Ágrip veggspjalda

Ágrip veggspjalda

W. Peter Holbrook1, Þórdís Kristmundsdóttir2, Halldór Þormar3, Sigríður Ásta Jónsdóttir2, Helga Helgadóttir2

1Tannlæknadeild Háskóla Íslands, 2lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 3raunvísindadeild Háskóla Íslands

phol@hi.is

Inngangur: Candida-tengd slímhúðbólga er algengt vandamál hjá einstaklingum sem nota gervitennur, sérstaklega vistmönnum á elliheimilum. Regluleg notkun  yfirborðssveppalyfja hjálpar ekki mikið og það er þörf fyrir nýtt efni til að meðhöndla þessi vandamál, helst ólíkt hefðbundnu sveppalyfi til að minnka áhættu á lyfjaofnæmi. Fítuefni hefur sýnt breiða virkni gegn Candida og mónókaprin hefur virkað vel í undirbúningsvinnu til að hindra vöxt þessara sveppa. Markmið þessa verkefnis var að þróa tannlím til meðhöndlunar á sveppagróðri/sveppasýkingu undir gervitönnum og til að meta árangur í klínískri tilraun.

Efniviður og aðferðir: Mónókaprin var komið fyrir í tannlími og voru vistmenn  öldrunarstofnunar sem nota gervitennur fengnir til að prófa þetta tannlím í fjórar vikur. Sýni voru tekin til að meta fjölda sveppa og áhrif mónókaprins í tannlími og niðurstöður bornar saman við viðmiðunarhóp sem fékk tannlím án mónókaprins.

Niðurstöður: Fjöldi Candida í munnslímhúð og gervitönnum var >50 cfu/cm2 við upphaf rannsóknar og minnkaði vel við mónókaprin í tannlími í <20cfu/cm2. Ekki var ljóst hversu lengi þessi vörn gegn sveppagróðri myndi virka og það var talsverður munur á milli einstaklinga.  

Ályktanir: Með notkun mónókaprins í tannlími virðist hægt að minnka sveppasýkingu en það kom í ljós þörf fyrir meiri þróun á tannlíminu sjálfu og síðan framhaldi á klínískri rannsókn.

 

 

V 2   Tengsl Cyclophilin A við Vif prótein mæði-visnuveiru

Aðalbjörg Aðalbjörnsdóttir1,Stefán Ragnar Jónsson1, Nicky Mietrach1, Josh Kane2, Nevan Krogan2, Reuben S. Harris3, Valgerður Andrésdóttir1

1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Department of Molecular and Cellular Pharmacology, University of California, 3Department of Biochemistry, Molecular Biology and Biophysics, University of Minnesota

ada12@hi.is

Inngangur: Stöðugt vopnakapphlaup milli lífvera og veira hefur leitt af sér ýmsar sértækar aðferðir í vörnum hýsilfrumna gegn veirusýkingum. Dæmi um slíka varnaraðferð eru APOBEC3 próteinin en þau eru fjölskylda cytósíndeaminasa sem geta hindrað retróveirur og retróstökkla. Þetta gera þau með því að afaminera cytósín í úrasil í einþátta DNA á meðan á víxlritun stendur og valda þar með G-A stökkbreytingum í forveirunni. Lentiveirur búa aftur á móti yfir veirupróteininu Vif sem nýtir ubiquitin-kerfi frumunnar til að ubiquitinera APOBEC3 og færa það til niðurbrots í proteasómi. Vif prótein HIV og SIV þurfa hjálp frá umritunarþættinum CBFβ til að starfa eðlilega en umritunarþátturinn reyndist hins vegar ekki nauðsynlegur fyrir virkni Vif próteina FIV, BIV og MVV. Komið hefur í ljós að Cyclophilin A tengist vif próteini MVV á tveimur stöðum um P21/P24 og P192. Í þessari rannsókn var tenging þessara svæða við Cyclophilin A skoðuð.                                                                                                                                          

Efniviður og aðferðir: Útbúnar voru tvær sýkingarhæfar mæði-visnuveirur ein með P192A stökkbreytingu og önnur með P21A/P24A/P192A stökkbreytingum saman. Eftirmyndunarhraði veiranna var athugaður í bæði makrofögum og SCP frumum. Auk þess var tíðni G-A stökkbreytinga könnuð í innlimuðum veirum.

Niðurstöður: Veira með tvær stökkbreytingar á P21A og P24A eftirmyndaðist hægar en villigerðarveira og veirur með hvora stökkbreytingu um sig. Einnig var tíðni G-A stökkbreytinga í P21A/P24A veirunni hækkuð. Gera má ráð fyrir svipuðum niðurstöðum fyrir P192A og enn afdrifaríkari fyrir P21A/P24A/P192A.

Ályktanir: Aukin tíðni G-A stökkbreytinga er merki um APOBEC3 áhrif og benda niðurstöðurnar til að Cyclophilin A hafi hlutverk í niðurbroti APOBEC3.

 

 

V 3   Cyclodextrin reactivation of antibiotics already resisted bacteria

Agnieszka Popielec, Þorsteinn Loftsson

Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland

agp9@hi.is

Introduction: In recent years multidrug resistant bacteria have become problem especially in the treatment of Gram-negative nosocomial infections. Cyclodextrins (CDs) constitute potential means to overcome certain forms of multidrug resistance towards antimicrobial agents. Cyclodextrin based complexes can protect drug molecule toward degradation, increase their bioavailability, reduce toxic side effects and increase patient compliance.

Methods and data: Conducted studies are designed to clarify the effect of CD complexation on β-lactam antibiotic stability. The β-lactam bonds are particularly vulnerable towards nucleophilic attack which results in opening of the β-lactam ring and loss of antimicrobial activity. The influence of CD derivatives on degradation of benzylpenicillin was determined through analysis of the observed first – order rate constant (kobs). Studies were conducted in aqueous solution at pH 1.2, 2.5, 4.5, 7.4 and 37°C in presence and absence of 2-hydroxypropyl-β-cyclodextrines (HPβCD) and randomly methylated β-cyclodextrin (RMβCD).

Results: The studies have demonstrated that benzylpenicillin degradation rate decreases with increasing cyclodextrin concentration. Protective effect of CD on degradation rate depends also on pH. Penicillin degradation rate decreasing with increased pH, the same relation relates to systems with CD. The strongest effect was observed in pH 1,2 where kobs in aqueous 6% RMβCD solution was more than ten times smallerthan in drug solutions without CD.

Conclusions: The study revealed that under certain conditions cyclodextrin complexation may protect β-lactam ring against degradation in aqueous media. Finding the cyclodextrin derivative fulfilling the parameters for the β-lactam ring at physiological pH may help to increase the antibacterial activity of β-lactam antibiotics.

 

 

V 4   Sudden unexpected death in epilepsy: A population-based study

Anna Bryndís Einarsdóttir1, Ólafur Sveinsson2, Elías Ólafsson1

1Neurology department, Landspítali University Hospital, 2Neurology department, Karolinska University Hospital

abe1@hi.is

Introduction: The incidence of sudden unexpected death in epilepsy (SUDEP) varies widely between studies. Most studies base the rate calculations of SUDEP on an estimation of the incidence of epilepsy in the community. We will determine the incidence of SUDEP in the whole Icelandic population, during a 20 year period, based on identification at forensic autopsy.

Methods and data: We included all individuals who were previously diagnosed with epilepsy and died unexpectedly in Iceland from January 1st 1991 through December 31st 2010. Case finding was based on forensic autopsies. The cases were classified according to the definition proposed by Nashef et al. (2012). The incidence of SUDEP was calculated based on the actual number of residents in Iceland during the study period.

Results: We identified 33 cases (23 men and 10 women) of Definite SUDEP and Definite SUDEP Plus. The mean age at death was 40 years. Mean duration of epilepsy was 16 years. The incidence of SUDEP was 0.6 per 100,000 person-years for the general population. Age-specific incidence was highest among those 20-39 years of age. SUDEP accounted for 33 (3%) of all 1038 deaths, in persons aged between 20-39 years, in the total Icelandic population, during the study period.

Conclusions: We report the incidence of SUDEP in the whole Icelandic population. The case finding was based on forensic autopsies in a country with a high rate of autopsies for individuals dying unexpectedly outside hospital.

 

 

V 5   Ávísanavenjur lækna á sýklalyf

Anna Mjöll Matthíasdóttir1, Karl G. Kristinsson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Þórólfur Guðnason4

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4Embætti landlæknis

amm9@hi.is

Inngangur: Sýklalyfjanotkun hefur löngum verið meiri hér á landi samanborið við hin Norðurlöndin. Árin 1991 og 1995 voru gerðar kannanir á vegum Embættis landlæknis um ávísanavenjur lækna á sýklalyf. Markmið rannsóknarinnar var að gera úrvinnslu á þeim niðurstöðum, endurtaka sams konar könnun og gera samanburð milli ára.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og samanstóð þýðið af öllum starfandi heimilis- og heilsugæslulæknum á Íslandi árin 1991 og 1995 ásamt öllum læknum starfandi á Íslandi í mars 2014. Upplýsingum var safnað með spurningalistum. Kannaður var fjöldi sýklalyfjaávísana ásamt greiningu og meðferð einfaldrar þvagfærasýkingar, miðeyrnabólgu og hálsbólgu. Notast var við fjölþátta lógistíska aðhvarfsgreiningu.

Niðurstöður: Svarhlutfall var 85% og 93% í könnunum 1991 og 1995 hvort árið um sig en 31% í könnun 2014. Algengi co-trimoxazole sem fyrsta lyf við einfaldri þvagfærasýkingu fór úr 43% og 45% í fyrri könnunum í 8% í könnun 2014. Þá voru læknar sem svöruðu könnun 2014 87% ólíklegri en læknar sem svöruðu könnun 1991 til þess að setja barn með miðeyrnabólgu alltaf á sýklalyf (p<0,001). Í tilfellum hálsbólgu voru læknar sem svöruðu könnun 2014 tæplega fimm sinnum líklegri til þess að taka alltaf sýni í ræktun eða hraðgreiningarpróf en læknar sem svöruðu könnun 1991 (p<0,001).

Ályktanir: Ljóst er að talsverðar breytingar hafa orðið á ávísanavenjum lækna síðastliðna tvo áratugi. Þær breytingar eru að mestu í samræmi við klínískar leiðbeiningar Embættis landlæknis um meðferð og greiningu þvagfærasýkinga, bráðrar miðeyrnabólgu og hálsbólgu.

 

 

V 6   Úrfellingabreytileiki í stjórnröðum even-skipped gensins

Arnar Pálsson

Líffræðistofu Háskóla Íslands

apalsson@hi.is

Inngangur: Lögmál genastjórnunar eiga við bakteríur, flugur og fíla. Þau skipta máli fyrir þroskun og einnig sjúkdóma. Rannsóknir á genum sem stýra þroskun sýndu t.d. hvernig ólíkir stjórnþættir geta bundist DNA og kveikt á tilteknum genum á réttum stað og tíma í þroskun flugna. Þetta byggir á sértækni stjórnþáttana, sem þekkja tilteknar raðir basa í DNA. Stjórnþátturinn Hunchback t.d. þekkir og bindst við bindisetið TTTTTATG. Í hverri frumu fósturs er mismunandi hlutfall ólikra stjórnþátta, sem ræður því hverjir bindast við stjórnraðir tiltekinna gena. Það ákvarðar síðan hvort að kveikt sé á geninu, og hversu mikið sé framleitt af afurð þess í hverri frumu. Þetta var m.a. uppgötvað með rannsóknum á stjórnröðum evenskipped gensins (eve). Þær eru nauðsynlegar til að tjá genið í 7 rákum í fóstrinu, sjá fóstur vinstra megin á myndinni (hin mynstrin eru tjáning annarra gena). Tjáning gensins er nauðsynleg fyrir myndun liða dýrsins. Stjórnun eve er kennslubókardæmi um genastjórn.

Efniviður og aðferðir: Tugir stjórnraða í 50 einstaklingum voru greindar með aðferðum sameindalíffræði og stofnerfðafræði. Einnig voru notaðar litanir á fóstrum og lífupplýsingafræðilegar aðferðir.

Niðurstöður: Almennt eru stjórnraðirnar mjög vel varðveittar milli tegunda og einnig innan tegunda. En í einni efliröð eve gensins fundust sérkennileg frávik. Stór úrfelling sem fjarlægði heilt bindiset í 35% einstaklinga og önnur úrfelling fjarlægði annað bindiset í 12% einstaklinga. Slíkar úrfellingar eru mjög sjaldgæfar í stjórnröðum. Sérkennilegast er að báðar úrfellingarnar fjarlægðu bindiset fyrir sama

stjórnþáttinn, Hunchback. Bæði bindisetin eru þróunarlega varðveitt, en úrfellingarnar virðast samt ekki hafa áhrif á tjáningu gensins eða lífslíkur flugnanna.

Ályktanir: Stjórnaraðir gena eru undir hreinsandi vali, en geta samt tapað bindisetum. Innan tegunda er umtalsverður breytileiki í samsetningu og virkni stjórnraða gena. Niðurstöður rannsóknarinnar vekja upp spurningar um eðli stjórnraða og genastjórnunar, sem hefur afleiðingar fyrir skilning okkar á þroskun, þróun og eðli sjúkdóma.

 

 

V 7   Áhrif togkrafts frá æfingateygju á vöðvavirkni mjaðmavöðva

Auður Guðbjörg Pálsdóttir, Helgi Þór Arason, Hildur Grímsdóttir

Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands

helgimann@gmail.com

Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að hreyfistjórn og styrkur í mjaðma-vöðvum geti átt þátt í bráðum og álagstengdum vandamálum í hnélið. Algengt er að sjúkraþjálfarar notist við æfingateygjur sem toga þvert á hreyfiplan æfingar með það fyrir augum að breyta kraftvægi um mjöðm og hafa þannig áhrif á virkni ákveðinna vöðva. Afar fáar rannsóknir hafa verið gerðar sem kanna áhrif slíkra æfingateygja á vöðvavirkni mjaðmavöðva. Engar rannsóknir fundust sem mældu breytingar á vöðvavirkni mjaðmavöðva og báru saman, með og án teygju. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif togkrafts frá æfingateygju þvert á hreyfiplan tveggja algengra æfinga, á vöðvavirkni mjaðmavöðva.Efniviður og aðferðir: Tuttugu og fjórir heilbrigðir einstaklingar á aldrinum 21-35 ára. Vöðvarafritsmælingar með yfirborðselektróðum. Mælt við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti, með og án æfingateygju sem togaði þvert á hreyfiplan æfingarinnar. Þrír vöðvar mældir á ríkjandi fæti (lærfellsspennir, miðþjóvöðvi og mikli þjóvöðvi). Merkið var síað og reiknað var bæði heildi fyrir heildarstærð merkis og hámarksmerki, yfir þrjár endurtekningar af æfingunni. Notast var við fjölþátta dreifigreiningu (ANOVA) við tölfræðiúrvinnslu gagnanna.

Niðurstöður: Vöðvavirkni lærfellsspennis og miðþjóvöðva við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti með teygju var marktækt minni en þegar æfingin var gerð án teygjunnar (p<0,05), bæði hvað varðar heildar- og hámarksstærð merkisins. Ekki var marktækur munur á vöðvavirkni mikla þjóvöðva við framkvæmd mjaðmaréttu á öðrum fæti.

Ályktanir: Niðurstöður benda til marktækt minni vöðvavirkni í lærfellsspenni og miðþjóvöðva þegar mjaðmarétta á öðrum fæti er framkvæmd með teygju sem togar þvert á hreyfiplan æfingarinnar, samanborið við án teygju. Draga má í efa gagnsemi þess að notast við slíka aðferð með það fyrir augum að auka vöðvavirkni miðþjóvöðva.

 

 

V 8   Rannsóknir á lífsferlum smásærra sníkjudýra af fylkingu Myxozoa í íslensku ferskvatni

Hólmfríður Hartmannsdóttir, Guðbjörg Guttormsdóttir, Fjóla Rut Svavarsdóttir, Árni Kristmundsson

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

arnik@hi.is

Inngangur: Myxozoa er fylking smásærra en fjölfruma sníkjudýra sem lengi vel var flokkuð til frumdýra (Protozoa). Lífsferill þeirra krefst tveggja hýsiltegunda, fiska og hryggleysingja,  sem í flestum tilfellum eru ánar, en fram til ársins 1984 var talið að beint smit væri milli fiska. Lífsstig í fiskum (myxospore) og í ánum (actinospore)eru mjög ólík að gerð og ekki unnt að greina hvaða myxospore og actinospore tilheyra sömu tegund án DNA-greiningar. Markmið verkefnisins er að greina mismundi lífsstig í ánum og fiskum í íslensku ferskvatni og para saman bæði lífsstigin og sýna fram á lífsferill tegundanna.

Efniviður og aðferðir: Ánum af ættkvíslum Lumbriculus (blóðánar) og Tubifex (röránar) var safnað úr botnseti nokkurra vatna á Reykjavíkursvæðinu. Þeir voru settir í vatn í 24 holu bakka og skoðaðir daglega undir víðsjá og kannað hvort þeir hefðu seytt actinospore-lífsstigum. Sæist eitthvað sem líktist seytingu, var það skoðað undir smásjá til staðfestingar. Gróin voru mæld, myndir teknar af þeim og sýni tekin til DNA-greiningar.

Niðurstöður: Alls seyttu 15 ánar actinospore-gróum. Byggt á mælingum og útliti gróanna greindust að minnsta kosti 7 ólíkar tegundir. Greiningar á erfðaefni mismunandi tegunda eru í gangi. Þær rannsóknir hafa þó nú þegar sýnt fram tilvist tegunda í ánum sem ekki hefur áður verið lýst erlendis.

Ályktanir: Alls hefur um 12 tegundir Myxozoa fundist í ferskvatnsfiskum á Íslandi. Engar sambærilegar rannsóknir liggja hins vegar fyrir á ánum. Verkefnið er skammt á veg komið en raðgreining á erfðaefni lífsforma úr fiskum og ánum mun leiða  ljós hvaða formgerðir í hýslunum tveimur tilheyra sömu tegund.

 

 

V 9   Activation of the classical and alternative complement pathways following total hip replacement

Sóley Þórðardóttir1, Þóra Víkingsdóttir1, Halldór Jónsson2,4, Björn Guðbjörnsson3,4

1 Department of Immunology, Landspítali University Hospital, 2Department of Orthopaedics, Landspítali University Hospital, 3Centre for Rheumatology Research,  Landspítali University Hospital, 4Faculty of Medicine, University of Iceland

bjorngu@landspitali.is

Introduction: The aim of this study was to investigate in a human model the activation of the classical and alternative complement pathways following a cemented total hip replacement surgery (THR) due to osteoarthritis.

Methods and data: Blood samples were collected systematically from 12 patients; six male/six female; 74 ± 9 years of age, preoperatively, six hours postoperatively and on the first, second and third postoperative day. Total function of classical (CH50) and alternative pathways (AH50) was evaluated, along with determination of serum concentrations of C3, C4, C3d, CIC-κ and CIC-λ, as well as CRP and albumin. Measurements of CRP and albumin elucidated marked inflammatory response following the operation.

Results: CH50, AH50 and the concentration of C3 and C4 were significantly lower six hours after the surgery compared to the preoperative levels, but elevated above the preoperative concentrations during the following three days (P<0,001). The complement activation product C3d increased continually during the whole observation period, from 14 ± 4 AU/mL preoperative to 21 ± 7 AU/mL on the third postoperative day (P<0.001).

Conclusions: These results demonstrate a significant activation of the classical and alternative complement pathways following cemented THR and indicate that the complement system is still activated on the third postoperative day. We conclude that activation of the complement pathways following cemented THR might play an important role in early aseptic loosening. All efforts should be implemented to find screening methods that could detect individuals at risk and prepare them especially preoperatively to minimise this threatening of decreased life expectancy after their otherwise expensive treatment.

 

 

V 10   Blönduð Bláa lóns- og ljósameðferð bælir T-frumur í skellum sórasjúklinga

Eva Ösp Björnsdóttir1, 2, Guðmundur Bergsson1, Jenna Huld Eysteinsdóttir1,3, Helga Kristín Einarsdóttir1, Bjarni A. Agnarsson2,4, Jón Hjaltalín Ólafsson2,5,6, Bárður Sigurgeirsson6, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3,5, Björn Rúnar Lúðvíkssson1,6

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Lækningalind Bláa Lónsins, 4meinafræðideild Landspítala, 5húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, 6Húðlæknastöðinni

bjornlud@lsh.is

Inngangur: Sóri er algengur bólgusjúkdómur með slæma fylgikvilla sem hafa neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklinga. Meingerð sóra hefur aðallega verið tengd við ofvirkni Th1 og Th17 CD4+ virkjaðra T-frumna. Meðferð í Bláa lóninu ásamt NB-UVB ljósameðferð getur bælt T-frumur, minnkað bólgur í húð og aukið lífsgæði einstaklinga.

Efniviður og aðferðir: Húðsýnum var safnað úr skellum sórasjúklinga með húðsýnapenna fyrir og eftir 6 vikna meðferð. Fimm einstaklingar gengust undir ljósameðferð og fimm einstaklingar undir ljósa- og Bláa lóns meðferð. Psoriasis Area Severity Index (PASI) var reiknaður fyrir og eftir meðferð og sýnin fryst í vaxi, skorin í örþunnar sneiðar og sneiðarnar litaðar með mótefnum fyrir CD3, CD4 og CD8 jákvæðum T-frumum. Fjöldi frumna var talinn á tveimur mismunandi svæðum á hverri sneið til að bera saman áhrif ljósameðferðar annars vegar og blandaða ljósa- og Bláa lóns meðferð hins vegar á fjölda T-frumna í skellum sórasjúklinga.

Niðurstöður: Blönduð meðferð Bláa lóns og ljósa fækkaði  CD3, CD4 og CD8 jákvæðum T-frumum um 71%, 65% og 70% á meðan ljósameðferðin ein og sér fækkaði þeim um 64%, 72% og 73%. Fjöldi sjúklinga sem náði PASI 75 og PASI 90 var hærri eftir blandaða meðferð (73,1% og 42,3%) en eftir ljósameðferð eina og sér (16,7% og 0%), sem endurspeglar fjölda T-frumna í húð.

Ályktanir: Gögnin styðja fyrri athuganir um hlutverk bæði CD4+ og CD8+ T-frumna í meingerð sóra og ýta undir mikilvægi þeirra í þróun meðferða gegn sóra.

 

 

V 11   Development of an international school nurse asthma care coordination model

Erla Kolbrún Svavarsdóttir1,2, Ann Garwick3, Lori Anerson4, Ann Seppelt5, Brynja Örlygsdóttir6

1Heilbrigðisvísindasvið, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Landspítala, 3School of Nursing, University of Minnesota, 4School of Nursing University of Wisconsin-Madison, 5School of Nursing University of Minnesota, 6Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

eks@hi.is

Introduction: The aim of the study is to identify and compare how school nurses in Reykjavik, Iceland and St. Paul, Minnesota (MN) coordinated care for youth with asthma (ages 10-18) and to develop an asthma school nurse care coordination model. Little is known about the role of school nurses in coordinating care for youth with asthma in different countries.

Methods and data: A qualitative descriptive study design using focus groups to collect data. Three focus groups with 32 school nurses were conducted in both Reykjavik (n=17) and St. Paul (n=15) using the same protocol between November 2009 and June 2010. Descriptive content analytic and constant comparison strategies were used to categorize and compare how school nurses coordinated care, which resulted in the development of an International School Nurse Asthma Care Coordination Model.

Results: Participants in both countries spontaneously described a similar asthma care coordination process that involved information gathering, assessing risk, anticipating student needs, prioritizing and planning at the individual and school levels which informed how school nurses carried out symptom management, case management and/or asthma education. School nurses played a pivotal part in collaborating with families, school and health care professionals to ensure quality care for youth with asthma

Conclusions: Results indicate a high level of complexity in school nurses' approaches to asthma care coordination that were responsive to the diverse and changing needs of students in school settings. The conceptual model derived provides a framework for investigators to use in examining the asthma care coordination process of school nurses in other geographic locations.

 

 

V 12   Autophagy in hereditary cystatin C Amyloid angiopathy

Egill E. Hákonarson, Pétur Henry Petersen

Taugalíffræðideild Háskóla Íslands

eeh3@hi.is

Introduction: Hereditary cystatin C amyloid angiopathy is a genetic disease found only in Iceland which leads to brain hemorrhages at an early age. Patients suffering from the disease have a single mutated copy of the cystatin C gene, which renders the protein less stable and more susceptible to dimer- and oligomerization. The pathology is thought to be a result of toxic cystatin C aggregates and amyloid in the CNS arteries. The wild type variant of cystatin C is known to induce neuronal autophagy but it is not known whether the mutant protein does this as well.

Methods and data: To examine the difference in induction of autophagy, HEK293T cells were treated with either wild type or mutant cystatin C, by transfection and treatment with conditioned medium.

Results: There was an increase in the autophagic marker LC3-II when transfected with either plasmid, with a reduced induction for the mutant variant. Treating cells with conditioned medium also induced autophagy, seen as an increase of LC3-II, but only the wild type showed significant increase.

Conclusions: These results indicate that the cystatin C mutant might induce autophagy to a lesser extent than the wild type variant does. Other possibilities are that it is produced at lower level or is unstable. This could play a role in the development of the disease i.e. mutant cells could be less capable of inducing autophagy as a defensive response to extracellular aggregates.

 

 

V 13   Gildi skipulagðra foreldrafræðslunámskeiða á meðgöngu fyrir upplifun og líðan kvenna í fæðingu

Embla Ýr Guðmundsdóttir1,2, Hildur Kristjánsdóttir1,3, Helga Gottfreðsdóttir1,2

1Ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2kvenna- og barnasviði Landspítala, 3Embætti landlæknis

emblayrg@gmail.com

Inngangur: Efasemdir hafa komið upp um gildi skipulagðra foreldrafræðslunámskeiða á meðgöngu og rannsóknir gefið til kynna að undirbúningur kvenna fyrir fæðingu með þátttöku í sambærilegum námskeiðum, hafi ekki áhrif á klíníska útkomuþætti fæðingar. Í rannsókninni var gagnsemi skipulagðra foreldrafræðslunámskeiða á meðgöngu metin með tilliti til líðan kvenna í fæðingu og upplifun þeirra af fæðingunni.

Efniviður og aðferðir: Unnið var með gagnasafn úr fyrstu tveimur hlutum af þremur úr rannsókninni „Barneign og heilsa“. Rannsóknin var megindleg ferilrannsókn með lýsandi sniði. Í ferilhópnum var hentugleikaúrtak 1765 barnshafandi kvenna úr þýði allra kvenna á Íslandi sem fæddu barn sitt á tímabilinu ágúst 2009 til nóvember 2010. Spurningalistar voru sendir fljótlega eftir fyrstu skoðun í meðgönguvernd og 5 til 6 mánuðum eftir fæðingu. Alls svöruðu 1111/1765 fyrsta spurningalista og 765/1111 öðrum spurningalista.

Niðurstöður: Alls sóttu 268 konur (35%) námskeið á meðgöngu. Frumbyrjur voru 85% þátttakenda. Almennt fannst frumbyrjum gagn vera af þátttöku sinni í skipulögðum foreldrafræðslunámskeiðum á meðgöngu. Enginn munur var á líðan frumbyrja og upplifun þeirra af fæðingu eftir því hvort þær sóttu skipulagt foreldrafræðslunámskeið á meðgöngu eða ekki.

Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar eru að hluta til í samræmi við eldri rannsóknir um efnið, sem ber þó ekki öllum saman. Almennt fannst konum sem sóttu skipulögð foreldrafræðslunámskeið á meðgöngu þau vera gagnleg en sú tilfinning endurspeglaðist ekki í upplifun þeirra af fæðingu né líðan í fæðingunni.

 

 

V 14   Tengsl D-vítamíns við sykurefnaskipti sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni

Erna Sif Óskarsdóttir1, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Þórarinn Árni Bjarnason1, Ísleifur Ólafsson3, Karl Andersen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild Landspítalans, 3rannsóknarsviði Landspítala

eso7@hi.is

Inngangur: Vísbendingar eru um að D-vítamín gegni hlutverki í blóðsykurstjórnun og meingerð sykursýki 2 (SS2) en fáar rannsóknir hafa skoðað þetta samband hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Markmið þessarar rannsóknar var að skoða mögulegt samband D-vítamínstyrks í blóði og sykurefnaskipta í sjúklingum með BKH.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=108, meðalaldur=63,5±9,7 ár, karlar=82%) voru sjúklingar með BKH sem ekki höfðu sögu um óeðlileg sykurefnaskipti (skert sykurþol eða SS2). Átta til 12 vikum eftir útskrift voru sjúklingarnir kallaðir inn í sykurþolspróf og mælingu á langtímablóðsykri (HbA1C) og D-vítamínstyrk (s-25(OH)D). Sjúklingunum var svo skipt í hópana „eðlileg sykurefnaskipti“, „skert sykurþol“ og „SS2“, byggt á leiðbeiningum Amerísku sykursýkissamtakanna.

Niðurstöður: 28% sjúklinganna voru með eðlileg sykurefnaskipti, 60% voru með skert sykurþol og 12% voru með SS2. Miðgildi (IQR) D-vítamíns hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti var 67,8 (47-87,8) nmól/L og voru 37% sjúklinganna með ófullnægjandi D vítamín búskap (s-25(OH)D <50 nmól/L). Miðgildi D-vítamíns hjá sjúklingum með óeðlileg sykurefnaskipti var 51,9 (38,3-85,4) nmól/L og voru 46% með ófullnægjandi D vítamín búskap. Munur D-vítamíngilda milli hópanna var ekki tölfræðilega marktækur. Neikvæð fylgni var milli D-vítamíns og fastandi blóðsykurs (r=-0,21, p<0,05). Leitni var í átt að neikvæðri fylgni milli D-vítamíns og HbA1C (r=-0,20, p=0,08). Lógístísk aðhvarfsgreining leiddi í ljós að fyrir hverja 10 nmól/L hækkun í D-vítamínstyrk minnkaði gagnlíkindahlutfall óeðlilegra sykurefnaskipta um 25% (OR=0,75; CI=0,60-0,95; p<0,01).

Ályktanir: Neikvæð fylgni er á milli D-vítamíns og FBS. Hugsanlegt er að lækkaður styrkur D-vítamíns geti haft áhrif á sykurefnaskipti og jafnvel verið áhættuþáttur í meingerð SS2. Íhlutandi rannsókna á þessu sviði er þó þörf til að staðfesta slíkt orsakasamband.

 

 

V 15   Geislaálag ólíkra flugleiða

Eva María Guðmundsdóttir1,2, Vilhjálmur Rafnsson2,3

1Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3rannsóknastofu í heilbrigðisfræði

emg5@hi.is

Inngangur: Flugáhafnir verða fyrir geimgeislum en geislaálagið (e. effective dose) er háð flughæð. Geislaagnir utan úr geimnum klofna á leið inn í lofthjúp jarðar í orkuminni eindir. Segulsvið jarðar hefur verndandi áhrif gegn geimgeislun við miðbaug jarðar en lítil sem engin við segulskautin. Heildargeislaálag á ákveðinni flugleið fer því eftir flughæðarferlum, breiddargráðu, stefnu og flugtíma. Virkni sólar skiptir einnig máli, sem breytist reglulega í um það bil 11 ára sveiflum. Magn geimgeislunar í gufuhvolfi jarðar er í öfugu hlutfalli við virkni sólar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna geislaálag mismunandi flugleiða í hámarks- og lágmarksvirkni sólar.

Efniviður og aðferðir: Fjórar flugleiðir frá Keflavík voru bornar saman, annars vegar tvær til Bandaríkjanna og tvær til Evrópu hins vegar. Með áðurnefndum flugupplýsingum var forritið CARI-6 notað til að ákvarða geimgeislaálag hverrar flugleiðar árið 2000, þegar virkni sólar var í hámarki, og árið 2008 þegar virkni sólar var í lágmarki.

Niðurstöður: Meðaltalsgeislaálag í flugferð til London árið 2008 var 0,021 mSv borið saman við 0,045 mSv til New York sama ár. Geislaálag hverrar flugleiðar var að meðaltali 44% hærra árið 2008 í lágmarksvirkni sólar miðað við hámarksvirkni árið 2000. Geislaálag var að jafnaði tvöfalt hærra fyrir ferðir til Bandaríkjanna, enda flugtíminn lengri, borið saman við ferðir til Evrópu.

Ályktanir: Mikilvægt er að gera frekari grein fyrir geislaálagi mismunandi flugleiða og í ólíkum aðstæðum með tilliti til virkni sólar. Geislaálag í röntgenmyndatöku á lungum er 0,02 mSv, sem er áþekkt því sem hlýst af flugferð til London. Með CARI-6 er hægt að ákvarða geislaálag flugáhafna.

 

 

V 16   Eyrnabólgur í hundum: Helstu sjúkdómsvaldar og næmi þeirra fyrir sýklalyfjum

Guðbjörg Jónsdóttir, Signý Bjarnadóttir, Erla Heiðrún Benediktsdóttir, Kristín Matthíasdóttir, Hildur Valgeirsdóttir, Ásgeir Ástvaldsson, Eggert Gunnarsson, Vala Friðriksdóttir

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

gj@hi.is

Inngangur: Eyrnabólgur af völdum húðsýkinga í ytra eyra eru algengt vandamál í hundum. Þær geta verið mjög þrálátar og meðhöndlun er oft erfið. Eyrnagöng hunda eru þannig í laginu að það loftar ekki nógu vel inn í eyrun og myndast þá hiti og raki sem skapar kjöraðstæður fyrir bakteríur og sveppi til að fjölga sér. Meðhöndlun eyrnabólgu er yfirleitt með sýklalyfjum og þegar um þrálát vandamál er að ræða hafa hundarnir farið í gegnum margar sýklalyfjameðferðir. Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja helstu orsakir eyrnasýkinga í hundum og athuga næmi þeirra fyrir sýklalyfjum.

Efniviður og aðferðir: Sýni sem berast sýkladeild Keldna vegna sjúkdómsgreininga eru sett í almenna sýklaræktun. Líklegir sýkingavaldar eru greindir nánar og næmi þeirra fyrir algengum sýklalyfjum metið. Á tímabilinu 2010 til 2013 bárust sýkladeild Keldna 246 sýni úr hundum í almenna sýklaræktun. Þar af voru 93 eyrnasýni og tókst að einangra sjúkdómsvaldandi bakteríur eða sveppi úr 83 þeirra.

Niðurstöður: Helsti eyrnabólguvaldur í hundum á þessu tímabili var bakterían Staphylococcus intermedius. Einnig greindust Proteus mirabilis, Pseudomonas aeruginosa og Candida spp oft í þessum sýnum.Sýklalyfjanæmi var mjög mismunandi en sýklarnir voru oft ónæmir fyrir einu eða fleiri sýklalyfjum.

Ályktanir: Hundar með eyrnabólgu eru oftast meðhöndlaðir með sýklalyfjadropum í ytra eyra um leið og sýkingar verður vart. Algengt er að fjölónæmar bakteríur ræktist úr eyrum hunda sem hafa verið meðhöndlaðir oft vegna endurtekinna sýkinga. Mikilvægt er að greining á sýkli og sýklalyfjanæmi fari fram í upphafi sýkingar. Þannig má tryggja markvissari meðhöndlun og hugsanlega fyrirbyggja langvinnar eyrnabólgur af völdum fjölónæmra baktería.

 

 

V 17   Áhrif örvunar eða hömlunar sjónhimnu A2A og A3 adenosine viðtaka á þætti sjónhimnurits rottu

Guðmundur Jónsson, Þór Eysteinsson

Lífeðlisfræðistofnun

guj11@hi.is

Inngangur: Adenosine er taugabeinir sem fyrirfinnst á hinum ýmsu stöðum í miðtaugakerfinu, þar á meðal í sjónhimnunni. Því er haldið fram að adenosine sé taugaverndandi í sjónhimnunni. Er það byggt á mælingum sjónhimnurits frá rottum. Tilgangur þessa verkefnis var að meta hlutverk A2A og A3 adenosine viðtaka, sem vitað er til staðar í sjónhimnunni, í myndun og mótun sjónhimnurits rotta.

Efniviður og aðferðir: Sprague Dawley rottur voru svæfðar með inngjöf S-ketamine og xylazine í kviðarhol. Sjónhimnurit var skráð með rafskautum sem voru sett á hornhimnu og krækt í neðra augnlok. Samverkari og andverkari fyrir báða viðtaka, auk adenosine voru sprautuð í glerhlaup sex rottuhópa (með sex rottum í hverjum hóp) með NanoFil IOKit system. Áhrif þeirra á þætti rökkur- og ljósaðlagaðs sjónhimnurits voru skoðuð auk flicker svars sjónhimnuritsins.

Niðurstöður: Adenosine [0,5] olli aukningu í meðalspennuvídd a-bylgju (p=0,042). Aukning varð á meðal spennuvídd rökkursaðlöguðu b-bylgjunar (p=0,035). A2A samverkarinn CGS21680 [2mM] olli minnkun á b-bylgjunni í rökkursaðlögðum (p=0,005) og ljósaðlögðum augum (p=0.045). Inngjöf á CGS21680 minnkaði meðaltal sveifluspenna (p=0,023). A2A andverkarinn ZM241385 hafði enginn áhrif á neina þætti sjónhimnuritsins. A3 samverkarinn 2-Cl-IB-MECA [0,5 mM] olli aukningu í meðal spennuvídd a-bylgju (p=0,006). Hann minnkaði meðal spennuvídd b-bylgju, bæði í rökkursaðlögðum (p=0,022) og ljósaðlöguðum (p=0.037) augum. Sveifluspennur minnkuðu einnig að spennuvídd þegar sprautað var 2-Cl-IB-MECA í augnhlaup (p=0,038). A3 andverkarinn jók meðal spennuvídd bæði a-bylgju (p=0,046) og rökkursaðlögu b-bylgju (p=0,037). Enginn af bindlunum hafði áhrif á flicker svar sjónhimnurits.

Ályktanir: Sjónhimnutaugafrumur sem innihalda A2A og/eða A3 adenosine viðtaka stuðla að myndun a- og b-bylgja, og sveifluspenna í sjónhimnuriti.

 

 

V 18  Efficacy of cod trypsin against rhinovirus 1A

Gunnar B. Sandholt1, Bjarki Stefánsson2, Arthúr Löve3, Ágústa Guðmundsdóttir1

1Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 3Virology Department Landspítali University Hospital, 2Zymetech

gbs1@hi.is

Introduction: The common cold is an upper respiratory tract infection (URI) caused by several viruses including the Human Rhinovirus (HRV). HRV is a positive-sense singlestranded-RNA virus. The HRV viral genome produces 11 proteins, four of which are capsid proteins VP1, VP2, VP3 and VP4. These proteins have numerous cleavage sites for proteases. Cod trypsin is a cold adapted serine-protease that cleaves polypeptide chains next to arginine and lysine residues. Studies have demonstrated that formulations containing Ct have anti-pathenogenic properties.

Methods and data: The aim of the project is to analyse the efficacy of cod trypsin in a specific formulation against HRV. An additional goal is to find natural compounds that increase the antipathogenic effect of the Ct formulation. RD cells were grown in 96-well microtiter plates at a density of 3x105 cells/mL and incubated at 34 °C and 5% CO2 for 3 days. Rhinovirus-1A was diluted to 10-4 from a concentrated stock solution and treated with 16 or 32 U/mL of cod trypsin followed by incubation for 60 min. Benzamidine was added subsequently to inhibit the trypsin activity before placing the solution on the cells. Positive and negative controls were used for comparison.

Results: Cod trypsin at a concentration of 32 U/mL delayed Rhinovirus-1A infection of RD cells about 2-3 days compared to positive control whereas cod trypsin at 16 U/mL delayed infection by 1-2 days.

Conclusions: The results demonstrate that cod trypsin can delay Rhinovirus-1A infection of RD cells by several days depending on cod trypsin concentration and time.

 

 

V 19   Arfgerðir breiðvirkra beta-laktamasa í Escherichia coli á Landspítala á tímabilinu 2006-2012

Hildur Byström Guðjónsdóttir1, Freyja Valsdóttir1,2, Ingibjörg Hilmarsdóttir1,2

1Lífeindafræði, Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala

rjhildur@gmail.com

Inngangur: Fyrstu ‘class A' extended-spectrum β-laktamasarnir (ESBLA) fundust á níunda áratugnum sem point mutations/punktbreytingar í forvera ensími. Algengasta ESBL ensímið sem finnst í heiminum er CTX-M-15, sem var fyrst lýst árið 2001. Tíðnin á ónæmi gegn þriðju kynslóðar cephalósporinum er að aukast um allan heim, Norðurlöndin hafa lægstu tíðnina. Greining ESBL ensíma er mjög mikilvæg fyrir greiningu og meðferð sjúklinga. Markmiðið var að kanna arfgerðir ESBL í E. coli bakteríum sem sýndu ESBL ensímvirkni  á árunum 2006-2012.

Efniviður og aðferðir: Þeir E. coli stofnar sem sýndu ESBLA myndun hafa verið varðveittir og geymdir til frekari rannsókna. Allir stofnar valdið fyrir þessa rannsókn voru settir í DNA einangrun, PCR með vísum fyrir ESBL genin blaCTX-M, blaSHV and blaTEM, og þar á eftir í rafdrátt. Í kjölfarið voru þeir stofnar sem voru jákvæðir í PCR sendir í raðgreiningu fyrir undirgerðir.

Niðurstöður: Alls voru 164 stofnar, frá 120 sjúklingum valdir fyrir þessa rannsókn. Það voru 150 stofnar jákvæðir með CTX-M vísi, 13 jákvæðir með SHV vísi og 88 jákvæðir með TEM vísi. Fjórir stofnar voru neikvæðir með öllum vísum. Raðgreining fyrir undirgerðir misheppnaðist fyrir 23 CTX-M og 3 SHV gen. Niðurstöðurnar sýndu að 92% allra stofnanna höfðu CTX-M ensím og þar af voru 66,7% með CTX-M-15.

Ályktanir: Mikill fjöldi ógreindra CTX-M gena veitir ástæðu fyrir frekari rannsókna á stofnunum með öðrum vísum.

 

 

V 20   Health related quality of life of individuals with mannan-binding lectin deficiency (MBLD)

Hildur Ey Sveinsdóttir1,3, Margrét Arnardóttir1,2, Helga Bjarnadóttir1, Helga Jónsdóttir3, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 

1Department of Immunology, Landspítali University Hospital, 2Faculty of Medicine. University of Iceland, 3Faculty of Nursing, University of Iceland

hes30@hi.is

Introduction: Mannan-binding lectin (MBL) and ficolin-3 are initiators of the lectin pathway that is important for clearance of pathogens and apoptotic cells through complement activation. MBL deficiency (MBLD) has been associated with infectious complications but its clinical relevance in adults is unclear. Health related quality of life (HRQOL) of individuals with chronic illnesses has been well documented but very few have studied the impact of MBLD on HRQOL. Measuring HRQOL has become an important foundation in clinical research to evaluate the burden of illness for individual/families and communities; to predict health outcomes and to evaluate the result and efficiency of medical and nursing interventions. The objective of the research is to investigate the potential clinical consequences of MBLD, including the effect on health-related quality of live.

Methods and data: A total of 148 individuals answered a detailed questionnaire focused on pulmonary and gastrointestinal infections and 93 answered a health related quality of life questionnaire Short Form-362v as well. Also all participants were briefly interviewed to obtain further data about their health.

Results: The results demonstrate that individuals with MBLD are prone to a variety of recurrent and severe infections. Results also indicate that individuals with MBLD experience depression, anxiety and social isolation. Repeated or constant pain and fatigue was also common among the individuals.

Conclusions: MBL deficient individuals suffer from recurrent and severe forms of infections as well as a range of clinical symptoms. This suggests that the burden of MBLD in daily life may be considerable which warrants further exploration.

 

 

V 21   Sjálfsöryggi kvenna á meðgöngu gagnvart fæðingu: Prófun mælitækis

Hildur Sigurðardóttir, Irma Rán Heiðarsdóttir

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

hildusig@hi.is

Inngangur: Sjálfsöryggi kvenna á meðgöngu hefur verið rannsakað víða um heim og rannsóknirnar leitt í ljós mikilvæga áhrifaþætti á skynjun og úrvinnslu kvenna á fæðingarreynslunni. Einnig eru vísbendingar um að erfið fæðingarreynsla geti verið kveikja að þróun áfallastreitueinkenna. Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars prófun á íslenskri útgáfu sjálfsöryggiskvarða Lowe (Childbirth Self Efficacy Inventory:CSEI).

Efniviður og aðferðir: Mælitækið sem ætlað er að mæla skynjað sjálfsöryggi kvenna gagnvart fæðingunni, hefur verið prófað víðsvegar um heim og reynst réttmætt og áreiðanlegt. Það inniheldur fjóra undirkvarða og mælir annars vegar viðhorf til úrræða í fæðingu fyrir konur almennt (outcome expectancy) og hins vegar sjálfsöryggi þátttakenda gagnvart því að geta nýtt sér úrræðin (efficacy expectancy). Rannsóknaraðferðin var megindleg. Í samvinnu við Þóru Steingrímsdóttur yfirlækni mæðraverndar og ljósmæður í mæðravernd heilsugæslustöðva var leitað eftir þægindaúrtaki barnshafandi kvenna (n=205). 

Niðurstöður: Niðurstöður leiddu ljós að mælitækið var áreiðanlegt (a> 09). Við þáttagreiningu hlóð mest á tvo þætti (52%) sem endurspegluðu annars vegar almennt viðhorf til úrræða og hins vegar sjálfsöryggi kvennanna gagnvart úrræðunum. Marktækt hærri meðalheildarstig komu fram á viðhorfum þátttakenda til úrræða almennt fyrir konur samanborið við heildarmeðalstig viðhorfa er endurspegluðu sjálfsöryggi þeirra (p<0,001). Ekki fannst marktækur munur á sjálfsöryggi frumbyrja eða fjölbyrja (p>0,05).

Ályktanir: Íslenska útgáfa mælistækisins CSEI reyndist áreiðanleg og gæti því nýst til að meta sjálfsöryggi kvenna gagnvart fæðingunni. Samkvæmt niðurstöðum þáttagreiningar mætti stytta kvarðann og nota tvo undirkvaða í stað fjögurra þannig að hann næði yfir alla fæðinguna í þess að mæla sérstaklega fyrir bæði fyrsta og öðru stigi fæðingar.

 

 

V 22   HIV á Íslandi 1983-2012

Hlynur Indriðason1, Sigurður Guðmundsson1,2, Bergþóra Karlsdóttir2, Arthur Löve1,3, Haraldur Briem1,4, Magnús Gottfreðsson1,2  

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2smitsjúkdómadeild Landspítala, 3veirufræðideild Landspítala, 4Embætti landlæknis

hli4@hi.is

Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja faraldsfræði HIV á Íslandi frá upphafi sem og að meta áhrif bættra lyfjameðferða á veirumagn og fjölda CD4+ T-fruma í blóði.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra með þekkt HIV-smit á Íslandi árin 1983-2012. Klínískar upplýsingar, CD4+ T-frumutalningar, HIV-veirumagn, hlutfall seingreindra og virkni andretróveirulyfjameðferðar voru borin saman eftir áratugum.

Niðurstöður: Í heild greindust 313 með HIV á Íslandi á árunum 1983-2012, þar af 222 (71%) karlar og 91 (29%) kona. Flestir smituðust utan Íslands (65%). Meðalnýgengi HIV var 3,7 en marktæk aukning varð árin 2010-2012 (p=0,0113), tengt misnotkun lyfseðilsskylda lyfsins metýlfenídats meðal sprautufíkla. Opinberum lyfjaávísunum þessa lyfs fjölgaði úr 3,5 árið 2002 í 17,4 DDD/1.000 íbúa/dag árið 2012. Dánartíðni alnæmis lækkaði um 70% frá fyrrri helmingi rannsóknarinnar til þess síðari (p=0,0275). Hlutfall seingreindra lækkaði úr 74% fyrsta áratug rannsóknarinnar í 36% á þeim þriðja (p=0,0001). Eftir 6 mánaða andretróveirulyfjameðferð fjölgaði CD4+ T-frumum að meðaltali um 26 frumur/µl árin 1987-1995 (p=0,174), 107 frumur/µl árin 1996-2004 (p<0,0001) og um 159 frumur/µl árin 2005-2012 (p<0,0001). Á sama hátt sást meiri lækkun á veirumagni árin 2005-2012 en 1996-2004 (p<0,0001).

Ályktanir: Nýgengi HIV hélst hlutfallslega lágt til ársins 2010 og jókst þá marktækt vegna útbreiðslu HIV í hópi sprautufíkla. Mikill meirihluti HIV smitanna átti sér stað erlendis. Með bættri lyfjameðferð á CD4+ T-frumur og veirumagn í blóðvökva hefur alnæmisgreiningum og dauðsföllum vegna alnæmis fækkað frá því sem mest var.

 

 

V 23   Einangrun og rannsókna á tjáningu fjögurra óþekktra CC-flakkboða hjá bleikju (Salvelinus alpinus, L.)

Hörður Ingi Gunnarsson1, Stefán Ragnar Jónsson1, Jóhannes Guðbrandsson2, Arnar Pálsson2, Valgerður Andrésdóttir1, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1,3

1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Líffræðistofnun Háskóla Íslands, 3læknadeild Háskóla Íslands

hig33@hi.is

Inngangur: Flakkboðar samhæfa hið feikilega flókna samspil efnaboða sem þarf til að ræsa og viðhalda ónæmissvari hryggdýra. CC-flakkboðar eru stærsti undirflokkur flakkboða. Bakterían Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes (Asa) veldur kýlaveikibróður hjá bleikju. AsaP1 er eitraður aspzincin málmpeptíðasi og sýkiþáttur, sem Asa seytir. Markmið rannsóknarinnar var að finna gen í genamengi bleikju, sem tjá flakkboða og kanna tjáningu þeirra hjá bleikju sem sýkt er með Asa eða AsaP1 neikvæðu stökkbrigði bakteríunnar.

Efniviður og aðferðir: Genaraðir CC-flakkboða úr bleikju voru fundnar með því leita í umritasafni (transcriptome) úr bleikju með raðir úr skyldum tegundum sem mót. AA raðir gena voru bornar saman með BLASTP forritinu. Bleikja (n=30) var sýkt með böðun í vatni með 0,35% seltu með eða án bakeríulausnar í eina klukkustund. Sýni úr framnýra voru tekin 24 klst; 72 klst og 7 dögum eftir böðun. Magnbundið rauntíma PCR-próf (RT-qPCR) var notað til að kanna tjáningu genanna í sýnunum.

Niðurstöður: Alls voru einagruð 4 byggingargen CC-flakkboða, sem greindust til fjölskyldna: CC-8; CC-19; CC-20; og CC-25. Öll genin tjáðu forveraprótein flakkboða.

Tjáningu CC-19 var stjórnað af sýkingu og tjáning var meiri hjá fiski sem sýktur var með AsaP1 neikvæðum stofni. CC-8 var mest líka tjáð fiski sýktum með stökkbreyttu bakteríunni. Öll meðhöndlun hafði áhrif á tjáningu CC-20, en tjáningu CC-25 var ekki sem stjórnað við aðstæðu tilraunarinnar.

Ályktanir: Fjögur áður óþekkt gen sem tjá flakkboða hjá bleikju voru skilgreind og fyrsta stigs bygging forstigspróteina flakkboðanna greind. Áhugaverðar upplýsingar fengust um áhrif meðhöndlunar og sýkingar með Asa og hlutverk AsaP1 sýkiþáttar á tjáningu flakkboðanna.

 

 

V 24   Tengsl CRP við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hjá unglingum: CRP-gildi er óháð líkamsþreki

Ingibjörg Kjartansdóttir1, Ragnar Bjarnason1,2, Sigurbjörn Árni Arngrímsson3, Anna Sigríður Ólafsdóttir4

1Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, Landspítala,3íþrótta- tómstunda- og þroskaþjálfaradeild Háskóla Íslands,4matvæla- og næringarfræðideild og kennaradeild Háskóla Íslands

ink2@hi.is

Inngangur: Bólguboðefnið C-hvarfgjarnt prótein (CRP) er sterkur forspárþáttur hjarta- og æðasjúkdóma hjá fullorðnum en óljóst er hvaða áhrif hækkað CRP hefur á unglingsárum og tengsl þess við lífsstílstengda sjúkdóma í framtíðinni. CRP hefur verið nokkuð rannsakað hjá börnum og fullorðnum en lítið hjá unglingum. Markmið rannsóknarinnar er að skoða fylgni CRP við holdafar ásamt tengslum þess við insúlínviðnám og efnaskiptavillu. Enn fremur að skoða áhrif líkamsþreks á tengsl CRP við þessa þætti.

Efniviður og aðferðir: Þversniðsrannsókn með 16 ára nemendum í framhaldsskólum, 113 strákar og 110 stelpur. Mælt var holdafar, blóðþrýstingur og líkamsþrek og blóðprufur teknar. Reiknað var skorgildi fyrir efnaskiptavillu útfrá mittismáli, meðalslagæðaþrýstingi (MAP), HOMA-IR, þríglýseríðum og HDL.

Niðurstöður: Ekki var marktækur kynjamunur á gildum CRP hjá strákum og stelpum (p=0.653). Fylgni CRP var sterkust við hlutfall líkamsfitu af öllum holdafarsmælingum.  Þátttakendur í hæsta þriðjungi líkamsfitu höfðu marktækt verri efnaskiptagildi en þeir sem voru í lægsta þriðjungi. Í heild höfðu þrekmeiri einstaklingar betri gildi HOMA-IR og z-skor efnaskiptavillu. Stúlkur í hæsta þriðjungi líkamsfitu með gott þrek höfðu hins vegar ekki betri efnaskiptagildi en þær sem voru þreklitlar. Fjölþátta tölfræðigreining sýndi að tengsl CRP við insúlínviðnám og z-skor efnaskiptavillu er miðlað gegnum líkamsfitu og CRP reyndist því ekki óháður forspárþáttur. Áhrif líkamsþreks á þetta samband voru hverfandi.

Ályktanir: Sambandi CRP við HOMA-IR og z-skor efnaskiptavillu virðist alfarið miðlað gegnum líkamsfitu hjá heilbrigðum unglingum. Líkamsþrek hefur ekki áhrif á þetta samband. Stúlkur með mikla líkamsfitu og gott þrek virðast ekki hafa betri efnaskiptagildi en þær sem hafa samsvarandi holdafar en lítið líkamsþrek.

 

 

V 25   Erfðafræðilegur fjölbreytileiki Haemophilus influenzae meðal bera-  og sjúkdómsvaldandi stofna á Íslandi 2012

Jana Birta Björnsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Karl G. Kristinsson, Gunnsteinn Haraldsson

Sýklafræðideild Landspítala og Lífvísindasetri, læknadeild Háskóla Íslands

janabirta@gmail.com

Inngangur: Bakterían Haemophilus influenzae (Hi) getur bæði sýklað og valdið sýkingum, einkum í varnarskertum einstaklingum. Hi hefur fjölsykruhjúp, þekktar hjúpgerðir eru; a,b,c,d,e og f. Hjúplausir Hi (NTHi) hafa engan fjölsykruhjúp og mjög fjölbreytilegt genamengi. Bólusetningar með PCV-10 gegn pneumókokkum hófust sem hluti af ungbarnabólusetningum á Íslandi árið 2011. Prótein D frá Hi er burðarprótein í bóluefninu og er talið að það hvetji til ónæmissvars gegn Hi auk pneumókokkana. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hlutfall hjúpaðra stofna meðal Hi í stofnasafni sýklafræðideildar ásamt því að skoða erfðafræðilegan fjölbreytileika Hi.

Efniviður og aðferðir: Hi stofnar úr sjúklingasýnum sendum á sýklafræðideild Landspítalans árið 2012  (n=511) og nefkokssýnum leikskólabarna (n=286) teknum á höfuðborgarsvæðinu árið 2012 voru hjúpgreindir með PCR. Til stofngreiningar voru valdir 303 stofnar í PFGE (pulsed-field-gel-electrophoresis) og MLST (multilocus-sequence-typing) var gert á 12 stofnum sem sýndu áhugaverðar niðurstöður í PFGE.

Niðurstöður: Aðeins einn hjúpaður stofn, af hjúpgerð e, fannst meðal sjúklingasýnanna. Hjá leikskólabörnum fundust tveir stofnar af hjúpgerð e og þrír af hjúpgerð f. Alls greindust 121 klónar með PFGE. Margir þeirra innihéldu bæði berastofna (frá leikskólabörnum) og sjúkdómsvaldandi stofna frá ýmsum sýnatökustöðum. Stofn af hjúpgerð f sýndi samskonar bandamunstur í PFGE og þrír NTHistofnar og annar stofn af hjúpgerð f var í sama PFGE klón og tveir stofnar af hjúpgerð e. MLST á 12 stofnum gaf 10 raðgerðir, ein þeirra var ný.

Ályktanir: Nánast allir Histofnarnir voru hjúplausir og með mjög breytilega PFGE klóna, enginn þeirra var ríkjandi. Niðurstöður rannsóknarinnar skapa þekkingargrunn á erfðafræðilegum fjölbreytileika Hiáður en möguleg áhrif pneumókokkabólusetninganna á Hi koma fram.

 

 

V 26   Dendritic cells matured in the presence of annotine direct T cells towards a Th2/Treg phenotype

Ingibjörg Harðardóttir1, Brianna Blomqvist4, Sigrún Hauksdóttir4, Elín S. Ólafsdóttir5, Jóna Freysdóttir2,3,4

1Department of Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 2Department of Immunology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 3Centre for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital, 4Department of Immunology, Landspítali University Hospital, 5Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland

jonaf@landspitali.is

Introduction: Annotine is a lycopodane-type alkaloid that does not inhibit acetylcholinesterase, as some other lycopodium alkaloids do. The aim of this study was to determine whether annotine affects immune responses by dendritic cells (DCs).

Methods and data: Annotine was isolated from Icelandic Lycopodium annotinum ssp. alpestre. Human monocytes were differentiated into immature DCs (imDCs) by incubating them with GM-CSF and IL-4 for 7 days, matured with TNF-α and IL-1β and stimulated with LPS for 48 h in the presence or absence of annotine. Concentration of cytokines in supernatant were measured by ELISA and expression of surface markers by flow cytometry. DCs matured and stimulated in the absence or presence of annotine were also co-cultured with allogeneic CD4+ T cells for 6 days and concentration of cytokines in supernatant determined by ELISA.

Results: DCs matured in the presence of annotine secreted less IL-10, IL-12p40 and IL-23 than DCs matured in the absence of annotine. As annotine reduced IL-10 secretion more than IL-12p40 secretion the ratio of IL-12p40/IL-10 was higher in medium from DCs cultured with annotine. Allogeneic CD4+ T cells co-cultured with DCs matured in the presence of annotine secreted more IL-10 and IL-13 than T cells co-cultured with DCs matured in the absence of annotine.

Conclusions: Although annotine had a pro-inflammatory effect on cytokine secretion by DCs, DCs matured in the presence of annotine had a greater potential to direct the differentiation of T cells into a Th2/Treg pathway than DCs matured and stimulated in the absence of annotine.

 

 

V 27   Sýklalyfjanæmi Helicobacter pylori á Íslandi

Karen Dröfn Jónsdóttir1, Hallgrímur Guðjónsson2, Hjördís Harðardóttir3, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,4, Einar Stefán Björnsson2

1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2meltingarsjúkdómadeild, 3sýklafræðideild, 4sjúkrahúsapóteki Landspítala

annaig@landspitali.is

Inngangur: Talið er að um helmingur mannkyns sé sýktur af Helicobacter pylori. Sýking er tengd við magabólgur, maga- og skeifugarnarsár og illkynja æxli í maga. Alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með s.k. staðlaðri þriggja lyfja meðferð með sýrudæluhemli, clarithromycin og amoxicillin eða metronidazole á svæðum þar sem ónæmi clarithromycins mælist minna en 20%. Í íslenskri rannsókn frá 1998 reyndist ónæmi bakteríunnar gegn clarithromycin 7,7%. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna sýklalyfjanæmi H.pylori á Íslandi ásamt áhrifum fyrri upprætingarmeðferða á lyfjanæmið.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin fór fram á Landspítala og Læknasetrinu ehf. á tímabilinu október 2012 til september 2013. Vefjasýni voru tekin frá maga þátttakenda og tilvist H. pylori könnuð með hraðvirkandi úreasa prófi. Jákvæðum sýnum var síðan komið á sýklafræðideild Landspítala til ræktunar og næmisprófa. Næmispróf voru framkvæmd með E-test aðferð fyrir ampicillin, clarithromycin, levofloxacin, metronidazole og tetracycline.

Niðurstöður: Af 615 þátttakendum reyndust 138 (22%) jákvæðir fyrir H. pylori. Tókst að rækta upp og framkvæma næmispróf á 105 stofnum.Lyfjaónæmi reyndist vera 0% fyrir ampicillin og tetracycyline, 10% fyrir claritromycin, 4% fyrir levofloxacin og 1% fyrir metronidazole. Séu þeir sem áður höfðu fengið upprætingarmeðferð útilokaðir var lyfjaónæmi 0% fyrir ampicillin og tetracycline, 7% fyrir clarithromycin, 3% fyrir levofloxacin og 1% fyrir metronidazole. Ónæmi gegn clarithromycin reyndist 60% hjá þeim sem höfðu fengið upprætingarmeðferð samanborið við 7% hjá þeim sem ekki höfðu fengið slíka meðferð (p=0,0001).

Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hin staðlaða þriggja lyfja meðferð hæfi áfram á Íslandi, a.m.k. hjá þeim sem ekki hafa fengið upprætingarmeðferð áður.

 

 

V 28   Tengsl áts æðarfugla á fjörudoppum (Littorina spp.) og Microphallus spp. sníkjuögðusmits

Karl Skírnisson

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum  

karlsk@hi.is

Inngangur: Æðarfugl er algengasta andategundin hér á landi. Varppör eru talin vera um 250.000 og vetrarstofninn um 930.000 fuglar. Rannsóknir á æðarfuglum sem drápust vegna náttúrulegrar grútarmengunar á fjörum Strandasýslu sumarið 1991 leiddu í ljós miklar sníkjudýrasýkingar. Lítil þekking á heilbrigði æðarfugls varð kveikjan að sérstakri rannsókn sem gerð var á æðarstofninum á Skerjafirði. Fæðuvalsathuganir sýndu að fuglarnir voru einkum að éta skeldýr og krabbadýr, rannsóknir á iðrasníkjudýrum leiddu í ljós 32 ormategundir. Flestar hafa flókna lífsferla, fullorðnu ormarnir lifa í meltingarvegi en lirfustigin í algengum fæðutegundum. Meðal sníkjudýranna voru ögður af ættkvíslinni Microphallus. Lirfurnar lifa í fjörudoppum sem æðarfuglar éta í fjöru eða á grunnsævi. Ævilengd fullorðnu agðanna er einungis um hálfur mánuður. Eggin berast út með saur fuglsins, fjörudoppur éta eggin og í sniglunum verður kynlaus fjölgun sem leiðir til myndunar þúsunda smithæfra lirfa (metacercaria). Æðarfulgar á fjörudoppuveiðum geta því fengið í sig gífurlegt smit á skömmum tíma, smit sem leiðir til þarmabólgu og vanþrifa.

Efniviður og aðferðir: 78 æðarfuglum (40 kollum, 38 blikum) var safnað í febrúar, maí, júní og nóvember.

Niðurstöður: Fjórar „pygmaeus“ Microphallus ögðutegundir fundust í æðarfuglunum. Mikill munur reyndist vera á fæðuvali kynjanna. Blikar forðuðust át á fjörudoppum og voru þar af leiðandi lítið smitaðir en kollur sem nauðbeygðar voru til að vera með nýklakta unga við krabbadýraát uppi í fjöruborði og átu þar fjörudoppur,voru verulega sýktar.

Ályktanir: Æðarfugl virðist forðast Microphallus sýkingar með því að sniðganga fjörudoppur, uppsprettu smitsins. Neikvæðar afleiðingar smitunar eru taldar hafa bein áhrif á fæðuval fuglanna.

 

 

V 29   Rannsókn á notkun vallhumal-smyrsls á brunasár hjá börnum á Barnaspítala Hringsins

Kristín Björg Flygenring1, Lovísa Baldursdóttir1,3, Guðrún Kristjánsdóttir1,2

1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði, 3bráða- og gjörgæslusviði Landspítala

gkrist@hi.is

Inngangur: Þegar djúp brunasár hafa gróið og við grynnri brunasár er notkun smyrsla og feitra krema talin gagnleg. Hér á landi hefur Jurtasmyrsli verið notað á barnadeild Barnaspítala Hringsins sem úrræði síðan 1996, þar sem börn með brunaáverka hljóta flest meðferð. Smyrslið er grænt að lit og inniheldur jurtina vallhumall. Vallhumall er þekkt fyrir græðandi eiginleika og hefur verið notuð í margar aldir í sárameðferð og við ýmsum húðvandamálum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á eignleikum Jurtasmyrslisins, heldur er það reynsla þeirra sem notar smyrslið sem viðheldur þeirri hefð að Jurtasmyrslið er notað á brunasár.

Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsóknarinnar var að greina gagnsemi og hvort Jurtasmyrslið væri öruggt í notkun. Rannsóknin var afturvirk lýsandi rannsókn úr sjúkraskrám þar sem þátttakendur voru öll börn, 18 ára og yngri, sem komu á barnadeild vegna brunasára á húð á árunum 2008-2012 (n=60). Skoðuð var notkun Jurtasmyrslisins og einkenni sem komu fram eftir því sem á meðferð leið og sár greru fram að útskrift.

Niðurstöður: Helstu niðurstöður gefa til kynna að Jurtasmyrslið er notað á einhverjum tímapuntki í meðferð hjá 87% barna. Niðurstöður gefa til kynna að eitt barn (1,9%) hafi fengið ofnæmisviðbrögð við Jurtasmyrslinu, og lýsti það sér í formi kláða og útbrota. Þrjú önnur börn (5,7%) upplifðu einnig einkenni sviða og kláða af Jurtasmyrslinu, en var ráðlagt að halda notkun þess áfram.

Ályktanir: Ótímabært er að draga ályktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar vegna smæðar úrtaks og ófullnægjandi skráninga í sjúkraskrám. Niðurstöður staðfesta notkun Jurtasmyrslisins og nauðsyn þess að gera framvirka rannsókn, þá sérstaklega á áhrifum Jurtasmyrslis við notkun.

 

 

V 30   Family history of lymphoproliferative disease associated with a superior survival in multiple myeloma

Kristrún Aradóttir1, Sigrún Helga Lund1, Ola Landgren2, Magnus Björkholm3, Ingemar Turesson4, Sigurður Yngvi Kristinsson1,4

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 3Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skåne University Hospital, 4Department of Medicine, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet

kra15@hi.is

Introduction: Multiple myeloma (MM) is characterized by a neoplastic proliferation of plasma cells in the bone marrow and overproduction of monoclonal immunoglobulins in serum or urine. Familial aggregation of MM has been reported by several authors but the underlying genetic cause of the disease is uncertain and the impact of family history on survival is unknown. The aim of our study was to compare survival in MM patients with family history of lymphoproliferative disorders (LPD) to MM patients without family history of LPD.

Methods and data: MM patients and their first-degree relatives were identified using the nationwide Swedish Registries. Information on malignancies in relatives of MM patients was obtained by record-linkages to the Swedish Cancer Registry. In statistical analysis all data were adjusted for age, sex and year at diagnosis.

Results: A total of 13,926 MM patients diagnosed in 1957-2005 were included of whom 630 had a linkable first-degree relative, a total of 876 relatives. Compared to MM patients without family history, MM patients with family history had a significantly lower risk (HR 0.85; 95% CI 0.77-0.92, p<0.001) of death. The difference was greatest in the youngest age group (0.79; 0.65-0.96, p<0.05) and was more prominent in males than in females (1.20; 1.01-1.43, p<0.05).

Conclusions: This large population-based study showed for the first time that survival in MM patients with family history of LPD was superior to MM patients without family history. The underlying explanations for our findings need to be established by further studies.

 

 

V 31   The role of microRNA in gene regulation

Linda Hrönn Sighvatsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Stefán Sigurðsson

Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland

lhs4@hi.is

Introduction: Gene expression by RNA polymerase II (RNAPII) is not exclusively regulated at the initiation step but also during the elongation phase of transcription. Specific transcription factors such as TCEA1 enhance transcription elongation by reactivating paused or stalled RNAPII, allowing transcription to proceed. Gene expression can also be regulated by microRNAs by their binding to the 3‘ untranslated (3´UTR) region of target mRNA. This binding of the microRNA to the 3´UTR of the mRNA results either in downregulation of protein translation or cleavage of the mRNA target. Our studies are aimed at studying the transcription elongation factor TCEA1, in particular its role in reactivating paused RNAPII and the role of microRNA in regulating TCEA1 expression.

Methods and data: The 3´ UTR region of TCEA1 was cloned downstream of a luciferase reporter. This reporter plasmid was co-transfected with different miRNA all found to have conserved binding sites in the 3´ UTR of TCEA1 based on microRNA and microRNA target databases. Endogeneous TCEA1 expression levels where also measured by using highly specific TCEA1 antibody. 

Results: We will present data that shows that TCEA1 expression is regulated by microRNA. This regulation is seen both when using the luciferase expression system as well as downregulation of endogenous TCEA1 measured by Western blotting.

Conclusions: The microRNA family affecting TCEA1 expression is frequently found to be downregulated in various types of cancer. This raises a question regarding the role of TCEA1 in cancerous tissue, specifically the importance of efficient transcription elongation and gene expression. 

 


V 32   Algengi erfðabreytileika sem valda skorti í lektínferli komplímentkerfisins í íslenskum blóðgjöfum

Margrét Arnardóttir1,2, Helga Bjarnadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

margret84@gmail.com

Inngangur: Lektínferill komplímentkerfisins (LP) er ræstur af mynsturþekkjandi prótínum (PRPs). Þetta geta ýmist verið mannan-bindi lektín (MBL), fíkólín (1-3) eða kollektín-11 (CL-11). Í flóka með PRPs eru serín próteasar (MASPs (1-3)) og prótín án ensímvirkni (MAp1 og sMAP). Þekktar stökkbreytingar valda skorti í prótínum lektínferilsins. Einstaklingar með MBL2 arfgerðirnar O/O eða XA/O eru með MBL skort. Áhrif D120G samsætunnar í MASP2 geninu og 1637delC samsætunnar í FCN3 geninu á magn prótína í sermi er genaskammtaháð þannig að arfhreinir einstaklingar hafa ómælanlegt MASP-2 eða fíkólín-3 í sermi. Markmið þessarar rannsóknar var að meta algengi samsæta sem valda skorti í LP.

Efniviður og aðferðir: Safnað var 500 blóðsýnum frá Blóðbankanum og DNA einangrað með hásaltsaðferð. Til að greina þekktar stökkbreytingar í MBL2 geninu (X/A/B/C/D) var framkvæmd rauntíma kjarnsýrumögnun (real-time PCR) með þekktri bræðslumarksgreiningu. Til að greina 1637delC var notast við skerðibútagreiningu. Til að greina D120G var notast við PCR-SSP (sequence specific primer PCR).

Niðurstöður: Alls voru 498 blóðgjafar 1637delC og D120G arfgerðagreindir. Fimmtán (3%) greindust 1637delC arfblendnir (C/-) og 39 (7,8%) mældust D120G arfblendnir (D/G). Alls voru 494 einstaklingar arfgerðagreindir fyrir fimm stökkbreytingum í MBL2 geninu. Algengi arfgerða sem valda háum MBL styrk (YA/YA, XA/XA og YA/O) og arfgerða sem valda MBL skorti (XA/O og O/O) var 92,1% og 7,9%.

Ályktanir: Áætlað algengi 1637delC og D120G samsætanna er því 0,015 og 0,041. Við getum reiknað með að um 1:4500 Íslendinga eru með fíkólín-3 skort (~70 einstaklingar) og 1:640 (~500) með MASP-2 skort. Niðurstöður okkar eru sambærilegar við genatíðni í sams konar þýðum. Hins vegar er algengi MBL skorts (7,9%) í okkar rannsóknum nokkuð lægri en í sambærilegum þýðum af hvítum evrópskum uppruna (16%).

 

 

V 33   Lichen derived metabolites show synergistic effects with known cancer drugs against cancer cells

Margrét Bessadóttir1,2, Edda A. Skúladóttir1, Sindri Baldursson1, Sesselja Ómarsdóttir2, Helga M. Ögmundsdóttir1

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Faculty of Pharmaceutical Science, University of Iceland

mab24@hi.is

Introduction: Protolichesterinic acid (PA) is the major biologically active secondary metabolite of the lichen Cetraria islandica. PA has anti-proliferative effects on several types of cancer cells, but no effect on normal skin fibroblasts and is an inhibitor of 5- and 12-lipoxygenase (LOX). Usnic acid (UA) (from Cladonia arbuscula) has a wide range of biological activities, e.g. anti-inflammatory, anti-viral and anti-bacterial activity. UA affects pH gradients and inhibits growth and proliferation of several cancer cells. Fatty acid synthase (FASN) is up-regulated in a variety of cancers. Overexpression of human epidermal growth factor receptor 2 (HER2) has been linked to increased translation of FASN. The chemical structure of PA is very similar to a known FASN inhibitor, C75. FASN inhibition interacts synergistically with HER2 targeted drug (e.g. lapatinib) in breast cancer cells and can overcome resistance. Doxorubicin stops DNA replication. The accumulation and distribution of doxorubicin in cells is pH-dependent.

Methods and data: Synergistic effects of the lichen compounds and lapatinib or doxorubicin were estimated, using the CalcySyn software, in the breast cancer cell lines, SK-BR-3 (HER2+, high levels of FASN) T-47D (P53-mutated) and MCF7.

Results: Significant synergistic effects were obtained in SK-BR-3 cell line after combined treatment with PA/lapatinib, and in T-47D cells but at higher concentrations. No synergism was seen in MCF7 cells. Treatment with UA/doxorubicin showed marked synergism at all tested concentrations in T-47D cells; none was seen in SK-BR-3 cells.

Conclusions: Synergism between lichen compounds and drugs can be related to metabolic effect and appears to be cell-type-dependent. 

 

 

V 34   Fyrstu áhrif bólusetninga með 10-gildu bóluefni gegn pneumókokkum á sýklalyfjaónæmi

Martha Á. Hjálmarsdóttir1,2, Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Karl G. Kristinsson1,2

1Sýklafræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Barnaspítala Hringsins

hjalmars@hi.is

Inngangur: Pneumókokkar sem hafa minnkað næmi eða eru ónæmir fyrir penisillíni (PÓP) hafa verið mjög algengir hér undanfarin ár, sérstaklega í miðeyrnasýkingum. Ungbarnabólusetning með próteintengdu 10-gildu bóluefni (Synflorix) hófst 2011. Marmið þessarar rannsóknar var að meta fyrstu áhrif bólusetninganna á sýklalyfjaónæmi.

Efniviður og aðferðir: Safnað var öllum pneumókokkastofnum sem ræktuðust frá blóði, mænuvökva, miðeyra, augnslímhúð, skútum og neðri öndunarvegum frá börnum <7 ára á tímabilinu 01.01.2008-31.12.2013. Gerð voru skífunæmispróf gegn algengustu lyfjum og skimað fyrir penisillín ónæmi með oxasillíni. Lágmarksheftistyrkur penisillíns var mældur hjá stofnum sem voru ónæmir fyrir oxasillíni og þeir skilgreindir PÓP ef hann var ≥0,1 µg/ml.

Niðurstöður: Heildarfjöldi pneumókokkastofna var 1158. Af þeim voru 457 (39%) PÓP. Fjöldi PÓP var 80 (39%), 99 (44%), 87 (42%), 101 (50%), 48 (33%) og 42 (24%) hvert áranna 2008-2013. Flestir stofnarnir voru frá miðeyra eða 987 (85%), 428 (43%) þeirra PÓP (94% af öllum PÓP). Hlutfall PÓP í miðeyrnasýnum var hæst 53% árið 2011 og lækkaði síðan í 28% 2013. Algengasta hjúpgerð PÓP var 19F og voru stofnarnir nánast alltaf fjölónæmir. Ónæmi gegn makrólíðum var 42% árin 2008-2010, síðan 54%, 31% og 24% árin 2011-2013. Hlutfall PÓP stofna af hjúpgerðum bóluefnisins var 92% árin 2008-2010, síðan 89%, 83% og 57% árin 2011-2013.

Ályktanir: Fjöldi PÓP var helmingi minni árið 2013 miðað við árin fyrir bólusetningar. Ónæmi gegn makrólíðum og tetrasýklínum minnkaði að sama skapi. Minnkun sýklalyfjaónæmis er fyrst og fremst vegna fækkunar sýkinga af völdum hjúpgerðar 19F. Búast má við frekari minnkun ónæmis þegar fleiri börn hafa verið bólusett.

 

 

V 35   Sýkingu af völdum gródýrs í hörpuskelinni Placopecten magellanicus við Kanada lýst í fyrsta sinn

Matthías Eydal

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

meydal@hi.is

Inngangur: Gródýr (Apicomplexa) eru einfruma sníkjudýr sem fjölga sér inni í frumum hýsils. Nýlega var lýst áður óþekktu gródýri, sem að byggingu er ólíkt öðrum gródýrum sem fundist hafa í samlokum (Bivalvia), í íslenska hörpudiskinum Chlamys islandica og tveimur skyldum skeljategundum, annarri við Færeyjar, hinni við Skotland. Sníkjudýrið fannst í mörgum líffærum, mestar sýkingar voru í samdráttarvöðva. Líklegt er talið að sýking af völdum þessa gródýrs hafi átt þátt í stórfelldum afföllum í stofni hörpudisks við Ísland uppúr aldamótunum 2000. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort sams konar gródýr finnst vestanhafs, í amerísku hörpuskelinni Placopecten magellanicus.

Efniviður og aðferðir: Villtum P. magellanicus hörpuskeljum (n = 25; meðalhæð 11,8 cm) var safnað í Bay of Fundy við austurströnd Kanada á árinu 2012. Leitað var að gródýrum í samdráttarvöðva og í kynkirtlum í fersku stroki og með hefðbundinni vefjarannsókn.

Niðurstöður: Gródýr, sérstök „zoite“ lífsstig, fundust í 44% skeljanna alls, í 36% samdráttarvöðva og í 16% kynkirtla. Engin önnur lífsstig gródýrsins fundust. Lögun og stærð (17-19,5 x 6,5-8 µm) gródýranna var áþekk þeim sem fundist hafa í evrópskum hörpuskeljategundum, íbjúgar frumur með áberandi stórum kjarna. Sýking var mjög lítil, oftast fundust einungis 1-10 gródýr í vefjastroki á smásjárgleri, í einni skel fannst klasi af gródýrum í vöðva. Ekki sáust merki um sjúklegar vefjabreytingar.

Ályktanir: Þetta er í fyrsta sinn sem gródýrasýking finnst í amerísku hörpuskelinni P. magellanicus. Einkenni gródýranna benda til að um sömu eða náskyld gródýr sé að ræða og fundist hafa í íslensku hörpuskelinni og skeljategundum við Færeyjar og Skotland.

 

 

V 36   National incidence of MRI diagnosed anterior cruciate ligament injury in Iceland

Micah Nicholls1,2, Þorvaldur Ingvarsson1,2, Kristín Briem1

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Össur

mkn1@hi.is

Introduction: Anterior cruciate ligament (ACL) rupture continues to be a focus of research on knee injuries. Despite this, data on the total number of ruptures on a national basis including both reconstructed (ACLR) and non-reconstructed injuries are limited.  In Iceland all suspected ACL injuries undergo routine assessment via MRI. The purpose of this study was to determine the national incidence of MRI diagnosed ACL ruptures in Iceland.

Methods and data: All MRI knee reports from 2002 to 2010 were gathered to identify ACL ruptures. Duplicate records were removed and yearly incidence for gender and age groups was determined. Data from the Icelandic national insurance data was used to determine the yearly incidence of ACLR.

Results: 30160 records were collected. A total of 1819 (6%) included a diagnosis of ACL rupture while 27458 (91%) records classified the ligament as normal or reconstructed and 1044 (3%) reports were inconclusive. The data confirmed 1252 primary ACLR during that same period. The yearly incidence was 69/100000 for total ACL ruptures and 42/100000 for ACLR. Those who underwent surgical vs. non-surgical management were significantly younger (27±9 vs 41±15 p<0.01) and males were more likely to be operated on than females (OR 1.23; 95% CI 1.01 – 1.50). Between the ages of 10 and 64 the incidence rate was 88/100000.

Conclusions: To our knowledge this is the first report on the true incidence of all ACL ruptures based on a complete national dataset. We demonstrated a total ACL rupture incidence 65% higher than the reconstruction rate.



V 37   Determination of the kinetic parameters of human gluconokinase using isothermal titration calorimetry

Neha Rohatgi1,2, Óttar Rolfsson1,2

1Center for Systems Biology, University of Iceland, 2University of Iceland Biomedical Center

ner1@hi.is

Introduction: Gluconate is a commonly encountered nutrient, yet the molecular details concerning its metabolism in humans are unaccounted for. A key enzyme in the degradation of gluconate (Glcn) is gluconokinase which acts to phosphorylate the hydroxyl group at C-6 of Glcn generating 6-phosphogluconate. Here we report the kinetics of this reaction catalyzed by recombinantly produced isoform I of human gluconokinase (hGntK).

Methods and data: Isothermal titration calorimetry (ITC) was used to study the characterisitics of the reaction catalyzed by hGntK. ITC works by measuring the heat changes during a binding event or a reaction.

Results: The phosphorylation of Glcn by ATP is shown to be associated with an enthalpy decrease corresponding to 8.27 ± 0.2 kcal/mol. At saturating concentrations of Glcn (5 mM), the KM of ATP was 0.404 ± 0.096 mM and kcat of the reaction was 10.69 ± 1.32 s-1. At saturating ATP concentration (5mM), the KM for Glcn was 0.173 ± 0.004 mM, the kcat of the reaction was 16.6 ± 1.6 s-1 and Ki (inhibition constant for Glcn) was 2.36 ± 0.37 mM. It is proposed that the reaction follows Compulsory-Ordered Ternary Complex mechanism, with ATP binding first. The order of binding is also confirmed by doing binding studies with ITC, which show ATP binds strongly to the enzyme while gluconate binds with very low affinity to the enzyme in absence of ATP.

Conclusions: We were able to use ITC to biochemically characterize human gluconokinase whose context specific role in metabolism remains to be defined.

 

 

V 38   Polysaccharide from Achillea millefolium has immunomodulatory effects on THP-1 monocytes

Oddný T. Logadóttir1,2,3,4, Sesselja Ómarsdóttir5, Arnór Víkingsson3, Jóna Freysdóttir2,3,4, Ingibjörg Harðardóttir1

1Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland,  2Department of Immunology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 3Center for Rheumatology Research Landspítali University Hospital, 4Department of Immunology, Landspítali University Hospital, 5Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland

othl1@hi.is

Introduction: Achillea millefolium has been used in traditional medicine to heal inflamed cuts and alleviate rheumatism. Aqueous extract from Achillea millefolium has been shown to have anti-inflammatory effects on dendritic cells in vitro. The objective of this study was to use bioguided fractionation to isolate a polysaccharide from Achillea millefolium that has immunomodulatory effects on THP-1 monocytes and to determine how it affects intracellular signalling in the cells.

Methods and data: Bioguided fractionation using ion-exchange chromatography was used to isolate a polysaccharide from Achillea millefolium. THP-1 monocytes were primed with IFN-γ and then stimulated with LPS in the absence or presence of the polysaccharide. The cells were cultured for 48 h and cytokine concentration in the supernatant determined by ELISA. Phosphorylation of several intracellular kinases was determined by Western blotting after one hour stimulation of the cells in the presence or absence of the polysaccharide.

Results: The water-soluble compound isolated from Achillea millefolium is most likely a polysaccharide with a molecular weight around 270 kDa. THP-1 cells incubated with the polysaccharide increased IL-12p40 secretion by around 80% and IL-10 secretion by around three fold, thus decreasing the IL-12p40/IL-10 ratio by around 40%. THP-1 cells incubated with the polysaccharide also secreted more IL-1β, IL-8, IL-23 and TNF-α than cells incubated without the polysaccharide. The polysaccharide also led to less phosphorylation of the ERK1/2 and Akt kinases.

Conclusions: The polysaccharide from Achillea millefolium increased secretion of both pro- and anti-inflammatory cytokines, possibly decreasing phosphorylation of the Akt kinase.

 

 

V 39   Pneumococcal carriage in healthy children and children with upper

Páll Guðjónsson1, Helga Erlendsdóttir1,2, Sigríður Júlía Quirk1,2, Martha Á. Hjálmarsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Karl G. Kristinsson1,2

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Clinical Microbiology, Landspítali University Hospital, 3Landspítali University Hospital

pag5@hi.is

Introduction: S. pneumoniae is a common pathogen colonizing the nasopharynx of humans. The difference in carriage between healthy children and children with upper respiratory tract infections (URTI) usually remains speculative. The aim of the study was to compare serotypes and antibiotic susceptibilities of pneumococci in healthy carriage and children with URTI. 

Methods and data: A comparison was made between isolates collected during carriage studies of children attending day care centres in 2009-2012 (DCC group), and nasopharyngeal clinical samples from children with upper respiratory tract infections (CS group) submitted to Landspitalinn during the same period. Serotypes were determined using latex agglutination and/or multiplex PCR. Comparisons were made between children of the same age.

Results: There were 1281 isolates from children in the DCC group and 770 in the CS group. The five most common serotypes in DCC were 23F, 6A, 19F, 6B and non-typable and in the CS group 19F, 6A, 23F, 6B and 15B/C. The difference was significant for 6B (p=0,044), 14 (p=0,036), 19F (p<0.0001), 23F (p=0.01) and non-typable (p<0.0001) isolates. Penicillin non-susceptible pneumococci were more common in CS (265 isolates, 34%) compared DCC (171 isolate, 14%, p<0.0001). Multiresistant S. pneumoniae was also more common in CS (33% of the isolates) compared to DCC (14%, p<0.0001).

Conclusions: There was a significant difference in carriage of the main serotypes between the two study groups and a significantly higher resistance rate in the CS group, probably because certain serotypes are more likely to cause respiratory tract infections and infected children are more likely to have received antibiotics.

 

 

V 40   Samlegðaráhrif meðferðar með TNFα hemli og
metótrexat við sóragigt

Björn Guðbjörnsson1,2, Stefán P. Jónsson3, Pétur S. Gunnarsson3,4, Anna I. Gunnarsdóttir3,4, Þorvarður J.Löve1,5

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum við Landspítala, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 4sjúkrahúsapóteki, 5vísinda- og þróunarsviði Landspítala

thl@hi.is

Inngangur: Sjúkdómsdempandi áhrif metótrexats og TNFα hemla við sóragigt er vel þekkt, en takmarkaðar upplýsingar eru til um samhliðameðferð með þessum lyfjum við sóragigt. Markmið þessarar rannsóknar var því að skoða samlegðaráhrif meðferðar með TNFα hemli og metótrexat við sóragigt hér á landi.

Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr ICEBIO-gagnagrunninum um einstaklinga með sóragigt á sinni fyrstu meðferð með TNFα hemli þar sem til staðar voru upplýsingar um sjúkdómsvirkni við upphaf meðferðar og að minnsta kosti einn af eftirtöldum tímapunktum; 13 vikur, 26 vikur eða 52 vikur (n =83). Notast var við skilmerkin ACR20, ACR50, ACR70 og EULAR response criteria til að meta árangur.  Bornir voru saman þeir sem fengu metótrexat samhliða TNFα hemli við þá sem aðeins fengu TNFα hemil.

Niðurstöður: Samhliða meðferð með TNFα hemli og metótrexat reyndist ekki skila marktækt betri meðferðarárangri fyrr en eftir 52 vikna meðferð. Við þann tímapunkt höfðu 18% sjúklinga á TNFα hemli, en 65% af þeim sem voru jafnframt á metótrexat náð ACR50  (p=0,0165); fyrir ACR20 voru hlutfallið 42% og 65% (p=0,0426). Eftir 52 vikur hafði um helmingur sjúklinga á TNFα hemli, en 92% sjúklinga á samsettri meðferð náð góðri EULAR svörun (p=0,0004) 

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar á samhliða meðferð með metótrexat og TNFα hemli séu líklegri til að ná betri meðferðarárangri til langs tíma en þeir sem eingöngu fá TNFα hemil.

 

 

V 41   Sulfobutylether-b-cyclodextrin/chitosan particles and their physicochemical characteristics

Phennapha Saokham, Zoltán Fülöp, Þorsteinn Loftsson

Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland

phs3@hi.is

Introduction: Chitosan particles can be prepared by a number of techniques but one of the most promising one is ionotropic gelation which is based on ionic interactions between the polycationic chitosan and a polyanionic polymer. These anion sources can be different types of CDs, for example sulfobutylether β-cyclodextrin (SBEβCD).

Methods and data: SBEβCD/CS particles were prepared by mixing SBEβCD and CS solutions of equal weight concentrations. The encapsulation efficiency (EE) of HC in the particles, the mean hydrodynamic diameter and polydispersity index and drug permeation were determined.

Results: The particles become larger and contain larger number of SBEβCD molecules with increasing CS:SBEβCD ratio but at the same time their ability to take up HC molecules decreases. The flux of HC from the SBEβCD complexes is higher than the HC flux from the loaded particles at identical SBEβCD concentration.

Conclusions: Due to the lipophilic nature of the CD cavities the very hydrophilic NPs could be loaded with poorly water-soluble lipophilic drugs such as HC.  The size of the NPs (diameter 200 to 1000 nm) and the drug release rate could be controlled by changing the initial concentration of SBEβCD and CS during the particle preparation.  In aqueous solutions the particles were characterized as metastable whereas self-assembled cyclodextrin nanoparticles readily dissociate upon media dilution. 

 

 

V 42   Stability of liposomes: effect of size, layer by layer electrostatic deposition and dehydration

Ragnhildur Einarsdóttir1, Benjamin Zeeb2, Monika Gibis2, Kristberg Kristbergsson1, Jochen Weiss2

1Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 2Department of Food Physics and Meat Science, Institute of Food Science and Biotechnology, University of Hohenheim

rae22@hi.is

Introduction: Liposomes are used as delivery systems for bioactives in pharmaceuticals, cosmetics and foods. Liposomes subjected to dehydration are susceptible to fusion and leakage. With the layer by layer electrostatic depositioning, polyelectrolytes adsorb to the liposome surface to form a monolayer. The aim of the study was to increase the stability of liposomes through coating with cold water fish skin gelatin and to study the influence of liposome size on layering properties and physical stability during dehydration.

Methods and data: Liposomes were prepared with high pressure homogenization and extrusion through polycarbonate membranes in 10 mM acetate buffer at pH 3.8 to produce three liposomal dispersions of different sizes. Cold water skin fish gelatin was used to coat the liposomes. Liposomal dispersions were placed in dialysis tubes where an outer osmotic pressure created by 0.5 M sucrose, dehydrated the samples with time.

Results: The ζ-potential changed from -55 mV for uncoated liposomes to 25 mV for coated liposomes. The relative weight and change in size was measured with a static light scatterer. Original size of liposomes influenced the stability of liposomes during osmotic dehydration, with the 0.09 µm in diameter liposomes being stable for 60 min, compared to 30 minutes for liposomes of 0.40 µm and 2.73 µm. Secondary liposomes were more stable towards aggregation and size change.

Conclusions: The results show that cold water fish gelatin can be used to coat liposomes using the layer by layer electrostatic dispositioning method. Moreover it shows that the interfacial membrane protects the liposomes from aggregation and fusion during dehydration.

 

 

V 43   New nucleosides produced by the marine sponge Geodia macandrewi

Margarida Costa1,2, Hongbing Liu1, Eydís Einarsdóttir1,2, Margrét Þorsteinsdóttir1,2, Sesselja Ómarsdóttir1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2ArcticMass

sesselo@hi.is

Introduction: The ocean exploration for the discovery of new natural compounds has emerged as a promising field in drug-discovery. Among all the biological diversity, marine sponges are recognized as the richest source of marine natural compounds. The first studies looking for marine-derived natural compounds led to the discovery of the nucleosides spongouridine and spongothymidine, that represented the basis for Ara-C and Ara-A.  Those compounds were later commercialized as anticancer and antiviral drugs, respectively. To date over 30 nucleosides have been characterized from sponges and they have been shown to possess various bioactivities.

Methods and data: In this study, the sponge Geodia macandrewi, collected in deep waters southwest of Iceland was submitted to CH2Cl2:CH3OH (1:1) extraction. The extract was further fractionated by modified Kupchan solvent partition and a polar fraction revealed the presence of several nucleosides. Those compounds were isolated by preparative HPLC. 1D and 2D NMR spectroscopy and QTOF-MS/MS were used to analyze and identify the compounds.

Results: Beyond the known nucleosides, two compounds seem to be non-described in the literature, showing an interesting deoxyadenosine-based structure with an unusual side chain. The bioactivity studies of these two new nucleosides are undergoing.

Conclusions: Marine sponges represent a prolific source for the discovery of new natural compounds. Those compounds, with unknown structures, can develop an important role in drug discovery. The Geodia sponge under study revealed to produce two new nucleosides and further studies on their bioactivity will be crucial to determine their potential in pharmacological and biotechnological fields.

 

 

V 44   Tengsl verkja og hreyfingar hjá íslenskum skólabörnum

Sigríður Elísabet Árnadóttir1, Kristín Júlíana Erlendsdóttir1, Guðrún Kristjánsdóttir1,2

1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði Landspítala

gkrist@hi.is

Inngangur: Tíðni verkja hjá börnum og unglingum er að aukast í hinum vestræna heimi og talið er að hluta megi rekja til breyttra lifnaðarhátta eins og aukins hreyfingarleysis. Tengsl milli verkja og hreyfingar hafa lítið verið rannsökuð hérlendis en aftur á móti sýna erlendar rannsóknir fram á að ráðlögð hreyfing geti dregið úr verkjum en of mikil hreyfing og hreyfingarleysi geti leitt til hærri tíðni verkja. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru milli verkja og hreyfingar annars vegar og hins vegar verkja og hreyfingarleysis hjá íslenskum skólabörnum.

Efniviður og aðferðir: Stuðst var við gögn úr könnuninni Heilsa og lífskjör skólanema sem gerð var árið 2009. Alls svöruðu 11.602 nemendur í 6., 8. og 10. bekk könnuninni og var svarhlutfallið 87% á landsvísu. Rannsóknir tók mið af aldri, kyni, og sálfélagslegum bakgrunni. Skólabörnin voru spurð um hversu oft þau upplifðu höfuðverk, bakverk og magaverk, hverslu oft þau stunduðu létta hreyfingu eða líkamsrækt (60 mínútur eða lengur yfir daginn) vikulega, hversu oft í viku þau reyndu á sig svo þau yrðu þreytt, svitnuðu eða finndu fyrir mæði, og hversu marga klukkustundir á dag að meðaltali þau stunduðu athafnir í kyrrsetu utan skóla (<2/>3 hours á viku).

Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að börn sem stunda ráðlagða létta hreyfingu upplifðu síður verki en börn sem hreyfðu sig ekki. Hærra hlutfall var meðal barna sem upplifðu þrjár tegundir af verk á viku (15,3%) og hreyfðu sig ekki heldur en hjá börnum sem voru verkjalaus (6,7%). Svipað hlutfall var meðal barna sem hreyfðu sig mikið 2-3 sinnum í viku og upplifðu verki vikulega eða oftar (26-34%) og hjá börnum sem hreyfðu sig á hverjum degi (24-30%). Hærri tíðni var á verkjaupplifun barna sem sátu í þrjá tíma eða meira á dag en lítill munur var hversu margar tegundir af verk börn upplifðu eftir því hve lengi þau sátu. Fylgni milli hreyfingar/hreyfingarleysis og verkja var í öllum tilfellum veik en þó marktæk (p=0,000).

Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum má álykta að veik tengsl séu milli hreyfingar/hreyfingarleysis og verkja hjá börnum. Ráðlögð hreyfing virðist draga úr verkjum hjá börnum og unglingum og virðist sem mikil hreyfing hafi ekki þau áhrif. Börn sem hreyfa sig lítið eða stunda mikla kyrrsetu upplifa frekar verki en önnur börn en það hefur ekki í heild áhrif á fjölda verkja.

 

 

V 45   Expression of mir-21 in BRCA2-related breast cancer

Sigríður Þóra Reynisdóttir1, Ólafur Andri Stefánsson1, Sigríður K. Böðvarsdóttirarsdóttir1, Arnar Pálsson2, Jórunn E. Eyfjörð1

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2 Faculty of Biology and Environmental studies, University of Iceland

siggarey@hi.is

Introduction: An inherited founder mutation in BRCA2 accounts for  ~6 % of all breast cancers in Iceland.  The BRCA2 protein plays an important role in DNA repair of double-strand breaks (DSBs) by homologous recombination. Breast cancer in BRCA2 mutation carriers is associated with poor long- term prognosis.Deregulation of miRNA expression is frequently seen in breast cancer.Little is however known about the role of miRNAs in BRCA2 related breast cancer. Mir-21 is frequently over-expressed in breast cancer in non-carriers and is associated with metastasis and poor prognosis.  Analysis of array CGH data from BRCA2 breast tumors shows that the mir-21 locus on chromosome 17 is amplified in over 70% of BRCA2 breast tumors vs. 40% in non-carriers.  In this study we look at the expression of mir-21 in breast tumors from BRCA2 carriers. 

Data and methods: The genomic position of 1200 miRNA genes was mapped onto whole genome array CGH data from 45 BRCA2 breast tumors and 60 breast tumors from non-carriers.  Mapping and statistical analysis was performed in R-studio.  Expression of mir-21 was analyzed in fresh frozen tumor tissue (BRCA2 n=21, non-carriers n=18) by qPCR, using specific mir-21 Taqman probes (Applied Biosystems).

Results: Expression of mir-21 did not show a statistically significant difference in BRCA2 breast tumors when compared to breast tumors from non-carriers. However, we observe a strong tendency towards higher expression in the BRCA2 group. 

Conclusions:  Overexpression of mir-21 has been associated with poor prognosis, metastasis and a decrease in response to certain chemotherapeutic drugs. We will study the expression of mir-21 in BRCA2 breast tumors in more samples to further understand the frequency and significance of mir-21 overexpression in BRCA2 related breast cancer.

 

 

V 46   Sitjandafæðingar á kvennadeild Landspítalans 2006-2012

Sigrún Tinna Gunnarsdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvennadeild Landspítala

stg14@hi.is

Inngangur: Nýgengi fullburða einbura í sitjandastöðu er um 3% allra fæðinga. Lengi hefur verið umdeilt hver sé öruggasti fæðingarmátinn fyrir barn í sitjandastöðu.Tilgangurrannsóknarinnar var að skoða afdrif þeirra barna sem fæddust úr sitjandastöðu á kvennadeild Landspítala á árunum 2006-2012 og bera saman fyrirhugaða leggangafæðingu og fyrirhugaðan valkeisaraskurð.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum konum sem gengu með einbura í sitjandastöðu eftir 36 vikna meðgöngu á Landspítala á tímabilinu. Upplýsingar fengust úr mæðraskrám og sjúkraskrár. Hópurinn var flokkaður eftir fyrirhuguðum fæðingarmáta, um leggöng (37 tilfelli) eða með valkeisara (348 tilfelli).

Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur og hæð móður, meðgöngulengd og fæðingarþyngd (p>0,05). Apgar við 1 mínútu var marktækt lægri í leggangahópnum með meðaltal 5,83 en meðaltal í keisarahópnum var 8,01 (p<0,05). Apgar við 5 mínútur var einnig marktækt lægri í leggangahópnum með meðaltal 8,39 en meðaltal í keisarahópnum var 9,39 (p<0,05). Marktækt fleiri börn höfðu Apgar undir 7 við 5 mínútur í leggangahópnum en ekkert barn í hópnum varð fyrir varanlegum skaða af völdum súrefnisþurrðar. Enginn munur var á hópunum hvað varðar eftirlit og innlagnir ávökudeild.

Ályktanir: Börnum í sitjandastöðu vegnaði betur í fæðingu ef fyrirhuguð var fæðing með valkeisara en ef fæðing var fyrirhuguð um leggöng. Þau urðu síður fyrir súrefnisþurrð. Ef fæðingvar fyrirhuguð um leggöng vegnaði þeim börnum þó einnig vel og þurftu ekki meira eftirlit eða meðferð og urðu ekki fyrir varanlegum skaða. Frekari rannsókna er þörf til þess að skera úr um hvaða fæðingarmáti er öruggastur við sitjandastöðu.

 

 

V 47   Jákvætt IgE fyrir jarðhnetum og jarðhnetupróteinum í ImmunoCap prófi og tengsl við klínísk einkenni

Helga Magnúsdóttir1,2, Anna Guðrún Viðarsdóttir2,  Björn Rúnar Lúðvíksson1,2, Michael Clausen3, María I. Gunnbjörnsdóttir4, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2ónæmisfræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4göngudeild ofnæmissjúkdóma Landspítala

veiga@lsh.is

Inngangur: Jarðhnetuofnæmi er algengt og oft á tíðum hættulegt fæðuofnæmi. Jarðhnetupróteinin Ara-h-1, -2 og -3 eru meginofnæmisvakarnir í jarðhnetum. Ara-h-8 er með sambærilega byggingu og  Bet-v-1 sem er mikilvægur ofnæmisvaki í birki, og útskýrir mögulega jarðhnetunæmi hjá einstaklingum með birkiofnæmi. Markmiðið var að meta hve stórt hlutfall þeirra einstaklinga sem eru með næmi fyrir jarðhnetum en ekki Ara-h-2 jarðhnetupróteini eru næmir fyrir birki (Bet-v-1-IgE). Einnig að skoða klíníska mynd einstaklinga með IgE gegn jarðhnetum og hvort þeir hafi farið í þolpróf fyrir jarðhnetum.

Efniviður og aðferðir: Serumsýni frá 220 einstaklingum sem voru með jákvætt jarðhnetu-IgE á tímabilinu 01.11.11-01.12.13 voru notuð til að mæla með ImmunoCap aðferð, IgE gegn Ara-h-1, -2, -3 og -8, auk Bet-v-1. Upplýsingar um aldur við blóðtöku, kyn, sögu um ofnæmissjúkdóma, fjölskyldusögu og niðurstöður húðprófa og þolprófa voru fengnar úr sjúkraskýrslum þriggja sjúkrahúsa og sérfræðingastofa í Reykjavík.

Niðurstöður: Af  220 sýnum voru 52,3% neikvæð fyrir Ara-h-2-IgE. Af þeim voru 22,6% jákvæð fyrir Bet-v-1-IgE. Tólf af 220 einstaklingum höfðu farið í jarðhnetuþolpróf þar sem 9 voru með neikvætt próf. Í heild höfðu 71% einstaklinganna sögu um exem, 67% sögu um astma og 63% sögu um ofnæmiskvef. Þeir sem voru jákvæðir fyrir birki voru marktækt eldri, fleiri konur og höfðu frekar sögu um frjókorna-og/eða dýraofnæmi en þeir sem voru neikvæðir.

Ályktanir: Helmingur þeirra sem mælast með ofnæmismótefni gegn jarðhnetum eru neikvæðir fyrir Ara-h-2 sem bendir til hættulítillar næminga. Að hluta gæti jákvætt jarðhnetupróf skýrst af loftbornu ofnæmi t.d. fyrir birki. Fæðuþolpróf, sem er stórlega vannýtt hérlendis, myndi skera úr um hvort þessir einstaklingar geti neytt jarðhneta.

 

 

V 48   Fiskprótein í próteinstangir

Sóley Ósk Einarsdóttir1, Margrét Geirsdóttir2

1Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 2Matís

soloein@gmail.com

Inngangur: Markmið verkefnisins var að þróa nýja afurð, próteinstangir, með fiskpróteinum og nýta þannig aukaafurðir fiskvinnslu og auka verðmæti fisksins. Fyrirtækið MPF á Íslandi hefur þróað aðferð við einangrun á fiskpróteinum með pH hliðrunarferli og frostþurrkun úr þorskroði og beinum. Eftirspurn eftir heilsufæði hefur aukist mikið síðustu ár og slíkar vörur eru að seljast á háu verði. Aðal umhugsunarefnið var að ná fram góðu bragði og áferð og að hafa nægt magn próteina í hverri stöng.

Efniviður og aðferðir: Í rannsókninni voru þrjár mismunandi uppskriftir prófaðar. Sumar uppskriftir voru bakaðar í ofni en aðrar einungis frystar án bökunar. Athugað var hvaða áhrif mismunandi hitastig í ofni og mismunandi bökunartími myndi hafa.

Farið var með eina uppskrift í neytendakönnun í Borgartún með þremur ólíkum samsetningum af próteinum, 1: 10% fiskprótein, 2: 10% undanrennuduft og 3: 5% fiskprótein á móti 5% af fiskpróteinum. 80 manns tóku þátt í rannsókninni.

Niðurstöður: Uppskriftirnar komu misvel út. Uppskriftin sem var ekkert bökuð, eingungis fryst kom best út bragðlega séð samkvæmt óformlegri bragðprófun af starfsfólki í Matís. Fiskpróteinin brunnu í ofninum og það kom mikil fisklykt og bragð. Í neytendakönnun kom best út stöngin sem innihélt 10% undanrennuduft og ekkert fiskprótein. Stöngin sem innihélt 10% fiskprótein kom verst út og nokkrir nefndu fiskbragð í athugasemdum. Fiskpróteinið gefur alltaf fiskbragð sem erfitt er að fela og er ófyrirgefanlegt í vöru sem þessari.

Ályktanir: Erfitt væri að markaðssetja þessa vöru þar sem hún þyrfti að geymast í kæli/frysti til þess að bragðið kæmi best út. Einnig þyrfti að ná að fela fiskbragðið alveg.

 

 

V 49   Meningeal melanocytes in the mouse: Distribution and dependence on MITF

Stefán Árni Hafsteinsson1,2, Diahann Atacho1,2, Veronique Delmas3, Lionel Larue3, Eiríkur Steingrímsson2, Petur Henry Petersen1

1Department of Anatomy, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Normal and Pathological Development of Melanocytes, Institute Curie

stefan.hafsteinsson@gmail.com

Introduction: Melanocytes are pigment producing cells derived from the neural crest. They are primarily found in the skin and hair follicles but also in other tissues including the choroid of the eye, the inner ear and the heart. Here we describe the distribution of melanocytes in the mouse meninges.

Methods and data: C57BL/6J  and Mitfmi-vga9mice were examined for meningeal melanocytes after dissection. Meningeal melanocytes were further characterized using histochemical and immunohistochemical techniques.

Results: Melanocytes can be found in six distinct areas in the meninges of wild type mice of the C57BL/6J strain: On top of the olfactory bulb, underneath the olfactory bulb, between the olfactory bulb and the cortex, anteriorly around the optic and trigeminal nerves, around the pterygopalantine and middle meningeal artery at their junction and between the cerebellum and the cortex. These cells depend on the master regulator of melanocyte development, MITF, since melanocytes are not present in any of the above areas in homozygous Mitfmi-vga9mice, which lack MITF expression. In Mitfmi-vga9 heterozygous mice, fewer meningeal melanocytes were present underneath the olfactory bulb and between the olfactory bulb and the cortex. They were absent from other areas. Histochemical staining showed that the melanocytes are located in the subarachnoid space. Immunohistochemistry of B6-TYRc-2J/J mice shows that the meningeal melanocytes are positive for MITF.

Conclusions: The location of meningeal melanocytes is consistent with the location of meningeal melanoma found in an NRAS driven mouse model for meningeal melanoma, supporting the claim that the neoplasms observed in this model are indeed primary neoplasms. The location of melanocytes in mammalian meninges suggests a possible role in immunity.

 

 

V 50   Sensitivity to PARP inhibition in BRCA2 deficient cells

Stefan Hermanowicz, Ólafur Andri Stefánsson, Jórunn Eyfjörð, Stefán Sigurðsson
Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland

sthh16@hi.is

Introduction: BRCA2 plays a crucial role in DNA Double Strand Break (DSB) repair. Cells deficient in BRCA2 have impaired ability to repair DSBs and are therefore highly susceptible to DNA damage. PARP1 is a protein responsible for mediating single stranded break repair and has long been a target of cancer therapy. By inhibiting PARP1, single stranded breaks will develop into DSBs, potentially killing the cell. Here we are investigating whether PARP1 inhibitors are effective on cells heterozygous for BRCA2.
Methods and data: Using a lentivirus on a heterozygous breast epithelial cell line, A176, containing the Icelandic founder mutation 999del5 we were able to create a BRCA2 knockout cell line. Along with cell lines MCF7 (BRCA2 +/+) and CAPAN-1 (BRCA2 -/-), we treated the cell lines with PARP inhibitors and looked at DNA damage response through foci formation and cell survival.
Results: MCF7, A176, and A176 with scramble shRNA showed competent RAD51 foci formation following PARP inhibition. A176 with BRCA2 shRNA and CAPAN-1 showed little or no ability to form RAD51 foci and suffered the worst from PARP inhibition.

Conclusions: We found that cells heterozygous for BRCA2 will have sufficient yet slightly impaired ability to form RAD51 foci indicating competent repair. PARP inhibition might be a treatment option for heterozygous individuals with tumors that have lost both BRCA2 alleles or as a preventive therapy by selecting against tumor cells that loose both BRCA2 alleles.

 

 

V 51   Útbreiddari kransæðasjúkdómur hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni og nýgreinda sykursýki

Steinar Orri Hafþórsson1, Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Erna Sif Óskarsdóttir1, Linda Björk Kristinsdóttir1, Ísleifur Ólafsson2, Þórarinn Guðnason2, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Karl Andersen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala

steinar.orri@gmail.com

Inngangur: Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni (BKH) eru oft með ógreinda truflun á sykurefnaskiptum sem hafa neikvæð áhrif á horfur þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort truflanir á sykurefnaskiptum væru tengdar útbreiðslu kransæðasjúkdóms.

Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru sjúklingar með BKH án fyrri greiningar á sykursýki af tegund 2 (SS2) á Landspítala. Skert sykurþol og SS2 voru greind með mælingu á fastandi blóðsykri (FPG), HbA1c og stöðluðu sykurþolsprófi 2 – 4 dögum eftir innlögn og mælingar endurteknar þremur mánuðum eftir útskrift. Útbreiðsla kransæðasjúkdómsins var metin með Gensini-skori sem tekur tillit til þess hve mikil þrenging er, hversu margar þrengingar eru og staðsetningar þeirra.

Niðurstöður: Meðal 171 sjúklinga (77% karlar, meðalaldur 63,3) voru 47% með eðlileg sykurefnaskipti, 41% með skert sykurþol og 12% með SS2. Miðgildi Gensini-skors var 30,0 (16,0 – 48,8). Miðgildi Gensini-skors voru 26,0 og 28,5 meðal sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti og skert sykurþol. Miðgildi Gensini-skors var 37,0 meðal sjúklinga með SS2 (p -=0,07).

Ályktanir: Sjúklingar með BKH sem eru með ógreinda sykursýki eru með útbreiddari kransæðasjúkdóm heldur en þeir sem eru með eðlileg sykurefnaskipti. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að skima fyrir efnaskiptasjúkdómum meðal sjúklinga sem leggjast inn vegna BKH.

 

 

V 52   Endurteknar mælingar á sykurbúskap bæta greiningu á skertu sykurþoli og sykursýki 2 hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni

Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Linda Björk Kristinsdóttir2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Steinar Orri Hafþórsson2, Ísleifur Ólafsson1,2, Karl Andersen1,2

1Landspítala, 2 læknadeild Háskóla Íslands

thorarinn21@gmail.com

Inngangur: Sykursýki 2 (SS2) og skert sykurþol eru áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi sem oft eru ógreindir hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort hægt væri að bæta greiningu á SS2 og skertu sykurþoli með því að mæla sykurbúskap sjúklinga með BKH í sjúkrahúslegu og endurtaka mælingar að þremur mánuðum liðnum.

Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem lagðir voru inn á hjartadeild Landspítala með BKH án fyrri  SS2 greininar var boðið að taka þátt í rannsókninni. Sykurbúskapur var metinn með fastandi glúkósa í plasma (FGP), HbA1c og stöðluðu sykurþolsprófi. Mælingar voru framkvæmdar í sjúkrahúslegu og endurteknar þremur mánuðum seinna. Sjúklingar voru flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2 eftir hæsta gildi þessara mælinga.

Niðurstöður: 154 sjúklingar (80,5% karlar, meðalaldur 63 ár) sem ekki höfðu verið greindir með SS2 tóku þátt í rannsókninni. Þegar teknar eru saman mælingar frá innlögn voru 46,8, 40,2 og 13,0% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Þremur mánuðum seinna voru 40,3, 50,0 og 9,7% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Þegar niðurstöðurnar í innlögn og þremur mánuðum seinna voru teknar saman voru 28,6, 53,9 og 17,5% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Flokkun sjúklinga eftir sykurbúskap var óbreytt hjá 59,7%, 18,2% urðu betri og 22,1% verri milli mælinga.

Ályktanir: Um tveir þriðju hlutar þeirra sem leggjast á hjartadeild vegna BKH eru með truflun á sykurefnaskiptum. Greiningarhæfni eykst verulega við endurtekna mælingu þremur mánuðum eftir útskrift.

 

 

V 53   Bandvefsmyndun í beinmerg sjúklinga með
mergæxli: Áhrif og horfur

Tinna Hallgrímsdóttir1, Anna Porwit2, Magnus Björkholm3,4, Eva Rossmann4, Hlíf Steingrímsdóttir5, Sigrún Helga Lund1, Sigurður Y. Kristinsson1,5

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskólanum í Toronto, 3Karolinska háskólasjúkrahúsið, 4Karolinska Institutet, 5Landspítala

tih7@hi.is

Inngangur: Mergæxli einkennist af offjölgun á plasmafrumum í beinmerg og seytrun á einstofna mótefnum. Mikill breytileiki er í lifun sjúklinga en þekkt er að ákveðnir þættir hafi áhrif á horfur, meðal annars aldur og erfðabreytileiki. Bandvefsmyndun í beinmerg er þekkt í mergæxlum en hefur verið mjög lítið rannsakað og áhrif þess á horfur að mestu óþekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi bandvefsmyndunar í beinmerg sjúklinga með mergæxli og áhrif þess á lifun.

Efniviður og aðferðir: Gagnasöfnun fór  fram á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og gögn voru fengin úr sjúkraskrám þaðan. Farið var yfir öll beinmergssvör (N=1500) einstaklinga sem greindust með mergæxli á tímabilinu 2003-2011. Gerð var ferilrannsókn þar sem metið var algengi bandvefsmyndunar í beinmerg við greiningu mergæxlis. Sjúklingar með bandvefsmyndun voru paraðir við sjúklinga án bandvefsmyndunar af sama kyni, greiningarári og fæðingarári svo framarlega sem unnt var. Metinvar lifun millihópa með Kaplan-Meier-aðferð og Cox-líkani.

Niðurstöður: Alls greindust 586 einstaklingar með mergæxli á Karolinska sjúkrahúsinu á árunum 2003-2011 en af þeim höfðu 223 (38%) bandvefsmyndun í beinmerg við greiningu. Borið saman við paraða sjúklinga án bandvefsmyndunar (N=217) höfðu sjúklingar með bandvefsmyndun marktækt verri lifun (p=0,0485). Munurinn var mestur hjá karlmönnum og sjúklingum yngri en 65 ára. Jafnframt voru lífshorfur verri eftir því sem bandvefsmyndunin var meiri.

Ályktanir: Bandvefsmyndun í beinmerg er algeng hjá sjúklingum með mergæxli og hefur slæm áhrif á horfur. Kanna þarf betur undirliggjandi ástæður þessa til dæmis svörun meðferðar, fylgikvilla og tengsl við aðra þætti sem hafa áhrif á horfur.

 

 

V 54   Kítínasavirknimæling í heila- og mænuvökva

Unnur Diljá Teitsdóttir1, Jón Snædal2, Pétur Henry Petersen1

1Rannsóknastofu í taugalíffræði, Lífvísindasetri Háskóla Íslands, 2öldrunarlækningadeild Landspítala

udt1@hi.is

Inngangur: Chitotriosidase (Chit1) er virkur kítínasi og er talinn hafa hlutverki að gegna í bólguviðbragði. Chit1 er aðallega seytt af átfrumum utan miðtaugakerfis og microglial frumum í heila. Nýlegar rannsóknir hafa gefið til kynna að mæling á virkni ensímsins í heila- og mænuvökva nýtist til forspár á framvindu sjúkdóma miðtaugakerfis á borð við Alzheimer. Markmið þessarar rannsóknar var tvenns konar. Annars vegar að staðfesta næmni og sértækni mælingaraðferðarinnar og hins vegar að kanna hvort greinilegs breytileika gæti í virkni ensímsins milli einstaklinga.

Efniviður og aðferðir: Heila- og mænuvökvasýni komu frá þátttakendum úr MCI rannsókn á vegum öldrunarlækningadeildar Landspítalans og leitað höfðu til Minnismóttöku.Virkni Chit1 var mæld með því að blanda 10 µl af hverju heila- og mænuvökvasýni saman við 100 µl af 0,022 mM 4-methylumbelliferyl β-D-N,N′,N”-triacetylchitotrioside í 0,1 M/0,2 M citrate/phosphate lausn (pH 5,2). Eftir 30 mínútna bið við 37 °C var efnahvarfið stoppað með 120 µl af 1 M glycine/NaOH lausn (pH 10,6) og flúorljómun mæld í ljósmæli (örvun: 360 nm, útgeislun: 450 nm).

Niðurstöður: Efnahvarfið var línulegt eftir tíma og eyða mátti kítínasavirkni með hitun við 80 °C eða með samkeppnishindrum. Meðalensímvirkni í heila- og mænuvökva mældist 5,3 nmól/ml/klst, staðalfrávik 3,6 nmól/ml/klst og spönn gilda var á bilinu 1,1 - 10,6 nmól/ml/klst.

Ályktanir: Sértæk virkni Chitotriosidase ensímsins var mælanleg í heila- og mænuvökva, auk þess sem nokkur breytileiki mældist milli einstaklinga. Hér er um frumrannsókn að ræða en á grundvelli þessara niðurstaða er stefnt að frekari mælingum á ensíminu í lífsýnum úr einstaklingum með minnisglöp ásamt öðrum sjúklingahópum.

 

 

V 55   Umbótastarf og mat á gæðum heimahjúkrunar á Selfossi: Íhlutunarrannsókn

Unnur Þormóðsdóttir1, Ingibjörg Hjaltadóttir2, Sólveig Ása Árnadóttir3

1Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands

unnur@hsu.is

Inngangur: Öldruðum fer fjölgandi ár frá ári og hefur þörfin fyrir þjónustu í heimahúsi aukist í takt við það. Krafan um að heilbrigðisstofnanir veiti gæðaþjónustu og fé sé vel varið er mikil og eykst stöðugt. Með tilkomu gæðavísa  Resident assessment insturment – Home Care (RAI-HC) matstækisins opnast möguleikar á að meta gæði þjónustunnar hvernig má auka þau. Tilgangurinn var að rannsaka hvort hægt væri að hafa áhrif á gæði þjónustu með því að veita starfsfólki fræðslu sem unnin hafði verið fyrir matstækið .

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var megindleg íhlutunarrannsókn sem fylgdi fyrir- eftir rannsóknarsniði án samanburðarhóps. Gögnin voru byggð á upplýsingum úr RAI-HC gagnagrunninum frá 31 skjólstæðingi heimahjúkrunar. Skoðaðar voru vísbendingar um gæði heimahjúkrunar, fyrir og eftir íhlutun. Starfsfólk tók þátt í ákvörðunum varðandi val á gæðavísum.

Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda í rannsókninni var 79,2 ár, lægsti aldur var 60 ár og hæsti aldur 94 ár, meirihlutinn var konur og bjuggu 51,6% einir. Meðaltími skjólstæðinga í heimahjúkrun var tvö ár og 5 mánuðir. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að hægt væri að hafa áhrif á hluta gæðavísanna með fræðslu, eina marktæka niðurstaðan sem birtist var í tilfelli  gæðavísisins algengi bylta. Hinir tveir gæðavísarnir sem íhlutun beindist sérstaklega að lækkuðu hlutfallslega þó að munurinn væri ekki marktækur. Sjö af þeim 10 gæðavísum sem íhlutun beindist ekki að sýndu vísbendingar um breytingar til hins betra.

Ályktanir: Það virtust vera vísbendingar í gögnunum um að fræðsla hefði áhrif á gæði þjónustunnar til hins betra og hjálpaði til við umbótarvinnu. Það var áhugavert að sjá að vísbendingar voru um að fræðslan hefði áhrif á aðra gæðavísa en hún beindist sérstaklega að. Starfsfólk var áhugasamt og vildi taka þátt og hafa áhrif á sína vinnu til hins betra. Niðurstöður gáfu vísbendingar sem gætu nýst fleiri heilsugæslustöðvum við sína umbótavinnu.

 

 

V 56   Þróun á doxýcýklín hlaupi til meðferðar á sáramyndun í munnholi

Venu Gopal Reddy Patlolla, Þórdís Kristmundsdóttir   

Lyfjafræðideild Háskóla Íslands

vgr1@hi.is

Inngangur: Sáramyndun í munnholi (recurrent aphthous somatitis) er vandmál sem hrjáir marga. Rannsóknir hafa sýnt að tetracýklín og afleiður þess hafa hemjandi virkni á matrix-metallópróteinasa ensím (MMP) sem eru hluti af bólgusvörun og taka einnig þátt í niðurbroti vefs í sárum.  In vitro rannsóknir hafa sýnt að tetracýklínafleiðan doxýcýklín hemur MMP ensím við mun lægri styrk en þarf til að ná fram bakteríuhemjandi virkni lyfsins. Doxýcýklín hefur aðallega verið notað sem systemískt sýklalyf en nýlegar rannsóknir hafa beinst að staðbundinni verkun lyfsins í munnholi gegn tannholdssjúkdómum. Doxýcýklín hefur takmarkað geymsluþol í lausn þar sem það oxast auðveldlega. Markmið verkefnisins var að þróa doxýcýklinlausn sem myndar hlaup á munnslímhúð (in situ hlaupmyndun) í þeim tilgangi að meðhöndla sár í munnholi. Miðað var við að lausnin væri stöðug við geymslu í a.m.k. 12 mánuði.

Efniviður og aðferðir: Til að auka stöðugleika doxýcýklíns í lausn var við hönnun lyfjaformsins notuð cýklódextrínafleiða til að komplexbinda lyfið svo og fjölliður sem loða við slímhúð. Mismunandi fjölliður voru rannsakaðar en val fjölliðu var byggt á þeim eiginleika að mynda hlaup við hitastig munnsins.

Niðurstöður: 40 in situ myndandi hlaup voru framleidd. Val á fjölliðum og sýrustig lausnanna hafði áhrif á eiginleika hlaupanna. Rannsóknir sýndu að við 4°C voru poloxamer lausnirnar stöðugar við geymslu í 20 mánuði.

Ályktanir: Niðurstöður sýna að unnt væri að bæta meðferð sára í munnholi með hlaupmyndandi fjölliðulausnum sem innihalda doxýcýklín í lágum styrk.

 

 

V 57   Chitosan based nano-conjugates for photochemical internalization based cancer therapy

Vivek Gaware1,2 , Monika Håkerud2, Anders Høgset2, Kristian Berg3, Már Másson1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2PCI Biotech, 3The Norwegian Radium Hospital

vsg3@hi.is

Introduction: Photochemical internalization (PCI) is a novel technology, which utilizes selected photosensitizers (PS) in combination with light excitation, to induce release of endocytosed hydrophilic drugs so they can reach their target before being degraded in lyzosomes. This therapy has been shown to be effective in the clinic but the efficiency of could potentially be further improved with polymeric nanocarriers. These would allow for tumor selective accumulation due to the enhanced permeation and retention (EPR) effect. 

Methods and data: The aim of the study was to develop synthesize and investigate nanoconjugates, that composed of the highly lipophilic PS, TPP and TPC, covalently linked to carriers based on the hydrophilic biopolymer chitosan. TBDMS protected chitosan was utilized for efficient synthesis of highly substituted nanoconjugates. These conjugates were characterized to determine the chemical structure of physiochemical characteristics and then investigated for PCI in vitro and in vivo.

Results:  Fluorescence, NMR and dynamic light scattering investigations showed that the nano-conjugates formed nanoparticle like structures with average size of nanoparticles was in the range 100-300 nm. The nanoconjugates were effective for PCI mediated gene delivery in human colon carcinoma cell line. Preliminary experiments showed that TPC nanonconjugates were effective for PCI based cancer treatment of  preliminary in vivo experiments using tumor bearing Hsd:Athymic nude-Foxn1nu female mice.

Conclusions: These results showed chitosan based nanoconjugates, induced a strong PCI effect are therefore promising for PCI based cancer therapy.

 

 

V 58   Glerungseyðing: Áhrif ávaxtadrykkja í Suður-Ameríku

W. Peter Holbrook, Jurama Fortes

Tannlæknadeild Háskóla Íslands

phol@hi.is

Inngangur: Komið hefur fram að tanneyðing hrjái tiltölulega hátt hlutfall barna í Suður-Ameríku. Mikilvægir eyðingarþættir hafa verið taldir súrir ávaxtadrykkir og stundum magabakflæði. Rannsóknir á Íslandi hafa bent á sömu orsakaþætti. Markmið var  að meta eyðingarafl drykkja sem markaðssettir eru fyrir börn í Suður-Ameríku og bera niðurstöðurnar saman við íslensk gögn yfir tanneyðandi drykki, sem safnað hefur verið með sömu aðferðafræði.

Efniviður og  aðferðir:Gosdrykkjum í duftformi, sem margir eru sérstaklega markaðssettir fyrir börn, var safnað saman í Brasilíu, einkum í apótekum. Tannsýni úr útdregnum, tannskemmdafríum jöxlum voru útbúin. Drykkir voru blandaðir samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og sýrustig (pH-gildi) mælt. Tannsýni voru vegin, þeim dýft í tilbúna drykki og síðan komið fyrir í snúðvöggu (e. gyrorocker). Drykkir voru endurnýjaðir daglega og tannsýnin endurvegin að 9 dögum liðnum. Hlutfallslegt þyngdartap hvers tannsýnis eftir niðurdýfingu var reiknað út.

Niðurstöður: Upphaflegt sýrustig drykkja og hlutfallslegt þyngdartap tannefnis var á bilinu 2,8/41% fyrir ástaraldin til 3,7/9,5% fyrir mangó. Þyngdartap tannefnis var í samhengi við upphaflegt sýrustig drykkja, fyrir utan appelsínudrykk (sýrustig 3,3 - þyngdartap tannefnis 37%). Drykkir sem fást á Íslandi og voru prófaðir á sama hátt gáfu mjög sambærilega niðurstöðu og drykkir frá Brasilíu. Þyngdartap tannefnis reyndist sérstaklega hátt þegar sýrustig drykkja var lægra en 3,5.

Ályktanir: Svipuð tanneyðingaráhrif mældust í ávaxtadrykkjum frá Brasilíu og í drykkjum frá Íslandi. Ef ávaxtadrykkir eru meginorsök tanneyðingar í Brasilíu er líklegt að ofnotkun sé um að kenna hjá ungum börnum, mögulega vegna hlýrra veðurfars. Dagleg neysla og neyslumynstur þessara drykkjartegunda voru ekki rannsökuð en gæti skýrt þá tíðni tanneyðingar í Suður-Ameríku sem vart hefur orðið við.

 

 

V 59   Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi

Ýmir Óskarsson1, Ásgeir Haraldsson1,2 , Þórólfur Guðnason3, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir5, Karl G. Kristinsson1,4, Haraldur Briem3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3Embætti landlæknis, 4sýklarannsóknardeild Landspítala, 5Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

ymo1@hi.is

Inngangur: Bólusetningar hafa bjargað ótal mannslífum og dregið úr smitsjúkdómum. Þegar nýgengi sjúkdóma lækkar beinist athygli fólks meira að hugsanlegum aukaverkunum bólusetninga, sem gæti dregið úr þátttöku í bólusetningum. Lítið er vitað um viðhorf til bólusetninga á hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afstöðu til bólusetninga barna á Íslandi

Efniviður og aðferðir: Spurningalisti um afstöðu til bólusetninga auk spurninga um bakgrunnsþætti var sendur á fjögur úrtök með tölvupósti (N=20.641): almenningsúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands (n=4987), starfsmenn Landspítalans (n=4414), starfsmenn HÍ (n=1143) og nemendur (n=10.097) HÍ. Gerð var tvíþátta fjölbreytu lógístísk aðhvarfsgreining.

Niðurstöður: Svör fengust frá 6501 einstaklingi: 3141 frá almenningi, 1883 frá starfsfólki Landspítala, 917 frá háskólanemum og 560 frá háskólastarfsmönnum. Heildarsvarhlutfall var 31,5%, lægst hjá háskólanemum (9,1%), hæst hjá almenningi (63%). Yfir 95% þátttakenda voru mjög eða frekar hlynnt bólusetningu barna á fyrsta og öðru aldursári en 1,2% mjög eða frekar andvíg. 92% treysta íslenskum heilbrigðisyfirvöldum til að ákveða fyrirkomulag bólusetninga og 96% myndu bólusetja barn sitt skv. íslensku fyrirkomulagi. Rúmlega 9% voru mjög eða frekar sammála því að óttast alvarlegar aukaverkanir bólusetninga og 15% töldu náttúrulegar sýkingar vera betri en bólusetningar. Óvissa einkennir afstöðu til upptöku bólusetninga barna gegn hlaupabólu og inflúensu en fáir voru þeim andvígir.

Ályktanir: Afstaða til bólusetninga barna á Íslandi er afgerandi jákvæð og gefur góð fyrirheit um að áfram megi halda smitsjúkdómum hérlendis í skefjum. Andstaða við bólusetningar og efasemdir um virkni þeirra eru til staðar, þó ekki í miklu mæli.

 

 

V 60   Patient adherence to TNFainhibitors in patients with rheumatoid arthritis (RA) and psoriatic arthritis (PsA)

Þórunn Óskarsdóttir1, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2, Pétur Sigurður Gunnarsson1,2, Þorvarður J. Löve1,3, Björn Guðbjörnsson1,3

1Landspítali University Hospital, 2Faculty of Pharmacology, University of Iceland, 3Faculty of Medicine, University of Iceland

thorunos@landspitali.is

Introduction: Patient adherence to treatment plays a fundamental role in clinical outcome. The objective of this study was to calculate patient adherence to treatment with TNFα inhibitors (adalimumab, etanercept and infliximab) in RA and PsA.

Methods and data: Observational cohort study based on two registries: ICEBIO and the prescription registry systems at Landspitali. The present study included 499 patients registered in ICEBIO (321=RA; 178=PsA). All patients were receiving their first biologic treatment during the study period (2009–2013). Medication adherence was calculated using medication possession ratio (MPR) and proportion of days covered (PDC) to create an adherence score, which was used to classify patients as adherent (≥80% for either score) or non-adherent.

Results: Of the 499 patients 53% received infliximab, 34% etanercept, and 13% adalimumab. Patients treated with infliximab were more likely to adhere to treatment than those treated with etanercept or adalimumab (p<0.0001). With infliximab, patients showed 99.1% (CI 98.7–99.6) and 94.9% (CI 94.0–95.7) adherence, calculated with MPR and PDC, respectively. In contrast, etanercept showed 89.6% (CI 87.5–91.8) and 81.7% (CI 79.6–83.8), and adalimumab 94.3% (CI 92.0–96.7) and 86.0% (CI 83.2–88.9), respectively. If MPR and PDC were combined, more than 80% of patients were adherent to treatment.

Conclusions: Medication adherence is high in Icelandic RA and PsA patients treated with TNFα inhibitors. Patients on etanercept had the lowest rate of adherence and those on infliximab had the highest rate. Mode of administration probably plays a fundamental role in adherence to treatment among rheumatic patients.

 

 

V 61   BMI, Smoking and Hypertensive disorders during pregnancy: A Population based Case-Control Study

Þuríður A. Guðnadóttir1, Brian T. Bateman2,3, Sonia Hernádez-Díaz4, Drífa P. Geirs1, Ragnheidur I. Bjarnadóttir5, Unnur Valdimarsdóttir1,4, Helga  Zoëga1

1Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Anaesthesia, Critical Care and Pain Medicine, Massachusetts General Hospital, Harvard Medical School, 3Division of Pharmacoepidemiology and Pharmacoeconomics, Brigham and Women's Hospital, Harvard Medical School, 4Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 5Department of Obstetrics and Gynecology, Landspítali University Hospital

tag@centrum.is

Introduction: Hypertensive disorders (HTD), occur in 6-8% of pregnancies. While obesity is a known risk factor, smoking during pregnancy has an inverse association with HTD. The objective of the research is to investigate the association of smoking and body mass index (BMI) with HTD during pregnancy, including pre-existing hypertension, gestational hypertension and preeclampsia. Further, to assess potentially combined effects of high BMI and smoking on these disorders.

Methods and data: A case-control study nested within all pregnancies in Iceland 1989-2004 resulting in birth at the Landspitali University Hospital. A total of 500 women with a registered HTD during pregnancy (ICD-10, codes O10-16) were included as cases. Selected controls were 1000 women without a HTD; matched on year of childbirth (1:2). BMI was based on measures before 15 weeks of pregnancy. We used logistic regression models to calculate odds ratios (OR), and corresponding 95% confidence intervals (CI), as measures of association, adjusting for potential confounders. Analyses were conducted stratified by smoking status.

Results: Women's BMI was associated with all types of HTD during pregnancy. Compared with normal weight women, the multivariable adjusted OR for any HTD was 1.8 (95% CI 1.3-2.3) for overweight women and 3.1 (95% CI 2.2-4.3) for obese women. The OR for any HTD with obesity was higher among smokers (OR=3.9, 95% Cl 1.8-8.6) than non-smokers (OR=3.0, 95% CI 2.1-4.3).

Conclusions: Overweight and obese women are at considerable risk for all types of hypertensive disorders during pregnancy as compared with normal weight women. This risk is enhanced even further with smoking.

 

 

V 62   Tengsl tannheilsu og lífsgæða meðal íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimili

Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, Inga B. Árnadóttir

Tannlæknadeild Háskóla Íslands

ass34@hi.is

Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna að tannheilsa íbúa á öldrunarheimilum er lakari en annarra sambærilegra hópa. Slæm tannheilsa getur haft neikvæð áhrif á heilsufar og lífsgæði. Markmið rannsóknarinnar er að skoða tannheilsu aldraðra og tengsl hennar við lífsgæði.

Efniviður og aðferðir: Þversniðsrannsókn (VSN 12-207) árið 2013 á einu dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Útilokaðir frá þátttöku voru aðilar í hvíldardvöl og hjúkrunarrýmum. Alls gáfu n=45 kost á sér í rannsóknina. Gögnum var safnað á vettvangi með klínískri skoðun og staðfærðum lífsgæðakvarða „Oral health impact profile“ (OHIP-49). Skýribreyta: klínísk tannheilsa og svarbreyta mæld á lífsgæðakvarða, leiðrétt var fyrir bakgrunnsbreytum, lýsandi og greinandi tölfræði reiknuð með IBM SPSS 20.

Niðurstöður: Alls luku 38 þátttöku 13 karlar og 25 konur meðalaldur var 85,5 ár (±5,6). Meðaltannátustuðull (D3MFT) var M=25,58 (±3,52), um 71,5% þátttakenda hafði tapað einni eða fleiri tönnum, algengasta tanngervið var heilgómur 51,3%. Marktæk tengsl voru milli tannátustuðuls og lífsgæða F(16.35)= 2,44, p<0,05 og tölfræðilega marktækur munur var á líkamlegum óþægindum, hömlum, höftum og fötlun hjá íbúum með heilgóm í neðri kjálka og þeim sem þar hafa eigin tennur og/eða part. Slæm tannheilsa hefur neikvæð áhrif á lífsgæði, dregur úr tyggingarfærni, hefur hamlandi áhrif á tal, samskipti og á lífsánægju.

Ályktanir: Tryggja þarf reglulega tannheilbrigðisþjónustu og einstaklingsmiðuð úrræði á dvalar- og hjúkrunarheimilum, til að hægt sé að viðhalda tannheilsutengdum lífsgæðum aldraða ævina á enda.

 

 

V 63   Incidental detection on computed tomography is an independant prognostic factor of survival in patients operated for non-small cell lung carcinoma

Andri Wilberg Orrason1, Martin Ingi Sigurðsson1, Kristján Baldvinsson1, Húnbogi Þorsteinsson1, Steinn Jónsson2,3,Tómas Guðbjartsson1,3

1Departments of Cardiothoracic Surgery, Landspítali University Hospital 2Pulmonology, Landspitali University Hospital, 3Faculty of Medicine, University of Iceland

andriwo@gmail.com

Introduction: Lung carcinomas are sometimes detected incidentally on imaging for unrelated causes. We studied the rate of incidental detection and its impact on long-term survival in a nation-wide cohort of patients operated for non-small cell lung carcinoma (NSCLC) in Iceland.

Methods and data: This population-based study included all patients who underwent pulmonary resection for NSCLC in Iceland between 1991 and 2010. Demographics and clinicopathological features were compared in patients diagnosed incidentally and those presenting due to symptoms. Multivariate analysis was used to evaluate prognostic factors of cancer-specific survival (CSS), focusing on incidental detection.

Results: From a total of 508 patients, 174 (34%) were diagnosed incidentally and this proportion remained unchanged during the study period. Most tumors were detected incidentally by chest X-ray (CXR) (26%) or computed tomography (CT) (8%), but the proportion of CT diagnoses rose to 15% during the last 5-year period. The incidentally detected tumors were smaller (2.9 vs 4.3 cm, p<0.001) and diagnosed at earlier TNM-stages (64 vs. 40% on TNM-stage I, p<0.001). Five-year CSS for patients with symptoms was 40%, those incidentally detected on CXR 57% and on CT 80% (p<0.001). Multivariate analysis showed that patients detected incidentally on CT had significantly better CSS compared to those diagnosed incidentally by CXR or patients with symptoms related to NSCLC (HR 0.38, 95% CI 0.16-0.88, p=0.024).

Conclusions: A third of surgically treated NSCLC patients are detected incidentally, and  an increasing fraction by CT. Incidental tumors detected by CT are smaller, less advanced and have a more favorable survival than those  detected incidentally by CXR or present with symptoms.

 

 

V 64   Vöðvavirkni aftanlærisvöðva hjá íþróttakonum eftir fremra krossbandsslit

Arna Mekkín Ragnarsdóttir, Sigurvin Ingi Árnason, Þórarinn Sveinsson, Kristín Briem

Námsbraut í sjúkraþjálfun, rannsóknastofu í hreyfivísindum Háskóla Íslands

kbriem@hi.is

Inngangur: Styrkur aftanlærisvöðva, eftir sinatöku fyrir endurgerð á fremra krossbandi, hefur verið töluvert rannsakaður, en sértæk virkni vöðvanna mun minna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvavirkni aftanlærisvöðva við framkvæmd stökkprófs á öðrum fæti hjá íþróttakonum sem hlutu aftanlærisígræðslu (HG) eftir fremra krossbandsslit.

Efniviður og aðferðir: Átján íþróttakonur með HG ígræðslu (rannsóknarhópur (RH)) og 18 aðrar, sem höfðu ekki slitið fremra krossband (samanburðarhópur (SH)) tóku þátt í rannsókninni. Allar léku í efstu deildum sinnar íþróttar. Yfirborðselektróður voru notaðar til að mæla vöðvavirkni miðlæga og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva við framkvæmd stökkprófsins. Merkið var síað og kvarðað og fjölþátta dreifnigreining notuð til að reikna tölfræðilegan mun á breytum (skorinn/óskorinn fótleggur, vöðvar, stökkþættir 1 og 2 og hópar). Þátttakendur svöruðu KOOS spurningalistanum, auk þess sem mælingar á líkamsbyggingu voru bornar saman.

Niðurstöður: Helstu niðurstöður sýndu marktækan mun á einum undirþætti KOOS er sneri að einkennum í hné. Heilt yfir var munur á meðaltalsvöðvavirkni aftanlærivöðva í stökkþáttum 1 og 2, og marktæk víxlhrif fundust á vöðvavirkni í miðlæga samanborið við hliðlæga aftanlærisvöðva milli stökkþátta 1 og 2 (p<0,05). Marktæk víxlhrif fyrir vöðva og fótlegg, milli hópa (p<0,05) fundust einnig.

Ályktanir: Hlutfallsleg virkni miðlæga og hliðlæga aftanlærisvöðva í stökki á öðrum fæti stýrist sumpart af stefnubreytingunni sem á sér stað. Niðurstöðurnar sýndu að þátttakendur í RH virkjuðu miðlæga og hliðlæga aftanlærisvöðva almennt ólíkt milli fótleggja, á meðan vöðvavirkni fótleggja hjá þátttakendum í SH var áþekk. Frekari rannsókna er þörf til að greina hvort slíkt gæti tengst ójafnvægi í styrk vöðvahópanna, og sé þá hugsanlega áhættuþáttur fyrir endurteknum meiðslum.

 

 

V 65   Áhrif ónæmisglæðis LT-K63 á frumur sem stuðla að lifun mótefnaseytandi frumna í beinmerg nýburamúsa

Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1,2,4

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Novartis Vaccines, 4Íslenskri erfðagreiningu

audurap@landspitali.is

Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Virkjun kímmiðja er takmörkuð sem veldur myndun fárra mótefnaseytandi frumna (AbSCs, plasmafrumna) og þær sem fara í beinmerg fá ekki nægjanleg lifunarboð til að verða langlífar AbSCs. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða frumur og þættir eru mikilvægir fyrir lifun AbSCs í beinmerg nýburamúsa eftir bólusetningu með próteintengdu pneumókokka bóluefni (Pnc1-TT) og áhrif ónæmisglæðisins LT-K63.

Efniviður og aðferðir: Tíðni frumna var metin í milta og beinmerg á degi 4, 8, 14, 21 og 56 eftir bólusetningu með Pnc1-TT með eða án LT-K63, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: eósínófílar (Gr-1, F4/80, Cd11b, Siglec-F+, SSChigh), neutrofílar (Gr-1+, F4/80-), mónócýtar (Gr-1, F4/80, CD11bhigh, Siglec-F-, SSClow), macrophagar (Gr-1, F4/80, CD11bint, SSCint), megakaryocýtar (CD41+). Tíðni AbSCs var metin með ELISPOT og sértæk mótefni í sermi mæld með ELISA.

Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýndu marktækt aukna tíðni eósínófíla og megakaryocýta í beinmerg 4 og 8 dögum eftir bólusetningu með Pnc1-TT+LT-K63 miðað við bólusetningu án LT-K63.  Á degi 8 sást einnig aukin tíðni macrophaga þegar bólusett er með Pnc1-TT+LT-K63. Aftur á móti voru neutrofílar í beinmerg og milta marktækt færri 4 og 8 dögum eftir bólusetningu með Pnc1-TT+LT-K63 en þegar bólusett var með Pnc1-TT eingöngu. Fyrri niðurstöður sýna að tíðni AbSC í beinmerg til langs tíma er marktækt hærri þegar bólusett er með Pnc1-TT+LT-K63 miðað við Pnc1-TT eingöngu.   

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ónæmisglæðirinn LT-K63 auki tíðni eósínófíla, megakaryocýta og macrophaga í beinmerg nýburamúsa, en sýnt hefur verið að þessar frumur veita AbSCs í beinmerg mikilvæg lifunarboð.

 


V 66   Negative effects of a novel Kudoa species on aquaculture and wild fisheries

Árni Kristmundsson1, Mark Andrew Freeman2

1Institute for Experimental Pathology at Keldur, University of Iceland, 2Institute of Ocean and Earth Sciences, University of Malaya

arnik@hi.is

Introduction: Myxosporeans from the genus Kudoa are mostly histozoic in muscular tissues of fish. Most of the nearly 100 described species of Kudoaare histozoic in muscular tissues of fish. They are generally considered non-pathogenic to fish, however a number of Kudoa species cause great economic losses in both commercial fisheries and aquaculture, due to post mortem proteolysis causing muscle liquefaction.

Methods and data: Farmed and wild spotted wolffish (Anarhichas minor) and wild Atlantic wolffish (A. lupus) and lumpfish (Cyclopterus lumpus) were examined for the presence of Kudoa plasmodia and spores by stereoscope and compound microscope. The parasite found was described using morphological, histological and molecular methods.

Results: A novel species, Kudoa islandica n. sp. was detected in all three fish species examined. Infections were common in the farmed spotted wolffish and gradually intensified during the rearing. Most of the wild fish examined, regardless of fish species, were found to be infected; infections being most prevalent and extensive in the lumpfish. The infections cause severe post mortem myoliquefaction in all fish species.

Conclusions: Post mortem myoliquefaction due to Kudoa infections has been a concern for years, both in aquaculture and commercial fisheries. In the rearing of spotted wolffish in Iceland, Kudoa islandica became a big problem and played a role in the closure of the farm. Furthermore, this novel Kudoacauses economical loss to lumpfish products and is not host specific, which is a concern as lumpfish are increasingly used as cleaner fish in salmonid culture.

 

 

V 67   Orku- og próteinneysla hjarta- og lungnaskurðsjúklinga eftir  innleiðingu orkuþéttra matseðla 

Áróra Rós Ingadóttir1, Heiða Björg Hilmisdóttir2, Alfons Ramel1,3, Ingibjörg Gunnarsdóttir1,3

1Rannsóknastofa í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala, 2eldhús-matsalir Landspítala, 3matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands

aroraros@lsh.is

Inngangur: Í fyrri rannsókn frá 2011 var orku- og próteinneysla sjúklinga sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild (12E) minni en áætluð orku- og próteinþörf. Síðan þá hafa breytingar verið gerðar á matseðlum Landspítala (LSH) með áherslu á meiri orkuþéttni. Markmiðið var að kanna orku- og próteinmagn máltíða frá eldhúsi LSH og meta orku- og próteinneyslu sjúklinga eftir breytingar á samsetningu matseðla.

Efniviður og aðferðir: Orku- og próteinneysla sjúklinga (n=92) sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild (12E) á LSH árið 2013 var borin saman við neyslu sjúklinga úr sambærilegri rannsókn frá árinu 2011 (n=69). Orku- og próteinneysla máltíða frá eldhúsi LSH var metin með gildismetnu skráningarblaði á þriðja til fimmta degi eftir aðgerð í báðum rannsóknum. Annar matur og drykkur (meðal annars næringardrykkir) var einnig skráður.

Niðurstöður: Heildarorkuinnihald sjúkrahúsmáltíða var meira (1946 ± 65 á móti 1711± 199kkal, P<0,001) en próteininnihald heldur minna (81,5 ± 7,2 á móti 85,5 ± 9,9g, P=0,003) í rannsókninni 2013 borið saman við 2011. Sjúklingar neyttu meiri orku frá sjúkrahúsmáltíðum 2013 (1293 ± 386 á móti 1096 ± 340kkal, P=0,001) heldur en í rannsókninni 2011. Próteinneysla reyndist einnig vera heldur meiri (53,8 ± 17,8 á móti 49,1 ± 16,1g, 0,085). Hins vegar leiddi aukin orkuneysla úr sjúkrahúsmáltiðum ekki til hærri heildarorkuneyslu (1452 ± 389 á móti 1374 ± 394, 0,217), vegna minni neyslu næringardrykkja og mat að heiman (170 ± 171 á móti 282 ± 207kkal, P<0,001) í rannsókn 2013 samanborið við rannsóknina frá 2011.

Ályktanir: Innleiðing nýrra matseðla með meiri orkuþéttni leiddi til aukinnar orkuneyslu sjúklinga úr sjúkrahúsmáltíðum. Hins vegar leiddi það ekki til hærri heildarorkuneyslu vegna minni neyslu næringardrykkja og mat að heiman.

 

 

V 68   Disease activity and quality of life of patients with psoriatic arthritis mutilans: The Nordic PAM-Study

Björn Guðbjörnsson1, Ulla Lindqvist2, Lars Iversen3, Leena Paimela4, Leena Laasonen5, Leif Ejstrup6, Thomas Ternowitz7, Mona Ståhle8

1Center for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital and Faculty of Medicine, University of Iceland,2Department of Medical Sciences, Uppsala Universityand Faculty of Medicine, University of Iceland,3Department of Dermatology, Aarhus University Hospital, 4Helsinki University Central Hospital, 5Helsinki Medical Imaging Center, Helsinki University Central Hospital, 6 Department of Rheumatology, Odense University Hospital, 7Department of Dermatology, Stavanger University Hospital, 8Dermatology Unit, Department of Medicine, Karolinska Institutet

bjorngu@landspitali.is

Introduction: To describe the activity of disease, social status and to assess the health related quality of life in patients with Psoriatic arthritis mutilans (PAM) in the Nordic countries.

Methods and data: Patients with at least one mutilated joint verified radiological, were included in the study. Disease activity including joint and skin, physicians estimated disease activity, patient´s education and work status was recorded. SF-36, mHAQ and DLQI questionnaires were obtained and correlated to disease duration, pain and general well-being (VAS).

Results: 64 patients were included: 30 from Sweden, 19 Denmark, 12 Norway and three patients from Iceland, all with a very early onset of disease (25±14 years) and a mean disease history of 33 years. Overall inflammatory activity was of low, number of mean mutilated joints were 8.2 and gross deformity was found in 16% of the patients. Forty percent were treated with bDMARD and 32% with csDMARD. Forty-two percent were early retired or on sick leave. Reduced functional capacity with almost no ability to perform self-care or daily duties was reported by 21%. Quality of life was most reduced in patients of 45 to 60 years of age.

Conclusions: PAM has a substantial impact on social functions. Whether early recognition of PAM and novel therapies will improve the disease outcome and its consequences on quality of life remains to be studied.


 

V 69 Staðsetning og stöðugleiki LL-37 í húð einstaklinga með skellusóra

Eva Ösp Björnsdóttir1,2, Guðmundur Bergsson1, Jenna Huld Eysteinsdóttir1,3, Helga Kristín Einarsdóttir1, Bjarni Agnarsson2,4, Jón Hjaltalín Ólafsson2,5,6, Bárður Sigurgeirsson6, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3,5, Björn Rúnar Lúðvíkssson1,6

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Lækningalind Bláa lónsins, 4meinafræðideild, 5húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, 6Húðlæknastöðinni

bjornlud@lsh.is

Inngangur: Sóri er algengur bólgusjúkdómur með slæma fylgikvilla og skert lífsgæði. Aukin tjáning á örverudrepandi peptíðum ónæmiskerfisins og breytingar á ensímvirkni í húð hafa nýlega verið tengd meingerð sóra. Peptíðið LL-37 er mikilvæg vörn gegn sýkingum jafnt sem ræsingu ónæmiskerfisins, en hlutverk þess í ónæmiskerfi húðar er óljóst. Þekking á staðsetningu og niðurbroti LL-37 í húð sórasjúklinga getur því leitt til aukins skilnings á sjúkdómnum og hugsanlega nýrra meðferðarúrræða.

Efniviður og aðferðir: Húðsýnum var safnað með húðsýnapenna frá einstaklingum með skellusóra fyrir og eftir 6 vikna meðferð á meðferðarmiðstöð Bláa lónsins. Psoriasis Area Severity Index (PASI) var reiknaður fyrir og eftir meðferð og sýnin fryst í vaxi, skorin í örþunnar sneiðar og LL-37 lituð með flúrljómandi mótefni.

Niðurstöður: Staðsetning litunar fylgir PASI-gildi í viðkomandi húð. Þannig sýna sneiðar sem fengnar voru frá húð með háu PASI-gildi, í upphafi meðferðar, LL-37 litun sem nær frá yfirborði hornhimnu niður í neðri frumulög epidermis (stratum spinosum). Í sýnum sem fengin eru frá húð með lágu PASI-gildi aftur á móti, sést LL-37 litun sem takmarkast við efstu lög epidermis, þ.e. rétt undir hornhimnunni (stratum granulosum og lucidum) eftir meðferð.

Ályktanir: Stöðugleiki og staðsetning LL-37 í húð með háu PASI-skori kemur á óvart. Sérstaklega þar sem staðsetning ber saman við staðsetningu Cathepsin D, proteasa sem þekktur er fyrir að brjóta niður og óvirkja LL-37. Frekari rannsókna er því þörf til að athuga afvirkjun Cathepsin D og/eða verndun LL-37 í húðvökva einstaklinga með skellusóra.

 

 

V 70   Vitamin D and major depressive disorder among elderly: AGES-Reykjavik Study

Cindy Mari Imai1, Þórhallur Ingi Halldórsson1, Guðný Eiríksdóttir2, Tamara Harris3, Mary Frances Cotch4, Vilmundur Guðnason2,5, Ingibjörg Gunnarsdóttir1

1Unit for Nutrition Research, University of Iceland, Landspítali University Hospital, 2Icelandic Heart Association, 3Laboratory of Epidemiology, Demography, and Biometry, Intramural Research Program, National Institute on Agining, 4Division of Epidemiology and Clinical Applications, National Eye Institute, 5Faculty of Medicine, University of Iceland

cmi1@hi.is

Introduction: Research on the association between vitamin D and depressive symptoms is growing; however, investigations among community dwelling elderly are scarce. The aim was to determine whether vitamin D levels were associated with depression among elderly Icelanders with relatively high cod liver oil intake.

Methods and data: Participants of the Age, Gene/Environment Susceptibility (AGES)-Reykjavik Study, age 66-96 years (n=5151), with serum 25-hydroxyvitamin D (25(OH)D) measures. Lifetime occurrence of major depressive disorder was assessed according to DSM-IV criteria. Frequency of cod liver oil intake was collected via food frequency questionnaire. Vitamin D levels were categorized as deficient (<30 nmol/L), depleted (30-50 nmol/L) and adequate (>50 nmol/L). Logistic regression analyses were performed and adequate 25(OH)D levels served as the reference group.

Results: Men who had deficient vs. adequate 25(OH)D levels were more likely to be depressed, odds ratio (OR) 2.12 (95% CI: 1.16, 3.88). Among women, a U-shaped trend was observed with corresponding OR 0.89 (95% CI: 0.57, 1.39) and 0.64 (0.42, 0.97), for deficient and depleted 25(OH)D levels, respectively. Adjustments for cod liver oil intake did not markedly change the OR.

Conclusions: In this elderly cohort, low vitamin D status may be a predictor of depression among men, while the association appears more complex among women. With increasing life expectancy, the prevalence of depression may be on the rise and there is a need to better identify and prevent depression among individuals of advanced age. 



V 71   Flúorosa tanna og flúormagn í sýnum af drykkjarvatni í Tanzaníu

Elísabet Ásta Bjarkadóttir, Lára Hólm Heimisdóttir, Unnur Flemming Jensen

Tannlæknadeild Háskóla Íslands

tannsar2015@gmail.com

Inngangur: Flúor í drykkjarvatni getur annaðhvort komið frá náttúrunnar hendi eða verið bætt í vatnið. Styrkur flúors sem kemur frá náttúrunni í drykkjarvatni er þekktur fyrir að vera hár á ákveðnum svæðum í Afríku, þá einkum Tansaníu. Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvort væri samband milli flúorosu tanna í íbúum í Tansaníu og magn flúors í drykkjarvatni þeirra.

Efniviður og aðferðir: Úrtakið voru 159 sjálfboðaliðar á aldrinum 5-87 ára frá Norðaustur-Tansaníu. Hver þátttakandi eða foreldri svaraði spurningalista og teknar voru klínískar ljósmyndir af tönnum. Vatnssýni voru tekin frá mismunandi svæðum í Norður-Tansaníu. Flúorosa tanna var mæld af stöðluðum rannsakendum og notaður var einfaldaður TF index ásamt ljósmyndunum. Styrkur flúors var mældur í 11 vatnssýnum með ICS 2000, Ion Chromatograph(Dionex).

Niðurstöður: Breytingar sem líkjast flúorosu sáust á tönnum 124 einstaklinga (78%). Þessar breytingar voru svo flokkaðar í mildar í 39,6% tilvika, miðlungs í 27% tilvika en alvarlegar (TF >7) í 11,3% tilvika. Flúormagn í drykkjarvatninu var breytilegt en sum þéttbýl svæði höfðu drykkjarvatn þar sem flúormagnið var 2,5 ppm en önnur minna þétt svæði höfðu flúormagn 0,1 – 0,6 ppm. 

Ályktanir: Flúorosa tanna er algeng á ákveðnum svæðum í Tansaníu. Flúorosan sem greind var ber saman við flúormagnið sem mælt var í drykkjarvatninu. Það er greinilegt að vekja þarf athygli á flúormagni í drykkjarvatni á ákveðnum svæðum í Afríku og áhrifum þess á tennur.

 

 

V 72   Genetic lineages of invasive group B streptococcal infections among adults Iceland: 1978-2012

Erla Soffía Björnsdóttir1,2, Elisabete R. Ferreira Martins3, Helga Erlendsdóttir1, Gunnsteinn Haraldsson1, José Melo-Cristino4, Mário Ramirez3, Karl G. Kristinsson1

1Department of Microbiology, Landspítala University Hospital, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Molecular Microbiology and Infection Unit, Instituto de Medicina Molecular, 4Instituto de Microbiologia, Faculty of Medicine, University of Lisbon

erlasoff@landspitali.is

Introduction: We undertook the analysis of 134 group B streptococci (GBS) isolates recovered from cases of invasive infection in adults in Iceland, between 1978 and 2012 to document the prevalence of serotypes, genetic lineages and antimicrobial resistance patterns.

Methods and data: All isolates were serotyped and assigned to clones according to their PFGE profiles and MLST-based sequence types. All isolates where also tested for antimicrobial susceptibility and presence of surface protein genes and pili islands was tested by PCR.

Results: The isolates were grouped into 11 PFGE clusters. The most frequent serotype was Ia  with 23% but serotypes V, III, Ib and II were 14-19%. Although serotype V was not the dominant serotype in Iceland, it was represented mainly by a single PFGE cluster defined by ST1/alp3, similarly to what has been described elsewhere. On the other hand, the more frequent serotype Ia isolates were distributed across several PFGE clusters and genetic lineages, mainly ST23/eps, but also ST24/bca. The combination PI-1+PI-2a was found in 66% of all isolates. All isolates were susceptible to penicillin. The overall rate of erythromycin and clindamycin resistance was 6.0% and 9.0%, respectively, and an overrepresentation of erythromycin resistance was observed in serotype V/ST1/alp3 genetic lineage (p<0.05).

Conclusions: The population of GBS causing invasive infections in Iceland revealed that several distinct lineages were present over a significant time-span. Our data emphasizes the need for continued surveillance of GBS invasive infections in non-pregnant adults in Iceland to determine the reasons behind the diversity of the circulating genetic lineages.

 

 

V 73   D-vítamín og blóðsykurstjórn í íslenskum sjúklingum með Parkinsonsjúkdóm

Erna Sif Óskarsdóttir1, Ólöf Guðný Geirsdóttir2, Jónína Hafliðadóttir3, Alfons Ramel2

1Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 3taugalækningadeild Landspítala

eso7@hi.is

Inngangur: Á undanförnum árum hafa rannsóknir kannað mögulegt samband D-vítamíns og blóðsykurstjórnar, með misvísandi niðurstöðum. Fáar rannsóknir hafa þó skoðað sjúklinga með Parkinsonsjúkdóm (PS) þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að þeir sjúklingar séu að jafnaði með lakari D-vítamínstöðu en heilbrigðir einstaklingar. Vegna hnattfræðilegrar stöðu landsins eru Íslendingar einnig í meiri hættu á að þróa með sér D-vítamínskort. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka mögulegt samband milli D-vítamíns í blóði og blóðsykurs hjá íslenskum Parkinsonsjúklingum. Undirmarkmið voru að rannsaka hlutfall Parkinsonsjúklinga með D-vítamínskort, meðal D-vítamínmagn í blóði þeirra og að kanna hvort D-vítamínstaða væri sambærileg meðal karla og kvenna með PS.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur (N=106) voru göngudeildarsjúklingar taugalækningadeildar Landspítala. Gögnum var safnað með hjálp rafræna sjúkraskráningarkerfisins SÖGU og voru þar á meðal upplýsingar um D-vítamínstöðu (sem s-25(OH)D) og blóðsykur.

Niðurstöður: Niðurstöður gefa til kynna neikvæða fylgni milli D-vítamíns í blóði og blóðsykurs (r=-0,271, p=0,027). Miðgildi (IQR) D-vítamíngildanna var 34,4 (27,9-49,2) nmól/L og reyndust 77% sjúklinganna vera með ófullnægjandi D vítamín búskap (<50 nmól/L). Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á D-vítamíngildum kynjanna.

Ályktanir: Fylgjast þyrfti betur með D-vítamínstöðu íslenskra sjúklinga með PS og ráðleggja einstaklingum með ófullnægjandi D vítamín búskap að taka inn D-vítamín. Íhlutandi rannsókna er þörf til að rannsaka betur hvort D-vítamíngjöf bæti blóðsykurstjórnun í sjúklingum með PS. Ef svo væri, væri komin einföld, þægileg og ódýr leið til að létta á einum af fjölmörgum fylgikvillum PS.

 

 

V 74   Aukin æðakölkun í hálsæðum sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni samanborið við almennt þýði

Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Linda Björk Kristinsdóttir2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Steinar Orri Hafþórsson2, Thor Aspelund2,3, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason2,3, Karl Andersen1,2,3

1Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Hjartavernd

thorarinn21@gmail.com

Inngangur: Æðakölkun á hálsslagæðum og kransæðum hafa marga sameiginlega áhættuþætti. Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni (BKH) hafa nánast allir æðakölkunarsjúkdóm í kransæðum. Líkur eru á að æðakölkun nái til fleiri líffæra hjá þessum sjúklingum. Í þessari rannsókn könnuðum við útbreiðslu æðakölkunarsjúkdóms í hálsslagæðum hjá sjúklíngum með BKH og bárum saman við almennt þýði.

Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild Landspítala með BKH var boðið að taka þátt í rannsókninni. Æðakölkun í skiptingu beggja hálsslagæða og innri hálsslagæðum var metin  með stöðluðum hætti með hálsæðarómun. Sjúklingar voru flokkir eftir því hvort þeir höfðu enga, litla, í meðallagi eða alverlega æðakölkun í hálsslagæðum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við aldurs og kyn paraðan samanburðarhóp (n=251) frá REFINE Reykjavík-rannsókninni.

Niðurstöður: Sextíu og fjórir sjúklingar (73% karlar, meðalaldur 61 ár) sem lagðir voru inn á hjartadeild LSH með BKH tóku þátt í rannsókninni. Hjá sjúklingum með BKH voru 3, 49, 42 og 6% með enga, litla, í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum samanborið við 27, 50, 19 og 4% með enga, litla , í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum í aldurs og kyn pöruðum samanburðarhóp. Magn æðakölkunar var marktækt meiri (p<0,001) hjá sjúklingum með nýlegt BKH.

Ályktanir: Um helmingur allra sjúklinga með BKH hafa meðal til alvarleg þrengsl í hálsslagæðum. Útbreiðsla æðakölkunarsjúkdóms í hálsslagæðum er marktækt meiri hjá BKH sjúklingum samanborið við almennt þýði.

 

 

V 75   Impact of different infliximab dose regimens on treatment response and drug survival in patients with PsA

Björn Guðbjörnsson1,2, Bente Glintborg3,4  Niels Steen Krogh5, Emina Omerovic3, Natalia Manilo6, Mette Holland-Fischer7, Hanne M. Lindegaard8, Anne Gitte Loft9, Henrik Nordin10, Laura Johnsen11, Sussi Flejsborg Oeftiger12, Annette Hansen13, Claus Rasmussen14, Gerður Gröndal15, Árni Jón Geirsson15, Merete Lund Hetland3,4,16

1Center for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Copenhagen Center for Arthritis Research, Center for Rheumatology and Spine Diseases, Glostrup Hospital, 4The Danish Rheumatologic Database, Glostrup Hospital, 5Zitelab Aps, Copenhagen, 6Department of Rheumatology, Frederiksberg Hospital, 7Department of Rheumatology, Aalborg University Hospital, 8Department of Rheumatology, Odense University Hospital, 9Department of Rheumatology, Vejle Sygehus, Sygehus Lillebælt, 10Department of Infectious Diseases and Rheumatology, Rigshospitalet, 11Department of Rheumatology, Helsingør and Hillerød Hospital, 12Department of Rheumatology, Køge Hospital,13Department of Rheumatology, Gentofte University Hospital, 14Department of Rheumatology, Vendsyssel Teaching Hospital, 15Department of Rheumatology, Landspítali University Hospital,16Department of Clinical Medicine, Faculty of Health and Medical Sciences, University of Copenhagen

bjorngu@landspitali.is

Introduction: To describe dose regimens, dose escalation and clinical outcomes in tumor necrosis factor alpha-(TNFi)-naïve patients with psoriatic arthritis (PsA) treated with infliximab in routine rheumatology care.

Methods and data: Observational cohort study based on the nationwide DANBIO and ICEBIO registries. Stratified by country, characteristics of patients treated with ≤3mg infliximab/kg body weight, 3-5mg/kg or ≥5mg/kg/≈8wks were described. Outcomes were evaluated by ACR20/50/70 and EULAR-good-response after 6 months, disease activity after 12 months, Kaplan-Meier plots and regression analyses.

Results: 462 patients (376 Danish, 86 Icelandic) received treatment with infliximab. In Danish patients, start dose was ≤3mg/kg in 110 patients(29%), 3-5mg/kg in 157(42%), ≥5mg/kg in 38(10%) and unregistered in 71(19%). In Icelandic patients, corresponding numbers were 64(74%), 17(27%), 0(0%) and 5(6%). Patients with higher body weight received lower doses per kg. Danish patients received higher doses than Icelandic at baseline (median(IQR) 3.1(3.0-3.8)mg/kg vs. 2.3(2.1-2.9)mg/kg, p<0.05) and after 12 months (3.3(3.0-4.5)mg/kg vs. 2.9(2.2-3.5)mg/kg,  p<0.0001). After 12 months, 58% of Danish and 66% of Icelandic patients maintained treatment. Danish patients had shorter drug survival than Icelandic (1183 vs. 483 days). In univariate analyses stratified by country, time until dose escalation, response rates, drug survival and one-year's disease activity were independent of start dose. Drug survival was shorter among patients not receiving concomitant methotrexate.

Conclusions: In clinical practice, >70% of Icelandic and Danish PsA patients treated with infliximab received sustained doses below the 5mg/kg/8wks recommended in international guidelines. Lower start doses did not affect drug survival or response.

 

 

V 76   Survival in multiple myeloma patients that develop second primary malignancies

Guðbjörg Jónsdóttir1, Sigrún H. Lund1, Ola Landgren2, Magnus Björkholm3, Ingemar Turesson4, Anna Porwit5, Sigurður Y. Kristinsson1,3

1Faculty of medicine, University of Iceland, 2Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 3Department of Medicine, Division of Hematology, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 4 Department of Hematology and Coagulation research Skåne University Hospital, 5University Health Network, Department of Laboratory Medicine and Pathobiology, Toranto General Hospital

guj2@hi.is

Introduction: The survival of patients with multiple myeloma (MM) has improved significantly over the last decades due to increasingly effective therapies. With this improvement second primary malignancies (SPM), have become a concern. The aim of this study was to assess the effect of SPMs on survival in patients with MM.

Methods and data: All MM patients diagnosed in Sweden 1958-2011 were identified from the Swedish Cancer Registry. We identified information on all subsequent SPM diagnoses among patients in the MM cohort. For each MM patient with SPM, two MM controls without SPM were selected and matched by year of birth, sex, and date of MM diagnosis. Survival was estimated from SPM diagnosis until death.

Results: Among 26,627 patients diagnosed with MM, a total of 1,314 developed SPM and 3822 MM patients were matched controls. Overall, patients with SPM had a statistically significant 1.8 fold (95% CI 1.7-2.0) increased risk of death in comparison to control MM group. MM patients with SPM diagnosed 2001-2011 had a significant 1.2-fold (1.1-1.4) increased risk of death in comparison to MM patients without SPM diagnosed 1958-2000.

Conclusions: In this large population-based cohort study based on almost 27,000 MM patients we report that the development of SPM is associated with a significantly poorer survival. In addition we show that despite the improvement in MM survival in recent years, patients with SPM have a worse outcome than MM patients without SPM before the new therapies became available.

 

 

V 77   Tengsl gáttatifs eftir hjartaskurðaðgerð við styrk D-vítamíns í blóði

Guðrún V. Skúladóttir1,2, Arieh Cohen3, Davíð O. Arnar2,4, David M. Hougaard3, Kristin Skogstrand3, Bjarni Torfason2,5, Runólfur Pálsson2,4, Ólafur S. Indriðason4

1Lífeðlisfræðistofnun,2læknadeild Háskóla Íslands, 3Dept. of Clinical Biochemistry, Statens Serum Institute, 4lyflækningasviði, 5skurðlækningasviði  Landspítala

gudrunvs@hi.is

Inngangur: Rannsóknir benda til að styrkur heildar-25-hýdroxý-D-vítamíns (25(OH)D2+25(OH)D3) í blóði tengist áhættu á alvarlegum fylgikvillum eftir hjartaskurðaðgerðir. Gáttatif er einn algengasti fylgikvilli slíkra aðgerða og er bólga talin mikilvæg í meinmyndun þess. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl heildar-25(OH)D, 25(OH)D2 og 25(OH)D3 við gáttatif eftir hjartaskurðaðgerð.

Efniviður og aðferðir: Styrkur 25(OH)D2 og 25(OH)D3 var mældur í blóðvökva rétt fyrir aðgerð og þremur dögum eftir aðgerð hjá sjúklingum (n=126), sem gengust undir opna hjartaskurðaðgerð á Landspítala. Tengsl við gáttatif voru könnuð með lógístískri aðhvarfsgreiningu.

Niðurstöður: Sjúklingar sem fengu gáttatif eftir aðgerð höfðu hærri styrk 25(OH)D2 í blóðvökva en þeir sem héldu sínustakti (1,3 (0,0-20,8) sbr. við 0,8 (0,0-4,4) nmól/L, p=0,003), en ekki var munur á styrk 25(OH)D3 (51,6 (8,6-83,5) sbr. við 37,8 (7,4- 89,1) nmól/L, p>0,05) eða heildar-25(OH)D (p>0,05) milli hópanna. Styrkur 25(OH)D2, 25(OH)D3 og heildar-25(OH)D var marktækt lægri í báðum hópum eftir aðgerðina miðað við fyrir aðgerð (p<0,05). Tengsl gáttatifs við styrk 25(OH)D2 voru markæk (odds ratio (OR) = 2,065; 95% öryggismörk (CI) 1,132-3,768) eftir að leiðrétt var fyrir aldri, líkamsþyngdarstuðli, reykingum, áfengisneyslu, tegund aðgerðar og hæsta CRP gildi eftir aðgerð, en engin tengsl fundust við styrk 25(OH)D3 (OR = 0,997; 95% CI 0,974-1,021).

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að hár styrkur 25(OH)D2 í blóðvökva geti átt þátt í myndun gáttatifs eftir opna hjartskurðaðgerð en ekki 25(OH)D3 eða heildar-25(OH)D. Þessi munur getur mögulega verið vegna mismunandi áhrifa D2 og D3 á bólguferla eða raflífeðlisfræði hjartans.

 

 

V 78   Tengsl festiþráða pneumókokka og raðgerða

Gunnsteinn Haraldsson1,2, Sigríður Júlía Quirk1,2, Helga Erlendsdóttir1,2, Martha Á. Hjálmarsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Andries J. van Tonder,4 Stephen D. Bentley5, Angela B. Brueggemann4, Karl G Kristinsson1,2

1Sýklafræðideild Landspítala, 2Lífvísindasetri Háskóla Íslands, 3Barnaspítala Hringsins, 4Nuffield Department of Medicine, 5Wellcome Trust Sanger Institute, University of Cambridge

gah@hi.is

Inngangur: Festiþræðir (pili) pneumókokka eru mögulegir sýkiþættir sem tengjast viðloðun. Ef tengsl eru á milli klóna og festiþráða gætu mismunandi festiþræðir hugsanlega útskýrt sveiflur í tíðni ólíkra klóna. Kóðað er fyrir festiþráðum á genaeyjunum PI-1 og PI-2. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tilvist þessara gena og tengsl þeirra við raðgerðir.

Efniviður og aðferðir: DNA úr pneumókokkum úr ífarandi sýkingum (n=134), neðri öndunarvegum (n=187), miðeyra (n=350) og nefkoki heilbrigðra barna (n=376) frá árunum 2009-2014, alls 1047 stofnum, var einangrað í Promega Maxwell 16s einangrunartæki og heilraðgreint í HiSeq2500 raðgreini. Niðurstöður voru settar saman með Velvet og þær geymdar í BIGS gagnagrunni, þaðan sem voru dregnar úr þeim upplýsingar um raðgerð og tilvist genaeyjanna PI-1 og PI-2 og flokk PI-1.

Niðurstöður: Á meðal 1014 stofna fundust 104 raðgerðir, ekki var hægt að ákvarða raðgerð 33 stofna. Algengasta raðgerðin var ST3014, 151 stofn, en 39 raðgerðir innihéldu aðeins einn stofn hver. Genaeyjur festiþráða fundust í 474 stofnum af 30 raðgerðum, en ekki í 573 stofnum af 78 raðgerðum. ST62 innihélt 8 stofna með PI-2 en 27 stofna án, og ST199 innihélt 10 stofna með PI-1, flokki III en 42 stofna án festiþráða. Þrjár aðrar raðgerðir innihéldu stofna sem voru ýmist með eða án festiþráða eða með ólíka gerð og/eða flokk festiþráða. Að öðru leyti voru allir stofnar hverrar raðgerðar eins með tilliti til festiþráða, þ.m.t ST3014 sem innihélt báðar genaeyjurnar.

Ályktanir: Gen fyrir festiþræði fundust í tæplega helmingi pneumókokkastofnanna og tilvist þeirra fór eftir raðgerðum þannig að stofnar af sömu raðgerð voru eins með tilliti til festiþráða.

 

 

V 79   Distribution of the 1637delC Allele among MBL2 Genotypes

Helga Bjarnadóttir1, Margrét Arnardóttir1,2,Björn Rúnar Lúðvíksson1,2

1Department of Immunology, Landspítali University Hospital, 2Faculty of Medicine, University of Iceland.

hbjarna@landspitali.is

Introduction: Activation of complements via the lectin pathway (LP) is mediated by five pattern recognition proteins (PRPs). These are mannan-binding lectin (MBL), collectin-11 (CL-11), and ficolin-1-3. It is not known why the LP is activated by five independant molecules, but it has been suggested that they could be compensating for one another.

We have determined the prevalence of MBL deficiency genotypes to be 7.9 % in Icelandic blood donors. This is relatively high among healthy individuals and suggests that MBL might be a redundant molecule. Ficolin-3 is the most abundant of the PRPs in serum. The 1637delC mutation in the FCN3 gene causes ficolin-3 deficiency in a gene doze dependant manner. We hypothesize that combined ficolin-3 and MBL deficiency is rare or detrimental in humans and that ficolin-3 compensates for MBL deficiency. The aim was to investigate the disribution of the1637delC allele among MBL2genotypes.

Materials and methods: The cohort consisted of blood donors and individuals that had been referred to our lab for MBL evaluations (N=637).  MBL deficiency variants in exon 1 were determined in addition to downregulating allele X in MBL2 promoter using melting curve analysis.The 1637delC allele was determined by RFLP-PCR.  

Results: The MBL2genotypes were grouped into deficient (N=106) and sufficient (N=531) producers. Twenty 1637delC heterozygotes were detected in the sufficient group, whereas the allele was not found in the deficient group (p=0.0426).

Conclusions: The results support our hypothesis that MBL deficient individuals are not carriers of the1637delC allele. The allele could have been selected out through evolution in MBL deficient individuals.

 

 

V 80   Outbreak of a multiresistant Escherichia coli in the neonatal intensive care unit at Landspítali

Hildur Byström Guðjónsdóttir1,3, Ásdís Elfarsdóttir2, Freyja Valsdóttir1,3, Ólafur Guðlaugsson2, Ingibjörg Hilmarsdóttir1,3

1Department of Microbiology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Quality and Infection Control, Landspítali University Hospital, 3Faculty of Medicine, University of Iceland

rjhildur@gmail.com

Introduction: An outbreak caused by multidrug resistant E. coli that produced extended-spectrum beta-lactamases (ESBL)occurred in the neonatal intensive care unit (NICU) of Landspítali in March 2014. This project describes the infection control measures and outbreak investigation.

Methods and data: Infection control measures consisted of cohorting colonized patients, enhanced and improved cleaning, personal protection and hand disinfection and education for health care workers and patients. Outbreak monitoring included continuous screening of all admitted neonates in the NICU and of previously discharged infants as well as environmental sampling for ESBL-producing E. coli which were subsequently analyzed for clonal relatedness by enzyme restriction and pulsed-field gel electrophoresis. Genotyping of common ESBL genes was done by PCR and sequencing. 

Results: ESBL-producing E. coli was found in 27 infants that had been hospitalized from December 2013 to May 2014, and 22 of them shared the outbreak clone. Eight of these were hospitalized in the NICU when diagnosed and 14 had been discharged. The outbreak clone caused septicemia in the index case and fecal colonization in the remaining 21 cases. It was resistant to three antibiotic classes. Results of the ESBL genotyping will be presented.

Conclusions: Retrospective screening of discharged infants indicated that the outbreak clone of ESBL-producing E. coli might have been present in the NICU three months before the outbreak was noticed, but remained undetected in the absence of systematic screening of neonates. This study demonstrates the importance of rigorous infection control precautions and the usefulness of molecular methods in outbreak investigations.

 

 

V 81   Umönnun í sængurlegu á stofnun og heima: Reynsla og viðhorf kvenna

Hildur Sigurðardóttir

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

hildusig@hi.is

Inngangur: Svokölluð heimaþjónusta ljósmæðra hefur verið í boði í 20 ár og notendum hennar stöðugt fjölgað samfara styttri sjúkrahúsvist. Viðmið um heilsufar móður og barns sem forsendur fyrir snemmútskrift og aðgengi að heimaþjónustunni hafa einnig orðið sveigjanlegri. Á niðurskurðartímum er mikilvægt að standa vörð um gæði og öryggi þjónustunnar og meta árangur hennar markvisst meðal annars með skoðun á viðhorfum notenda hennar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu kvenna af þjónustu sem veitt er í sængurlegu bæði á stofnun og heima.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með blönduðu sniði en notast var við staðlaða spurningarkvarða upphafleg þróaða af Carty (1990) og Hodnett (1998), og hins vegar opnar spurningar. Kvarðarnir mæla viðhorf til veittrar fræðslu (FRÆÐSLA), ánægju/óánægju með þjónustuna (ÁNÆGJA) og viðhorf til innihalds þjónustunnar (ÞJÓNUSTA). Markhópur rannsóknarinnar voru konur sem fæddu börn á Landspítala og á sjúkrahúsi Vesturlands á vormánuðum 2012. Þátttakendur fengu spurningalista afhenta fyrir útskrift ásamt kynningarbréfi og þeir beðnir um að svara listunum og póstsenda að heimaþjónustunni lokinni. Gagnasöfnunin var framvirk en úrtaksvalið þægindaúrtak er náði til 62 kvenna (31% lista sem lagðir voru inn til sængurkvennadeilda).

Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri sambærilegar rannsóknir og gefa til kynna almenna ánægju kvenna með sængurlegu-þjónustuna, einkum heimaþjónustu ljósmæðra þar sem stærstur hluti kvenna vill að þjónustunni sé viðhaldið og aðgengi að henni jafnvel aukið. Heildarmeðalstig úr kvörðunum þremur sýndu að konurnar voru marktækt jákvæðari gagnvart heimaþjónustunni (P<0,001).

 Vísbendingar komu fram um að styrkja mætti enn frekar stuðning við brjóstagjöf/næringu barns á stofnun fyrstu sólarhringana og stuðning við feður.

 

 

V 82 Umfang og eðli lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna á Landspítala

Hulda S. Gunnarsdóttir1,2, Ásta Thoroddsen1,2, Helga Bragadóttir1,2

1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala

huldsvgu@landspitali.is

Inngangur: Þekkt er að hjúkrunarfræðingar gefi sjúklingum lyf án þess að skrifleg fyrirmæli læknis liggi fyrir. Á Landspítala er slík lyfjagjöf skráð í rafræna lyfjaskráningarkerfið Therapy sem stök lyfjagjöf. Umfang stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna er ekki þekkt. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á umfang lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga á Landspítala sem eru án fyrirmæla lækna.

Efniviður og aðferðir: Um megindlega lýsandi rannsókn var að ræða. Úrtak rannsóknar voru allar stakar lyfjagjafir sem voru skráðar af hjúkrunarfræðingum í rafræna lyfjaskráningarkerfinu Therapy á skurðlækningasviði, lyflækningasviði, geðsviði, og kvenna- og barnasviði á Landspítala árin 2010 og 2011.

Niðurstöður: Niðurstöður sýna að árið 2010 var fjöldi stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga samtals 63.454 og jókst árið 2011 í 69.132 eða um 8,95% og er marktækur munur milli ára. Þau klínísku sjúkrasvið sem mest ávísuðu stökum lyfjum, eru skurðlækningasvið og lyflækningasvið. Mest var ávísað úr N-flokki 65,3% árið 2010 og 65,0% árið 2011. N-flokkur inniheldur m.a.verkjalyf, svefnlyf og róandi lyf. Næst mest var ávísað úr A-flokki 15,7% árið 2010 og 16,8% árið 2011. A-flokkur inniheldur m.a. ógleðistillandi og sýrubindandi lyf.

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna séu umtalsverðar á Landspítala, sérstaklega á skurðlækningasviði og lyflækningasviði og úr ákveðnum lyfjaflokkum. Frekari rannsókna er þörf á ástæðum stakra lyfjagjafa hjúkrunarfræðinga án fyrirmæla lækna, hvernig tryggja megi sem öruggasta og skilvirkasta lyfjameðferð sjúklinga á bráðasjúkrahúsi og hvort ástæða sé til að huga að breyttu verklagi eða reglum er lúta að ákveðinni lyfjameðferð sjúklinga.

 

 

V 83   Dietary fish oil enhances resolution and adaptive immune response in antigen-induced inflammation

Valgerður Tómasdottir1,2,3,4, Arnór Víkingsson3, Jóna Freysdóttir2,3,4, Ingibjörg Harðardóttir1

1Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 2Department of Immunology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 3Centre for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital, 4Department of Immunology, Landspítali University Hospital

ih@hi.is

Introduction: Dietary n-3 polyunsaturated fatty acids influence the inductive phase of inflammation but less is known about their effects on resolution of inflammation or on the adaptive immune response. This study examined the effects of dietary fish oil on induction, resolution and the adaptive immune response in antigen-induced inflammation in mice.

Methods and data: Mice were fed control or fish oil diets, immunized twice with mBSA and peritonitis induced. Serum, peritoneal exudate and spleen were collected at several time points. Cells were counted by Countess automated cell counter, expression of surface molecules determined by flow cytometry, concentration of chemokines, cytokines, soluble cytokine receptors and antibodies determined by ELISA and the levels of germinal center B cells and IgM+ cells in spleen evaluated by immunoenzyme staining.

Results: In the acute phase there were fewer peritoneal neutrophils, shorter resolution interval and lower levels of pro-inflammatory cytokines and chemokines in mice fed the fish oil diet than in mice fed the control diet. In the resolution phase, peritoneal macrophages from mice fed the fish oil diet expressed more of the atypical chemokine receptor D6 and peritoneal concentrations of TGF-beta were higher than in mice fed the control diet. In the late resolution phase there were more peritoneal eosinophils and macrophages in mice fed the fish oil diet than in mice fed the control diet. Mice fed the fish oil diet also had more peritoneal T cells and B1 cells, more IgM+ cells in spleen and higher serum levels of mBSA-specific IgM antibodies than mice fed the control diet.

Conclusions: These results demonstrate a suppressive effect of dietary fish oil on the inductive phase of inflammation and indicate an enhancing effect on resolution of inflammation as well as the B1 adaptive immune response.

 

 

V 84   Gæðamenning í tannsmíði á Íslandi: Tannsmiðir sem heilbrigðisstarfsmenn

Ingunn Karen Pierson Sigurðardóttir, Sigríður Rósa Víðisdóttir

Tannlæknadeild Háskóla Íslands

inkar@simnet.is

Inngangur: Markmiðið var að varpa ljósi á, með tilliti til nýrra laga um heilbrigðisstarfsmenn, hvernig gæðamálum á íslenskum tannsmíðastofum er háttað og hvaða möguleikar séu til að tryggja betra gæðaeftirlit og gæðaþróun. Einnig voru borin saman lög og reglugerðir um tannsmiði á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum.

Efniviður og aðferðir: Megindleg lýsandi rannsókn með spurningalista sem innihélt 15 spurningar um gæðamál á tannsmíðastofum. Spurningarnar voru ýmist lokaðar eða hálfopnar. Listinn var sendur á 28 starfandi tannsmíðastofur innan Tannsmiðafélags Íslands. Unnið var úr niðurstöðum í Excel® (Microsoft Corporation). Kannað var hvort unnið væri samkvæmt gæðaferlum og hvernig skráningu í sjúkraskrár sé háttað. Einnig lagaumhverfi tannsmiða í Noregi, Svíþjóð og í Bandaríkjunum og þær niðurstöður bornar saman við lagaumhverfi hérlendis.

Niðurstöður: Gæðamál í tannsmíði á Íslandi er ekki sinnt sem skyldi. Einungis 40% starfa samkvæmt skráðum verkferlum. Enginn skráir upplýsingar í viðurkennda sjúkraskrá og 10% skrá upplýsingar í tölvukerfi. Upplýsingar eru skráðar daglega í 50% tilfella en í 50% eru skráðar á hálfs mánaðar fresti eða sjaldnar. Enginn svarenda heldur starfsmannafundi reglulega en 70% fylgja eftir símenntun starfsmanna. Svarhlutfall í könnuninni reyndist vera 35,7% af úrtaki. Starfsumhverfi tannsmiða er sambærilegt á Norðurlöndunum hvað varðar menntun og skyldur. Ekki eru gerðar jafn miklar kröfur til menntunar í Bandaríkjunum en gæðastefna þeirra er þróaðri.

Ályktanir: Þótt þátttaka í könnuninni hafi ekki verið sem skyldi vantar töluvert uppá að gæðamál séu viðunandi á tannsmíðastofum á Íslandi. Með betri kynningu á lagaumhverfi tannsmiða, fræðslu í gæðastjórnun og sameiginlegu átaki innan stéttarinnar væri hægt að bæta ástandið til muna.

 

 

V 85   Signaling pathways that mediate phosphorylation at Ser73 and Ser409 of MITF

Josué Ballesteros1, Margrét H. Ögmundsdóttir1, Bengt Phung2, Lars Rönnstrand2, Eiríkur Steingrímsson1

1Department of Biochemistry and Molecular Biology, BioMedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Division of Translational Cancer Research, Stem Cell Center, Department of Laboratory Medicine, Lund University

jab7@hi.is

Introduction: MAPkinase pathway activation has been suggested to lead to phosphorylation of MITF residues Ser73 and Ser409, thus affecting transcription activation ability and stability of the MITF protein. Since MITF is downstream of the BRAF pathway that is activated in 50% of melanomas, it is important to characterize the pathways involved. Our laboratories have recently shown that unexpectedly, inhibiting BRAF does not affect MITF phosphorylation, suggesting that other pathways are involved. Interestingly, phosphorylation of Ser73 depends upon phosphorylation of Ser409, suggesting inter- or intramolecular interactions. This project aims to characterize the signaling pathways involved in mediating signals to MITF and how Ser73 phosphorylation depends on Ser409.

Methods and data: In order to determine the nature of interactions between Ser73 and Ser409, we have generated GFP- and FLAG- tagged constructs of the N-termini and C-termini of MITF, with or without Ser73 and Ser409 mutated to alanine. These constructs were then transfected into 501mel human melanoma cells and the interaction between these two domains characterized using immuno-precipitation and Duolink assays. We are furthermore using phosphospecific MITF antibodies to determine the effects of BRAF on MITF phosphorylation status in 501mel cells treated with BRAF inhibitors.

Results: We show that the N- and C-termini of MITF interact. Ser73 and Ser409 are not required for this interaction as Ser73Ala and Ser409Ala are also able to interact. We are in the process of characterizing which kinases mediate signals to MITF using inhibitors and siRNA studies.

Conclusions: Although the N- and C-termini of MITF interact, the interaction does not depend on Ser73 or Ser409. Next steps are to elucidate if there are other proteins involved in this interaction and what signaling pathways are actively phosphorylating these residues.

 

 

V 86   Fæðingarsamtal: Forprófun fræðsluíhlutunar í meðgönguvernd

Jónína Sigríður Birgisdóttir1, Helga Gottfreðsdóttir2,3

1Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 2ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3kvenna- og barnasviði Landspítala

jonina@hss.is

Inngangur: Tíðni inngripa í fæðingarferlið hefur aukist og hefur það m.a. leitt af sér umræðu um hvernig fræðsla á meðgöngu geti aukið tíðni eðlilegra fæðinga. Að þróa og forprófa fæðingarsamtal sem ljósmóður í meðgönguvernd veitir verðandi foreldrum. Markmið fæðingarsamtalsins er að undirbúa foreldra með því að auka öryggi þeirra og styrkja konuna þannig að hún hafi meiri trú á eigin getu til þess að fæða án inngripa. Fyrirmyndin að fæðingarsamtalinu kemur frá Bretlandi en jafnframt var sótt í hugmyndafræði Carl Rogers um persónumiðaða nálgun og kenningu Aron Antonovsky um salutogenesis til að þróa fæðingarsamtalið enn frekar.  

Efniviður og aðferðir: Valin var eigindleg rannsóknaraðferð til skoða hvernig foreldrar skynja væntanlega fæðingu og hvaða áhrif fæðingarsamtalið hefur á þessa skynjun og reynslu þeirra af fæðingunni. Þátttakendur í rannsókninni fengu fæðingarsamtal á meðgöngu en áhrifin af íhlutuninni voru skoðuð með því að taka viðtöl við þátttakendur fyrir íhlutunina, viku eftir íhlutunina og síðan fjórum vikum eftir fæðingu.

Niðurstöður: Eitt meginþema kom í ljós sem var dró úr kvíða og jók sjálfsöryggi, síðan voru greind 9 undirþemu sem studdu meginþemað. Meginniðurstöður sýna að fæðingarsamtalið hafði áhrif á sjálfsöryggi kvenna til að fæða án inngripa.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að fræðsla ein og sér geti ekki haft áhrif á útkomu fæðingar. Aðrir þættir hafa einnig áhrif, s.s. umönnunin í fæðingu og tækifæri sem konan fær í fæðingunni til að nýta sér fræðsluna sem henni var veitt á meðgöngu.

 

 

V 87   Áhrif sparnaðar á greiningu, meðferð og horfur blóðsýkinga á Barnaspítala Hringsins

Jón Magnús Jóhannesson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Helga H. Bjarnadóttir4, María Heimisdóttir4, Magnús Gottfreðsson1,5, Karl G. Kristinsson1,2

Læknadeild Háskóla Íslands1, sýklafræðideild Landspítala2, Barnaspítala Hringsins3, hagdeild4, vísindadeild Landspítala5

karl@landspitali.is

Inngangur: Bakteríusýkingar í blóði geta verið lífshættulegar og skiptir mestu máli að hefja rétta sýklalyfjameðferð sem fyrst. Blóðræktanir eru teknar til að greina blóðsýkingar, orsakir þeirra og sýklalyfjanæmi. Í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst á Íslandi árið 2008 fækkaði blóðræktunum á Landspítala um u.þ.b. fjórðung. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif fækkunar á greiningu, meðferð og horfur blóðsýkinga á Barnaspítala Hringsins.

Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru blóðræktanir, legur, andlát og ICD-greiningar á Barnaspítalanum 1.1.2007 - 31.12.2012. Rannsóknin var afturskyggn og fengust gögn úr gagnagrunni sýklafræðideildar Landspítala, klínísku vöruhúsi gagna á Landspítala og Þjóðskrá.

Niðurstöður: Teknar voru 5786 blóðræktanir úr 3948 sjúklingum á tímabilinu, flestar frá bráðamóttöku barna og vökudeild. Fækkun bæði jákvæðra og neikvæðra blóðræktana milli ára var marktæk frá 2008 (samtals frá 1192 niður í 733), mest innan bráðamóttökunnar. Kóagúlasa-neikvæðir klasakokkar voru algengustu bakteríurnar, en helstu sýkingavaldarnir voru E. coli, S. aureus og S. pneumoniae. S. pneumoniae-ræktunum fækkaði marktækt (7 ræktanir árið 2007, 13 árið 2008, 5 árið 2009, 5 árið 2010, 3 árið 2011 og engar árið 2012). Dánartíðni á Barnaspítalanum breyttist ekki milli ára. Almenn sýklalyfjanotkun jókst, en fjöldi blóðsýkingatengdra ICD-greininga breyttist ekki á tímabilinu.

Ályktanir: Samfara fækkun blóðræktana fækkaði greindum sýkingarvöldum hlutfallslega jafn mikið. Marktæk fækkun var á greindum blóðsýkingum af völdum pneumókokka og fækkunin hófst fyrir tilkomu bólusetninga (þó ekki marktæk fækkun). Mikilvægt er að skoða áhrif fækkunar blóðræktana á öllum deildum Landspítalans.

 

 

V 88   Örveruþekjumyndun pneumókokka frá endurteknum miðeyrnasýkinum barna

Katrín Helga Óskarsdóttir, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Gunnsteinn Haraldsson, Karl G. Kristinsson

Sýklafræðideild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands

kata1151@hotmail.com

Inngangur: Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru mikilvæg orsök öndunarfærasýkinga, miðeyrnasýkinga  og  ífarandi sýkinga. Þekkt er að þeir geti myndað örveruþekjur þar sem bakteríur eru óvirkari og skipta sér hægt. Í þannig ástandi verka sýklalyf verr og í örveruþekju er sýklalyfjaflæði heft. Er þetta hugsanleg ástæða fyrir því að stundum reynist erfitt að lækna miðeyrnasýkingar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna örverumyndun pneumókokka frá endurteknum miðeyrnasýkingum samanborið við stofna frá ífarandi sýkingum og nefkoki heilbrigðra 0-6 ára barna (berar).

Efniviður og aðferðir: Stofnar af algengustu hjúpgerðum (19F,23F,6A,6B,14) frá endurteknum miðeyrnasýkingum (n=33), ífarandi sýkingum (n=25) og berum (n=50) voru valdir úr stofnasafni sýklafræðideildar Landspítalans (1998-2012). Sett var upp tilraunalíkan þar sem stofnarnir voru ræktaðir í polystyren-míkrótíter-bökkum í 5 klukkustundir, litaðir með crystal-violet og þykkt örveruþekju metin með ljósmælingu. Viðmið ljósgleypnimælinga: <0,020=ekki, 0,020-0,085=þunn, >0,085= þykk örveruþekja.

Niðurstöður: Af stofnum frá miðeyra voru 70% örveruþekjumyndandi, 64% frá berum og 56% frá ífarandi sýkingum. Stofnar af hjúpgerð 6B mynduðu alltaf örveruþekjur, 19F alltaf nema í 8% berasýna og 6A alltaf nema í 20% berasýna. Hins vegar myndaði 23F eingöngu örveruþekjur í 14% sýna frá miðeyra og hjúpgerð 14 eingöngu í 10% nefkokssýna. Stofnar af hjúpgerðum 19F frá miðeyra mynduðu þykkari örveruþekjur en stofnar frá berum.

Ályktanir: Pneumókokkar frá öllum sýnaflokkum geta myndað örveruþekjur á polystyren yfirborði. Örveruþekjumyndun er algengust í stofnum frá endurteknum miðeyrnasýkingum og bundin tilteknum hjúpgerðum. Stofnar af hjúpgerð 19F frá endurteknum miðeyrnasýkingum mynduðu marktækt oftar og þykkari örveruþekju en stofnar frá berum. Tilraunalíkanið gefur áhugaverðar vísbendingar þótt það líki ekki vel eftir raunverulegum sýkingum.

 

 

V 89   The long range interactions of the IRF4 promoter in myeloma and melanoma

Kristján Hólm Grétarsson, Erna Magnúsdóttir, Eiríkur Steingrímsson

Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland

khg16@hi.is

Introduction: Chromosomal activities have been linked with both structural properties and spatial conformations of chromosomes(1)t4. As chromosome organization is highly dynamic, varying both during the cell cycle and between different cell types (2) it is interesting to look at differences in long range chromatin interactions to study the underlying control mechanisms of a gene. The goal of this project is to look at the long range interactions of elements responsible for the transcription of the IRF4 gene in myeloma and melanoma using the chromosome conformation capture (3C) technique which was developed to study chromatin interactions(1, 3).In the B-cell lineage IRF4 expression leads to B-cell heavy chain class switch recombination and the generation of plasma cells from germinal center B cells(4) and is required for the survival of myeloma cell(5). Additionally, IRF4 plays a role in melanoma and pigmentation(6).

Methods and data: The 3C technique: The 3 dimensional organization of the genome is fixed in point with a fixation agent. The fixed chromatin is digested with a restriction enzyme and the sticky ends of the fragments are ligated. These ligated fragments, which reflect the interaction between two genomic loci are then quantified to measure the number of ligation events, using primers located near the ligation junctions(7).

Results: The 3C technique is working in our hands and can be used to find long range interactions.

Conclusions: With the 3C method and derived techniques we have the potential to find cell specific as well as common long range interactions of the IRF4 promoter and shed light on the molecular mechanism of its regulation and how it might differ in the different cell types.

 

 

V 90   Prediabetes and diabetes are not related to endothelial dysfunction among patients with unstable coronary syndromes

Linda Björk Kristinsdóttir1, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Vilmundur Guðnason1,3, Sigurður Sigurðsson3, Ísleifur Ólafsson1,2, Erna Sif Arnardóttir1,2, Þórarinn Árni Bjarnason1,2,  Karl Andersen1,2,3

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Landspítali University Hospital,3Icelandic Heart Association

lindabjkr@gmail.com

Introduction: Approximately two thirds of patients with Acute Coronary Syndromes (ACS) have undiagnosed diabetes or prediabetes. The aim of this study was to determine whether disturbances in glucose metabolism are related to endothelial dysfunction in patient with ACS.

Methods and data: Patients with ACS but no known disturbance of glucose metabolism were consecutively included in a single center university hospital setting. A standard oral glucose tolerance test and measurements of fasting plasma glucose and HbA1c were performed 3-5 days after hospitalization, and repeated 8-12 weeks later. Carotid ultrasound was also performed to determine the extent of plaque formation in each patient. Assessment of endothelial dysfunction was done with EndoPAT and presented as the Reactive Hyperemia Index (RHI).

Results: Ninety-two patients were consecutively included (mean age 63.5 years, 79% male). Medians of RHI were 1.85 (IQR: 1.59-2.25), 1.78 (IQR: 1.60-2.27) and 1.85 (IQR: 1.40-3.43) in patients with normal glucose metabolism (32%), prediabetes (51%) and diabetes (17%), respectively (p=0.83). RHI medians were 2.97 (IQR: 2.97-2.97), 1.82 (IQR: 1.59-2.15), 1.78 (IQR: 1.54-2.22) and 2.09 (IQR: 1.63-2.29) in patients with no, minmal, moderate or severe stenosis in carotid arteries, respectively (p=0,41). A negative correlation was seen between RHI and the extent of coronary artery disease (r=-0.22, p=0.03).

Conclusions: Endothelial dysfunction is not related to metabolic derangement among ACS patients. This might indicate that atherosclerosis in ACS patients is progressed to the extent that the upstream effect of metabolic derangement and subsequent endothelial dysfunction, can no longer be detected.

 

 

V 91   Truflun í sykurbúskap eykur líkur á æðakölkunarsjúkdómi í hálsslagæðum hjá sjúklingum með bráð kransæðaheilkenni

Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Steinar Orri Hafþórsson2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Linda Björk Kristinsdóttir2, Ísleifur Ólafsson1,2, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason2,3, Karl Andersen1,2,3

1Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Hjartavernd

thorarinn21@gmail.com

Inngangur: Sykursýki 2 (SS2) og skert sykurþol eru þekktir áhættuþættir fyrir æðakölkun. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif SS2 og skerts sykurþols á útbreiðslu æðakölkunar í hálsslagæðum hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH)

Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild Landspítala með áður ógreinda sykursýki var boðið að taka þátt í rannsókninni.Mælingar á sykurbúskap (fastandi  glúkósi í plasma, HbA1c og sykurþolspróf) voru gerðar í innlögn og endurteknar þremur mánuðum seinna. Æðakölkun var metin með stöðluðum hálsæðaómunum og flokkuð í enga, litla, í meðallagi og alvarlega æðakölkun.

Niðurstöður: 141 sjúklingar (79% karlar, meðalaldur 63 ár) með BKH og áður ógreinda SS2 tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingar með eðlilegan sykurbúskap voru 46,8%, 42,6% með skert sykurþol og 10,6% með SS2.Æðakalkanir í hálsslagæðum voru til staðar í 95, 98 og 100% sjúklinga með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol og SS2. Algengi í meðallagi og alvarlegra æðakalkana í hálsslagæðum var 41, 59 og 83% hjá sjúklingum með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol og SS2. Í fjölþátta aðhvarfsgreiningu var gagnalíkindahlutfall 2,56 (95% Cl 1,07-6,37) fyrir meðal- til alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum hjá sjúklingum með skert sykurþol og 5,56 (95% Cl 1,50-24,89) hjá sjúklingum með SS2.

Ályktanir: Æðakölkun í hálsæðum var til staðar í nær öllum sjúklingum með BKH.  Magn æðakölkunar var aukin hjá sjúklingum með nýgreinda truflun á sykurbúskap. Nýgreint skert sykurþol og SS2 er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir í meðallagi til alvarlega æðakölkun í hálslagæðum hjá sjúklingum með BKH. Þessar niðurstöður styðja markvissa greiningu á truflaðri sykurstjórnun hjá sjúklingum með BKH.

 

 

V 92   Blóðeitrun meðal fullburða nýbura á Landspítala árin 2010-2011: Algengi, einkenni og áhættuþættir

Lóa Rún Björnsdóttir1, Lilja Björk Sigmundsdóttir1, Guðrún Kristjánsdóttir1, 2

1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði Landspítala

gkrist@hi.is

Inngangur: Rannsóknir sýna að mikilvægt sé að vera næmur fyrir einkennum og aðstæðum nýfæddra til að uppgötva í tæka tíð blóðeitranir. Tilgangur rannsóknarinnar upplýsa um algengi skráðra tilfella blóðeitrunar af völdum baktería meðal fullburða nýbura á Íslandi árin 2010-2011, skoða algengustu áhættuþætti hjá móður og barni og algengustu skráðu einkenni nýburans.

Efniviður og aðferðir: Með afturskyggnu lýsandi rannsóknarsniði var upplýsinga aflað úr sjúkraskrám fullburða nýbura (>37 vikur) fæddra á árunum 2010 og 2011 sjúkdómsgreind með blóðeitrun á nýburaskeiði (≤ 28 dagar). Upplýsingar um áhættuþætti mæðra og þekkt einkenni og áhættuþætti hjá nýburunum voru fengnar úr mæðraskrám. Endanlegt úrtak var 88 nýburar fædda á Landspítala af 9383 lifandi fæddra á Íslandi á tímabilinu, ekki náðist í 7 sjúkraskrár og þeim sleppt.                                       Niðurstöður: Algengi blóðeitrunar meðal fullburða nýbura á þessu tímabili var 10 börn á 1000 lifandi fæddum. Ekkert barnanna lést vegna blóðeitrunar. Öll börn nema eitt voru blóðræktuð og 39,8% voru mænuræktuð. Aðeins 7 börn (7,95%) voru með staðfesta blóðræktun og voru kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar algengasta bakterían. Í engu sýni greindust bakteríur í mænuvökva. Algengustu áhættuþættirnir hjá móður voru grænt legvatn (39,8%), hiti fyrir eða í fæðingu (25,0%), offita (19,3%) og snemmrof á belgjum (18,2%). Algengustu áhættuþættirnir hjá nýbura voru karlkyn (58%), fósturköfnun. Öndunarerfiðleikar (89,9%) voru algengustu skráðu einkennin meðal nýburanna, svo erfiðleikar við fæðugjöf (51,1%), slappleiki (45,5%), fölur húðlitur (25,0%) og pirringur (21,6%).

Ályktanir: Blóðeitrun meðal fullburða nýbura á Íslandi er sjaldgæf samanborið við önnur lönd. Þörf er á framskyggnum rannsóknum á blóðeitrunum nýbura hér á landi.

 

 

V 93 Effects of protolichesterinic acid on fatty acid synthase and lipid composition cancer cells

Margrét Bessadóttir1,2, Finnur F. Eiríksson1,2,4, Sharon Gowan3, Suzanne Eccles3, Sesselja Ómarsdóttir2, Margrét Þorsteinsdóttir2,4, Helga M. Ögmundsdóttir1

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Faculty of Pharmaceutical Science, University of Iceland, 3Cancer Research UK Cancer Therapeutics Unit, The Institute of Cancer Research London, 4ArcticMass

mab24@hi.is

Introduction: (+)-Protolichesterinic acid (PA) is a lichen secondary metabolite. PA has anti-proliferative effects on several types of cancer cells, but no effect on normal skin fibroblasts. Fatty acid synthase (FASN) is highly expressed in human carcinomas and appears to be required for proliferation and survival. The products of FASN are generally incorporated into phospholipids. The chemical structure of PA is very similar to a known FASN inhibitor, C75.

Methods and data: The effects of PA on FASN and HER2 expression in two breast cancer cell lines, SK-BR-3 (overexpresses FASN and HER2) and T-47D, were estimated by Immunofluorescence staining. Effects on major signalling pathways, ERK1/2 and AKT were measured by Meso Scale Discovery (MSD)® assay. Lipid composition in cancer cells was evaluated by electrospray quadrupole traveling wave ion mobility time-of-flight (Q-ToF) mass spectrometry utilizing a lipidomic approach.

Results: Treatment with PA induced FASN expression in SK-BR-3 cells and a decrease in HER2 expression was observed at the same time along with reduced signalling through ERK1/2 and AKT. No effects were seen in T-47D cells. Lipidomics indicated differences in lipid composition between SK-BR-3 and T-47D.

Conclusions: Results suggest that PA inhibits FASN activity which then leads to a compensatory effect on FASN expression in SK-BR-3 cancer cells.  Transcriptional repression is the likely cause of decreased in HER2 expression leading to the inhibitory effects of PA on ERK1/2 and AKT signalling pathways. Targeting lipid metabolism may be a treatment option in breast cancer patients, particularly for HER2-positive tumours.

 

 

V 94   Obesity and risk of monoclonal gammopathy of undetermined significance: A population-based study

Maríanna Þórðardóttir1, Sigrún Helga Lund1, Ebba K. Lindqvist2, Rene Costello3, Debra Burton3, Neha Korde4, Sham Mailankody3, Guðný Eiríksdóttir5, Lenore J. Launer6, Vilmundur Guðnason1,5, Tamara B. Harris6, Ola Landgren2,4, Sigurður Y. Kristinsson1,2

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Medicine, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 3Multiple Myeloma Section, National Cancer Institute, National Institutes of Health, Bethesda, 4Myeloma Service, Division of Hematologic Oncology, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 5Icelandic Heart Association, 6National Institute on Aging, National Institute of Health, Bethesda

mthordar@hi.is

Introduction: All multiple myeloma (MM) cases are preceded by an asymptomatic condition, monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS). The etiology of MM and MGUS is to a large extent unknown. Two studies on the association between obesity and MGUS have been conducted with conflicting results, despite reported association between obesity and MM. The aim of this study was to determine if obesity is associated with an increased risk of conventional MGUS and light-chain MGUS (LC-MGUS).

Methods and data: This study was based on participants from the AGES-Reykjavik Study (n=5,764). Serum protein electrophoresis (SPEP) and serum free light-chain assay were performed on all subjects to identify conventional MGUS and LC-MGUS. Various obesity measures were used for assessment. The association was analyzed using logistic regression. Cox proportional-hazard regression was performed to test whether progression to MM was affected by obesity.

Results: A total of 299 (5.2%) conventional MGUS cases and 33 (0.6%) LC-MGUS cases were identified. No association was found between any of the obesity markers and conventional MGUS (ORBMI = 0.94; 95% CI 0.74-1.24) or LC-MGUS (ORBMI = 0.8; 95% CI 0.35-1.80). The risk of progression from MGUS to MM was not affected by obesity (HRBMI = 1.03; 95% CI 0.93-1.15).

Conclusions: In this large population-based study we did not find an association between obesity and conventional MGUS or LC-MGUS.  Many different factors influence obesity, which might explain discrepancy between studies. Future studies should focus on the different lifestyle-related factors causing obesity to clarify the underlying mechanism for MGUS.

 

 

V 95   Sníkjuþráðormurinn Strongyloides stercoralis staðfestur í hundum á Íslandi

Matthías Eydal, Karl Skírnisson

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

meydal@hi.is

Inngangur: Þráðormurinn Strongyloides stercoralis er sníkjudýr í fólki, öðrum prímötum, hundum og köttum. Ormurinn er súna, algengur í hitabeltinu og heittempruðum löndum, en sjaldgæfari annars staðar. Sýking er oft einkennalaus eða einkennalítil, en getur valdið alvarlegum sjúkdómi.

Efniviður og aðferðir: Leitað hefur verið að sníkjudýrum í saur innfluttra hunda frá upphafi innflutnings um einangrunarstöðvar 1989, um árabil einnig í innsendum sýnum úr heimilishundum. Frá 2012 hefur endurtekið verið leitað að Strongyloides stercoralisí saursýnum úr hundum á hundaræktarbúi.

Niðurstöður: Strongyloides stercoralis hefur fundist í 14 innfluttum hundum í einangrunarstöðvum hérlendis; tveimur 1994, 12 á árunum 2008 – september 2014. Fyrsta tilfellið í heimilishundum utan einangrunarstöðva greindist árið 2012. Fram til september 2014 höfðu 8 hvolpar keyptir á tilteknu hundaræktarbúi og tveir hundar sem samgang höfðu við hunda frá búinu greinst með orminn. Allir áðurnefndir hundar fengu ormalyfjameðferð, eftirfylgni bendir til að tekist hafi að uppræta ormana. Í ársbyrjun 2012 fannst þráðormurinn á fyrrgreindu hundaræktarbúi í tæplega helmingi saursýna úr tugum hunda. Endurteknar ormalyfjagjafir voru árangursríkar, ormar greindust þó á ný 2013 og í byrjun árs 2014 í stöku hundum. Í síðustu fjórum skoðunum, mars-ágúst 2014, hafa ormar ekki greinst. Vonir eru því bundnar við að tekist hafi að uppræta smitið á búinu.

Ályktanir: Þráðormurinn er talinn hafa borist á hundaræktarbúið með innfluttum hundi, smitast þar milli hunda og borist þaðan út með seldum hundum. Rannsóknir benda til þess að tekist hafi að uppræta sníkjudýrið með lyfjagjöfum en mikilvægt er að vera vel á verði næstu misserin leynist ormasmit einhvers staðar ennþá.

 

 

V 96   Sjálfsát, boðleiðir þess og virkni í bris- og brjóstakrabbameinum

Már Egilsson1, Úlfur Thoroddsen2, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Margrét Helga Ögmundsdóttir2, Helga Margrét Ögmundsdóttir2 1

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðis, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3rannsóknastofu í meinafræði

maregilsson@gmail.com

Inngangur: Sjálfsát er ferli sem viðheldur jafnvægi í frumum og virkjast við orkuþurrð og álag. Truflun á virkni sjálfsáts eykur líkur á tilurð krabbameina en á hinn bóginn stuðlar virkt sjálfsát að því að krabbameinsæxli nái fótfestu. Ýmis lyf hafa áhrif á sjálfsát. Klínískar rannsóknir eru hafnar til að mynda á sjálfsátshemjandi malaríulyfinu hydroxychloroquine. Hvað virkjar sjálfsát í krabbameinum? Hefur sjálfsát hlutverk í samspili stoðvefs og krabbameinsfrumna?

Efniviður og aðferðir: Leyfi: VSN, Persónuvernd og rannsóknastofa í meinafræði. Mótefnalitanir á vefjasýnum 14 bris- og 15 brjóstakrabbameina úr lífsýnasafni RÍM. Litað fyrir lífvísum sjálfsáts, LC3 og p62 (eyðist ísjálfsátsferlinu), p-AMPK (ræsist við orkuþurrð), HIF1α (ræsist við súrefnisþurrð), æxlispróteininu p-Raf-1 og æxlisbælipróteininu p53. Gerð stökkbreytigreining á p53. PAD-gögn fengin frá Krabbameinsskrá.

Niðurstöður: Sjálfsát var virkt (LC3 punktar í ≥30% fruma) í 12/29 sýnum. Því fylgdi orkuþurrð í 9/12 sýnum. Í 7/16 sýnum sást orkuþurrð  en ekki sjálfsát og í 3/13 sýnum var sjálfsát virkt en ekki orkuþurrð. Engin tengsl fundust milli sjálfsáts og súrefnisþurrðar eða við stöðu p53 próteins eða virkjun á Raf-1. Sjálfsátsferli virðist oft truflað í krabbameinum, þ.e. sjálfsátsblöðrur eru til staðar en p62 eyðist ekki. LC3  sást gjarnan aukið í trefjakímfrumum umhverfis krabbameinsfrumur og hafði þetta fylgni við eitilmeinvörp. Virkjun á AMPK sást aldrei í trefjakímfrumum.
Ályktanir: Orkuþurrð helst í hendur við sjálfsát í krabbameinsæxlum. Breytileiki virkra boðleiða sjálfsáts virðist talsverður í krabbameins-æxlum og margt bendir til víxlhrifa milli krabbameinsfrumna og aðliggjandi stoðvefs. Taka þarf tillit til þessa þegar teknar eru ákvarðanir um sjálfsátsverkandi lyfjameðferð.

 

 

V 97   Samanburður á hvíldaröndun hjá einstaklingum með astma og heilbrigðum viðmiðunarhópi

Monique van Oosten, Marta Guðjónsdóttir

Læknadeild Háskóla Íslands og Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð

monique.v.oosten@gmail.com

Inngangur: Astmaeinkenni geta verið mjög breytileg og oft á einstaklingur með astma erfitt með að ná tökum á sjúkdómnum og einkennum hans þrátt fyrir lyfjameðferð. Truflun á öndunarstjórn hefur verið tengd astma, einkum falin oföndun (hyperventilation) sem talin er að auki astmaeinkennin. Markmið rannsóknarinnar var að mæla hvort hvíldaröndun þátttakenda með astma væri frábrugðin hvíldaröndun heilbrigðs viðmiðunarhóps.

Efniviður og aðferðir: Alls voru 52 þáttakendur mældir; 36 með astmagreiningu, sem nota berkjuvíkkandi púst reglulega til að minnka astmaeinkennin og 16 heilbrigðir (viðmiðunarhópur). Þátttakendur mættu fastandi í mælingar á hvíldaröndun að morgni dags og þeir með astma voru ekki búnir að nota astmalyfin sín. Mæld var heildaröndun í hvíld (V‘E), andrýmd (VT), öndunartíðni (ÖT), súrefnisupptaka (V‘O2), hlutþrýstingur súrefnis og koltvísýrings við lok útöndunar í hverjum andardrætti (PETO2 og PETCO2). Öndunin var mæld í 10 mínútur eftir 10 mínútna slökun með tækin tengd og var meðaltalsgildi síðustu fjögurra mínútnanna notað. Síðan var tíminn sem þátttakendur gátu haldið niðri í sér andanum án óþæginda mældur (öndunarpása). Að lokum var gert blásturspróf þar sem FVC og FEV1 voru mæld.

Niðurstöður: Hóparnir voru eins hvað varðar aldur, kyn og BMI. Blástursprófið var eins en nálgaðist að vera lakara hjá astmahópnum (p=0,06). Hvíldaröndunin hvar meiri (p<0,01), PETO2 var hærra (p<0,05) og öndunarpásan var styttri (p<0,05) hjá astmahópnum. 

Ályktanir: Þátttakendur með astma anda meira í hvíld en samanburðarhópurinn sem samrýmist því að þeir ofandi (hyperventilate). Eins eiga þeir erfiðara með að taka öndunarpásu sem gæti bent til næmari öndunarstöðva, sem gæti að hluta skýrt oföndunina.

 

 

V 98   Alvarleg munnslímhúðarbólga hjá börnum með krabbamein á Íslandi: Algengi, áhrifaþættir og afleiðingar

Oddný Kristinsdóttir1,2, Ólafur Gísli Jónsson2, Guðrún Kristjánsdóttir1,2

1Hjúkrunarfræðideild, Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins Landspítala

 oddnyk@landspitali.is

Inngangur: Alvarleg munnslímhúðarbólga (AM) er algengur og hvimleiður fylgikvilli barna í krabbameinslyfjameðferð. Upplýsingar skortir um algengi og hvernig skuli meta umfang þessa vandamáls. Hér verður gert grein fyrir algengi, tíðni, áhrifaþáttum og afleiðingum AM hjá börnum sem gengust undir krabbameinslyfjameðferð á Íslandi 2002-2011.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var lýðgrunduð og notast við lýsandi afturskyggnt rannsóknarsnið. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og skráðar á gagnaskráningarblað. Úrtakið voru börn (1-18 ára) sem gengust undir krabbameinslyfjameðferð á Íslandi á árunum 2002-2011, alls 64 börn af þeim 120 sem greindust með krabbamein á tímabilinu. Notast var við munnslímhúðar matsskala WHO og NIC til að greina börn með AM.

Niðurstöður: Algengi AM var 39% (n=25/64), þar af voru 60% drengir (n=15). Börn með AM voru marktækt eldri (p=0,008) en þau sem fengu væga eða enga munnslímhúðarbólgu. Níu börn (36%) fengu AM einu sinni, en eitt sex sinnum, samtals voru 60 AM tilvik. Hæsta hlutfall AM var hjá börnum með illkynja beinsarkmein, Burkitt´s eitilfrumukrabbamein og bráða mergfrumuhvítblæði. Blóðræktun var gerð í 80% tilvika og sýklalyf gefin í æð í 77%. Blóðræktun var jákvæð í 21% tilvika, þar af talið mengun í 50% þeirra. Marktæk jákvæð fylgni reyndist vera á milli fjölda daga í daufkyrningafæð og fjölda daga með einkenni um alvarlegrar munnslímhúðarbólgu (r=0,736, p<0,0001).

Ályktanir: Stór hluti barna í krabbameinslyfjameðferð á Íslandi fá AM. Þetta samræmist erlendum niðurstöðum, sem þó eru misvísandi vegna mismunandi mæliaðferða. Mikil einkennabyrði hvílir á þessum börnum, spítalainnlagnir eru tíðar og þau virðast útsettari fyrir sýkingum.

 

 

V 99   A Midwifery Model of Woman Centred Childbirth Care

Ólöf Ásta Ólafsdóttir1, Marie Berg2, Ingela Lundgren2

1Námsbraut í ljósmóðurfræði, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Institute of Health Care Sciences, University of Gothenburg

olofol@hi.is

Introduction: Theoretical models for health care practice are important both as tools for guiding daily practice,  explaining the philosophical basis for care and provide  critical view to optimise and assess quality of maternity care.

Methods and data: The aim was to identify and develop an evidence based midwifery model of childbirth care in the cultural context of Sweden and Iceland.. With a qualitative hermeneutic approach a woman centred model of care was developed by a synthesis and meta-interpretation of own published qualitative studies (n=12) about women´s and midwives´ experiences of childbirth. For purposes of validity and reliability the model was discussed and assessed for implementation in six focus group interviews with practising midwives (n=30). 

Results: The model includes five main themes. Three central intertwined themes with sub-themes that involve interactions with each woman and family are: a reciprocal relationship; a birthing atmosphere; and grounded knowledge. The remaining two themes around the others, which likewise influence care, are the cultural context with hindering and promoting norms of a midwifery approach and the balancing act in basing work on midwifery philosophies, facilitating woman-centred care in cooperation between midwives and other health professionals. Implementation and evaluation of this childbirth model of care is in progress.

Conclusions: In an era of rising technicality, this salutogenic model could have positive impact on provision and outcome of  care, raise  normality of all birth and promote interdisciplinary care. It could be a broad theoretical framework in maternity care and applied to other cultural contexts.

 

 

V 100   MITF in the central nervous system: A possible factor in inflammation

Diahann A.M. Atacho1,2,Anna Þóra Pétursdóttir1, Signe K. Skadborg1,3, Eiríkur Steingrímsson2, Pétur Henry Petersen1

1Department of Anatomy, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Department of Biology, Faculty of Science, University of Copenhagen

phenry@hi.is

Introduction: MITF is a basic helix-loop-helix leucine zipper transcription factor known for its role in melanocytes. It is also expressed in the glutamatergic neurons in the mouse olfactory bulb (OB) and mast cells and melanocytes of the brain meninges. Mice carrying the Mitfmi-vga9/mi-vga9 mutation do not express MITF and exhibit microphthalmia, a white coat and become deaf at two months of age. In order to determine the functional role of MITF in neurons, a gene expression analysis was performed in order to characterize potential target genes. As many of the genes upregulated in the mutant OB are involved in inflammation, inflammation in the olfactory bulb and cortex of the Mitfmi-vga9/mi-vga9 mice was examined.

Methods and data: Mitfmi-vga9/mi-vga9 and C57Bl/6J mice were used. Toludine blue staining was performed on the meninges to stain for mature mast cells, brain tissue was homogenized and used for rtPCR, Microarray or Western Blots.

Results: MITF isoforms show a spatial expression patterns in different regions of the brain. Analysis of the meninges shows complete loss of mature mast cells in the Mitfmi-vga9/mi-vga9. No evidence of  inflammation was detected.

Conclusions:  Mitf mi-vga9/mi-vga9 mice, though lacking mature mast cells and showing a possible increase in inflammatory markers at the gene level, do not show evidence of inflammation at the protein level. While the mutant mice might be more sensitive towards CNS inflammation and infection, it is unlikely that inflammation of the OB will complicate studies of Mitf function in OB neurons.

 

 

V 101   Staða lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum

Pétur S. Gunnarsson1,3, Hlynur Torfi Traustason1, Ólafur Samúelsson2,4, Jón Eyjólfur Jónsson2,4, Aðalsteinn Guðmundsson2,4

1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3vísinda- og þróunarsviði, 4öldrunarlækningadeild Landspítala

psg@hi.is

Inngangur: Lyfjanotkun íbúa hjúkrunarheimila er mikil og algengt að kyngingarörðugleikar eða aðrar færniskerðingar hamli notkun og gjöf hefðbundinna lyfjaforma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum. Skoðað var hvaða lyf var verið að gefa og fylgst með því hvort þau væru meðhöndluð og gefin í samræmi við fylgiseðil.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin fór fram á tveimur hjúkrunarheimilum þar sem farið var á tvær deildir á hvoru hjúkrunarheimili í fjóra daga. Íbúar voru flokkaðir eftir aldri, kyni og hvort að þeir væru með vitræna skerðingu. Fylgst var með hjúkrunarfræðingunum taka til lyfin, undirbúa lyfjagjöfina og gefa íbúum lyfin. Skráð voru niður nöfn lyfjanna, fjöldi og hvort að þau væri brotin í skömmtunarpokanum. Einnig var skráð hvort að lyfin væru mulin eða hylkin opnuð og þá í hvaða íblöndunarfasa þau væru gefin.

Niðurstöður: Meirihluti allra lyfja sem gefin voru á rannsóknartímabilinu voru mulin (54%). Ef litið er á dreifinguna eftir lyfjaformum er algengast að töflur bæði með og án filmuhúðar séu muldar (61%). Niðurstöður sýna að mulningur á lyfjum er algeng verklagsaðferð hjá hjúkrunarfræðingum og umtalsverðum fjárhæðum er eytt í lyf sem verða við það óvirk. Oft vantar heimildir um það hvort að mylja megi töflur eða opna hylki og það getur komið í veg fyrir rétta lyfjagjöf. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar var unninn listi yfir þau lyf sem ekki má mylja.

Ályktanir: Mulningur lyfja er almennur á hjúkrunarheimilum og getur ógnað lyfjaöryggi. Mörg lyf verða ónýt eða minna virk við mulning. Þörf er á frekari úttektum og endurskoðun verkferla.

 

 

V 102   Synthesis, characterization and antibacterial properties of guanidyl chitosan derivatives

Priyanka Sahariah1, Bjarni Már Óskarsson1, Martha Hjálmarsdóttir2, Már Másson1

1Faculty of Pharmaceutical Sciences, School of  Health Sciences, University of Iceland, 2Department of Biomedical Science, Faculty of Medicine, University of Iceland

prs1@hi.is

Introduction: Chitosan a biopolymer, has been of considerable interest as an antibacterial agent. Guanidine group has been introduced into the polymer to further improve its antibacterial property.

Methods and data: Detailed characterization of the chitosan derivatives were done using 1H and COSY NMR and IR spectroscopy. Minimum Inhibitory Concentration (MIC) and Minimum Lethal Concentration (MLC) values were measured against Staphylococcus aureus (S.aureus, ATCC 29213) and Escherichia coli (E.coli, ATCC 25922) obtained from the American Type Culture Collection.

Results: A new synthetic approach was developed to obtain a series of guanidylated chitosan derivatives with the aid of two protecting groups-TBDMS and Boc. This allowed a good control on the synthetic procedure resulting in derivatives having different degrees of substitution and spacer length. Futhermore, a 100 % substitution of the amino groups was also possible using simple reaction conditions. Similar derivatives carrying the trimethylammonium group were also synthesized. All the derivatives were characterized with the help of 1H and COSY NMR and IR spectroscopy. The panel of derivatives were then assayed for antibacterial efficacy against clinically relevant strains of S.aureus and E.coli. The antibacterial effect was found to increase with increase in the degree of substitution and decrease in spacer length of the derivatives in both the series. The trimethyl amine derivatives showed slightly higher activity than the corresponding guanidine derivatives

Conclusions: The improvement in the synthetic method and obtaining well identified products has helped us in gaining better knowledge about the structure-activity relationship of these antimicrobial chitosan derivatives.

 


V 103   Könnun á öryggi og gæðum blaðgrænmetis

Sesselja María Sveinsdóttir1, Franklín Georgsson1,2, Guðjón Þorkelsson1,2

1Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 2Matís ohf

sms37@hi.is

Inngangur: Matarsýkingar og matareitranir sem tengjast neyslu blaðgrænmetis hafa aukist. Hægt er að koma í veg fyrir slíka þróun með  virku eftirliti með gæðum og öryggi vörunnar. Tilgangur verkefnisins var að kanna bæði öryggi blaðgrænmetis á markaði á Íslandi með tilliti til örvera og hvar í dreifikeðjunni mest hætta er á að varan verði fyrir gæðarýrnun.

Efniviður og aðferðir: Sýni af íslensku og innfluttu blaðgrænmeti voru tekin í allri dreifikeðjunni. Einnig var fylgst með hitastigi. Geymsluþol var mælt við kjörskilyrði blaðgrænmetis 2-3°C, við algeng dreifingar- og geymsluskilyrði 6°C með hitasveiflum og við 10°C. Mælingar voru gerðar á algengustu tegundum matareitrunar og matarsýkingar baktería í grænmeti. Geymsluþol var metið með mælingum á líftölu og skynmati.

Niðurstöður: Engar bakteríur sem valda matarsýkingum eða matareitrunum greindust fyrir utan eitt sýni sem var undir viðmiðunarmörkum. Grænmeti við uppskeru kom mjög vel út, en grænmeti sem tekið var í verslunum rétt fyrir eða á best fyrir degi kom oft illa út. Íslenskt grænmeti kom oftar betur út en innflutt grænmeti. Of miklar hitasveiflur eru í dreifikeðjunni og hitastig stundum of hátt. 

Ályktanir: Allt grænmetið var öruggt með tilliti til örvera. Uppskera hjá bændum var fersk og góð sem ætti að gefa innlendri framleiðslu forskot á innflutt grænmeti. Úrbóta er þörf í dreifikeðjunni. Minni hitasveiflur lengja geymsluþol. Einnig má stytta tímann frá uppskeru í verslanir.

 

 

V 104   Áhrif lídókaíns á blóðrás og bólguþætti í brunasköðuðum rottum

Sif Ólafsdóttir, Jean Cassuto, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Jón Ólafur Skarphéðinsson

Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands

sio12@hi.is

Inngangur: Tilfelli hafa sýnt að lídókaín í bláæð getur haft kröftug sársaukadeyfandi áhrif í sjúklingum með alvarlegan annars stigs bruna og minnkað þörf á morfíni. Þekkt er að lídókaín hefur víðtæk bólgueyðandi áhrif með því að draga úr myndun og áhrifum bólgumiðlara. Mikil losun verður á cytókínum í brunaskaða og þessi mikilvægu stýripeptíð ónæmissvarsins geta haft bein og óbein áhrif á sársaukaskyn. Því er áhugavert að skoða áhrif lídókaíns á upphafs cytókín í annarstigs brunaskaða.

Efniviður og aðferðir: Blóðsýni voru tekin úr svæfðum brunasköðuðum rottum sem fengu lídókaín- eða saltmeðferð. Brunaskaði var framkallaður með því að dýfa aftari limum í 80°C heitt vatn í 10 sek. Styrkur bólguþátta (IL-1β, IL-6, TNF-α, IL-8, IL-2, IL-5, IFN-γ, IL-4, IL-10, IL-13 og rCRAMP) var mældur í plasma fyrir og eftir 60 min lyfjagjöf. Einnig var fylgst með á hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingi.

Niðurstöður: Niðurstöður sýna aukningu í upphafs bólguþáttum (TNF-α, IL-1β og IL-6 ) við brunaskaðann (P= 0,007; P= 0,007; P= 0,000). Ekki fengust marktæk áhrif af lídokaíni í þeim styrk sem prófaður var.

Ályktanir: Aukning í bólguþáttum gefur til kynna að brunamódelið henti til að skoða áhrif lídókaíns í æð í annarstigs bruna í rottum. Hinsvegar hafði lídókaín 2,0 ml kg-1 bólus og 1 mg kg-1 klst-1 innflæði ekki marktækileg áhrif á þá bólguþætti sem skoðaðir voru. Hugsanlegt er að skammtastærðin hafi verið of lág og frekari rannsóknir þarf til að útiloka þann möguleika.

V 105   Gæða verkjameðferð á sjúkrahúsi: Hugtakagreining

Sigríður Zoëga1,2, Sigríður Gunnarsdóttir1,2, Margaret E. Wilson3, Debra. B. Gordon4

1Landspítala, 2Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands , 3University of Nebraska, 4Department of Anesthesiology & Pain Medicine, University of Washington

szoega@landspitali.is

Inngangur: Verkir eru algengir á sjúkrahúsum og verkjameðferð er mikilvægur hluti gæða heilbrigðisþjónustu. Hugtakið gæða verkjameðferð er mikið notað í fræðilegum texta en virðist lauslega skilgreint. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta og skilgreina hugtakið gæða verkjameðferð.

Efniviður og aðferðir: Hugtakagreining með aðferð Morse var notuð til að greina hugtakið. Efnisleit var gerð út frá völdum lykilorðum í fimm gagnagrunnum. Alls voru 37 ritrýndar greinar sem fjölluðu um gæði og verki á sjúkrahúsum greindar og gögn samþætt út frá skilgreiningu, einkennum, árangri, mörkum og forsendum hugtaksins.

Niðurstöður: Einungis ein formleg skilgreining á hugtakinu gæða verkjameðferð fannst. Ákveðinn sameiginlegur skilningur á hugtakinu virðist þó vera til staðar sem endurspeglast í spurningalistum sem ætlað er að mæla hugtakið. Gæða verkjameðferð á sjúkrahúsi er margþætt hugtak sem má skilgreina út frá stofnanatengdum þáttum (structure), s.s. þjálfuðu starfsfólki, verklagsreglum og aðgengi að sérhæfðri þjónustu; meðferðarferli (process) sem felur m.a. í sér mat á verkjum og árangri meðferðar, gagnreynda verkjameðferð og fræðslu til sjúklinga og aðstandenda; og árangri meðferðar (outcomes), s.s. aukinni virkni, ánægju sjúklinga, minni verkjum og færri aukaverkunum meðferðar. Gæða verkjameðferð byggir á jafnræði, er örugg, veitt á réttum tíma, árangursrík, skilvirk og tekur mið af óskum og þörfum sjúklinga.

Ályktanir: Þrátt fyrir að vera lauslega skilgreint virðist gæða verkjameðferð engu að síður vera mælanlegt hugtak. Gæða verkjameðferð má skilgreina í samræmi við líkan Donabedian út frá stofnanatengdum þáttum, ferli og árangri meðferðar. Þörf er á frekari rannsóknum á sambandi þessara þriggja þátta til að bæta gæði verkjameðferðar á sjúkrahúsunum.

 

 

V 106   Sýkingar hjá sjúklingum með Waldenströms sjúkdóm

Sigrún Helga Lund1, Malin Hultcrantz2, Lynn Goldin3, Ola Landgren4, Magnus Björkholm2, Ingemar Turesson5, Sigurður Y. Kristinsson1,2

1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Medicine, Division of Hematology, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 3Division of Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National Institutes of Health, 4Myeloma Service, Division of Hematologic Oncology, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 5Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital

sigrunhl@hi.is

Inngangur: Sýkingar eru algeng orsök veikinda og dauðsfalla hjá sjúklingum með illkynja blóðsjúkdóma. Þekking er takmörkuð á uppkomu sýkinga hjá sjúklingum með Waldenströms sjúkdóm (Waldenström´s macroglobulinemia (WM)). Markmið rannsóknarinnar er að meta sýkingaráhættu WM sjúklinga.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin notar samkeyrslu sænsku krabbameins-, sjúklinga-, þjóð- og dánarmeinaskránna, ásamt gagnagrunni stærstu blóðsjúkdóma/krabbameinsdeilda landsins. Þátttakendur voru allir einstaklingar sem greindust með WM í Svíþjóð á árunum 1980-2005. Til viðmiðunar fyrir hvern WM sjúkling voru valdir allt að fjórir einstaklingar, lifandi á greiningardegi, paraðir eftir búsetu, aldri og kyni. Þátttakendum var fylgt eftir m.t.t. sýkinga og dauða eða fram til loka árs 2006. Samband WM og sýkinga er sett fram með áhættuhlutfalli (HR) og 95% öryggisbilum.

Niðurstöður: Þátttakendur voru 2608 WM sjúklingar og 10433 pöruð viðmið. Meðaleftirfylgnitíminn var 4,2 ár hjá WM/LPL og 6,9 ár hjá viðmiðum. Á eftirfylgnitímanum fengu 2801 sýkingar.WM sjúklingar voru í aukinni áhættu (HR=3,4;3,1-3,6) á sýkingu. Áhættan var aukin fyrir bakteríusýkingar (HR=3,2;2,9-3,5), þar af: blóðsýkingar (HR=9,3;3,7-23,5), hjartaþelsbólgu (HR=5,0; 2,5-10,0), lungnabólgu (HR=3.8;3,4-4,2), heilahimnubólgu (HR=3,4;1.1-10,3), húðnetjubólgu (HR=2,6;2,0-3,4), beinasýkingar (HR=1,9;1,01-3,6) og nýrnasýkingar (HR=1,6;1,2-2,4). Áhættan var einnig aukin fyrir veirusýkingar (HR=6,0;4,9-7,3), þar af: ristil (HR=9,2;6,7-12,6) og inflúensu (HR =2,3;1,5-3,5). Samanborið við WM sjúklinga greinda 1980-1989, jókst sýkingaráhættan á tímabilunum 1990-1999 (HR=1,5;1,3-1,6) og 2000-2004 (HR=1,8;1,6-2,1). Konur voru í minni sýkingarhættu en karlar (p<0,001). Sýkingaráhættan jókst með aldri (p<0,001).

Ályktanir: Sjúklingar með WM hafa verulega hækkaða áhættu á uppkomu sýkinga af völdum fjölbreyttra sýkingarvalda í flestum líffærakerfum. Þessar niðurstöður undirstrika að meðferð og eftirfylgni WM skuli taka mið af víðtækri ónæmisbælingu þessa sjúklingahóps.

 

 

V 107   Taugafræðileg fræðsla og gjörhygli í þverfræðilegri verkjameðferð: Heilsutengd lífsgæði kvenna

Sigrún Vala Björnsdóttir1,2, Margrét Arnljótsdóttir3, Gunnar Tómasson2, Jan Triebel4, Unnur Anna Valdimarsdóttir2

1Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Miðstöð í Lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 3Heilsustofnun NLFÍ, 4Akademiska University Hospital, Uppsala

sigrunvb@hi.is

Inngangur: Þrálátir verkir eru fjölþætt vandamál sem krefjast þverfræðilegra úrræða. Megin markmið rannsóknarinnar var að bera saman árangur af tveimur tegundum þverfræðilegra fjögurra vikna inngripa við endurhæfingu kvenna með þráláta stoðkerfisverki; hefðbundið verkjaprógram (TMP) með áherslu á þjálfun, slökun og bakskólafræðslu samanborið við svipað prógram auk taugafræðilegrar fræðslu og gjörhygli (NEM).

Efniviður og aðferðir: Þessi langsniðs áhorfsrannsókn fór fram á Heilsustofnun NLFÍ. Þátttakendur voru 122 konur sem fengu TMP (2001-2005) og 90 sem fengu NEM (2006-2008). Samanburðarhópur (57 konur) var valinn af biðlista (2008).  Spurningalistinn Heilsutengd Lífsgæði (HTL) með 11 undirþáttum og heildarstigi ásamt sjónkvarða (VAS-kvarði) sem metur magn verkja voru lagðir fyrir í byrjun og lok inngrips. Til að bera saman hópana var notuð fervikagreining (ANOVA) á breytingagildum frá upphafi til loka. Tölfræðiforritið SPSS-20 var notað og marktektarmörkin voru 0,05. 

Niðurstöður: Marktækur munur fannst á milli samanburðarhóps annars vegar og beggja meðferðarhópa hins vegar með tilliti til magns verkja (p<0,001) og allra þátta HTL (p<0,001) nema fjárhags (p>0,05). Einnig kom í ljós að svefn var marktækt betri hjá NEM hóp til samanburðar við TMP hóp (p<0,01) í kjölfar meðferðar. Enginn munur fannst milli meðferðarhópa með tilliti til annarra útkomumælinga.

Ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til að konum sem hafa þráláta verki gagnist betur eins mánaðar þverfræðileg endurhæfing með áherslu á taugafræðilega fræðslu og gjörhygli en eins mánaðar hefðbundin þverfræðileg endurhæfing þegar horft er til svefnvandamála. Með tilliti til magns verkja og annarra þátta HTL virðast úrræðin jafngagnleg og betri en engin meðferð. Verið er að framkvæma eftirfylgdarrannsókn.

 

 

V 108   Magn D vítamíns og ómega-3 fitusýra í sermi barna tengist fæðuofnæmi

Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1,2, Kristján Jónasson3, Guðrún V.  Skúladóttir2,4, Thomas Keil5, Kirsten Beyer5, Michael V. Clausen6

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, 4Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands, 5Charité University Medical Center, Berlín, 6Barnaspítala Hringsins

veiga@lsh.is

Inngangur: Tilgáta er um að snemma á æviskeiði einstaklings sé hægt að hafa áhrif á ónæmisþroska hans í þá átt að koma í veg fyrir ofnæmissjúkdóma. Styrkur heildar-D-vítamíns og ómega-3 fitusýranna (ómega-3-FS) eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA) í bóðfitu endurspeglar neyslu á feitum fiski og lýsi en lág gildi af bæði ómega-3-FS og heildar-D-vítamíni hafa verið tengd aukinni ofnæmistilhneigingu. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tengsl heildar-D-vítamíns og ómega-3 fitusýranna EPA og DHA í sermi íslenskra ungbarna við fæðuofnæmi.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tekur til 1307 barna sem fylgt var eftir frá fæðingu til 2,5 árs aldurs og tóku þátt í EuroPrevall, alþjóðlegri framskyggnri hóprannsókn. Fylltir voru út spurningalistar um lýsisneyslu barns við 12 og 24 mánaða aldur. Heildar-D-vítamín í sermi (25(OH)D2+25(OH)D3) var mælt með rafljómunarónæmismælingu (electrochemiluminescence immunoassay), og ómega-3 fitusýrur í fosólípíðum aðgreindar í gasgreini hjá 39 börnum með sannað fæðuofnæmi og 64 heilbrigðum börnum til samanburðar.

Niðurstöður: Börn sem voru með fæðuofnæmi höfðu lægra heildar–D-vítamín (63,8 nmol/L á móti 82 nmol/L, p=0,015) og EPA (0,80% á móti 1,17%, p=0,001), en börn án fæðuofnæmis. Enginn munur var á gildum DHA í sermi barna með og án fæðuofnæmis (5,08% á móti 5,38%, p=0,438). Börn sem byrjuðu að taka lýsi 6 mánaða eða yngri voru minna næm gegn fæðu (p=0,0004) og síður með fæðuofnæmi (p=0,001) en þau sem tóku lítið eða ekkert lýsi fyrir 15 mánaða aldur.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda tilað neysla ungra barna á lýsi tengist minni líkum á að börn fái fæðuofnæmi.

 

 

V 109   A Novel Systems Biology Approach for the Functional Characterization of Metabolic Unknown Proteins

Sreekala Syamala Kumary1,Óttar Rolfsson2

1Center for Systems Biology and Faculty of Biochemistry and Molecular Biology, 2Faculty of Medicine, University of Iceland

sreekala@hi.is

Introduction: Methods for functional characterization of missing biological components in prokaryotes is well established but their application in eukaryotes has been more limited. In this context, we are exploring a novel systems biology approach for the functional characterization of human genes and their protein products through computational metabolic gap filling analysis followed by their experimental validation.                                                                                    Methods and data: BLAST analysis was done to inferr the functions of uncharacterized proteins and the predicted functions were added to human metabolic reconstruction network Recon 2. Metabolic network gap analysis and COBRA were done to computationally evaluate the ability of these genes to fill gaps in RECON 2.

Results: We have identified 425 uncharacterized human proteins with catalytic activity from UniProt database based on their gene ontology profiles and proposed their metabolic roles using sequence homology methods. After adding them to Recon 2, 13 gene targets were selected using COBRA. Their experimental validation is currently planned through CRISPR knock out and mass spectrometric analysis.

Conclusions: We have been successfull in prediciting and validating the functions of uncharacterized proteins by connecting them to Recon 2. The method represents a novel appraoach to propose metabolic functions encoded for in the human genome.

 

 

V 110   VISA-A-IS spurningalistinn: Réttmætis og áreiðanleikaprófun

Stefán H. Stefánsson1,2, Árni Árnason2,3

1Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sjúkraþjálfun Íslands-Orku húsið, 3Gáska sjúkraþjálfun

stefan@sjukratjalfun.is

Inngangur: Álagsverkir frá hásinum (Achilles tendinopathy (AT)) er algengt vandamál hjá íþróttafólki en einnig almenningi. Mælitæki fyrir þessi einkenni hafa verið margvísleg og samanburður milli rannsókna því erfiður. VISA-A spurningarlistinn er mest notaða staðlaða mælitækið í dag og því var tilgangur þessarar rannsóknar að þýða, ásamt því að réttmætis- og áreiðanleikaprófa spurningalistann fyrir íslensku.

Efniviður og aðferðir: Spurningalistinn var þýddur og prófaður á 15 einkennalausum og 60 einstaklingum með hásinavandamál. Áreiðanleikinn var metinn með því að svara spurningalistanum þrisvar og fylgni reiknuð. Innri áreiðanleiki var metinn með Cronbachs alpha. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til grunngilda. Fylgni var reiknuð milli þessara þriggja mælinga hjá báðum hópunum. Réttmætið var metið með því að bera þessar mælingar saman við mælingar úr öðrum sambærilegum rannsóknum.

Niðurstöður: Íslenska útgáfan af VISA-A spurningalistanum (VISA-A-IS) reyndist áreiðanleg fyrir báða hópana (0,85-0,96 sperman´s rho) og innri áreiðanleiki mældist (0,81 Cronbach´s alpha). Einkennalausir voru með marktækt hærra VISA-A-IS-gildi en AT-hópurinn (97 á móti 55, p<0,001). Þegar þessar niðurstöður voru bornar saman við erlendar rannsóknir voru niðurstöðurnar sambærilegar bæði hjá einkennalausum og einstaklingum með AT.

Ályktanir: VISA-A-IS-útgáfan reyndist bæði réttmæt og áreiðanleg og er sambærilegt mælitæki við aðrar útgáfur af VISA-A-spurningalistanum. Hér er því komið staðlað mælitæki til að nota í rannsóknum. Einnig er hægt að nota það við greiningu og til að meta framþróun í meðferð hjá einstaklingum með AT.

 

 

V 111   Hánæmt troponin T: Notagildi og mismunagreiningar

Stefán Þórsson1,2, Davíð O. Arnar2, Karl Andersen1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild Landspítala

stefant@hi.is

Inngangur: Mæling troponin T er grundvöllur greiningar hjartadreps hjá sjúklingum með brjóstverki. Almennt viðmið er að troponin hækkun yfir 99. percentile normaldreifingar (>14 microg/L) gefi til kynna hjartavöðvaskemmd. Árið 2012 var tekin upp mæling á hánæmu troponin T (hs-TnT) á Landspítala (LSH) sem eykur næmi mælingarinnar en kemur niður á sértæki. Markmið með þessari rannsókn var að kanna dreifingu hs-TnT mælinga á LSH og meta greiningarhæfni prófsins.

Efniviður og aðferðir: Fundnar voru allar mælingar TnT á LSH 2012. Hæsta gildi mælingar var fundið hjá þeim sem áttu margar mælingar í sömu legu. Útskriftargreiningar þessara sjúklinga voru fundnar. Reiknað var gagnlíkindahlutfall (OR) fyrir algengustu sjúkdómsgreiningum eftir því hvort TnT var >14 microg/l eða lægra.

Niðurstöður: Hs-TnT var mælt hjá 7259 einstaklingum á LSH 2012. Þar af reyndust 3164 (43,6%) yfir 14 microg/l í hæsta gildi. Næmi TnT >14 microg/l til greiningar á hjartavöðvadrepi var 98,5%, sértæki 60,3%, jákvætt forspárgildi 15,0% og neikvætt forspárgildi 99,8%. Algengustu mismunagreiningar sjúklinga með hækkað TnT voru ósértækar greiningar (14,6%); annað og óskilgreint (9,5%); hjartsláttartruflanir (7,1%); áverkar (4,1%); brátt hjartadrep (3,2%); hjartabilun (2,6%);  langvinnir blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta (2,5%) og lungnabólga (2,2%). Hjá sjúklingum með hækkað TnT var OR (95% CI) fyrir greiningunni hjartavöðvadrep 133 (18,6-959) p<0,01.

Ályktanir: Margar mismunagreiningar koma til álita þegar hs-TnT mælist hækkað. Því er mikilvægt að setja niðurstöður prófsins í samhengi við klínísk einkenni. Hs-TnT >14 microg/l hefur gott næmi og neikvætt forspárgildi fyrir greiningu á hjartavöðvadrepi en sértæki er frekar lágt og jákvætt forspárgildi er takmarkað.

 

 

V 112   Hlutverk klór jónagangna í jónaflutningi yfir holhlið og blóðhlið litþekju augans í músum

Sunna Björg Skarphéðinsdóttir1, Þór Eysteinsson2, Sighvatur Sævar Árnason3

1Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands 

sbs24@hi.is

Inngangur: Litþekja (RPE) augans sér um flutning á vatni og jónum frá ljósnemaviðtökum yfir í æðulag augans. Vatnsflutningurinn yfir útþekjur er almennt talinn vera drifinn áfram af NaK2Cl-samferju á holhlið og Cl- göngum á blóðhlið.  Markmið þessarar rannsóknar var að kanna betur hlutverk Cl- ganga á holhlið og blóðhlið litþekjunnar í augum músa.

Efniviður og aðferðir: Litþekja úr heilbrigðum músum (C57BL6/J) var komið fyrir í þekjulíffæraböðum (Ussing-hólfum). Spennuþvingunartæki var notað til mælinga á nettó-jónastraumi, ISC (µAmp/cm2). Ósértækur Cl- ganga hindri NPPB og tveir sértækir hindrar, CFTRinh172, sem hindrar CFTR, og CaCCinh-A01, sem hindrar Ca++-stýrð Cl- göng, voru settir holmegin. Niðurstöður eru gefnar sem meðaltal ± SEM, n=6. Mat á áhrifum inngripa var gert með pöruðu t-prófi.

Niðurstöður: NPPB (4mM) á blóðhlið sýndi ekki tölfræðilega marktækar breytingar (p = 0.36; 30 min) en á holhlið fór ISC úr -4,8 ± 6,5 í +19,9 ± 4,1 µAmp/cm2 (p = 0.004). CFTRinh172 (0.8 mM) holmegin jók ISC einungis tímabundið frá -13 ± 3,5 í -15,1 ± 3,3 µAmp/cm2 (p=0,02). CaCCinh-A01 (1.2 mM) breytti ISC viðvarandi frá -3 ± 3,4 yfir í +5,5 ± 3,9 µAmp/cm2 (p = 0.02).

Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að það séu aðallega Ca++-stýrð Cl- göng sem flytja Cl- yfir holhlið litþekju í augum músa, CFTR Cl- göng virðast ekki hafa mikil áhrif á sömu hlið. Hvaða flutningsprótein flytja Cl- yfir holhliðina er óljóst en frekari rannsókna er þörf á því atriði.

 

 

V 113   Bólgumiðlandi boðefni hafa áhrif á sérhæfingu og virkni CD8+ T-stýrifrumna

Una Bjarnadóttir1, Snæfríður Halldórsdóttir1,2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands

unab@lsh.is

Inngangur: T-stýrifrumur (Tst) stjórna hárfínu jafnvægi á T-frumu miðluðu ónæmissvari í líkamanum. Ef þetta jafnvægi raskast er hætt við hinum ýmsu sjálfsofnæmisjúkdómum. Þar af leiðir hafa Tst mikla meðferðarmöguleika en frekari rannsóknir á hegðun þeirra eru nauðsynlegar til að auka skilning okkar á virkni þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að meta hlutverk ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni CD8+ afleiddra Tst (CD8+ aTst) in vitro og skoða boðefnaseytun þeirra.

Efniviður og aðferðir: Óþroskaðar og óreyndar CD8+CD25-CD45RA+ T-frumur voru einangraðar úr heilbrigðum blóðgjöfum og ræktaðar í Tst hvetjandi aðstæðum með og án IL-1β og TNFα. Boðefnaseytun var skoðuð með ELISA og luminex.

Niðurstöður: TGF-β1 og IL-2 höfðu samlegðaráhrif á sérhæfingu CD8+ aTst (CD8+CD127-CD25hiFoxP3hi, P<0.0001). IL-1β og TNFα var sett í ræktirnar í mismunandi styrk og hafði IL-1β í háum styrk marktækt bælandi áhrif á sérhæfingu CD8+ Tst (P<0,01). Í viðurvist TNFα minnkaði seytun á IL-10 og TGF-β1 (P<0,01/0,05) CD8+ aTst á meðan IL-1β hafði minnkandi áhrif á IL-10 seytun (P<0,05). Bælivirkni CD8+ Tst, á CD4+ og CD8+ T-verkfrumur (P<0,01), var marktækt hindruð þegar bólgumiðlandi boðefnin, IL-1β and TNFα, voru í ræktinni. Minnkuð bælivirkni vegna IL-1β er hugsanlega tengt minnkaðri seytun á IL-10 og IFNg (P<0,01/0,001) á meðan TNFα hafði engin áhrif á seytun þeirra.

Ályktanir: CD8+ aTst, virkjaðar í gegnum CD3/CD28 viðtakana eru háðar IL-2 og TGF-β1. Einnig hindra IL-1β og TNFα bælivirkni CD8+ aTst sem hugsanlega er IL-10 og IFNg háð. Rannsóknin sýnir því fram á að margir þættir innan ósérhæfða ónæmiskerfisins hafa mikil áhrif á sérhæfingu og virkni CD8+ aTst.

 

 

V 114   Tímalengd snertingar við kraftplötu og vöðvavirkni í miðþjóvöðva hjá börnum fyrir kynþroska við fallhopp og gabbhreyfingar í hvíld og eftir áreynslu

Unnur Sædís Jónsdóttir1, Kristín Briem1, Þórarinn Sveinsson1, Lynn Snyder-Mackler2

1Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Physical Therapy, University of Delaware

unnursaedis@gmail.com

Inngangur: Íþróttaiðkun er góð leið til að auka líkamlegt hreysti en meiðsli eru neikvæði þáttur hennar. Tíðni krossbandaslita án snertingar er hærri hjá konum heldur en hjá körlum og er virkjunarmynstur vöðva í neðri útlimum talin einn  áhættuþátturinn. Miðþjóvöðvi er einn þeirra vöðva. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort það er kynbundinn munur á tímalengd lendingar og virkjunarmynstri miðþjóvöðva við fallhoppslendingu og gabbhreyfingu 11-12 ára íþróttafólks og meta áhrif þreytu.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 47 fótbolta- og handboltaleikmenn (drengir=9, stúlkur=36). Yfirborðsrafskaut voru notuð til að safna vöðvarafvirkni í miðþjóvöðva við fallhopp og gabbhreyfingar fyrir og eftir þreytu. Upphafssnerting við kraftplötu var notuð sem viðmiðunarpunktur þegar tímalengd snertingar var mæld.

Niðurstöður: Fallhopp: Drengirnir snertu kraftplötuna lengur en stúlkurnar (p=0,027). Hámarks vöðvavirkni  var  nær upphafssnertingu hjá stúlkunum heldur en hjá drengjum (p<0,001). Gabbhreyfingar: Tímalengd snertingar við þreytu jókst hjá drengjunum (p=0,005) en minnkaði hjá stúlkum (p<0,001). Hámarks vöðvavirkni stúlknanna var nær upphafspunkti snertingar heldur en hjá drengjum (p<0,001). Breytingin á kvarðaðri virkni, sem kom fram eftir þreytu, var ólík milli kynja (p<0.001). Við þreytu jókst vöðvavirkni drengjanna (p<0,001) en virkni stúlknanna hélst óbreytt (p=0,053).

Ályktanir: Niðurstöður sýna kynbundinn mun á tímalengd snertingar við kraftplötu í fallhoppi og gabbhreyfingum sem og á virkjunarmynstri miðþjóvöðva. Stúlkur höfðu skemri snertingu, virkjuðu miðþjóvöðva fyrr og af meira magni heldur en drengir. Þreyta hefur í sumum tilfellum áhrif. Niðurstöður benda til þess að forvarnarprógrömm krossbandaslita, ættu einnig að vera notuð á börn þar sem kynbundinn munur er kominn fram við 11-12 ára aldur.

 

 

V 115   Setstaða grunnskólabarna: Athugun meðal nemenda í 7. bekk grunnskóla í Reykjavík og Hafnarfirði

Sigfríð Lárusdóttir1, Valgerður Jóhannsdóttir2, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir3

1Sjúkraþjálfun Selfoss, 2Gáska sjúkraþjálfun, 3námsbraut í sjúkraþjálfun, rannsóknastofu í hreyfivísindum Háskóla Íslands

valgerdurjo@gmail.com

Inngangur: Margir skólar hérlendis nota skólahúsgögn sem eru hönnuð til að stuðla að góðri vinnustöðu (Back-up húsgögn). Húsgögnin eru stillanleg og ættu að henta hæð og byggingu hvers barns. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort nemendur nota stillimöguleika húsgagnanna á réttan hátt. Annar tilgangur var að fá upplýsingar um bakverki meðal barna og skoða tengsl þeirra við setstöðu.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 90 börn í 7. bekk fjögurra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar á byggingu og gerð barnanna (hæð, þyngd, lengd á lær- og fótlegg, lærþykkt, mjaðmabreidd, olnbogahæð og axlarhæð) voru framkvæmdar ásamt 7 mælingum á skólahúsgögnunum. Líkamshæð og bygging hvers nemanda var borin saman við hæð og stillingu skólahúsgagnanna, eins og nemandinn notaðist við þau í skólanum. Einnig svöruðu þátttakendur spurningalista um bakverki, þægindi húsgagnanna og notkun á stillimöguleikum húsgagnanna.

Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að misræmi var milli mælinga á byggingu og gerð nemenda og stillinga á skólahúsgögnum þeirra. Aðeins 28,9% barnanna höfðu rétt stillta sætishæð og 25,6% rétt stillta borðhæð. Stór hluti nemenda nýtti sér stillingar stólsins (67%) en aðeins 14% nýtti sér stillimöguleika borðsins. Minnihluti nemenda mat skólahúsgögnin þægileg (41%). Bakverkjatíðni var há meðal hópsins. Þeir sem voru með ranga sætishæð voru ekki líklegri til að finna fyrir bakverkjum en þeir sem voru með rétta sætishæð (OR: 1,3704; 95% öryggismörk: 0,5489-3,4313). Sama átti við um þá sem höfðu borðhæð rangt stillta (OR: 1,9259; 95% öryggismörk: 0,7388-5,0204).

Ályktanir: Þrátt fyrir að góð skólahúsgögn voru stillimöguleikar þeirra ekki notaðir rétt vegna vankunnáttu nemenda og kennara á hentugum vinnustöðum.

 

 

V 116   Smoking and obesity among pregnant women in Iceland 2001-2010

Védís H. Eiríksdóttir1,Unnur A. Valdimarsdóttir1,2, Tinna L. Ásgeirsdóttir3, Agnes Gísladóttir1, Sigrún H. Lund1, Arna Hauksdóttir1, Helga Zoëga1

1Centre of Public Health Sciences, University of Iceland, 2Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 3Department of Economics, University of Iceland

vedis.helga@gmail.com

Introduction: The prevalence of smoking during pregnancy in Western societies has decreased in the last decades while prevalence of overweight and obesity has increased. Our objective was to study secular trends and patterns of smoking and body weight among pregnant women in Iceland, during a period of dramatic changes in the nation's economy.

Methods and data: We used a cohort of 1329 births between January 1st 2001 and December 31st 2010. Information on smoking, body mass index (BMI) and background factors during pregnancy was retrieved from the Medical Birth Register and maternity records. Trends in smoking, overweight, obesity and BMI were assessed using logistic and linear regression analyses. Logistic regression analysis was used to examine the annual odds of smoking and obesity and by socio-demographic characteristics.

Results: We found a marginally significant decrease in the prevalence of continued smoking during pregnancy from 12.4 % in 2001 to 7.9% in 2010 (OR=0.94, 95% CI [0.88-1.00]), particularly among women with Icelandic citizenship (OR=0.92, 95% CI [0.86-0.98]). No statistically significant changes in obesity (OR=1.02, 95% CI [0.96-1.07]) were observed. The highest prevalence of maternal smoking and obesity was observed in 2005-2006, followed with a decline in 2007-2010.

Conclusions: Our results indicate that smoking during pregnancy decreased among Icelandic women in 2001-2010, while an initial increase in obesity prevalence seemed to level off towards the end of the observation period.  Interestingly, we found that both of these maternal risk factors reached their highest prevalence in 2005-2006, which coincides with a flourishing period in the nation's economy.

 

 

V 117   Lactobacillus einangruð frá einstaklingum með enga tannátu og einstaklingum með mikla tannátu

W. Peter Holbrook1, Margrét Ó. Magnúsdóttir1, Árni R. Rúnarsson2,3, Álfheiður Ástvaldsdóttir4

1Tannlæknadeild Háskóla Íslands, 2Actavis, 3Karolinska Institutet

phol@hi.is

Inngangur: Breytingar á vistfræðilegu jafnvægi baktería í tannsýklu eru í auknum mæli tengdar þróun tannskemmda. Hin flókna örveruflóra verður skarpari þegar tannáta hefst og sumar bakteríur aðlagast eða eru jafnvel orsakavaldar í þeim breytingum sem leiða til tannátunnar. Lactobacillus bakterían er gjarnan ríkjandi munnbaktería hjá einstaklingum með virka tannátu. Markmið var að bera saman mismunandi svipgerðir af lactobacillusstofnum frá einstaklingum með (i) engar klíníska tannátu og (ii) virka tannátu, og bera niðurstöðurnar saman við svipaðar rannsóknir á stofnum af Streptococcus mutans.

Efniviður og  aðferðir:Munnvatni eftir örvun var safnað frá 20 sjálfboðaliðum án sjáanlegrar tannátu eða viðgerðra tanna og frá 8 einstaklingum með virka tannátu.  Lactobacillusbakteríurnar voru ræktaðar á Rogosaæti; 8 stofnar frá einstaklingum með tannskemmdir og 8 frá einstaklingum með engar tannskemmdir voru rannsakaðar frekar. Sýrustig var mælt eftir vöxt stofnanna í 10% súkrósulausn. Prófstofnarnir voru skoðaðir með tilliti til bacteriocinlíkra eiginleika með því að bera saman víxlverkun milli „producer“ og „indicator stofna“ á blóðagar.

Niðurstöður: Lactobacillus fannst í munnvatni frá öllum einstaklingum með virka tannátu, en fannst sjaldnar og þá í litlum mæli í munnvatni frá einstaklingum með engar tannskemmdir. Meðalsýrustig eftir ræktun í súkrósuæti var 4,5 fyrir tannátuvirka stofna (á bilinu 3,8-5,3) og 4,9 (á bilinu 3,9-6,1) frá tannátulausum stofnum, en munurinn er ekki marktækur (p=0,5). Bacteriocinlík samverkun á milli stofna var minniháttar þar sem aðeins þrír stofnar, sem allir komu frá tannátulausum einstaklingum heftu vöxt fimm annarra stofna. Stofnar frá einstaklingum með virka tannátu heftu ekki annan bakteríuvöxt.

Ályktanir: Mismunur á milli stofna af Lactobacillus frá einstaklingum með engar tannskemmdir og stofna frá einstaklingum með virka tannátu var minniháttar og töluvert minni en munur sem hefur komið í fyrri rannsóknum á Streptiococcus mutans. Rannsóknin styður kenningu um vistfræði tannsýklu, að lactobacillusbakteríur aðlagist breyttu vistkerfi við byrjun tannátu, en sé ekki orsakavaldur.



V 118   Mónókaprin í tannlími til að meðhöndla Candida-tengda sýkingu undir  gervitönnum

W. Peter Holbrook1, Þórdís Kristmundsdóttir2, Halldór Þormar3, Sigríður Ásta Jónsdóttir2, Helga Helgadóttir2

1Tannlæknadeild, 2lyfjafræðideild, 3raunvísindadeild Háskóla Íslands

phol@hi.is

Inngangur: Candida-tengd slímhúðbólga er algengt vandamál hjá einstaklingum sem  nota gervitennur, sérstaklega vistmönnum á elliheimilum. Regluleg notkun yfirborðs sveppalyfja hjálpar ekki mikið og það er þörf fyrir nýtt efni til að meðhöndla þessi vandamál, helst ólík hefðbundnu sveppalyfi til að minnka áhættu á lyfjaofnæmi. Fítuefni hefur sýnt breiða virkni gegn Candida og mónókaprin hefur virkað vel í undirbúningsvinnu til að hindra vöxt þessara sveppa. Markmið þessa verkefni varað þróa tannlím til meðhöndlunar á sveppagróðri/sveppasýkingu undir gervitönnum og  til að meta árangur í klínískri tilraun.

Efniviður og aðferðir: Mónókaprin var komið fyrir í tannlími og voru vistmenn  öldrunarstofnunar sem nota gervitennur fengnir til að prófa þessi tannlím í fjórar vikur. Sýni voru tekin til að meta fjölda sveppa og áhrif mónókaprins í tannlími og niðurstöður voru bornar saman við viðmiðunarhóp sem fékk tannlím án mónókaprins.

Niðurstöður: Fjöldi Candida í munnslímhúð og gervitönnum var >50 cfu/ cm2 við upphaf rannsóknar og minnkaði vel við mónókaprin í tannlími í <20cfu/cm2. Ekki var ljóst hversu lengi þessi vörn gegn sveppagróðri myndi virka og það var talsverður munur á milli einstaklinga.  

Ályktanir: Með notkun mónókaprins í tannlími er hægt að minnka sveppasýkingu en það kom í ljós þörf fyrir meiri þróun á tannlíminu sjálfu og síðan framhaldi á klínískri rannsókn.

 

 

V 119  Characterizing the potential role of USPL1 in the response to DNA damage

Þorkell Guðjónsson1,2, Matthias Altmeyer2, Claudia Lukas2, Jiri Lukas2, Stefán Sigurðsson1

1Biomedical center, University of Iceland, 2Novo Nordisk Foundation Center of Protein Research, University of Copenhagen

thgud@hi.is

Introduction: Genomic instability is a characteristic of most cancers, believed to arise because of the inability of cells to deal with damaged DNA. To prevent genomic instability, cells possess a complex network of processes collectively called the DNA damage response (DDR). Individuals with inherited DDR defects, such as mutations in ATM, BRCA1 or BRCA2, are strongly associated with high cancer risk. To fully understand the molecular details of this important pathway identifying novel DDR regulators is essential.

Methods and data: In a screen for novel genomic caretakers, we identified ubiquitin specific peptidase like 1 (USPL1). RNAi techniques were used to silence the expression of USPL1. The effect of this silencing on DNA damage signaling and repair were analyzed using high content imaging techniques, complemented with standard biochemical methods.

Results: USPL1 knockdown cells showed strong signs of genomic instability, including spontaneous DNA damage and abnormal nuclear morphology. When challenged with DNA damaging agents, USPL1 knockdown cells failed to efficiently accumulate BRCA1 to sites of DNA damage. Consequently, the observed phenotype after USPL1 knockdown mimics the defects seen in BRCA1 deficient cells at several levels, such as impaired RAD51 loading on damaged chromatin and hypersensitivity to PARP inhibition

Conclusions: In this project we identify USPL1, a protein with poorly understood functions, as a guardian of genomic stability. Our findings suggest that USPL1 plays a potential role in the regulation of BRCA1, a key tumour suppressor in humans. Our future goal is to characterize the functional relationship between USPL1 and BRCA1 in detail.

 

 

V 120   Staðbundin lyfjagjöf til meðhöndlunar á 
algengum kvillum í munnslímhúð 

Þórdís Kristmundsdóttir1, W. Peter Holbrook2,  Skúli Skúlason3, Halldór Þormar4

1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2tannlæknadeild Háskóla Íslands, 3Líf-Hlaup ehf., 4líf-og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands

phol@hi.is

Inngangur: Skortur er á hentugri meðferð til meðhöndlunar sjúkdóma í munnslímhúð. Undanfarin ár hefur í samstarfi tannlæknadeildar og lyfjafræðideildar verið unnið að þróun nýrra leiða í meðferð algengra munnholssjúkdóma. Sú vinna hefur beinst að notkun á sýklalyfinu doxýcýklíni og á mónóglýceríðinu mónókaprín. Doxýcýklin er í lágum skömmtum hemill á matrix metallapróteinasa og getur dregið úr bólgumyndun í slímhúð. Mónókaprín hefur sýnt virkni gegn bakteríum og veirum.

Efniviður og aðferðir: Lyfjaformin sem hafa verið þróuð fyrir virku efni eru lausnir og vatnssækið hlaup sem loðir við slímhúð, en einnig var tannlím notað sem burðarefni. Framkvæmdar hafa verið klínískar rannsóknir: 1) Virkni hlaups sem innihélt mónókaprín og doxýcýklín í lágum styrk var prófað í tvíblindri rannsókn gegn HSV-1 sýkingum; 2) virkni doxýcýklínhlaups var prófað í tvíblindri rannsókn við munnangri (aphthous ulcer); 3) virkni mónókapríns í vatnssæknu hlaupi og í tannlími gegn Candida sveppum í munnholi var prófuð. 

Niðurstöður: 70% munnangurssára gréru á þremur dögum eftir meðferð með doxýcýklínhlaupi en 25 % hjá viðmiðunarhópi (p<0,005). Rannsókn á herpes labialis sýndi að meðferð með mónókaprín og doxýcýklín hlaupi stytti tímann sem sár voru að gróa um tvo daga (p<0,05). Niðurstöður benda til að mónókaprín í tannlími sé vænlegur kostur til að hindra vöxt Candida undir gervitönnum. 3% mónókaprínblanda hamlar sveppavexti og er hentug til áframhaldandi prófana í klínískum rannsóknum til að kanna möguleika á að fyrirbyggja sveppasýkingar undir gervitönnum.

Ályktanir: Niðurstöður sýna að unnt er að bæta meðferð algengra kvilla í munnholi með lyfjaformum sem innihalda mónókaprín og doxýcýklín í lágum styrk.

 

 

V 121   Discontinuation of tumor necrosis factor alpha (TNFa) inhibitors in rheumatoid arthritis (RA) and psoriatic arthritis (PsA)

Þórunn Óskarsdóttir1, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,2, Pétur Sigurður Gunnarsson1,2, Þorvarður J. Löve1,3, Björn Guðbjörnsson1,3

1Landspítali University Hospital, 2Faculty of Pharmacology, University of Iceland, 3Faculty of Medicine, University of Iceland

thorunos@landspitali.is

Introduction: Safety and efficacy of TNFα treatment is of utmost importance. The object of this study was to explore the reasons why patients with RA and PsA discontinue TNFα inhibitor treatment (adalimumab, etanercept and infliximab).

Methods and data: Data is from ICEBIO, the medication prescription registry at Landspitali and interviews with patients. The study period was 2009-2013. Discontinuation was categorized into two sets. The first one included cases where treatment was completely discontinued or switched to a different TNFα inhibitor. The second set included cases where treatment was temporarily discontinued (≥ 112 days) and subsequently resumed with the same TNFα inhibitor. 

Results: Of the 513 patients that were included in the study, 283 patients discontinued treatment, 229 completely or switched to other drug (304 occasions) and 54 discontinued temporarily their TNFα treatment (74 occasions). The most common reasons for discontinuation of treatment were an inadequate response to treatment (36.2%) and adverse events (32.6%). The latter was also the most common reason for temporal treatment discontinuation (28.4%), infection being the far most common (76.2%). In cases of discontinuation/switch of treatment, infliximab was most commonly discontinued (45.7%) while teatment with etanercept was most commonly temporarily discontinued (64.9%). 

Conclusions: Inadequate response and adverse events are the most common reasons why RA and PsA patients discontinue TNFα inhibitor treatment and infliximab is the drug that is most commonly discontinued. However when patients temporarily stop treatment, infection is the main reason and the drug most commonly involved is etanercept.

 

 

V 122   Fóðrun heilgóma

Ævar Pétursson, Svend Richter

Tannlæknadeild Háskóla Íslands

aevarp@gmail.com

Inngangur: Oft er hægt að fóðra eldri heilgóma í stað endursmíði þeirra. Fóðrun heilgóma er því snar þáttur í heilgómagerð. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi til að skoða starfshætti tannlækna og tannsmiða við fóðrun, samvinnu þessara stétta og hvort framkvæmd fóðrunar standist þær kröfur sem gerðar eru hér nú. 

Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur tannlæknum í Tannlæknafélagi Íslands og 20 tannsmiðum í Tannsmiðafélag Íslands sem valdir voru af handahófi. Notast var við megindlega aðferðafræði. Gagnaúrvinnsla var unnin á SurveyMonkey® og Excel (Microsoft Corporation).

Niðurstöður: Af 284 tannlæknum svöruðu 134 (47,2%) en allir tannsmiðir (100%). 90,1% tannlækna starfa við heilgómagerð. 45% tannsmiða notar alltaf kaldhert plast við fóðrun, 15% stundum en 20% aldrei. Þetta er óháð óska meirihluta tannlækna að fóðrun sé gerð samdægurs (alltaf 66,7%, oft 21,1%). Flestir tannlækna segjast gefa tannsmiðum leiðbeiningar um hönnun afturmarka efri heilgóms en tannsmiðir kannast ekki við það. Langalgengasta mátefni var Xantopren (50,0%) en næst komu President og Impregum (12,5% hvort). Compound var algengast  til mótunar brúna (60,7%). 8,1 % tannlækna fræsir ekki af brúnum og mótar á ný við fóðrun. Tannlæknar telja að þeir noti relining alltaf eða oft í 78,3% tilfella og tannsmiðir að þeir geri relining í 95,0% tilfella

Ályktanir: Tannsmiðir fóðra frekar með kaldfjölliðuðu plasti en hitafjölliðuðu. Ekki er fylgni á milli þess að tannlæknar vilji að fóðrun sé gerð samdægurs og að tannsmiðir noti kaldfjölliðað plast. Tannlæknum og tannsmiðum ber ekki saman hvor ákveði afturmörk efri heilgóms eða algengi relining á móti rebasing.




Þetta vefsvæði byggir á Eplica