Ágrip veggspjalda

Ágrip veggspjalda

Kynning 1

V-1        SENATOR: Þróun og klínísk prófun á nýjum hugbúnaði sem metur og gefur ráðleggingar um lyfjameðferð og aðrar meðferðarleiðir hjá eldri einstaklingum

Aðalsteinn Guðmundsson1,2, Ástrós Sverrisdóttir1, Sólveig Sigurbjörnsdóttir1, Ólafur Samúelsson1, Pétur S. Gunnarsson1,3

1Landspítala, 2læknadeild, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands

adalstg@landspitali.is

Bakgrunnur: Landspítalinn er þátttakandi í rannsókninni SENATOR (Development and clinical trials of a new Software ENgine for the Assessment & Optimization of drug and non-drug Therapy in Older persons). Bakhjarl og styrktaraðili rannsóknarinnar er 7. rammaáætlun EU (Grant agreement No 305930).

Öldruðum með marga langvinna sjúkdóma fjölgar hratt í löndum Evrópu. Samhliða fjölgar ábendingum lyfjameðferðar sem ýtir undir fjöllyfjameðferð og líkur á óviðeigandi lyfjameðferð aukast. Aukaverkanir lyfja eru tíðari og alvarlegri hjá öldruðum og tengist meðal annars lífeðlisfræðilegum breytingum, fjölda langvinnra sjúkdóma, fjöllyfjanotkun og óviðeigandi lyfjameðferð. Einnig eru vísbendingar um að þekkingargrunnur öldrunarlækninga og önnur meðferðarúrræði (svo sem næringarráðgjöf, sjúkra- og iðjuþjálfun) séu vannýtt.

Markmið: Meðal viðfangsefna er þróun hugbúnaðar (SENATOR) sem leggur mat á lyfjameðferð aldraðra einstaklinga, metur aukaverkanir og gefur ráðleggingar um bestu lyfjameðferð og hugsanlega aðra meðferð.

Aðferð:SENATOR rannsóknin er framskyggn samanburðarrannsókn. Rannsakendur í 8 löndum koma að verkefninu sem samanstendur af 12 vinnuhlutum.

Niðurstöður: Algengar aukaverkanir sem hafa fundist í forprófunum eru, til dæmis byltur, óráð, blæðingar, salttruflanir og nýrnabilun.

Ályktanir: Fyrri hluti rannsóknar sem skoðar viðmiðunarhóp er þegar hafinn. Ekki liggja fyrir niðurstöður. Í seinni áfanga bætist við íhlutunarhópur þar sem hugbúnaðurinn gefur meðhöndlandi læknum ráðleggingar um lyfjameðferð og ábendingar um aðra meðferð.

Á vefsíðunni www.senator-project.eu/home/ eru upplýsingar um undirbúning og framkvæmd SENATOR.

 

 

V-2      Gæði í auknu flæði

Elfa Þöll Grétarsdóttir1,2,,Anna Björg Jónsdóttir1, Gunnhildur Peiser1, Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Hlíf Guðmundsdóttir1,2,, Margrét Guðnadóttir3, Sigrún Lind Egilsdóttir1, Þórhildur Kristinsdóttir1

1Öldrunardeild, flæðisviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3Heimaþjónustu Reykjavíkur

elfag@landspitali.is

Bakgrunnur: Innlögnum fjölveikra aldraðra á bráðasjúkrahús fjölgar. Þessi sjúklingahópur er í mikilli hættu á fylgikvillum sjúkrahúslegu, svo sem þrýstingssárum, byltum, óráði og færniskerðingu. Þessir fylgikvillar valda því að legutími lengist, sjúkrahúskostnaður eykst og einstaklingar útskrifast síður heim í sjálfstæða búsetu. Með því að nota einfalt skimunartæki við innlögn er hægt að meta hvaða einstaklingar eru í mestri hættu á alvarlegum fylgikvillum sjúkrahúslegu.

Markmið: Að kynna þrjú gæðaverkefni á flæðisviði sem hafa hlotið styrk frá velferðaráðuneytinu. Þessi verkefni eiga öll að stuðla að bættri þjónustu við bráðveika og hruma aldraða um leið og reynt verður að stytta legutíma, fækka endurinnlögnum og fækka fylgikvillum sjúkrahúslegu.

Aðferð:1) Þegar aldraður einstaklingur kemur á bráðamóttöku verður hann skimaður með interRAI ED screening sem metur hrumleika hans. Eftir því sem hærra stig fæst úr matinu er meiri þörf á sérhæfðri öldrunarþjónustu. Niðurstöður verða notaðar til að ákvarða þjónustu. 2) Þeir sem eru metnir með mikinn hrumleika auk bráðavandans og leggjast inn verður vísað til öldrunarteymis sem mun fylgja þeim eftir á þeirri bráðadeild sem þeir leggjast inn á. Þeir sem ekki leggjast inn en eru flokkaðir sem hrumir fá tilvísun á göngudeild aldraðra á Landakoti, þar sem þeir fá þverfaglega þjónustu. 3) Unnið verður að auknu samstarfi við heimahjúkrun til að gera útskriftir af Landspítala skilvirkari og bæta þjónustu. Þjónustustjóri mun halda utan um allar útskriftir af bráðaöldrunardeild og vinna í nánu samstarfi við teymisstjóra í heimahjúkrun. 4) Unnið verður að gerð verkferla á öllum stigum þjónustu við aldraða innan kerfis Landspítala.

Niðurstöður: Búist er við því að hægt verði að stytta legutíma aldraðra sjúklinga á Landspítala auk þess að endurinnlögnum muni fækka sem og fylgikvillum rúmlegu. Gert er ráð fyrir því að hlutfall þeirra sem útskrifast heim í fyrra búsetuúrræði fjölgi um leið og þeim sem útskrifast í varanlega vistun á stofnanir mun fækka.

Ályktanir: Með bættum verkferlum er búist við skilvirkari og betri þjónustu við aldraða á öllum þjónustustigum Landspítala og í heimahjúkrun og að flæði verði skilvirkara.

 

 

V-3       Ákjósanleg matstæki til skimunar og greiningar á óráði

Elfa Þöll Grétarsdóttir1,2,, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir1 og Tryggvi Þórir Egilsson1

1Öldrunardeild flæðissviðs Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

elfag@landspitali.is

Bakgrunnur: Óráð er algengt, stundum lífsógnandi ástand, sem oft er ógreint.

Markmið: Að þýða og kynna matstæki til skimunar og greiningar á óráði, sem vinnuhópur um klínískar leiðbeiningar um óráð mælir með. Gerð verður grein fyrir því hvernig tækin eru notuð og við hvaða aðstæður.

Aðferð:Þrjú matstæki fyrir óráð hafa verið þýdd og prófuð, hvert þeirra hefur mismunandi markmið og hentar við mismunandi aðstæður.

Niðurstöður: Það tæki sem best hentar við hjúkrun er skimunartækið DOS (The Delirium Observation Screening Scale). Það er auðvelt í notkun og krefst ekki sérstakrar þjálfunar. Mælt er með því að það sé notað daglega við skimun sjúklinga í áhættuhópi. Það hefur reynst réttmætt og áreiðanlegt við skimun. Annað notendavænt matstæki sem krefst dálítið meiri reynslu og þekkingar er 4AT. Það hentar vel fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga við skoðun sjúklinga í áhættuhópi. Niðurstöður gefa sterka vísbendingu um óráð en matstækið er það nýtt, að réttmæti og áreiðanleiki hefur ekki verið staðfestur í stórum rannsóknum. Flóknasta matstækið er CAM (Confusion assessment method) sem bæði er hægt að nota við skimun og greiningu óráðs. Það hefur fest sig í sessi og endutekið sannað gildi sitt í rannsóknum sem áreiðanlegt og réttmætt greiningartæki fyrir óráð. Gallinn við notkun þess er að notendur þurfa að fá þjálfun í notkun þess svo það hentar helst sérfræðingum á sviði öldrunarfræða.

Ályktanir: Með því að hafa góð skimunar og greiningartæki aðgengileg fyrir allar heilbrigðisstéttir er hægt að greina óráð á skilvirkari og áreiðanlegri hátt en hingað til.

 

 

V-4       Tengsl teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á bráðalegudeildum á sjúkrahúsum á Íslandi

Helga Bragadóttir

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

helgabra@hi.is

Bakgrunnur: Á undanförnum árum hefur athyglinni í auknum mæli verið beint að teymisvinnu í heilbrigðisþjónustu og mikilvægi hennar fyrir öryggi sjúklinga og vellíðan starfsmanna. Á bráðalegudeildum byggist góð hjúkrun meðal annars á árangursríkri teymisvinnu.

Markmið: Að varpa ljósi á teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á íslenskum sjúkrahúsum.

Aðferð: Um megindlega þversniðsrannsókn var að ræða með skriflegum spurningalista um teymisvinnu og bakgrunnsbreytur. Notaður var spurningalistinn Nursing Teamwork Survey-Icelandic en íslensk þýðing hans reyndist bæði áreiðanleg og réttmæt. Kvarði spurningalistans er fimmgildur Likert-kvarði (1-5) þar sem hærra stig bendir til betri teymisvinnu. Spurningalistar voru sendir til 925 starfsmanna hjúkrunar á öllum legudeildum lyflækninga, skurðlækninga og gjörgæslu á íslenskum sjúkrahúsum eða samtals 27 deildum á 8 sjúkrahúsum.

Niðurstöður: Svarhlutfall var 70% (N=632). Flestir þátttakendur voru kvenkyns (98,4%), hjúkrunarfræðingar (54,7%), sjúkraliðar (35,5%) og af lyflækningadeildum (35,8%) kennslusjúkrahúsa (79,6%). Meðalgildi teymisvinnu var 3,89 (SF=0,48). Þegar tengsl bakgrunnsbreyta við teymisvinnu og starfsánægju voru metin sýndu niðurstöður marktæk tengsl milli teymisvinnu og tegundar deildar, hlutverks, starfsreynslu á deild og mönnunar (p≤0,05), auk þess milli starfsánægju á deild annars vegar og starfsreynslu á deild og mönnunar hins vegar (p≤0,05). Gerð var lógístísk aðhvarfsgreining (logistic regression) þar sem breyturnar mönnun, starfsreynsla á deild og teymisvinna skýrðu um 26% af breytileika starfsánægju á deild (Nagelkerke R2=0,257, c2(5, N=568)=83,015, p<0,001). Niðurstöðurnar benda til þess að samband sé á milli bakgrunnsbreyta, teymisvinnu og starfsánægju. Betri teymisvinna er marktækt tengd meiri starfsánægju.

Ályktanir: Teymisvinna í hjúkrun á bráðalegudeildum íslenskra sjúkrahúsa hefur með starfsánægju að gera og þekkt er að bæði teymisvinna og starfsánægja hefur með gæði þjónustu og öryggi sjúklinga að gera. Því ætti góð teymisvinna að vera forgangsverkefni stjórnenda og klínískra hjúkrunarfræðinga.


 

V-5       Klínískar leiðbeiningar um greiningu,
forvarnir og meðferð við óráði

Hlíf Guðmundsdóttir1,2, Elfa Þöll Grétarsdóttir 1,2, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir1, Tryggvi Þórir Egilsson1, Ingibjörg Gunnþórsdóttir1, Lovísa Agnes Jónsdóttir1, Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir1, Jóna Pálína Grímsdóttir1, Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir1, Eygló Ingadóttir1,2, Jónína Sigurðardóttir1

1Landspítala, 2Háskóla Íslands

hlifgud@landspitali.is

Bakgrunnur: Óráð (delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta horfur sjúklinga. Óráð getur verið til staðar þegar sjúklingur kemur á sjúkrastofnun eða komið til eftir innlögn. Óráð er bæði algengt hjá sjúklingum á lyflækningadeildum og skurðdeildum. Mikilvægt er að setja fram gagnreyndar klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og innleiða þær með markvissum hætti.

Markmið: Auka þekkingu og árvekni heilbrigðisstarfsmanna á óráði og stuðla þannig að bættri greiningu og meðferð við óráði með því að setja fram gagnreyndar klínískar leiðbeiningar.

Aðferð:Í maí 2013 hófst vinna á Landspítala við gerð gagnreyndra leiðbeininga við óráði. Þverfaglegur hópur starfsmanna var fenginn til að vinna að gerð leiðbeininganna. Rýnt var í nokkrar erlendar klínískar leiðbeiningar um óráð. Ákveðið var að þýða og staðfæra leiðbeiningar um óráð frá Bretlandi. Að auki voru skoðuð matstæki sem reynst hafa áreiðanleg við skimun og greiningu á óráði. Þrjú matstæki voru þýdd og staðfærð til notkunar á LSH. Rýnt var í upplýsingar um lyfjameðferð og lyf sem tengjast óráði á hagnýtan hátt.

Niðurstöður: Þýddar og staðfærðar voru stuttar leiðbeiningar NICE (National Institute for Health and Care Excellence) um greiningu, fyrirbyggingu og meðferð óráðs (Delirum: diagnosis, prevention and management. Quick Reference Guide). Að auki voru þýdd og staðfærð þrjú matstæki til skimunar og greiningar á óráði á LSH. Einnig var lögð áhersla á að setja fram upplýsingar um lyfjameðferð og lyf sem tengjast óráði á hagnýtan hátt. Leiðbeiningarnar verða gefnar út á vormánuðum 2015 og undirbúningur að innleiðingu á þeim er þegar hafin.

Ályktanir: Mikilvægt er að setja fram þverfaglegar leiðbeiningar um óráð og beita viðurkenndum aðferðum til að greina, fyrirbyggja og meðhöndla það. Nauðsynlegt er að kynna leiðbeiningarnar vel fyrir öllum heilbrigðisstéttum og fylgja þeim eftir með markvissum hætti.

 

 

V-6       Mjaðmagrindarbrot meðhöndluð
á Landspítala árin 2008-2012

Unnur Lilja Úlfarsdóttir1, Gunnar Sigurðsson1,2, Brynjólfur Mogensen1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði Landspítala, 3rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum

ulu1@hi.is

Bakgrunnur: Mjaðmagrindarbrotum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur í samanburði við mjaðmarbrot (lærleggshálsbrot/lærhnútubrot) en margt bendir til að þau hafi verið verulega vanmetin með tilliti til afleiðinga fyrir sjúklingana og kostnaðar þjóðfélagsins.

Markmið: Að kanna umfang, eðli og afleiðingar mjaðmagrindarbrota.

Aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem mjaðmagrindarbrotnuðu og voru meðhöndlaðir á Landspítala árin 2008-2012. Leitað var í sjúkraskrám eftir ICD-10 greiningum á mjaðmagrindarbrotum og skráður var fjöldi brota, aldur, kyn, orsök og staðsetning áverka og legutími á Landspítala.

Niðurstöður: Alls voru 443 einstaklingar sem mjaðmagrindarbrotnuðu á þessu tímabili, þar af voru 314 konur (70,9%) og 129 karlar (29,1%). Meðalfjöldi brota á ári var 88,6 sem svipar til meðalfjölda lærhnútubrota (78,2 á ári), á sama tímabili. Lágorkubrotin (eftir fall <1 m) voru samtals 325 (73,4%) og háorkubrotin voru 114 (25,7%). Af lágorkubrotunum voru konur 81,8% og karlar 18,2% (p<0,0001). Af háorkubrotunum voru konur 39,5% og karlar 60,5% (p=0,03). Meðalaldur sjúklinga með lágorkubrot var 78,5 ár (bil 12-104) sem er töluvert hærri en meðalaldur sjúklinga með háorkubrot (45,2 ár). Algengasta staðsetning lágorkubrota var á lífbeini (67,1%). Hlutfall þeirra sem lögðust inn á Landspítala eftir lágorkubrot var 66,2% og miðgildi legutíma 10,9 dagar.

Ályktanir: Mjaðmagrindarbrot eru algengust hjá eldri konum og þær brotna oftar við lágorkuáverka. Karlar brotna frekar við háorkuáverka og hafa lægri meðalaldur við brot. Stór hluti leggst inn á Landspítala til verkjastillingar og hreyfimeðferðar. Flestir aldraðir geta ekki bjargað sér sjálfir eftir brotin og liggja lengi inni. Mjaðmagrindarbrot hafa verulegar afleiðingar bæði fyrir sjúklinga og kostnað fyrir þjóðfélagið.


 

Kynning 2

V-7       Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna rákvöðvarofs í kjölfar ofþjálfunar árin 2008-2012

Arnljótur Björn Halldórsson1,2, Elísabet Benedikz1,3, Ísleifur Ólafsson1,4, Brynjólfur Mogensen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3Vísinda- og þróunarsviði LSH, 4rannsóknarkjarna LSH 

abh15@hi.is

Bakgrunnur: Margt getur orsakað rákvöðvarof, þar á meðal ofþjálfun eða áreynsla. Við rákvöðvarof losnar kreatín kínasi (CK) og vöðvarauði (myoglóbín) úr vöðvafrumum. Kreatín kínasi nýtist til greiningar á rákvöðvarofi en vöðvarauði getur orsakað bráða nýrnabilun. Bráð nýrnabilun er alvarlegasti og þekktasti fylgikvilli rákvöðvarofs.

Markmið: Að kanna faraldsfræði rákvöðvarofs í kjölfar ofþjálfunar eða áreynslu hjá sjúklingum sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala.

Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Úrtakið var allir sjúklingar á Landspítala frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2012 með CK-gildi yfir 1000 IU/L. Undanskildir voru sjúklingar með CK-hækkun vegna blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta og vegna rákvöðvarofs af öðrum orsökum. Skráður var fjöldi tilfella, kyn, CK-gildi, dagsetning komu, orsök og staðsetning rákvöðvarofsins, innlagnarlengd ásamt fylgikvillum sem þörfnuðust meðferðar.

Niðurstöður: Alls greindust 54 sjúklingur með áreynslurákvöðvarof, 18 konur og 36 karlar með miðgildi aldurs 28 ár (vikmörk 15–60 ár). Flestar komur voru 2012 (átján tilfelli) og fæstar árið 2008 (sjö tilfelli). Miðgildi CK-hækkunar var 24.132 IU/L (meðalgildi 35,496 IU/L). Bráð nýrnabilun kom fram í tveimur tilfellum (3,7%). Konur voru með marktækt meiri CK-hækkun en karlar (p<0,001).Rákvöðvarof var í um 89% tilvika í vöðvum griplima eða ganglima. CK hækkun var marktækt meiri í griplimum (p<0,001). Ekki var marktækur munur á CK hækkun eftir aldri (p=0,786).

Ályktanir: Fleiri karlar en konur fengu rákvöðvarof vegna áreynslu eða ofþjálfunar. Flestir voru með rákvöðvarof í vöðvum útlima. CK-hækkun var veruleg en fylgikvillar fátíðir. CK-hækkun var marktækt meiri meðal kvenna en karla og marktækt meiri eftir áreynslurákvöðvarof í griplimum en ganglimum.

 

 

V-8       Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012

Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2, Viðar Magnússon3, Auðunn Kristinsson4, Brynjólfur Mogensen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3aðgerðasviði Landspítala, 4Landhelgisgæslu Íslands

hro16@hi.is

Bakgrunnur: Æskilegt er að alvarlega slasað og veikt fólk komist sem fyrst á sérhæft sjúkrahús til greiningar og meðferðar. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands (LHG), með lækni um borð, er talin mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu Íslendinga því hún getur vitjað slasaðra og veikra á skömmum tíma við erfiðustu aðstæður til sjós og lands.

Markmið: Að rannsaka umfang og mikilvægi sjúkraflugs þyrlu LHG á Íslandi árin 2008-2012.

Aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar voru þeir sjúklingar sem fluttir voru á Landspítala með þyrlu LHG árin 2008-2012. Upplýsinga var aflað úr þyrlu- og sjúkraskrám Landspítala. Bráðleiki flugs var metinn með NACA (National Advisory Committee for Aeronautics) kvarða. Áverkar slasaðra sjúklinga voru stigaðir með The Abbrevated Injury Scale (AIS), Injury Severity Score (ISS), Revised Trauma Score (RTS) og Trauma and Injury Severity Score (TRISS). Veikir sjúklingar voru stigaðir með Modified Early Warning Score (MEWS) og flokkaðir með tilliti til 10. útgáfu um alþjóðlega flokkun sjúkdóma (ICD-10).

Niðurstöður: Alls voru 275 sjúklingar fluttir með þyrlu LHG á Landspítala vegna áverka eða veikinda. Karlar voru 70,5%. Meðalaldur slasaðra var 38,4 ár samanborið við 51,4 ár hjá veikum (p<0,001). Fjöldi barna (<18 ára) var 22, þar af 17 slösuð. Fjöldi aldraðra (≥67 ára) var 30, þar af 9 slasaðir. Bráðleiki flugs var mikill (NACA 4-7) hjá 51,6% sjúklinga. Algengast var að slasaðir væru með áverka á neðri útlim og mjaðmagrind (25,6%). Algengast var að slösuð börn væru með áverka á höfði (29,4%). Að meðaltali var RTS 7,5, ISS 10,0 og TRISS 93,6%. Mikið eða meira slasaðir (ISS ≥9) voru 36,7%. Veikir fengu að meðaltali 1,3 á MEWS skala og algengasta orsök útkalls voru hjarta- og æðasjúkdómar (48,4%). Hjá öldruðum var algengasta orsök útkalls einnig hjarta- og æðasjúkdómar (61,9%).

Ályktanir: Stór hópur þeirra sem fluttur var með þyrlunni var mikið eða meira slasaður. Tæplega helmingur veikra var með hjarta- og æðasjúkdóm. NACA stigun á vettvangi virðist gefa góða mynd af bráðleika slasaðra og veikra. Sjúkraflug þyrlu LHG nýtist við flutninga á mikið slösuðu eða veiku fólki og er þannig mikilvægur liður í heilbrigðisþjónustu Íslendinga.

 

 

V-9       Pediatric early warning score (PEWS) á barnadeild Barnaspítala Hringsins

Oddný Kristinsdóttir1,2, Sigríður Brynja Snorradóttir1

1Barnadeild Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

oddnyk@landspitali.is

Bakgrunnur: Pediatric early warning score (PEWS) er staðlað mat þar sem mat á lífssmörkum gefa sameiginleg stig til að meta versnandi ástand sjúklings. Flæðirit fylgir sem segir til um hvernig skuli bregðast við hverju skori. Mat er gert með reglubundnu eftirliti þar sem fylgst er með púls, blóðrás, húðlit, starfsemi öndunarfæra, meðvitund og hegðun. Ef klínískt ástand sjúklings versnar, skorar hann hærra og vísbendingar geta verið um íhlutun til að bæta ástand hans. Hærra skor þýðir einnig tíðara mat og eftirlit með sjúklingi. Notkun PEWS getur sagt til um hugsanleg eða staðfest alvarleg veikindi sjúklings og er alltaf notað samhliða klínískri ákvörðun. Flestir barnaspítalar í Bretlandi og Bandaríkjunum nota einhverja útgáfu af PEWS. Það er einnig í notkun í Ástralíu, Noregi, Hollandi, Svíþjóð og fleiri löndum.

Markmið: Að innleiða PEWS á legudeild Barnaspítala Hringsins.

Aðferðir: Búið er að þýða og staðfæra Brigthon PEWS skor og flæðirit sem því fylgir. Einnig er búið að samræma lífsmarkaviðmið á Barnaspítalanum. Næstu skref eru vinna við verklagsreglur um mat og eftirlit með sjúklingum og innleiðing.

Niðurstöður: PEWS varð fyrir valinu þar sem rannsóknir hafa sýnt að notkun PEWS hefur dregið úr innlögnum á gjörgæsludeildir, dregið úr fjölda útkalla bráðateyma og dregið úr unsafe transfer á gjörgæsludeildir. Einnig hefur verið sýnt fram á bætta skráningu lífsmarka og bætt gæði við athuganir og eftirliti með sjúklingum. Þá hefur notkun PEWS bætt samskipti milli hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem hlutlæg gögn liggja fyrir þegar ástand sjúklings breytist og reynslu minni hjúkrunarfræðingar hafa tjáð aukið starfsöryggi.

Ályktanir: Með innleiðingu PEWS á barnadeild Barnaspítala Hringsins er verið að finna leið til að bregðast við versnun á ástandi sjúklings eins fljótt og hægt er. Áætlað er að eftirlit með sjúklingum verði markvissara og að brugðist verði fyrr við þegar ástand sjúklings versnar.

 

 

V-10     Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir vélsleðaslys árin 2001-2012

Páll Óli Ólason1,4, Þorsteinn Jónsson2,3, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2,4, Brynjólfur Mogensen1,4

1Læknadeild, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3aðgerðasviði, 4rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum

poo1@hi.is

Bakgrunnur: Vélsleðinn getur verið þarfaþing fyrir einstaklinga og björgunarsveitir í erfiðri vetrarfærð. Í seinni tíð hafa vélsleðar verið mikið notaðir til afþreyingar og keppnisiðkunar. Frá árinu 2001 til 2012 fjölgaði skráðum vélsleðum á Íslandi úr 3334 í 4982 en ekki er vitað um vélsleðaiðkunina. Vélsleðaslys hafa ekki verið rannsökuð á Íslandi.

Markmið: Að kanna faraldsfræði slasaðra í vélsleðaslysum sem komu á bráðamóttöku Landspítala árin 2001-2012.

Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sem lent höfðu í vélsleðaslysi og komu á Landspítala frá 1. janúar 2001-31. desember 2012. Skráður var fjöldi slasaðra, kyn, aldur, komuár, mánuður og vikudagur slyss, athöfn, slysstaður, orsök, fylgd, dagar milli slyss og komu, aðgerðir, legutími, útbúnaður, slysagreiningar og alvarleiki áverka metinn skv. AIS-áverkastigi og ISS-áverkaskori.

Niðurstöður: Alls komu 482 manns á Landspítala á rannsóknartímabilinu, 102 konur (21%) og 380 karlar (79%). Meðalaldur hinna slösuðu var tæp 37 ár (spönn 9-77). Börn voru 28 og aldraðir 13. Í heildina voru 369 (77%) slysa tengd frítíma og komu 298 (62%) einstaklingar á bráðamóttöku á eigin vegum. Á hálendi og jöklum slösuðust 256 (53%). Í 188 (39%) tilfellum var orsökin lágt fall eða stökk og í 78 (16%) var um veltu að ræða. Flest þessara slysa urðu í janúar til apríl eða 329 (68%) og um helgi, 289 (60%). Af 71 erlendum ferðamanni lentu 30 (42%) í vélsleða-slysi í maí til ágúst. Algengustu áverkar voru á efri útlim (31%) og mjaðmagrind / neðri útlim (31%). Alls þurfti 81 slasaður (17%) innlögn á Landspítala. Lítið slasaðir voru 254 (56%), miðlungs slasaðir 173 (38%), mikið slasaðir 24 (5%) en 7 alvarlega eða lífshættulega slasaðir.

Ályktanir: Mun fleiri karlar en konur komu á Landspítala vegna afleiðinga vélsleðaslysa á árunum 2001-2012. Slysin gerðust langflest í frítíma og um helgar. Flestir slösuðust lítið en tæplega 17% slasaðra þurfti að leggja inn á spítalann.

 

 

V-11     Skjótur brottflutningur af hamfarasvæði í kjölfar náttúruhamfara og áhrif á langtíma heilsufar eftirlifenda

Ragnhildur Guðmundsdóttir1, Christina Hultman2, Unnur A. Valdimarsdóttir1,3

1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 2Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 3Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston

rag16@hi.is

Bakgrunnur: Náttúruhamfarir hafa áhrif á líðan og heilsu þeirra sem lifa þær af. Ekki er vitað hvort lengd dvalar á hamfarasvæðum í kjölfar náttúruhamfara hafi áhrif á langtíma heilsu eftirlifenda.

Markmið: Að rannsaka hvort lengd dvalar á hamfarasvæði eftir tsunami-hamfarirnar í Suðaustur-Asíu árið 2004 hafi haft áhrif á langtíma heilsu sænskra eftirlifenda sem fluttir voru heim af hamfarasvæðinu á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarirnar.

Aðferð:Faraldsfræðileg rannsókn var gerð á 10.116 sænskum eftirlifendum tsunami-flóðbylgjunnar 2004 sem komu heim til Svíþjóðar á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarirnar. Alls svöruðu 4910 (49%) spurningalista 14 mánuðum síðar. Þátttakendur voru spurðir um heimfarardag og hversu sáttir þeir voru við tímasetningu hans. Einnig var spurt um geðheilsu (GHQ-12) og einkenni áfallastreituröskunar (IES-R) 14 mánuðum eftir heimkomu. Fengin voru gögn úr framskyggnum sjúkraskrám um geðgreiningar hvers einstaklings fyrir hamfarirnar. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að reikna líkindahlutfall á áfallastreitueinkennum og geðrænum vanda eftir því hvenær brottflutningur átti sér stað. Leiðrétt var fyrir aldri, kyni, menntun, ástvinamissi, eigin spítalavist á hamfarasvæði eða spítalavist ástvina á hamfarasvæði, staðsetningu á hamfarasvæði þegar hamfarir áttu sér stað og geðgreiningum fyrir hamfarirnar.

Niðurstöður: Yfir helmingur þátttakenda (53%, eða 2597) var sáttur við tímasetningu heimfarardags, 33% (1613) fannst þeir koma of snemma heim og 13% (635) fannst þeir koma of seint heim. Samanborið við þá sem komu heim 14-21 degi eftir hamfarirnar þá voru þeir sem komu heim fyrstu fjóra dagana eftir hamfarirnar í aukinni áhættu á einkennum áfallastreituröskunar (aOR 2.0, 95%CI 1.3-3.0) og geðheilsuvanda (aOR 1.4, 95%CI 1.0-2.0) eftir að leiðrétt var fyrir mögulegum áhrifabreytum.

Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að tengsl eru á milli skjótrar heimferðar af hamfarasvæði og aukinnar áhættu á langtíma heilsufarsafleiðingum. Niðurstöðurnar hafa einstaka burði til að undirbúa yfirvöld sem best undir ákvarðanatöku í kjölfar óhjákvæmilegra náttúruhamfara í framtíðinni.

 

 

V-12     Áhrif lídókaíns á blóðrás og bólguþætti í
brunasköðuðum rottum

Sif Ólafsdóttir1, Jean Cassuto2, Guðmundur Hrafn Guðmundsson3, Jón Ólafur Skarphéðinsson4

1Lífeðlisfræðistofnun, 2Háskóla Íslands

sio12@hi.is

Bakgrunnur: Tilfelli hafa sýnt að lídókaín í bláæð getur haft kröftug sársaukadeyfandi áhrif í sjúklingum með alvarlegan annars stigs bruna og minnkað þörf á morfíni. Þekkt er að lídókaín hefur víðtæk bólgueyðandi áhrif með því að draga úr myndun og áhrifum bólgumiðlara. Mikil losun verður á cytókínum í brunaskaða og þessi mikilvægu stýripeptíð ónæmissvarsins geta haft bein og óbein áhrif á sársaukaskyn.

Markmið: Þróa brunamódel og skoða áhrif lídókaíns á upphafs cytókín í annarstigs brunaskaða.

Aðferðir: Blóðsýni voru tekin úr svæfðum brunasköðuðum rottum sem fengu lídókaín- eða saltmeðferð. Brunaskaði var framkallaður með því að dýfa aftari limum í 80°C heitt vatn í 10 sek. Styrkur bólguþátta (IL-1β, IL-6, TNF-α, IL-8, IL-2, IL-5, IFN-γ, IL-4, IL-10, IL-13 og rCRAMP) var mældur í plasma fyrir og eftir 60 min lyfjagjöf. Einnig var fylgst með hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingi.

Niðurstöður: Niðurstöður sýna aukningu í upphafs bólguþáttum (TNF-α, IL-1β, and IL-6) við brunaskaðann (p=0,007; p=0,007; p<0,001). Ekki fengust marktæk áhrif af lídokaíni í þeim styrk sem prófaður var.

Ályktanir: Aukning í bólguþáttum gefur til kynna að brunamódelið geti hentað til að skoða áhrif lídókaíns í æð í annarstigs bruna í rottum. Hins vegar hafði lídókaín 2,0 ml kg-1 bólus og 1 mg kg-1 klst-1 innflæði ekki marktækileg áhrif á þá bólguþætti sem skoðaðir voru. Hugsanlegt er að skammtastærðin hafi verið of lág og frekari rannsóknir þarf til að útiloka þann möguleika auk þess að prófa módelið betur.

 

 

V-13     Ávinningur af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum við foreldra barna, eins árs og yngri, sem greinast með RS-veiru á bráðamóttöku barna

Sólrún W. Kamban1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2

1Bráðamóttöku barna Barnaspítala Hringsins, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

solrunw@landspitali.is

Bakgrunnur: Í rannsóknum á börnum með berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar (respiratory syncytial virus), hefur komið fram að veiran getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra öll æskuárin í formi sogöndunar, astma og ofnæmis. Rannsóknir á upplifun foreldra þessara barna gefa vísbendingar um að veikindin séu þeim erfið og að þeir þurfi faglegan stuðning.

Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort stuttar fjölskyldumeðferðarsamræður, veittar af hjúkrunarfræðingi, veiti foreldrum tilfinningu fyrir auknum stuðningi á veikindatímabili barna þeirra miðað við foreldra sem fá hefðbundna hjúkrunarmeðferð. Meðferðarsamræðurnar eru byggðar á hugmyndafræði Calgary-fjölskylduhjúkrunarlíkana sem þróuð hafa verið í þrjá áratugi. Foreldrum barna með berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar var boðin þátttaka. Skoðað var hvort mæður og feður skynji stuttar meðferðarsamræður sem styðjandi. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni breyttist eftir þátttöku.

Aðferðir: Notað var aðlagað tilraunasnið til að meta áhrif stuttra meðferðarsamræðna á skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Þátttakendur voru alls 41, bæði mæður og feður, 21 í tilraunahópi og 20 í samanburðarhópi. Þátttakendur svöruðu spurningalista um einkenni barnsins, bakgrunnsþætti fjölskyldunnar, skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Tilraunahópurinn fékk íhlutun, sem fólst í stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum og að meðaltali 11 dögum seinna svöruðu báðir hóparnir stuðnings- og virknilistanum aftur. Við gagnaúrvinnslu voru gerð kí-kvaðrat próf og dreifigreining fyrir endurteknar mælingar. Miðað var við 95% marktektarmörk.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýna marktækan mun á skynjuðum heildarstuðningi (p=.02) og á hugrænum stuðningi (p=.005) meðal mæðra í tilraunahópi miðað við samanburðarhóp. Með hugrænum stuðningi er átt við fræðslu um sjúkdóm og veikindi, virka hlustun, ábendingu um styrkleika og eflingu eigin bjargráða. Niðurstöðurnar styðja því rannsóknartilgáturnar um að stuttar meðferðarsamræður auki tilfinningu fyrir heildarstuðningi og stuðningi til mæðra barna með berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar. Niðurstöðurnar sýna einnig kynjamun á skynjuðum stuðningi í tilraunahópi. Mæður skynja marktækt meiri hugrænan stuðning en feður (p=.036).

Ályktanir: Rannsóknarniðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökum fyrir börn, tilefni til að álykta að stuttar meðferðarsamræður styðji mæður ungra barna í veikindum þeirra.

V-1        SENATOR: Þróun og klínísk prófun á nýjum hugbúnaði sem metur og gefur ráðleggingar um lyfjameðferð og aðrar meðferðarleiðir hjá eldri einstaklingum

Aðalsteinn Guðmundsson1,2, Ástrós Sverrisdóttir1, Sólveig Sigurbjörnsdóttir1, Ólafur Samúelsson1, Pétur S. Gunnarsson1,3

1Landspítala, 2læknadeild, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands

adalstg@landspitali.is

 

Bakgrunnur: Landspítalinn er þátttakandi í rannsókninni SENATOR (Development and clinical trials of a new Software ENgine for the Assessment & Optimization of drug and non-drug Therapy in Older persons). Bakhjarl og styrktaraðili rannsóknarinnar er 7. rammaáætlun EU (Grant agreement No 305930).

Öldruðum með marga langvinna sjúkdóma fjölgar hratt í löndum Evrópu. Samhliða fjölgar ábendingum lyfjameðferðar sem ýtir undir fjöllyfjameðferð og líkur á óviðeigandi lyfjameðferð aukast. Aukaverkanir lyfja eru tíðari og alvarlegri hjá öldruðum og tengist meðal annars lífeðlisfræðilegum breytingum, fjölda langvinnra sjúkdóma, fjöllyfjanotkun og óviðeigandi lyfjameðferð. Einnig eru vísbendingar um að þekkingargrunnur öldrunarlækninga og önnur meðferðarúrræði (svo sem næringarráðgjöf, sjúkra- og iðjuþjálfun) séu vannýtt.

Markmið: Meðal viðfangsefna er þróun hugbúnaðar (SENATOR) sem leggur mat á lyfjameðferð aldraðra einstaklinga, metur aukaverkanir og gefur ráðleggingar um bestu lyfjameðferð og hugsanlega aðra meðferð.

Aðferð:SENATOR rannsóknin er framskyggn samanburðarrannsókn. Rannsakendur í 8 löndum koma að verkefninu sem samanstendur af 12 vinnuhlutum.

Niðurstöður: Algengar aukaverkanir sem hafa fundist í forprófunum eru, til dæmis byltur, óráð, blæðingar, salttruflanir og nýrnabilun.

Ályktanir: Fyrri hluti rannsóknar sem skoðar viðmiðunarhóp er þegar hafinn. Ekki liggja fyrir niðurstöður. Í seinni áfanga bætist við íhlutunarhópur þar sem hugbúnaðurinn gefur meðhöndlandi læknum ráðleggingar um lyfjameðferð og ábendingar um aðra meðferð.

Á vefsíðunni www.senator-project.eu/home/ eru upplýsingar um undirbúning og framkvæmd SENATOR.

 

 

V-2      Gæði í auknu flæði

Elfa Þöll Grétarsdóttir1,2,,Anna Björg Jónsdóttir1, Gunnhildur Peiser1, Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Hlíf Guðmundsdóttir1,2,, Margrét Guðnadóttir3, Sigrún Lind Egilsdóttir1, Þórhildur Kristinsdóttir1

1Öldrunardeild, flæðisviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3Heimaþjónustu Reykjavíkur

elfag@landspitali.is

Bakgrunnur: Innlögnum fjölveikra aldraðra á bráðasjúkrahús fjölgar. Þessi sjúklingahópur er í mikilli hættu á fylgikvillum sjúkrahúslegu, svo sem þrýstingssárum, byltum, óráði og færniskerðingu. Þessir fylgikvillar valda því að legutími lengist, sjúkrahúskostnaður eykst og einstaklingar útskrifast síður heim í sjálfstæða búsetu. Með því að nota einfalt skimunartæki við innlögn er hægt að meta hvaða einstaklingar eru í mestri hættu á alvarlegum fylgikvillum sjúkrahúslegu.

Markmið: Að kynna þrjú gæðaverkefni á flæðisviði sem hafa hlotið styrk frá velferðaráðuneytinu. Þessi verkefni eiga öll að stuðla að bættri þjónustu við bráðveika og hruma aldraða um leið og reynt verður að stytta legutíma, fækka endurinnlögnum og fækka fylgikvillum sjúkrahúslegu.

Aðferð:1) Þegar aldraður einstaklingur kemur á bráðamóttöku verður hann skimaður með interRAI ED screening sem metur hrumleika hans. Eftir því sem hærra stig fæst úr matinu er meiri þörf á sérhæfðri öldrunarþjónustu. Niðurstöður verða notaðar til að ákvarða þjónustu. 2) Þeir sem eru metnir með mikinn hrumleika auk bráðavandans og leggjast inn verður vísað til öldrunarteymis sem mun fylgja þeim eftir á þeirri bráðadeild sem þeir leggjast inn á. Þeir sem ekki leggjast inn en eru flokkaðir sem hrumir fá tilvísun á göngudeild aldraðra á Landakoti, þar sem þeir fá þverfaglega þjónustu. 3) Unnið verður að auknu samstarfi við heimahjúkrun til að gera útskriftir af Landspítala skilvirkari og bæta þjónustu. Þjónustustjóri mun halda utan um allar útskriftir af bráðaöldrunardeild og vinna í nánu samstarfi við teymisstjóra í heimahjúkrun. 4) Unnið verður að gerð verkferla á öllum stigum þjónustu við aldraða innan kerfis Landspítala.

Niðurstöður: Búist er við því að hægt verði að stytta legutíma aldraðra sjúklinga á Landspítala auk þess að endurinnlögnum muni fækka sem og fylgikvillum rúmlegu. Gert er ráð fyrir því að hlutfall þeirra sem útskrifast heim í fyrra búsetuúrræði fjölgi um leið og þeim sem útskrifast í varanlega vistun á stofnanir mun fækka.

Ályktanir: Með bættum verkferlum er búist við skilvirkari og betri þjónustu við aldraða á öllum þjónustustigum Landspítala og í heimahjúkrun og að flæði verði skilvirkara.

 

 

V-3       Ákjósanleg matstæki til skimunar og greiningar á óráði

Elfa Þöll Grétarsdóttir1,2,, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir1 og Tryggvi Þórir Egilsson1

1Öldrunardeild flæðissviðs Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

elfag@landspitali.is

Bakgrunnur: Óráð er algengt, stundum lífsógnandi ástand, sem oft er ógreint.

Markmið: Að þýða og kynna matstæki til skimunar og greiningar á óráði, sem vinnuhópur um klínískar leiðbeiningar um óráð mælir með. Gerð verður grein fyrir því hvernig tækin eru notuð og við hvaða aðstæður.

Aðferð:Þrjú matstæki fyrir óráð hafa verið þýdd og prófuð, hvert þeirra hefur mismunandi markmið og hentar við mismunandi aðstæður.

Niðurstöður: Það tæki sem best hentar við hjúkrun er skimunartækið DOS (The Delirium Observation Screening Scale). Það er auðvelt í notkun og krefst ekki sérstakrar þjálfunar. Mælt er með því að það sé notað daglega við skimun sjúklinga í áhættuhópi. Það hefur reynst réttmætt og áreiðanlegt við skimun. Annað notendavænt matstæki sem krefst dálítið meiri reynslu og þekkingar er 4AT. Það hentar vel fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga við skoðun sjúklinga í áhættuhópi. Niðurstöður gefa sterka vísbendingu um óráð en matstækið er það nýtt, að réttmæti og áreiðanleiki hefur ekki verið staðfestur í stórum rannsóknum. Flóknasta matstækið er CAM (Confusion assessment method) sem bæði er hægt að nota við skimun og greiningu óráðs. Það hefur fest sig í sessi og endutekið sannað gildi sitt í rannsóknum sem áreiðanlegt og réttmætt greiningartæki fyrir óráð. Gallinn við notkun þess er að notendur þurfa að fá þjálfun í notkun þess svo það hentar helst sérfræðingum á sviði öldrunarfræða.

Ályktanir: Með því að hafa góð skimunar og greiningartæki aðgengileg fyrir allar heilbrigðisstéttir er hægt að greina óráð á skilvirkari og áreiðanlegri hátt en hingað til.

 

 

V-4       Tengsl teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á bráðalegudeildum á sjúkrahúsum á Íslandi

Helga Bragadóttir

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

helgabra@hi.is

Bakgrunnur: Á undanförnum árum hefur athyglinni í auknum mæli verið beint að teymisvinnu í heilbrigðisþjónustu og mikilvægi hennar fyrir öryggi sjúklinga og vellíðan starfsmanna. Á bráðalegudeildum byggist góð hjúkrun meðal annars á árangursríkri teymisvinnu.

Markmið: Að varpa ljósi á teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á íslenskum sjúkrahúsum.

Aðferð: Um megindlega þversniðsrannsókn var að ræða með skriflegum spurningalista um teymisvinnu og bakgrunnsbreytur. Notaður var spurningalistinn Nursing Teamwork Survey-Icelandic en íslensk þýðing hans reyndist bæði áreiðanleg og réttmæt. Kvarði spurningalistans er fimmgildur Likert-kvarði (1-5) þar sem hærra stig bendir til betri teymisvinnu. Spurningalistar voru sendir til 925 starfsmanna hjúkrunar á öllum legudeildum lyflækninga, skurðlækninga og gjörgæslu á íslenskum sjúkrahúsum eða samtals 27 deildum á 8 sjúkrahúsum.

Niðurstöður: Svarhlutfall var 70% (N=632). Flestir þátttakendur voru kvenkyns (98,4%), hjúkrunarfræðingar (54,7%), sjúkraliðar (35,5%) og af lyflækningadeildum (35,8%) kennslusjúkrahúsa (79,6%). Meðalgildi teymisvinnu var 3,89 (SF=0,48). Þegar tengsl bakgrunnsbreyta við teymisvinnu og starfsánægju voru metin sýndu niðurstöður marktæk tengsl milli teymisvinnu og tegundar deildar, hlutverks, starfsreynslu á deild og mönnunar (p≤0,05), auk þess milli starfsánægju á deild annars vegar og starfsreynslu á deild og mönnunar hins vegar (p≤0,05). Gerð var lógístísk aðhvarfsgreining (logistic regression) þar sem breyturnar mönnun, starfsreynsla á deild og teymisvinna skýrðu um 26% af breytileika starfsánægju á deild (Nagelkerke R2=0,257, c2(5, N=568)=83,015, p<0,001). Niðurstöðurnar benda til þess að samband sé á milli bakgrunnsbreyta, teymisvinnu og starfsánægju. Betri teymisvinna er marktækt tengd meiri starfsánægju.

Ályktanir: Teymisvinna í hjúkrun á bráðalegudeildum íslenskra sjúkrahúsa hefur með starfsánægju að gera og þekkt er að bæði teymisvinna og starfsánægja hefur með gæði þjónustu og öryggi sjúklinga að gera. Því ætti góð teymisvinna að vera forgangsverkefni stjórnenda og klínískra hjúkrunarfræðinga.


 

V-5       Klínískar leiðbeiningar um greiningu,
forvarnir og meðferð við óráði

Hlíf Guðmundsdóttir1,2, Elfa Þöll Grétarsdóttir 1,2, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir1, Tryggvi Þórir Egilsson1, Ingibjörg Gunnþórsdóttir1, Lovísa Agnes Jónsdóttir1, Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir1, Jóna Pálína Grímsdóttir1, Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir1, Eygló Ingadóttir1,2, Jónína Sigurðardóttir1

1Landspítala, 2Háskóla Íslands

hlifgud@landspitali.is

Bakgrunnur: Óráð (delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta horfur sjúklinga. Óráð getur verið til staðar þegar sjúklingur kemur á sjúkrastofnun eða komið til eftir innlögn. Óráð er bæði algengt hjá sjúklingum á lyflækningadeildum og skurðdeildum. Mikilvægt er að setja fram gagnreyndar klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og innleiða þær með markvissum hætti.

Markmið: Auka þekkingu og árvekni heilbrigðisstarfsmanna á óráði og stuðla þannig að bættri greiningu og meðferð við óráði með því að setja fram gagnreyndar klínískar leiðbeiningar.

Aðferð:Í maí 2013 hófst vinna á Landspítala við gerð gagnreyndra leiðbeininga við óráði. Þverfaglegur hópur starfsmanna var fenginn til að vinna að gerð leiðbeininganna. Rýnt var í nokkrar erlendar klínískar leiðbeiningar um óráð. Ákveðið var að þýða og staðfæra leiðbeiningar um óráð frá Bretlandi. Að auki voru skoðuð matstæki sem reynst hafa áreiðanleg við skimun og greiningu á óráði. Þrjú matstæki voru þýdd og staðfærð til notkunar á LSH. Rýnt var í upplýsingar um lyfjameðferð og lyf sem tengjast óráði á hagnýtan hátt.

Niðurstöður: Þýddar og staðfærðar voru stuttar leiðbeiningar NICE (National Institute for Health and Care Excellence) um greiningu, fyrirbyggingu og meðferð óráðs (Delirum: diagnosis, prevention and management. Quick Reference Guide). Að auki voru þýdd og staðfærð þrjú matstæki til skimunar og greiningar á óráði á LSH. Einnig var lögð áhersla á að setja fram upplýsingar um lyfjameðferð og lyf sem tengjast óráði á hagnýtan hátt. Leiðbeiningarnar verða gefnar út á vormánuðum 2015 og undirbúningur að innleiðingu á þeim er þegar hafin.

Ályktanir: Mikilvægt er að setja fram þverfaglegar leiðbeiningar um óráð og beita viðurkenndum aðferðum til að greina, fyrirbyggja og meðhöndla það. Nauðsynlegt er að kynna leiðbeiningarnar vel fyrir öllum heilbrigðisstéttum og fylgja þeim eftir með markvissum hætti.

 

 

V-6       Mjaðmagrindarbrot meðhöndluð
á Landspítala árin 2008-2012

Unnur Lilja Úlfarsdóttir1, Gunnar Sigurðsson1,2, Brynjólfur Mogensen1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði Landspítala, 3rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum

ulu1@hi.is

Bakgrunnur: Mjaðmagrindarbrotum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur í samanburði við mjaðmarbrot (lærleggshálsbrot/lærhnútubrot) en margt bendir til að þau hafi verið verulega vanmetin með tilliti til afleiðinga fyrir sjúklingana og kostnaðar þjóðfélagsins.

Markmið: Að kanna umfang, eðli og afleiðingar mjaðmagrindarbrota.

Aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem mjaðmagrindarbrotnuðu og voru meðhöndlaðir á Landspítala árin 2008-2012. Leitað var í sjúkraskrám eftir ICD-10 greiningum á mjaðmagrindarbrotum og skráður var fjöldi brota, aldur, kyn, orsök og staðsetning áverka og legutími á Landspítala.

Niðurstöður: Alls voru 443 einstaklingar sem mjaðmagrindarbrotnuðu á þessu tímabili, þar af voru 314 konur (70,9%) og 129 karlar (29,1%). Meðalfjöldi brota á ári var 88,6 sem svipar til meðalfjölda lærhnútubrota (78,2 á ári), á sama tímabili. Lágorkubrotin (eftir fall <1 m) voru samtals 325 (73,4%) og háorkubrotin voru 114 (25,7%). Af lágorkubrotunum voru konur 81,8% og karlar 18,2% (p<0,0001). Af háorkubrotunum voru konur 39,5% og karlar 60,5% (p=0,03). Meðalaldur sjúklinga með lágorkubrot var 78,5 ár (bil 12-104) sem er töluvert hærri en meðalaldur sjúklinga með háorkubrot (45,2 ár). Algengasta staðsetning lágorkubrota var á lífbeini (67,1%). Hlutfall þeirra sem lögðust inn á Landspítala eftir lágorkubrot var 66,2% og miðgildi legutíma 10,9 dagar.

Ályktanir: Mjaðmagrindarbrot eru algengust hjá eldri konum og þær brotna oftar við lágorkuáverka. Karlar brotna frekar við háorkuáverka og hafa lægri meðalaldur við brot. Stór hluti leggst inn á Landspítala til verkjastillingar og hreyfimeðferðar. Flestir aldraðir geta ekki bjargað sér sjálfir eftir brotin og liggja lengi inni. Mjaðmagrindarbrot hafa verulegar afleiðingar bæði fyrir sjúklinga og kostnað fyrir þjóðfélagið.

 

 

V-7       Komur á bráðamóttöku Landspítala vegna rákvöðvarofs í kjölfar ofþjálfunar árin 2008-2012

Arnljótur Björn Halldórsson1,2, Elísabet Benedikz1,3, Ísleifur Ólafsson1,4, Brynjólfur Mogensen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3Vísinda- og þróunarsviði LSH, 4rannsóknarkjarna LSH 

abh15@hi.is

Bakgrunnur: Margt getur orsakað rákvöðvarof, þar á meðal ofþjálfun eða áreynsla. Við rákvöðvarof losnar kreatín kínasi (CK) og vöðvarauði (myoglóbín) úr vöðvafrumum. Kreatín kínasi nýtist til greiningar á rákvöðvarofi en vöðvarauði getur orsakað bráða nýrnabilun. Bráð nýrnabilun er alvarlegasti og þekktasti fylgikvilli rákvöðvarofs.

Markmið: Að kanna faraldsfræði rákvöðvarofs í kjölfar ofþjálfunar eða áreynslu hjá sjúklingum sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala.

Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og lýsandi. Úrtakið var allir sjúklingar á Landspítala frá 1. janúar 2008 til 31. desember 2012 með CK-gildi yfir 1000 IU/L. Undanskildir voru sjúklingar með CK-hækkun vegna blóðþurrðarsjúkdóms í hjarta og vegna rákvöðvarofs af öðrum orsökum. Skráður var fjöldi tilfella, kyn, CK-gildi, dagsetning komu, orsök og staðsetning rákvöðvarofsins, innlagnarlengd ásamt fylgikvillum sem þörfnuðust meðferðar.

Niðurstöður: Alls greindust 54 sjúklingur með áreynslurákvöðvarof, 18 konur og 36 karlar með miðgildi aldurs 28 ár (vikmörk 15–60 ár). Flestar komur voru 2012 (átján tilfelli) og fæstar árið 2008 (sjö tilfelli). Miðgildi CK-hækkunar var 24.132 IU/L (meðalgildi 35,496 IU/L). Bráð nýrnabilun kom fram í tveimur tilfellum (3,7%). Konur voru með marktækt meiri CK-hækkun en karlar (p<0,001).Rákvöðvarof var í um 89% tilvika í vöðvum griplima eða ganglima. CK hækkun var marktækt meiri í griplimum (p<0,001). Ekki var marktækur munur á CK hækkun eftir aldri (p=0,786).

Ályktanir: Fleiri karlar en konur fengu rákvöðvarof vegna áreynslu eða ofþjálfunar. Flestir voru með rákvöðvarof í vöðvum útlima. CK-hækkun var veruleg en fylgikvillar fátíðir. CK-hækkun var marktækt meiri meðal kvenna en karla og marktækt meiri eftir áreynslurákvöðvarof í griplimum en ganglimum.

 

 

V-8       Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árin 2008-2012

Hrafnkell Óskarsson1, Auður Elva Vignisdóttir1,2, Viðar Magnússon3, Auðunn Kristinsson4, Brynjólfur Mogensen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3aðgerðasviði Landspítala, 4Landhelgisgæslu Íslands

hro16@hi.is

Bakgrunnur: Æskilegt er að alvarlega slasað og veikt fólk komist sem fyrst á sérhæft sjúkrahús til greiningar og meðferðar. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands (LHG), með lækni um borð, er talin mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu Íslendinga því hún getur vitjað slasaðra og veikra á skömmum tíma við erfiðustu aðstæður til sjós og lands.

Markmið: Að rannsaka umfang og mikilvægi sjúkraflugs þyrlu LHG á Íslandi árin 2008-2012.

Aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar voru þeir sjúklingar sem fluttir voru á Landspítala með þyrlu LHG árin 2008-2012. Upplýsinga var aflað úr þyrlu- og sjúkraskrám Landspítala. Bráðleiki flugs var metinn með NACA (National Advisory Committee for Aeronautics) kvarða. Áverkar slasaðra sjúklinga voru stigaðir með The Abbrevated Injury Scale (AIS), Injury Severity Score (ISS), Revised Trauma Score (RTS) og Trauma and Injury Severity Score (TRISS). Veikir sjúklingar voru stigaðir með Modified Early Warning Score (MEWS) og flokkaðir með tilliti til 10. útgáfu um alþjóðlega flokkun sjúkdóma (ICD-10).

Niðurstöður: Alls voru 275 sjúklingar fluttir með þyrlu LHG á Landspítala vegna áverka eða veikinda. Karlar voru 70,5%. Meðalaldur slasaðra var 38,4 ár samanborið við 51,4 ár hjá veikum (p<0,001). Fjöldi barna (<18 ára) var 22, þar af 17 slösuð. Fjöldi aldraðra (≥67 ára) var 30, þar af 9 slasaðir. Bráðleiki flugs var mikill (NACA 4-7) hjá 51,6% sjúklinga. Algengast var að slasaðir væru með áverka á neðri útlim og mjaðmagrind (25,6%). Algengast var að slösuð börn væru með áverka á höfði (29,4%). Að meðaltali var RTS 7,5, ISS 10,0 og TRISS 93,6%. Mikið eða meira slasaðir (ISS ≥9) voru 36,7%. Veikir fengu að meðaltali 1,3 á MEWS skala og algengasta orsök útkalls voru hjarta- og æðasjúkdómar (48,4%). Hjá öldruðum var algengasta orsök útkalls einnig hjarta- og æðasjúkdómar (61,9%).

Ályktanir: Stór hópur þeirra sem fluttur var með þyrlunni var mikið eða meira slasaður. Tæplega helmingur veikra var með hjarta- og æðasjúkdóm. NACA stigun á vettvangi virðist gefa góða mynd af bráðleika slasaðra og veikra. Sjúkraflug þyrlu LHG nýtist við flutninga á mikið slösuðu eða veiku fólki og er þannig mikilvægur liður í heilbrigðisþjónustu Íslendinga.

 

 

V-9       Pediatric early warning score (PEWS) á barnadeild Barnaspítala Hringsins

Oddný Kristinsdóttir1,2, Sigríður Brynja Snorradóttir1

1Barnadeild Barnaspítala Hringsins, Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

oddnyk@landspitali.is

Bakgrunnur: Pediatric early warning score (PEWS) er staðlað mat þar sem mat á lífssmörkum gefa sameiginleg stig til að meta versnandi ástand sjúklings. Flæðirit fylgir sem segir til um hvernig skuli bregðast við hverju skori. Mat er gert með reglubundnu eftirliti þar sem fylgst er með púls, blóðrás, húðlit, starfsemi öndunarfæra, meðvitund og hegðun. Ef klínískt ástand sjúklings versnar, skorar hann hærra og vísbendingar geta verið um íhlutun til að bæta ástand hans. Hærra skor þýðir einnig tíðara mat og eftirlit með sjúklingi. Notkun PEWS getur sagt til um hugsanleg eða staðfest alvarleg veikindi sjúklings og er alltaf notað samhliða klínískri ákvörðun. Flestir barnaspítalar í Bretlandi og Bandaríkjunum nota einhverja útgáfu af PEWS. Það er einnig í notkun í Ástralíu, Noregi, Hollandi, Svíþjóð og fleiri löndum.

Markmið: Að innleiða PEWS á legudeild Barnaspítala Hringsins.

Aðferðir: Búið er að þýða og staðfæra Brigthon PEWS skor og flæðirit sem því fylgir. Einnig er búið að samræma lífsmarkaviðmið á Barnaspítalanum. Næstu skref eru vinna við verklagsreglur um mat og eftirlit með sjúklingum og innleiðing.

Niðurstöður: PEWS varð fyrir valinu þar sem rannsóknir hafa sýnt að notkun PEWS hefur dregið úr innlögnum á gjörgæsludeildir, dregið úr fjölda útkalla bráðateyma og dregið úr unsafe transfer á gjörgæsludeildir. Einnig hefur verið sýnt fram á bætta skráningu lífsmarka og bætt gæði við athuganir og eftirliti með sjúklingum. Þá hefur notkun PEWS bætt samskipti milli hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem hlutlæg gögn liggja fyrir þegar ástand sjúklings breytist og reynslu minni hjúkrunarfræðingar hafa tjáð aukið starfsöryggi.

Ályktanir: Með innleiðingu PEWS á barnadeild Barnaspítala Hringsins er verið að finna leið til að bregðast við versnun á ástandi sjúklings eins fljótt og hægt er. Áætlað er að eftirlit með sjúklingum verði markvissara og að brugðist verði fyrr við þegar ástand sjúklings versnar.

 

 

V-10     Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir vélsleðaslys árin 2001-2012

Páll Óli Ólason1,4, Þorsteinn Jónsson2,3, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2,4, Brynjólfur Mogensen1,4

1Læknadeild, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3aðgerðasviði, 4rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum

poo1@hi.is

Bakgrunnur: Vélsleðinn getur verið þarfaþing fyrir einstaklinga og björgunarsveitir í erfiðri vetrarfærð. Í seinni tíð hafa vélsleðar verið mikið notaðir til afþreyingar og keppnisiðkunar. Frá árinu 2001 til 2012 fjölgaði skráðum vélsleðum á Íslandi úr 3334 í 4982 en ekki er vitað um vélsleðaiðkunina. Vélsleðaslys hafa ekki verið rannsökuð á Íslandi.

Markmið: Að kanna faraldsfræði slasaðra í vélsleðaslysum sem komu á bráðamóttöku Landspítala árin 2001-2012.

Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sem lent höfðu í vélsleðaslysi og komu á Landspítala frá 1. janúar 2001-31. desember 2012. Skráður var fjöldi slasaðra, kyn, aldur, komuár, mánuður og vikudagur slyss, athöfn, slysstaður, orsök, fylgd, dagar milli slyss og komu, aðgerðir, legutími, útbúnaður, slysagreiningar og alvarleiki áverka metinn skv. AIS-áverkastigi og ISS-áverkaskori.

Niðurstöður: Alls komu 482 manns á Landspítala á rannsóknartímabilinu, 102 konur (21%) og 380 karlar (79%). Meðalaldur hinna slösuðu var tæp 37 ár (spönn 9-77). Börn voru 28 og aldraðir 13. Í heildina voru 369 (77%) slysa tengd frítíma og komu 298 (62%) einstaklingar á bráðamóttöku á eigin vegum. Á hálendi og jöklum slösuðust 256 (53%). Í 188 (39%) tilfellum var orsökin lágt fall eða stökk og í 78 (16%) var um veltu að ræða. Flest þessara slysa urðu í janúar til apríl eða 329 (68%) og um helgi, 289 (60%). Af 71 erlendum ferðamanni lentu 30 (42%) í vélsleða-slysi í maí til ágúst. Algengustu áverkar voru á efri útlim (31%) og mjaðmagrind / neðri útlim (31%). Alls þurfti 81 slasaður (17%) innlögn á Landspítala. Lítið slasaðir voru 254 (56%), miðlungs slasaðir 173 (38%), mikið slasaðir 24 (5%) en 7 alvarlega eða lífshættulega slasaðir.

Ályktanir: Mun fleiri karlar en konur komu á Landspítala vegna afleiðinga vélsleðaslysa á árunum 2001-2012. Slysin gerðust langflest í frítíma og um helgar. Flestir slösuðust lítið en tæplega 17% slasaðra þurfti að leggja inn á spítalann.

 

 

V-11     Skjótur brottflutningur af hamfarasvæði í kjölfar náttúruhamfara og áhrif á langtíma heilsufar eftirlifenda

Ragnhildur Guðmundsdóttir1, Christina Hultman2, Unnur A. Valdimarsdóttir1,3

1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 2Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 3Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston

rag16@hi.is

Bakgrunnur: Náttúruhamfarir hafa áhrif á líðan og heilsu þeirra sem lifa þær af. Ekki er vitað hvort lengd dvalar á hamfarasvæðum í kjölfar náttúruhamfara hafi áhrif á langtíma heilsu eftirlifenda.

Markmið: Að rannsaka hvort lengd dvalar á hamfarasvæði eftir tsunami-hamfarirnar í Suðaustur-Asíu árið 2004 hafi haft áhrif á langtíma heilsu sænskra eftirlifenda sem fluttir voru heim af hamfarasvæðinu á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarirnar.

Aðferð:Faraldsfræðileg rannsókn var gerð á 10.116 sænskum eftirlifendum tsunami-flóðbylgjunnar 2004 sem komu heim til Svíþjóðar á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarirnar. Alls svöruðu 4910 (49%) spurningalista 14 mánuðum síðar. Þátttakendur voru spurðir um heimfarardag og hversu sáttir þeir voru við tímasetningu hans. Einnig var spurt um geðheilsu (GHQ-12) og einkenni áfallastreituröskunar (IES-R) 14 mánuðum eftir heimkomu. Fengin voru gögn úr framskyggnum sjúkraskrám um geðgreiningar hvers einstaklings fyrir hamfarirnar. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að reikna líkindahlutfall á áfallastreitueinkennum og geðrænum vanda eftir því hvenær brottflutningur átti sér stað. Leiðrétt var fyrir aldri, kyni, menntun, ástvinamissi, eigin spítalavist á hamfarasvæði eða spítalavist ástvina á hamfarasvæði, staðsetningu á hamfarasvæði þegar hamfarir áttu sér stað og geðgreiningum fyrir hamfarirnar.

Niðurstöður: Yfir helmingur þátttakenda (53%, eða 2597) var sáttur við tímasetningu heimfarardags, 33% (1613) fannst þeir koma of snemma heim og 13% (635) fannst þeir koma of seint heim. Samanborið við þá sem komu heim 14-21 degi eftir hamfarirnar þá voru þeir sem komu heim fyrstu fjóra dagana eftir hamfarirnar í aukinni áhættu á einkennum áfallastreituröskunar (aOR 2.0, 95%CI 1.3-3.0) og geðheilsuvanda (aOR 1.4, 95%CI 1.0-2.0) eftir að leiðrétt var fyrir mögulegum áhrifabreytum.

Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að tengsl eru á milli skjótrar heimferðar af hamfarasvæði og aukinnar áhættu á langtíma heilsufarsafleiðingum. Niðurstöðurnar hafa einstaka burði til að undirbúa yfirvöld sem best undir ákvarðanatöku í kjölfar óhjákvæmilegra náttúruhamfara í framtíðinni.


 

V-12     Áhrif lídókaíns á blóðrás og bólguþætti í
brunasköðuðum rottum

Sif Ólafsdóttir1, Jean Cassuto2, Guðmundur Hrafn Guðmundsson3, Jón Ólafur Skarphéðinsson4

1Lífeðlisfræðistofnun, 2Háskóla Íslands

sio12@hi.is

Bakgrunnur: Tilfelli hafa sýnt að lídókaín í bláæð getur haft kröftug sársaukadeyfandi áhrif í sjúklingum með alvarlegan annars stigs bruna og minnkað þörf á morfíni. Þekkt er að lídókaín hefur víðtæk bólgueyðandi áhrif með því að draga úr myndun og áhrifum bólgumiðlara. Mikil losun verður á cytókínum í brunaskaða og þessi mikilvægu stýripeptíð ónæmissvarsins geta haft bein og óbein áhrif á sársaukaskyn.

Markmið: Þróa brunamódel og skoða áhrif lídókaíns á upphafs cytókín í annarstigs brunaskaða.

Aðferðir: Blóðsýni voru tekin úr svæfðum brunasköðuðum rottum sem fengu lídókaín- eða saltmeðferð. Brunaskaði var framkallaður með því að dýfa aftari limum í 80°C heitt vatn í 10 sek. Styrkur bólguþátta (IL-1β, IL-6, TNF-α, IL-8, IL-2, IL-5, IFN-γ, IL-4, IL-10, IL-13 og rCRAMP) var mældur í plasma fyrir og eftir 60 min lyfjagjöf. Einnig var fylgst með hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingi.

Niðurstöður: Niðurstöður sýna aukningu í upphafs bólguþáttum (TNF-α, IL-1β, and IL-6) við brunaskaðann (p=0,007; p=0,007; p<0,001). Ekki fengust marktæk áhrif af lídokaíni í þeim styrk sem prófaður var.

Ályktanir: Aukning í bólguþáttum gefur til kynna að brunamódelið geti hentað til að skoða áhrif lídókaíns í æð í annarstigs bruna í rottum. Hins vegar hafði lídókaín 2,0 ml kg-1 bólus og 1 mg kg-1 klst-1 innflæði ekki marktækileg áhrif á þá bólguþætti sem skoðaðir voru. Hugsanlegt er að skammtastærðin hafi verið of lág og frekari rannsóknir þarf til að útiloka þann möguleika auk þess að prófa módelið betur.

 

 

V-13     Ávinningur af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum við foreldra barna, eins árs og yngri, sem greinast með RS-veiru á bráðamóttöku barna

Sólrún W. Kamban1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2

1Bráðamóttöku barna Barnaspítala Hringsins, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

solrunw@landspitali.is

Bakgrunnur: Í rannsóknum á börnum með berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar (respiratory syncytial virus), hefur komið fram að veiran getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra öll æskuárin í formi sogöndunar, astma og ofnæmis. Rannsóknir á upplifun foreldra þessara barna gefa vísbendingar um að veikindin séu þeim erfið og að þeir þurfi faglegan stuðning.

Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort stuttar fjölskyldumeðferðarsamræður, veittar af hjúkrunarfræðingi, veiti foreldrum tilfinningu fyrir auknum stuðningi á veikindatímabili barna þeirra miðað við foreldra sem fá hefðbundna hjúkrunarmeðferð. Meðferðarsamræðurnar eru byggðar á hugmyndafræði Calgary-fjölskylduhjúkrunarlíkana sem þróuð hafa verið í þrjá áratugi. Foreldrum barna með berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar var boðin þátttaka. Skoðað var hvort mæður og feður skynji stuttar meðferðarsamræður sem styðjandi. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni breyttist eftir þátttöku.

Aðferðir: Notað var aðlagað tilraunasnið til að meta áhrif stuttra meðferðarsamræðna á skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Þátttakendur voru alls 41, bæði mæður og feður, 21 í tilraunahópi og 20 í samanburðarhópi. Þátttakendur svöruðu spurningalista um einkenni barnsins, bakgrunnsþætti fjölskyldunnar, skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Tilraunahópurinn fékk íhlutun, sem fólst í stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum og að meðaltali 11 dögum seinna svöruðu báðir hóparnir stuðnings- og virknilistanum aftur. Við gagnaúrvinnslu voru gerð kí-kvaðrat próf og dreifigreining fyrir endurteknar mælingar. Miðað var við 95% marktektarmörk.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýna marktækan mun á skynjuðum heildarstuðningi (p=.02) og á hugrænum stuðningi (p=.005) meðal mæðra í tilraunahópi miðað við samanburðarhóp. Með hugrænum stuðningi er átt við fræðslu um sjúkdóm og veikindi, virka hlustun, ábendingu um styrkleika og eflingu eigin bjargráða. Niðurstöðurnar styðja því rannsóknartilgáturnar um að stuttar meðferðarsamræður auki tilfinningu fyrir heildarstuðningi og stuðningi til mæðra barna með berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar. Niðurstöðurnar sýna einnig kynjamun á skynjuðum stuðningi í tilraunahópi. Mæður skynja marktækt meiri hugrænan stuðning en feður (p=.036).

Ályktanir: Rannsóknarniðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökum fyrir börn, tilefni til að álykta að stuttar meðferðarsamræður styðji mæður ungra barna í veikindum þeirra.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica