Vísindaráð

Vísindaráð


Vísindi á vordögum


Árlega eru haldnir vísindadagar á Landspítala, Vísindi á vordögum. Þá eru kynntar niðurstöður vísindarannsókna á spítalanum. Einnig eru veitt verðlaun til vísindamanna og styrkir veittir úr Vísindasjóði Landspítala. Vísindaráð er til ráðgjafar við veitingu styrkja og viðurkenninga fyrir vísindastörf á spítalanum og er framkvæmdastjórn og vísinda- og þróunarsviði til ráðgjafar um vísindastefnu og vísindastarf á sjúkrahúsinu og þróun heilbrigðisvísinda. Vísindaráð Landspítala er skipað sjö manns til fjögurra ára. Verkefnastjóri Vísindaráðs er Sigríður Sigurðardóttir, vísinda- og þróunarsviði.


Vísindaráð Landspítala


Gísli H. Sigurðsson 
læknir (formaður), tilnefndur af læknaráði

Herdís Sveinsdóttir
hjúkrunarfræðingur (varaformaður), tilnefnd af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Gunnar Guðmundsson
læknir, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands

Halldór Jónsson jr.
læknir, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands

Ingibjörg Hjaltadóttir
hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af Hjúkrunarráði

Jón Friðrik Sigurðsson
sálfræðingur, tilnefndur af forstjóra Landspítala

Berglind Guðmundsdóttir
sálfræðingur var staðgengill Jóns hluta ársins)

Þórarinn Guðjónsson
náttúrufræðingur, tilnefndur af forstjóra Landspítala

Varamenn:

Einar Stefán Björnsson
læknir, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands

Guðrún Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

Hannes Petersen
læknir, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands

Helga Sif Friðjónsdóttir
hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af Hjúkrunarráði

Inga Þórsdóttir
næringarfræðingur og hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af forstjóra Landspítala

Magnús Gottfreðsson
læknir, tilnefndur af læknaráði

Þórður Helgason
heilbrigðisverkfræðingur, tilnefndur af forstjóra Landspítala





Þetta vefsvæði byggir á Eplica