Ágrip erinda

Ágrip erinda

E 1  Krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu á Íslandi 2005-2014

Arna R. Emilsdóttir1, Elísabet A. Helgadóttir2, Anna M. Jónsdóttir3, Pétur V. Reynisson2, Þóra Steingrímsdóttir2

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Kvennadeild, Landspítali háskólasjúkrahús, 3Meinafræðideild, Landspítali háskólasjúkrahús

arnarut11@gmail.com

Inngangur: Eggjastokkakrabbamein er það krabbamein í innri kynfærum kvenna sem dregur flestar konur til dauða. Það hefur lítið verið rannsakað á Íslandi og var markmið þessarar rannsóknar að fá betri yfirsýn yfir sjúkdóminn hérlendis sem og að kanna hvaða þættir hefðu áhrif á lifun sjúklinga.

Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem greindust með krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum eða lífhimnu á Íslandi árin 2005-2014. Gögn yfir þá sjúklinga voru fengin frá Krabbameinsskrá og Landspítala. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám.

Niðurstöður: Alls greindust 302 konur með krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum eða lífhimnu á árunum 2005-2014. Miðgildi aldurs við greiningu var 63 ár. Stærstur hluti sjúklinga var með illkynja þekjufrumukrabbamein eða 222 sjúklingar (74%), 71 sjúklingur (23%) greindist með borderline þekjufrumuæxli og 9 (3%) með krabbamein af annarri vefjagerð. Flestir sjúklingar greindust á stigi III (47%) og næstflestir á stigi I (41%). Alls voru 46% sjúklinga með meltingarfæraeinkenni við greiningu, 35% með þaninn kvið og 65% með verk eða óþægindi í kvið. Alls gengust 92% kvennanna undir skurðaðgerð og 64% fengu lyfjameðferð. Af þeim 205 konum sem komust í sjúkdómsdvala fengu 117 endurkomu á rannsóknartímabilinu. Miðendurkomutími var 11 mánuðir. Fimm ára lifun alls sjúklingahópsins var 52% (95% ÖB: 46-59). Stig og vefjagerð sjúkdóms, aldur sjúklings og magn æxlisvaxtar í lok aðgerðar höfðu sjálfstæð marktæk áhrif á lifun.

Ályktun: Birtingarmynd sjúkdómsins á Íslandi er sambærileg því sem gerist erlendis. Mikilvægi þess að fjarlægja allan æxlisvöxt í aðgerð var undirstrikað.

 

E 2  Mataræði á unglingsárum og áhætta á brjóstakrabbameini síðar á ævinni

Álfheiður Haraldsdóttir1,2, Jóhanna E. Torfadóttir2,3, Unnur A. Valdimarsdóttir2,4,5, Thor Aspelund2,6, Laufey Tryggvadóttir7,8, Tamara B. Harris9, Lenore J. Launer9, Lorelei A. Mucci4,10, Edward L. Giovannucci4,10,11, Hans-Olov Adami4,5, Vilmundur Guðnason6,8, Laufey Steingrímsdóttir1,3

1Matvæla- og næringarfræðideild, Háskóli Íslands, Reykjavík, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, Háskóli Íslands, Reykjavík, 3Rannsóknastofa í næringarfræði, Háskóli Íslands og Landspítali Háskólasjúkrahús, 4Department of Epidemiology, Harvard T.H Chan School of Public Health, Boston, Massachusetts, 5Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet 6Hjartavernd, 7Krabbameinsskrá Íslands, 8Læknadeild, Háskóli Íslands, 9Laboratory of Epidemiology and Population Sciences Program, National Institute on Aging, Bethesda, Maryland, 10Channing Division of Network Medicine, Department of Medicine, Brigham and Women´s Hospital and Harvard Medical School, Boston, Massachusetts, 11Department of Nutrition, Harvard T.H Chan School of Public Health, Boston, Massachusetts

alh1@hi.is

Inngangur: Fáar rannsóknir hafa skoðað tengsl mataræðis snemma á lífsleiðinni og brjóstakrabbameins síðar á ævinni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort neysla mjólkur, kjöts og heilkornavara á unglingsárum hefði áhrif á áhættuna á að greinast með brjóstakrabbamein síðar á ævinni.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum frá Öldrunarrannsókn Hjartaverndar, sem fram fór á árunum 2002 – 2006. Á því tímabili svöruðu 2,858 konur (fæddar á árunum 1908 – 1935) spurningum um fæðuvenjur á unglingsárum. Upplýsingar um greiningu á brjóstakrabbameini (til loka árs 2014) fengust með samtengingu við Krabbameinsskrá Íslands. Lifunargreining var notuð til að reikna áhættuhlutfall (HR) með 95% öryggismörkum (95% CI) fyrir mataræði og greiningu á brjóstakrabbameini. Leiðrétt var fyrir mögulegum gruggunarþáttum.

Niðurstöður: Eftirfylgni þátttakenda var að meðaltali 8,8 ár og á því tímabili greindust 102 konur með brjóstakrabbamein. Þær konur sem neyttu rúgbrauðs daglega eða oftar á unglingsárum voru í meiri áhættu á að greinast með brjóstakrabbmein borið saman við þær sem neyttu rúgbrauðs sjaldnar en daglega (HR 1.63, 95% CI 1.04 - 2.56). Veik og tölfræðilega ómarktæk áhætta fannst fyrir mikla kjötneyslu (daglega eða oftar), borið saman við lægri neyslu (HR 2.01, 95% CI 0.80, 5.01). Dagleg neysla á mjólk benti hins vegar til mögulegrar verndar gegn brjóstakrabbameini (HR 0.68, 95% CI 0.43, 1.07), miðað við minni neyslu.

Ályktanir: Dagleg neysla á rúgbrauði á unglingsárum tengist áhættu á brjóstakrabbameini, sem hugsanlega má rekja til plöntuestrógena sem finna má í rúgi.

 

E 3  Jarðhitasvæði og krabbamein

Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson

Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands

addab@simnet.is

Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að tíðni ýmissa krabbameina er hærri á jarðhitasvæðum en öðrum svæðum. Markmið þessa verkefnis er að gefa yfirlit um tengingu búsetu og tíðni krabbameina á jarðhitasvæðum á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknirnar eru fjórar, þær eru birtar og allar lýðgrundaðar þar sem einstaklingum, á aldrinum 5 – 64 ára úr manntali, sem tekið var árið 1981, er fylgt eftir til loka árs 2013. Útsettur hópur og viðmiðunarhópar (volg og köld svæði) eru skilgreindir eftir sveitarfélagsnúmerum, aldri hitaveitna og aldri berggrunns. Notuð er lifunargreining, áhættuhlutfall reiknað með 95% öryggismörkum og leiðrétt fyrir áhrifabreytum.

Niðurstöður: Í rannsóknunum, með nærri 33 ára eftirfylgni og um 1000 krabbameins tilfellum á jarðhitasvæðum, fannst hærri krabbameinstíðni vegna allra krabbameina saman, krabbameina í briskirtli, brjóstum, blöðruhálskirtli, nýrum, eitil- og blóðmyndandi vefjum, eitilæxlum öðrum en Hodgkins-meinum og grunnþekjuæxlum í húð, í samanburði við íbúa volgra og kaldra svæða. Einnig var aukin áhætta að deyja vegna krabbameina í brjóstum, blöðruhálskirtli, nýrum og eitilæxlum öðrum en Hodgkins-meinum og vegna sjálfsvíga og inflúensu á jarðhitasvæðunum en á samanburðarsvæðunum.Krabbameinstíðnin var hærri eftir því sem búsetutíminn var lengri, jarðhitavirkni var meiri og hitaveiturnar voru eldri. Auk þessa var krabbameinstíðnin hærri þegar tekið var tillit til 5 ára hugsanlegs framleiðslutíma krabbameina.

Ályktun: Rannsakendur vita ekki hver orsökin er fyrir hárri tíðni krabbameina á jarðhitasvæðum. Frekari rannsókna er þörf á efna- og eðlisfræðilegum þáttum jarðhitavatns og umhverfisþátta á jarðhitasvæðum, til að finna hvort um er að ræða þekkta og/eða óþekkta krabbameinsvalda sem skýrt gætu þessa háu krabbameinstíðni.

 

E 4 Æxli í miðtaugakerfi barna á Íslandi árin 1981-2014. Tegundir, einkenni, meðferð og lifun

Ásta Í. Jónasardóttir1, Trausti Óskarsson2, Ólafur G. Jónsson1, Halldóra K. Þórarinsdóttir1, Sólveig S. Hafsteinsdóttir1, Ólafur Thorarensen1, Ásgeir Haraldsson1

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Astrid Lindgren barnsjukhus - Karolinska sjukhuset

asgeir@lsh.is

Inngangur: Æxli í miðtaugakerfi eru sá flokkur krabbameina sem veldur flestum dauðsföllum barna. Mikilvægt er að greina æxlin snemma en lifun er afar mismunandi eftir æxlistegundum og staðsetningu innan miðtaugakerfisins.

Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á ýmsa þætti er tengjast nýgengi og gerð miðtaugakerfisæxla barna og meta útkomu eftir meðferð.

Efniviður og aðferðir: Öll tilfelli miðtaugakerfisæxla barna <18 ára frá 1.1.1981 til 31.12.2014 voru skoðuð og upplýsingum um tegund, staðsetningu og stærð æxla, einkenni og teikn sjúklinga, endurmein og fæðingar- og dánardag sjúklinga var safnað úr sjúkraskrám. Við tölfræðiúrvinnslu var notað nákvæmt Fisher-próf, fervikagreining, Kaplan-Meier-aðferð með log-rank prófi og fjölþáttagreining.

Niðurstöður: Alls greindust 113 börn með æxli í miðtaugakerfi á tímabilinu. Aldursstaðlað nýgengi var 4,2/100.000. Algengustu æxlistegundir voru lággráðu stjarnfrumuæxli (35%), heilastofnstróðæxli, mænukímfrumuæxli, PNET, heila- og mænuþelsæxli, frjófrumuæxli, craniopharyngioma og sjóntróðsæxli. Hlutfall mænukímfrumuæxla var 5%. Æxli voru oftast staðsett neðantjalds (32%), ofantjalds eða miðlægt í heila, sjaldnar í heilastofni eða mænu. Einkenni aukins innankúpuþrýstings voru algeng við greiningu, en sjúkdómseinkenni tengd staðsetningu voru einnig algeng. Fimm ára heildarlifun var 83,5%. Vefjagerð og staðsetning æxlis reyndust sjálfstæðir forspárþættir fyrir heildarlifun, en stærð æxlis og tímalengd einkenna fyrir greiningu höfðu ekki marktæk áhrif á heildarlifun.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við rannsóknir frá öðrum Vesturlöndum. Nýgengi, lifun og hlutföll tegunda og staðsetninga virðast svipuð og á Norðurlöndum, en mænukímfrumuæxli eru þó minna hlutfall allra miðtaugakerfisæxla hér á landi en annars staðar. Sterkustu forspárþættir fyrir heildarlifun barna með miðtaugakerfisæxli virðast vera vefjagerð og staðsetning æxlis.

 

E 5  Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist þrefalt á síðustu áratugum

Ástríður Pétursdóttir1, Björn Már Friðriksson1, Jóhanna M. Sigurðardóttir2, Helgi J. Ísaksson3, Steinn Jónsson4, Tómas Guðbjartsson5

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Skurðdeild, Västerås-sjúkrahús, 3Rannsóknarstofa í meinafræði, Landspitali, 4Lungnadeild, Landspitali, 5Hjarta og lungnaskurðdeild, Landspitali

astridurp@gmail.com

Inngangur: Krabbalíkisæxli (carcinoids) í lungum eru sjaldgæf tegund æxla sem oftast eru bundin við lungu en geta meinvarpast. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi og árangur meðferðar þessara æxla í vel skilgreindu þýði á 60 ára tímabili.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum krabbalíkisæxlum í lungum á Íslandi 1955-2015. Vefjasýni voru endurskoðuð og æxlin stiguð skv. 7. útgáfu TNM-stigakerfisins. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier og var meðaleftirfylgd 15,3 ár.

Niðurstöður: 96 sjúklingar(meðalaldur 54 ár, bil:16-86) greindust á tímabilinu, þar af 65 konur. Árlegt aldursstaðlað nýgengi jókst úr 0,18/100.000 tímabilið 1955-1964 í 0,75 2005-2015. Þriðjungur sjúklinga greindist án einkenna síðari þrjá áratugina en 17% þá fyrri (p<0,01). Hinir höfðu flestir hósta eða brjóstverki og þrír krabbalíkisheilkenni. Meðalstærð æxlanna var 2,6cm (bil:0,4-7,0) og 74 (84%) sjúklingar höfðu dæmigerða (typical) vefjagerð en 14 (16%) ódæmigerða. Átta sjúklingar fóru ekki í aðgerð og voru fjórir með útbreiddan sjúkdóm (stig IV), þar af tveir með dæmigerða vefjagerð. Hinir 80 sjúklingarnir gengust undir skurðaðgerð, oftast blaðnám(81%), lést enginn þeirra innan 30 daga frá aðgerð. Af skurðsjúklingum greindust 52 (65%) á stigi IA, 15 (19%) á stigi IB, 9 (11%) á stigi IIA. Þrír (4%) höfðu meinvörp í miðmætiseitlum (stig IIIA), allir með dæmigerða vefjagerð. Við eftirlit höfðu 5 sjúklingar (6%) látist úr sjúkdómnum. Fimm ára lífshorfur alls hópsins voru 87% og 92% fyrir sjúklinga með dæmigerða vefjagerð.

Ályktanir: Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist rúmlega þrefalt á Íslandi síðustu 6 áratugi, aðallega vegna aukningar í tilviljanagreiningum. Sjúklingar með dæmigerða vefjagerð geta greinst með útbreiddan sjúkdóm en langflestir hafa sjúkdóm bundinn við lungað og lífshorfur þeirra eru mjög góðar.

 

E 6 Forcing strategy change: Time limited visual foraging reveals rapid template switches

Tómas Kristjánsson1, Árni Kristjánsson1, Ian M. Thornton1

1Department of psychology, University of Iceland

tok1@hi.is

Introduction: During difficult foraging tasks, such as when targets differ from distractors by a conjunction of features, humans do not switch between target categories, while they switch freely in easier feature-based foraging tasks. This is in line with research on animal behavior, but the question remains whether this reflects that humans cannot switch between target categories, without sacrifices in speed or accuracy, or simply choose not to, due to added difficulty of switching between target categories.

Method: Participants performed time-limited (5, 10, 15s) or unlimited foraging on iPads where they tapped as many stimuli, from two target categories, as they could before the time ran out while avoiding items from two distractor categories.

Results: With time limits, participants were able to switch more frequently between target types during conjunction foraging than they do when there is a longer time limit or no time limit. Furthermore, switch-costs were smaller with shorter time limits, even with constant set-size.

Conclusions: This suggests that although people do not generally switch between target categories in conjunction foraging, they are able to do so when the task demands such switches. We discuss the implications of such rapid switching for recent theories of working memory and attention.

 

E 7 Intrusive images among outpatients with social anxiety disorder

Andri Björnsson

Psychology, University of Iceland

asb@hi.is

Introduction: Recurrent intrusive images exist across mental disorders. However, the specific content of intrusive images varies depending on disorder. In this study, we explored whether individuals with social anxiety disorder (SAD) react to intrusive images with compulsive behaviors.

Method: Participants were 35 outpatients (M age = 28.3; SD = 11.5; 54% female) at an anxiety treatment center in Iceland diagnosed with SAD (according to the Mini International Neuropsychiatric Interview; MINI) as a primary diagnosis. Total scores on the Liebowitz Social Anxiety Scale were 82.7 on average, SD = 20.7. Participants were interviewed with a semi-structured interview to assess imagery in SAD, which was adapted to focus specifically on reactions to intrusive images.

Results: Sixty percent of the participants reported experiencing recurrent, clinically significant intrusive images in the last 6 months. Most participants reported the image as a brief video (76%). 68% of participants reported that the image was based on a memory. 85.7% of patients who had experienced a recurrent intrusive image reported at least one compulsive strategy in response to the intrusive image.

Discussion: This initial study is a first step toward establishing that obsessions and compulsions may exist in SAD as a maintaining process. There appear to be greater similarities between SAD and obsessive-compulsive spectrum disorders such as obsessive-compulsive disorder and body dysmorphic disorder than previously believed. Future directions and treatment implications are discussed.

 

E 8  Beliefs and appraisals of intrusive images among outpatients diagnosed with social anxiety disorder

Jóhann Harðarson, Andri Björnsson, Karen Guðmundsdóttir, Arnrún Tryggvadóttir

University of Iceland

johannhardar@gmail.com

Introduction: Recurrent intrusive images occur across mental disorders, although their specific content varies depending on the disorder. However, research on how patients appraise these images has mostly been limited to studies on obsessive-compulsive disorder (OCD). One question concerns whether cognitive behavioral models of OCD are relevant for appraisal processes of intrusive images in other disorders.

Methods: In this study, it was examined whether patients with social anxiety disorder (SAD) endorse three types of beliefs in relation to intrusive images that have been hypothesized as being specific to OCD (e.g., responsibility). In addition, appraisals of intrusive images in SAD were explored with content analyses. Participants were 35 outpatients (M age = 28.3; SD = 11.5; 54.3% female) at an anxiety treatment center in Iceland diagnosed with SAD, as a primary diagnosis. Participants were interviewed with a semi-structured interview to assess imagery in SAD, which was adapted to focus specifically on appraisals of intrusive images.

Results: Sixty percent of participants reported clinically significant intrusive images with all of those patients appraising the image as having a negative meaning. Most SAD patients endorsed beliefs and appraisals of intrusive images that have been hypothesized to be specific to OCD. However, content analysis revealed that the most significant appraisals seemed specific to SAD, such as beliefs of having a flawed self, and believing others to be critical or cruel.

Conclusion: There appear to be greater similarities between appraisal processes in SAD and OCD than previously believed. Future directions and treatment implications are discussed.

 

E 9 Cognition, functional outcome, clinical symptoms and quality of life in early psychosis: An exploratory study

Ólína Viðarsdóttir1,2, Brynja Magnúsdóttir2,3, David Roberts4, Elizabeth Twamley5 , Berglind Guðmundsdóttir1,2, Engilbert Sigurðsson1,2

1The University of Iceland, 2Landspitali University Hospital, 3 Reykjavík University, 4 The University of Texas Health Science Center at San Antonio, 5University of California, San Diego and VA San Diego Healthcare System

vidarsdo@landspitali.is

Introduction: Social cognitive dysfunction has been demonstrated in early psychosis and been identified as a mediator between neurocognition and functional outcome. We investigated two mechanisms of social cognition, social cognitive function and social bias and their relationship to neurocognition, functional outcome, clinical symptoms and quality of life.

Methods and data: Neurocognition (working memory, verbal memory, logic reasoning, processing speed, and executive functioning), social cognition (social cognitive function and social bias), clinical symptoms, functional outcome and quality of life were assessed in 68 individuals with primary psychotic disorder seeking service at a first episode psychosis service in Iceland (mean age: 24; 83% males). Raw scores from cognitive tests were transformed into Z-scores. Correlations analysis was used to examine the relationship between social cognition and neurocognition, clinical symptoms, functional outcome and quality of life.

Results: Two measures of social bias correlated with positive symptoms (r= .48-.49, p< 0.01). Correlations were found between social cognitive function and negative symptoms (r = -.29 - -.33, p< 0.05), as well as with multiple neurocognitive domains. Quality of life correlated with one measure of social bias (r= -.33, p= 0.05), but with none of the neurocognitive measures. Stronger correlations were found between functional outcomes and social cognition than for neurocognition.

Conclusions: Findings indicate that the two underlying mechanisms of social cognition, social bias and social cognitive function are impaired in this population and have a significant association with functional outcome and quality of life. Further analysis using regression methods will provide better understanding on the associations between factors.

 

E 10 Neonatal outcomes in infants of women with past exposure to sexual violence

Agnes Gísladóttir1, Sven Cnattingius2, Miguel A. Luque-Fernandez3, Þórður Þorkelsson4, Arna Hauksdóttir1, Berglind Guðmundsdóttir5, Ragnheiður I. Bjarnadóttir6, Thor Aspelund1, Bernard L. Harlow7, Unnur A. Valdimarsdóttir1

1Center of Public Health Sciences, University of Iceland, 2Unit of Clinical Epidemiology, Karolinska Institutet, 3Department of Non-Communicable Diseases, London School of Hygiene and Tropical Medicine, 4Neonatal Inensive Care Unit, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, 5Mental health services, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, 6HDepartment of Obstetrics and Gynecology, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, 7School of Public Health, Boston University

agnesg@hi.is

Introduction: Sexual violence is common, but further studies are needed on the potential influence of such exposure on subsequent perinatal outcomes. We aimed to investigate potential associations between past exposure to sexual violence (in adolescence or adulthood), and risks of adverse neonatal outcomes in later pregnancies.

Methods: Information on women attending a Rape Trauma Service (RTS) were linked to the Icelandic Medical Birth Registry. The exposed group included neonates born on average 6 years after their mothers attended the RTS (n=1067). The non-exposed group included randomly selected neonates of mothers who had not attended the RTS, matched on maternal age, parity, and season of delivery (n=9105). Poisson regression was used to estimate relative risks (RR) with 95% confidence intervals (CI).

Results: Compared to the non-exposed group, neonates of exposed mothers were on average shorter (50.9 cm vs. 51.5 cm, p<0.01) and lighter (3573.6 g vs. 3675.6 g, p<0.01), and had an increased risk of being born preterm (RR 1.49 [95% CI 1.13, 1.97]). Adjusting for socio-economic status reduced the RR of preterm birth to 1.30 [95% CI 0.98, 1.74]. Neonates in the exposed group had an increased risk of being transferred to the neonatal intensive care unit (RR 1.35 [95% CI 1.05, 1.73]). The risks of adverse outcomes were overall larger among neonates of mothers who were exposed to sexual violence as teenagers.

Conclusions: Offspring of mothers previously exposed to sexual violence are at increased risks of preterm birth and some adverse neonatal outcomes.

 

E 11 Diet and children with ADHD - a pilot intervention study focusing on compliance and symptoms

Bryndís Eva Birgisdóttir1, Bertrand Lauth2,3, Ólöf G. Geirsdóttir1, Ingibjörg Karlsdóttir3, Elínborg Hilmarsdóttir1, Freydís Hjálmarsdóttir, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir4, Þórhallur Halldórsson1, Inga Þórsdóttir1

1Faculty of Food Science and Nutrition, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Unit for Nutrition Research at Faculty of Food Science and Nutrition, 4Child and Adolescents Psychiatric Department, 5Department of Immunology, Landspítali University hospital of Iceland

beb@hi.is

Background and Aim: The potential effect of food on Attention deficit hyperactivity disorder (ADHD) symptoms has long been debated. The aim was to investigate compliance to two diets of interest, the healthy diet and the temporary few foods diet (few allergens), and evaluate their effects on ADHD symptoms.

Methods: Participants were children who had been diagnosed with ADHD at the two main psychiatric centers for children in Reykjavik, with 29 children randomized into three groups: healthy diet (n=10), few foods diet (n=10) and a control group (n=9). A three-day food diary and questionnaires gave background information and symptoms. Compliance checklists were designed for all five weeks. Full participation rate was 68%.

Results: Baseline diet was not in line with dietary recommendations. Compliance to the diets was generally good (70-80%), although most children found it hard to follow the few foods diet and some dropped out. Using ADHD rating scale (ARS) the parents' total score decreased similarly on both diets (35-27), or by 25% (p<0.05). Teachers found no change on ARS nor on Achenbach's Teacher Rating Form after the healthy diet, but significant improvement of symptoms were observed after the few foods diet (p=.027). No change in the control group.

Conclusion: With good support, compliance was generally good. Parents reported a decrease in symptoms on both diets, while teachers only reported improvements on the few foods diet. Diet of children with ADHD can be improved and nutritional status and food sensitivity should be examined at diagnosis. However, further studies are needed.

 

E 12 Feeding practices and IgE sensitivity at age 6 years- results from a longitudinal nutrition cohort

Birna Þórisdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,, Anna G. Viðarsdóttir2, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir2,3,4, Bryndís E. Birgisdóttir1, Inga Þórsdóttir5

1Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 2Department of Immunology, Landspitali University Hospital, 3Faculty of Medicine, University of Iceland, 4The Allergy Outpatient Department, Landspitali University Hospital, 5School of Health Sciences, University of Iceland

bth50@hi.is

Introduction: Dietary factors may be important for food sensitization in early life. Our aim was to study diet in infancy and at 6 years in children IgE-sensitized to common food allergens and compare to their non-sensitized peers, using data from our national nutrition cohort born 2005.

Methods: Dietary data on the first 4 months of life was obtained using food history. At ages 9 and 12 months and 6 years, 3-day weighed food records were kept. At 6 years blood samples (n=144) were analyzed for serum IgE to six foods. Children with IgE ≥0.35 kUA/L were considered IgE-sensitized.

Results: Fourteen children (10%) were IgE-sensitized at 6 years. Their background characteristics did not differ from their non-sensitized peers, nor did the duration of exclusive or any breastfeeding. Compared to non-sensitized children, IgE-sensitized children were more likely to have received solid foods prior to age 4 months (57% vs. 23%, p=0.006), consumed less Icelandic fresh milk follow-on formula at 12 months (presented as median (25th; 75th percentile): 0 ml (0; 157) vs. 137 ml (0; 293), p=0.043) and more regular cow's milk 74 ml (23; 390) vs. 12 ml (0; 63), p=0.002). At 6 years IgE-sensitized children were less likely to use vitamin D supplements (23% vs. 56%, p=0.026).

Conclusion: Our results are in line with current recommendations of delaying introduction of solids beyond the first 4 months of life and using Icelandic fresh milk follow-on formula until at least age 1 year. Our findings on vitamin D supplement merit further research.

 

E 13 Quest for clean and healthy air: children's summer stays on farms in 20th century Iceland

Jónína Einarsdóttir, Geir Gunnlaugsson

Faculty of Social and Human Sciences, University of Iceland

je@hi.is

Introduction: Throughout most of the 20th century it was a common practice in Iceland to send young urban children to stay on farms while out of school during the summer, and considered good for their health and wellbeing. The aim of the study is to estimate the prevalence of and the experience from such stays among Icelandic adults.

Materials and methods: A stratified random sample of 2.000 adults was taken from Registers Iceland, and interviewed through telephone in December 2015.

Results: Mean age of 1295 (65%) respondents is 53.7 years (median 55, range 18-98); 950 (73%) are positive towards the custom, older repondents more favorable compared to younger ones (p=0.0001). Out of 529 (41%) who had the experience, 297 were boys (56%) and 232 girls (44%). Most of them said the custom was good (36%) or very good (46%). Mean number of summer stays was 4.6 (median 4, range 1-12), and mean age at first stay was 8.7 (median 9, range 0-17). In the first summer stay, the children stayed with family members (52%), family friends (21%) or others outside the family (27%). About 1/3 had worked a lot (14%) or rather much (22%); 252 (48%) had driven a tractor.

Conclusions: Despite children were sent young to stay yearly away from home during summer, and often with non-kin, Icelanders tend to look favourably on the 20th century custom to send young children to stay on farms during the summer. This applies in particular to those who experienced the custom themselves.


E 14 Prevalence and diversity of emotional abuse in childhood in Iceland

Jónína Einarsdóttir, Geir Gunnlaugsson

Faculty of Social and Human Sciences, University of Iceland

je@hi.is

Introduction: Parenting styles that include abuse can harm the development of the child's brain with short- and long-term impact on his/her health and behavior. The aim of the study is to examine prevalence and diversity of emotional abuse of children in Iceland, and evaluate how such experience influences felt quality of upbringing as an adult.

Materials and methods: A random sample of 1500 Icelandic citizens (18 years and older) was drawn from Registers Iceland. Telephone interviews were conducted in October and November 2010 by the Social Research Institute of University of Iceland. Participants were invited to express their perception of their upbringing, and answer questions regarding their experience of eight specific forms of emotional abuse in childhood.

Results: Of 966, 663 (69%) had experienced one or more of the eight forms of emotional abuse. Those younger than 30 years were 2.9 times more likely to have such experience compared to those who were older (95% CI 1.9 to 4.3), and males were more likely than females to report such experience (OR 1.5, 95% CI 1.2-2.0). The perception of upbringing to have been bad or acceptable compared to good was significantly related to the number of forms of emotional abuse applied (p <0.0001) and the scope of its application (p<0.0001).

Conclusions: More than 2/3 of Icelandic adults report emotional abuse as children, and both scope and diversity of forms impact negatively on felt quality of upbringing. Parenting styles can be changed, e.g. with education, social support, and legislation.

 

E 15 Ónæmisstjórnun ofnæmis í hrossum Cornell - Keldur sumarexemsrannsókn

Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Sigríður Jónsdóttir1, Lilja Þorsteinsdóttir1, Sigríður Björnsdóttir2, Bettina Wagner3

1Veiru- og sameindadeild, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Matvælastofnun, 3Dýrasjúkdómadeild, Cornell Háskóla

sibbath@hi.is

Inngangur: Sumarexem er ofnæmi í hestum, orsakað af ofnæmisvökum úr biti smámýs, (Culicoides spp.) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mun hærri í útfluttum hestum en íslenskum hestum fæddum erlendis og því kjörið til að bera saman dýr af sama erfðauppruna, útsett fyrir ofnæmisvökum á mismunandi þroskaskeiðum. Rannsaka átti hvort sérvirk mótefni í broddmjólk mera sem bitnar hafa verið af smámýi veiti folöldum þeirra vörn gegn exemimu.

Efniviður og aðferðir: Bornir voru saman þrír árgangar af folöldum undan 15 hryssum og einum stóðhesti. Hryssurnar köstuðu á Íslandi 2011, voru fluttar til Cornell fylfullar ásamt stóðhestinum og köstuðu þar 2012 og 2013. Folöldin frá 2011 voru flutt út tveggja vetra. Hestunum er fylgt eftir með sýnatöku og reglulegri klínískri skoðun í a.m.k. þrjú ár frá útsetningu fyrir flugunni.

Niðurstöður: Átta af útfluttu hryssunum (53%) höfðu fengið sumarexem eftir annað sumarið. Fimm af folöldunum sem flutt voru út tveggja vetra sýndu mild einkenni annað sumarið en einungis eitt (7%) var með sumarexem á þriðja sumri. Folöldin sem fædd voru 2012 í Cornell sýndu engin einkenni fyrstu tvö sumrin en sex voru með mild einkenni þriðja sumarið og tvö af þessum aftur fjórða sumarið en einnig önnur fjögur. Niðurstöður úr þriðja árgangnum eru í vinnslu.

Ályktanir: Niðurstöður benda til að hross sem útsett eru fyrir smámýi tveggja vetra séu í lítilli áhættu að fá sumarexem óháð útsetningu frá fæðingu. Mild einkenni sem sjást í eitt eða tvö sumur ætti ekki að greina sem sumarexem en gætu verið merki um ónæmisstjórnun.

 


E 16 Þróun aðferðar til að meðhöndla hross um munn gegn sumarexemi með byggi sem tjáir ofnæmisvaka

Sigríður Jónsdóttir1, Fahad Raza2, Sara B. Stefánsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Eliane Marti3, Bettina Wagner2, Einar Mäntylä4, Jón M. Björnsson4, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1

1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Dýrasjúkdómadeild Cornell háskóla, 3Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, 4ORF Líftækni

sij9@hi.is

Inngangur: Sumarexem er IgE miðlað húðofnæmi í hestum orsakað af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum. Ofnæmisvakarnir sem valda exeminu hafa verið einangraðir. Ójafnvægi milli Th1, Th2, og T-stýrifruma er orsök exemsins og því ætti að vera hægt að þróa ónæmismeðferð með örvun á Th1 og T-stýrifrumum. Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til að meðhöndla hross um munn með byggi sem tjáir ofnæmisvaka.

Efni og aðferðir: Aðferðin var prófuð á hestum á Keldum og sumarexemshestum í Cornell. Ofnæmisvakarnir Culn2 og Culn4 voru tjáðir í byggi. Sérhönnuð holmél voru notuð til að meðhöndla hesta á Keldum með möluðu Culn2 byggi (n=4) eða óbreyttu byggi (n=3). Sumarexemshestar í Cornell fengu Culn4 bygg (n=3) eða óbreytt bygg (n=3). Tekin voru blóð- og munnvatnssýni, mótefnasvar prófað í elísuprófi og lumminex, húðpróf og klínísk skoðun var gerð á hestunum í Cornell.

Niðurstöður: Meðhöndlun á heilbrigðum hestum örvaði Culn2 sértækt mótefnasvar, í blóði og munnvatni, aðallega IgG1 og IgG4/7. Hægt var að efla svarið átta mánuðum síðar. Mótefnin hindruðu að hluta bindingu IgE úr sumarexemshesti við Culn2. Meðhöndlun með Culn4 byggi í einungis þrjá mánuði sýndi minnkaða næmni sumarexemshesta í húðprófi gegn Culicoides extrakti og hliðrun á mótefnasvari frá IgE, IgG3, IgG5 í IgG1 og IgG4/7. Ekki var munur á hópunum í klínískri skoðun.

Ályktanir: Aðferðin virðist vænlegur kostur til að meðhöndla hesta með sumarexem en framkvæma þarf rannsóknir á fleiri sumarexemshestum, með fleiri ofnæmisvökum í lengri tíma svo hægt sé að fullyrða um árangur.

 

E 17 Þróun baculoveiruferja til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum. Tilraunabólusetningar í folöldum

Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Svansson

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

liljatho@hi.is

Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er há í útfluttum hestum. Baculoveirur eru skordýraveirur sem er notaðar til að tjá endurröðuð prótein en einnig sem genaferjur. Markmið verkefnisins er að hanna baculoveiruferjur fyrir bólusetningu gegn sumarexemi.

Efniviður og aðferðir: Framleiddar voru fjórar veiruferjur, þrjár fyrir bólusetningatilraunir og ein fyrir in vitro tilraunir. Veiruferjan, rBac-gB-CMV.Culn2 notar glýkóprótein B (gB) úr equine herpesveiru 2 (EHV-2) undir stjórn polyhederin stýrils og CMV tjáningarkasettu með Culn2 ofnæmisvakageni. Hinar bólusetningaveiruferjurnar höfðu annaðhvort gB eða Culn2 undir polyhederin stýrlinum og in vitro ferjan aðeins Culn2 tjáningarkasettu. Sex folöld voru bólusett í eitil og sex undir húð/í vöðva, tvö með hverri veiruferju. Bólusett var fimm sinnum og svo elft með E.coli framleiddu Culn2 próteini í Alum/MPL.

Niðurstöður: Fyrir bólusetningatilraunina var prótein tjáning skoðuð in vitro og rBac-gB-CMV.Culn2 ferjan tjáði gB í skodýrafrumum og Culn2 í hestafrumum. Hinar bólusetningaveiruferjurnar tjáðu ýmist gB eða Culn2 í skordýrafrumum og in vitro veiruferjan tjáði Culn2 í hestafrumum. Engin eða mjög lág IgG1, IgG4/7 og IgE svörun var sjáanleg eftir bólusetningarnar. Öll folöld sýndu sterka svörun eftir prótein eflinguna. Enginn munur var milli veiruferja eftir eitlabólusetninguna. Eftir bólusetninguna undir húð/í vöðva sýndu folöldin sem fengu rBac-gB-CMV.Culn2 sterkara IgG1 og IgG4/7 en lægra IgE svar miðað við hinar veiruferjurnar.

Ályktanir: Ekki er hægt að meta hvort bólusetningarnar hafi framkallað ónæmissvar hjá folöldunum. Til að reyna að svara því verður prófað að próteineflibólusetja eingöngu tvö folöld og tvo fullorðna hesta.

 
 

E 18 Ofnæmisvakar framleiddir í byggi notaðir í prófun á sértæku mótefnasvari

Sæmundur B. Kristínarson1, Sara B. Stefánsdóttir1, Sigríður Jónsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Jón M. Björnsson2, Arna Rúnarsdóttir2, Eliane Marti3, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1

1Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2ORF Líftækni, 3Dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern

sbk13@hi.is

Inngangur: Sumarexem í hestum er IgE miðlað húðofnæmi gegn ofnæmisvökum upprunnum úr flugu af ættkvíslinni Culicoides. Ofnæmisvakarnir hafa verið framleiddir og ónæmismeðferð er í þróun. Ofnæmisvakar framleiddir í E. coli eru ekki nothæfir í sum nauðsynleg ónæmispróf. Vakar framleiddir í skordýrafrumum henta betur en eru dýrir í framleiðslu. Byggfræ henta vel til framleiðslu á prótínum vegna kjöraðstæðna til að geyma stöðug prótín og framleiðslukostnaður lágur. Tveir endurraðaðir ofnæmisvakar upprunir úr Culicoides nubeculosus, Culn3 og Culn4, hreinsaðir úr byggi voru bornir saman við sömu prótín framleidd í E. coli og skordýrafrumum til að mæla sértækt mótefnasvar.

Efniviður og aðferðir: Mótefnasvörun var prófuð í ELISA. Heildar IgG og IgG undirflokkar voru mældir í sermi 12 hesta sem höfðu verið bólusettir með Culn3 og Culn4 framleiddum í E. coli. Einnig var mælt IgE í sermi 97 sumarexemshesta og 71 heilbrigðra hesta í Sviss.

Niðurstöður: Bólusettu hestarnir sýndu sértæka IgG svörun, aðallega IgG1, IgG4/7 og IgG3/5, gegn ofnæmisvökunum tveimur og var svörunin oftast mest á E. coli framleiddu vakana, sem bólusett var með, en svipuð milli skordýrafrumu og bygg framleiddu vakana. IgE svörun hestanna í Sviss var svipuð fyrir Culn4 úr öllum framleiðslukerfum. Fyrir Culn3 var svörun á E. coli og bygg sambærileg en bakgrunnur var hár hjá heilbrigðum hestum á skordýrafrumu framleidda vakann.

Ályktanir: Ofnæmisvakar framleiddir í byggi virðast vel nothæfir sem vakar í ELISA til þess að mæla sérvirka mótefnasvörun.

 

E 19 Forspárgildi hvíldarmælinga fyrir þol sjúklinga með langvinna lungnateppu eða langvinna hjartabilun

Marta Guðjónsdóttir1, Egill Thoroddsen2, Arna E. Karlsdóttir2, Ásdís Kristjánsdóttir2, Magnús R. Jónasson2, Magdalena Ásgeirsdóttir2, Karl Kristjánsson2

1Department of Physiology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Hjarta- og lungnasvið, Reykjalundur Rehabilitation Centre

martagud@hi.is

Inngangur: Sjúklingar með langvinna lungnateppu (LLT) eða langvinna hjartabilun (LHB) hafa skert þol og þjást af mæði og þreytu. Skert fráblástursgeta (FEV1) hjá LLT og skert útstreymisbrot hjá LHB er talið skýra þetta að hluta en þó er fylgni þessara þátta við þol ekki sterk (Chest 2003;123:1416). Markmið rannsóknarinnar var að meta hvaða hvíldarmælingar gætu best spáð fyrir um þol þessara sjúklinga.

Aðferðir: 25 sjúklingar með LLT (FEV1<50% af áætluðu) og 25 sjúklingar með LHB (útstreymisbrot ≤ 35%) tóku þátt í rannsókninni. Mæld var hæð, þyngd, fitufrír massi (FFM) og reiknaðir út líkamsþyngdarstuðull (BMI; kg/m2) og fitufrír massastuðull (FFMI; kg/m2). FEV1, FVC, heildarrúmmál lungna (TLC) og innöndunarrýmd (IC) var mælt. FEV1 og FVC sem hlutfall af áætluðu gildi, FEV1/FVC og IC/TLC hlutfall var reiknað. Einföld aðhvarfsgreining var gerð milli ofangreindra breyta við þol sem mælt var sem hámarkssúrefnisupptaka í þolprófi og reiknað sem hlutfall af áætluðu gildi.

Niðurstöður: Hjá LLT sjúklingunum hafði IC/TLC hlutfallið sterkasta fylgni við þol (r2=0,49; p<0,005), FEV1% af áætluðu gildi og FEV1/FVC hlutfallið hafði miklu minni fylgni og ekki marktæka (r2=0,05 og 0,12). FFMI hafði marktæka fylgni (r2=0,255; p<0,05) en BMI ekki (r2=0,05). Enginn öndunarmælinganiðurstaða hafði marktæka fylgni við þol LHB sjúklinganna en það hafði hins vegar bæði BMI (r2=0,20; p<0,05) og FFMI (r2=0,23; p<0,05).

Ályktanir: Af þeim hvíldarmælingum sem gerðar voru í þessari rannsókn gefur ofurþan lungna metið með IC/TLC besta vísbendingu um þol sjúklinga með LLT en vöðvamassi metinn með FFMI besta vísbendingu um þol sjúklinga með LHB.

 

E 20 Æðaþelsstarfsemi metin með EndoPAT tækni er ekki tengd niðurstöðu áhættureiknis Hjartaverndar

Ylfa Rún Sigurðardóttir1, Bylgja Rún Stefánsdóttir2, Thor Aspelund2, Guðmundur Þorgeirsson1, Linda B. Kristinsdóttir1, Vilmundur Guðnason2, Karl Andersen1

1Háskóli Íslands, 2Hjartavernd

yrs2@hi.is

Inngangur: Meirihluti þeirra sem fá hjartaáfall tilheyra hópi sem ekki reiknast í hááhættu samkvæmt áhættureikni Hjartaverndar og leita þarf leiða til að bæta áhættumat og áhættulíkan. EndoPAT er tækni til mælinga á starfsgetu æðaþels. Skoðuð voru tengsl milli æðaþelsstarfsemi, mælt með EndoPAT, og niðurstaðna áhættureiknis Hjartaverndar í heilbrigðu þýði.

Efniviður og aðferðir: EndoPAT-mælingar voru framkvæmdar á 102 einstaklingum án fyrri sögu um hjarta- og æðasjúkdóma. EndoPAT-tæknin notast við þrýstingsnema á fingrum sem meta getu æðaþels til að framkalla blóðflæðisaukingu í kjölfar blóðþurrðar. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma voru metnir og færðir inn í áhættureikni.

Niðurstöður: Slakari æðaþelsstarfsemi, á formi lægri blóðflæðisaukningarstuðuls (reactive hyperemia index, RHI), hafði ekki tölfræðilega marktæk tengsl við aukna áhættu. Sama mátti segja um hærri æðastífnistuðul (augmentation index, AI). Hærri grunnsveifluvídd þrýstingsbylgju (baseline pulse amplitude) hafði hins vegar marktæk tengsl við hærri áhættu (p = 0,02). Meðal áhættuþátta var einungis hærri hjartsláttartíðni marktækt tengd lægra RHI-gildi (r = - 0,24, R2 = 0,06, p = 0,01). AI og grunnsveifluvídd þrýstingsbylgju höfðu marktæk tengsl við ýmsa áhættuþætti.

Ályktanir: Skert æðaþelsstarfsemi og hærri reiknuð áhætta á greiningu kransæðasjúkdóms næstu 10 árin, sem hvoru tveggja hefur forspárgildi um hjarta- og æðaáföll, reyndust ekki hafa marktæk tengsl. Tengsl vanstarfsemi æðaþels við áhættuþætti voru einnig takmörkuð. Niðurstaðan gæti stafað af því að núgildandi reiknuð áhætta og skert æðaþelsstarfsemi byggi á ólíkum meinalífeðlisfræðilegum þáttum og EndoPAT-mælingar veiti því viðbótar upplýsingar. Frekari rannsókna er þörf svo komast megi að þýðingu og nothæfni EndoPAT-niðurstaðna.

 

E 21 Bráður nýrnaskaði eftir kransæðaþræðingar á Íslandi

Daði Helgason1, Þórir E. Long1, Sólveig Helgadóttir2, Runólfur Pálsson3, Tómas Guðbjartsson4, Gísli H. Sigurðsson2, Ólafur S. Indriðason3, Ingibjörg J. Guðmundsdóttir5, Martin I. Sigurðsson6

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild, Landspítali, 3Nýrnalækningaeining, Landspítali, 4Skurðlækningasvið, Landspítali, 5Hjartalækningaeining, Landspítali, 6Department of Anesthesiology, Duke University Hospital

dadihelga@gmail.com

Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er þekktur fylgikvilli kransæðaþræðinga og tengist skuggaefnisgjöf en fleiri áhættuþættir hafa áhrif. Við könnuðum tíðni og áhættuþætti BNS eftir kransæðaþræðingar á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðaþræðingu, með og án víkkunar á Landspítala 2008-2015. Gögn fengust úr Swedeheart/SCAAR-gagnagrunni, tölvukerfum Landspítala og upplýsingar um lyf úr lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis. BNS var skilgreindur út frá breytingum í serum kreatíníni (SKr) samkvæmt KDIGO-skilmerkjum og áhættuþættir BNS metnir með fjölbreytugreiningu.

Niðurstöður: Framkvæmdar voru 13.983 kransæðaþræðingar á 10.891 sjúklingum á tímabilinu. Grunngildi SKr fannst í 13.606 tilvikum er voru notuð við úrvinnslu. BNS greindist í 281 þeirra (2,1%); 218 (1,6%), 33 (0,2%) og 30 (0,2%) á KDIGO-stigum 1, 2 og 3. Tíðni BNS breyttist ekki marktækt á tímabilinu (p=0,31). Marktækir forspárþættir BNS reyndust m.a. vera hærri aldur (áhættuhlutfall (ÁH) 1,02 per ár, 95% öryggisbil (ÖB):1,00-1,04), Elixhauser-sjúkdómsþyngdarskali >0 (ÁH 1,56, 95%-ÖB:1,08-2,23), r-GSH <30 ml/mín./1,73 m2 (ÁH 4,50, 95%-ÖB:2,37-8,26), blóðleysi (ÁH 2,10, 95%-ÖB:1,49-2,96), HBK >10x109/l (ÁH 2,26, 95%-ÖB:1,56-3,26), blóðsykur >7,7 mmól/l (ÁH 2,18, 95%-ÖB:1,49-3,19), blóðnatríum <135 mmól/l (ÁH 2,03, 95%-ÖB:1,24-3,24), trópónín-T hækkun fyrir þræðingu (ÁH 3,92, 95%-ÖB:2,51-6,28), brátt hjartadrep með ST-hækkun (ÁH 1,77, 95%-ÖB:1,16-2,70), notkun ósæðardælu (ÁH 6,37, 95%-ÖB:3,42-11,71), skuggaefnismagn (ÁH 1,02 per 10 ml, 95%-ÖB:1,00-1,04) og dreifður kransæðasjúkdómur (ÁH 1,68, 95%-ÖB:1,19-2,40).

Ályktanir: Tíðni BNS eftir kransæðaþræðingar var lág samanborið við erlendar rannsóknir og hélst svipuð á tímabilinu. Auk hefðbundinna áhættuþátta, s.s. sjúkdómsbyrðar, skertrar nýrnastarfsemi, magns skuggaefnis og blóðþurrðar í hjarta, voru einnig blóðnatríumlækkun, blóðleysi og aukinn fjöldi hvítra blóðkorna sjálfstæðir áhættuþættir fyrir BNS.

 

E 22 Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu á Íslandi

Einar L. Snorrason1, Thor Aspelund2, Vilmundur Guðnason2, Karl Andersen2

1Læknadeild, Háskóli íslands, 2Heilbrigðisvísindasvið, Hjartavernd

els21@hi.is

Inngangur: Þrátt fyrir lækkað nýgengi blóðþurrðar hjartasjúkdóma hefur hlutfall hjartadreps án ST-hækkana (NSTEMI) aukist milli ára. Langtímalifun NSTEMI og STEMI sjúklinga hefur ekki verið rannsakað á Íslandi. Markmið þessarrar rannsóknar er að bera saman 5 ára lifun einstaklinga greinda með STEMI eða NSTEMI og kanna áhrif áhættuþátta á lifun.

Efniviður og aðferðir: Árið 2006 greindust 447 einstaklingar með bráða kransæðastíflu, þar af 280 með NSTEMI (I21.4) og 167 með STEMI (I21, I21.9(410)). Upplýsingar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og greiningar voru fengnar úr Sögukerfi Landspítalans. Endapunktur rannsóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Samsettur endapunktur var endurinnlögn vegna hjartadreps, hvikullar hjartaangar eða hjartabilunar. Í fjölþáttagreiningu var leiðrétt fyrir aldri, kyn, reykingarsögu, sykursýki, háþrýsting, fjölskyldusögu og blóðfituröskun.

Niðurstöður: Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Meðalaldur NSTEMI var 69,9 ára meðal karla og 78,3 ára hjá konum (p<0,01). Meðalaldur STEMI var 63,1 ára hjá körlum og 70,4 ára hjá konum (p<0,01). Að 5 árum liðnum voru 51,4% NSTEMI-sjúklinga á lífi og 76,6% STEMI sjúklinga á lífi (logrank: p<0,01). Aukning um hvert aldursár jók dánartíðni á tímabilinu um 10% fyrir NSTEMI (leiðrétt HR=1,10.p<0,01) og 12% fyrir STEMI (leiðrétt HR=1,12.p<0,01).

Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri langtímahorfur en karlar sem skýrist af hærri meðal-aldri kvenna. Langtímalifun eftir bráða kransæðastíflu skýrist mest af aldri, eldri sjúklingum vegnar verst. Langtímalifun NSTEMI-sjúklinga var verri en lifun STEMI-sjúklinga, þrátt fyrir aldursleiðréttingu.

 

E 23 Brjóstverkir sem ekki eru vegna kransæðasjúkdóma:
Athugun á algengi, líðan, umfangi og kostnað við greiningu

Erla Svansdóttir1, Hróbjartur Karlsson2, Björg Sigurðardóttir3, Karl Andersen3, Elísabet Benedikz4

1Gæða- og sýkingarvarnadeild, Landspitali, 2Hjartalæknisfræði, Dunedin Hospital, 3Hjartagátt, Landspitali, 4Gæða- og sýkingavarnadeild, Landspitali

erlasvan@lsh.is

Inngangur: Fjöldi fólks leitar árlega í bráðaþjónustu vegna brjóstverkja, en hjá hluta þeirra finnst ekki kransæðatengd orsök fyrir verknum. Orsakir slíkra óskilgreindra brjóstverkja geta falist í stoðkerfisvanda, bakflæði, gollurhúsbólgum, eða sálfræðilegum þáttum, eins og heilsukvíða, streitu og síþreytu. Þegar ekki finnst kransæðatengd orsök fyrir brjóstverk við skoðun í bráðaþjónustu eru einstaklingar oft sendir heim aftur án frekara inngrips eða meðferðar. Lítið er vitað um fjölda sjúklinga með óskilgreinda brjóstverki á Íslandi, né umfang greiningarvinnu vegna þeirra.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru sjúklingar á aldrinum 18-65 ára sem leita á Hjartagátt vegna brjóstverkja eða óþæginda fyrir brjósti. Mælingar samanstanda af: a) sjálfsmati á andlegri líðan, streitu, og líkamlegum einkennum; b) sjúkragögnum um meðferð; c) upplýsingum um notkun á lyfja- og læknisþjónustu; og d) áætlaðan meðferðarkostnað.

Niðurstöður: Samkvæmt skráningu komu N=819 sjúklingar á aldrinu 18-65 ára á Hjartagátt vegna brjóstverkja á tímabilinu frá október 2015 til maí 2016, og fengu 58% þeirra (n=476) greiningu á óskilgreindum brjóstverk. Athuganir meðal fyrstu n=208 þátttakendanna í rannsókninni (meðalaldur 51.5 ár, 44% konur (n=91)) sýna að 59% (n=122) fengu greiningu á óskilgreindum brjóstverk. Alls voru 32% þeirra (n=39) sendir í áreynslupróf, 44% (n=54) sendir í röntgenmyndatöku á lungum, 8% hjartaómaðir (n=10) og 7% undirgengust hjartaþræðingu (n=8). Vísbendingar voru jafnframt um talsverða andlega og líkamlega vanlíðan meðal þessa sjúklingahóps.

Ályktanir: Óskilgreindir brjóstverkir eru algengir meðal hlutfallslega ungra sjúklinga á Hjartagátt, og virðast tengdir við beitingu fjölda greiningarúrræða. Kostnaður við greiningu og meðhöndlun þessa hóps er mikill og árangur meðhöndlunnar oft lítill. Hugsanlega mætti þróa sértækt meðferðarinngrip fyrir þennan sjúklingahóp.

 

E 24 Intrusive Images among Patients in a Partial Hospital Program

Andri Björnsson1, Inga Wessman2, María Þorgeirsdóttir3, Þröstur Björgvinsson4

1Psychology, University of Iceland, 2University of Iceland, 3University Hospital of Iceland, 4McLean Hospital/Harvard Medical School

asb@hi.is

Introduction: Recurrent intrusive images are common in nonclinical and clinical samples. Although image characteristics are similar across psychopathology, the theoretical and research literature has mainly focused on intrusive images in obsessive-compulsive disorder (OCD). The present study aimed to assess prevalence and characteristics of intrusive images among patients in a partial hospital program, and, further, take initial steps in examining whether intrusive images result in negative appraisals and compulsive strategies.

Method: Participants were recruited from a partial hospital program located in the Northeast of the United States of America. Twenty-eight patients were included in the study and were administered the Imagery Interview, the Mini-International Neuropsychiatric Interview (MINI), and self-report questionnaires. The sample mostly consisted of non-Hispanic whites, and included almost equal percentages of females and males with a mean age of thirty-eight.

Results and discussion: Twenty out of twenty-eight patients reported having recurrent intrusive images in the past 6 months. All patients with images appraised the intrusive image as having a negative meaning about themselves, other people, and/or the world or future. Eight out of the twenty patients with an intrusive image reported performing at least one compulsive strategy, and these patients reported significantly more symptom severity and less wellbeing compared to patients without an intrusive image. Therefore, targeting intrusive images and reactions to them may enhance treatment outcomes for patients with different mental disorders.

 

E 25 Parental psychological distress and the explanatory role of life stress and psychosocial resources

Rúnar Vilhjálmsson1, Inger K. Hallström2, Guðrún Kristjánsdóttir1

1Faculty of Nursing, UI, 2Child, Family and Reproductive Health, University of Lund

runarv@hi.is

Introduction: Although public discourse typically describes childbirth and child rearing as an enjoyable experience for parents, studies of parents with dependent children tend to show that they experience more psychological distress than other adults. Past research indicates that psychological distress varies across parental groups, and that life-stress and psychosocial resources are important factors explaining parental distress. The study compares symptoms of depression and anxiety in six parental groups, i.e., fullnest parents, empty nest parents, parents of preschool children, parents of 6-12 year olds, parents of teenagers, and parents of adult children still living at home.

Methods: The study is based on a random sample of 591 parents of children under 18 who were among adult participants in a national health survey of Icelanders conducted in the Spring of 2015 (response rate nearly 60%). The questionnaire asked about sociodemographic background, symptoms of anxiety and depression (SCL-90), life stress (domestic, financial, and work-related), and psychosocial resources (self-esteem, mastery, and social support). The data were analyzed using multivariate statistical methods.

Results: The study found substantial and statistically significant differences in anxiety and depression between the different parental groups. Group differences were largely explained by variations in domestic, work related and finincial stressors, and psychosocial resources (self-esteem, mastery, and social support).

Conclusion: Efforts to reduce parental distress have considerable public health potential, not only for parents but also for the psychosocial adjustment of their children. Such efforts should include attempts to ease common parental stressors, and bolster parental psychosocial resources where such resources are lacking.

 

E 26 The VisDys project: Vision and dyslexia

Heiða M. Sigurðardóttir

Department of Psychology, Icelandic Vision Lab, University of Iceland

heidasi@hi.is

Introduction: 100 years ago, severe reading problems were described as “letter-blindness” or “word-blindness”. These early researchers acknowledged that such reading problems were not due to low-level visual deficits but attributed them to what might now be called deficits in high-level vision. They apparently believed that the deficits were restricted to letters and words and would not generalize to other visual objects. However, letters and words are visual objects and all objects have to go through extensive processing within the visual system before they can be recognized. We now have extensive knowledge of the steps taken to reach this goal, and this knowledge has guided our recent work on dyslexia.

Methods: Several visual tests were administered to groups of matched dyslexic and typical readers, as well as a non-clinical sample of people with varying degrees of a history of reading problems.

Results: People with poor performance for matching faces tended to have a greater history of reading problems. Difficulties with face matching consistently predicted dyslexia over and above that of matching novel objects, matching noise patterns that shared low-level visual properties with faces, and classifying stimuli as a face. People with dyslexia were also impaired at implicitly learning which simple objects tended to co-occur. This effect was not accounted for by intelligence, ability to remember individual shapes, or spatial attention paid to the stimuli, but other attentional problems may play a mediating role.

Conclusion: It is time to seriously consider the possibility that developmental dyslexia involves problems with experience-dependent high-level vision.

 

E 27 The key to increasing student motivation and engagement? Introducing a practical assessment tool for motivation

Ásta B. Schram

The School of Health Sciences, UI

astabryndis@hi.is

Introduction: Achievement and learning is strongly related to motivation (Schunk, Pintrich, & Meece, 2008). Thus, it is important to know how to keep students motivated. The MUSIC Model of Motivation (www.themusicmodel.com) was developed after a thorough study of motivation theories and research and is comprised of five components that are strongly related to motivation and engagement in the classroom. The acronym spells the first/second letter of each component in the model, eMpowerment, Usefulness, Success, Interest and Caring. The MUSIC Model of Academic Motivation Inventory (MMAMI) was originally developed in English to assist teachers and researchers in assessing their students´motivation and in developing a classroom context that increases engagement (Jones, 2012). The various, albeit similar versions, have been validated through exploratory and confirmatory factor analyses in several contexts from elementary to university level (EFA/CFA; Jones & Wilkins, 2013, 2015; Jones & Skaggs, 2016; Jones & Sigmon, 2016).

Methods: For the Icelandic version, back-translation was used followed by expert meetings to gain semantic equivalence. To obtain translation invariance, EFA was employed, using principal axis factoring with promax rotation, and subsequently CFA with a different sample, to test for model fit.

Results: Results replicated the findings obtained with the original version and confirmed the five-factor structure, providing validity evidence for the scores produced by the Icelandic version.

Conclusion: The practicality of the inventory will be highlighted using an example of recent research from the School of Health Sciences, University of Iceland. The inventories and directions can be obtained on the MUSIC website, www.themusicmodel.com

 

E 28 Effect of rehabilitation on health status, stress, anxiety and depression in women with fibromyalgia

Marta Gudjónsdóttir1, Gunnhildur L. Marteinsdóttir2, Nína K. Guðmundsdóttir2, Hlín Bjarnadóttir2, Björg Þorleifsdóttir3, Ingólfur Kristjánsson2

1Department of Physiology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of rheumatic diseases, Reykjalundur Rehabilitation Centre, 3Faculty of Medicine, University of Iceland

martagud@hi.is

Background: Fibromyalgia (FM) is a debilitating condition characterised by widespread chronic pain, fatique, psychosocial stress and depleted exercise tolerance.

Objective of this study was to explore the effect of a 6 week rehabilitation programme (6WR) on health status and psychological wellbeing among FM female patients and compare it to a group of healthy female controls.

Methods: 33 women with FM entered the study but 8 were excluded due to sleep apnoea or periodic leg movements. 25 patients and 12 controls (age- and BMI-matched: 46.8±8.7 vs 50.0±8.4 years and 31.6±5.3 vs 29.1±4.2 kg/m2 respectively) completed the Fibromyalgia Impact Questionnaire (FIQ) and the Depression Anxiety and Stress Scale Questionnaire (DASS). Their functional exercise capacity was measured by the Six Minute Walk Test (6MWT).

Results: Before rehabilitation the patients scored higher than controls in FIQ (59.1±12.3 vs 5.1±5.8), DASS depression (10.3±6.9 vs 1.0±1.2), DASS anxiety (8.0±6.3 vs 1.4±2.6) and DASS stress (12.2±5.9 vs 2.6±3.2) and they walked shorter distance in 6MWT (564±58 vs 659±45 m; 86±10 vs 103±6 % predicted). Patients improved in FIQ, DASS depression and 6MWT during 6WR and were close to it in DASS anxiety and stress (p=0.065) whereas controls remain unchanged.

Conclusion: Health status, functional exercise capacity and psychological wellbeing is impaired among FM patients compared to controls. However, it improves significantly during the rehabilitation in our study.

 

E 29 Ambulatory and hospital care for children in times of austerity after the 2008 economic collapse

Geir Gunnlaugsson

Faculty of Social and Human Sciences, University of Iceland

geirgunnlaugsson@hi.is

Introduction: The economic collapse in Iceland in October 2008 resulted in deep cuts in costs of healthcare services. Here the aim is to review and describe ambulatory and hospital care of children given by general practitioners (GPs) and paediatricans, and evaluate the impact of the economic collapse.

Materials and methods: Data was retrieved from national databases on ambulatory and hospital care. Nine ICD-10 diagnoses for children 0-14 years old, known to have socioeconomic gradient, were selected for scrutiny in addition to survival rates of children with acute leukemia.

Results: In the period 2005-2013, no markant change is seen on the number of consultations by GPs per child and year (median 1.63, range 1.43-1.82). The median number of consultations of pediatricians who charge user-fees increased from an average of 0.53 visits per child before the collapse to 0.63 following the crisis. In 2005-2013, the incidence of nine selected ICD-10 diagnosis did not change that could be related to the economic collapse. Survival rates for childhood acute leukemia shows sign of improvement in the period 1989-2013.

Conclusions: Austerity measures following the economic collapse in 2008 in Iceland did not negatively impact on diverse indicators for ambulatory and hospital care of children. High quality healthcare services continued to be delivered to children amidst crisis of historic proportion, through for example continued policy of universal access that was mostly free of charge.

 

E 30 Placental protein 13 (PP13)-induced vasodilation in pregnant and non-pregnant rat arteries

Tijana Drobnjak1, Sveinbjörn Gizurarson2, Natalia Gokina3, Berthold Hupertz4, Maurizio Mandala5, George Osol6

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, UI, 2University of Iceland, 3Universitiy of Vermont, 4Medical University of Graz, 5University of Calabria, 6University of Vermont

tid4@hi.is

Introduction: PP13 was recently shown to be a potent vasodilator of small arteries, although the underlying mechanism of action is still not known. In this study its target in resistance vessels from two regional circulations (uterine and splanchnic) was investigated and the contribution of nitric oxide and prostaglandin signaling pathways to its vasodilatory actions was evaluated.

Materials and methods: Uterine arcuate (UA) and mesenteric arteries (MA, 200-300 mm diameters) were disected from non-pregnant and mid-pregnant (day 15/22; n=27) Sprague Dawley rats. All vessel were cannulated and pressurized to 50 mmHg within an arteriograph and then preconstricted with phenylephrine or synthetic thromboxane analog U46619. Increasing PP13 concentrations (10-13 - 10-8 M) were applied, and lumen diameter changes recorded in the presence of pharmacologic inhibitors.

Results: PP13 was showed to be a potent vasodilator, having similar efficacy and sensitivity in mesenteric and uterine resistance arteries: half-maximal responses (EC50) were observed at concentrations <1 pM, and efficacies ranging from 38-50%. PP13-induced vasodilation of both uterine and mesenteric arteries is initiated by endothelial rather than vascular smooth muscle cells. The relaxation does not involve prostacyclin receptors (IP), but is dependent on the activation of both prostaglandin and nitric oxide (NO) signaling pathways.

Conclusion: The potency and efficacy of PP13 in dilating resistance vessels from both the uterus and mescentery encourages evaluation of PP13 as a possible therapy for diseases characterized by insufficient uteroplacental blood flow such as preeclampsia and maternal hypertension.

 

E 31 Maternal protein intake and offspring blood pressure 20 years later

Laufey Hrólfsdóttir1, Ekaterina Maslova2, Dorte Rytter3, H. Bodil Bech3, Bryndís E. Birgisdóttir4, Ingibjörg Gunnarsdóttir4, Charlotta Granström2, B. Tine Henriksen5, F. Sjurdur Olsen2, Þórhallur I. Halldórsson4

1Unit for Nutrition Research, Faculty of Food Science and Nutrition, UI, 2Centre for Fetal Programming, Statens Serum Institute, 3Department of Public Health, Section for Epidemiology, Aarhus University, 4Faculty of Food Science and Nutrition, Háskóli Íslands, 5Department of Pediatrics, Aarhus University Hospital

lah10@hi.is

Background: Results from two cohort studies in Scotland established in the 1950s and 60s (Aberdeen and Motherwell) suggested that high protein diet during pregnancy may adversely influence offspring blood pressure. Our objective was to examine this association in the Aarhus Birth Cohort (1988-89).

Methods: The Aarhus Birth Cohort is a prospective cohort of 965 women who gave birth in 1988-89 and whose offspring (n=434) participated in a clinical examination ~20 years later. Macronutrient intake was assessed in gestational week 30 using food frequency questionnaires (FFQ) and a 15-minute face-to-face interview. Multivariable adjusted linear regression was used to examine the associations between dietary carbohydrate substitution with protein and offspring blood pressure. Main analyses were adjusted for offspring's sex, mother's age, pre-pregnancy BMI, parity, smoking status during pregnancy and educational level.

Results: The mean (SD) total energy intake was 8.7 (2.3) MJ/d. The mean carbohydrate, fat and protein intake was 51, 31, and 16E% respectively. After adjustment, mean offspring diastolic blood pressure increased when substituting carbohydrates with protein (highest compared to the lowest quintile of protein: ∆=2.4 mmHg; 95% CI: 0.4, 4.4; p for trend 0.03). Similar, though not significant differences were found for systolic blood pressure (∆=2.6 mmHg; 95% CI: -0.0, 5.3; p for trend 0.08). Additional adjustment for offspring BMI and alcohol consumption did not appreciably alter effect estimates.

Conclusions: In line with previous findings, increasing maternal dietary protein intake at the expense of carbohydrate was associated with modest increase in offspring blood pressure in young adulthood.

 

E 32 Health and Wellbeing of children in compulsory schools in Iceland before and after economic collapse in 2008

Geir Gunnlaugsson1, Hrefna Pálsdóttir2, Jón Sigfússon2, Inga D. Sigfúsdóttir2

1Faculty of Social and Human Sciences, University of Iceland, and International Society for Social Paediatrics and Child Health, 2 Icelandic Centre for Social Research and Analysis, and Reykjavik University

geirgunnlaugsson@hi.is

Background and aims: Health and wellbeing of children may suffer during times of crisis. Here the aim is to describe and analyse health and wellbeing of Icelandic adolescents in the period before and after October 2008 when the national banking system collapsed.

Methods: Data from surveys conducted in the period 1997-2014 by the Icelandic Centre for Social Research and Analysis (ICSRA) in compulsory schools. It includes questions on the children's general health and wellbeing, happiness, health behaviour, school, financial situation, parental support, and sport.

Results: In February 2009, a few months after the collapse, about 90% of school children aged 10–12 years reported that they felt rather well or very well during lessons, girls more so than boys. Adolescents reported either improved satisfaction with their life situation or no change after the collapse compared with the year 200o. In 2014, 14-15 years old adolescents report more time spent with parents and better parental support, more happiness, less use of tobacco and alcohol, and increased participation in sports compared to the period before the collapse.
Conclusions: Despite some gender differences, Icelandic children reported generally improved health and well-being after the crisis or no change in the period under study, and they report significant improvement in happiness. One contributing factor might be the felt better parental support after the crisis compared to before it. Parents should be made aware of the importance for them ‘to be there' for the the health and wellbeing of their children.

 

E 33 Kidney Disease in APRT Deficiency Presenting in Childhood

Hrafnhildur L. Runólfsdóttir1, Runólfur Pálsson2, Inger M. Ágústsdóttir3, Ólafur S. Indriðason2, Viðar Ö. Eðvarðsson3

1Landspitali University Hospital, 2Division of Nephrology, Landspitali University Hospital, 3Children's Medical Center, Landspitali University Hospital

hrafnhr@landspitali.is

Introduction: Adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd) is an inherited disorder of purine metabolism that causes nephrolithiasis and chronic kidney disease (CKD). Scarce data are available on APRTd presenting in childhood.

Methods: Patients with APRTd in the RKSC Registry presenting with clinical manifestations of the disorder before age 18 years were included. Estimated glomerular filtration rate (eGFR) was calculated using the modified Schwartz (children <18 years) and CKD-EPI equations (adults). CKD was defined as eGFR <60 ml/min/1.73 m2 and acute kidney injury (AKI) according to the KDIGO criteria.

Results: Nineteen children presented at a median age of 1.6 (range, 0.2-16.5) years, 11 (58%) of whom experienced reddish-brown diaper spots, 7 (37%) had kidney stones, 8 (42%) had lower urinary tract symptoms and 3 (16%) had AKI. Diagnosis was delayed in 6 patients (32%) for a median of 29.2 (20.1-39.2) years. Twelve patients were placed on allopurinol at 2.1 (0.6-16.5) years of age. During follow-up of 18.9 (1.7-31.5) years, 3 of these 12 patients developed 4 kidney stone events and AKI occurred in 4. Six patients did not initiate pharmacotherapy until age 29.8 (20.5-42.4) years. At last follow-up, 5 of these 6 patients had experienced 11 kidney stone events, 3 suffered 6 episodes of AKI, 2 had stage 3 CKD while 1 progressed to end-stage renal disease.

Conclusions: A substantial proportion of patients with APRTd present in childhood. Diagnostic delay frequently results in progressive kidney disease. APRTd must be excluded in children with kidney stones, renal dysfunction or reddish-brown diaper spots.

 

E 34 Ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur virkjun og lifun B-frumna í músaungum með aukna BAFFR og BCMA tjáningu

Stefanía P. Bjarnarson, Auður A. Aradóttir Pind, Ingileif Jónsdóttir

Ónæmisfræðideild, Landspítali

stefbja@landspitali.is

Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað sem veldur auknu næmi fyrir sýkingum og lélegri svörun við bólusetningum. Mótefnasvör eru dauf og lækka hratt sem stafar af takmarkaðri virkjun og lifun B frumna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif ónæmisglæðisins LT-K63 á lykilviðtaka fyrir virkjun og lifun B frumna í nýburamúsum eftir bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókókkum (PPS1-TT).

Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með PPS1-TT eingöngu eða ásamt LT-K63. Eftir 4, 8, 14 og 21 daga var tjáning BAFFR á B frumuhópum í milta metin í flæðifrumusjá; nýmynduðum (NF;B220+CD23-CD21-), marginal zone (MZ;B220+CD23lowCD21high) og follicular (FO;B220+CD23highCD21int) B-frumum, og tjáning BCMA á mótefnaseytandi blöstum (B220+CD138+) og plasmafrumum (B220negCD138+).

Niðurstöður: Tjáning á virkjunar-/lifunarviðtakanum BAFFR á NF, FO og MZ B frumum var aukin á 8. degi eftir bólusetningu nýburamúsa sem fengu LT-K63 með bóluefninu miðað við mýs sem fengu einungis PPS1-TT. Tíðni mótefnaseytandi blasta og frumna var aukin og fleiri tjáðu lifunarviðtakann BCMA 4, 8 og 14 dögum eftir bólusetningu með PPS1-TT+LT-K63 miðað við PPS1-TT eingöngu.

Ályktun: Rannsóknin sýnir að ónæmisglæðirinn LT-K63 stuðlar að aukinni virkjun, sérhæfingu og lifun B frumna með því að auka tjáningu á BAFFR á B-frumum og BCMA á mótefnaseytandi B frumum.

 

E 35 Ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur tíðni T hjálparfrumna kímstöðva með að draga úr virkni stýrifruma í músaungum

Stefanía P. Bjarnarson, Auður A. Aradóttir Pind, Ingileif Jónsdóttir

Ónæmisfræðideild, Landspítali

stefbja@landspitali.is

Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar í plasmafrumur eða minnisfrumur, sem eru takmarkaðar í nýburum vegna vanþroska kímstöðvafrumna. CD4+ T hjálparfrumur kímstöðva (TFH) stýra kímstöðvarhvarfi vegna mikilvægi þeirra í virkjun B frumna og CD4+ stýrifrumur kímstöðva (TFR) geta bælt virkni þeirra ásamt öðrum T (Treg) og B (B10) stýrifrumum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif ónæmisglæðisins LT-K63 á lykilfrumur fyrir virkjun B frumna í nýburamúsum eftir bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókókkum (PPS1-TT).

Aðferðir: Tíðni lykilfrumna var metin í milta 4, 8, 14 og 21 dögum eftir að nýburamýs voru bólusettar með PPS1-TT eingöngu eða ásamt LT-K63, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: TFH (CD4, CXCR5, PD-1, Bcl-6), TFR (CD4, CXCR5,Foxp3, Bcl-6), T stýrifrumur (Tregs: CD3, CD4, Foxp3, IL-10) og B stýrifrumur (B10: B220, CD1d,CD5, IL-10).

Niðurstöður: Tíðni TFH og hlutfall TFH/TFR frumna jókst martækt á 4., 8. og 14. degi eftir bólusetningu nýburamúsa sem fengu LT-K63 með bóluefninu miðað við mýs sem fengu einungis PPS1-TT. Aftur á móti var marktækt lægri tíðni stýrifrumum, Tregs á degi 4 og 8 og B10 á degi 4, í PPS1-TT+LT-K63 bólusettum nýburamúsum miðað við mýs sem fengu einungis bóluefnið.

Ályktun: Rannsóknin sýnir að ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur TFH sem eru mikilvægar fyrir virkjun B fruma en dregur úr tíðni stýrifruma TFR , Treg og B10 stýrifrumna sem helst í hendur við aukið ónæmissvar gagnvart bóluefninu.

 

E 36 PKD-nýrnasýki í íslensku ferskvatni - áhrif tíðarfars á uppkomu sjúkdóms í laxfiskum

Fjóla Rut Svavarsdóttir1, Mark A. Freeman2, Þórólfur Antonsson3, Friðþjófur Árnason3, Árni Kristmundsson1

1Tilraunastöð HÍ í meinafræðum - Keldur, Fiskadeild, 2Ross University School of Veterinary Medicine, Basseterre, 3Veiðimálastofnun, 4Fiskadeild, 

frs13@hi.is

Inngangur: PKD-nýrnasýki (Poliferative kidney disease) er alvarlegur sjúkdómur í laxfiskum. Honum veldur smásætt sníkjudýr, Tetracapsuloides bryosalmonae (T.b.), sem þarf laxfisk og mosadýr til að ljúka lífsferli sínum. Helstu rannsóknir tengjast laxfiskaeldi erlendis, þar sem sjúkdómurinn er skaðvaldur en minna er vitað um áhrif hans í náttúrunni. PKD-nýrnasýki greindist fyrst á Íslandi haustið 2008 en samkvæmt nýlegum rannsóknum var orsakavaldurinn til staðar hér á landi a.m.k. 14 árum áður. Uppkoma PKD-nýrnasýki er beintengd vatnshita sem þarf að ná a.m.k. 12-14°C í nokkrar vikur svo fiskur sýni sjúkdómseinkenni. Einkennalaus fiskur í kaldara umhverfi getur þó verið smitaður sníkjudýrinu.

Efniviður og aðferðir: Efniviðurinn (bleikja og urriði) kom úr Elliðavatni, Vífilsstaðavatni og Úlfljótsvatni árin 2008-2016. Einkenna PKD-nýrnasýki var leitað og nýrnasýni skimuð eftir sníkjudýrinu með sameindalíffræðilegum (PCR) og vefjameinafræðilegum aðferðum (HE-litun, IHC og ISH). Samhliða var vatnshitagögnum safnað úr vötnunum.

Niðurstöður: Rannsóknirnar voru umfangsmestar sumarið 2015 sem var tiltölulega kalt og lítil einkenni sjúkdóms þrátt fyrir hátt hlutfall smits í Elliðavatni og Vífilsstaðavatni. Í Úlfljótsvatni sáust engin einkenni PKD-nýrnasýki og fór hlutfall smitaðra fiska vaxandi eftir því sem leið á sumarið. Hlýrri ár (t.d. 2009-2012) bar mikið á svæsnum einkennum í Elliðavatni og Vífilsstaðavatni samhliða rýrum bleikjuafla.

Ályktanir: Samband tíðarfars og uppkomu PKD-nýrnasýki er sterkt, samanber niðurstöður úr Elliðavatni og Vífilsstaðavatni. Úlfljótsvatn er kalt og því ekki forsenda fyrir sýkinni og enginn sjúkur fiskur greindist þar. Hlutfall smits í vatninu óx er leið á sumarið sem gefur til kynna að mosadýrið seyti gróum sníkjudýrsins seinna en við má búast í grynnri og hlýrri vötnum.

 

E 37 Veirur í hrognkelsum

Sigríður Guðmundsdóttir1, Heiða Sigurðardóttir2, Niccolo Vendramin3, Nils-Jörgen Olesen3, Árni Kristmundsson2

1Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, Rannsóknadeild fisksjúkdóma, 2Rannsóknadeild fisksjúkdóma, Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, 3European Union Reference Laboratory, National Veterinary Institute, Technical University of Denmark

siggag@hi.is

Inngangur: Hrognkelsaeldi hófst hérlendis 2014 vegna mikill eftirspurnar erlendis frá, en seiðin eru notuð til að éta lús af laxi í sjókvíaeldi. Í reglubundnu eftirliti 2015 greindist fyrst áður óþekkt Ranaveira og síðan VHSV (viral haemorrhagic septicaemia virus) sem veldur tilkynningaskyldum sjúkdómi. Öllum hrognkelsum í eldisstöðinni var eytt og upplýsingar sendar OIE, sem sendi svo tilkynningu til aðildarlandanna.

Efni og aðferðir: Flot af frumum með veiruskemmdum voru skimuð með þekktum veiruvísum í PCR prófum, litanir gerðar með sértækum mótefnum og næmi mismunandi frumugerða metið. Þá voru sýni send til raðgreininga. Í samvinnu við EURL voru settar upp smittilraunir í Kaupmannahöfn til að skoða VHSV í laxi og regnbogasilungi. Sýkt var með sprautun í kviðarhol (i.p.) eða böðun í veirulausn. Til samanburðar voru sýkingar með þekktum arfgerðum, Ia og IVa. Sýkinga- tilraunir með Ranaveiruna standa yfir á Keldum.

Niðurstöður og ályktanir: Ranaveira er skyldust veirum sem ræktuðust í Danmörku úr villtum þorski og sandhverfu. Ranaveira hefur ekki einangrast áður svo norðarlega. VHSV finnst í fjölda fisktegunda, í fersku og söltu vatni. Veiran skiptist í fjórar arfgerðir sem greinast í smærri hópa. Hrognkelsaveiran er nýtt afbrigði af arfgerð IV og er skyldust veirum sem finnast í Japan og nálægum löndum, við vesturströnd Bandaríkjanna og í vötnunum miklu á mótum Bandaríkjanna og Kanada. Þessi arfgerð skiptist í minni hópa og vera má að hrognkelsaveiran muni skipa nýjan hóp. Sýkingatilraunir i.p. sýndu að nýja afbrigðið fjölgar sér auðveldlega í hrognkelsum og laxi en lítt í regnboga. Smit varð ekki í laxi með böðun.

 

E 38 Súrefnismettun sjónhimnuæða í vægri, vitrænni skerðingu

Ólöf B. Ólafsdóttir1, Hrafnhildur S. Sævarsdóttir2, Sveinn H. Harðarson3, Valgerður D. Traustadóttir4, Kristín H. Hannesdóttir5, Einar Stefánsson4, Jón Snædal5

1Talmeinafræði, Háskóli Íslands, 2Háskóli Íslands, 3Lífeðlisfræðistofnun, Háskóli Íslands, 4Landspítali Háskólasjúkrahús, 5Öldrunarsvið, Landspítali Háskólasjúkrahús

obo4@hi.is

Markmið: Sýnt hefur verið fram á að súrefnismettun sjónhimnuæða í meðalsvæsnum (e. moderate) Alzheimer er hækkuð samanborið við heilbrigða einstaklinga. Væg, vitræn skerðing (e. mild, cognitive impairment, MCI) er oft fyrsta klíníska einkenni heilabilunar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða súrefnismettun sjónhimnuæða í einstaklingum með MCI.

Efni og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld með súrefnismettunarmæli, Oxymap T1 (Oxymap ehf.) í 42 einstaklingum með MCI ásamt 42 heilbrigðum einstaklingum. Hóparnir voru paraðir hvað varðar aldur og kyn og bornir saman.

Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum og bláæðlingum mældist hærri í MCI samanborið við heilbrigða einstaklinga (slagæðlingar: 93.1±3.7% vs. 91.1±3.4%, p=0.003; bláæðlingar: 59.6±6.1% vs, 54.9±6.4%, p=0.001). Munur í súrefnismettun milli slag- og bláæðlinga var hærri í MCI samanborið við heilbrigða einstaklinga (33.5±4.4% vs. 36.2±5.2%, p=0.02).

Ályktun: Súrefnisupptaka virðist minni í MCI samanborið við heilbrigða einstaklinga og því möguleiki á að súrefnisnotkun í sjónhimnu sé minni hjá einstaklingum með vitræna skerðingu. Hugsanlega getur því verið að breytingar séu komnar fyrr fram í Alzheimer en áður hefur verið sýnt fram á.

 

E 39 Aukin sjálfvirkni og betri áreiðanleiki súrefnismælinga í sjónhimnu

Sveinn H. Harðarson1, Róbert A. Karlsson2, Ólöf B. Ólafsdóttir3, Þórunn S. Elíasdóttir4, Toke Bek3, Einar Stefánsson3

1Lífeðlisfræðistofnun, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Oxymap ehf., 3Augndeild, Landspítali, 4Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

sveinnha@hi.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa og prófa nýja og sjálfvirkari útgáfu af hugbúnaði til súrefnismælinga í sjónhimnu. Hugbúnaðnum er ætlað að draga úr vinnu við súrefnismælingar og úr breytileika.

Efniviður og aðferðir: Myndir úr Oxymap T1 súrefnismæli voru notaðar en þær gera kleift að mæla súrefnismettun í sjónhimnuæðum. Myndir af heilbrigðum sjálfboðaliðum (n=21) voru notaðar til að kanna næmi og áreiðanleika mælinga. Mælingar voru einnig gerðar á sjúklingum með sykursýki sem ýmist höfðu sjónhimnusjúkdóm (n=24) eða ekki (n=16). Sykursjúku einstaklingarnir voru bornir saman við 54 heilbrigða einstaklinga. Til úrvinnslu var notaður sjálfvirkur og hálf-sjálfvirkur hugbúnaður. Sjálfvirki hugbúnaðurinn flokkar myndeiningar (pixla) á myndinni sjálfvirkt í slag- eða bláæðlinga og gefur sjálfur upp meðaltal fyrir hvert auga.

Niðurstöður: Staðalfrávik endurtekinna mælinga á slagæðlingum var 0,98 prósentustig þegar mælt var með hálf-sjálfvirka hugbúnaðnum en 0,66 prósentustig þegar sjálfvirka aðferðin var notuð. Samsvarandi gildi fyrir bláæðlinga voru 1,99 prósentustig (hálf-sjálfvirkt) og 1,50 prósentustig (sjálfvirkt). Með sjálfvirku aðferðinni greindist aukin súrefnismettun við innöndun hreins súrefnis í slagæðlingum (5,1 prósentustig, p<0,0001) og bláæðlingum (17,4 prósentustig, p<0,0001). Svipuð hækkun greindist með hálf-sjálfvirka hugbúnaðnum. Súrefnismettun í bláæðlingum, mæld sjálfvirkt er talin upp hér á eftir (meðaltal±staðalfrávik): 68,5±5,6% (sjónhimnusjúkdómur, p<0,05 miðað við heilbrigða), 63,3±6,0% (sykursýki án sjónhimnusjúkdóms) og 64,9±4,7% (heilbrigðir).

Ályktanir: Sjálfvirk greining á súrefnismettun skilar endurtakanlegum mælingum og er næm fyrir breytingum á súrefnismettun. Sjálfvirka aðferðin greinir hærri súrefnismettun í bláæðlingum í sjónhimnu í sjúklingum með sjónhimnusjúkdóm vegna sykursýki. Sjálfvirka greiningi er mun hraðvirkari en eldri aðferðir og krefst minna mats af hálfu notandans.

 

E 40 Hryggrauf á Íslandi: Faraldsfræði, heilsa og líðan meðal fullorðinna

Marrit Meintema1, Sólveig Á. Árnadóttir 2, Solveig Sigurðardóttir1, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir2

1Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, 2Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands

marrit@greining.is

Inngangur: Hryggrauf er einn algengasti meðfæddi gallinn á miðtaugakerfinu. Einkennin eru margbreytileg og fylgikvillar margir sem kallar á þverfaglega nálgun í heilbrigðiskerfinu. Vegna hamlana og fylgiraskana eru einstaklingar með hryggrauf í aukinni hættu á að þróa með sér lífsstílstengda sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að framkvæma lýsandi faraldsfræðilega athugun á hryggrauf og að meta heilsu og líðan fullorðinna með hryggrauf á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Algengi hryggraufar á árunum 1972-2011 var skoðað. Einnig svöruðu 25 fullorðnir með hryggrauf könnuninni „Rannsókn á heilsu og líðan Íslendinga árið 2012“. Niðurstöður úr spurningakönnuninni voru bornar saman við niðurstöður frá Íslendingum sem tóku þátt í sömu könnun á árinu 2012 (n= 2159). Þátttakendur voru einnig með hröðunarmæli á sér í sjö daga svo hægt var að mæla hreyfivirkni þeirra. Mittismál og ummál mjaðma voru mæld til að meta áhættu á lífsstílssjúkdómum.

Niðurstöður: Nýgengi hryggraufar á Íslandi hefur lækkað marktækt á seinustu 40 árum. Flestir þátttakendur með hryggrauf mátu líkamlega og andlega heilsu sína sem góða eða mjög góða og svipaða eða betri en árinu áður. Þeir drukku minna áfengi en samanburðarhópur en höfðu tilhneigingu til að borða óhollan mat. Rannsóknin sýndi einnig að fullorðnir með hryggrauf eyddu miklum tíma í kyrrsetu og stunduðu ekki 30 mínútna hreyfingu af miðlungs ákefð á dag. Flestir voru með aukið mittismál.

Ályktanir: Helsta ástæðan fyrir fækkun á nýgengi hryggraufar á Íslandi er fóstureyðingar. Sjúkraþjálfarar ættu að fræða einstaklinga með hryggrauf um mikilvægi fjölbreytts mataræðis og stuðla að hreyfingu sem tekur mið af færni, áhuga og takmörkunum einstaklings.


E 41 Áhrif skerðingar á beygju í mjöðm á setstöðu hjá einstaklingum með heilalömun

Atli Ágústsson

Rannsóknarstofa í Hreyfivísindum, Læknadeild, Háskóli Íslands

atli@hi.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tíðni og áhrif ósamhverfrar skerðingar á beygju í mjaðmarlið hjá einstaklingum með heilalömun (cerebral palsy; CP). Klínísk reynsla bendir til þess að ósamhverfri skerðingu á mjaðmabeygju fylgi slæm setstaða í hjólastól en aðeins er vitað af einni forrannsókn á áhrifum slíkrar skerðingar, kynntri árið 1997.

Efniviður og aðferðir: Þverskurðarrannsókn þessi er byggð á gögnum frá National Health Care Program and Quality Registry fyrir einstaklinga með CP í Svíþjóð (www.cpup.se). Gögnin koma úr skýrslum allra fullorðinna einstaklinga með CP í tveimur syðstu héruðunum Svíþjóðar. Alls voru metnir 714 fullorðnir einstaklingar, miðgildi 23 ár á matsdegi (spönnin 16 til 73 ára), 357 karlar og 357 konur. Gögn sem voru fenging úr grunninum voru: liðferlar í mjöðmum, flokkun á grófhreyfifærni, aldur, kyn, samhverfa bols, samhverfa mjaðmagrindar og hryggskekkja. Kíkvaðratpróf og lógistísk aðhvarfsgreining eru notuð til að meta tengsl milli breyta. Marktektarmörk eru p <0,05.

Niðurstöður: Um 9% einstaklinga með CP í þýðinu eru með ósamhverfa skerðingu á mjaðmabeygju (<90°). Líkindahlutfall þess að einstaklingar sem eru með ósamhverfa skerðing á mjaðmabeygju séu einnig með skakka mjaðmagrind í sitjandi stöðu, eru 2,6 (OR; 95% CI: 1,6–2,1; p=0,005) þegar búið er að leiðrétta fyrir gróffærniflokkunar einstaklinganna. Sömuleiðis er líkindahlutfall þess að vera með ósamhvefa skerðingu á mjaðmabeygju og vera með ósamhverfan bol í sitjandi stöðu 2,1 (OR; 95% CI: 1,1–4,2; p =0,031).

Ályktanir: Ósamhverfri skerðingu á mjaðmabeygju hjá einstaklingum með heilalömun fylgir slæm setstaða í hjólastól. Huga þarf sérstaklega að hreyfigetu í mjaðmarliðum hjá þessum einstaklingum.

 

E 42 Raförvun í gegnum mænurætur til að draga úr síspennu í ­neðri útlimum

Guðbjörg Ludvigsdóttir

Endurhæfingardeild LSH Grensási, Læknadeild, HÍ, HR og LSH

gudbjl@lsh.is

Inngangur: Síspenna er algengur fylgikvilli eftir áverka á mænu og getur minnkað hreyfigetu og skert lífsgæði. Markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif raförvunar í gegnum mænurætur með yfirborðs-rafskautum á síspennu.

Aðferðir: Rannsóknin var tvíþætt. Í fyrri hlutanum voru áhrifin af 30 mínútna meðferð metin hjá 8 þáttakendum. Síðan fékk einn þáttakandinn meðferðina daglega í 4 vikur og áhrifin metin reglulega á því tímabili. Raförvað er með 5 cm rafskauti sem fest er á bakið á milli brjósthryggjarliði 11 og 12. Tvö stærri rafskaut voru fest neðarlega á framanverðum kviðvegg. Rafstraumstyrkurinn var hafður aðeins lægri en svo að vöðvasamdráttur kæmi fram í neðri útlimum. Mat á áhrifum meðferðarinnar var gerð með ralífeðlisfræðilegum og klínískum mælingum ásamt því að þáttakendur svöruðu spurningarlistum og athugasemdir þeirra voru skráðar. Mælingarnar voru gerðar fyrir, strax eftir og 2 klst eftir meðferðina. Síspennan var metin með Ashworth skala, +/-ökklatitringi, viðbrögð við áreiti (BAbinski), hreyfigeta, 10 metra göngupróf, Wartenberg sveiflupróf sem ákvarðar tölulega stærðargráðu síspennunnar. Virkni vöðva var mælt með yfirborðsvöðvariti (EMG) og hreyfiferlar með liðhornamælum.

Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá kenningu að raförvun getur dregið verulega úr síspennu hjá einstaklingum með mænuskaða. Hjá þeim sem svöruðu meðferðinni minnkaði síspennan í meir en 2 klst. Dagleg meðferð lengdi áhrifin upp í 8 klst.

Ályktanir: Yfirborðsraförvun í gegnum mænurætur lofar góðu í meðferð síspennu og getur bætt hreyfifærni og lífsgæði einstaklinga með mænuskaða. Áhrifin þarf að skoða betur og finna hvaða hópi meðferðin gagnast best.

 

E 43 Violence exposure and service utilization in the Icelandic population

Edda B. Þórðardóttir1, Berglind Guðmundsdóttir2

1Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland

eddat@hi.is

Introduction: Violence is a global public health problem that has severe mental and physical health consequences, as well as substantial impairment in occupational or social functioning. To date, no epidemiological study has assessed the prevalence of violence in the Icelandic population. The aim of this study was to assess the lifetime and 12-month prevalence of physical violence (e.g. hitting and domestic violence) and sexual violence (defined as completed rape, attempted rape or unwanted sexual touching) in the Icelandic population and to service utilization.

Methods: Participants were 10,162 residents of Iceland, 18-84 years old, residing in both the capital and rural areas. Self-reported questionnaires were sent out in 2012 assessing physical and sexual violence exposure, demographic characteristics of participants (e.g. sex, age, education level, income), current physical or mental health problems related to the violence and service utilization.

Results: Response rate was 67% (6,783/10,162). Preliminary results indicate that the lifetime prevalence of physical violence is 11% among both genders. The lifetime prevalence of sexual violence was overall 11%, and more prevalent among women (19%) than men (3%). Currently, data analysis is underway and will be completed in December 2016.

Conclusion: The significance of this study includes providing health professionals and policy-makers with important information about the scope of violence against both men and women, which may be used to improve clinical and policy guidelines at both national and international levels. Results will be compared to Nordic and other international studies.

 

E 44 Structured nurse-led follow-up for patients after discharge from the intensive care unit: prospective quasi-experimental study

Rannveig J. Jónasdóttir1, Christina Jones2, Gísli H. Sigurðsson3, Helga Jónsdóttir4

1Faculty of Nursing and Faculty of Medicine, UI, 2Faculty of Health & Life Sciences, University of Liverpool, 3Faculty of Medicine, UI, 4Faculty of Nursing, UI

rjj2@hi.is

Background: Critically ill patients requiring intensive care unit (ICU) stay frequently have incomplete recovery suggesting need for additional support. Patients have positive experiences of nurse-led follow-up after ICU but the effects of such services have not been sufficiently elucidated. The aim of this study is to describe a structured nurse-led follow-up of patients after ICU discharge and measure its effectiveness.

Methods: Prospective, quasi-experimental study of patients (n=85) receiving a structured nurse-led follow-up from ICU nurses comprising of surveillance with general ward visits, contact during first week after discharge from general ward to home, and an appointment three months after discharge from ICU. The control group (n=83) received usual care.

Outcomes were health status measured with SF-36v2, before ICU admission, and at three time points after ICU discharge, length of general ward stay and ICU readmission rate. A mixed effects model tested the effect of the intervention versus usual care on health status over time.

Results: There was no difference in health status between the groups. Females in the experimental group reported more bodily pain over time than females in the control group. The length of the general ward stay was shorter in the experimental group.

Conclusions: The structured nurse-led follow-up did not reveal an effect on the ICU patients studied. The heterogeneity of the groups, gender differences and variations in length of ward stay underscore the importance of studying a nurse-led follow-up of individualized care and recovery after ICU discharge.

 

E 45 The threat of Ebola in Iceland: Trust in healthcare services

Geir Gunnlaugsson, Jónína Einarsdóttir

Faculty of Social and Human Sciences, University of Iceland

geirgunnlaugsson@hi.is

Introduction: The Ebola epidemic in West Africa 2014-2016 had great impact globally. News abounded about the horrors of the epidemic, but also stories about expatriates transported to their countries of origin for care. As other countries, Iceland prepared to receive nationals infected with Ebola virus. The aim is to explore the views of Icelanders about Ebola and their trust in the healthcare services to deal with such health security threat.

Materials and methods: A randomly selected internet panel of the Social Science Research Institute, University of Iceland, was invited to answer a questionnaire in May-August 2016. Out of 1500 adults, 920 responded (61%).

Results: Ebola was considered a great global health threat by 550 (71%) respondents, significantly more so among residents outside the capital area; 86 (12%) were concerned or highly concerned that Ebola might cause an epidemic in Iceland. 504 (56%) respondents had trust in national health authorities to appropriately address such health security threat, more so among older and economically better off respondents; 147 (19%) expressed little or no trust. Similar results were found regarding trust in the primary healthcare services. On the other hand, 89% were in favour of a decision to be taken by the health authorities to quarantine a person, suspected to have Ebola, against his/her will.

Conclusions: While there are some differences in responses dependent on residence, education and age, high proportion of participants express lack of trust in Icelandic health authorities to deal adequately with a health security threat such as Ebola.

 

E 46 Clinical prediction model for the risk of having carotid atherosclerotic plaque. The REFINE-Reykjavik Study

Thor Aspelund, Emil Sigurðsson, Vilmundur Guðnason

Medicine, University of Iceland

thor@hi.is

Introduction: The Refine Reykjavík study recruited and examined 6661 men and women of age 25 to 70, from the national rostrum between 2006 and 2011. Conventional cardiovascular risk factors were measured and everyone was subjected to ultrasound of the carotids. Previous studies have shown that plaques have a strong association with coronary atherosclerosis. One objective of this study was to create a prediction model for the presence of plaque based on conventional risk factors.

Methods: The variables used in the model for the carotid plaque risk were sex, age, systolic blood pressure, hypertension treatment, body mass index, family history of myocardial infarction, calculated LDL, physical activity, current or previous smoker. Logistic regression was to used to estimate the association between the risk factors and plaque. Internal validation and discriminative ability was assessed using bootstrap resampling and split sampling.

Results: The model had high discrimination, as measured by the C-statistic, and was well calibrated. The C-statistic was 0.83 (0.80-0.84) in the original sample and 0.80 (0.77 to 0.84) in a 2/3 and 1/3 test split sample for validation. The model demonstrated good calibration, meaning that the observed and mean predicted risk of having plaque was similar within each decile of predicted risk.

Conclusion: A relatively simple risk model, based on risk factors easily attainable in general practice, can be used to discriminate between subjects with and without carotid plaque. This holds a promise that a risk model can be used as an aid in an earlier detection of subclinical cardiovascular disease.

 

E 47 Pre-diagnostic vitamin D levels in older individuals and cancer risk and progression

Jóhanna Torfadóttir1,2, Unnur Valdimarsdóttir1,3, Thor Aspelund1,4, Laufey Tryggvadóttir5,9, Tamara B. Harris6, Mary Frances Cotch7, Meir J. Stampfer3,8, Lorelei A. Mucci3,8, Edward L. Giovannucci3,8,Vilmundur Guðnason4,9, Laufey Steingrímsdóttir2

1Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland,  2Unit for Nutrition Research, Faculty for Food Science and Nutrition, University of Iceland, 3Departments of Nutrition and Epidemiology, Harvard T.H. Chan School of Public Health, Boston, 4The Icelandic Heart Association, 5The Icelandic Cancer Registry, 6Laboratory of Epidemiology and Population Sciences, Intramural Research Program, National Institute on Aging, National Institutes of Health, Bethesda, Maryland 7Division of Epidemiology and Clinical Applications, Intramural Research Program, National Eye Institute, National Institutes of Health, Bethesda, Maryland, 8Channing Division of Network Medicine, Department of Medicine, Brigham and Women's Hospital and Harvard Medical School, Boston, 9Faculty of Medicine, University of Iceland,

jet@hi.is

Background and aims: Vitamin D status may predict survival after a cancer diagnosis even if it is not associated with cancer risk. Our aim was to explore whether pre-diagnostic levels of vitamin D, in serum of older individuals (66 to 98 years of age) in Iceland were associated with risk of cancer and subsequent survival.

Methods: We used data from the Reykjavik-AGES Study iniated in 2002. Participants were 1,966 men and 2,837 women, cancer free at entry when 25-hydroxy-vitamin-D (25-OHD) was measured. Cox proportional hazard regression models were used to assess the association between serum 25-OHD and cancer diagnosis and all-cause mortality through 2014. Multivariable adjustments were made for potential confounders, including age at entry and age at diagnosis.

Results: Cancer was diagnosed in 919 participants during follow-up (mean = 8.1 years). Of these, 552 (60%) died during follow-up. In participants with cancer, there was a significant positive association between low 25-OHD (<30 nmol/L) and total mortality (HR = 1.38, 95% CI: 1.03-1.86) compared to levels of 25-OHD between 50 and 69.9 nmol/L. However, no association was obeserved between 25-OHD levels and total cancer diagnosis. Looking at the four most commonly diagnosed cancers, we observed positive association between low 25-OHD and lung cancer (HR = 1.72, 95% CI: 1.02-2.87).

Conclusions: Our data suggest that higher pre-diagnostic serum 25-OHD levels may be associated with improved survival for cancer patients. Further studies are needed to rule out the potential effect of preclinical disease on vitamin D levels (reverse causation).

 

E 48 Propensity score analysis of coronary artery calcium by hormone replacement therapy: The AGES-Reykjavik Study

Thor Aspelund1, Aðalsteinn Guðmundsson1, Gunnar Sigurðsson2, Vilmundur Guðnason1, Helgi Jónsson1

1Medicine, University of Iceland, 2Research Institute, Icelandic Heart Association

thor@hi.is

Introduction: The long term effect of postmenopausal hormone replacement therapy (HRT) on atherosclerosis and cardiovascular health is controversial. Coronary Artery Calcium (CAC) is an established marker of atherosclerotic plaque burden. The objective was to assess the relationship between HRT and CAC.

Methods: Cross sectional assessment in population based AGES-Reykjavik of the Icelandic Heart Association. Participants were 2867 women (mean age 76±5 years) who had completed questionnaires on HRT use. The measurement of CAC by Computed Tomography was used as outcome variable and compared between women with history of HRT or had never used HRT. Propensity score analysis based on midlife data was used to adjust for possible confounding.

Results: 872 (30.4%) of the 2867 participants had used HRT and 312 (10.9%) were current users. After adjustment for age, other late life variables, and a propensity score based on midlife data for HRT use as observed in late life, the CAC showed significant negative associations with history and length of HRT use. This association was evident in all age categories. When the duration of HRT use was more than 15 years, the median coronary calcium was less than 50% of that observed in never users. The lowest CAC was observed in those who started HRT within five years after menopause.

Conclusion: Long term HRT shows a strong association with lower CAC in comparison with women who had never used HRT. The negative association between HRT and CAC was evident in all age groups of older women.

 

E 49 Brain activities of an Alzheimer's disease drug, is galanthamine a dual-active medication?

Natalia Kowal1, Philip K. Ahring2, Dinesh Indurthi2, Mary Chebib2, Thomas Balle2, Elín S. Ólafsdóttir3

1Pharmacy, HAGI, Faculty of Pharmaceutical Sciences, 2Faculty of Pharmacy, The University of Sydney, 3Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland

nmp@hi.is

Introduction: Galanthamine, a plant alkaloid isolated from snowdrop (Galanthus sp.), is approved as a drug for treatment of mild-to-moderate Alzheimer's disease. Galanthamine works primarily as an acetylcholinesterase inhibitor but it is also commonly referred to as a positive allosteric modulator (PAM) of neuronal α7 and α4β2 subtypes of the nicotinic acetylcholine receptor (nAChR). Previous experiments reported to show nAChR PAM activity were primarily conducted on rat hippocampal neurons, PC12 cells naturally expressing different nAChRs and on the receptors expressed in HEK cells. Data available from receptors expressed in Xenopus oocytes are limited and show marginal PAM activity.

Methods: Different subtypes and stoichiometries of human neuronal nAChRs were expressed in Xenopus oocytes. Electrophysiological currents evoked by ACh alone or in combination with galanthamine were recorded using two electrode voltage clamp.

Results: In our hands, galanthamine was unable to produce significant PAM responses when tested on α7 and individual stoichiometries of α4β2 and α4β4 nAChRs expressed in Xenopus oocytes. However, in agreement with the literature we observed inhibition of ACh-evoked responses at high concentrations (10 – 100 µM range).

Conclusions: Our results therefore question the perception of galanthamine as a nAChR PAM.

 

E 50 Isolation of exosomes from cell culture media using different precipitation methods

Berglind E. Benediktsdóttir, Björg S. Kristjánsdóttir

Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland

bergline@hi.is

Introduction: Exosomes offer many advantages as nanocarriers for drug delivery due to their size, stability and selectivity. One crucial factor for their use as nanocarriers in the clinical setting is a robust method for exosome isolation. Currently, a method has yet to be developed that results in efficient isolation of pure exosomes in high yield. Therefore, the first steps in identifying an applicable method was to determine the suitability of different precipitation methods for exosome isolation.

Materials and methods: Three cell lines, immortalized basal cell line BCI-N.1.1 and cancer cell lines A549 and D492, were used. Five different precipitation methods, based on the use of precipitation fluid (ExoQuick or ExoSpin) were studied with various changes such as centrifugation filters, different centrifugation speed and different ratio of precipitation fluid and cell culture medium. The isolated particles were then analyzed with dynamic light scattering (DLS) and transmission electron microscopy (TEM).

Results: Only one method, based on the use of ExoQuick used as instructed from the manufacturer, resulted in a visible precipitation from the BCI-N.1.1 cell culture medium. Particle size was 122-578 nm when measured with DLS and 50-80 nm when measured with TEM which is in line with the diameter of exosomes (40-120 nm). Other methods did not result in visible precipitations.

Conclusions: Methods based on exosome precipitation are not as robust as previously anticipated and there is clearly a need for further optimization. Alternatively, other isolation methods such as size-exclusion chromatography might be more suitable to isolate exosomes in more quantity.

 

E 51 Monitoring of Allopurinol Therapy in Patients with APRT Deficiency, Utilizing UPLC-MS/MS Assay

Unnur A. Þorsteinsdóttir1, Finnur F. Eiríksson1, Hrafnhildur L. Runólfsdóttir2, Viðar Ö. Eðvarðsson3, Runólfur Pálsson3, Margrét Þorsteinsdóttir1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Landspítali - The National University Hospital of Iceland

uth15@hi.is

Introduction: Adenine phosphoribosyltransferase (APRT) deficiency results in excessive urinary excretion of the poorly soluble 2,8-dihydroxyadenine (DHA), causing nephrolithiasis and chronic kidney disease. Allopurinol treatment effectively reduces DHA excretion and prevents renal complications. The aim of this study was to develop and optimize an UPLC-MS/MS assay for quantitative measurement of the active allopurinol metabolite, oxypurinol in human plasma, utilizing design of experiments (DoE). Additionally, an UPLC-MS/MS assay to assess APRT enzyme activity was developed.

Methods: Experimental screening was performed to reveal significant UPLC-MS/MS factors influencing the peak area for oxypurinol. Significant variables were optimized utilizing partial least square regression. Following optimization, a sample preparation method was developed for oxypurinol in plasma from 2 individuals with APRT deficiency taking allopurinol 300mg/day and 2 healthy controls. The APRT enzyme activity was evaluated by measuring the formation of AMP in erythrocyte lysates from 11 patients, 3 heterozygotes and 10 controls using an UPLC-MS/MS assay. Zygocity was confirmed with genetic testing (APRT sequencing).

Results: Significant difference was observed in plasma oxypurinol concentration between the 2 patients (94.9 and 150.9µg/ml) and normal genotype healthy controls (BLQ). Further, significant changes were observed in the formation of AMP between patients, heterozygotes and normal genotype controls confirming the diagnosis of APRT deficiency.

Conclusions: An UPLC-MS/MS assay for quantitative measurement of oxypurinol in human plasma was successfully developed and optimized utilizing DoE. The plasma measurement method may be used for pharmacotherapy monitoring and evaluation of DHA tissue stores. Both UPLC-MS/MS assays may be used for the diagnosis of APRT deficiency.

 

E 52 Markers for Increased Thrombotic Risk Within the Complete Blood Count

Sæmundur Rögnvaldsson1, Sigrún H. Lund1, Malin Hultcrantz2, Guðný Eiríksdóttir3, Tamara B. Harris4, Vilmundur Guðnason3, Sigurður Y. Kristinsson1

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Dept. of Hematology, Karolinska Institutet, 3The Icelandic Heart Association, 4National Institute of Aging

s.rognvaldsson@gmail.com

Introduction: The complete blood count (CBC) provides the parameters of hematocrit (Hct), white blood cell count (WBC), and platelet count (PLT). Studies have shown an increased thrombotic risk in healthy individuals with elevated Hct and HGB. However these studies did not include sufficient clinical data to adjust for confounders. We aim to assess whether elevation of these markers increase thrombotic risk in the general population.

Methods and data: CBC and baseline characteristics were obtained from 5755 elderly participants of the Reykjavik-AGES study at enrollment. Incidences of venous and arterial thrombosis 10 years before and after enrollment were acquired from the National Health Service. Hct, WBC and PLT in quintiles were used to determine exposure with the second quintile as reference. Cox proportional hazard regression was used for statistical analysis and adjusted for risk factors of thrombosis. Individuals with grossly abnormal measurements were excluded.

Results: Crude analyses of Hct revealed a dose dependent increased risk of arterial (HR1.2, CI[1.08-1.33], p<0.001) and venous (HR1.2, CI[1.8-1.34], p=0.001) thrombosis. After adjusting for confounders there was no association. Analysis of PLT did not show an effect on risk of thrombosis. Analysis of WBC showed a dose dependent increase in the risk of arterial (HR1.31, CI [1.18-1.45], p<0.001) and venous (HR1.16, CI[1.02-1.32], p=0.027) thrombosis.

Conclusions: In this large population based cross-sectional cohort study we observed no association of elevated Hct or PLT and risk of thrombosis. We found a dose-dependent increase in thrombotic risk with elevated WBC. We therefore conclude WBC to be a marker of thrombotic risk in the general population.

 

E 53 A unique IL-10 driven defect involving transitional B cells
in IgA deficiency

Andri L. Lemarquis1, Rakel Natalie Kristinsdóttir2, Helga Kristín Einarsdóttir2, Björn R. Lúðvíksson2

1Department of Immunology, and Rheumatology Research, Landspítali-The National University Hospital of Iceland,  2Department of Immunology, Faculty of Medicine/ University of Iceland

aleofifi@gmail.com

Introduction: Selective IgA deficiency (IgAD) is the most common primary immune deficiency in the western world. It´s pathogenesis is due to a largely unknown deregulation in B cell maturation.

Methods: Different B and T cell populations from IgAD individuals and healthy controls (HC) were analysed and their function assessed using FACS and ELISA.

Results: IgAD individuals demonstrated a significant defect in IgA+ B cells and significantly lower number of transitional B cells (TC, CD19+CD24hiCD38hi) compared to HC. Both in peripheral blood and after CpG induced expansion. Furthermore a significantly higher fraction of IgAD TC was IL-10+ compared to HC following stimulation. Following IgA class switching promoting cultures of isolated B cells a unique population of CD20+IgD-IgM-IgG-IgA- B cells being “stuck” in its differentiation pathway was revealed in IgAD individuals. This specific defect was not due to dysfunctional iTregs since their numbers and function was found to be normal in IgAD. A major function of TC is their IL-10 secretion. Therefore the long lived IgA production was tested with and without the exogenous addition of IL-10 in a model mimicking the long lived induction and maintenance of IgA production. Long lived IgA production was achieved up to 3 weeks in HC as measured by ELISA but failed completely in IgAD individuals.

Conclusions: IgAD may be caused by a maturation defect in transitional cells or to antecedent maturation stages related to TLR9 stimulation, leading to an increase in IgG-IgA-IgD-IgM- B cells which may be due to proliferation without developmental progression.

 

E 54 Development of a Cyclodextrin-based Aqueous 0.2% (w/v) Cyclosporin A Eye Drop Formulations

Sunna Jóhannsdóttir1, Zoltán Fülöp1, Einar Stefánsson2, Þorsteinn Loftsson1

1Faculty of Pharmaceutical Science, University of Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland

suj1@hi.is

Purpose: Cyclosporin A (CyA) is a lipophilic, cyclic polypeptide with anti-inflammatory properties. It is used in topical treatment of dry eyes and available in oil-based surfactant containing eye drops. Surfactants can irritate the eye surface and oil-based drops can result in blurred vision. Our aim was to develop aqueous oil-free CyA eye drops free of surfactants and prepare the eye drops for toxicological evaluation in rabbits.

Methods: The CyA/CD aggregation was studied using dynamic light scattering (DLS) and by solid drug fraction measurements. Physicochemical properties of the formulation were also determined. Toxicological studies in 16 rabbits were initiated.

Results: Five formulations were studied with different CD concentrations, all of them contained 12.5% (w/v) of αCD, and various amounts of γCD (ranging from 0 – 12.5% w/v). Solid drug fraction was determined for all formulations tested and it ranged from 50.4 – 56.4%. DLS studies showed that the formulation with the highest amount of CD had the most uniform particle size, around 670 nm. At lower γCD concentrations, the particle size tends to be larger. Micron sized particles often appear in the formulation containing no γCD or γCD concentration equal or lower than 10% (w/v). Formulation containing 0.2% (w/v) CyA, 12.5% αCD and 12.5% γCD was selected for in vivo toxicological studies, in rabbits.

Conclusion: These results show that the formulation that contained the highest amount of γCD form aggregates at suitable size for eye drop preparation. In vivo studies are currently ongoing.

 

E 55 Algengi langvinns nýrnasjúkdóms áætlað út frá reiknuðum gaukulsíunarhraða: Lýðgrunduð rannsókn

Arnar J. Jónsson1, Sigrún H. Lund 2, Runólfur Pálsson3, Ólafur S. Indriðason3

1Landspítali, 2heilbrigðisvísindasvið, 3Nýrnalækningaeining, Landspítali

arnarjan@gmail.com

Inngangur: Staðlaðar kreatínín mælingar í sermi (SKr) hafa aukið nákvæmi jafna sem reikna gaukulsíunarhraða (r-GSH) og hefur það bætt greiningu á langvinnum nýrnasjúkdómi (LNS). Markmið rannsóknarinnar var að áætla algengi LNS á Íslandi, byggt á r-GSH út rá stöðluðum SKr-mælingum.

Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn þar sem allra SKr-mælinga var aflað frá öllum rannsóknarstofum á Íslandi á árunum 2008-2013, auk upplýsinga um aldur og kyn. Tölvualgrím útilokuðu bráðar breytingar á SKr. r-GSH var metinn með CKD-EPI jöfnunni. LNS var skilgreindur sem r-GSH <60 ml/mín./1,73 m2 í þrjá mánuði eða lengur og stigaður samkvæmt KDIGO-skilgreiningum. Stundaralgengi fyrir LNS á stigi 3-5 var reiknað út frá fólksfjölda Íslendinga ≥18 ára 31. desember, 2013.

Niðurstöður: Alls var 1.523.914 SKr-mælinga aflað fyrir 198.289 einstaklinga ≥18 ára. Miðgildi aldurs við fyrstu mælingu var 60 (spönn 18 - 107) ár og 46% voru karlmenn. Aldursstaðlað algengi hjá körlum var 975/100.000, 269/100.000, 86/100.000 og 33/100.000 fyrir stig 3A, 3B, 4 og 5 í sömu röð. Hjá konum var aldursstaðlað algengi 1314/100.000, 382/100.000 ,86/100.000 og 21/100.000 fyrir stig 3A, 3B, 4 og 5 í sömu röð. Algengi stiga 3 til 5 jókst með vaxandi aldri, frá 31/100.000 hjá 18-39 ára, 261/100.000 hjá 40-59 ára, 1761/100.000 hjá 60-69 ára, 6.003/100.000 hjá 70-79 ára og 12.116/100.000 hjá ≥80 ára.

Ályktanir: Þessi lýðgrundaða rannsókn er byggði á stöðluðum SKr-mælingum og náði til meginhluta íslensku þjóðarinnar, gefur til kynna lægra algengi LNS á stigi 3 til 5 en fyrri rannsóknir á Íslandi.

 

 

 

E 56 Berklaskimun gigtarsjúklinga fyrir meðferð með TNF alfa hemlum á Íslandi 1999-2014

Þórir Már Björgúlfsson1, Gerður Gröndal1, Þorsteinn Blöndal2, Björn Guðbjörnsson3

1Gigtardeild, Landspítali, 2Berklaverndarstöð, Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins, 3Rannsóknastofa í gigtarsjúkdómum, Landspítali

bjorngu@landspitali.is

Inngangur: Þekkt er að áhætta iktsýkissjúklinga sem fá líftæknilyfjameðferð á að fá berkla er margfalt aukin. Þess vegna á samkvæmt meðferðarleiðbeiningum að skima fyrir berklum fyrir meðferð með TNF-hemlum. Hér á landi er berklasmit sjaldgæft og almenningur er óbólusettur fyrir berklum, því er stuðst við húðpróf og lungnamyndatöku við skimun hérlendis. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna reynsluna af berklaskimun hér á landi hjá gigtarsjúklingum í undirbúningi fyrir meðferð með líftæknilyfjum og skoða hvort breyta þurfi skimunarferlum.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur eru allir með iktsýki, hryggikt eða sóragigt sem skráðir voru í ICEBIO á tímabilinu 1999-2014 vegna meðferðar með TNF-hemli. Upplýsingar voru sóttar í ICEBIO gagnagrunninn. Skráð var aldur, kyn, niðurstöður úr berklaprófi (TST), upphafsdagsetning og tegund TNF-hemla meðferðar og ennfremur önnur lyfjameðferð. Þá voru niðurstöðurnar samkeyrðar við upplýsingar í Berkli sem er landsskrá um berklasmit á Íslandi.

Niðurstöður: Upplýsingar um 756 einstaklinga (meðalaldur 54 ár og 58% konur) voru skráðar úr ICEBIO. Húðpróf reyndist neikvætt hjá 614 (81%), 41 höfðu jákvætt TST (5,4%), níu voru taldir með falsk jákvætt húðpróf (1,2%) og upplýsingar um TST vantaði hjá 94 (12%). Í Berkil voru 119 einnig skráðir; 62 með sögu um jákvætt húðpróf og 54 höfðu fengið bólusetningu, á meðan 11 sjúklingar höfðu verið greindir með berkla (þar af voru fimm einstaklingar með neikvætt TST við skimun). Þrír sjúklingar veiktust af berklum eftir TNF-hemla meðferð.

Ályktanir: Niðurstöður þessar endurspegla mikilvægi berklaskimunar fyrir meðferð með TNF-hemlum. Mikilvægt er að skrá niðurstöður skimunar og íhuga má að framkvæma ítarlegri berklaskimun með IGRA.

 

 

E 57 Kennsl borin á menn með óhefðbundnum aðferðum

Svend Richter, Sigríður R. Víðisdóttir

Tannlæknadeild, Háskóli Íslands

svend@hi.is

Inngangur: Réttartannlæknisfræði er óaðskiljanlegur hluti af réttarvísindum. Mikilvægi tanna í réttarrannsóknum byggist á því hve tennur og kjálkar varðveitast vel, jafnvel í tilfellum óvenju mikils áverka, hita, rotnunar eða samþættingu þessara þriggja þátta. Tannlæknisfræðileg greining er, ásamt fingraförum og DNA, nákvæmasta aðferð við réttarauðkenningu. Tilfelli finnast þar sem hefðbundin ante mortem sjúkragögn s.s. tannkort og röntgenmyndir eru ekki til staðar eða að takmörkuðu leyti. Í slíkum tilfellum getur réttartannlæknir oft myndað sér nokkuð glögga mynd út frá almennum atriðum með svonefndri „dental profiling“, til að nálgast leitina af AM upplýsingum.

Efni og aðferðir: Vönduð vísindarit voru rýnd ásamt greiningum einstakra tilfella eða fjölmargra í stórslysum heima og erlendis í 25 ár.

Niðurstöður: Þekktar eru greiningar af ljósmyndum, merkingu tanngerva, munngerva- og tannréttingabúnaði, rugae palatini, vara- og tannförum og DNA greiningu tannkviku og munnvatns. Aldursgreiningar í börnum og ungmennum eru byggðar á tannþroska, en í fullorðnum af hrörnunarbreytingum tanna. Kyngreining réttartannlækna byggist aðallega á kúpu þar sem kynjamunur tanna er óverulegur, einnig er oft hægt að greina milli hinna þriggja aðalkynþátta, svartra, hvítra og mongóla. Önnur einkenni eins og Carabelli kúspur, skóflulaga framtennur og fjölkúspa forjaxlar geta vísað á mögulegt þjóðerni, einnig beingarðar. Sýruslit með bollum getur bent til ofneyslu súrra drykkja, átröskunar eða þindarslits. Mikil tannáta getur vísað til óhóflegrar neyslu áfengis eða vímuefna og litun til reykinga eða tetracyklin skemmda.

Ályktanir: Þótt samanburðargreining og „dental profiling“ séu oftast notaðar í tannlæknisfræðilegum réttarrannsóknum þá er oft hægt að styðjast við óhefðbundnar aðferðir til að bera kennsl á óþekkta menn.

 

 

E 58 Aldursgreining fullorðinna

Sigríður R. Víðisdóttir, Svend Richter

Tannlæknadeild, Háskóli Íslands

srv2@hi.is

Inngangur: Tennur eru mikið notaðar til að bera kennsl á menn og til aldursgreiningar í réttarrannsóknum. Aldursgreining barna og ungmenna er nákvæmust, með staðalfrávik frá nokkrum mánuðum til 1-2 ár. Hjá fullorðnum er gerð multible regression analysis á formfræðilegum hrörnunarbreytingum tanna. Nákvæmnin er minni og SD er frá 8-15 ár. Hjá fullorðnum eru rannsakaðar hrörnunarbreytingar á krónu eða rót. Á krónu er skoðað slit og litabreitingar en í rótum gegnsæi rótarenda, hrjúfleiki og eyðing á yfirborði. Einnig eru skoðaðar sneiðar af tannvef er greina annars stigs tannbeinsmyndun eða upphleðslu á cementi. Algengustu aðferðir við slitgreiningu eru frá Miles og Gustafsson. Úrdregnar tennur eru notaðar í aðferð Bang, Lamendin og Solheim. Aðferð við greiningu á röntgenmyndum er frá Kvaal et al 1995. Árið 2004 kom upp sakamál þar sem einstaklingur fannst látinn á Neskaupstað. Hann fannst bundinn og fargaður við bryggjuna þar. Engin skilríki fundust. ID/DVI nefnd ríkislögreglustjóra var fengin til að bera kennsl á einstaklinginn.

Efni og aðferðir: Hefðbundin réttartannlæknafæðileg rannsókn var samhliða réttarkrufningu og lögreglurannsókn. Röntgenmyndir voru teknar af öllum tönnum. Notuð var aðferð Kvaal og aldur einstaklingsins áætlaður. Tennur sem voru notaðar voru 15/25,12/22 og 11/21 og 44/34, 43/33 og 42/32.

Niðurstöður: Við útreikning var hinn látni 32,2 ára með SEE 8.6 ár. Fingraför staðfestu að hinn látni var þrítugur Lithái, fæddur 1974.

Ályktun: Aldursgreining fullorðinna er nákvæm vísindaleg aðferð við aldursgreiningu. Þó staðalfrávik sé meira hjá fullorðnum en börnum og ungmennum er þetta oft eina leiðin sem hægt er að nota með nokkurri nákvæmni og litlum tilkostnaði.

 

 

E 59 Samdráttarálag plastblendiefna: Áhrif tegunda
og aðferða við ísetningu

Vilhelm G. Ólafsson

Tannlæknadeild, Háskóli Íslands

vgo@hi.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samdráttarálag hefðbundinna og magnfyllingar- (bulk-fill) plastblendifyllingarefna á tannvef með því að mæla kúspaspennu.

Efniviður og aðferðir: Fimmtíu efri góms forjaxlar voru steyptir niður í plasthringi og þeim skipt niður í fimm hópa (n=10). Staðlaður MOD tannskurður var skorinn í hverja tönn. Tveggja þátta sjálfætandi bindiefni (OptiBond XTR) var borið á tannskurðinn og fyllingar gerðar með aðstoð sílíkonmatrixu sem hér segir: Filtek Supreme Ultra í tveggja millimetra þykkum lögum (FSUI); Filtek Supreme Ultra með magnfyllingaraðferð (FSUB); SonicFill með magnfyllingaraðferð (SF); SureFil SDR flow með magnfyllingaraðferð, hulið tveggja millimetra þykku lagi af Filtek Supreme Ultra (SDR/FSU); Tetric EvoCeram Bulk Fill með magnfyllingaraðferð (TEBF). Spennunemar (strain gages) festir á kinn- og gómafleti mældu kúspaspennu (microstrain, µe) í rauntíma á meðan plastblendifyllingarefnum var komið fyrir og þau fjölliðuð. Gögn voru greind með one-way ANOVA prófi og hópar samanbornir með Least-Squares Means prófi.

Niðurstöður: Meðal kúspaspenna hópanna (µe±SD) var sem hér segir: FSUI: 730,6±104,8, FSUB: 1264,2±1418,8, SF: 539±75,9, SDR-FSU: 506,3±69,3, TEBF: 624,1±147,4. Hópur FSUI mældist með marktækt hærri kúspaspennu en allir magnfyllingarplastblendihóparnir. Einnig mældist hópur TEBF með marktækt hærri kúspaspennu en hópur SDR/FSU. Nauðsynlegt var að útlioka hóp FSUB frá tölfræðilegri úrvinnslu sökum þess hversu frábrugðin meðaltal og stalaðfrávik hans voru miðað við aðra hópa.

Ályktun: Ísetning allra magnfyllingarplastblenda leiddi til marktækt minni kúspaspennu en ísetning hefðbundins plastblendis í tveggja millimetra lögum, þó svo að nokkur breytileiki hafi mælst milli hópa magnfyllingarplastblenda. Notkun hefðbundis plastblendis í magnfyllingaraðferð er varasöm og getur leitt til kúspabrota.

 

 

E 60 Geislaálag í algengum tölvusneiðmyndum af kvið

Jónína Guðjónsdóttir1, Guðlaug A. Jónsdóttir2

1Geislafræði, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands

joninag@hi.is

Inngangur: Tölvusneiðmyndir eru þær myndgreiningarrannsóknir sem valda mestu geislaálagi á Íslandi, sem og í öðrum löndum. Rannsóknum hefur fjölgað mikið en jafnframt hafa framfarir í tölvusneiðmynda-tækni orðið til þess að í mörgum tilfellum er hægt að framkvæma tölvusneiðmyndarannsóknir með minni geislaskammti en áður. Geislaskammtar í flestum rannsóknum ættu því að fara lækkandi og brýnt er að fylgjast vel með geislaálagi. Af tölvusneiðmyndarannsóknum eru kviðarrannsóknir meðal þeirra geislaþyngstu. Í þessari rannsókn voru geislaskammtar í algengum kviðarrannsóknum kannaðir.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gagnarannsókn gerð með leyfi siðanefndar Landspítala (47/2015). Hentugleikaúrtak 1094 sjúklinga var skoðað til þess að finna lengdargeislun í algengustu rannsóknum af kvið á Landspítala. Fyrir allar rannsóknir var skráð hvaða prógramm í tæki var notað, kyn sjúklings, aldur og lengdargeislun. Við úrvinnslu voru tekin með prógrömm sem voru notuð oftar en 50 sinnum. Prógrömm með sama nafni en fyrir mismunandi stóra sjúklinga voru skoðuð sem eitt þar sem slíkt var aðeins fyrir hendi í tæki A.

Niðurstöður: Fjórar gerðir rannsókna voru gerðar oftar en 50 sinnum, alls 908 sinnum. Lengdargeislun í almennri tölvusneiðmyndarannsókn af kvið reyndist vera 948,9 mGycm í tæki A en 704,1 mGycm í tæki B. Þetta samsvarar 14,2 og 10,6 mSv geislaálagi. Lengdargeislun í nýrnasteinayfirliti var 322 mGycm í tæki A en 490 mGycm í tæki B sem samsvarar 5,0 og 7,3 mSv geislaálagi. Marktækur munur (p<0,01) var á lengdargeislun milli tækja og milli prógramma.

Ályktun: Geislaálag sjúklinga í tölvusneiðmyndarannsóknum af kvið á LSH er í hærra lagi miðað við nýlegar tölur frá Evrópu.

 

 

E 61 Íslensk langtímarannsókn um þróun, framvindu og batahorfur stams

Jóhanna T. Einarsdóttir

Læknadeild/talmeinafræði, Heilbrigðisvísindasvið

jeinars@hi.is

Inngangur: Þrálátt stam getur haft mikil áhrif á líf og lífsgæði einstaklinga. Faraldsfræðilegar tölur um algengi og nýgengi stams eru á reiki en rannsóknir benda til að algengi stams sé um 1%. Flestir byrja að stama á leikskólaaldri en eingöngu hluti þeirra stamar fram eftir aldri. Fáar langtímarannsóknir hafa birst um stam en þættir sem eru taldir spá fyrir um framvindu stamsins eru kyn, fjölskyldusaga um stam, málkunnátta barnsins og einkenni stamsins.

Efniviður og aðferðir: Í þessari rannsókn voru 38 einstaklingar (greindir með stam) athugaðir í tvígang, í fyrra skiptið (árið 2005) á leikskólaaldri (2-5 ára) en í seinna skiptið (árið 2012) milli 9 og 13 ára. Í bæði skiptin var tal barnsins metið á myndbandsupptökum en auk þess fylltu foreldrar út spurningalista um þróun stamsins. Í seinna skiptið voru börnin enn fremur spurð um stamið og framvindu þess.

Niðurstöður: Út frá tali barnsins á myndbandsupptökum og svörum á spurningalistum í seinna skiptið kom í ljós að 9 börn, eða 24%, voru með þrálátt stam, 22, eða 58%, voru hættir og vafatilvik voru 7, eða 18%. Vafatilvik voru þau börn þar sem ekki kom stam á upptökum en börnin eða foreldrar þeirra sögðu að börnin stömuðu einstaka sinnum. Farið verður yfir þætti sem hafa áhrif á bata, svo sem kyn, ættarsögu, málkunnáttu, einkenni, sögu stamsins og breytileika.

Ályktanir: Velt verður vöngum yfir framvindu stams, hvað þýði að bata hafi verið náð og börnin séu hætt að stama.

 

 

E 62 Þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda meðal leikmanna íslenskra félagsliða í knattspyrnu

Daníel Ólason1, Kristján Óskarsson1, Tryggvi Einarsson2, Hafrún Kristjánsdóttir2

1Sálfræði, Heilbrigðisvísindasvið, 2Íþróttafræðisvið, Háskólinn í Reykjavík

dto@hi.is

Inngangur: Lítið er vitað um þátttöku íþróttafólks í peningaspilum og tíðni hugsanlegs spilavanda í þeim hópi. Í þessari rannsókn var könnuð þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda á meðal leikmanna íslenskra knattspyrnuliða sem skráð voru í Íslandsmót KSÍ.

Aðferð: Gögnum var safnað með rafrænum spurningalista og var haft samband við þátttakendur í gegnum Facebook síður félagsliða. Samkvæmt KSÍ voru 105 félagslið með um það bil 2.170 leikmenn 18 ára og eldri skráð í Íslandsmót. Alls fengust svör frá 725 leikmönnum á aldrinum 18-41 árs (M = 23,2), eða frá um 33% af heildarfjölda leikmanna. Meirihluti þátttakenda voru karlkyns (75,4%).

Niðurstöður: Um 66% leikmanna höfðu spilað peningaspil á síðustu 12 mánuðum og tæplega 21% spiluðu vikulega eða oftar. Knattspyrnugetraunir á erlendum vefsíðum voru vinsælasta tegund peningaspila meðal leikmanna en karlar spiluðu meira í nánast öllum gerðum peningaspila en konur. Spilavandi var metinn með Problem Gambling Severity Index (PGSI) og reyndust 3,3% karla og 0,6% kvenna eiga við spilavanda að stríða. Þátttaka í flestum gerðum peningaspila var algengari meðal leikmanna er áttu við nokkurn spilavanda að stríða og var munur milli spilavandahópa áberandi mestur fyrir knattspyrnugetraunir og póker. Athyglisvert var að um 7% leikmanna höfðu veðjað á úrslit eigin leikja á erlendum vefsíðum.

Ályktanir: Almennt séð benda niðurstöður rannsóknar til þess að mikilvægt sé að gera leikmönnum íslenskra knattspyrnuliða grein fyrir mögulegum skaðlegum afleiðingum reglubundinnar þátttöku í peningaspilum. Einnig kann veðmál leikmanna á úrslit eigin leikja auka hættuna á hagræðingu úrslita (match fixing).

 

 

E 63 Álagseinkenni, streita og almenn kvíðaeinkenni hjá íslenskum handboltamönnum

Stefán Stefánsson1, Halldór Halldórsson2, Þorsteinn Óskarsson2

1Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands

stefan@styrkurehf.is

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að áreiðanleikaprófa íslenska þýðingu Sport Anxiety Scale-2 spurningalistans og kanna algengi og fylgni á milli álagseinkenna, íþróttatengdra kvíðaeinkenna og almennrar kvíðaröskunar hjá íslenskum handboltamönnum.

Efniviður og aðferðir: Spurningalistar voru sendir til 197 leikmanna í efstu tveimur deildum karla í handbolta með tveggja vikna millibili. OSTRC spurningalistinn kannar algengi álagseinkenna, SAS-2 spurningalistinn kannar íþróttatengd kvíðaeinkenni og GAD-7 spurningalistinn mælir einkenni almennrar kvíðaröskunar. Kappagildi var notað til að kanna samræmi fyrri og seinni mælingar SAS-2, Kí-kvaðrat próf til samanburðarhópa sem svöruðu OSTRC spurningalistanum og Wilcoxon's próf til samanburðar niðurstaða SAS-2 og GAD-7.

Niðurstöður: Heildarsamræmi íslenskrar þýðingar SAS-2 spurningalistans í endurteknum mælingum reyndist hóflegt (56,8%) og fylgnistuðull (ICC3,1) var 0,87. Alls fundu 55,4% þátttakenda fyrir álagseinkennum: 24,1% í mjóbaki, 22,9% í öxl og 21,7% í hné. Hærra hlutfall 30 ára og eldri skráðu álagseinkenni í mjóbaki samanborið við yngri aldurshópa (p<0,01). Hærra hlutfall 18-25 ára skráðu álagseinkenni í hnjám samanborið við en 30 ára og eldri (p<0,05). Hærra hlutfall hornamanna skráðu álagseinkenni í öxl en línumenn (p=0,04). Meðalstigafjöldi á SAS-2 spurningalistanum var 23,1 stig og á GAD-7 4,2 stig. 9,6% þátttakenda fengu ≥ 10 stig á GAD-7 spurningalistanum, sem bent getur til almennrar kvíðaröskunar. Lítil fylgni fannst á milli álagseinkenna, SAS-2 og GAD-7.

Ályktanir: Íslensk þýðing SAS-2 virðist áreiðanlegt matstæki í endurteknum mælingum. Einkenni almennrar kvíðaröskunar eru sambærileg og hjá íslenskum atvinnumönnum í boltaíþróttum, en meiri en hjá almennu þýði. Tíðni álagseinkenna í hné og öxl eru sambærileg erlendum rannsóknum en tíðni mjóbakseinkenna er hærri í þessari rannsókn.

 

E 64 Hvert er hlutverk sjúkraþjálfara með íslenskum íþróttaliðum?

Bríet Bragadóttir1, Harpa Söring Ragnarsdóttir2, Árni Árnason2

1Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands, 2Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands

brietbr@simnet.is

Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna starf sjúkraþjálfara á Íslandi með íþróttafólki og íþróttaliðum. Fáar rannsóknir hafa farið fram á starfi sjúkraþjálfara með íþróttaliðum hér á landi og erlendis. Rannsókn sem þessi getur gefið vísbendingu um hvernig sjúkraþjálfarar á Íslandi haga starfi sínu með íþróttaliðum og íþróttafólki. Lögð var áhersla á viðveru, meðhöndlun, forvarnir, aðstöðu, þjálfun og samskipti.

Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur með tölvupósti til allra starfandi sjúkraþjálfara í Félagi sjúkraþjálfara á Íslandi. Svörun spurningalistans var 65%. Við tölfræði úrvinnslu var notast við Kí-kvaðrat og Fisherspróf til að reikna marktæki spurninga sem bornar voru saman.

Niðurstöður: 39% sjúkraþjálfara á Íslandi sem svöruðu spurningalistanum sinntu sjúkraþjálfun íþróttafólks og höfðu 17% sjúkraþjálfara íþróttalið/-fólk í sinni umsjá (þ.e. voru ráðnir til starfa af ákveðnu félagi eða liði). Helsta hlutverk sjúkraþjálfara í keppni var skoðun (95%), greining (95%), meðhöndlun (95%), ráðgjöf (92%), fræðsla vegna meiðsla (92%), undirbúningur íþróttamanns fyrir keppni (94%) og ákvarðanataka eftir meiðsli (92%). Alls unnu 65% sjúkraþjálfara sjálfir eða í samráði við þjálfara liðsins að forvörnum gegn meiðslum og 40% sjúkraþjálfara komu að þjálfun íþróttaliðs/-manna utan þjálfunar slasaðra íþróttamanna. Alls sögðu 32% sjúkraþjálfara að þjálfarar eða aðrir reyndu að hafa áhrif á ákvarðanatöku sína varðandi slasaða íþróttamenn. Þegar borið var saman starf sjúkraþjálfara hjá körfubolta-, knattspyrnu- og handknattleiksliðum fannst enginn marktækur munur.

Ályktun: Með svörun spurningalistans hefur fengist ákveðin mynd af starfi sjúkraþjálfara með íþróttaliðum og íþróttafólki á Íslandi sem gefur vísbendingar um starf sjúkraþjálfara á þessu sviði.

 

 

E 65 Algengi álagseinkenna hjá CrossFit-iðkendum á Íslandi: spurningalistakönnun

Sigrún Agnarsdóttir Johnson1, Silja Rós Thedórsdóttir2

1Eirberg, 2Atlas endurhæfing

saj33@hi.is

Inngangur: CrossFit er ung og sívaxandi íþrótt, bæði á Íslandi og um heim allan. Fáar rannsóknir eru til um íþróttina og höfundar vita ekki til þess að nein rannsókn hafi verið gerð um meiðsli eða álagseinkenni í CrossFit á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að: 1) kanna algengi álagseinkenna í hnjám, mjóbaki og öxlum hjá CrossFit-iðkendum á Íslandi yfir sjö daga tímabil, 2) kanna tengsl álagseinkenna við magn æfinga og verkjaupplifun, 3) kanna möguleg tengsl núverandi álagseinkenna og fyrri einkenna.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var þversniðsrannsókn yfir 7 daga tímabil. Spurningalisti var sendur út á hópinn “CROSSFIT á ÍSLANDI” á Facebook og svöruðu 253 (8,9%) einstaklingar honum. Spurningalistinn fól í sér fjóra hluta: (1) grunnupplýsingar, (2) álagseinkenni í hnjám, (3) mjóbaki og (4) öxlum síðustu sjö daga.

Niðurstöður: 147 (58,1%) þátttakendur höfðu fundið fyrir álagseinkennum í hné, mjóbaki eða öxl. Algengast var að fólk fyndi álagseinkenni í öxl (36,1%), því næst í mjóbaki (28,4%) og hné (22,0%). Álagseinkenni sem byrjuðu eftir að CrossFit-iðkun hófst voru einnig algengust í öxl (20%). Engin marktæk tengsl fundust á milli fjölda æfinga á viku og tíðni álagseinkenna. Fyrri álagseinkenni reyndust áhættuþáttur fyrir álagseinkennum í öxl (RR=2,3, 95%CI=1,6-3,2), mjóbaki (RR=3,3, 95%CI=2,0-5,4) og hné (RR=3,1, 95%CI=1,9-5,1).

Ályktun: Algengt var að þátttakendur í CrossFit fyndu fyrir álagseinkennum þá viku sem rannsóknin stóð yfir, sérstaklega í öxl. Saga um álagseinkenni var áhættuþáttur fyrir endurtekin álagseinkenni. Frekari rannsókna er þörf til að meta magn og alvarleika álagseinkenna í CrossFit yfir lengri tíma.

 

 

E 66  Regluleg hreyfing í borgarnáttúru skilar heilsusamlegri útkomu en sama hreyfing í manngerðu umhverfi

Gunnþóra Ólafsdottir1, Paul Cloke2, Elissa Epel3, Jue Lin4, Zoé Van Dyck5, Björg Þorleifsdóttir3, Þór Eysteinsson3, Marta Guðjónsdóttir3, Hans Beck6, Arna E. Karlsdóttir6, André Schulz5, Elizabeth Cook7, Joshua Cheon4, Claus Vögele5

1Rannsóknamiðstöð Ferðamála, Háskóli Íslands, 2Landfræðideild, Háskólinn í Exeter, 3Læknadeild, Háskólinn í Kaliforníu (UCSF), 4Efna- og eðlisfræðideild, Háskólinn í Kaliforníu (UCSF), 5Rannsóknastofnun um heilsu og lífsstíl, Háskólinn í Lúxemborg, 6Hjarta- og lungnarannsóknastofa, Reykjalundur, 7Rannsóknakjarni klínískrar lífefnafræði, Landspítali

gunnthora@hi.is

Inngangur: Rannsóknir sýna að regluleg hreyfing lengir litningaenda (telomere) og við það dregur úr hrörnun, minnkar áhætta á sjúkdómum og lífslíkur aukast. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hreyfing í náttúruríku umhverfi getur haft góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort umhverfið þar sem hreyfingin fer fram hafi áhrif á viðhald litningaenda og geti þannig skipt sköpum fyrir heilsuna.

Efniviður og aðferðir: 60 Íslendingar (50% konur, meðalaldur 25,9 ±3,4 ár) tóku þátt í 5 mánaða lífsstílsbreytingu (vetur-sumar) sem fól í sér að stunda reglulega þolþjálfun úti í borgarnáttúrunni (n=20), eða inni í heilsuræktarstöð (n=20) eða breyta ekki lífsstíl sínum (n=20). Mælingar voru gerðar á lengd litningaenda, magni á litningaendaensími (telomerase) og hvatbera DNA (mtDNA) fyrir og eftir lífsstílsbreytinguna, sem og aðrar lífeðlisfræðilegar og sálfræðilegar breytur sem mældar voru mánaðarlega.

Niðurstöður: Litningaendar lengdust marktækt í öllum hópum --
(p< .001), sem mögulega tengist árstíðasveiflum, en tilhneigingin var meiri hjá þolþjálfunarhópunum. Eftir lífsstílsbreytinguna mældist litningaendaensímið hjá innihópnum marktækt minna en hjá náttúru- og viðmiðunarhópnum sem bendir til minni getu til viðhalds og/eða áframhaldandi lengingar litningaenda. Einnig fundust veikar vísbendingar um að lengingin væri mest hjá þeim einstaklingum í inni- og viðmiðunarhópi, sem höfðu langa litningaenda fyrir. Því var öfugt farið hjá náttúruhópnum.

Ályktanir: Umhverfið þar sem regluleg hreyfing fer fram virðist skipta máli fyrir viðhald litningaenda. Náttúruríkt umhverfi hefur í þessu samhengi jákvæðari áhrif en manngert. Niðurstöðurnar gefa til kynna að útivist og náttúruupplifun samhliða reglulegri hreyfingu sé mikilvægur þáttur til að tryggja góða (lýð)heilsu.

 

 

E 67 Rare functional variant in TM2D3 is associated with late-onset Alzheimer's disease

Jóhanna Jakobsdóttir

Icelandic Heart Association

jjakobsdottir@gmail.com

Introduction: We performed an exome-wide association analysis in 1393 late-onset Alzheimer's disease (LOAD) cases and 8141 controls from the CHARGE consortium.

Results: We found that a rare variant (P155L) in TM2D3 was enriched in Icelanders (~0.5% versus <0.05% in other European populations). In 433 LOAD cases and 3903 controls from the Icelandic AGES sub-study, P155L was associated with increased risk and earlier onset of LOAD [odds ratio (95% CI) = 7.5 (3.5-15.9), p =6.6x10-9]. Mutation in the Drosophila TM2D3 homolog, almondex, causes a phenotype similar to loss of Notch/Presenilin signaling. Human TM2D3 is capable of rescuing these phenotypes, but this activity is abolished by P155L, establishing it as a functionally damaging allele.

Conclusions: Our results establish a rare TM2D3 variant in association with LOAD susceptibility, and together with prior work suggests possible links to the β-amyloid cascade.

 

 

E 68 Cancer genetic counselling based on electronic mega-pedigrees incorporating Cancer Registry information 2007-2015

Vigdís Stefánsdóttir1, Óskar Jóhannsson2, Heather Skirton3, Laufey Tryggvadóttir1, Jón J. Jónsson1

1Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Medical Oncology, Landspitali - University Hospital, 3Plymouth University

vigdiss@hi.is

Introduction: Cancer genetic risk assessment uses pedigrees. We describe the experience with mega-pedigrees using information from the population-based genealogy database of the Genetical Committee and Icelandic Cancer Registry. Until recently, only two BRCA pathogenic variations (PV) were known in the Icelandic population i.e. the BRCA2:c.771_775del5 with carrier frequency 0.6- 0.8% and the BRCA1:5193G->A, with unknown but low frequency.

Materials and Methods: The study was based on 1981 individuals seen in our clinic for familial breast and ovarian cancer in the years 2007-2015. Megapedigrees with 6° relatives were electronically constructed. The risk assessment program Boadicea™ was used to guide risk assessment and testing. ROC curves were calculated with MedCalc™ on 175 randomly chosen subset of women from BRCA2 families, 86 with positive results and 90 with negative results.

Results: Pedigree size varied from 14-4198 individuals (average 379). Non-overlapping families with the BRCA2 PV were 55 and 5 with the BRCA1 PV. In all, 1400 counselees were tested for the two Icelandic PV. Of 755 individuals in the BRCA2 families, 338 had a positive result, while of the 59 individuals in the BRCA1 families 24 were positive. ROC classification efficiency for the presence of BRCA2:c.771_775del5 increased significantly with pedigree size up to 3° relatives. Three other BRCA1 and one BRCA2 PV were found.

Discussion: Electronic mega-pedigrees based on data from electronic genealogy database and cancer registry are a useful tool in cancer genetic counselling. Typical handmade cancer pedigrees may loose valuable information since their size often does not include 3° relatives.

 

 

E 69 Bone disease in Monoclonal Gammopathy of Undetermined Significance: Results from a Screened Population-Based Study

Sigrún Þorsteinsdóttir1, Sigrún H. Lund2, Ebba K. Lindqvist3, Maríanna Þórðardóttir2, Gunnar Sigurðsson4, Rene Costello5, Debra Burton5, Hlíf Steingrímsdóttir1, Leonore J. Launer6, Vilmundur Guðnason4, Guðný Eiríksdóttir4, Kristín Siggeirsdóttir4, Tamara B. Harris6, Ola Landgren7, Sigurður Y. Kristinsson2

1Internal medicine services, Landspitali Hospital, 2The School of Health Sciences, University of Iceland, 3Department of Medicine, Division of Hem, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 4Hjartavernd, 5Center for Cancer Research, National Institutes of Health, 6National Institute on Aging, National Institutes of Health, 7Myeloma Service, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet

sigrunth86@gmail.com

Background: Monoclonal gammopathy of unknown significance (MGUS) is a precursor condition that precedes multiple myeloma. Our aim was to analyze bone mineral density (BMD), bone volume, and risk of fractures among individuals with MGUS in a screened population.

Methods: We performed a screening for MGUS using the AGES-Reykjavik Study cohort, consisting of 5,764 individuals. Through serum protein electrophoresis and free light chain analyses, 300 individuals with MGUS and 52 with light chain MGUS were identified. Quantitative computerized tomography (QCT) was performed to evaluate BMD and bone geometry. Analysis of variance and Tukey's honest significance test were used to compare the groups. Hospital records were used to record fractures. Cox proportional hazard models were used to compare risk of fractures.

Results: No difference was found in BMD between subjects with MGUS and others at the spine (p=0.21) or total hip (p=0.22). Individuals with MGUS had a significant increase in bone volume compared to others in the lumbar spine (p<0.001) and in total hip (p<0.001). Overall, the risk of fractures was not significantly increased in individuals with MGUS as compared to others (hazard ratio (HR): 1.19). Men with MGUS had a significantly increased risk of fractures, compared to other men (HR: 1.49).

Conclusion: Our results from a screened population show that individuals with MGUS do not have a decreased BMD at the lumbar spine or hip. Interestingly, we found that bone volume is increased in individuals with MGUS, especially in men, who also have an increased risk of fractures.

 

E 70 MUC5B and Radiologic Subtypes of Interstitial Lung Abnormalities in the AGES Study

Gunnar Guðmundsson1, Rachel K. Putman2, Tetsuro Araki3, Sigurður Sigurðsson4, Thor Aspelund4, Vilmundur Guðnason4, Hiroto Hatabu3, Gary M. Hunninghake2

1Deparment of Pharmacology and Toxicology, Faculty of Medicine, UI, 2Pulmonary and Critical Care Division, Harvard University, 3Department of Radiology, Harvard University, 4The Icelandic Heart Association

ggudmund@landspitali.is

Objectives:  To replicate the association between ILA and the MUC5B promoter polymorphism in the Age Gene/Environment Susceptibility (AGES) study.

Methods: ILA were assessed via chest computed tomography (CT) scans in 5,320 participants, using a sequential reading method. CT scans with ILA were then sub-typed into phenotypes. Multivariable logistic regression models were used for analyses.

Measurements and Main Results: In the AGES-Reykjavik cohort, ILA was present in 378 (7%), 1726 (32%) had indeterminate ILA status and 3216 (61%) had no ILA on chest CT. Advanced age, increased tobacco smoke exposure, and the MUC5B promoter polymorphism (odds ratio [OR] of 2.7, 95% Confidence Interval [CI] 2.2, 3.2, P<.0001) were all independently positively associated with ILA and with ILA with definite fibrosis [OR=3.3, 95% CI 2.4, 4.4, P<.0001] in multivariable analyses in the AGES-Reykjavik study. The MUC5B promoter polymorphism was associated with all radiologic subtypes of ILA with varying effect sizes, including the phenotype of UIP [OR=3.7, 95% CI 1.9, 7.4, P=0.0002], probable UIP [OR=3.5, 95% CI 2.4, 5.0, P<.0001], possible UIP [OR=2.8, 95% CI 2.1, 3.7, P<.0001]. Also, somewhat surprisingly the MUC5B promoter polymorphism was also positively associated with CT findings not consistent with UIP [OR=1.9, 95% CI 1.3, 2.6, P=0.0002].

Conclusions: The MUC5B promoter polymorphism is associated with ILA. Separately MUC5B is associated with all radiologic subtypes of ILA. These findings provide further evidence of the importance of the MUC5B promoter polymorphism in a broad spectrum of early and/or mild stages of pulmonary fibrosis.

 

 

E 71 The influence of obesity onresponse to TNF- a inhibitors in psoriatic arthritis

Pil Højgaard1, Bente Glintborg1, Lars Erik Kristensen2, Björn Guðbjörnsson3, Jón Þorvarður Löve4, Lene Dreyer1,5

1Gentofte Hospital,Rigshospitalet, Department of Rheumatology, 2Bispebjerg and Frederiksberg Hospital, Parker Institue, 3Landspítali University Hospital, Center for Rheumatology Research (ICEBIO), 4Faculty of Medicine, University of Iceland, Department for  Scientific Affairs, Landspitali University Hospital, 5University of Copenhagen

bjorngu@landspitali.is

Objectives: To investigate theimpact of obesity on response to TNFi treatment in PsA.

Methods: Observational cohort study based on the Danish and Icelandic biologics registries. Kaplan-Meier plots, Cox and logistic regression analyses were performed to study the impact of obesity (BMI ⩾ 30 kg/m 2 ) onTNFi adherence and response after 6 months (according to ACR20/50/70% improvement). Subanalyses studied the impact of obesity according to gender, TNFi type and nationality.

Results: Among 1943 PsA patients (193 Icelandic) identified in the registries, 1271 (65%) had availableBMI and 408 (32%) were obese. The median follow-up-time was 1.5 years [IQR 0.5-3.9]. Obese patients had higher baseline disease activity, for example, 28-joint DAS [mean 4.6 (SD 1.2) vs 4.4 (1.2)]; CRP [median 9 mg/l (IQR5-19) vs 7 (3-18)] and VAS-pain [66 mm (IQR 48-76) vs 60 (38-74)], compared with non-obese patients (all P < 0.05). TNFi adherence was shorter in obese patients, the median TNFi duration was 2.5 years (95% CI 1.7, 3.2) in obese vs 5.9 (4.1, 7.7) in non-obese patients (P < 0.01). A EULAR good or moderate (EGOM) response was achieved by 55% of obese vs 65% of non-obese patients (P = 0.02). Inmultivariable analyses, obesity increased the risk of TNFi withdrawal [HR 1.6 (95% CI 1.3, 2.0)] and reduced odds for EGOM response [OR 0.47 (95% CI 0.29, 0.72)]. The impact of obesitywas significant across genders and TNFi types.

Conclusion: Obesity wasassociated with higher disease activity and seemed to diminish response and adherence to TNFIs in PsA.

 

 

E 72 Reduced carriage of vaccine type pneumococci in children following vaccination with the 10-valent pneumococcal vaccine

Samúel Sigurðsson1, Helga Erlendsdóttir2, Birgir Hrafnkelsson3, Karl G. Kristinsson2, Ásgeir Haraldsson4

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Clinical Microbiology, Landspitali, University Hospital, 3Department of Mathematics, University of Iceland, 4Children's Hospital Iceland, Landspitali, University Hospital

samuelsigurds@gmail.com

Introduction: Vaccination with the 10-valent pneumococcal conjugate vaccine (PCV-10) was initiated in Iceland in 2011 for children born in 2011 and later without catch-up.

Aim: To determine the impact of PCV-10 on nasopharyngeal carriage of pneumococci.

Methods: An ongoing, repeated cross-sectional study where nasopharyngeal swabs were collected in March every year from 2009-2015, from children attending 15 Day Care Centres in the Reykjavik capital area. Isolates were cultured selectively for pneumococci and serotyped with PCR and/or latex agglutination. To attain compatible age distribution, only children < 4 years of age were included and the Non-Vaccine Eligible cohorts (NVEC, born ≤2010) compared with the Vaccine Eligible Cohorts (VEC, born ≥2011). To exclude possible herd effect bias NVECs sampled in 2013 and later were excluded.

Results: There were 917 isolates in the VEC and 387 in the NVEC included in this study. The average age was higher in the NVEC than the VEC (2.89 vs 2.80, p=0.02). Nosignificant differences was in carriage (69.5% in both groups) or sex (51.5% vs 53.8% males). Vaccine types represented 51.1% and 4.5% of the pneumococcal isolates for NVEC and VEC respectively. Pooled vaccine efficacy for acquisition of vaccine types for the VEC compared to the NVEC was 94% (95%CI:90-96%). For the vaccine-associated serotypes (6A and 19A) a 33% (95%CI:1%-55%) reduction was found. There was a significant increased prevalence of the non-vaccine serotypes in the VEC.

Conclusion: Vaccine serotypes were almost eliminated from carriage following the vaccination. In addition, a reduction of vaccine-associated serotypes (6A,19A) was seen, indicating possible cross-reactivity.

 

 

E 73 Decreased anti-microbial resistance in healthy children attending Day Care Centres after pneumococcal vaccination in Iceland

Samúel Sigurðsson1, Helga Erlendsdóttir2, Birgir Hrafnkelsson3, Karl G. Kristinsson2, Ásgeir Haraldsson4

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Clinical Microbiology, Landspitali, University Hospital, 3Department of Mathematics, University of Iceland, 4Children's Hospital Iceland, Landspitali, University Hospital

samuelsigurds@gmail.com

Introduction: 10-valent pneumococcal conjugate vaccination (PHiD-CV) was initiated in Iceland for children born in 2011 and later, without catchup.

Aim: To determine the impact of PHiD-CV on anti-microbial resistance of pneumococcal isolates in children attending Day Care Centres (DCCs).

Methods: Cross-sectional carriage studies were conducted every March 2009-2015 and NP swabs collected from children attending DCCs in Reykjavik, for pneumococcal culture, susceptibility testing and serotyping. Resistant and intermediately resistant isolates were defined as non-susceptible, and multi-resistance as non-susceptibility to >3 antimicrobial classes. To attain comparable age distribution, only children <4 years of age were included; the Non-Vaccine Eligible cohorts (NVEC, born 2010 and earlier) were compared to the Vaccine Eligible Cohorts (VEC, born 2011 and later). To exclude possible herd effect bias NVECs sampled in 2013 and later were excluded. Non-typeable pneumococci were excluded.

Results: 870 pneumococcal isolates were included in the NVEC and 365 in the VEC. There were no significant differences in carriage (69.5% vs 70.1%, p=0.8) between the groups. The NVEC group had higher parent reported recent antibiotic usage (p<0.05) and average age (2.89 vs 2.80, p<0.05) than the VEC. The NVEC group excibited higher MIC against Penicillin than the VEC. Non-susceptibility to erythromycin, co-trimoxazole and multi-resistance declined significantly (NVEC vs. VEC: 13.1% vs. 9.0%, p<0.05, 22.2% vs 12.1%, p<0.001 and 9.3% vs 4.4%, p=0.004, respectively). In NVEC serotype 19F caused 89.0% of multi-resistance, in VEC serotype 15 was the most prevalent.

Conclusion: Emerging non-vaccine serotypes exhibit lower anti-microbial resistance, mainly driven by the reduction of serotype 19F.

 

 

E 74 Cell membrane permeable but not impermeable carbonic anhydrase inhibitors dilate pre-contracted pig retinal arteries

Þór Eysteinsson1, Hrönn Guðmundsdóttir1, Arnar Ö. Harðarson1, Fabrizio Carta2, Claudiu Supruran2

1Physiology, University of Iceland, 2 Neurofarba University of Florence

thoreys@hi.is

Introduction: Carbonic anhydrase inhibitors (CAI's) are used to lower intraocular pressure in glaucoma. Some have also been found to elevate retinal PO2 and dilate retinal arteries. But the mechanism is unknown. The aim is to identify which carbonic anhydrase isoenzymes are involved in control of vascular wall tension, and whether located intracellularly or on the surface of cell membranes. Selective membrane permeable and impermeable CAI's were used for this purpose.

Materials and methods: Dissected segments of porcine retinal arteries were mounted in a wire myograph for measurement of contractile activity and precontracted with 10-6M U-46619, a prostaglandin analog, added to the organ bath. With the vascular tone stabilized the CAI's tested were applied separately to the bath, and the effects of each on the tone recorded. Results are presented as mean ± SEM percentage of the maximum vasodilation, as compared to the prior vasoconstriction induced by 10-6M U-46619.

Results: The membrane permeable CAI dorzolamide (10-3M) induced a mean relaxation of 76 ± 8% (p < 0.02) when precontracted with U-46619. Benzolamide, considered a membrane impermeable CAI, induced a dose-dependent, significant mean relaxation of 85 ± 8% (p < 0.01). The pyridinium derivative FC5-207A (10-3M), a membrane impermeable CAI, had no effects on vascular wall tension. Three other membrane impermeable CAIs, sulfonamides MB9-512B, MB9-523R9A, and MB9-527R2A, had no significant effects on wall tension.

Conclusions. Membrane permeable carbonic anhydrase inhibitors induce vasodilation in precontracted porcine retinal arteries, while membrane impermeable inhibitors do not, suggesting that cytosolic isoenzymes mediate the vasodilation.

 

 

E 75 Eye Manifestations in Adenine Phosphoribosyltransferase Deficiency

Hrafnhildur L. Runólfsdóttir1, Runólfur Pálsson2, Inger M. Ágústsdóttir3, Viðar Ö. Eðvarðsson3, Gunnar M. Zoëga4

1Landspitali University Hospital, 2Division of Nephrology, Landspitali University Hospital, 3Children's Medical Center, Landspitali University Hospital, 4Division of Ophthalmology, Landspitali University Hospital

hrafnhr@landspitali.is

Introduction: Adenine Phosphoribosyltransferase (APRT) deficiency is a hereditary disorder of purine metabolism that leads to excessive production and renal excretion of 2,8-dihydroxyadenine (DHA), causing kidney stones and crystal nephropathy. Treatment with allopurinol or febuxostat alleviates DHA production, stone burden and kidney injury. Extrarenal manifestations have not been reported, except for one case of possible corneal deposits. The aim of this study was to characterize eye symptoms among patients with APRTd.

Methods: Records of 58 patients in the RKSC APRTd Registry were systematically reviewed. Patients were invited for ophthalmologic examination.

Results: Twenty-seven patients complained of eye symptoms, most commonly irritation (n=17), photophobia (n=16), dry eyes (n=11), blurred vision (n=10) and foreign body sensation (n=10). Eleven have undergone a thorough eye examination, of whom 8 had corneal findings, including superficial punctate keratitis, punctate epithelial erosions and corneal “deposits”. Four additional patients had a history of corneal defects. Eye symptoms were only reported in patients receiving treatment with allopurinol or febuxostat. At last follow-up, 23 patients were treated with allopurinol at a median (range) dose of 300 (200-600) mg/day, while 3 were taking febuxostat 80 mg/day. Three patients discontinued pharmacotherapy due to the eye symptoms and experienced relief within days or weeks.

Conclusion: Ocular manifestations are common in patients with APRTd, including signs of corneal injury and deposits, which may consist of DHA. The ocular manifestations may also be drug-related although such findings have not been reported for allopurinol or febuxostat. Future studies will focus on determining the nature of the corneal deposits.

 

 

E 76 Norðurljósagreining á oxunarskemmdum í DNA

Hafþór I. Ragnarsson1, Bjarki Guðmundsson1,2, Hans G. Þormar1,3, Jón J. Jónsson1,2

1Lífefna- og sameindalíffræðistofa, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Erfða og sameindalæknisfræðideild, Landspítala, 3Lífeind ehf.

hir11@hi.is

Inngangur: Oxunarskemmdir í DNA tengjast öldrun og ákveðnum sjúkdómum, þ.m.t. krabbameinum. Oxunarskemmdir myndast m.a. vegna Fenton hvarfs, en það er myndun frjálsra stakeinda úr vetnisperoxíði þegar það kemst í tæri við tvígildar málmjónir. Norðurljósagreining er aðferð sem greinir margs konar skemmdir í DNA samtímis í flóknum kjarnsýrusýnum með fljótlegum og einföldum hætti. Aðferðin byggir á tvívíðum þáttháðum rafdrætti sem aðgreinir DNA sameindir eftir lengd, þáttun, byggingu og lögun. Aðferðin greinir m.a. ein- og tvíþátta brot, innan- og milliþátta krosstengi, fyrirferðamikla tengihópa og uppsöfnun einþátta DNA. Oxunarskemmdir eins og 8-oxógúanín breyta ekki byggingu og lögun DNA nægilega til að þær greinist með Norðurljósagreiningu. Fpg er viðgerðarensím sem að þekkir oxunarskemmdir á borð við 8-oxógúanín og myndar einþátta brot í DNA þar sem slíkar skemmdir er að finna. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að Norðurljósagreining með Fpg skurði geti verið notuð til að greina oxunarskemmdir í DNA.

Efniviður og aðferðir: Oxunarskemmdir voru framkallaðar í DNA með Fenton hvarfi og Fpg viðgerðarensím var notað til að skera oxunarskemmdir úr og mynda einþátta brot. Norðurljósagreining var notuð til að greina DNA skemmdir.

Niðurstöður: Norðurljósagreining greindi einþátta brot og milliþátta krosstengi sem mynduðust í DNA við Fenton hvarf og með meðhöndlun Fpg ensíms greindist aukning í einþátta brotum sem samsvarar oxunarskemmdum.

Ályktanir: Norðurljósagreining getur verið öflug aðferð til að greina oxunarskemmdir í DNA. Milliþátta krosstengi af völdum Fenton hvarfs greindust en því hefur ekki verið lýst áður. Með notkun Fpg var hægt að greina oxunarskemmdir sem valda ekki breytingum í byggingu og lögun DNA.

 

 

E 77 Samspil TGFbeta og TSP-1 í æðaþeli og brjóstakrabbameini

Helga Þráinsdóttir1, Jóhann F. Rúnarsson2, Guðrún Valdimarsdóttir2

1Lífefna- og sameindalíffræðistofa, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands

hheellggaa@gmail.com

Inngangur: Talið er að brjóstakrabbameinsfrumur sem hafa dreifst frá frumæxlinu séu ekki aðeins háðar æðum vegna blóðflæðis heldur seyti æðaþelsfrumur þáttum sem hafi áhrif á vöxt meinvarpa. Thrombospondin-1 (TSP-1) er sykruprótein sem hemur æðamyndun. Transforming growth factor beta (TGFbeta) eykur tjáningu TSP-1. TGFbeta eykur einnig tjáningu próteinsins Id1 sem hvetur æðavöxt. Æðaþelsfrumur hafa tvennskonar viðtaka fyrir TGFbeta, ALK1 og ALK5. Markmiðið er að skoða samspil TGFbeta og TSP-1, áhrif þeirra á vöxt og fjölgun æðaþelsfrumna og brjóstakrabbameinsfrumna.

Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr músum og mönnum, auk ósæðarbúta úr músum voru örvuð með TGFbeta. Búnar voru til veiruagnir með shRNA til að slá niður tjáningu TSP-1 auk veiruagna með sívirkum ALK1 og ALK5 viðtökum. Próteintjáning var metin með western blot og ónæmisflúrlitun en RNA myndun með PCR. Vaxtarmynstur æðaþelsfrumna á matrigeli voru metin.

Niðurstöður: TGFbeta örvar tjáningu TSP-1 í æðaþelsfrumum. Sívirkjun ALK5 viðtakans eykur tjáningu TSP-1 en sívirkjun ALK1viðtakans eykur tjáningu Id1. Þegar TSP-1 er slegið niður eykst tjáning Id1. Ef TSP-1 er slegið niður eða ALK1 viðtakinn sívirkur mynda æðaþelsfrumur pípulaga vaxtarmynstur á matrigeli. Æðaþelsfrumur sem tjá TSP-1 mynda ekki pípulaga vaxtarmynstur.

Ályktanir: TGFbeta getur virkjað tvær boðleiðir í æðaþelsfrumum með andstæðum áhrifum á æðamyndun. TGFbeta hvetur tjáningu TSP-1 í gegnum ALK5 viðtakann og hindrar þannig æðamyndun. Þegar tjáning TSP-1 er slegin niður virkjast ALK1 boðleiðin, tjáning Id1 eykst og æðamyndun örvast. Þessar niðurstöður gefa ástæðu til athugana á áhrifum þessara boðleiða æðaþelsfrumna á krabbameinsfrumur og hafinn er undirbúningur rannsóknar á brjóstakrabbameinsfrumum í rækt og vefjasýnum.

 

 

E 78 Miðla utangenaerfðir kæliviðbragði í mannafrumum?

Salvör Rafnsdóttir1, Li Zhang2, Hans T. Björnsson1,2,3

1Læknadeild Háskóli Íslands, 2McKusick-Nathans-stofnunin í erfðalækningum, Læknadeild Johns Hopkins Háskólans, 3Barnadeild Læknadeild Johns Hopkins Háskólans

sar10@hi.is

Inngangur:  Hér rannsökum við hvort utangenaerfðakerfi sem miðla svörun við hitastigsáreiti hjá plöntum, H3K4me3 (Trithorax kerfi), geri slíkt hið sama hjá mönnum. Einnig eflist tjáning tveggja gena (CIRP og SP1) við kælingu en það nýtist til að rannsaka svörun frumna við kælingu og til að þróa aðferð sem án valskekkju afhjúpar þá þætti sem gætu átt þátt í auknu svari gena við kuldaáreiti.

Efni og aðferðir: Við notuðum utangenaerfðavísa til að rannsaka tilgátu okkar um að H3K4me3 sé rofinn sem frumur notast við til þess að bregðast við köldu hitastigsáreiti. Einnig voru útbúnir þrír hitastigssértækir vísar sem að segja til um tjáningu tveggja gena (CIRP og SP1). Þessir vísar gerðu okkur kleift að athuga mismunandi viðbrögð krabbameinsfrumulína á skjótvirkan hátt.

Niðurstöður: Við sáum tilhneigingu á aukningu á H3K4me3 merkjum með lægra hitastigsáreiti. Við sýndum fram á mismunandi tjáningarmynstur vísa hjá mismunandi frumulínum þegar þær voru útsettar fyrir hitstigsáreiti. HEK293 frumulínan var athuguð með öllum þrem vísum(HEK293-CIRP/SP1short/SP1long) og virkni athuguð við 26°C, 29°C, 32°C, 37°C og 40°C. Fyrir alla vísana sást marktækur munur milli 32°C og 37°C(P<0,05; P<0,001; P<0,001). SP1short vísirinn var innleiddur í fleiri frumulínur: HCT116, HeLa, Jurkat, K562, SK-N-SH. Þar sást marktækur munur á virkni vísins milli 32°C og 37°C hjá SK-N-SH (P<0,001).

Ályktanir: Mismunandi svörun gæti stafað af vefjauppruna eða erfðamengissamsetningar frumulínanna. Betri skilningur á aðlögun frumna að hitastigsbreytingum gæti aukið skilning hvernig kæling sem meðferð verkar og leitt til þess að hægt verði að þróa lyf sem framkallað jákvæð áhrif kælingar og þannig einfaldað meðferð sjúklings.

 

 

E 79 BRCA2 genabreytileiki og brjóstakrabbamein á jarðhitasvæðum

Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson

Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóli Íslands

addab@simnet.is

Inngangur: Rannsóknir á Íslandi hafa sýnt að tíðni brjóstakrabbameina er hærri á jarðhitasvæðum en annars staðar. Markmiðið er að meta tölulega hvort BRCA2 genabreytileiki er truflandi þáttur í þessum rannsóknum og skýri þessa háu tíðni brjóstakrabbameina.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni eru einstaklingar, á aldrinum 5-64 ára úr manntali sem tekið var árið 1981 og þeim fylgt eftir til loka árs 2013. Útsettur hópur og samanburðarhópar (íbúar volgra og kaldra svæða) eru skilgreindir eftir sveitarfélagsnúmerum, aldri hitaveitna og aldri berggrunns. Við rannsóknina er hlutfallsleg áhætta reiknuð með aðferð Axelson og Steenland og notaðar tölur úr öðrum birtum rannsóknum á tíðni BRCA2 genabreytileika hjá sjúklingum og hendings úrtaki þjóðarinnar.

Niðurstöður: Hættan á brjóstakrabbameini vegna BRCA2 genabreytileika, var reiknuð 106.97 hjá íbúum jarðhitasvæða, 103.50 hjá íbúum volgra samanburðarsvæða og 103.89 hjá íbúum kaldra samanburðarsvæða. Á jarðhitasvæðunum er því um 3% aukin áhætta á brjóstakrabbameini vegna BRCA2 genabreytileika í samanburði við volg og köld svæði.

Ályktun: Á jarðhitasvæðum eru stökkbreytingar tíðari vegna BRCA2 genabreytileikans en á samanburðarsvæðum, en það skýrir einungis brot af tíðni brjóstakrabbameina á jarðhitasvæðunum, þar sem áhættuhlutföllin (HR) reyndust 1,23 í samanburði við volg svæði og 1,42 í samanburði við köld svæði. Mismunandi dreifing BRCA2 genabreytileikans milli svæðanna er því ekki alvarlega truflandi þáttur, og skýrir ekki eitt sér hærri tíðni brjóstakrabbameina á jarðhitasvæðum.

 

 

E 80 Fíkniefnaneysla í Reykjavík metin með mælingum á frárennslisvatni

Arndís Löve, Kristín Ólafsdóttir

Rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði, Læknadeild, Háskóli Íslands

asl2@hi.is

Inngangur: Notkun ólöglegra fíkniefna er vaxandi vandamál í heiminum vegna neikvæðra áhrifa þeirra á heilsufar og glæpatíðni. Faraldsfræði frárennslisvatns (e. sewage epidemiology) er aðferðafræði sem notuð er til að meta notkun fíkniefna þar sem litið er á frárennslisvatn sem samansafn þvagsýna frá heilu samfélagi. Hægt er að meta fíkniefnanotkun á fljótvirkari og nákvæmari hátt samanborið við aðrar hefðbundnari aðferðir.

Efniviður og aðferðir: Frárennslissýnum var safnað með sjálfvirkum sýnatökubúnaði frá Skerjafjarðarveitu og Sundaveitu. Sýnataka stóð yfir í eina viku sumarið 2015 og í þrjár vikur vorið 2016. Magngreining var framkvæmd á algengum fíkniefnum ásamt metýlfenídati. Notaður var háþrýstivökvagreinir tengdur tvöföldum massaskynjara og fastfasa súluskiljun. Styrkir efnanna voru bakreiknaðir yfir í mg/dag/1000 íbúa.

Niðurstöður: Þegar borið var saman magn fíkniefna var amfetamín mest á báðum árstíðum og fylgdi þar kókaín, kannabis og MDMA á eftir. Þegar bornar voru saman árstíðir var amfetamín og kókaín í meira magni vorið 2016 en metamfetamín, MDMA, kannabis og metýlfenídat í meira magni sumarið 2015. Þessar niðurstöður sýna að aðgengi fíkniefna getur breyst milli tímabila og getur efnahagur einnig haft áhrif. Aukning var á MDMA og kókaín notkun um helgar samanborið við aðra vikudaga á báðum tímabilum og er þetta í samræmi við þekktar notkunarvenjur þessara efna. Notkun á amfetamíni, metamfetamíni, kannabisefnum og metýlfenídati var stöðugri yfir vikuna.

Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að þessi aðferðafræði getur gefið hraðar og nákvæmar upplýsingar um magn og notkunarvenjur fíkniefna á afmörkuðu svæði á Íslandi.

 

 

E 81 Að velja fæðingu án inngripa: Viðhorf ungra íslenskra kvenna til barneigna

Emma Swift1, Helga Gottfreðsdóttir1, Helga Zoëga2, Mechthild M. Gross3, Kathrin Stoll4

1Hjúkrunarfræðideild Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands, 3Midwifery Research and Education Unit, Department of Obstetrics, Gynaecology & R, 4School of Population and Public Health, University of British Columbia

ems23@hi.is

Inngangur: Viðhorf til fæðinga mótast snemma á lífsleiðinni og benda erlendar rannsóknir til að tengsl séu milli fæðingarótta fyrir meðgöngu og viðhorfa til notkunar tækni í barnseignarferlinu. Markmið þessarar rannsóknar er að auka þekkingu á hvaða þættir styrkja ungar íslenskar konur til að velja fæðingu án inngripa.

Efniviður og aðferðir: Nemendum Háskóla Íslands var boðið að taka þátt í alþjóðlegri, staðlaðri og þýddri spurningakönnun í nóvember 2014. Lógístísk aðhvarfsgreining var notuð til að finna hráa og leiðrétta hlutfallslega áhættu (RRa) og 95% öryggisbil (CI) fyrir viðhorf til fæðingar án inngripa með tilliti til fæðingarótta og sjálfsöryggis kvenna.

Niðurstöður: 410 konur sem ekki höfðu verið barnshafandi en vildu eignast barn í framtíðinni luku könnuninni. Ein af hverjum tíu konum vildu fæðingu án inngripa (n=44, 10.7%). Af 101 konu með lágan fæðingarótta vildi 21 kona (20.8%) fæðingu án inngripa. Af 66 konum með hátt sjálfsöryggi varðandi eigin fæðingarþekkingu vildu 15 (22.7%) konur fæðingu án inngripa. Konur með lágan fæðingarótta voru líklegri til að vilja fæðingu án inngripa samanborið við konur með meðal fæðingarótta (RRa=2.83; 95%CI; 1.48-5.41) og háan fæðingarótta (RRa=4.86; 95%CI; 1.37-17.27). Konur með hátt sjálfsöryggi varðandi eigin fæðingarþekkingu voru líklegri til að vilja fæðingu án inngripa samanborið við konur með meðal sjálfsöryggi (RRa=2.81; 95%CI; 1.51-5.22) og lágt sjálfsöryggi (RRa=3.42; 95%CI; 1.43-8.18).

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að ungar konur á Íslandi með lágan fæðingarótta og hátt sjálfsöryggi varðandi fæðingarþekkingu sína séu líklegri til að vilja fæðingu án inngripa en ungar konur með hærri fæðingarótta og lægra sjálfsöryggi varðandi fæðingarþekkingu sína.

 

 

E 82 Fæðingarinngrip á Íslandi og tengsl við lífstílssjúkdóma barnshafandi kvenna: lýðgrunduð rannsókn (1989-2014)

Emma Swift1, Helga Gottfreðsdóttir2, Helga Zoëga3

1Hjúkrunarfræðideild (Ljósmóðurfræði), Háskóli Íslands, 2Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 3Læknadeild, Háskóli Íslands

ems23@hi.is

Inngangur: Inngrip í fæðingar hafa aukist á undanförnum árum víða um heim. Einnig hefur algengi lífstílssjúkdóma, eins og sykursýki og háþrýstings, aukist. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa breytingum á notkun algengra fæðingarinngripa á Íslandi yfir 26 ára tímabil og jafnframt að kanna hvort sykursýkis- og háþrýstingsgreiningar móður hafi áhrif á notkun inngripa í fæðingu.

Efniviður og aðferðir: Í þessari lýðgrunduðu rannsókn voru notuð gögn úr Fæðingaskrá frá árunum 1989-2014. Í Fæðingaskrá má finna upplýsingar um allar fæðingar barna á Íslandi sem fædd eru þyngri en 500 grömm eða eftir 22. viku meðgöngu. Til grundvallar lágu 114.501 fæðingar yfir 26 ára tímabil. Algengum inngripum var lýst yfir tíma en einnig eftir félagslegum og meðgöngutengdum þáttum móður. Poisson aðhvarfsgreining var notuð til að skoða tengsl greininga á sykursýki og háþrýstingi og algengi inngripa í fæðingar.

Fyrstu niðurstöður: Algengi gangsetningar tvöfaldaðist á tímabilinu (frá 10,6% til 23,4%), og algengi mænurótardeyfingar fór úr 28,0% í 51,8% á sama tímabili. Algengi keisaraskurðar breyttist lítið (frá 12,1% í 15,8%). Fæðingarinngrip eru frekar nýtt hjá konum sem hafa greiningu um háþrýsting eða sykursýki en sú mikla aukning sem orðið hefur á fæðingarinngripum skýrist þó ekki fyllilega af fjölgun í þessum hópum.

Ályktanir: Algengi keisaraskurðar var stöðug á Íslandi á árunum 1989-2014. Á sama tíma tvöfaldaðist algengi gangsetninga og mænurótardeyfinga. Þessa aukningu má að einhverju leyti skýra með aukningu á greiningum á háþrýsting og sykursýki. Frekari rannsókna er þörf til að skoða hvaða ástæður liggja að baki mikilli aukningu í notkun gangsetninga og mænurótardeyfinga í fæðingum á Íslandi.

 

 

E 83 Ástæður valkeisaraskurða og nýgengi öndunarörðugleika hjá börnum sem fæddust með valkeisaraskurði á Landspítalanum 2000-2014

Jóhanna V. Ríkharðsdóttir1, Hildur Harðardóttir2, Margrét Sigurðardóttir3, Þórður Þórkelsson3

1Háskóli Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, Háskóli Íslands, 3Barnaspítali Hringsins

johanna105@gmail.com

Inngangur: Til að minnka líkur á öndunarörðugleikum hjá nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði er mælt með að þeir séu ekki gerðir fyrr en 39 vikna meðgöngu er náð. Þrátt fyrir þau tilmæli er hluti þeirra gerður fyrir þann tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna fjölda og ástæður valkeisaraskurða sem gerðir voru fyrir 39 vikna meðgöngu og skoða hvort hægt hefði verið að fresta hluta þeirra þar til 39 vikna meðgöngu var náð. Jafnframt var kannað nýgengi öndunarörðugleika hjá börnum sem fæddust með valkeisaraskurði.

Efniviður og aðferðir: Klínískra upplýsinga var aflað úr mæðraskrám og sjúkraskrám barna sem fæddust með valkeisarskurði á Landspítala eftir ≥370 vikna meðgöngu árin 2000-2014. Fjölburar voru útilokaðir frá rannsókninni.

 Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fæddust 2574 börn með valkeisaraskurði á Landspítalanum eftir ≥37 vikna meðgöngu, þar af 608 eftir 370-386 vikna meðgöngu. Læknisfræðilegar ábendingar voru til staðar í 207 tilfellum en ekki hjá 401, sem hefði mögulega verið hægt að fresta til ≥390 vikna meðgöngu. Nýgengi öndunarörðugleika hjá börnum sem fæddust eftir 370-386 vikna meðgöngu var 5,9% en 2,7% eftir >390 vikna meðgöngu (p<0,001).

Ályktanir: Rannsóknin staðfestir mikilvægi þess að bíða með að gera valkeisaraskurði þar til 39 vikna meðgöngulengd er náð, til að minnka líkur á öndunarörðugleikum hjá börnunum. Á Landspítala eru rúmlega 15% valkeisaraskurða gerðir fyrir 39 vikna meðgöngu án læknisfræðilegrar ástæðu. Þeim ætti að vera hægt að fresta þar til 39 vikna meðgöngu er náð og með því minnka nýgengi öndunarörðugleika hjá nýburum, sem fæðast með valkeisaraskurði, frá því sem nú er.

 

 

 

E 84 Tengsl fæðingastellinga við útkomu spangar eftir innleiðingu breytts vinnulags á öðru stigi fæðingar á Landspítala

Edda Sveinsdóttir, Helga Gottfreðsdóttir

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

eddasveins@simnet.is

Inngangur: Mikilvægt er að kona í fæðingu hafi val um fæðingarstellingu en það hefur bæði áhrif á framgang fæðingar og fæðingarreynslu konunnar. Rannsóknir eru misvísandi varðandi stellingar í fæðingu og spangar-áverka. Um síðustu aldamót jókst tíðni 3° og 4°spangarrifa á Íslandi og náði 5,6% árið 2008. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar í fæðingarhjálp til að draga úr áverkum á spöng en líklegt er að sumar þeirra hafi áhrif á þá stellingu sem konan fæðir barn sitt í.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var hálfstöðluð íhlutunarrannsókn. Fæðingarstellingar voru skoðaðar í tengslum við nýtt vinnulag sem var innleitt 2011 til að draga úr tíðni alvarlegra spangaráverka á öðru stigi fæðingar. Allar konur sem fæddu um leggöng frá 2012-2014 (n=7242) voru þátttakendur. Horft var til ýmissa þátta varðandi fæðinguna og útkomu hennar, s.s. fæðingarstærðar, tímalengdar fæðingar, notkunar oxytósíns auk fæðingarstellingar. Gögnum frá tímabilinu fyrir íhlutun var safnað afturskyggnt.

Niðurstöður: Fæðingarstelling var eingöngu skráð með markvissum hætti eftir innleiðingu á breyttu vinnulagi. Algengasta fæðingastellingin var hálfsitjandi staða (n=4207) með 3% tíðni alvarlegra spangaráverka. Hæsta tíðnin m.t.t. stellingar var 6% meðal kvenna sem fæddu á fæðingarkolli (n=18), í stoðum (n=640) eða annarri óskilgreindri stellingu (n=55). Eftir innleiðingu dró úr vatnsfæðingum.

Ályktanir: Vinnulagið virðist hafa áhrif á fæðingarstellingar og ljósmæður gætu haft tilhneigingu til að stýra konunum meira eftir að nýtt vinnulag við verndun spangar var innleitt. Niðurstöðurnar hvetja til frekari rannsókna á upplifun ljósmæðra og kvenna á breyttu vinnulagi.

 

 

E 85 Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014

Hallfríður Kristinsdóttir1, Þórður Þórkelsson1, Hildur Harðardóttir2, Gylfi Óskarsson1

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2 Kvennadeild, Landspítala

hallfridurkr@gmail.com

Inngangur: Nýlegar rannsóknir í nágrannalöndunum sýna að vaxandi hlutfall (13-30%) alvarlegra meðfæddra hjartagalla greinast ekki fyrr en eftir útskrift af fæðingarstofnun og eru börnin þá oft orðin alvarlega veik. Sein greining hefur verið tengd verri horfum. Markmið rannsóknarinnar er að meta hvenær alvarlegir meðfæddir hjartagallar greinast á Íslandi og hvort sein greining þeirra sé vandamál. Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á skipulag nýburaskoðunar og afstöðu til nýrra greiningaraðferða.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra lifandi fæddra barna á Íslandi á tímabilinu 2000-2014, auk fóstureyðinga vegna hjartagalla. Alvarlegur meðfæddur hjartagalli var skilgreindur sem galli sem þarfnast inngrips eða veldur dauðsfalli á fyrsta ári lífs, eða leiðir til fóstureyðingar. Klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám barna og mæðra.

Niðurstöður: Á tímabilinu fundust 155 lifandi fædd börn sem greindust með alvarlegan hjartagalla. Nýgengið var 2,33/1000 lifandi fædd börn. Á tímabilinu voru 33 fóstureyðingar framkvæmdar vegna hjartagalla. Algengustu hjartagallarnir voru ósæðarþrengsl (33/188), op milli slegla (24/188) og vanþroska vinstra hjarta (21/188). 69 af 188 (36,7%) greindust á meðgöngu. 100 börn (53,2%) greindust skömmu eftir fæðingu, fyrir útskrift af fæðingarstofnun. 19 börn (10,1%) greindust seint, það er eftir útskrift af fæðingarstofnun. Sá galli sem oftast greindist seint var ósæðarþrengsli (6/19). Ekkert barn með víxlun meginslagæða greindist á meðgöngu, en þau börn voru oft alvarlega veik við greiningu.

Ályktanir: Meðgöngugreining og skoðun nýbura fyrir útskrift af fæðingarstofnun skilar ágætum árangri í greiningu alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi. Þó væri æskilegt að fækka þeim börnum sem veikjast lífhættulega með bættri greiningu á meðgöngu og í nýburaskoðun.

 

 

E 86 Bordetella adenylate cyclase toxin manipulates innate defences and disrupts barrier function of lung epithelial cells

Árni Ásbjarnarson1, Nikhil N. Kulkarni1, Shakir Hasan2, Radim Osicka2, Peter Sebo2, Guðmundur H. Guðmundsson1

1Department of Life and Environmental Sciences, Biomedical Center, 2Institute of Microbiology of the Czech Academy of Sciences

ara39@hi.is

Introduction: The adenylate cyclase toxin (CyaA) plays a key role in virulence of Bordetella pertussis, the causative agent of whooping cough. CyaA penetrates various host cells and subverts their immune functions through unregulated conversion of cytosolic ATP into the signalling molecule adenosine 3', 5'-cyclic monophosphate (cAMP). In this study we looked at the effect of the toxin on an in vivo like model of airway epithelia.

Methods: We examined the effects of CyaA toxin on respiratory epithelium using the air-liquid interface (ALI) differentiated human bronchial epithelial cell line VA10. Effects were measured and analysed using trans-epithelial resistance (TER), quantitative real time PCR, western, ELISA and immunohistochemical staining.

Results: While a non-enzymatic CyaA AC- toxoid was unable to elevate cAMP and had no effects, the treatment of ALI-differentiated VA10 cells with CyaA from the basolateral side lead to enhanced mucin Muc5AC expression and disruption of the physical barrier integrity. This was characterized by decreased TER due to suppression of expression and disintegration of tight junctions. At the same time expression of genes for antimicrobial polypeptides; cathelicidin, human beta defensin-1, lactoferrin and lysozyme was enhanced, however expression of the human beta defensin-2 (hBD2) gene was strongly decreased. mRNA for the pro-inflammatory cytokines tumor necrosis factor-α (TNFα) and interleukin-8 was downregulated, while expression of interleukin-6 and interleukin-10 genes was enhanced after 1 h and 6 h of CyaA toxin treatment, respectively.

Conclusions: CyaA toxin-catalysed synthesis of cAMP, compromised the epithelial barrier integrity and yielded immunomodulatory cytokine signalling of ALI-differentiated bronchial epithelial cells.

 

 

E 87 Maedi-visna virus Vif protein modulates autophagy in macrophages

Valgerður Andrésdóttir1, Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir1, Stefán R. Jónsson1, Margrét H. Ögmundsdóttir2

1Institute For Experimental Pathology, University of Iceland. 2Department of Biochemistry and Molecular, Faculty of Medicine, University of Iceland

valand@hi.is

Introduction: Maedi-visna virus (MVV) is a lentivirus of sheep, mainly affecting the lungs and the nervous system. Like most other lentiviruses, MVV requires the Vif protein for efficient replication in primary macrophages and in vivo. Autophagy has recently been highlighted as a cellular mechanism important for both innate and adaptive immune response following infection. Several viruses, including HIV, have been shown to modulate autophagy following infection and this autophagy regulation has been proposed to play an important role in the replication process.

Materials and methods: Macrophages were isolated from whole sheep blood and seeded on to 8 chamber culture slides or 6 well plates. Cells were infected with wild-type MVV or a strain lacking the vif gene. Cells in the culture slides were fixed at days 1, 2, 3 and 4 post infection and immunostained with antibodies against LC3 and MVV Gag and observed by confocal microscopy. Cells in 6 well plates were harvested at days 1, 2, 3 and 4 post infection and LC3 protein levels assessed by western blot. Coimmunoprecipitation was performed using Flag-tagged LC3 and HA-tagged Vif.

Results: Infection of macrophages with MVV resulted in an inhibition of autophagy three days post infection after an initial autophagy induction. Interestingly, this effect was not seen in infection with dVif MVV. Furthermore, CoIP results showed that MVV Vif binds to the LC3 protein, a key protein of the autophagy pathway.

Conclusion: The results imply an important role for the MVV Vif protein in autophagy modulation following MVV infection.

 

 

E 88 LT-K63 increases cells secreting survival factors for antibody-secreting cells in neonatal mouse bone marrow

Auður A. Aradóttir Pind1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2 ,Ingileif Jónsdóttir1,2,3

1Department of Immunology, Landspitali, The National University Hospital of Iceland, Reykjavik, Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland, 3deCODE Genetics, Reykjavik, Iceland

aaa4@hi.is

Introduction: The neonatal immune system is immature. Antibody (Ab) responses are slow and transient due to reduced survival of antibody-secreting cells (AbSCs) in the bone marrow (BM). The aim was to study the effect of neonatal immunization w/wo adjuvant LT-K63 on BM cell subsets and their production of the AbSC survival signals APRIL and IL-6.

Materials and methods: We assessed the frequency of neutrophils, eosinophils (EOs), monocytes, macrophages and megakaryocytes (MKCs), as well as APRIL- and IL-6-secreting cells in BM by FACS at different time points after neonatal immunization with pneumococcal conjugate (Pnc1-TT) w/wo the adjuvant LT-K63. Vaccine-specific AbSCs in BM and serum Abs were measured by ELISPOT and ELISA.

Results: Frequency of MKCs and EOs, and APRIL- and IL-6-secreting MKCs and EOs was significantly increased in mice immunized with Pnc1-TT+LT-K63 compared to Pnc1-TT. Furthermore, the fraction of EOs that were APRIL+ and IL-6+ and MKCs that were APRIL+ was larger in mice immunized with Pnc1-TT+LT-K63. This correlates with higher vaccine-specific Ab levels and number of AbSCs that persist in the BM of mice that receive LT-K63 together with the vaccine.

Conclucion: The results suggest that the adjuvant LT-K63 not only increases the frequency of EOs and MKCs in BM of neonatal mice but also activates a higher percentage of EOs to secrete APRIL and IL-6 and a higher percentage of MKCs to secrete APRIL. This might contribute to increased survival of AbSCs in BM at early age when LT-K63 is administered together with Pnc1-TT.

 

 

E 89 Endotheliomics: The metabolic response of the endothelium to LPS and hypoxia

Sarah McGarrity1, Ósk Anuforo2, Haraldur Halldórsson3, Óttar Rolfsson3

1School of Engineering and Natural Sciences, Center for Systems Biology, 2Center for Systems Biology, 3Faculty of Medicine, School of Health Sciences

sarahm@hi.is

Introduction: Endothelial cells line blood vessels and their dysfunction plays a key role in many diseases, especially inflammatory conditions including sepsis. Context specific genome scale metabolic models (GEMs) have been built to explore metabolic changes in different endothelial cell types when grown with lipopolysaccharide (LPS) and under hypoxia. These models combine existing transcriptomic data with novel metabolomic data.

Methods: Using the COBRAtoolbox and the Fastcore algorithm the RECON1 model was constrained to produce three cell type specific GEMs related to human umbilical vein, pulmonary artery and microvascular endothelial cells (HUVEC, HPAEC and HMVEC) using publically available transcriptomic data. The HUVEC model was further constrained to reflect HUVECs grown with LPS and the HPAEC model to reflect cells grown under hypoxia. Metabolomic data from HUVECs with and without LPS was collected using mass spectrometry and applied to further constrain the model. Comparisons between models were made; analysing the differences in lethal reactions between models and MOMA to analyse changes in growth rates.

Results: Preliminary analysis of cell type specific GEMs show small differences between endothelial cell types in glycolysis and amino acid metabolism between different endothelial cell types. Differences in nucleotide metabolism and pyruvate metabolism appear between HUVECs with and without LPS and HPAECs grown under normoxic and hypoxic conditions show differences in pyruvate metabolism and amino acid metabolism.

Conclusions: Combining metabolomics analysis with models based on transcriptomics data highlights context specific differences endothelial cell metabolism that may have functional implications.

 

 

E 90 Clarifying the role of signal transduction of keratinocytes in the pathogenesis of psoriasis

Hildur Sigurgrímsdóttir1,2, Fannar P. Theódórs1,2, Jóna Freysdóttir1,2,3, Björn R. Lúðvíksson1,2

1Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 2Dept of Immunology, Landspitali – The National University Hospital of Iceland, 3Centre for Rheumatology Research, Landspitali – The National University Hospital of Iceland

hildursigur@hotmail.com

Introduction: Psoriasis is a chronic inflammatory skin disease, characterized by infiltration of T cells and epidermal thickening. Several cytokines and anti-microbial peptides are upregulated in psoriasis patients, including IFNγ, IL-17, IL-22 and TNFα and together with immune cells infiltrating the skin they drive the pathogenesis of psoriasis. Phsophoflow is a new way of measuring intra-cellular signaling pathways by flow cytometry. It provides advantages over the older method, western blotting, as it can measure both the percentage of activated cells within a homo- or heterogeneous population and the mean expression level.

The main aim of this research is to characterize the intracellular response of keratinocytes to different stimuli using phosphoflow.

Material and methods: HaCaT cells (immortalized keratinocytes) stimulated with selected cytokines were stained for phosphorylated intracellular proteins and analyzed using flow cytometry.

Results: Using phosphoflow, phosphorylation of cytokine-dependent signaling molecules in HaCaT cells could be detected. The response to IFNγ, the main Th1 cytokine, was characterized by phosphorylation of STAT1 while the main cytokines in a Th17 response, IL-17 and IL-22, induced an increase in ERK1/2 phosphorylation. IL-4, which directs Th2 differentiaion, induced phosphorylation of STAT6.

Conclusion: This study shows that phosphoflow can be used to investigate keratinocyte signaling pathways which may shed further light on how pro-inflammatory cytokines and/or anti-microbial peptides influence keratinocytes and subsequently the pathogenesis of psoriasis.

 

 

E 91 Innleiðing og notagildi Klínískra
leiðbeininga
um
hjúkrun
heilablóðfallsjúklinga
í
endurhæfingu

Ingibjörg Bjartmarz1, Helga Jónsdóttir2, Þóra B. Hafsteinsdóttir3

1Endurhæfingardeild á Grensás, 2Hjúkrunarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið, 3Department of Rehabilitation, Nursing Science and Sport, Brain Centre Rudolf Magnus, University Medical Center Utrecht

ingibjart@simnet.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta innleiðingu og hagnýta notkun “Klínískra leiðbeininga um hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu” sem fela í sér ráðleggingar um hreyfi- og sjálfsbjargargetu, þunglyndi og fræðslu. Einnig var metin reynsla hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða af innleiðingu og notkun leiðbeininganna.

Efniviður og aðferðir: Klínísku leiðbeiningarnar á formi skriflegra, myndrænna, netupplýsinga og veggspjalda voru innleiddar á taugalækningadeild og endurhæfingardeild Grensás á Landspítala. Eftirfarandi ferli var notað við innleiðinguna: a) valdir voru lykilhjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar til að styðja við innleiðinguna; b) fræðslufundir voru haldnir með öllu starfsfólki; c) hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar fengu kennslu og starfsþjálfun. Til þess að meta áhrif innleiðingarinnar á skráningu og meðferð sjúklinga voru upplýsingar fengnar úr rafrænu skráningarkerfi hjá sjúklingum fyrir (N=44) - og eftir innleiðingu (N=34). Blönduð rannsóknaraðferð var notuð til þess að meta árangur innleiðingar hjá hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum fyrir (N=33) og eftir innleiðingu (N=25) með eftirfarandi mælitækjum (1) Hvetjandi og letjandi þættir innleiðingar og (2) Gæðavísar um hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu. Eigindlegi hluti rannsóknarinnar fól í sér rýnihópaviðtöl við 8 hjúkrunarfræðinga og 8 sjúkraliða eftir innleiðingu.

Niðurstöður: Inntak leiðbeininganna var í góðu samræmi við þær aðferðir sem beitt var í hjúkrun sjúklinganna. Notkun þeirra stuðlaði að samræmdari vinnubrögðum, jók áherslu á að efla hreyfi- og sjálfsbjargargetu sjúklinga og að skima fyrir vandamálum meðal annars andlegri vanlíðan. Á kvarðanum 1-10 voru leiðbeiningarnar gagnlegar (M=7,7), innleiðingin tókst vel (M= 7,4) og meiri hluti þátttakenda var virkur í innleiðingunni (M=7,1).

Ályktanir: Klínísku leiðbeiningarnar eru gagnlegar í hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu og innleiðingin tókst vel.

 

 

E 92 Hvernig geta styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður við fjölskyldur ungra kvenna með átröskun eflt geðhjúkrunarþjónustu?

Erla Kolbrún Svavarsdóttir1, Margrét Gísladóttir2

1Heilbrigðisvísindasvið, Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Landspítali

eks@hi.is

Bakgrunnur: Græðandi áhrif meðferðasamræðna sem eiga sér stað milli geðhjúkrunarfræðinga og fjölskyldna sem eru að fást við langvinna geðsjúkdóma eða geðraskanir hafa nýverið fengið aukna athygli meðal geðhjúkrunarfræðinga, rannsakenda og stjórnenda í heilbrigðisþjónustunni. Þó rannsóknaniðurstöðum hafi fjölgað sem sýna fram á ávinning af því að sinna fjölskyldum einstaklinga með geðraskanir, þá er stuðningur við fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir eða geðsjúkdóma enganvegin fullnægjandi á mörgum heilbrigðisstofnunum. Umönnunaraðilar unglinga og ungra einstaklinga með átraskanir upplifa oft streitu, vandlíðan sektarkennd, skömm og reiði auk þess sem þau eru tilfinningalega viðkvæm og varnarlaus. Þess vegna eru þessir umönnunaraðilar oft í þörf fyrir stuðning frá heilbrigðisstarfsfólki vegna þess að rannsóknarniðurstuður hafa sýnt fram á mikilvægir fjölskyldustuðnings í bataferli einstaklingsins. Markmið þessarar rannsóknar var að þróa og að prófa styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður fyrir fjöskyldur unglinga og ungra einstaklinga með átraskanir.

Aðferðir: Meðferðin samanstendur af 5 meginþáttum: þ.e. (1) draga fram veikindasögu, (2) spyrja meðferðarspurninga, (3) auðkenna styrk, seiglu og úrræði, (4) bjóða upp á gagnreyndar upplýsingar og (5) styrkja hjálpleg viðhorf og vinna með hindrandi viðhorf sem og að þróa meðferðarsamband og að auðkenna stuðningsnet fjölskyldunnar.  

Niðurstöður: Niðurstöður úr þessari hálf-stöðluðu tilraunarannsókn meðal 18 umönnunaraðila unglinga eða ungra kvenna með átröskun, sýndu marktækt hærri fjölskyldustuðning og marktækt hærra sjálfsöryggi varðand viðhorf til átröskununar yfir tímabilið sem rannsóknin stóð yfir, það er eftir að umönnunaraðilarnir höfðu fengið styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður í 5 skipti.

Ályktun: Styrkleikamiðaðar meðferðarsamræður geta gagnast fjölskyldum unglinga og fjölskyldum ungra einstaklinga með átraskanir.

 

 

 

 

E 93 Notkun viðbótarmeðferða á íslenskum hjúkrunarheimilum

Þóra J. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

thoraj@hi.is

Inngangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum hafa margvísleg andleg og líkamleg vandamál og flóknar hjúkrunarþarfir. Rannsóknir hafa sýnt að þunglyndi og hegðunarvandi er margvíslegur meðal íbúa. Margar viðbótarmeðferðir virðast hafa jákvæð áhrif til að draga úr vanlíðan og efla gæði lífs meðal eldra fólks. Markmið þessarar rannsóknar var að fá upplýsingar um hvaða viðbótarmeðferðir eru veittar á íslenskum hjúkrunarheimilum, hverjir veita meðferðirnar og hversu stórt hlutfall í búa er talið geta haft not fyrir þær. Einnig var spurt hvort hjúkrunarheimilið þurfi stuðning til að efla viðbótarmeðferðir.

Efniviður og aðferðir: Spurningalisti með 14 spurningum um notkun viðbótarmeðferða var þróaður og sendur til allra hjúkrunarheimila á Íslandi, eða 59 talsins. Fjörutíu og átta heimili svöruðu, eða 81%.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að af þeim sem svöruðu bjóða 43 (90%) hjúkrunarheimili uppá viðbótarmeðferðir. Margar ólíkar starfsstéttir koma að því að skipuleggja og veita þessa meðferð en helst eru það hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Algengustu meðferðirnar eru: heitir bakstrar, leikfimi, samvera í hóp og nærvera með einstaklingi.Fjörutíu og fjögur prósent eða 21 hjúkrunarheimili áætlar að nær allir af íbúum geti nýtt sér þessar meðferðir. Hjúkrunarstjórnendur vildu flestir allir eða 43 (90%) þiggja aðstoð við eflingu viðbótarmeðferða, til dæmis í formi fræðslu eða samvinnu við aðrar stofnanir.

Ályktanir: Á flestum íslenskum hjúkrunarheimilum eru veittar viðbótarmeðferðir en hjúkrunarstjórnendur þessara heimila óska eftir að fá frekari upplýsingar, aðstoð og leiðbeiningar til að efla notkun þeirra enn frekar. Áhugavert væri að skoða frekar hvernig þessi notkun nýtist íbúum hjúkrunarheimila.

 

 

E 94 Samþætting í heimaþjónustu: Eigindleg rannsókn á samvinnu hjúkrunar- og félagsþjónustu

Margrét Guðnadóttir1, Kristín Björnsdóttir1, Sigríður Jónsdóttir2

1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Velferðarráðuneyti

maggagudna@gmail.com

Inngangur: Unnið hefur verið að markvissri samþættingu í heimaþjónustu í Reykjavík frá árinu 2009 til að styrkja umönnunarstarf og gera öldruðum kleift að búa lengur heima með viðeigandi stuðningi. Fjölbreyttar þarfir aldraðra kalla á aðkomu fjölmargra starfsstétta og undirstrikar mikilvægi samvinnu í heimaþjónustu. Sýnt hefur verið fram á að samþætting auki gæði þjónustu með bættu flæði upplýsinga og einföldun daglegrar meðferðar og umönnunar í heimahúsi. Samvinna er forsenda samþættrar þjónustu en hún krefst skilvirkrar upplýsingamiðlunar og skýrrar hlutverkaskipunar. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á samvinnu milli starfsfólks hjúkrunar- og félagsþjónustu í fullsamþættri heimaþjónustu. Einnig að greina stöðu, hindranir og hvata samþættingar með hliðsjón af fræðilíkönum.

Efniviður og aðferð: Rannsóknin var eigindleg þar sem byggt var á einstaklingsviðtölum og rýnihópum (N=39). Leitast var við að varpa ljósi á skilning starfsmanna í heimahjúkrun og félagsþjónustu á samvinnu og samþættingu heimaþjónustu. Í rýnihópasamtölum var leitast við að skýra frekar samvinnu og framgang samþættingar. Eigindleg innihaldsgreining og rammagreining voru nýttar við gagnagreiningu.

Niðurstöður: Samkvæmt skipuriti heimaþjónustunnar er fullri samþættingu lokið. Hún er þó ekki fullgerð miðað við upplifun starfsfólks og fræðileg líkön. Það skortir upp á samvinnu og samtal starfshópa og því einnig skilning og traust meðal starfsmanna.

Ályktanir: Samvinna ólíkra starfshópa er virkt ferli sem krefst undirbúnings, skipulags og eftirfylgni. Skilningur á hlutverkum innan teymis, virðing og traust er grundvallarforsenda árangursríkrar samvinnu. Starfsfólki verður að vera ljós ávinningur samvinnu innan teymis. Það krefst stöðugs upplýsingaflæðis og styrkrar leiðsagnar stjórnenda. Þetta eru veigamikil atriði sem bæta þarf til að samþætting náist að fullu.

 

 

E 95 Ófullnægjandi notkun læknisþjónustu eftir fjölskyldutekjum

Rúnar Vilhjálmsson

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

runarv@hi.is

Inngangur: Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvallarmarkmið í vestrænum heilbrigðiskerfum. Samt sem áður sýna innlendar og erlendar rannsóknir að verulegur munur er á aðgengi að heilbrigðisþjónustu eftir tekjum. Í þessari rannsókn er lagt mat á fjórar skýringar á ófullnægjandi notkun heilbrigðisþjónustu eftir tekjum. Skýringarnar tengjast fjárhagserfiðleikum, útgjaldabyrði vegna heilbrigðisþjónustu, kerfisþröskuldi í heilbrigðisþjónustunni og fátæktarmenningu.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á tveimur landskönnunum meðal þjóðskrárúrtaks 18-75 ára Íslendinga (Heilbrigði og aðstæður Íslendinga I og II). Þátttakendur svöruðu báðum könnunum með árs millibili og voru könnunargögnin samtengd (panel snið). Unnið var úr gögnum með marghliða (multivariate) greiningaraðferðum.

Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós að fjárhagserfiðleikar, útgjaldabyrði vegna heilbrigðisþjónustu, óánægja með fyrri læknisheimsóknir, og upplifuð óvissa, skýrðu að fullu þann mun sem fram kom á aðgengi að læknisþjónustu eftir fjölskyldutekjum. Allar fjórar skýringar sem settar hafa verið fram á ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu lágtekjufólks fengu nokkurn stuðning í rannsókninni.

Ályktanir: Vinna þarf markvisst að því að draga úr muni á aðgengi einstaklinga að læknisþjónustu eftir tekjum, í samræmi við markmið félagslegra heilbrigðiskerfa um sem jafnast aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í því sambandi þyrfti meðal annars að huga að aðgerðum til tekjujöfnunar og lækkunar kostnaðar sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu, og ráðstöfunum sem miða að jákvæðri reynslu sjúklinga af heilbrigðisþjónustunni.

 

 

E 96 Sleepiness is more related to snoring than obstructive sleep apnea in the general population

Erna S. Arnardóttir1, Erla Björnsdóttir2, Össur I. Emilsson3, Bryndís Benediktsdóttir3, Þórarinn Gíslason2

1Sleep Research Unit, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Resp Medicine and Sleep, Landspitali, 3Faculty of Medicine, University of Iceland

ernasif@landspitali.is

Objectives: To compare the role of habitual snoring vs. obstructive sleep apnea (OSA) on subjective sleepiness and other sleep symptoms in a general population cohort.

Methods: A general population sample of 40-65 year old Icelanders was invited to participate in a study protocol that included a type 3 sleep study and a questionnaire. Habitual snoring was defined as reported snoring ≥3 nights a week and excessive sleepiness as ≥10 on the Epworth Sleepiness Scale (ESS).

Results: Among 400 participants, not previously diagnosed with OSA, 59.0% had no OSA (apnea-hypopnea index [AHI]<5), 25.0% had mild OSA (AHI 5-14.9) and 16% had moderate-to-severe OSA (AHI ≥15) (previously reported in Arnardottir et al 2016 ERJ). Overall, 42% of the subjects were defined as habitual snorers. They had higher ESS scores on average than nonsnorers (7.7±4.0 vs. 6.4±4.0, p=0.003) and were more likely to have excessive sleepiness (31.6% vs. 20.6%, p=0.02). Habitual snorers were also more likely to report waking up with a dry mouth (24.1% vs. 14.9%, p=0.03) and nocturnal gastroesophageal reflux compared to nonsnorers (10.0% vs. 3.8%, p=0.02). These differences were not found in relation to OSA categories as previously reported. Regression analyses adjusting for age, gender and BMI confirmed the findings.

Conclusion: Subjective sleepiness in the general population is associated with reported habitual snoring but not to objectively measured OSA severity. Habitual snorers are also more likely to have symptoms related to respiratory effort such as a dry mouth and nocturnal reflux, differences not found based on the AHI.

 

 

E 97 The prevalence of insomnia, excessive daytime sleepiness and snoring across two generations

Bryndís Benediktsdóttir1, Erla Björnsdóttir2, Erna Sif Arnardóttir1, Þórarinn Gíslason1

1Medical Faculty, University of Iceland, 2Department of Respiratory Medicine and Sleep, Landspitali- University Hospital,

brynben@hi.is

Objectives: To compare the prevalence of insomnia, excessive daytime sleepiness (EDS) and snoring across two generations.

Methods: A general population sample aged 40-70 years (n= 6534, females 54.4%) from the Nordic countries and Estonia and their offsprings aged 18-50 years. (n=7582, females 57.9%) answered The Nordic Sleep questionnaire on insomnia, EDS and snoring. Insomnia was defined as reporting difficulty initiating sleep (DIS), difficulty maintaining sleep (DMS) or early morning awakening (EMA) ≥3 nights week. Snoring was defined as reported snoring ≥3 nights/week and EDS as feeling drowsy/sleepy during daytime ≥3 days/week.

Results: Insomnia and EDS were more frequent among females than males (p< 0.001) in both generation, but snoring more frequent among males in both generations (p< 0.001). Among the parents, 41.3% reported insomnia vs. 32.5% of offsprings. The most frequently reported symptom of insomnia in both generations was DMS (parents 33.8% vs. offsprings 22.1%). EDS was reported by 20.2% of parents and 34.9% of offsprings. Habitual snoring was reported by 26.3% of parents and by 11.2% of offsprings. Offsprings of parents with insomnia, EDS and snoring significantly more often reported these symptoms compared to offsprings of parents without these symptoms ( p< 0.001). The overrepresentation of EDS and snoring across generations was not explained by BMI.

Conclusion: A large multinational study on two generations shows an overrepresentation of insomnia, EDS and snoring among offsprings of parents with these symptoms compared to offsprings of parents without them.

 

 

E 98 Obstructive sleep apnea and cancer: a nationwide epidemiological survey

Þórarinn Gíslason1, Elías F. Guðmundsson2, Laufey Tryggvadóttir3

1Landspitali University Hospital, Respiratory Medicine and Sleep, 2Pulmonary deptm, Landspitali, 3University of Iceland, Icelandic Cancer Society

thorarig@landspitali.is

Objectives: Several epidemiological studies have reported an increased cancer incidence among subjects with obstructive sleep apnea (OSA) and in animal models intermittent hypoxia has been related to markers of cancer activity. Our aim is to report nationwide data on the prevalence and incidence of cancer among all diagnosed Icelandic OSA patients (total population 320,000).

Methods: Altogether 8.833 Icelanders 20 years and older (6311 males and 2522 females) had ever been diagnosed with clinically significant OSA from 1987 until December 2014. All subjects ever diagnosed with cancer in this group until 2014, were identified in the population-based Icelandic Cancer Registry. Standardized incidence ratios (SIR) were estimated.

Results: Among the OSA patients altogether 512 had been diagnosed with cancer when they were diagnosed with OSA and were excluded from the analyses. In the 88.542 person years of follow-up after OSA diagnosis there were 869 incident cancer cases (10.4%). The most common incident cancer in females was breast cancer (n=68, 28%) and prostate cancer in males (n=200, 32%). OSA patients with cancer had similar body mass index, OSA severity and age at OSA diagnosis as those not diagnosed. In the ongoing age- and gender specific risk analysis, subjects under 65 years of age were at increased cancer risk (SIR: 1.2(1.1;1.4)), especially melanoma that accounted for 3% of incident cases in females and males (8 and19 cases, respectively, SIR(1.8(1.1;2.9)).

Conclusions: Nationwide Icelandic data show that OSA has a moderate risk association with some cancer types among subjects less than 65 years of age.

 

 

E 99 Sexuality and intimacy following cancer: a systematic review of couple-based interventions, synthesis and results

Jóna I. Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Marianne Klinke

Nursing department, University of Iceland,

jonaijon@lsh.is

Background and Purpose: Few studies use couple based interventions to address sexual problems and intimacy problems after cancer. The aim of this review was to describe and synthesize the characteristics and results of these studies.

Methods: A systematic literature review of intervention studies including; randomized controlled studies, quasi experimental studies, and correlational pre-post studies. The Johanna Briggs Institute (JBI) reviewer's handbook guided the review and the PRISMA statement used to optimize transparent reporting of methods and results. An electronic search was conducted in PubMed, CINAHL, and PsychINFO from 2009-2016. Additional information was retrieved by scrutinizing reference lists, conducting citation tracking, and contacting authors. Two reviewers independently assessed the studies and the risk of bias was determined by using JBI-MAStARI.

Results: Fourteen studies were included. Delivery, intensity and content of couple based interventions varied between studies. Interventions were delivered face-to-face, by telephone-or via the internet/web. Sessions ranged from 1-8 with duration from 2-24 weeks. Most studies offered >3 sessions. Interventions addressed unique concerns and/or provided education or encompassed various mixtures of those. There was no consensus in the use of outcome measures across studies. Interventions were provided by peers or by professionals from different backgrounds such as nursing, psychology or social work.

Conclusion: There was no clear consensus about how couple based interventions were best structured and how their effectiveness should be ascertained. Results provide tentative evidence for how research and clinical practice may be refined when the goal is to alleviate sexual and intimacy concerns in couples following cancer.

 

 

E 100 Sleep length and the association to respiratory symptoms and obesity among middle aged adults

Þórarinn Gíslason1, Erla Björnsdóttir1, Erna S. Arnardóttir2, Bryndís Benediktsdóttir2

1Respiratory Medicine and Sleep, Landspitali University Hospital, 2Medical Faculty, University of Iceland

thorarig@landspitali.is

Study objectives: Sleep length has been found to be associated with obesity and various adverse health outcome variables. Obesity is related to respiratory symptoms. The possible association between of sleep length with and respiratory symptoms has not been described.

Methods: Participants (n=5850, 52.4% females) were adults in the third follow-up of the European Community Respiratory Health Survey (ECRHS III, www.ecrsh.org). Age range 40-68 years. Information was collected on general and respiratory health and sleep length.

Results: The mean (±SD) reported nighttime sleep duration was 6.9 ± 1.0 hours. Short sleepers (< 6 hours per night) were n= 387 (7.6%) of the sample and long sleepers (≥9 hours per night) were n=271 (4.3%). Short sleep was significantly associated with all respiratory symptoms (wheezing, waking up with chest tightness, shortness of breath, coughing, phlegm and bronchitis) also after adjusting for age, gender, body mass index (BMI), center, marital status, exercise and smoking. Short sleepers had a significantly higher BMI as compared to normal and long sleepers (p<0.001). Therefore, analyses were stratified for two groups:– obese subjects (n=2572) with BMI ≥ > 30 and/or reported hypertension, diabetes or cardiovascular disease (n=2572); and a group including subjects with BMI < 30 and no co-morbidities (n=3238 ). Short sleep was related to the majority of respiratory symptoms among subjects in both groups whereas long sleep was related only a few symptoms among the more obese and symptomatic subjects.

Conclusion: Respiratory symptoms are more common among short sleepers independent of obesity and cardiovascular co-morbidity.

 

 

E 101 Fæðumynstur á meðgöngu - gagnsemi skimunar á fyrsta þriðjungi meðgöngu

Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2, Laufey Hrólfsdóttir1, Hildur Harðardóttir3,4, Bryndís E. Birgisdóttir1,2, Þórhallur I. Halldórsson1,2

1Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landpítala, 2Matvæla og næringarfræðideild, Háskóla íslands 3Landspítali, Kvennadeild, 4Læknadeild Háskóla Íslands

ingigun@hi.is

Inngangur: Næring á meðgöngu tengist heilsu móðurinnar á meðgöngu sem og þroska, vexti og heilsu barnsins til lengri tíma. Aðferðir til að kanna mataræði eru tímafrekar og þörf á einföldum mælikvörðum á hollustu fæðu sem unnt er að beita í klínísku starfi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort fæðumynstur snemma á meðgöngu, sem metið er með stuttum spurningalista um fæðuval, tengist kvillum á meðgöngu eða fæðingu.

Efniviður og aðferðir: Konur sem mættu í ómskoðun í 11.-14. viku meðgöngu á Landspítala frá 1.október 2015 - 30.september 2016 og samþykktu þátttöku í rannsókninni (~ 80%) svöruðu stuttum rafrænum spurningalista um fæðuval, menntun, hjúskaparstöðu, reykingar, fjölda fyrri barna, búsetu, hæð og þyngd (n=2117). Upplýsinga um kvilla á meðgöngu og í fæðingu var aflað úr sjúkraskrá.

Niðurstöður: Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir forðuðust almennt ákveðnar fæðutegundir eða heilu fæðuflokkana, svöruðu um 20% því játandi. Algengast var að þátttakendur forðuðust mjólkurvörur (9%), en um 4% sögðust forðast fisk og sama hlutfall forðast kjöt. Í heildina nota um 85% barnshafandi kvenna í rannsókninni einhver bætiefni, en 35% þátttakenda tók lýsi reglulega. Um 12% þátttakenda borða fisk <1x í mánuði og nota jafnframt < 1skammt á dag af mjólkurvörur og teljast í hættu að þróa joðskort á meðgöngunni.

Ályktanir: Góð þátttaka í rannsókninni bendir til þess að fýsilegt sé að skima fyrir fæðuvali í upphafi meðgöngu, með það fyrir augum að finna konur sem fullnægja ekki þörf sinni og fóstursins fyrir lykilnæringarefni eða eru taldar í áhættu á kvillum í meðgöngu vegna óheilsusamlegs mataræðis.

 

 

 

E 102 Meðgöngusykursýki eftir innleiðingu nýrra klínískra leiðbeininga um skimun fyrir sykursýki á meðgöngu

Margrét H. Ívarsdóttir1, Hildur Harðardóttir1,2, Ómar S. Gunnarsson2, Arna Guðmundsdóttir3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Lyflækningasvið, Landspítali

mhi4@hi.is

Inngangur: Á Íslandi var tíðni meðgöngusykursýki (MGS) 4,4% árin 2007-8. Í febrúar 2012 tóku gildi nýjar klínískar leiðbeiningar um skimun fyrir MGS með lægri viðmiðum en áður. Búist var við að algengi MGS myndi aukast verulega.

Efniviður og aðferðir: Allar konur með MGS sem fæddu einbura á LSH frá 1.3. 2012–1.3. 2014 (n=345) og sambærilegur viðmiðunarhópur (V) (n=612). Skráður var aldur móður, kynþáttur, hæð, þyngd, sykurþolpróf, meðferð, meðgöngulengd, fæðingarmáti, fæðingarþyngd, fylgikvillar á meðgöngu, fæðingu og nýburaskeiði. Lýsandi tölfræði var beitt.

Niðurstöður: MGS greindist hjá 5,2% (345 / 6631). Insúlínmeðferð þurftu 33,9% en hjá 66,1% dugði mataræðisbreyting og hreyfing. Konur með MGS voru þyngri en V (88,2 kg vs 76,3; p=4*10-¹⁴). Fæðing var framkölluð hjá 51,6% og 22,7% (p=0.0001) hjá MGS og V en ekki var munur á keisaraskurðartíðni. Hjá MGS og V var langvinnur háþrýstingur hjá 7,8% og 2% (p=0,00001) og vanvirkur skjaldkirtill hjá 5,5% og 2,1% (p=0,005). Konur með MGS voru ekki líklegri til að fá meðgönguháþrýsting eða meðgöngueitrun. Nýburar kvenna með MGS voru líklegri til að vera þungburar (7,3% og 3,6%; p=0,012), fæðast fyrir tímann (7,5% og 2,9%; p=0,0011), þurfa skammtímaeftirlit á vökudeild (17,4% og 11,1%; p=0,0061), fá nýburagulu (6,7% og 3,3%; p=0,015) og blóðsykurfall (3,48% og 0,16%; p=0,00002). Ekki var munur á tíðni axlarklemmu (p=0,2) og viðbeinsbrota (p=0,85).

Ályktanir: Algengi MGS hefur aukist úr 4,4% í 5,2%. Konur með MGS eru þyngri, hafa frekar langvinnan háþrýsting og þurfa oftar framköllun fæðingar. Börn þeirra eru líklegri til að vera þungburar, fyrirburar, fá gulu og blóðsykurfall.

 

 

E 103 Endurspeglast notkunarleysi getnaðarvarna í endurteknum fóstureyðingum?

Sóley S. Bender

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

ssb@hi.is

Inngangur: Í lögum frá 1975 um fóstureyðingar segir að auðvelda eigi almenningi útvegun getnaðarvarna, m.a. með því að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði þeirra. Slíkt hefur aldrei komið til framkvæmda. Ýmsar getnaðarvarnir eru dýrar og eftir hrun hækkuðu þær í verði. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort breyting hafi orðið á endurteknum fóstureyðingum á tímabilinu 2000-2015.

Efniviður og aðferðir: Skráð gögn í Landshögum og gagnaskrá Embættis landlæknis um fóstureyðingar voru skoðuð með tilliti til endurtekinna fóstureyðinga á tímabilinu 2000-2015. Greint var hlutfall endurtekinna fóstureyðinga eftir því hvort viðkomandi hafði einu sinni, tvisvar eða þrisvar áður farið í fóstureyðingu.

Niðurstöður: Á fyrri hluta tímabilsins (2000-2007) var meðaltal endurtekinna fóstureyðinga 31% en 36% á því seinna (2008-2015). Langflestar af þeim sem höfðu áður farið í fóstureyðingu á tímabilinu 2000-2015 höfðu einu sinni áður slíka reynslu að baki. Það hlutfall var á bilinu 67-75%, 74% árið 2000 og 67% árið 2015. Það voru 16-25% sem höfðu á tímabilinu farið tvisvar áður í fóstureyðingu. Hlutfallið fór hækkandi, úr 19% árið 2000 og í 25% árið 2015. Á bilinu 5-10% kvenna höfðu farið þrisvar sinnum áður í fóstureyðingu. Lítilsháttar hækkun var á síðara hluta tímabilsins.

Ályktanir: Á heimsvísu eru um 40% þungana taldar vera óráðgerðar. Um helmingur þeirra má rekja til þess að getnaðarvarnir brugðust. Stafar það meðal annars af því að þær voru ekki notaðar rétt. Það bendir til þess að ráðgjöf um getnaðarvarnir hafi verið ábótavant. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til vissra erfiðleika við notkun getnaðarvarna sem ráðgjöf um getnaðarvarnir og niðurgreiðsla getnaðarvarna gæti haft áhrif á.

 

 

 

E 104 Ráðgjöf um getnaðarvarnir á Kvennasviði Landspítala í 20 ár

Sóley S. Bender

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

ssb@hi.is

Inngangur: Samkvæmt lögum frá 1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir, fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir þá skal starfrækja ráðgjöf um getnaðarvarnir á spítölum landsins. Slík ráðgjöf hefur verið starfrækt í tuttugu ár á Kvennasviði Landspítalans, 1997-2017. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þróun þjónustunnar yfir tuttugu ára tímabil.

Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru komur kvenna í ráðgjöfina á árunum 1997-2017 með tilliti til fjölda, tegundar getnaðarvarna og aldurs. Gagnasöfnun byggðist á skráðum gögnum.

Niðurstöður: Fyrstu árin fer komum hægt fjölgandi frá 135 árið 1997 og nær hámarki á árunum 2002-2003, um 400 komur. Fjöldi koma hefur verið háður opnunartíma. Frá upphafi hafa unglingsstúlkur verið fjölmennasti hópurinn. Ráðandi getnaðarvarnir fyrstu tíu árin voru getnaðarvarnapillan og hormónasprautan. Oft voru ódýrari getnaðarvarnir fyrir valinu. Á seinna helmingi tímabilsins verður val kvenna um getnaðarvarnir fjölbreyttara. Notkun lykkjunnar er mismikil milli ára, um 5-20% af öllum getnaðarvörnum. Almennt er lítil notkun á hormónahringnum og hormónaplástrinum.

Ályktanir: Sú þróun hefur átt sér stað á árunum 1997-2013 að tíðni fóstureyðinga meðal unglingsstúlkna 15-19 ára hefur farið verulega lækkandi. Árið 1997 var tíðnin 20,4 per 1000 en var komin niður í 12,7 per 1000 árið 2014. Margvíslegir skýringarþættir geta legið þar að baki eins og greitt aðgengi að neyðarpillunni árið 2000 og ráðgjöf um getnaðarvarnir. Líklegt má telja að ráðgjöfin stuðli að meðferðarheldni en slíkt krefst frekari rannsókna. Niðurstöður sýna að ódýrari getnaðarvarnir verða oft fyrir valinu. Mikilsvert er að niðurgreiða getnaðarvarnir til að konur hafi val um fleiri tegundir getnaðarvarna og geti á öruggan hátt haft stjórn á barneignum.

 

 

E 105 Alvarleg gula hjá nýburum: nýgengi og áhættuþættir

Ása U. Bergmann Þorvaldsdóttir, Þórður Þórkelsson

Barnaspítali Hringsins, Háskóli Íslands

asaunnur@gmail.com

Inngangur: Nýburagula orsakast af auknu magni gallrauða (bilirubin) í blóði. Ef þéttni blóðrauða í blóði nýbura verður mjög há er hætta á að hann nái að fara yfir blóð-heilaþröskuld, sem getur valdið alvarlegum heilaskemmdum.

Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn tilfellaviðmiðarannsókn á fullburða nýburum (meðgöngulengd >37 vikur) sem fæddust á Landspítalanum 2008-2014 og mældust með gallrauða ≥350 µmól/L í blóði. Fyrir hvert tilfelli var fundið eitt viðmið í þjóðskrá, parað á fæðingardegi. Nýgengi alvarlegrar nýburagulu (gallrauði ≥350 µmól/L) var reiknað sem fjöldi tilfella árlega miðað við heildarfjölda fullburða barna sem fæddust á Landspítalanum.

Niðurstöður: 128 börn uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Nýgengi alvarlegrar gulu yfir allt tímabilið var 0.58%. Börn með alvarlega gulu voru fædd eftir styttri meðgöngulengd en viðmiðin (<0,0001), voru líklegri að vera með mar við fæðingu (p=0,0068), að hafa lést meira fyrstu fimm dagana eftir fæðingu (p=0,0125) og að hafa útskrifast af spítalanum <36 klukkustunda gömul (p=0,0015).

Ályktanir: Styttri meðgöngulengd eykur líkur á alvarlegri gulu hjá nýburum, jafnvel fullburða börnum. Börn sem útskrifast snemma heim og eru undir eftirliti ljósmóður í heimahúsi eru líklegri til að fá alvarlega gulu en börn sem fylgst er með á sjúkrahúsi. Mikið þyngdartap fyrstu dagana eftir fæðingu, sem yfirleitt er vegna ónógrar fæðuinntöku, eykur einnig líkur á alvarlegri gulu. Hugsanlegt er að hægt sé að minnka líkur á alvarlegri gulu með því að bæta eftirlit með gulu hjá börnum í heimahúsi, til dæmis með notkun húðmæla og að fylgjast betur með næringarinntöku þeirra, til dæmis með því að vigta þau í heimahúsi.

 

 

 

E 106 Sulforaphane hindrar mæði-visnuveiru sýkingu í makrófögum

Stefán R. Jónsson, Valgerður Andrésdóttir

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum 

stefanjo@hi.is

Inngangur: Stöðugt vopnakapphlaup er milli lífvera og veira. Veirur nýta sér mörg af próteinum hýsilsins sér til framdráttar og hafa hýsilfrumur komið sér upp margvíslegum vörnum gegn veirusýkingum. Nokkrar veirur nýta sér tjáningu Nrf2 sem er lykilprótein í andoxunarferlinu. Nýlega kom í ljós að aukning í tjáningu Nrf2 með plöntuefninu Sulforaphane (SFN) hindraði HIV-1 sýkingu í makrófögum en ekki T frumum. Var því athugað hvort að hægt væri að hindra mæði-visnuveiru (MVV) sýkingu í kinda makrófögum með því að auka tjáningu Nrf2 með SFN. Einnig var athugað hvort að munur væri á áhrifum aukinnar Nrf2 tjáningar í makrófögum og choroid plexus (SCP) frumum.

Efni og aðferðir: Kinda makrófagar og SCP frumur voru meðhöndlaðar með 5µM SFN og sýktar með KV1772 sólarhring síðar. Tekin voru sýni daglega og á þriggja daga fresti var SFN og AZT bætt í ræktirnar. Veiruframleiðsla var mæld með RT-qPCR.

Niðurstöður: Meðhöndlun með SFN hindraði MVV sýkingu í makrófögum. Mun minni áhrif voru af SFN í SCP frumum. SFN hafði ekki áhrif á lífvænleika frumnanna.

Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að hægt er að hindra MVV sýkingu í makrófögum, sem eru náttúrulegar markfrumur veirunnar, með meðhöndlum með SFN.

 

 

E 107 IL-10 phosphorylates STAT 3 but does not show synergistic effects with common gamma chain cytokines

Fannar P. Theódórs, Andri L. Lemarquis, Helga K. Einarsdóttir, Björn R. Lúðvíksson

Department of Immunology, Landspítali

fat2@hi.is

Introduction: Selective IgA deficiency (sIgAD) is characterized by the inability of B lymphocytes to produce IgA.

It has been shown in vitro that IgAD B cells can produce IgA after combined IL-10 and IL-4 stimulation compared to much weaker response with IL-10 and IL-2 stimulations, even though both IL2 and 4 signal through the common gamma chain.

Aim of this study is to profile B and T cell signaling with these cytokines with Phospho flow, a new method of researching intracellular pathways by measuring phosphorylation of signalling molecules.

Material and methods: Peripheral mononuclear cells (PBMCs) were stimulated with selected cytokines for 30 minutes and then stained for phosphorylated intracellular proteins of the JAK/STAT and MAP kinase pathways: STAT1, STAT3, STAT5, STAT6 and ERK1/2, P38.

Results: No interplay was seen following co-stimulation of different cytokines with IL-10. IL-21, a cytokine known to be important in the induction of IgA production, showed signaling through STAT3 like IL-10. Stimulation by INF- γ, a cytokine known for it´s pro-inflamatory properties, showed phosphorylation through STAT1 and PMA through P38 and ERK1/2.

Conclusions: Even though a synergistic augmentative effect on IgA secretion is seen with common gamma chain cytokines in addition to IL-10 no differences in phosphorylation were observed at an early timepoint.

The differences may be seen at later timepoints and at different maturation stages of B cells and are important to clarify since by further understanding the signaling pathways important in IgA class switching can provide therapeutic insights using novel drugs targeting intracellular pathways.

 

 

E 108 The Loss of A-Type Current in the Mitf Mutant Olfactory Bulb Projection Neurons

Hallur Reynisson1,2, Diahann A. M. Atacho2, Eiríkur Steingrímsson3, Pétur H. Petersen2, Þór Eysteinsson1

1Department of Physiology, University of Iceland, 2Department of Neuroscience, University of Iceland, 3Department of Biochemistry and Molecular Biology, University of Iceland

hallurlitli@gmail.com

Introduction: The Mitf transcription factor has been shown to be expressed by projection neurons of the olfactory bulb (OB). However its putative function in neural circuits of the OB is still unknown. It has been shown that Mitf mutant mice show hypersensitivity to novel scents after habituation. In this study we examine the electrophysiological characteristics of olfactory bulb projection neurons (OBPN) from wild type and Mitf mutant mice to better understand this increase in olfactory discrimination.

Materials and methods: Olfactory bulbs were removed from C57BI/6J (WT) and Mitf mi-vga9/mi-vga9 (MUT) mice for primary neruonal culture. Projection neurons were selected based on morphology and size for whole-cell patch clamping to assess changes in membrane currents and spiking activity.

Results: Voltage clamp data shows that the MUT OBPNs peak A-Type current magnitude is reduced to about half of their WT counterpart. The reversal potential is also shifted by about 10 mV in the positive direction. Current clamp data recorded under passive conditions showed a four-fold increase in the MUT OBPNs firing frequency whilst a 110 pA current pulse from ~70mV evoked spike trains which had a 2.11 times shorter response time, with a 1.35 fold increase in firing frequency, implying a decreased A-Type current.

Conclusions:The MUT OBPNs show a reduced A-Type current, which results in a faster firing frequency and shorter response time to current injections. The MUT IV curve shift suggests a reduction in ion channels mediating positive outward current. This change in OBPN sensitivity may explain the increased olfactory discrimination of Mitf mutant mice

 

 

E 109 A rare germline coding variant affects ATG7 function

Margrét H. Ögmundsdóttir1, Valerie Fock1, Kristín Bergsteinsdóttir1, Vivian Pogenberg2, Ramile Dilshat1, Sigrún Kristjánsdóttir3, Christian Bindesboll4, Einar S. Björnsson5, Anne Simonsen4, Matthias Wilmanns2, Jón G. Jónasson3, Eiríkur Steingrímsson1

1Biomedical Center, Department of Medicine, University of Iceland, 2EMBL Hamburg, 3Department of Pathology, Landspítali-University Hospital, 4Institute of Basic Medical Sciences, University of Oslo, 5Department of Gastroenterology and Hepatology, Landspitali-University Hospital

mho@hi.is

Introduction: Autophagy is an intracellular degradation process which can be beneficial for cancer cells under challenging conditions. However, mouse studies suggest that autophagy may protect against tumor initiation, especially in the liver. Whether key autophagy genes also play a role in cancer initiation in humans has been unclear.

Materials and Methods: Genetic association analysis of patients with hepatocellular and bile duct cancer were employed for analyzing whether variants in key autophagy genes associate with these types of cancer. Tumor tissue samples were analyzed and hepatocellular cell cultures and mouse embryonic fibroblasts were utilized for functional experiments.

Results: Through genetic association analysis of patients with hepatocellular and bile duct cancer, we identified a rare germline missense variant in the essential autophagy gene ATG7. The autophagy substrate p62 accumulates more in tumors of carriers than non-carriers. We identified two ATG7 isoforms expressed in the liver, one of which lacks the ability to promote autophagosome formation through lipidation of the core autophagy protein LC3. Expression of the variant in both ATG7 isoforms leads to altered protein function in vitro.

Discussions: Our data indicate a role of ATG7 in the development of human cancer and demonstrate important functional properties of ATG7.

 

 

E 110 Effects of thrombin and activated protein C on endothelium. Role of AMP-kinase and biased signaling

Sigurður T. Karvelsson1, Hallbera Guðmundsdóttir1, Haraldur Halldórsson1, Guðmundur Þorgeirsson2

1Inst. Pharmacol. Toxicol, University of Iceland, 2Department of Medicine, University of Iceland

stk13@hi.is

Introduction: Some receptors can be activated by different ligands leading to different cellular responses, so-called biased signaling. The PAR1 receptor can be activated by both thrombin and activated protein C (APC). In endothelial cells, thrombin has barrier disruptive and inflammatory effects while APC mediates barrier enhancement and reduces inflammation. Our aim is to define the differences in signaling following activation of PAR1 in cultured endothelial cells by thrombin and APC, particularly to examine the role of AMP-activated kinase (AMPK) in mediating the anti-inflammatory effects of APC.

Materials and methods: Human umbilical vein endothelial cells were grown in EGM medium and used at passage 2-3. Expression of adhesion molecules (ICAM, VCAM and selectin) was studied using qPCR and western blotting. Phosphorylation of Akt, AMPK, myosin light chain (MLC) and MAPkinases was determined by western blotting.

Results: Thrombin (1u/ml) caused immediate but transient activation of AMPK, Erk1/2 and p38 and a slower activation of JNK, as well as an immediate inhibition of Akt. Thrombin also caused increased phosphorylation of MLC and increased expression of adhesion molecules. APC caused all the same effects, but to a much lesser degree. Pretreatment with APC or with a low dose of thrombin reduced the response to a high dose of thrombin. Pretreatment with activators of AMPK also reduced the response to thrombin as did treatment with inhibitors of p38 and JNK.

Conclusions: These result are more compatible with APC having preconditioning effects partly mediated by AMPK, rather than causing biased signaling.

 

 

E 111 Útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðismála

Rúnar Vilhjálmsson

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

runarv@hi.is

Inngangur: Heilbrigðisútgjöld heimila geta haft veruleg áhrif á aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna heilbrigðisútgjöld heimilanna og hvort tilteknir hópar verðu hærri upphæðum og hefðu meiri kostnaðarbyrði en aðrir.

Efniviður og aðferðir: Byggt er á landskönnuninni Heilbrigði og lífshættir Íslendinga, sem fram fór vorið 2015 meðal þjóðskrárúrtaks Íslendinga á aldrinum 18-75 ára. Svarendur fengu póstsendan spurningalista en var einnig gefinn kostur á að fylla spurningalistann út á netinu. Alls tóku tæplega 1600 (N=1599) einstaklingar þátt í heilbrigðiskönnuninni og voru heimtur tæp 60%. Meðal annars var spurt um sundurliðaðan kostnað heimilis vegna heilbrigðismála, auk ítarlegra bakgrunnsspurninga.

Niðurstöður: Mikill munur var á heilbrigðisútgjöldum heimilis eftir hópum. Hæst útgjöld í krónum höfðu heimili miðaldra og eldra fólks, sambúðarfólks, stórra fjölskyldna, fólks með hærri tekjur, langveikra og öryrkja. Þegar heimilisútgjöld vegna heilbrigðismála voru hins vegar skoðuð sem hlutfall af ráðstöfunartekjum heimilis kom í ljós að útgjaldabyrði var hæst á heimilum ungs fólks og námsmanna, atvinnulausra, fólks utan vinnumarkaðar, lágtekjufólks, langveikra og öryrkja.

Ályktanir: Félagsleg heilbrigðiskerfi miða að því að halda niðri heilbrigðisútgjöldum heimila til að tryggja gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Há heilbrigðisútgjöld og útgjaldabyrði ýmissa hópa hérlendis er verulegt áhyggjuefni. Vinna þarf markvisst að því að draga úr heildarútgjöldum einstaklinga og heimila vegna heilbrigðismála og treysta um leið stoðir hins félagslega heilbrigðiskerfis Íslendinga.

 

 

E 112 Klínísk rökhugsun og ákvarðanataka sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum; eigindleg rannsókn

Ólöf R. Ámundadóttir1, Gísli H. Sigurðsson1, Helga Jónsdóttir2, Elizabeth Dean3

1Læknadeild, Háskóli Ísland, 2Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Ísland, 3Department of Physiotherapy, University of British Columbia

olofra@landspitali.is

Inngangur: Sjúkraþjálfarar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð alvarlega veikra sjúklinga á gjörgæsludeildum og jákvæð áhrif þess að auka hreyfingu og upprétta stöðu gjörgæslusjúklinga eru vel þekkt. Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að lýsa ferli klínískrar rökhugsunar og ákvarðanatöku sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum á gjörgæsludeild.

Efniviður og aðferðir: Þægindaúrtak 12 sjúkraþjálfara sem störfuðu á skurð-, lyfja- og gjörgæsludeildum Landspítala og tóku þátt í gæsluvöktum sjúkraþjálfara. Gagnasöfnun fólst í áhorfsathugun og hálfstöðluðu djúpviðtali. Gögnin voru greind með eigindlegri efnisgreiningu.

Niðurstöður: Greining gagna leiddi í ljós 6 flokka og fjóra umlykjandi þætti sem höfðu áhrif á klínska rökhugsun og ákvarðanatöku sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum. Flokkarnir kallast: Sjúklingur, Gjörgæsla, Sjúkraþjálfari, Flutningur, Þjálfun (aðferð, ákefð, tími og tíðni) og Áætluð niðurstaða. Umlykjandi þættirnir fjórir kallast: Öryggi og vellíðan, Skoðun og meðferð samtvinnuð, Einstaklingsbundin meðferð byggð á viðbrögðum sjúklings og Hindranir og lausnir.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á klíníska rökhugsun og ákvarðanatöku sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum. Nálgun sjúkraþjálfaranna í rannsókninni að hreyfingu alvarlega veikra sjúklinga var einstök og byggðist á ástandi sjúklings, einstaklingsbundnum þörfum hans og svörun við hreyfingunni, auk aðstæðubundinna atriða. Þekking á ferli klínískrar rökhugsunar sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum varpar ekki einungis ljósi á hugsanaferli sjúkraþjálfaranna sjálfra við þetta verkefni, hún getur einnig nýst til að kenna starfsfólki, nýliðum og nemum.

 

 

E 113 Stuðningur við hjúkrunarfræðinema í klínísku námi á sængurkvennadeild

Arnheiður Sigurðardóttir

Heilbrigðisvísindasvið, Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

arnheid@hi.is

Inngangur: Tilgangur starfendarannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvaða verkefni hjúkrunarfræðinemar verða vitni að eða taka þátt í að framkvæma í klínísku námi á meðgöngu og sængurkvennadeild Landspítala. Einnig var athugað hvort námstækifærablað og verkefnabók um brjóstagjöf sem lögð eru fyrir nemendur á námstímanum gæti stutt nemendur í námi þar sem töluverður tími getur liðið á milli þess sem nemendur sækja bóklega tíma, fara á vettvang og taka próf.

Efniviður og aðferð: Innleitt var dagbókar námstækifærablað þar sem nemendur voru beðnir um að skrá hvað þeir gerðu eða urðu vitni að á vettvangi og lögð var fyrir nemendur verkefnabók um brjóstagjöf. Gögnum var safnað með könnun í Uglu þar sem 58 hjúkrunarfræðinemar skráðu dagbókarskráningu sína af námstækifærablað og lögðu mat á gagnsemi verkefnabókar um brjóstagjöf. Gagnasöfnun hófst að hausti 2015 og lauk að vori 2016. Dagbókarfærslum alls 58 hjúkrunarfræðinema var safnað, þær flokkaðar og greindar.

Niðurstöður: Niðurstöður sýna að hjúkrunarfræðinemar eru að takast á við margvísleg verkefni í klínísku námi sínu. Nemendur voru virkir í að skrá atburði og upplifanir sem þeir töldu áhugaverðar. Nemendur sögðu að vinna við verkefnabókina gæfi reynslu þeirra á deild meiri dýpt og hjálpaði þeim að setja efnið í betra samhengi.

Ályktanir: Niðurstöður eru í samræmi við skrif fræðimanna sem fjallað hafa um árangursríkar aðferðir til stuðnings og virkni nemenda í námi.

 

 

E 114 Þróun á stuttri útgáfu Balanced
Inventory
of
Desirable
Responding

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Vaka Vésteinsdóttir, Fanney Þórsdóttir

Sálfræðideild, Háskóli Íslands

ragnhild@hi.is

Inngangur: Balanced Inventory of Desirable Responding (BIDR) kvarðinn er eitt mest notaða mælitækið á félagslega æskilegri svörun, sem er tilhneiging fólks til að gefa fegraða mynd af sér í sjálfsmati. Tilgangur þessarar rannsóknar var að þróa styttri útgáfu af BIDR-kvarðanum.

Efniviður og aðferðir: BIDR-kvarðinn samanstendur af tveimur undirkvörðum, sjálfsblekkingu og ímyndarstjórnun, sem innihalda hvor um sig 20 fullyrðingar sem svarað er á 7 punkta kvarða (1=Ekki satt, 4=Að einhverju leyti satt, 7=Mjög satt). Framkvæmdar voru þrjár rannsóknir. Í fyrstu rannsókninni (N=579) voru próffræðilegir eiginleikar kvarðans athugaðir með notkun staðfestandi þáttagreiningar (confirmatory factor analysis; CFA) og svarferlalíkana (item response theory; IRT). Í annarri rannsókninni (N=471) voru metin áhrif fyrirmæla þar sem þátttakendur voru beðnir um að fegra svör sín og í þriðju rannsókninni (N=20) var farið ítarlega í gegnum hvert atriði með viðtölum (cognitive interviews) til að bera kennsl á möguleg vandamál varðandi orðalag eða innihald atriða.

Niðurstöður: Niðurstöður þessara þriggja rannsókna leiddu til þróunar 24 atriða kvarða, BIDR-Short.24. Við val á atriðum var stuðst við þáttahleðslur (≥.30), sundurgreiningarhæfni (item discrimination; >.64), innihaldsréttmæti sem var metið með fegrunarfyrirmælum og að atriði hafi ekki innihaldið sérstaklega viðkvæm málefni, tvöfaldar neitanir eða annað sem olli vandræðum við svörun. CFA á BIDR-Short.24 benti til bættra mátgæða miðað við lengri útgáfu og IRT greining benti til þess að BIDR-Short.24 greini álíka vel á milli þeirra sem hafa mismikið af þessari tilhneigingu og lengri útgáfan.

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að próffræðilegir eiginleikar BIDR-Short.24 séu viðunandi en þörf er á frekari rannsóknum á kvarðanum.

 

E 116 Survival after pulmonary resections for non-small cell lung cancer has improved

Hannes Halldórsson1, Ástríður Pétursdóttir1,2, Björn Már Friðriksson1,2, Guðrún Nína Óskarsdóttir2, Steinn Jónsson1,3, Magnús K. Magnússon1,4, Tómas Guðbjartsson1,2

1University of Iceland, Faculty of medicine 2Landspítali University Hospital, Department of cardiothoracic surgery, 3Department of pulmonology Landspítali University Hospital, 4Biomedical center and department of pharmacology and toxicology University of Iceland

hannes29@gmail.com

Objectives: We studied the outcome of pulmonary resection for non- small cell lung cancer (NSCLC) in a well defined population over a 24 year period, with special focus on survival.

Materials and methods: All NSCLC-patients that underwent pulmonary resection in Iceland 1991-2014 were reviewed for demographics, TNM-stage, complication rates and overall survival, over six 4-year periods. Overall survival was estimated (Kaplan-Meier) and Cox-logistic regression used to identify prognostic factors of survival. Median follow-up was 31 months.

Results: 693 operations were performed on 655 individuals (52% females); 523 lobectomies (76%), 84 pneumonectomies (12%) and 86 sub-lobar resections (12%). Adenocarcinoma (76%) and squamous cell carcinoma (28%) were the most common histology types. The mean age increased from 63 to 66 yrs. in 1991-1994 to 2011-2014, respectively (p<0.001), and the proportion of stage I+II tumors from 74% to 87% in the same periods (p=0.01), with no change in incidental diagnosis (33%) (p=0.80). Both 1 and 3-year survival increased significantly from 1991-1994 to 2011-2014 (p=0.003); 69% to 91% at 1-year and from 43% to 72% at 3 yrs. Independant prognostic factors for mortality were advanced TNM-stage (HR=1.38) and age (HR=1.03), ischemic heart disease (HR=1.25) and year of treatment, with most favorable survival seen in 2011-2014 (HR=0.51; 95% CI=0.33-0.80; P=0.003).

Conclusion: Survival of patients operated for NSCLC has improved significantly in Iceland. This is not explained by increased incidental detection or number of patients diagnosed in lower stages. Improved preoperative staging and fewer understaged patients may contribute to this result.

 

E 117 Hemispatial neglect: Clinical course and sensitivity of diagnostic tasks

Marianne E. Klinke1, Haukur Hjaltason2, Guðný B. Tryggvadóttir3, Helga Jónsdóttir1

1Faculty og Nursing, School og Health Sciences, 2Neurological Department, Landspitali, 3The Social Science Research Institute, University of Iceland

marianne@hi.is

Objectives: Describe (i) the course of clinical symptoms in stroke patients with moderate to severe hemispatial neglect (HN) from acute setting to home, (ii) the sensitivity of clinical diagnostic tasks over time, and (iii) agreement between the researcher's and patients' HN assessment.

Methods: Prospective longitudinal study. Out of 79 consecutive patients with HN after a first right hemisphere stroke we included 23 patients with moderate/severe HN. The Catherine Bergego Scale (CBS) was used as a benchmark for HN and to measure agreement between the researcher's and patients' HN assessment. Diagnostic HN tasks included star cancellation, line crossing, line bisection, fluff test, figure copying, and clock drawing. Data were collected at; t1: sub-acute stroke, t2: during rehabilitation, and t3: after discharge.

Results: (i) HN improved over time but 20 still had symptoms at t3, four continued to be severely affected. Frequent concomitant challenges included paralysis, impaired skin sensation, visual deficits, and extinction. (ii) Combining the star cancellation and figure copying yielded the highest sensitivity at all time-points. (iii) Patients' HN scores differed from the researcher's at t1. The difference was insignificant at t3. Nevertheless, eight patients rated themselves as more affected by HN than the researcher did, and two patients considerably overestimated their abilities.

Conclusion: This study is the first to include only patients with moderate to severe HN at baseline and to show their concomitant stroke challenges. HN persisted to some degree in most patients. The star cancellation and figure copying were superior test combinations to detect HN at all time- points.

 

E 118 Malnutrition in patients with COPD; association with lung function and length of hospital stay

Áróra Ingadóttir1,2, Anne M. Beck3, Christine Baldwin4, Ólöf G. Geirsdóttir1,5, Alfons Ramel1, Þórarinn Gíslason6, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2

1Unit for Nutrition Research, Landspitali University Hospital & Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 2Department of Clinical Nutrition, Landspitali University Hospital, 3Department of Nutrition and Health, Faculty of Health and Technology, Metropolitan University College, Copenhagen N, 4Division of Diabetes and Nutritional Sciences, King's College London, 5The Icelandic Gerontological Research Center, Landspitali University Hospital & University of Iceland, 6Faculty of Medicine,University of Iceland, and Department of Respiratory Medicine and Sleep, Landspitali University Hospital

aroraros@lsh.is

Introduction: Diagnosis criteria of malnutrition were proposed by the European Society for Clinical Nutrition and Metabolism (ESPEN) in 2015. The aims of this study were to compare the prevalence of malnutrition using a validated screening tool and new criteria proposed to ESPEN in patients with COPD, and to assess the ability of different components of the ESPEN criteria to predict lung function and length of stay (LOS).

Methods: Subjects were COPD patients (n=121) admitted to Landspitali in the period March 2015- March 2016. Patients were screened for risk of malnutrition using Icelandic screening tool (ISS). Body composition was measured with a bioelectrical impedance analyser (BIA). Lung function was measured with spirometry.

Results: In total, 36.4% of the patients were at risk of malnutrition using the ISS. The prevalence of malnutrition according to the ESPEN criteria was 20.7%. FEV1% of predicted was significantly lower in subject with BMI below age related cut off (mean 37.2 ± 17.3 vs. 49.6 ± 21.3, p=0.006). Significantly lower FEV1% of predicted was seen in subjects with low fat free mass index (FFMI) (mean 35.6 ± 21.9 vs. 50.1 ± 18.9, p=0.001). There was a trend towards longer LOS in subjects with low FFMI (median 10.0 vs. 8.0, p=0.067).

Conclusion: Our study is the first to describe the prevalence of malnutrition in hospitalized COPD patients using the ESPEN criteria from 2015. It might be suggested that age related BMI and FFMI should be used as an independent criteria for diagnosis of malnutrition in COPD patients.

 

 

E 119 Parameters affecting ACL loading at two time points of early stance of dynamic task performance

Haraldur B. Sigurðsson1, Þórarinn Sveinsson2, Kristín Briem2

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Physical Therapy, University of Iceland

harbs@hi.is

Introduction: Anterior cruciate ligament (ACL) injuries most commonly occur during the first 100ms of stance during dynamic activities, during which two discrete events of biomechanical significance are seen: the first peak vertical ground reaction force (vGRF) and the peak negative sagittal plane power (SPP). Little is known about how biomechanical data compare between these two timeframes. The purpose of the study was to contrast variables associated with ACL injury risk during each instance.

Methods: 125 athletes aged 9-11 year old were recruited from local sports clubs. Their movements were recorded while they performed cutting maneuvers to the right and left, using an 8 camera Qualisys system and two AMTI force plates. Statistical analyses contrasting data at the two instances were performed using the paired samples t-test, and correlation coefficients used to analyze associations between relevant variables.

Results: The first peak vGRF occurred at a mean (SD) of 45ms (15ms) after initial contact and the peak negative SPP at 80ms (45ms). Significant differences (all p<0.0001) were found between the two time points for all knee angles and moments, the largest for the flexion angle which was 9.8° (4.2) larger at SPP. Post-hoc analyses showed strong associations between outcome variables between joints and time points.

Conclusions: Both the first peak vGRF and minimum SPP occur within the first 100 ms of stance and may therefore both be relevant for ACL injury risk during early stance. Further investigation is warranted to identify at which instance greater strain is placed on the ligament.

 

 

E 120 Dietary habits across the lifespan and risk of monoclonal gammopathy of undetermined significance

Maríanna Þórðardóttir1, Ebba K. Lindqvist2, Sigrún H. Lund1, Rene Costello3, Jóhanna E. Torfadóttir4, Bryndís E. Birgisdóttir4, Debra Burton3, Laufey Steingrímsdóttir4, Neha S. Korde5, Sham Mailankody5, Guðný Eiríksdóttir6, Lenore J. Launer7, Tamara B. Harris7, Ola Landgren5, Vilmundur Guðnason6, Sigurður Y. Kristinsson1

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Medicine, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 3National Cancer Institute, National Institutes of Health, 4Unit for Nutrition Research, University of Iceland, 5Division of Hematologic Oncology, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 6Icelandic Heart Association, 7National Institute on Aging, National Institute of Health

mthordar@hi.is

Background: All multiple myeloma (MM) cases are preceded by the premalignant state, monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS). The etiology of MGUS is to a large extent unknown. Our aim was to explore the effect of diet and dietary patterns on MGUS.

Methods: This study was based on participants from the AGES-Reykjavik Study (N=5,764). Participants gave information on frequency of intake of common foods throughout the lifespan. We screened all participants for MGUS. Principal component analysis was used to extract dietary patterns. Logistic regression was used to test association between diet and dietary patterns and MGUS.

Results: A total of 300 (5.2%) MGUS cases were identified. We found that high consumption of fruits in adolescence and whole-wheat bread in midlife were inversely associated with MGUS (OR = 0.63, 95% CI 0.52 - 0.97 and OR = 0.76, 95% CI 0.59 - 1.00, respectively). Additionally, we found that constant high consumption of rye bread and potatoes throughout the lifespan were inversely associated with MGUS (OR = 0.70, 95% CI 0.55 - 0.95 and OR = 0.63, 95% CI 0.45 - 0.96, respectively) when compared to constant low consumption. High adherence to an early life pattern high in salted/smoked meat and fish and liver sausage, and high adherence to a midlife pattern high in potatoes and whole-wheat bread were inversely associated with MGUS (OR=0.89, 95% CI 0.79-1.00 and OR=0.88, 95% CI 0.79-0.98, respectively).

Conclusion: Our findings suggest that food intake can alter the risk of developing MGUS.

 

 

E 121 Öryggi barna í innkaupakerrum: árangursríkt inngrip til forvarna

Árni Eiríksson, Zuilma Gabríela Sigurðardóttir

Rannsóknarstofu í atferilsgreiningu, sálfræðideild, Háskóli Íslands

athe1@hi.is

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif inngrips sem var ætlað að minnka líkur á að börn þyngri en 15 kg væru sett ofan í innkaupakerrur og minnka þar með líkur á slysum og meiðslum vegna falls úr innkaupakerrum.

Efniviður og aðferðir: Árið 2010 var gerð tilraun í fjórum verslunum og athuguð áhrif inngrips á líkum þess að foreldrar settu börn ofan í innkaupakerrur. Notað var margfalt-grunnskeiðssnið með afturhvarfi til að meta áhrifin. Inngripið var mynd af barni standandi ofan í innkaupakerru innan í bannhring, sem fest var á innanverða kerruna til móts við þann sem ýtir kerrunni. Leiðbeinandi texti var fyrir ofan mynd. Nú er hafin rannsókn í þeim tilgangi að bera saman áhrif inngrips án texta og táknmynd er notuð. Í rannsókninni á áhrifum táknmyndar er stuðst við ósamhliða margfalt grunnskeiðssnið. Í tilraunum á áhrifum mismunandi inngripsins án texta eða eingöngu með texta verður stuðst við margfalt grunnskeiðssnið með afturhvarfi.

Niðurstöður: Helstu niðurstöður upprunalegu rannsóknarinnar voru að markhegðunin næstum hvarf með inngripinu. Í kjölfar þessarar rannsóknar hafa Rannsóknastofa í atferlisgreiningu og Tryggingafélagið Sjóvá hafið samstarf um merkingu innkaupakerra í matvöruverslunum. Langtíma mælingar á upprunalega inngripinu að einu og tveimur árum liðnum sýna að markhegðunin helst mjög lág.

Ályktanir: Greinileg virkni inngripsins síðan 2010 bendir til þess að hægt er að hafa áhrif á markhegðunina og ef niðurstöður viðbótarrannsókna benda til þess að táknmyndir virki jafnvel og upprunalega inngripið, jafnvel án texta, er mögulegt að nota sama inngrip óháð landi og tungumáli.

 

 

E 122 Tengsl 5 mínútna Apgars og fæðingarþyngdar við námsárangur í íslensku og stærðfræði í grunnskóla

Guðrún I. Þorgeirsdóttir1, Þórður Þórkelsson2, Ingibjörg E. Þórisdóttir3, Inga D. Sigfúsdóttir3, Þóra Steingrímsdóttir4, Ásgeir Haraldsson2

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítali, 3Háskólinn í Reykjavík, 4Kvennadeild, Landspítali

 

Inngangur: Apgar er stigunarkerfi sem metur ástand nýbura 1 og 5 mínútum eftir fæðingu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl Apgars og fæðingarþyngdar við námsárangur í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla. Rannsóknin er forrannsókn fyrir hluta af rannsókninni „Lifecourse“ í Háskólanum í Reykjavík.

Efni og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr “Lifecourse” gagnagrunninum um öll fullburða börn fædd og búsett í Reykjavík árið 2000, sem tóku samræmd próf í 4. eða 7. bekk. Parað t-próf, óparað t-próf og fjölbreytu-línuleg aðhvarfsgreining voru notuð við tölfræðiútreikninga.

Niðurstöður: Apgar hafði marktæk línuleg tengsl við stærðfræðieinkunnir (2,8; p=0,004), reikning og aðgerðir (hallatala 2,2; p=0,02), tölur og talnaskilning (hallatala 1,9; p=0,04), og rúmfræði í 4. bekk (hallatala 3,1; p=0,001); og stærðfræði (hallatala 1,9; p=0,04), reikning og aðgerðir (hallatala 2,0; p=0,03), íslensku (hallatala 2,1; p=0,04) og lestur í 7. bekk (hallatala 2,3; p=0,01). Ekki var marktækur munur á einkunnum milli Apgarflokkanna tveggja. Fæðingarþyngd hafði marktæk línuleg tengsl við stærðfræði (hallatala 0,006; p=0,03), reikning og aðgerðir (hallatala 0,005; p=0,04), tölur og talnaskilning (hallatala 0,005; p=0,04), stafsetningu (hallatala 0,007; p=0,01), og ritun í 4. bekk (hallatala 0,005; p=0,03); og íslensku (hallatala 0,006; p=0,003), stafsetningu (hallatala 0,005; p=0,05) og málnotkun í 7. bekk (hallatala 0,005; p=0,05).

Ályktanir: Rannsóknin sýndi tengsl milli 5 mínútna Apgars og einkunna, einkum í stærðfræði. Rannsóknin sýndi einnig tengsl milli fæðingarþyngdar >2500g og námsárangurs. Lægri fæðingarþyngd hafði meira forspárgildi fyrir lélegum námsárangri hjá stúlkum en drengjum. Það er óvenjulegt samanborið við aðrar rannsóknir og þarf að rannsaka nánar á stærra þýði.

 

 

E 123 Áhrif meðgöngulengdar á námsárangur

Elín Þ. Elíasdóttir1, Ragnhildur Hauksdóttir1, Inga D. Sigfúsdóttir2, Ingibjörg E. Þórisdóttir2, Þórður Þórkelsson1,3, Þóra Steingrímsdóttir4

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskólinn í Reykjavík, 3Barnaspítali Hringsins, 4Kvennadeild, Læknadeild Háskóla Íslands

ethe10@hi.is

Inngangur: Fyrirburar eru í aukinni áhættu á að greinast með ýmsa langvinna sjúkdóma. Einnig hefur verið sýnt fram á að fyrirburar fá lægri einkunnir en fullburða samnemendur. Hugmyndir eru uppi um að meðgöngulengd hafi einnig áhrif á einkunnir fullburða barna. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrirburar fái lægri einkunnir en fullburða börn en fáar rannsóknir taka til línulegra áhrifa meðgöngulengdar.

Efniviður og aðferðir: Unnið var með gagnasafn frá LIFECOURSE-rannsókninni sem aflað var frá Fæðingaskrá landlæknis, Námsmatsstofnun og Hagstofunni. Skoðaðar voru einkunnir 1146 barna í samræmdum prófum.

Niðurstöður: Með vaxandi meðgöngulengd hækkar einkunn í stærðfræði en ekki íslensku. Þegar gögnunum var lagskipt eftir kyni kom í ljós að áhrifin voru einungis til staðar hjá strákum þar sem marktæk hækkun var á einkunn í íslensku og stærðfræði með lengri meðgöngu bæði í 4. og 7. bekk. Hjá stelpum voru áhrif meðgöngulengdar á heildareinkunn aldrei marktæk. Áhrifa meðgöngulengdar gætti einnig hjá fullburða börnum (fæddum eftir 37 – 42 vikna meðgöngu) en þar kom fram marktæk hækkun á einkunn í íslensku og stærðfræði með aukinni meðgöngulengd bæði í 4. og 7. bekk. Þegar betur var að gáð voru áhrif meðgöngulengdar á einkunnir fullburða barna einungis til staðar hjá strákum.

Ályktanir: Þessi rannsókn styrkir niðurstöður nýlegra rannsókna sem benda til þess að meðgöngulengd fullburða barna hafi áhrif á námsárangur. Skýr kynjamunur kom fram í áhrifum meðgöngulengdar þar sem áhrifanna gætti einungis hjá strákum og er áhugavert að skoða það nánar.

 

 

E 124 Forvarnir gegn tannátu og áhrif óstöðugs efnahagsástands á tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga á Íslandi

Eva G. Sveinsdóttir

Tannlæknadeild, Háskóli Íslands

tannalfur@gmail.com

Inngangur: Árið 2008 hófst á Íslandi djúp efnahagslægð sem hafði alvarleg áhrif á efnahag landsins í heild sem og allra Íslendinga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif efnahagskreppan hafði á eftirspurn eftir tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga, 0-18 ára, að mati tannlækna, ásamt því að afla upplýsinga um hvers kyns fyrirbyggjandi meðferðir sem tannlæknar veita börnum og unglingum í dag.

Efniviður og aðferðir: Rafrænn spurningalisti var sendur til allra félagsmanna Tannlæknafélags Íslands (TFÍ) í janúar 2013. Af þeim tannlæknum sem vinna með börn bárust svör frá 161 tannlækni (64%).

Niðurstöður: Af þeim 161 tannlækni sem tóku þátt í rannsókninni töldu 119 (74%) að tannátutíðni barna og unglinga hefði hækkað og 150 (93%) töldu að minnkandi endurgreiðsla frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) til tannlækninga barna og unglinga á undanförnum árum hefði haft áhrif á tannheilsu sumra eða flestra barna. Meirihluti tannlækna taldi eftirspurn foreldra eftir flestum þáttum tannátuforvarna og meðferða af völdum tannátu, að frátaldri bráðameðferð af völdum tannverkja, hafa minnkað. Samkvæmt tannlæknunum komu börn og unglingar að meðaltali á 9,4 mánaða (sd 2,8) fresti til tannlæknis, en lengst liðu að meðaltali 12,1 mánuður (sd 2,8) á milli tannlæknaheimsókna. Að meðaltali var 31% (sd 20,7) vinnutímans varið í forvarnir gegn tannátu.

Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að á sama tíma og þörfin fyrir tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga jókst, hafi eftirspurn foreldra eftir slíkri þjónustu minnkað. Þetta gæti hinsvegar verið tímabundið ástand, sem breytist með batnandi efnahagsástandi og aukinni endurgreiðslu SÍ til tannlækninga barna og unglinga.

 

 

E 125 Lífsgæði fatlaðra barna: Ólíkt mat barna og foreldra þeirra

Snæfríður Þóra Egilson1, Linda Björk Ólafsdóttir1, Þóra Leósdóttir2, Evald Sæmundsen2

1Félags- og mannvísindadeild, Háskóli Íslands, 2Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

sne@hi.is

Inngangur: Rannsóknin beindist að upplifun 1) barna með einhverfu og 2) barna með hreyfihömlun á lífsgæðum sínum, sem og því hvernig foreldrar barnanna meta lífsgæði þeirra.

Aðferð: Byggt var á lýsandi samanburðarþversniði og var gögnum safnað með barna- og foreldraútgáfu lífsgæðamatslistans KIDSCREEN-27. Alls bárust upplýsingar um 96 börn með einhverfu og 27 börn með hreyfihömlun.

Niðurstöður: Börn með einhverfu og börn með hreyfihömlun mátu lífsgæði sín í meðallagi (>45) á fjórum af 5 lífsgæðavíddum. Hjá börnum með einhverfu voru lægstu skorin innan víddanna Vinatengsl, þar sem lífsgæðin voru minni en almennt gerist, og Hreyfiathafnir og heilsa. Hjá börnum með hreyfihömlun var lægsta skorið í víddinni Hreyfiathafnir og heilsa. Hins vegar mátu foreldrar barna í báðum hópum lífsgæði barna sinna talsvert lægri á öllum lífsgæðavíddum nema í Fjölskylda og frjáls tími. Þrátt fyrir marktækan mun á svörum barna og foreldra voru þau sammála um hvaða dró mest úr lífsgæðum barnanna. Þannig töldu foreldar barna með einhverfu atriði innan víddanna Vinatengsl og Hreyfiathafnir og heilsa hafa veruleg neikvæð áhrif á lífsgæði barna sinna. Eins töldu foreldrar barna með hreyfihömlun víddina Hreyfiathafnir og heilsa hafa neikvæðustu áhrifin.

Ályktanir: Börn með einhverfu og börn með hreyfihömlun voru almennt sátt við stöðu sína í lífinu þótt erfiðleikar tengdir félagslegri þátttöku og líkamlegri virkni væru til staðar. Foreldrar töldu hins vegar mun fleiri umhverfis- og einstaklingsbundna þætti draga úr lífsgæðum barna sinna en börnin töldu sjálf. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að leita til barnanna sjálfra um upplýsingar um líf þeirra og líðan.

 

 

E 126 A role for MUC5B promoter polymorphism in idiopathic pulmonary fibrosis Introduction

Amaranta Ursula Armesto Jiménez

Stem Cell Research Unit, Faculty of Medicine, University of Iceland

aua12@hi.is

Introduction: The MUC5B promoter (G-to-T) polymorphism is associated with idiopathic pulmonary fibrosis (IPF). In heterozygous the T-allele is associated with a 6-8 fold increased risk of IPF and there is also an increased expression of MUC5B in the airways of carriers of this risk allele.

Methods: We have previously used human basal epithelial cell lines (VA-10 and BCi-NS1.1) to model in air-liquid interphase (ALI) culture both cellular differentiation and epithelial histoarchitechture of the upper airways. Here, we have transduced these cell lines, as well as A549, with a promoter reporter construct containing the 4 kb promoter region of MUC5B with the wildtype or the T-risk allele present to gain insights into the molecular and cellular effects of IPF. We are also using CRISPR DNA-editing to engineer the T-risk allele in heterozygous or homozygous forms into the cell lines.

Results: Using a bioinformatics approach we have identified several transcription factor binding sites at the polymorphic promoter site, including a possible CEBP-beta site. Furthermore, we have seen a marked increase in MUC5B expression after induction with interleukin(IL)-13, and under these conditions there is also a marked increase in CEBP-beta expression. BCi_NS1.1 cells transduced with the T-risk allele had a 33,6% increase in luciferase signal, when compared to wild-type. This signal was further amplified to 54,21% after transient overexpression of CEBP-beta.

Conclusions: Our results indicate that the T allele has a stimulatory effect on MUC5B expression, that could be mediated by C/EBP-beta.

 

 

E  127 Pathogen inactivated platelet lysates boost osteogenic and chondrogenic differentiation of MSC and mesenchymal progenitor cells

Ólafur E. Sigurjónsson1, Sandra Jonsdottir-Buch2, Kristbjörg Gunnarsdóttir2

1Surgical Services, The Icelandic Blood Bank, Landspitali Hospital, 2Department of Medicine, University of Iceland

oes@hi.is

Introduction: MSC are interesting due to their multipotent differentiation and immunomodulatory abilities. Embryonic derived mesenchymal progenitor cells (hES-MP) have the same characteristics as MSC. Addition of animal-serum is currently required for the survival and growth of hES-MP and MSC. Using animal-serum to grow cells intended for human medical therapy is not safe and serum-free alternatives need to be found. Here we show that using platelet lysates made from pathogen inactivated platelets (hPL-PI) during differentiation of MSC and hES-MP supports both chondrogenesis and osteogenesis allowing serum-free growth conditions from expansion throughout differentiation.

Methods: MSC and hES-MP002.5 were grown and differentiated towards chondrogenic and osteogenic lineages in the presence of fetal bovine serum (FBS) or hPL-PI. Chondrogenic differentiation was evaluated over five weeks and histology and gene expression evaluated weekly. Osteogenic differentiation was performed over four weeks with alkaline phosphatase activity, mineralization and gene expression evaluated weekly.

Results: Histology resembling articular cartilage was observed for MSC and hES-MP at the end of chondrogenic differentiation when differentiated in the presence of hPL-PI. SOX9, the master transcription factor of chondrogenesis, was significantly upregulated in cell differentiated in hPL-PI compared to FBS. During osteogenic differentiation the activity of alkaline phosphatase, amount of calcium deposits and gene expression was significantly higher in MSC and hES-MP differentiated in hPL-PI compared to FBS.

Conclusions: Using hPL-PI based differentiation media encourages osteogenic and chondrogenic differentiation of MSC and hES-MP to a greater degree than FBS based media.

 

 

E 128 Embryonic stem cell derived mesenchymal progenitors (hES-MP) exhibit superior growth but inferior immunosuppression to MSC

Ólafur E. Sigurjónsson1, Sandra Jonsdottir-Buch2, Kristbjörg Gunnarsdóttir2

1Surgical Services, The Icelandic Blood Bank, Landspitali Hospital, Landspitalinn, 2Department of Medicine, University of Iceland

oes@hi.is

Introduction: Mesenchymal stem cells (MSCs) are promising candidates for cellular therapy due to their abilities to regenerate bone and cartilage and their immunosuppressive characteristics. A problem regarding the use of MSC in cellular therapy is the need for using fetal bovine serum (FBS) during ex-vivo expansion of the cells prior to use. Lysates derived from platelets have been suggested as an alternative, mainly due to the abundance of various growth factors and cytokines that are found within the granules of platelets. We have previously demonstrated that lysates from expired platelet concentrates (hPLex) can be used for the expansion and differentiation of human bone marrow derived MSC. Here we demonstrate that platelet lysates produced from expired platelet concentrates can be used successfully for the expansion and differentiation of hES-MP cells.

Methods: hES-MP cells were expanded in DMEM-F12 cell culture media supplemented with either 10% FBS or 10% hPLex. hES-MP cells were analyzed for expansion, expression of surface markers and osteogenic, adipogenic and chondrogenic differentiation as well as their ability to suppress immune-response in an MLR assay.

Results: When expanded with hPLex hES-MP cells maintained their mesenchymal characteristics had an equivalent growth and differentiation features compared to cells expanded in FBS. However hES-MP cells demonstrated superior growth to MSC while lacking the immunosuppressive abilities.

Conclusion: Our findings suggest that platelet lysates produced from expired platelet concentrates can be used as an alternative to fetal bovine serum for the expansion of hES-MP cells.

 

 

E 129 Transciptional control of pluripotent state transitions

Erna Magnúsdóttir, Kristján Hólm Grétarsson

Faculty of medicine, University of Iceland

erna@hi.is

Introduction: Mouse embryonic stem cells can recapitulate the pluripotent state transitions occurring in the early embryo, where the epiblast cells transition from naive to primed pluripotency. How this transition is orchestrated is a key question in stem cell biology. We are working on identifying transcriptional regulators that parttake in these transitions.

Methods: We use mouse embryonic stem cells cultured in medium that facilitates naive pluripotency and differentiate them with Activin and FGF2 to induce primed pluripotency. We have generated loss of function cells for transcriptional regulators, and assess their involvement in the transition by comparing wild type control cells to the loss of function cells during this transition. We monitor morphology, gene expression and reporter activity.

Results: We have identified a transcriptional regulator that is key in facilitating the transition from naive to primed pluripotency, and show that in its absence the induction dynamics of primed pluripotency markers is slowed down. We are in the process of testing lineage commitment to the three germ layers as well as primordial germ cells and assessing genome wide binding patterns of the factor.

 

E 130 MITF, TFEB and TFE3 in melanoma - Regulation and interaction

Josué Ballesteros, Ásgeir Ö. Arnþórsson, Kimberley Anderson, Katrín Möller, Margrét H. Ögmundsdóttir, Eiríkur Steingrímsson

Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland

jab7@hi.is

Introduction: The transcription factor MITF is crucial for melanocyte development and survival and a lineage specific oncogene in melanoma. The closely related TFEB and TFE3 proteins are involved in the biogenesis and function of lysosomes and autophagosomes, regulating the cellular clearance pathways.

Methods and data: Using co-immunoprecipitation studies, expression analysis and confocal imaging of these factors, we have investigated the interaction, cross-regulatory relationship and nuclear localization of MITF, TFE3 and TFEB in melanoma cells. Like MITF; TFEB and TFE3 are expressed in melanoma cells and they regulate each other's expression.

Results: We demonstrate that MITF, TFEB and TFE3 interact in melanoma cells. Transactivation assays show an overlap in the ability to activate expression of autophagy, lysosomal and melanosomal genes but interestingly, some genes are exclusively regulated by one of the factors. Using RACE studies we identified a shorter melanocyte-specific isoform of TFEB. MITF-M is mostly nuclear, whereas TFEB and TFE3 are located in the cytoplasm. Nutrients, mTOR and GSK3β signaling impact the subcellular localization of all the factors in melanoma cells.

Conclusion: The relationship between MITF, TFEB and TFE3 is complex and involves gene expression, interaction and signaling. It is important to unravel this relationship in melanoma since these factors and autophagy are considered therapeutic targets in cancer.

 

 

E 131 Algengi og eðli kyngingarvanda á hjúkrunarheimilum

Signý Gunnarsdóttir

Læknadeild, Háskóli Íslands

signyg@gmail.com

Inngangur: Heilkenni sem leggjast frekar á eldra fólk hafa mörg hver áhrif á kyngingu. Skert kyngingargeta getur bæði haft í för með sér áhrif á versnandi heilsu og dregið úr lífsgæðum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga algengi og eðli kyngingarvanda á hjúkrunarheimilum og úrræði við vandanum.

Efniviður og aðferðir: Gagna var safnað með fyrirlögn á The Eating Assessment Tool (EAT-10) skimunarlistanum. 63 þátttakendur af 114 íbúum hjúkrunarheimilisins tóku þátt, 44 konur og 19 karlar, meðalaldur 83,6 ár (miðgildi 85 ár). Ef heildarskor á EAT-10 var ≥3 var talið að kyngingarvandi gæti verið til staðar. Yale Swallow Protocol var lagt fyrir 19 af 27 þátttakendum sem fengu ≥3 á EAT-10 til að skima fyrir ásvelgingarhættu.

Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að 27 (42,9%) íbúar fengu ≥3 á EAT-10 (M=8,48; sf=5,85; spönn=3-30). Algengustu einkenni kyngingarvandans voru hósti (38,1%), erfiðleikar með vökva og töflur (31,7%) og erfiðleikar við að kyngja fastri fæðu (30,2%). 11 af þeim 19 þátttakendum sem gengust undir frekara kyngingarmat, stóðust það ekki og voru álitnir í ásvelgingarhættu.

Ályktanir: Niðurstöður benda til að kyngingarvandi sé til staðar á hjúkrunarheimilum og að einnig séu þar einstaklingar í ásvelgingarhættu. Fái einstaklingur með kyngingarvanda ekki viðeigandi greiningu og úrræði getur það bæði verið hættulegt heilsu hans og einnig skert lífsgæði.

E 132 Leiðir til að seinka flutningi á stofnun:
Stuðningi við fjölskyldur fólks með heilabilun

Kristín Björnsdóttir, Margrét Guðnadóttir

Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

kristbj@hi.is

Inngangur: Í þessu erindi verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar um stuðning við fólk með heilabilun sem býr heima og aðstandendur þess. Markmið hennar er að greina eðli starfshátta (practice) í þjónustu við fólk með heilabilun sem býr heima og setja fram tillögu að nánari útfærslu heimaþjónustu fyrir þessar fjölskyldur. Rannsóknin er samstarfsverkefni fjögurra landa, Kanada, Hollands, Noregs og Íslands.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðir í verkefninu er eigindleg (etnógrafísk) þar sem unnið er með gögn úr vettvangsathugunum, viðtölum og skrifuðum gögnum. Í þessu erindi verða niðurstöður fyrsta hluta verkefnisins kynntar. Í því fólst orðræðugreining á skriflegum gögnum (heimasíðum og bæklingum félagsamtaka, göngudeilda og dagþjálfana), vettvangsathugunum þar sem þjónusta fer fram (N=8) og viðtölum við lykilstarfsmenn sem tengjast þjónustu við fólk með heilabilun sem býr heima (N=20). Við greiningu gagna beindist athyglin að stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum og fyrirkomulagi og útfærslu á opinberum stuðningi við þessar fjölskyldur.

Niðurstöður: Fram kom að á Íslandi liggur ekki fyrir opinber stefnumörkun í þessum málaflokk. Hins vegar hefur átt sér stað umfangsmikil uppbygging á þjónustu og stuðningi við fjölskyldur þar sem einstaklingur býr við heilabilun sem sagt verður frá. Þessi þjónusta einkennist af þétt riðnu neti þjónustuþátta þar sem teymisvinna og samhæfing eru lykilhugtök. Enn er þó töluvert verk að vinna því þessi þróunarvinna hefur að takmörkuðu leyti náð til heimaþjónustu.

Ályktanir: Það er aðkallandi að efla þekkingu um árangursríka heimaþjónustu fyrir fjölskyldur einstaklinga með heilabilun.

 

 

E 133 Notkun fæðubótarefna hjá öldruðum á Íslandi og tengsl fjölvítamína við dauðsföll

Birta Ólafsdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Hjálmfríður Nikulásdóttir2, Guðný Eiríksdóttir2, Tamara B. Harris3, Lenore J. Launer3, Vilmundur Guðnason2, Þórhallur I. Halldórsson1, Kristjana Einarsdóttir1

1Rannsóknastofa í næringarfræði, Matvæla- og næringarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Hjartavernd, 3National Institute on Aging

bio3@hi.is

Inngangur: Gott næringarástand og mataræði ríkulegt af vítamínum og steinefnum er almennt talið geta verið fyrirbyggjandi gegn krónískum sjúkdómum. Óvissa ríkir hinsvegar um hugsanlegan heilsuávinning fæðubótarefna, sérstaklega í skömmtum hærri en efri mörk daglegrar neyslu. Markmið rannsóknarinnar var að skoða notkun fæðubótarefna meðal aldraðra og skoða tengingu notkunar fjölvítamína við tíðni dauðsfalla og dauðsfalla af völdum hjarta-og æðasjúkdóma.

Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um notkun á fæðubótarefnum voru fengnar úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem framkvæmd var á árunum 2002-2006. Þátttakendur voru 5764 og á aldrinum 66-98 ára við upphaf rannsóknarinnar. Upplýsingar um innihaldsefni fæðubótarefna fengust frá Matvælastofnun.

Niðurstöður: Flestir þátttakendur (80%) notuðu einhverskonar fæðubótarefni. Fáir (<1%) fóru yfir efri mörk daglegrar neyslu vítamína og steinefna með neyslu fæðubótarefna, með undantekningu um B6-vítamín (22%) og sink (14%). Notendur fæðubótarefna voru almennt hraustari en þeir sem ekki notuðu fæðubótarefni. Á eftirfylgdartímanum (miðgildi 5,3 ár) lést 1221 þátttakandi, þar af 525 vegna hjarta- og æðasjúkdóma. Ekki fannst marktækt samband milli fjölvítamínnotkunar og dánartíðni (HR=0,91, 95% CI=0,80-1,03) eða dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma (HR=0,87, 95% CI=0,72-1,05) með leiðréttri lifunargreiningu.

Ályktanir: Lítið hlutfall þátttakenda fór yfir efri mörk daglegrar neyslu á flestum vítamínum og steinefnum en þó fóru 22% yfir mörk fyrir B6-vítamín og 14% yfir mörk fyrir sink. Það þarf þó að hafa í huga að þessi neysla bætist ofan á það sem einstaklingar fá úr mataræði. Niðurstöður gefa ekki til kynna að tengsl séu á milli notkunar fjölvítamína og tíðni dauðsfalla eða dauðsfalla vegna hjarta- og æðasjúkdóma meðal aldraðra Íslendinga.

 

 

E 134 Virkni og afþreying á íslenskum hjúkrunarheimilum

Ingibjörg Hjaltadóttir, Þóra J. Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið

ingihj@hi.is

Inngangur: Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum búa oft við bæði skerta andlega og líkamlega færni. Þunglyndi og hegðunarvandi hrjáir verulegan hluta þeirra en rannsóknir benda til að með virkni og afþreyingu við hæfi sé hægt að draga úr einkennum og auka lífsgæði. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða virkni og afþreying er í boði á íslenskum hjúkrunarheimilum, hverjir sjá um að framkvæma hana og hversu stórt hlutfall íbúa er talinn geta haft not fyrir afþreyingu og virkni.

Efniviður og aðferðir: Spurningalisti með 19 spurningum um notkun á virkni og afþreyingu var þróaður og sendur til allra hjúkrunarheimila á Íslandi, eða 59 talsins, 52 heimili svöruðu, eða 96%.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að öll hjúkrunarheimili sem svöruðu bjóða uppá afþreyingu og virkni. Margar ólíkar starfsstéttir koma að því að skipuleggja og veita þessa þjónustu en helst eru það hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Algengasta virkni og afþreying sem boðið er uppá er: lestur úr bókum, að syngja saman, horfa saman á sjónvarp og fara í göngutúra. Þrjátíu og þrjú prósent eða 17 hjúkrunarheimili áætla að nær allir af íbúum geti nýtt sér virkni og af-þreyingu. Hjúkrunarheimilin vildu flest öll eða 49 (94%) þiggja aðstoð við eflingu á virkni og afþreyingu til dæmis í formi fræðslu eða samvinnu við aðrar stofnanir.

Ályktanir: Íslensk hjúkrunarheimili leitast við að uppfylla þarfir íbúana fyrir virkni og afþreyingu og hafa áhuga á stuðningi til þess. Mikilvægt er að skoða hversu vel virkni og afþreying er aðlöguð að þörfum hvers einstaklings og hvaða leiðir eru bestar til að efla það starf.

 

 

E 135 Dagleg hreyfing og kyrrseta aldraðra: Staðlað mat í heilsueflandi heimsóknum

Sólveig Á. Árnadóttir, Súsanna Karlsdóttir

Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands

saa@hi.is

Inngangur: Frá árinu 2000 hafa heilsueflandi heimsóknir verið fastur hluti af þjónustu við aldraða á svæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að mæla og greina hreyfingu og kyrrsetuhegðun eldri borgara sem þiggja slíka þjónustu.

Efniviður og aðferðir: Unnið var með heildarúrtak þeirra sem þáðu heilsueflandi heimsókn á þjónustusvæði HSN á Akureyri árið 2013(N=354, 75-95 ára, 56% konur). Úrtakið endurspeglaði 28% af heildarfjölda 75-95 ára íbúa á svæðinu. Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi skiptu á milli sín heimsóknunum og lögðu fyrir staðlaða spurningalistann Mat á líkamsvirkni aldraðra, MLA (Physical Activity Scale for the Elderly, PASE). MLA kortleggur hreyfingu í frístundum, við heimilisstörf og atvinnu; og veitir innsýn í kyrrsetuhegðun. Reiknuð voru MLA-stig sem endurspegla líkamlega áreynslu og geta verið frá núll upp í 400+ (mikil áreynsla/hreyfing). T-próf og Mann-Whitney U próf voru notuð við tölfræðigreiningu og marktektarmörk sett við p<0,05.

Niðurstöður: MLA-heildarstig voru frá 0-213 (M=73±40,8). Meirihlutinn tengdist heimilisstörfum (M=58±32,1), lítill hluti tengdist frístundum (M=11±13,3) og óverulegur hluti tengdist atvinnu (M=4,5±16). Konur voru með færri MLA-stig en karlar og giftar konur hreyfðu sig minna í frístundum en aðrar konur (p=0,001). Aldurshópurinn 85-95 ára var með færri MLA-stig en 75-84 ára nema tengt hreyfingu í frístundum. Kyrrsetuathafnir tóku >4 klst/dag hjá 63,6% þátttakenda og 2-4 klst/dag hjá 33,6%.

Ályktanir: Lítil hreyfing og veruleg kyrrseta er áberandi meðal aldraðra sem fá heilsueflandi heimsóknir. Í heimsóknunum gefst hins vegar einstakt tækifæri til að leggja staðlað mat á daglega hreyfingu og greina tækifæri til umbóta á þessu mikilvæga sviði heilsuverndar aldraðra.

 

 

E 136 Meðferð geðklofa með clozapíni hér á Íslandi

Oddur Ingimarsson1, James H. MacCabe2, Magnús Haraldsson1, Halldóra Jónsdóttir1, Engilbert Sigurðsson1

1Háskóli Íslands, 2Institute of Psychiatry

odduri@gmail.com

Inngangur: Clozapín er eina geðrofslyfið sem hefur ábendingu fyrir meðferð geðklofa sem svarar illa meðferð með geðrofslyfjum. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa notkun clozapíns á Íslandi og þá sérstaklega með tilliti til kyrningafæðar (neutropenia).

Efniviður og aðferðir: Gerð var textaleit í sjúkraskrá 1191 sjúklings sem höfðu samþykkt þátttöku í rannsókn á erfðabreytileika og geðrofssjúkdómum að orðum sem tengjast clozapín notkun og helstu aukaverkunum. Samtals fannst 201 sjúklingur með geðklofa þar sem hægt var að staðfesta notkun á clozapíni og 410 sjúklingar með geðklofa sem höfðu aldrei notað það.

Niðurstöður: Meðalaldur við upphaf clozapín meðferðar var 37,8 ár. Eftir 20 ára meðferð voru ennþá 71,2% sjúklinga á clozapín meðferð. Um það bil 17% sjúklinga á clozapíni voru einnig á forðasprautum. Við áætlum að 16% sjúklinga með geðklofa hafi reynt clozapín-meðferð. Meðferð með meira en einu geðrofslyfi var mjög algeng eða í 66% tilvika. Kyrningafæð var hins vegar ekki algengari hjá þeim sem voru á clozapín borið saman við sjúklinga á öðrum geðrofslyfjum.

Ályktanir: Clozapín er öflugasta meðferðin sem til er við geðklofa en er líklega vannýtt. Alvarleg kyrningafæð fær of mikla athygli miðað við aðrar aukaverkanir sem clozapín getur valdið en enginn í rannsóknarhópnum reyndist hafa hlotið varanlegan skaða af völdum kyrningafæðar. Líklega tengist stór hluti af kyrningafæð hjá sjúklingum á clozapine ekki clozapine meðferð. Það er tífalt líklegra að látast í bílslysi hér á landi en vegna kyrningafæðar hjá þeim sem nota clozapín til lengri tíma (40 ár).

 

 

E 137 Athygliskekkjuþjálfun á villigötum? Rannsókn á næmi athyglisverkefna fyrir athygliskekkju

Árni Kristjánsson1, Andri Björnsson2, Ólafía Sigurjónsdóttir3

1Rannsóknastofa í Sjónvísindum 2Sálfræði, Háskóla Íslands, 3Háskóla Íslands

ak@hi.is

Inngangur: Athyglisskekkjuþjálfun er ný meðferðarleið við kvíðaröskunum sem miðar að því að leiðrétta ahygliskekkju í átt að neikvæðum áreitum. Neikvæð áreiti eins og andlit með reiðisvip fanga athygli þeirra sem eru kvíðnir, og miðar meðferðin að því að þjálfa skjólstæðinga í að beina athyglinni frekar að jákvæðari áreitum. Þó margar rannsóknir bendi til þess að slík meðferð minnki félagskvíða benda aðrar til þess að áhrif af slíkri meðferð séu lítil eða engin. Því er mikilvægt fyrir frekari framþróun á slíkum aðferðum að leggja mat á næmi verkefnanna sem notuð eru.

Efniviður og aðferð: 24 háskólanemar tóku þátt í rannsókn með innanhópasniði þar sem mælt var hversu mikill munur á frammistöðu kæmi fram á fjórum athyglisverkefnum eftir því hvort andlitin sem notuð voru sem áreiti voru ógnandi eða hlutlaus.

Niðurstöður: Enginn munur kom fram í Dot-probe- og vísbendisverkefnum (sem oftast eru notuð í athyglisskekkjuþjálfun) eftir svipbrigðum, en hins vegar reyndist athyglisblikksverkefnið (Attentional Blink) mjög næmt fyrir mun á beiningu athyglinnar að andlitum eftir svipbrigðum þeirra. Einnig komu fram athyglisverður tímamismunur á athygliáhrifunum sem gætu veitt aukna innsýn í athyglisskekkju og boðið upp á nýjar meðferðarleiðir.

Umræða: Þrátt fyrir að ýmsar rannsóknaniðurstöður bendi til þess að athyglisskekkjuþjálfun geti minnkað félagskvíða er ljóst það gerist ekki alltaf og benda niðurstöður okkar til þess að hægt sé að þróa áhrifaríkari meðferðir með aðferðum sem eru næmari fyrir athyglisskekkju að ógnandi áreitum. Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi rannsókna í hugfræði og skynjunarvísindum fyrir þróun á meðferðarúrræðum við kvíða.

 

 

E 138 Áhrif áfalla á lífsleiðinni á sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunir

Hildur G. Ásgeirsdóttir1, Unnur A. Valdimarsdóttir1, Tinna L. Ásgeirsdóttir2, Þórdís K. Þorsteinsdóttir3, Sigrún H. Lund1, Ullakarin Nyberg4, Arna Hauksdóttir1

1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Hagfræðideild, Háskóli Íslands, 4Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 4St. Göran Norra Stockholms Psykiatr3

hga@hi.is

Inngangur: Streita og áföll auka áhættu á geðröskunum sem geta leitt til alvarlegri útkoma. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka áhrif mismunandi áfalla á lífsleiðinni á sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaði og sjálfsvígstilraunir.

Efniviður og aðferðir: Vorið 2014 var 1642 einstaklingum á aldrinum 20-69 ára boðin þátttaka forrannsókn rannsóknarinnar Heilsusaga Íslendinga. Þátttakendur svöruðu ítarlegum rafrænum spurningalista, meðal annars um upplifun áfalla á lífsleiðinni (LSC-R), andlega líðan (PHQ-9), og sjálfsvígshugsanir, sjálfsskaða og sjálfsvígstilraunir. Logistísk aðhvarfsgreining var notuð til að meta tengsl milli áfalla og sjálfsvígshegðunar.

Niðurstöður: Svarshlutfall rannsóknar var 66% (922/1398), 56% voru konur og meðalaldur þátttakenda 49 ár. Tíðni sjálfsvígshegðunar var hærri meðal karla en kvenna (17% vs. 11%) og hærri meðal yngsta aldurshóps (18-35 ára) samanborið við elsta aldurshópinn (56 ára+) (19% vs. 9%). Aukin áhætta var á sjálfvígshegðun meðal þeirra sem höfðu upplifað áföll í æsku (OR 5,71, 3,36-9,91), höfðu áfallasögu um ofbeldi (OR 4,91, 2,87-8,55), og kynferðislegt ofbeldi (OR 3,84, CI 1,86-7,77), borið við þá sem ekki höfðu upplifað slík áföll. Áhættan var hærri meðal karla en kvenna. Önnur skilgreind áföll (DSM-V) juku hættu á sjálfsvígshegðun karla (OR 2,90, 1,21- 8,11) en ekki kvenna.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að áfallasaga getur aukið áhættu á sjálfsvígshugsunum og -hegðun, sérstaklega meðal karla. Frekari rannsóknir ættu að kanna hvort skimun fyrir áfallasögu gæti verið æskileg við mat á áhættuhópum sjálfsvíga, sérstaklega meðal karla.

 

 

E 139 Athyglisskekkja og ótti við mengun og smit

Ragnar P. Ólafsson, Aldís Friðriksdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Árni Kristjánsson

Sálfræðideild, Háskóli Íslands

ragnarpo@hi.is

Inngangur: Rannsóknir benda til þess athygli fólks með kvíðaraskanir sé valvís þannig að áreitum, sem það telur vera ógnandi eða kvíðavekjandi, er bæði veitt athygli fyrr og lengur, í samanburði við hlutlaus áreiti. Slík athyglisskekkja kann að vera til staðar hjá fólki sem óttast mengun og smit. Í þessari rannsókna var gert ráð fyrir að þátttakendur sem óttast mengun og smit myndu sýna athyglisskekkju í kjölfar mynda sem snúast um mengun eða viðbjóð en ekki í kjölfar hlutlausra eða almennt óttablandinna mynda. Gert var ráð fyrir að skekkjan kæmi frekar fram þegar tími milli markáreita væri stuttur en langur.

Efniviður og aðferð: Þátttakendur voru háskólanemar með mikinn (n=15) eða lítinn (n=17) ótta við mengun og smit, sem svöruðu spurningalistum auk þess að leysa athyglisverkefni (attentional blink) í tölvu þar sem hlutlausar, almennt óttablandnar, mengun/smit og viðbjóðstengdar myndir voru sýndar. Tími milli markáreita var 200, 500 og 800 ms.

Niðurstöður: Þátttakendur með ótta við smit og mengun sýndu verri frammistöðu á athyglisverkefninu í kjölfar viðbjóðstengdra mynda þegar 200 ms voru á milli markáreita. Líðan þeirra versnaði einnig í kjölfar verk-efnisins og hafði sú breyting sterka fylgni við spurningalistamælingu á ótta við smit og mengun. Engin slík tengsl komu fram hjá þátttakendum með lítinn ótta við mengun og smit.

Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja athyglisskekkju tengda viðbjóðskenndum áreitum hjá fólki sem óttast mengun og smit. Þessi skekkja kemur fram snemma í úrvinnslu sjónrænna upplýsinga.

 

 

E 140 Einkenni sjúklinga sem fá nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum Landspítala

Eyrún Thorstensen1,2, Jón Snorrason2, Helga Bragadóttir1,2

1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Landspítali

eyruntho@landspitali.is

Inngangur: Meðferð á geðdeildum getur falið í sér ákveðna þvingun þegar nauðsynlegt er að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þvingandi meðferðir á Íslandi tengjast helst nauðungarvistunum og þvingaðri meðferð eins og nauðungarlyfjagjöf. Nauðungarlyfjagjöf þar sem sjúklingi er haldið kyrrum af starfsfólki á meðan lyf eru gefin í vöðva geta verið íþyngjandi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Rannsóknir víða um heim hafa beinst að aðferðum til að draga úr notkun þvingandi meðferða. Á Íslandi eru engar fyrri rannsóknir til um nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum.

Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsóknar er að varpa ljósi á umfang nauðungarlyfjagjafa og einkenni þeirra sjúklinga sem fá slíka meðferð. Rannsóknin er megindleg lýsandi afturvirk fylgnirannsókn og voru rannsóknargögn fengin úr sjúkraskrám. Úrtak rannsóknarinnar voru allir sjúklingar sem lögðust inn á legudeildir geðsviðs Landspítala á tímabilinu janúar 2014 til desember 2015 (N=2015). Úrtakinu var skipt í tvo hópa. Í hópi 1 voru þeir sem fengu nauðungarlyfjagjöf (n=192, 9,5%) og í hópi 2 þeir sem ekki fengu slíka meðferð (n=1833, 90,5%).

Niðurstöður: Heildarfjöldi nauðungarlyfjagjafa var 999 talsins. Munur á einkennum kom fram milli hópanna en hlutfall karla var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p=0,026) og hlutfall sjúklinga með geðrofssjúkdóm (F20-29) var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p<0,0001). Marktækt fleiri innlagnir og legudagar að meðaltali voru hjá sjúklingum í hópi 1 en í hópi 2 (p<0,0001).

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknar benda til ákveðinna einkenna og þar með áhættuþátta hjá sjúklingum varðandi nauðungarlyfjagjafir. Rannsóknin veitir mikilvægar upplýsingar fyrir skipulag og stjórnun geðheilbrigðisþjónustunnar og þar með gæði hennar.

 

 

E 141 Astmi og ofnæmi: Frá fæðingu til fullorðinsára

Arndís R. Stefánsdóttir, Björn Árdal, Björn R. Lúðvíksson, Ásgeir Haraldsson

Læknadeild, Háskóli Íslands

asgeir@lsh.is

Inngangur: Ofnæmissjúkdómar eru algengt, vaxandi heilsufarsvandamál og eru 30-40% fólks með einn eða fleiri ofnæmissjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að meta breytingar og algengi á ofnæmissjúkdómum hjá einstaklingum sem fylgt hefur verið eftir í tæp 30 ár.

Efniviður og aðferðir: 179 einstaklingum hefur verið fylgt eftir í tæpa þrjá áratugi með skoðunum á aldrinum tveggja, fjögurra, átta, 15 ára, 21 árs og nú 29 ára. Sjúkdómarnir voru greindir með stöðluðum spurningalistum, líkamsskoðun og húðprófum og upplýsinga aflað um lyfjanotkun, fjölskyldusögu og umhverfisþætti.

Niðurstöður: Af 112 þátttakendum, 29 ára, voru 56 (50%) með einn eða fleiri ofnæmissjúkdóma, oftast vægan sjúkdóm. Algengi exems var 14% en var hæst 31% við tveggja ára aldur. Nú greindust 23% einstaklinga með astma (helmingur með áreynsluastma), voru 28% við fjögurra ára aldur og 13% við 8 ára aldur. Ekkert barn greindist með ofnæmiskvef við tveggja ára aldur. Alls voru nú 30% þátttakenda með ofnæmiskvef en 33% við 21 árs aldur og enginn við tveggja ára aldur. Marktæk tengsl voru milli ofnæmiskvefs og astma (p=0,006). Þátttakendur með jákvæða fjölskyldusögu voru marktækt líklegri til að vera með astma (p=0,03) eða ofnæmiskvef (p=0,02). Þriðjungur var með jákvætt húðpróf, oftast fyrir grasi (n=27) og köttum (n=23). Af þeim þátttakendum sem áttu barn með ofnæmissjúkdóm var tæplega helmingur með ofnæmissjúkdóm.

Ályktanir: Ofnæmissjúkdómar eru algengir á Íslandi eins og í nágrannalöndum. Algengi exems er hátt í barnæsku en lækkar með aldri ólíkt algengi ofnæmiskvefs og astma sem eykst með aldrinum. Langtímarannsóknir á algengi ofnæmissjúkdóma eru mikilvægar til að auka þekkingu á þróun þeirra.

 

 

E 142 Árangur skorufyllinga í 6-ára fullorðinsjöxlum barna

Jónas Geirsson

Tannlæknadeild, Háskóli Íslands

jonasge@hi.is

Inngangur: Í baráttunni gegn tannskemmdum í börnum er notast við ýmis meðul. Fræðsla og forvarnir skipa þar háan sess. Stór þáttur í forvarnarstarfi tannlækna gegn tannskemmdum eru skorufyllingar tanna þar sem bitskorum jaxla er lokað með plastblendisefnum. Tilgangur rannsóknarinnar er að skrá upplýsingar um árangur af slíkri forvarnarstarfsemi.

Efniviður og aðferðir: Kannaður var árangur forvarna í formi skoru-fyllinga í fremri fullorðinsjöxlum (6 ára jöxlum) með afturskyggnri hóprannsókn. Skoðaðar voru sjúkraskrár og röntgenmyndir með tilliti til skorufyllinga og tannskemmda barna fædd 1998; frá 6 ára til 18 ára og barna fædd 2003; frá 6 ára til 12 ára. Athugað var hvort skorufylltir fletir í ofangreindum tönnum á þessum tímabilum hefðu haldist óskemmdir eða þurft á tannfyllingarmeðferð að halda.

Niðurstöður: Í hópi barna fædd 1998 var 51 einstaklingur þar sem samtals voru skorufylltir 176 fremri fullorðinsjaxlar. Eftir 12 ár voru 18 tennur með plastblendisfyllingar vegna tannskemmda í hliðarflötum og 6 tennur með fyllingu í bitfleti vegna tannskemmda þar. Í hópi barna fædd 2003 voru 33 einstaklingar þar sem skorufylltir voru samtals 108 fremri fullorðinsjaxlar. Eftir 6 ár voru tvær tennur með plastblendifyllingar í hliðarflötum og engin í bitflötum.

Ályktanir: Af þessarri könnun má draga þá ályktun að sú forvarnaraðgerð að skorufylla jaxla í börnum sé árangursrík aðferð gegn skemmdum í bitflötum tanna.

 

 

 

E 143 Orka í skólamáltíðum og nesti skólabarna á Norðurlöndum

Ragnheiður Júníusdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Anna S. Ólafsdóttir1

1Menntavísindasvið, Háskóli Íslands, 2Rannsóknastofa í næringarfræði við Matv, Háskóli Íslands

raggajun@hi.is

Inngangur: Samkvæmt núgildandi ráðleggingum ætti hádegismatur ásamt morgunnesti að veita um það bil þriðjung af daglegri meðalorkuþörf. Hæfilegt er að hádegismatur veiti 500-600 kcal/dag og aldrei minna en 400 kcal miðað við minnsta skammt. Meðalorkuþörf 11 ára barna er að áætluð 2000 kcal/dag miðað við kyn, líkamsþunga og mismunandi hreyfingu.

Efniviður og aðferðir: Rannsókninni Skólamáltíðir á Norðurlöndum (ProMeal) er ætlað að rannsaka fjölþætt áhrif skólamáltíða og nestis í Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Skóladagur barna er oft á tíðum langur og mikilvægt er að skólamáltíðir veiti næga orku til að takast á við daginn. Ekki hefur áður verið gerður samanburður á því hvað börn borða í skólanum í þessum fjórum löndum. Farið var í 30 grunnskóla, níu í Finnlandi, sex á Íslandi, sex í Noregi og níu í Svíþjóð. Teknar voru ljósmyndir af tæplega 4000 skólamáltíðum (Finnland, Ísland, Svíþjóð) og nesti (Noregur) 11 ára skólabarna (n=837).

Niðurstöður: Orkuinntaka var mismikil milli landa. Að meðaltali borðuðu finnsk skólabörn minnst, eða 269 kcal (SD±108), en norsk börn sem tóku með sér nesti að heiman borðuðu mest eða 410 kcal (SD±128).

Ályktanir: Mikill breytileiki var í orkuinntöku barnanna milli landa og í mörgum tilfellum veitir skólamáltíðin ekki fullnægjandi orku. Síðari niðurstöður munu varpa ljósi á gæði máltíðanna burtséð frá orkuinnihaldi þeirra og hvort veiti betri næringu, nesti að heiman eða skipulagðar skólamáltíðir.

 

 

E 144 Yfirlið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins - orsakir og afleiðingar

Marta Ólafsdóttir, Gylfi Óskarsson, Sigurður E. Marelsson, Valtýr S. Thors, Ásgeir Haraldsson

Læknadeild, Háskóli Íslands

asgeir@lsh.is

Inngangur: Orsakir yfirliðs eru oftast óþekktar en geta verið merki um alvarlega sjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að greina helstu undirliggjandi orsakir skyndilegra yfirliða á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins til að bæta greiningu og þjónustu við þessi börn og fjölskyldur þeirra.

Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru sjúkraskýrslur barna sem komu á Barnaspítala Hringsins vegna yfirliða á árunum 2010-2014 að báðum árum meðtöldum og aflað upplýsinga um kyn, aldur, dagsetningu komu, komuástæðu, útskriftargreiningu og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Athugaður var fjöldi tilfella ár hvert og helstu orsakir yfirliðanna. Gögn voru dulkóðuð og tölfræðiútreikningar gerðir í R Studio®. Fengin var heimild Siðanefndar Landspítalans og framkvæmdastjóra Lækninga fyrir framkvæmd rannsóknarinnar.

Niðurstöður: Alls voru 706 tilfelli yfirliða hjá 607 sjúklingum. Af þeim voru 90.9% ekki með aðra greiningu en yfirlið. Allar aðrar greiningar voru of fáar fyrir frekari tölfræðigreiningu. Hlutfall yfirliða af öllum komum á Bráðamóttöku Barnaspítalans var 1,1%, eða um 141 heimsókn á ári. Af sjúklingunum 607 voru stúlkur 367 (59,9%) en drengir 240 (40,1%) (p=2,86x10-7). Aldursdreifing sjúklinganna sýndi að flestir voru hjá aldrinum 12-18 ára (p<2,2x10-16 ).

Ályktanir: Yfirlið eru algengt vandamál á Barnaspítala Hringsins. Stúlkur voru fleiri en drengir, einkum á aldursbilinu 12-18 ára. Hlutfall yfirliða af öllum komum á Bráðamóttöku Barnaspítalans er áþekkt því er þekkist annars staðar. Þetta er töluverður fjöldi og því mikilvægt að þekkja orsakirnar vel. Aldurs- og kynjaskipting yfir allt þýðið var svipað því sem þekkist annars staðar í Evrópu og víðar. Bæta má greiningu á orsökum yfirliða á Barnaspítala Hringsins.

 

 

E 145 Ífarandi sýkingar af völdum GBS hjá ungbörnum á Íslandi. Birtingarmynd og erfðafræðilegir þættir bakteríunnar

Birta Bæringsdóttir1,2, Helga Erlendsdóttir2, Þórður Þórkelsson3, Ásgeir Haraldsson3, Karl G. Kristinsson2, Erla S. Björnsdóttir2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýklafræðideild Landspítalans, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítali

birtabaerings@gmail.com

Inngangur: S. agalactiae (Streptókokkar af flokki B, GBS) eru gram-jákvæðir keðjukokkar sem finnast í meltingar-, þvag- og kynfærum manna. Allt að 44% þungaðra kvenna bera GBS-bakteríuna í leggöngum og geta ungbörn smitast í fæðingu. Ungbarnasýkingum er skipt í snemmkomnar sýkingar (EOD) á 1.-6. degi og síðkomnar sýkingar (LOD) á 7.-89. degi. Algengustu birtingarmyndir sýkingar eru blóðsýking, heilahimnubólga og lungnabólga. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl birtingarmyndar GBS-sýkinga og erfðafræðilegra þátta bakteríunnar.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til áranna 1975-2014. Upplýsingum um GBS-sýkingu ungbarna var aflað úr sjúkraskrám og gögnum Sýklafræðideildar. Stofngreining bakteríunnar var framkvæmd af Erlu S. Björnsdóttur.

Niðurstöður: Af 109 GBS sýkingum ungbarna á Íslandi á rannsóknartímabilinu fengust upplýsingar um 91 barn, 52 með snemmkomnar sýkingar og 39 með síðkomnar. Nýgengi GBS-sýkinga hefur farið lækkandi en marktæk aukning varð á síðkomnum sýkingum yfir rannsóknartímabilið (p=0.008). Algengustu einkenni ungbarna við upphaf sýkingar voru öndunarerfiðleikar og hiti. Alls greindust 16 stofngerðir af GBS-bakteríunni en klónalgerð 17 af hjúpgerð III, með yfirborðspróteinið RIB og festiþræðina PI-1+PI-2b var langalgengust (29%). Klónalgerð 17 reyndist marktækt tengd síðkomnum sýkingum (p<0,001) en hjúpgerð Ib ásamt klónalgerð 10 reyndist marktækt tengd lungnabólgu (p=0,04, p=0,02).

Ályktanir: Klónalgerð 17 er sérstaklega meinvirk gerð bakteríunnar í ungbarnasýkingum á Íslandi. Hún er tengd síðkomnum sýkingum en nýgengi þeirra hefur farið hækkandi. GBS-sýkingar geta haft alvarlegar afleiðingar og fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf í fæðingu hindrar aðeins snemmkomnar sýkingar. Því er mikilvægt að bóluefnisþróun gegn GBS haldi áfram svo hægt verði að fyrirbyggja sem flestar GBS-sýkingar ungbarna.

 

 

E 146 The mechanism of BLIMP1 mediated survival in Waldenström's macroglobulinemia

Kimberley Anderson, Aðalheiður E. Lárusdóttir, Erna Magnúsdóttir

Faculty of Medicine, University of Iceland

kimberl@hi.is

Introduction: The transcription factor B-lymphocyte induced maturation protein 1 (BLIMP1) is known to play an essential role in both normal and multiple myeloma plasma cell survival. Recent data from our group demonstrate a novel role for BLIMP1 in mediating cell survival in Waldenström's macroglobulinemia (WM).

Methods and data: Using miRNAs, we generated stable inducible knock-downs in RPCI-WM1 and MWCL1 WM cell lines. Apoptosis was assessed using Annexin V staining analysed by FACS. Transcript levels assessed by qRT-PCR. ChIP sequencing was used for genome-wide location analysis.

Results: Upon knock-down of BLIMP1, we observed an increase in apoptotic cell death in both lines. A number of pro-apoptosis genes including XAF1 and MAP3K5 were de-repressed following BLIMP1 knock-down, indicating a potential mechanism. Without intrinsic enzymatic activity, BLIMP1 typically acts through recruitment of epigenetic modifiers and other factors to repress transcription of its targets. Our data show the interaction of BLIMP1 with repressive histone methyltransferase EZH2. To explore this, we generated EZH2 knock-down lines. Using these cells, we observed EZH2 knock-down to induce apoptosis and de-repression of some of the same targets as BLIMP1. Genome-wide location analysis has demonstrated a number of additional overlapping targets.

Summary:  In summary, BLIMP1 appears to play a key role in the survival of WM cells, possibly through recruitment of co-repressor EZH2. Further elucidating its mechanism of action may help us to uncover novel therapeutic targets.

 

 

E 147 Characterizing the potential role of USPL1 in the response to DNA damage

Þorkell Guðjónsson1, Claudia Lukas2, Jiri Lukas2, Stefán Sigurðsson1

1Department of Biochemistry and Molecular Biology, UI, 2Novo Nordisk Foundation Center of Protei, University of Copenhagen,

thgud@hi.is

Introduction: Genomic instability is a characteristic of most cancers, believed to arise because of the inability of cells to deal with damaged DNA. To prevent genomic instability, cells possess a complex network of processes collectively called the DNA damage response (DDR). Individuals with inherited DDR defects, such as mutations in ATM, BRCA1 or BRCA2, are strongly associated with high cancer risk. To fully understand the molecular details of this important pathway identifying novel DDR regulators is essential.

Methods: In a screen for novel genomic caretakers, we identified ubiquitin specific peptidase like 1 (USPL1). RNAi techniques were used to silence the expression of USPL1. The effect of this silencing on DNA damage signaling and repair were analyzed using high content imaging techniques, complemented with standard biochemical methods.

Results: USPL1 knockdown cells showed strong signs of genomic instability, including spontaneous DNA damage and abnormal nuclear morphology. When challenged with DNA damaging agents, USPL1 knockdown cells failed to efficiently accumulate key repair factors involved in homologous recombination (HR) repair to sites of DNA damage.

Conclusion: In this project we identify USPL1, a protein with poorly understood functions, as a guardian of genomic stability. Our findings suggest that USPL1 plays a potential role in the regulation of HR-repair, a key tumour suppressor pathway in humans. Our future goal is to characterize this observation in more detail.

 

 

E 148 Microphthalmia associated transcription factor (MITF) regulates potassium channels in the olfactory bulb

Diahann A. M. Atacho1, Hallur Reynisson1, Þór Eysteinsson2, Eiríkur Steingrímsson3, Pétur H. Petersen1

1Anatomy, Biomedical Center, 2Physiology, Biomedical Center, 3Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center

dam9@hi.is

Introduction: Microphthalmia associated transcription factor (MITF) is a basic helix-loop-helix-leucine zipper transcription factor essential for the development of melanocytes and mast cells. Mitf is also expressed in the glutamatergic neurons of the mouse olfactory bulb, but its role in these neurons is unknown. As the nervous system is shaped and regulated by glutamate signaling and the appropriate response to neuronal activity is required for proper functioning of a healthy neuron, a key point of our study is to determine whether MITF determines activity-induced responses at the transcriptional level.

Methods: We have employed several methods including RNAScope, qPCR, ChIP, luciferase assays, immunofluorescence, electrophysiology and behavior studies to characterize the role of MITF in olfactory neurons.

Results: We show that Mitfmi-vga9 mutant mice have increased ability of distinguishing between odors as compared to wild type mice. Furthermore, expression of RNAs encoding for potassium channels sub-units is decreased in the mutants as compared to wild type mice. Using ChIP-qPCR, we show that MITF binds to the promoter of some of the genes encoding these sub-units. Interestingly, we show a decrease in A-current in the mitral and tufted cells of the Mitfmi-vga9 mutant mice.

Conclusion: We propose a model where MITF regulates activity in the mitral and tufted cells of the olfactory bulb by regulating expression of potassium channels, which control the the neuronal firing in these cells. Further studies are aimed at deciphering the mechanism by which MITF regulates activity-dependent responses in the olfactory bulb and how this relates to the olfactory phenotype.

 

 

E 149 Fast Fusion Detection, Assembly, and Quantification Using kallisto

Páll Melsted1, Shannon Hateley2, Isaac Charles Joseph3, Harold Pimentel4, Nicolas Bray5, Lior Pachter6

1IVT, HÍ, 2Department of Molecular and Cell Biology, University of California at Berkeley, 3Graduate Program in Computational Biolog, University of California at Berkeley, 4Department of Computer Science, University of California at Berkeley, 5Innovative Genomics Initiative, University of California at Berkeley, 6Department of Mathematics, University of California at Berkeley

pmelsted@hi.is

Introduction: RNA sequencing of cancer cells is a powerful approach to detect fusions of genes in cancer cells, allowing for de novo discovery of fused genes that are actively expressed. We focus on the problem of detecting gene fusions from raw sequencing data, assembling the reads to identify the breakpoints of fusions, recovering the fused transcripts and quantifying their abundances.

Methods/Results: Building on the recently published pseudoalignment idea, we introduce a novel approach to fusion detection based on inspecting paired reads that cannot be pseudoaligned due to conflicting matches. All potential read pairs that overlap a fusion event are reported and further processed by our new tool pizzly, which builds on the transcript quantification tool kallisto. Pizzly also filters false positives, reports fusions and assembles new transcripts from the fusion reads. With pizzly, fusion detection from raw RNA-Seq reads can be performed with the same accuracy on 90M read datasets in under 10 minutes compared to 8 hours for previous methods.

Conclusions: The kallisto and pizzly framework is accurate and fast and thus suitable for the analysis of large databases of cancer RNA-Seq and for clinical use.

 

 

E 150 Northern Lights Assay in cancer theragnostics

Hans G. Þormar1, Bjarki Guðmundsson2, Olaf Hammerlund2, Joakim Lindblad2, María Lind Sigurðardóttir2, Salvör Rafnsdóttir2, Davíð Ólafsson2, Anna M. Halldórsdóttir2, Hlíf Steingrímsdóttir2, Helgi Sigurðsson2, Jón J. Jónsson2

1 Department of Biochemistry and Molecular Biology, UI, 2Faculty of Medicine, Genetics and Molecular Medicine, Lanspitali University Hospital

hans@hi.is

Introduction: Cancer is treated with various medications many of which directly affect DNA or DNA metabolism. These medications include crosslinking agents, alkylating agents, topoisomerase II inhibitors and chain terminators in DNA replication. The Northern Lights Assay (NLA) can detect most major types of structural DNA damage and has the potential to detect the effects of these medications in easily obtained body fluids of patients undergoing chemotherapy. We have tested if NLA can detect the effect of cancer medications on DNA which could potentially be used to determine therapeutic response as well as to predict risk of side effects.

Materials and Methods: Purified DNA in solution and human genomic fibroblasts were treated with cancer medications. DNA from body fluids (blood, plasma, urine) was isolated from patients undergoing chemotherapy. Damage in isolated DNA was assessed with the NLA, which is based on Two-Dimensional Strandness-Dependent Electrophoresis (2D-SDE) in microgels.

Results: DNA in solution and DNA from cell cultures treated with crosslinking agents (cisplatin, melphalan, mitomycin C) showed formation of interstrand and intrastrand crosslinks. We detected DNA damage that corresponded to the effects of the medications.in DNA from body fluids of patients undergoing treatment with e.g. carboplatin, anthramycin and cytarabin.

Discussion: The effects of different cancer medications on DNA have been detected with NLA. The analysis could potentially to be used in theranostics to measure therapy resonse or for side-effects. Studies on larger group of patients are ongoing in order to determine the sensitivity and thereputic prediction of this analysis.

 

 

 

E 151 Sjúkraþjálfun á stofu á árunum 1999-2015: Eru notendur þjónustunnar að eldast?

Sólveig Á. Árnadóttir

Rannsóknarstofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Háskóli Íslands

saa@hi.is

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að greina hvort hækkandi meðalaldur Íslendinga skili sér í breyttu hlutfalli eldri borgara (≥ 65 ára) í hópi þeirra sem fá sjúkraþjálfun á stofu.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggði á fyrirliggjandi upplýsingum um alla sem fengu sjúkraþjálfun á stofu á árunum 1999 til 2015 með greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands (N=172071) og mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Fisher's exact og kí-kvaðrat próf voru notuð við tölfræðigreiningu.

Niðurstöður: Á árunum 1999 til 2015 jókst hlutfall eldri borgara, meðal þeirra sem fengu sjúkraþjálfun á stofu, úr 18,9% í 24,6% (OR=1,40; 95%CI=1,34-1,45). Á sama tíma jókst hlutfall þessa aldurshóps á landsvísu úr 11,6% í 13,9% af heildarmannfjölda. Í hópi eldri borgara sem fékk sjúkraþjálfun á stofu árið 1999 voru karlar 35,5%, 62,4% voru á aldrinum 65-74 ára, 32,4% 75-84 ára og 5,2% ≥85 ára. Hagstofutölur 1999 sýna að í hópi eldri borgara á landsvísu voru karlar 45% og hlutföll fyrrnefndra aldurshópa voru 56,3%, 33,2% og 10,5%. Í hópi eldri borgara sem fékk sjúkraþjálfun á stofu árið 2015 voru karlar 37,8%, 53,7% voru á aldrinum 65-74 ára, 34,4% 75-84 ára og 11,9% ≥85 ára. Hagstofutölur 2015 sýna að í hópi eldri borgara á landsvísu voru karlar 47,4% og hlutföll fyrrnefndra aldurshópa voru 56,8%, 30,1% og 13,1%. Samanburður á þeim sem fóru í sjúkraþjálfun á stofu 1999 og 2015 sýnir að þeim allra elstu hefur fjölgað mest (p<0,001) og hlutur eldri karla hefur aukist (p=0,007).

Ályktanir: Breytt aldurssamsetning í hópi þeirra sem sækja sjúkraþjálfun á stofu kallar á sterka öldrunarfræðiþekkingu á þessum vettvangi.

 

 

E 152 Heilsufar og færni við komu á hjúkrunarheimili: Samanburður á íbúum með og án sykursýki, þýðisrannsókn

Árún K. Sigurðardóttir1, Ragnheiður H. Arnarsdóttir1, Kjartan Ólafsson2, Ingibjörg Hjaltadóttir3

1Heilbrigðisvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 2Hug-félagsvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 3Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands

arun@unak.is

Inngangur: Slök stjórnun á sykursýki eykur áhættu á fylgikvillum sykursýkinnar en fylgikvillar leiða oft til líkamlegrar færniskerðingar. Fólk með sykursýki flytur yngra á hjúkrunarheimili en þeir án sykursýki. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera sama heilsufar, færni, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar íbúa með og án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki við komu á hjúkrunarheimili.

Efniviður og aðferð: Afturskyggn rannsókn yfir árin 2003-2014, notuð voru gögn frá gagnasafni um mat á heilsufari og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum. Hver íbúi var með eitt mat, alls 7215 möt.

Niðurstöður: Samtals voru íbúar án sykursýki 6264 og þeir með sykursýki 987. Meðalaldur íbúa án sykursýki var 83,6 ár (sf 8,2) og þeirra með sykursýki 81,8 ár (sf 8,0). Hlutfall einstaklinga með sykursýki við komu á hjúkrunarheimili jókst frá 10% árið 2003 til 18% árið 2013. Þegar að leiðrétt var fyrir aldri og kyni, voru íbúar með sykursýki með hærra BMI, meiri líkur á óstöðugu heilsufari, betri vitræna getu, meiri vandamál með þvaglát, fleiri sár á stigum 1, 2 og 3, og höfðu fleiri sýkingar af völdum ónæmra baktería og oftar lungnabólgu, borið saman við þá án sykursýki. Íbúar með sykursýki voru líka líklegri til að hafa háþrýsting, hjartasjúkdóma vegna blóðþurrðar og sjúkdóma í útlægum slagæðum. Hinsvegar reyndist ekki vera munur milli hópanna varðandi heilablóðfall, lömun eða Alzheimer-sjúkdóm en íbúar með sykursýki voru ólíklegri til að hafa beingisnun.

Ályktanir: Íbúum með sykursýki fer fjölgandi á hjúkrunarheimilum, því fylgir meiri þörf fyrir flókna umönnun. Tryggja þarf að starfsfólk hafi þekkingu á hvernig meðhöndla á sykursýki hjá öldruðum.

 

 

E 153 Næringarástand sjúklinga á öldrunardeild Landspítala: Viðhorf sjúklinga og nýting fæðissóun matar frá eldhúsi

Katrín S. Kristbjörnsdóttir, Ólöf G. Geirsdóttir, Óla K. Magnúsdóttir

Matvæla- og næringarfræðideild, HÍ

ogg@hi.is

Inngangur: Vannæring er þekkt vandamál meðal aldraðra inniliggjandi sjúklinga. Ástæður vannæringar aldraðra eru fjölþættar, en vísbendingar eru um að margir öldrunarsjúklingar uppfylla ekki næringarþarfir sínar vegna mikillar fæðusóunar. Markmiðið var 1) að meta hættu á vannæringu meðal sjúklinga á öldrunardeildum, 2) að meta hversu miklu af sjúkrahúsmatnum er sóað, 3) að meta orkuinntöku sjúklinga á öldrunardeildum, og 4) að meta viðhorf sjúklinga til fæðisins á sjúkrahúsinu.

Aðferðir: Þversniðsrannsókn þar sem þátttakendur voru 181 sjúklingur á öldrunardeildum Landspítala, Landakoti, þar af 102 konur og 79 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 83 ár. Sérstakt skimunarblað var notað til að meta hættu á vannæringu og svokallað diskamódel var notað til að meta nýtingu/sóun matar og orkuinntöku. Einnig var notaður 12-spurninga spurningalisti sem höfundur bjó til að meta viðhorf sjúklinga til fæðis.

Niðurstöður: 117 sjúklingar (66%) höfðu ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu (N=178). Fæðusóun var meiri í hádegismatnum en kvöldmatnum, eða 33% samanborið við 26% (N=74). Hætta á vannæringu og fæðusóun var mismunandi eftir deildum. Meðal orkuinntaka þátttakenda (N=17) var 1300 (±400) kkal/dag. Meðal próteininntakan sjúklinga var 0.8 g/kg/dag. Þrettán af 17 þátttakendum sögðu að sjúkrahúsmaturinn væri annaðhvort mjög góður eða frekar góður. Meira en helmingur sagði að maturinn væri ekki nægilega heitur og engum sjúkling var boðið að velja á milli rétta á matseðli.

Ályktanir: Líkur eru á að næringarástand sjúklinga á öldrunardeildum Landspítala sé ófullnægjandi. Orku- og próteinbætt fæði gæti verið ákjósanlegri kostur fyrir aldraða sjúklinga. Mögulega væri hægt að draga úr fæðusóun með því að hafa kvöldmatinn stærstu máltíð dagsins.

 

 

E 154 Þróun sjálfvirkra myndvinnsluaðferða til merkinga á heilahólfum sjúklinga með fullorðinsvatnshöfuð

Lotta M. Ellingsen1, Snehashis Roy2, Aaron Carass3, Ari M. Blitz4, Dzung L. Pham2, Jerry L. Prince3

1Læknisfræðileg verkfræði, rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Háskóli Íslands, 2CNRM, The Henry M. Jackson Foundation for the Advancement of Military Medicine, 3Rafmagns- og tölvuverkfræðideild, Johns Hopkins University, 4Röntgendeild, Johns Hopkins University

lotta@hi.is

Inngangur: Fullorðinsvatnshöfuð er viðvarandi form vatnshöfuðs í öldruðum, sem talið er orsakast af stífu í flæði mænuvökva. Full-orðinsvatnshöfuð einkennist af minnisskerðingu, jafnvægisleysi og þvagleka og er talið vera orsök 5% allrar heilabilunar. Erfitt getur reynst að greina fullorðinsvatnshöfuð og eru sjúklingar oft misgreindir með Alzheimer eða Parkinson sjúkdóma. Ef hins vegar tekst að greina fullorðinsvatnshöfuð þá eiga þeir sjúklingar möguleika á meðferð með skurðaðgerð ólíkt öðrum þekktum orsökum heilabilunar. Fullorðinsvatnshöfuð er því ein af fáum meðhöndlanlegum heilabilunum.

Efniviður og aðferðir: Í dag meta röntgenlæknar umfang heilahólfastækkunar út frá röð tvívíðra segulómmynda. Við höfum þróað nýstárlegar myndvinnsluaðferðir, sem flokka og merkja á sjálfvirkan hátt mismunandi hluta heilahólfa út frá þrívíðum segulómmyndum í von um að geta greint fullorðinsvatnshöfuð án inngripa. Aðferðin samtvinnar vefjaflokkunaraðferð, sem byggir á myndbútum, við aðferð sem byggir á myndmátun fjölda fyrirfram merktra mynda og getur á nýstárlegan hátt merkt hliðlægu heilahólfin tvö ásamt þriðja og fjórða heilahólfi einstaklinga með stækkuð heilahólf.

Niðurstöður: Sjálfvirkar merkingar með okkar aðferð voru bornar saman við tvær flokkunaraðferðir í fremstu röð og nákvæminsmælingar gerðar með hliðsjón af handvirkum merkingum heilahólfa í 14 sjúklingamyndum. Dice stuðull fyrir skörun sjálfvirku og handvirku merkinganna sýnir umtalsverða bætingu okkar aðferðar, sér í lagi á þeim sjúklingum með alvarlegustu heilahólfastækkunina, þar sem hinar tvær aðferðirnar bregðast.

Ályktanir: Niðurstöður okkar benda til að aðferð okkar geti gagnast við greiningu og betri skilgreiningu á sérkennum fullorðinsvatnshöfuðs. Aðferðin nýtist að auki rannsóknum á öðrum heilahrörnunarsjúkdómum eins og Alzheimer sjúkdómi, sem oft kemur upp í mismunagreiningu á fullorðinsvatnshöfði.

 

 

E 155 Chitosan-peptide conjugates as effective antimicrobial agents

Priyanka Sahariah1, Kasper K. Sørensen2, Martha Á. Hjálmarsdóttir3, Ólafur E. Sigurjónsson4, Knud J Jensen2, Már Másson3, Mikkel B. Thygesen2

1Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2University of Copenhagen, 3University of Iceland, 4Landspitali University Hospital

prs1@hi.is

Introduction: Antimicrobial peptides (AMPs) hold great promise as potential biopharmaceutical drugs for the treatment of infections but are limited due to their toxicity, high minimum inhibitory concentration and low selectivity for bacterial membranes. The aim was to improve antimicrobial activity and reduce hemolytic toxicity of the AMP, anoplin, by coupling multiple copies to a linear, biocompatible polymer, chitosan, for multivalent display.

Methods: Anoplin having either an N-terminal or a C-terminal propargyl group was synthesized by solid-phase synthesis. TBDMS-chitosan was utilized for synthesizing 2-azidoacetylchitosan derivatives having varying degree of substitution (DS), which were then coupled to anoplin through either N or C-terminus using click chemistry. Characterization was done using 1H and COSY-NMR, HSQC, HMBC, IR and CD spectroscopy. Antibacterial activity was assayed by Broth microdilution method and toxicity against human red blood cells.

Results: Chitosan-anoplin conjugates displayed enhanced antibacterial properties towards Staphylococcus aureus, Enterococcus faecalis, Escherichia coli and Pseudomonas aeruginosa in comparison to anoplin. The highest activity amongst the conjugates was observed towards Escherichia coli with an MIC value as low as 4 µg/mL. The N and the C-terminal conjugates exhibited an increasing order of activity with increasing DS towards Staphylococcus aureus and Escherichia coli. The N-PEP-CS conjugates showed a drop in activity with increasing DS, while C-PEP-CS conjugates showed similar activity towards Enterococcus faecalis and Pseudomonas aeruginosa. All the conjugates exhibited reduced toxicity towards human red blood cells in comparison to the parent peptide.

Conclusion: Chitosan-peptide conjugates displayed improved antibacterial properties and significantly lower hemolytic toxicity.

E 156 Self-assembled nanoparticles of carboxymethyl cellulose (CMC) and beta-cyclodextrin (HTMAPβCD) polymer for antibiotics targeted drug delivery

Agnieszka Popielec, Þorsteinn Loftsson

Faculty of Pharmaceutical Science, University of Iceland

agp9@hi.is

Introduction: Due to increasing bacterial resistance for antibiotics the development of new drug delivery systems becomes one of the most important pharmaceutical field. Materials with intrinsic microbial activity like quaternized polymers help in overcoming the limitations of traditional antibacterial therapeutics. Nanoparticles (NPs) containing quaternized modified cyclodextrins may exhibit additional properties like enhanced encapsulation and solubilization of antimicrobial drugs. This study describes simple method for preparation of stable NPs consisting of CMC and positively charged HTMAPβCD with diameter of approximately 300nm.

Methods: All the studies were designed to prepare and characterize the particles in the nano size range. Dynamic light scattering (DLS) method was used to measure the mean hydrodynamic diameter of the NPs and to obtain particles size distribution profile. Aqueous samples of pH 5.5 and with final concentration of 0.5 mg/ml (w/v) were examined at room temperature to determine the physical stability of the NPs during storage, upon dilution and addition of NaCl, also in acidic (pH 3) and neutral (pH 7.4) media.

Results: The DLS measurements showed that at room temperature the NPs maintained size around 300 nm and the same size distribution profile for more than 40 days. They are stable against sodium chloride concentration close to isotonic conditions and are resistant towards dilution up to 200-fold and chemically stable at physiologic pH.

Conclusions: The NPs prepared and characterized in this study are a promising candidates as drug delivery systems. Since they are stable at physiological conditions they may be use as carriers for intravenously administrated antibiotics.

 

 

E 157 A chemo-systematic and taxonomic revisit to the lichen Cetraria islandica

Maonian Xu1, Starri Heiðmarsson2, Elín S. Ólafsdóttir1, Margrét Þorsteinsdóttir1, Sesselja Ómarsdóttir1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Icelandic Institute of Natural History

xum1@hi.is

Introduction: The lichen Cetraria islandica, or Iceland moss, is a symbiotic association of green algae, fungi and bacteria. It has been used in traditional medicine to treat bronchial and inflammatory conditions, gastritis and ulcers. However, the taxonomy of Iceland moss is still controversial and its chemical diversity is much underestimated, which would trigger problems in the authentication and standardization of herbal products. Thus, we aimed to understand both chemical diversity and biodiversity of Cetraria islandica.

Methods and data: In total 141 lichen specimens have been collected around Iceland from 2012 to 2016. Chemical diversity of biodiversity of Cetraria islandica in Iceland was studied using metabolite profiling and molecular phylogenetics, where chemical data were analyzed using MarkerLynx and phylogeny using Bayesian Inference.

Results: Three chemotypes of Iceland moss were identified in Iceland, which differ in the presence of fumarprotocetraric acid (FA) and composition of protolichesterinic acid analogues. Phylogeny based on four fungal gene regions supports the presence of two races of Cetraria islandica in Iceland: one is FA-containing and distributed in oceanic area, while the other is chemical variable (both FA-containing and FA-deficient) and mostly located in central and northern Iceland.

Conclusions: The current research could contribute to the taxonomy and herbal standardization of Iceland Moss products.

 

 

E 158 Effects of Exopolysaccharides from Cyanobacterium aponinum obtained from the Blue Lagoon on stimulated T cells

Ása B. Guðmundsdóttir1, Ása Brynjólfsdóttir2, Elín S. Ólafsdóttir3, Ingibjörg Harðardóttir4, Jóna Freysdóttir1

1Dept of immunology, Landspitali-The National University Hospital of Iceland / University of Iceland, 2Blue Lagoon, 3Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 4Biohemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, University of Iceland

abg3@hi.is

Introduction: Regular bathing in the Blue Lagoon has beneficial effects on psoriasis. Cyanobacterium aponinum is dominating in the Blue Lagoon's microbial ecosystem. We previously showed that exopolysaccharides from C. aponinum (EPS-Ca) increased IL-10 secretion by human monocyte-derived dendritic cells. Furthermore, co-culturing allogeneic CD4+ T cells with dendritic cells matured in the presence of EPS-Ca led to reduced frequency of IL-17+RORγt+ T cells and tendency to increased frequency of IL-10+FoxP3+ T cells. The objective of the present study was to determine the effects of the EPS-Ca on stimulated T cells.

Materials and methods: Human naive CD4+ T cells were isolated from PBMCs and stimulated with anti-CD3ε and anti-CD28 for 74 h with EPS-Ca being present for the last 24 h. Cytokine concentration in the supernatants was measured by ELISA and expression of surface molecules by flow cytometry.

Results: CD4+ T cells stimulated in the presence of EPS-Ca secreted less IL-10, IL-13 and IL-17 than CD4+ T cells stimulated in the absence of EPS-Ca. However, EPS-Ca did not affect their secretion of IFN-ɣ. EPS-Ca decreased the proportion of CD4+ T cells expressing CD69.

Conclusions: These results demonstrate that EPS-Ca decreases T cell cytokine secretion. The decrease in the proportion of T cells expressing CD69 when incubated with EPS-Ca may indicate that EPS-Ca can decrease the number of T cells that remain in the skin, as CD69 has been indicated to act as a retention signal for T cells. Decreased T cell retention in the skin would be beneficial in psoriasis.

 

 

E 159 Marine sponges as a prolific source of novel compounds

Margarida Costa1,2, Sesselja Ómarsdóttir1, Librada Cañedo3, Margrét Þorsteinsdóttir1,2

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland 2ArcticMass, Sturlugata 8, 101 Reykjavík 3Medicinal Chemistry Department, PharmaMar S.A., Colmenar Viejo (Madrid), Spain

costa.anamarg@gmail.com

Introduction: During the last decades, there has been a growing interest on the ocean as a source of bioactive compounds for drug discovery. Due to underwater high selective conditions, the organisms develop and produce a plurality of secondary metabolites with different chemical structures and bioactivities. Sponges, together with sponge-associated microorganisms, appear as the most prolific source of marine natural compounds with potential pharmaceutical applications.

Methods: Different sponge specimens and sponge-isolated actinomycetes were submitted to chemical dissection to obtain a crude extract. The crude extracts were further separated, resorting to chromatographic methods chosen according to the chemical properties of the extracts, in order to obtain pure and separated compounds. The compounds were elucidated using several spectroscopic and spectrometric techniques. Cytotoxicity against cancer cell lines was tested in the isolated compounds.

Results: Several compounds were already isolated. They represent different chemical classes, with different properties and complexities, going from simple quinone and alkaloid structures, to big macrolides or macrolactams. Despite of the majority of the isolated compounds being known, we were successful in the novelty achievement, isolating compounds with structures that are not described in the literature. Also, the bioactivities are variable according to the compound.

Conclusions: Marine sponges are, indeed, a prolific source for the isolation of new natural compounds. Our studies allowed us to have an idea about how diverse are, in chemical and bioactive properties, the produced compounds. Those compounds can play, in the future, an important role in drug development.

 

 

 

E 160 Áhrif tekjuójöfnuðar á andlega heilsu unglinga

Arndís Vilhjálmsdóttir

Sálfræðideild, Háskóli Íslands

arv5@hi.is

Inngangur: Samkvæmt kenningunni um áhrif tekjuójöfnuðar á andlega heilsu er mikill tekjumunur innan hverfa skaðlegur andlegri heilsu íbúa vegna þess að hann dregur úr félagsauði innan hverfasamfélaga. Nokkur skortur er á rannsóknum þar sem þessi tengsl eru prófuð, sérstaklega meðal unglinga. Það kemur nokkuð á óvart þar sem hnignun í andlegri heilsu yngra fólks á Vesturlöndum hefur verið eignuð tekjuójöfnuði og breytingum á félagslegum eiginleikum vestrænna samfélaga á undanförnum áratugum, og þá sérstaklega minni samheldni og samfélagslegrar þátttöku. Það er því markmið þessarar rannsóknar að prófa hvort skýra megi tengsl tekjuójöfnuðar í hverfum við andlega heilsu unglinga með hnignun félagsauðs.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggði á þrepaskiptum gögnum frá Hagstofu Íslands og 102 íslenskum skólum og 5958 nemendum þeirra í 9. og 10.bekk. Prófað var hvort félagsauðsvísar eins og félagslegt traust og félagsleg tengsl miðli hverfaáhrifum tekjuójafnaðar á þunglyndis- og kvíðaeinkenni unglinga.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar bentu til þess að tekjuójöfnuður hafi neikvæð áhrif á andlega heilsu unglinga umfram tekjustöðu heimilis þeirra og hverfis. Aftur á móti fannst ekki stuðningur við þá tilgátu að félagsauður miðli þessum áhrifum.

Ályktanir: Þótt niðurstöður bendi til þess að munur sé milli hverfa í andlegri heilsu unglinga og að þennan mun megi að einhverju leyti rekja til hverfaáhrifa tekjuójöfnuðar, er nauðsynlegt að leita annarra sálfélagslegra skýringa á því hvers vegna þessi áhrif eru til staðar.

 

E 161 Samband heilsu móður og barns og mat foreldra á lundafari barns við 4 ára aldur

Guðrún Kristjánsdóttir1, Lilja Sigurðardóttir2, Margrét Eyþórsdóttir3

1Hjúkrunarfræðideild/Kvenna- og Barnasvið Landspítala, Fræðasvið barnahjúkrunar, 2Hjúkrunarfræðideild, Fræðasvið barnahjúkrunar, 3Kvenna- og barnasvið, Landspitali Children's Hospital

gkrist@hi.is

Inngangur: Lundarfar er að mestu talið byggja á erfðafræðilegum grundvelli. Þó hefur verið sýnt að aðstæður og uppeldi áhrif á mótun þess fram eftir aldri. Tilgangur er að skoða samband milli aðstæðna við fæðingu og líðan móður og barns og lundarfars barna þeirra við 4 ára aldur.

Efniviður og aðferð: Úrtak nýorðinna foreldra var fylgt eftir í fjögur ár. Þátttakendur voru 129, 66 mæður og 63 feður (svarhlutfallið 58,6%). Lundarfar var metið með spurningalista McDevitt og Carey, BSQ. Aðrar breytur voru: Innlagnardeild eftir fæðingu, tegund fæðingar, meðgöngulengd, þunglyndi og kvíði mæðra viku og 6 vikum eftir fæðingu.

Niðurstöður: Ekki reyndist marktækur munur þegar skoðuð voru tengsl fyrirbura við lundarfar og fæðingartegundar við lundarfar. Fjórum árum eftir fæðingu reyndist marktæk veik jákvæð fylgni á milli kvíðaeinkenna og heildarstigs lundarfars barns (r(61)=0,331, p<0,01) og einnig við þunglyndi mæðra á 6. viku eftir fæðingu (r(61)=0,281, p<0,02). Líðan feðra fyrstu vikur eftir fæðingu höfðu ekki áhrif á mat þeirra á lundarfar barna sinna.

Ályktanir: Aðstæður við fæðingu barns, svo sem að barn fæðist við erfiða fæðingu eða hafi þurft að liggja á Vökudeild, sýna sig ekki hafa heildaráhrif á mat foreldra á lundarfari þeirra fjórum árum síðar. Hins vegar hefur andlegt heilsufar mæðra áhrif þar á. Lundarfar barnanna var einungis metið einu sinni og því sást ekki breyting á því yfir tíma og því ekki unnt að svara hvort þessir þættir breyti lundarfari barnsins með tímanum eða hvort þetta sé einungis skynjun foreldra, sem getur verið neikvæðari vegna þunglyndis eða ungs aldurs.

 

 

E 162 Heilsa barna og unglinga sem orðið hafa fyrir einelti: Niðurstöður landskönnunar

Guðrún Kristjánsdóttir1, Helena Pálsdóttir2

1Hjúkrunarfræðideild/Kvenna- og Barnasvið Landspítala, Fræðasvið barnahjúkrunar, 2Hjúkrunarfræðideild, Fræðasvið barnahjúkrunar

gkrist@hi.is

Inngangur: Rannsóknir hafa í seinni tíð betur leitt í ljós hverjar afleiðingar eineltis eru og hvað þarf að hafa í huga til að koma í veg fyrir einelti. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram á meiri streitu, verri lífsgæði, aukin einkenni um þunglyndi og lægra sjálfsmat. Börn og unglingar sem skera sig úr meðal annars vegna offitu eða áberandi sjúkdóma eru líklegri til að vera lögð í einelti. Lítið er um rannsóknir á afleiðingum eineltis á Íslandi og var þessi rannsókn gerð til að athuga tengsl eineltis við heilsu, líðan og verki. Einnig var athugað hvort þung börn séu frekar lögð í einelti.

Efniviður og aðferð: Í rannsókninni var notuð spurningakönnun WHO HBCS (hbcs.org). Spurningalistinn var lagður fyrir landsúrtak 11382 barna og unglinga í 6.-, 8.- og 10. bekk í grunnskóla árið 2009/2010, og fékkst 95% svarhlutfall. Þátttakendur svöruðu spurningum um heilsu, líðan, hæð og þyngd og hvort viðkomandi hafi verið lagður í einelti.

Niðurstöður: Þeir sem voru lagðir í einelti mátu heilsu sína og lífsánægju marktækt verri en aðrir og sálvefræn einkenni algengari heldur en þeir sem voru ekki lagðir í einelti. Eftir aldri dró úr algengi eineltis en tengslin sterkari milli eineltis og vanlíðunar. Þetta átti við alla aldurshópa, en 15 ára börn (elstu börnin) sem lögð voru í einelti komu verst út í heilsu og lífsánægju. Einnig voru marktækt auknar líkur á einelti með hærri BMI-stuðli.

Ályktun: Þáttur eineltis í heilsuútkomum barna og unglinga verður að taka alvarlega í öllu mati á heilsu og líðan barna.

 

 

E 163 Eru tengsl milli einhverfu og stutts eða langs tíma milli fæðinga? Lýðgrunduð tilfellaviðmiðarannsókn

Elísabet Þórðardóttir1, Evald Sæmundsen2, Vilhjálmur Rafnsson2

1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

eth55@hi.is

Inngangur: Orsakir einhverfurófsröskunar má sennilega rekja til flókins samspils erfða og umhverfis og að áhrif umhverfisþátta séu mest á fósturskeiði. Markmiðið er að rannsaka hvort auknar líkur er á að yngra systkini greinist með einhverfurófsröskun ef tímabil milli fæðinga er stutt (<12 mán.) eða langt (≥60 mán.), hér verður greint frá lýsandi þáttum.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er lýðgrunduð tilfellaviðmiðarannsókn heimfest í úrtaki úr Fæðingarskrá. Úr skrá Greiningarstöðvar voru fundnir allir sem greindust með einhverfurófsröskun á tímabilinu 1998-2014. Eftir samkeyrslu við Fæðingarskrá reyndust 1680 einstaklingar með einhverfurófsröskun vera fæddir á Íslandi á árunum 1982-2012. Fimm sinnum fleiri viðmið fædd á sama árabili voru valin af handahófi úr Fæðingarskrá (n=8400). Sammæðra systkini voru einnig sótt í skránna (n=16.132). Mat á tölfræðilegum styrk fór yfir 80%.

Niðurstöður: Meðalaldur mæðra við fæðingu var um 28 ár og reyndist ekki vera munur á milli hópanna. Hins vegar voru mæður barna með einhverfurófsröskun bæði yngri og eldri en mæður úr viðmiðunarhópi (p=,018) og þær voru oftar einhleypar (54,3% vs. 47,8%, p<,001). Einstaklingar með einhverfurófsröskun voru 3,15 sinnum líklegri til að vera drengir en stúlkur, Apgar-stig voru lægri (p<,001) og þau voru í samanburði við viðmiðunarhópinn oftar léttburar (4,9% vs. 3%) og undir 1500 gr (1,2% vs. 0,7%, p<,001).

Ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til breytileika á milli hópanna, bæði hjá mæðrum og börnum. Hvort tímalengd milli fæðingar og getnaðar næsta barns tengist einhverfurófsröskun á hins vegar eftir að koma í ljós. Fyrirhuguð rannsókn mun veita mikilvægar upplýsingar er tengjast meðgöngu og þroska barnanna.

 

 

E 164 Tengsl skjátíma og hreyfingar við andlega líðan íslenskra unglinga

Soffía M. Hrafnkelsdóttir, Sigurbjörn Á. Arngrímsson, Sigríður L. Guðmundsdóttir

Íþrótta- og heilsufræði við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild, Háskóli Íslands

soffiahr@simnet.is

Inngangur: Tengsl skjátíma, hreyfingar og andlegrar líðanar hafa lítið verið rannsökuð. Við skoðuðum stöðu og tengsl þessara þátta hjá úrtaki 15 ára íslenskra unglinga.

Efniviður og aðferðir: Gögnum um heilsu og lífsstíl nemenda í 10. bekk (N=301) var safnað í 6 grunnskólum í Reykjavík vorið 2015, með spurningalista og mælingum. Kí-kvaðrat próf/t-próf og fjölbreytu lógistískar aðhvarfsgreiningar voru notaðar til að meta stöðu og tengsl milli skjátíma, hreyfingar (mældrar heildarhreyfingar og sjálfmetinnar ákafrar hreyfingar) og einkenna um þunglyndi, kvíða og líkamleg óþægindi.

Niðurstöður: Gögn fyrir aðal rannsóknarbreytur fengust fyrir 248 þátttakendur, 102 drengi og 146 stúlkur. Heildarskjátími var hærri hjá drengjum og þeir voru hlutfallslega meira í tölvuleikjum en síður á internetinu, samanborið við stúlkur. Einkenni um þunglyndi, kvíða og líkamleg óþægindi voru algengari hjá stúlkum en drengjum. Skjátími og áköf hreyfing tengdust andlegri líðan, bæði sjálfstætt og víxlverkandi. Þeir sem voru í efri helmingi hópsins með tilliti til skjátíma voru líklegri til að greina frá einkennum um þunglyndi (OR=4,1 (CI:1,6-10,7)), kvíða (OR=3,2 (CI:1,4-7,2)) og líkamleg óþægindi (OR=2,3 (CI:1,1-5,1)). Minni áköf hreyfing (≤3x/viku) var marktækt tengd einkennum um þunglyndi (OR=3,8 (CI:1,6-9,5)) og kvíða (OR=4,5 (CI:2,0-10,0). Einkenni um andlega vanlíðan voru algengust hjá þeim sem bæði voru mikið við skjá og stunduðu sjaldan ákafa hreyfingu.

Ályktanir: Kynjamunur var á mynstri og magni skjátíma svo og tíðni einkenna um andlega vanlíðan. Minni áköf hreyfing og meiri heildarskjátími virðast vera í tengslum við verri andlega líðan meðal íslenskra unglinga, sérstaklega þegar hvorttveggja fer saman.

 

 

E 165 The role of ALKBH3 in epigenetics, DNA repair, and breast cancer

Stefán Hermanowicz, Þorkell Guðjónsson, Ólafur A. Stefánsson, Jórunn E. Eyfjörð, Stefán Þ. Sigurðsson

University of Iceland

sthh16@hi.is

Introduction: DNA repair is crucial to maintaining the health and integrity of cells. Damage that is allowed to persist within the DNA may aid in the formation of diseases such as cancer. It is therefore crucial that proteins involved in DNA repair are functional. Incidences where protein expression is impaired have been linked to disease formation. Epigenetic modification, particularly promoter methylation, can cause a downregulation of gene expression. Through database analysis we identified 5 repair proteins which undergo promoter methylation, one of which being ALKBH3. ALKBH3 is a protein responsible for the repair of a form of DNA alkylation damage, specifically 3-methylcytosine. According to The Cancer Genome Atlas, 20% of breast cancers are promoter methylated for ALKBH3. We also found this to occur in a subset of Icelandic tumor tissues. Importantly, epigenetic silencing of ALKBH3 is occurring within tumors and not the normal tissue of the same patients. Additionally our data shows ALKBH3 is having an impact on the functionality of a key Double-Stranded Break (DSB) repair protein. Our research aims to elucidate this potential role of ALKBH3 in DSB repair and exploit the downregulation of this protein by looking for potential synthetic lethality.

Methods and Data: Database Mining. Pyrosequencing. Molecular Cloning. Western Blot. siRNA. qPCR.

Results: Icelandic patients with ALKBH3 methylation (5%) showed decreased survival. ALKBH3 is functionally impacting DSB repair.

Conclusions: ALKBH3 may be a novel biomarker for certain chemotherapeutic treatments due to its methylation status in tumor tissue and its regulation of a key DSB repair protein

 

E 166 Telomere length measurements in BRCA2 mutation carriers using a multiplex monochrome qPCR method

Birna Þorvaldsdóttir1, Margrét Aradóttir2, Sigríður K. Böðvarsdóttir2, Jórunn E. Eyfjörð2

1Cancer Research Laboratory, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland

bth60@hi.is

Introduction: Germline mutations in the BRCA2 gene increase the risk of breast cancer and other malignancies. BRCA2 has been shown to play a role in telomere protection and maintenance. Dysfunctional telomere maintenance can cause excessive telomere shortening which can lead to chromosomal instability. Telomere length (TL) has been studied as a modifying factor for various diseases, including breast cancer. Previous research on TL in BRCA mutation carriers has produced contradicting results. The aim of our study was to determine whether TL measurements could be used as a stratification method for breast cancer risk in BRCA2 mutation carriers.

Methods: TL was measured in over 1200 DNA samples from female BRCA2 mutation carriers, their non-carrier relatives, sporadic breast cancer patients and healthy controls. Measurements were performed using a high-throughput monochrome multiplex qPCR method.

Results: We find no difference in mean TL between mutation carriers, sporadic breast cancer patients or controls. Using samples acquired before breast cancer diagnosis we see shorter telomeres being significantly associated with breast cancer incidence in BRCA2 mutation carriers. We see no association with breast cancer specific survival, subtypes or other clinical parameters.

Conclusion: Based on our preliminary results, TL measurements might be of use as additional information in breast cancer risk stratification for BRCA2 mutation carriers and merits further research.

 

 

 

E 167 Defining metabolic pathways in isogenic breast epithelial and mesenchymal cell lines with stable isotope tracing

Skarphéðinn Halldórsson1, Freyr Jóhannsson2, Siver A. Moestue3, Óttar Rolfsson2

1Center for Systems Biology, University of Iceland, 2Department of Medicine, UI, 3Department of Medical Imaging, NTNU

skarph@hi.is

Introduction: Cancer metabolism has gained increasing attention in the recent decade. Multiple metabolic alterations in neoplasia have been described to date, such as increased demand for glucose and glutamine as metabolic fuels and decreased dependence on oxygen. We have recently constructed genome scale metabolic models of distinct epithelial and mesenchymal phenotypes on the same genetic background as a method to study metabolic alterations in epithelial to mesenchymal transition (EMT). Here, we use stable isotope tracing to validate model predictions and provide ratiometric information on intracellular metabolic pathways.

Methods: D492 epithelial cells and D492M mesenchymal cells were fed 1-13C1 glutamine or 1,2-13C2 glucose for 6 hours, internal metabolites collected and measured with UPLC-MS and NMR. Labeled and unlabeled fractions were used to calculate flux ratios at metabolic junctions.

Results: Both phenotypes metabolize glutamine primarily in the TCA cycle although it is also used to maintain glutathion and proline pools. D492 cells exclusively metabolize glutamine via oxidative phosphorylation in the TCA cycle while D492M cells divert a substantial fraction of glutamine to citrate production via reductive carboxylation. These data along with labeled glucose tracing were used to set ratiometric constraints to genome scale models of D492 and D492M metabolism.

Conclusions: With stable isotope tracing we were able to confirm some predictions of our genome scale metabolic models of EMT and use the data to adjust flux ratios. Predictions of metabolic weak points for both phenotypes may point towards potential drug targets.

 

 

E 168 Oestrogen receptor status, treatment and breast cancer prognosis in Icelandic BRCA2 mutation carriers

Jón G. Jónasson1,2,3, Ólafur A. Stefánsson4, Óskar T. Jóhannsson2,5,6, Helgi Sigurðsson2,5, Bjarni A. Agnarsson2,3, Guðríður H. Ólafsdóttir1, Kristín K. Alexíusdóttir1,5, Hrefna Stefánsdóttir1, Rodrigo Munoz Mitev3, Katrín Ólafsdóttir3, Kristrún Ólafsdóttir3, Aðalgeir Arason7, Vigdís Stefánsdóttir6, Elínborg J. Ólafsdóttir1, Rósa B. Barkardóttir2,7,8, Jórunn E. Eyfjörð2,4, Steven A. Narod9, Laufey Tryggvadóttir1,2

1Icelandic Cancer Registry, Icelandic Cancer Society, 2University of Iceland, Faculty of Medicine, 3Landspitali University Hospital, Department of Pathology, 4University of Iceland, Cancer Research Laboratory, Biomedical Centre, School of Health Sciences, 5Landpitali University Hospital, Department of Oncology, 6University Hospital Department of Genetics and molecular Medicine, 7University Hospital, Laboratory of Cell Biology, 8University of Iceland, Biomedical Centre, School of Health Sciences  9University of Toronto, Womens College Research Institute

laufeyt@krabb.is

Introduction: The impact of an inherited BRCA2 mutation on the prognosis of women with breast cancer has not been well documented. We studied the effects of oestrogen receptor (ER) status, other prognostic factors and treatments on survival in a large cohort of BRCA2 mutation carriers.

Methods and data: We identified 285 breast cancer patients with a 999del5 BRCA2 mutation and matched them with 570 non-carrier patients. Clinical information was abstracted from patient charts and pathology records and supplemented by evaluation of tumour grade and ER status using archived tissue specimens. Univariate and multivariate hazard ratios (HR) were estimated for breast cancer-specific survival using Cox regression. The effects of various therapies were studied in patients treated from 1980 to 2012.

Results: Among mutation carriers, positive ER status was associated with higher risk of death than negative ER status (HR=1.94; 95% CI: 1.22–3.07, P=0.005). The reverse association was seen for non-carriers (HR=0.71; 95% CI: 0.51–0.97; P=0.03).

Conclusions: Among BRCA2 carriers, ER-positive status is an adverse prognostic factor. BRCA2 carrier status should be known at the time when treatment decisions are made.

 

 

E 169 Líðan skurðsjúklinga á sjúkradeild á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri

Herdís Sveinsdóttir1,2, Katrín Blöndal1,2, Sigríður Zoëga1,2, Brynja Ingadóttir1,2, Hafdís Skúladottir3, Anna Lilja Filipsdóttir4, Erna Björk Þorsteinsdóttir2, Eyrún Harpa Hlynsdóttir2, Guðrún Björg Erlingsdóttir1, Margrét Sigmundsdóttir1,2, Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir2, Kolbrún Kristiansen2, Heiða Hringsdóttir4, Steinunn Hauksdóttir4, Eygló Ingadóttir5

1Hjúkrunarfræðideild Háskóli Íslands, 2Skurðlækningasvið, Landspítala, 3Háskólinn á Akureyri, Heibrigðisvísindasvið, 4Sjúkrahúsið á Akureyri, Skurðlækningadeild, 5Menntadeild Landspítala

herdis@hi.is

Inngangur: Rannsóknin er hluti rannsóknar sem hefur það markmið að lýsa einkennum, fræðslu, bata, heilsutengdum lífsgæðum og svefnmynstri sjúklinga sem gangast undir valdar skurðaðgerðir á LSH og á SAk og dveljast á sjúkrahúsinu yfir nótt eða lengur. Lýsandi niðurstöður frá sjúkrahússdvöl verða kynntar og greindar út frá kyni.

Efniviður og aðferðir: Sjúklingum sem fóru í valdar aðgerðir á tímabilinu 15. janúar 2016 til 15. júlí 2016 var boðin þátttaka. Gagna var aflað með spurningalistum sem innihéldu m.a. HADS og SF-v36. Gögn um aðgerð voru sótt í sjúkraskrá.

Niðurstöður: 608 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni, þar af voru 510 af Landspítala og 293 karlar. Meðalaldur var 64.1 (+12.6) ár. Einkenni sem ollu >30% sjúklinga vanlíðan voru verkir, þreyta, erfiðleikar með hreyfingu, úthaldsleysi og svefnleysi. Þátttakendur voru almennt ánægðir með fræðslu (93.4%) og þótti hún gagnleg (93.3%) en >10% sjúklinga hefðu viljað frekari upplýsingar um sjúkdóminn, aðgerðina, fylgikvilla aðgerðar, hreyfingu eftir aðgerð, verki, verkjameðferð og aukaverkanir verkjameðferðar, skurðsárið og næringu. 42 sjúklingar voru með mögulegan kvíða og 30 voru með mjög líklegan kvíða. Vísbendingar voru um mögulegt þunglyndi hjá 57 sjúklingum og 37 voru mjög líklega þunglyndir. Samanborið við karla voru konur almennt með meiri einkenni, meiri verki, kvíða og þunglyndi, vildu frekari fræðslu og voru síður ánægðar með stuðning og umönnun en karlar.

Ályktun: Skurðsjúklingar finna fyrir margvíslegum einkennum á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur sem geta haft áhrif á bata og seinkað útskrift. Mikilvægt er að meta einkenni markvisst og veita viðeigandi meðferð. Bæta þarf fræðslu til sjúklinga, einkum kvenna.

 

 

E 170 Brottnám á blöðruhálskirtli með aðstoð aðgerðarþjarka á Íslandi: Áhrif legu og bólstrunar sjúklinga í aðgerð

Ragnheiður Jónsdóttir1, Eiríkur O. Guðmundsson2, Herdís Alfreðsdóttir2, Þórdís K. Þorsteinsdóttir1

1Hjúkrunarfræðideild, Háskóli Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús

ragnhej@landspitali.is

Inngangur: Blöðruhálskirtilsbrottnám með aðstoð aðgerðarþjarka (RALP) á Íslandi hófust í janúar 2015. Í RALP-aðgerðum liggja sjúklingar steyptir, handleggir meðfram síðum og fótleggir oft í stoðum. Gagnreynda þekkingu um áhrif legu/bólstrunar í RALP-aðgerðum á möguleg tauga-, húð- og augnvandamál skortir.

Efniviður: Öllum sjúklingum sem gengust undir brottnám á blöðruhálskirtli með aðstoð aðgerðarþjarka á Íslandi á tímabilinu janúar 2015 – janúar 2016 var boðin þátttaka í rannsókninni.

Aðferðir: Þátttakendur svöruðu fjórum spurningalistum: fyrir aðgerð, á fyrsta degi, 7. degi og þremur mánuðum eftir aðgerð. Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar skráðu upplýsingar um legu sjúklinga. Gögnum var safnað í RedCap og greind með lýsandi- og ályktunartölfræði um sambönd milli breyta.

Niðurstöður: Framkvæmdar voru 65 aðgerðir á tímabilinu og samþykktu 62 einstaklingar þátttöku (95% svarstíðni). Meðalaldur var 64 ár (bil 48-73 ár), meðal BMI var 27 kg/m2 (bil 21-39), meðaltími í steyptri legu 100 mín (bil 64-162 mín), meðalgráður steypu 26˚ (bil 23˚-30˚), meðalvökvagjöf í aðgerð 857 ml (bil 200-1500 ml). Á fyrsta degi voru verkir í kvið (85%) og öxlum (36%) algengastir, þremur mánuðum eftir aðgerð hafði tíðnin lækkað (14%, 14%). Niðurstöður tvíhliða aðhvarfsgreininga sýndu að lengd og gráður steyptu legunnar, BMI, ASA-flokkun og aldur höfðu marktæk áhrif á útkomur sjúklinga.

Ályktanir: Rannsóknin gefur vísbendingar um að halli og tími steyptrar legu í RALP geti haft áhrif á verki sjúklinga eftir aðgerð. Gagnreynd þekking um áhrif legu/bólstrunar á verki eftir aðgerð er mikilvæg skurðteyminu til að stuðla að sem mestu öryggi sjúklinga.

E 171 Langtímaárangur skurðaðgerða við sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi 1991-2015

Tinna Harper Arnardóttir1,2, Guðrún F. Tómasdóttir1, Arnar Geirsson1, Tómas Guðbjartsson1,2

1Hjarta- og lungnaskurðdeild, Læknadeild, Háskóli Íslands, 2Læknadeild, Háskóli Íslands

tinna.harper@gmail.com

Inngangur: Sjálfsprottið loftbrjóst getur greinst endurtekið og þarf þá oft að grípa til skurðaðgerðar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni og langtímaárangur þessara aðgerða hér á landi með áherslu á fylgikvilla og tíðni enduraðgerða vegna endurtekins loftbrjósts.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 362 sjúklingum (meðal-aldur 29,4 ár, 77,8% karlar) sem gengust undir 431 aðgerð við sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi 1991-2015. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám og m.a. skráð tegund aðgerðar, 30 daga dánartíðni og hvort greinst hefði endurtekið loftbrjóst sem krafðist enduraðgerðar. Meðaleftirlitstími var 153 mánuðir og miðast eftirlit við 1. mars 2016.

Niðurstöður: Að meðaltali voru framkvæmdar 17±6,3 aðgerðir á ári og sveiflaðist tíðnin frá 8 til 31 aðgerðar á ári. Meðalaðgerðartími var 60 mínútur og voru algengustu ábendingarnar annað (38,5%) og fyrsta loftbrjóst (30,3%). Í 99,1% tilfella var gerður fleygskurður, en í 56,9% tilfella var bætt við fleiðruertingu og hjá 13,1% hlutabrottnámi á brjóstholsfleiðru. Hlutfall aðgerða með brjóstholssjá (VATS) jókst úr 67% fyrstu 5 árin í 97% þau síðustu. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvarandi loftleki (11,8%) og endurtekið loftbrjóst (9,0%). Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð. Alls þurftu 27 einstaklingar enduraðgerð vegna loftbrjósts (6,3%), þar af einn með þekktan lungnasjúkdóm, og var tíðnin hærri eftir brjóstholsspeglun en eftir brjóstholsskurð (8,0% á móti 3,4%, p<0,01). Tímalengd frá aðgerð að endurteknu loftbrjósti var að miðgildi 4 mánuðir (bil: 0-47).

Ályktanir: Árangur skurðaðgerða við sjálfsprottnu loftbrjósti er góður á Íslandi. Þó er endurtekið loftbrjóst vandamál, en líkt og erlendis er tíðni endurtekins loftbrjósts tvöfalt hærri eftir brjóstholsspeglun en opna skurðaðgerð.

 

 

 

E 172 Endurinnlagnir eftir skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins - frumniðurstöður

Björn Friðriksson1, Guðrún N. Óskarsdóttir2, Hannes Halldórsson1, Hrönn Harðardóttir1,3, Arnar Geirsson2, Steinn Jónsson1,3, Tómas Guðbjartsson1,2

1Háskóli Íslands, Læknadeild, 2Landspítali, Hjarta og lungnaskurðdeild, 3Lungnadeild Landspítala

bmf3@hi.is

Inngangur: Bráðar endurinnlagnir eftir skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins hafa ekki verið rannsakaðar áður hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða endurinnlagnir, forspárþætti þeirra og dánartíðni þessa sjúklingahóps.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir aðgerð vegna lungnakrabbameins á Íslandi árunum 1991-2014. Endurinnlögn var skilgreind sem bráðainnlögn á sjúkrahús innan 90 daga frá útskriftardegi. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþætti innlagnar innan 30 og 90 daga en einnig dánartíðni innan 90 daga og 6 mánaða.

Niðurstöður: Á ofangreindu tímabili fór 641 einstaklingur í 670 aðgerðir og útskrifaðist af spítalanum í kjölfarið; 570 fóru í blaðnám, 81 í lungnabrottnám og 82 í fleyg/geiraskurð. Tíðni endurinnlagna eftir 30 og 90 daga var 9,7% og 16,4%. Flestar endurinnlagnir (59%) voru innan 30 daga frá útskrift, og voru oftast vegna fylgikvilla tengdum aðgerðinni (63%). Áhættuþættir endurinnlagnar innan 30 daga voru saga um lungnateppu (HL 1,98, 95%-ÕB: 1,09-3,55) og minniháttar fylgikvilli í legu (HL 3,3, 95%-ÕB:1,9-6,1). Stig lungnakrabbameins (HL 1,43, 95%-ÕB: 1,22-1,70), meiriháttar fylgikvilli í legu (HL 5,40, 95%-ÕB:2,11-13,26), endurinnlögn innan 30 daga (HL 3,66, 95%-ÕB: 1,71-7,53) og ASA-skor (HL 1,66, 95%-ÕB: 1,03 - 2,70) voru sjálfstæðir forspárþættir dauða innan 6 mánaða.

Ályktanir: Endurinnlagnir eru algengar eftir skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins, eða 10% á fyrsta mánuði eftir aðgerð. Flestar endurinnlagnir má rekja til fylgikvilla eftir aðgerð sem oft tengjast undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdómum. Aukið eftirlit að útskrift lokinni gæti fækkað endurinnlögnum hjá þessum sjúklingahópi.

 

 

E 173 Stigun lungnakrabbameins með miðmætisspeglun á Íslandi 2003-2012

Jónína Ingólfsdóttir1, Þóra Sif Ólafsdóttir1, Hrönn Harðardóttir2,3, Steinn Jónsson2,3, Tómas Guðbjartsson1,3

1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2Lungnadeild, Landspítali, 3Læknadeild Háskóla Íslands

jonina.ingolfsdottir@gmail.com

Inngangur: Miðmætisspeglun er talin kjörrannsókn til að meta útbreiðslu lungnakrabbameins í eitla efra og fremra miðmætis, enda þótt rannsóknaraðferðir eins og jáeindaskönnun og berkju-/vélindaómspeglun hafi fækkað þessum aðgerðum undanfarin ár. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur miðmætisspeglunar á Íslandi og meta neikvætt forspárgildi við greiningu miðmætiseitilmeinvarpa lungnakrabbameins.

Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar (n=125, meðalaldur 66 ár, 49% karlar) með lungnakrabbamein sem ekki var af smáfrumugerð sem gengust undir miðmætisspeglun á Landspítala 2003-2012. Farið var yfir sjúkraskrár, reiknað út 30 daga dánarhlutfall og farið yfir vefjasvör. Neikvætt forspárgildi miðmætisspeglunar var reiknað hjá 66 sjúklingum sem í kjölfarið gengust undir brjóstholsskurðaðgerð með lækningu að markmiði.

Niðurstöður: Miðmætisspeglunum fjölgaði úr 2 árið 2003 í 24 árið 2012 (p<0,001). Meðal aðgerðartími var 31 mínúta og 64% sjúklinga útskrifuðust innan sólarhrings frá aðgerð. Að meðaltali voru tekin sýni úr 2,9 miðmætiseitlum (bil: 1-5). Hjá 42 sjúklingum (34%) fundust meinvörp í að minnsta kosti einum eitli, en hjá hinum eitilvefur eða ósérhæfðar vefjabreytingar. Í þremur tilfellum (2%) fékkst ekki vefjasýni úr eitlum. Alls fengu 5% sjúklinga einhvern fylgikvilla í eða eftir aðgerð og voru þeir helstu hæsi (2,4%), skurðsýking (0,8%) og lungnabólga (0,8%). Neikvætt forspárgildi miðmætisspeglana reyndist 91,9%, en 5/66 sjúklingar reyndust hafa meinvörp í miðmætiseitlum (N2-eitlastöð) við aðgerð sem ekki höfðu greinst við miðmætisspeglun. Enginn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð.

Ályktanir: Árangur miðmætisspeglana er mjög góður hérlendis sem endurspeglast í lágri tíðni fylgikvilla og 0% 30 daga dánartíðni. Neikvætt forspárgildi er í samræmi við erlendar rannsóknir.

 





Þetta vefsvæði byggir á Eplica