Velkomin

Velkomin

Kæru þinggestir og samstarfsfólk

Velkomin á sameiginlegt vísindaþing skurðlækna, svæfinga- og gjörgæslulækna, fæðinga- og kvensjúkdómalækna og hjúkrunarfræðinga í sömu greinum sem haldið er 31. mars og 1. apríl í Hörpu.

Í ár, sem er það 19. í röðinni, koma fleiri að vísindaþinginu þar sem fagdeildir hjúkrunarfræðinga sem og fagráð hjúkrunarfræðinga á skurðdeild LSH taka fullan þátt í þinginu. Þetta kemur glögglega fram í dagskrá þingsins sem fer að þessu sinni fram í fleiri fyrirlestrasölum en áður og hafa þátttakendur þingsins því um margt að velja til að hlýða á.

Vísindaþing af þessu tagi er ekki hægt að halda án stuðnings fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum og er sýningin einstaklega glæsileg og um leið og við þökkum þeim fyrir stuðninginn viljum við hvetja þinggesti til að kynna sér þær vörur og tæki sem eru til sýnis.

Vísindaþing af þessu tagi hefur margvíslegan tilgang. Það er uppskeruhátíð og tækifæri til faglegra samskipta en ekki síður félagslegur vettvangur til að efla samstöðu í hóp sem þessum. Sameiginleg dagskrá í upphafi þings er að þessu sinni tileinkuð flýtibata og undirbúningi sjúklinga fyrir aðgerðir, nokkuð sem hefur rutt sér til rúms í umfangsminni aðgerðum, en hefur nú einnig verið aðlagað stærri aðgerðum sem er viðfangsefni umræðunnar að þessu sinni. Kynningar á ágripum og önnur dagskrá tekur svo við en

í lok dags verða aðalfundir félaganna haldnir. Þann 1. apríl verður svo fjölbreytt dagskrá félaganna en þar á eftir verður Dr. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur með fyrirlestur um liðsheild en formlegri dagskrá lýkur með erindum, völdum af sérstakri dómnefnd, sem keppa um besta erindi unglæknis eða læknanema.

Hátíðarkvöldverður haldinn á Kaffi Reykjavík verður svo lokahnykkurinn þar sem þinggestum gefst tækifæri til að taka þátt, gera vel við sig í mat og drykk og enda kvöldið á dansgólfinu!

Húsið opnar kl. 19 og boðið verður upp á fordrykk.

Kæru þinggestir, við bjóðum ykkur velkomin á þingið og vonum að þið eigið góða og gagnlega daga í Hörpu

Fyrir hönd undirbúningsnefndar

Kristín Huld Haraldsdóttir

formaður SKÍ


STJÓRN SKURÐLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS

Kristín Huld Haraldsdóttir, formaður

Sigurður Guðjónsson, varaformaður

Helgi Kjartan Sigurðsson, gjaldkeri

Geir Tryggvason, ritari

Hjörtur Friðrik Hjartarson, meðstjórnandi


STJÓRN SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS

Kári Hreinsson, formaður

Sigurbjörg Skarphéðinsdóttir, ritari

Ívar Gunnarsson, gjaldkeri

Sveinn Geir Einarsson, meðstjórnandi


STJÓRN FÉLAGS ÍSLENSKRA FÆÐINGA- OG KVENSJÚKDÓMALÆKNA

Alexander K. Smárason, formaður

Ragnhildur Magnúsdóttir, ritari

Ragnheiður Baldursdóttir, gjaldkeri

Jóhannes Heimir Jónsson, meðstjórnandi

Eva Guðjónsdóttir, fulltrúi sérnámslækna


FULLTRÚAR FÍFK Í RÁÐSTEFNUNEFND

Jóhannes Heimir Jónsson

Þóra Steingrímsdóttir


STJÓRN FAGDEILDAR GJÖRGÆSLUHJÚKRUNARFRÆÐINGA

Anna Vilbergsdóttir, formaður

Þorbjörg Sigurðardóttir, varaformaður

Kristín Katla Swan, ritari

Regína Böðvarsdóttir, gjaldkeri

Auður Sesselja Gylfadóttir, meðstjórnandi og alþjóðafulltrúi


FULLTRÚAR FAGDEILDAR SVÆFINGARHJÚKRUNARFRÆÐINGA Í RÁÐSTEFNUNEFND

Lára Borg Ásmundsdóttir

Hrafnhildur B. Brynjarsdóttir


FRÆÐSLUNEFND FAGDEILD GJÖRGÆSLUHJÚKRUNARFRÆÐINGA

Sigríður Árna Gísladóttir

Andrea Kristjánsdóttir

Maria Hrönn Björgvinsdóttir


FAGRÁÐ HJÚKRUNAR Á SKURÐLÆKNINGASVIÐI

Herdís Sveinsdóttir

Katrín Blöndal

Brynja Ingadóttir

Sigríður Zoëga


FULLTRÚAR FAGDEILDAR SKURÐHJÚKRUNAR Í FÉLAGI ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA

Helga Guðrún Hallgrímsdóttir

Anna Valsdóttir

Þorbjörg Ása Kristinsdóttir

Sigríður Guðjónsdóttir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica