Ávarp
Velkomin á þingið
Ágætu kollegar og aðrir þinggestir!
Velkomin á sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands (SKÍ) og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ).
Eftir átök vetrarins er nú komið að uppskeruhátíð vísindastarfs hjá félögunum tveimur. Þingið er það 17. í röðinni. Dagskrá þingsins er með svipuðu sniði og áður: annars vegar málþing, sem ætlað er að höfða til sem flestra félagsmanna, og hins vegar kynning á vísindaerindum og veggspjöldum.
Málþingin eru tvö fyrri daginn. Þingið opnar með málþingi um blæðingar í skurðaðgerðum og nýju blóðþynningarlyfin. Efni, sem standa okkur öllum nær. Bæklunar- og heila- og taugaskurðlæknar standa sameiginlega að síðara málþinginu, um nýjungar í skurðlækningum hálshryggjar. Seinni daginn verður síðan málþing um ofkælingu. Eins og oft áður koma erlendir fyrirlesarar að málþingum og eigum við von á góðum og fræðandi erindum.
Kynning vísindaerinda og veggspjalda er að venju mikilvægur hlutur þingsins. Ungir læknar og læknanemar, sem lagt hafa stund á rannsóknir, fá tækifæri til að kynna niðurstöður sínar. Þinginu lýkur síðan með keppni um besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema.
Það er von okkar að sem flestir félagsmenn félaganna taki þátt og stuðli þannig að öflugu faglegu samstarfi þeirra og efli félagsleg tengsl. Aðalfundir félaganna verða á sínum stað og eru allir hvattir til að mæta.
Vísindaþing sem þetta verður ekki haldið nema með stuðningi fyrirtækja í heilbrigðisrekstri og -þjónustu. Við þökkum þeim stuðninginn og hvetjum þinggesti til að kynna sér það, sem þau bjóða upp á.
Um leið og við bjóðum ykkur velkomin á þingið vonum við að þið hafið bæði gagn og gaman af.
Fyrir hönd félaganna,
Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður Skurðlæknafélags Íslands
Stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands
Kári Hreinsson, formaður
Sigurbjörg Skarphéðinsdóttir, ritari
Ívar Gunnarsson, gjaldkeri
Sveinn Geir Einarsson, meðstjórnandi
Stjórn Skurðlæknafélags Íslands
Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður
Kristín Huld Haraldsdóttir, varaformaður
Björn Pétur Sigurðsson, gjaldkeri
Tómas Guðbjartsson, ritari
Kristján Skúli Ásgeirsson, meðstjórnand