktæk jákvæð fylgni milli tveggja klukkustunda gilda sykurþolprófs og aukinnar tíðni framköllunar fæðinga.

Ályktun: Veruleg aukning hefur orðið á tíðni MGS hér á landi. Helstu skýringar eru breytt greiningarskilmerki MGS og vaxandi þyngd þungaðra kvenna. Fæðing þungbura og meðgöngueitrun móður er algengari meðal GDMA1 kvenna samanborið við GDMA2 konur. Það gæti verið vegna minna aðhalds í meðgönguvernd og lengri meðgöngulengdar GDMA1 kvenna. Tíðni fæðinga með keisaraskurði hækkar með hækkandi fastandi blóðsykri móður.



E10

Meðfæddur þindarhaull á Íslandi árin 2002-2017

Þórdís Ylfa Viðarsdóttir1, Hulda Hjartardóttir2, Þórður Þórkelsson2

1Háskóli Íslands, 2Landspítala

Inngangur: Meðfæddur þindarhaull er alvarlegur fæðingargalli þar sem þind hefur ekki lokast að fullu og kviðarholslíffæri liggja í brjóstholi þar sem þau þrengja að vaxandi brjóstholslíffærum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hversu vel hefur tekist að greina þennan galla í móðurkviði og hvort ákveðnar breytur hafi forspárgildi fyrir horfur sem mætti nota í ákvörðunartöku um inngrip á meðgöngu. Einnig var árangur meðferðar metinn með tilliti til lifunar, lengdar öndunarvélameðferðar og lyfjanotkunar.

Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Rannsakaðar voru meðgöngur kvenna sem áttu fóstur greind með þindarhaul og börn sem fengu greininguna Q79.0 á árunum 2002-2017. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám Landspítala.

Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 28 tilfelli meðfædds þindarhauls. 22 greindust á fósturskeiði en fjögur þeirra enduðu með meðgöngurofi. Sex tilfellanna greindust eftir fæðingu. Nýgengi á tímabilinu var 1 á hver 2933 lifandi fædd börn. Dánartíðni var 20,8%. Nýburarnir sem létust eftir fæðingu greindust að meðaltali fyrr og meðgöngulengd var styttri en þeirra sem lifðu. Öll börnin sem létust greindust á fósturskeiði. Börn með hægri þindarhaul voru að meðaltali fleiri daga í öndunarvél en börn með vinstri galla.

Ályktanir: Ef þessi rannsókn er borin saman við aðra íslenska rannsókn um þindarhaul, sem náði yfir árin 1983-2002, hefur nýgengi hækkað. Hlutfall greindra á meðgöngu hefur einnig hækkað úr 25,8% í 78,6% og hefur hlutfall þeirra sem kjósa meðgöngurof eftir greiningu á meðgöngu minnkað úr 87,5% í 18,2%, sem skýrir a.m.k. hluta þessa aukna nýgengis. Nokkrar breytur virtust hafa marktæk áhrif á lifun, í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna.


E11

Persistent Opioid Use Following Cardiac Surgery Via Sternotomy

Martin Sigurðsson1,2, Jennifer Smith4, Jochen Muehlschlegel4, Tómas Guðbjartsson2,3

1Svæfinga- og gjörgæsludeild, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Brigham and Women´s hospital, Boston

Background: We used centralized national health databases to investigate incidence, risk factors and outcomes associated with new persistent opioid usage following cardiac surgery in Iceland.

Materials and methods: A retrospective population-based study on 1,417 patients undergoing cardiac surgery at Landspitali 2005-2015. Information on patient characteristics, comorbidities and filled prescriptions pre-and postoperatively were collected. Persistent postoperative opioid use was defined as filling a prescription after more than three months postoperatively, in patients who did not fill a prescription for opioid pre-operatively (opioid-naïve). We compared risk of hospital readmission and long-term mortality between patients who became persistent opioid users and those who did not.

Results: Out of 1,417 patients 127 (9%) had filled an opioid prescription in the 6 months preceding surgery but 1,290 (91%) were considered opioid naïve. Of the 127 preoperative users, 60 (47%) remained persistent opioid users, and 117 (9%) of the opioid naïve patients developed new persistent post-operative opioid use. Procedure types were similar, but opioid-naïve patients who became persistent opioid users had a higher pre-operative Elixhauser comorbidity index >0 (25% vs 14%, p<0.001) and higher frailty index score (2.2 vs. 1.4, p<0.001). Patients who developed persistent post-operative opioid use had a readmission rate within 180 days (37% vs 24%, p=0.007) and an increased risk of long-term mortality (HR 1.84; 95% CI 1.08-3.12, p=0.02) than propensity-matched controls.

Conclusions: Patient who develop persistent opioid use have a higher comorbidity burden and frailty that may make them susceptible to complications from persistent opioid usage.


E12

Tengsl ávísana á opioíða og benzodiazepínlyf fyrir skurðaðgerð og bæði skamm- og langtímadánartíðni

Martin Sigurðsson1, Sólveig Helgadóttir6, Þórir Long2, Daði Helgason2, Nathan Waldron7, Runólfur Pálsson2,5, Ólafur Indriðason1,5, Ingibjörg Guðmundsdóttir3,5, Tomas Guðbjartsson4,5, Gísli Sigurðsson1,5

1Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2nýrnadeild, 3hjartadeild og 4hjarta- og lungnaskurðdeild, 5læknadeild Háskóla Íslands, 6Akademíska háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, 7svæfinga- og gjörgæsludeild Duke háskólasjúkrahússins í N-Karólínu

Inngangur: Við könnuðum faraldsfræði og útkomur einstaklinga sem var ávísað opíoíðum og benzodíazepínum fyrir skurðaðgerðir á Íslandi, sér í lagi einstaklinga sem var ávísað lyfjum úr báðum lyfjaflokkunum.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn þýðisrannsókn hjá öllum einstaklingum sem undirgengust skurðaðgerð utan hjartaskurðaðgerða á Landspítalanum milli 2005 og 2015. Dánartíðni innan 30-daga og langtímadánartíðni var borin saman milli einstaklinga sem var ávísað opioíðum, benzodiazepín-lyfjum eða lyfjum úr báðum flokkum og viðmiðunarsjúklinga fundnum með áhættuskorapörun (propensity score matching).

Niðurstöður: Af 42,170 sjúklingum höfðu 1,460 (18%), 3,121 (8%) og 2,633 (7%) leyst út út lyfseðil fyrir opioíðum, benzodiazepínlyfjum eða báðum lyfjaflokkum innan sex mánaða fyrir skurðaðgerð. Sjúklingar fengu ávísað lyfjum úr þessum flokkum höfðu fleiri fylgisjúkdóma og meiri hrumleika en þeir sem fengu það ekki. Einstaklingar sem höfðu leyst út bæði opioíða og benzodiazepinlyf fyrir aðgerð höfðu bæði hærri 30 daga dánartíðni (3.2% á móti 1,8%, p=0.004) and aukna áhættu á langtíma dánartíðni (ÁH 1,41; 95% ÖB: 1,22-1,64; p<0,001) samanborið við viðmiðunareinstaklinga sem fengu ekki ávísað lyfjum úr þessum lyfjaflokkum.

Ályktanir: Verri skamm- og langtímahorfur einstaklinga sem leysa út lyfseðla fyrir opióíðum og benzodiazepínlyfjum innan sex mánaða fyrir skurðaðgerð veldur áhyggjum, og ætti að hvetja til inngripa til að draga úr ávísunum á lyfin fyrir aðgerð.



E14

Greining missmíða í miðtaugakerfi hjá fóstrum og nýburum á Íslandi 1992-2016

Ásdís Björk Gunnarsdóttir1, Hildur Harðardóttir1,2, Hulda Hjartardóttir2, Sara Lillý Þorsteinsdóttir2

1Háskóli Íslands, 2Landspítala

Inngangur: Rannsóknin metur nýgengi og greiningu missmíða í miðtaugakerfi fóstra og nýbura á Íslandi á tímabilinu 1992-2016, ásamt því að rannsaka áhættuþætti mæðra fyrir slíkum missmíðum og afdrif fóstra og barna.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og samanstóð rannsóknarþýðið af öllum fóstrum og nýburum sem greindust með miðtaugakerfismissmíð á rannsóknartímabilinu og mæðrum þeirra. Upplýsingar fengust frá Fæðingaskrá Embættis landlæknis og úr sjúkraskrám Landspítala. Lýsandi tölfræði var notuð við úrvinnslu gagna.

Niðurstöður: Heildarnýgengi miðtaugakerfismissmíða var hæst 2,44/1000 nýbura á árunum 2012-2016. Ríflega 89% tilfellanna greindust á fósturskeiði og af þeim enduðu 80,4% með meðgöngurofi. Á rannsóknartímabilinu styttist meðalmeðgöngulengd við greiningu heilaleysis úr 19,3 vikum í 11,6 vikur milli tímabilanna 1992-1996 og 2012-2016 (p=0,006). Hlutfall greiningar allra miðtaugakerfismissmíða á fósturskeiði var marktækt hærra hjá mæðrum á höfuðborgarsvæðinu (93,7%) miðað við á landsbyggðinni (79,7%) (p=0,006). Tíðni þekktra áhættuþátta meðal mæðra var lág, fyrir utan hátt hlutfall mæðra (23%) með offitu á tímabilinu 2012-2016. Af 57 lifandi fæddum börnum með missmíð í miðtaugakerfi voru 37 (65%) enn á lífi þegar rannsóknin fór fram.

Ályktun: Nýgengi missmíða í miðtaugakerfi var stöðugt um 1-2/1000 nýbura og greindust um 90% á fósturskeiði. Heilaleysi greindist marktækt fyrr við lok rannsóknartímabilsins samanborið við upphaf þess. Það má skýra með tilkomu almennrar fósturskimunar við 12 vikur árið 2003 auk bættrar þjálfunar heilbrigðisstarfsfólks og betri tækjabúnaðar. Munur á greiningarhlutfalli á fósturskeiði milli landshluta getur skýrst af færri ómskoðunum í minni heilbrigðisumdæmum, sem hefur áhrif á sérhæfingu við greiningu fósturfrávika.



E17

Inngjöf neyðarblóðs á bráðamóttöku Landspítala[TG1]

Yousef Ingi Tamimi1, Sólrún Rúnarsdóttir2, Jón Magnús Kristjánsson2, Guðrún Svansdóttir3, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir4, Anna Margrét Halldórsdóttir3

1Landspítali Háskólasjúkrahús, 2flæðisviði, 3Blóðbankinn Landspítala, 4rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum

Inngangur: Neyðarblóð, O RhD neg rauðkornaþykkni, er takmörkuð auðlind og því er mikilvægt að notkun neyðarblóðs sé markviss og ábendingar skýrar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig notkun neyðarblóðs er háttað á bráðamóttöku Landspítala.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn, lýsandi gagnaöflun um sjúklinga sem komu á bráðamóttöku Landspítala og fengu neyðarblóð á tímabilinu 1. janúar 2017 til 31. desember 2018.

Niðurstöður: Upplýsingar um inngjöf neyðarblóðs bárust fyrir 92 neyðarblóðstilfelli á tímabilinu, eða alls 184 neyðarblóðseiningar. Karlar voru 57,6% neyðarblóðsþega, meðalaldur 58,2 ár og erlendir ferðamenn voru 13,0%. Algengustu ábendingarnar fyrir blóðgjöf voru fjöláverkar (38,0%) og efri/neðri meltingarvegsblæðingar (34,8%). Rof á ósæðargúl/ósæðarflysjun var ábending í 6.5% tilvika og blæðingar frá kvenlífærum í 2,2% tilvika. Helstu afdrif sjúklinga voru innlögn á gjörgæslu (45,7%), á almenna legudeild (20,7%) eða tafarlaus skurðaðgerð (23,9%). Meðaldvalartími á bráðamóttöku var tæpar 5 klst og meðallegutími var 13 dagar. Alls létust 23,9% neyðarblóðsþega á bráðamóttöku eða í legu. Í 73,9% tilvika fengu sjúklingar frekari blóðhlutainngjafir í framhaldinu. Blóðhagur var pantaður í kringum inngjöf hjá 91,3% en meðalblóðrauðagildi fyrir og eftir blóðgjöf voru 99 og 108 g/l. Meðalslagbilsblóðþrýstingur fyrir inngjöf var 105 mmHg. Verklagi fyrir lífsmarkamælingar við blóðinngjöf var fylgt í 14,1% tilvika samkvæmt skráningu í Sögu.

Ályktanir: Algengustu ástæður fyrir notkun neyðarblóðs á bráðamóttöku voru áverkar og meltingarvegsblæðingar og um fjórðungur blóðþega lést í legu. Flestir fengu frekari blóðhlutainngjafir í innlögn. Um það bil einn af hverjum átta neyðarblóðsþegum var erlendur ferðamaður. Skráning lífsmarka í kringum inngjöf var ekki í samræmi við verklag Landspítala.


E18

Áhrif langtíma undirbúnings og uppvinnslu sjúklinga í bið eftir liðskiptaaðgerð á hné eða mjöðm á aðgerðarferilinn og tíðni fylgikvilla - Samvinnuverkefni Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins: Viðmiðunarhópur

María Sigurðardóttir, svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala

Inngangur: Vitað er að almennt líkamlegt ástand þeirra sem gangast undir liðskiptaaðgerð hefur áhrif á tíðni fylgikvilla og árangur aðgerðarinnar. Undirbúningsferli sjúklinga sem gangast undir liðskiptaaðgerð á Landspítala hefur nýlega verið breytt og skal nú nýta biðtímann eftir aðgerð til að meta og bæta líkamlegt ástand sjúklinga í samvinnu Landspítala og Heilsugæslu. Það vantar þó grunnupplýsingar um sjúklingahópinn til að meta hugsanlegan árangur af slíku inngripi.

Efniviður og aðferðir: Upplýsingum um liðskiptasjúklinga sem þegar voru komnir á biðlista þegar undirbúningsferlinu var breytt var safnað við komu á Innskriftardeild viku fyrir aðgerð til að fá viðmiðunarhóp. Hér eru kynntar niðurstöður frá fyrstu hundrað sjúklingunum, en gert ráð fyrir að þeir verði um 800 talsins. Niðurstöður eru sýndar sem fjöldi og meðalgildi (bil).

Niðurstöður: Af fyrstu 100 sjúklingunum voru 52 konur, en 37einstaklingar gengust undir liðskiptaaðgerð á mjöðm og 63 á hné. Meðalgildi aldurs var 67 ár (41-86), þyngdar 91 kg (56-150), hæðar 172 cm (151-195) og BMI 31 kg/m2 (20 -47). Meðalgildi fyrir blóðrauða var 142 g/L (111-172), albúmín 45g/L (35-52), eitilfrumur 2,0 10E9/L (1,0-4,3), HbA1c 5,6 % (4,0-10,4) og D-vítamín 79 nmol/L (23-224). Skurðsýkingar urðu hjá 11 sjúklingum og tveir fengu sýkingu í liðinn. Legutími var að meðaltali 1,7 dagar (1-8).

Ályktanir: Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hérlendis. Af þessum fyrstu 100 sjúklingum má sjá að nokkur hluti þeirra er utan þeirra viðmiðunarmarka sem æskilegt er að þeir uppfylli fyrir aðgerð. Það virðist því að hluta hópsins ætti að gagnast frekari undirbúningur sem nú er í boði og gæti það mögulega dregið úr tíðni fylgikvilla.




E19

Greining og meðferð Ductal Carcinoma in situ á Íslandi og samanburður við gæðaskráningu Uppsala-Örebro

Arnar Ágústsson1, Helgi Birgisson2, Bjarni Agnarsson3, Þorvaldur Jónsson5, Hrefna Stefánsdóttir4, Mats Lambe6, Laufey Tryggvadóttir2, Ágerður Sverrisdóttir3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, 3meinafræðideild, 4skurðsviði og 5krabbameinslækningadeild Landspítala, 6Krabbameinsskrá Uppsala-Örebro

Inngangur: Greining staðbundins krabbameinsvaxtar í þekjufrumum mjólkurganga, Ductal carcinoma in situ (DCIS), jókst talsvert með tilkomu skimunar fyrir brjóstakrabbameinum. DCIS hefur ekki áhrif á lífslíkur einstaklinga nema það þróist í ífarandi brjóstakrabbamein. Áhyggjur af ofgreiningu og ofmeðferð DCIS hafa farið vaxandi með tilkomu skimunar. Markmið þessarar rannsóknar var að fá yfirlit yfir greiningu og meðferð DCIS á Íslandi. Rannsóknin var einnig liður í því að koma á gæðaskráningu brjóstakrabbameina á Íslandi og fá samanburð við gæðaskráningu Uppsala-Örebro svæðisins í Svíþjóð (UÖR).

Efniviður og aðferðir: Frá Krabbameinsskrá Íslands fékkst listi yfir þær konur sem fengu DCIS á tímabilinu 2008-2014. Upplýsingar úr sjúkraskrám voru nýttar til að fylla inn í skráningareyðublöð gæðaskráningar brjóstakrabbameina að sænskri fyrirmynd í Heilsugátt sjúkraskrárkerfis Landspítalans. Niðurstöðurnar voru svo bornar saman við samsvarandi gæðaskráningu UÖR.

Niðurstöður: Á íslandi greindust 110 tilfelli með DCIS á tímabilinu, en 1130 tilfelli greindust á sama tíma í UÖR. Um 49% tilfella undirgekkst brottnám á brjósti á Íslandi miðað við 40% frá UÖR. Á Íslandi fengu 54% geislameðferð í kjölfar fleygskurðar en 65% hjá UÖR. Varðeitlataka var framkvæmd í 57% tilfella í Íslandi en 54% tilfella í UÖR.

Umræða: Niðurstöður samanburðar Íslands og UÖR sýna að nálgun á greiningu og meðferð er sambærileg milli svæðanna. Hlutfall brottnámsaðgerða er þó heldur hærra á Íslandi og gæti skýrst af meiri notkun á segulómun brjósta fyrir aðgerð eða auðveldari aðgengi að brjóstauppbyggingu samhliða brjóstnámi. Samantekt og samanburður greiningar og meðferðar DCIS við erlendar gæðaskrár sýnir fram á kosti þess að taka upp gæðaskrá brjóstakrabbameina hérlendis.


E20

Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2014-2017

Berglind Gunnarsdóttir1, Hildur Harðardóttir1,2, Gylfi Óskarsson2

1Háskóli Íslands, 2Landspítala

Inngangur: Hjartagallar eru algengasta meðfædda missmíðin sem greinist hjá börnum með nýgengi 1,7% á Íslandi. Alvarleg meðfædd missmíð í hjarta (AMMH) er skilgreind sem missmíð í hjarta og/eða meginæðum sem leiðir til meðgöngurofs, inngrips eða dauða á fyrsta ári. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi AMMH, fjölda greininga á fósturskeiði og eftir fæðingu. Enn fremur hvaða AMMH greinist helst á fósturskeiði, nýburaskeiði og eftir útskrift.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra fóstra og fæddra barna á Íslandi á árunum 2014 – 2017 og greindust með AMMH. Upplýsingar um sjúkdómsgreiningar á meðgöngu og nýbura fengust úr sjúkraskrám Landspítala og Fæðingarskrá. Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði.

Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fæddust 16.573 börn. Alls greindust 65 tilfelli af AMMH, þar af 55 lifandi fædd; 55/65=84,6%. Nýgengi var 3,3 af 1000 fæðingum. Hlutfall greininga á fósturskeiði var 38,5% (25/65). Framkvæmd voru níu meðgöngurof (9/65=13,8%) vegna AMMH, samhliða annarri missmíð og/eða litningagöllum. Eitt fóstur lést við 17 vikur. Algengasti gallinn sem greindist á fósturskeiði var atrioventricular septal defect (4/25). Hjá fæddum börnum greindist AMMH fyrir fæðingu hjá 27,3% (15/55). Algengasta AMMH hjá fæddum börnum var ósæðarþrengsli (CoA) og op á milli slegla (VSD), 13/55 hvor (23,6%). Fjögur börn af 55 (7,3%) greindust með AMMH eftir útskrift frá fæðingarstofnun, þar af þrjú með ósæðarþrengsli.

Ályktun: Hlutfall greininga á fósturskeiði er í samræmi við fyrri rannsókn á árunum 2000-2014. Leita þarf leiða til að auka enn frekar greiningar AMMH á fósturskeiði. Færri börn greinast nú en áður eftir útskrift frá fæðingarstofnun.



E21

Tengsl 25(OH)D við mjaðmabrot í AGES-Reykjavik rannsókn Hjartaverndar

Sigrún Sunna Skúladóttir1, Alfons Ramel2, Ingibjörg Hjaltadóttir3, L Launer4, Paolo Caserotti5, Mary Cotch6, Thomas Lang7, Guðný Eiríksdóttir8, Kristin Siggeirsdottir8, Vilmundur Guðnason8, Gunnar Sigurðsson5, Laufey Steingrímsdóttir5, Þórhallur Halldórsson2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskóli Íslands, 3Landspítali, 4Alþjóðlega öldrunarrannsóknarstofnunin, 6Alþjóðlega augnrannsóknarstofnunin, 7læknadeild, Háskólanum í Kaliforníu, 8Hjartavernd

Inngangur: Beinbrot geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir eldri einstaklinga og mjaðmabrot eru einna alvarlegust. Tengsl milli styrks 25-hydroxyvítamíns D (25(OH)D) og beinþéttni hefur áður verið lýst. Aðrir áhættu þættir sem tengjast mjaðmabrotum skyggja hver á annan, því gæti reynst erfitt að átta sig á áhrif þeirra.

Efniviður og aðferðir: Langtímarannsókn með 5764 þátttakendum (meðalaldur 77 ár við komu) úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar 2002-2006. Gerðar voru nákvæmar mælingar á þáttakendum; þar með talið sneiðmyndir, hreyfipróf auk þess sem tekin voru lífssýni og lagði fyrir spurningarlistar um núverandi og fyrrverandi heilsufarssögu en einnig atriði sem snerta hreyfingu og mataræði

Niðurstöður: Það voru 486 einstaklingar sem mjaðmabrotnuðu þar af voru 107 með <30 nmol/L í 25(OH)D. Brotahópurinn var marktækt (p<0.001) eldri (80 á móti 77 ára) og með lægra 25(OH)D (p<0.001) (52.7 á móti 57.6 nmól/L). Þegar brotahópnum var skipt í styrkleikaflokka eftir 25(OH)D sást að beinþéttni hækkaði ekki í samræmi við hærra 25(OH)D. Í lægsta flokknum 25(OH)D <15nmol/L var beinþéttni 203 mg/cm3. Í þriðja flokknum 25(OH)D 30-50 nmol/L var beinþéttni 217.1 mg/cm3. Í hæðsta flokknum 25(OH)D >75 nmol/L var beinþéttni 212.7 mg/cm3. Eftir að leiðrétt var fyrir 25(OH)D, aldri, kyni, beinþéttni, „Time up and go“ prófi og jafnvægisprófi sást að fyrir hverja sek sem „time up and go“ prófið var lengra voru hættu líkur (HR) 1.38 (95%CI 1.23-1.55) á mjaðmabroti.

ÁlyktanirStyrkur 25(OH)D og beinþéttni skýra aðeins hluta mjaðmabrota. Svo virðist sem betri frammistað á time up and go prófi sé óháður og vernda þáttur í áhrifum á mjaðmabrot.


E22

Skurðmeðferð taugainnkirtlaæxla (neuroendocrine tumors) í efri hluta meltingarvegar á Landspítala 2010-2017

Daníel Björn Yngvason1, Kristín Huld Haraldsdóttir1,2, Guðjón Birgisson2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2skurðsviði Landspítala

Inngangur: Taugainnkirtlaæxli eru sjaldgæf æxli með nýgengni á Vesturlöndum um 2,5-5,0 á hverja milljón íbúa á ári. Núverandi flokkun tekur saman taugainnkirtlaæxli og krabbalíki. Meðferðin fer eftir stærð og hvort hormónaframleiðsla er í æxlinu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni skurðaðgerða við þessari tegund æxla á Landspítala og horfur þessa sjúklingahóps

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir aðgerð á tímabilinu 2010-2017. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. Notast var við lýsandi tölfræði.

Niðurstöður: Á tímabilinu gengust 21 sjúklingur undir aðgerð vegna taugainnkirtlaæxlis í efri meltingarvegi. Hjá tveimur var ekki gert brottnám vegna útbreiðslu sjúkdóms og því undanskildir í útreikningum. Meðalaldur var 60 ár (bil: 37-77), 10 karlar og 9 konur. Af 19 sjúklingum sem gengust undir brottnám voru 14 æxli í brisi, þrjú í maga, eitt í skeifugörn og lifur. Af þeim voru 89% (n=19) með frumkomið æxli. Tíu sjúklingar höfðu hormónaframleiðandi æxli. Framkvæmdar aðgerðir voru brottnám á brishala (11), Whipple (3), hlutabrottnám á maga (3), hlutabrottnám á lifur (1) og hlutabrottnám á skeifugörn (n=1). Meinafræðiniðurstöður sýndu að flestir sjúklingar voru með sjúkdóm á stigi II sjúkdóm (n=11). Ki-67 var metið í 18 af 19 æxlum og voru 15 með <2% jákvæðni. Átján sjúklingar eru á lífi í lok rannsóknartímabils og voru 14 án sjúkdóms við eftirlit. Tímabil eftirfylgdar er að meðaltali 59 mán. (bil: 10-105). Sjö sjúklingar eru án sjúkdóms 5 árum eftir aðgerð og teljast læknaðir.

Ályktanir: Fáir einstaklingar gangast undir aðgerðir vegna taugainnkirtlaæxla á Íslandi en niðurstöður eru í helstu sambærilegar og gerist erlendis.


E23

Meðferðir og gæðaskráning við krabbameini í endaþarmi á Íslandi árið 2016

Þorvaldur Bollason1, Helgi Birgisson2, Páll Helgi Möller3, Agnes Smáradóttir3, Laufey Tryggvadóttir2, Tryggvi Stefánsson3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, 3skurðlækningadeild og krabbameinslækningadeild Landspítala

Inngangur: Gæðaskráning á krabbameinum í endaþarmi hefur verið við lýði í Svíþjóð frá 1995 og er nú að hefjast á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að nýta gæðaskráninguna til að meta meðferð krabbameina í endaþarmi á Íslandi og bera saman við Svíþjóð.

Efniviður og aðferðir: Öll krabbamein í endaþarmi greind árið 2016 á Íslandi voru skráð í fjögur gæðaskráningareyðublöð í Heilsugátt Landspítala . Sjúkragögn fengust úr sjúkraskrám og millistofnannaforritum Landspítala. Samanburður fékkst úr ársskýrslum sænsku gæðaskráningarinnar.

Niðurstöður: Alls greindust 44 tilfelli á Íslandi og 2180 í Svíþjóð árið 2016. Hlutfall brottnámsaðgerða var 70% á Íslandi en 63% í Svíþjóð. Hlutfall þverfaglegra samráðsfunda fyrir meðferð var 72% á Íslandi en 98% í Svíþjóð. Hlutfall þverfaglegra samráðsfunda eftir brottnámsaðgerð var 61% á Íslandi en 95% í Svíþjóð. Hlutfall geisla-/lyfjameðferðar fyrir brottnámsaðgerð var svipað milli landanna en skipt eftir staðsetningu fengu 30% viðbótarmeðferð á Íslandi en 65% í Svíþjóð á bili 6-10cm frá endaþarmsbrún. Hlutföll voru jöfn á öðrum staðsetningum. Fullkomin svörun, cT0, eftir geisla-/lyfjameðferð var 15% á Íslandi. Hlutfall lyfjameðferðar eftir aðgerð var 89% á Ísland en um 56% í Svíþjóð. Meðferðin á Íslandi var með Xelox (63%) eða Xeloda (38%). Hlutfallið var 50% fyrir bæði lyfin í Svíþjóð.

Ályktanir: Gæðaskráningin gaf góða yfirsýn yfir meðferð við krabbameini í endaþarmi á Íslandi. Samanburður við Svíþjóð sýndi mun á milli landanna í hlutfalli samráðsfunda og viðbótarmeðferða.


E24

Langtímaárangur eftir kransæðahjáveitu hjá sjúklingum með skert útfallsbrot vinstri slegils

Helga Björk Brynjarsdóttir1, Árni Johnsen1, Alexandra Aldís Heimisdóttir2, Linda Ósk Árnadóttir1, Martin Ingi Sigurðsson2, Sólveig Helgadóttir4, Arnar Geirsson5, Tómas Guðbjartsson1,3

1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Akademíska sjúkrahússins í Uppsölum, 5hjartaskurðdeild Yale háskólasjúkrahússins í New Haven

Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er beitt hjá sjúklingum með alvarlegan kransæðasjúkdóm og ekki síst hjá þeim sem hafa skert útfallsbrot (LVEF) vinstri slegils. Langtímaárangur er hins vegar lítt rannsakaður hjá þessum sjúklingum og markmið rannsóknarinnar að bæta úr því.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 2004 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu á Íslandi á

árunum 2001-2016. Sjúklingum var skipt í tvo hópa eftir vinstri slegilsstarfsemi fyrir aðgerð; LVEF ≤35% (n=145, miðgildi EF 30%) og LVEF >35% (n=1859, miðgildi EF 60%). Hóparnir voru bornir saman og reiknuð bæði heildar- og hjartasértæk lifun (Kaplan-Meier) en einnig lagt mat á langtíma fylgikvilla tengda hjarta-og æðakerfi (major adverse cardiac and cerebrovascular events, MACCE). Meðal eftirfygldartími var 7,6 ár.

Niðurstöður: Lýðfræðilegir þættir eins og kyn og aldur voru sambærilegir milli hópa, einnig flestir áhættuþættir hjarta-og æðasjúkdóma. Sjúklingar með LVEF ≤35% höfðu hinsvegar oftar nýrnabilun, langvinna lungnateppu og fyrri sögu um hjartaáfall og 30 daga dánartíðni var fimmfalt hærri hjá þeim (7,6% vs. 1,5%, p<0.001) borið saman við viðmiðunarhóp. MACCE-frí lifun var 83% og 62% eftir 1 og 5 ár hjá sjúklingum í LVEF≤35%-hópi borið saman við 94% og 82% fyrir viðmiðunarhóp og heildarlifun á sömu árum 87% og 69% borið saman við 98% og 91% hjá viðmiðunarhópi.

Ályktanir: Langtíma árangur eftir kransæðahjáveituaðgerð er ágætur hjá sjúklingum með skerta starfsemi vinstri slegils, enda þótt hann sé síðri en hjá sjúklingum með betri slegilsstarfsemi.


E25

Þrívíddarprentuð módel fyrir undirbúning skurðaðgerða

Sólveig Agnarsdóttir

Heilbrigðistæknisetri HR

Í flóknum skurðaðgerðum er oft erfitt að sjá fyrir sér nákvæma staðsetningu á til dæmis æxli, beinflís, svæði til ígræðslu svo dæmi séu nefnd. Með því að nota þrívíddarprentuð módel af svæðinu sem unnið er með er hægt að skoða bestu nálgun á svæðinu, skipuleggja og æfa skurðaðgerðina áður en hún er framkvæmd. Notkun þessara líkana gerir það að verkum að skurðtími styttist, undirbúningur fyrir aðgerðir verður nákvæmari, útkomur eftir skurðaðgerðir verða yfirleitt betri og hægt er að forðast ónauðsynlegar skurðaðgerðir.

Farið verður yfir ferlið sem notað er við gerð nákvæmra þrívíddarmódela út frá læknisfræðilegum myndum eins og tölvusneið- eða segulómsmyndum yfir í prentað þrívíddarmódel. Sýnd verða nokkur tilfelli þar sem þrívíddarmódel hafa verið notuð við undirbúnings á skurðaðgerðum. Að lokum verður farið yfir hvernig hægt er að senda inn beiðni í gegnum Heilsugátt og hvaða upplýsingar þurfa að vera til staðar svo hægt sé að prenta þrívíddarmódel.




E26

Vægur bráður nýrnaskaði í kjölfar skurðaðgerðar: tengsl við langvinnan nýrnasjúkdóm og langtímalifun

Þórir E. Long1, Daði Helgason1, Sólveig Helgadóttir5, Runólfur Pálsson1,4, Gísli H. Sigurðsson2,4, Martin Ingi Sigurðsson1,4, Ólafur Skúli Indriðason1,3

1Nýrnadeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands5, Akademiska háskólasjúkrahúsinu Uppsölum

Inngangur: Kreatínín hækkun í sermi (S-Kr) um 26,5μmól/L á 48 klst hefur verið tengd verri skammtímahorfum og er hluti núverandi skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða (BNS), en lítið er vitað um áhrif þessa á langtímaútkomu. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga langtímahorfur einstaklinga með vægan BNS í kjölfar skurðaðgerða.

Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar yfir 18 ára sem undirgengust kviðarhols-, brjósthols-, bæklunar- eða æðaskurðaðgerð á Landspítala á árunum 1998-2015 voru metnir m.t.t BNS. Gögn fengin úr rafrænum kerfum Landspítala. Vægur bráður nýrnaskaði skilgreindur samkvæmt KDIGO skilmerkjum sem S-Kr hækkun um 26,5μmól/L á 48 klst sem nær ekki hækkun um 1,5 x grunngildi á 7 dögum. Einstaklingar með vægan BNS voru bornir saman við paraðan viðmiðunarhóp (1:1) með áhættuskori.

Niðurstöður: Alls voru 47333 aðgerðir þar sem kreatínín var mælt fyrir og eftir aðgerð. Alls voru 3516 (7,4%) með BNS, af þeim 1161 (2,4%) með vægan og 2355 (5,0%) með alvarlegri BNS. Einstaklingar með vægan BNS höfðu fleiri fylgisjúkdóma og höfðu lægri reiknaðan gaukulsíunarhraða (rGSH) fyrir aðgerð 51 (34-67) vs. 66 (48-84) mL/mín/1.73 m2, (p<0,001). Einstaklingar með vægan BNS voru líklegri til að þróa með sér og fá versnun á undirliggjandi langvinnum nýrnasjúkdómi en samanburðarhópur (p<0.001). Eftir að snemmkomin dauðsföll voru útilokuð hafði vægur BNS ekki tengsl við verri 1-árs lifun eftir aðgerð meðal sjúklinga með eðlilega nýrnastarfsemi (94% og 94%, p=0,660), né skerta nýrnastarfsemi (83% og 82%, p=0,870).

Ályktanir: Vægur BNS eftir skurðaðgerð virðist hafa tengsl við þróun og versnun á langvinnum nýrnasjúkdómi. Hins vegar er 1-árs lifun einstaklinga sambærileg óháð fyrri nýrnastarfsemi.




E27

SSRI og SNRI geðdeyfðarlyf auka ekki áhættuna á blæðingu eftir kransæðahjáveituaðgerð

Alexandra Aldís Heimisdóttir1, Eric Enger2, Simon Morelli3, Hera Jóhannesdóttir3, Sólveig Helgadóttir3, Tómas Guðbjartsson3

1Læknadeild Háskóla Íslands og Linköping háskólans, Linköping2, Akademíska sjúkrahúsinu, Uppsölum, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala

Inngangur: Sérhæfðir serótónin endurupptökuhemlar (SSRI) og serótónin-noradrenalín endurupptökuhemlar (SNRI) geðdeyfðarlyf eru algengustu lyfin sem beitt eru við þunglyndi. Rannsóknir benda til að þau geti aukið blæðingu eftir ýmsar tegundir skurðaðgerða. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif þeirra á blæðingu eftir kransæðahjáveituaðgerð og hvort ástæða sé til að hætta töku þeirra fyrir slíka aðgerð.

Efniviður og aðferðir: 1.237 sjúklingar gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á tímabilinu 2007-2016, þar af voru 97 (7,8%) sem tóku SSRI/SNRI lyf fyrir aðgerð og voru þeir bornir saman við viðmiðunarhóp. Blæðing var metin með þremur útkomum: blæðing í brjóstholskera á fyrstu 24 klst. eftir aðgerð, magn blóðhlutagjafa og tíðni enduraðgerða vegna blæðingar. Þrjátíu-daga dánartíðni og fylgikvillar voru einnig metin.

Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir m.t.t. aldurs, kynjadreifingar, áhættuþátta kransæðasjúkdóms, EuroSCORE II og aðgerðartengdra þátta s.s. tímalengd aðgerðar. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) SSRI/SNRI-hópsins var hins vegar marktækt hærri (30,2 sbr. 28,3 kg/m2); p<0,001). Ekki reyndist marktækur munur milli hópa á blæðingu eftir aðgerð (p=0.26), fjöldi blóðhlutgjafa (p=0.99) eða tíðni enduraðgerða (p=0.61). Tíðni minniháttar og alvarlegra fylgikvilla var sambærileg, sem og dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð (2,1% sbr. 1,5% hjá viðmiðunarhópi; p=0,66)

Ályktanir:. Blæðing eftir kransæðahjáveituaðgerð er ekki aukin hjá sjúklingum sem taka SSRI/SNRI geðdeyfðarlyf fyrir aðgerð. Tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni eru einnig sambærileg og fyrir sjúklnga sem ekki taka þessi lyf. Því virðist ekki ástæða til þess að stöðva notkun þessara lyfja fyrir opnar hjartaaðgerðir.


E28

Aspirín veldur endóþel-háðri æðaútvíkkun í æðum hjá þunguðum og óþunguðum rottum

Helga Helgadóttir1, Teresa Tropea2, Hamutal Meiri3, Sveinbjörn Gizurarson1, Maurizio Mandala2

1Háskóli Íslands, 2Háskólanum í Calabria, 3TeleMarpe Ltd

Inngangur Rannsóknir hafa sýnt að fyrirbyggjandi meðferð með asetýlsalisýlsýru (aspirín) dragi úr líkum á snemmbúinni meðgöngueitrun og meðgönguháþrýstingi á meðgöngu. Verkunarmáti aspiríns er hins vegar enn óljós. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort aspirín hafi beinni æðavíkkandi áhrif á einangraðar æðar úr legi (uterine arteries, UA) og meltingarvegi (mesenteric arteries, MA) í þunguðum og óþunguðum rottum.

Efniviður og aðferðir Einangruðum UA og MA frá þunguðum (14 og 20 daga) og óþunguðum rottum var komið fyrir í líffærabaði (arteriograph). 40-50% samdráttur var framkallaður með fenýlenfrín (phenylephrine) og í framhaldi voru áhrif aspiríns metin (10-12M til 10-5M) með því að bæta því ofan í lífeðlisfræðilega saltlausnina sem umlykur æðina.

Niðurstöður Niðurstöður sýndu að aspirín hafði bein æðaútvíkkandi áhrif á UA og MA í þunguðum og óþunguðum rottum. Í lágum styrk var æðaútvíkkunin svipuð í UA hjá þungum og óþunguðum rottum, en í styrk hærri en 10-7M dró verulega úr áhrifum aspiríns hja rottum sem voru 20 daga þungaðar. Verulega dróg úr æðaútvíkkun aspiríns í UA þegar endóþelið var fjarlægt (p< 0.001), nýmyndun nitur oxíðs var hömluð (p< 0.001), COX var hamlað (p< 0.05), hringlaga núkleótíðin cGMP (p <0,05) eða cAMP ((p <0,01) voru hömluð og þegar kalsíum háð BK göng (p< 0.05) voru hömluð.

Ályktun Niðurstöðurnar sýna að aspirín hefur öflug æðaútvíkkandi áhrif á MA og UA í rottum. Í lágum styrk hefur aspirín áhrif á UA sem gæti að einhverju leyti skýrt af hverju það er gagnlegt sem fyrirbyggjandi meðferð gegn meðgöngueitrun og háþrýstingstengdum vandamálum á meðgöngu.


E29

Krabbameinssjúklingar með sýklasótt á íslenskum gjörgæsludeildum

Edda Vésteinsdóttir1, Gísli H. Sigurðsson1,2, Íris Kristinsdóttir1, Sigurbergur Kárason1,2

1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Framfarir í meðferð og bætt lifun hefur breytt viðhorfum til gjörgæslumeðferðar við bráð veikindi sjúklinga með krabbamein. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna fjölda, meðferð og dánarhlutfall krabbameinssjúklinga með sýklasótt á íslenskum gjörgæsludeildum.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er hluti af verkefni um sýklasótt á íslenskum gjörgæsludeildum. Skoðaðir voru allir sjúklingar með krabbamein sem lögðust inn á gjörgæsludeildir á Íslandi vegna sýklasóttar á sex árum (2006, 2008, 2010, 2012, 2014 og 2016). Til samanburðar voru sjúklingar með sýklasótt en ekki krabbamein.

Niðurstöður: Á rannsóknarárunum lagðist 971 sjúklingur inn á gjörgæsludeild vegna sýklasóttar. Alls voru 240 þeirra (25%) voru með krabbamein sem skiptust í: staðbundin æxli (n=104), æxli með meinvörpum (n=71), hvítblæði (n=34) og eitilfrumukrabbamein (n=31). Algengasti uppruni sýkinga var í kviðarholi hjá sjúklingum með æxli með eða án meinvarpa en lungu hjá sjúklingum með hvítblæði og eitilfrumukabbamein. Sjúklingar með meinvörp, hvítblæði eða eitilfrumukrabbamein fóru síður í öndunarvél (37%) en sjúklingar án krabbameins (51%) og legudagar þeirra voru færri (miðgildi 2) en sjúklinga án krabbameins (miðgildi 4). Meðferðartakmarkanir voru algengari (44%) meðal sjúklinga með krabbamein en hjá öðrum sýklasóttarsjúklingum (20%). Dánarhlutfall á gjörgæslu og eftir1 ár var 24% og 66% meðal krabbameinssjúklinga, en 13% og 32% hjá öðrum sjúklingum með sýklasótt.

Ályktun: Undirliggjandi krabbamein eru algeng hjá sjúklingum sem leggjast inn á gjörgæslu vegna sýklasóttar. Legutími þessa hóps er styttri en þeirra án krabbameina, meðferðartakmarkanir algengari og skamm- og langtímalifun lakari. Þetta bendir til jákvæðs viðhorfs til innlagnar á gjörgæsludeild, annað hvort batni sjúklingum fljótlega eða dregið er úr meðferð sem virðist ekki skila árangri.


E30

Bringubeinslos án sýkingar eftir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala

Sigurjón Rögnvaldsson1, Ástríður Pétursdóttir1, Tómas Axelsson1, Alexandra Heimisdóttir2, Tómas Guðbjartsson1,2

1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Los á bringubeini er þekktur fylgikvilli kransæðahjáveituaðgerðar. Erlendis er tíðni þessa alvarlega fylgikvilla á bilinu 0,4-1,0% en íslenskar rannsóknir skortir á tíðni bringubeinsloss án sýkingar og markmið rannsóknarinnar að bæta úr því.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum kransæðahjáveitusjúklingum á Landpítala 2001-2016. Sjúklingar sem greindust með bringubeinslos eftir aðgerð(n=17) voru bornir saman við viðmiðunarhóp (n=2025) sem ekki innihélt 18 sjúklinga með djúpa miðmætissýkingu. Hóparnir voru bornir saman m.t.t. lýðfræðilegra þátta, helstu áhættuþátta fyrir hjarta- og æðasjúkdómum sem og þekkta áhættuþátta fyrir bringubeinslosi.

Niðurstöður: 17 sjúklingar fengu ósýkt bringubeinslos á tímabilinu eða 0,8%. Bringubeinslos greindist í flestum tilfellum innan mánaðar frá aðgerð (miðgildi 12, bil 4-240). Ekki sást marktækur munur á aldri, hlutalli karla eða öðrum áhættuþáttum kransæðasjúkdóms á milli hópa nema að sjúklingar með bringubeinslos höfðu hærri líkamsþyngdarstuðull (30,9 vs 28,2 kg/m2, p<0,05). Einnig höfðu marktækt fleiri sjúklingar með bringubeinslos sögu um langvinna lungnateppu (29% vs 7%, p<0,05). Í öllum tilvikum var gerð enduraðgerð þar sem bringubeinið var fest að nýju; oftast með Robichek-aðgerð en hjá 2 sjúklingum var notast við títaníumplötu. Aðeins einn sjúklingur(6%) af 17 með bringubeinslos lést innan 30 daga frá aðgerð borið saman við 2% í viðmiðunarhópi (p=0,34). 5 ára lifun var einnig sambærileg við viðmiðunarhóp.

Ályktanir: Tíðni bringubeinsloss án sýkingar á Landspítala er lág (0,8%) og samrýmist niðurstöðum erlendra rannsókna. Þessum sjúklingum virðist yfirleitt farnast vel fyrst eftir aðgerð og bæði skammtíma- og langtímalifun er sambærileg og hjá sjúklingum án bringubeinsloss.


E31

Hjartaígræðslur í Íslendinga: Ábendingar og árangur

Atli Valgarðsson, Þórdís Hrafnkelsdóttir, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Tómas Guðbjartsson

1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild, 3ígræðslugöngudeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Alvarleg hjartabilun er algengur sjúkdómur sem skerðir bæði lífsgæði og lífslíkur sjúklinga. Þegar lyfjameðferð og önnur meðferðarúrræði hafa verið fullreynd getur hjartaígræðsla komið til greina, en þessar aðgerðir eru framkvæmdar erlendis. Hér á landi vantar rannsóknir á ábendingum og árangri þessara aðgerða á Íslendingum og er markmið rannsóknarinnar að bæta úr því.

Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um sjúklinga fengust frá Ígræðslugöngudeild Landspítala sem sinnir öllum núlifandi Íslendingum sem gengist hafa undir hjartaígræðslu. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og leitað var að ábendingu aðgerðar og fylgikvillum. Eftirlit miðast við 1. mars. 2019 og var meðal-eftirfylgd 10,7 ár.

Niðurstöður: Alls fengu 23 Íslendingar ígrætt hjarta á tímabilinu, þar af einn tvisvar, þrír bæði hjarta og lungu samtímis og tveir fengu hjarta- og nýraígræðslu samtímis. Karlar voru 18 (78%) og var miðgildi aldurs við ígræðslu 37 ár (bil 4,5 - 65 ár). Flestar aðgerðirnar voru framkvæmdar í Gautaborg (n=19), en 3 aðgerðir voru gerðar í London og 2 í Kaupmannahöfn. Ábendingar fyrir ígræðslu voru hjartavöðvakvilli (n=11), meðfæddir hjartagallar (n=6), hjartavöðvabólga (n=4), kransæðasjúkdómur (n=2) og höfnun (n=1). Fyrir ígræðsluna fengu 5 sjúklingar tímabundið hjálparhjarta. Í dag eru 5 af 23 sjúklingum látnir en miðgildistími frá ígræðslu að andláti var 9,7 ár, styst tæplega mánuður og lengst 24 ár. Af núlifandi hjartaþegum er tíminn frá ígræðslu allt frá 6 mánuðum upp í rúm 31 ár.

Ályktanir: Árangur hjartaígræðslu á Íslendingum er áþekkur og best þekkist erlendis.



ÁGRIP VEGGSPJALDA

V01

Low Rate Of Reoperations After Acute Type A Aortic Dissection Repair From The Nordic Consortium Registry

Emily Pan1, Tomas Gudbjartsson2,10, Anders Ahlsson3, Simon Fuglsang2, Arnar Geirsson2, Emma Hansson2, Vibeke Hjortdal2, Anders Jeppsson2, Kati Järvelä2, Ari Mennander7, Shahab Nozohoor8, Christian Olsson2, Anders Wickbom9, Igor Zindovic2, Jarmo Gunn2

Hjarta- og lungnaskurðdeildir háskólasjúkrashússins í 1Turku, 2Landspítala, 3Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 4Skejby sjúkrashússins í Aarhus, 5Yale sjúkrahússins, New Haven, 6Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, , 7Tampere sjúkrahússins, Tampere, 8Skane sjúkrahússins, Lundi, 9Örebro sjúkrahússins,10læknadeild Háskóla Íslands

Objectives: To describe the relationship between the extent of primary aortic repair and the incidence of reoperations after surgery for type A aortic dissection.

Methods: A retrospective cohort of 1159 patients treated for type A aortic dissection at eight Nordic low-to-medium sized cardiothoracic centers from 2005 to 2014. Data was gathered from patient records and national registries. Patients were separately divided into three groups according to the distal anastomoses technique (ascending aorta, n=791, hemiarch, n=247, and total arch, n=66), and into two groups for proximal repair (aortic root replacement, n=285, and supracoronary repair, n=832). Freedom from reoperation was estimated with cumulative incidence survival and Fine and Gray competing risk regression model was used to identify independent risk factors for reoperation.

Results: The median follow-up was 2.7 years (range 0-10). Altogether 51/911 patients were reoperated. Freedom from distal reoperation at 5 years was 96.9%, with no significant difference between the groups (P=0.22). Freedom from proximal reoperation at 5 years was 97.8%, with no difference between the groups (P=0.84). Neither DeBakey classification nor the extent of proximal or distal repair predicted freedom from a later reoperation. The only independent risk factor associated with a later proximal reoperation was a history of connective tissue disease.

Conclusions: Type A aortic dissection repair in low-to-medium volume centers was associated with a low reoperation rate and satisfactory mid-term survival. The extent of the primary repair had no significant influence on reoperation rate or mid-term survival.




V02

Loftmiðmætti eftir notkun rafsígarettu

Úlfur Thoroddsen1, Tómas Guðbjartsson1,2

1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Loftmiðmæti er oftast af óþekktum orsökum og kallast þá sjálfsprottið (spontaneous). Það getur líka verið af læknisvöldum, t.d. við rof á vélinda vegna aðskotahlutar eða við vélindaspeglun. Hér er lýst tilfelli af sjálfsprottnu loftmiðmæti eftir notkun rafsígarettu.

Tilfelli: Tæplega tvítugur áður hraustur fyrrverandi reykingamaður leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna skyndilegra brjóstverkja. Tveimur klukkustundum áður hafði hann notað rafsígarettu sem olli kröftugu hóstakasti. Verkurinn versnaði við djúpa innöndun en auk þess fann hann fyrir verkjum við hreyfingu og kyngingu og rödd varð rámari. Við skoðun var hann ekki bráðveikur né meðtekinn að sjá og lífsmörk voru eðlileg. Brak fannst við þreifingu á húð við háls og efst á brjóstholi en lungna- og hjartahlustun var eðlileg. Blóðprufur voru innan eðlilegra marka, m.a. CRP, en væg hækkun sást á á hvítum blóðkornum (11,1 x109/L). Á röntgenmynd af lungum sást loft í miðmæti, alveg frá gollurshúsi og upp á háls en einnig sást loft undir húð. Tölvusneiðmynd sýndi að um loftmiðmæti var að ræða en án loftbrjósts. Sjúklingurinn var innlagður í 2 daga og hvarf loftið á rúmri viku án inngrips.

Ályktun: Líkleg orsök loftmiðmætis hjá þessum einstaklingi var yfirþrýstingur sem myndaðist í lungum eftir hóstakast af völdum rafsígarettu. Aðeins einu slíku tilfelli hefur verið áður verið lýst en hins vegar hefa fjölmörg tilfelli birst vegna loftmiðmætis eftir innöndun kannabis og kókaíns.



V03

Vinstra ristilbrottnám, bugðuristilsbrottnám og endaþarmsbrottnám: Niðurstöður ESCP rannsóknar í samanburði við íslenskar niðurstöður

Haukur Kristjánsson1, Elsa Björk Valsdóttir1,2, Jórunn Atladóttir1, Helgi Kjartan Sigurðsson1, Páll Helgi Möller1,2

1Skurðsviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Árið 2017 tók kviðarholsskurðdeild Landspítala þátt í alþjóðlegri rannsókn á vegum samtaka evrópskra ristil- og endaþarmsskurðlækna (ESCP). Rannsóknin tók til vinstra ristilhlutabrottnáms, bugðuristilbrottnáms og endaþarmsbrottnáms. Þessar aðgerðir eru algengar en þónokkur breytileiki er í framkvæmd þeirra. Markmið alþjóðlegu rannsóknarinnar var að skoða breytileika sjúklingahópa, aðgerðartækni og árangur. Markmið þessarar undirrannsóknar er að bera saman niðurstöður íslenska þýðisins við alþjóðlegu niðurstöðurnar.

Efniviður og aðferðir: Gögnum um sjúklinga sem gengust undir ofangreindar aðgerðir á þeim stofnunum sem tóku þátt, var safnað innan stofnananna sjálfra. Inntökutími aðgerðardags var á tímabilinu 1.feb. til 15. mars árið 2017. Gögnum um aðgerðir var safnað samfellt í tvo mánuði og var eftirfylgd 30 dagar. Meðal endapunkta voru fylgikvillar, lekatíðni og dánartíðni. Í samanburði íslenskra niðurstaðna við niðurstöðu heildarþýðis var notast við kí-kvaðrat próf.

Niðurstöður: Heildarsjúklingafjöldi rannsóknar var 5641 og tóku alls 355 stofnanir frá 49 löndum þátt. Sjúklingafjöldi á Íslandu var 19 og voru allir meðhöndlaðir á Landspítala. Algengasta ábending aðgerðar heildarþýðis var illkynja sjúkdómur (74,1%) og var svo einnig á Íslandi (63,2%, p=0,4). Gerð garnatengingar var algengust á formi enda-í-enda (end-to-end) í heildarþýði (75,2%) sbr. 0% á Íslandi (p=2,9e-09) en þar reyndist algengasta garnatengingin hlið-í-enda (side-to-end), eða 68.4% sbr. við 15,9% í heildarþýði (p=3,4e-09).Tíðni fylgikvilla í heildarþýði var 38,3% miðað við 21,1% á Íslandi (p=0.19), tíðni garnatengingarleka í heildarþýði 7,3% borið saman við 10,5% á Íslandi (p=0,9) og dánartíðni í sömu hópum 2,1% og 0% (p=1).

Ályktanir: Einungis reyndist marktækur munur á gerð garnatengingar. Fámennur sjúklingahópur íslenska þýðisins gerir að verkum að styrkur (power) við samanburð hópanna er ekki mikill. Þörf er á frekari gagnaöflun íslenskra niðurstaðna til marktækari samanburðar.


V04

Effects of Sex on Early Outcome following Repair of Acute Type A Aortic Dissection: Results from The Nordic Consortium for Acute Type A Aortic Dissection (NORCAAD)

Tómas Guðbjartsson1, Raphaelle Chemotob1, Vibeke Hjortdal2, Anders Ahlsson3, Jarmo Gunn4, Ari Mennander5, Igor Zindovic1, Christian Olsson3, Aldina Pivodic7, Emma Hansson7, Anders Jeppsson7, Arnar Geirsson9

Hjarta- og lungnaskurðdeildir háskólasjúkrashússins 1Landspítala, 2Skejby sjúkrashússins í Aarhus, 3Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, 4Turku háskólasjúkrahússins, Turku, 5Tampere sjúkrahússins, Tampere, 6Skane sjúkrahússins, Lundi, 7Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg,8Örebro sjúkrahússins, 9Yale sjúkrahússins, New Haven,10læknadeild Háskóla Íslands

Introduction: Studies reporting effects of sex on outcome following surgical repair for Acute Type A Aortic Dissection (ATAAD) have been limited by small patient cohorts with diverging results. We aimed to compare perioperative characteristics, operative management and postoperative outcome between sexes in a large and well-defined cohort of patients operated for ATAAD.

Materials and methods: The Nordic Consortium for Acute Type A Aortic Dissection (NORCAAD)study included ATAAD-patients operated at eight Nordic centers 2005-2014. Independent predictors of 30-day mortality were identified using multivariable logistic regression.

Results: Females represented 373 (32%) out of 1154 patients and were significantly older (65±11 vs. 60±12 yrs., p<0.001), had lower BMI (25.8±5.4 vs. 27.2±4.3 kg/m2, p<0.001) and had more often a history of hypertension (59% vs. 48%, p=0.001) and COPD (8% vs. 4%, p=0.033) as compared to males. More females presented with DeBakey class II as compared to males with dissection of the ascending aorta alone (33.4% vs. 23.1%, p=0.003). Hypothermic cardiac arrest time (28±16 vs. 31±19 min., p=0.026) and operation time (345±133 vs. 374±135 min., p<0.001) were shorter among females. There was no difference between the sexes in unadjusted intraoperative death (9.1% vs. 6.7 %, p=0.17) or 30-day mortality (17.7% vs. 17.4%, p=0.99). In a multivariable analysis, no difference was found between females and males in 30-day mortality (OR 0.92, 95% CI 0.62-1.38, p=0.69).

Conclusions: No association was found between sex and early mortality following surgery for ATAAD.This despite females beingolder and having more co-morbidities, yet also presenting with a less widespread dissection than males.



V05

Dýnamísk tölvusneiðmynd (4D-TS) sem staðsetningarrannsókn fyrir aðgerð á frumkomnu kalkvakaóhófi

Emil Þór Kristinsson1, Geir Tryggvason1,2

1Háls-, nef- og eyrnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ

Inngangur: Meðferð frumkomins kalkvakaóhófs er skurðaðgerð í flestum tilfellum. Áður var lítið gert af myndgreiningarrannsóknum en algengara er að slíkt sé gert nú til dags. Nú eru gerðir minni skurðir og því nauðsynlegt að staðsetja kirtilæxlið fyrir aðgerð. Ísótóparannsókn hefur verið algengasta rannsóknin en ómun og TS mynd hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Í þessari rannsókn vildum við bera saman 4D-TS og ísótóparannsókn m.t.t staðsetningar kalkkirtilæxlis fyrir aðgerð.

Efniviður og aðferðir: Teknar voru saman upplýsingar um sjúklinga sem undirgengust fjarlægingu á kalkkirtilæxli á árunum 2016-2018. Upplýsingum um aldur, kyn, staðsetningu kirtilæxlis á ísótóparannsókn og 4D-TS fyrir aðgerð, fundur í aðgerð og vefjagreining.

Niðurstöður: 70 sjúklingar fóru í aðgerð á þessu tímabili, 54 konur og 16 karlar. Meðaldur sjúklinga var 63 ár. Af þeim fóru 59 í ísótópaskann og 26 í 4D-TS. Í öllum hópnum (70 manns) sýndi vefjasýni, parathyroid adenóma í 64 tilvikum og annað í 6 tilvikum. Staðsetning kirtilæxlis á 4D-TS rannsókn passaði við fund í aðgerð og vefjagreiningu í 84% tilvika (hjá 22 af 26 sjúklingum). Á móti var nákvæmni ísótópaskanns við staðsetningu einungis 66% (hjá 39 af 59 sjúklingum). Af þeim sem voru með vefjagreiningu fyrir kirtilæxli fóru 16 í bæði ísótópaskann og 4DCT. Í þessum 16 manna hópi voru 14 með 4DCT sem passaði, 8 þar sem ísótópaskann passaði og 2 þar sem hvorugt passaði.

Niðurstaða: 4D-TS virðist betri rannsókn en ísótópaskann til staðsetningar á kalkkirtilæxli. Líklega er hægt að framkvæma það sem staka rannsókn til staðsetningar og sleppa ísótópum.




V06

Verkir sjúklinga eftir aðgerð á holubringu. Gæðarannsókn

Hildur Birna Helgadóttir, María Sif Ingimarsdóttir, Karen Eik Sverrisdóttir, Sigríður Zoëga,

Skurðsviði Landspítala, hjúkrunarfræðideild Landspítala

Inngangur: Holubringa er aflögun á brjóstkassa sem er algengari meðal drengja en stúlkna. Truflun getur orðið á starfsemi hjarta og lungna sem hefur áhrif á líðan og lífsgæði fólks með holubringu. Hægt er að leiðrétta aflögunina með svokallaðri Nuss-aðgerð. Tilgangur verkefnisins var að kanna líðan sjúklinga og fylgni við nýtt verklag eftir Nuss-aðgerð á Landspítala.

Efniðviður og aðferðir: Framskyggn, lýsandi gæðarannsókn. Gögnum var safnað frá sjúklingum, 16 ára og eldri, sem gengust undir Nuss aðgerð frá nóvember 2016 út mars 2017 og frá nóvember 2017 út mars 2018. Þátttakendur svöruðu spurningalista á þremur tímapunktum og fylltu út verkjadagbók í 10 daga eftir útskrift. Upplýsingum um verkjameðferð og fylgni við verklag var safnað úr sjúkraskrá og lyfjaumsjónarkerfi.

Niðurstöður: Þátttakendur voru 13 talsins, meðalaldur var 24,6 ár (bil: 17-52 ár). Meðalstyrkur verstu verkja á fyrsta degi eftir aðgerð var 5,2 á kvarða 0-10, á fyrsta degi eftir útskrift voru þeir 7,1 en 2,3 sex vikum eftir aðgerð. Þátttakendur voru með mikla verki 30% tímans fyrsta sólarhringinn eftir útskrift. Verkir höfðu truflandi áhrif á svefn og djúpa öndun. Meirihluti þátttakenda var með hægðatregðu sem minnkaði eftir því sem dró úr verkjalyfjanotkun. Helsta frávikið frá nýju verklagi var að einungis 23% þátttakenda útskrifaðist á áætluðum útskriftardegi.

Ályktanir: Sjúklingar voru með töluverða verki eftir Nuss-aðgerð, einkum fyrst eftir útskrift, sem höfðu truflandi áhrif á svefn og öndun. Aukaverkanir verkjameðferðar voru nokkuð íþyngjandi. Nokkuð vel gekk að fylgja nýju verklagi. Leita þarf leiða til að bæta verkjastillingu eftir Nuss-aðgerð og draga úr fylgikvillum meðferðar.


V07

Líðan sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm og hné: Lýsandi ferlirannsókn á LSH og SAK 2016

Kolbrún Kristiansen1, Herdís Sveinsdóttir2, Hafdís Skúladóttir2

1Bæklunarskurðdeild Landspítala, 2Sjúkrahúsinu á Akureyri

Inngangur: Eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum eykst, áhersla hefur verið á flýtibata og legutími hefur styst á undanförnum árum. Tilgangur rannsóknarinnar er að lýsa og skoða samband einkenna, bata, heilsutengdra lífsgæða og svefnmunsturs liðskiptasjúklinga á LSH og SAK á þremur tímapunktum; meðan á sjúkrahússdvöl stendur (T1), sex vikum (T2) og sex mánuðum (T3) eftir aðgerð.

Efniviður og aðferðir: Um lýsandi ferlirannsókn er að ræða. Sjúklingum sem fóru í liðskiptaaðgerð á LSH og SAK á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. júlí 2016 var boðin þátttaka. Gagna var aflað með spurningalistum og gögn voru sótt í sjúkraskrá.

Niðurstöður: Þátttakendur voru alls 379, þar af 204 eftir liðskiptaaðgerð á hné og 175 á mjöðm. Meðalaldur var 67,2 ár og konur voru 52%. Verkir voru talsverðir, minnkuðu milli tímabila en þó hægar og minna hjá sjúklingum sem fóru í liðskipti á hné. Sami hópur taldi síður að aðgerðin hefði borið tilætlaðan árangur (21%) og bati var ekki í samræmi við væntingar sjúklinga (26,8%) sex mánuðum eftir aðgerð. Þeir mátu heilsutengd lífsgæði sín betri á T1 hvað varðar andlega og líkamlega heilsu en á T2 og T3 mátu sjúklingar sem fóru í liðskipti á mjöðm lífsgæði sín betri. Marktækur munur reyndist á einkennabyrði milli tímabila og heildareinkenni fóru minnkandi. Þau einkenni sem helst ollu vanlíðan á öllum tímpunktum voru úthaldsleysi, þreyta, erfiðleikar með hreyfingu og svefnleysi. Algengasta trufunin á svefnmynstri á T2 og T3 var að vakna upp að nóttu vegna verkja og salernisferða.

Ályktanir: Liðskiptaaðgerðir bæta lífsgæði til langtíma en stýra má væntingum um árangur með fræðslu og bæta verkjameðferð.



V08

Hengisherslisbólga (sclerosing mesenteritis) - sjúkratilfelli

Andrea Bára Stefánsdóttir, Elsa Björk Valsdóttir

1Skurðsviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Hengisherslisbólga (sclerosing mesenteritis) er sjaldgæfur, góðkynja bólgusjúkdómur í garnahenginu. Sjúkdómurinn veldur krónískum bandvefsbólgubreytingum í garnahenginu sem geta valdið massaáhrifum á aðliggjandi líffæri.

Tilfelli: Rúmlega fertug kona leitaði á bráðamóttöku með tíu daga sögu um kviðverki. Við komu var hún með ógleði og uppköst og lýsti dreifðum, krampakenndum kviðverk auk hægðastopps í tvo daga. Þar áður hafði hún haft blóðugan niðurgang. Hún var hitalaus við komu. Blóðprufur sýndu hækkun á hvítum blóðkornum en eðlilegt CRP. Tölvusneiðmynd af kvið sýndi víkkun á ristli og veggþykknun við vinstri ristilbeygju sem olli stíflu á ristli. Útlitið vakti grun um ristilbólgu eða krabbamein. Í framhaldinu var gerð ristilspeglun sem sýndi innbungun í ristilinn og illkynjagrunsamlegan vöxt. Grunur var um innvöxt í ristilinn utan frá. Nokkrum dögum síðar var hún tekin til opinnar skurðaðgerðar. Í aðgerðinni sást æxlisberði sem náði frá maga og niður að ristli. Ekkert brottnám var gert en lagt var út þverristilsstóma vegna garnastíflunnar. Vefjasýni úr bæði ristilspegluninni og skurðaðgerðinni sýndu breytingar sem samræmdust hengisherslisbólgu. Engar illkynja breytingar voru til staðar.Nokkrum mánuðum eftir útskrift eru kviðverkir enn til staðar hjá sjúklingi. Ákveðið var að reyna sterameðferð sem sýnt hefur verið fram á að dragi úr bólgubreytingum í garnahenginu en endurtaka á tölvusneiðmynd af kvið eftir nokkra mánaða sterameðferð.

Ályktanir: Hengisherslisbólga er góðkynja bólgusjúkdómur sem oft líkist illkynja æxlisvexti. Þar af leiðandi gangast sjúklingar í mörgum tilvikum undir umfangsmiklar skurðaðgerðir. Lyfjameðferðir hafa einnig sýnt árangur við sjúkdómnum og ber þar helst að nefna sterameðferð og tamoxifen. Yfirleitt er ekki talin þörf á að meðhöndla einkennalausa sjúklinga.



V09

Eftirlit með sjúklingum sem fá ópíóíða á sjúkrahúsi: Fræðileg samantekt

Sigrún María Valsdóttir, Sigríður Zoëga,

Landspítala, hjúkrunarfræðideild HÍ

Inngangur: Notkun ópíóíða til verkjastillingar á sjúkrahúsum er algeng en lyfjunum geta fylgt ýmsar aukaverkanir. Öndunarbæling er alvarlegasta aukaverkun þeirra en hún getur aukið líkur á hjartastoppi og jafnvel dauða. Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á ráðleggingar um eftirlit með sjúklingum sem fá ópíóíða á sjúkrahúsi og greina hvaða mælitæki henta til að meta slævingu og öndunarbælingu af völdum ópíóíða.

Efniviður og aðferðir: Leitað var að rannsóknar- og tímaritsgreinum í gagnasöfnunum PubMed, Web of Science, Cinahl, Scopus, og Google Scholar með eftirfarandi lykilorðum: Öndunarbæling, ópíóíðar, eftirlit og hjúkrun.

Niðurstöður: Mikilvægt er að meta alla sjúklinga sem fá ópíóíða, óháð gjafaleið og tegund lyfs, m.t.t. öndunar og slævingar. Auk þess er ráðlagt að meta áhættuþætti sjúklinga fyrir öndunarbælingu s.s. nýrnabilun og kæfisvefn. Alls fundust fimm mælitæki sem hægt er að nota til að meta slævingu af völdum ópíóíða: POSS, ISS, MOSS, RASS og MRPSS. Þar af höfðu þrjú mælitæki staðfest réttmæti og áreiðanleika, POSS, RASS og MRPSS. Samkvæmt niðurstöðum er POSS áreiðanlegasta mælitækið og jafnframt talið ákjósanlegast.

Ályktun: Með viðeigandi og reglulegu eftirliti með sjúklingum sem fá ópíóíða má mögulega koma í veg fyrir öndunarbælingu af völdum þeirra. Nauðsynlegt er að meta slævingu með viðurkenndu mælitæki s.s. POSS þar sem einkenni slævingar eru yfirleitt undanfari öndunarbælingar.


V10

Meðgöngusjúkdómar og fæðingar eldri kvenna. Hefur aldur kvenna áhrif á tíðni fylgikvilla á meðgöngu eða við fæðingu?

Erla Rut Rögnvaldsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Ragnheiður Bjarnadóttir2,3, Alexander Smárason4,5, Kristjana Einarsdóttir1

Háskóla Íslands, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Sjúkrahúsinu Akureyri, Háskólanum á Akureyri

Inngangur: Síðastliðna áratugi hefur meðalaldur mæðra hækkað jafnt og þétt og konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni. Dæmigert er að skilgreina „eldri mæður“ sem þær konur sem náð hafa 35 ára aldri. Hærri aldur mæðra hefur verið tengdur við aukna fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Í þessari rannsókn voru sjúkdómsgreiningar skoðaðar og þá sérstaklega hvort lengt 1. og 2. stig fæðingar, sykursýki, meðgöngueitrun, háþrýstingur, fyrirsæt fylgja og sitjandastaða séu algengari hjá eldri konum. Einnig var skoðað hvernig tíðnin hefur breyst á tímabilinu 1997-2015 á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Upplýsingar um bakgrunnsbreytur móður og ICD-10 greininganúmer fengust úr Fæðingarskrá Íslands. Rannsóknin náði til allra fæðinga, 81.802 á árunum 1997-2015. Gögn voru unnin í Microsoft Excel og tölfræðiúrvinnsla í tölfræðiforritinu R. Notast var við logistíska aðhvarfsgreiningu til að reikna gagnlíkindahlutfall fyrir líkur á þessum greiningum eftir aldursbilum.

Niðurstöður: Tíðni sykursýki á meðgöngu hækkaði frá 0,7% árið 1997 í 13,6% árið 2015 hjá konum konum 35 ára og eldri. Tíðni háþrýstings á meðgöngu hækkaði í sama hópi úr 3,2% árið 1997 í 8,8% árið 2015. Meiri líkur voru á öllum greiningum hjá konum á aldrinum 30-34 ára og enn frekar hjá konum á aldrinum 35 ára og eldri miðað við viðmiðunarhópinn, sem skilgreindur var 25-29 ára. Einnig voru minni líkur á greiningum hjá yngri konum miðað við 25-29 ára aldurshópinn.

Ályktun: Tíðni sykursýki og háþrýstings á meðgöngu hækkaði á rannsóknartímabilinu hjá öllum aldurshópum, en mest hjá konum 35 ára og eldri. Öllum sjúkdómsgreiningum fjölgaði með hækkandi aldri.


V11

Ónothæfur bensínfótur hjá atvinnubílstjóra - sjúkratilfelli

Klara Guðmundsdóttir1, Ingvar Hákon Ólafsson1,2

1Heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

Tilfelli: Fimmtugur hraustur atvinnubílstjóri leitaði á Bráðamóttöku Landspítala vegna mánaðar sögu um verki í hægri mjöðm og fæti, erfiðleika við að stýra fætinum og vaxandi jafnvægisleysi en lýsti einnig höfuðverk við að hósta. Hann hafði verið frá vinnu þar sem hann gat ekki stigið á bensíngjöfina. Skoðun sýndi væga hægri helftarlömun, væga hægri andlitstaugarlömun og gleiðspora gang. Á myndgreiningu af höfði sást stór blöðrulík breyting í hægri litla heila sem þrýsti á heilastofn og þrengdi að mænugati (foramen magnum) og orsakaði stífluvatnshöfuð (obstructive hydrocephalus). Yst í blöðrunni mátti sjá litla fyrirferð. Vakti þetta útlit grun um æðakímfrumuæxli (hemangioblastoma). Sjúklingur var tekinn til aðgerðar þar sem æxlið var fjarlægt. Vefjagreining leiddi í ljós háræðakímfrumuæxli (capillary hemangioblastoma) í hægra litla heilahveli. Hann útskrifaðist nokkrum dögum síðar við góða líðan og fór síðan í endurhæfingu á Grensásdeild, Hann var kominn til vinnu rúmlega þremur mánuðum eftir aðgerð og var þá einkennalaus.

Ályktanir: Æðakímfrumuæxli eru góðkynja æðaæxli sem koma nánast einungis fyrir í miðtaugakerfi. Þau eru sjaldgæf eða um 1-2,5% allra innankúpuæxla. Algengast er að æðakímfrumuæxli séu staðsett í litla heila, heilastofni eða mænu. Flest æðakímfrumuæxli eru stakstæð (sporadic) en hjá fjórðungi sjúklinga eru þau tengd von Hippel-Lindau sjúkdómi. Einkenni fara eftir staðsetningu innan miðtaugakerfis en æxli í litla heila geta valdið jafnvægisleysi, samhæfingarvanda og einkennum sem benda til hækkaðs innankúpuþrýstings vegna stífluvatnshöfuðs. Brottnám æxlis í skurðaðgerð er í flestum tilfellum læknandi hjá sjúklingum með stakstæð æðakímfrumuæxli.




V12

Samanburður á meðferð kalsíumlækkunar eftir heildarskjaldnám fyrir og eftir upptöku breyttra verklagsreglna eftir aðgerð

Einar Hjörleifsson1, Geir Tryggvason1,2

1Háls-, nef- og eyrnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ

Inngangur: Lækkun kalsíums í blóði er þekktur fylgikvilli í kjölfar heildarbrottnáms á skjaldkirtli og kemur fram eftir 19-38% aðgerða. Árið 2016 voru teknar upp nýjar verklagsreglur um mælingar jónaseraðs kalsíum og PTH í kjölfar heildarbrottnáms á skjaldkirtli. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort breyttar verklagsreglur hefðu áhrif á legutíma, eftirfylgd og einkenni lækkaðs kalks í blóði eftir slíkar aðgerðir.

Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem undirgengust heildarbrottnám á skjaldkirtli á árabilinu 2013-2018 voru þýði rannsóknarinnar. Reiknað var út fylgni milli legutíma, einkenna gefandi lækkunar á kalki, notkunar á kalki og D-vítamíni í kjölfar aðgerðar sem og fjölda mælinga á kalsíum, milli þeirra sem féllu innan eða utan nýrra verklagsregla. Einnig var skoðað hvort sjúklingar sem féllu innan skilgreiningarhóps fengu einkennagefandi lækkun á kalki og hvort þeir hefðu fengið meðferð við lækkuðu kalki.

Niðurstöður: Fjöldi innlagnardaga var marktækt lægri hjá þeim sem féllu undir nýjar verklagsreglur (meðaltal: 2.1 dagur á móti 2,9, p=0,01). Mælingum hjá sjúklingum fækkaði marktækt eftir upptöku verklagsreglanna (meðaltal: 4,7 á móti 6,4, p=0,01). Hjá þeim einstaklingum þar sem PTH var mælt, fengu 5 af 12 sjúklingum, þar sem PTH var lækkað, einkenna gefandi kalsíumlækkun en aðeins einn af 33 hjá þeim sem ekki lækkuðu í PTH (p=0,003).

Ályktun: Breyttar verklagsreglur hafa stuðlað að styttum legutíma og færri mælingum hjá sjúklingum sem gangast undir heildarbrottnám á skjaldkirtli. Breyttar verklagsreglur virðast gagnast við að greina þá sjúklinga sem þurfa meðferð með kalki og D-vítamíni í kjölfar heildarbrottnáms á skjaldkirtli.



V13

Sarkmein í legi á Íslandi

Þórey Bergsdóttir1, Ásgeir Thoroddsen2, Anna Margrét Jónsdóttir2, Þóra Steingrímsdóttir1,2

1Háskóli Íslands, 2Landspítala

Inngangur: Sarkmein eru sjaldgæf gerð krabbameina í bandvef, beinum og vöðvum og eru um 1-2% allra illkynja æxla á Íslandi. Sarkmein í legi eru upprunnin í vöðvalagi legsins og bandvefshluta legslímunnar og greinast helst meðal eldri kvenna. Litlar upplýsingar liggja fyrir um algengi, einkenni, meingerð, meðferð og horfur þeirra sjúklinga sem greinast hér á landi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá yfirsýn yfir sjúkdóminn á Íslandi.

Efni og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til allra kvenna sem greindust með sarkmein í legi á Íslandi á 60 ára tímabili (1958-2017). Gögn voru fengin frá Krabbameinsskrá og Landspítala. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, aðgerðarlýsingum, meinafræði- og myndrannsóknum þeirra kvenna sem greindust á seinni 30 árum rannsóknartímabilisins, 1988-2017.

Niðurstöður: Alls greindust 69 konur með sarkmein í legi á rannsóknartímabilinu. Aldursstaðlað nýgengi reiknaðist 0,8 en meðalaldur við greiningu var 56,1 ár. Sléttvöðvasarkmein (leiomyosarcoma) var algengasta meingerðin (63,8%). Í 45,2% tilvika var talið að um góðkynja vöðvahnút (leiomyoma) væri að ræða þegar skurðaðgerð var gerð. Flestar konur greindust á FIGO stigi IB (71,4%) og algengasta meðferð var aðgerð með brottnámi legs (92,7%) og eggjastokka (63,4%) þar sem 91,7% voru með hreinar skurðbrúnir. 18,2% þeirra kvenna sem gengust undir aðgerð fóru einnig í lyfjameðferð. Hærri stigun við greiningu var tengd verri horfum en 5 ára lifun á öllu rannsóknartímabilinu var 26,5%.

Ályktun: Með þessari rannsókn fékkst yfirsýn yfir þennan sjaldgæfa en alvarlega sjúkdóm hér á landi síðastliðin 60 ár. Nýgengi, meingerð, stigun við greiningu og horfur eru sambærilegar og í nágrannalöndunum.



V14

Framköllun fæðinga á Íslandi árin 1997-2015 og áhrif þess á keisaraskurðartíðni

Oddný Rún Karlsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,4, Ragnheiður I Bjarnadóttir4,5 , Kristjana Einarsdóttir1 , Alexander Kristinn Smárason2,3

1Háskóla Íslands, 2Sjúkrahúsinu á Akureyri, 3Háskólanum á Akureyri, 4Landspítala, 5Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Inngangur: Tíðni keisaraskurða og framkallana fæðinga hefur aukist síðustu áratugi. Óvíst er hvort rekja megi aukna tíðni keisaraskurða til aukins fjölda framkallaðra fæðinga því ekki hefur verið staðfest samband þar á milli. Rannsókn þessi gekk út á að athuga tíðni framköllunar fæðinga og keisaraskurðartíðni hjá frumbyrjum og fjölbyrjum og bera saman mismunandi hópa Robson-flokkunarkerfis fæðinga í þessu samhengi.

Efniviður og aðferðir: Í þessari afturskyggnu ferilrannsókn voru gögn fengin úr Fæðingarskrá Embættis landlæknis um 81.839 fæðingar á tímabilinu 1997-2015. Skoðuð var tíðni framköllunar fæðinga, keisaraskurða og áhaldafæðinga hjá frumbyrjum og fjölbyrjum eftir árum og meðgöngulengd í Robson hópum 1, 2a, 3 og 4a.

Niðurstöður: Í lok tímabilsins árið 2015 var hlutfall framkallana orðið 24,5% sem er meira en tvöföldun frá árinu 1997. Yfir öll árin hélst hlutfall framkallana hærra hjá frumbyrjum en fjölbyrjum. Meðgöngulengd við framköllun fæðingar var meiri í byrjun tímabilsins, þar sem 30,8% framkallaðra fæðinga árið 1998 voru gerðar eftir 42 vikur en árið 2015 var það hlutfall komið niður í 6,0%. Tíðni keisaraskurða var mun hærri hjá konum í framkallaðri fæðingu miðað við sjálfkrafa sótt en hinsvegar virðist sem tíðni keisaraskurða hafi lækkað í þeim fjórum Robson-hópum sem skoðaðir voru sérstaklega yfir tímabilið. Tíðni keisaraskurða og áhaldafæðinga jókst með hækkandi meðgöngulengd í öllum hópum.

Ályktun: Þó hlutfall framkallaðra fæðinga hafi tvöfaldast á rannsóknartímabilinu hefur tíðni keisaraskurða ekki hækkað, hvorki hjá frumbyrjum né fjölbyrjum með einbura í höfuðstöðu við fulla meðgöngulengd





Þetta vefsvæði byggir á Eplica