Ávarp

Ávarp

Velkomin á þingið

Velkomin á sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands, Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.

Dagskrá þingsins verður með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár, og má þar m.a. nefna kynningu vísindaerinda og veggspjalda, málþing og fyrirlestra um valin efni.

Kynning vísindaerinda skipar verðskuldaðan sess á þinginu og samkeppni um besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema er nú sem fyrr hápunktur vísindalega hluta þingsins. Líta má á þingið sem eins konar uppskeruhátið vísindastarfs sem unnið er á skurðlækningasviði og kvennadeild Landspítalans.  Þá hefur skapast sú hefð að halda veglegt málþing um efni sem stendur félagsmönnum allra félaga nærri. Að þessu sinni verður rætt um svokallaða aðgerðarþjarka (robot) í hinum ýmsu greinum skurðlækninga en vonandi styttist í það að slíkt tæki verði tekið í notkun á Íslandi.  Seinni þingdaginn verða haldin tvö málþing. Skurðlæknar verða með málþing um vélindakrabbamein og rof á vélinda og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar munu ásamt svæfinga- og gjörgæslulæknum halda málþing um vandamál tengd fæðingum.

Stuðningur fyrirtækja í heilbrigðisrekstri er afar mikilvægur fyrir félögin sem standa að þinginu en án þeirra væri ekki unnt að halda jafn stórt þing. Mörg fyrirtæki eru með í ár og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir, en þessi fyrirtæki standa fyrir veglegri sýningu í tengslum við þingið.

Um leið og við bjóðum ykkur velkomin á þingið er það einlæg von okkar að þið hafið bæði gagn og gaman af þeirri dagskrá sem í boði er.

f.h. félaganna

Kári Hreinsson, formaður Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands

 

Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands                       Skurðlæknafélag Íslands

Kári Hreinsson, formaður                                                       Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður

Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir, ritari                     Tómas Guðbjartsson, vísindanefnd SKÍ

Ívar Gunnarsson, gjaldkeri                                                      Kristín Huld Haraldsdóttir, varaformaður

Guðmundur Klemenzson, meðstjórnandi                                Kristján Skúli Ásgeirsson, gjaldkeri

                                                                                                                Björn Pétur Sigurðsson, meðstjórnandi

 

Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna

Ragnheiður Inga Bjarnadóttir, formaður

Brynja Ragnarsdóttir, ritari

Sigrún Hjartardóttir, meðstjórnandi

Ragnheiður Baldursdóttir, gjaldkeri
Þetta vefsvæði byggir á Eplica