Ágrip - lyflæknaþing 2018

Ágrip - lyflæknaþing 2018

V-01

Blóðsegamyndun í portabláæð og miltisbláæð hjá sjúklingum með bráða brisbólgu

Berglind A. Magnúsdóttir1, María B. Baldursdóttir1, Evangelos Kalaitzaki2, Einar S. Björnsson1

1Landspítali, Reykjavík, 2Herlev Hospital

Inngangur: Blóðsegamyndun í portabláæð og miltisbláæð (PMB) er þekktur en sjaldgæfur fylgikvilli hjá sjúklingum með bráða brisbólgu en skortur er á rannsóknum á áhættuþáttum og afleiðingum þessa fylgikvilla. Markmið rannsóknarinnar var að skoða algengi, áhættuþætti og afdrif sjúklinga með blóðsegamyndun tengt bráðri brisbólgu.
Efniviður og aðferðir:
Allir sjúklingar sem greindust með fyrstu bráðu brisbólgu á 10 ára tímabili á Íslandi og í Lundi, Svíþjóð. Upplýsingar voru fengnar um orsök brisbólgu, fylgikvilla og afdrif sjúklinga. Sjúklingar sem höfðu farið í tölvusneiðmynd af kvið voru sérstaklega skoðaðir með tilliti til staðbundinna fylgikvilla og þróun á blóðsegamyndun í PMB.
Niðurstöður:
Samtals greindust 2559 sjúklingar með fyrstu bráðu brisbólgu á rannsóknartímabilinu (57% Svíþjóð, meðalaldur 59±19 ár, 47% konur, 45% gallsteinatengdbrisbólga, 19% áfengistengdbrisbólga, 8% kerfislægir fylgikvillarog 21% staðbundnir fylgikvillar). Blóðsegi í PMB greindist í 30/2559 (1,2%). Sjálfstæðir áhættuþættir voru fylgikvillar brisbólgu, bæði kerfislægir (gagnalíkindahlutfall (odds ratio, OR) 5,27, 95% öryggisbil (confidence interval, CI) 1,04-26,68) og staðbundnir (OR 6,74, 95%CI 1,48-30,71). Þegar eingöngu voru skoðaðir sjúklingar sem fóru í tölvusneiðmynd (n=1348) voru staðbundnir fylgikvillar eini sjálfstæði áhættuþátturinn (OR 7,51, 95%CI 1,54-36,74), þá sérstaklega ef sýking var í kringum bris. Dánarhlutfall við fyrstu brisbólgu var 2,5%, ekki var munur á dánartíðni milli sjúklinga með (1,2%) og án (0%) blóðsega í PMB (p=1,00).
Ályktun:
Blóðsegamyndun í portabláæð og miltisbláæð kom fyrir í um það bil 1% sjúklinga með fyrstu bráðu brisbólgu. Slíkt var algengara á meðal sjúklinga með fylgikvilla tengda brisbólgu, sérstaklega ef sýking var í kringum bris. Segamyndun virtist ekki hafa áhrif á afdrif sjúklinga.


V-02

Krabbamein í brisi og tengsl við bráða brisbólgu

María Baldursdóttir1, Berglind Magnúsdóttir1, Evangelos Kalaitzakis2, Einar Björnsson1

1Landspítali, 2Herlev sjúkrahúsið

Inngangur: Langvinn brisbólga er þekktur áhættuþáttur fyrir krabbamein í brisi en tengslin á milli bráðrar brisbólgu og krabbameins í brisi eru minna þekkt. Brisbólga er sjaldgæf birtingarmynd krabbameins í brisi og lítið rannsökuð. Markmið rannsóknarinnar var að meta klíníska birtingarmynd og útkomu sjúklinga með sína fyrstu bráðu brisbólgu og krabbameins í brisi.
Aðferðir:
Þetta var afturskyggn þýðisrannsókn á öllum sjúklingum með fyrstu bráðu brisbólgu á Íslandi og í Lundi, Svíþjóð á 10 ára tímabili. Upplýsingar um orsakir brisbólgunnar, rannsóknir, legu, endurteknar brisbólgur og þróun á langvinnri brisbólgu sem og krabbameini í brisi voru fengnar úr sjúkraskrám.
Niðurstöður:
Af 2559 sjúklingum, greindust 49 sjúklingar (1,9%) með krabbamein í brisi, (51% kk, miðgildi 70 ár). Sjúklingum var fylgt eftir í 4,5 ár. Sex sjúklingar voru með þekkt krabbamein í brisi við greiningu brisbólgunnar. Í 13 sjúklingum leiddi brisbólgan til greiningu krabbameins en 30 sjúklingar (61%) þróuðu með sér krabbamein eftir fyrstu bráðu brisbólguna, að meðaltali 12 mánuðum seinna (Fjórðungsmark: 2,6-43). Gallsteinar og áfengi, sem eru algengustu orsakir bráðrar brisbólgu, voru sjaldgæf orsök brisbólgu hjá þessum hóp. Endurteknar brisbólgur voru algengari í þeim sem voru með krabbamein samanborið við þá sem ekki fengu krabbamein (19/49 (39%) á móti 554/2559 (22%), p=0,008).
Ályktun:
Í sjúklingum með sína fyrstu bráðu brisbólgu greindist krabbamein í brisi í um 2%. Greiningu á krabbameini í brisi var að meðaltali seinkað um tæpa 12 mánuði. Endurteknar brisbólgur, hækkandi aldur og brisbólga af öðrum orsökum en gallsteinum og áfengi reyndust sjálfstæðir áhættuþættir fyrir krabbamein í brisi.


 

V-03

Aukið nýgengi sjálfsofnæmislifrarbólgu á Íslandi tengizt aukinni notkun líftæknilyfja

Kjartan Bragi Valgeirsson, Einar Stefán Björnsson, Jóhann Páll Hreinsson

Landspítali

Inngangur: Lýðgrundaðar rannsóknir á faraldsfræði Sjálfsofnæmislifrarbólgu (Autoimmune Hepatitis, AIH) eru fáar. Nýgengi sjúkdómsins á Norðurlöndum er á bilinu 0,83-1,9 á hverja 100.000 íbúa. Lyfja-orsakaðri sjálfsofnæmislifrarbólgu (Drug-induced AIH, DIAIH) er lýst í vaxandi mæli í tengzlum við notkun líftæknilyfja.
Efniviður & aðferðir:
Gagna var aflað um nýgreiningu sjúkdómsins á árunum 2006-2015. Framkvæmd var texta- og kóðaleit í rafrænu sjúkraskárkerfi og þeir sjúklingar er uppfylltu ný einfölduð greiningarskilmerki sjúkdómsins eða kröfðust ónæmisbælandi meðferðar taldir til rannsóknarhóps. DIAIH var skilgreind sem lyfjaviðbragð við þekktum orsakavald DIAIH; ásamt jákvæðum kjarnamótefnum (ANA), sléttvöðvamótefnum (SMA) eða hækkuðum ónæmisglóbúlínum G (IgG); eða nauðsynjar ónæmisbælingar þrátt fyrir stöðvun upphaflegrar lyfjameðferðar.
Niðurstöður
: Alls fundust 403 möguleg tilfelli, þar af uppfylltu 71 inntökuskilyrði. Nýgengi AIH á Íslandi var 2,2 á hverja 100.000 og algengi í árslok 2015 25.9/100.000. Meðalaldur við greiningu var 54 ár og 86% sjúklinga voru kvenkyns. Alls uppfylltu 31% ný greiningarskilmerki fyrir örugga AIH en 38% fyrir líklega AIH. 18% tilfella voru talin vegna DIAIH; þar af 8 tilfelli vegna Infliximab, tvö vegna Nitrofurantoin og eitt hvert vegna Etanercept, Imatinib og Natalizumab. Sjúklingum var að jafnaði fylgt eftir í 6 ár og voru 66 (93%) á lífi í lok eftirfylgdartíma, enginn hafði farið í lifrarskipti, einn dáið vegna lifrarfrumukrabbameins en fjórir af lifrar-ótengdum orsökum.
Ályktanir:
Nýgengi og algengi sjálfsofnæmislifrarbólgu á Íslandi eru hærri en áður hefur verið lýst á Norðurlöndum. Ónæmisbælandi meðferð virðist áhrifarík og horfur eru góðar til skamms tíma. Aukið nýgengi má að hluta til skýra með vaxandi notkun líftæknilyfja.

 

V-04

Þættir sem tengjast offramleiðslu á gastríni í kjölfar sýruhemjandi lyfjameðferðar með prótónupumpuhemlum

Hólmfríður Helgadóttir1, Sigrún H. Lund2, Sveinbjörn Gizurarson2, David C. Metz3, Einar S. Björnsson1

1Landspítali, 2Háskóli Íslands, 3University of Pennsylvania

Inngangur: Gastrín hækkun er þekkt afleiðing notkunar prótónupumpuhemla (PPI). Rannsóknir hafa sýnt verulegan breytileika milli sjúklinga þar sem einungis hluti þróar með sér gastrín offramleiðslu. Nýleg rannsókn okkar sýndi marktækt hærra gastrín gildi hjá konum en körlum á PPI-lyfjum. Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða mikilvæga þætti sem spá fyrir um gastrín hækkun hjá sjúklingum á langtíma PPI-lyfjameðferð.
Efniviður og aðferðir
: Þessi þversniðsrannsókn notaðist við fastandi gastrín mælingar úr tveimur birtum rannsóknum á sjúklingum með vélindabakflæði á langtíma PPI-lyfjameðferð. PPI-styrkleiki var skráður sem skammtur (mg) á líkamsþyngd (kg) og líkamsyfirborð (m2) og borinn saman við fastandi gastrín gildi með fjölbreytu aðhvarfsgreiningarmódelum. Skráðar voru upplýsingar um aldur, kyn, þyngd, H. pylori sýkingu, reykingar, PPI-meðferðarlengd og PPI-lyfjaflokk.
Niðurstöður
: Heildarþýði rannsóknarinnar samanstóð af 157 sjúklingum (78 konum). Konur höfðu hærra gastrín miðgildi heldur en karlar (92 á móti 60 pg/mL, p=0,001). Fylgni var á milli gastrín gilda og kvenkyns (p=0,0008) og PPI-styrkleika í mg/kg (p=0,0001) og mg/m2 (p=0,0001), (mynd 1). Fjölbreytu aðhverfsgreining sýndi að PPI-styrkleiki, í mg/kg (β=0,95 [CI=0,4-1,5], p=0,001) og mg/m2 (β=0,02 [CI=0,0-0,0], p=0,0015) ásamt kvenkyni (β=0,2 [CI=0,0-0,4], p=0,02) spáði fyrir um hærra gastrín gildi.
Ályktun
: PPI-styrkleiki og kvenkyn virðast gegna lykilhlutverki í gastrín offramleiðslu í kjölfar PPI-lyfjameðferðar. Marktæk fylgni var á milli gastrín gilda og lyfjaskammtar á líkamsþyngd og líkamsyfirborð. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að gastrín hækkun sé skammtaháð og konur gætu haft aukið næmi fyrir PPI-lyfjum.
 
Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_486384_31591a48-d618-484d-9c26-3474848ac6f1.png
 


V-05

Mat á hættu á lifrarskaða vegna notkunar á blóðþynnandi lyfjum um munn

Davíð Orri Guðmundsson1, Helgi Kristinn Björnsson2, Einar Stefán Björnsson2

1Háskóli Íslands, 2Landspítali

Inngangur: Á undanförnum árum hafa einstaka tilvik lifrarskaða af völdum nýrrar kynslóðar blóðþynningarlyfja sem tekin eru um munn (NOAC) verið lýst. Lítið er vitað um tíðni þessara aukaverkana, en rannsóknir sem leggja mat á áhættu skortir, bæði í fjölda rannsókna og rannsóknartilhögun. Nýleg rannsókn sýndi þó ekki hærri tíðni lifrarskaða tengdum NOAC-lyfjum en warfaríni. Tilgangur rannsóknarinnar var að leggja mat á hættu á lifrarskaða af völdum NOAC-lyfja auk warfaríns í lýðgrunduðu þýði.
Efniviður og aðferðir:
Leitað var í lyfjagagnagrunni Landlæknis að einstaklingum sem fengu ávísað apixaban, dabigatran, edoxaban, rivaroxaban eða warfaríni á árunum 2008-2017. Gerð var greining á hvort sjúklingar hefðu lifrarprufuhækkanir í tímalegu samhengi við lyfjainntöku. Ef ekki var hægt að útiloka lifrarprufuhækkanir á grundvelli annarra orsaka en lyfja var notuð svokölluð RUCAM-stigun sem lýsir líkum á orsakasambandi.
Niðurstöður:
Sýnt var fram á lifrarskaða vegna rivaroxaban í þremur sjúklingum af 3446 sem tóku lyfið. Marktækur munur var á áhættu á lifrarskaða vegna rivaroxabans (3/3446) miðað við warfarín (0/9101) (p<0,05, Fisher's Exact-próf). Ekki var sýnt fram á lifrarskaða vegna warfaríns (n=9101), apixabans (n=1903), dabigatrans (n=1335) né edoxabans (n=34). Allir sem fengu lifrarskaða vegna rivaroxabans voru konur, með RUCAM-orsakasamband: mjög líklegt, líklegt og mögulegt. Lifrarprufur gengu tilbaka hjá öllum sjúklingum þegar inntöku lyfsins var hætt en einn þróaði með sér sjálfsofnæmislifrarbólgu.
Ályktanir:
Einungis rivaroxaban tengdist lifrarskaða. Um það bil 1 af 1100 einstaklingum sem tóku rivaroxaban þróuðu með sér lifrarskaða sem er hæsta tilkynnta tíðni lifrarskaða vegna lyfsins. Ekki var sýnt fram á að nokkurt hinna lyfjanna væri valdur að lifrarskaða.


V-06

Langvinnir bólgusjúkdómar í meltingarvegi í tengslum við rituximab meðferð

Valdimar Kristjánsson1, Einar Björnsson2, Signý Sveinsdóttir2, Hjálmar Agnarsson2, Sigrún Lund1

1Háskóli Íslands, 2Landspítali

Inngangur: Rituximab er líftæknilyf sem ræðst sértækt gegn B-eitilfrumum og er notað gegn eitilfrumukrabbameinum og sjálfsofnæmissjúkdómum. Í músamódelum hefur verið sýnt fram á að B-eitilfrumutæmandi meðferð geti valdið bólgusjúkdómi í meltingarvegi (e. IBD). Þó nokkrum sjúkratilfellum af IBD eftir rituximab meðferð hefur verið lýst, en engin kerfisbundin rannsókn hefur verið gerð á þessu sambandi. Óljóst er hvort og þá hversu margir sjúklingar fá IBD í kjölfar rituximab meðferðar og hvað hafi áhrif á þessa hugsanlegu aukaverkun.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin náði til allra einstaklinga sem fengu rituximab meðferð á Íslandi 2001-2018. Sjúklingar voru flokkaðir eftir ábendingum, hvort þeir fengu IBD, magni af rituximab gefið og meðferðarlengd. Sjúklingar sem fengu IBD voru rannsakaðir með tilliti til sjúkdómsmyndar. Rannsókn á nýgengi IBD á Íslandi árin 1995-2009 var notuð til samanburðar. Sjúklingar með IBD fyrir meðferð voru útilokaðir úr þýðinu.
Niðurstöður:
Alls fékk 651 sjúklingur rituximab í að minnsta kosti eitt skipti á rannsóknartímabilinu. Þar af fékk 361 (55%) sjúklingur rituximab vegna eitilfrumumeinsemdar og 290 (45%) vegna bólgu- eða sjálfsofnæmissjúkdóma. Átta sjúklingar (1,2%) fengu IBD í kjölfar rituximab meðferðar á rannsóknartímabilinu. Áhættuhlutfall (HR) fyrir IBD eftir rituximab meðferð var 7,2, leiðrétt fyrir aldri. Heildarmagn rituximab hafði ekki áhrif á hættuna á þróun IBD. Sjúklingar sem fengu rituximab sem meðferð við bólgu- eða sjálfsofnæmissjúkdómum voru ekki í aukinni áhættu á að fá IBD.
Ályktanir
: Sjúklingar sem fengu rituximab voru í aukinni hættu á að þróa með sér bólgusjúkdóm í meltingarvegi. Þessi aukna áhætta var ekki háð ábendingu og var ekki aukin hjá sjúklingum með aðra sjálfsofnæmis- eða bólgusjúkdóma.
 
Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_486552_afd50c7b-f2e6-470a-a30b-f2cc651d69e1.png
 
Mynd 2: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_486552_afd50c7b-f2e6-470a-a30b-f2cc651d69e1.png
 

V-07

Áhættuþættir fyrir 30 daga endurblæðingartíðni hjá einstaklingum með bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar

Jóhann Páll Hreinsson1, Ragna Sigurðardóttir2, Einar S. Björnsson3

1Lyflækningasvið Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Lyflækningasvið, meltingarlækningar, Landspítala

Inngangur: Lítið er vitað um áhættuþætti 30 daga endurblæðingartíðni hjá einstaklingum með bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar. Slíkar upplýsingar gætu hjálpað læknum að ákvarða hverjum af þessum einstaklingum ætti að fylgja nánar eftir útskrift. Markmið rannsóknarinnar var að finna áhættuþætti fyrir endurblæðingu hjá þessum sjúklingahópi á 30 daga eftirfylgdartímabili.
Efniviður og aðferðir:
Afturskyggn, þýðisbundin rannsókn sem náði til allra einstaklinga með bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar á Landspítala frá 2010-2013. Einstaklingar voru fundnir með því að fara í gegnum allar speglunarlýsingar frá þessum árum. Bráð blæðing frá neðri hluta meltingarvegar var skilgreind sem sýnileg blæðing sem leiddi til innlagnar eða átti sér stað í inniliggjandi sjúklingi. Endurblæðing var skilgreind sem sýnileg blæðing sem átti sér stað eftir að upprunalega blæðingin hafði rénað og gerðist <30 dögum síðar.
Niðurstöður:
Í heildina höfðu 423 einstaklingar bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar, af þeim fengu 5% (22/423) endurblæðingu. Í einþátta samanburði voru þeir sem blæddu aftur líklegri til þess að vera eldri, kljást við fleiri fylgisjúkdóma, hafa sögu um blæðingu frá meltingarvegi, nota ekki bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar og hafa óútskýrða blæðingu frá meltingarvegi (tafla 1). Í tvíkosta aðhvarfsgreiningu sem innihélt breyturnar aldur, Charlson fylgisjúkdómastigun og óútskýrða blæðingu, þá var óútskýrð blæðing sjálfstæður áhættuþáttur fyrir endurblæðingu (líkindahlutfall 3,6 [95%öryggisbil 1,2-9,6]).
Umræður:
Niðurstöður okkar benda til þess að einstaklingar með óútskýrða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar þurfi þéttara eftirliti fyrst eftir útskrift. Aðrir þættir sem geta skipta máli eru hár aldur, fyrri saga um blæðingu og fylgisjúkdómabyrði.
 
Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487398_c34981ec-53bb-4ccc-956b-65a1d17ed706.jpg
 

 

V-08

Nýtt áhættulíkan sem metur áhættu á dauða ári eftir bráða blæðingu frá meltingarvegi

Jóhann Páll Hreinsson1, Ragna Sigurðardóttir2, Einar S. Björnsson3

1Lyflækningasvið Landspítala, 2 læknadeild Háskóla Íslands,3lyflækningasvið, meltingarlækningar - Landspítali

Inngangur: Þó áhættulíkön sem meta skammtímalifun einstaklinga með bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar fyrirfinnist, er skortur á áhættulíkönum sem meta áhættu til lengri tíma. Markmið þessarar rannsóknar var að þróa áhættulíkan sem spáir fyrir dauða þessara einstaklinga á eins árs tímabili.
Efni og aðferðir:
Afturskyggn, þýðisbundin rannsókn sem náði til allra einstaklinga með bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar á Landspítala árin 2010-2013. Einstaklingar voru fundnir með því að fara í gegnum allar speglunarlýsingar frá þessum árum. Bráð blæðing frá neðri hluta meltingarvegar var skilgreind sem sýnileg blæðing sem leiddi til innlagnar eða átti sér stað í inniliggjandi sjúklingi. Dauði var skilgreindur sem dauði af hvaða orsök sem er innan árs eftir blæðingu.
Niðurstöður:
Í heildina höfðu 423 einstaklingar bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar, af þeim létust 9% (36/423) á eftirfylgdartímabilinu. Í fjölþátta greiningu voru kvenkyn, blóðrauði <110 g/L, aldur >80 ár, fylgisjúkdómastigun Charlson ≥2 og ristilkrabbamein allt sjálfstæðir áhættuþættir fyrir dauða á eftirfylgdartímabili (Tafla 2). Áhættulíkan var hannað og stig gefin fyrir hverja breytu. Heildarstig 0-4 var skilgreint sem lág áhætta, 4,6-6,5 meðal áhætta og ≥7 há áhætta á dauða. M.t.t. þessarar flokkunar, voru 62% (13/21) há áhættu einstaklingar sem dóu á eftirfylgdartímabilinu, 17% (16/95) af meðal áhættu, og einungis 2% (7/307) af lág áhættu.
Umræður:
Áhættulíkanið virðist hafa góða getu til þess að aðgreina einstaklinga með bráða blæðingu frá neðri hluta meltingarvegar eftir líkum á dauða ári eftir blæðingu. Líkanið kann að aðstoða lækna við ákvarðnir á nánara eftirliti og meðferðartakmörkunum.


Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487401_22f0a941-295e-4d17-860c-faec9fdf0499.jpg
 

V-09

Þanbils starfsemi vinstri slegils hjá arfberum myosin-binding protein C landnemastökkbreytingar

Berglind Aðalsteinsdottir1, Carolyn Ho2, Michael Burke2, Ragnar Danielsen3, Barry Maron4, Jon Seidman2, Christine Seidman2, Gunnar Þór Gunnarsson5 1

1Háskóli Íslands, 2Harvard Medical School, 3Landspítali, 4Tufts medical center, 5Sjúkrahúsið á Akureyri

Inngangur: Orsök ofvaxtarhjartavöðvakvilla (hypertrophic cardiomyopathy, HCM) er rakin til stökkbreytinga í genum sem kóða fyrir samdráttarpróteinum hjartavöðvafruma. Á Íslandi finnst stökkbreyting hjá um 70% sjúklinga með HCM en >90% einstaklinga sem greinast með stökkbreytingu hafa myosin-binding protein C (MYBPC3) c.927-2A>G landnemastökkbreytinguna. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða þanbils starfsemi vinstri slegils í þýði arfbera MYBPC3 landnemastökkbreytingarinnar.
Efniviður og aðferðir:
285 einstaklingar frá fjölskyldum með íslensku MYBPC3 landnemastökkbreytinguna (c.927-2A>G) gengust undir ítarlega hjartaómskoðun þar sem metin var þanbilsstarfsemi vinstri slegils. Af þessum 285 voru 60 vísitilvik með þekkta HCM greiningu, 49 arfberar sem greindust með HCM við fjölskylduskimun, 59 arfberar án hjartavöðvaþykknunar (G+/HCM-) og 117 heilbrigðir einstaklingar sem ekki báru stökkbreytinguna (viðmiðunarhópur).
Niðurstöður:
Þanbils starfsemi vinstri slegils var eðlileg hjá 97% af G+/HCM- einstaklingum og 95% viðmiðunarhóps (P-gildi 0.752). Tíðni eðlilegrar þanbils starfsemi var marktækt hærri hjá HCM skimunarhóp (71%) samanborið við HCM HCM vísitilfelli (38%; P-gildi 0,0001). Meðfylgjandi mynd sýnir flokkun þanbils starfsemi eftir aldri fyrir HCM skimunarhóp og HCM vísitilfelli. Það var munur á þanbilsstarfsemi milli HCM skimunarhóps og vísitilfella í öllum aldurshópum.
Ályktun:
Arfberar íslensku HCM landnemastökkbreytingarinnar sem ekki höfðu þróað hjartavöðvaþykknun höfðu eðlilega þanbils starfsemi vinstri slegils. Þanbils starfsemi vinstri slegils var betri hjá einstaklingum sem greindust með HCM við fjölskylduskimun samanborið við vísitilfelli.
 
https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487710_ff6a27bb-408c-44c6-a9e1-1f03ddccf303.diastol.jpg
Mynd 1:  Flokkun þanbils starfsemi eftir aldri fyrir HCM skimunarhóp og HCM vísitilfelli.
 

V-10

Síðbúinn galli í Riata bjargráðsleiðslum - umfang, áhrif og afleiðingar

Gústav A. Davíðsson1, Guðlaug M. Jónsdóttir2, Hjörtur Oddsson2, Davíð O. Arnar2

1Háskóli Íslands, 2Landspítali

Inngangur: Árið 2012 var fyrst greint frá galla í Riata bjargráðsleiðslum frá St. Jude Medical, en þær höfðu verið notaðar hérlendis á árunum 2002-2010. Gallinn lýsti sér á þann veg að rof gat komið á einangrun leiðslanna og/eða raftruflanir sést á línuriti hennar sem gat leitt til óvirkni bjargráðsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hver tíðnin var á einangrunarrofi, raftruflunum og afleiðingum hérlendis.
Efni og aðferðir:
Þetta var afturskyggn rannsókn sem tók til þeirra 52 sjúklinga sem fengu Riata bjargráðsleiðslu hérlendis. Í samanburðarhópi voru 50 einstaklingar sem fengu bjargráðsleiðslu frá öðrum fyrirtækjum. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrárkerfi Landspítala.
Niðurstöður:
Af þeim 52 einstaklingum sem fengu Riata leiðslu greindust 17 (32,7%) með einangrunarrof og/eða raftruflun og fóru í leiðsluskipti, á móti einum (2,0%) í samanburðarhópnum (p<0,001). Þar af greindust 5 (9,6%) með einangrunarrof, 7 (13,5%) með raftruflanir og 5 (9,6%) með hvort tveggja. Að auki voru 10 (19,2%) úr Riata hópnum sem fóru í fyrirbyggjandi leiðsluskipti. Í heildina fóru 31 (59,6%) úr Riata hópnum í leiðsluskipti og/eða voru með gallaða leiðslu samanborið við 7 (14,0%) úr samanburðarhópnum (p<0,001). Ekki var markverður munur á fjölda einstaklinga í hópunum sem upplifðu óviðeigandi rafstuð. Einn einstaklingur með Riata bjargráðsleiðslu fékk ekki viðeigandi meðferð þegar við átti og lést.
Ályktanir:
Íslendingar sem fengu Riata bjargráðsleiðslu voru ekki líklegri til að upplifa óréttmæt rafstuð en þeir sem fengu leiðslu frá öðru fyrirtæki. Hins vegar leiddi notkun á Riata leiðslum til verulegra vandkvæða fyrir sjúklingana, aukinnar tíðni leiðsluskipta og hafði auk þess alvarlegar klínískar afleiðingar.
 

Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487716_13a70e21-4b91-42c8-9b86-3281c3a32e58.png
 

V-11

Gildi MB-LATER skilmerkja til að spá fyrir um árangur rafvendinga vegna gáttatifs

Unnar Óli Ólafsson1, Karl Andersen2, Davíð O. Arnar2

1Læknanemi, 2Landspítali

Inngangur: Gáttatif og -flökt er algengasta viðvarandi hjartsláttartruflunin og er rafvending mikilvægur hluti í meðferð við þessum sjúkdómi. Nýlegt MB-LATER skor tekur tillit til þekktra áhættuþátta á endurkomu gáttatifs/-flökts eftir brennsluaðgerð en hugsanlega má yfirfæra það á sjúklinga sem gengist hafa undir rafvendingu. Markmið þessarar rannsóknar var meðal annars að skoða hvort MB-LATER hafi forspárgildi um viðhald sínus takts eftir rafvendingu.
Efniviður og aðferðir
: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra þeirra sem komu í sína fyrstu rafvendingu á LSH á árunum 2014 og 2015. Tímalengd þessara sjúklinga í sínus takti var reiknuð út frá dagsetningu rafvendingar og hvenær staðfest var hvort viðkomandi sjúklingur væri farinn aftur í gáttatif/-flökt eða hvort hann væri enn í sínus takti. MB-LATER skor var reiknað út frá upplýsingum úr sjúkraskrám.
Niðurstöður
: Af 438 sjúklingum voru 293 (66,9%) karlar og 145 (33,1%) konur. Meðalaldur þeirra var 67,6 ± 12,4 ár. Eftir sex mánuði voru 47,3% í sínus takti en 34,8% eftir eitt ár. Hærra MB-LATER skor hafði neikvætt forspárgildi fyrir tímalengd sjúklinga í sínus takti. Hlutfall sjúklinga í sínus takti eftir eitt ár var 51,1% þeirra með 0-1 stig, 19,7% þeirra með 2-3 stig og 0% þeirra með 4-5 stig (p<0,0001). Eftir að hafa leiðrétt fyrir breytunni „Endurkoma gáttatifs/-flökts innan 90 daga“ voru 36,7% þeirra með 0-2 stig í sínus takti eftir eitt ár á móti 6,1% þeirra með 3-4 stig (p<0,0001).
Ályktun
: MB-LATER skor virðist gefa góða vísbendingu um hversu líklegir gáttatifssjúklingar eru til þess að haldast í sínus takti til lengri tíma.
 
Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_487731_5b33ee24-e18a-4506-8144-d5314fb19e50.jpg
KM greining með samanburði á tímalengd í sínus takti eftir MB-LATER skori án „early recurrence“ breytunnar.
Mynd 2: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487731_5b33ee24-e18a-4506-8144-d5314fb19e50.jpg
KM greining með samanburði á tímalengd í sínus takti eftir MB-LATER skori.
 

V-12

Fyrirferð sem fyllir upp í hægri gátt og veldur truflun á flæði um hjarta

Hera Birgisdóttir1, Signý Vala Sveinsdóttir1, Gunnar Þór Gunnarsson1,2

1Sjúkrahúsið á Akureyri, 2Háskóli Íslands

Inngangur: Stórfrumu B-eitilfrumukrabbamein (Diffuse large B-cell lymphoma) er algengasta undirtegund Non-Hodgkin´s eitilfrumukrabbameina. Æxlisvexti hefur verið lýst í hjartahólfum, ýmist sem frumkomnum eða sem hluta af dreifðari sjúkdómi.
Saga: Fimmtíu og tveggja ára karlmaður leitaði á bráðamóttöku SAk vegna tveggja sólarhringa sögu um mikla mæði og skyndilega bjúgsöfnun í andliti. Hafði verið með minniháttar andþyngsli sem jukust mjög dagana fyrir komu, sérstaklega þegar hann lá út af. Hann hafði verið í uppvinnslu á heilsugæslu vegna eitlastækkana í holhöndum og hægri nára.
Skoðun og rannsóknir
: Líkamsskoðun sýndi mikinn bjúg í andliti og þandar bláæðar á hálsi, jafnvel þegar hann sat uppi. Hvíldarmæði og næryfirlið ef hann lagðist út af í meira en 45°. Eitlastækkanir á hálsi, í holhöndum og hægri nára. Tölvusneiðmynd af brjóstkassa sýndi fyrirferð sem fyllti upp í hægri gátt. Einnig fjölda stækkaðra eitla í miðmæti, á hálssvæði og í holhöndum. Hjartaómun sýndi hægri gátt fulla af framandi efni og mikið skert blóðflæði um gáttina. Ómskoðun annars eðlileg.
Meðferð og afdrif: Grunur vaknaði um eitilfrumukrabbamein sem væri í þann mund að stöðva blóðflæði um hjartað. Sjúklingur fékk bráðameðferð með barksterum og leið betur strax næsta dag. Sýni úr eitli staðfesti seinna stórfrumu B-eitilfrumukrabbamein. R-CHOP meðferð hófst 9 dögum seinna. Einkenni gengu nær alveg til baka eftir 2 meðferðir. Fyrirferðin í hægri gátt minnkaði hratt og blóðflæði um gáttina jókst. Fyrirferðin minnkaði um nær helming á tveimur vikum og var nær horfin eftir 9 vikur (mynd 1). Fékk alls 7 meðferðir og er í sjúkdómshléi ári eftir að meðferð lauk.

Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487737_b4846ceb-4776-40e1-8c16-bba6774d6dc1.jpg

 

V-13

 Phenotypic characterization of supraventricular tachycardias

Laura Andreasen1, Sigfús Gizurarson2, Kristján Guðmundsson2, Davíð O. Arnar2

1Laboratory for Molecular Cardiology

Introduction: Supraventricular tachycardias (SVT) are regular, narrow-complex tachycardias mainly affecting young and healthy individuals. The prevalence of SVT is 2-3 per 1,000 individuals and the incidence seems to be increasing. The major subtypes of SVT are atrioventricular nodal reentrant tachycardia (AVNRT) and SVT with accessory pathway, resulting in Wolff-Parkinson White (WPW) or concealed bypass tract (CBT). Due to small patient cohorts, subtype characteristics are in general lacking. The aim of this study was to describe subtype characteristics of SVT patients from Iceland.
Materials and Methods
: Medical records of individuals having an electronic medical record admission with SVT from the general population of Iceland were assessed with regards to SVT subtype, gender distribution and age at diagnosis. SVT subtype and diagnosis time were defined based on ablation therapy procedures, electrophysiology studies or delta-wave at the ECG.
Results
: Six-hundred-and-forty medical journals were assessed and of these, an SVT subtype was defined in 203 individuals. The SVT subtype distribution was 78% AVNRT, 10% WPW and 12% CBT. AVNRT patients were mainly female (63%), WPW patients were mainly male (70%) and CBT patients had a more equal gender distribution (50% females). Median age at diagnosis was 30 years for WPW patients (interquartile range [IQR] 20-37), 44 years (IQR 30-56) for AVNRT patients and 44 years (IQR 25-60) for CBT patients.
Conclusion
: In general, WPW patients were found to be male and diagnosed at a relatively young age, compared with AVNRT patients who were mainly females and diagnosed on average fifteen years later.
mynd 1:
https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_3_488091_5115dfdc-a6c2-4193-81b0-6e252c809cf8.png
mynd 2:
https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_488091_5115dfdc-a6c2-4193-81b0-6e252c809cf8.png
mynd 3:
https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_2_488091_5115dfdc-a6c2-4193-81b0-6e252c809cf8.png
mynd 4:
https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_488091_5115dfdc-a6c2-4193-81b0-6e252c809cf8.png
 

V-14

Vinstri slagbils- og þanbilshjartbilun af völdum kæfisvefns

Helga Hansdóttir1, Gunnar Þór Gunnarsson1 2, Sigurbjörg Sigurðardóttir1, Jónína Jóhannsdóttir1

1Sjúkrahúsið á Akureyri, 2Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Þekkt er að kæfisvefn valdi álagi á hægri hluta hjarta. Vinstri slagbils- og þanbilshjartabilun með ummyndun á vinstri slegli er sjaldséð afleiðing kæfisvefns. Samspil margra þátta gæti legið að baki vinstri hjartbilunar við kæfisvefn. Öndunarhlé valda lækkun á þrýstingi innan brjóstkassa sem veldur aukinni eftirþjöppun á vinstri slegil. Aukið álag verður á hjartavöðvann vegna hækkaðs þrýstingsfallanda yfir vegg vinstri slegils. Aukin virkni verður í semjuhluta ósjálfráða taugakerfisins. Blóðþrýstingur hækkar og lækkar ekki á nóttunni eins eðlilegt er.
Saga:
Fimmtug kona lagðist inn vegna nokkurra vikna sögu um ónot fyrir brjósti og vaxandi mæði. Nýgreind með vægan háþrýsting. Enginn hjarta- eða lungnasjúkdómur þekktur. Reykir ekki.
Rannsóknir
:Hjarta- og lungnahlustun var eðlileg, enginn bjúgur á fótum. Líkamsþyngdarstuðull 44. Hjartalínurit sýndi vinstra greinrof. D-dímer 1,12 mg/ml. Trópónín mælingar eðlilegar, BNP 3559 ng/L. Tölvusneiðmynd sýndi ekki lungnablóðrek en grun um hjartabilun. Hjartaómskoðun sýndi víkkaðan hægri slegil og merki um hækkaðan þrýsting í lungnablóðrás. Einnig umtalsverða vinstri slagbils- og þanbilshjartbilun (tafla 1). Víkkaður vinstri slegil og tjaldstöðu á míturloku í slagbili. Ekkert kalk sást við kransæðamyndatöku. Í legu var tekið eftir mikilli dagsyfju og því vaknaði grunur um kæfisvefn. Kæfisvefnsrannsókn sýndi alvarlegan kæfisvefn með 49 öndunarhléum/klst. Meðferð með kæfisvefnsvél hófst strax ásamt hefðbundinni hjartabilunarmeðferð með betablokkum og ACE hemli.
Afdrif og horfur: Bæði vinstri og hægri hjartabilunin var talin af völdum kæfisvefns. Greining og kæfisvefnsmeðferð skipti sköpum. Einkenni löguðust fljótt eftir upphaf kæfisvefnsmeðferðar og umtalsverður bati varð á fyrsta mánuði eftir útskrift. Ómskoðunar skilmerki gengu til baka (tafla 1).

Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_488832_af74c0bd-2ab3-437a-b774-37b0d0fe8ece.png
 
 


V-15

Gegnumstreymi blóðs um heilavef eykst við árangursríka rafvendingu

Maríanna Garðarsdóttir1, Sigurður Sigurðsson2, Thor Aspelund2, Valdís Anna Garðarsdóttir1, Lars Forsberg2, Vilmundur Gudnason2, Davíð Ottó Arnar1

1Landspítali, 2Hjartavernd

Inngangur: Gáttatif tengist minnkuðu heilarúmmáli, vitrænni skerðingu og nýlega, skertu blóðflæði til heila. Orsakir skerðingar á blóðflæði til heila eru ekki kunnar, en skerðing sást ekki hjá einstaklingum sem ekki höfðu gáttatif í fyrri rannsókn okkar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tilgátuna að gegnumstreymi blóðs um heilavef sé skert hjá þeim sem hafa gáttatif og meta hið sama í einstaklingum sem undirgangast rafvendingu vegna gáttatifs með því að mæla gegnumstreymi blóðs um heilavef með segulómun fyrir og eftir inngripið.
Efniviður og aðferðir: Allir sem undirgengust val-rafvendingu við stofnun okkar var boðið að taka þátt í rannsókninni. Segulómun var framkvæmd fyrir og eftir rafvendinguna og gegnumstreymi blóðs mælt með róteindamerktri blóðflæðismælingu. Blóðflæði til heila var einnig mælt í hálsæðum með fasaskiptri blóðflæðismælingu til samanburðar.
Niðurstöður: Gegnumstreymi blóðs jókst eftir rafvendingu vegna gáttatifs í sinus takt um 4,8 ml/100g/mín í öllum heila (p<0,001), um 5,6 ml/100g/mín í gráa vef heilans (p<0,001) og blóðflæði til heila um 57,4 ml/mín (p<0,05). Gegnumstreymi blóðs um heila og blóðflæði til heila voru óbreytt þegar tilraun til rafvendingar bar ekki árangur og sjúklingar höfðu áfram gáttatif.
Ályktun: Árangursrík rafvending gáttatifs í sinus takt bætir gegnumstreymi blóðs um heilavef og minnkar þannig mögulega neikvæð áhrif gáttatifs á heilann, svo sem heilarýrnun, vitræna skerðingu og heilabilun.

Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487581_c6b578bf-59d7-48f1-9d92-922e8d946275.jpg
 

V-16

Lifetime exposure to violence and other life stressors and hair cortisol concentration in women

Rebekka Sigrún Lynch1, Matthías Kormáksson1, Sigrún Helga Lund1, Clemens Kirschbaum2, Unnur Anna Valdimarsdóttir1

1Háskóli Íslands, 2Technische Universität Dresden

Introduction: Throughout their lives women are at high risk of trauma, particularly violence, which increases their risk of various psychiatric disorders and somatic diseases. One pathway is the dysregulation of hypothalamic-pituitary-adrenal (HPA) axis. Yet, few studies have addressed the association between violence exposure and hair cortisol concentration (HCC) - representing a novel marker for total HPA-output.
Methods
: We explored the association between lifetime exposure to violence and other life stressors and HCC in 470 adult women, 21-86 years, attending the Cancer Detection Clinic in Iceland. Life Stressor Checklist-Revised (LSC- R; 30-items) was used to assess lifetime exposure to violence and other life stressors. HCC was measured with liquid chromatography coupled with tandem mass spectrometry (LCMS/MS). Multiple imputation was used for missing LSC-R items. We used Poisson and linear regression models and log-transformed HCC.
Results
: A total of 197 women (41.9%) had a lifetime history of physical and/or sexual violence. Among the 273 women without lifetime exposure to violence, HCC was not associated with any of the background covariates, including: age (P=0.100, education level (P=0.184), marital status (P=0.769), income (P=0.976), occupation (P=0.093. Stepwise increase in the number of experienced life stressors was associated with higher HCC (P=0.027), with a steeper increase in HCC when specifically examining exposure to different types of violence (P=0.014). Neither age at first violence exposure nor time from last exposure were clearly associated with HCC levels.
Conclusion
: Lifetime exposure to life stressors, particularly violence, is associated with increased HCC in a general population of women.


V-17

Nýgengi langvinns nýrnasjúkdóms á stigi 1-5 á Íslandi árin 2008-2016

Arnar Jan Jónsson1, Sigrún Helga Lund2, Runólfur Pálsson1, Ólafur Skúli Indriðason1

1Landspítali, 2Háskóli Íslands

Inngangur: Þekkingu á nýgengi langvinns nýrnasjúkdóms (LNS) er ábótavant. Markmið rannsóknarinnar var að áætla nýgengi LNS á Íslandi, byggt á stöðluðum kreatínínmælingum í sermi (SKr), albúmínmigu og öðrum vísum nýrnaskemmda.
Aðferðir:
Í þessari afturskyggnu rannsókn frá 2008 til 2016 var allra SKr-mælinga og albúmín- og prótínmælinga í þvagi fyrir einstaklinga >18 ára aflað frá rannsóknarstofum landsins. Upplýsingar um aldur, kyn, og sjúkdómsgreiningar fengust úr rafrænni sjúkraskrá. r-GSH var reiknaður með CKD-EPI-jöfnunni. Nýgengi LNS var skilgreint sem merki um nýrnaskemmd eða r-GSH <60 ml/mín./1,73 m2 >3 mánuði hjá einstaklingum sem áður voru ekki með LNS. Nýrnaskemmd var skilgreind sem albúmín- eða prótínmiga og/eða nýrnasjúkdómsgreining. Greining og stigun LNS var samkvæmt KDIGO-leiðbeiningunum. Nýgengi var aldursstaðlað að EU27 þýðinu.
Niðurstöður:
Alls var 2.129.029 SKr-mælinga aflað fyrir 218.941 einstaklinga. Miðgildi aldurs var 63 (spönn: 18-109) ár og 47% voru karlkyns. Af 206.736 einstaklingum sem höfðu ekki LNS í upphafi, fengu 16.476 LNS á tímabilinu. Árlegt, aldursstaðlað nýgengi LNS á stigum 1-5 fyrir hverja 100.000 var 878 (95%ÖB: 856-900) hjá körlum og 1.090 (95%ÖB: 1.065-1.114) hjá konum. Árlegt aldursstaðlað nýgengi LNS á 100.000 íbúa hjá körlum var 145 fyrir stig 1, 202 fyrir stig 2, 630 fyrir stig 3A, 298 fyrir stig 3B, 94 fyrir stig 4 og 21 fyrir stig 5 LNS og 259, 202, 787, 404, 106 og 17 fyrir sömu stig hjá konum.
Ályktanir:
Þessi rannsókn er tók til meginhluta íslensku þjóðarinnar og byggði á fjölbreyttum merkjum nýrnaskemmda sýndi fram á um það bil 1% nýgengi LNS, þó aðeins hærra hjá konum en körlum.


V-18

Acute Kidney Injury Following Acute Type A Aortic Dissection Repair: Incidence, Risk Factors and Outcomes

Dadi Helgason1, Solveig Helgadottir2, Anders Ahlsson3, Jarmo Gunn4, Vibeke Hjortdal5, Anders Jeppsson6, Ari Mennander7, Shahab Nozohar8, Christian Ohlsson9, Stefan Orri Ragnarsson10, Martin I. Sigurdsson11, Arnar Geirsson11, Tomas Gudbjartsson1

1Landspitali - The National University Hospital of Iceland, 2Akademiska University Hospital, 3Orebro University Hospital and School of Health and Medicine, 4Tampere University Hospital, 5Aarhus University Hospital, 6Sahlgrenska University Hospital, 7Turku University Hospital, 8Skane University Hospital, 9Karolinska University Hospital, 10University of Iceland, 11Yale School of Medicine

Background: The aim of this study was to examine the incidence, risk factors and outcomes of patients with acute kidney injury (AKI) following surgery for acute type A aortic dissection (ATAAD) using the NORCAAD registry.
Methods:
A total of 1159 patients underwent ATAAD surgery at eight Nordic centers from 2005-2014. Patients that died intraoperatively (n=77), those who had missing baseline or postoperative serum-creatinine measurements (n=136) and patients who required dialysis before surgery (n=5) were excluded. AKI was defined according to the RIFLE-criteria. Risk factors for AKI and predictors of long-term survival were analyzed with multivariable regression.
Results:
AKI was detected in 382/941 patients (40.6%); 138, 100 and 144 within Risk, Injury and Failure classes, respectively. Of those, 105 required postoperative dialysis. Age (per 10 years, OR=1.2, 95% CI:1.1-1.4), Penn Class Ab, Ac or Abc (OR:1.7, 95% CI:1.3-2.4), prolonged cardiopulmonary bypass time (per 10 minutes, OR=1.04, 95% CI:1.01-1.06) and red blood cell transfusion (per 5 units, OR=1.4, 95% CI:1.3-1.6) were independent predictors of AKI. Postoperatively, 30-day mortality rates were significantly higher in the AKI group (17.0% compared to 6.6% in the non-AKI group p<0.001). Moreover, after excluding patients who died within 30 days from surgery, long-term survival was also lower in the AKI group (3-year survival 87.5%, vs. 92.5% p=0.006). Finally, AKI was an independent predictor of worse long-term survival (HR=2.0, 95% CI:1.3-3.0).
Conclusions
: AKI is a very common complication following surgery for type A aortic dissection. Patients sustaining AKI often require dialysis and have significantly lower short- and long-term survival.


V-19

Quantification of Urinary 2,8-Dihydroxyadenine Excretion in Patients with APRT Deficiency

Hrafnhildur L. Runólfsdóttir1, Runólfur Pálsson1, Unnur A. Þorsteinsdóttir2, Ólafur S. Indriðason1, Inger M. Ágústsdóttir3, Margrét Þorsteinsdóttir2, Viðar Ö. Eðvarðsson3

1Landspítali, 2ArcticMass, 3Barnaspítali Hringsins

Background: Adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd) is a rare autosomal recessive disorder characterized by renal excretion of poorly soluble 2,8-dihydroxyadenine (DHA), leading to kidney stones and chronic kidney disease. We recently developed a high-throughput ultra-performance liquid chromatography-tandem mass spectrometry (UPLC-MS/MS) assay for quantification of urinary DHA. The purpose of this study was to assess DHA excretion in APRTd patients, heterozygotes and healthy subjects.
Methods:
Nineteen patients in the APRT Deficiency Registry of the Rare Kidney Stone Consortium, 4 heterozygotes and 10 healthy volunteers, not taking medications affecting purine metabolism, participated in the study. Urinary DHA excretion was measured in 24-h collections and single void samples, expressed as mg/24 h and DHA/Cr ratio (mg/mmol). Associations were examined using Spearman's correlation coefficient.
Results:
The median (range) urinary DHA excretion in 28 samples from 19 patients with APRTd was 138.1 (63.8-291.5) mg/24 h. No DHA was detected in 24-h urine samples from 4 heterozygotes and 10 healthy individuals. The DHA/Cr ratio in 42 random void urine samples from 19 patients was 13.1 (3.8-37.2) mg/mmol. No correlation was found between urinary DHA excretion and kidney function (r=0.04, p=0.816). Correlation between first morning void urine DHA/Cr and 24-h urinary DHA excretion in samples obtained in the same 24-h period was high (r=0.84, p<0.001).
Conclusion:
Patients with APRTd excrete large amounts of DHA in their urine, while DHA is undetectable in both heterozygotes and healthy subjects. Timed urine samples can be replaced with DHA/Cr ratio in first morning void urine specimens for monitoring of DHA excretion.

 

V-20

Development of a 2D-UPLC-MS/MS Assay for Therapeutic Monitoring in Patients with Adenine Phosphoribosyltransferase Deficiency

Hrafnhildur L. Runólfsdóttir1, Unnur A. Þorsteinsdóttir2, Þorsteinn H. Bjarnason3, Finnur F. Eiríksson2, Margrét Þorsteinsdóttir2, Runólfur Pálsson1, Viðar Ö. Eðvarðsson4

1Landspítali, 2ArcticMass, 3Háskóli Íslands, 4Barnaspítali Hringsins

Background: Adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd) is a rare disorder of purine metabolism that results in renal excretion of 2,8-dihydroxyadenine (DHA), causing kidney stones and chronic kidney disease (CKD). The drugs allopurinol and febuxostat reduce DHA excretion and ameliorate disease manifestations. We developed a two-dimensional ultra-performance liquid chromatography-tandem mass spectrometry (2D-UPLC-MS/MS) assay to measure DHA, allopurinol, oxypurinol, and febuxostat in human plasma for pharmacotherapy monitoring.
Methods:
A design of experiments was used to define optimal 2D-UPLC-MS/MS conditions based on minimum number of experiments. Screening of variables was performed using D-optimal design to identify factors influencing retention time and peak height and area for all compounds. Variables were optimized with central composite face design and related to sensitivity and retention time using partial least square regression. Protein precipitation was carried out using 1% formic acid in methanol. Plasma samples from APRTd patients and controls were used for the study.
Results:
Plasma concentrations of DHA, allopurinol, oxypurinol, and febuxostat were reliably achieved with the assay. Plasma DHA concentrations in 3 APRTd patients were 456, 459 and 741 ng/mL off drug treatment and 130, 61 and 27 ng/mL while on allopurinol or febuxostat. Plasma allopurinol and oxypurinol concentrations during drug treatment were 802, 2391, 5089 and 6810, 7076 and 12,510 ng/mL, respectively, and the febuxostat concentration was 1276 ng/mL in 1 patient. DHA was undetectable in plasma samples from healthy controls.
Conclusion:
Our data suggest that the 2D-UPLC-MS/MS assay may be used to monitor the efficacy of pharmacotherapy and treatment adherence among APRTd patients.

 

V-21

Bætir notkun sértækra greininga á nýrnasjúkdómum nákvæmni við mat og greiningu á langvinnum nýrnasjúkdómi á stigi 1 og 2?

Arnar Jan Jónsson1, Sigrún Helga Lund2, Runólfur Pálsson1, Ólafur Skúli Indriðason1

1Landspítali, 2Háskóli Íslands

Bakgrunnur: Flestar rannsóknir á langvinnum nýrnasjúkdómi (LNS) á stigi 1-2 hafa byggst á prótínmigu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi LNS á stigi 1-2 með því að nýta sjúkdómsgreiningar til viðbótar við prótínmigu.
Aðferðir:
Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra Íslendinga ≥18 ára sem áttu mælingu kreatíníns í sermi (SKr) og/eða albúmíns eða prótíns í þvagi á árunum 2008-2016. Upplýsingar um aldur, kyn og sjúkdómsgreiningar fengust úr sjúkraskrám. Albúmínmiga var skilgreind sem ≥30 mg/24 klst., albúmín/kreatínín-hlutfall ≥30 mg/g eða ≥+ prótín á strimilprófi í ≥3 mánuði. Auk prótínmigu og r-GSH voru ICD-9 og ICD-10 kóðar sem bentu til langvinns nýrnasjúkdóms notaðir til að skilgreina LNS á stigi 1-2.
Niðurstöður:
Alls fundust 2.129.029 SKr-gildi fyrir 218.941 einstaklinga og 306.650 prótínmælingar fyrir 84.429 einstaklinga, af þeim höfðu 4.972 viðvarandi prótínmigu. Alls höfðu 28.681 einstaklingar (13,1%) LNS, þar af 3.250 (11,3%) á stigi 1 og 4.193 (14,6%) á stigi 2. Á stigi 1 var miðgildi aldurs 36 (spönn: 18-87) ár og 69% voru konur. Á stigi 2 var aldur 58 (18-102) ár og 56% voru konur. Á stigi 1 greindust 28,3% tilfella með albúmínmigu, 68,3% með sjúkdómsgreiningum og 3,4% með hvorutveggja en á stigi 2 greindust 35,7% með albúmínmigu, 58,5% með sjúkdómsgreiningum og 5,6% með hvorutveggja. Algengustu undirliggjandi sjúkdómar voru langvinnur millivefsnýrnasjúkdómur (51,3%), gauklasjúkdómur (9,3%) og blöðrunýrnasjúkdómur (3,3%).
Ályktanir:
Minnihluti einstaklinga með LNS á stigi 1 og 2 greinist með prótínmigu og því mikilvægt að nota aðra mælikvarða á nýrnaskemmd til að geta metið algengi LNS á þessum stigum.

 

V-22

Tengist notkun ópíóíða og benzódíazepína hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm útkomu eftir skurðaðgerðir?

Þórir E. Long, Daði Helgason, Martin Ingi Sigurðsson, Gísli Heimir Sigurðsson, Runólfur Pálsson, Ólafur Skúli Indriðason

Landspítali

Bakgrunnur: Langtímanotkun ópíóíða og benzódíazepína (BZD) tengist verri útkomu eftir skurðaðgerðir í almennu þýði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl slíkrar lyfjanotkunar meðal sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm (LNS) við útkomu eftir skurðaðgerðir.
Aðferðir:
Afturskyggn rannsókn á fullorðnum sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítalanum 2006-2015. LNS var skilgreindur samkvæmt KDIGO- skilmerkjum. Upplýsingar um lyfjanotkun fengust úr lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins og sjúklingar metnir notendur ópíóíða og BZD ef þeir höfðu útleyst lyfseðil innan 6 mánaða fyrir aðgerð. Lengd sjúkrahúsdvalar og lifun sjúklinga með LNS sem notuðu ópíóíða og/eða BZD var borin saman við hóp slíkra sjúklinga sem ekki notuðu þessi lyf og var notast við pörun með áhættuskori (1:1).
Niðurstöður:
Á tímabilinu gengust 42.600 undir aðgerð og voru 6973 (16,4%) með LNS á stigum 3-5, þar af 3877 (9,1%), 1845 (4,3%), 578 (1,4%) og 673 (1,6%) á stigi 3A, 3B, 4 og 5. Fyrir aðgerð tóku 8008 (19%) ópíóíða, 3327 (8%) BZD og 2888 (7%) bæði ópíóíða og BZD. Sjúklingar með LNS fengu oftar BZD (10,5% vs. 7,3%) og bæði ópíóíða og BZD (8,6% vs. 6,4%) en aðrir sjúklingar (p<0,001). Notkun ópíóíða og/eða BZD meðal sjúklinga með LNS tengdist ekki 30 daga lifun (97% vs. 96%, p=0,10) né 1-árs lifun (86% vs. 86%, p=0,66) samanborið við við viðmiðunarhóp. Hinsvegar var sjúkrahúsdvöl þeirra sem þessi lyf tóku lengri (p=0,01).
Ályktanir:
Notkun ópíóíða og BZD virðist tíð meðal sjúklinga með LNS en tengdist ekki lifun eftir aðgerð. Lengri sjúkrahúsdvöl þeirra sem nota þessi lyf gæti bent til aukinnar fylgivillatíðni eftir skurðaðgerð.


V-23

Hraði leiðréttingar á svæsinni blóðnatríumlækkun á Landspítala

Árni Heiðar Geirsson1, Arnar Jan Jónsson2, Kristinn Sigvaldason3, Ólafur Skúli Indriðason3, Runólfur Pálsson2

1Landspítali, Heilsugæslan Vesturgötu, 2Landspítali og Háskóli Íslands, 3Landspítali

Inngangur: Blóðnatríumlækkun getur verið erfið viðureignar og ber m.a. að varast of skjóta leiðréttingu á natríumstyrk sermis (SNa) þegar um langvinnan kvilla er að ræða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna leiðréttingu SNa meðal sjúklinga með svæsna blóðnatríumlækkun á Landspítala.
Aðferðir:
Í afturskyggnri rannsókn, sem náði til sjúklinga ≥18 ára með svæsna blóðnatríumlækkun (SNa <120 mmól/l) á Landspítala á árunum 2005-2014, var hraði leiðréttingar SNa metinn með því að skoða allar SNa-mælingar einstaklinganna í rannsóknarkerfi spítalans. Hraði leiðréttingar var reiknaður í mmól/l fyrir fyrstu 24 klst. og 48 klst. með því að draga upphaflegt gildi frá lokagildi á hvoru tímabili. Of hröð leiðrétting var skilgreind sem >10 mmól/l á 24 klst. og >18 mmól/l á 48 klst. Beitt var aðferðum lýsandi tölfræði.
Niðurstöður:
Alls greindust 619 tilvik svæsinnar blóðnatríumlækkunar meðal 590 sjúklinga. Miðgildi aldurs var 74 (spönn: 23-98) ár og voru konur 76%. Miðgildi hraða leiðréttingar blóðnatríumlækkunar var 5 mmól/l (spönn: 0 til 44) á 24 klst. og 11 (-1 til 34) mmól/l á 48 klst. Þegar útilokaðir voru sjúklingar með bráða natríumlækkun reyndist leiðrétting SNa of hröð á fyrstu 24 klst. í 70 tilfellum (13%) og á 48 klst í 47 tilfellum (9%). Alls var leiðrétting SNa of hröð í 97 tilfellum (18%) á fyrstu 48 klst. Fylgikvillar tengdir miðtaugakerfi greindust hjá 5 sjúklingum (0,8%) og var leiðrétting SNa of hröð hjá þremur, 13 mmól/l, 20 mmól/l and 21 mmól/l á 24 klst.
Ályktanir:
Of hröð leiðrétting blóðnatríumlækkunar er tíð á Landspítala og getur leitt til alvarlegra fylgikvilla.


V-24

Vægur bráður nýrnaskaði í kjölfar skurðaðgerðar: Nýgengi og afdrif sjúklinga

Þórir E. Long1, Daði Helgason1, Sólveig Helgadóttir2, Runólfur Pálsson1, Gísli Heimir Sigurðsson1, Martin Ingi Sigurðsson1, Ólafur Skúli Indriðason1

1Landspítali, 2Akademiska University Hospital

Inngangur: Væg hækkun á kreatíníni í sermi (SKr) um 26,5 μmól/l á 48 klst. er hluti núverandi skilgreiningar á bráðum nýrnaskaða (BNS), en lítið er vitað um áhrif þessarar vægu hækkunar á afdrif sjúklinga. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi og afdrif einstaklinga með vægan BNS í kjölfar skurðaðgerðar.
Efniviður og aðferðir:
Afturskyggn rannsókn á öllum einstaklingum ≥18 ára sem undirgengust kviðarhols-, brjósthols-, bæklunar- eða æðaskurðaðgerð á Landspítala á árunum 1998-2015. Gagna var aflað úr rafrænni sjúkraskrá. Vægur BNS var skilgreindur sem hækkun SKr um 26,5 μmól/l á 48 klst. án þess að ná hækkun um 1,5 x grunngildi SKr á 7 dögum. Einstaklingar með vægan BNS voru bornir saman við paraðan viðmiðunarhóp án BNS (1:1).
Niðurstöður:
Alls voru framkvæmdar 116.358 aðgerðir á 64.535 einstaklingum á tímabilinu. SKr-mælingar bæði fyrir og eftir aðgerð voru framkvæmdar í 47.333 (41%) tilvikum. Alls voru 3.516 (7,4%) með BNS, þar af 1161 (2,4%) með vægan og 2.355 (5,0%) með alvarlegri BNS. Einstaklingar með vægan BNS voru oftar karlkyns (66%) og höfðu lægri reiknaðan gaukulsíunarhraða (r-GSH) fyrir aðgerð, 51 (34-67) vs. 66 (48-84) ml/mín./1.73 m2 (p<0,001). Einstaklingar með vægan BNS og skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð höfðu verri eins árs lifun en samanburðarhópur (73% vs. 76%, p=0,04). Enginn munur var á eins árs lifun einstaklinga með vægan BNS er höfðu eðlilega nýrnastarfsemi fyrir aðgerð og viðmiðunarhópi (87% á móti 89%, p=0,19).
Ályktanir:
Niðurstöður okkar benda til að vægur BNS eftir skurðaðgerð meðal einstaklinga sem fyrir höfðu skerta nýrnastarfsemi, hafi í för með sér lakari eins árs lifun.


V-25

Lyfjanotkun á meðgöngu

Unnur Sverrisdottir1, Freyja Jónsdóttir2, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Hildur Harðardótir2, Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir3

1Háskóli Íslands, 2Landspítali, 3Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Inngangur: Lyfjanotkun á meðgöngu er talin algeng og oft nauðsynleg, þrátt fyrir að skortur sé á rannsóknum og gagnreyndum upplýsingum um notkun lyfja á meðgöngu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun lyfja, náttúruvara og vítamína meðal þungaðra kvenna fyrstu 20 vikur meðgöngu. Upplýsingaöflun kvennanna var einnig skoðuð.
Efniviður og aðferðir
: Rannsóknin var framkvæmd á Fósturgreiningardeild Landspítalans á tímabilinu janúar til apríl 2017. Konum sem mættu í 20.vikna ómskoðun var boðin þátttaka og spurningalisti þá lagður fyrir konurnar í kjölfar skoðunar.
Niðurstöður
: Af 213 þátttakendum notuðu 90% lyf einhvern tíma á fyrstu 20 vikum meðgöngu.Um 80% lyfjanna falla í öryggisflokka A og B í sænsku sérlyfjaskránni FASS og samkvæmt því talið óhætt að nota þau á meðgöngu.Algengasta ástæða lyfjanotkunar voru vægir verkir. Aðeins 14% kvennanna notaði ekki fólínsýru fyrstu 12 vikurnar. Þær voru líklegri til að vera ungar (p = 0,019) og búa utan höfuðborgarsvæðisins (p = 0,03).Hlutfall kvenna sem notaði náttúruvörur var 14% en upplýsingar skortir um notkun þeirra á meðgöngu.Mikill meirihluti kvennanna (81%) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar þegar lyfi var ávísað og 94% taldi sig hafa aðgengi að fullnægjandi upplýsingum um lyf á meðgöngu.Algengast var að leita á internetið (51%) eða til ljósmóður (44%).
Ályktanir
. Algengt er að konur taki lyf á meðgöngu. Notkun flestra lyfjanna telst örugg á meðgöngu. Mikill meirihluti barnshafndi kvenna tekur fólínsýru. Barnshafandi konur telja sig hafa aðgengi að fullnægjandi upplýsingum um lyf á meðgöngu.

Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_485250_25b6de9e-0b35-48db-b684-82295db346f4.png

Mynd 2: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_485250_25b6de9e-0b35-48db-b684-82295db346f4.png

Mynd 3:  https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_2_485250_25b6de9e-0b35-48db-b684-82295db346f4.png

Mynd 4: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_3_485250_25b6de9e-0b35-48db-b684-82295db346f4.png

 

V-26

Langtímahorfur eftir legu á gjörgæsludeild

Eyrún Arna Kristinsdóttir, Þórir Einarsson Long, Kristinn Sigvaldason, Sigurbergur Kárason, Gísli Heimir Sigurðsson, Martin Ingi Sigurðsson

Landspítali

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímahorfur gjörgæslusjúklinga á Íslandi, forspárþætti langtímahorfa og hvort breytingar hefðu orðið á 15 ára tímabili.
Efniviður & aðferðir:
Upplýsinga var aflað um aldursdreifingu, kynjahlutföll, innlagnarástæður, legutíma, helstu gjörgæslumeðferð, undirliggjandi heilsufarsástand og lifun allra >18 ára sem lögðust inn á gjörgæsludeildir Landspítalans á árunum 2002-2016. Skoðaðar voru langtímahorfur sjúklinga sem lifðu >30 daga frá innlögn og forspárþættir langtímahorfa kannaðar með Cox aðhvarfsgreiningu. Horfurnar voru jafnframt bornar saman við lifun samanburðarhóps Íslendinga af sama aldri og kyni.
Niðurstöður:
Af 15.832 gjörgæsluinnlögnum á rannsóknartímabilinu voru 56% á vegum lyflækninga, 37% í kjölfar skurðaðgerða og 7% vegna slysa. Meðalaldur var 61 ár og karlar voru 60%. Fimm ára lifun vegna innlagna á vegum lyflækninga, eftir skurðaðgerðir og vegna slysa var 66%, 76% og 92%. Marktækur munur var á lifun vegna mismunandi innlagnarástæðna í hverjum innlagnarflokki. Hærri aldur og verra heilsufarsástand tengdist lakari horfum í öllum sjúklingahópum. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir aldri, kyni, undirliggjandi heilsufarsástandi og lengd gjörgæslulegu og öndunarvélameðferðar sást að langtímalifun hafði batnað yfir tímabilið hjá sjúklingum sem lögðust inn í kjölfar sýkinga en ekki hafði orðið breyting á langtímalifun hjá öðrum sjúklingum. Langtímahorfur allra undirhópa voru lakari en í almennu viðmiðunarþýði að undanskildum þeim hópi sem lagðist inn vegna brjóstholsskurðaðgerða og slysa.
Ályktanir:
Langtímalifun gjörgæslusjúklinga er breytileg eftir innlagnarástæðum. Langtímalifun þeirra sem þurfa gjörgæsluinnlögn vegna sýkingar hefur batnað marktækt undanfarin 15 ár, mögulega vegna aukinnar árvekni í meðferð sýklasóttarlosts.

 

V-27

Sjaldgæf stökkbreyting í LDL-viðtakageninu veldur verulegri lækkun á LDL-kólesteróli

Eyþór Björnsson1, Guðný Anna Árnadóttir1, Ásgeir Sigurðsson1, Guðmundur Norðdahl1, Hákon Jónsson1, Sebastian Roskosch2, Kristbjörg Gunnarsdóttir1, Anna Helgadóttir1, Karl Andersen3, Guðmundur Þorgeirsson1, Daníel Guðbjartsson1, Hilma Hólm1, Unnur Þorsteinsdóttir1, Patrick Sulem1, Gísli H Halldórsson1, Kári Stefánsson1

1Íslensk erfðagreining, 2Berliner Institut für Gesundheitsforschung, 3Landspítali

Inngangur: Viðtakinn fyrir lágþéttni lípóprótín (LDL) miðlar upptöku LDL-kólesteróls í frumur. Hann gegnir lykilhlutverki í verkun blóðfitulækkandi lyfja, en þau auka tjáningu viðtakans á yfirborði lifrarfruma og stuðla þannig að lækkun þéttni LDL-kólesteróls í blóði. Stökkbreytingar sem skerða virkni viðtakans valda hækkun á LDL-kólesteróli en stökkbreytingum sem auka virkni viðtakans hefur ekki verið lýst.
Aðferðir:
Við leituðum að stökkbreytingum í LDL-viðtakageni (LDLR) 43.202 Íslendinga hverra erfðamengi höfðu verið raðgreind. Við notuðum nýlega þróuð algrím til þess að finna úrfellingar og margfaldanir á basaröðum innan gensins. Svipgerðarupplýsingar voru sóttar í gagnagrunn Íslenskrar erfðagreiningar.
Niðurstöður:
Við fundum afar sjaldgæfa úrfellingu í sex einstaklingum innan sömu fjölskyldu. Þeir höfðu mjög lága þéttni af LDL-kólesteróli í blóði (meðalgildi 0,95 mmól/l, n=5), sem var 72% lægri en í viðmiðunarhópi (meðalgildi 3,45 mmól/l, n=98.245, P=5,2×10-10). Ekki var fylgni við háþéttni lípóprótín (HDL) eða þríglýseríð. Tjáning LDL-viðtakans á yfirborði eitilfruma var tvöfalt hærri í arfberum (n=2) og tjáning LDLR mRNA var sömuleiðis aukin. Úrfellingin er 2,5 kílóbasar að stærð og tekur til stjórnraðar í 3' enda gensins (e. 3' untranslated region). Úrfellingin veldur því að stjórnröðin á 3' enda mRNA verður styttri en ella, en það leiðir til aukins stöðugleika mRNA og aukinnar heildartjáningu á LDL-viðtökum. Ekki voru vísbendingar um að lág þéttni LDL-kólesteróls sem viðhaldið er ævilangt hafi neikvæð áhrif á heilsu arfberanna.
Ályktanir:
Við fundum afar sjaldgæfa stökkbreytingu í LDLR sem eykur tjáningu á LDL-viðtakanum og leiðir til verulegrar lækkunar á LDL-kólesteróli í blóði. Stökkbreytingu í LDLR sem eykur tjáningu viðtakans hefur ekki verið lýst fyrr.

 

V-28

Lýðgrunduð rannsókn á svörun sjúklinga með primary biliary cholangitis við meðferð með ursodeoxycholsýru

Kristján Torfi Örnólfsson1, Einar Stefán Björnsson1, Óttar Már Bergmann1, Sigurður Ólafsson1, Sigrún Helga Lund2

1Landspítali, 2Háskóli Íslands

Inngangur: Primary biliary cholangitis (PBC) er langvinnur bólgusjúkdómur í litlum gallvegum lifrarinnar sem leitt getur til skorpulifrar. Skortur er á lýðgrunduðum rannsóknum á svörun PBC sjúklinga við meðferð með ursodeoxycholsýru (UDCA). Tilgangur rannsóknarinnar var því að nýta lýðgrunduð gögn um meðhöndlun PBC sjúklinga, kanna svörun þeirra við UDCA meðferð og tengsl svörunar við þróun á skorpulifur.
Efniviður og aðferðir
: Svörun sjúklinga við UDCA meðferð var metin út frá tveimur áður skilgreindum svörunarskilmerkjum, þ.e.a.s. Barcelona svörunarskilmerkjunum: Lækkun á alkalískum fosfatasa (ALP) um meira en 40 % af grunngildi eða eðlilegur ALP ári eftir upphaf meðferðar og Toronto svörunarskilmerkinu: ALP ≤ 1.67 x eðlilegt gildi tveimur árum eftir upphaf meðferðar. Athugað var hvort tengsl væru á milli svörunar við lyfjameðferð og tilkomu skorpulifrar.
Niðurstöður:
135 sjúklingar voru meðhöndlaðir með ursodeoxycholsýru á rannsóknartímabilinu. Nægar upplýsingar fundust um lyfjameðferð og ALP gildi 94 (70%) og 93 (69%) sjúklinga til að unnt væri að meta svörun við lyfjameðferðinni skv. Barcelona og Toronto skilmerkjunum. Alls svöruðu 70% sjúklinga meðferðinni skv. Toronto skilmerkinu en 54 % sjúklinga svöruðu meðferð skv. Barcelona skilmerkjunum. Af sjúklingum sem ekki svöruðu meðferð skv. Toronto skilmerkinu þróuðu 46% með sér skorpulifur samanborið við 9% þeirra sem svöruðu meðferðinni, HR 6.07 (P<0.001). Meðal þeirra sem ekki svöruðu meðferð skv. Barcelona skilmerkinu þróuðu 30% með sér skorpulifur samanborið við 12% þeirra sem svöruðu meðferð, HR 2.15 (P=0.12).
Ályktanir
: Niðurstöðurnar benda til þess að PBC sjúklingar sem ekki svara lyfjameðferð skv. Toronto skilmerkinu séu í verulega aukinni áhættu á því að þróa með sé skorpulifur.
 

 

V-29

Misnotkun lóperamíðs

Anna Kristín Gunnarsdóttir1, Magnús Jóhannsson2, Magnús Haraldsson3, Guðrún Dóra Bjarnadóttir3

1Lyflækningasvið Landspítala, 2Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við HÍ, Embætti landlæknis, 3Geðsvið Landspítala

Inngangur: Lóperamíð hefur hægðastemmandi áhrif í gegnum örvun μ-ópíóíðaviðtaka í meltingarvegi. Notkun yfir meðferðarskömmtum getur valdið ópíóíðalíkum áhrifum á miðtaugakerfið og geta ýmis lyf aukið blóðstyrk og flæði lóperamíðs yfir blóð-heila-þröskuldinn. Alvarlegasta birtingarmynd eitrunaráhrifa eru lífshættulegar hjartsláttartruflanir. Því þarf að sýna varkárni við samhliða notkun lyfja sem hafa áhrif á leiðslukerfi hjartans, sér í lagi ef rafvakatruflanir eru til staðar. Allt að 20 stk fást í lausasölu en fyrir 100 stk þarf lyfseðil.
Efniviður og aðferðir:
Kannað var hvort lyfjaávísanir í lyfjagagnagrunni landlæknis gæfu vísbendingar um misnotkun lóperamíðs á Íslandi árin 2006-2017. Úrtakið miðaðist við einstaklinga >18 ára sem fengu ávísað >400 DDD/ári af lóperamíði en það samræmist því að einstaklingur hafi tekið meira en skilgreindan dagskammt (DDD) daglega yfir árið. Skilgreindur dagskammtur fyrir lóperamíð er 10 mg. Skoðað var ávísað DDD/ári til einstaklinga, fylgni milli notkunar ópíóíða samhliða lóperamíði og magnið sem læknar ávísa af lyfinu.
Niðurstöður:
Alls fengu 94 einstaklingar ávísað >400 DDD/ári, 43 karlar og 51 kona. Meðalaldurinn var 60 ár en var 7 árum lægri hjá þeim sem notuðu 800 DDD/ári. Hæstu skammtar þeirra sem notuðu 1200 DDD/ári samræmast því magni sem getur valdið vímu- og eitrunaráhrifum. Ekki var fylgni milli notkunar ópíóíða samhliða lóperamíði og læknar >60 ára virðast ávísa mest af lyfinu.
Ályktun:
Niðurstöðurnar gefa til kynna að óhófleg notkun lóperamíðs tíðkist á Íslandi. Ef um ræðir sjúklinga með óútskýrð yfirlið, hjartsláttartruflanir, ópíóíðafráhvarfseinkenni og neikvæða lyfjaleit er vert að muna eftir vímu– og eitrunaráhrifum lóperamíðs til að afstýra ótímabærum dauðsföllum.

 

V-30

Nýgengi ristilpokablæðinga á Íslandi 2006-2016

Dagur Ólafsson, Einar Stefán Björnsson, Jóhann Páll Hreinsson

Landspítali

Inngangur: Blæðing frá ristilpokum er algengasta orsök bráðrar blæðingar frá neðri meltingarvegi sem leiðir til innlagnar á sjúkrahús. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt mismunandi niðurstöður þegar kemur að nýgengi ristilpokablæðinga. Markmið okkar var að rannsaka nýgengi ristilpokablæðinga á Landspítala Háskólasjúkrahúsi á tímabilinu 2006-2016.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem lögðust inn á Landspítala á tímabilinu 2006-2016 með ristilpokablæðingu. Sjúklingar voru fundnir með hjálp rafrænnar skráningar á speglunum. Ristilpokablæðing var skilgreind á tvennan hátt. Annars vegar sem staðfest ristilpokablæðing þar sem virk blæðing frá ristilpoka, sjáanleg æð var til staðar eða blóðsegi sást hjá ristilpoka. Hins vegar sem líkleg ristilpokablæðing þar sem um verkjalausa blæðingu frá endaþarmi var að ræða, ristilpokar voru til staðar í ristilspeglun og engin önnur skýring blæðingar fannst við speglunina. Eftir útskrift af spítala var blæðing innan 30 daga skráð sem endurblæðing.
Niðurstöður:
Í heildina voru 3683 speglanalýsingar skoðaðar. Meðal þeirra voru 354 sjúklingar (51% karlkyns) með annaðhvort líklega ristilpokablæðingu 95% (n=327) eða staðfesta ristilpokablæðingu 5% (n=18). 96% sjúklinga fengu einungis stuðningsmeðferð, 3% voru meðhöndlaðir á meðan á ristilspeglun stóð og 1% þurfti á skurðaðgerð að halda. Aðeins 5,8% blæddi innan 30 daga frá útskrift. Eftir að ákveðnir sjúklingar höfðu verið útilokaðir vegna búsetu voru 315 hafðir með í útreikningi á nýgengi. Meðaltal nýgengis á ári var 14/100.000 íbúa. Ekki sást markverð breyting á nýgengi milli ára á rannsóknartímabilinu.
Ályktun:
Nýgengi ristilpokablæðinga virðist ekki hafa breyst á síðastliðnum áratug. Stór meirihluti þessara sjúklinga þarf einungis á stuðningsmeðferð að halda.


V-31

Aukning í nýgengi áfengistengds lifrarsjúkdóms og brisbólgu samfara aukinni áfengisneyslu í samfélaginu

Kristján Hauksson1, Berglind Magnúsdóttir1, María Baldursdóttir1, Margrét Arnardóttir1, Arnar Ágústsson1, Sigrún H. Lund1, Evangelos Kalaitzakis2, Einar S. Björnsson3

1Landspítali, 2Digestive Disease Center, Copenhagen University Hospital, 3Landspítali, meltingardeild

Inngangur: Skortur er á rannsóknum á tengslum áfengisneyslu við nýgengi áfengislifrarsjúkdóms og brisbólgu af völdum áfengisnotkunar. Markmið rannsóknarinnar voru að meta samband milli per capita áfengisneyslu og nýgengis bráðrar brisbólgu af völdum áfengis (acute alcoholic pancreatitis, aAP) og áfengislifrarsjúkdóms (alcoholic liver disease, ALD).
Efniviður & aðferðir
: Allir sjúklingar með nýgreindan áfengislifrarsjúkdóm og bráða brisbólgu af völdum áfengis á Íslandi á tímabilinu 2001-2015 voru fundnir með ICD-10 greiningarkóðum sem uppfylltu greiningarskilmerki. Þeir sem höfðu ALD höfðu annaðhvort áfengisskorpulifur (e. alcoholic cirrhosis, AC) eða alvarlega áfengislifrarbólgu (e. alcoholic hepatitis, AH). Gögn um áfengissölu voru fengin frá Hagstofu Íslands.
Niðurstöður
: Alls greindust 273 sjúklingar með aAP og 159 sjúklingar með ALD á rannsóknartímabilinu. Hjá sjúklingum með aAP var meðalaldur við greiningu 50 ár og 74% voru karlar. Á meðal ALD sjúklinga var meðalaldur við greiningu 57 ár og 73% voru karlar. Meðaláfengisneysla per capita var 6.95 lítrar og jókst um 21% á tímabilinu. Árlegt nýgengi aAP jókst úr 7.5 per 100.000 í 9.5 og ALD úr 4 í 9.5 per 100.000. Leitnigreining (e. trend analysis) sýndi marktæka árlega aukningu um 7% (RR 1.07, 95% ÖB 1.04-1.10) fyrir aAP og árlega aukningu um 10.5% (RR 1.10, 95%ÖB 1.06-1.15) fyrir ALD. Aukningin var einungis marktæk hjá körlum.
Ályktun
: Aukin per capita áfengisneysla yfir 15 ára tímabil tengdist dramatískri aukningu á alvarlegum lifrarsjúkdómi og bráðri brisbólgu af völdum áfengis. Aukningin fólst í auknu nýgengi á báðum þessum áfengistengdu sjúkdómum hjá körlum en ekki konum.

Mynd 1. Nýgengi bráðrar brisbólgu af völdum áfengis á Íslandi frá 2001-2015. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487770_b31ec4d0-9ac9-4254-8812-f9b2aea6e08a.png

Mynd 2. Nýgengi áfengislifrarsjúkdóms á Íslandi frá 2001-2015.

https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_487770_b31ec4d0-9ac9-4254-8812-f9b2aea6e08a.pngV-32

Meðferð við áfengisvanda og áfengisbindindi hjá sjúklingum með áfengisorsakaðan lifrarsjúkdóm

Kristján Hauksson1, Margrét Arnardóttir1, Arnar Ágústsson1, Sigrún H. Lund1, Evangelos Kalaitzakis2, Einar S. Björnsson3

1Landspítali, 2Digestive Disease Center, Copenhagen University Hospital, 3Landspítali, meltingardeild

Inngangur: Áfengisbindindi hefur mikil áhrif á horfur í alvarlegri áfengislifrarbólgu (e. alcoholic hepatitis, AH) en áhrif þess á lifun hjá sjúklingum með áfengisskorpulifur (e. alcoholic cirrhosis, AC) eru ekki eins skýr. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman áhrif áfengisbindindis á horfur sjúklinga með AC og/eða AH.
Efniviður & aðferðir:
Allir sjúklingar með nýgreinda AH og AC á Íslandi 2001-2016 voru fundnir með ICD-10 greiningarkóðum sem uppfylltu greiningarskilmerki. Sjúklingum var fylgt eftir til dauða, lifrarígræðslu eða til loka júlí 2017. Safnað var upplýsingum um áfengisbindindi og áfengismeðferð. Lifun var reiknuð frá greiningu til dauða eða síðustu eftirfylgdar, eða frá einu ári eftir greiningu hjá þeim sem lifðu í meira en 1 ár.
Niðurstöður
: Alls greindust 169 sjúklingar með AC og/eða AH, meðalaldur 56 ár og 73% karlar. Alls höfðu 64 sjúklingar (38%) AC, 42 (25%) AH og 63 (37%) höfðu bæði. Alls héldu 43% sjúklinga áfengisbindindi við eftirfylgd og 63% sjúklinga fóru í áfengismeðferð. Áfengisbindindi eftir greiningu tengdist ekki betri lifun, hvorki hjá sjúklingum með AC og/eða AH. Eins árs dánartíðni hjá AC sem hættu að drekka var hærri en hjá þeim sem héldu áfram að drekka. Hjá sjúklingum sem lifðu a.m.k. 1 ár þá tengdist áfengisbindindi betri lifun í báðum hópum.
Ályktun
: Áfengisbindindi eftir greiningu AC/AH náðist hjá um 40% sjúklinga. Hærri dánartíðni í fyrstu hjá þeim sem hættu að drekka gæti bent til þess að þeir sjúklingar séu „of veikir til að drekka“. Sjúklingar sem lifðu meira en eitt ár og héldu áfengisbindindi höfðu ágætar langtímahorfur.

Mynd 1. Lifun sjúklinga með AC/bæði eða með AH eingöngu, abstinent vs. non-abstinent. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_487782_97a6abad-b8ac-4c29-861b-411a2b027fca.png

Mynd 2. Lifun sjúklinga með AC/bæði eða með AH eingöngu og lifðu a.m.k. 1 ár, abstinent vs. non-abstinent.  https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487782_97a6abad-b8ac-4c29-861b-411a2b027fca.png


V-33

Mikil aukning á nýgengi á skorpulifur á Íslandi: framsýn og lýðgrunduð rannsókn

Sigurjón Ragnar Rögnvaldsson, Sigurður Ólafsson, Einar Stefán Björnsson, Óttar Bergmann, Jón Gunnlaugur Jónasson

Landspítali

Bakgrunnur: Nýgengi skorpulifrar á Íslandi hefur með því lægsta sem lýst hefur verið með aðeins 3-4 tilfelli á hverja 100.000 íbúa. Áfengisneysla hefur aukist úr 4,3 L á hvern íbúa árið 1980 í 7,76 L á hvern íbúa árið 2007. Algengi offitu hefur einnig aukist til muna. Lifrarbólga C fór fyrst að breiðast hér út eftir 1980. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif þessara áhættaþátta á nýgengi skorpulifrar á Íslandi.
Efniviður og aðferðir:
Þetta var framsýn rannsókn sem tók til allra sjúklinga sem greindust með skorpulifur á 5 ára tímabili, 2010-2015. Greiningin var byggð á vefjasýni úr lifur eða tveimur af eftirfarandi fjórum skilmerkjum: merki um skorpulifur á myndgreiningarrannsókn, vökvasöfnun í kvið, æðagúlar í vélinda og hækkað INR. Sjúklingum var fylgt eftir út desember 2016.
Niðurstöður:
Alls greindust 157 sjúklingar, 105(67%) karlar. Miðgildi aldurs var 62(IQR 51-69). Meðalnýgengi var 9,7 tilfelli per 100.000 íbúar á ári. Áfengi var eina undirliggjandi orsökin í 48/157 (31%) tilfella, áfengi og lifrarbólga C sameiginleg orsök í 23/157 (15%) tilfella og fitulifur án áfengis í 29/157 (19%) tilfella, lifrarbólga C, ein eða með öðrum orsökum en áfengi, í 10/157 (6%). Fimmtán sjúklingar höfðu óþekkta orsök fyrir skorpulifur. 79 (50%) höfðu fylgikvilla við greiningu. 60 (38%) höfðu vökvasöfnun í kvið, 18 (13%) höfðu lifrarheilakvilla, 13 (8%) höfðu blæðingu frá æðagúlum og 11 (7%) höfðu lifrarfrumukrabbamein. Í lok árs 2016 voru 64( 41%) sjúklingar dánir.
Ályktanir
: Mikil aukning hefur orðið á nýgengi skorpulifrar á Íslandi. Skýring þessa er aðallega aukin áfengisneysla og offita, sem og tengsl við lifrarbólgu C faraldur.


V-34

Samanburður á lyfjahvörfum esomeprazole og gastrín örvun kvenna og karla

Hólmfríður Helgadóttir1, Sigrún H. Lund2, Einar S. Björnsson1, Sveinbjörn Gizurarson2, Helge Waldum3

1Landspítali, 2Háskóli Íslands, 3Norwegian University of Science and Technology

Inngangur: Konur hafa hærri gastrín-svörun við prótónupumpuhemlum (PPI) og virðast þurfa lægri skammta af PPI-lyfjum en menn samkvæmt tvíblindri rannsókn (Helgadottir et al. J Clin Gastroenterol 2017; 51: 486-493) sem gaf til kynna aukið næmi kvenna fyrir PPI-lyfjum. Markmið rannsóknarinnar var að gera samanburð á lyfjahvörfum esomeprazole og gastrín hjá konum og körlum. Tilgátan var sú að konur hafi hærri þéttni en karlar.
Efniviður og aðferðir
: Alls 30 heilbrigðir sjálfboðaliðar tóku 40 mg af esomeprazole á dag í 5 daga. Á fyrsta og fimmta degi var mælt fastandi gastrin og eftir inntöku á lyfinu var þéttni lyfsins mæld í sermi með endurteknum blóðprufum á 8 klukkustunda tímabili. Munur á esomeprazole þéttni var metinn með slembiþáttalíkani.
Niðurstöður
: Fimmtán (50%) voru konur, miðgildi aldurs 24 ár (IQR 23–26) sem höfðu hærra gastrín (pM) grunngildi en karlar 12 (10-15) vs. 7 (4-11), p=0.03. Gastrín hækkaði frá 10 (6–14) í 15 (13–20) (p<0.001) milli heimsókna en ekki var marktækur munur á milli kynjanna (p=0.13), (Mynd 1). Esomeprazole þéttni hækkaði að meðaltali um 300 ng/mL milli heimsókna (p<0.001). Ekki var marktækur munur á lyfjahvörfum kynjanna eftir stakan skammt né daglega notkun í fimm daga. Flatarmálið undir blóðþéttnikúrfunni var hærra hjá konum en körlum; 41% á degi 1 (p=0.3) og 5% á degi 5 (p=0.7). Ekki var fylgni milli flatarmáls undir esomeprazole-blóðþéttnikúrfunni og gastrín gildis eftir 4-daga meðferð (p=0.19).
Ályktun
: Gastrín hækkaði marktækt eftir einungis 4-daga PPI-lyfjameðferð. Ekki var marktækur munur á milli kynjanna í lyfjahvörfum eftir inntöku á fyrsta og fimmta skammti.


Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_486498_1c580210-586f-44a8-b66f-f91c1655a196.png


V-35

Hátt hlutfall steina í gallrás sem greinast á MRCP ganga sjálfkrafa niður gallvegi án íhlutunar

Jón Halldór Hjartarson, Pétur Hörður Hannesson, María Björk Baldursdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Sigurður Blöndal, Einar Stefán Björnsson

Landspítali

Inngangur: Steinar í gallrás eru ein algengasta orsök bráðrar brisbólgu en náttúrulegur gangur gallsteinabrisbólgu er ekki vel þekktur. Það er þó ljóst að ákveðið hlutfall steina í gallrás gengur niður gallvegi sjálfkrafa án íhlutunar og hafa rannsóknir sýnt tölur allt frá 15% til 73%.
Efniviður og aðferðir:
Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem grunaðir voru um steina í gallrás og undirgengust segulómun af bris- og gallvegum (MRCP) á Landspítala á árunum 2008-2013. Sjúklingar þurftu að auki að uppfylla skilmerki fyrir bráðri brisbólgu, þ.e. tvennt af eftirfarandi þrennu: 1) kviðverkur 2) þrefalt gildi á lípasa eða hærra 3) merki um bráða brisbólgu á myndgreiningu. Gullstaðall (e. gold standard) í greiningu gallrásarsteina var álitinn vera ERCP.
Niðurstöður:
Alls uppfylltu 219 sjúklingar skilmerki rannsóknarinnar, 40 sjúklingar (18%) reyndust vera með stein í gallrás á MCRP. Tólf af þeim 40 sjúklingum (30%) sýndu klínísk merki þess að hafa skilað steinum sjálfkrafa niður gallvegi en 28 sjúklingar (70%) sem höfðu haft stein í gallrás á MRCP reyndust vera með stein á ERCP. Sjúklingar sem skiluðu steinum sjálfkrafa niður gallvegi reyndust vera með hærra meðaltalshágildi á ASAT, 430 á móti 235 U/L (p<0,001), og ALAT, 406 á móti 283 (p=0,051). Þeir sjúklingar sem reyndust vera með stein í gallrás á ERCP undirgengust allir ERCP innan 48 klukkustunda (100%) samanborið við 67% þeirra sem skiluðu steinum sjálfkrafa niður gallvegi, (p=0,03).
Ályktun:
Tæplega 30% steina í gallrás sem greinast á MRCP ganga niður gallvegi af sjálfsdáðum án íhlutunar. Tímasetning ERCP rannsóknar eftir MRCP virðist skipta máli varðandi náttúrulegan sjúkdómsgang í gallsteinabrisbólgu.
 
Mynd 1: Steinn í fjærhluta gallrásar á MRCP. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_486987_58ca976d-8101-4600-98a7-bc5fd7011557.png

 

V-36

Meðferð sem forvörn gegn lifrarbólgu C á Íslandi (Treatment as Prevention for Hepatitis C, TraPHepC). Árangur lyfjameðferðar við lifrarbólgu C hjá fólki sem sprautar sig með vímuefnum í æð

Sigurður Ólafsson1, Þorvarður J. Löve1, Ragnheiður H. Friðriksdóttir1, Þórarinn Tyrfingsson2, Valgerður Rúnarsdóttir2, Ingunn Hansdóttir2, Óttar M. Bergmann1, Einar S. Björnsson1, Birgir Jóhannsson1, Bryndís Sigurðardóttir1, Arthur Löve1, Guðrún Sigmundsdóttir3, Ubaldo B. Hernandez1, María Heimisdóttir1, Magnús Gottfreðsson1

1Landspítali, 2Sjúkrahúsið Vogur, 3Sóttvarnarlæknir, Embætti landlæknis

Inngangur: Lifrarbólguveiru C (Hepatitis C virus, HCV) smit er algengt meðal einstaklinga sem sprauta sig með vímuefnum í æð (EINSÆ). Verkefnið Meðferð sem forvörn gegn lifrarbólgu C hefur að markmiði að útrýma HCV á Íslandi, með því að meðhöndla þá sem eru líklegastir til að smita aðra og eruEINSÆ því í forgangi. Takmarkaðar rannsóknir eru til á árangri lyfjameðferðar við HCV hjá fólki í virkri vímuefnaneyslu í æð.
Aðferðir
: Frá janúar 2016 hefur öllum HCV smituðum verið boðin sérhæfð lyfjameðferð (sófosbúvír/ledipasvír til október 2016, síðan sófosbúvír/velpatasvír). Fólk í virkri neyslu fær sérstakan stuðning. Við rannsökuðum hlutfall þeirra sem læknuðust (HCV-RNA-neikvæðir >12 vikum eftir lok meðferðar) af þeim sem hófu meðferð.
Niðurstöður
: Rannsóknarhópurinn var 558 sjúklingar sem áttu að ljúka meðferð og eftirliti. Meðalaldur var 42 ár (bil 19-72), 375 karlar (67%). Í virkri neyslu (sprautað sig innan 6 mánaða) voru 189 (34%) þar af 35 (19%) heimilislausir og 18 (10%) í fangelsi. Flestir (85%) notuðu aðallega örvandi vímuefni. 17% voru á viðhaldsmeðferð með ópíóíðum. Af þeim sem hófu meðferð (intention- to -treat analysis) læknuðust 74% sjúklinga í virkri neyslu í samanburði við 91% meðal annarra. Af 500 sem luku meðferð samkvæmt meðferðaráætlun (per- protocol analysis) var svörun 92% og 97%. Af 36 í virkri neyslu sem ekki luku meðferð læknuðust samt 18 (50%) og læknuðust því í heild 84% sjúklinga í virkri neyslu.
Ályktanir:
Langflestir sem eru í virkri vímuefnaneyslu í æð læknast af HCV í fyrstu meðferðartilraun þótt árangurinn sé nokkru lakari en hjá þeim sem ekki sprauta sig.

 

V-37

Lifrarskaði og gula af völdum náttúru- og fæðubótarefnisins ashwagandha

Helgi Kristinn Björnsson, Einar Stefán Björnsson

Landspítali

Inngangur: Náttúruefni eru sjaldgæf en mikilvæg orsök lifrarskaða. Slíkur lifrarskaði getur verið vægur en einnig leitt til lifrarbilunar, lifrarígræðslu eða dauða. Í framsýnni rannsókn á Íslandi ollu náttúru- og fæðubótarefni 16% allra tilfella ófyrirséðs lifrarskaða af völdum lyfja/efna. Ashwagandha (withania somnifera) er mikið notuð jurt í indverskum grasalækningum og seld á Vesturlöndum sem fæðubótarefni gegn ýmsum kvillum. Aðeins einu tilfelli lifrarskaða vegna ashwagandha hefur verið lýst.
Efniviður og aðferðir:
Kynnt eru þrjú tilfelli af lifrarskaða af völdum ashwagandha.
Niðurstöður:
Tilfelli 1: 45 ára maður með vikusögu um ógleði, kláða og gulu. Hafði tekið „Super Male Vitality“ í 2 vikur og „NOW Ashwagandha“ í 3 daga til að auka orku. Bæði efnin innihalda ashwagandha. Lifrarsýnataka sýndi gallstasa innan lifrar. Lifrarpróf urðu eðlileg eftir 5 mánuði. Tilfelli 2: 24 ára maður fékk ógleði og slappleika í viku og síðan gulu 3 mánuðum eftir að hann byrjaði að taka „NOW Ashwagandha“ gegn stressi. Einkenni minnkuðu og lifrarpróf lækkuðu eftir stöðvun ashwagandha. Tilfelli 3: 62 ára kona með 9 daga sögu um kviðverki, ógleði, uppköst og síðan gulu. Hafði tekið „NOW Ashwagandha“ auk rhodiola í 2 vikur vegna depurðar og kvíða. Lifrarpróf urðu eðlileg á mánuði. Í öllum tilfellum sýndi ítarleg uppvinnsla ekki fram á aðra orsök. Allir lifrarskaðar einkenndust af gallstasa með verulegri hækkun á bílírúbíni. Ekki fundust önnur virk efni en ashwagandha við efnagreiningu á „NOW Ashwaganda“.
Ályktanir:
Ashwagandha getur valdið lifrarskaða sem einkennist af gallstasa og mikilli hækkun á bílírúbíni. Lifrarskaði af völdum náttúru-/fæðubótaefna er mikilvæg mismunagreining í uppvinnslu hækkaðra lifrarprófa.

 

V-38

Samanburður á sjúklingum með sjálfsofnæmislifrarbólgu vegna infliximab og öðrum sjúklingum með sjálfsofnæmislifrarbólgu

Jónas Ásmundsson1, Helgi K. Björnsson2, Kjartan B. Valgeirsson2, Einar S. Björnsson2

1Háskóli Íslands, 2Landspítali, lyflækningasvið

Inngangur: Rannsóknir á sjálfsofnæmislifrarbólgu af völdum lyfja (Drug-induced Autoimmune Hepatitis, DIAIH) eru fáar. DIAIH er lýst í vaxandi mæli í tengslum við notkun líftæknilyfja, sérstaklega infliximab. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman sjúklinga með DIAIH vegna infliximab og sjúklinga með sjálfsofnæmislifrarbólgu sem ekki tengist notkun lyfja (Autoimmune Hepatitis, AIH).
Efniviður & aðferðir:
Allir sjúklingar sem greinst höfðu á LSH með DIAIH vegna infliximab frá 2010-2018. Skilmerki fyrir DIAIH: Hækkun á ALAT> 5x efri mörk, jákvæð kjarnamótefni, og/eða hækkað IgG og þörf á því að hætta töku infliximab. Samanburðarhópurinn var sjúklingar sem greindust með AIH 2006-2015. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám.
Niðurstöður
: Alls greindust 26 tilfelli með DIAIH, þar af uppfylltu 20 tilfelli vegna infliximab inntökuskilyrði, en 58 sjúklingar greindust með AIH. Miðgildi aldurs við greiningu DIAIH sjúklinga var 49 ár miðað við 58 ár hjá AIH (EM), 80% þeirra voru kvenkyns en 86% AIH sjúklinga (EM). Ekki var marktækur munur á ALAT (612 á móti 558) og bilirubin (33 á móti 16) á milli hópanna en ALP var marktækt lægra í DIAIH hópnum. (122 á móti 207, p=0,03). Alls 20% DIAIH voru með gulu en 41% AIH tilfella (EM). Lifrarprufur urðu eðlilegar hjá 20% eftir að infliximab var hætt, 80% þeirra tilfella þurftu stera við lifrarbólgunni en 95% af AIH sjúklingunum fengu stera. Mjög góð svörun var við sterum í báðum hópunum. Sjúklingar með DIAIH fengu ekki lifrarbólgu af öðru líftæknilyfi sem var reynt í framhaldinu.
Ályktanir:
Infliximab orsökuð sjálfsofnæmislifrarbólga líkist mjög venjulegri sjálfsofnæmislifrarbólgu, krefst oftast sterameðferðar en hefur góðar horfur.

 

V-39

Verulega lækkun á algengi lifrarbólgu C meðal fanga á öðru starfsári Meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C á Íslandi

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir1, Hildigunnur Friðjónsdóttir1, Kristín Alexíusdóttir1, Bergþóra Karlsdóttir1, Anna Tómasdóttir1, Þóra Björnsóttir2, Ásdís Finnbogadóttir2, Bryndís Ólafsdóttir2, Þórarinn Tyrfingsson2, Valgerður Rúnarsdóttir2, Óttar Bergmann1, Einar Björnsson1, Birgir Jóhannsson1, Bryndís Sigurðardóttir1, María Heimisdóttir1, Sigurður Ólafsson1, Magnús Gottfreðsson1

1Landspítali, 2Sjúkrahúsið Vogur

Inngangur:  Lifrarbólguveiru C (hepatitis C virus, HCV) smit er algengt meðal fanga því hátt hlutfall þeirra hefur sögu um neyslu vímuefna um æð. Í verkefninu Meðferð sem forvörn gegn lifrarbólgu C á Íslandi sem hófst í janúar 2016 er öllum HCV smituðum boðin lyfjameðferð. Áhersla er á skimun og meðferð fanga og er sá þáttur leiddur af hjúkrunarfræðingum átaksins.
Aðferðir:
Frá 06/2016 hafa hjúkrunarfræðingar farið í reglulegar heimsóknir í stærstu fangelsin og boðið föngum skimun fyrir HCV og HIV. Smituðum föngum er boðin sérhæfð lyfjameðferð á meðan afplánun stendur og þeir tengdir við meðferðarátakið utan fangelsis ef afplánun lýkur á meðferðartímanum. Algengi virks HCV smits meðal fanga í júní 2016 var borið saman við janúar 2018, 19 mánuðum eftir að fangelsishluti átaksins hófst.
Niðurstöður:
Við fyrstu heimsókn voru 59 (84%) af 68 föngum skimaðir fyrir HCV. Af þeim sem þáðu skimun, voru 17 (29%) greindir með virka sýkingu. Allir höfðu áður verið greindir með HCV. Við áframhaldandi skimun nýrra fanga á fyrstu 19 mánuðum verkefnisins voru 21 til viðbótar greindir. Í heild voru hafnar 39 lyfjameðferðir fyrir 37 fanga á tímabilinu. Í janúar 2018, að loknum tveimur af þremur starfsárum meðferðarátakins, voru 75 (89%) af 84 afplánandi föngum skimaðir fyrir HCV. Af þeim voru 5 (7%) með virka sýkingu, sem er 76% lækkun á algengi meðal fanga á Íslandi.
Ályktun:
 Skimun og meðferð við HCV er vel tekið meðal fanga á Íslandi. Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C hefur leitt til verulegrar lækkunar í algengi virks HCV smits í þessum útsetta hópi.

 

V-40

Blæðingar frá meltingarvegi tengdar blóðflöguhemjandi meðferð eftir kransæðavíkkun

Ásdís Sveinsdóttir, Einar Stefán Björnsson, Karl Andersen, Jóhann Páll Hreinsson, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, Þórarinn Guðnason

Landspítali

Inngangur: Eftirmeðferð kransæðavíkkunar er tvíþátta blóðflöguhemjandi lyfjameðferð og þurfa sumir jafnframt annars konar blóðþynnandi meðferð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi bráðra blæðinga frá meltingarvegi hjá sjúklingum sem höfðu fengið blóðflöguhemjandi og blóðþynnandi lyfjameðferð sem og áhrifum mismunandi lyfjasamsetninga. Einnig hversu marga þurfti að meðhöndla með fyrrnefndum lyfjum til að framkalla eina bráða blæðingu frá meltingarvegi.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin var afturskyggn, lýðgrunduð og náði til sjúklinga sem gengust undir kransæðavíkkun á árunum 2008-2016. Upplýsingar um kransæðavíkkanir voru sóttar í gagnagrunn hjartaþræðingarstofu Landspítala og lyfjaupplýsingar sóttar í lyfjagagnagrunn Landlæknis. Gögn voru samkeyrð við tölvugagnagrunn Landspítala í gegnum aðgerðarkóða fyrir speglanir ásamt ICD-10 greiningarkóðum fyrir bráða blæðingu frá meltingarvegi.
Niðurstöður:
Alls gengust 5166 sjúklingar undir kransæðavíkkun og af þeim fengu 1,1% (54/5166) bráða blæðingu frá meltingarvegi innan 12 mánaða. Meðalaldur þeirra sem fengu bráða blæðingu var 69 (± 9) ár samanborið við 65 (± 11) ár þeirra sem ekki fengu blæðingu (p=0,002). Blæðingar frá efri hluta meltingarvegar voru 56% og þar af var algengasta orsök magasár (47%). Alls voru 41% á PPI lyfjum sem fengu bráða blæðingu samanborið við 39% sem fengu ekki blæðingu (EM). Tíðni bráðra blæðinga á einfaldri blóðflöguhemjandi lyfjameðferð ásamt blóðþynningu var 2,5% en á einfaldri meðferð 0,9% (p=0,028). Til að framkalla eina meltingarvegablæðingu þurfti að meðhöndla 62 einstaklinga með einfaldri blóðflöguhemjandi meðferð ásamt blóðþynningu miðað við einfalda blóðflöguhemjandi meðferð.
Ályktanir:
Einungis 1,1% af sjúklingum fengu bráða blæðingu frá meltingarvegi eftir kransæðavíkkun. Aukin blæðingarhætta var samfara einfaldri blóðflöguhemjandi meðferð ásamt fullri blóðþynningu samanborið við einfalda blóðflöguhemjandi meðferð.


V-41

Pneumocystis jirovecii sýkingar á Íslandi

Stella Sigríður Vilhjálmsdóttir1, Sigurður Guðmundsson2, Már Kristjánsson2, Magnús Gottfreðsson2, Helga Erlendsdóttir2

1Háskóli Íslands, 2Landspítali

Inngangur: Pneumocystis jirovecii er smásær sveppur sem veldur lungnabólgu í ónæmisbældum sjúklingum. Það var í raun ekki fyrr en alnæmisfaraldurinn skók Bandaríkin, og heimsbyggðina í kjölfarið, að sjúkdómurinn lagðist á töluverðan fjölda fólks. Sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma svo sem krabbamein og sjálfsofnæmissjúkdóma eru í hættu á að þróa með sér PCP vegna ónæmisbælandi meðferðar. Markmið rannsóknarinnar voru að meta faraldsfræði PCP á Íslandi á árunum 1995-2017, áhættuþætti, meðferðarval og afdrif.
Efniviður og aðferðir:
Upplýsingum var safnað með afturvirkum hætti úr sjúkraskrám sjúklinga sem greinst höfðu með PCP og skráðar í gagnagrunn í excel.
Niðurstöður:
Alls greindust 52 sjúklingar með PCP á Íslandi á rannsóknartímanum, meðalaldur þeirra var 51 ár og voru karlar 60%. Meðalnýgengi, á ári, var 0,73 á hverja 100.000 íbúa Íslands yfir rannsóknartímabilið. Átján (35%) sjúklinganna voru smitaðir af alnæmisveiru (HIV) en aðrir sjúklingar höfðu fengið ónæmisbælandi meðferð vegna undirliggjandi sjúkdóms. Flestir fengu kjörlyfjameðferð trimetoprim- sulfamethoxazol (TMP-SMZ) eða 34 (65%) einstaklingar og fengu 33 (64%) sjúklingar stera samhliða sinni meðferð. Í heildina létust tíu sjúklingar (19%) innan 30 daga frá greiningu, meðalaldur þeirra voru 67 ár. Dánartíðni HIV smitaðra var 17% og HIV ósmitaðra var 21%.
Ályktanir:
Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á faraldsfræði PCP á Íslandi. Nýgengi hefur ekki breyst á rannsóknartímabilinu og voru allir sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóm. Dánartíðni virðist vera lægri hér á landi meðal þeirra sjúklinga sem ekki voru smitaðir af HIV. Ljóst er að mikilvægt er að vera vakandi fyrir PCP meðal ónæmisbældra sjúklinga sem hafa einkenni frá lungum.

 

V-42

Meðferð sem forvörn gegn lifrarbólgu C á Íslandi (Treatment as Prevention for Hepatitis C, TrapHepC). Þáttur hjúkrunar í þverfaglegri nálgun

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir1, Anna Tómasdóttir1, Hildigunnur Friðjónsdóttir1, Kristín Alexíusdóttir1, Bergþóra Karlsdóttir1, Þóra Björnsóttir2, Ásdís Finnbogadóttir2, Bryndís Ólafsdóttir2, Valgerður Rúnarsdóttir2, Sigurður Ólafsson1, Magnús Gottfreðsson1

1Landspítali, 2Sjúkrahúsið Vogur

Inngangur: Meðferðarátak gegn lifrarbólgu C hefur að markmiði útrýmingu langvinnrar lifrarbólgu C sem lýðheilsuvandamáls. Um 90% þeirra sem greinast með lifrarbólgu C eru einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð (EINSÆ). Slök meðferðarheldni og mikið brottfall er áskorun við lyfjameðferð þeirra. Huga þarf sérstaklega að EINSÆ þegar stefnt er að útrýmingu þessa sjúkdóms.
Efniviður og aðferðir:
Umönnun sjúklinga er þverfagleg auk þess sem unnið er með aðilum úr skaðaminnkun, fangelsum, velferð og heilsugæslu. Sjúklingar færa sig án rofs á þjónustu á milli starfsstöðva og sérgreina. Hjúkrunarfræðingar styðja, hvetja, skammta og auðvelda aðgengi að þjónustu til dæmis í gegnum síma og samfélagsmiðla. Við rof á meðferð eða endursmit er boðin endurtekin meðferð. Skaðaminnkandi þjónusta er í brennidepli.
Niðurstöður:
24 mánuðum eftir að meðferðarátakið hófst höfðu 558 sjúklingar lokið lyfjameðferð. Meðalaldur 42 ár, 67% karlar. Virkir í sprautuneyslu (sprautað <6 mánaða) voru 34% og 85% þeirra kusu helst örvandi efni. Af 558 sem hófu meðferð luku 90% skv. áætlun, hjá 95% þeirra var veirumagn ekki mælanlegt >12 vikum eftir meðferð og 42% þeirra sem luku ekki meðferð læknuðust engu að síður. Af þeim sem enn voru sýktir eftir meðferðarrof, voru 86% endurmeðhöndlaðir. Staðfest endursmit á fyrstu 2 árum meðferðarátaksins voru 27 (5%), 96% þeirra hafa fengið aðra meðferð.
Ályktun:
Þverfagleg, sveigjanleg nálgun með öflugum stuðningi til að bæta meðferðarheldni, endurskimun í kjölfar lækningar, lágum þröskuldi til meðferðar og stuttum viðbragðstíma við endursmiti eykur líkur á góðum árangri í meðferð hjá EINSÆ.

 

V-43

Stenotrophomonas maltophilia sýkingar á Íslandi

Ólafur Sturluson1, Sigurður Guðmundsson2, Helga Erlendsdottir3, Kristján Helgason3, Magnús Gottfreðsson2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2mmitsjúkdómadeild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands, 3sýklafræðideild Landspítala

Inngangur: Stenotrophomonas maltophilia er loftháð Gram neikvæð staflaga baktería með almennt litla meinvirkni. Ónæmisbæling og inniliggjandi æðaleggir eru meðal áhættuþátta fyrir sýkingu. S. maltophilia hefur útbreitt sýklalyfjaónæmi, þar á meðal fyrir carbapenem lyfjum. Trimethoprime/sulfamethoxazole (TMP/SMX) er fyrstu línu meðferð. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna hvaða sjúklingahópar fengu þessar sýkingar af völdum S. maltophilia. Jafnframt finna hvað væri sameiginlegt með þessum sjúklingum og kanna afdrif þeirra.
Efni og aðferðir:
Allar jákvæðar S. maltophilia blóðræktanir frá 1/1/2006 til og með 31/12/2016 voru fundnar í gögnum Sýklafræðideildar Landspítalans. Klínískum upplýsingum var síðan safnað úr sjúkraskrám sjúklinganna. Sama var gert fyrir þá sem voru með S. maltophilia sýkingu í hvaða ræktun sem er frá 1/10/2016 til og með 3/3/2017.
Niðurstöður:
Alls voru 41 sjúklingur með blóðsýkingu af völdum S. maltophilia á fyrra tímabilinu. Sjúklingahópurinn var helst skipaður krabbameinssjúklingum (36.5%) og sprautufíklum (19.5%). Algengast var að sýkingin væri rakinn til æðaleggja (24,5%). Þá var 30 daga dánartíðni fullorðina 23% en 40% fyrir sjúklinga með hvítkornafæð og var munurinn marktækur (P = 0,038). Aðeins 40% allra sjúklinganna voru settir á TMP/SMX en þó fengu fleiri TMP/SMX á seinni árum tímabilsins. Þá voru 36 sjúklingar með S. maltophilia sýkingu á seinna tímabilinu. Þar var sjúklingahópurinn helst skipaður krabbameinssjúklingum (31,5%) og sjúklingum með langvinna lungnateppu (29%). Flest sýnin komu frá lungum (50%). Þá voru 69,5% sjúklinganna með klíníska sýkingu settir á TMP/SMX.
Umræður og ályktanir:
Hugsanlega eru sprautufíklar nýr áhættuhópur hvað S. maltophilia sýkingar varðar. Flestir sjúklinganna höfðu þekkta áhættuþætti sem auka líkurnar á sýkingu, til dæmis æðaleggi og ónæmisbælingu.

 

V-44

Niðurstöður frá verkefninu 'Meðferð sem forvörn gegn lifrarbóglu C' (Treatment as Prevention for Hepatitis C, TraP HepC) sýna skjóta og verulega lækkun á algengi lifrarbólgu C veiru í blóði, meðal fólks sem sprautar vímuefnum í æð og leggst inn á sjúkrahúsið Vog

Þórarinn Tyrfingsson1, Valgerður Rúnarsdóttir2, Ingunn Hansdóttir2, Óttar Bergmann1, Einar Björnsson1, Birgir Jóhannsson1, Bryndís Sigurðardóttir1, Ragnheiður Friðriksdóttir1, Arthúr Löve1, Þorvarður Löve1, Guðrún Sigmundsdóttir1, Ubaldo Hernandez1, María Heimisdóttir1, Magnús Gottfreðsson1, Sigurður Ólafsson1, 2SÁÁ

Inngangur: Verkefnið: „Meðferð sem forvörn gegn lifrarbólgu C“, stefnir að útrýmingu langvinnrar lifrarbólguveiru C (HCV) sýkingar, með því að meðhöndla þá sem eru líklegastir til að smita aðra. Flestir einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð leita meðferðar á Sjúkrahúsinu Vogi, sem er í lykilhlutverki til að ná til hópsins og vakta breytingar á algengi veirunnar meðal þeirra.
Efniviður og aðferðir:
Öllum einstaklingum með HCV smit á Íslandi, hefur staðið sérhæfð lyfjameðferð gegn HCV til boða frá janúar 2016. Bakslag og endursmit eru meðhöndluð jafnóðum. Á sjúkrahúsinu Vogi var algengi veirunnar í blóði meðal fólks sem sprautar í æð borið saman fyrir tíma meðferðarátaksins og 2,5 árum eftir að það hófst.
Niðurstöður:
Algengi HCV í blóði meðal þeirra sem eru virkir í vímuefnaneyslu í æð var 48,7% að meðaltali árin 2010-2015 en lækkaði í 8,9% um mitt ár 2018 eða um 82%. Sambærilegar tölur fyrir þá sem hafa einhvern tíma sprautað var 40,8% og fór í 8,7% eða 79% lækkun og meðal þeirra sem voru í bata frá neyslu í æð 25,8% en lækkaði í 6,5% eða um 75% (p gildi <0,001)
Ályktanir:
Meðferðarátakið hefur leitt til skjótrar og verulegar lækkunar á algengi HCV í blóði meðal þeirra sem sprauta í æð. Niðurstöðurnar gefa til kynna að meðferð sem forvörn geti haft áhrif á smit HCV meðal þeirra sem sprauta vímuefnum í æð. Samvinna smitsjúkdómalækninga, meltingarlækninga og fíknlækninga um meðferð HCV er mikilvæg. Skimun, greiningu og meðferð þarf að veita áfram þar sem einstaklingarnir sem sprauta í æð sækja heilbrigðisþjónustu.
 
Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487392_6783363a-ee4e-442b-9536-e70e363f4c90.GIF
 
Mynd 2: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_487392_6783363a-ee4e-442b-9536-e70e363f4c90.GIF

Mynd 3: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_2_487392_6783363a-ee4e-442b-9536-e70e363f4c90.GIF
 

V-45

Candida blóðsýkingar á Íslandi 2009-2017

Lena Rós Ásmundsdóttir1, Rebekka Rós Tryggvadóttir2, Helga Erlendsdóttir1, Magnús Gottfreðsson1

1Landspítali,2Háskóli Íslands

Inngangur: Þrátt fyrir bætta meðferðarmöguleika eru blóðsýkingar af völdum Candida-gersveppa viðvarandi ógn við sjúklinga í ákveðnum áhættuhópum. Í nýlegum klínískum leiðbeiningum er í flestum tilfellum mælt með ekínókandín-sveppalyfjum sem upphafsmeðferð. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróun faraldsfræði Candida blóðsýkinga hérlendis auk meðferðar og afdrifa sjúklinga á undanförnum 9 árum.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin var lýðgrunduð og náði til allra sjúklinga með jákvæða blóðræktun með Candida-gersveppum á Íslandi á árunum 2009 til 2017. Upplýsingar um greind tilfelli voru fengnar úr sjúkraskrám og tölvukerfi sýkla- og veirufræðideildar Landspítala.
Niðurstöður:
Alls greindust 138 blóðsýkingar af völdum Candida-gersveppa hjá 132 sjúklingum á rannsóknartímabilinu og var árlegt nýgengi að meðaltali 4,7 tilfelli á 100.000 íbúa. Á árunum í kjölfar efnahagshrunsins 2009-2012 lækkaði árlegt nýgengi marktækt úr 7,6/100.000 í 2,2/100,000 (p<0,001). Á sama tíma dró marktækt úr notkun blóðræktana (p=0,018). Aldursbundið nýgengi var hæst meðal karlmanna eldri en 80 ára (38 tilfelli/100.000/ár). Þorri sýkinga var áunninn á sjúkrahúsum (77%) og flest sýkingartilfelli greindust á lyflækningadeildum (36%) og gjörgæsludeildum (28%). Algengustu tegundirnar voru Candida albicans (48%), C. glabrata (21%) og C. tropicalis (11%). Alls voru 4% stofna ónæmir fyrir flúkonasóli og 2% fyrir ekínókandínum. Á tímabilinu 2009-2016 var flúkonasól gefið sem upphafsmeðferð í 90% tilfella og 83% sjúklinga fengu flúkonasól sem aðalmeðferð (>50% heildarmeðferðarlengdar). Þrjátíu daga lifun var 74% og fór marktækt batnandi fyrir hvert almanaksár sem leið frá árinu 1980 (p=0,007).
Ályktun:
Nýgengi Candida blóðsýkinga hérlendis 2009-2017 var að meðaltali lægra samanborið við 9 ára tímabilið þar á undan (4,7 á móti 5,5/100.000/ár). Fækkun blóðræktana í kjölfar efnahagshrunsins gæti þó hafa haft áhrif á fjölda greindra sýkinga. Þrátt fyrir hærra hlutfall sýkinga af völdum annarra Candida tegunda en C. albicans hefur sveppalyfjaónæmi ekki aukist. Ríkjandi notkun flúkonasóls sem upphafsmeðferð er ekki í samræmi við gildandi meðferðarleiðbeiningar.


V-46

Hjartaþelsbólga meðal fíkniefnaneytenda sem sprauta vímuefnum í æð

Sylvía Kristín Stefánsdóttir1, Magnús Gottfreðsson2, Sigurður Guðmundsson2, Ragnar Danielsen2

1Háskóli Íslands, 2Landspítali

Inngangur: Einstaklingar sem sprauta vímuefnum í æð (EINSÆ) eru í sérstökum áhættuhópi fyrir hjartaþelsbólgu. Fyrri rannsóknir hér á landi gefa vísbendingar um aukningu í notkun vímuefna um æð. Markmið rannsóknarinnar er að skoða faraldsfræði og klíníska birtingarmynd hjartaþelsbólgu sem greinst hefur meðal EINVÆ á Íslandi.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin var aftursýn. Farið var yfir sjúkraskrár einstaklinga sem höfðu hjartaþelsbólgu á Landspítala skv. ICD kóðum 2000-2017. Þær greiningar sem flokkuðust sem öruggar eða hugsanlegar með tilliti til Duke skilmerkja voru skoðaðar nánar.
Niðurstöður:
Staðfest voru 254 tilfelli hjartaþelsbólgu á tímabilinu en þar af voru 45 (18,4%) meðal EINSÆ. Árlegt nýgengi hjartaþelsbólgu á timabilinu var 3,7 tilfelli/100.000 íbúa meðal þeirra sem ekki notuðu vímuefni. Árlegt nýgengi meðal EINSÆ var 682/100.000 sprautufíkla, sem er 184-föld áhætta almenns þýðis. Töluverð aukning var á nýgengi innan beggja hópa, að meðaltali 7,4%/ári meðal þeirra sem ekki nota vímuefni um æð (p<0,001) og 13,8%/ári meðal EINSÆ (p<0,001). Staphylococcus aureus (67%) var algengasti meinvaldur hjartaþelsbólgu meðal EINSÆ en streptococcar (34%) og staphylokokkar (34%) voru algengustu meinvaldarnir meðal annarra sjúklinga. Algengust hjá EINSÆ var sýking í þríblöðkuloku (53%). Algengast var að aðrir sjúklingar hefðu sýkingu í ósæðarloku (44%). 30 daga dánartíðni meðal EINSÆ var 0% en 10% meðal annarra sjúklinga (p=0,03, tvíhliða).
Ályktanir:
Nýgengi hjartaþelsbólgu á Íslandi hefur aukist töluvert síðastliðin 18 ár, bæði meðal EINSÆ og annarra sjúklinga. Aukningin er meiri meðal fíkniefnaneytenda sem gæti endurspeglað aukningu í nokun vímuefna á Íslandi. Skammtíma dánartíðni innan þessa hóps er lág sem bendir til þess að aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé gott.

 

V-47

Áverkar og aukin áhætta á sóragigt meðal sórasjúklinga

Stefán Már Thorarensen1, Þorvarður Jón Löve2

1Læknanemi, 2Landspitali

Inngangur: Allt að þriðjungur sórasjúklinga þróa með sér skyldan gigtsjúkdóm, sóragigt. Markmið rannsóknarinnar var að meta nýgengi og áhættuhlutfall sóragigtar meðal sórasjúklinga sem urðu fyrir áverkum.
Efniviður og aðferðir:
Gögn frá The Health Improvement Network (THIN) voru notuð við framkvæmd rannsóknarinnar. Sórasjúklingar útsettir fyrir áverkum voru paraðir á tilviljunarkenndan hátt við óútsetta sórasjúklinga með tilliti til aldurs, kyns og fleiri þátta. Áverkum var skipt niður í undirflokka, áverka á liði, bein, taugar og húð. Áhættuhlutfall þróunar sóragigtar var metið með Cox hlutfallslegriáhættu. Til samanburðar var framkvæmd samskonar rannsókn þar sem áhætta á iktsýki í kjölfar áverka meðal allra einstaklinga THIN þýðisins var metin.
Niðurstöður
: Sórasjúklingar sem urðu fyrir áverkum voru 15.516 og óútsettu viðmiðin voru 55.230. Nýgengi sóragigtar voru 1010 tilfelli á 425.120 persónuár. Leiðrétt var fyrir blöndunarþáttum og sást að þeir sórasjúklingar sem útsettir voru fyrir áverkum voru í aukinni hættu á að þróa með sér sóragigt samanborið við óútsettu viðmiðin en fjölþátta áhættuhlutfallið var 1,32 (95% CI 1,13 til 1,54). Áverkar tengdir beinum og liðum juku hættuna á sóragigt marktækt hjá sórasjúklingum en fjölþátta áhættuhlutfallið fyrir áverka á beinum var 1,46 (95% CI 1,04 til 2,04) og 1,50 (95% CI 1,19 til 1,90) fyrir áverka á liðum. Sjúklingar útsettir fyrir áverkum í öllu THIN þýðinu voru ekki í marktækt aukinni hættu á að þróa með sér iktsýki, áhættuhlutfallið var 1.04 (95% CI 0.99 til 1.10).
Ályktun:
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sórasjúklingar sem verða fyrir áverkum séu í aukinni hættu á að þróa með sér sóragigt.


V-48

Sjúklingar með sóragigt sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í slembiraðaðar lyfjarannsóknir fyrir líftæknilyf hafa svipaða meðferðarsvörun og meðferðartíma og þeir sem uppfylla inntökuskilyrðin

Ólafur Pálsson1, Eydís Rúnarsdóttir2, Anna I. Gunnarsdóttir2, Pétur Sigurður Gunnarsson2, Þorvarður J. Löve3, Björn Guðbjörnsson4

1Gigtlækningadeild, 2Sjúkrahúsapótek Landspítala, 3mennta- og vísindadeild HÍ, 4Rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum

Inngangur: Nýleg rannsókn úr ICEBIO gagnagrunninum sýnir að meirihluti sjúklinga með sóragigt, sem fá meðferð með TNF-hemlum á Íslandi, hefðu ekki uppfyllt inntökuskilyrði slembiraðaðra lyfjarannsókna sem liggja til grundvallar markaðsleyfis viðkomandi lyfs. Markmið okkar var að kanna hvort sjúklingar með sóragigt sem uppfylltu ekki inntökuskilyrði lyfjarannsókna (hópur A) hefðu svipaðan ávinning og næðu jafn löngum meðferðartíma (e. drug survival) á TNF-hemlum og sjúklingar sem uppfylltu inntökuskilyrðin (hópur B).
Efniviður og aðferðir:
Sjúklingar með liðbólgusjúkdóm sem þiggja líftæknilyfjameðferð á Íslandi eru skráðir í ICEBIO. Fyrsta febrúar 2016 innihélt gagnagrunnurinn upplýsingar um 329 sjúklinga með sóragigt. 274 þeirra fengu líftæknilyfjameðferð, þar af 231 sem fengu sína fyrstu meðferðarlotu með TNF-hemli og var hægt að flokka með tilliti til inntökuskilyrða slembiraðaðra lyfjarannsókna viðkomandi TNF-hemils. Gögnum var safnað um sjúkdómsvirkni ásamt meðferðartíma sjúklinganna. Árangur meðferðar var metinn eftir 6 og 18 mánuði með ACR20 og DAS28CRP.
Niðurstöður:
Unnt var að meta svörun samkvæmt ACR20 hjá 92 sjúklingum og DAS28CRP hjá 91 sjúklingi. Upphaflega hafði hópur B fyrirsjáanlega fleiri bólgna liði (5,5 á móti 3,8) og því hærra DAS28CRP (4,6 á móti 4,2). Hópur B svaraði meðferð hlutfallslega betur varðandi fjölda bólginna liða og HAQ stig, en hóparnir hafa svipaða sjúkdómsvirkni við 6 og 18 mánuði. Enginn munur var á meðferðartíma hópanna.
Ályktun:
Sjúklingar með sóragigt sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í slembiraðaðar lyfjarannsóknir líftæknigigtarlyfja svara meðferð skilvirkt og hafa svipaðan meðferðartíma og þeir sem uppfylla inntökuskilyrðin. Því má líklega yfirfæra niðurstöður meðferðarannsókna yfir á daglega klíníska vinnu óháð inntökuskilyrðunum en þetta krefst þó nánari athugunar.

  
Mynd 1. Meðferðartími TNF hemla hjá sjúklingum með sóragigt skipt eftir hvort þeir uppfylli skilyrði slembiraðaðra lyfjarannsókna. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_486072_3eeeb843-6a23-48f8-9526-86c394ed93c6.jpeg

 

V-49

Fyrsta meðferð með TNF-hemli minnkar NSAID notkun sjúklinga með gigtsjúkdóma

Ólafur Pálsson1, Þorvarður J Löve2, Pétur Sigurður Gunnarsson3, Björn Guðbjörnsson4

1Gigtlækningadeild, 2mennta- og vísindadeild HÍ, 3Sjúkrahúsapótek LSH, 4Rannsóknarstofa í gigtsjúkdómum

Inngangur: Langvinnir verkir eru algengir í flestum liðbólgusjúkdómum. Meðferð með TNF-hemlum er öflug og skilvirk í að draga úr einkennum liðbólgu, þar með talið verkjum. Að bestu vitund höfunda hafa þó ekki verið könnuð áhrif TNF-hemla á notkun bólgueyðandi verkjalyfja (NSAID).
Efniviður og aðferðir
: Allir sjúklingar með liðbólgusjúkdóm sem fá meðferð með líftæknigigtarlyfjum eru skráðir í ICEBIO, þar sem skráð er með kerfisbundnum hætti ýmsar upplýsingar um sjúkdómsvirkni. Lyfjagrunnur Landlæknis hefur gögn um allar rafrænar lyfjaávísanir og ná til rúmlega 90% allra lyfjaávísana á Íslandi. Tveimur árum fyrir og eftir upphaf fyrstu meðferðarhrinu með TNF-hemli hjá sjúklingum með iktsýki, sóragigt og hryggikt, er gögnum safnað um allar verkjalyfjaávísanir (ATC kóðar M01A, M01B, N02A, N02B, R05DA og N03AX). Fyrir hvern sjúkling voru tekin fram fimm aldurs- og kynjajöfnuð viðmið úr lyfjagagnagrunninum. Í þessum fyrsta hluta verkefnisins kynnum við niðurstöður lyfjaávísana bólgueyðandi gigtarlyfja.
Niðurstöður
: Upplýsingum um 366 sjúklinga með iktsýki, 251 með sóragigt, 218 með hryggikt og 4760 viðmið var safnað saman í rannsóknarskrá. Í heildina fengu sjúklingarnir 6,7 sinnum fleiri dagskammta af NSAID en viðmið eða 149 dagskammta á móti 22 á ári. Eftir upphaf líftæknilyfjameðferðar fækkar ávísuðum dagskömmtum um 43% í iktsýki, 43% í sóragigt og 47% í hryggikt, þó voru sjúklingarnir enn að nota 3,9 sinnum fleiri dagskammta en viðmið.
Ályktun:
Sjúklingar með liðbólgusjúkdóma sem fá meðferð með TNF-hemli nota mikið magn bólgueyðandi gigtarlyfja, sérstaklega fyrir upphaf líftæknilyfjameðferðar. Það er því mikilvægt að verkjastilla sjúklinga með liðbólgusjúkdóma og vera á varðbergi fyrir aukaverkunum bólgueyðandi gigtarlyfja.


Mynd 1. Notkun bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) hjá liðbólgusjúklingum 2 ár fyrir og 2 ár eftir upphaf meðferðar með TNF hemli. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_486081_a02ef654-c8a1-46d7-89aa-96e0fe74dd48.png
 
Mynd 2. Notkun bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) hjá liðbólgusjúklingum 2 ár fyrir og 2 ár eftir upphaf meðferðar með TNF hemli, skipt eftir sjúkdómum. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_486081_a02ef654-c8a1-46d7-89aa-96e0fe74dd48.png
 
 

V-50

Breytingar í hjartalínuriti meðal arfbera myosin-binding protein C landnemastökkbreytingar

Berglind Aðalsteinsdottir1, Michael Burke2, Barry Maron3, Ragnar Danielsen4, Christine Seidman2, Jon Seidman2, Gunnar Þór Gunnarsson1 5

1Háskóli Íslands, 2Harvard Medical School, 3Tufts medical center, 4Landspítali, 5Sjúkrahúsið á Akureyri

Inngangur: Óeðlilegt hjartarit er algengt meðal sjúklinga með ofvaxtarhjartavöðvakvilla (e. hypertrophic cardiomyopathy, skammstafað HCM) en takmarkaðar rannsóknir liggja fyrir varðandi hvort hjartalínuritsbreytingar komi fram í arfberum HCM stökkbreytinga (G+) áður en hjartavöðaþykknun kemur fram við hjartaómskoðun. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hjartalínuritsbreytingar í vel skilgreindu þýði arfbera landnemastökkbreytingar í myosin-binding protein C (MYBPC3) geninu.
Efniviður og aðferðir:
285 einstaklingar frá fjölskyldum með íslensku MYBPC3 landnemastökkbreytinguna (c.927-2A>G) gengust undir hefðbundin 12-leiðslu hjartalínurit. Af þessum 285 voru 60 vísitilvik með þekkta HCM greiningu, 49 arfberar sem greindust með HCM við fjölskylduskimun, 59 arfberar án hjartavöðvaþykknunar (G+/HCM-) og 117 heilbrigðir einstaklingar sem ekki báru stökkbreytinguna (viðmiðunarhópur).
Niðurstöður:
Samantekt niðurstaðna má sjá á meðfylgjandi mynd. Hjartalínurit var eðilegt hjá 13% HCM vísitilvika samanborið við 43% HCM skimunarhóps (P-gildi=0.0005), 73% G+/HCM- og 85% viðmiðunarhóps. Það var ekki marktækur munur á breytingum í hjartalínuriti milli G+/HCM- og viðmiðunarhóps. Viðsnúnar T-bylgjur, ST-breytingar eða Q-bylgjur (QST) greindust hjá 49% HCM skimunarhóps og 77% HCM vísitilfella, en sértæki fyrir HCM greiningu var 85%. Aðeins 15%-27% af HCM vísitilfellum og 8%-12% af HCM skimunarhóp uppfylltu greiningarskilmerki Sokolow-Lyon eða Cornell fyrir þykknun á hjartavöðva.
Ályktanir:
Hjartalínurit hefur ekki forspárgildi fyrir greiningu HCM arfbera án hjartavöðvaþykknunar. Tíðni eðlilegs hjartalínurits var hærri hjá einstaklingum sem greindust með HCM við fjölskylduskimun samanborið við vísitilfelli. Næmi Sokolow-Lyon og Cornell skilmerkja fyrir greiningu HCM er lágt.
 

Mynd 1. Tíðni hjartalínuritsbreytinga fyrir hvern hóp. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487488_1622b578-850e-47d1-856f-b9f1aa107209.ISL.jpg

 

V-51

Ungir Íslendingar og áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsókn á meðal íslenskra menntaskólanema. Jákvæð þróun hjá körlum á 7 ára tímabili

Sandra Ásgeirsdóttir1, Arngrímur Vilhjálmsson2, Gunnar Þór Gunnarsson3, Sólveig Pétursdóttir2, Þóra Haraldsdóttir3

1Heilsugæslan Fjörður, 2Heilbrigðisstofnun Norðurlands, 3Sjúkrahúsið á Akureyri, 4Háskóli Íslands

Bakgrunnur: Borið hefur á vaxandi tíðni lífstílstengdra áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma hjá ungu fólki. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tíðni áhættuþátta hjarta- og æðasjúkdóma hjá ungu fólki á aldrinum 18-22 ára. Rannsóknin var framkvæmd með 7 ára millibili 2010 og 2017.
Efniviður og aðferðir
: Nemendum í tveimur menntaskólum á Akureyri var boðin þátttaka í rannsókninni. Eftirfarandi áhættuþættir voru mældir og reiknaðir samkvæmt staðli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO): blóðþrýstingur, hæð, þyngd, líkamstuðull, mjaðma- og mittisummál. Blóðsykur, heildarkólesteról, HDL-kólesteról og þríglýseríðar voru mæld í blóðprufum en LDL-kólesteról reiknað samkvæmt Friedewald formúlunni.
Niðurstöður
: Árið 2010 voru 270 þátttakendur (65% konur, 35% karlar) og 2017, 282 þátttakendur (61% konur, 39% karlar). Karlar með BMI >30 voru 18% 2010 en 9% 2017 (p=0,055). Karlar með mittisummál >102 cm voru 14% 2010 en 4% 2017 (p=0,008). Konur með BMI >30 voru 8% 2010 en 14% 2017 (p=0,144). Konur með mittisummál >88cm voru 26% 2010 og 21% 2017 (p=0,459). Árið 2010 voru karlar með BMI >30 með marktækt lægra HDL og marktækt hærri þríglýseríða, blóðsykur og systólískan blóðþrýsting samanborið við þá sem voru með BMI<30. Árið 2017 var eini marktæki munurinn lægra HDL og hærra LDL hjá BMI >30. Árið 2010 var eini marktæki munurinn á meðal kvenna hærri blóðsykur í hópnum með BMI >30 og árið 2017 var eini marktæki munurinn lægra HDL í hópnum með BMI >30.
Ályktanir
: Fyrir karla var jákvæð þróun milli ára með markvert færri með mittismál yfir viðmiðunarmörkum WHO og vísir að minni offitu. Engar sambærilegar breytingar sáust hjá konum og talsverður hópur áfram með mittismál yfir viðmiðunarmörkum WHO.

 

V-52

Notkun erfðaupplýsinga til að draga úr hættu á skyndidauða.?Stökkbreytingar sem valda heilkenni lengingar á QT bili á Íslandi.

Bára Dís Benediktsdottir1, Garðar Sveinbjörnsson2, Davíð O Arnar1, Kári Stefánsson2, Hilma Hólm2, Daníel F. Guðbjartsson2

1Landspítali, 2Íslensk erfðagreining

Inngangur: Heilkenni lengingar á QT bili er vel þekkt ástæða fyrir skyndidauða frá hjarta. Algengi heilkenni lengingar á QT bili er áætlað 1:2000. Flestar stökkbreytingar sem valda heilkenninu finnast í genunum KCNQ1, SCN5A og KCNH2. Markmið rannsóknarinnar er að finna og áætla tíðni stökkbreytinga sem valda heilkenni lengingar á QT bili á Íslandi og ákvarða hvort nota megi arfgerðarupplýsingar til að spá fyrir um hvaða einstaklingar eru í aukinni áhættu á skyndidauða og þarfnist inngripa vegna þessa.
Efniviður og aðferðir:
Arfgerðarupplýsingar voru byggðar á heilraðgreiningu erfðamengis um 45.000 einstaklinga og örflögugreiningu 150.000 einstaklinga. Áhrif stökkbreytinga á QTc bilið var metið út frá 434.000 hjartalínuritum frá 80.694 einstaklingum. Fylgni stökkbreytinga sem lengja QTc bilið við skyndidauða (N=3,133) var athuguð. Svipgerð var metin frekar með yfirferð á sjúkraskrám einstaklinga sem bera stökkbreytingarnar.
Niðurstöður:
Sex sjaldgæfar stökkbreytingar í KCNQ1 og tvær í KCNH2 sýna fylgni við fyrirliggjandi QTc mælingar. Mislesturstökkbreyting í KCNQ1, sem finnst í 1 af 3570 Íslendingum, hefur mestu áhrifin á Qtc bilið (P=3,21×10-25, áhrif=2,19 SD) meðan algengasta stökkbreytingin, sem finnst í 1 af 273 Íslendingum, hefur minnstu áhrifin (P=3,12×10-34, áhrif=0,84 SD). Mislestursstökkbreyting í KCNQ1 sem hefur mikil áhrif á QTc bilið sýnir marktæka fylgni við aukna áhættu á skyndidauða (P=0,0020, OR=4,05) meðan algengasta stökkbreytingin veldur ekki aukinni áhættu á skyndidauða (P=0,86, OR=0,94). Eftir því sem breytingarnar valda lengra QTc bili eykst áhættan á skyndidauða.
Ályktun:
Skoðun á stökkbreytingum með tengsl við heilkenni lengingar á QT bili og áhrifum þeirra á svipgerðartjáningu veitir nýja innsýn á samband arfgerðar og svipgerðar.

 

V-53

Skert sykurþol en ekki hækkaður fastandi blóðsykur spáir fyrir um verri horfur í bráðu kransæðaheilkenni

Sara Brisby Jeppsson1, Daniel Henriksson1, Árni Johnsen2, Lars Karlsson1, Joakim Alfredsson1, Þórarinn Árni Bjarnason3,4, Karl Andersen2,3

Linköping háskóli, Svíþjóð1, Háskóli Íslands2, Landspítali3, Iowa háskóli, Bandaríkjunum4

Inngangur: Trufluð sykurefnaskipti eru algeng meðal sjúklinga með bráð kransæðaheilkenni (BH). Greining sykurefnaskipta eru gerð með mælingu á fastandi blóðsykri, langtímablóðsykri (HbA1c) og sykurþolsprófi (OGTT). Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvert þessara prófa spáir fyrir um langtímahorfur BH sjúklinga.
Efniviður og aðferðir:
Sjúklingar með BH sem lögðust inn á LSH á 17 mánaða tímabili 2013 til 2014 voru rannsakaðir. Þeir sem höfðu ekki áður þekkta truflun á sykurefnaskiptum gengust undir staðlað sykurþolspróf og mælingu á langtímasykri (HbA1c) í sjúkrahúslegunni og aftur að þremur mánuðum liðnum. Sjúklingar voru flokkaðir með eðlileg sykurefnaskipti, hækkaðan fastandi blóðsykur (IFG), skert sykurþol (IGT) og nýgreinda sykursýki samkvæmt þessum mælingum. Eftirfylgni var til loka árs 2017.
Niðurstöður:
Af 535 sjúklingum með BH á 17 mánaða tímabili voru 273 sjúklingar án fyrri sögu um sykursýki rannsakaðir. Meðalaldur var 63,9 (SD 11,3) ár. Karlar voru 78%. Eðlileg sykurefnaskipti greindust hjá 28%, forstig sykursýki hjá 63%, þar af IGT hjá 47% og nýgreind sykursýki hjá 8,4%. Á 3,9 ára eftirfylgnitíma voru 25 sem dóu eða fengu nýja kransæðastíflu og 38 sjúklingar sem dóu, fengu nýja kransæðastíflu, heilablóðfall, hjartabilun eða BH sem krafðist kransæðavíkkunar. Hækkaður fastandi blóðsykur greindi ekki aukna áhættu við log rank próf (p=0,56). Skert sykurþol (óeðlilegt OGTT) greindi á milli sjúklinga í hárri og lágri áhættu (log rank p<0,001).
Ályktun:
Skert sykurþol, en ekki hækkaður fastandi blóðsykur spáir fyrir um verri horfur í bráðu kransæðaheilkenni.


Mynd 1. Lifun án kransæðastíflu eftir greiningarprófum. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487638_c04e05bf-ff4a-4671-92d3-5280050847d6.PNG


V-54

Áhrif truflaðra sykurefnaskipta á horfur í bráðu kransæðaheilkenni

Karl Andersen1, Þórarinn Árni Bjarnason2, Steinar Orri Hafþórsson3, Linda Björk Kristinsdóttir3, Erna Sif Óskarsdóttir3, Árni Johnsen3, Karl Andersen1

1Háskóli Íslands, 2University of Iowa, 3Landspítali

Inngangur: Trufluð sykurefnaskipti eru þekktir áhættuþættir kransæðasjúkdóms í almennu þýði. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif truflaðra sykurefnaskipta á horfur sjúklinga með BH.
Efniviður og aðferðir:
Sjúklingar með BH á LSH á 17 mánaða tímabili 2013 til 2014 voru rannsakaðir. Þeir sem höfðu ekki áður þekkta truflun á sykurefnaskiptum gengust undir staðlað sykurþolspróf og mælingu á langtímasykri (HbA1c) í sjúkrahúslegunni og aftur að þremur mánuðum liðnum. Niðurstöður þessara prófa voru notaðar til að flokka sjúklinga í einn af eftirtöldum flokkum: eðlileg sykurefnaskipti, nýgreind truflun á sykurefnaskiptum og áður þekkt sykursýki. Kransæðaþrengsl voru flokkuð sem 0-1 og 2-3 æða kransæðasjúdómur og útbreiðsla var metin með aðferð Gensini. Sjúklingum var fylgt eftir til loka árs 2017.
Niðurstöður:
Af 535 sjúklingum með BH á tímablinu voru 372 (70%) rannsakaðir. Meðalaldur var 65,1 (SD 11,8) ár. Karlar voru 76%. Eðlileg sykurefnaskipti greindust hjá 20,7%, nýgreint forstig sykursýki (prediabetes) hjá 46,5%, nýgreind sykursýki hjá 6,2% og þekkt sykursýki hjá 26,6%. Meðal eftirfylgnitími var 2,9 ár. Hjá sjúklingum með forstig sykursýki, nýgreinda sykursýki og þekkta sykursýki var áhættuhlutfall fyrir dauðsfalli eða endurinnlögn vegna kransæðastíflu HR 5.8 (95% CI 0.8 – 44.6), 10.9 (95% CI 1.2 – 98.3) og 14.9 (95% CI 2.0 – 113.7) samanborið við eðlileg sykurefnaskipti. Samsvarandi áhættuhlutfall fyrir samsettan endapunkt var HR 1,4 (95% CI 0,6 – 3,1), 2.9 (95% CI 1,1 – 8,0) og 3,3 (95% CI 1,5 – 7,6).
Ályktun:
Sjúklingar með BH og nýgreinda eða áður þekkta sykursýki hafa verri horfur en þeir sjúklingar sem hafa eðlileg sykurefnaskipti.

Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_487650_7752dad7-b944-4602-908c-2ddf91643cca.2.PNG

Mynd 2: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487650_7752dad7-b944-4602-908c-2ddf91643cca.PNG
 

V-55

Tengsl hálsæðakölkunar og kransæðasjúkdóms í bráðu kransæðaheilkenni

Karl Andersen1, Daniel Henriksson2, Steinar Orri Hafþórsson3, Sara Jeppsson2, Sigurður Sigurðsson4, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir3, Þórarinn Guðnason3, Lars Karlsson2, Joakim Alfredsson2, Árni Johnsen3, Vilmundur Guðnason4, Þórarinn Árni Bjarnason5, Karl Andersen1

1Háskóli Íslands, 2Linköping háskóli, 3Landspítali, 4Hjartavernd, 5University of Iowa

Inngangur: Trufluð sykurefnaskipti (sykursýki og forstig hennar) eru þekktir áhættuþættir æðakölkunarsjúkdóma. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl hálsæðakölkunar við útbreiðslu kransæðasjúkdóms hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BH).
Efniviður og aðferðir:
Sjúklingar með BH sem höfðu ekki áður þekkta truflun á sykurefnaskiptum gengust undir staðlað sykurþolspróf og mælingu á langtímasykri í sjúkrahúslegunni og aftur að þremur mánuðum liðnum. Sjúklingar voru flokkaðir í tvo hópa: eðlileg sykurefnaskipti og nýgreind truflun á sykurefnaskiptum. Kransæðaþrengsl voru flokkuð sem 0-1 og 2-3 æða kransæðasjúdómur og útbreiðsla var metin með aðferð Gensini. Hálsæðakölkun var metin með staðlaðri ómun af hálsæðum.
Niðurstöður
: Af 535 sjúklingum með BH á 17 mánaða tímabili voru 273 sjúklingar án fyrri sögu um sykursýki rannsakaðir með hálsæðaómun. Meðalaldur var 63,9 (SD 11,3) ár. Karlar voru 78%. Eðlileg sykurefnaskipti greindust hjá 75 (28,6%) og truflun á sykurefnaskiptum hjá 187 (71,4%). Sjúklingar með trufluð sykurefnaskipti höfðu hærra flatarmál æðakölkunar í hálsæðum (total plaque area, TPA) en þeir sem voru með eðlileg sykurefnaskipti (105,6 á móti 87,5 mm2 p=0,04). Sjúklingar með trufluð sykurefnaskipt höfðu oftar marktækar æðakölkunarskellur í hálsæðum samanborið við þá sem höfðu eðlileg sykurefnaskipti (67% á móti 49%, p<0,01). Veik jákvæð tengsl voru á milli TPA hálsæða og Gensini skors kransæða (r=0,225, p<0,01). Leiðrétt líkindahlutfall þess að vera með 2-3 æða kransæðasjúkdóm hjá þeim sem höfðu marktæk hálsæðaþrengsl var OR=2,58 (95%CI 1,42-4,74, p<0,01).
Ályktun:
Marktæk tengsl eru á milli flatarmáls æðakölkunar í hálsæðum og kransæðsjúkdóms hjá sjúklingum með BH. Líkindi á marktækum kransæðasjúkdómi eru verulega aukin hjá þeim sem hafa marktækan æðakölkunarsjúkdóm í hálsæðum.
 
Mynd 1. Tengsl hálsæðaþrengsla við kransæðasjúkdóm. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487659_ca8d465b-a369-49a7-8a4b-123800334342.PNG
 
 

V-56

Áhrif truflaðra sykurefnaskipta á útbreiðslu kransæðasjúkdóms í bráðu kransæðaheilkenni

Karl Andersen1, Daniel Henriksson2, Steinar Orri Hafþórsson3, Sara Jeppsson2, Árni Johnsen3, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir3, Þórarinn Guðnason3, Lars Karlsson2, Joakim Alfredsson2, Þórarinn Árni Bjarnason4, Karl Andersen1

1Háskóli Íslands, 2Linköping háskóli, 3Landspítali, 4University of Iowa

Inngangur: Trufluð sykurefnaskipti (sykursýki og forstig hennar) eru þekktir áhættuþættir kransæðasjúkdóms í almennu þýði. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl truflaðra sykurefnaskipta og útbreiðslu kransæðasjúkdóms hjá sjúklingum með bráð kransæðaheilkenni (BH).
Efniviður og aðferðir:
Sjúklingar með BH sem lögðust inn á LSH á 17 mánaða tímabili frá júní 2013 til október 2014 voru rannsakaðir. Þeir sem höfðu ekki áður þekkta truflun á sykurefnaskiptum gengust undir staðlað sykurþolspróf og mælingu á langtímasykri í sjúkrahúslegunni og aftur að þremur mánuðum liðnum. Niðurstöður þessara prófa voru notaðar til að flokka sjúklinga í einn af eftirtöldum flokkum: eðlileg sykurefnaskipti, nýgreind truflun á sykurefnaskiptum og áður þekkt sykursýki. Kransæðaþrengsl voru flokkuð sem 0-1 og 2-3 æða kransæðasjúdómur og útbreiðsla var metin með aðferð Gensini. Eftirfylgni var til loka árs 2017.
Niðurstöður:
Af 535 sjúklingum með BH á tímablinu voru 351 (66%) rannsakaðir. Meðalaldur var 64,4 (SD 11,5) ár. Karlar voru 76%. Eðlileg sykurefnaskipti greindust hjá 75 (21,3%), nýgreind truflun á sykurefnaskiptum hjá 187 (53,2%) og þekkt sykursýki hjá 89 (25,3%). Sjúklingar með trufluð sykurefnaskipti (67%) og þekkta sykursýki (73%) höfðu oftar 2-3 æða kransæðasjúkdóm samanborið við þá sem höfðu eðlileg sykurefnaskipti (51%) p<0,01. Engin tengsl voru á milli sykurefnaskipta og Gensini skors. Sjúklingar með Gensini skor >35 höfðu oftar klínísk áföll við eftirfylgni (24,2%) samanborið við þá sem höfðu Gensini skor <35, (16,2%), p<0,05.
Ályktun:
Sjúklingar með BH og trufluð sykurefnaskipti hafa oftar 2-3 æða kransæðasjúkdóm en þeir sem hafa eðlileg sykurefnaskipti. Aukin útbreiðsla kransæðasjúkdóms mæld með aðferð Gensini tengist verri horfum BH sjúklinga.

 
Mynd 1. Horfur eftir útbreiðslu kransæðasjúkdóms samkvæmt Gensini skori. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487668_a1370702-41c4-4d3a-9e94-7988dd1e9de8.PNGV-57

Tengsl millivefslungnabreytinga við heilsutengda þætti

Gísli Þór Axelsson1, Rachel Putman2, Tetsuro Araki3, Elías Guðmundsson4, Guðný Eiríksdóttir4, Thor Aspelund4, Hiroto Hatabu2, Vilmundur Guðnason4, Matt Hunninghake2, Gunnar Guðmundsson1

1Háskóli Íslands, 2Brigham and Women's, 4Hjartavernd

Inngangur: Millivefslungnabreytingar (MLB) eru breytingar á tölvusneiðmyndum sem skilgreindar hafa verið í lýðgrunduðum rannsóknum og líkjast lungnatrefjun (e. pulmonary fibrosis). Tengsl MLB við hækkandi aldur, aukna dánartíðni og áhættuþætti lungnatrefjunar færa frekari rök fyrir tengslum MLB og lungnatrefjunar. Ekki er vitað um tengsl MLB og heilsutengdra þátta. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl MLB og þriggja þátta sem tengjast heilsu. Þeir eru sjálfstæði við athafnir daglegs lífs (ADL), eigið mat á almennri heilsu og líkamleg virkni á síðustu 12 mánuðum.
Efniviður og aðferðir
: Notast var við gögn úr AGES-Reykjavik, lýðgrundaðri rannsókn Hjartaverndar á 5.764 Íslendingum. Tölvusneiðmyndir höfðu áður verið metnar með tilliti til MLB. Heilsutengdir þættir voru metnir með spurningalistum. Notast var við tvíkosta aðhvarfsgreiningu til að kanna tengsl MLB og heilsutengdra þátta þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni, líkamsþyngdarstuðli, reykingasögu og reykingavenjum þegar rannsóknin var framkvæmd.
Niðurstöður
: Tengsl fundust milli MLB og allra heilsutengdu þáttanna þriggja (Tafla 1). Þáttakendur með MLB voru ólíklegri til að vera sjálfstæðir við allar athafnir daglegs lífs (OR 0,70; ÖB 0,55-0,90), ólíklegri til að skilgreina heilsu sína sem „góða“, eða betri (OR 0,66; ÖB 0,52-0,82) og ólíklegri til að hreyfa sig vikulega eða oftar (OR 0,72; ÖB 0,56-0,91).
Ályktanir
: Niðurstöðurnar benda til tengsla milli MLB og heilsutengdra þátta í eldra fólki. Þær styðja fyrri rannsóknir sem benda til þess að fólk með MLB sé við lakari heilsu þrátt fyrir að vera ekki greint með millivefslungnasjúkdóm. Niðurstöðurnar sýna að rannsóknir á frumstigum millivefslungnasjúkdóma eru verðugt rannsóknarefni.
 
Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487680_f4c9c430-1aa2-44eb-96e0-77499c919936.jpg
 


V-58

Effect of Pneumonectomy on Lung Function Tests, Exercise Capacity and Health status

Þóra Rún Úlfarsdóttir, Jordan Cunningham, Tómas Guðbjartsson, Dóra Lúðvíksdóttir

Landspítali

Background: Pneumonectomy is a curative intent treatment, for early non-small cell lung cancer (NSCLC) that can not be resected with lobectomy or sublobar resection. Morbidity following pneumonectomy is high and long-term survival less favourable, compared to sub-total pulmonary resection. Information on lung function tests, exercise capacity and health status and activities in long-term postpneumonectomy patients is scarce. We therefore studied these outcome parameters in a well-defined nation-wide cohort of NSCLC patients.
Materials and methods:
A total of 63 patients underwent pneumonectomy because of NSCLC from January 1st, 2000 to December 31st, 2016. 20 patients who were still alive in February 2017 were recruited in the study. Participants were studied with spirometry, diffusing capacity, exercise test and answered the Medical Research Council (MRC) questionnaire to assess the effect of dyspnoea on everyday life. Preoperative lung function tests and comorbidities at time of operation were recorded.
Results:
Lung function tests postoperative showed either mixed restrictive and obstructive pattern or restrictive pattern with a decrease in FEV1 by 35%, FVC by 37% and DLCO by 12,6%. In postpneumonectomy subjects mean VO2 max were slightly decreased, 14,7 ± 2,6 ml/min/kg or 73% ± 14% of predicted. The operation was well tolerated in our studygroup of patients with near-normal lung function preoperatively. Although breathlessness is a limiting factor for exercise capacity, the oxygen uptake is acceptable and dyspnea is in most cases not a limiting factor for the performance of their daily activities. More results are pending and will be presented at the meeting.


V-59

Millivefslungabreytingar og þættir sem tengjast líkamlegri færni

Gísli Þór Axelsson1, Rachel Putman2, Tetsuro Araki3, Elías Guðmundsson4, Guðný Eiríksdóttir4, Thor Aspelund4, Hiroto Hatabu2, Vilmundur Guðnason4, Matt Hunninghake2, Gunnar Guðmundsson1

1Háskóli Íslands, 2Brigham and Women's, 4Hjartavernd

Inngangur: Millivefslungnabreytingar (MLB) eru breytingar á tölvusneiðmyndum sem benda til lungatrefjunar (e. pulmonary fibrosis) á byrjunarstigi. Sýnt er fram á tengsl MLB við aldur, aukna dánartíðni, ýmis öndunarfæraeinkenni og erfðaþætti sem finnast í sjálfvakinni lungnatrefjun. Fátt er vitað um tengsl MLB og líkamlegrar færni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru milli MLB og þátta sem tengjast líkamlegri færni, þ.e. gripstyrks, styrks við réttu um hné, gönguhraða á 6 metra gönguprófi, tímasetts upp og gakk prófs og vöðvamassa læris.
Efniviður og aðferðir
: Notast var við gögn um 5.764 Íslendinga sem tóku þátt í framskyggnri faraldsfræðirannsókn Hjartaverndar, AGES-Reykjavik. Millivefslungnabreytingar höfðu áður verið greindar af tölvusneiðmyndum af þátttakendum. Við mat á þáttum tengdri líkamlegri færni var notast við hlutlægar mælingar og myndgreiningu með tölvusneiðmyndum. Tengsl þessara breyta við MLB voru prófuð með tvíkosta aðhvarfsgreiningu þar sem leiðrétt var fyrir truflandi þáttum.
Niðurstöður
: Tengsl fundust milli frammistöðu í fjórum þáttum sem tengjast líkamlegri færni og MLB (Tafla 1). Þeir voru minni gripstyrkur (gagnlíkindahlutfall (e. OR) 1,21 /100 N; 95% ÖB 1,02-1,42), minni styrkur við réttu um hné (OR 1,23 /100 N; ÖB 1,07-1,41), lengri tími við 6 metra göngu (OR 1,06 /sek; ÖB 1,01-1,12) og minni vöðvamassi læris (OR 1,14 /10 cm2, ÖB 1,05-1,23).
Ályktanir
: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tengsl séu á milli MLB og þátta sem tengjast líkamlegri færni. Ekki hefur áður verið sýnt fram á slík tengsl. Orsakatengsl eru ekki þekkt og væri vert að rannsaka frekar.
 
Mynd 1: https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_487779_915903e2-1142-40f4-8b8d-a54338ac7d71.jpg
 

V-60

Rauðkornameðferð sjúklinga með langvinnt eitilfrumuhvítblæði á Íslandi árin 2003-2016

Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson1, Signý Vala Sveinsdóttir2, Brynjar Viðarsson2, Gunnar Björn Ólafsson1, Anna Margrét Halldórsdóttir2

1Háskóli Íslands, 2Landspítali

Inngangur: Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (chronic lymphocytic leukemia, CLL) er algengasta hvítblæði Vesturlanda. CLL einkennist af fjölgun illkynja eitilfruma í blóði, beinmerg og/eða eitlum. Á seinni stigum er blóðleysi algengur fylgikvilli. Leiðbeiningar um blóðhlutanotkun voru uppfærðar 2012. Markmið rannsóknarinnar var að meta rauðkornameðferð sjúklinga með CLL.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin tók til einstaklinga sem greindust með CLL árin 2003-2016. Sjúkragögn voru skoðuð fram til mars 2017. Þjóðskrá og dánarmeinaskrá Landlæknis veittu upplýsingar um lifun. Þá var sjúklingahópnum skipt í tvennt eftir því hvort fyrsta inngjöf rauðkorna átti sér stað á tímabilinu 2003-2012 eða 2013-mars 2017.
Niðurstöður:
Í heild greindust 213 sjúklingar með CLL á tímabilinu og af þeim fengu 77 (36,2%) rauðkornainngjöf. Miðgildi fjölda inngefinna rauðkornaeininga var 6 (1-115) á tímabilinu, en miðgildi tíma frá greiningu að fyrstu rauðkornameðferð 2,2 ár. Hærri aldur (p<0,01), hærra Rai stig (p<0,05) og lyfjameðferð (p<0,001) tengdust rauðkornameðferð. Hærri aldur (p<0,001) og hærra Rai stig (p=0,02) við greiningu tengdust styttri tíma að fyrstu rauðkornameðferð. Á tímabilinu 2003-2012 mældist hemóglóbín fyrir fyrstu rauðkornagjöf að meðaltali 90,4 g/L en 81,2 g/L á tímabilinu 2013-2017 (p=0,01). Lengri tími leið frá greiningu að rauðkornagjöf fyrir síðara en fyrra tímabilið (miðgildi 2,9 og 1,6 ár, p=0,01). Eftir fyrstu rauðkornameðferð styttist lifun sjúklinga marktækt samkvæmt tímaháðu fjölþáttalíkani (p<0,001).
Ályktun:
Um þriðjungur sjúklinga með CLL fékk rauðkornainngjöf eftir greiningu, en fáir fengu endurteknar inngjafir. Eldri sjúklingar og þeir sem greindust á hærri stigum fengu rauðkornameðferð fyrr. Á milli tímabila lækkaði hemóglóbíngildi fyrir fyrstu rauðkornameðferð marktækt. Eftir fyrstu rauðkornameðferð sjúklinga með CLL styttust lífslíkur þeirra.

 

V-61

Lymfóma í tengslum við meðferð með azatíópríni og öðrum ónæmisbælandi lyfjum

Sveinbjörn Hávarsson

Landspítali

Inngangur: Samband ónæmisbælingar og aukinnar áhættu á eitilfrumuæxlum (lymfóma) hefur verið þekkt lengi. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar á azatíóprín meðferð eru í allt að sexfalt meiri áhættu á að greinast með lymfóma og enn meiri áhættu ef notuð eru önnur lyf eins og TNF-alfa hemlar samtímis. Lítið er vitað um algengi þess að ónæmisbældir greinist með lymfóma á Íslandi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna fjölda þeirra, lyf, aldur og kyn.
Efniviður og aðferðir:
Rannsóknin var afturskyggn. Upplýsingar fengust frá Krabbameinsskrá um alla sjúklinga sem greindust með lymfóma á árunum 2000-2017 á Íslandi. Upplýsingar um sjúklinga og meðferðir fengust úr sjúkragögnum. Frá Lyfjastofnun og Lyfjanefnd Landspítala fengust upplýsingar um fjölda notenda lyfja.
Niðurstöður:
Alls greindust 896 manns með lymfóma á Íslandi á árunum 2000-2017. Af þeim voru voru 21 (2,3%) á ónæmisbælandi meðferð við greiningu. Tveir vegna bólgusjúkdóms í meltingarvegi, 8 vegna iktsýki, 5 vegna líffæraígræðslu og 6 vegna annarra ábendinga. Alls voru fjórir á azatíópríni, 5 á TNF-alfa hemlum, 12 á metótrexat og 6 á öðrum lyfjum. Þriðjungur allra þeirra var á tveimur ónæmisbælandi lyfjum. Frá 2003-2017 var áætluð nýgengi lymfóma meðal allra azatíóprín notenda á Íslandi 1 tilfelli (4 fundust í rannsókninni).
Ályktanir:
Ónæmisbælandi meðferð var einungis til staðar hjá rúmlega 2% allra þeirra sem greindust með lymfóma. Enginn sjúklingur greindist með lymfóma sem var einungis á azatíóprín meðferð. Meðal notenda azatíópríns ásamt öðrum ónæmisbælandi lyfjum fundust fjórum sinnum fleiri tilfelli en búast mætti við í almennu þýði. Áhættan er lág og lægri en í erlendum rannsóknum.

 

V-62

Krabbamein verður helsta dánarorsök einstaklinga með T2DM. Áhorfsrannsókn á sænskri landsvísu á 457.473 einstaklingum með T2DM borið saman við 2.287.365 pöruð viðmið

Hulda Hrund Björnsdóttir1 2, Araz Rawshani2 3, Aidin Rawshani2 3, Stefan Franzén2 6 , Ann-Marie Svensson2, Naveed Sattar4, Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir2 3

1The Swedish National Diabetes RegisterSweden, 2The University of Iceland, Department of Health Sciences, Faculty of Medicine, 3The University of Iceland, Department of Health Sciences, Faculty of Medicine,4The Institute of Cardiovascular and Medical Sciences, University of Glasgow

Inngangur: Auknar lífshorfur sjúklinga með sykursýki hafa leitt til breytinga á fylgikvillum og langtíma horfum. Því er mikilvægt að kanna nýgengi og dánartíðni vegna krabbameins í sjúklingum með tegund 2 sykursýki (T2DM).
Efniviður og aðferðir:
Einstaklingum með T2DM í sænska sykursýkis-gagnabankanum milli 1998 og 2012 var fylgt eftir til 2014. Hver einstaklingur með T2DM var paraður við 5 viðmið eftir aldri, kyni og búsetu. Rannsóknarhópurinn innihélt 457.473 einstaklinga með T2DM og 2.287.365 pöruð viðmið. Nýgengi og dánartíðni í kjölfar krabbameinsgreiningar voru metin með Cox aðhvarfsgreiningu og staðlaðri nýgengitíðni. Dánarorsakir voru metnar með lógístískri aðhvarfsgreiningu. Mikilvægi einstakra áhættuþátta var metið með Heller's relative importance model.
Niðurstöður:
Einstaklingar með T2DM höfðu aukna áhættu á öllum krabbameinum HR 1,10 (95% CI, 1,09-1,12), mest var áhættan fyrir krabbamein í lifur 3.31 (3,07-3,58), brisi 2.19 (2,06-2,32) og legi 1,78 (1,68-1,88) en einnig var aukin áhætta fyrir algengum krabbameinum eins og brjóstakrabbameini 1.05 (1,01-1,09) og ristils- og endaþarmskrabbameini 1,20 (1,16-1,23) en áhættan var lægri fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini 1,01 (0,97-1,05). T2DM einstaklingar höfðu einnig hærri dánartíðni í kjölfar krabbameinsgreininga 1,23 (1,21-1,25). Dánartíðnin var einnig aukin fyrir algeng krabbamein eins og í blöðruhálskirtli 1,29 (1,25-1,35), brjóstum 1,25 (1,18-1,33) og ristil og endaþarmi 1,09 (1,05-1,13). Dauðsföll vegna krabbameins jukust meira fyrir T2DM en viðmiðin og áætlað var að árið 2028 yrði krabbamein algengasta dánarorsok einstaklinga með T2DM.
Ályktun:
Einstaklingar með T2DM hafa 10% aukna áhættu á krabbameini (mikill munur var milli krabbameinstegunda) og hafa aukna dánartíðni í kjölfar greiningar. Krabbamein gæti orðið algengasta dánarorsök einstaklinga með sykursýki innan 10 ára.


Mynd 1. Hættuhlutfall fyrir nýgengi krabbameins, 10 ára tímamynstur og dánartíðni í kjölfar greiningar í einstaklingum með T2DM borið saman við pöruð viðmið. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_486120_edeb02ec-2788-443b-a33d-4e7b5b170bae.png

Mynd 2. Dánarorsakir í Svíþjóð milli 1998-2012 A) Niðurstöður fyrir karla með T2DM og viðmið B) Niðurstöður fyrir konur með T2DM og viðmið. https://www.eventure-online.com/parthen-uploads/154/LYFAB/add_1_486120_edeb02ec-2788-443b-a33d-4e7b5b170bae.pngV-63

Háskammta krabbameinslyfjameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu á Landspítala 2004-2017

Alexander Sigurðsson1, Anna Margrét Halldórsdóttir2, Níels Árni Árnason2, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson2, Sveinn Guðmundsson2, Brynja Hauksdóttir3, Sveinlaug Atladóttir3, Steinunn J. Matthíasdóttir2, Vigdís Jóhannsdóttir2, Signý Vala Sveinsdóttir3, Sigrún Reykdal3

1Læknadeild HÍ, 2Blóðbankinn, 3blóðlækningadeild Landspítala

Inngangur: Ígræðsla eigin stofnfruma í kjölfar háskammta krabbameinslyfjameðferðar hefur verið framkvæmd á Landspítala frá ársbyrjun 2004, fyrst og fremst hjá sjúklingum með eitilfrumukrabbamein eða mergfrumuæxli. Þessi rannsókn metur árangur og forspársþætti meðferðarinnar.
Efniviður og aðferðir
: Rannsóknin náði til 227 sjúklinga sem gengust undir stofnfrumuígræðslu á Landspítala á árunum 2004-2017, þar af fór 21 sjúklingur í tvær ígræðslumeðferðir. Gögnum var safnað úr gagnagrunni stofnfrumumeðferða og sjúkraskrám spítalans. Kaplan-Meier aðferð var notuð fyrir lifunargreiningar, Cox áhættulíkan fyrir rótunarþætti og aðhvarfsgreining fyrir söfnunarþætti.
Niðurstöður
: Í rannsóknarhópnum voru 109 sjúklingar (48,0%) með mergfrumuæxli eða skylda sjúkdóma, 101 (44,5%) eitilfrumukrabbamein og 17 (7,5%) aðra sjúkdóma. Forspárþættir fyrir söfnunarhraða voru blóðstyrkur CD34+ fruma, sjúkdómsgreining og fjöldi fyrri krabbameinslyfjameðferða (p<0,001). Meðalstærð stofnfrumugræðlings var 6,39 ± 2,99 x 106 CD34+ frumur/kg. Alls hafa 17 sjúklingar fengið Plerixafor við tilfærslumeðferðina. Miðgildi rótunartíma (engraftment) eftir ígræðslu stofnfruma var eftirfarandi: Daufkyrningar >0,5 x 109/L = 13 dagar, blóðflögur >20 x 109/L = 13 dagar og blóðflögur> 50 x 109/L = 18 dagar. Forspárþættir fyrir rótun voru sjúkdómsgreining og stærð græðlings (p<0,05). Fimm ára lifun allra sjúklinga var 69,1% (95% ÖB: 61,8-75,4). Tíu ára lifun án framgangs sjúkdóms (progression-free survival) var 49,6% (95% ÖB: 47,5-68,3) hjá sjúklingum með eitilfrumukrabbamein en 8,74% (95% ÖB: 3,78-17,9) hjá mergfrumuæxlissjúklingum.
Ályktun
: Árangur af eigin stofnfrumumeðferð sjúklinga með illkynja sjúkdóma var sambærilegur við nágrannalönd okkar, bæði hvað varðar rótun eftir ígræðslu og lifun. Skilgreindir voru þættir sem spá fyrir um söfnunarhraða stofnfrumugræðlings og rótun.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica