Ávarp

Ávarp

VI. Vísindaþing 

Geðlæknafélags Íslands

30. september - 2. október 2016 á Hótel Borgarnesi


Hjartanlega velkomin á sjötta vísindaþing Geðlæknafélags Íslands, sem verður haldið að þessu sinni í Borgarnesi. Vísindaþingin okkar hafa verið mikilvægur vettvangur til að deila þekkingu og efla rannsóknir í geðlæknisfræði á Íslandi, og um leið að hittast, skoða fallega náttúru og gleðjast saman. 

Undirbúningsnefndin, undir forystu Halldóru Jónsdóttur geðlæknis, hefur að venju unnið mikið og gott starf, og er óhætt að segja að dagskráin verði áhugaverð og upplýsandi, vonandi fyrir sem flesta. Þá er sérlega ánægjulegt að fjöldi læknanema sem tekur þátt í dagskránni hefur farið vaxandi, enda viljum við gjarnan efla áhuga unga fólksins á þessu áhugaverða og gefandi fagi innan læknisfræðinnar. 

Engum dylst mikilvægi góðrar geðheilsu í lífinu, og sem betur fer hefur orðið vakning undanfarin ár um þennan mikilvæga málaflokk. Sérstaklega er það unga fólkið sem nú er orðið ófeimnara við að ða opinskátt um geðræn veikindi og um leið leita sér aðstoðar. Geðræn veikindi eru annar algengasti heilbrigðisvandi í Evrópu og ein algengasta orsök örorku. Þörfin á framförum í faginu, betri og markvissari meðferðarúrræðum og aðgengilegri meðferð er mikil, einnig að efla forvarnir og rannsóknir á forvörnum. 

Bestu þakkir til allra þátttakenda og skipuleggjenda og góða skemmtun!

Þórgunnur Ársælsdóttir

formaður Geðlæknafélags Íslands
Þetta vefsvæði byggir á Eplica