Ágrip erinda

Ágrip erinda

E 1   Þriðja tannsettið og lífsgæði íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimili

Aðalheiður Svana Sigurðardóttir
, Inga B. Árnadóttir
Tannlæknadeild Háskóla Íslands
ass34@hi.is

Inngangur: Rekja má tann- og munnsjúkdóma til ýmissa þátta á borð við lélega munn- og tannhirðu, neysluvenja og lyfjagjöf. Bágborin tannheilsa getur aukið hættu á meltingartruflunum, vannæringu, sveppasjúkdómum, munnþurrki og tannholdssjúkdómum. Markmið rannsóknar var að skoða tengsl tannheilsu og lífsgæða meðal aldraðra.

Efniviður og aðferðir: Þversniðsrannsókn árið 2013 á dvalar- og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu (VSN 12-207). Aðilar í hvíldardvöl og hjúkrunarrýmum voru útilokaðir frá þátttöku. Þátttakendur (n=45) mættu í klíníska skoðun og svöruðu lífsgæðakvarða „Oral health impact profile“ (OHIP-49). Skýribreyta er klínísk tannheilsa. Útkomubreytur mældar á sjö undirsviðum OHIP-49: 1) færniskerðing, 2) líkamleg óþægindi, 3) sálræn óþægindi, 4) líkamlegar hömlur, 5) andlegar hömlur, 6) félagsleg skerðing og 7) höft/fötlun vegna tannheilsu. Tölfræðiúrvinnsla: IBM SPSS 20, leiðrétt fyrir bakgrunnsbreytum.

Niðurstöður: Alls luku 38 rannsókninni, meðalaldur 85,5 ár (±5,6), í klínískri skoðun var tannátustuðull karla (n=13) M=24,29 (±5,02) og kvenna (n=25) M=26,04 (±2,42). Með slæma tannheilsu voru 57,9% (n=22) og góða 42,1% (n=16). Marktækur munur er milli tenntra og tannlausra varðandi færniskerðingu F(1,35) = 5,03, p<,05, og líkamlegar hömlur F(1,35) = 5,00, p<,05. Íbúar með þriðja tannsettið (heilgóma) búa við verri meltingu, breytt lyktar- og bragðskyn, takmarkandi mataræði, erfiðleika í tali og tjáningu og verri heilsu en þeir sem hafa eigin tennur.

Ályktanir: Nauðsynlegt er að efla tannheilbrigðisþjónustu aldraðra, huga þarf að forvörnum, draga úr tannátu, tannmissi og beita meðferðar-úrræðum í samræmi við lög og reglugerðir.

 

E 2   Tilvísun aldraðra í sérhæfð hjúkrunarúrræði
við útskrift af bráðamóttöku

Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Elísabet Guðmundsdóttir1, Hlíf Guðmundsdóttir1, Helga Rósa Másdóttir1, Lovísa Jónsdóttir1, Sigrún Sunna Skúladóttir1, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2
1
Bráðadeild Landspítala, 2Háskóla Íslands
ingis@landspitali.is

Inngangur: Aldraðir eru stækkandi hópur sjúklinga á bráðamóttökum. Kemur þar bæði til fjölgun aldraðra og að hækkandi aldur leiðir til versnandi heilsu og aukinnar þarfar fyrir heilbrigðisþjónustu. Tíðar komur aldraðra á bráðamóttökur hafa verið tengdar við verri afdrif og hærri dánartíðni. Á síðustu árum hafa verið stofnaðar hjúkrunarstýrðar göngudeildir fyrir aldraða, lungna- og hjartabilaða sjúklinga á Landspítala með því mögulega markmiði að fækka endurkomum á bráðamóttökur.

Efniviður og aðferðir: Gerð var aftursýn gagnaöflun úr rafrænni sjúkraskrá um endurkomur allra sjúklinga 67 ára og eldri sem komu á bráðamóttökur Landspítalans árin 2008 til 2012. Gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og könnuð tengsl milli breyta með kí-kvaðrati og reiknað líkindahlutfall (OR) forspárþátta fyrir tilvísun í sérhæfð hjúkrunarúrræði með fjölþátta aðhvarfsgreiningu.

Niðurstöður: Endurkomur voru 18.154 á rannsóknartímabilinu eða rúmlega 27% af öllum komum 67 ára og eldri. Forspárþættir fyrir tilvísunum í sérhæfð hjúkrunarúrræði voru: búseta á höfuðborgarsvæðinu (OR 3,19; 95% confidence intervaI:1,17-8,66), hækkandi aldur (OR 1,03 95% CI:1,01-1,06), lungnasjúkdómur (OR 4,17 95% CI:2,53-6,88), hjarta- og æðasjúkdómur (OR 1,80 95% CI:1,07-3.03), stoðkerfissjúkdómar eða beinbrot (OR 1,56 95% CI:1,01-2,41) eða ICD-10 einkennagreining (OR 2,04 95% CI:1,36-3,06). Kyn og hjúskapur reyndust hafa samvirkni: giftum konum (OR 2,10 95% CI) var frekar vísað og einbúum (konur OR 1,16; karlar OR 2,44; 95% CI) var frekar vísað samanborið við gifta.

Ályktanir: Auknar líkur eru á tilvísunum í sérhæfð hjúkrunarúrræði fyrir þá hópa þar sem slík úrræði eru í boði. Huga mætti að öðrum hópum aldraðra sem koma endurtekið á bráðamóttöku og taka tillit til hjúskaparstöðu þeirra.

 

E 3   Mjaðmabrot 67 ára og eldri sem leituðu á Landspítala 2008-2012

Sigrún Sunna Skúladóttir1, Elísabet Guðmundsdóttir2, Helga Rósa Másdóttir1, Hlíf Guðmundsdóttir3, Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Lovísa Jónsdóttir1, Þórdís K. Þorsteinsdóttir1,4
1
Bráðamóttöku, 2hagdeild, 3öldrunarlækningadeild Landspítala, 4hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
sigrskul@landspitali.is

Inngangur: Mjaðmabrot er alvarlegur áverki. Yfir 90% af brotum verða hjá fólki eldra en 50 ára og eru tvisvar til þrisvar sinnum algengari hjá konum en körlum. Skjóta og góða þjónustu þarf til að stilla verki og draga úr líkum á fylgikvillum og er skurðaðgerð þá árangursríkust. Landspítali sinnir meirihluta sjúklinga með mjaðmabrot á Íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu á faraldsfræði mjaðmabrota meðal aldraðra með það markmið að greina þætti sem eflt gætu bráðaþjónustu og forvarnir.

Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað afturvirkt úr Vöruhúsi gagna á Landspítala um alla eldri en 67 ára sem leituðu á bráðamóttöku 2008-2012 vegna brots á lærleggshálsi, lærhnútubrots og brots fyrir neðan lærhnútu. Notuð var lýsandi tölfræði og gerð einbreytu aðhvarfsgreining til að kanna forspárþætti tegunda brots, komutíma, lengdar biðar á bráðamóttöku og eftir aðgerð (alpha <0,05). Úrtakið taldi 1053 einstaklinga. Karlar voru 295 (28%) og konur 757 (72%), elsti einstaklingurinn var 107 ára.

Niðurstöður: Brot voru algengari meðal ekkjufólks en annarra hjúskaparstaða (p<0,05). Marktækt færri komur voru yfir sumarmánuði. Dánartíðni kvenna innan þriggja mánaða var 11% en karla 22% (p<0,05). Karlar biðu lengur eftir skurðaðgerð en konur (21,5 miðað við 18,9 klst, p<0,05). Biðtími fólks úr dreifbýli var lengri en biðtími þéttbýlisbúa (p<0,05).

Ályktanir: Faraldsfræði mjaðmabrota á Íslandi virðist svipuð því sem gerist í heiminum. Afdrif aldraðra með mjaðmabrot geta verið alvarleg og aldraðir karlar virðast sérstaklega viðkvæmur hópur. Þörf gæti verið á að efla þjónustu og fræðslu sjúklinga og aðstandenda um horfur og afdrif eftir mjaðmabrot þegar á bráðamóttöku.

 

E 4   Heilsueflandi heimsóknir til 80 ára einstaklinga á þjónustusvæði heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi

Steinunn Birna Svavarsdóttir1, Árún K. Sigurðardóttir2, Sólveig Ása Árnadóttir3
1
Heilsugæslustöðinni á Selfossi, 2Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 3námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands
steinunn@hsu.is

Inngangur: Stjórnvöld horfa í vaxandi mæli til heilsueflandi heimsókna til að ýta undir heilbrigða öldrun og að viðhalda sjálfstæði aldraðra á eigin heimili. Lítið hefur þó borið á rannsóknum á þessari þjónustu. Tilgangurinn var að rannsaka einkenni og afdrif tveggja hópa aldraðra einstaklinga sem ýmist þáðu eða afþökkuðu heilsueflandi heimsókn.

Efniviður og aðferðir: Megindleg samanburðarferilrannsókn var notuð til að rýna í fyrirliggjandi gögn í Sögukerfinu. Gögnin byggðu á upplýsingum um 148 áttræða einstaklinga sem fengu boð um eina heilsueflandi heimsókn frá heilsugæslustöðinni á Selfossi á árunum 2005-2010.

 Niðurstöður: Alls þáðu 100 (68%) heilsueflandi heimsókn (51 karl og 49 konur) en 48 (32%) afþökkuðu (17 karlar og 31 kona). Við upphaf rannsóknartímabilsins reyndist marktækur munur á svefnlyfjanotkun eftir hópum (p=0,011). Þeir sem þáðu heimsókn notuðu frekar svefnlyf (44%) en þeir sem afþökkuðu (21%). Þrátt fyrir fáa þátttakendur, eina heilsueflandi heimsókn og stutta eftirfylgd voru marktæk tengsl á milli þess að hafa þegið heimsóknina og að vera á lífi einu (p=0,014) og tveimur (p=0,006) árum eftir hana. Meðal þess sem einkenndi hópinn sem þáði heilsueflandi heimsókn var að konur bjuggu frekar einar en karlar, rúmlega helmingur hópsins stundaði enga reglulega hreyfingu og 71% var yfir kjörþyngd. Gagnagöt (missing data) í gagnagrunni takmörkuðu möguleika á úrvinnslu.

Ályktanir: Til að meta þörf fyrir forvarnir og heilsueflingu, sem og árangur heilsueflandi heimsókna, er brýnt að bæta skráningu og efla notkun staðlaðra matskvarða. Rannsaka þarf orsök þess hvað fær fólk til að þiggja heilsueflandi heimsókn og þróa þarf þetta þjónustuúrræði áfram. Æskilegt er að samræma heilsueflandi heimsóknir á landsvísu þannig að safna megi gögnum og nýta til að meta langtímaárangur fyrir stærri hópa eldra fólks.

 

 

E 5   Guidelines and tests for antenatal care in normal pregnancies: Evaluation of clinical guidelines in Europe

Helga Gottfreðsdóttir1,2, Lucy Frith3, Katrien Beekman4, Annette Bernloehr5
1
Department of Midwifery, Faculty of Nursing, University of Iceland, 2Landspítala, 3The University of Liverpool, Department of Health Services Research, 4 Vrije Universiteit Brussel, Department of Nursing and Midwifery, 5Midwifery Research and Education Unit Department of Obstetrics, Gynaecology and Reproductive Medicine, Hannover Medical School
helgagot@hi.is

Introduction: Clinical guidelines for low risk pregnancies have been developed and implemented in many European countries. The aim is to provide an overview of excisting antenatal care guidelines (ANC) on a national basis for healthy women in Europe.

Methods and data: A questionnaire was developed and pretested in 18 countries with help from experts in maternity care in each country. The content of the guidelines was explored with emphasis on 5 specific components; fetal screening, blood pressure measurement, ultrasound scans, blood samples and number of visits.

Results: 12/18 countries have ANC implemented on a national basis, but two countries have regional guidelines, as such 14 questionnaires were analyzed. 11/12 ANC incorporated description of Down syndrome screening, where 9/12 emphasized first trimester screening. The total number of blood samples advised in normal pregnancy varied from 2 to 8, and advised number of visits were reccomended 5-15 for a primigravida and 4-15 for multipara.

Conclusions: There are indications of a wide rangeof content in ANC in Europe. If ANC are meant to change clinical practice, they must be appropriately developed, disseminated, and implemented. Data has been collected from 30 countries which are being analyzed.

 

 

E 6   Associations between meal frequency and glycemic properties of maternal diet and preterm delivery

Linda Englund-Ögge1, Bryndís Eva Birgisdóttir2,3, Anne Lise Brantsæter2, Verena Sengpiel1, Margareta Haugen2, Ronny Myhre4, Helle Margrete Meltzer2, Bo Jacobsson1, 4
1
Department of Obstetrics and Gynecology, Institute of Clinical Sciences, The Sahlgrenska Academy, Sahlgrenska University Hospital, 2Department of Exposure and Risk Assessment, Division of Environmental Medicine, Norwegian Institute of Public Health, 3Unit for Nutrition Research, Landspítali University Hospital and University of Iceland, 4Department of Genes and Environment, Division of Epidemiology, Norwegian Institute of Public Health
beb@hi.is

Introduction: The objective of this study was to examine associations between meal frequency and glycemic properties of maternal diet and preterm delivery.

Methods and data: A nation wide prospective cohort study including 66,000 singleton pregnancies from the Norwegian Mother and Child cohort study. Information about mothers' meal frequency and maternal diet was obtained from a validated self-reported food frequency questionnaire answered in mid-pregnancy. Information on gestationalage at delivery was obtained from the Medical Birth Registry of Norway and preterm delivery was defined as birth before 37 weeks of gestation.

Results: After adjustments there was a trend towards lower risk for preterm delivery when following a “main meal pattern”, which included eating breakfast, lunch and dinner regularly, p = 0.025. After additional adjustments for meal frequency and dietary fiber none of the glycemicproperty measures was significantly associated with overall risk of preterm delivery. However, glycemic load was associated with late preterm delivery in the whole group, with a hazard ratio for the highest vs lowest quartile of 1.25 (95% CI 1.00 to 1.56). A high intake of dietary fibers was associated with a significantly reduced risk of preterm delivery in younger women (age <= 35 years) with hazard ratio for the highest vs lowest quartile of 0.85 (95% CI 0.73 to 0.98).

Conclusions: Thesignificant associationof meal frequency and various measures of glycemic properties with different subgroups of thestudy populationand for different subgroups of preterm deliveryindicate the importance of maternal diet for infant health and needs further investigation to be fully understood.

 

 

E 7   Útkoma heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi 2005-2009: Afturskyggn ferilrannsókn

Berglind Hálfdánsdóttir1, Alexander Kr. Smárason2,3, Ólöf Ásta Ólafsdóttir1, Ingegerd Hildingsson4,5,6, Herdís Sveinsdóttir1,7
1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 3fæðinga- og kvensjúkdómalækningum, Sjúkrahúsinu á Akureyri, 4Department of Nursing, Mid Sweden University, 5Department of Women's and Children's Health, Karolinska Institutet, 6Department of Women's and Children's Health, Uppsala University, 7skurðlækningasviði Landspítala
beh6@hi.is

Inngangur: Tíðni heimafæðinga á Íslandi var 2,2% árið 2012. Tíðnin er sú hæsta á Norðurlöndunum og hefur aukist hratt á síðustu árum í kjölfar sögulegrar lægðar í lok síðustu aldar. Útkoma heimafæðinga á Íslandi hefur ekki verið rannsökuð áður. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi í sambærilegum hópum kvenna án áhættuþátta.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn ferilrannsókn þar sem allt þýði 307 fyrirfram ákveðinna heimafæðinga sem sinnt var af ljósmóður á Íslandi 2005-2009 var borið saman við parað markmiðsúrtak 921 fyrirfram ákveðinnar sjúkrahúsfæðingar án frábendinga fyrir heimafæðingu (hlutfall 1:3, n=1228). Gagna var aflað úr mæðraskrám. Aðhvarfsgreining var gerð á helstu útkomubreytum, þar sem leiðrétt var fyrir áhrifaþáttum.

Niðurstöður: Tíðni mænurótardeyfinga, hríðaörvunar með lyfjum og blæðinga eftir fæðingu var marktækt lægri þegar fæðing hófst sem fyrirfram ákveðin heimafæðing. Rannsóknina skorti styrk til að greina mun á breytum með lága tíðni (keisara- og áhaldafæðingum, 3°-4° spangaráverkum, innlögnum á nýburagjörgæslu og 5 mínútna Apgar-stigum undir 7).

Ályktanir: Niðurstöðurnar bæta við vaxandi alþjóðlega þekkingu á heimafæðingum, en sú þekking gefur til kynna að heimafæðing sé jafn öruggur eða öruggari valkostur en sjúkrahúsfæðing fyrir konur án áhættuþátta og börn þeirra. Niðurstöðurnar munu nýtast við upplýst val kvenna á fæðingarstað og þróun ljósmæðraþjónustu á Íslandi.

 

 

E 8   Megindleg rannsókn á væntingum barnshafandi kvenna til styrks sársauka í fæðingu

Sigfríður Inga Karlsdóttir1,2, Herdís Sveinsdóttir3, Ólöf Ásta Ólafsdóttir1, Hildur Kristjánsdóttir4
1
Ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4Embætti landlæknis
inga@unak.is

Inngangur: Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á væntingum og viðhorfi kvenna til sársauka og meðferðar við sársauka í fæðingu. Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að konur hafi mun jákvæðara viðhorf til sársauka í fæðingu, en til annars sársauka.

Efniviður og aðferðir: Lýsandi könnunarrannsókn. Úrtak var lagskipt hentugleikaúrtak barnshafandi kvenna sem komu í mæðravernd á 26 heilsugæslustöðvum um allt land. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á væntingar og viðhorf barnshafandi kvenna á Íslandi til sársauka og meðferð við sársauka í fæðingu. Mælitækið var spurningalisti sem var lagður fyrir snemma á meðgöngu.

Niðurstöður: Alls svöruðu 1111 konur spurningalistanum, en svarhlutfall var 63%. Niðurstöður varðandi væntingar til styrks sársauka í fæðingu sýndu að konur bjuggust að meðaltali við að sársaukinn yrði 5,58 mælt á skalanum 1-7. Marktækt samband reyndist milli væntingar um styrk sársauka í fæðingu og fjölmargra þátta svo sem: búsetu, viðhorfs til fæðingar, upplifun á öryggistilfinningu og jákvæðrar upplifunar af fyrri fæðingu.

Ályktanir: Barnshafandi konur búast við því að fæðingin verði sársaukafull, en eru þrátt fyrir það almennt jákvæðar gagnvart henni. Niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að nýta til að ræða við barnshafandi konur á meðgöngu um sársauka í fæðingu og aðstoða þær við að undirbúa sig fyrir fæðinguna. Rannsóknir hafa sýnt að góður undirbúningur eykur líkur á eðlilegri fæðingu og ánægjulegri upplifun.


 

E 9   Design of experiments for optimization of UPLC-MS/MS assay of biomarkers in biological matrices

Margrét Þorsteinsdóttir1,2, Baldur Bragi Sigurðsson2, Finnur F. Eiríksson1,2,4
1
Faculty of Pharmaceutical Science, University of Iceland, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3ArcticMass
margreth@hi.is

Introduction: Tandem mass spectrometry coupled to ultra-performance liquid chromatography (UPLC-MS/MS) is an excellent analytical method with ultimate selectivity and sensitivity needed for quantification of biomarkers in biological matrices. The UPLC-MS/MS is a two stage process, liquid introduction and analyte ionization. The goal is to transfer the analyte from condensed phase to gas phase and maintain conditions that are compatible for both the LC and the MS. This involves many experimental factors which need to be simultaneously optimized to obtain maximum selectivity and sensitivity at minimum retention time. The aim of this study was to illustrate that method development can become much more efficient by utilizing a chemometric approach such as design of experiments (DoE).

Methods and data: UPLC-MS/MS method was optimized for quantification of biomarkers in various biological matrices. Fractional factorial design was used for experimental screening to reveal the most influential factors. When multi-levels qualitative factors were included in the screening experiments D-optimal design was applied. Significant factors were studied via central composite design and related to sensitivity, resolution and retention time utilizing partial least square (PLS)-regression.

Results: A sensitive, specific and robust UPLC-MS/MS assay for quantification of clinical biomarkers was optimized efficiently with a chemometric approach. The assay has been used for fast biomarker determination for support of clinical diagnosis and therapeutic drug monitoring.

Conclusions: This study demonstrates that utilizing DoE for optimization of LC-MS/MS methods is very efficient with only fraction of the experiments that would be required by changing one separate factor at time (COST) approach.

 


E 10   Stutt útgáfa af Marlowe-Crowne Social Desirability Scale (MCSDS)

Vaka Vésteinsdóttir, Fanney Þórsdóttir
Sálfræðideild Háskóla Íslands
vakav@hi.is

Inngangur: Félagslega æskileg svörun (socially desirable responding) er tilhneiging fólks til að gefa góða mynd af sér þegar það svarar spurningum. Mest notaða mælingin á félagslega æskilegri svörun er Marlowe-Crowne Social Desirability Scale (MCSDS). MCSDS var hannaður sem einnar víddar mæling á félagslega æskilegri svörun í þeim tilgangi að leiðrétta fyrir slík svör í sjálfsmatskvörðum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að búa til stutta útgáfu af MCSDS með því að fella út þau atriði sem greina illa milli þeirra sem hafa mikla tilhneigingu til að fegra sig og þeirra sem hafa litla tilhneigingu til þess.

Efniviður og aðferðir: MCSDS inniheldur 33 atriði sem mæla félagslega æskilega svörun. Atriði prófsins eru fullyrðingar um hegðun eða hugsun próftaka og eru svarmöguleikar annahvort satt eða ósatt. Í úrtakinu voru 536 meðlimir Netpanels Félagsvísindastofnunar, 272 konur og 264 karlar á aldrinum 20 til 81 árs (meðalaldur var 49 ár). Atriðagreining (Item Response Theory: IRT) með tveggja stika mati (two parameter logistic model) var notuð til að meta sundurgreiningarhæfni atriða.

Niðurstöður: Niðurstaða greiningarinnar leiddi til tíu atriða mælingar með góða próffræðilega eiginleika. Atriði voru valin á grundvelli stika mats (parameter estimates), bæði sundurgreiningarhæfni (discrimination estimate) og þyngd atriðis (difficulty estimate). Valin voru jafn mörg jákvætt og neikvætt orðuð atriði, þótt sundurgreiningarhæfni neikvæðra atriða væri almennt hærri, svo meta megi jáhneigð (acquiescence bias) með listanum og til að stutta útgáfan meti sama hugtak og MCSDS. Staðfestandi þáttagreining leiddi í ljós bætt mátgæði fyrir stuttu útgáfu listans.

Ályktanir: Frekari rannsókna á gagnsemi þessarar stuttu útgáfu er þörf.

 

 

 E 11   Microarray analysis on spontaneous abortions

Helga Hauksdóttir1,3, Ástrós Arnardóttir1, Vigdís Stefánsdóttir1,3, Jóhann Heiðar Jóhannsson1, Margrét Steinarsdóttir1, Hildur Harðardóttir2, Jón Jóhannes Jónsson1,3
1
Department Genetics and Molecular Medicine, Landspítala University Hospital, 2PrenatalDiagnostic Unit, Landspítala University Hopsital, 3Department of Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, University of Iceland
heh12@hi.is

Introduction: Spontaneous abortion (SA) occurs in up to 20% of recognized pregnancies and chromosomal abnormalities are detected with conventional karyotypic analysis in 40-50% of cases. Array CGH analysis has revealed submicroscopic or rare copy number variants (CNVs) in additional ~20% of SAs. The aim of this study was to test if with a high resolution Exon-Focused CGH array we could detect causes of recurrent SAs where karyotype was normal. Our hypothesis was that this type of array would detect smaller CNVs than had been previously studied in SAs.

Methods and data: Fetal tissue samples were obtained from women with a SA at Landspitali. All subjects were couples with recurrent abortions and gestational age ≤20 weeks. Exon-Focused 720K array (NimbleGen) CGH analysis was performed on SAs with normal karyotype.

Results: We found a significantly larger amount and smaller CNVs than in previous studies. An average of 133 CNVs were identified in 13 samples. Majority of the CNVs were small (60.2% <10 kb). We did not find any known causes for SAs with this array. We identified two genes, TAF4 and GDF6 both with homozygous loss (34 bp and 4.6 kb, respectively). These two candidate genes had not been previously identified as possible causes for SAs.

Conclusions: There was not enough evidence for pathogenicity of the CNVs identified to use the data in genetic counseling, although there were possible candidate genes. The drawbacks to using this type of array for analysis of SAs include e.g. difficulties with biological and technical interpretation.

 

 

E 12   Gæði DNA-sýna úr vaxkubbum og DNA-sýna fyrir ChIP-seq greind með Norðurljósagreiningu

Hans Guttormur Þormar1,2, Bjarki Guðmundsson1,2,3, Jón Jóhannes Jónsson2,3
1
Lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala
hans@hi.is

Inngangur: Flókin kjarnsýrusýni eru notuð við allar helstu aðferðir sameindalíffræði. Þrátt fyrir það hafa fáar aðferðir komið fram sem greint geta slík sýni með tilliti til samsetningar og uppsafnaðra skemmda. Slíkar greiningar geta skipt sköpum ef um er að ræða verðmæt og/eða illfáanleg sýni.

Efniviður og aðferðir: Norðurljósagreining á flóknum kjarnsýrusýnum samanstendur af rafdráttartæki og einnota örgelum. Greiningin er áreiðanleg, hröð og einföld í framkvæmd. Norðurljósagreining getur greint margvíslegar skemmdir í DNA, m.a. einþátta og tvíþátta brot, miliþátta og innanþátta krosstengi, fyrirferðarmikla tengihópa og uppsöfnun einþátta DNA. Við notuðum Norðurljósagreiningu til að meta gæði kjarnsýrusýna í Chip-Seq greiningum og í kjarnsýrusýnum einangruðum úr vefjasýnum sem hert voru í formalíni og steypt í paraffíni.

Niðurstöður: Norðurljósagreiningar benda til þess að sýni meðhöndluð með formalíni innihaldi talsvert magn einþátta kjarnsýra, milliþátta og innanþátta krosstengja en hlutfallslega lítið af óskemmdum tvíþátta kjarnsýrum. Ofangreindar skemmdir geta haft veruleg áhrif á framhalds meðhöndlun sýnanna, niðurstöður raðgreininga og endurtakanleika tilrauna þeim tengdum.

Ályktanir: Norðurljósagreining getur veitt nýja innsýn í uppsöfnun skemmda í flóknum kjarnsýrusýnum, gefur möguleika á að bæta sýnameðhöndlun og gera tilraunir til að lagfæra skemmd kjarnsýrusýni.

 

 

E 13   Þróun baculoveiruferja til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum: Tilraunabólusetningar í folöldum

Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vilhjálmur Svansso
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
liljatho@hi.is

Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er há í útfluttum hestum. Baculoveira er skordýraveira sem hefur aðallega verið þróuð og notuð til að tjá endurröðuð prótein. Einnig er verið að þróa baculoveirur sem genaferjur og þær hannaðar með viðeigandi tjáningarkasettu. Markmið verkefnisins er að hanna baculoveiruferjur fyrir bólusetningu gegn sumarexemi.

Efniviður og aðferðir: Framleiddar voru tvær veiruferjur með Bac-to-Bac baculoveirukerfinu, rBac-gB-Cul n 2 og rBac-Cul n 2. Notað var glýkóprótein B úr equine gammaherpesveiru-2 (EHV-2) sem gerir veirunni kleift að komast inn í hestafrumur. Tvö og tvö folöld voru bólusett fimm sinnum með 3-4 vikna millibili í kjálkabarðseitla (i.l) með sitt hvorri rBac-veiruferjunni. Þremur vikum síðar var svarið eflt með E.coli framleiddu Cul n 2 próteini í Alum/MPL ónæmisglæðiblöndu.

Niðurstöður: Bólusetningarnar voru án klínískra einkenna. Veiru-ræktanir og PCR prófin voru neikvæð. Mjög dauft mótefnasvar mældist eftir ferjubólusetningu og ekki hægt að meta mun á ferjunum. Eftir Cul n 2 efli-próteinbólusetningu sást greinileg aukning í Cul n 2 mótefnum hjá öllum folöldum aðallega af undirflokkum IgG1 og IgG4/7 mótefnasvar en lægra IgG(T).

Ályktanir: Mótefnasnið eftir efli-bólusetninguna bendir til að ónæmissvarið sé Th1 miðað. Til að fá skýrari niðurstöður á að bólusetja tvö folöld á sama hátt með rBac-gB-expcas án Cul n 2 veiruferju og meta styrk mótefna eftir efli-bólusetningu. Bólusetning í eitil getur mögulega leitt til niðurbrots á veiruferjum og því verður tilraunin endurtekin með sömu veiruferjum en bólusett í vöðva og undir húð.

 

 

E 14   Sumarexem: Framleiðsla á ofnæmisvökum í skordýrafrumum með Bac-to-Bac SUMOstar próteintjáningarkerfi

Sara Björk Stefánsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Vilhjálmur Svansson, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
sbs27@hi.is

Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs (Culicoides spp.) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er há í útfluttum hrossum. Ofnæmisvakarnir hafa verið tjáðir í bakteríum og hreinsaðir. Líka þarf að framleiða ofnæmisvakana á upprunalegu formi, þ.e. í skordýrafrumum. Suma vaka hefur reynst erfitt að hreinsa eftir tjáningu í Bac-to-Bac baculoveirutjáningarkerfinu. SUMOstar viðbót við Bac-to-Bac er hönnuð til þess að auka stöðugleika og leysanleika próteina fyrir hreinsun úr skordýrafrumum. Markmið rannsóknarinnar er að tjá fjóra ofnæmisvaka; Culn1,Culn2, Culn4 og Culo3 með Bac-to-Bac SUMOstar próteintjáningarkerfinu.

Efniviður og aðferðir: Endurraðaðar baculoveirur (rBac-veirur) framleiddar í Bac-to-Bac Baculoveirutjáningarkerfi með pIsecSUMOstar vektor og rBac-veirur framleiddar í Sf-9 skordýrafrumum. Endurröðuð his-merkt prótein framleidd í High-5 skordýrafrumum og hreinsuð með His nikkel sækni hlaupi. Tjáning, framleiðsla og hreinsuð prótein voru prófuð í coomassie litun og ónæmisþrykki.

Niðurstöður: Ofnæmisvakagenin Culn1, Culn2, Culn4og Culo3voru mögnuð upp án eigin seytiraðar, sett inná pI-secSUMOstar vektor og búin til bacmíð. Framleiddar voru endurraðaðar baculoveirur með öllum ofnæmisvökunum. Culn2 og Culn4 rBac-veirur voru klónaðar og magnframleiddar. Ofnæmisvakarnir framleiddir í High-5 skordýrafrumum og hreinsaðir úr frumubotnfalli. Culn4 var einnig hreinsað úr ætisfloti sýktra frumna. Betri heimtur eru af próteini eftir hreinsun með SUMOstar en án þess og auðveldara að hreinsa úr floti. SUMOstar prótein og His-hali hafa verið klippt af hreinsuðu Culn4 með SUMOstar próteasa.

Ályktanir: Bac-to-Bac SUMOstar-samrunapróteintjáning getur auðveldað hreinsun próteina á náttúrulegu formi úr skordýrafrumum t.d. þegar his-hali er ekki aðgengilegur eftir hefðbundna tjáningu í Bac-to-Bac kerfinu.

 

 

E 15   Sumarexem: Bólusetning í eitla með ofnæmisvökum í alum eða alum og Monophosphoryl Lipid A

Sigríður Jónsdóttir1, Eliane Marti2, Vilhjálmur Svansson1, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1
1
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern
sij9@hi.is

Inngangur: Sumarexem er IgE miðlað ofnæmi í hestum orsakað af biti smámýs (Culicoides spp.). Sjúkdómurinn er ekki vandamál hér því flugan lifir ekki á Íslandi, en er algengur hjá útfluttum íslenskum hestum. Við höfum einangrað ofnæmisvakagenin úr smámýi, tjáð í E. coli og hreinsað próteinin. Markmiðið er að bera saman ónæmisglæða til að nota í bólusetningu gegn sumarexemi.

Efniviður og aðferðir: Ofnæmisvakarnir; rCuln3, 4, 8 og 10 voru framleiddir í E. coli og hreinsaðir. Tólf hestar voru bólusettir þrisvar sinnum með fjórum ofnæmisvökum (10 µg) í eitla með þriggja vikna millibili. Sex hestar fengu ofnæmisvakana í alum og sex í blöndu af alum og MPL. Sermi var safnað fyrir mótefnamælingar í ónæmisþrykki og elísuprófi.

Niðurstöður: Bólusetning í eitla með ofnæmisvökum bæði í alum og blöndu af alum og MPL ræsti sterkt sérvirkt IgG mótefnasvar, aðallega IgG1og IgG4/7 undirflokka en mun minna IgG5 og IgG(T). Einnig fékkst sérvirkt IgA mótefnasvar gegn öllum fjórum ofnæmisvökunum. Sérvirkt IgE var ekki greinanlegt og hestarnir voru neikvæðir í húðprófi. Munur í mótefnasvörun milli ónæmisglæðahópa var ekki marktækur.

Ályktanir: Bólusetning í eitla með litlu magni af hreinum ofnæmisvökum bæði í alum og alum/MPL ræsti sterkt IgG1 og IgG4/7 mótefnasvar en ekkert IgE. Sem bendir til Th1 miðlaðs svars. En verið er að vinna úr boðefnasýnum og athuga hvort IgG mótefnin geti hindrað bindingu IgE úr sumarexemhestum. Ef þær niðurstöður sýna einnig Th1 miðlað svar mætti nota alum í frekari þróun á ónæmismeðferð gegn sumarexemi.

 

 

E 16   Sumarexem: Myndun á sértæku mótefnasvari eftir meðhöndlun um munn með byggi sem tjáir ofnæmisvaka

Sigríður Jónsdóttir1, Sara Björk Stefánsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1, Eliane Marti2, Einar Mäntylä3, Jón Már Björnsson3, Auður Magnúsdóttir3, Ómar Gústafsson3, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1
1
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern, 3ORF Líftækni
sibbath@hi.is

Inngangur: Sumarexem er IgE miðlað húðofnæmi í hestum orsakað af biti smámýs (Culicoides spp.) sem lifir ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum íslenskum hestum. Ofnæmisvakarnir sem valda exeminu hafa verið einangraðir og tjáðir. Ójafnvægi milli Th1, Th2 og T-stýrifruma virðist vera undirliggjandi orsök exemsins og því ætti að vera hægt að þróa ónæmismeðferð með örvun á Th1 og T-stýrifrumum. Markmið verkefnisins er að tjá ofnæmisvaka í byggi til að nota í ónæmismeðferð um munn.

Efniviður og aðferðir: Ofnæmisvakinn Culn2 var tjáður í byggi með Orfeustækni. Tveir hestar fengu sex 50 gr skammta af möluðu Culn2 byggi uppleystu í saltvatni. Alls 350 gr með 35 mg af rCuln2 yfir fjögurra mánaða tímabil. Tveir samanburðarhestar fengu sömu meðhöndlun með blöndu úr óbreyttu byggi. Notuð voru sérhönnuð hol beislismél ítrekað fyllt með byggblöndu sem hestarnir höfðu upp í sér í 3-5 klst meðhöndlunardagana. Tekin voru reglulega blóð og munnvatnssýni og mótefnasvar prófað í ónæmisblotti og elísuprófi.

Niðurstöður: Við höfum tjáð í byggi ofnæmisvakann Culn2, hýalúronidasa sem er upprunninn úr munnvatnskirtlum smámýsins C. nubeculosus. Hestar sem voru meðhöndlaðir um munn með Culn2 byggmjölsblöndu mynduðu mótefnasvar í blóði og munnvatni gegn Culn2 tjáðu í E. coli og í skordýrafrumum. Mótefnasvarið var aðallega IgG4/7 og IgG1 auk IgA í munnvatni. IgG5 og IgG6 var var ekki mælanlegt og ekkert IgE.

Ályktanir: Það tókst að mynda sérvirkt mótefnasvar í hestum með byggi sem tjáir ofnæmisvaka. Vonast er til að hægt verði að nota þessa aðferð í ónæmismeðferð á hestum með sumarexem.

 

 

E 17   Epidemiology of mental wellbeing: A reliable measurement for measuring mental wellbeing in Iceland

Dóra G. Guðmundsdóttir1,2,3, Sarah Stewart-Brown4, Daníel Þór Ólason6, Stefán H. Jónsson1,2, Unnur A. Valdimarsdóttir1,5, Arna Hauksdóttir1
1
Centre of Public Health Sciences, University of Iceland, 2The Directorate of Health in Iceland, 3Well-being Institute, University of Cambridge, 4Warwick University, 5Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 6Faculty of Psychology, University of Iceland
dora@publichealth.is

Introduction: The World health Organisation (WHO) has emphasised the importance of measuring population wellbeing. The Short Warwick-Edinburgh Mental Well-Being Scale (SWEMWBS) was developed to measure population mental well-being. The aim is to explore the psychometrics of the Icelandic version of SWEMWBS and compare it with other wellbeing measures, investigate SWEMWBS by demographic factors and explore the impact of the economic crisis on mental wellbeing in Iceland.

Methods and data: The study is a longitudinal, nationally representative postal survey which assessed 5918 individuals aged 18-79 in 2007, a total of 4092 (77.3%) in 2009 and 6783 in 2012. The Icelandic version of the SWEMWBS was compared with other wellbeing measures. Psychometric tests were conducted, the relationship between socio demographic factors and SWEMWBS were explored as well as SWEMWBS score over time.

Results: The Icelandic version of SWEMWBS showed Cronbach's alpha score of .87. Higher correlation was found between SWEMWBS and other mental wellbeing measure than with broader health measure. Test-retest reliability was .82. Correlation between 2007 and 2009 was .64. No correlation was observed between SWEMWBS and gender, .02 with education, .07 with income, .09 with employment, .18 with age and . 20 with debt. A small decrease in mean score in SWEMWBS was found, 16.8% had the same score in 2007 and 2009, 35.5% had a decrease and 47.7% had an increase.

Conclusions: SWEMWBS was found to be a reliable measurement on mental wellbeing with little floor or ceiling effects and able to detect changes over time with repeated measures.

 

 

E 18   The prevalence of flourishing in Iceland and Europe

Karen Erla Karólínudóttir1, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir2
1
Lýðheilsuvísindi, læknadeild Háskóla Íslands, 2Embætti landlæknis
karenerla@gmail.com

Introduction: Studies on mental well-being have suggested an association between mental well-being and various policy operations. Research on mental well-being can be divided in two categories, those who focus on hedonic aspect of well-being and those who focus on the eudaimonic aspect of well-being. The focus of the concept of flourishing is to include both feeling and functioning in the measurement of mental well-being, to combine positive feelings, social functioning and psychological resources. The aim of this study is to identify prevalence of flourishing in Iceland and to compare flourishing results from Iceland with results from the other European countries.

Methods and data: The study population of interest is Icelandic citizens. Data from the European Social Survey (ESS), a stratified cluster sample of 1200 Icelandic citizen with 752 (63%) valid responses. The Icelandic sample is compared with samples of 28 European countries. The conceptual framework composed by Huppert and So was used to measure the ten features of flourishing; competence, optimism, self-esteem, resilience, positive relationships, positive emotion, engagement, emotional stability, meaning and vitality.

Results: The prevalence of flourishing in Europe is 26,1%. Iceland ranks the fifth highest in Europe with flourishing prevalence of 41,9%.

Conclusions: Iceland ranks among the highest countries in Europe by flourishing prevalence. Compared to previous study on flourishing in Europe, the prevalence of flourishing in Europe has risen from 15,8% in 2009 to 26,1% in 2012. Of the 29 ESS participating countries, Ukraine has the lowest flourishing prevalence (14,7%) and Denmark the highest (54,2%).

 

 

E 19   Lífsánægja innflytjendabarna á Íslandi: Þáttur félagslegra aðstæðna og félagslegs stuðnings

Eyrún María Rúnarsdóttir1, Rúnar Vilhjálmsson2
1
Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
emr@hi.is

Inngangur: Heilsa og líðan innflytjenda hefur lengi verið viðfangsefni rannsakenda. Áherslan hefur jafnan verið á fullorðna fremur en börn. Niðurstöður hafa leitt í ljós að menning og stofnanaþjónusta í móttökulandinu hefur mikil áhrif á heilsu og líðan innflytjenda, sem og félagslegar og efnahagslegar aðstæður þeirra. Þá getur tengslanet og félagslegur stuðningur dregið úr neikvæðum afleiðingum sem geta fylgt flutningi til annars lands.

Efniviður og aðferðir: Byggt er á landskönnuninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk skólaárið 2009-2010. Heimtur voru 87% (N=11.561). Þjóðerni barnanna byggðist á tungumáli sem talað væri á heimilinu. Spurt var um menntun foreldra, fjárhagsstöðu fjölskyldunnar, fjölskyldugerð, atvinnuleysi foreldra og stuðningssamskipti. Lífsánægja barnanna var metin með svonefndum Cantril-stiga.

Niðurstöður: Lífsánægja innflytjendabarna er töluvert minni en barna af íslenskum uppruna. Þó er ánægjan misjöfn eftir erlendu þjóðerni og er staða asískra barna lökust. Félags- og efnahagslegar aðstæður skýra lakari stöðu barna af pólskum uppruna, en aðeins að hluta lakari stöðu barna af öðrum erlendum uppruna. Félagslegur stuðningur skýrir til viðbótar lakari stöðu asískra barna, en börn af vestur-evrópskum uppruna eru ekki eins ánægð með lífið og börn af íslenskum uppruna, þótt tekið sé tillit til þessara þátta.

Ályktanir: Gefa þarf sérstakan gaum að minni lífsánægju og lakari líðan innflytjendabarna en barna af íslenskum uppruna og leita leiða til að jafna stöðu þeirra fyrrnefndu. Þær leiðir virðast meðal annars felast í bættri félags- og efnahagslegri stöðu og öflugra stuðningsneti.

 

 

E 20   Að líða vel heima á efri árum þrátt fyrir veikindi og minni færni

Kristín Björnsdóttir
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
kristbj@hi.is

Inngangur: Stjórnvöld hvetja til þess að eldra fólk haldi áfram að búa heima, þrátt fyrir versnandi heilsufar og minni færni til sjálfsumönnunar. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á því hvernig hrumum einstaklingum farnast við að sjá um sig heima.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var etnógrafísk þar sem unnið var með 5 teymum í heimahjúkrun og 15 einstaklingum 80 ára og eldri sem nutu heimaþjónustu. Þessir þátttakendur höfðu allir greinst með 2-5 langvinna sjúkdóma og almenn færni þeirra var minnkuð. Gagnasöfnun fólst í vettvangsathugunum og formlegum og óformlegum viðtölum.

Niðurstöður: Greind voru þrjú meginþemu sem endurspegla líf þátttakenda. Lífið hefur sinn vanagangvísar til æðruleysis og yfirvegunar sem einkenndi daglegt líf þátttakenda. Hjálpartæki, æfingar og lyf voru notuð til að yfirvinna minnkaða færni til athafna samtímis því að skilningur á góðum degi var stöðugt endurskoðaður. Ég sé um það endurspeglar þann sjálfsskilning þátttakenda að þau stýri lífi sínu með fjölþættri aðstoð aðstandenda og starfsmanna félags- og heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir að vera líkamlega hrum fundu þau sig vel megnug til að lifa innihaldsríku lífi. Ég er bara orðins svo þreytt var þriðja þemað sem vísar til tilfinningar um magnleysi sem stundum hellist yfir. Athafnir þeirra voru hægar og þátttakendur sögðust ekki hafa orku til að sinna almennum heimilisstörfum og sjálfsumönnun.

Ályktanir: Eldra fólk sem býr heima, en á við heilsufarsvanda að stríða, tekst á við erfiðleika í daglegu lífi með því að endurskilgreina það sem veitir lífinu gildi. Þrátt fyrir að njóta mikillar aðstoðar sjá þau sig sem sjálfstæða einstaklinga.

 

 

E 21   Úteitur og M-gerðir Streptococcus pyogenes og tengsl þeirra við ífarandi sýkingar

Sunna Borg Dalberg, Helga Erlendsdóttir, Þórólfur Guðnason, Karl G. Kristinsson, Magnús Gottfreðsson
Læknadeild Háskóla Íslands og smitsjúkdómadeild Landspítala
sbd3@hi.is

Inngangur: Sýkingar af völdum streptókokka eru algengar um allan heim en undanfarin 30 ár hefur ífarandi sýkingum af völdum S. pyogenes farið fjölgandi á heimsvísu og alvarleiki þeirra aukist. Markmið rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði ífarandi sýkinga af völdum S. pyogenes á Íslandi og rannsaka tengsl M-gerða og úteitra bakteríunnar við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga.

Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn faraldsfræðileg rannsókn á ífarandi S. pyogenes sýkingum sem greindust á Íslandi á árunum 1975 til ársbyrjunar 2014 (n=312). Leitað var að 11 gerðum úteitra með kjarnsýrumögnun í tiltækum ífarandi stofnum bakteríunnar frá árunum 1984-2014 (n=250). Við samanburð á nýgengi sýkinganna á milli tímabila og aldurshópa var notuð aðhvarfsgreining þar sem gengið var út frá Poisson dreifingu sjúkdómstilfella. Lógistísk fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til þess að rannsaka tengsl M-gerða og úteitra S. pyogenes við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga.

Niðurstöður: Nýgengi ífarandi sýkinga jókst línulega yfir rannsóknartímabilið (p<0.001) og var aldursbundið nýgengi marktækt hæst í aldurshópnum 80-89 ára. Flest tilfelli greindust í mars og apríl. M-gerðin M28 reyndist hafa marktæk tengsl við myndun úteitursins speC (p=0,028), M89 við myndun úteitranna speC (p=0,006) og speJ (p<0,001), M1 við greiningu mjúkvefjasýkingar (p=0,033) og verri horfur sjúklinga (p=0,008) og höfðu úteitrin speC (p=0,03) og speH (p=0,013) marktæk tengsl við greiningu sýklasóttar.

Ályktanir: Sýnt var fram á tengsl ákveðinna M-gerða og úteitra bakteríunnar við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga. Niðurstöðurnar geta aukið innsæi í meinvirkni S. pyogenes og hæfileika bakteríunnar til þess að valda alvarlegum og lífshættulegum sýkingum.

 

 

E 22   Sýkingar hjá sjúklingum með Waldenströms-sjúkdóm

Sigrún Helga Lund1, Malin Hultcrantz2, Lynn Goldin3, Ola Landgren4, Magnus Björkholm2, Ingemar Turesson5, Sigurður Y. Kristinsson1,2
1
Faculty of Medicine,University of Iceland, 2Department of Medicine, Division of Hematology, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 3Division of Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National Institutes of Health, 4Myeloma Service, Division of Hematologic Oncology, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 5Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital
sigrunhl@hi.is

Inngangur: Sýkingar eru algeng orsök veikinda og dauðsfalla hjá sjúklingum með illkynja blóðsjúkdóma. Þekking er takmörkuð á uppkomu sýkinga hjá sjúklingum með Waldenströms-sjúkdóm (Waldenström´s macroglobulinemia (WM)). Markmið rannsóknarinnar er að meta sýkingaráhættu WM-sjúklinga.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin notar samkeyrslu sænsku krabbameins-, sjúklinga-, þjóð- og dánarmeinaskránna, ásamt gagnagrunni stærstu blóðsjúkdóma/krabbameinsdeilda landsins. Þátttakendur voru allir einstaklingar sem greindust með WM í Svíþjóð á árunum 1980-2005. Til viðmiðunar fyrir hvern WM-sjúkling voru valdir allt að fjórir einstaklingar, lifandi á greiningardegi, paraðir eftir búsetu, aldri og kyni. Þátttakendum var fylgt eftir með tilliti til sýkinga og dauða, eða fram til loka árs 2006. Samband WM og sýkinga er sett fram með áhættuhlutfalli (HR) og 95% öryggisbilum.

Niðurstöður: Þátttakendur voru 2608 WM-sjúklingar og 10.433 pöruð viðmið. Meðaleftirfylgnitíminn var 4,2 ár hjá WM/LPL og 6,9 ár hjá viðmiðum. Á eftirfylgnitímanum fengu 2801 sýkingar.WM-sjúklingar voru í aukinni áhættu (HR=3,4;3,1-3,6) á sýkingu. Áhættan var aukin fyrir bakteríusýkingar (HR=3,2;2,9-3,5), þar af: blóðsýkingar (HR=9,3;3,7-23,5), hjartaþelsbólgu (HR=5,0; 2,5-10,0), lungnabólgu (HR=3.8;3,4-4,2), heilahimnubólgu (HR=3,4;1.1-10,3), húðnetjubólgu (HR=2,6;2,0-3,4), beinasýkingar (HR=1,9;1,01-3,6) og nýrnasýkingar (HR=1,6;1,2-2,4). Áhættan var einnig aukin fyrir veirusýkingar (HR=6,0;4,9-7,3), þar af: ristil (HR=9,2;6,7-12,6) og inflúensu (HR =2,3;1,5-3,5). Samanborið við WM-sjúklinga greinda 1980-1989, jókst sýkingaráhættan á tímabilunum 1990-1999 (HR=1,5;1,3-1,6) og 2000-2004 (HR=1,8;1,6-2,1). Konur voru í minni sýkingarhættu en karlar (p<0,001). Sýkingaráhættan jókst með aldri (p<0,001).

Ályktanir: Sjúklingar með WM hafa verulega meiri áhættu á uppkomu sýkinga af völdum fjölbreyttra sýkingarvalda í flestum líffærakerfum. Þessar niðurstöður undirstrika að meðferð og eftirfylgni WM skuli taka mið af víðtækri ónæmisbælingu þessa sjúklingahóps.

 

 

E 23   Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus tegunda á Landspítala 2006-2013

Anna K. Gunnarsdóttir1, Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Karl G. Kristinsson1,2, Magnús Gottfreðsson1,4, Sigurður Guðmundsson1,4
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4smitsjúkdómadeild Landspítala
akg23@hi.is

Inngangur: Ættkvíslin Bacillus er almennt talin með litla meinvirkni og því oft álitin mengun ef sýklaræktun reynist jákvæð. Algengast er að B. cereus valdi sýkingum en sem aukaleikari getur bakterían gert sýkingarástand verra með framleiðslu á vefjaskemmandi eitri eða ensímum (t.d. beta-laktamasa). Auk þess framleiðir bakterían lífhimnur.Þáttur Bacillus í ífarandi sýkingum á Landspítala hefur ekki verið kannaður áður.

Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru allar jákvæðar ífarandi ræktanir (blóð, liðvökvi, mænuvökvi) af völdum Bacillus á Landspítala 2006 til 2013 með upplýsingum frá Sögu og rafrænu kerfi Sýklafræðideildar. Mat á því hvort bakterían teldist mengun, mögulegur sýkingavaldur eða sýkingavaldur byggðist á klínísku mati leiðbeinenda, undirliggjandi áhættuþáttum, mati meðferðarlækna skv. sjúkraskrá, meðferð og fjölda jákvæðra ræktunarsýna.

Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 97 einstaklingar með jákvæða ífarandi ræktun, 64 kk og 33 kvk. Hjá 91 ræktaðist bakterían úr blóði og 7 úr liðvökva (í blóði og liðvökva hjá einum sjúklingi). Alls voru 12 tilvik talin sýking, 15 möguleg sýking og 70 mengun. Sprautufíkn var undirliggjandi ástand í 6/12 með sýkingu og í 3/15 með mögulega sýkingu. Hjá sýktum ræktaðist bakterían í fleiri en einu blóðræktunarsetti í 9/12 tilfellum og engar aðrar bakteríur ræktuðust frá blóði meðal 12/12. Einn sjúklingur meðal sýktra lést. Í öllum sýkingatilfellum og 13/15 mögulegum tilfellum var bakterían ónæm fyrir penicillíni en í 63% tilvika þar sem hún var ekki talin völd að sýkingu (p=0,003).

Ályktanir: Það er mikilvægt að taka jákvæðar ífarandi ræktanir af Bacillus alvarlega vegna hættu á lífshættulegri sýkingu, sérstaklega ef sjúklingar þjást af sprautufíkn og/eða ónæmisbælingu.

 

 

E 24   Triclosan-húðaðir saumar til að fyrirbyggja bringubeinssýkingar eftir opnar hjartaskurðaðgerðir

Tómas Guðbjartsson1,5, Steinn Steingrímsson1,2, Linda Thimour-Bergström1, Henrik Scherstén2, Örjan Friberg3, Anders Jeppsson1,4
1
Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg, 3Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Örebro, 4Sahlgrenska Akademían, Gautaborgarháskóla, 5læknadeild Háskóla Íslands
tomasgud@landspitali.is

Inngangur: Skurðsýkingar eru algengur fylgikvilli opinna hjartaskurðaðgerða. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að saumar sem húðaðir eru með triclosan, sem er bakteríudrepandi efni, geti fækkað skurðsýkingum, t.d. eftir kviðarholsaðgerðir og bláæðatöku á ganglimum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða tíðni bringubeinsskurðssýkinga eftir opnar hjartaaðgerðir með triclosan-húðuðuðum saumum.

Efniviður og aðferðir: Framskyggn tvíblind slembirannsókn sem framkvæmd var á Sahlgrenska hjáskólasjúkrahúsinu frá 2009 til 2012. Rannsóknin var gerð á 352 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveitu með eða án lokuaðgerðar. Skurðsári var lokað með annars vegar triclosan-saumi (Vicryl Plus®) eða hefðbundnum sjálfeyðandi sárasaumi (Vicryl®) og hóparnir bornir saman. Eftir aðgerð voru sárin skoðuð reglulega á legudeild og síðan 30 og 60 dögum frá útskrift. Sýking var skilgreind skv. CDC-skilmerkjum.

Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur, hlutfall karla og tíðni áhættuþátta kransæðasjúkdóms eins og sykursýki og reykinga. Sýking í bringubeinsskurði greindist hjá 43 sjúklingum; 23 í triclosan-hópi borið saman við 20 í viðmiðunarhópi (12,8% á móti 11,2%, p=0,63). Í flestum tilfellum (36/43) var um yfirborðssýkingu að ræða en 7 sjúklingar (2.0%) höfðu djúpa miðmætissýkingu. Bakteríur ræktuðus hjá 33 af 43 sjúklingum, oftast Staphylococcus aureus (35%) og kóagulasa neikvæðir staphylokokkar (28%).

Ályktanir: Triclosan-húðaðir saumar lækka ekki tíðni skurðsýkinga í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir.

 

 

E 25   Góður langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi

Hera Jóhannesdóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Tómas Andri Axelsson1, Linda Ósk Árnadóttir1, Helga Rún Garðarsdóttir1, Arnar Geirsson2, Guðmundur Þorgeirsson1,3, Tómas Guðbjartsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjartadeild Landspítala
hej23@hi.is

Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi. Langtímaárangur þessara aðgerða hefur lítið verið rannsakaður, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga með áherslu á langtímafylgikvilla og lifun.

Efniviður og aðferðir: 1622 sjúklingar (meðalaldur 66 ár, 82% karlar, meðal EuroSCOREst 4,7) gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (23% á sláandi hjarta) á Landspítala 2001-2012. Auk klínískra og aðgerðartengdra þátta voru eftirfarandi endapunktar skráðir: hjartaáfall, heilablóðfall, þörf á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkun með eða án kransæðastoðnets og dauði. Áhættuþættir allra ofangreindra endapunkta þegar þeir voru teknir saman (major adverse cardiac and cerebrovascular events, MACCE) og dauða voru fundnir með Cox-aðhvarfsgreiningu. Meðaleftirfylgd var 6,7 ár.

Niðurstöður: Heildarlifun 1, 5 og 10 árum frá aðgerð var 96%, 89% og 73%. Tíðni MACCE var 9% einu ári frá aðgerð og 20% eftir 5 ár. Fimm árum frá aðgerð höfðu 4,6% sjúklinga greinst með heilaáfall, 2,1% sjúklinga greinst með hjartaáfall og 6% farið í kransæðavíkkun með eða án stoðnets. Aðeins fjórir sjúklingar (0,3%) þurftu endurhjáveituaðgerð 5 árum frá aðgerð. Sjálfstæðir forspárþættir MACCE voru EuroSCORE og bráður nýrnaskaði skv. RIFLE-skilmerkjum og blæðing 24 klst. eftir aðgerð. Forspárþættir lifunar voru þeir sömu auk aldurs og aðgerðarárs.

Ályktanir: Langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi er góður og fer batnandi. Fimm árum frá greiningu eru 89% sjúklinga á lífi og 80% þeirra hafa ekki fengið alvarlega fylgikvilla eða þurft á enduraðgerðum að halda.

 

 

E 26   Has there been significant improvement in implant dentistry over the last decade?

Bjarni E. Pjetursson1, Ásgeir G. Ásgeirsson1,3, Marcel Zwahlen2, Irena Sailer3
1
Faculty of Odontology, University of Iceland, 2Department of Social and Preventive Medicine, University of Berne, 3Department of Fixed and Removable Prosthodontics and Dental Material Science, University of Zürich
bep@hi.is

Introduction: The objective of this systematic review was to assess and compare the survival and complication rates of implant-supported reconstructions reported in studies published in the year 2000 and before, to those reported in studies published after the year 2000.

Methods and data: Three electronic searches complemented by manual searching were conducted to identify 139 prospective and retrospective studies on implant-supported reconstructions. Survival and complication rates were calculated using Poisson-regression models and multivariable robust Poisson-regression was used to formally compare the outcomes of older and newer studies.

Results: The 5-year survival rate of implant-supported reconstructions was significantly increased in newer studies. The overall survival rate increased from 93.5% to 97.1%, the survival rate for cemented reconstructions increased from 95.2% to 97.9%, the survival rate of screw-retained reconstruction increased from 77.6% to 96.8%, the survival-rate of implant-supported single crowns (SCs) increased from 92.6% to 97.2% and the survival rate of implant-supported fixed dental prostheses (FDPs) increased from 93.5% to 96.4%.The incidence of esthetic complications was decreased in the more recent studies, but the incidence of biological complications was similar. The results for technical complications were inconsistent.

Conclusions: The results of the present systematic review demonstrated a positive learning curve in implant dentistry, representing in higher survival rates and lower complication rates reported in more recent clinical studies. The incidence of esthetic, biological and technical complication, however, is still high. Hence, it is important to identify these complications and their etiology to make implant treatment even more predictable in the future.

 

 

E 27   Enduraðgerðir vegna blæðinga eftir kransæðahjáveituaðgerðir á Íslandi 2006-2012

Steinþór Árni Marteinsson1, Helga Rún Garðarsdóttir1, Sveinn Guðmundsson2, Arnar Geirsson3, Kári Hreinsson4, Tómas Guðbjartsson1,3
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Blóðbanka, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
sam18@hi.is

Inngangur: Eftir kransæðahjáveituaðgerð getur þurft að grípa til enduraðgerðar til að stöðva blæðingu. Langtíma afdrif þessar sjúklinga eru lítið rannsökuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka tíðni enduraðgerða vegna blæðinga á Íslandi, skilgreina áhættuþætti og kanna langtímalifun sjúklinga.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2006-2012. Sjúklingar sem gengust undir enduraðgerð voru bornir saman við þá sem ekki þurftu enduraðgerð. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám. Úr rafrænni skrá Blóðbanka fengust upplýsingar um gjöf blóðhluta í og eftir aðgerð. Lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier og forspárþættir enduraðgerða með lógistískri aðhvarfsgreiningu. Miðgildi eftirfylgdar var 45 mánuðir og miðaðist eftirfylgd við 1. apríl 2013.

Niðurstöður: Eftir 62 af 940 aðgerðum (6,6%) var gerð enduraðgerð vegna blæðingar. Í enduraðgerðarhópi tóku 62,9% sjúklinga acetýlsalicylsýru en 49,9% í viðmiðunarhópi (p=0,06). Aðgerðatengdir þættir, m.a. aðgerðartími, voru sambærilegir í báðum hópum. Meðalblæðing <24 klst. frá aðgerð var rúmlega helmingi meiri í enduraðgerðarhópi (1919 ml á móti 857 ml, p<0,001) og þeim voru gefnar þrefalt fleiri einingar af rauðkornaþykkni. Ekki reyndist marktækur munur á legutíma eða heildartíðni alvarlegra fylgikvilla. Dánartíðni <30 daga var 4,8% eftir enduraðgerð og 1,9% í viðmiðunarhópi (p=0,14). Þriggja ára lifun í hópunum var einnig sambærileg (89,5% sbr. 95,5%, p=0,29). Karlar voru í aukinni áhættu á enduraðgerð skv. fjölbreytugreiningu.

Ályktanir: Tíðni enduraðgerða var 6,6% sem er í hærra lagi borið saman við flestar erlendar rannsóknir. Þessi sjúklingar þurfa oftar blóðhlutagjafir, en legutími, 30 daga dánarhlutfall og langtímalifun voru sambærileg í báðum hópum. Sjúklingum virðist því vegna vel lifi þeir af enduraðgerðina.

 

 

E 28   Samanburður á lifun sjúklinga eftir ósæðarlokuskipti og Íslendinga af sama aldri og kyni

Sindri Aron Viktorsson1, Daði Helgason2, Thor Aspelund2, Andri Wilberg Orrason2, Arnar Geirsson1,2, Tómas Guðbjartsson1,2
1
Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslandsl
sindriav@landspitali.is

Inngangur: Ósæðarlokuskipti er önnur algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi og er oftast gerð vegna þrengsla í lokunni. Upplýsingar um langtímaafdrif þessara sjúklinga hefur vantað hér á landi. Með upplýsingum úr miðlægum gagnagrunnum var borin saman langtíma lifun sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarþrengsla við Íslendinga af sama aldri og kyni.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 366 sjúklinga (meðalaldur 70,1 ár, 62,8% karlar) sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2011. Lífræn loka var notuð hjá 298 sjúklingum (81,4%) og gerviloka hjá 68 (18,6%). Kransæðahjáveita var framkvæmd samhliða í 54,0% tilfella. Lifun sjúklinga var metin og borin saman við væntanlega lifun Íslendinga af sama aldri og kyni, samkvæmt gögnum um ævilíkur frá Hagstofu Íslands. Skammtíma fylgikvillar og 30-daga dánartíðni voru einnig skráð. Miðgildi eftirfylgdar var 4,7 ár og öllum sjúklingum var fylgt eftir.

Niðurstöður: Meðal EuroSCORE-II fyrir aðgerð var 3,8% og hámarks þrýstingsfallandi yfir lokuna 69,9 mmHg. Meðalstærð ígræddra loka var 25,1 mm (bil 21-29). Gáttatif (67,6%) og bráður nýrnaskaði (22,7%) voru algengustu snemmkomnu fylgikvillarnir, en 55 (15,0%) sjúklingar þurftu á enduraðgerð vegna blæðingar að halda. 30 daga dánartíðni var 5,7%. Heildarlifun ári frá aðgerð var 91,8% og eftir 5 ár 82,3%, en 96,3% og 77% á sömu árum fyrir Íslendinga af sama aldri og kyni. Fyrstu 2 árin eftir aðgerð var lifun verri hjá sjúklingum í aðgerðarhópnum, aðallega vegna aðgerðartengdra dauðsfalla. Eftir það var lifun sambærileg og 5 árum frá aðgerð reyndist lifun aðgerðarsjúklinga betri en samanburðarhóps.

Ályktanir: Langtímalifun sjúklinga eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla er svipuð eða betri en hjá Íslendingum af sama aldri og kyni. Ástæður þessa eru ekki þekktar og þarfnast frekari rannsókna. Tíðni fylgikvilla er há, sérstaklega enduraðgerðir vegna blæðinga. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi ósæðarlokuskipta sem árangursríkrar meðferðar við ósæðarlokuþrengslum.

 

 

E 29   Aldursháð þroskun lykilfrumna í kímstöðvum miltans í músarungum

Stefanía P. Bjarnarson1,2, Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1,2,4
1
Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Novartis Vaccines, 4Íslenskri erfðagreiningu
stefbja@landspitali.is

Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæfingar í plasmafrumur eða minnisfrumur, sem eru takmarkaðar í nýburum vegna vanþroska kímstöðvafrumna. CD4+ T hjálparfrumur kímstöðva (TFH) stýra kímstöðvarhvarfi og CD4+ stýrifrumur kímstöðva (TFR) geta bælt virkni þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna aldursháða tíðni lykilfrumna í kímstöðvarhvarfi.

Efniviður og aðferðir: Tíðni lykilfrumna var metin í milta 4, 7, 10, 14, 21 og 28 daga gamalla og fullorðinna, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: TFH (CD4, CXCR5, PD-1, Bcl-6), TFR (CD4, CXCR5,Foxp3, Bcl-6), T stýrifrumur (Tregs: CD3, CD4, Foxp3, IL-10) og B stýrifrumur (B10: B220, CD1d,CD5, IL-10).

Niðurstöður: Þroskun CD4+ T-frumna og TFH frumna var aldursháð og jókst fyrst við 3 vikna aldur, en við 4 vikna aldur var tíðnin enn lægri en í fullorðnum músum. Þroskun TFR var einnig aldurháð en við fjögurra vikna aldur var tíðni þeirra sambærileg við tíðni í fullorðnum músum. Tíðni Tregs var hærri í 2-tveggja vikna en fullorðnum músum og marktækt fleiri seyttu IL-10. Þroskun B frumna var aldursháð, en við tveggja vikna aldur var heildartíðni þeirra svipuð og í fullorðnum músum. Heildartíðni B10 stýrifrumna og þeirra sem seyttu IL-10 var hins vegar marktækt hærri en í fullorðnum músum.

Ályktanir: Rannsóknin sýnir að þroskun CD4+ T-frumna, TFH og TFR sem taka þátt í sérhæfingu B fruma í kímstöðvarhvarfi er mjög aldursháð. Hins vegar er tíðni Treg og B10 stýrifrumna sem seyta bæliboðefninu IL-10 há í byrjun ævinnar og lækkar með aldri þegar ónæmissvör fara vaxandi.

 

 

 

E 30   The role of natural killer cells in resolution of antigen-induced inflammation

Ósk Anuforo1,2,3,4, Ingibjörg Harðardóttir1, Jóna Freysdóttir2,3,4
1
Biochemistry and Molecular Biology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, University of Iceland, 2Department of Immunology, Faculty of Medicine, Biomedical Center, 3Centre for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital, 4Department of Immunology, Landspítali University Hospital
oua@hi.is

Introduction: Resolution of inflammation is important in preventing chronic inflammation. Natural killer (NK) cells are known to act as the first line of defense during an infection. This study examined the role of NK cells in the resolution of antigen-induced inflammation.

Methods and data: Mice were injected intravenously with the NK cell depleting antibody, anti-asialo GM1, or a control antibody. Prior to NK depletion, the mice were immunized twice subcutaneously with methylated BSA (mBSA) and 24 hours after depletion peritonitis was induced by injecting mBSA into their peritoneum. Prior to and at several time-points following peritonitis induction, peritoneal exudates, spleen and parathymic lymph nodes were collected, cells counted and expression of surface molecules determined by flow cytometery. Concentration of cytokines and soluble cytokine receptors was determined by ELISA, lipid mediator metabolomics by LC-MS/MS, and mBSA in spleen and parathymic lymph nodes by immunoenzyme staining.

Results: The numbers of NK cells in the peritoneum were decreased by 50% 36 hours after injection of the depleting antibody. Most of them were mature, CD11bhighCD27+ cells. Immature CD11b-CD27+ NK cells increased after induction of inflammation in the control group but not in the NK depletion group. Neutrophils increased in number after induction of inflammation and reached basal levels in the control group, whereas in the depletion group they remained high throughout the study. NK cell depletion had little effect on other cell types.

Conclusions: These results show that NK cells are indispensible for resolution of inflammation.

 

 

E 31   Fylgjuprótein 13 (PP13): Möguleg fyrirbyggjandi áhrif á meðgöngueitrun

Tijana Drobnjak1, Helga Helgadóttir1, Hamutal Meiri2, George Osol3, Maurizio Mandala4,Berthold Huppertz5, Sveinbjörn Gizurarson1
1
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2Telemarpe Ltd, 3Department of Obstetrics, Gynecology and Reproductive Sciences, University of Vermont College of Medicine, 4Department of Cell Biology, University of Calabria, 5Institute of Biology, Ecology and Earth Science, Histology and Embryology, Medical University of Graz
tid4@hi.is

Inngangur: Meðgöngueitrun (ME) er aðalorsök fóstur- og mæðradauða og er algengi hennar um 2-8%. Enn er engin meðferð í boði sem verndar konur gegn ME. Safngreining á 18 klínískum rannsóknum hefur sýnt að minnkaður styrkur fylgjupróteins PP13 í fyrsta þriðjungi meðgöngunnar, leiðir til þróunar á ME. Hlutverk PP13 hefur ekki enn verið fyllilega útskýrt, en vitað er um ónæmisbælandi áhrif þess, auk þess sem það hefur sækni í N-asetýl galaktósamínleif á AnxAII viðtökum. Til er náttúrulegt afbrigði próteinsins sem skortir thymidine í stöðu 221 (DelT221), en sú stökkbreyting tengist erfðum og má finna í fólki af afrískum uppruna og veldur alvarlegri ME snemma á meðgöngunni.

Efniviður og aðferðir: Osmótískum dælum með PP13, DelT221, eða saltvatni hefur verið komið fyrir í þunguðum rottum (n=21), strax og fylgjufestingin hefur átt sér stað á 8. degi meðgöngunnar.

Niðurstöður: Lækkun á blóðþrýstingi (um 20 mm Hg) á meðan próteinið seytist út sem og marktæk þyngdaraukning fylgju og stærð hvolpa í lok meðgöngunnar samanborið við viðmiðunarhópa sem fengu saltvatn eða DelT221. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að PP13 hefur bein áhrif á æðavíkkun í óþunguðum rottum.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að PP13 sé mikilvægt fyrir stjórnun á blóðþrýstingi, æðanýmyndun í legi og undirbúningi æðakerfisins snemma á meðgöngunni. Þó að ekki sé hægt að útskýra verkunarmáta próteinsins eingöngu út frá niðurstöðum þessara rannsókna, má áætla að PP13 sé forsenda fyrir þróun og nýmyndun æðakerfis í kringum legið, sem leiðir til betri fylgjufestingar og hugsanlega verndi konur fyrir ME.

 

 

E 32   Lifun sjúklinga með áfengisgreiningu sem voru útskrifaðir af bráðadeild: Lýðgrunduð hóprannsókn

Anna Steinunn Gunnarsdóttir1, Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir1, Ragnhildur Guðmundsdóttir1, Oddný S. Gunnarsdóttir2, Vilhjálmur Rafnsson3
1
Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Háskóla Íslands, 2vísindadeild Landspítala, rRannsóknarstofu í heilbrigðisfræði, læknadeild Háskóla Íslands
vilraf@hi.is

Inngangur: Áfengissjúkdómar og aðrir geðsjúkdómar hafa í fyrri rannsóknum tengst innbyrðis og einnig hækkaðri heildardánartíðni, einkum vegna slysa og sjálfsvíga. Markmiðið var að rannsaka lifun sjúklinga með áfengisgreiningu sem voru útskrifaðir heim af bráðadeild að teknu tilliti til annarra geðsjúkdóma.

Efniviður og aðferðir: Gerð var framskyggn lýðgrunduð hóprannsókn á öllum 18 ára og eldri sem komu á bráðsvið Landspítalans tímabilið 2002-2008 og voru útskrifaðir heim en ekki innlagðir. Alls var 107.237 sjúklingum fylgt eftir í dánarmeinaskrá, 1210 með áfengisgreiningu og 106.027 með aðrar greiningar, í samanburðarhópi. Hættuhlutfall (HR) og 95% öryggismörk (CI) voru reiknuð þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni, komuári, komufjölda og annarri geðgreiningu við útskrift. Samkvæmt Þjóðskrá komu 78% af íbúum höfuðborgarsvæðisins minnst einu sinni á bráðasviðið á rannsóknatrímanum.

Niðurstöður: Meðal þeirra sem fengu áfengisgreiningu létust 72 en 4807 í samanburðarhópnum. Leiðrétt HR vegna allra dánarmeina var 1,91 (95%CI 1,51-2,42). HR vegna áfengissjúkdóms var 47,68 (95%CI 11,56-196,59), og HR vegna áfengistengds lifrarsjúkdóms var 19,06 (95%CI 6,07-59,87). HR var hækkað vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi 2,52 (95%CI 1,73-3,68), slysaeitrana (HR=13,64 (95%CI 3,98-46,73)), sjálfsvíga (HR=2,72 (95%CI 1,08-6,83)) og atburða þegar óvíst er um ásetning (HR=10,89 (95%CI 4,53-26,16)).

Ályktanir: Áfengisgreining við útskrift heim af bráðadeildinni spáir fyrir hækkaðri dánartíðni. Niðurstöðurnar sýna ákveðna berskjöldun þessara sjúklinga og vaknar þá spurning um hvort þörfum sjúklinganna sé mætt á fullnægjandi hátt á bráðadeildinni.

 

 

E 33   Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum

Linda Ó. Árnadóttir1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Hera Jóhannesdóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Arnar Geirsson2, Axel F. Sigurðsson3, Tómas Guðbjartsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjartadeild Landspítala
loa6@hi.is

Inngangur: Flestir sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð eru nálægt sjötugu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), meðal annars snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri við 1526 sjúklinga yfir fimmtugu.

Niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegir í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga fyrir aðgerð var marktækt lægra en þeirra eldri (52% á móti 55%, p=0,004), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% á móti 27%, p=0,003) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% á móti 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvilla var lægri hjá yngri sjúklingum (30% á móti 50%, p<0,001), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% á móti 35%, p<0,001), en blæðing eftir aðgerð var einnig minni (853 ml á móti 999 ml, p=0,015) og þeir fengu færri einingar af rauðkornaþykkni (1,3 á móti 2,8 ein, p<0,001). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (6% á móti 11%, p=0,13) eða dánartíðni innan 30 daga (1% á móti 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega tveimur dögum styttri að meðaltali en þeirra eldri (p<0,001). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (96% á móti 90% fimm ára lifun, p=0,06).

Ályktanir: Minniháttar fylgikvillar eru sjaldgæfari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virðast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómasértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga.

 

 

 

E 34   Bráðar kransæðahjáveituaðgerðir: Ábendingar og árangur

Tómas Andri Axelsson1, Anders Jeppsson2, Tómas Guðbjartsson3
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartaskurðdeild Sahlgrenska háskólasjúkrahússins í Gautaborg, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala
taa2@hi.is

Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er í langflestum tilvikum valaðgerð, en árangur þeirra er töluvert rannsakaður. Hins vegar skortir upplýsingar um bráðar kransæðahjáveituaðgerðir en þær eru annars vegar neyðaraðgerðir (emergency CABG) sem framkvændar eru innan næsta vinnudags eftir að ákvörðun um aðgerð er tekin og hins vegar björgunaraðgerð (salvage CABG) þegar sjúklingur þarf endurlífgun á leið á skurðstofu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ábendingar og árangur þessara aðgerða.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum neyðar- og björgunar kransæðahjáveituaðgerðum sem framkvæmdar voru milli 2005-2013 á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu (n=268) og á Landspítala (n=42). Meðal eftirfylgd var 3 ár.

Niðurstöður: Af 310 sjúklingum voru 296 neyðaraðgerðir og 14 (5%) björgunaraðgerðir; eða 5% af kransæðaaðgerðum framkvæmdum á tímabilinu. Karlmenn voru 71%, meðalaldur var 67 ár og meðal Euro-SCORE-II var 6,9%. Allir sjúklingarnir höfðu brátt kransæðarheilkenni við komu; 42% STEMI, 39% NSTEMI og 19% óstöðuga hjartaöng. Tæplega helmingur sjúklinga fór beint á skurðstofu eftir kransæðaþræðingu og fengu 15% fengu þeirra ósæðardælu (IABP) fyrir aðgerð og önnur 9% eftir aðgerð. Meðal hjarta- og lungnavélartími var 87 mín. Tæplega helmingur sjúklinga þurfti samdráttarhvetjandi hjartalyf >12 klst eftir aðgerð og 8 sjúklingar (3%) ECMO-dælu. Heilablóðfall greindist hjá 4% sjúklinga eftir aðgerð og tíðni enduraðgerða vegna var blæðingar 16%. Dánarhlutfall í sjúkrahússlegu var 16%; 15% eftir neyðaraðgerð en 85% eftir björgunaraðgerð. Fimm ára lifun eftir aðgerð var 73%.

Ályktanir: Dánarhlutfall eftir björgunaraðgerðir er hátt (85%) en mun lægra fyrir neyðaraðgerðir (15%). Enduraðgerðir vegna blæðinga voru algengar, enda fengu nánast allir sjúklingarnir kröftuga blóðflöguhemjandi meðferð fyrir aðgerð. Sjúklingar sem lifa af aðgerðina hafa ágætar langtímahorfur.

 

 

E 35   Árangur míturlokuviðgerða á Íslandi 2001-2012

Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir1, Sigurður Ragnarsson3, Arnar Geirsson1, Ragnar Danielsen2, Tómas Guðbjartsson1,4
1
Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2hjartadeild Landspítala, 3hjartaskurðdeild háskólasjúkrahússins á Skáni, 4læknadeild Háskóla Íslands
johafg@landspitali.is

Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur míturlokuviðgerða á Íslandi, en það hefur ekki verið gert áður.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 125 sjúklingum (meðalaldur 64 ár, bil 28-84 ár, 74% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna míturlokuleka á Landspítala 2001-2012. Ábending fyrir aðgerð var míturlokuhrörnun hjá 70 (56%) sjúklingum, en starfrænn leki hjá 55 (44%). Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en miðgildi eftirfylgdar var 3,9 ár (bil: 0-11,7 ár).

Niðurstöður: Aðgerðum fjölgaði á rannsóknartímabilinu úr 39 í 86 á fyrra og síðara hluta þess. Meðal EuroSCORE var 12,9; tveir þriðju sjúklinga voru í NYHA flokki III/IV fyrir aðgerð og 50% með alvarlegan míturlokuleka. Tíundi hver sjúklingur hafði áður farið í opna hjartaaðgerð og 12% höfðu nýlegt hjartadrep. Allir sjúklingar, að þremur undanskilum, fengu míturlokuhring (meðalstærð 28,4 mm). Framkvæmt var brottnám á hluta lokublaðs hjá 51 sjúklingi (41%), 28 fengu ný lokustög úr gerviefni (Goretex®) og 7 Alfieri-saum. Hjá 83% sjúklinga var einnig framkvæmd önnur hjartaaðgerð, oftast kransæðahjáveita (53%), Maze-aðgerð (31%) eða ósæðarlokuskipti (19%). Meiriháttar fylgikvillar greindust hjá rúmum helmingi sjúklinga, algengastir voru hjartadrep, enduraðgerð vegna blæðingar og hjarta- og öndunarbilun. Minniháttar fylgikvillar greindust í 71% tilfella. Átta sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (6%), en 5-ára lifun var 79%; 84% hjá sjúklingum með míturlokuhrörnun og 74% hjá þeim með starfrænan leka.

Ályktanir: Míturlokuaðgerðum hefur fjölgað umtalsvert á síðasta áratug á Íslandi. Fylgikvillar eru tíðir en dánartíðni <30 daga og langtímalifun er svipuð og í sambærilegum erlendum rannsóknum.

 

 

E 36   Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi

Helga Rún Garðarsdóttir1, Linda Ósk Árnadóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Hera Jóhannesdóttir1, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir3, Tómas Guðbjartsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3hjartadeild Landspítala
hrg53@hi.is

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveitu-aðgerða hjá konum með áherslu á fylgikvilla, dánarhlutfall innan 30 daga og langtímalifun.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem náði til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi árin 2001-2012. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Fylgikvillar voru skráðir og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþáttagreining var notuð til að meta forspárþætti dauða innan 30 daga og lifunar. Meðaleftirfylgd var 5,7 ár.

Niðurstöður: Af 1622 sjúklingum voru konur 291 (18%). Meðalaldur þeirra var hærri en karla (69 ár á móti 65 ár, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 62%, p<0,001) og EuroSCORE þeirra var hærra (6,1 á móti 4,4, p<0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki og dreifing kransæðasjúkdóms var sæmbærileg. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga en munurinn var ekki marktækur (p=0,1). Heildartíðni skammtíma (53% sbr. 43%, p=0,07) og langtíma fylgikvilla (27% á móti 32%) var sambærileg (p>0,1). Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borið saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Sterkustu forspárþættir dauða innan 30 daga voru hár aldur, skert nýrnastarfsemi og bráðaaðgerð. Kvenkyn reyndist hins vegar hvorki vera sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga (OR 0,99; 95%-ÖB: 0,97-1,01) né langtímalifunar (OR 1,09; 95%-ÖB 0,79-1,51).

Ályktanir: Konur gangast sjaldnar undir kransæðahjáveituaðgerðir en karlar og eru fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransæðahjáveitu er ekki síður góður hjá konum en körlum en 5 árum frá aðgerð eru 87% þeirra á lífi sem telst mjög góður árangur.

 

 

E 37   Reynsla íslenskra feðra af heimafæðingu

Ásrún Ösp Jónsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir
Námsbraut í ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
aoj5@hi.is

Inngangur: Feður vilja taka virkan þátt í barneignarferlinu og eru nánast undantekningarlaust viðstaddir fæðingu barna sinna. Þeir upplifa oft að vera utanveltu í kerfi sem er sniðið að mæðrum, þar sem upplýsingar til þeirra eru ófullnægjandi.

Efniviður og aðferðir: Tíðni heimafæðinga hefur farið vaxandi án þess að reynsla feðra af þeim hafi verið mikið skoðuð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að dýpka skilning á reynslu feðra af heimafæðingu með rannsóknarspurningunni; hver er reynsla feðra af heimafæðingu? Innihaldsgreining var notuð til þess að greina svör 65 feðra sem svöruðu opinni spurningu, í samnorrænni spurningalistakönnun, um reynslu af heimafæðingum. Að auki voru tekin djúpviðtöl við tvo feður um reynslu þeirra. Þar var notast við ferli Vancouver-skólans í fyrirbærafræði við gagnasöfnun og greiningu.

Niðurstöður: Meginþemað í gögnunum er að heimafæðing er vel ígrunduð ákvörðun verðandi foreldra sem leiðir til jákvæðrar upplifunar föður af fæðingarferlinu. Feður lýsa fæðingunni sem frábærri upplifun. Þeir lýsa persónulegum tengslum og trausti til ljósmóður og að þeir séu virkir þátttakendur í fæðingarferlinu þar sem óskir þeirra og fjölskyldunnar séu virtar. Ákvörðunin um heimafæðingu var stór þáttur reynslu þeirra, þar sem viðhorf og fordómar samfélagsins um heimafæðingar, fyrri reynsla, vilji til að vera við stjórn og öryggissjónarmið komu sterkt fram.

Ályktanir: Frekari rannsókna er þörf á reynslu feðra af barneignarferlinu eftir fæðingarstað. Mikilvægt er að efla upplýsingagjöf og umræðu um heimafæðingar í samfélaginu og skoða hvaða þættir hafa áhrif á val á fæðingarstað.

 

 

E 38   Jákvætt Coombs-próf hjá nýburum: Orsakir og afleiðingar

Þórdís Kristinsdóttir1, Sveinn Kjartansson2, Hildur Harðardóttir3, Þorbjörn Jónsson4, Anna Margrét Halldórsdóttir4
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2barnadeild Landspítala, 3kvennadeild Landspítala, 4Blóðbanka Landspítala
thk59@hi.is

Inngangur: Coombs-próf greinir mótefni bundin rauðum blóðkornum. Blóðflokkamisræmi móður og fósturs getur valdið mótefnamyndun hjá móður gegn mótefnisvökum á rauðkornum barns. Fari þessi mótefni yfir fylgju geta þau valdið eyðingu rauðkorna fósturs/barns. Markmið rannsóknarinnar var að athuga fjölda jákvæðra Coombs-prófa hjá nýburum á Íslandi á tímbilinu 2005-2012, orsakir þeirra, afleiðingar og meðferð.

Efniviður og aðferðir: Leitað var að nýburum með jákvætt Coombs-próf á árunum 2005-2012 skv. tölvukerfi Blóðbankans. Skráðar voru upplýsingar um m.a. tímasetningu Coombs-prófs, blóðflokk og blóðgjafir barns og móður. Úr mæðraskrá fengust upplýsingar um fæðingu barns, ljósameðferð ofl. Úr Sögu voru fengnar frekari upplýsingar um meðferð og afdrif barna.

Niðurstöður: Á árunum 2005-2012 greindust 383 nýburar með jákvætt Coombs-próf á Landspítala. Í 73,6% tilvika var orsök jákvæðs prófs ABO blóðflokkamisræmi milli móður og barns, hjá 20,4% önnur rauðkornamótefni frá móður, hjá 3,9% hvort tveggja, en hjá 2,1% var orsök óljós. Mæður 48,0% nýbura voru RhD jákvæðar og 51,4% RhD neikvæðar, en hjá tveimur mæðrum var blóðflokkur óþekktur. Alls fengu 179 (47,6%) börn meðferð, 167 (93,3%) þeirra fengu ljósameðferð eingöngu, þrjú (1,7%) ljós og blóðgjöf, sjö (3,9%) ljós og blóðskipti, eitt barn fékk allt þrennt og annað eingöngu blóðgjöf. Hjá fimm af þeim nýburum sem þurftu blóðskipti var orsökin Rhesus mótefni en ABO-blóðflokkamisræmi hjá þremur.

Ályktanir: Jákvætt Coombs-próf hjá nýburum stafaði í flestum tilvikum af ABO-blóðflokkamisræmi á milli móður og barns. Tæplega helmingur barna þarfnaðist meðferðar en langoftast nægði ljósameðferð. Í einstaka tilfellum þörfnuðust börn blóðgjafar og í alvarlegustu tilfellum blóðskiptameðferðar.

 

 

E 39   Burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauði á Íslandi 1982-2011

Ragnhildur Hauksdóttir1, Gestur Pálsson1,2, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,3, Þórður Þórkelsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3kvennadeild Landspítala
ragnhildurhauksdottir@gmail.com

Inngangur: Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Nýburadauði tekur til dauðsfalls á fyrstu 28 dögum eftir fæðingu en ungbarnadauði á fyrsta aldursári. Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða á Íslandi er lág. Markmiðið er að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum til að kanna hvort hugsanlega sé hægt að minnka hann enn frekar.

Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1982-2011. Upplýsingar um þau 649 börn sem dóu burðarmálsdauða voru fengnar úr Fæðingarskráningu og þau flokkuð eftir NBPDC-flokkunarkerfinu. Þau 294 börn sem dóu á vökudeild Landspítala voru fundin í innlagningarskrá vökudeildar og upplýsingar um þau fundnar í sjúkraskrám. Dánarorsök þeirra 520 barna sem dóu ungbarnadauða fengust frá Hagstofu Íslands.

Niðurstöður: Þegar fyrstu 5 ár rannsóknartímabilsins eru borin saman við síðustu 5 árin, sést að tíðni burðarmálsdauða lækkaði um 60,7% (p<0,000). Hlutfall þeirra barna sem dóu eftir fæðingu lækkaði um 35,6% (p<0,000). Tilfellum í þeim flokkum NBPDC-kerfisins þar sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauðsfall fækkaði um 66,7% (p<0,001). Tíðni nýburadauða á vökudeild Landspítala lækkaði um 80,4% (p<0,000) og tíðni ungbarnadauða á landsvísu lækkaði um 68,4% (p<0,000). Vöggudauði lækkaði um 70,0% á tímabilinu (p<0,004).

Ályktanir: Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár, aðallega vegna lækkunar á nýburadauða á tímabilinu. Líklegt er að frekari framfarir í mæðraeftirliti, fæðingarhjálp og heilbrgðisþjónustu við nýbura og ungbörn geti lækkað þessa tíðni enn frekar.

 

 

E 40   Þýðing og forprófun á verkjamatskvarðanum COMFORTneo á vökudeild Landspítalans

Björg Eyþórsdóttir1, Harpa Iðunn Sigmundsdóttir1, Rakel B. Jónsdóttir2, Guðrún Kristjánsdóttir1,2
1
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði Landspítala
gkrist@hi.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og forprófa COMFORTneo mælitækið sem metur viðvarandi verki hjá nýburum.

Efniviður og aðferðir: Notast var við þægindaúrtak 24 inniliggjandi nýbura á vökudeild Landspítalans, 13 drengir og 11 stúlkur. Skilyrði fyrir þátttöku var að nýburinn þyrfti, vegna meðferðar sinnar, að gangast undir sársaukafullt áreiti af einhverju tagi. COMFORTneo er einnar víddar mælitæki, sem mælir einungis sex atferlislega þætti verkja: vökuástand, óróleikastig, öndunarviðbrögð, grát, líkamshreyfingu, andlitsspennu, vöðvaspennu. Stigaspönn er 6-25. Tveir rannsakenda framkvæmdu verkjamatið samtímis. Börnin voru metin í þremur mismunandi aðstæðum; í ró (hlutlausar aðstæður), þegar umönnun átti sér stað (raskaðar aðstæður) og þegar áreiti sem talið var sársaukafullt átti sér stað (sársaukafullar aðstæður). Hvorki voru inngrip framkvæmd af hálfu rannsakenda né fyrir tilstilli rannsóknarinnar. Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði, t-próf, Kappa og Chronbach‘s α.

Niðurstöður: Marktækur munur á verkjamati kom fram milli hlutlausra og raskaðra aðstæðna sem og á milli hlutlausra og sársaukafullra aðstæðna. Hins vegar reyndist munurinn á milli raskaðra og sársaukafullra aðstæðna ekki marktækur. Samanburður á heildarstigum þeirra barna sem ekki hlutu verkjastillingu fyrir sársaukafullt inngrip sýndi ekki heldur marktækan mun á milli raskaðra og sársaukafullra aðstæðna. Samkvæmt niðurstöðum t-prófs á heildarstigum barnanna var ekki marktækur munur á milli stigagjafa rannsakenda, sem gefur vísbendingu um áreiðanleika mælitækisins. Þegar samræmi milli rannsakenda innan hvers þáttar mælitækisins var skoðað með Kappa, kom í ljós takmarkað samræmi í öllum matsþáttum mælitækisins.

Ályktanir: Við forprófunina tókst ekki að sýna fram á réttmæti mælitækisins í íslenskri þýðingu en fyrirvari er settur á þær niðurstöður vegna áhrifa af verkjastillingu sem notuð var í sumum tilfellum. Vísbendingar fengust um áreiðanleika mælitækisins en þó virðast vera þættir innan þess sem draga úr áreiðanleikanum. Frekari rannsókna með stærra úrtak er þörf til að sýna fram á réttmæti og áreiðanleika mælitækisins.

 

 

E 41   Þróunarfræðileg greining á CSA og CSB genunum

Arnar Pálsson, Jóhannes Guðbrandsson
Líffræðistofu Háskóla Íslands
apalsson@hi.is

Inngangur: Frumur hafa nokkur kerfi til að gera við galla í DNA. Eitt þessara kerfa er umritunarháð viðgerð, sem byggir á að nokkur lykilprótín getið skynjað galla í erfðaefninu. Cockayne Syndrome A (CSA) og Cockayne Syndrome B (CSB) genin eru nauðsynleg fyrir þessi skref, og tilteknar stökkbreytingar í þeim valda öldrunareinkennum í börnum. Þróun þessara kerfa er hins vegar frekar lítið rannsökuð.

Efniviður og aðferðir: Við rannsökuðum þróun gena í umritunarháðri viðgerð í fjölfruma dýrum, með lífupplýsingafræði og þróunarfræði. Raðir voru einangraðar úr erfðamengjum, samröðun mynduð og systurgen skilgreind. Þróunartré voru reiknuð fyrir hvert gen um sig.

Niðurstöður: Niðurstöðurnar eru þær að flest genin eru vel varðveitt í þróunarsögu fjölfruma dýra. Undantekningarnar eru CSA, CSB og DDB2 sem hafa tapast úr þróunartré skordýra og CSB og DDB2 sem vantar í erfðamengi orma (þ.e. Caenorhabditis elegans og skyldra tegunda). Þessi mikilvægu prótín tengjast öll skynjun á göllum í DNA. Eins og áður sagði skerða stökkbreytingar í þeim getu

DNA viðgerðarkerfa spendýra og sveppa. Þessi gen eru ekki nauðsynleg skordýrum og ormum.

Ályktanir: Mögulegt er að flugur og ormar noti önnur prótín til að skynja DNA skemmdir. Einnig er mögulegt að lífstíll þessara dýra bjóði upp á hraðan og háskalegan lifnað, þar viss viðgerðarkerfi séu óþarfi. Niðurstöðurnar minna okkur á að tilraunalífverur eru hver með sína sérstöku þróunarsögu, sem gera þær misheppilegar fyrir rannsóknir á kerfum sem tengjast líffræði mannsins.

 

 

E 42   Northern Lights Assay of cell-free DNA (cfDNA) damage in body fluids

Bjarki Guðmundsson1,2,3, Hans G. Þormar1,2, Olof Hammarlund1, Joakim Lindblad1, Salvör Rafnsdóttir1, Albert Sigurðsson1, Davíð Ólafsson1,4, Anna M. Halldórsdóttir4, Jón J. Jónsson1,3
1
Department of Biochemistry and Molecular Biology, University of Iceland, 2Lífeind/BioCule Inc., 3Department of Genetics and Molecular Medicine, Landspítali University Hospital, 4Blood Bank, Landspítali University Hospital
bjarkigu@hi.is

Introduction: Structural damage in cfDNA molecules in body fluids has been little studied. Such damage may reflect normal and abnormal cell turnover, genome instability or exposure to genotoxic agents.

Methods and data: We analyzed cfDNA damage in plasma, urine and saliva. Standard methods of isolation of cfDNA in plasma and urine are based on inducing ssDNA with a chaotropic agent and selective coordination binding of lone pair electrons on guanine to silica. These methods were not usable. In contrast, we found that selective ion exchange chromatography allowed gentle isolation of DNA without inducing damage.

Results: Damage in isolated DNA was assessed with the Northern Lights Assay. This assay is based on Two-Dimensional Strandness-Dependent Electrophoresis (2D-SDE) in premade microgels. Each sample was run in duplicate i.e. uncut and cut with Mbo I, an enzyme which cuts both single- and double-stranded DNA. Single-stranded breaks, either nicks or gaps, were detected as horizontal streaks from uncut DNA molecules. Double-stranded breaks generated an arc in the gel. DNA molecules with interstrand crosslinks migrated as an arc behind normal dsDNA molecules. DNA with intrastrand crosslinks and bulky adducts were bent and migrated in front of that arc. Single-stranded DNA molecules, too damaged for complementary strand binding, formed a diagonal line.

Conclusions: Patterns of cfDNA in plasma of normal subjects showed an apoptosis pattern with single- and double-stranded breaks of nucleosomal-sized fragments. cfDNA in urine showed composite patterns of apoptosis and non-specific degradation. The most extensive damage and variable patterns were seen in saliva including prominent single-stranded breaks.

 

E 43   Áhrif eintakabreytileika í erfðamenginu á vitræna getu

Brynja B. Magnúsdóttir1, Magnús Haraldsson1,2, Engilbert Sigurðsson1,2,3
1
Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Íslenskri erfðagreiningu
brynjabm@landspitali.is

Inngangur: Tengsl erfða og langvinnra sjúkdóma í heila eru flókin en á síðustu árum hefur skilningur vísindamanna aukist á sambandinu þar á milli. Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif eintakabreytileika (copy number variants) á geðrofssjúkdóma og taugaþroskaraskanir. Með eintakabreytileika er átt við að orðið hefur ýmist tvöföldun eða úrfelling á litningasvæði. Sami eintakabreytileiki virðist tengjast ólíkum svipgerðum, til dæmis geðklofa, einhverfu eða tengdum röskunum, en jafnframt eru einstaklingar sem ekki sýna nein svipgerðareinkenni. Með athugunum á þeim hópi má rannsaka áhrif eintakabreytileikans á vitræna starfsemi án áhrifa frá svipgerðareinkennum sjúkdóms.

Efniviður og aðferðir: Áhrif 26 ólíkra eintakabreytileika, sem allir virðast auka áhættu á geðrofssjúkdómum, voru könnuð með fyrirlögn taugasálfræðilegra prófa og matslista. Þátttakendur voru alls um 1300 og var frammistaða hóps með eintakabreytileika tengda geðsrofssjúkdómum, borin saman við þrjá hópa. Í fyrsta lagi þátttakendur sem hafa eintakabreytleika sem ekki hafa verið tengdir geðrofssjúkdómum, í öðru lagi þátttakendur sem ekki hafa ofangreinda eintakabreytileika og í þriðja lagi frammistöðu sjúklinga með geðklofa.

Niðurstöður: Frammistaða hóps með eintakabreytileika tengda geðrofsjúkdómum lá mitt á milli viðmiðunarhóps og sjúklinga með geðklofa. Samanburður á eintakabreytileikum benti til þess að áhrif þeirra á vitræna getu væru ólík. Hópur með úrfellingu á litningi 15q11.2 hafði sterka sögu um les- og talnablindu án þess að sýna taugasálfræðilega veikleika á prófum.

Ályktanir: Eintakabreytileikar sem auka áhættu á geðrofssjúkdómum virðast skerða vitræna getu heilbrigðra einstaklinga, þó minna en sjá má meðal sjúklinga með geðklofa. Það bendir til þess að um minni tjáningu eintakabreytileikans gæti verið að ræða hjá þessum hópi samanborið við þá sem greinast með geðklofa.

 

 

E 44   Rannsókn á þætti utangenaerfða í arfgengri heilablæðingu

Gyða Ósk Bergsdóttir1, Ásbjörg Ósk Snorradóttir1, Helgi J. Ísaksson2, Elías Ólafsson3, Ástríður Pálsdóttir1, Birkir Þór Bragason1
1
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3taugalækningadeild Landspítala
gob3@hi.is

Inngangur: Arfgeng heilablæðing er íslenskur erfðasjúkdómur sem stafar af stökkbreytingu (L68Q) í geni cystatin C, CST3. Stökkbreytt cystatin C myndar mýlildi, sér í lagi í slagæðum heilans, og veldur heilablæðingum í ungum arfberum. Gögn sem við höfum aflað um heildargenatjáningu húðfíbróblasta úr arfberum, ásamt gögnum úr ónæmislitunum á vefjasýnum úr sjúklingum, benda til þess að fíbrósa sé þáttur í meingerð sjúkdómsins. Ennfremur benda rannsóknir okkar til þess að umhverfisáhrif hafi áhrif á lifun arfbera. Þessari rannsókn er ætlað að meta áhrif utangenaerfða, sérstaklega histón asetýleringar, á frávik í genatjáningu húðfíbróblasta arfbera sem gætu legið til grundvallar fíbrósu.

Efniviður og aðferðir: Húðfíbróblastar úr 3 arfberum og 3 viðmiðum voru meðhöndlaðar með histón deasetýlasa (HDAC) hindrunum sodium butyrate (SB; 0 mM, 0,5 mM eða 1,0 mM) eða trichostatin A (TSA; 0 µM, 0,25 µM or 0,5 µM). Áhrif af meðhöndluninni voru metin með rauntíma PCR greiningu (RTqPCR) á tjáningu valinna gena sem voru annaðhvort upptjáð (ACAN, ACTA2, HAPLN1, COLIV) eða niðurtjáð (TBX5, RARB, HOXD10, RGC32) í húðfíbróblöstum arfbera skv. fyrri rannsóknum okkar.

Niðurstöður: Áhrif meðhöndlunar með TSA á tjáningu genanna ACAN, RARB, HOXD10 og ACTA2 voru marktækt mismunandi í arfberafrumum og viðmiðum.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að histón asetýlering í frumum arfbera og viðmiða sé frábrugðin og renna stoðum undir þátt utangenaerfða í arfgengri heilablæðingu. SB og TSA eru breiðvirkir HDAC hindrar og næsta skref er að beita sértækari hindrun til að ákvarða hvaða HDAC ensím liggja til grundvallar þessum mun.

 

 

E 45   First degree relatives of individuals with IgA deficiency are at manifold risk of being IgA deficient

Andri Leó Lemarquis1,2, Helga Kristín Einarsdóttir2, Ingileif Jónsdóttir1,2,3, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2
1
Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Landspítali University Hospital, 3deCODE Genetics
all10@hi.is

Introduction: Selective IgA deficiency (sIgAD) is the most common primary immune deficiency. It is known to affect 1:600 individuals in Iceland. These individuals and their first degree relatives are at increased risk of developing various autoimmune diseases which are a leading cause of death and morbidity in the western world. It is important to understand better the pathogenesis of sIgAD to recognize its diagnostic value and classify those at risk of developing associated co-morbidities. Our aim is to measure the serum concentration of IgA of first degree relatives of sIgAD individuals and see if these are at higher risk of being deficient compared to the normal population.

Methods and data: 169 first degree relatives of individuals previously diagnosed with sIgAD were found in deCode genetics serum database and their IgA levels measured by nephelometry. Individuals with IgA ≤ 0,07g/L where further assessed for IgG and IgM levels.

Results: Three individuals were identified as having IgA ≤ 0,07g/L. One individual had both low IgA and IgM values. These findings indicate the prevalence of sIgAD to be 1:85 in first degree relatives of sIgAD individuals, that is much higher compared to the general population.

Conclusions: These results emphasize the role of genetics in the pathogenesis of sIgAD. It is important to further analyse IgA titers in a bigger group of first degrree as well as second degree relatives of sIgAD individuals to understand its inheritance pattern and the genetic mechanisms leading both to sIgAD and autoimmune diseases.

 

 

E 46   Expression of immune effectors upon cyclic stretch in lung epithelial cell lines

Harpa Káradóttir, Nikhil Nitin Kulkarni
Læknadeild Háskóla Íslands
hak14@hi.is

Introduction: The mechanism of breathing is facilitated with the expansion of the thorax with help from the diaphragm, thoracic muscles and ribcage. The lung expands and air flows in via negative pressure. When patients are placed in ventilators, the pressure and force change and air is forced into the lungs through positive pressure. This can cause damage to the cells in the bronchioles and alveoli, which can lead to severe infection and sepsis. It is important to study the cellular response in details to improve future treatments and reduce the risk of sepsis.

Methods and data: VA10, a lung epithelial cell line, was placed in Flexcell® FX-5000TM Tension System, the cells were stimulated with vitamin D, poly (I:C) and LPS. The gene and protein expression examined with qRT-PCR and western blotting. The cells were stained with immunofluorescent staining.

Results: The cells showed changes in gene expression of IL-8, IL-10, TLR-4, TLR-9 upon stretch. IL-8 was upregulated while IL-10 was downregulated. Both Toll like receptors 4 and 9 were upregulated and the protein expression of IkB (NFkB inhibitor) was decreased. Vitamin D stimulation of the cells before and during stretch showed protective effects on the cells when they were stimulated with poly(I:C) and LPS.

Conclusions: Cyclic stretch has multiple effects on the lung epithelial cells. Changes have been seen in cell structure and immune responses, which gives interesting future research potentials.

 

 

E 47   Uppsetning á TREC- og KREC-greingarprófum til greiningar á meðfæddum ónæmisgöllum

Anna Margrét Kristinsdóttir1,2, Una Bjarnadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2
1
Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands
amk5@hi.is

Inngangur: Þekktir eru yfir 250 misalvarlegir meðfæddir ónæmisgallar og þarfnast langflestir þeirra tafarlausrar greiningar og meðferðar til að koma í veg fyrir lífshættulegar sýkingar og óafturkræfar líffæraskemmdir. Tíðni alvarlegustu gallanna í New York-fylki 2010-2012 er 1:5000 og samantekt okkar á Íslandi (1990-2010) sýndi að algengið er um það bil 19:100.000. Greina má alvarlegustu gallana, þar með talið SCID, með magnbundinni rauntíma kjarnsýrumögnun (qRT-PCR) þar sem mælt er magn TREC og KREC í blóði. TREC og KREC eru DNA-afurðir sem myndast eingöngu í nýmynduðum og óreyndum T- og B-eitilfrumum og eru því góður mælikvarði á fjölda þeirra í blóði. Þessi aðferð hefur verið innleidd sem nýburaskimunaraðferð gegn meðfæddum T- og/eða B-eitilfrumu ónæmisgöllum í auknum mæli í Evrópu og Bandaríkjunum.

Efniviður og aðferðir: Fengin voru blóðsýni frá 6 einstaklingum sem greindir hafa verið með T-eitilfrumugalla og 1200 þerripappírssýni frá íslenskum nýburum. Magn TREC og KREC var mælt með qRT-PCR. Viðmiðunargildi voru TREC 8 eintök/µL, KREC 6 eintök/µL og Beta-actin (ACTB) 1000 eintök/µL til að meta DNA-einangrun og/eða gæði RT-qPCR.

Niðurstöður: Uppsetning á skimunarprófinu gekk vel fyrir sig og var næmni >99,65% og sérhæfni 100% fyrir bæði TREC og KREC. Allir einstaklingar með T-eitilfrumugalla mældust með of lágt magn TREC í blóði, en eðlileg KREC gildi. Allir íslensku nýburarnir reyndust vera með eðlileg TREC og KREC gildi. Tíðni prófa sem þurfti að endurtaka var einungis 0,58%.

Ályktanir: Uppsetning á TREC og KREC qRT-PCR aðferðinni tókst og telst hún tilbúin til innleiðingar sem nýburaskimunaraðferð gegn meðfæddum T- og/eða B-eitilfrumuónæmisgöllum hér á landi.

 

 

E 48   Ættlæg einstofna mótefnahækkkun: Tengsl við svipgerð og arfgerð

Helga M. Ögmundsdóttir1, Linda M. Pilarski2, Lóa Björk Óskarsdóttir1, Sandra Dögg Vatnsdal1, Hlíf Steingrímsdóttir3, Vilhelmína Haraldsdóttir3
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2University of Alberta and Cross Cancer Institute, 3blóðlækningar Landspítala
helgaogm@hi.is

Inngangur: Við höfum áður lýst 8 íslenskum fjölskyldum með ættlæga einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathies). Í þremur þessara fjölskyldna höfum við skilgreint ofursvar B-eitilfrumna meðal ættingja sem hafa ekki einstofna mótefnahækkun.

Efniviður og aðferðir: B-eitilfrumur voru örvaðar í kímstöðvarlíkani sem líkir eftir örvun með CD40-CD40L. Blandaðar eitilfrumur voru örvaðar með poke-weed mitogeni (PWM) og tjáning á CD40 og CD40L metin. Genamengi hreinna B-eitilfrumna var borið saman við genamengi kleyfkjarna átfrumna úr sama blóðsýni (comparative genomic hybridization, CGH). Skimað var fyrir genabreytileika í innröð 3 í HAS1.

Niðurstöður: Ofursvörun kom ekki fram í kímstöðvarlíkaninu, þar sem B eitilfrumurnar fá sterka CD40L örvun. Örvun með PWM framkallar ekki CD40L tjáningu á T-eitilfrumum og aðrir hafa sýnt að örverumengun í PWM örvi Toll-like viðtaka á B-eitilfrumum. CGH sýndi brottfall immúnóglóbúlíngena en að auki sáust tilviljanakenndar viðbætur og brottfall á dreif um genamengið, líklegast afleiðing af ómarkvissri virkni AID ensímsins. Þessi tilviljanakenndi breytileiki var marktækt minni meðal ofursvara en skyldra og óskyldra viðmiða. Marktæk tengsl fundust innan einnar fjölskyldu milli kímlínubreytileika í HAS1 og þess að hafa einstofna mótefnahækkun eða sýna ofursvörun.

Ályktanir: Ofursvarar voru skilgreindir á grundvelli B-eitilfrumuvið-bragða við PWM. Í ljós kom að PWM örvun gerist ekki eftir CD40-CD40L leiðinni og þegar örvað var eftir þeirri leið kom ofursvörunin ekki fram. Ofursvörunin tengist því örvunarleið sem er ekki hluti af kímstöðvarhvarfinu. B-eitilfrumur ofursvara sýna minni genabreytileika utan immúnóglóbúlíngena en viðmið sem bendir til að þær hafi orðið fyrir minni kímstöðvaráhrifum. Ofursvarar sýna því tvö ólík sérkenni í svipgerð og eitt afbrigði í arfgerð.

 

 

E 49   Áhrif þrávirkra efna á mótefnasvar við bólusetningu í nýburum

Ása Valgerður Eiríksdóttir1, Gunnhildur Ingólfsdóttir2, Ingileif Jónsdóttir2, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir2, Kristín Ólafsdóttir1
1
Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, 2ónæmisfræðideild Landspítala
asav@hi.is

Inngangur: Þrávirk lífræn efni eru afar stöðug í náttúrunni og safnast upp í lífverum. Hjá fólki á norðurslóðum gerist það helst í gegnum fituríkt sjávarfang. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa gefið vísbendingar um fylgni á milli mikils styrks ýmissa þrávirkra efna og lækkunar á mótefnasvari og/eða aukinnar tíðni sýkinga. Í þessari rannsókn voru um 30 mismunandi þrávirk efni magngreind í 80 sýnum úr íslenskum nýburum frá 1995. Efnin hafa ekki áður verið mæld í þessum aldursflokki á Íslandi. Gögn um IgG styrk sömu barna í kjölfar bólusetningar gegn pneumókokkum (Streptococcus pneumoniae) voru notuð við rannsóknina.

Efniviður og aðferðir: Efnin voru úrhlutuð úr 0,2 g af sermi og hreinsuð með rammri brennisteinssýru. Gasgreinir með ECD skynjara var notaður við magngreiningu. Úrvinnsla gagna fór fram með Chromelion og tölfræðiúrvinnsla með Prism.

Niðurstöður: PCB efni í börnunum mældust að meðaltali 2,42 ng/g, DDT efni 1,33 ng/g, HCH 0,30 ng/g, PBDE 0,05 ng/ml, toxafen 0,12 ng/ml og HCB 0,31 ng/g. Þetta eru sambærilegir styrkir og mældust hjá íslenskum mæðrum nýbura 1995. Engin marktæk fylgni fannst á milli þrávirkra efna í börnum og mótefnasvörunar en veik neikvæð fylgni (r= -0,19) var á milli PCB efna og mótefnasvörunar.

Ályktanir: Neikvæð áhrif þrávirkra efna á mótefnasvar hafa greinst í börnum með margfalt meiri styrk en hjá íslensku börnunum. Því kemur það ekki á óvart að sjá aðeins veika fylgni. Ætla má að þrávirku efnin mælist í enn minna mæli í nýburum í dag þar sem neysla sjávarfangs hefur minnkað og sömuleiðis notkun og dreifing þessara efna.

 

 

E 50   Pneumókokkar í nefkoki leikskólabarna árin 2009-2013

Kristján Hauksson1, Helga Erlendsdóttir1,2, Karl G. Kristinsson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins
krissi.hauks@gmail.com

Inngangur: Algengt er að ung börn beri pneumókokka í nefkoki. Bakterían hefur um sig fjölsykruhjúp og þekktar eru nær 100 hjúpgerðir. Ungbarnabólusetning með 10-gildu próteintengdu bóluefni (PCV-10) gegn pneumókokkum hófst á Íslandi árið 2011. Markmið rannsóknarinnar var að meta sveiflur á hjúpgerðum bakteríunnar meðal leikskólabarna og sýklalyfja næmi hennar áður en áhrifa bólusetningarinnar gætir.

Efniviður og aðferðir: Tekin voru nefkokssýni úr heilbrigðum leikskólabörnum (2-6 ára) á 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu í mars árin 2009-2013. Forráðamenn barnanna svöruðu spurningalistum varðandi öndunarfærasýkingar og sýklalyfjanotkun barnanna. Leitað var að pneumókokkum, gerð næmispróf á bakteríunni og hún flokkuð í hjúpgerðir.

Niðurstöður: Fjöldi barnanna sem tók þátt var 420-516 árlega og 56%-72% barnanna báru pneumókokka. Berahlutfallið lækkaði með hækkandi aldri (fyrir árið 2013: OR=0.81, p=0.016 með hverju viðbótar aldursári). Hlutfall barna sem báru pneumókokka með minnkuðu penicillínnæmi var 5-8% og lækkaði einnig með hækkandi aldri. Minnkað penicillínnæmi var svipað milli ára, en var algengast meðal þeirra barna, sem höfðu tekið sýklalyf mánuðinn fyrir sýnatökuna (fyrir 2013: OR=2.6, p=0.026). Dreifing hjúpgerða var breytileg milli ára. Algengustu hjúpgerðirnar á árunum 2009-2013 voru; 6B (13%), 23F (15%), NT (11%), 6A (24%) og 19F (10%) hvert ár um sig. Minnkað penicillínnæmi var algengast í þeim hjúpgerðum, sem er að finna í PCV-10 bóluefninu.

Ályktanir: Mikill breytileiki sást á hlutfalli hjúpgerða milli ára. Lægra hlutfall þeirra hjúpgerða sem er að finna í PCV-10 bóluefninu var að finna síðustu árin. Aðeins örfá börn höfðu verið bólusett gegn pneumókokkum, og er því ólíklegt að það megi skýra með áhrifum bólusetningarinnar.

 

 

E 51   D-vítamínbúskapur íslenskra barna: Tengsl við
fæðuinntöku og árstíð

Birna Þórisdóttir1, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, Laufey Steingrímsdóttir1, Gestur Pálsson2, Inga Þórsdóttir1
1
Rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala, 2Barnaspítala Hringsins
bth50@hi.is

Inngangur: Lítið er vitað um D-vítamínbúskap íslenskra barna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna D-vítamínbúskap heilbrigðra barna við 12 mánaða og 6 ára aldur með tilliti til fæðuinntöku og árstíðar.

Efniviður og aðferðir: Íslenskum börnum var fylgt eftir frá fæðingu (janúar-desember 2005) til 12 mánaða aldurs og aftur við 6 ára aldur í rannsókn á mataræði, vexti og heilsu. Af 250 börnum sem hófu þátttöku var D-vítamín mælt í sermi (s-25(OH)D) 76 barna við 12 mánaða og 139 barna við 6 ára aldur. D-vítamínbúskapur var skilgreindur sem fullnægjandi (s-25(OH)D≥50nmól/l), vöntun (s-25(OH)D 30-50nmól/l) og skortur (s-25(OH)D<30nmól/l). Fæðuinntaka var metin með þriggja daga vigtaðri fæðuskráningu.

Niðurstöður: Við 12 mánaða og 6 ára aldur var meðalstyrkur s-25(OH)D 98,1±32,2nmól/l á móti 56,5±17,9nmól/l. 92% á móti 63% barna voru metin með fullnægjandi D-vítamínbúskap, 8% á móti 30% með D-vítamínvöntun og 0% á móti 6% með D-vítamínskort. Miðgildi D-vítamínneyslu var lægra en ráðlagt er (7,7 µg/d við 12 mánaða aldur og 4,9 µg/d við 6 ára aldur). D-vítamíndropar, lýsi og stoðmjólk voru helstu D-vítamíngjafar 12 mánaða barna og virtist neysla einhvers þeirra tryggja fullnægjandi D-vítamínbúskap. Við 6 ára aldur tengdist lýsisneysla D-vítamínbúskap á haustin og veturna en ekki sumrin. Hreyfing tengdist D-vítamínbúskap á sumrin.

Ályktanir: Íslensk börn sem fylgja ráðleggingum um notkun D-vítamíngjafa eru almennt séð með fullnægjandi D-vítamínbúskap.

 

 

E 52   Orkuinnihald skólamáltíða sem ætlaðar eru 11 ára börnum

Ragnheiður Júníusdóttir1,2, Anna Sigríður Ólafsdóttir1, Unnur Björk Arnfjörð1,2, Ingibjörg Gunnarsdóttir2
1
Kennaradeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
raggajun@hi.is

Inngangur: Hæfilegt er að skólamáltíð (hádegisverður) veiti 25-30% af heildarorkuþörf dagsins, sem samsvarar um 500-600 hitaeiningum fyrir 11 ára börn. Samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis ætti skólamáltíð aldrei að veita minni orku en 400 hitaeiningar. Markmið rannsóknarinnar var að kanna orkuinnihald í skólamáltíðum á höfuðborgarsvæðinu.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var hluti stærri rannsóknar sem nefnist Skólamáltíðir á Norðurlöndum: Heilsuefling, frammisstaða og hegðun grunnskólanemenda (ProMeal). Sex grunnskólar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í rannsókninni. Starfsfólk mötuneyta útbjó viðmiðunarskammta (n=45) sem samsvöruðu því magni sem þeir hefðu skammtað 11 ára börnunum. Maturinn var vigtaður og niðurstöðurnar færðar inn í næringarútreikningaforritið ICEFOOD sem styðst við íslenska gagnagrunninn um næringarefnainnihald matvæla (ÍSGEM).

Niðurstöður: Viðmiðunarskammtarnir veittu að meðaltali (SD) 464 (156) hitaeiningar. Orkuminnsta máltíðin veitti 174 hitaeiningar og orkumesta máltíðin 782 hitaeiningar. Alls veittu 42% viðmiðunarskammta minni orku en 400 hitaeiningar.

Ályktarnir: Mikill breytileiki er í orkuinnihaldi skólamátíða og í mörgum tilfellum veitir viðmiðunarskammturinn ekki fullnægjandi orku. Frekari greiningar gagna úr ProMeal

eiga eftir að leiða í ljós hvort börnin fái sér frekar ábót þá daga þar sem viðmiðunarskammturinn veitir innan við 400 hitaeiningar.

 

 

E 53   Röskun á sjónrænum hluta- og andlitskennslum í lesblindu: Skert starfsemi kviðlægs sjónstraums?

Heiða María Sigurðardóttir, Eysteinn Ívarsson, Kristjana Kristinsdóttir, Árni Kristjánsson
Sálfræðideild Háskóla Íslands
heidasi@hi.is

Inngangur: Bæði börn og fullorðnir með lesblindu (dyslexia) mælast með vanvirkni í vinstri spólufellingu (fusiform gyrus). Þessi heilastöð, sem telst til kviðlægs sjónstraums (ventral visual stream), er talin gegna mikilvægu hlutverki í að bera kennsl á rituð orð, andlit og aðra flókna sjónræna hluti. Þar sem vanvirkni í spólufellingu getur verið til marks um almenna röskun á starfsemi þessa heilasvæðis var ætlunin að kanna hvort lesblindir sýni merki um skerta getu til að bera kennsl á hluti, þá sérstaklega andlit. Margvísleg gögn styðja mikilvægi spólufellingar fyrir andlitskennsl og því könnuðum við einnig sérstaklega svokallaða heildræna skynjun (holistic processing) sem talin er vera eitt aðalsmerki andlitsskynjunar.

Efniviður og aðferðir:20 lesblindir fullorðnir og 20 fullorðnir án lesblindu tóku þátt. Við mældum frammistöðu þeirra á 1) andlitskennslaprófi, 2) prófi sem mælir heildræna andlitsskynjun, 3) hlutakennslaprófi, og 4) litakennslaprófi. Ekki var gert ráð fyrir mun á litakennslum hópanna tveggja.

Niðurstöður: Lesblindir eiga erfiðara en aðrir með að þekkja í sundur andlit og aðra flókna hluti sem líkjast hver öðrum. Ekki fannst munur á heildrænni skynjun lesblindra og þeirra sem ekki eru lesblindir, né heldur fannst munur á litaskynjun hópanna.

Ályktanir: Lesblinda einkennist ekki einungis af erfiðleikum með lestur heldur einnig af skertri getu til að bera kennsl á aðra hluti, svo sem andlit. Vandamálið má ekki rekja til röskunar á heildrænni skynjun heldur virðist fremur í samræmi við röskun á þáttaháðri skynjun (part-based processing). Lestrarörðugleikar lesblindra gætu verið augljósasta afleiðing almennari röskunar á hlutakennslum sem rekja má til vanvirkni í kviðlægum sjónstraumi heilans.

 

 

E 54   Notkun sýklódextrín við hönnun cyclosporin A augndropa

Sunna Jóhannsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Einar Stefánsson, Guðrún Marta
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands
suj1@hi.is

Inngangur: Cyclosporin A er hringlaga pólýpeptíð lyf, það er fitusækið með lélega vatnsleysni og háan mólþunga (1202.6 Da). Þetta er ónæmisbælandi lyf sem meðal annars hefur verið notað við augnþurrk. Markmið rannsóknarinnar var að hanna augndropa með 0,05% cyclosporíni og nota hjálparefnin sýklódextrín til að auka leysni þess í vatni og flæði yfir lífrænar himnur. Sýklódextrín er hringlaga fásykrungur sem notað er til þess að bæta aðgengi og leysni lyfja. Sýklódextrín eru með vatnssækið ytra yfirborð og fitusækið holrúm í miðju sameindar. Í vatnslausn geta sýklódextrín innlimað sameindir í holrýmið og myndað fléttur við fitusækin, torleysanleg lyf og aukið þar með leysni þeirra.

Efniviður og aðferðir: Framkvæmdar voru meðal annars fasaleysni mælingar, flæðirannsóknir yfir hálfgegndræpar sellófan himnur, stærðarákvarðanir agna, osmótískar mælingar, sýrusigsmælingar og seigjustigsmælingar.

Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að augndroparnir þyrftu að innihalda að minnsta kosti 3% α sýklódextrín til að leysa upp cyclosporínið. Notkun ¡ sýklódextrín jók stærð kornanna og flæðihraðann yfir hálfgegndræpa himnu, en nær ekki að leysa allt cyclosporínið upp. Því var blanda með α- og ¡sýklódextríni hönnuð, þá leystist allt sýklódextrínið upp og flæðihraðinn yfir himnu var betri.

Alyktanir: Með notkun sýklódextrín tókst að formúlera cyclosporín augndropa í vatnsfasa. Leysni cyclosporins jókst sem og flæði þess yfir hálfgegndræpa sellófan himnu.

 

 

E 55   Áhrif skýs á augasteini á súrefnismælingar í sjónhimnu

Sveinn Hákon Harðarson1,2, Davíð Þór Bragason2, Þór Eysteinsson1,2, Einar Stefánsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala
sveinnha@hi.is

Inngangur: Súrefnismælingar í sjónhimnu byggja á sérstakri myndatöku af augnbotni. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort ský á augasteini og gæði mynda hafi áhrif á niðurstöðu súrefnismælinga í sjónhimnu.

Efniviður og aðferðir: Súrefnismælirinn (Oxymap ehf.) tekur myndir af augnbotni með 570nm og 600nm ljósi samtímis. Ljósgleypni æða við þessar bylgjulengdir er mæld af myndunum og súrefnismettun sjónhimnuæða reiknuð.

Þátttakendur voru 17 einstaklingar, sem voru á leið í aðgerð vegna skýs á augasteini. Öllum augnbotnamyndum úr súrefnismælinum var raðað með tilliti til myndgæða. Að auki var þéttleiki skýs metin með greiningartækjum fyrir framhluta augans (Pentacam og Nidek EAS-1000).

Niðurstöður: Paraður samanburður var gerður á betra og verra auga einstaklinganna. Mæld súrefnismettun í slagæðlingum sjónhimnu var 85±10% (meðaltal±staðalfrávik) í því auga sem myndgæði voru betri, samanborið við 78±10% í verra auga (p=0,0013). Í bláæðlingum sjónhimnu var mæld mettun 45±17% í betra auganu en 33±23% í verra auganu (p=0,0046). Mæld súrefnismettun hafði tilhneigingu til að hækka með batnandi myndgæðum og breytileikinn minnkaði. Súrefnismettun í slag- og bláæðlingum hafði fylgni við þéttleikamælingar, sem framkvæmdar voru með Nidek EAS-1000. Meiri þéttni skýs leiddi til lægri mettunar (p=0,029 fyrir slagæðlinga og p=0,0098 fyrir bláæðlinga). Svipaðar niðurstöður fengust með Pentacam mælitæki.

Ályktanir: Ský á augasteini getur leitt til lægri mældrar mettunar, sem er að öllum líkindum skekkja. Taka þarf tillit til gæða mynda þegar mælingar eru gerðar á súrefnismettun í sjónhimnu.

 

 

E 56   Súrefnismettun sjónhimnuæða við innöndun 100% O2 í heilbrigðum einstaklingum og glákusjúklingum

Ólöf Birna Ólafsdóttir1,2, Þórunn Scheving Elíasdóttir1,2, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir1,2, Sveinn Hákon Harðarson1,2, Einar Stefánsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala
obo4@hi.is

Inngangur: Orsakir gláku eru óþekktar en kenningar hafa verið um að blóðflæði í augum sé illa stjórnað sem leitt gæti til súrefnisskorts. Tilgangur verkefnisins var að kanna stjórnun á blóðflæði með því að meta svar glákusjúklinga og heilbrigðra einstaklinga við öndun á 100% súrefni ásamt því að kanna næmni súrefnismælisins.

Efniviður og aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða í glákusjúklingum (n=11) og heilbrigðum einstaklingum (n=30) var mæld með súrefnismæli, Oxymap T1. Súrefnismettun var mæld við innöndun á andrúmslofti (baseline), eftir 10 mínútur af innöndun á 100% súrefni og aftur við andrúmsloft (recovery).

Niðurstöður: Súrefnismettun sjónhimnuæða var marktækt hærri í slagæðlingum eftir innöndun á 100% súrefni hjá heilbrigðum einstaklingum (p<0,0001) og glákusjúklingum (p=0,0011). Bláæðlingar mældust einnig marktækt hærri í súrefnismettun eftir 100% súrefnisöndun heilbrigðra einstaklinga (p<0,0001) og glákusjúklinga (p<0,0001). Meðalæðavídd slagæðlinga minnkaði í heilbrigðum einstaklingum (p<0,0001) ásamt glákusjúklingum (p=0,0011) við innöndun á 100% súrefni. Æðavídd bláæðlinga minnkaði einnig við innöndun á 100% súrefni hjá báðum hópunum (p<0,0001). Enginn munur var á milli hópanna í súrefnismettun og æðavídd. Einnig var enginn munur á milli hópanna á svörun við innöndun 100% súrefnis.

Ályktun: Innöndun á 100% súrefni eykur súrefnismettun í sjónhimnuæðum ásamt því að minnka æðavídd samanborið við normal aðstæður. Enginn munur var á svari hópanna við súrefnisinnöndun. Súrefnismælirinn er næmur á breytingar í súrefnismettun og samsvarar sér vel í mælingum.

 

 

E 57   Obstetric outcomes among mothers previously exposed to sexual violence

Agnes Gísladóttir1,Bernard L. Harlow2, Berglind Guðmundsdóttir1,3,4, Ragnheiður Bjarnadóttir5, Eyrún Jónsdóttir4, Thor Aspelund1,6, Sven Cnattingius7, Arna Hauksdóttir1, Miguel Angel Luque Fernandez8, Unnur Anna Valdimarsdóttir1,8
1
Center of Public Health Sciences, University of Iceland, 2University of Minnesota School of Public Health, Department of Epidemiology, 3Faculty of Psychology, University of Iceland, 4Rape Trauma Service and the Trauma Center, Landspítali University Hospital, 5Obstetrical Department, Landspítali University Hospital, 6The Icelandic Heart Association, 7Unit of Clinical Epidemiology, Karolinska Institutet,8Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health
agnesg@hi.is

Introduction: The evidence on the potential influence of sexual violence on women's subsequent obstetric outcomes is scarce. Our aim was to investigate whether women exposed to sexual violence in adolescence or adulthood present with different obstetric outcomes than women with no record of such violence.

Methods and data: Data from the Rape Trauma Service at Landspitali (RTS) were linked with data from the national Icelandic Birth Register (IBR). Women who attended the RTS in 1993-2010 and subsequently delivered through 2012 formed our exposed cohort (n=1069). Women who had not attended the RTS were randomly selected from the IBR for our unexposed cohort, matched on age, parity and season of delivery (n=9127). Poisson regression was used to obtain Relative Risks (RR) with 95% confidence intervals (CI).

Results: Compared with unexposed mothers, exposed mothers presented with increased risks of maternal distress during labor and delivery (RR 1.77, CI 1.07, 2.96), prolonged first stage of labor (RR 1.42, CI 1.04, 1.92) and operative vaginal or emergency cesarean delivery (RR 1.17, CI 1.01, 1.35). We found no difference regarding elective cesarean section. Infants of exposed mothers were at an increased risk of being admitted to the neonatal intensive care unit (RR 1.31, CI 1.02, 1.70). Overall, somewhat stronger effects were seen for mothers assaulted ≤19 years of age.

Conclusions: The findings from this population based cohort study indicate increased risks of some adverse obstetric outcomes among mothers exposed to sexual violence in adolescence or adulthood.

 E 58  Psychiatric disorders and suicide attempts in Swedish tsunami survivors: A 5-year matched cohort study

Filip K. Arnberg1,2, Ragnhildur Gudmundsdóttir3, Agnieszka Butwicka4,5, Fang Fang4, Paul Lichtenstein4, Christina M. Hultman4,6, Unnur A. Valdimarsdóttir3,7
1
National Centre for Disaster Psychiatry, Department of Neuroscience, Psychiatry, Uppsala University, 2Stress Research Institute, Stockholm University, 3Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 4Department of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska Institutet, 5Department of Child Psychiatry, Medical University of Warsaw, 6Medical Psychology, Departmant of Neuroscience, Uppsala University, 7Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health
rag16@hi.is

Introduction: We aimed to determine whether Swedish survivors from the 2004 tsunami experienced increased risks of psychiatric disorders and suicide attempts five years after repatriation.

Methods and data: Survivors repatriated from Southeast Asia (8762 adults and 3742 children) were matched with 864,088 unexposed adults and 320,828 unexposed children on sex, age, and socioeconomic status. Exposure severity was ascertained in a mail survey of 3534 survivors. Psychiatric diagnoses and suicide attempts were retrieved from the National Patient Register. Hazard ratios (HRs) and their 95% confidence intervals (CIs) were adjusted for pre-tsunami psychiatric disorders, and, for children, for parental pre-tsunami disorders.

Results: Exposed adults were more likely than unexposed adults to receive any psychiatric diagnosis (6·2 vs. 5·5%; HRadj=1·21, 95%CI: 1·11-1·32), particularly stress-related disorders (2·1 vs. 1·0%; HRadj=2·27, 95%CI: 1·96-2·62) and suicide attempts (0·43 vs. 0·32%; HRadj=1·54, 95%CI: 1·11-2·13). Risk of stress-related disorders was pronounced among survivors with severe exposure and during the first year post-tsunami. There was no difference in overall risk of psychiatric diagnoses between exposed and unexposed children (6·6vs. 6·9%; HRadj=0·98, 95%CI:0·86-1·11), although exposed children had higher risk for suicide attempts with uncertain intent (HRadj=1·43; 95%CI: 1·01-2·02) and stress-related disorders (HRadj=1·79; 95%CI: 1·30-2·46), primarily during the first three months post-tsunami.

Conclusions: Disasters can, independently of previous psychiatric morbidity, increase risk of severe psychopathology, mainly stress-related disorders and suicide attempts, in children and adults.

 

 

E 59   Reaching out to women who are victims of intimate partner violence

Erla Kolbrún Svavarsdóttir
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
eks@hi.is

Introduction: Intimate partner violence (IPV) has been reported to have a harmful impact on women's health and welfare. Women who are victims of IPV have been found to develop symptoms of post-traumatic stress disorders (PTSD) and mental illnesses. Nevertheless, little is known about disclosure of abuse to health care professionals. The purpose of this study was to evaluate if disclosure of abuse in a clinical and in a community setting, varied base on the type of data collection method used, as well as to explore women´s development of symptoms of PTSD and the outcome on their physical and mental health status.

Methods and data: Cross sectional research design was used. Data were collected at one time in 2009 over a period of 9 months from 306 women ranging in age from 18-67 years. Out of those women, 55 (18%) experienced abuse in their current marital/partner relationship and 17 women (31%) reported symptoms of PTSD.

Results: No difference was found on the proporton of disclosure of abuse as reported by the women, based on the method of data collection that was used. However, the women who were victims of IPV and reported symptoms of PTSD, were found to report significantly lower physical and mental health than the women who suffered from IPV but did not report symptoms of PTSD. In addition, the women who experienced cumulativety of abuse (three types of abuse) were found to report significantly lower role physical (physical health) and significantly lower role emotions (mental health) than the women who experienced one type of abuse.

Conclusions: Detecting IPV in clinical settings might benefit women who suffer from violence in their marital/partner relationship's.

 

 

E 60   Hegðun og líðan barna sem búið hafa við heimilisofbeldi á Íslandi

Lucinda Árnadóttir, Unnur Njarðvík
Sálfræðideild Háskóla Íslands
lua1@hi.is

Inngangur: Börn sem búa við heimilisofbeldi geta hlotið af því margvíslegan skaða en lítið er vitað um eðli og afleiðingar heimilisofbeldis á börn á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta sameiginlega þætti, hegðun og sálfélagslega líðan hjá börnum sem hafa orðið fyrir og/eða orðið vitni að sálrænu og/eða líkamlegu ofbeldi á heimili.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru 28 börn sem tóku þátt í hópmeðferð fyrir börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi á heimili og/eða orðið vitni að ofbeldi á heimili og forráðamenn þeirra og nær úrtakið til 85% þeirra barna sem tóku þátt í hópmeðferðinni yfir tveggja ára skeið. Matið fól í sér greiningu á niðurstöðum ítarlegs hálfstaðlaðs inntökuviðtals sem tekið var við forráðamenn barnanna og niðurstöðum MASC og CDI sem meta einkenni kvíða og þunglyndis, sem börnin svöruðu.

Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að hátt hlutfall þátttakenda átti við ýmsan sálfélagslegan vanda að stríða, 30% þátttakenda sem svöruðu kvíðakvarðanum MASC voru með einkenni kvíða yfir klínískum mörkum og 20% voru yfir klínískum mörkum á CDI-kvarðanum. Einkenni kvíða og þunglyndis meðal þátttakenda voru algengari í samanburði við börn sem ekki hafa búið við ofbeldi á heimili. Ekki var marktækur munur á einkennum kvíða og þunglyndis hjá þátttakendum sem höfðu orðið vitni að líkamlegu ofbeldi á heimili og þeim sem höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi á heimili.

Ályktanir: Niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir og undirstrika alvarleika áhrifa heimilisofbeldis á börn sem við það búa hvort sem ofbeldinu er beint að þeim sjálfum eða ekki.

 

 

E 61   A DNA methylation-based definition of biologically distinct breast cancer subtypes

Ólafur A. Stefánsson1, Sebastian Moran1, Antonio Gomez1, Sergi Sayols1, Carlos Arribas-Jorba1, Juan Sandoval1, Hólmfrídur Hilmarsdóttir2, Elínborg Ólafsdóttir3, Laufey Tryggvadóttir3, Jón G. Jónasson3,4, Jórunn Eyfjörð2, Manel Esteller1, 5, 6
1
Cancer Epigenetics and Biology Program, Bellvitge Biomedical Research Institute, 2The Cancer Research Laboratory, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3The Icelandic Cancer Registry, 4Department of Pathology, Landspítali University Hospital, 5Department of Physiological Sciences II, University of Barcelona, 6Institucio Catalana de Recerca i Estudis Avançats
oas@hi.is

Introduction: In cancer, epigenetic states are deregulated and thought to be of significance in cancer development and progression. We explored DNA methylation-based signatures in association with breast cancer subtypes to assess their impact on clinical presentation and patient prognosis.

Methods and data: DNA methylation was analyzed using Infinium 450K arrays in 40 tumors and 17 normal breast samples, together with DNA copy number changes and subtype-specific markers by tissue microarrays. The identified methylation signatures were validated against a cohort of 212 tumors annotated for breast cancer subtypes by the PAM50 method (The Cancer Genome Atlas). Selected markers were pyrosequenced in an independent validation cohort of 310 tumors and analysed with respect to survival, clinical stage and grade.

Results: The results demonstrate that DNA methylation patterns linked to the luminal-B subtype are characterized by CpG island promoter methylation events. In contrast, a large fraction of basal-like tumors are characterized by hypomethylation events occurring within the gene body. Based on these hallmark signatures, we defined two DNA methylation-based subtypes, Epi-LumB and Epi-Basal, and show that they are associated with unfavorable clinical parameters and reduced survival.

Conclusions: Our data show that distinct mechanisms leading to changes in CpG methylation states are operative in different breast cancer subtypes. Importantly, we show that a few selected proxy markers can be used to detect the distinct DNA methylation-based subtypes thereby providing valuable information on disease prognosis.

 

 

E 62   Dreifing og fjöldi meinvarpa í sjúklingum sem greinast með nýrnafrumukrabbamein

Ívar Marinó Lilliendahl1, Eiríkur Jónsson2, Guðmundur Vikar Einarsson2, Tómas Guðbjartsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2þvagfæraskurðdeild Landspítala
iml1@hi.is

Inngangur: Rúmlega fjórðungur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein (NFK) hafa útbreiddan sjúkdóm (synchronous metastases) við greiningu. Horfur þessara sjúklinga eru oftast slæmar og 5-ára lifun er <10%. Tilgangur þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna frekar afdrif þessa sjúklingahóps eftir dreifingu og fjölda meinvarpa.

Efniviður og aðferðir: 250 NFK-sjúklingar sem greindust á Íslandi 1981-2010 og höfðu fjarmeinvörp við greiningu. Nýrnabrottnám var framkvæmt hjá tæplega helmingi sjúklinga (45%) en tæplega þriðjungur (32%) sjúklinga fengu krabbameinslyfjameðferð. Brottnám lungnameinvarpa var framkvæmt hjá aðeins 1 sjúklingi fljótlega eftir greiningu meinvarpa. Úr sjúkraskrám og myndgreiningarrannsóknum var kannaður fjöldi meinvarpa og dreifing til líffæra. Heildarlifun hópanna var borin saman með log-rank prófi og miðuðust útreikningar við maí 2013.

Niðurstöður: Meinvörp greindust oftast í lungum (58%), beinum (39%) og lifur (20%), en 35% sjúklinga höfðu jafnframt eitilmeinvörp. Algengustu einkenni voru kviðverkir (46%), megrun (38%) og blóðmiga (32%) en 6% sjúklinga voru tilviljanagreindir. Flestir höfðu meinvörp í einu líffæri (61%), oftast í beinum eða lungum, 28% höfðu meinvörp í tveimur líffærum og 11% í ≥3 líffærum. Eins árs lifun sjúklinga með meinvörp í 1, 2 og ≥3 líffærum var 35%, 22% og 7% en 5-ára lifun 10%, 6% og 0% (p=0,008). Eins árs lifun sjúklinga með eitt meinvarp í einu líffæri, mörg meinvörp í einu líffæri eða mörg meinvörp í mörgum líffærum var 47%, 38% og 20% og 5 ára lifun 13%, 10% og 5% (p=0,04).

Ályktanir: NFK meinverpist oftast til lungna, beina og lifrar. Flestir sjúklingar greinast með mörg meinvörp í einu eða fleiri líffærum. Lifun þessara sjúklinga er marktækt verri en sjúklinga með eitt meinvarp í einu líffæri, sem hafa bestu horfurnar.

 

 

E 63   MicroRNA451 bælir æxlisvöxt með því að minnka tjáningu IL6R gens

Dong Liu1, Cong Liu2, Xiyin Wang2, Sigurður Ingvarsson3, Huiping Chen2
1
Department of Radiology, Tongji Hospital, Tongji Medical College, Huazhong University of Science and Technology, Wuhan, 2Department of Medical Genetics, Tongji Medical College, Huazhong University of Science and Technology, 3Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
siguring@hi.is

Inngangur: MicroRNA (miR) eru stuttar RNA-sameindir sem taka þátt í að stjórna genatjáningu. Þær geta þáttaparast við mRNA og hindrað próteinmyndun. Í nokkrum æxlisgerðum á sér stað minnkuð tjáning á miR451 og því má ætla að um sé að ræða orsakasamband við framvindu æxlisvaxtar. Í þessari rannsókn var unnið að því að skilgreina starfsemi miR451 í æxlisbæliferlinu.

Efniviður og aðferðir: Tölvuforrit sem greina samsvörun í kirnisröðum voru notuð til að áætla markgen miR451. Eftirlíking miR451 var sett í tvær æxlisfrumulínur, RKO og HeLa og innþekjufrumur. Greining á frumuskiptingu og frumuhring fór fram með því að mæla útfellingu tetrasolium-salta og með flæðifrumusjá. Hæfileiki til ífarandi vaxtar var greindur með in vitro prófi á filter sem samsettur er af utanfrumuefni. Hæfileiki innþekjufruma til æðamyndunar var metinn eftir að miR451 hafði verið sett inn í þær. Áætluð markgen miR451 voru rannsökuð með rauntíma PCR, Western þrykki og siRNA tækni.

Niðurstöður: RKO- og HeLa-frumur hafa nokkuð háa tjáningu IL6R gens. Þegar miR451 var sett inn í þessar frumur minnkaði bæði mRNA- og próteintjáning IL6R gens. Einnig kom fram bæling á frumuskiptingum í þeim. Ífarandi vöxtur RKO fruma var bældur með miR451. Innþekjufrumur með innlimað miR451 sýndu minni hæfileika til æðamyndunar en samanburðarfrumur. Allar helstu niðurstöður voru sannreyndar með IL6R siRNA tilraunum.

Ályktanir: Draga má þá ályktun að IL6R sé markgen miR451. MiR451 virðist taka þátt í bælingu á æxlisvexti og hefur sennilega sértæk áhrif á þau líffræðilegu ferli sem IL6R tekur þátt í, með því að bæla tjáningu IL6R. Þannig bælir miR451 frumuskiptingu, ífarandi vöxt og æðamyndun í gegnum IL6R.

 

 

E 64   Upplifun ráðþega í krabbameinserfðaráðgjöf þar sem notuð eru rafræn ættartré og áhættumat

Vigdís Stefánsdóttir1,2, Óskar Þór Jóhannsson3, Heather Skirton4, Jón Jóhannes Jónsson1, 2, 5
1
Erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands, 3lyflækningasviði Landspítala, 4Faculty of Health, Education and Society, Plymouth University, 5erfðafræðinefnd Háskóla Íslands
vigdisst@landspitali.is

Inngangur: Einstaklingar og fjölskyldur sem leita eftir erfðaráðgjöf vegna krabbameina, hafa flestir sterka fjölskyldusögu um krabbamein. Á erfðaráðgjöf Landspítalans er gert nákvæmt rafrænt áhættumat með gögnum Krabbameinsskrár og ættartré frá erfðafræðinefnd HÍ.

Efniviður og aðferðir: Til rannsóknarinnar var boðið einstaklingum sem komið höfðu í erfðaráðgjöf árin 2007-2012, höfðu farið í erfðarannsókn og tilheyrðu fjölskyldum þar sem fundist hafði breyting í BRCA1 eða BRCA2geni (n=225). Valið var í fókushópa með því að nota tilviljunarskipun í Excel. Við þessa eigindlegu rannsókn var notuð óhefðbundin aðferð sem okkur er ekki kunnugt um að hafi verið notuð áður hér á landi. Sett var upp phpBB@spjallborð á lokuðu vefsvæði. Þátttakendur völdu eigið heiti og lykilorð og þess var gætt að ekki væri unnt að rekja IP-tölur.

Niðurstöður: Enginn hafði á móti því að rafrænt ættré/áhættumat væri notað. Helmingur þátttakenda vissi fyrir erfðaráðgjöf að hægt væri að gera rafræn ættartré. Flestir treysta ættfræðiupplýsingum og upplýsingum frá Krabbameinsskrá og því að persónuverndar sé gætt. Enginn hafði sérstakar áhyggjur af viðhorfi annarra í fjölskyldunni. Minnihluti fann til björgunarsektar. Biðtími var hjá flestum svipaður og búist var við og fáir fundu fyrir kvíða.

Ályktanir: Ráðþegar treysta upplýsingum í rafrænum ættartrjám og notkun þeirra ásamt rafrænu áhættumati hefur reynist vel.

 

 

E 65   Fækkun á komum á BSH vegna lungnabólgu og eyrnabólgu í kjölfar bólusetninga gegn S. Pneumoniae

Samúel Sigurðsson1, Karl G. Kristinsson1,3, Helga Erlendsdóttir1,3, Birgir Hrafnkelsson4, Ásgeir Haraldsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins, 3sýklafræðideild Landspítala, 4raunvísindadeild Háskóla Íslands
sas35@hi.is

Inngangur: Bólusetningar með próteintengdu bóluefni (PCV-10) gegn Streptococcus pneumoniae (pneumókokkum) hófust sem hluti af ungbarnabólusetningum á Íslandi árið 2011. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort í kjölfarið hefði orðið fækkun á komum barna á Barnaspítala Hringsins vegna lungnabólgu og eyrnabólgu.

Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru komur barna <2 ára, greind með lungnabólgu eða eyrnabólgu og komu á Barnaspítala Hringsins á tímabilinu 1. janúar 2008 til og með 31. desember 2013. Reiknað var árlegt nýgengi/1000 börn <2 ára. Börn fædd árið 2011 (bólusett) voru borin saman við börn fædd 2008-2010 (óbólusett). Börn með berkjungabólgu voru metin til samanburðar. Notað var Odds ratio og öryggismörk.

Niðurstöður: Alls voru 4374 komur skoðaðar, eyrnabólgur 2636, lungnabólgur 924 og berkjungabólgur 814. Árlegt nýgengi fyrir eyrnabólgur lækkaði úr 108/1000 börn <2 ára (óbólusett) í 87/1000 börn <2 ára (bólusett) (OR: 0,76;(0,67-0,85), p<0,001). Fyrir lungnabólgur var lækkunin úr 39/1000 börn <2 ára (óbólusett) í 29/1000 börn <2 ára (bólusett)(OR: 0,74;(0,61-0,88), p<0,001). Hækkun var á nýgengi fyrir berkjungabólgu úr 30 í 39/1000 börn <2 ára (OR: 0,74;(0,61-0,88), p<0,001).

Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að umtalsverð fækkun varð á komum vegna lungnabólgu og eyrnabólgu hjá yngstu börnunum eftir að bólusetning gegn pneumókokkum hófst. Á sama tíma varð fjölgun á berkjungabólgu, en það er sýking sem oft leiðir til lungnabólgu og eyrnabólgu. Því hefði frekar mátt búast við aukningu þessara sýkinga. Niðurstöðurnar benda því til verulegs árangurs bólusetninganna.

Mikilvægt er að fylgja niðurstöðunum eftir í lengri tíma til að meta af meiri nákvæmni áhrif bólusetninga gegn pneumókokkum.

 

 

E 66   Áhrif súrefnisgjafar á súrefnismettun í sjónhimnu sjúklinga með langvinna lungnateppu

Þórunn Scheving Elíasdóttir1,2,3, Davíð Þór Bragason2, Sveinn Hákon Harðarson2,4, Guðrún Kristjánsdóttir1,5, Einar Stefánsson2,4
1
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2augndeild Landspítala, 3svæfingadeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5Barnaspítala Hringsins
tse@hi.is

Inngangur: Langvinn lungnateppa (chronic obstructive pulmonary disease, COPD) einkennist af súrefnisskorti í meginslagæðum. Sjúkdómurinn getur því mögulega skert súrefnisflutning til sjónhimnunnar og súrefnismettun sjónhimnuæða. Markmið rannsóknarinnar var að vita hvort mæling á súrefnismettun í sjónhimnuæðum sé áreiðanleg aðferð við mat á súrefnisskorti í meginslagæðum og hvort súrefnisgjöf hækki súrefnismettun í sjónhimnu fólks með langvinna lungnateppu.

Efniviður og aðferðir: Sjónhimnusúrefnismælirinn samanstendur af augnbotnamyndavél, stafrænum myndavélum og ljósdeili. Mælirinn tekur tvær myndir af sama svæðinu samtímis við 570nm og 600nm. Sérhannaður hugbúnaður reiknar ljósþéttnihlutfallið sem er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun blóðrauðans. Þátttakendur voru 11 einstaklingar með langvinna lungnateppu á alvarlegu stigi (stig 3 og 4), með varanlega þörf fyrir súrefni. Reiknað var meðaltal súrefnismettunar sjónhimnuæða hægra augans, bæði með og án súrefnis. Niðurstöðurnar voru bornar saman og gerður samanburður við súrefnismettun frá fingri (pulse oximeter) og blóðsýni frá sveifarslagæð.

Niðurstöður: Meðaltal súrefnismettunar í slagæðlingum sjónhimnunnar við súrefnisgjöf mældist 91±5% (meðaltal ± staðalfrávik) en 89±5% 10 mínútum eftir að súrefnisgjöf var hætt (p=0,008, n=0, parað t-próf). Við súrefnisgjöf mældist súrefnismettunin í bláæðlingum 46±12% en 43±13% eftir að súrefnisgjöf var hætt (p=0,03). Ekki var marktæk breyting á mismuni súrefnismettunar í slag- og bláæðlingum (AV difference) með og án súrefnis (p=0,6). Ekki reyndist marktækur munur á mælingum í sjónhimnu, án súrefnisgjafar, samanborið við fingur- (p=0,34) og slagæðamælingar (p=0,07).

Ályktanir: Súrefnisgjöf hækkar súrefnismettun í sjónhimnuæðum fólks með langvinna lungnateppu á alvarlegu stigi. Súrefnismeðferð hefur ekki áhrif á mismun súrefnismettunar í slag- og bláæðlingum. Sjónhimnusúrefnismælirinn nemur lækkun á súrefnismettun í systemísku blóðrásinni.

 

 

E 67   Bronchial basal cells acquire mesenchymal traits in Idiopathic Pulmonary Fibrosis and in culture

Hulda R. Jónsdóttir1,2, Ari Jón Arason1,2,Ragnar Pálsson1,2,4, Sigríður Rut Franzdóttir1,2, Tómas Guðbjartsson3,7, Helgi J. Ísaksson4, Gunnar Guðmundsson5,6, Þórarinn Guðjónsson1,2, Magnús Karl Magnússon1,2, 6
1
Stem Cell Research Unit, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Laboratory Hematology, Landspítali University Hospital 3Departments of Cardiothoracic Surgery, Landspítali University Hospital, 4Pathology, Landspítali University Hospital, 5Respiratory Medicine and Sleep, Landspítali University Hospital, 6Department of Pharmacology and Toxicology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 7Faculty of Medicine, University of Iceland
aja1@hi.is

Introduction: Idiopathic pulmonary fibrosis (IPF) is a progressive interstitial lung disease with high morbidity and mortality. The cellular source of the fibrotic process is currently under debate with one suggested mechanism being epithelial-to-mesenchymal transition (EMT) in the alveolar region.

Methods and data: In this study we show that bronchial epithelium overlying fibroblastic foci in IPF contains a layer of p63 positive basal cells while lacking ciliated and goblet cells. This basal epithelium shows increased expression of CK14, Vimentin and N-cadherin while retaining E-cadherin. The underlying fibroblastic foci showed both E- and N-cadherin positive cells. To determine if p63 positive basal cells were able to undergo EMT in culture we treated VA10, a p63 positive basal cell line, with the serum replacement UltroserG™.

Results: A subpopulation of treated cells acquired a mesenchymal phenotype, including an E- to N- cadherin switch. After isolation, these cells portrayed a phenotype presenting major hallmarks of EMT (loss of epithelial markers, gain of mesenchymal markers, increased migration and anchorage independent growth). This phenotypic switch was prevented in p63 knockdown cells.

Conclusions: In conclusion, we show that bronchial epithelium overlying fibroblastic foci in IPF lacks its characteristic functional identity, shows increased reactivity of basal cells and acquisition of a partial EMT phenotype. This study suggests that some p63-positive basal cells are prone to phenotypic changes and could act as EMT progenitors in IPF.

 

 

E 68   Sterameðferð á fyrirburum með erfiðan lungnasjúkdóm

Erna Hinriksdóttir1, Þórður Þórkelsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins Landspítala
erna91@gmail.com

Inngangur: Fyrirburar með vanþroskuð lungu fá margir sterameðferð til þess að ná þeim af öndunarvél og/eða minnka súrefnisþörf þeirra. Ekki er ljóst hvort ávinningurinn af sterameðferð í æð sé nægur til að vega upp á móti hugsanlegum aukaverkunum meðferðar. Markmið rannsóknarinnar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Veldur sterameðferð því að súrefnisgjöf barnanna minnkar og þau komast fyrr af öndunarvél? 2. Hver eru áhrif steragjafar á vöxt barnanna, blóðsykur, tíðni sýkinga og líkur á heilalömun?

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn tilfellaviðmiðarannsókn á fyrirburum á vökudeild Barnaspítalans sem á árunum 1989-2014 fengu sterameðferð í æð (n=46) eða á úðaformi (n=37) við erfiðum lungnasjúkdómi. Viðmið voru pöruð við tilfelli á meðgöngulengd og fæðingarári.

Niðurstöður: Marktæk lækkun varð á súrefnisþörf barna sem fengu stera í æð eða á úðaformi fyrstu dagana eftir að meðferð hófst, en ekki hjá viðmiðum. Marktækt fleiri tilfelli en viðmið þurftu öndunarvélameðferð við upphaf steragjafar í æð, en ekki 5 dögum síðar. Marktækt minni þyngdaraukning varð hjá tilfellum sem fengu stera í æð en viðmiðum á meðferðartímabilinu, en við 35 og 40 vikna meðgöngualdur var þó ekki marktækur þyngdarmunur milli hópa. Ekki reyndist marktækur munur á blóðsykurstyrk, né tíðni sýkinga eða heilalömunar milli hópanna.

Ályktanir: Sterameðferð í æð og á úðaformi minnkar súrefnisþörf fyrirbura með erfiðan lungnasjúkdóm og steragjöf í æð flýtir því að börnin náist af öndunarvél. Steragjöf í æð dregur tímabundið úr þyngdaraukningu barnanna, en ekki þegar til langs tíma er litið. Því virðist réttlætanlegt að nota stera við erfiðum lungnasjúkdómi hjá fyrirburum.

 

 

E 69   Hjálparþættir Vif próteina

Stefán Ragnar Jónsson1, Nicky Mietrach1, Josh Kane2, Nevan Krogan2, Reuben S. Harris3, Valgerður Andrésdóttir1
1
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Department of Molecular and Cellular Pharmacology, University of California, 3Department of Biochemistry, Molecular Biology and Biophysics, University of Minnesota
stefanjo@hi.is

Inngangur: Lífverur hafa frá örófi alda þróað með sér varnir gegn retróveirusýkingum. Dæmi um slíkt eru APOBEC3 próteinin en þau eru fjölskylda cytósín deaminasa sem geta hindrað retróveirur og retróstökkla með því að afaminera cýtósín í úrasil í einþátta DNA á meðan á víxlritun stendur og valda þannig G-A stökkbreytingum í erfðaefni veirunnar. Lentiveirur hafa þó mótleik við þessu, veirupróteinið Vif sem er nauðsynlegt fyrir sýkingargetu veirunnar. Vif notar ubiquitin kerfi frumunnar til að ubiquitinera APOBEC3 og færa það til niðurbrots í proteasómi. Vif prótein HIV og SIV þurfa umritunarþáttinn CBFbeta til að miðla virkni sinni. CBFbeta reyndist hins vegar ekki nauðsynlegur fyrir virkni Vif próteina FIV, BIV og MVV. Nýlega kom í ljós að Cyclophilin A tengist við tvö prólín (P21 og P24) í Vif próteini MVV. Í þessari rannsókn var þessi tenging við Cyclophilin A könnuð nánar.

Efniviður og aðferðir: Útbúnar voru sýkingarhæfar mæði-visnuveirur með P21A og P24A stökkbreytingar og einnig með báðar stökkbreytingarnar saman. Eftirmyndunarhraði veiranna var athugaður bæði í makrofögum og í SCP frumum. Auk þess voru innlimaðar veirur úr sýktum frumum magnaðar upp og raðgreindar til að athuga tíðni G-A stökkbreytinga.

Niðurstöður: Í ljós kom að veira með báðar stökkbreytingarnar (P21A og P24A) eftirmyndaðist hægar en villigerðarveira og veirur með hvora stökkbreytingu um sig. Einnig var hækkuð tíðni G-A stökkbreytinga í veirunni sem hafði báðar stökkbreytingarnar, en það er merki um APOBEC3 áhrif.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að Cyclophilin A hafi hlutverki að gegna við niðurbrot APOBEC3.

 

 

E 70   Innbyggðar retroveiruvarnir

Valgerður Andrésdóttir, Sigríður Rut Franzdóttir, Stefán Ragnar Jónsson
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
valand@hi.is

Inngangur: Á síðustu árum hefur sífellt betur komið í ljós að lífverur hafa komið sér upp ýmsum vörnum gegn veirusýkingum. Veirurnar hafa á hinn bóginn þróað tæki til að komast hjá þessum vörnum. Eitt af þessum veiruvarnarpróteinum í spendýrafrumum er próteinið APOBEC3 sem eyðileggur erfðaefni retroveira jafnóðum og það myndast með því að deaminera cytidine í uracil í einþátta DNA. Lentiveirur hafa komið sér upp mótleik við þessu, sem er próteinið Vif, sem eyðileggur þennan deaminasa. Rannsóknir okkar á Vif úr mæði-visnuveiru hafa leitt í ljós að það sama gerist í kindafrumum. Í þessari rannsókn voru tvær stökkbreytingar í vif geni mæði-visnuveirunnar rannsakaðar, en þær hafa mismunandi svipgerð.

Efniviður og aðferðir: Tvær stökkbreytingar voru innleiddar í vif gen í sýkingarhæfum klón mæðivisnuveirunnar, önnur var Trp-Arg stökkbreyting um miðbik gensins og hin var Pro-Ser stökkbreyting í C- enda vif gensins. Kinda-fósturliðþelsfrumur (FOS) og kinda-æðaflækjufrumur voru sýktar með þessum veirum og vöxtur numinn með rauntíma-PCR.

Niðurstöður: Trp-Arg stökkbreytingin hafði sömu svipgerð og veirur sem vantar Vif, þ.e. óx illa í öllum frumugerðum. Stökkbreytingin í C-enda vif gensins hafði hins vegar þau áhrif að veiran óx vel í báðum frumugerðum, en með stökkbreytingu í hylkispróteini óx hún illa í fósturliðþelsfrumum en vel í æðaflækjufrumum.

Ályktanir: Það virðast því vera tengsl milli hylkis og Vif próteinsins, og einnig virðist frumuþáttur leika hlutverk í virkni Vif. Meðal þeirra retroveiruhindra sem hafa komið fram á undanförnum árum eru prótein sem hindra veirufjölgun með því að bindast hylkispróteininu. Ein virkni Vif gæti verið að eyðileggja slíkan retroveiruhindra.

 

 

E 71   Veirur sem sýkja hjartavef í laxi

Heiða Sigurðardóttir, Birkir Þór Bragason, Sigríður Guðmundsdóttir
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
heidasig@hi.is

Inngangur: Markmið verkefnisins var að setja upp og prófa greiningaraðferðir fyrir tvær nýlega skilgreindar RNA-veirur, sem valda sjúkdómum í laxi. Sjúkdómanna varð fyrst vart í Noregi á seinni hluta 20. aldar, en þeir valda umtalsverðum afföllum í sjókvíaeldi þar og víðar við N-Atlantshaf. PRV eða „piscine reovirus“ getur valdið hjarta- og vöðvabólgu (heart and skeletal muscle inflammation eða HSMI) og einkenna verður vart 5-9 mánuðum eftir flutning í sjó. PMCV eða „piscine myocarditis virus“ veldur hjartarofi (cardiomyopathy syndrome eða CMS) og einkenni koma fram eftir 12-18 mánuði í sjó. Aldrei hefur vaknað grunur um framangreinda sjúkdóma á Íslandi. Greint er frá niðurstöðum fyrstu skimunar fyrir þessum veirum hérlendis.

Efniviður og aðferðir: Sýni voru tekin úr villtum laxi, laxi í strandeldisstöð og sjókvíum. Í hverjum hópi voru 32 einstaklingar. Vefjasýni úr hjarta, nýra og tálknum, 30-35 mg alls, voru sett saman í glas með 600 ml af RLT lysis buffer. RNA var einangrað úr sýnunum með RNeasy einangrunarkitti og notað í One Step RT-qPCR hvörf. Hvarfaðstæður, vísar og þreifarar voru byggðar á birtum aðferðum. Viðmiðunargen var elongation factor 1 alpha (ELF1A).

Niðurstöður: PMCV greindist ekki í neinu sýnanna úr hópunum þremur. PRV-skimunin sýndi 21,9% tíðni í villta fiskinum en 100% í báðum eldishópunum. Magn PRV var misjafnt og Ct. gildin fyrir PRV-keyrslurnar voru á breiðu bili, þ.e. 19,8-43,9. ELF1A gildi allra sýnanna voru innan viðmiðunarmarka.

Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að áhugavert væri að prófa fleiri sýni úr mismunandi hópum laxa, úr öðrum laxfiskum, þ.e. bleikju, urriða og regnbogasilungi og algengum tegundum sjávarfiska.

 

 

E 72   Mathematical modeling of transdermal drug delivery from silicone matrix systems

Elvar Örn Kristinsson1, Bergþóra S. Snorradóttir1, Fjóla Jónsdóttir2, Sven Th. Sigurðsson2, Freygarður Þorsteinsson3, Már Másson1
1
Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science, Engineering and Natural Sciences, University of Iceland, 3Össur hf
eok1@hi.is

Introduction: Silicones are biocompatible polymers which have been used for different kinds of applications both medical and non-medical. Modelling of transdermal drug delivery is much researched topic and here we further develop our previous published numerical model.

Methods and data: Based on our previous modelling, two non-linear coupled partial differential equations derived from the Noyes-Whitney and Fick´s second law were solved numerically using MATLAB. The aim was a model which could accurately predict the rate of drug release from silicone elastomers, as well as un-dissolved drug concentration in the material at each point in time. Drug release from these matrix type systems were conducted with vertical Franz diffusion cells.

Results: Our previous numerical model of a layered silicone matrix was adapted to study transdermal or trans-membrane delivery. The model was validated by a comparison with experimental data, as well as validating the parameter values against each other, using various configurations. Our results show that the model is a good approximation to real multi-layered delivery systems. The model offers the ability of comparing drug release for ibuprofen and diclofenac, which cannot be analyzed by the Higuchi model because the dissolution in the latter case turns out to be limited.

Conclusion: This work has led to a unified model that can predict the drug release of a drug loaded matrix systems and also trans-membrane and transdermal delivery from such systems. Fit with experimental data has been achieved with the model using various configurations with donor solution, silicone matrix and skin.

 

 

E 73   Virtual screening for new lead compounds for Alzheimer's disease with dual mode of action

Natalia M. Pich1, Rikke Bergmann2, Elín S. Ólafsdóttir1, Thomas Balle2
1
Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Department of Drug Design and Pharmacology, Faculty of Health and Medical Sciences, University of Copenhagen
nmp@hi.is

Introduction: Alzheimer's disease (AD) is the most common form of dementia. The exact mechanism of the disease is still unknown what makes development of new drug leads more complicated. First treatment against AD introduced to general use were inhibitors of acetylcholinesterase (AChE). The drugs help patients in daily life but are not able to reverse the progression of the disease and have side effects. New and safer drugs with multi-target activity are needed. Galanthamine is a plant alkaloid isolated from Snowdrop (Galanthus sp.) and approved as a drug for the treatment of AD. It has a dual mode of action - it is an inhibitor of AChE and an “allosterically potentiating ligand” at nicotinic acetylcholine receptors (nAChRs). In the search for dual-action enhancers of ACh-mediated neurotransmission natural products database was screened using high throughput virtual screening (HTVS) on an X-ray structure of the AChE and on a homology model of the human α7-nAChR.

Methods and data: A computational model of the human α7-nAChR was built with Modeller v. 9.9 based on an X-ray structure of an acetylcholine binding protein (AChBP) with galanthamine bound (PDB ID: 2PH9) and AChE crystal structure (PDB ID: 4EY6). Virtual screening followed a standard workflow in Schrödinger's software package.

Results: Out of 10 hits tested for AChE inhibitory activity. Three compounds showed high activity of which one is not described in the literature.

Conclusions: Virtual screening brought structures with galanthamine scaffold as well as new structures what makes it a good method for searching new drug leads.

 

 

 

E 74   Salicylic acid as a prophylactic treatment of pregnant women in risk of having preeclampsia

Helga Helgadóttir1,2,3, Maurizio Mandala3, Teresa Tropea3, Kypros Nicolaides4, Sveinbjörn Gizurarson1,2,
1
Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Hananja plc, 3Department of Cellular Biology, University of Calabria, 4Fetal Medicine Unit, University College Hospital
heh37@hi.is

Introduction: Although it is 2014, preeclampsia (PE) is still a major reason for mortality and morbidity of mothers, fetuses and neonate. For the past three decades, one of the important research questions in obstetrics has been if prophylactic use of low-dose acetylsalicylic acid (ASA) may be used to prevent PE. The aim of this work is to study the effects of ASA and its major metabolite, salicylic acid (SA), on isolated uterine arteries in rats, with focus on its importance in the widening and/or preconditioning of the uterine vasculature and possibility to use it as a prophylactic therapeutic approach.

Methods and data: Isolated arcuate uterine arteries from non-gravid, and gravid rats at day 14 and 20 of pregnancy were mounted in an arteriography organ bath and pre-contracted with phenylephrine to produce 40-50% reduction in baseline. ASA and SA dose response was then tested by adding the test drugs into the physiological salt solution superfusing the arteries. Direct vasodilation effect was then recorded accordingly.

Results: Both ASA and SA induced a direct dose-dependent vasodilation effect on the arteries at different pregnancy state, except ASA did not induce any vasodilation effect in 20 days pregnant rats.

Conclusions: Results indicate that ASA might have important role in improving uterine vasculature which is critical for the prevention of PE. This direct vasodilation effect might be one of main reason that low-dose ASA therapy has been effective as a prophylactic treatment for PE, but further studies are needed to confirm the magnitude and mechanism of ASA and SA on uterine vasculature.

 

 

E 75   Áhrif metótrexats á meðferðarárangur TNF-a hemla við iktsýki

Birta Ólafsdóttir1, Pétur S. Gunnarsson1,2, Anna I. Gunnarsdóttir1,2, Þorvarður J. Löve3,4, Björn Guðbjörnsson3,5
1
Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2sjúkrahúsapóteki Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4vísinda- og þróunarsviði, 5rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Landspítala
bio3@hi.is

Inngangur: Iktsýki (RA) er algengasti liðbólgusjúkdómurinn og einkennist af samhverfum liðbólgum og sjálfsmótefnum. Ekki er til lækning við RA en fjöldi lyfja er í boði sem hafa umbreytt langtímahorfum. Lyfjunum er skipt í þrjá flokka: einkennadempandi (t.d. NSAID), sjúkdómsdempandi (t.d. metótrexat) og líftæknilyf (t.d. TNF-α hemlarnir; adalimumab, etanercept og infliximab). Erlendar rannsóknir benda til þess að samhliðameðferð TNF-α lyfja og metótrexats gefi betri meðferðarárangur en einlyfjameðferð með TNF-α hemili. Þetta hefur ekki verið skoðað í íslensku þýði.

Efniviður og aðferðir: Notast var við gögn úr ICEBIO-gagnagrunninum. ICEBIO er kerfisbundin meðferðaskrá yfir gigtarsjúklinga á Íslandi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum. Í þessari rannsókn var fyrsta TNF-α hemla meðferð RA-sjúklinga skoðuð (n=206) og meðferðarárangur skoðaður með og án metótrexats með tilliti til meðferðasvars. Klínísk svörun var metin með skilmerkjum amerísku gigtarlæknasamtakanna (ACR20, ACR50) og evrópsku gigtarsamtakanna (DAS28-CRP). Sjúkdómsvirkni, sjúkdómshlé og fjöldi sjúklinga á hvorri meðferð sem hættu á fyrsta meðferðarári, var einnig skoðað. Notuð var lógístísk aðhvarfsgreining með 95% öryggisbili til að kanna gagnlíkindahlutfall og skoða mun TNF-α hemla meðferðar með og án samhliðameðferðar metótrexats.

Niðurstöður: Árangur samhliðameðferðar TNF-α hemils og metótrexats var betri í flestum mældum útkomum. Ári eftir upphaf meðferðar náðu 68% sjúklinga á samhliðameðferð 50% bata, en 32% sjúklinga á einlyfjameðferð með TNF-α hemili (P=0,046). Fleiri sjúklingar á samhliðameðferð náðu góðu meðferðarsvari og sjúkdómshléi ásamt því að sjúkdómsvirkni var að meðaltali lægri.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda eindregið til þess að samhliðameðferð metótrexats og TNF-α hemils gefi betri meðferðarárangur en einlyfjameðferð með TNF-α hemli meðal íslenskra RA-sjúklinga.E 76   Rise in hypertensive disorders of pregnancy during the first year after a national economic collapse

Védís H. Eiríksdóttir1,Unnur A. Valdimarsdóttir1,2, Tinna L. Ásgeirsdóttir3, Sigrún H. Lund1, Arna Hauksdóttir1, Helga Zoëga1
1
Centre of Public Health Sciences, University of Iceland, 2Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 3Department of Economics, University of Iceland
vedis.helga@gmail.com

Introduction: Previous research indicates that stress may play a role in the development of hypertensive disorders of pregnancy (HDP), including gestational hypertension (GH) and preeclampsia (PE). The 2008 Icelandic economic collapse represented a powerful stressor that caused increased level of stress among Icelandic women. The aim of the study was to assess whether the prevalence of HDP was elevated in the years following the economic collapse as compared with the years before the crisis.

Methods and data: Women giving birth to live-born singletons in Iceland from 2005-2012 constitute the study population. Women‘s information of the use of antihypertensive drugs during pregnancy, including β-blockers and calcium channel blockers, was obtained from the Icelandic Medicines Registry. We used logistic regression analysis to estimate adjusted odds ratios (aOR) and corresponding 95% confidence intervals (CI) of HDP and redemption of antihypertensives by exposure to calendar time of the economic collapse, adjusting for aggregate economic indicators.

Results: Compared with preceding years, we observed an increased odds of GH in the first year following the economic collapse (aOR=1.47, 95% CI [1.13-1.91]). Similarly, there was an increase in redemption of β-blockers in the first year following the collapse (aOR=1.43, 95% CI [1.07-1.90]). The observed associations attenuated when adjusting for aggregate unemployment rate (aOR=1.04, 95% CI [0.74-1.47]). No changes were observed for PE or calcium channel blockers.

Conclusions: The results suggest an increase in GH and in redemption of β-blockers in the first year following the collapse. This increase may be explained by an increase in the national unemployment rate.

 

 

E 77   Cognitive function in MS and its relation with physical ability, fatigue and depression

Sólveig Jónsdóttir¹,², Hilmar P. Sigurðsson¹, Haukur Hjaltason¹,², Sóley Þráinsdóttir¹,²
¹Department of Neurology, Landspítali University Hospital,
²Faculty of Medicine, University of Iceland
soljonsd@landspitali.is

Introduction: Cognitive impairment is believed to affect approximately half of patients with multiple sclerosis (MS). The objective of this study was to evaluate cognitive function and its association with physical ability, gender, fatigue and depression in Icelandic patients with relapsing remitting multiple sclerosis (RRMS).

Methods and data: A total of 64 RRMS patients about to undergo treatment with natalizumab (Tysabri) and 24 sex- and age-matched healthy controls (HCs) participated in the study. Physical ability of patients was evaluated using the Expanded Disability Status Scale (EDSS). All participants underwent an extensive neuropsychological evaluation. Fatigue and depression in patients was also assessed.

Results: The RRMS patients scored significantly lower than HCs on most cognitive domains. Greatest deficits were observed on psychomotor speed. Verbal and visuospatial learning and memory, verbal and visuospatial fluency and linguistic skills were also impaired. Visuospatial reasoning ability was spared. The EDSS score (mean 3.5) was significantly related to cognitive measures that did not require any physical ability. When controlling for hand dexterity, approximately 53% of the patients were considered cognitively impaired. Males were more impaired than females. Severe fatigue was experienced by 81.3% of the patients and 45.3% suffered from depression. Fatigue and depression had no effect on cognitive function.

Conclusions: Impaired cognitive function can have serious effects on the quality of life and employability of RRMS patients and needs to be detected early in the disease process as it may affect treatment decisions. More studies are needed on methods to improve cognitive function and prevent further decline in patients with RRMS.

 

 

E 78   Parental longevity and survival in patients with multiple myeloma and MGUS

Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir1, Sigrún Helga Lund2, Sigurður Yngvi Kristinsson3,4
1
Landspítali University Hospital, 2Department of Public Health, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Faculty of Medicine, University of Iceland, 4Department of Hematology, Landspítali University Hospital
ingigerdursverrisdottir@gmail.com

Introduction: In the general population, parental longevity is associated with an increased life expectancy. There are limited data focusing on host characteristics and their effect on survival among multiple myeloma (MM) patients and its precursor, MGUS. Our aim was to study the impact of parental longevity on survival among MM and MGUS patients.

Methods and data: A total of 1,815 patients with MM, 1,407 MGUS patients as well as 8,267 population-based controls for MM patients and 5,595 controls for MGUS were included in the study. We compared the risk of death among MM and MGUS patients with a history of parental longevity to those patients without a long-lived parent.

Results: Among MM patients, a history of parental longevity was not associated with a decreased risk of death (HR=0.92; 95% CI 0.81-1.05). Having one long-lived parent or both did not have an effect (HR=0.91; 95% CI 0.80-1.04 and HR=1.02; 95% CI 0.72-1.47, respectively). A history of parental longevity among MGUS patients was associated with a significant decrease in risk of death (HR=0.69; 95% CI 0.53-0.91). The risk of death decreased when one parent was long-lived (HR=0.69; 95% CI 0.52-0.91). However, based on few numbers, when both parents were long-lived the risk of death was not significantly affected (HR=0.72; 95% CI 0.34-1.53).

Conclusions: Parental longevity does not predict survival in MM patients. For MGUS patients, however, the impact of longevity is similar to controls, with superior survival among those with long-lived parents.

 

 

E 79   Prediagnostic serum 25 hydroxyvitamin D and total mortality of men diagnosed with prostate cancer

Jóhanna Eyrún Torfadóttir1,2, Laufey Steingrímsdóttir2, Thor Aspelund1,4, Laufey Tryggvadóttir5, Þórhallur I. Halldórsson2, Vilmundur Guðnason 4,6 Unnur A. Valdimarsdóttir1,3
1
Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Unit for Nutrition Research, Faculty for Food Science and Nutrition, University of Iceland, 3Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 4The Icelandic Heart Association, 5The Icelandic Cancer Registry, 6Faculty of Medicine, University of Iceland
jet@hi.is

Introduction: Limited data are available on the effect of vitamin D status among men with prostate cancer (PCa). Our aim was to examine whether higher prediagnostic vitamin D status as well as higher vitamin D status among those already diagnosed with PCa is associated with lower total mortality.

Methods and data: Participants were 2373 men aged 67-98 years, with information on 25-hydroxy-vitamin-D (25-OHD) measured at study entry (2002-2006). Adjusting for potential confounders, we used Cox proportional hazard regression models to analyze total mortality by serum levels of 25-OHD, comparing moderate vs. very low.

Results: There were 235 men with PCa at entry to the study with mean age at diagnosis (SD) of 73.0 (6.3) years. Additionally, 184 men were diagnosed with PCa after the blood draw with mean age at diagnosis of 79.0 (5.2) years. Among those with PCa before blood draw, 144 men (61%) died during follow-up until the end of 2013. Among those diagnosed after study entry 73 men (40%) died during follow-up, thereof 12 men had lethal PCa (follow-up 2009). No association was found between plasma 25-(OH)D and mortality among men with PCa at the time of blood draw. Compared with men with very low prediagnostic 25-OHD levels, those above 30 nmol/L had lower risk of overall mortality (hazard ratio (HR) = 0.48, 95% CI: 0.24 - 0.97) and lower risk of developing lethal PCa (HR = 0.17, 95% CI: 0.06 – 0.99).

Conclusions: Very low prediagnostic serum 25(OH)D is associated with decreased survival among men with PCa.

 

 

E 80   A systematic review of the survival and complication rates of all-ceramic and metal-ceramic FDPs

Bjarni Elvar Pjetursson1, Irena Sailer2, Nikolay Aleksandrovic Makarov2, Marcel Zwahlen3, Daniel Thoma4
1
Division of Reconstructive Dentistry, Faculty of Odontology, University of Iceland, 2Division of Fixed Prosthodontics and Biomaterials, Clinic of Dental Medicine, University of Geneva, 3Institute of Social and Preventive Medicine, University of Berne, 4Clinic of Fixed and Removable Prosthodontics and Dental Material Science, University of Zurich
bep@hi.is

Introduction: The objective was to assess the 5-year survival of metal-ceramic and all-ceramic tooth-supported fixed dental prostheses (FDPs) and to describe the incidence of biological, technical and esthetic complications.

Methods and data: Electronic literature search was performed for clinical studies on tooth-supported FDPs with a mean follow-up of at least 3 years. Survival and complication rates were analyzed using robust Poisson's regression models to obtain summary estimates of 5-year proportions.

Results: Forty studies reporting on 1796 metal-ceramic and 1110 all-ceramic FDPs fulfilled the inclusion criteria. Meta-analysis of the included studies indicated a 5-year survival rate of metal-ceramic FDPs of 94.4% (95 % C.I.: 91.2% - 96.5%). Survival rate of reinforced glass ceramic FDPs was 89.1% (95 % C.I.: 80.4% – 94.0%), survival rate of glass infiltrated ceramic FDPs was 86.2% (95 % C.I.: 69.3% - 94.2%) and survival rate of densely sintered zirconia FDPs was 90.4% (95 % C.I.: 84.8% – 94.0%) in 5 years of function. Even though the survival rate of all-ceramic FDPs was lower than for metal-ceramic FDPs, the differences did not reach statistical significance except for the glass infiltrated ceramic FDPs (p=0.05). The incidence of framework fractures was significantly higher for reinforced glass ceramic FDPs and infiltrated glass ceramic FDPs, and the incidence for ceramic fractures, loss of retention and caries in abutment teeth was significantly higher for densely sintered zirconia FDPs compared to metal-ceramic FDPs.

Conclusions: Survival rates of all types of all-ceramic FDPs were lower than those reported for metal-ceramic FDPs.

 

 

E 81   Hefur of fljót klukka á Íslandi áhrif á svefnvenjur Íslendinga?

Björg Þorleifsdóttir
Læknadeild Háskóla Íslands
btho@hi.is

Inngangur: Tímasetning svefns og vöku innan sólarhrings ákvarðast af lífklukkunni sem er stillt af sólarljósinu, en aðrir þættir sem miðast við staðarklukku hafa einnig áhrif. Misræmi milli sólar- og staðartíma veldur því að lífklukkan gengur ekki í takt við staðartíma; það kallast klukkuþreyta (social jetlag). Of fljót staðarklukka veldur seinkun háttatíma, svefn styttist á vinnudögum (fastur fótaferðartími) en ekki á frídögum. Út frá kjörsvefntíma á frídögum má flokka einstaklinga í dægurgerðir (chronotype). Meðal seinkaðra dægurgerða skerðist svefn. Fjölmargar rannsóknir sýna sterk tengsl milli of stutts svefns og margháttaðra heilsufarsvandamála. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta dægurgerðir meðal Íslendinga, í ljósi þess misræmis á sólar- og staðartíma sem hefur ríkt hér á landi í nær hálfa öld.

Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr rannsókn á svefni Íslendinga (1-30 ára). Til ákvörðunar á dægurgerð var reiknaður miðtími svefns (staðartími við 50% svefnlengd) á frídögum. Klukkuþreyta var metin sem munur á miðtíma svefns á vinnu- og frídögum. Breytileiki í dægurgerð og klukkuþreytu var skoðaður með tilliti til aldurs, kyns, árstíðar og búsetu.

Niðurstöður: Dægurgerð Íslendinga er seinni en þekkist í Mið-Evrópu; meðal 10-30 ára einstaklinga munaði 30-60 mínútum. Seinkunin var meiri á veturna en að vori, sérstaklega meðal yngstu barnanna. Vísbending var um meiri seinkun vestanlands en austan. Unglingar sýndu mesta tilhneigingu til seinkunar, helmingur 16-19 ára einstaklinga hafði mjög seinkaða dægurgerð og rúmlega þriðjungur þeirra hafði klukkuþreytu sem jafngilti 3 klukkustundum.

Ályktanir: Of fljót klukka á Íslandi er líkleg til að valda skerðingu á svefntíma og þar með auknum líkum á heilsufarsvanda.

 

 

E 82   Þáttur sýruslits í tannsliti Íslendinga til forna

Svend Richter, Sigfús Þór Elíasson
Tannlæknadeild Háskóla Íslands
svend@hi.is

Inngangur: Íslendingasögur eru mikilvægar heimildir um lífshætti á Íslandi og mögulega einnig á hinum Norðurlöndum til forna. Mikið tannslit einkenndi tennur fornmanna um heim allan sem talið er stafa af neyslu grófrar og harðrar fæðu. Talið hefur verið að sýruslit sé nýlegt vandamál, en skilningur er að aukast að það hafi ávallt verið til staðar í einhverju mæli.

Efniviður og aðferðir: Höfuðkúpur frá Skeljastöðum í Þjórsárdal, taldar eldri en 1104, voru skoðaðar með tilliti til tannslits. Reynt var að meta ástæður slitsins, slitmunstur og hversu líklegt það gæti stafað af neyslu matar og drykkjar. Gerð var tölvuleit að matar- og drykkjarvenjum skráðum í Íslendingasögum og öðrum sagnaritum. Tvær aðferðir voru notaðar til að meta tannslit og sjö til aldursgreiningar.

Niðurstöður: Af 49 höfuðkúpum, sem hæfar voru til rannsóknar á tannsliti, voru 24 karlar, 24 konur og ein kúpa ókyngreind með samtals 915 tönnum.Tannslit var mikið í öllum aldurflokkum, en meira í þeim eldri og mest var slitið á fyrsta jaxli. Ekki var munur milli kynja.

Ályktanir: Tannslitið hafði öll merki um slit af völdum grófrar, harðrar fæðu. Einnig sást slit sem líkist sýrusliti meðal ungmenna sem drekka óhóflega gosdrykki og önnur súr drykkjarföng. Heimildir geta um mysu sem gerjuð var í mjólkursýru og notuð til súrsunar matvæla og var blönduð vatni sem var megin svaladrykkur þess tíma og drukkin allt fram á 20. öld. Rannsóknir sýna að mysa hefur mikil sýruslítandi áhrif á tennur. Súrir drykkir og matur ásamt neyslu á grófmeti hafa verið aðalorsakavaldur tannslits Íslendinga til forna.

 

 

E 83   Self-harm and suicidal attempts through the years 2003-2012 in Iceland

Hildur Guðný Ásgeirsdóttir1, Unnur Valdimarsdóttir1, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2,3, Brynjólfur Mogensen2,4, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir5, Ullakarin Nyberg6, Sigrún Helga Lund1, Arna Hauksdóttir1
1
Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5hagfræðideild Háskóla Íslands, 6St. Göran Norra Stockholms Psykiatri
hga@hi.is

Introduction: A sudden economic collapse was experienced by the Icelandic population in fall 2008. Icelandic studies have recent years shown indications of increased risk of stress, especially in women. The aim of this study is to study severe psychological outcome by evaluating admission rate to Landspitali University Hospital due to self-harm and suicidal attempts and the affect of the economic collapse.

Methods and data: Data was retrieved from Electronic Admission Records and In-patient registry of all following diagnoses classified according to the International Classification of Diseases (10th version): X60-X84 (Intentional self-harm), ICD X40-49 (Accidental poisoning), ICD T36-50 (Poisoning by drugs), ICD Y10-Y34 (Event of undetermined intent) and ICD Z91.5 (Personal history of self-harm). Information was gathered on date of the visit and the visitors age, gender and zip-code. The years after the collapse, 2009 through 2012 were specially addressed in comparison to the years 2003-2008 and whether they were characterized by an increase in attendance rates, and if so in which sub-groups.

Results: A total of 5179 visits were registered to the Emergency department through the years 2002-2012, 40% men and 60% women. The most common cause of admission was due to poisoining (72%), followed by personal history of self-harm (21%), and intentional self-harm (18%). An increase in admittance due to self-harm was seen amongst women aged 25-35 years after the economic collapse compared to the years before (OR 1,67, 95% CI 1.32-2.10).

Conclusions: The preliminary results indicate an increase in self-harm frequency for younger women, not seen amongst men.

 

 

E 84   Hugleiðingar um einkavæðingu í félagslegum heilbrigðiskerfum

Rúnar Vilhjálmsson
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
runarv@hi.is

Inngangur: Síðustu áratugi hefur gætt tilhneigingar til einkavæðingar í félagslegum heilbrigðiskerfum. Afleiðingar slíkrar þróunar geta tengst tegund einkavæðingar, hve langt einkavæðingin gengur og með hvaða hætti einkageirinn tengist hinum opinbera geira.

Efniviður og aðferðir: Í fræðilegu yfirliti yfir kenningar og rannsóknir er hugtakið einkavæðing skilgreint og fjallað um mismunandi útfærslur einkavæðingar innan heilbrigðisþjónustunnar. Greint er frá mögulegum ávinningi sem og vanda sem fylgt getur einkavæðingu innan félagslegra heilbrigðiskerfa.

Niðurstöður: Einkavæðing felst í aukinni hlutdeild einkaaðila með breyttu eignarhaldi, fjármögnun, eða rekstrarformi. Einkafjármörgun hefur meðal annars verið beitt í tengslum við forgangsröðun hins opinbera og til að draga úr óþarfri eftirspurn. Vandi einkafjármögnunar tengist helst fjárhagslegu aðgengi og jafnræði. Einkarekstur hefur meðal annars verið talinn auka valfrelsi notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu, auk þess sem því hefur verið haldið fram að einkarekstur sé hagkvæmari en opinber rekstur. Í reynd tengist þó einkarekstur oft óhagkvæmni, ósamfellu og aðgengisvanda innan heilbrigðiskerfisins.

Ályktanir: Mikilvægt er fjallað sé um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu á heildstæðan og gagnreyndan hátt. Byggja þarf ákvarðanir um þróun félagslegra heilbrigðiskerfa á niðurstöðum vandaðra rannsókna með almannahagsmuni að leiðarljósi, fremur en pólitískri hugmyndafræði eða sérhagsmunum.

 

 

E 85   Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa?

Arnar Jan Jónsson1, Hera Birgisdóttir1,Engilbert Sigurðsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands,2geðsviði Landspítala
arnarjan@gmail.com

Inngangur: Á síðustu 30 árum hefur vísbendingum fjölgað um að notkun kannabis auki hættu á geðrofi (psychosis) sem geti þróast í geðklofa hjá hluta slíkra einstaklinga. Á síðasta áratug hafa verið birtar margar rannsóknir sem skýra tengsl kannabis og geðrofs vegna vaxandi áhuga á þessum venslum. Markmið þessa yfirlits er að taka saman og fjalla um þessi tengsl.

Efniviður og aðferðir: Gerð var gagnaleit í gagnasafninu PubMed. Alls voru 408 ágrip lesin og 111 greinar valdar til frekari yfirferðar. Alls voru 14 ferilrannsóknir á 9 rannsóknarþýðum og 9 tilfellaviðmiðarannsóknir teknar til umfjöllunar.

Niðurstöður: Þegar niðurstöður helstu faraldsfræðirannsókna á þessu sviði eru teknar saman styðja þær ótvírætt að notkun kannabis sé sjálfstæður áhættuþáttur fyrir geðrof og að öllum líkindum einnig fyrir þróun langvinnra geðrofssjúkdóma eins og geðklofa. Um skammtaháð samband er að ræða þar sem áhættan eykst með tíðari notkun. Einnig sýna rannsóknir að notkun kannabis á unglingsaldri hefur sterkari tengsl við geðrof en neysla sem hefst á fullorðinsárum.

Ályktanir: Notkun kannabis eykur áhættu á geðrofi og geðrofssjúkdómum. Frekari rannsókna er þó þörf til að skýra þetta samband enda eru geðrofssjúkdómar lengi í þróun og vandasamt að mæla skýribreytu og svarbreytu af nákvæmni og þó sérstaklega flókið samhengið á milli þeirra. Við teljum mikilvægt að auka þekkingu almennings á alvarlegum afleiðingum kannabisnotkunar og þeirri staðreynd að ekki er hægt að spá fyrir um hverjir veikist af geðrofi til skemmri tíma og hverjir til lengri tíma í hópi þeirra sem nota efnið reglulega.

 

 

E 86   Lýðgrunduð rannsókn á áhrifum fjölskyldusögu á horfur sjúklinga með Waldenström's Macroglobulinemia

Vilhjálmur Steingrímsson1, Sigrún Helga Lund1, Ingemar Turesson2, Lynn R. Goldin3, Magnus Björkholm4, Ola Landgren5, Sigurður Y. Kristinsson1,4
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital, 3Division on Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National Institute of Health, Bethesda, 4Department of Medicine, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 5Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center
vis3@hi.is

Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að ættingjar sjúklinga með Walden-ström‘s macroglobulinemia (WM) hafa auknar líkur á eitilfrumusjúkdómum. Fyrri rannsókn á 135 sjúklingum á sérhæfðri stofnun sýndi fram á tvíbendnar niðurstöðu um áhrif fjölskyldusögu á svörun WM sjúklinga við meðferð. Við réðumst í þessa lýðgrunduðu rannsókn til að ákvarða betur áhrif fjölskyldusögu á horfur í WM.

Efniviður og aðferðir: Gögnum um 2185 EM sjúkling og 6460 foreldra, systkini og börn var aflað hjá opinberu sænsku skráningarstofnunum og sænska blóðmeina-/krabbameinsgagnagrunninum. Fjölskyldusaga um eitilfrumusjúkdóma var skilgreind sem saga um eitilfrumusjúkdóm hjá fyrstu gráðu ættingja (WM, Hodgkin›s lymphoma, non-Hodkgin›s lymphoma, multiple myeloma, chronic lymphocytic leukemia og/eða MGUS). Við notuðumst við Cox-líkan við tölfræðigreiningu.

Niðurstöður: Fjölskyldusaga um eitilfrumusjúkdóm (áhættuhlutfall: 1,34; 95% öyggisbil 1,03-1,75) hafði marktæk tengsl við verri horfur. Enn fremur voru horfurnar verri fyrir hvern ættingja sem greindist með eitilfrumusjúkdóm (1,24; 1,02-1,51).

Ályktanir: Í lýðgrundaðri rannsókn höfum við sýnt að fjölskyldusaga um eitilfrumusjúkdóm er tengd við verri horfur í WM og ennfremur reyndust tengslin vera skammtaháð, þ.e. áhættan jókst með hverjum ættingja sem greindist með eitilfrumusjúkdóm. Niðurstöðurnar okkar, ásamt fyrri rannsóknum, benda til að sú gerð WM sem liggur í fjölskyldum gæti haft ólíka líffræðilega eiginleika og svörun við meðferð en WM almennt.

 

 

E 87   Hefur litningasvæði 9p21 áhrif á horfur einstaklinga sem gangast undir kransæðaþræðingu?

Eyþór Björnsson1,2, Anna Helgadóttir2, Daníel F. Guðbjartsson2, Þórarinn Guðnason3, Tómas Guðbjartsson1,4, Unnur Þorsteinsdóttir1,2, Guðmundur Þorgeirsson1,3, Kári Stefánsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslenskri erfðagreiningu, 3lyflækningasviði, 4skurðlækningasviði Landspítala
eyb8@hi.is

Inngangur: Á litningasvæði 9p21 er algengur arfbreytileiki (rs10757278) sem tengist aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóm, en verkunarmátinn er óþekktur. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að arfbreytileikinn eykur líkur á hjartadrepi meðal heilbrigðra einstaklinga en lítið er vitað um hvort hann spái fyrir um horfur eftir að einkenni kransæðasjúkdóms eru komin fram. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif á langtímahorfur þeirra sem gangast undir kransæðaþræðingu.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarúrtakið samanstóð af 5182 einstaklingum sem gengust undir kransæðaþræðingu á Landspítala frá 2007 til 2012. Langtímahorfur (>30 daga) á tímabilinu voru kannaðar afturskyggnt með samkeyrslu við útskriftargreiningar á Landspítala, dánarmeinaskrá og klíníska gagnagrunna. Eftirfylgd var til ársloka 2012. Fjölþátta Cox-lifunargreining var notuð til þess að meta sjálfstætt forspárgildi arfbreytileikans rs10757278.

Niðurstöður: Ekki voru marktæk tengsl milli arfbreytileikans rs10757278 og áhættu á hjartadrepi (HR=1,12, p=0,24) eða dauða (HR=0,96, p=0,58), þegar leiðrétt var fyrir áhættuþáttum kransæðasjúkdóms. Hins vegar hafði breytileikinn marktæka fylgni við þörf á kransæðahjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun (HR=1,20, p=0,0026). Það samband skýrðist af þekktum áhrifum arfbreytileikans á útbreiðslu kransæðasjúkdóms og hvarf þegar leiðrétt var fyrir niðurstöðum kransæðaþræðingar.

Ályktanir: Litningasvæði 9p21 spáir ekki fyrir um áhættu á hjartadrepi eða dauða meðal einstaklinga sem hafa gengist undir kransæðaþræðingu, en tengist líkum á því að þurfa á kransæðahjáveituaðgerð eða kransæðavíkkun að halda. Þessar niðurstöður benda til þess að arfbreytileikinn stuðli fyrst og fremst að framvindu æðakölkunar en hafi síður áhrif á þá ferla sem leiða til bráðrar lokunar á kransæð.

 

 

E 88   A clinical decision support system for the diagnosis, fracture risk and treatment of osteoporosis

Björn Guðbjörnsson1,2, Bjarni V. Halldórsson3, Aron Hjalti Björnsson2,4, Haukur Týr Guðmundsson1,2, Elvar Örn Birgisson5, Björn Rúnar Lúðvíksson1,6
1
Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Centre for Rheumatology Research, Landspítali University Hospital, 3Institute of Biomedical and Neural Engineering, Reykjavík University, 4Faculty of Medicine, Debrecen University, 5Osteoporosis Clinic, Akureyri Hospital, 6Department of Immunology, Landspítali University Hospital
bjorngu@landspitali.is

Introduction: The aim of the present project is to create a clinical decision support system (CDSS) in the field of the medical care of osteoporosis.

Methods and data:The project utilizes ready to use software products to capture clinical information from international guidelines and experts in the field of osteoporosis. This CDSS provides diagnostic comments, 10-years risk of fragility fracture and treatment options for the given case, as well as when to offer a follow-up DXA-evaluation. Thus, the medical decision making is standardized according to the best expert knowledge at any given time.

Results: The system was evaluated in a set of 308 randomly selected individuals. The ten-years fracture risk computation given by OPAD was nearly identical to those given by FRAX (r =0.988). In 58% of these cases the OPAD system recommended DXA evaluation at the present time, while 33% were recommended to have DXA at 65 years of age. Following a DXA measurement in all individuals; 71% of those that were recommended to have DXA at the present time received a recommendation for further investigation or specific treatment by the OPAD. In only six cases (5.9%) in which DXA was not recommended at the present time, did the result of the BMD measurement change the recommendations given by OPAD.

Conclusions: The OPAD is a CDSS tool in the diagnosis and management of osteoporosis. Furthermore, through its use it is possible to identify those in need of further clinical evaluation and avoid unnecessary costly expert referrals and laboratory investigation. Further cost-benefit studies are needed.

 

 

E 89   Fluorescent end labeling of chitosan biomaterials

Ingólfur Magnússon1, Berglind E. Benediktsdóttir1, Kasper K. Sørensen2, Mikkel B. Thygesen2, Már Másson1
1
Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Department of Chemistry, Faculty of Science, Centre for Carbohydrate Recognition and Signalling, University of Copenhagen
inm3@hi.is

Introduction: Fluorescent labeling of chitosan and its derivatives is widely used for in vitro visualization and is accomplished by random introduction of the fluorophore to the polymer backbone, conceivably altering the bioactivity of the polymer. In this research, regioselective functionalization of chitosan and glucosamine reducing end was done through oxime reaction. Advantages of this novel approach include conjugation that should induce minimal structural changes to the chitosan backbone and fluorescent labeling that enables accurate molecular weight determination.

Methods and data: In this research was synthesized hydroxylamine derivatives of the fluorescent labels Rhodamine B and 5-(2-((aminooxyacetyl)amino)ethylamino)naphthalene-1-sulfonic acid (EDANS-O-NH2). Hydroxylamine derivative of heterobifunctional tetra(ethylene glycol) spacer with protected sulfhydryl group was also synthesized. The hydroxylamine derivatives were reacted to the reducing end of chitosan and glucoseamine with aniline catalysed oxime reaction. The synthesized materials were characterized by NMR and LC-MS measurement.

Results: The synthesise of all the hydroxylamine derivatives was successful. The oxime reaction of glucoseamine with EDANS-O-NH2 and tetra(ethylene glycol) sulfhydryl spacer was successful and was confirmed by NMR and LC-MS. The formation of glucoseamine Rhodamine B product was confirmed by LC-MS. The oxime reaction with EDANS-O-NH2 and chitosan was achieved. Preliminary results from NMR shows that chitosan reducing end reacts with tetra(ethylene glycol) sulfhydryl spacer.

Conclusions: These results demonstrates the proof-of-concept for selective oxime formation at the reducing end of a chitosan derivatives, which can be used for tracking chitosan in gene and drug delivery purposes and gives rise to further modifications with other functional groups.

 

 

E 90   Nýjar N-acyl-dópamín afleiður úr svampdýrinu Myxilla incrustans sem safnað var á Strýtunum í Eyjafirði

Eydís Einarsdóttir1, Hongbing Liu1, Helga M. Ögmundsdottir2, Elín S. Ólafsdóttir1, Charlotte H. Gotfredsen3, Sesselja Ómarsdóttir1
1
Lyfjafræðideild, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3efnafræðideild Tækniháskóla Danmerkur (DTU)
eydisei@hi.is

Inngangur: Um helmingur allra vestrænna lyfja á rætur sínar að rekja til náttúrunnar. Flest þessara lyfja eru sýkla- og krabbameinslyf. Sjávarlífverur eru ákjósanleg uppspretta lífvirkra efna því umhverfi sjávarlífvera krefst sértækra efna til að komast af í erfiðri lífsbaráttu. Svampdýr eru frumstæðar lífverur og hefur mörg hundruð mismunandi efnasamböndum, s.s. alkalóíðum, pólýketíðum, terpenum, fituefnum og arómatískum efnum, verið lýst. Hafsvæðið í kringum Ísland er einstakt vistkerfi og þar má m.a. finna heitar uppsprettur eins og strýturnar í Eyjafirði. Markmið þessa verkefnis var að safna svampdýrasýnum af Strýtunum, útbúa útdrætti úr þeim og kanna krabbameinshemjandi áhrif þeirra í rækt. Ennfremur að einangra virku efnin og greina sameindabyggingu þeirra.

Efniviður og aðferðir: 35 svampdýrasýnum var safnað á Strýtunum. Svampdýrin voru frostþurrkuð og síðan úrhlutuð í CH2Cl2:MeOH (1:1) í 24 klst. og leysiefni síðan inngufuð frá. Útdrátturinn var síðan þáttaður niður með aðlagaðri Kupchan vökvaþáttun í fimm misskautaða þætti (A, BC, D og E). Krabbameinshemjandi áhrif útdrátta og þátta í styrknum 33 µg/mL voru könnuð á SkBr-3 krabbameinsfrumur með MTS aðferð. Einangrun efna var gerð með fastfasasúluskiljun og magnbundinni háþrýstivökvaskiljun og sameindabygging ákvörðuð með massagreiningu og kjarnsegulgreiningu.

Niðurstöður: Átta útdrættir drógu úr lifun krabbameinsfrumanna um meira en helming. Einn þessara útdrátta var úr svampdýrinu Myxilla incrustans. Tveir þættir höfðu einnig frumuhemjandi áhrif. Úr þeim voru einangruð tvo ný efnasambönd sem reyndust vera N-acýl dópamín afleiður með endastæða glúkúronsýru einingu. Ekki er búið að meta krabbameinshemjandi áhrif hreinu efnanna.

Ályktanir: Nokkrir útdrættir úr svampdýrum sem safnað var á Strýtunum höfðu krabbameinshemjandi áhrif í rækt. Þar á meðal úr svampdýrinu Myxilla incrustans en fáum efnasamböndum hefur verið lýst úr þessari tegund. Tvær nýjar N-acýl dópamín afleiður með endastæðri sykru voru einangraðar og bygging þeirra ákvörðuð.

 

 

E 91   Quaternary N-alkyl and N,N-dialkyl chitosan derivatives as effective antibacterial agents

Priyanka Sahariah1, Berglind E. Benediktssdóttir1, Martha Á. Hjálmarsdóttir2, Ólafur E. Sigurjónsson3,4, Kasper K. Sørensen5, Mikkel B. Thygesen5, Már Másson1
1Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Department of Biomedical Science, Faculty of Medicine, University of Iceland, 3The REModeL Lab, Blood Bank, Landspítali University Hospital, 4Institute of Biomedical and Neural Engineering, Reykjavík University, 5Department of Chemistry, Faculty of Science, Centre for Carbohydrate Recognition and Signalling, University of Copenhagen
prs1@hi.is

Introduction: Chitosan a biopolymer, has been modified to obtain quaternary N-alkyl derivatives for the development of better antibacterial agents.

Methods and data: Chitosan derivatives were characterized using 1H-NMR, COSY and IR spectrum. Molecular weight was determined using GPC.Antibacterial activity was assayed following the CLSI standard protocols againstStaphylococcus aureus (ATCC 29213), Enterococcus faecalis(ATCC 29212), Escherichia coli (ATCC 25922)and Pseudomonas aeruginosa (ATCC 27853). Toxicity was determined against human red blood cells.

Results: A highly efficient method for the regioselective modification of chitosan biopolymers by means of a simple reductive amination procedure to yield N,N-dialkyl chitosan derivatives was developed using four different alkyl chains. The use of 3,6-O-di-tert-butyldimethylsilylchitosan as a precursor enabled 100% disubstitution of the amino groups. The corresponding mono N-alkyl derivatives were also synthesized, and all the alkyl compounds were then quaternized using an optimized procedure. Antibacterial efficacy against Gram positive S.aureus, E.faecalis and Gram negative E.coli, P.aeruginosa could be correlated to the length of the alkyl chain, but the order of activity was dependent on the bacterial strain. Toxicity against human red blood cells was found to be proportional to the length of the alkyl chain. Derivatives having better selectivity than the quaternary ammonium disinfectants cetylpyridiniumchloride and benzalkoniumchloride as well as the antimicrobial peptides melittin and LL-37 could be obtained.

Conclusions: The current work has led to the development of compounds having high antibacterial activity and better selectivity. These being less toxic and more biodegradable are a potential alternative to antimicrobial peptides and synthetic antimicrobial polymers.

 

 

E 92   Stable self-assembled nanoparticles from sulfobutyl-b-cyclodextrin and chitosan for drug delivery

Zoltán Fülöp1, Attila Balogh2, Phennapha Saokham1, Þorsteinn Loftsson1
1
Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, 2Department of Organic Chemistry and Technology, Faculty of Chemical Engineering, Budapest University of Technology and Economics
zof1@hi.is

Introduction: Cyclodextrins are cyclic oligosaccharides with hydrophilic surface and lipophilic cavity. They form inclusion complexes with lipophilic molecules, increasing the aqueous solubility of various poorly soluble drugs. Cyclodextrins, their derivatives and their inclusion complexes can form nano-sized aggregates, but these aggregates are usually not stable. The aim is to formulate stable nanoparticles utilizing sulfobutyl-β-cyclodextrin and chitosan.

Methods and data: The formation of nanoparticles at pH 4 was monitored by UV-VIS spectrometry operated at 700 nm. Stability of the nanoparticles was followed by DLS combined with viscosity measurements and under different conditions: upon storage, upon dilution, at elevated temperatures and upon salt addition. The effect of media pH on the formation and stability of the nanoparticles was also tested. The nanoparticles were also detected by TEM. Release of hydrocortisone from the nanoparticles was studied by permeation.

Results: The nanoparticles formed had diameter between 100-200 nm. The composition of the nanoparticles were estimated. A method for assessing the stability of the nanoparticles was designed.

Conclusions: The nanoparticles are stable, except under basic conditions or at high salt concentration.

 

 

E 93   Heilsufar íbúa á hjúkrunarheimilum sem eru með sykursýki

Ingibjörg Hjaltadóttir1, Árún Kristín Sigurðardóttir2
1
Flæðissviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild, heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri
inghj@hi.is

Inngangur: Sjúkdómabyrði og lyfjanotkun aldraðra sem eru með sykursýki er oft mikil og sjúkdómurinn er áhættu þáttur varðandi flutning á hjúkrunarheimili. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sykursýki á íslenskum hjúkrunarheimilum árið 2012 og gera samanburð á heilsufari, færni, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningum íbúa með eða án sjúkdómsgreiningarinnar sykursýki.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þar sem skoðuð voru Minimum Data Set möt 2337 íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum.

Niðurstöður: Hlutfall kvenna var 65,5% og meðalaldur var 84,7 (sf. 8,2). Meira var um húðvandamál hjá þeim sem voru með sykursýki, þeir notuðu fleiri lyf, vitræn geta var betri og þátttaka í virkni var meiri. Þeir sem voru með sykursýki voru frekar með háþrýsting, hjartasjúkdóm vegna blóðþurrðar, heilaáfall, nýrnabilun, oflæti/þunglyndi, sjónukvilla vegna sykursýki (retinopathy) og aflimun en voru síður með kvíðaröskun, Alzheimer sjúkdóm og beingisnun.

Ályktanir: Íbúar á hjúkrunarheimilum sem eru með sykursýki eru betur á sig komnir andlega og eru yngri en aðrir íbúar, en hins vegar getur meðferð þeirra verið flókin og áherslur í meðferð önnur en hjá yngra fólki. Því er mikilvægt er að tryggja að starfsfólk hafi þekkingu á hvernig best er að meðhöndla sykursýki hjá öldruðum einstaklingum.

 

 

E 94   Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum með sykursýki

Jónas A. Aðalsteinsson1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Linda Ó. Árnadóttir1, Hera Jóhannesdóttir1, Arnar Geirsson3, Karl Andersen1,2, Tómas Guðbjartsson1,3
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala
jaa6@hi.is

Inngangur: Sykursýki er einn af helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóms. Sykursjúkir einstaklingar þróa gjarnan þriggja æða kransæðasjúkdóm sem er í flestum tilvikum meðhöndlaður með kransæðahjáveituaðgerð. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif sykursýkiá snemmkomna fylgikvilla kransæðahjáveituaðgerða.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2012. Af 1626 sjúklingum voru 261 greindir með sykursýki (16%) og voru þeir bornir saman við 1365 sjúklinga án sykursýki. Forspárþættir fylgikvilla og dauða innan 30 daga voru metnir með aðhvarfsgreiningu.

Niðurstöður: Aldur, kyn, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og EuroSCORE voru sambærileg í báðum hópum, einnig hlutfall hjáveituaðgerða á sláandi hjarta (21%). Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkamsþyngdarstuðul (30 á móti 28 kg/m2, p<0,01) og voru oftar með háþrýsting (82% á móti 60%, p<0,001) og gaukulsíunarhraða undir 60 ml/mín/1,73 m2 (22% á móti 15%, p=0,01). Auk þess var aðgerðartími þeirra 16 mín lengri (p<0,001). Tíðni djúpra bringubeinssýkinga, heilaáfalls og hjartadreps var sambærileg í báðum hópum. Bráður nýrnaskaði var metinn samkvæmt RIFLE-skilmerkjum og voru sykursýkissjúklingar oftar í RISK-flokki (14% á móti 9%, p=0,02) og FAILURE-flokki (2% á móti 0,5%, p=0,01). Minniháttar fylgikvillar (gáttatif, lungnabólga, þvagfærasýking og yfirborðssýking í skurðsári) voru hins vegar svipaðir í báðum hópum. Dánartíðni innan 30 daga var marktækt hærri hjá sjúklingum með sykursýki, eða 5% borið saman við 2% í viðmiðunarhópi (p=0,01). Sykursýki reyndist ekki sjálfstæður áhættuþættur fyrir dauða innan 30 daga þegar leiðrétt var fyrir öðrum áhættuþáttum með fjölþáttaaðhvarfsgreiningu (OR=1,98, 95% ÖB: 0,72-4,95).

Ályktanir: Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni áhættu á að fá bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð en sykursýki virðist ekki vera sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni.

 

 

 

E 95   Fæðuval íslenskra kvenna á meðgöngu og tengsl við meðgöngusykursýki

Ellen Alma Tryggvadóttir1, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Helga Medek2, Reynir Tómas Geirsson2, Ingibjörg Gunnarsdóttir1
1
Rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala, 2kvennadeild Landspítala
eat2@hi.is

Inngangur: Góð næring á meðgöngu er mikilvæg fyrir heilbrigði móður og barns. Meðgöngusykursýki getur haft slæmar afleiðingar fyrir móður og barn. Markmið: 1) Kanna tengsl fæðumynsturs á meðgöngu við hættu á meðgöngusykursýki. 2) Samanburður á fæðuvali þungaðra kvenna út frá líkamsþyngdarstuðli fyrir þungun.

Efniviður og aðferðir: Íslenskum konum á aldrinum 18-40 ára var boðin þátttaka við 20. vikna ómskoðun á fósturgreiningardeild. Þátttakendur vigtuðu allan mat og drykk í fjóra daga á 19.-24. viku meðgöngu og gengust undir sykurþolspróf á 23.-28. viku meðgöngu. Matardagbækur fengust frá 98 konum í kjörþyngd, 46 í yfirþyngd og 39 of feitum konum (n=183) sem voru nýttar í samanburð á fæðuvali. Af þessum konum fóru 86, 44 og 38 í sykurþolspróf (n=168) og hjá þeim síðarnefndu voru skoðuð tengsl fæðumynsturs við meðgöngusykursýki.

Niðurstöður: 1) Fæðumynstur sem samanstóð af fisk og sjávarréttum, eggjum, grænmet, ávöxtum og berjum, jurtaolíum, hnetum og fræju, pasta, morgunverðarkorni, kaffi og te ásamt neikvæðu samhengi við gosdrykki og franskar kartöflur tengdist minni hættu á meðgöngusykursýki (OR: 0,54 95% CI: 0,30, 0,98). Tengslin voru enn til staðar eftir leiðréttingu ýmissa þátta (OR: 0,36 95% CI: 0,14, 0,94). 2) Neysla ávaxta, grænmetis, fisks, trefja og Omega-3 virðist ekki vera nægileg meðal þungaðra kvenna á Íslandi. Skortur á D-vítamíni, joði og járni gæti verið til staðar hjá fjölda þeirra.

Ályktanir: Heilsusamlegt fæðumynstur gæti reynst verndandi gegn meðgöngusykursýki, sérstaklega hjá konum sem eru þegar í aukinni áhættu vegna ofþyngdar/offitu fyrir meðgöngu. Stór hluti þungaðra kvenna á Íslandi fylgir ekki ráðleggingum í fæðuvali.

 

 

E 96   Sykursýki 2 í kjölfar meðgöngusykursýki

Laufey Dóra Áskelsdóttir1, Ómar Sigurvin Gunnarsson2, Hildur Harðardóttir1,2, Arna Guðmundsdóttir3
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvenna- og barnasviði Landspítala, 3göngudeild sykursjúkra Landspítala
laufeydora@gmail.com

Inngangur: Konur sem fá meðgöngusykursýki (MGS) fá oftar sykursýki 2 (SS2) síðar á ævinni, ásamt fylgikvillum. Nýgengi MGS hérlendis er um 4%, en nýgengi SS2 í kjölfar meðgöngusykursýki hefur aldrei verið skoðað í íslensku þýði.

Efniviður og aðferðir: Um tilfellaviðmiðarannsókn var að ræða. Í tilfellahópi voru 53 mæður sem fengu meðgöngusykursýki árin 2002-2003 og 2007-2008. Í viðmiðunarhópi voru 36 konur sem fæddu á sama tíma en fengu ekki MGS. Tekið var viðtal við konurnar og mældur fastandi blóðsykur ásamt langtíma blóðsykurgildi (HbA1c). Tölfræðileg marktækni var miðuð við p-gildi ˂0,05.

Niðurstöður: Þrjár af 53 konum (5,7%) í tilfellahópi höfðu greinst með sykursýki 2 eftir fæðingu en engin kvennanna í viðmiðunarhópi. Munurinn var ekki marktækur (p=0,15). Líkamsþyngdarstuðull þegar viðtal var tekið var 29,4 ± 6,4 kg/m2 hjá tilfellahópi en 26,3 ± 5,2 kg/m2 hjá konum í viðmiðunarhópi (p=0,014). Mittis/mjaðma-hlutfall var hærra í tilfellahópi; 0,9 ± 0,08 á móti 0,8 ± 0,07 (p˂0,001) í viðmiðunarhópi. Fastandi blóðsykur var hærri hjá MGS konum; 5,3 ± 0,6 mmól/L miðað við 5,0 ± 0,4 (p=0,001) og HbA1c einnig marktækt hærra; 5,6 ± 0,4 á móti 5,3 ± 0,4 (p=0,001). Marktækt fleiri konur í tilfellahópi (35,4%) höfðu fastandi gildi sem benda til skerts sykurþols (³5,6 mmól/L) miðað við viðmiðunarhóp (6,9%), p=0,005.

Ályktanir: Fimm og tíu árum eftir fæðingu vorukonur sem fengu MGS þyngri, með hærra mittis/mjaðmahlutfall, hærri fastandi blóðsykur og hærra HbA1c en konur sem ekki fengu MGS. Þetta bendir til aukinnar hættu fyrir þær á að fá sykursýki 2.

 

 

E 97   Spáir þrek á unglingsaldri fyrir um líkamsmynd síðar á ævinni?

Sunna Gestsdóttir1,Sigurbjörn Árni Arngrímsson1, Þórarinn Sveinsson2, Erla Svansdóttir1, Erlingur Jóhannsson1
1
Rannsóknastofu í íþrótta- og heilsufræði, íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í hreyfivísindum, læknadeild Háskóla Íslands
gsg31@hi.is

Inngangur: Á unglingsárum mótast hegðunarmynstur einstaklinga og hornsteinn andlegrar vellíðanar er lagður. Unglingsárin hafa aldrei spannað eins langt tímabil og nú og rannsóknir sýna að vanlíðan ungmenna hefur aukist. Niðurstöður rannsókna á þessum aldurshóp hafa sýnt fram á tengsl slæmrar líkamsmyndar við lágt sjálfsálit og þunglyndi, en að gott þrek hafi jákvæð áhrif á þunglyndi og kvíða. Lítið er hins vegar vitað um tengsl þreks (mælt hlutlægt) og líkamsmyndar. Markmið þessarar rannsóknarinnar var að kanna áhrif þreks, við 15 ára aldur, á líkamsmynd, við 23 ára aldur.

Efniviður og aðferðir: Samtals 201 þátttakandi var mældur við 15 ára aldur og aftur við 23 ára aldur. Líkamsmynd var mæld með Offer Self-Image spurningalistanum, þrek var mælt bæði á hlutlægan hátt á þrekhjóli og huglægt með spurningalista. Línuleg aðfallsgreining var notuð við gagnagreiningu með leiðréttingu fyrir kyni, líkamsþyngdarstuðli, þykkt húðfellinga og líkamsmynd við 15 ára aldur. Dreifigreining fyrir endurteknar mælingar var notuð til að kanna breytingar á mældum þáttum.

Niðurstöður: Líkamsmynd hélst óbreytt en þrek versnaði frá 15 til 23 ára aldurs, óháð kyni. Báðar grunnmælingar á þreki (hlutlæg F=19,8; p<0,001; R2=0,139 og huglæg F=27,0; p<0,001; R2=0,133) spáðu fyrir um líkamsmynd þátttakenda við 23 ára aldur. Þegar leiðrétt var fyrir kyni, líkamsþyngdarstuðli, þykkt húðfellinga og líkamsmynd við 15 ára aldur spáði aðeins hlutlæg mæling á þreki fyrir um líkamsmynd við 23 ára aldur.

Ályktanir: Hlutlæg mæling á þreki gefur betri forspá fyrir líkamsmynd en huglæg. Gott líkamsform á unglingsaldri stuðlar að aukinni vellíðan síðar á ævinni.

 

 

E 98   Áhrif holdafars á frávik í efnaskiptum barna og unglinga

Ásdís Eva Lárusdóttir1, Tryggvi Helgason2, Ragnar Bjarnason1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins
ael4@hi.is

Inngangur: Offita barna og fullorðinna er vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum. Erlendar rannsóknir benda til aukinnar tíðni frávika í efnaskiptum hjá börnum og jafnvel lífsstílstengdra sjúkdóma, t.d. fitulifrar og sykursýki 2. Frá árinu 2011 hefur Heilsuskólinn á Barnaspítala Hringsins aðstoðað börn og fjölskyldur þeirra við að bæta lífsstíl sinn. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að fá heildstæða mynd af frávikum í efnaskiptum barna með offitu sem vísað er til Heilsuskóla Barnaspítalans.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn, lýsandi og náði til allra barna sem leitað höfðu til Heilsuskólans frá 1. janúar 2011 til 15. mars 2013. Upplýsingar um þátttakendur voru fengnar hjá upplýsingatæknisviði Landspítalans.

Niðurstöður: Niðurstöður blóðrannsókna voru fáanlegar hjá alls 116 börnum. Frávik í einu eða fleiri gildum fundust hjá 54 börnum (46,6%). Fjögur börn (3,9%) höfðu staðfesta fitulifur og 28 (28,0%) höfðu insúlínhækkun, þar af átta (8,0%) að því marki að þörf væri á inngripi (e. hyperinsulinemia). Eitt barn hafði báðar greiningarnar.

Mittismál hafði í sjö af átta tilvikum meiri fylgni við blóðgildi en BMI staðalfráviksstig (BMI-SDS) fyrir aldur. Mest voru tengsl mittismáls og insúlíns en mittismál útskýrir 38% insúlínhækkunar (p<0,01) en BMI-SDS skýrir aðeins 6% (p<0,05).

Ályktanir: Frávik í blóðgildum of feitra barna eru algeng. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mittismál sé betri mælikvarði á frávik í efnaskiptum en BMI-SDS, sér í lagi fyrir insúlínhækkun. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi þess að læknar mæli mittismál barna sem þeir hafa til meðferðar.

 

 

E 99   Sexárajaxlar eru lykiltennur greiningar á glerungseyðingu meðal unglinga

Inga B. Árnadóttir1, Peter Holbrook1, Stefán Hrafn Jónsson2, Sigurður Rúnar Sæmundsson1
1
Tannlæknadeild Háskóla Íslands, 2félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands
iarnad@hi.is

Inngangur: Glerungseyðing er algengur tannsjúkdómur meðal unglinga og yfirleitt mældur eftir fjölda tanna sem greinast með glerungseyðingu. Leitast var við að finna lykiltennur til greiningar sjúkdómsins á byrjunarstigi sem notast gæti við áhættuflokkun til þess að beita skilvirkari forvörnum.

Efniviður og aðferðir: Gögn um tannheilsu barna (MUNNÍS 2005) um rannsókn á glerungseyðingu 12 ára (n=757) og 15 ára barna (n=750) voru notuð, alls 20% af öllum 12 og 15 ára börnum á Íslandi. Allar fullorðinstennur voru skoðaðar og glerungseyðing metin eftir alvarleika sjúkdómsins með staðlaðri AL/IBA aðferð. Borin var saman glerungseyðing á fyrstu jöxlum í neðri góm (sexárajöxlum) og glerungseyðing annars staðar í munninum.

Niðurstöður: 17,5% 12 ára barna greindust með glerungseyðingu (19,9% pilta og 11% stúlkna p<0,001) og 30,7% 15 ára barna (38,3% pilta, 22,7% stúlkna p<0,001) Aðeins 1,5% 12 ára pilta og 0,8% 15 ára pilta greindust með glerungseyðingu á öðrum tönnum en ekki jöxlum í neðri góm. Sé glerungseyðing á fyrstu jöxlum neðri góms notuð sem greinandi próf á glerungseyðingu verður næmi/sértæki (SN/SP) slíks prófs 98,2%/100% fyrir 15 ára og 93,8%/100% fyrir 12 ára börn.

Ályktanir: Glerungseyðing tvöfaldaðist frá 12 til 15 ára aldurs og var marktækt meiri hjá piltum en stúlkum. Glerungseyðing á fyrstu jöxlum í neðri gómi gefur auðvelda og áreiðanlega mælingu á tíðni glerungseyðingar hjá unglingum.

 

 

E 100   Metabolic disorders and risk factors for normal weight obesity in adolescents

Anna Sigríður Ólafsdóttir1, Jóhanna Eyrún Torfadóttir2,3, Sigurbjörn Árni Arngrímsson1
1
Research Center for Sport and Health Sciences, University of Iceland, 2Educational Research Institute, University of Iceland,3Unit for Nutrition Research, Faculty for Food Science and Nutrition, University of Iceland
annaso@hi.is

Introduction: The aim is to explore metabolic disorders in normal weigh obese (NWO) adolescents as well as risk factors.

Methods and data: Randomly selected 18 year old students (n = 191) from three highschools in the capital area in Iceland, with body mass index (BMI) within normal range (BMI, 18.5-24.9 kg/m2) participated. Waist circumference was measured and bodycomposition assessed with dual energy X-ray absorptiometry (DXA). Aerobic fitness was measured with maximum oxygen uptake test on treadmill. Dietary habits were evaluated with 24-hour recall and questionnaires about diet and lifestyle, and blood samples were taken. NWO was defined, according to Lohman's criteria; BMI within normal range and percentage body fat above 17.6% in males and above 31.6% in females.

Results: Among normal weight participants, 40% (n=76) were defined as NWO, thereof 60% (n=46) were male participants. Fewer participants with NWO ate breakfast on a regular basis, consumed vegetables frequently, slept enough, and were physically active compared with participants without NWO. No difference was detected between the two groups in energy-, macronutrient- or micronutrient intake. The mean difference in aerobic fitness was 3.4 ml/kg/min between the groups in favor of the non-NWO group (P=0.01). NWO was positively associated with having one or more risk factors for metabolic syndrome (Odds Ratio OR=2.2; 95% confidence interval CI: 1.2, 3.9) and high waist circumference (OR=7.4; 95%CI: 2.1, 25.9).

Conclusions: High prevalence of NWO was observed in the study group. Promoting healthy lifestyle with regard to nutrition, sleep and physical activity in early life should be emphasized.

 

E 101   Óframkvæmd hjúkrun: Atvik vegna vanrækslu á sjúkrahúsum á Íslandi

Helga Bragadóttir
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
helgabra@hi.is

Inngangur: Óframkvæmd hjúkrun er skilgreind sem hjúkrunarmeðferð sem sjúklingur þarfnast, en er sleppt eða seinkað að hluta til eða að öllu leyti og má flokka sem atvik vegna vanrækslu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á óframkvæmda hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Um þversniðsrannsókn var að ræða með þátttöku hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á legudeildum lyflækninga, skurðlækninga og gjörgæslu á öllum sjúkrahúsum á Íslandi (N=864). Notaður var skriflegur spurningalisti sem spurði um lýðfræðilega og bakgrunnsþætti, óframkvæmda hjúkrun og teymisvinnu. Svarhlutfall var 69,3%.

Niðurstöður: Hjúkrunarathafnir sem flestir þátttakendur sögðu óframkvæmdar á sinni deild voru: aðstoð við hreyfingu þrisvar á dag eða samkvæmt fyrirmælum, þverfaglegir fundir alltaf sóttir, og sjúklingar fræddir um sjúkdóm, próf og greiningarannsóknir. Helstu ástæður óframkvæmdrar hjúkrunar tengdust mönnun og var algengasta ástæðan ófyrirséð fjölgun sjúklinga/aukin hjúkrunarþyngd á deildinni. Óframkvæmd hjúkrun og ástæður tengdar mönnun, aðföngum og samskiptum voru marktækt algengari á kennslusjúkrahúsum en öðrum sjúkrahúsum (tíðni óframkvæmdrar hjúkrunar p<0,001; ástæður tengdar mönnun p<0,05; ástæður tengdar aðföngum og ástæður tengdar samskiptum p<0,001). Óframkvæmd hjúkrun var marktækt algengari á deildum lyflækninga og skurðlækninga en gjörgæslu og blönduðum deildum (p<0,001). Hjúkrunarfræðingar töldu hjúkrun marktækt oftar óframkvæmda en sjúkraliðar (p<0,001) og að ástæður tengdust mönnun (p<0,001). Hjúkrun var síður óframkvæmd þar sem teymisvinna var betri að mati þátttakenda (p<0,001).

Ályktanir: Niðurstöður sýna að verið er að vanrækja grunnhjúkrun í nokkrum mæli á íslenskum sjúkrahúsum. Í því sambandi þarf að huga betur að mönnun og skipulagi aðfanga, auk samskipta og teymisvinnu, sérstaklega á kennslusjúkrahúsum á legudeildum lyflækninga og skurðlækninga.

 

 

E 102   Samband hróss hjúkrunardeildarstjóra við líðan hjúkrunarfræðinga og mat þeirra á vinnuumhverfi sínu

Herdís Sveinsdóttir1,2, Erla Dögg Ragnarsdóttir1, Katrín Blöndal1
1
Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
herdis@hi.is

Inngangur: Hrós hjúkrunardeildarstjóra virðist skipta sköpum fyrir líðan starfsfólks. Markmiðið var að skoða samband hróss við starfsánægju, starf, vinnuálag, vinnuumhverfi og trúnað við stofnun.

Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað með rafrænum spurningalista og var úrtakið hjúkrunarfræðingar starfandi á skurðsviði Landspítala (n=383). Svörun var 49%.

Niðurstöður: Tæpum þriðjung þátttakenda (31,6%) var hrósað oft eða mjög oft. Samanborið við hjúkrunarfræðinga sem var hrósað sjaldan/mjög sjaldan (33,3%) voru þeir líklegri til að haldast í vinnu á sinni deild (OR=15.487), töldu sig fá faglega viðurkenningu (OR=11.029), töldu samskipti á deildinni ánægjuleg (OR=3860) og virtu mikils faglegt samstarf (OR=3719) og að hafa möguleika á faglegu samstarfi (OR=0,581).

Ályktanir: Hrós er ódýrt og árangursríkt. Það hefur áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinga og mat þeirra á starfsumhverfi sínu og því skiptir máli að hjúkrunardeildarstjórar tileinki sér stjórnunarhætti sem innifela hrós og viðurkenningu. Þetta getur skipt miklu máli á komandi árum þegar yfirvofandi skortur á hjúkrunarfræðingum verður staðreynd og mikilvægt að halda þeim í starfi.

 

 

E 103   Starfsánægja og streita í starfi hjúkrunardeildarstjóra á Landspítala

Ingibjörg Fjölnisdóttir2, Birna G. Flygenring1,Herdís Sveinsdóttir1,2
1
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala
inf1@hi.is

Inngangur: Í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 hafa verið gerðar breytingar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana og það einfaldað. Millistjórnendum hefur fækkað og stjórnendum sem eftir eru hafa fengið aukin verkefni sem felur í sér meiri ábyrgð og vinnuálag.

Efniviður og aðferðir: Um er að ræða megindlega rannsókn með lýsandi könnunarsniði. Úrtak rannsóknarinnar náði til allra hjúkrunardeildarstjóra Landspítalans sem höfðu mannaforráð.

Niðurstöður: Svörunin var 76% (n=70). Rúmlega helmingur þátttakenda (57%) voru á aldrinum 35-54 ára. Helmingur þeirra (49%) hafði starfað sem hjúkrunardeildarstjórar í minna en 5 ár. Þátttakendur voru almennt ánægðir í starfi (98%). Þeir voru ánægðir með starfsánægjuþættina: Samstarfsfólk, Stjórnun og samskipti en óánægðir með Laun og hlunnindi. Flestir þátttakenda (94%) töldu vinnuálag of mikið, vinnuálag ójafnt og verkefni hlaðast upp. Vinnuaðstæður höfðu áhrif á starfsánægju og streitu í starfi og streita hafði neikvæð áhrif á starfsánægju. Þátttakendur töldu helstu streituvaldandi þætti í starfi vera: Samskiptaerfiðleikar, tímaskortur og verkefnaálag. Þátttakendur sem höfðu starfað sem hjúkrunardeildarstjórar í 6-10 ár fundu marktækt meira fyrir streitu. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar voru að starfsaldur sem hjúkrunardeildarstjóri, of erfið verkefni, of lítili mönnun og að komast ekki úr vinnu vegna álags spáðu mestu fyrir um streitu.

Þátttakendur óskuðu helst eftir stuðningi í starfi frá samstarfsfólki, öðrum deildarstjórum, framkvæmdastjóra og aðstoðardeildarstjóra.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að yfirmenn verða að hafa í huga að endurskipulagning og niðurskurður á starfsemi heilbrigðisstofnana getur haft neikvæð áhrif á starfsánægju og vinnutengda streitu hjúkrunardeildarstjóra og því er mikilvægt að þeir finni úrræði til að styðja betur við þá í starfi.

 

 

E 104   Afstaða Íslendinga til opinbers reksturs og fjármögnunar heilbrigðisþjónustunnar

Rúnar Vilhjálmsson
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
runarv@hi.is

Inngangur: Skandinavískar rannsóknir benda almennt til að almenningur styðji félagslega heilbrigðisþjónustu. Meirihlutinn telur að ríkið eigi að fjármagna og reka heilbrigðisþjónustuna fyrst og fremst. Tilgangur núverandi rannsóknar var að kanna viðhorf íslensk almennings til opinberrar fjármögnunar og reksturs heilbrigðisþjónustunnar og leita skýringa á mismunandi viðhorfum.

Efniviður og aðferðir: Byggt er á Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ frá apríl 2013. Úrtak voru Íslendingar 18 ára og eldri. Heimtur voru 74% (N=1532). Spurt var um aldur, menntun, mánaðartekjur, búsetu, atvinnugeira, hægri-vinstri hugmyndafræði, skattbyrði og áætlaða þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Háðar breytur voru annars vegar afstaða til þess hvort hið opinbera eða einkaaðilar ættu að reka heilbrigðisþjónustuna, og hins vegar afstaða til opinberrar fjármögnunar heilbrigðisþjónustu.

Niðurstöður: Mikill meirihluti Íslendinga styður opinberan rekstur heilbrigðisþjónustu og vill meiri opinbera fjármögnun. Engu að síður má sjá nokkurn mun á afstöðu hópa. Konur og landsbyggðarfólk styður frekar aukna opinbera fjármögnun heilbrigðisþjónustu. Fólk með syttri skólagöngu styður frekar en aðrir opinberan rekstur heilbrigðisþjónustu. Stuðningur við opinberan rekstur heilbrigðisþjónustu er meiri meðal vinstrimanna en hægrimanna, en báðir hópar leggja álíka mikla áherslu á aukna opinbera fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Skattbyrði og atvinnugeiri skiptu ekki máli. Þeir sem höfðu áður notað eða væntu meiri heilbrigðisþjónustu studdu frekar aukna opinbera fjármögnun.

Ályktanir: Mikill og almennur stuðningur er við opinberan rekstur og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi líkt og í öðrum norrænum ríkjum. Konur, fólk með takmarkaða skólagöngu, landsbyggðarfólk, vinstrimenn og þeir sem nota meira heilbrigðisþjónustuna styðja þó frekar en aðrir opinberan rekstur eða fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar.

 

 

E 105   Tíðni átröskunareinkenna og viðhorf til líkamsmyndar meðal íslenskra háskólastúdenta

Páll Biering1, Þórdís Rúnarsdóttir2, Ingibjörg Ásta Claessen3, Marín Björg Guðjónsdóttir3, Sigrún Jensdóttir3, Sigurlaug Ása Pálmadóttir3
1
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingur, 3Landspítala
pb@hi.is

Inngangur: Tíðni offitu og átraskana fer vaxandi í hinum vestræna heimi. Samkvæmt erlendum rannsóknum er ungt fólk, aðallega konur, sérstaklega útsett fyrir þessum vanda. Þetta á einkum við um ungt fólk í háskólanámi. Sterk tengsl eru einnig á milli átraskana og neikvæðar sjálfsmyndar, sér í lagi líkamsímyndar. Tilgangur þessarar rannsóknar var því að kanna tíðni átröskunareinkenna og tengsl þeirra við líkamsímynd meðal stúdenta við Háskóla Íslands

Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað með netkönnun á vormisseri 2010 og aftur á vormisseri 2014. Alls tóku 1280 þátt í fyrri könnuninni og 1115 í þeirri síðari (svarhlutfall 11-13%) Mun fleiri kven- en karlstúdentar tóku þátt og ætla má að svarhlutfall kvenstúdenta hafi verið 20%. Gagna var aflað með spurningalistanum „Eating Disorder Inventory 3 Referal Form (EDI-3RF)“ sem hefur verið þýddur og sannprófaður við íslenskar aðstæður.

Niðurstöður: Lítill munur var á milli niðurstaðna úr fyrri og seinni könnuninni sem styður áreiðanleika þeirra. Þannig mættu 14,4%-15,0% þátttakenda tilvísunarviðmiðum lotugræðgi og 5,7%-6,0% mættu tilvísunarviðmiðum megrunarþráhyggju. Þó var nokkur munur á viðnámshegðun á milli kannanna, en 4,5%/2,5% höfðu notað hægðalosandi lyf síðustu þrjá mánuði og 9,1%/7,6% höfðu framkallað uppköst. Fjórðungur þátttakanda greindist með lága líkamsímynd og voru sterk tengsl á milli hennar og kjörþyngdar, en 60%-65% þátttakenda voru í kjörþyngd.

Ályktanir: Þessi rannsókn sýnir ótvírætt að stór hluti kvenstúdenta við HÍ glímir við, eða er í áhættuhóp, hvað varðar lotugræðgi og megrunarþráhyggju (anorexíu) og að mikilvægt er að hefja forvarnarstarf á þessu sviði innan skólans. Lágt svarhlutfall gæti þó verið vísbending um að þessi vandamál hafi verið ofgreind.

 

E 106   Tíðni forréttinga meðal almennra tannlækna

Sigurbjörg Inga Björnsdóttir, Apríl Sól Salómonsdóttir, Teitur Jónsson
Tannlæknadeild Háskóla Íslands
tj@hi.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um forréttingar meðal almennra tannlækna; hversu algengt það sé að þeir geri forréttingar og hvaða aðferðir eða tæki séu helst notuð. Einnig var skoðað hvort kyn, aldur, starfsaldur eða fjarlægð til næsta tannréttingasérfræðings skipti máli þegar tekin er ákvörðun um forréttingu.

Efniviður og aðferðir: Rafrænn spurningalisti með 14 spurningum var sendur til allra félagsmanna Tannlæknafélags Íslands (TFÍ), samtals 284 manns, en 273 þeirra eru starfandi. Svarhlutfallið var 45,4% þar sem 124 svör bárust, þar af 99 frá starfandi almennum tannlæknum. Einnig var stuðst við upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) um fjölda þenslugóma sem fengust endurgreiddir á fimm ára tímabili.

Niðurstöður: Mikill meirihluti almennra tannlækna á Íslandi sinnir forréttingum að einhverju leyti. Tíðni forréttinga hafði nokkra fylgni við kyn, en ekki fannst samband við aldur eða starfsaldur tannlækna og ekki við aðgang að tannréttingasérfræðingi í sveitarfélaginu. Tölur frá SÍ um fjölda umsókna eru mun lægri en niðurstöður rannsóknarinnar og benda til þess að hluti þenslugóma sem gerðir eru árlega sé ekki endurgreiddur eða að fjöldi þeirra sé ofmetinn í könnuninni.

Ályktanir: Meirihluti almennra tannlækna sinnir forréttingum að einhverju leyti, en fáir í miklum mæli. Kvenkyns tannlæknar drógu marktækt oftar úr barnatennur en karlar, Helstu tannréttingatæki sem smíðuð eru á tannsmíðaverkstæðum eru gómplötur með framfærslufjöður/fjöðrum, þenslugómar og bithækkunarplötur.

 

 

E 107   Dánartíðni vegna blóðþurrðarhjartasjúkdóma á Íslandi, Norður- og Eystrasaltslöndum árin 1981-2009

Elías Freyr Guðmundsson1, Thor Aspelund1,2, Vilmundur Guðnason1,3
1
Hjartavernd, 2lýðheilsuvísindi, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 3heilbrigðisvísindasviði, læknadeild Háskóla Íslands
elias@hjarta.is

Inngangur: Blóðþurrðarsjúkdómar eru enn eitt algengasta dánarmeinið í vestrænum löndum þó dánartíðni vegna þeirra hafi lækkað umtalsvert síðustu áratugi. Lækkunina má að miklu leyti rekja til jákvæðrar þróunar í lífsstílsþáttum er varða reykingar, mataræði og hreyfingu. Markmið rannsóknarinnar var að greina breytingar í dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóma á Íslandi árin 1981-2009 hjá 25-74 ára einstaklingum og að meta hvort þær hafi verið samhliða breytingum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um blóðþurrðardauða og heildaríbúafjölda eftir aldri og kyni voru sóttar í dánarmeinagagnagrunna WHO og Hagstofu Íslands. Reiknuð var aldursleiðrétt dánartíðni fyrir hvert land með tölfræðiforritinu Joinpoint sem getur tímasett marktækar breytingar í tíðni og leyfir samanburð á leitni tíðniferla milli landa. Leiðrétt var fyrir ólíkri aldurssamsetningu landa með aldursstöðlun út frá evrópsku staðal-aldurssamsetningunni (European Standard Population 2013).

Niðurstöður: Dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóma lækkaði í öllum löndunum en mishratt. Tíðnin á Íslandi lækkaði um 81% hjá körlum (úr 324 í 63/100.00 íbúa á ári) og um 89% hjá konum (úr 108 í 12/100.000 íbúa á ári). Íslandi bar vel saman við Norðurlöndin, bæði varðandi dánartíðni og hlutfallslega breytingu í tíðni á ári. Tíðni í Eystrasaltsríkjunum var mun hærri en á Norðurlöndunum, að jafnaði fjórfalt hærri en hjá íslenskum körlum og fimmfalt hærri en hjá íslenskum konum. Tíðnin í Eystrasaltsríkjunum lækkaði minna á tímabilinu.

Ályktanir: Dánartíðni vegna blóðþurrðarsjúkdóma hefur lækkað mikið á Íslandi. Þróunin á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er mjög svipuð meðan Eystrasaltsríkin sitja eftir með mun hærri tíðni og hægari breytingu til góðs.

 

 

E 108   Fellibelgsvefjaþunganir á Íslandi árin 1991-2010

Ásdís Braga Guðjónsdóttir1, Jens A. Guðmundsson1, 2, Karl Ólafsson1,2, Kristrún R. Benediktsdóttir1,3, Reynir Tómas Geirsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvenna- og barnasviði Landspítala, 3rannsóknastofu meinafræðideildar Landspítala
abg23@hi.is

Inngangur: Fellibelgsvefjaþunganir (e. gestational trophoblastic diseases, GTD) er hópur sjúkdóma sem eru tilkomnir vegna ofvaxta fylgjuvefs í kjölfar óeðlilegrar eða eðlilegrar þungunar. Algengasti sjúkdómurinn innan GTD er blöðruþungun (e. hydatidiform mole), þær skiptast í fullkomnar og ófullkomnar. Meðferð við blöðruþungunum felst í legtæmingu og eftirlit er gert með reglulegum mælingum á β-hCG hormóni í blóði. Fellibelgskrabbamein (e. choriocarcinoma) getur komið í kjölfar blöðruþungunar. Nýgengi þessara sjúkdóma hefur aldrei verið kannað á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna á Íslandi sem höfðu fengið viðeigandi greiningu á tímabilinu 1991 til 2010. Leitað var eftir greiningarnúmerum í gagnagrunni Landspítala og skráður var aldur kvenna við greiningu, vefjagreiningarsvar, fjöldi þungana, fjöldi fæðinga fyrir og eftir greiningu, meðgöngulengd við greiningu, lengd eftirlits í vikum, athugað var hlutfall kvenna sem fengu lyfjameðferð með Methotrexate og afdrif þeirra.

Niðurstöður: 165 tilfelli af blöðruþungunum fundust á rannsóknartímabilinu, þar af 34 fullkomnar, 112 ófullkomnar og 19 óskilgreind. Nýgengi blöðruþungana var 1,29/10000 konur á frjósemisskeiði á ári eða 19,2/10000 fæðingar á ári. Meðalaldur við greiningu var 29 ára. Skráð eftirlit var aðeins hjá 102 konum. Upplýsingar um eftirlit lá ekki fyrir í 38% tilvika. Aðeins þrjár konur voru greindar með fellibelgskrabbamein á 20 ára tímabili, tvær létust úr sjúkdómnum. Nýgengi er 0,024/10000 konur á frjósemisskeiði á ári og dánartíðnin er 0,016/10000 konur á frjósemisskeiði á ári.

Ályktanir: Nýgengi blöðruþungana á Íslandi er sambærilegt við nágrannalönd og aðrar Evrópuþjóðir. Sama gildir um nýgengi fellibelgskrabbameins. Skráning meðferðar og eftirlits er ekki fullkomin. Þörf er á miðlægri skráningu á Íslandi.

 

 

E 109   Eiturpróteinið Pasteurella multocida toxín í bakteríum einangruðum úr íslensku sauðfé

Þorbjörg Einarsdóttir, Sigríður Hjartardóttir, Ólöf G. Sigurðardóttir, Einar Jörundsson, Vala Friðriksdóttir, Eggert Gunnarsson
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
thorbje@hi.is

Inngangur: Pasteurella multocidatoxín (PMT) er helsti meinvirkniþáttur P. multocida bakteríunnar. Algengt er að P. multocida bakteríur í svínum beri PMT genið (toxA), en talið er að bakteríur einangraðar úr öðrum dýrategundum beri það yfirleitt ekki. Þó eru til dæmi um að toxín-genið hafi verið greint í bakteríum úr fuglum, geitum, kindum og fleiri dýrategundum. Við könnuðum hvort P. multocida bakteríur einangraðar úr íslensku sauðfé bæru toxA genið.

Efniviður og aðferðir: Bakteríur voru einangraðar úr lungnasýnum úr kindum og tegundagreining staðfest með PCR. PCR próf með erfðavísum sértækum fyrir toxA genið var notað til að kanna hvort toxínið væri til staðar og hluti af geninu var raðgreindur.

Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að flestar, ef ekki allar, P. multocida bakteríur úr íslensku sauðfé beri toxA genið. Raðgreining á hluta gensins gaf 100% samsvörun milli stofnanna sem sýnir að toxín genið er mjög vel varðveitt.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að útbreiðsla á toxA geninu sé mjög vanmetin, a.m.k. á Íslandi. Í framhaldi verður erfðaefni íslenskra P. multocida baktería borið saman við erfðaefni erlendra P. multocida baktería úr sauðfé til að athuga hvort þær beri einnig toxín-genið. Toxínið er vel þekkt í svínum erlendis og sjúkdómseinkenni þess verið rannsökuð, en líklegt er að toxínið gegni einnig mikilvægu hlutverki í sjúkdómsmynd annarra húsdýra, svo sem sauðfjár.

 

 

E 110  Renibacterium salmoninarum og ósérhæft ónæmissvar í bleikju- og laxaseiðum

Ívar Örn Árnason, Birkir Þór Bragason, Sigríður Guðmundsdóttir
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
ivara@hi.is

Inngangur: Gram-jákvæða innanfrumubakterían Renibacterium salmoninarum veldur hæggengri sýkingu í nýrum laxfiska. Smit berst í vatni/sjó milli einstaklinga og milli kynslóða í hrognum. Þróun sýkingarinnar er margvísleg í náttúrunni, í eldi og mismunandi laxfiskum. Ytra sem innra álag getur valdið því að sýkingin blossi upp með alvarlegum sjúkdómseinkennum og dauða. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman sýkinguna og viðbrögð gegn henni í laxi og bleikju.

Efniviður og aðferðir: Seiðum var skipt í þrjá hópa sem fengu bakteríulausn eða PBS í kviðarhol (i.p.) eða enga meðhöndlun. I.p. og PBS hópum hvorrar tegundar var blandað saman (tvö ker fyrir hvora tegund). Ósmitaði fiskurinn var sér. Nýrnasýni voru tekin 0, 1, 4, 7, 10, 14 og 22 dögum eftir sýkingu. Sýking var greind með snPCR og ELISA sem greinir mótefnavaka. Hannaðir voru vísar innan sameiginlegra vel varðveittra svæða, til að greina tjáningu MHC-I, TGF–β og NAPDH gena með RTqPCR.

Niðurstöður: I.p. sýkingin dró úr vexti beggja tegunda. Á fyrsta degi eftir sýkingu var snPCR jákvætt í einum fiski og í um helmingi fiska við hverja sýnatöku eftir það. ELISA gildi voru jákvæð frá fyrsta degi og hækkuðu meira í bleikju en laxi. snPCR á sýnum úr PBS fiski var neikvætt í lok tilraunar í báðum tegundum en sýni úr tveimur löxum sýndu lág-jákvæða ELISA mælingu á degi 22. Öll önnur sýni voru neikvæð. Sýni úr 0-fiski og ómeðhöndluðum samanburðarfiski voru neikvæð í báðum prófum. Tjáning ónæmisgenanna var stöðug í báðum tegundum og verða niðurstöður fyrir tilraunahópana bornar saman.

Ályktanir: Mikilvægt er að þekkja sýkingarferli nýrnaveikibakteríu og ónæmisviðbrögð helstu eldistegunda laxfiska hérlendis.

 

 

E 111   Sníkjudýr fálka (Falco rusticolus) á Íslandi

Karl Skírnisson1, Nanna D. Christensen2, Ólafur K. Nielsen3
1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2University of Copenhagen, Department of Plant and Environmental Science, 3Náttúrufræðistofnun Íslands
karlsk@hi.is

Inngangur: Fálki er staðfugl á Íslandi. Stofninn er lítill, talið er að 300-400 pör verpi árlega. Afkoman er tengd þéttleika rjúpu, aðalfæðu fálkans. Rannsóknir Clausens og Finns Guðmundssonar (1981) á 38 dauðum fálkum frá árunum 1966-1973 leiddu í ljós ýmsar bakteríu- og sníkjudýrasýkingar. Hárormurinn Capillaria contorta fannst í flestum fuglanna en sjaldséðari voru þrír bandormar og ögðutegund. Árlega berast Náttúrufræðistofnun veikir eða dauðir fálkar.

Efniviður og aðferðir: Árið 2010 var gerð forkönnun á ytri sníkjudýrum 31 fálka sem barst Náttúrufræðistofnun á árunum 1998-2010. Árið 2013 var 31 fálki til viðbótar skoðaður. Bæði ytri og innri sníkjudýra var leitað á 25 fuglanna, einvörðungu ytri sníkjudýra á fimm og innri sníkjudýra í einum fálka.

Niðurstöður: Fjórtán fálkasníkjudýr fundust í þessum efniviði, þrjár ögðutegundir (Cryptocotyle lingua*, C. concavum*, Strigea sp.), tveir bandormar (Mesocestoides sp., Dicranotaenia sp.), 2 þráðormar (C. contorta, Serratospiculum guttatum*), fiðurmítillinn Dubininia accipitrina*, blóðmítillinn Ixodes caledonicus*, Rhynonyssidea nasamítill*, tvær naglúsategundir (Degeeriella rufa, Nosopon lucidum*), flóin Ceratophyllus vagabundusog lúsflugan Ornithomya chloropus. Einnig fundust nokkrir stakir bandormar og þráðormar sem enn er óljóst hvort flokkast með eiginlegum fálkasníkjudýrum eða hvort ormarnir voru upprunnir úr bráð fálkanna. Engir einfrumungar fundust við sérstakar saurrannsóknir.

Ályktanir: Helmingur ofangreindra sníkjudýra* voru áður óþekkt fálkasníkjudýr. Meinvirkni þeirra er lítt þekkt. Þó er ljóst að C. contorta er skaðvaldur því neikvæð tengsl fundust milli ásigkomulags og smitunar auk þess sem klínísk einkenni (gular skófir í hálsi, ormar í sarpi og vélinda) voru áberandi en aldursháð og tíðust hjá eins og tveggja ára fálkum.

 

 

E 112   Mutant cystatin C in Drosophila: A model of cellular response?

Pétur Henry Petersen
Department of Anatomy, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland
phenry@hi.is

Introduction: A mutation in the protease inhibitor cystatin C leads to Cerebral Amyloid Angiopathy (CAA), the deposition of cystatin C amyloid in the cerebral vasculature. Damage to the cerebral vasculature, leads to hemorrhages and coma. The mutant protein is unstable and is degraded by the proteasome. However, it is not degraded completely as it starts to accumulate and have toxic effects. This suggests that the proteolysis of mutant cystatin C is at some point saturated. It is also possible that toxic aggregates are formed extracellularly or within acidic organelles. We are interested in how the presence of the mutant protein affects proteostasis or other defense mechanisms and why these fail in the long run. New animal models of the disease are needed to address this.

Methods and data: Transgenic Drosophila were made with inducible expression of wild type or mutant human cystatin C. Protein and RNA was isolated from whole flies, expressing the protein ubiquitously. RNA was used for gene expression analysis and protein for quantification of cystatin C and global levels of ubiquitination in aging flies.

Results: Transgenic flies have similar lifespan as non-transgenic flies, however flies carrying the mutant proteins are more resistant to oxidative stress. There is also a reduction of ubiquitinated proteins in the flies, expressing the mutant cystatin C.

Conclusions: We have generated a Drosophila model of cystatin C toxicity. In this model there is an upregulation of proteolysis, suggesting that the mutant protein leads to increase in proteolysis as a defense mechanisms.

 


E 113   Residence in early life and risk of breast cancer

Álfheiður Haraldsdóttir1,2, Jóhanna Eyrún Torfadóttir1,2, Unnur A. Valdimarsdóttir1,3, Thor Aspelund1,4, Laufey Tryggvadóttir5,6, Vilmundur Guðnason4,6, Laufey Steingrímsdóttir2
1
Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Unit for Nutrition Research, Faculty for Food Science and Nutrition, University of Iceland, 3Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 4The Icelandic Heart Association, 5The Icelandic Cancer Registry, 6Faculty of Medicine, University of Iceland
alh1@hi.is

Introduction: During the first half of the 20th century, considerable differences existed in food choice between residential areas in Iceland. Our aim was to explore the effect of residence during early life, including the period when the mammary gland is undergoing rapid development in puberty, on the risk of breast cancer later in life.

Methods and data: We used data from the Reykjavik Study, a population-based Icelandic cohort of 10049 women born between 1907 and 1935, all residing in the capital area in 1967. Participants provided information on residence (capital area, coastal village or rural area) in early life. By linkage with the Icelandic Cancer Registry, information on breast cancer diagnoses was available throughout 2013. Adjustments were made for age, education, body mass index, menarche age, number of total pregnancies and age at first childbirth. For statistical analysis, we used Cox proportional hazard regression models to analyze the risk of breast cancer in women raised in capital area, compared with women raised in coastal villages and rural areas.

Results: During a mean follow-up of 27.3 years, 744 women were diagnosed with breast cancer. We found that women who were born 1921- 1935, and raised in a coastal village (mean duration of residence 20.3 years) had 23% less risk developing breast cancer (hazard ratio = 0.77 95% CI: 0.60 - 0.97), compared with early residence in the capital area.

Conclusions: Our results suggest that being raised in a coastal village during adolescence may be associated with reduced risk of breast cancer.

 

 

E 114   Long-term health effects following the Eyjafjallajökull volcanic eruption: A follow-up study

Heiðrún Hlöðversdóttir1,Guðrún Pétursdóttir2, Arna Hauksdóttir1
1
Centre of Public Health Sciences, University of Iceland, 2Institute for Sustainability Studies and Faculty of Nursing, University of Iceland
heh28@hi.is

Introduction: It is estimated that at least 500 million people live within the potential exposure range of a historically active volcano. Studies on long-term effects of volcanic eruptions on health are limited. We aimed to examine the association between a long-term exposure to volcanic ash and physical and mental health.

Methods and data: The study design is a longitudinal population-based cohort of individuals exposed to the Eyjafjallajökull eruption and an unexposed reference group from Skagafjörður. Participants answered a questionnaire in 2010 and again in 2013, on physical and psychological symptoms. Logistic regression was used to examine the association between the time after the volcanic eruption in the exposed region in 2013 and 2010 as the reference category, and physical and psychological symptoms.

Results: Preliminary results indicate that likelihood of having symptoms during the last month was higher in the exposed group in 2013 compared to 2010. Phlegm (OR 1.87; 95% CI 1.10 to 3.25), skin rash/eczema (OR 3.10; 95% CI 1.63 to 6.18) and myalgia (OR 1.56; 95% CI 1.02 to 2.40). During the last 12 months these respiratory symptoms were likelier in the exposed group in 2013; morning winter phlegm (OR 2.20; 95% CI 1.38 to 3.53), nocturnal or daytime winter phlegm (OR 1.82; 95% CI 1.03 to 3.27) and allergic rhinitis (OR 1.72; 95% CI 1.06 to 2.84).

Conclusions: Preliminary results imply long-term respiratory health effects after the eruption in Eyjafjallajökull. Ongoing data analysis will also focus on differences in groups by level of exposure, and effects on psychological health.

 

 

E 115  Dánartíðni vegna krabbameina og annarra dánarmeina meðal notenda jarðhitavatns: Lýðgrunduð hóprannsókn

Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir1, Vilhjálmur Rafnsson2
1
Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild
addab@simnet.is

Inngangur: Fyrri rannsóknir á íbúum á háhitasvæðum og jarðhitaveitusvæðum hafa sýnt aukna áhættu á brjóstakrabbameini, blöðruhálskirtilskrabbameini, nýrnakrabbameini og eitilæxlum öðrum en Hodgkin's. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina hvort þessi aukna áhætta endurspeglist einnig í dánarmeinum á meðal íbúa sem nota jarðhitavatn til húshitunar, þvotta og baða.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn voru einstaklingar á aldrinum 5-64 ára úr manntalinu frá 1981 og þeim var fylgt eftir frá 1981 til 2009. Allar samkeyrslur gagna voru byggðar á kennitölum. Útsetti hópurinn voru einstaklingar, búsettir í manntali á svæðum þar sem jarðhitavatn hefur verið notað síðan fyrir 1972 og aldur berggrunns er yngri en 0,8 milljón ára. Samanburðarhópar voru valdir eftir mismunandi aldri berggrunns. Hættuhlutfall (HR) og 95% öryggismörk (CI) voru reiknuð þar sem leiðrétt var fyrir aldri, kyni, menntun, húsnæði, barneignum og reykingum.

Niðurstöður: Á meðal útsetta hópsins var HR fyrir öll dánarmein 0,98 (95%CI 0,91-1,05) í samanburði við köld svæði (berggrunnur eldri en 3,3 miljón ár). HR fyrir krabbamein í brjósti var 1,53 (95%CI 1,04-2,24), blöðruhálskirtli 1,74 (95%CI 1,21-2,52), nýrum 1,78 (95%CI 1,03-3,07) og eitilæxlum öðrum en Hodgkin's 2,01 (95%CI 1,05-3,38). HR fyrir inflúensu var 3,36 (95%CI 1,32-8,58) og fyrir sjálfsvíg 1,49 (95%CI 1,03-2,17).

Ályktanir: Aukningin á hættu að deyja vegna krabbameins í brjóstum, blöðruhálskirtli og nýrum, og eitilæxla annarra en Hodgkin's staðfestir niðurstöður fyrri nýgengisrannsókna meðal íbúa háhitasvæða og notenda jarðhitavatns. Áhættan er því ekki einungis bundin við krabbamein með góðar horfur heldur varðar einnig banvæn krabbamein. Frekari rannsókna er þörf á efna- og eðlisfræðilegum þáttum jarðhitavatns og umhverfisþáttum tengdum svæðunum.

 

 

 

E 116   Hydrogen sulfide and mortality in Reykjavik, Iceland: A population based case-crossover study

Ragnhildur Gudrún Finnbjörnsdóttir1, Anna Oudin2, Bjarki Þór Elvarsson3, Þórarinn Gíslason5,6, Vilhjálmur Rafnsson7
1
Centre of Public Health, University of Iceland, 2Occupational and Environmental Medicine, Department of Public Health and Clinical Medicine, Umeå University, 3Science Institute, University of Iceland, 5Faculty of Medicine, University of Iceland, 6Department of Allergy and Respiratory Medicine and Sleep, Landspítali University Hospital, 7Department of Preventive Medicine, University of Iceland
rgf1@hi.is

Introduction: The aim is to study the association of short-term increases in the traffic related pollutants nitrogen dioxide (NO2), ozone (O3), particulate matter (PM10), sulfur dioxide (SO2), and in particular, the geothermal source specific hydrogen sulfide (H2S), with mortality.

Methods and data: Daily mortality were obtained from the National Cause-of-Death Registry, Statistics Iceland and data on NO2, O3, PM10, SO2, and H2S concentrations were obtained from the Environment Agency of Iceland for 2003 to 2009. A time-stratified case-crossover design was used to estimate the possible effect of short-term exposure of air pollution and mortality. We stratified by season, gender, and age (<80 and 80≥ years).

Results: The inter-quartile range (IQR) of the 24-hour concentration levels of NO2, O3, PM10, SO2, and H2S over the study period was 17 µg/m3, 20 µg/m3, 13 µg/m3, 2 µg/m3, 3 µg/m3, respectively. For every IQR increase in 24-hour concentrations of H2S, a significant association was found with non-accidental mortality during the summer months of May-November at lag 1 and 2 (5.05%, CI: 0.61-9.68% and 5.09%, CI: 0.44-9.97%), among the elderly at lag 0 and 1 (1.94%, CI: 0.12-1.04% and 1.99%, CI: 0.21- 1.04%), and among males at lag 1 (2.26%, CI: 0.23-4.33%). No statistical association was found between H2S concentration levels and cardiovascular mortality. Other pollutants did not show increase or consistent patterns of ORs.

Conclusions: The results suggest that ambient H2S air pollution may increase non-accidental mortality, although multiple comparisons have to be considered in our study. Traffic related pollutants were not associated with mortality in Reykjavik.

 

 

E 117   Ofurnæmi tannbeins

Jónas Geirsson
Tannlæknadeild Háskóla Íslands
jonasge@hi.is

Inngangur: Viðkvæmni eða ofurnæmi í tannbeini er vandamál sem tannlæknar þekkja vel og erfitt er að meðhöndla. Tannbein sem verður berskjalda í munnholi getur orðið fyrir ertingu af ýmsum toga valdið sársauka. Margar meðferðir hafa verið reyndar til að minnka eða stöðva þessa viðkvæmni (tannkrem, CO2 laser irradiation, bindiefni,antibacterial lyf, flúorskol og lökk, calcium phosphate, potassium nitrate, oxalates). Tilgangur rannsóknarinnar er að skrá upplýsingar um ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum tannlækna og tannfræðinga á Íslandi og mismunandi meðferðum sem beitt er.

Efniviður og aðferðir: Rafræn könnun með 21 spurningu var send til tannlækna og tannfræðinga á Íslandi. Alls svöruðu 40 (38 tannlæknar og 2 tannfræðingar). Könnunin miðaði að því að athuga atriði er tengjast ofurnæmi í tannbeini hjá sjúklingum sem koma á tannlæknastofur.

Niðurstöður: Ofurnæmi í tannbeini var oftar skráð hjá konum (60%) en körlum (3%). Algengustu aldurskeið skráð með ofurnæmi voru 30-39 ára (33%), 40-49 ára (25%) og 20-29 ára (18%). Algengustu tennur með ofurnæmi voru efrigóms forjaxlar og jaxlar, því næst neðrigóms framtennur og jaxlar og að endingu efri góms framtennur. Tennur með tannholdshörfun voru oftast skráðar með viðkvæmni (68%), þar á eftir fylltar tennur (13%) og tennur með sýruslit (13%). Tennur eftir tannholdsmeðferð voru skráðar í fyrsta sæti 8% tilfella.

Ályktanir: Þörf er á upplýsingum til greiningar og kynningar fyrir sjúklinga og hvernig á að meðhöndla og fyrirbyggja ofurnæmi tannbeins fyrir tannlækna.

 

 

E 118   Viðhorf til gagnreyndra vinnubragða: Er það breytilegt milli heilbrigðisstétta?

Sólveig Ása Árnadóttir1, Þjóðbjörg Guðjónsdóttir1, Halldór S. Guðmundsson2, Hervör Alma Árnadóttir2, Sigrún Júlíusdóttir2
1
Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands
saa@hi.is

Inngangur: Ef innleiða á gagnreynd vinnubrögð á farsælan máta í heilbrigðisþjónustu skiptir sköpum að þekkja bakgrunn og viðhorf fagfólks á því sviði. Markmið þessarar rannsóknar var að greina hvort viðhorf til nýrrar þekkingar og gagnreyndra vinnubragða sé mismunandi milli sjúkraþjálfara og félagsráðgjafa eða hvort aðrir persónu- og umhverfisþættir hafi sterkari tengsl við slík viðhorf.

Efniviður og aðferðir: Rafrænar kannanir voru sendar til allra í Félagi sjúkraþjálfara og Félagsráðgjafafélagi Íslands (árin 2012-2013). Þátttakendur voru 214 sjúkraþjálfarar og 163 félagsráðgjafar. Viðhorf til gagnreyndra vinnubragða voru mæld með Evidence-based practice attitude scale (EBPAS) og fjórum undirkvörðum hans. Línuleg margbreytuaðhvarfsgreining var notuð við gagnagreiningu.

Niðurstöður: Samkvæmt heildarstigum á EBPAS tengdist jákvæðara viðhorf til gagnreyndra vinnubragða því að vera sjúkraþjálfari (p=0,006), kona (p<0,001) og í yngri aldurshópum (p=0,033). Jákvæð niðurstaða á EBPAS undirkvarða, sem metur hvort viðkomandi er reiðubúinn að fylgja ytri kröfum um gagnreynd vinnubrögð, tengdist því að vera kona (p=0,001). Jákvæð niðurstaða á EBPAS-undirkvarða, sem metur hvort viðkomandi vill nota faglegt innsæi við val á nýjum aðferðum, tengdist því að vera sjúkraþjálfari (p=0,001) og að veita frekar einstaklingsmeðferð en hópmeðferð (p=0,026). Jákvæð niðurstaða á EBPAS-undirkvarða, sem metur hversu opinn viðkomandi er fyrir nýjungum í starfi, tengdust því að vera sjúkraþjálfari (p=0,001), kona (p=0,021) og með framhaldsmenntun (p=0,037). Samkvæmt EBPAS-undirkvarða, sem metur andstöðu við að fylgja stöðluðum meðferðarleiðbeiningum, lýstu karlar meiri andstöðu en konur (p=0,013).

Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að við innleiðingu gagnreyndra vinnubragða í heilbrigðisþjónustu eigi að taka mið af faglegum bakgrunni, kyni, aldri, menntun og starfssviði viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns.

 

 

E 119   A mixed method study of neglect measures and patients' experiences

Marianne E. Klinke1,2, Haukur Hjaltason2,3, Þóra B. Hafsteinsdóttir1,4, Helga Jónsdóttir1
1
Faculty of Nursing, University of Iceland, 2Neurological Department, Landspítali University Hospital, 3Faculty of Medicine, University of Iceland, 4Department of Rehabilitation, Nursing Science and Sport, Rudolf Magnus Institute, University Medical Center Utrecht
klinke@simnet.is

Introduction: Most studies are unsuccessful in revealing neglect problems in the everyday life of stroke patients after discharge from rehabilitation to their own homes. The purpose of this mixed method study was to specify challenges experienced by patients after being discharged with neglect to own home and to explore how commonly applied neglect measures tap into those difficulties.

Methods and data: Fifteen patients participated in the study. Collection of qualitative and quantitative data was done concurrently. The participants were interviewed by using a phenomenological approach and neglect related problems were observed during home visits. The Catherine Bergego Scale, a 10 item questionnaire measuring neglect problems and severity during daily activities, was filled out by the researcher, the patient, and a family member. Participants also completed five paper-pencil tests and the researcher observed patterns of test solving. Data was compared and blended in a “mixing matrix.”

Results: Discrepancies exist between patients' subjective experience of neglect compared to those of conventional paper-pencil testing and observations of neglect. Serious problems in daily life were found even in patients with subtle problems who appeared recovered. Results show a lack of fit between conventional testing and actual neglect problems, particularly in patients with mild neglect.

Conclusion: Existing concerns of a mismatch betweeen conventional neglect assessment and impact of neglect in the daily lives of patients have been verified. The form of observations used in this study could be used to advance assessment strategies and the development of an interview guide for health care professionals.

 

 

E 120   Viðhorf sjúkraþjálfara til gagnreyndra vinnubragða

Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir
Námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands
thbjorg@hi.is

Inngangur: Markmið þessarar könnunar var að rannsaka viðhorf sjúkraþjálfara til gagnreyndra vinnubragða og hvort finna megi tengsl á milli viðhorfa og valinna persónu- og umhverfisþátta.

Efniviður og aðferðir: Rafræn könnun var send til allra í Félagi sjúkraþjálfara í maí 2013. Þátttakendur voru 211 og þátttökuhlutfall 40%. Meðalaldur hópsins var 43 ár (sf=10,5) og 76% hans voru konur. Viðhorf til gagnreyndra vinnubragða voru metin með staðlaða spurningalistanum Evidence-based practice attitude scale (EBPAS) sem hefur fjóra undirkvarða. Einbreytugreining (t-próf og fylgnipróf) og margbreytugreining byggð á línulegri aðhvarfsgreiningu voru gerðar til að skoða tengsl EBPAS við aldur, kyn, starfsaldur við sjúkraþjálfun, framhaldsmenntun, starfssvið innan sjúkraþjálfunar, starfshlutfall og stærð vinnustaðar.

Niðurstöður: Sjúkraþjálfarar voru jákvæðir út í gagnreynda nálgun. Samkvæmt heildarstigum EBPAS tengdist jákvætt viðhorf því að vera kona (p<0,001), með stutta starfsreynslu (p=0,023) og vinna með mörgum sjúkraþjálfurum (p=0,015). Konur sýndu jákvæðara viðhorf en menn áundirkvarða sem metur hvort viðkomandi fylgdi kröfum um gagnreynd vinnubrögð (p=0,001) en sjúkraþjálfarar sem unnu á einkastofum voru neikvæðari en aðrir (p=0,048). Hærri stig á undirkvarða sem metur hversu opinn fagmaður er fyrir nýjungum í starfi fengu konur (p=0,034) og þeir sem vinna með mörgum sjúkraþjálfurum (p=0,017). Að lokum lýstu konur minni mótstöðu en menn við að fylgja stöðluðum meðferðarleiðbeiningum (p=0,005). Línuleg margbreytuaðhvarfsgreining sýndi að aðeins kyn var tengt viðhorfi til gagnreyndrar nálgunar. Konur voru jákvæðari en menn á heildarkvarðanum og þremur undirkvörðum.

Ályktanir: Þegar ákveðið er að byrja að veita gagnreynda þjónustu er mikilvægt að þekkja þætti sem hafa áhrif á viðhorf sjúkraþjálfara til nálgunarinnar.E 121   Geislaálag í röntgen vélinda, stillingu á magabandi og lengdarmælingu með samsettum myndum

Ásta Fanney Gunnarsdóttir1, Jónína Guðjónsdóttir1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Röntgen Domus Medica
joninag@hi.is

Inngangur: Skyggnirannsóknir eru mikilvægar í læknisfræðilegri myndgreiningu og hlutverk skyggninga breytist og þróast með framförum í tækni og aðferðum. Mat á geislaálagi sjúklinga er nauðsynlegur þáttur í mati á áhættu og gagnsemi. Í þessari rannsókn var kannað geislaálag í nokkrum algengum rannsóknum í stafrænu skyggnitæki.

Efniviður og aðferðir: Öllum fullorðnum sem komu í rannsókn á 5 vikna tímabili árið 2014 var kynnt rannsóknin og samþykktu allir þátttöku. Skráð var tegund rannsóknar, flatargeislun, fjöldi mynda, hæð, þyngd, kyn og aldur. Fyrir stillingu á magabandi var skráð í hvaða skipti viðkomandi var að koma. Geislaálag var reiknað út frá flatargeislun með breytistuðlum fyrir viðkomandi líkamshluta og fylgni geislaálags við BMI og fjölda mynda reiknuð.

Niðurstöður: 39 einstaklingar komu í 41 skipti (röntgen vélinda=18, stilling á magabandi=17, lengdarmæling=5, annað=1), meðalaldur var 53 ár og meðal-BMI 28. Meðalgeislaálag (±SD) var 4,9±5,7mSv í röntgen vélinda, 1,9±2,8mSv við stillingu á magabandi og 0,13±0,05mSv í lengdarmælingu. Miðgildi geislaálags í röntgen vélinda og stillingu á magabandi var 2,4mSv og 0,7mSv. Fylgni geislaálags og BMI annars vegar og fjölda mynda hins vegar var rs=0,78 og 0,66 í röntgen vélinda og rs=0,53 og 0,89 við stillingu á magabandi. Þeir sem komu í stillingu á magabandi á tímabilinu voru að koma í fyrsta til áttunda skipti.

Ályktanir: Geislaálag er breytilegt, vaxtalag sjúklinga og fjöldi mynda skýrir ekki allan muninn. Geislaálag vegna röntgen vélinda og lengdarmælingar er líkt því sem gerist annars staðar. Geislaálag við stillingu á magabandi er oftast lítið í hvert skipti en hafa þarf fjölda skipta í huga.

 

 

 

E 122   Þrýstinudd: Nýtt meðferðarform við
álagseinkennum frá hásinum

Stefán H. Stefánsson1,2, Sveinbjörn Brandsson3, Henning Langberg4, Árni Árnason1,5
1
Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Sjúkraþjálfun Íslands-Orkuhúsið, 3Læknastöðin-Orkuhúsið, 4CopenRehab, Faculty of Heath Sciences, University of Copenhagen, 5Gáska sjúkraþjálfun
stefan@sjukratjalfun.is

Inngangur: Eksentrískar æfingar eru eina gagnreynda meðferðarúræðið sem sjúkraþjálfarar beita við álagseinkennum frá hásinum (Achilles tendinopathy-AT). Rannsóknir sýna að eksentrískar æfingar duga ekki í 40% tilfella og mikil þörf er á frekari úrræðum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þrýstinudd geti verið gagnleg meðferð við AT og bera árangurinn saman við eksentrískar æfingar.

Efniviður og aðferðir: 60 einstaklingar sem höfðu verið með AT í meira en þrjá mánuði var slembiraðað í þrjá hópa. Hópur eitt fékk eksentrískar æfingar, hópur tvö fékk þrýstinuddsmeðferð og hópur þrjú fékk eksentrískar æfingar og þrýstinudd. Einstaklingarnir voru metnir með; VISA-A-IS spurningalistanum, algometer (mælir verki við þrýsting), hreyfiferilsmælingu í ökkla (með hné beint/bogið) og með ómun hásina (þykkt/breidd og æðainnvöxtur). Mælt var í upphafi og eftir 4, 8, 12 og 24 vikur, nema ómun (vika 0, 12 og 24).

Niðurstöður: Við upphaf mælinga voru hóparnir sambærilegir í öllum mælingum. Allir hóparnir bættu sig marktækt á VISA-A-IS (p<0.0001) og hreyfiferli í ökkla, bæði með hné beint (p=0,034) og bogið (p=0,006), en ekki var munur á milli hópa. Ekki var marktækur munur á verkjum við þrýstipróf á hásinum né í ómunarmælingum.

Ályktanir: Þrýstinudd er nýtt og gagnlegt meðferðarform fyrir AT, metið með VISA-A-IS. Það skilar sambærilegum árangri og eksentrískar æfingar. Ekki bætir meðferðina að blanda meðferðarformum saman. Hreyfiferill í ökkla jókst sem bendir til minni vöðvastífleika í kálfavöðvum. Verkir við þrýsting á hásinar og ómun breyttust ekki en verkjaupplifun einstaklinganna batnaði. Þetta gæti bent til að verkjaupplifun einstaklinga með AT hafi önnur upptök en frá skemmdinni í hásininni.

 

 

E 123   Áhrif álagsléttandi hnéspelku

Freyja Hálfdanardóttir¹, Þorvaldur Ingvarsson², Kristín Briem¹
¹Rannsóknastofu í hreyfivísindum, læknadeild Háskóla Íslands, ²Össur ehf.
frh8@hi.is

Inngangur: Álagsléttandi hnéspelkur eru notaðar til að draga úr einkennum slitgigtar í hné. Ráðleggingar um hve mikið skuli nota slíkar spelkur eru að mestu byggðar á klínískri reynslu. Áhrif mismikillar notkunar hafa lítið verið rannsökuð, vísbendingar eru um að betri árangur náist með meiri notkun. Til að veita markvissa meðferð þarf að meta hverjir eru líklegir til að hafa gagn af spelkunni og hversu mikil notkun skal ráðlögð.

Efniviður og aðferðir: Gerð var þrívíddar göngugreining ásamt mælingu á vöðvavirkni kringum mjaðmaliði á 17 körlum við upphaf meðferðar með UnloaderOne spelku vegna slits í miðlæga hluta hnjáliðar og aftur að fjórum vikum liðnum. Spelkunotkun hjá 13 þeirra var metin með iButton hitaskynjurum, færni og einkenni frá hné var metin með spurningalistum (KOOS og KOS-ADLS).

Niðurstöður: Þátttakendum var skipt í Responder (R) og Nonresponder (NR) hópa samkvæmt skilgreiningu OARSI á klínískt marktækum breytingum á færni og einkennum á meðferðartímabilinu. Í upphafi rannsóknar var R-hópur með meiri færniskerðingu, einkenni og verki (p<0,001), í lok rannsóknartímabils var ekki munur milli hópanna á þessum þáttum. Hvorki fannst marktækur munur á daglegri notkun (klst/dag±SD) milli R (6,76±4,39) og NR (3,54±2,42) á fjögurra vikna tímabili né fylgni milli magns spelkunotkunar og hlutfallslegra breytinga á færni og einkennum.

Ályktanir: Í upphafi var R-hópur með meiri færniskerðingu og verki og hafði því meira gagn af spelkunni, stærri rannsókn þarf til að greina hvaða þættir hafa forspárgildi um árangur. R-hópurinn virðist einnig hafa notað spelkuna meira þó sá munur sé ekki tölfræðilega marktækur.

 

 

E 124   Streita og líðan starfsfólks á krepputímum

Birna G. Flygenring1,Herdís Sveinsdóttir1,2
1
HjúkrunarfræðideildHáskóla Íslands, 2Landspítala
bgf@hi.is

Inngangur: Niðurskurður og endurskipulagning á heilbrigðisstofnum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 hefur haft í för með sér aukið vinnuálag og streitu meðal hjúkrunarfræðinga sem hefur áhrif á heilsu þeirra og líðan í starfi.

Efniviður og aðferðir: Um er að ræða megindlega rannsókn með lýsandi könnunarsniði. Úrtak rannsóknarinnar náði til 221 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem störfuðu á Kragasjúkrahúsunum vorið 2011. Póstsendur var spurningalisti sem auk bakgrunnsspurninga innihélt spurningar um starfsánægju, streitu, vinnuálag, heilsufar, sjálfsmetin áhrif kreppunnar 2008 og stuðning í starfi.

Niðurstöður: Svörunin var 64,7% (n=143; hjúkrunarfræðingar=46%, sjúkraliðar=54%). Flestir þátttakenda (69%) voru eldri en 45 ára, voru í 50-90% starfshlutfalli (85%), störfuðu á lyf- eða handlækningadeildum og höfðu starfað í meira en 10 ár á núverandi stofnun. Þátttakendur fundu til talsverðrar streitu í starfi og fundu hjúkrunarfræðingar fyrir meiri heildarstreitu en sjúkraliðar. Áhrif kreppunnar á streitu í starfi voru mikil hjá 30,5% og á streitu í einkalífi hjá 22,1%. Ekki var munur á starfshópunum. Þau atriði sem spáðu mest fyrir um streitu voru; starfsánægja, líkamleg streitueinkenni, að íhuga að hætta núverandi starfi ef starf býðst á annarri stofnun, að komast ekki úr vinnu á réttum tíma vegna álags og áhrif kreppunnar á streitu í einkalífi.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að stjórnendur verða að vera meðvitaðir um að niðurskurður og endurskipulagning á heilbrigðisstofnunum getur haft neikvæð áhrif á vinnutengda streitu og líðan starfsmanna. Því er afar mikilvægt að þeir styðji markvisst við bakið á starfsfólki til að hafa jákvæð áhrif á þessu sviði.

 

 

E 125   Recruitment in a family-partnership-based self-management nursing practice intervention

Helga Jónsdóttir
Hjúkrunarfræðideild, Háskóla Íslands og Landspítala

Introduction: Recruitment in family nursing intervention studies is an on-going challenge. In a RCT, partnership-based self-management nursing practice intervention for families whose member has a beginning chronic obstructive pulmonary disease (COPD), a theoretical framework which had been developed for families whose member has an advanced disease, was modified and implemented in a primary care context. Research question: What are recruitment rates in the respective studies and what explains the difference between them?

Methods and data: Exploratory descriptive design. A total of 291 individuals with a potential COPD were invited along with a family member. One fourth refused invitation and one third were excluded or dropped out with 41% entering the study. Of those entering the study one fourth were accompanied by a family member. About two thirds had COPD on GOLD stage I and II (n=82) while one third had GOLD stage III and IV (n=37). The drop-out rate of individuals with COPD was 16% while it was 40% for family members.

Results: For half of the patients rejecting participation there was no explanation for the rejection. The main reason given was that patients with COPD didn't want to have anybody joining them. Those who had quit smoking were more often accompanied by a family member compared to those who hadn't quit.

Conclusions: The high rejection rate of patients with COPD to participate in a self-management study is similar to other studies. Recruitment of family members to intervention studies on COPD has not been described before. Explanations need to be sought.

 

 

E 126   Implantabrýr í munni fatlaðs einstaklings

Ellen Flosadóttir
Tannlæknadeild Háskóla Íslands
ef@hi.is

Inngangur: Sjúklingurinn er lamaður í hægri helmingi líkamans í kjölfar mótorhjólaslyss. Hann tekur mikið af lyfjum sem hafa valdið munnþurrki og hefur í kjölfar þess misst allar eigin tennur.

Efniviður og aðferðir: Títan implönt voru sett í kjálkabein beggja kjálka og hefðbundnar brýr úr kóbalt-króm málmi með akrýltönnum voru skrúfaðar fastar á implöntin. Þessar brýr eru gerðar úr þremur efnum sem fest eru saman, þ.e. málmhluta, plasttönnum og akrýlati. Sjúklingurinn byrjaði að brjóta brýrnar strax daginn eftir að hann fékk seinni brúnna. Í þessu tilfelli voru þessi brot mjög tíð. Tennur brotnuðu úr brúm beggja kjálka, en oftast brotnuðu framtennur neðri góms sem höfðu engar snertingar í biti eða í hliðarhreyfingum. Greinilegt var því að sjúklingur notaði tennurnar við daglegar athafnir vegna fötlunar sinnar. Þetta mikla álag leiddi til þess að málmgrind neðri brúarinnar brotnaði að lokum. Tekin var sú ákvörðun að smíða nýjar brýr í munn sjúklings eingöngu úr kóbalt-króm málmi, þannig að engin samskeyti eru á milli ólíkra efna.

Niðurstöður: Brýrnar nýtast sjúklingnum mjög vel og hafa ekki komið upp nein vandamál á þeim tæplega fjórum árum sem liðin eru síðan hann fékk brýrnar.

Ályktanir: Þessi meðferð reyndist vel í þessu tilfelli þar sem sjúklingur var ekki að huga að útlitinu fyrst og fremst heldur virkni brúnna. Erfitt er að segja til um horfur meðferðarinnar þar sem ekki er vitað til að þessi meðferð hafi verið veitt áður.

 

 

 

E 127   Effects of prognostic factors and treatment on survival in BRCA2 mutation carriers

Laufey Tryggvadóttir1,2, Elínborg J. Ólafsdóttir1, Guðríður H. Ólafsdóttir1, Kristín K. Alexíusdóttir1,3, Hrefna Stefánsdóttir1, Ólafur A. Stefánsson4, Vigdís Stefánsdóttir, Kristrún Ólafsdóttir5, Bjarni A. Agnarsson2,5, Steven A. Narod6, Rósa B. Barkardóttir2,5, Jórunn E. Eyfjörð2,4, Helgi Sigurðsson2,3, Óskar T. Jóhannsson2,3, Jón G. Jónasson1,2,5
1
Icelandic Cancer Registry, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3Department of Oncology, Landspítali University Hospital, 4Cancer Research Laboratory, Biomedical Centre, University of Iceland, 5Department of Pathology, Landspítali University Hospital, 6Womens' College Research Institute, University of Toronto
laufeyt@krabb.is

Introduction: Mutations in the BRCA2gene are associated with a highly increased risk of breast cancer. Around 1000 mutation carriers are diagnosed with breast cancer in the Nordic countries each year. However, little is known of specific effects of prognostic factors and treatment on survival among those patients.

Methods and data: We compared the risk of breast cancer-specific death according to treatment and status of prognostic factors between 288 female patients carrying an Icelandic BRCA2founder mutation and 623 noncarriers diagnosed in 1935-2013. Hazard ratios (HRs) were estimated for breast cancer-specific death using Cox regression.

Results: A positive versus negative ER status was associated with an increased risk of breast cancer death (univariate analysis) among mutation carriers (HR=1.64 (0.95-2.84)) contrary to noncarriers (HR=0.60 (0.47-1.12)), p=0.02 for interaction. Tumour grade 1 was also associated with an increased risk of death among mutation carriers, as compared with grades 2 and 3, contrary to noncarriers. BRCA2 mutation carriers had an increased risk of breast cancer death compared with noncarriers (HR=1.60 (1.14-2.23)) after adjusting for year of birth and diagnosis, tumour size, nodal stage, ER and PR receptors. In the subgroup receiving adjuvant chemotherapy this risk difference disappeared (HR = 1.16 (0.73-1.84)), but not in the subgroup receiving hormone therapy (HR= 1.92 (1.02-3.60)).

Conclusions: A positive ER status and low grade predict adverse outcome among mutation carriers. Mutation carriers respond well to chemotherapy but it is not clear whether treatment with adjuvant hormones is beneficial.

 

 

E 128   Bioactive properties of fucoidan from laminaria toward THP-1 macrophages

Magdalena M. Stefaniak1, Guðrún Marteinsdóttir2, Ólafur E. Sigurjónsson3, Kristberg Kristbergsson1
1
Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland, 2Faculty of Life and Environmental Sciences, University of Iceland, 3Blood Bank, Landspítali University Hospital
kk@hi.is

Introduction: Brown seaweeds are large group of marine algae that include the kelps (Laminaria spp.). These contain fucans (fucoidans) that are a group of anionic polysaccharides that exclusively occur in brown seaweeds. They are heteroglycans containing L – fucose units. The monosaccharide composition and chemical properties differs between seaweed species. Recent research data show that fucoidan has amazing benefits when it comes to mending several health related issues. The aim is to test bioactive properties of fucoidan and describe its function in relation to macrophages.

Methods and data: Human leukemia monocytic cell line (THP-1) was used to investigate bioactivity of fucoidan from Laminaria. Fucoidan was applied to PMA differentiated THP – 1 derived macrophages followed by 24 h incubations. Cells were mechanically harvested and sonicated. Oxygen Radical Absorbance Capacity (ORAC) was determined for cell lysates. Cytotoxicity of fucoidan was assessed by light microscopy followed by XTT proliferation assay. Enzyme-linked immunosorbant assays (ELISA) were performed to determine concentrations of IL-10, TNF-α and IL-6 to confirm or exclude bioactivity of fucoidan.

Results: Expression of tumor necrosis factor – α (TNF-α) was triggered even at all concentrations, including the lowest concentrations of fucoidan (0.1 µg/ml). Expression of interleukin – 6 (IL – 6) and iterleukin – 10 (IL – 10) started at 10 µg/ml fucoidan. Viability of cells was overall good, except for the highest concentration of fucoidan (100µg/ml). Macrophages treated with fucoidan did not show decreased values for ORAC compared to control group which may suggest antioxidant properties of fucoidan. Fucoidan seemed to reduce oxidative stress in macrophages caused by generation of reactive oxygen species (ROS) by activated macrophages. ROS are recognized apoptotic mediators and therefore fucoidan application may be considered as preventive in programmed cell death.

Conclusions: The aim of this study was to investigate bioactive properties of fucoidan from laminaria (Laminaria digitata and Laminaria hyperborea). Fucoidan proved to be antioxidant compoun d that is safe toward macrophages at lower concentrations. Bioactivity of the fucoidan was confirmed by the expression of cytokines suggests immunomodulatory actions of fucoidan. Fucoidan may be considered as an apoptotic inhibitor due to its antioxidant properties.

 

 

E 129   Leit að áhrifabreytingum í erfðaefni fjölskyldna með háa tíðni brjóstakrabbameins

Anna Marzellíusardóttir1, Inga Reynisdóttir1,2, Aðalgeir Arason1,2, Laufey Ámundadóttir3, Guðrún Jóhannesdóttir1, Rósa B. Barkardóttir1,2
1
Frumulíffræðideild, rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 2BMC, læknadeild Háskóla Íslands, 3Laboratory of Translational Genomics, Division of Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National Institutes of Health
annamar@landspitali.is

Inngangur: Um 5-10% brjóstakrabbameinstilfella eru skilgreind sem arfgeng brjóstakrabbamein. Stökkbreytingar í genunum BRCA1 og BRCA2 skýra stóran hluta af þessum tilfellum (um 20-40%), en restin er að mestu óútskýrð. Á Íslandi hafa fundist nokkrar stökkbreytingar sem fela í sér aukna hættu á brjóstakrabbameini, en líklegt er að þær breytingar sem eiga eftir að finnast séu fremur sjaldgæfar. Ein leið til að finna þær er að leita þeirra í fjölskyldum með mörgum greindum sjúklingum og þá einkum þar sem erfðafræðileg einsleitni er hlutfallslega mikil, eins og t.d. á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Raðgreiningargögn úr fjórum einstaklingum í einni brjóstakrabbameinsætt voru notuð til að reyna að finna stakar áhrifabreytingar með mikla sýnd. Forritið Ingenuity Variant Analysis (http://www.ingenuity.com) var notað til að greina raðgreiningargögnin og bera kennsl á eyðileggjandi breytingar, líklegar til að leiða til aukinnar hættu á brjóstakrabbameini.

Niðurstöður: Skimað var fyrir 6 líklegum áhrifabreytingum í hópi óvalinna brjóstakrabbameinssjúklinga og í viðmiðunarhópi. Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á tíðni neinnar þeirra í hópunum tveimur.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda ekki til þess að skýringin á hárri tíðni brjóstakrabbameins í ættinni sé stök áhrifabreyting með mikla sýnd, heldur frekar að um sé að ræða samspil tveggja eða fleiri genabreytinga sem hafa þá hver fyrir sig litla eða meðal-sýnd. Í ljósi þessa var ákveðið að vinna með gögn úr 13 sýnum úr fjórum ættum og beina leitinni að breytingum í DNA viðgerðargenum. Skimað verður fyrir völdum breytingum með iPLEX Gold tækni, en sú tækni gerir kleift að skima fyrir allt að 28 breytingum í einu.

 

 

E 130   Serum 25 hydroxyvitamin D and total mortality of women diagnosed with breast cancer

Jóhanna Eyrún Torfadóttir1,2, Unnur A. Valdimarsdóttir1,3, Thor Aspelund1,4 , Laufey Tryggvadóttir5, Þórhallur I. Halldórsson2, Vilmundur Guðnason 4,6, Laufey Steingrímsdóttir2
1
Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Unit for Nutrition Research, Faculty for Food Science and Nutrition, University of Iceland, 3Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, 4The Icelandic Heart Association, 5The Icelandic Cancer Registry, 6Faculty of Medicine, University of Iceland
jet@hi.is

Introduction: Limited data are available on the effect of vitamin D status among women with breast cancer (BC). Using the AGES-Reykjavik cohort, our aim was to examine whether higher prediagnostic vitamin D status as well as higher vitamin D status among those already diagnosed with BC is associated with lower total mortality.

Methods and data: Participants were 2962 women aged 66-97 years, with information on 25-hydroxy-vitamin-D (25-OHD) measured at study entry (2002-2006). Adjusting for potential confounders, we used Cox proportional hazard regression models to analyze total mortality by serum levels of 25-OHD, using quartiles.

Results: There were 199 women with BC at entry to the study with mean age at diagnosis (SD) of 64.4 (10.6) years. Additionally, 96 women were diagnosed with BC after the blood draw with mean age at diagnosis of 81.2 (6.5) years. Among those with BC before blood draw, 97 women (48%) died during follow-up until the end of 2013. Among those diagnosed after study entry 36 women (38%) died during follow-up. Compared with BC patients in the lowest quartile (≤ 34 nmol/L) those in the second quartile had lower risk of overall mortality (hazard ratio (HR) = 0.43 95% CI: 0.21 - 0.85). Compared with women in the lowest prediagnostic quartile, those in the highest (≥ 65 nmol/L) had lower risk of overall mortality (HR = 0.24 95% CI: 0.06 – 0.99).

Conclusions: Higher serum 25-OHD may be associated with improved survival among women with BC, with greater level needed if the disease is diagnosed in later life.

 

 

E 131   Aurora-A kjarnalitun í brjóstakrabbameinum segir til um sjúkdómsháða lifun hjá BRCA2 arfberum

Margrét Aradóttir1, Sigríður Þ. Reynisdóttir1, Ólafur A. Stefánsson1, Jón G. Jónasson2,3,4, Ásgerður Sverrisdóttir5, Laufey Tryggvadóttir2,3, Jórunn E. Eyfjörð1, Sigríður K. Böðvarsdóttir1
1
Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, Lífvísindasetri Háskóla Íslands, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, 4rannsóknastofu í meinafræði, 5lyflækningasviði Landspítala
skb@hi.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort aukin Aurora-A tjáning í æxlisvef tengdist sjúkdómsframvindu hjá BRCA2 arfberum, en engar rannsóknir höfðu áður metið Aurora-A tjáningu sérstaklega í ættlægum brjóstakrabbameinum. Efniviður og aðferðir: Mótefnalitað var fyrir Aurora-A í brjóstaæxlisörvef frá 107 BRCA2arfberum og 284 stakstæðum tilfellum og kjarnalitun metin. Brottfall á BRCA2villigerðarsamsætunni var metið í brjóstaæxlum frá BRCA2 arfberum. Fylgni við sjúkdómsháð lifun var metin með Kaplan-Meier prófum. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta áhættu á dauða vegna sjúkdóms þar sem leiðrétt var fyrir meinafræðilegum þáttum og meðferð. Marktækni miðaðist við 95% öryggismörk. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að Aurora-A kjarnalitun í brjóstaæxlum spáir marktækt fyrir um verri lifun, bæði hjá BRCA2 arfberum og stakstæðum brjóstakrabbameinstilfellum. Fjölþátta aðhvarfsgreining fyrir brjóstakrabbameinsháða lifun sýndi að Aurora-A kjarnalitun í brjóstaæxlum sagði marktækt til um verri lifun þrátt fyrir að leiðrétt hafi verið fyrir tjáningu estrogen-viðtakans, tjáningu Ki-67, greiningaraldri, greiningarári, gráðun, litnun, stærð æxlis og eitlaíferð. Þetta átti einnig við hjá BRCA2 arfberum eftir að leiðrétt hafði verið auklega fyrir meðferð. Brottfall á BRCA2villigerðarsamsætunni í brjóstaæxlum reyndist einnig spá marktækt fyrir um verri lifun hjá BRCA2arfberum. Þegar BRCA2brottfall fer saman með Aurora-A kjarnalitun spáir það marktækt fyrir um slæma lifun. Hvor þáttur fyrir sig segir marktækt fyrir um verri lifun hjá BRCA2 arfberum. Ályktanir: Aurora-A tengist brjóstakrabbameinsháðri lifun hjá BRCA2 arfberum. Núverandi meðferð virðist ekki verka gegn Aurora-A og því er mikilvægt að taka til skoðunar sértækari meðferð, en lyf sem hindra virkni Aurora-A eru komin langt í prófunum.

 

 

E 132   Líkamsmeðvitund og viðhorf til blæðinga og bælingar blæðinga meðal kvenna á aldrinum 18 til 40 ára

Herdís Sveinsdóttir
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
herdis@hi.is

Inngangur: Hvernig konur líta á sig sjálfar, líkama sinn, eðlilega líkamsstarfsemi og hvernig þær takast á við breytingar á líkamsstarfseminni virðist hafa ýmis áhrif á hvernig þeim farnast. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka skilning á samhengi viðhorfa til blæðinga og bælingar blæðingar, líkamsmeðvitundar og þátta tengdum blæðingasögu.

Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var í október 2013 sendur 1000 konum sem fengnar voru með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Auk bakgrunnsspurninga og spurninga um blæðingasögu innihélt spurningalistinn meðal annars mælitækinViðhorf tilblæðinga (BATM 4-undirþættir), Viðhorf til bælingar blæðinga (ATMS), og Líkamsmeðvitundarkvarðann (OBSC 3-undirþættir).

Niðurstöður: 320 konur (svörun 36%) að meðalaldri 30 ára (sf=7,0) tóku þátt. Viðhorf til blæðinga voru frekar hlutlaus en bentu til að þeim finnist þær pirrandi, vilja síður fela þær og hallast að því gott væri að sleppa við blæðingar. Þær eru í meðallagi meðvitaðar um líkamann en hafa tilhneigingu til eftirlits með útliti sínu og að trúa að þær geti stjórnað líkamsstarfseminni. Þrepaskipt aðhvarfsgreining var framkvæmd til að skoða skýringar á hvað mótar viðhorfin og líkamsmeðvitundina. Sterkust skýrilíkön komu fram fyrir Ergjandi undirþátt BATM og Líkamsskömm undirþátt OBSC. Það að vilja sleppa blæðingum, þykja þær óánægjulegar, telja þær ákvarðandi fyrir líf sitt og yngri aldur skýrðu 51,8% (R2=0,518) breytileika Ergjandi módelsins. Að telja sig of þunga, fara oft í megrun, þykja blæðingar ergjandi, fá oft samviskubit yfir því að borða of mikið, yngri aldur og að líða illa á blæðingum skýrðu 46,3% (R2=0,463) af breytileika Líkamsskammar módelsins.

Ályktanir: Viðhorf til blæðinga og líkamsmeðvitund skipta máli í lífi kvenna.

 

 

E 133   Forrannsókn á algengi verkja og sjálfskömmtunar verkjalyfja á meðal barna á aldrinum 12-16 ára

Erla Hlíf Kvaran1, Erna Margrét Arnardóttir1, Guðrún Kristjánsdóttir1,2
1
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði Landspítala
gkrist@hi.is

Inngangur: Verkir eru stórt heilsufarsvandamál og eru algengasta heilbrigðisvandamál sem heilbrigðisfagfólk fæst við. Rannsóknir á lyfjanotkun barna eru fáar en margar rannsóknir staðfesta að verkir eru algengir meðal barna og unglinga. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að algengi verkja meðal barna og unglinga hafi aukist mikið síðastliðin 20 ár. Því þykir áhugavert að rannsaka verkjalyfjanotkun og sjálfsskömmtun verkjalyfja meðal barna og unglinga. Megintilgangur þessarar forrannsóknar er að skoða algengi verkja og sjálfskömmtun verkjalyfja á meðal barna og unglinga á aldrinum 12-16 ára á höfuðborgarsvæðinu.

Efniviður og aðferðir: Stuðst var við lýsandi megindlegt þversnið. Spurningalisti sem samanstóð af 31 spurningu var lagður fyrir þægindaúrtak 40 barna sem fengið var með snjóboltaúrtaki, 5 stúlkur og 5 drengir í hverjum árgangi í 7.-10. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Helstu breytur voru bakgrunnsbreytur (s.s. kyn, bekkur, félagsleg staða), tíðni og tegund verkja og verkjalyfjanotkunar og vitneskja barna um verkjalyf og meinta ástæðu verkja og verkjalyfjanotkunar. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður erlendra rannsókna.

Niðurstöður: Fjörutíu prósent barna upplifðu verk mánaðarlega og algengasti verkur var höfuðverkur. Tæplega helmingur (45%) barna sem höfðu upplifað verk á síðastliðnum 6 mánuðum höfðu tekið verkjalyf. Stelpur voru ávallt í meirihluta, þær upplifðu oftar verki og tóku oftar verkjalyf. Algengi sjálfsskömmtunar verkjalyfja reyndist vera 37,5%, en algengast var að foreldrar/forráðamenn skömmtuðu verkjalyfin og veittu ráð um notkun þeirra. Algengasta orsök verkja reyndist vera íþróttaiðkun og helstu afleiðingar verkja á daglegt líf þátttakenda voru að þeir gátu ekki stundað áhugamál vegna verkja.

Ályktanir: Algengi verkja og verkjalyfjanotkunar samræmist erlendum niðurstöðum sem sýna að börn fái verki sem hafa áhrif á daglegt líf. Rannsóknin er forrannsókn og ætla má að niðurstöðurnar muni geta hvatt til frekari rannsókna á algengi verkja og sjálfsskömmtunar lyfja þar sem sjálfsskömmtun verkjalyfja hefur ekki verið könnuð áður á Íslandi.

 

 

E 134   Disclosure of intimate partner violence in current marital/partner relationships

Erla Kolbrún Svavarsdóttir1,2, Brynja Örlygsdóttir1
1
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala
eks@hi.is

Introduction: Detecting Intimate Partner Violence (IPV) might empower women to start working on the impact that the abuse experience has had on their life. Little is however know about disclosure of abuse in community and in clinical settings. The purpose of this study was to explore if there was a difference in the disclosure of abuse experience among women who were attending an Emergency Department (ED) or were located at a University Square (US).

Methods and data: Cross sectional research design was used. Data were collected at the same time in 2009 over a period of 9 months from N=306 women ranging in age from 18-67 years (n=166 at the US and n=140 at the ED).

Results: A significantly higher proportion of the women at the ED reported that they were victims of IPV in their current marital partner relationship and scored higher on the WAST total scale than the women at the US. This gave a clear indication that the women at the ED experienced significantly more IPV in their current marital/partner relationship compared to the women at the US.

Conclusions: Identifying IPV in primary and in clinical settings might, therefore, function as a protective factor if these women are offered appropriate first response and interventions.

 

 

E 135   Það sem skiptir mig máli í skólamötuneytinu

Unnur Björk Arnfjörð1,2, Ragnheiður Júníusdóttir1,2, Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Anna Sigríður Ólafsdóttir1
1
Menntavísindasviði Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala
ubj@hi.is

Inngangur: Skólamötuneyti eru nokkuð ný af nálinni hér á landi en það var fyrst árið 1995 sem var sett í lög að nemendur ættu að eiga kost á málsverði í skóla. Árið 2008 var tilgreint að málsverðir ættu að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar um fæðuval og næringargildi. Lítið er vitað um viðhorf nemenda til skólamáltíða hérlendis sem erlendis.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var hluti stærri rannsóknar sem nefnist Skólamáltíðir á Norðurlöndum: Heilsuefling, frammistaða og hegðun grunnskólanemenda (ProMeal).Alls tóku 220 nemendur þátt í íslenska hluta rannsóknarinnar úr 6 grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu. Viðtöl voru tekin við 90 börn sem valin voru af handahófi, jafnmargar stelpur og strákar. Fimm börn voru í hverjum hópi og voru þeir kynskiptir. Viðtölin voru tekin upp á myndbandstökuvél og hljóðrituð. Í viðtölunum var leitast við að ná fram viðhorfum barnanna tengdum skólamáltíðunum og hvað það var sem skipti þau mestu máli varðandi þær.

Niðurstöður: Börnin höfðu sterkar skoðanir á skólamötuneytunum og matarumhverfi sínu. Mörg nefndu að bæta þyrfti hljóðvist því mikill hávaði væri í matsalnum. Einnig ræddu þau líðan sína í matsalnum sem og sætaskipan og borðbúnað. Mörg börn vildu fá að skammta sér sjálf og fannst mikilvægt að geta haft áhrif á hvað væri í matinn. Jafnframt kvörtuðu þau yfir löngum biðröðum og að of lítill tími væri gefinn til að matast.

Ályktanir: Börnin eru notendur skólamötuneytanna og því er mikilvægt að hlusta á raddir þeirra í áframhaldandi þróun skólamötuneyta og styðja þannig við heilsu og vellíðan.

 

 

E 136   Mental health effects of the Eyjafjallajökull volcano eruption: A population-based study

Ólöf Sunna Gissurardóttir1, Guðrún Pétursdóttir2, Edda Björk Þórðardóttir1, Arna Hauksdóttir1
1
Centre of Public health Sciences, University of Iceland, 2Institute for Sustainability Studies
osg6@hi.is

Introduction: In April 2010, the Eyjafjallajökull volcano in Southern Iceland erupted, directly affecting more than 2000 residents of the area closest to the volcano. The general aim of this study is to examine the mental health effects of the Eyjafjallajökull volcano eruption on nearby residents.

Methods and data: This study was conducted 6-9 months after the Eyjafjallajökull eruption in 2010 on 1146 individuals from the exposed area and 510 individuals from a non exposed area who answered a questionnaire in fall 2010. Mental health was assessed with three psychometric scales: General Health Questionnaire 12 item version (GHQ-12), Perceived stress scale 4 item version (PSS-4) and Primary care PTSD (PC-PTSD). Multiple logistic regression was conducted to evaluate odds ratios (ORs) and 95% confidence intervals (CIs) of mental health by level of exposure.

Results: Compared with the control group, high exposed participants had an overall increased risk of experiencing mental distress (OR 1.39; 95% CI 1.06 to 1.83. When comparing two exposed groups with regard to PTSD symptoms, the high exposure group had significantly increased risk of PTSD symptoms (OR 3.74; 95% CI 1.16 to 12.11). Findings also show that being directly exposed (e.g. property damage, feeling insecure as a result of the eruption, seeing volcano from home), had increased risk of psychological morbidity.

Conclusions: In our 6-9 month follow-up of residents exposed to the Eyjafjallajokull volcanic eruption, high exposure was strongly associated with an increase in mental distress compared to the control group. Future studies should thus aim at investigating long-term effects.

 

 

E 137   BMP9/ALK1 boðleiðin ýtir undir æðaþelssérhæfingu stofnfrumna úr fósturvísum manna
Anne Richter, Svala H. Magnús, Jóhann F. Rúnarsson,
Guðrún Valdimarsdóttir
Lífefna- og sameindalíffræðistofu, læknadeild Háskóla Íslands,
gudrunva@hi.is

Inngangur: Knockout músatilraunir hafa sýnt fram á nauðsyn Transforming growth factor beta (TGFbeta) fjölskyldunnar í þroskun hjarta- og æðakerfis. Stofnfrumur úr fósturvísum manna (hES frumur) eru gott líkan til að skoða sameindafræðilega ferla í fósturþroskun manna og orsakir æðasjúkdóma. TGFbeta viðtakinn ALK1 er sértækur fyrir æðaþelsfrumur. Bone Morphogenetic Protein 9 (BMP9) tilheyrir TGFbeta fjölskyldunni og binst ALK1 með hárri sækni en niðurstöður hafa bæði sýnt jákvæð/neikvæð áhrif BMP9 á æðamyndun (angiogenesis) í æðaþelsfrumum. Markmið rannsóknarinnar var að athuga áhrif BMP9 vaxtarþáttarins á æðaþelssérhæfingu hES fruma.

Efniviður og aðferðir: hES frumur voru sérhæfðar í æðaþelsfrumur með nýrri aðferð sem eykur miðlagssérhæfingu í upphafi. Frumur voru ræktaðar sem einþekja þegar meta átti gena- og próteintjáningu (qPCR/WB) eða myndaðar frumukúlur (embryoid bodies) sem voru steyptar í kollagengel þegar meta átti sprotavöxt æðaþelsfrumna og ónæmislitanir framkvæmdar samhliða.

Niðurstöður: BMP9 ýtir sterklega undir æðaþelssérhæfingu hES fruma og sprotavöxt út frá hES frumukúlum með virkjun á Smad1/5/8 og Id1 tjáningu. Hlutdeild ALK1 var athuguð með anti-hALK1 mótefni [PF-03446962]. Í ljós kom að BMP9 örvaður sprotavöxtur æðaþelsfrumna var hindraður með anti-hALK1.

Ályktanir: Við höfum notað hES frumur sem líkan til að líkja eftir þroskun æðaþels í mönnum. Við sýnum fram á að BMP9 stuðlar að æðaþelssérhæfingu hES frumna og sprotavexti út frá hES frumukúlum. BMP9 kemur þessum áhrifum áleiðis í gegnum ALK1 viðtakann sem virkjar Smad1/5/8 og eykur Id1 tjáningu. Við vonum að niðurstöður okkar geti leitt til nýrra lyfja fyrir sjúklinga sem þjást af æðasjúkdómum og jafnvel að koma í veg fyrir æðamyndun tengdri æxlisvexti.

 

 

E 138   HER2 induced EMT and tumorigenicity in breast epithelial stem cells is inhibited by co-expression of EGFR

Sævar Ingþórsson1,2, Kristin Andersen3, Bylgja Hilmarsdottir1,2, Gunhild Maelandsmo3, Magnús K. Magnússon1,2,4, Þórarinn Guðjónsson1,2
1
Stem Cell Research Unit, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Laboratory Haematology, Landspítali University Hospital, 3Department of Tumor Biology, Institute for cancer research, The Norwegian Radium Hospital, 4Department of Pharmacology and Toxicology, Faculty of Medicine, University of Iceland
saevari@hi.is

Introduction: The members of the EGFR kinase family are important players in breast morphogenesis and cancer. HER2 and EGFR expression has been shown to have prognostic value in certain subtypes of breast cancer such as, HER2- amplified, basal-like, and luminal type B. These subtypes are highly metastatic and enriched with cancer stem cells.

Methods and data: D492 is a breast epithelial cell line with stem cell properties that generates luminal- and myoepithelial cells and forms elaborate branching structures in 3D culture. Methods used in this study include westen blotting, immunofluorescence three-dimensional cell culture and Real-Time PCR.

Results: Here, we show that overexpression of HER2 in D492 (D492HER2) results in epithelial to mesenchymal transition (EMT) as evidenced by reduced expression of E-cadherin and keratins, gain of the mesenchymal markers such as N-cadherin and AXL and formation of grape or spindle-like structures in 3D culture. In contrast, overexpression of EGFR in D492 (D492EGFR) drives differentiation towards myoepithelial phenotype. When EGFR is overexpressed in D492HER2(D492HER2/EGFR), cells retain their EMT phenotype in monolayer culture. In contrast, in 3D culture,D492HER2/EGFRcells are reverted towards epithelial differentiation. When cells were injected into nude mice, D492HER2cells formed large tumors. In contrast D492HER2/EGFRcells formed smaller tumors with phenotype similar to cells in 3D culture. Conclusions: Our data indicate that in HER2 overexpressing D492 cells, EGFR can behave as a tumor suppressor, by maintaining epithelial differentiation.

 


E 139   Samspil EGFL7 og miR-126 í stofnfrumum úr fósturvísum manna

Anne Richter1, Arna Rún Ómarsdóttir1, Zophonías Oddur Jónsson2, Guðrún Valdimarsdóttir1
1
Lífefna- og sameindalíffræðstofu, læknadeild Háskóla Íslands, 2líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands
anner@hi.is

Inngangur: Epidermal growth factor–like domain 7 (EGFL7) er tjáð í stofnfrumum úr fósturvísum manna (hES frumum) og æðaþelsfrumum sem taka þátt í nýæðamyndun tengdri fósturþroskun manna eða sjúkdómstengdri æðamyndun. Ennfremur þá hýsir EGFL7 genið microRNA (miR), þ.e. miR-126 í innröð 7 sem er mjög vel varðveitt og líffræðilega virkt. miR-126 er þekkt sem æðaþelssértækt miR sem er einkum tjáð í æðaþelsfrumum og blóðmyndandi forverafrumum.

Efniviður og aðferðir: Til að rannsaka hlutverk EGFL7 í hES frumum, var CRISPR tæknin notuð, sem er ný af nálinni, til að slá út EGFL7 genið í hES frumum. Auk þess voru hES frumur sýktar með lentiveiruvektor sem yfirtjáir miR-126 til að athuga samspil EGFL7 og miR-126.

Niðurstöður: Sértæku “guide RNA” og Cas9 ensími var skeytt inn í hES frumur til að kljúfa tvíþátta DNA og gera atlögu að útröð 5 í EGFL7 geninu. Stakar frumukóloníur uxu mjög hægt og sýndu breytta formgerð frá villigerðarfrumum. Raðgreining, Western blot og ónæmislitanir voru framkvæmdar til að staðfesta EGFL7 útslátt. Yfirtjáning í hES frumum leiddi til aukinnar frumufjölgunar. Áhrif miR-126 á tjáningu EGFL7 og æðaþelsmarkera var einnig athuguð í qPCR.

Ályktanir: Við höfum notað nýju CRISPR tæknina til að gera atlögu að EGFL7 geninu í hES frumum. Þessi tækni býður upp á afkastamikla aðferð í erfðatækni sem mætti nefna genaskurðlækningar. Niðurstöður okkar benda sterklega til mikilvægs hlutverks EGFL7 og miR-126 í hES frumufjölgun.

 

 

E 140   Small RNA sequencing of the breast epithelial stem cell line D492 during branching and in EMT

Eiríkur Briem1, Bylgja Hilmarsdóttir1,2, Magnús Karl Magnússon1,2,3, Þórarinn Guðjónsson1,2
1
Stem Cell Research Unit, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Laboratory Hematology, Landspítali University Hospital, 3Department of Pharmacology & Toxicology, Faculty of Medicine, University of Iceland
eib13@hi.is

Introduction: The breast gland is composed of branching epithelial ducts terminating in structures commonly referred to as the terminal duct lobular units. The molecular mechanisms underlying branching morphogenesis are tightly linked with epithelial to mesenchymal transition (EMT), a cellular mechanism seen in normal development, wound healing and in cancer progression. Recently, microRNAs (miRNAs) have emerged as key regulators of many developmental processes including differentiation and EMT. Here we use the breast epithelial stem cell line D492, which generates in vivo-like branching structures in 3D culture and its mesenchyme-derivative D492M as a model to investigate miRNA expression patterns during different stages of branching and in EMT.

Methods and data: D492 and D492M were cultured in 3D matrigel and RNA was isolated and small RNA libraries prepared. Sequencing was performed using Illumina MiSeq and results were validated by RT-qPCR. Lentiviral transfection was used for miRNA over-expression followed by phenotypic analysis.

Results: Number of miRNAs are differentially expressed during branching morphogenesis and in EMT. Selected differentially expressed miRNAs were investigated further and over expressed in D492 and D492M and changes in phenotype investigated. Some miRNAs showed effects on phenotype while others had little or no effect.

Conclusions: Matrigel 3D cultures of D492 and D492M work well as a model system to investigate differential expression of miRNAs during branching morphogenesis and in EMT. By using this model, coupled with small RNA sequencing, we were able to pinpoint interesting miRNAs, which need further investigation and could be important in development and disease.

 

 

E 141   Ánægja aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild: Forprófun mælitækis

Ásta Hrönn Kristjánsdóttir1, Hanna Jóna Ragnarsdóttir1, Lovísa Baldursdóttir1,2,Ásdís Guðmundsdóttir1,2, Herdís Sveinsdóttir1,2
1
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala
asdisgu@landspitali.is

Inngangur: Einn af gæðavísum gjörgæsludeilda er ánægja aðstandenda með þjónustuna. Mikilvægt er að mæla hana með staðfærðum mælitækjum en slíkt mælitæki er ekki til hér á landi.Markmið rannsóknarverkefnisins var að þýða, staðfæra og forprófa mælitækið: Ánægja aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild (e. Family Satisfaction with Care in the Intensive Care Unit, FS-ICU (24)) á gjörgæsludeildum Landspítala og nota niðurstöður forprófunar til að meta notagildi þess við íslenskar aðstæður.

Efniviður og aðferðir: Við þýðingu mælitækis á íslensku var stuðst við aðferðafræði MAPI-rannsóknarstofnunarinnar. Þýðingunni var skipt í fjögur skref, frumþýðingu, bakþýðingu, forprófun og prófarkalestur. Forprófun mælitækis fór fram í apríl 2014. Stuðst var við hentugleikaúrtak þar sem leitað var eftir þátttöku 12 aðstandenda sjúklinga sem lágu inni lengur en 48 klukkustundir á gjörgæsludeildum Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi. Tölfræðiforritið SPSS var notað við úrvinnslu gagna.

Niðurstöður: Eftir að þýðingarferli lauk, innihélt mælitækið að lokum 35 spurningar og er það þrískipt. Spurningum í mælitækinu sem snúa að aðstandendum sjúklinga sem deyja á gjörgæslu var sleppt í forprófun. Forprófun sýndi fram á að mælitækið felur í sér yfirborðsréttmæti og innihaldsréttmæti, þar sem almennt gekk þátttakendum vel að svara spurningum mælitækis og svör þátttakenda endurspeglaði efnið sem mælitæki er ætlað að meta.

Ályktanir: Mælitækið hefur reynst vel í forprófun og gagnast vel við íslenskar aðstæður. Hafin er framkvæmd á stærri rannsókn til að álykta um ánægju aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild svo hægt verði að nota niðurstöður til að bæta gæði þjónustunnar við gjörgæslusjúklinga og aðstandendur þeirra.

 

 

E 142   Árangur bráðaskurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar (tegund A) á Íslandi 1992-2013

Inga Hlíf Melvinsdóttir1, Bjarni Agnarsson2, Þórarinn Arnórsson3, Gunnar Mýrdal3, Tómas Guðbjartsson1,3, Arnar Geirsson3
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala
arnarge@landspitali.is

Inngangur: Ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur með háa dánartíðni. Einkenni ber oftast brátt að og sjúklingar þurfa á bráðaskurðaðgerð að halda. Þessar aðgerðir eru áhættusamar og fylgikvillar tíðir. Í þessari rannsókn var í fyrsta sinn skoðaður árangur bráðaskurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Landspítala frá 1992 til 2013. Tilfellin voru fundin í gegnum aðgerða- og greiningarskrá Landspítala. Alls fundust 39 sjúklingar og voru m.a. skráðir áhættuþættir, einkenni og ástand sjúklings við komu, tegund aðgerða, tíðni fylgikvilla og afdrif sjúklinga.

Niðurstöður: Meirihluti aðgerðanna (69%) var gerður á seinni helmingi rannsóknar-tímabilsins. Meðalaldur sjúklinga var 60 ár og 67% voru karlar. Við komu á sjúkrahús voru allir sjúklingar með brjóstverk, 49% voru vanþrýstir og 26% höfðu misst meðvitund. Einkenni blóðþurrðar voru til staðar hjá 26% sjúklinga og Euroscore II var að meðaltali 8,7. Notast var við kælingu í algerri blóðrásarstöðvun í 23% tilfella og skipt um loku eða ósæðarrót hjá þriðjungi sjúklinga. Skipt var um rishluta ósæðar í 74% tilfella og þörf var á enduraðgerð vegna blæðinga í 42% tilfella. Meðal lega á gjörgæslu var 8,9 dagar og dánarhlutfall innan 30 daga var 23% (8 tilfelli).

Ályktanir: Árangur skurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Íslandi er sambærilegur við það sem þekkist erlendis. Fylgikvillar eru tíðir, sérstaklega blæðingar sem krefjast enduraðgerðar. Aðgerðum hefur fjölgað á síðasta áratug en ástæður þess eru ekki ljósar.

 

 

E 143   Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi

Daði Helgason1, Sindri Aron Viktorsson2, Andri Wilberg Orrason2, Inga Lára Ingvarsdóttir3, Sólveig Helgadóttir3, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson1,2
1
Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala
dah14@hi.is

Inngangur: Bráður nýrnaskaði er alvarlegur og tíður fylgikvilli eftir opnar hjartaaðgerðir. Tilgangurinn var að kanna tíðni og áhættuþætti bráðs nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti ásamt því að meta áhrif hans á skamm- og langtímalifun sjúklinga.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 366 sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi á árunum 2002-2011. Nýrnaskaði eftir aðgerð var metinn samkvæmt RIFLE-skilmerkjum. Áhættuþættir fyrir bráðum nýrnaskaða voru fundnir með ein- og fjölbreytugreiningu og lifun reiknuð með Kaplan-Meier-aðferðinni.

Niðurstöður: 83 einstaklingar fengu nýrnaskaða eftir aðgerð (22,7%), þar af höfðu 37 skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (GSH <60 mL/min/1,73 m2). Fjörutíu sjúklingar féllu í RISK-, 29 í INJURY- og 14 í FAILURE-flokk. Alls þurftu 17 sjúklingar skilunarmeðferð eftir aðgerð (4,6%). Af alvarlegum fylgikvillum voru hjartadrep (29% á móti 9%), fjöllíffærabilun (41% á móti 1%) og enduraðgerðir vegna blæðinga (29% á móti 11%) algengari hjá sjúklingum með nýrnaskaða (p<0,01). Dánarhlutfall innan 30 daga var 18% hjá sjúklingum með nýrnaskaða borið saman við 2% hjá viðmiðunarhópi (p<0,001). Fjölbreytugreining leiddi í ljós að kvenkyn (OR=1,10), hár líkamsþyngdarstuðull (OR=1,02) og lengdur tími á hjarta- og lungnavél (OR=1,03) eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir nýrnaskaða eftir ósæðalokuskipti. Bráður nýrnaskaði var sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga frá aðgerð (HR=1,69, 95% CI=1,01-2,79) en ekki langtíma lifunar (HR=1,11, 95% CI=0.59-2,12).

Ályktanir: Fjórði hver sjúklingur greindist með nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti sem er hærri tíðni en eftir kransæðahjáveituaðgerð (16%). Dánartíðni þessara sjúklinga er margfalt aukin sem og tíðni alvarlegra fylgikvilla. Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti er sjálfstæður forspárþáttur fyrir skurðdauða en ekki langtímalifun.

 

 

E 144   D-vítamínskortur er algengur hjá sjúklingum á gjörgæslu eftir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi

Rúnar B. Kvaran1,3, Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir1, Tómas Guðbjartsson2,3, Martin I. Sigurðsson4, Gísli H. Sigurðsson1,3
1
Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4Department of Anesthesiology, Perioperative and Pain Medicine Brigham and Women's Hospital
runarkvaran@gmail.com

Inngangur: D-vítamínskortur var nýlega tengdur við aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, lungnasjúkdómum og krabbameini auk hættu á beina- og vöðvasjúkdómum líkt og þekkst hefur lengi. Nýlegar rannsóknir framkvæmdar í suðlægum löndum hafa sýnt lág gildi D-vítamíns (25(OH)D) í blóði gjörgæslusjúklinga en upplýsingar um D-vítamínbúskap gjörgæslusjúklinga á norðurslóðum vantar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna 25(OH)D-gildi sjúklinga sem gengist hafa undir opna hjartaaðgerð á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn athugunarrannsókn á 77 sjúklingum (77% karlar, meðalaldur 66 ár, bil 40-84) sem lágu á gjörgæsludeild Landspítala eftir opna hjartaaðgerð árið 2014. Í flestum tilvikum var um að ræða kransæðahjáveitu (60%) og lokuskipti (31%). 25(OH)D var mælt í blóði á fyrsta sólarhring gjörgæslulegu og síðan einum eða tveimur dögum síðar. Klínískum upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. D-vítamínskortur var skilgreindur sem 25(OH)D < 50 nmól/L.

Niðurstöður: Meðalgildi 25(OH)D í blóði sjúklinganna var um 35 nmól/L (bil 7,5-102,5). Alls höfðu 59 sjúklingar (77%) D-vítamínskort og voru 30 þeirra (39%) með 25(OH)D-gildi < 25 nmól/L sem telst alvarlegur skortur. Einungis 18 sjúklingar (23%) höfðu eðlileg gildi. Munur á fyrsta og öðru 25(OH)D-gildi sjúklinga var frá 0 upp í um 68% og var meðalmunurinn 18%.

Ályktanir: Mikill meirihluti sjúklinga (77%) mældist með D-vítamíngildi sem voru lægri en gildi sem talin eru nauðsynleg til viðhalds góðrar heilsu. Nærri 40% höfðu alvarlegan skort sem getur tengst beineyðingu, beinkröm og vöðvaslappleika. Vel kemur til greina að skima fyrir D-vítamínskorti hjá sjúklingum sem gangast undir opnar hjartaaðgerðir á Íslandi.

 

 

E 145   Ný aðferð til að rannsaka virkni athygli og tengsl hennar við augnhreyfingar

Ómar I. Jóhannesson1,2, Irene Jóna Smith1,2, Árni Kristjánsson1
1
Rannsóknastofu í sjónskynjun og augnhreyfingastjórnun, sálfræðideild, 2sálfræðideild Háskóla Íslands
oij1@hi.is

Inngangur: Sjónræn athygli hefur verið rannsökuð mikið um áratugaskeið án þess að verulegar breytingar hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru þar til nú að við kynnun nýja aðferð til sögunnar. Nýjungin felst í því að nota spjaldtölvur með snertiskjá til að birta áreitin og mæla viðbrögðin. Í einfalda verkefninu einkenndust áreitin eingöngu af lit (markáreiti rauðir og grænir hringir, truflarar gulir og bláir hringir) en í flókna verkefninu einkenndust þau af lit og lögun (markáreiti rauðir hringir og grænir ferningar, truflarar grænir hringir og rauðir ferningar). Í báðum gerðum fólst verkefnið í því að eyða öllum markáreitunum af skjánum með því að snerta þau. Í einfalda verkefninu skiptu þátttakendur af handahófi á milli markáreitisgerða en í því flókna héldu þeir sig lengi við sömu gerð.

Efniviður og aðferðir: Í rannsókninni, sem hér er lýst, notuðum við bæði spjaldtölvu og háhraða (250 Hz) augnhreyfingamælitæki. Markáreiti og truflarar voru sömu gerðar og lýst er hér að framan. Í augnhreyfingamælingahlutanum var markáreitum eytt með því að einblína á þau þar til þau hurfu en í spjaldtölvuhlutanum voru þau snert eins og í fyrri rannsókn okkar. Niðurstöður okkar byggja á 16 þátttakendum.

Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar eru í góðu samræmi við fyrri rannsókn og verklag þátttakenda sambærilegt í spjaldtölvu- og augnhreyfingamælingahlutanum.

Ályktanir: Þessar nýju aðferðir okkar henta jafn vel fyrir spjaldtölvur og augnhreyfingamælingar og með því að bera mælingarnar saman getum við öðlast betri skilning því hvernig sjónræn athygli virkar og svarað ýmsum áhugaverðum fræðilegum og hagnýtum spurningum. Aðferðirnar henta einnig vel til rannsókna á athyglisskekkju.

 

 

E 146   A nationwide study of ADHD drug use among adults in Iceland 2003-2012

Drífa Pálín Geirs1, Anton Pottegård2,3, Matthías Halldórsson4, Helga Zoëga1
1
Centre of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Clinical Pharmacology, Institute of Public Health, University of Southern Denmark, 3Department of Clinical Chemistry & Pharmacology, Odense University Hospital, 4Department of Psychiatry, Landspítali University Hospital
dpg1@hi.is

Introduction:To describe the prevalence, incidence and duration of use of attention-deficit/hyperactivity disorder (ADHD) drugs, among adults (≥19 years) in Iceland, with regard to sex, age, type of drug and specialty of the prescribing physician.

Methods and data:A population-based drug utilization study based on the nationwide Medicines Registry in Iceland, covering the adult population (N = 227000).

Results:Our results indicate that the 1-year period prevalence of ADHD drug use rose, from 2.9 to 12.2 per 1,000 adults between 2003 and 2012, with the most pronounced increases among young adults (19-24 years). The annual incidence increased 3-fold, similarly among men and women. Extended release methylphenidate formulations were the most commonly used ADHD drugs. Specialists in psychiatry initiated treatment in 79% of new adult ADHD drug users. The proportion of users still receiving treatment after one year varied from 43.0% (19-24 years), 57.2% (25-49 years) to 47.5% (50+ years). After 3 years, the corresponding proportions still on treatment were 12.4%, 24.5% and 24.3%, and after 5 years 7.9%, 15.9% and 16.8%.

Conclusions:These results of increasing ADHD drug use and short treatment durations call for further investigation of the quality of treatment regimens for adults with ADHD and better follow-up of patients treated with ADHD drugs.

 

 

E 147   Notkun metýlfenídat í æð meðal íslenskra vímuefnaneytenda

Guðrún Dóra Bjarnadóttir1,2, Andrés Magnússon1,2, Bjarni Össurarson Rafnar1,2, Engilbert Sigurðsson1,2, Steinn Steingrímsson2,3, Helena Bragadóttir1, Magnús Jóhannsson2, Magnús Haraldsson1,2
1
Geðsviði Landspítala, 2heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 3Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg
gudrundb@lsh.is

Inngangur: Notkun metýlfenídats (MPH) hefur aukist mikið undanfarin ár á heimsvísu. Misnotkun MPH um munn hefur áður verið lýst erlendis en misnotkun efnisins í æð er lítið rannsakað. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa misnotkun MPH í æð hjá íslenskum vímuefnaneytendum. Að skoða tíðni, umfang og einkenni neyslunnar miðað við önnur efni. Rannsakað verður hvort ákveðin MPH efni eru frekar misnotuð en önnur og þá afhverju.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn og er notast við hálfstaðlað viðtal. Gagnasöfnun stóð yfir í eitt ár og alls tóku 108 einstaklingar þátt á öllum meðferðarstofnunum á Íslandi. Þeir sem höfðu sprautað sig í æð með einhverju vímuefni síðastliðna 30 daga og voru í meðferð var boðin þátttaka.

Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að misnotkun MPH í æð er verulegt vandamál á Íslandi. Alls notuðu 88% af þýðinu MPH í æð undanfarna 30 daga (CI95 = 0,82 – 0,94). MPH var valið og kosið fram yfir önnur efni (63%) og er í auknum mæli efni sem sprautunotendur nota í fyrsta skipti. Flestir kjósa að nota Rítalín Uno® (79%) en fæstir Concerta® (3%).

Ályktanir: Misnotkun MPH er vaxandi vandamál á Íslandi og er orðið eitt aðalefni sem misnotað er á Íslandi. Af MPH-lyfjunum er Rítalín Uno® það sem sprautunotendur kjósa að nota. Með aukinni notkun MPH er þekking á misnotkun MPH bæði nauðsynleg fyrir Ísland og önnur lönd.

 

 

 

E 148   SSRI- og SNRI geðdeyfðarlyf auka ekki áhættu á blæðingu eftir kransæðahjáveituaðgerðir

Simon Morelli1, Steinþór Marteinsson2, Hera Jóhannesdóttir2, Helga R. Garðarsdóttir2, Tómas Andri Axelsson2, Engilbert Sigurðsson2,3, Tómas Guðbjartsson2,4
1
Skurðlækningasviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3geðdeild Landspítala, 4hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala
simonmor@landspitali.is

Inngangur: Fjöldi rannsókna hefur sýnt að geðdeyfðarlyfin SSRI (Selective Serotonin Reuptake Inhibitors) og SNRI (Serotonin Noradreanlin Reuptake Inhibitor) geta aukið blæðingu eftir skurðaðgerðir. Áhrif þessara lyfja eru þó minna rannsökuð eftir opnar hjartaaðgerðir. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna áhrif SSRI/SNRI-lyfja á blæðingu eftir kransæðahjáveituaðgerð.

Efniviður og aðferðir: 808 sjúklingar sem gengust undir kransæðaðahjáveitu eingöngu á Landspítala á tímbilinu 2007-2012. Af þeim tóku 40 SSRI/SNRI lyf (5%) fyrir aðgerð og voru þeir bornir saman við viðmiðunarhóp (V-hóp). Endurhjáveituaðgerðum og bráðasjúklingum var sleppt, einnig tilfellum þar sem blæðing var >5L. Skráð var magn blóðhlutagjafa, blæðing í brjóstholskera á fyrstu 24 klukkustundunum eftir aðgerð og enduraðgerðir vegna blæðingar. Einnig voru skráðir alvarlegir og minniháttar fylgikvillar, 30 daga dánartíðni og reiknuð langtíma heildarlifun. Miðgildi eftirfylgdar var þrjú ár.

Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur, kynjadreifingu, áhættuþætti kransæðasjúkdóms, og EuroSCORE II. Aðgerðartengdir þættir eins og tímalengd aðgerðar voru einnig sambærilegir (p=0,26). Ekki reyndist marktækur munur á blæðingu eftir aðgerð, eða 760 ml í SSRI/SNRI-hópi og 946 ml í V-hópi (p=0,07). Fjöldi rauðkornagjafa var einnig sambærilegur (p=0,47) líkt og tíðni snemmkominna- og alvarlegra fylgikvilla. Dánartíðni innan 30 daga var einnig sambærileg í hópunum, eða 3% borið saman við 2% í V-hópi (p=1,0).

Ályktanir: Ekki sást aukin blæðing eftir aðgerð hjá sjúklingum á SSRI/SNRI-geðdeyfðarlyfjum og tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var heldur ekki aukin. Því virðist ekki ástæða til þess hætta notkun þessar lyfja fyrir hjartaaðgerð.

 

 

E 149   Expired and pathogen inactivated platelets support differentiation of mesenchymal stem cells

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir1,2, Ramona Lieder1, Ólafur Eysteinn Sigurjónsson1,2,3
1
The Blood Bank, Landspítali University Hospital, 2Faculty of Medicine, University of Iceland, 3School of Science and Engineering, Reykjavík University
oes@ru.is

Introduction: Platelet lysates have been reported as suitable cell culture supplement for cultures of mesenchymal stromal cells (MSCs). The demand for safe and animal-free cultures of MSCs is linked to the potential application of MSCs in clinics. We have previously demonstrated that expired platelet concentrates may represent a good source of platelets for lysate production without competing with blood banks for platelet donors. Pathogen inactivation treatment of platelet concentrates allows for prolonged storage up to 7 days and has therefore been implemented in blood processing facilities worldwide. In this study, we evaluated the suitability of INTERCEPT treated, expired platelet concentrates, processed into platelet lysates, for the culture of MSCs compared to non-treated expired platelets.

Methods and data: Bone marrow-derived MSCs were cultured in media supplemented with either platelet lysates from traditionally prepared expired platelet concentrates or in platelet lysates from expired and pathogen inactivated platelet concentrates. The effects of pathogen inactivation on the ability of the platelets to support MSCs in culture were determined by evaluating MSC immunomodulation, immunophenotype, proliferation and trilineage differentiation.

Results: Platelet lysates prepared from expired and pathogen inactivated platelet concentrates supported MSC differentiation and immunosuppression better as compared to traditionally prepared platelet lysates from expired platelet units. Pathogen inactivation of platelets with the INTERCEPT system prior to use in MSC culture had no negative effects on MSC immunophenotype or proliferation.

Conclusions: The use of expired pathogen inactivated platelet units from blood banks to prepare platelet lysates for the culture of MSCs is desirable and attainable.

 

 

E 150   Dánartíðni og sjálfsvíg stuttu eftir útskrift heim af bráðadeild

Vilhjálmur Rafnsson1, Oddný S. Gunnarsdóttir2
1
Rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, læknadeild Háskóla Íslands, 2vísindadeild Landspítala
vilraf@hi.is

Inngangur: Rannsókn með stuttum fylgitíma sýndi að einkennagreining á bráðadeild tengist lágri dánartíðni. Markmiðið með framskyggnri rannsókn var að rannsaka dánartíðni innan 8, 15 og 30 daga eftir útskrift heim af bráðasviði Landspítalans.

Efniviður og aðferðir: Heildarkomur sjúklinga sem útskrifaðir voru heim af bráðadeild (ekki innlagðir á legudeild) voru 227.097 á árunum 2002-2008, skráðar voru kennitölur, kyn, aldur, komudagur og ein aðal sjúkdómsgreining. Upplýsingar um dánarmein voru fengnar úr skrám Hagstofunnar með samtengingu á kennitölum. Komurnar voru flokkaðar eftir sjúkdómsgreiningum í einkennagreiningar (ICD-10, R-kótar) og aðrar greiningar. Dánartíðni á 100,000 innan 8, 15 og 30 daga, og tilheyrandi hættuhlutföll (HR) og 95% öryggismörk (CI) voru reiknuð fyrir öll dánarmein og ákveðin önnur dánarmein.

Niðurstöður: HR vegna allra dánarmeina meðal sjúklinga með einkennagreiningu var 0,64 (95% CI 0,41-1,01) innan átta daga, 0,70 (95% CI 0,50-0,99) innan 15 daga og 0,82 (95% CI 0,65-1,04) innan 30 daga borið saman við þá með aðrar greiningar. HR innan 30 daga meðal þeirra með einkennagreiningu við útskrift var 1,48 (95% CI 1,03-2,13) vegna krabbameina, 3,72 (95% CI 1,44-9,60) vegna sjálfsvíga og 0,50 (95% CI 0,32-0,79) vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi.

Ályktanir: Dauði innan 8 daga frá útskrift var sjaldgæfur atburður. Andlát sjúklings, stuttu eftir útskrift, sem fengið hafði einkennagreiningu, bendir til að sjúkdómsástand hans hafi ekki verið að fullu rétt skilið við útskrift. Stefnumunurinn á lágri heildardánartíðni og hárri dánartíðni vegna sjálfsvíga er vísbending um þetta. Lág dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi bendir til þess að þeir séu rétt greindir á bráðadeildinni.

 

 

E 151   Metabolomic analysis of platelets during storage

Giuseppe Paglia1, Ólafur E. Sigurjónsson2,3, Óttar Rolfsson1, Morten Bagge Hansen4, Sigurður Brynjólfsson1, Sveinn Guðmundsson2, Bernhard Ö. Pálsson1
1
Center for Systems Biology, University of Iceland, 2Blood Bank, Landspítali University Hospital, 3School of Science and Engineering, Reykjavík University, 4Department of Clinical Immunology, Rigshospitalet, Copenhagen University Hospital
oes@ru.is

Introduction: Platelet concentrates (PCs) may be prepared using three methods; platelet rich plasma, aphaeresis and buffy coat. The aim of this study was to obtain a comprehensive dataset that describes metabolism of buffy coat derived platelets during storage and to compare it with a previously published parallel dataset obtained for aphaeresis-derived platelets.

Methods and data: During storage we measured more than 150 parameters in 8 platelet units, prepared by the buffy coat method. Samples were collected at 7 different time points resulting in a dataset containing more than 8,000 measurements. This dataset was obtained by combining a series of standard quality control assays in order to monitor the quality of stored platelets and a deep coverage metabolomics study using liquid chromatography coupled with mass spectrometry.

Results: Stored platelets showed a distinct metabolic transition occurring four days after their collection. The transition was evident in platelet produced by both production methods. Aphaeresis derived platelets showed a clearer phenotype of platelet activation during early days of storage. The activated phenotype of aphaeresis PLTs was accompanied by a higher metabolic activity; especially related to glycolysis and the TCA cycle. Moreover, the extent of the activation differed between bags resulting in inter-bag variability in the storage lesion of aphaeresis prepared PLTs. This may be related to donor related polymorphism.

Conclusions: This study demonstrated two discrete metabolic phenotypes in stored platelets prepared with both aphaeresis and buffy coat methods. Platelet activation occurs during the first metabolic phenotype and might lead to a low reproducibility of the aphaeresis PCs.
E 152   miR200c-141 and ∆Np63 are required for breast epithelial differentiation and branching morphogenesis

Bylgja Hilmarsdóttir1,2, Valgarður Sigurðsson1, Sigríður Rut Franzdóttir1, Markus Ringnér4, Ari Jón Arason1,2, Jón Þór Bergþórsson1,2, Magnús K. Magnússon1,2,3, Þórarinn Guðjónsson1,2
1
Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Laboratory Hematology, Landspítali University Hospital, 3Department of Medical Pharmacology and Toxicology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 4Division of Oncology and Pathology, Department of Clinical Sciences Lund, Lund University
byh1@hi.is

Introduction: The epithelial compartment of the breast contains two lineages, the luminal- and the myoepithelial cells. D492 is a breast epithelial cell line with stem cell properties that forms branching epithelial structures in 3D culture with both luminal- and myoepihelial differentiation. We have recently shown that D492 undergo epithelial to mesenchymal transition (EMT) when co-cultured with endothelial cells. This 3D co-culture model allows critical analysis of breast epithelial lineage development and EMT.

Methods and data: In this study, we compared the microRNA (miR) expression profiles for D492 and its mesenchymal-derivative D492M.

Results: Suppression of the miR-200 family in D492M was among the most profound changes observed. Exogenous expression of miR-200c-141 in D492M reversed the EMT phenotype resulting in gain of luminal- but not myoepithelial differentiation. In contrast, forced expression of ∆Np63 in D492M restored the myoepithelial phenotype only. Co-expression of miR-200c-141 and ∆Np63 in D492M restored the branching morphogenesis in 3D culture underlining the requirement for both luminal and myoepithelial elements for obtaining full branching morphogenesis in breast epithelium. Introduction of a miR-200c-141 construct in both D492 and D492M resulted in resistance to endothelial induced EMT.

Conclusions: In conclusion, our data suggests that expression of miR-200c-141 and ∆Np63 in D492M can reverse EMT resulting in luminal- and myoepithelial differentiation, respectively, demonstrating the importance of these molecules in epithelial integrity in the human breast.

 

 

E 153   Sub-cellular localization of the MITF transcription factor in melanoma cells

Sigurður Rúnar Guðmundsson, Indriði Einar Reynisson, Alexander Schepsky, Margrét Helga Ögmundsdóttir, Eiríkur Steingrímsson
Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland
srg2@hi.is

Introduction: MITF (Microphthalmia-associated transcription factor) regulates development and differentiation of melanocytes and is a key component in formation of melanoma. Little is known about how sub-cellular localization of MITF is regulated in melanocytes and melanoma cells. In this project we characterize which domains of the MITF protein are involved in nuclear localization and which signaling pathways are involved.

Methods and data: We generated MITF-EGFP fusion constructs carrying wild type and mutant versions of MITF and transfected into human 501mel (melanoma) and HEK293T (embryonic kidney) cells to map which domains of MITF are involved in nuclear localization. The subcellular location of MITF was determined using a confocal microscope.

Results: We have observed that a monopartite nuclear localization signal is located between a.a. 214 and 217 and is required for the nuclear localization of MITF. Neither DNA binding nor dimerization are necessary for nuclear retention of MITF. We also found that a cytoplasmic mutant form of MITF colocalizes with LC3, an autophagosome marker. This might unravel an important degradation pathway affecting MITF stability.

Conclusions: We have found that four basic residues of the DNA binding domain are important for nuclear localization. In addition, we have shown that the carboxyl-end of MITF affects subcellular localization in unexpected ways, possibly leading to insights into protein turnover.

 

 

E 154   The MITF transcription factor network in Melanoma and Melanocytes

Dilixiati Remina, Erna Magnúsdóttir, Eiríkur Steingrímsson
Department of Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland
dir2@hi.is

Introduction: The master regulator protein MITF (microphthalmia associated transcription factor) is essential for melanocyte and melanoma development. In melanoma MITF acts as a molecular switch that determines whether melanoma cells differentiate, proliferate or become quiescent migratory cells able to form metastasis. Recently, our laboratory has shown that MITF interacts with different transcription factors to mediate its effects in melanocytes and melanoma. The aim of this project is to characterize this network with focus on IRF4 and TFEB in order to determine how these transcription factors mediate both normal and malignant development in the melanocyte lineage.

Methods and data: We performed chromatin Immunoprecipitation (ChIP) experiments with 501mel human melanoma cells with an antibody against MITF followed by quantitative PCR (qPCR) to quantitatively evaluate binding site enrichment. qPCR enrichments of 5 fold or greater compared to negative control regions are considered bound by MITF.

Results: We performed ChIP-qPCR on (ChIP) with antibodies that target MITF, IRF4, in the human melanoma cell line 501mel. The qPCR on the MITF ChIP reaction showed 10 to 100-fold enrichment for 8 MITF targets compared to negative two control regions whereas other 6 potential targets didn't show good enrichment.

Conclusions: Chromatin Immunoprecipitation coupled with qPCR allowed us to quantify and identify novel MITF binding sites in melanoma. However some potential targets didn't show enrichment maybe due to the effect that MITF binding is depend on MITF protein level.

 

 

E 155   The transcription factor MITF regulates autophagy in melanoma cells

Margrét H. Ögmundsdóttir, Katrín Möller, Sólveig H. Brynjólfsdóttir, Margrét Bessadóttir, Kimberley Anderson, Eiríkur Steingrímsson
Biochemistry and Molecular Biology, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland
kam10@hi.is

Introduction: Autophagy is a process that removes reactive oxygen species and other substrates that can harm the cell and it‘s DNA. The transcription factors TFEB and TFE3 control autophagy in normal cells by regulating genes required for this process. Under normal conditions these transcription factors are kept in the cytoplasm by the nutrient sensor mTORC1 but when cells are starved they translocate to the nucleus were they affect gene expression. Another member of the same family of transcription factors, MITF, is highly expressed in melanoma cells and acts as a master regulator of this cell type. Here we show that MITF regulates autophagy genes in melanoma and that it interacts with TFEB.

Methods and data: The human melanoma cells 501Mel were transfected with an inducible piggybac vector to overexpress MITF. A proximal ligation assay (Duolink) and co-immunoprecipitation were used to identify interactions between MITF and TFEB. The autophagy process in these cells was observed under normal and starved conditions as well as in the presence of the autophagy inhibitor chloroquine.

Results: MITF is mainly localized to the nucleus in human melanoma cells regardless of nutrient availability. MITF and TFEB interact in the nucleus of 501Mel cells and affect each other's expression. MITF regulates the transcription of the key autophagy gene LC3 as well as RagD, a key component of mTORC1. MITF mRNA and protein levels are sensitive to starvation and treatment with the autophagy inhibitor chloroquine

Conclusions: Autophagy is a very active process in melanoma and is regulated by MITF, possibly in cooperation with TFEB. Autophagy is considered as a therapeutic target in melanoma and the observed regulation of autophagy genes by the melanoma oncogene MITFneeds to be taken into account for clinical considerations.

 

 

E 156   Einangrun erfðavísis fyrir glóbrúnum/muskóttum lit í íslenska hestinum

Sigríður Klara Böðvarsdóttir1, Ástrós Sigurðardóttir1, Vilhjálmur Svansson2, Guðni Þorvaldsson3
1
Lífvísindasetri, læknadeild Háskóla Íslands, 2Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 3Landbúnaðarháskóla Íslands
skb@hi.is

Inngangur: Erfðavísir CCr fyrir leirlitum í hrossum hefur áhrif á deyfingu á rauðum og jörpum grunnlit þannig að úr verður leirljóst og moldótt. Það sama á ekki alltaf við um brúnan grunnlit því aðeins í sumum tilfellum hefur erfðavísirinn CCr áhrif á deyfingu brúns litar þannig að úr verður glóbrúnt eða muskótt. Markmið rannsóknarinnar var að einangra erfðavísi sem í samfloti með CCr deyfir brúnan grunnlit.

Efniviður og aðferðir: Útraðir tveggja gena sem þekkt er fyrir að hafa áhrif á litastyrk voru raðgreindar í tveimur glóbrúnum hestum. Erfðabreytileikar sem fundust voru skoðaðir í stærri hópi hrossa. Alls voru erfðavísir CCr og erfðabreytileikar sem fundust greindir í um 140 hrossum, þar af 11 glóbrúnum.

Niðurstöður: Í öðru geninu fundust fjórir erfðabreytileikar en engir í hinu. Af þeim valda þrír amínósýruskiptum en einn ekki. Báðir glóbrúnu hestarnir sem voru raðgreindir höfðu tvo erfðabreytileika sem valda amínósýruskiptum. Erfðabreytileikarnir eru í sömu útröð nálægt hvorum öðrum og erfast því oftast saman. Af 11 glóbrúnum hrossum reyndust allir hafa leirlita CCr erfðavísinn auk þess að bera báða erfðabreytileikana ýmist arfblendna eða arfhreina. Af 5 brúnum hrossum sem báru leirlita CCr erfðavísinn reyndist enginn hafa seinni erfðabreytileikann en eitt hross hafði fyrri erfðabreytileikann arfblendinn.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að annar af tveimur erfðabreytileikum sem fundust í rannsókninni hafi áhrif á deyfingu brúns grunnlitar í hrossum þegar leirliti CCr erfðavísirinn er til staðar. Líklega er að seinni erfðabreytileikinn hafi þessi áhrif þar sem sá fyrri kemur fyrir í brúnu hrossi sem ber leirlita CCr erfðavísinn.

 


E 157   Könnun á algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá tónlistarnemendum

Kári Árnason1,2, Árni Árnason2,3, Kristín Briem2,3
1
Bæklunarskurðdeild Landspítala, 2Gáska sjúkraþjálfun, 3rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands
kariarna@gmail.com

Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá íslenskum tónlistarnemendum og að kanna hvort munur væri á milli þeirra sem spila klassíska tónlist og þeirra sem spila rytmíska (jazz, rokk o.fl.). Slíkt hefur aldrei áður verið kannað á meðal íslenskra tónlistarnemenda en erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik er umtalsvert, bæði hjá nemendum og atvinnumönnum og getur haft mikil áhrif á tónlistarfólk.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 74, á aldrinum 16 til 36 ára og komu úr þremur tónlistarskólum. Tveimur sem kenna helst klassíska tónlist (skólar A og B) og einum sem kennir helst rytmíska (skóli C). Þátttakan var fólgin í því að svara spurningalista sem var sérstaklega hannaður til þess að kanna algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik.

Niðurstöður: 62% þátttakenda höfðu einhvern tímann á tónlistarferlinum fundið fyrir stoðkerfiseinkennum tengdum hljóðfæraleik. Algengið var hæst á meðal nemenda úr skóla A (71,4%) en lægst á meðal nemenda úr skóla C (38,9). Rúmlega 40% þátttakenda voru með „núverandi einkenni“ en það voru þau stoðkerfiseinkenni sem þátttakendur höfðu fundið fyrir síðastliðna 7 daga. Algengi stoðkerfiseinkenna var marktækt hærra hjá klassískum tónlistarnemendum miðað við þá rytmísku (p=0,019). Langflestir þátttakendur höfðu fengið litla eða nokkra fræðslu um stoðkerfiseinkenni tengd hljóðfæraleik og mikilvægi forvarna.

Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að algengi stoðkerfiseinkenna tengdum hljóðfæraleik hjá íslenskum tónlistarnemendum er umtalsvert og í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Niðurstöðurnar gefa einnig vísbendingar um að munur sé á algengi stoðkerfiseinkenna á milli þeirra sem spila klassíska og þeirra sem spila rytmíska tónlist.

 

 

E 158   Skimun handknattleiksmanna á Íslandi með níu þátta skimunarprófi

Elís Þór Rafnsson1,2, Anna Frohm3, Grethe Myklebust4, Roald Bahr4, Örnólfur Valdimarsson5, Árni Árnason1,6
1
Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Sjúkraþjálfun Íslands-Orkuhúsið, 3Karolinska Institutet, Department of Neurobiology, Care Sciences and Society (NVS) Division of Physiotherapy, 4Oslo Sports Trauma Research Center, Norwegian School of Sport Sciences, 5Læknastöðin-Orkuhúsið, 6Gáska sjúkraþjálfun
elis@sjukratjalfun.is

Inngangur: Álagseinkenni eru algeng í handknattleik, en lítið er vitað um áhættuþætti þeirra. Níu þátta skimuarpróf er ný aðferð til að skima fyrir styrk, liðleika, samhæfingu og stöðugleika hjá íþróttafólki. Með skimunarprófinu er hugsanlega hægt að greina einhverja áhættuþætti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna innanmatsmanna áreiðanleika níu þátta skimunarprófsins og bera niðurstöður prófsins saman milli leikstaða og aldurshópa, sem og á milli unglinga, leikmanna í efstu tveimur deildunum og landsliðsmanna.

Efniviður og aðferðir: Innanmatsmanna áreiðanleiki 9 þátta skimunarprófs var prófaður tvisvar sinnum með viku millibili á 50 handknattleiksmönnum (16-19 ára) frá 5 félögum. Auk þess voru 114 leikmenn frá 13 handknattleiksliðum í efstu tveimur deildum ásamt 27 landsliðsmönnum prófaðir einu sinni með skimunarprófinu.

Niðurstöður: Í áreiðanleikaprófinu var sterk fylgni milli mælinga, ICC: 0,95; T1: 21,6±3,5 (95%CI: 20,7-22,6), T2: 22,0±3,4 (95%CI: 21,0-22,9). Enginn marktækur munur var á heildarskori 9 þátta skimunarprófs milli liða, getustiga leikmanna, aldurs né hæðar. Markverðir höfðu þó hærra heildarskor en aðrir leikmenn (p=0,001). Ef einstakir þættir skimunarprófsins voru skoðaðir kom í ljós að yngri leikmenn höfðu minni stöðugleika í bol en eldri leikmenn (próf 5-7, p≤0,006) og meiri hreyfanleika í bol og öxlum (próf 8-9, p<0,001). Landsliðsmenn voru sterkari í kviðvöðvum (test 5, p=0,003) og hreyfanlegri í virkri mjaðmarbeygju (próf 4, p=0,03) en aðrir leikmenn.

Ályktanir: Níu þátta skimunarprófið lítur út fyrir að vera áreiðanlegt. Yngri leikmenn höfðu minni stöðugleika í bol og meiri hreyfanleika í bol og öxlum en eldri leikmenn. Landsliðsmenn höfðu sterkari kviðvöðva og lengri aftanlærisvöðva en aðrir leikmenn.

 

 

E 159   The Association of aerobic fitness to health independent of adiposity depends upon its expression

Sigurbjörn Árni Arngrímsson1, Elvar Smári Sævarsson1, Kristján Þór Magnússon1, Þórarinn Sveinsson2, Erlingur Jóhannsson1
1
Center for Sport and Health Sciences, University of Iceland, 2Center for Movement Science, University of Iceland
sarngrim@hi.is

Introduction: This study aimed to determine the association of different expressions of cardiorespiratory fitness (CRF) to metabolic risk factors and distinguish these relations from the association to adiposity.

Methods and data: Height, weight, body mass index, waist circumference adjusted for height, and skinfold thickness were measured in 127 (66 females) 17 and 23 year-olds. Estimates of body fat percentage (%Fat) and fat-free mass (FFM) were obtained from dual energy X-ray absorptiometry. CRF was evaluated from a maximal workload on a graded bicycle test and also expressed relative to FFM (CRFFFM). Fasting total cholesterol, high-density lipoprotein, low-density lipoprotein, triglycerides, glucose, insulin, and homeostasis model assessment (HOMA) were measured.

Results: After correcting for age and sex, CRF was significantly related to total cholesterol, triglycerides, insulin, and HOMA (r=-0.24 to -0.49, all p<0.03). Similarly, all adiposity measures were related to the same variables (r=0.21-0.53, all p<0.05). Correcting CRF for skinfold thickness or %Fat rendered the relation to metabolic risk factors non-significant, suggesting no independent effects of CRF (p=0.06-0.69). On the contrary, CRFFFM was significantly related to all the metabolic risk factors (r=-0.25 to -0.32, p<0.02), except total cholesterol (p=0.06) illustrating an association of CRF while removing adiposity.

Conclusions: CRFFFM, where the adiposity has been removed, is associated with metabolic risk factors. In contrast CRF, which is related to the adiposity measures, is not independently associated with the aforementioned factors. Previously, the independent effects of CRF to health may have been underestimated by using an expression of CRF strongly related to the adiposity measures.

 

 

E 160   Snúningur sköflungs stýrir vöðvavirkni aftanlærisvöðva við styrkprófun og sértæka þjálfun

Gunnlaugur Jónasson, Andri Helgason, Arnar Már Kristjánsson, Þorsteinn Ingvarsson, Kristín Briem
Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands
gullijonasar@gmail.com

Inngangur: Styrkur og virkni aftanlærisvöðva hefur verið töluvert rannsakaður með tilliti til krossbandsslita. Aftur á móti hefur lítið verið rannsakað hvort hægt sé að virkja miðlæga eða hliðlæga hluta aftanlærisvöðva sérhæft. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna styrk við mismunandi stöðu sköflungs og vöðvavirkni við mismunandi stöðu sköflungs við framkvæmd Nordic hamstring (NH) æfingar og athuga hvort hægt væri að hafa áhrif á virkni miðlægra eða hliðlægra aftanlærisvöðva.

Efniviður og aðferðir: 40 þátttakendur, 20 karlar og 20 konur, gengust undir vöðvarafritsmælingu með yfirborðselektróðum við framkvæmd NH æfingar ásamt styrkmælingu í KinCom® tæki. Mældir voru miðlægir og hliðlægir aftanlærisvöðvar á hvorum fæti með mismunandi stöðu á sköflungi.

Niðurstöður: Hliðlægur aftanlærisvöðvi virkjaðist marktækt meira með sköflung í útsnúningi en innsnúningi við framkvæmd NH á meðan staða á sköflungi hafði óveruleg áhrif á miðlæga aftanlærisvöðva. Sköflungsstaða hafði marktækt meiri áhrif við ísómetrískar styrkmælingar en við framkvæmd NH (p=0,012). Hlutfall virkni miðlæga og hliðlæga aftanlærisvöðva, M/L hlutfall, með óvirkan snúning á sköflungi við framkvæmd NH var 117% í innsnúningi og 105% í útsnúningi. Við ísómetrískar styrkmælingar með virkan snúning á sköflungi var M/H hlutfallið 132% við innsnúning en 96% við útsnúning.

Ályktanir: Hægt er að hafa áhrif á virkni hliðlæga og miðlæga aftanlærisvöðva með mismunandi snúningi á sköflungi. Meðferðaraðilar ættu að taka til greina þessa möguleika við meðhöndlun tilfella þar sem sértæk virkjun er æskileg. T.d. eftir aftanlæristognanir eða krossbandsslit. Frekari rannsókna er þörf á notagildi þessara aðferða.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica