Vísindaráð

Vísindaráð

Vísindi á vordögum

Árlega eru haldnir vísindadagar, Vísindi á vordögum, þar sem vísindaniðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi. Einnig eru veitt verðlaun til vísindamanna og styrkir veittir úr Vísindasjóði Landspítala.

Vísindasjóður Landspítala er rannsóknarsjóður, sem árlega veitir rúmlega 70 milljónum króna í rannsóknarstyrki til starfsmanna spítalans. Vísindasjóður var formlega stofnaður á árinu 2000 við sameiningu vísindasjóða Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og voru fyrstu styrkveitingar úr sjóðnum á árinu 2002. Stjórn Vísindasjóðs ákveður hverjir fá styrki úr sjóðnum, með hliðsjón af umsögnum frá Vísindaráði spítalans.

Stjórn vísindasjóðs

Páll Matthíasson forstjóri, formaður
Gísli H. Sigurðsson yfirlæknir
Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga
Rúnar Bjarni Jóhannsson deildarstjóri

 
Vísindaráð er framkvæmdastjórn og vísinda- og þróunarsviði Landspítala til ráðgjafar um vísindastefnu og háskóla- og vísindastarf á sjúkrahúsinu og þróun heilbrigðisvísinda. Vísindaráð á aðild að úthlutun styrkja úr Vísindasjóði samkvæmt reglum sjóðsins, og semur matsreglur í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir. Þá er Vísindaráð til ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á spítalanum. Vísindaráð Landspítala er skipað 10 mönnum til fjögurra ára í senn.

 

Vísindaráð skipa

Gísli H. Sigurðsson

      læknir (formaður), tilnefndur af læknaráði

Herdís Sveinsdóttir

      hjúkrunarfræðingur (varaformaður), tilnefnd af hjúkrunarfr.deild

Gunnar Guðmundsson

      læknir, tilnefndur af læknadeild HÍ

Halldór Jónsson jr.

      læknir, tilnefndur af læknadeild HÍ

Helga Gottfreðsdóttir

      hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði

Ingibjörg Hjaltadóttir

      hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði

Jón Friðrik Sigurðsson

      sálfræðingur, tilnefndur af forstjóra Landspítala

Jóna Freysdóttir,

      náttúrufræðingur, tilnefnd af forstjóra

Þorvarður Löve

      læknir, tilnefndur af læknaráði

Þórarinn Guðjónsson

      náttúrufræðingur, tilnefndur af forstjóra

 

Varamenn

Auðna Ágústsdóttir

      hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði

Einar Stefán Björnsson

      læknir, tilnefndur af læknadeild HÍ

Guðrún Kristjánsdóttir

      hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarfræðideild HÍ

Hannes Petersen

      læknir, tilnefndur af læknadeild HÍ

Inga Þórsdóttir

      næringarfræðingur og hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af forstjóra

Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir

      læknir, tilnefnd af læknaráði

Jón Jóhannes Jónsson

      læknir, tilnefndur af læknaráði

Þóra Jenný Gunnarsdóttir

       hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði




Þetta vefsvæði byggir á Eplica