Ágrip erinda

Ágrip erinda


E-01 Sýklun í gerviliðaaðgerðum – langtímaeftirfylgni

Hera Jóhannesdóttir1, Eyþór Ö. Jónsson2, Grétar O. Róbertsson3, Brynjólfur Mogensen1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum, 3Bæklunarskurðdeild Landspítala

Inngangur: Gerviliðaaðgerðir eru algengar og bæta lífsgæði sjúklinga með slitgigt. Langtímaárangur er góður en tíðni djúpra sýkinga er ­1-2%. Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á tíðni og tegund baktería sem ræktast í upphaflegri gerviliða­aðgerð og skoða hvort jákvæðar bakteríuræktanir hafi klínísk tengsl við sýkingar.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til 50 heilgerviliðaaðgerða á mjöðm og 42 á hné. Um var að ræða aðgerðir framkvæmdar frá 1. okt. 1990 til 30. sep. 1991 á Borgarspítala. Tekin voru strok frá fjórum stöðum í aðgerð og send í bakteríuræktun. Eftirfylgni miðaðist við 3. mars 2011, enduraðgerð eða andlát sjúklings.

Niðurstöður: Ræktanir voru jákvæðarí20 aðgerðum (40%) ámjöðm og 22 aðgerðum (52%) á hné. Kyn, aldur, ASA-flokkun, líkamsþyngdarstuðull og tíðni sykursýki var sambærileg milli þeirra sjúklinga sem höfðujákvæðar og neikvæðar ræktanir, bæðiviðaðgerðirámjöðm og hné. Algengast var aðkóagúlasa neikvæðir staphylokokkar ræktuðust (67%) ogþaráeftirStaphylococcus aureus (21%). Af 50 sýnum voru 48 vel næm fyrir því sýklalyfi sem gefið var í forvarnarskyni. Tvær sýkingar greind­ust, önnur var grunn og hin djúp. Báðar voru íhnéog mátti rekja til áverka en ekki sýklunaríaðg.  erðMeðaleftirfylgdartími var 13,1árfyrir mjaðmaraðgerðir og 11,1 árfyrir hnéaðgerðir.

Ályktun Jákvæðar bakteríuræktanir voru algengar íþessum aðgerðum og voru húðbakteríur algengastar. Þrátt fyrir þaðvoru sýkingar fátíðar, sem gæti meðal annars skýrst af verkun sýklalyfja. Jákvæðar ræktanir í gerviliðaaðgerðum virðast ekki koma að klínísku gagni við að spá fyrir um sýkingar.

 

E-02  Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot á Landspítala

Kristófer Arnar Magnússon1, Gísli H. Sigurðsson1,2, Jóhanna M. Sigurjónsdóttir2, Yngvi Ólafsson3, Brynjólfur Mogensen1,4, Sigurbergur Kárason1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild, 3bæklunardeild og 4bráðadeild Landspítala

Inngangur: Mjaðmarbrot er algengur áverki meðal aldraðra, fylgikvillar eru tíðir og dánartíðni há. Markmið rannsóknarinnar var að kanna afdrif, meðferð og horfur þessa sjúklingahóps.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum, 60 ára og eldri, sem mjaðmarbrotnuðu og gengust undir skurðaðgerð á Landspítala frá 1. jan - 31. mars 2011 og fylgt var eftir í eitt ár. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám Landspítalans.

Niðurstöður: 59 einstaklingar 60 ára og eldri mjaðmarbrotnuðu á tímabilinu. Meðalaldur var 82±9 ár, og voru karlar 41% (81±9 ár) og konur 59% (83±8 ár). Meðalbiðtími eftir aðgerð var 21±12 klst og fóru aðgerðir fram utan dagvinntíma í 80% tilvika. Meðallegutími á bæklunardeild var 10±10 dagar. 66% sjúklinga bjuggu í heimahúsi fyrir brot, 25% útskrifuðust beint heim en 51% komust heim að lokum (p=0,0001). 12% dóu innan eins mánaðar, 20% innan 6 mánaða og 22% innan árs frá aðgerð. Dánartíðni var marktækt hærri hjá þeim sjúklingum sem þjáðust af taugasjúkdómi við innlögn (p=0,04), höfðu hærri ASA-flokkun (p=0,001), höfðu einhverja fylgikvilla á bráðamóttöku (p=0,03) eða í aðgerð (p=0,049) og lágu lengi á vöknunardeild (p=0,02).

Ályktanir: Meðalaldur þeirra sjúklinga sem mjaðmarbrotna er svipaður hér á landi og erlendis en hlutfall karla er hærra. Meðalbiðtími eftir aðgerð er innan marka erlendra gæðastaðla og meðallegutími er einnig sambærilegur. Dánar­tíðni hópsins er sambærileg við erlendar rannsóknir en töluvert hærri en gerist í sama aldursþýði á Íslandi. Marktækt færri sjúklingar bjuggu heima eftir að hafa brotnað en fyrir brot. Mjaðmarbrot hefur því alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinginn og er krefjandi fyrir samfélagið.

 

E-03  Komur slasaðra á Bráðadeild Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010

Ármann Jónsson1, Sævar H.Lárusson2 Ágúst Mogensen2, Brynjólfur Á. Mogensen1,2,3

1Bráðadeild Landspítala, 2Rannsóknarnefnd Umferðarslysa, 3Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Grunur ligguráfjöldi slasaðra hjólreiðarmannaáÍslandi sé meiri en opinber skráning segir til um, enda eru mörg hjólreiðaslys ekki tilkynnt til lögregluþar semönnurökutæki eða einstaklingar koma ekki viðsögu.

 Efniviður og aðferðir: Markmiðiðvar aðkanna faraldsfræði slasaðra íreiðhjólaslysum sem komu áBráðadeild Landspítala (BD-LSH) frá1. jan. 2005 til 31. des. 2010. Rannsóknin var afturskyggn og var leitaðreiðhjólaslysum írafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala. Skráður var fjöldi slasaðra, kyn, aldur, hjálmanotkun, innlagnir og slysagreiningar. Alvarleiki áverka var metinn skv. AIS- áverkastigi og ISS-áverkaskori.

Niðurstöður: Alls komu 3426 sjúklingurábráðadeild árannsóknartímabilinu, 31,8% konur og 68,2% karlar. Meðalaldur sjúklinga var 22,7ár. Í85,7% tilvika vantaði upplýsingar um notkun hjálms. Í12,9% tilfella var árekstur milli tvegga aðila, í12,9% tilfella var enginn gagnaðili skráður ení74,1% tilfella vantaði upplýsingar. Flest slysin gerðustátímabilinu maí-sept., eða2444 talsins. Flestir áverkar voruáefriútlim eðaí45,7% tilfella og ámjaðmagrind/neðri útlimií26,6% tilfella. Alls þurftu 119 sjúklingarinnlögnáLandspítala. Samkvæmt ISS-áverkaskori voru 65,8% lítiðslasaðir, 29,3% meðal mikið slasaðir, 1,4% mikiðslasaðir og 0,4% lífshættulega slasaðir.

Ályktanir: Fleiri karlar en konur leituðuáBráðadeild Landspítala vegna afleiðinga reiðhjólaslysa og meirihlutiþeirra var ungur að árum. Flest slysináttu sérstaðvori eðasumri. Flestir slösuðust lítið en 3,5%þurftu innlögn. Ljóst er að skráningu reiðhjólaslysaþarf aðbæta.

 

E-04  Klínísk reynsla og eftirfylgni 125 sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með Bryan-gervilið vegna hálsbrjóskloss með taugarótakvilla á Íslandi 2007-2012

Jan Triebel1, Aron Björnsson2, Benedikt Magnússon1, Björn Zoëga1,3
 1Bæklunarskurðdeild,og 2heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Bryan-gerviliður liðþófa í hálshrygg (BGLH) sem valkostur í stað fremri spengingar var kynntur hér á landi vorið 2007. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta öryggi og virkni BGLH aðgerðarinnar sem notuð er á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár og röntgenmyndir 122 sjúklinga sem fengu BGLH frá mars 2007 til des. 2012 voru endurskoðaðar. Sjúklingar fylltu út spurningalista fyrir aðgerð og 108 (89%) þeirra voru fengnir í símaviðtal milli nóv. 2012 og mars 2013.

Niðurstöður: 59 karlar og 63 konur (meðalaldur 42 ár) gengust undir aðgerð. Enginn greindi frá viðvarandi aukaverkunum. Tímabundin einkenni eftir aðgerð voru kyngingarörðugleikar og/eða lömun á raddböndum hjá 11 (10%) sjúklingum, yfirborðssýkingar hjá 3 sjúklingum og upplifun vélrænna hljóða við hálshreyfingar í 4 tilvikum. Verkir minnkuðu frá 8,2 á VAS-skala fyrir aðgerð í 2,6 eftir aðgerð, óvinnufærni breyttist úr 67% fyrir aðgerð í 24% eftir aðgerð, geta til að lyfta og bera hluti batnaði úr 3,9 (stig 1-6) fyrir aðgerð í 2,0 eftir aðgerð, gæði svefns batnaði úr 4,4 (stig 1-6) fyrir aðgerð í 2,2 eftir aðgerð og kvíða og/eða þung­lyndi kvarði breyttist úr 1,6 (stig 1-3) fyrir aðgerð í 1,4 eftir aðgerð.

Ályktanir: Skurðaðgerð með Bryan-gerviliði í hálshrygg eins hún er framkvæmd á Landspítala virðist vera örugg og skilvirk aðferð til að meðhöndla einkenni vegna hálsbrjóskloss með taugarótarkvillum. Niðurstöðurnar eru í samræmi við niðurstöður úr fyrri rannsóknum og styðja samfellda notkun þessarar árangursríku meðferðar við núverandi aðstæður á Íslandi.

 

E-05  Umferðarslys kosta 30 milljarða á ári

Brynjólfur Mogensen1,4, Linda B. Bryndísar­dóttir2, Konráð Guðjónsson2, Viðar Ingason2, Eggert Eyjólfsson3, Sveinn Agnarsson2

1Rannsóknastofa Landspítala og Háskóla Íslandsíbráðafræðum, 2Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 3Bráðadeild Landspítala, 4Læknadeild Háskóla Íslands.

Inngangur:Umferðarslys eru algeng, alvarleiki áverka slasaðra oft mikill og kostnaður þjóða gífurlegur. Það hefur reynst erfitt að afla upp­lýsinga um hversu mikill þessi kostnaður er þar sem gagnasöfn eru yfirleitt ekki samhæfð og áherslur mismunandi. Heildarsýn er nauðsynleg til þess að meta hvernig fjámunum er best varið m.a. til samgöngubóta og umferðaröryggismála. Markmið rannsóknar var aðmeta kostnaðviðumferðarslysáÍslandiárið2009.

Efniviður og aðferðir: Tölulegar upplýsingar voru fengnar frá Hagfræðistofnun, Hagstofu Íslands, Landspítala, tryggingafélögum og Umferðarstofu. Tölulegar upplýsingar frá árunum 2005 og 2009 voru notaðar við kostnaðarútreikninga.Til að meta með hagrænum hætti þann kostnað sem umferðarslys leggja á samfélagið var byggt á aðferðafræði sem nefnd hefur verið kostnaður vegna veikinda (cost of illness, COI).                                                                     

Niðurstöður:Alls komu 2373 slasaðir til með­ferðar á Landspítala eftir umferðarslys árið 2009. Flestir voru lítið slasaðir (ISS-skor 1,9), en 87 þurftu innlögn og voru mikiðslasðaðir (ISS-skor 9), þar af lögðust 23 inná  gjörgæslu og voru alvar­lega slasaðir (ISS-skor 16). Frekari niðurstöður eru sýndar í töflu I.

Ályktun: Árlegur kostnaður viðumferðarslysáÍslandiárið2009, áverðlagiþessárs, metin meðCOI aðferðafræði erálitinn vera 21,9– 22,8 milljarðar króna eða ánúvirðiárið2013 um 30 milljarðar. Um 85% af kostnaðinum fellur á tryggingafélögin. Þrátt fyrir umfangsmikla gagnaöflun verður að álíta mat á kostnaði þjóðarinnar vegna umferðarslysa vera varlega áætlað.

Tafla I.  Núvirtur heildarkostnaður við slys árið 2009 á verðlagi þess árs í milljónum króna.

Beinn kostnaður   Neðri mörk Efri mörk
  Sjúkrahús og læknakostnaður 700 700
  Lögregla 500 950
  Slökkvilið 20 20
  Tryggingafélög, eignatjón 8.300 9.970
  Samtals 9.520 9.970
Óbeinn kostnaður      
  Framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla 1.420 1.850
  Greiðslur tryggingafélaga 11.000 11.000
  Samtals 12.420 12.850

Samtals kostnaður vegna

umferðaslysa

21.940 22.820

 

 

E-06  Efnaskiptaáhættuþættir fyrir myndun nýrn­asteina meðal sjúklinga á nýrnasteinagöngu­deild Landspítala

Þórir Bergsson1, Runólfur Pálsson1,2, Viðar Eðvarsson3, Ólafur Skúli Indriðason2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Lyflækningasviði, nýrnalæknaeiningu Landspítala, 3Barnadeild Hringsins

Inngangur: Nýrnasteinar eru vaxandi vandamálíhinum vestræna heimi með algengi allt að12% og margir þessara sjúklinga fáendurtekin steinaköst. Göngudeild fyrir sjúklinga með endur­tekin nýrna­steinaköst hefur verið starfrækt á Landspítala frá 2005. Markmið rannsóknarinnar var að kanna sjúkdómsgang og áhættuþætti fyrir steinamyndun hjá sjúklingum sem hafa leitað til göngudeildarinnar.

Efniviður og aðferðir: Þetta var afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem leituðu til nýrnasteinagöngudeildar Landspítala frá 2006 til 2010. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám. Niðurstöður blóð- og þvagrannsókna voru kannaðar til að ákvarða áhættuþætti steinasjúkdóms. Hópar voru bornir saman með Wilcoxon-Mann-Whitney, kí-kvaðratprófum og ópöruðu t-prófi.

Niðurstöður: Alls leituðu 197 sjúklingar á göngu­deildina á rannsóknartímabilinu og voru karlar 52%. Miðgildi aldurs var 50 ár (bil: 19-82). Við komu höfðu 52% sjúklinga haft þekktannýrnasteinasjúkdóm ímeira en fimm ár og 35% höfðu fengið fleiri en 5 steinaköst. Steinagreining var gerð hjá 48% sjúklinga og innihéldu 84% steina kalsíum og 14% þvagsýru. Greining á sólarhringsþvagsýnum var gerð hjá 87% sjúklinga og var þvagmagn <1000 ml/sólarhring hjá 14%, <1500 ml hjá 45% og <2000 ml hjá 71%. Óhóflegur kalsíumútskilnaður fannst hjá 17% sjúklinga, óhóflegur oxalatútskilnaður hjá 23%, óhóflegur þvagsýruútskilnaður hjá 13% og 53% höfðu of lítinn sítratútskilnað. Enginn greinanlegur áhættuþáttur fannst hjá 13% sjúklinga, 34% voru með einn áhættuþátt, 36% með tvo, 16% með þrjá og 2% með fjóra áhættuþætti.

Ályktanir: Flestir sjúklingar með endurtekna myndun nýrnasteina hafa a.m.k. einn áhættuþátt fyrir steinamyndun. Meðferð sem beinist að þessum áhættuþáttum gæti því hamlað frekari steinamyndun. Steinasamsetning virðist svipuð og lýst hefur verið annars staðar.

 

E-07  Brottnám legs á Íslandi árin 2001-2010. Algengi, ástæður og aðferðir

Kristín Hansdóttir1, Jens A. Guðmundsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala

Inngangur: Brottnám legs er algengasta skurðaðgerð, fyrir utan keisaraskurð, sem konur gangast undir. Legnámsaðgerðum hefur fækkað í nágrannalöndunum undanfarin ár. Breytingar hafa orðið á skurðtækni við legnámsaðgerðir. Í stað opins kviðskurðar er meira gert af aðgerðum með lágmarks inngripi með kviðsjá eða aðgerð um leggöng. Markmið rannsóknarinnar var að fá vitneskju um þróun og breytingar á legnámsaðgerðum á Íslandi.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna sem gengust undir legnámáÍslandiátímabilinu 2001-2010. Leitað vareftir aðgerðarnúmerum fyrir allar gerðir legnáms og skráður aldur, ástæður og tegund aðgerðar, aukaaðgerðir, legutími eftir aðgerð, fylgikvillar og endurinnlagnir. Gerður var samanburður á tveimur fimm ára tímabilum.

Niðurstöður: Framkvæmdar voru 5288 legnámsaðgerðir, sem fækkaði úr 389 aðgerðum fyrir hverjar 100.000 konur árið 2001 í 266 aðgerðir árið2010. Aðgerðum með kviðsjáog um leggöng fjölgaði úr30% árið 2001 í50% árið 2010 áöllu landinu. Á Landspítalanum fjölgaði þessum aðgerðum úr 25% í 67%, aðallega vegna aukningar ákviðsjáraðgerðum (p<0,0001). Legudögum fækkaði fyrir allar tegundir aðgerða, bæði á Landspítala og utan. Meðalaldur kvenna var um 50 ár á tímabilinu. Færri eggjastokkabrottnám voru framkvæmd samhliða legnámi á seinna tíma­bilinu en því fyrra. Algengustu sjúkdómsgreiningarnar voru sléttvöðvaæxli og blæðingaróregla. Tíðni skráðra fylgikvilla var lág, eða 3,8%, og endur­innlagnir fátíðar (1,9%).

Ályktanir: Á Íslandi hafa verið gerðar hlutfallslega fleiri legnámsaðgerðir en í nágrannalöndum, en þeim fer fækkandi. Breyting á aðgerðatækni er einnig sambærileg en hlutfall aðgerða með lágmarks inngripi er þó hærra á Landspítala en á flestum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndunum.

 

E-08  Nýgengi og meðferð utanlegsþykktar á Íslandi 2000-2009

Áslaug Baldvinsdóttir1,Jens A. Guðmundsson1,2, Reynir Tómas Geirsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala

Inngangur: Utanlegsþykkt getur leitt til lífshættulegs sjúkdómsástands. Í fyrri rannsókn var sýnt fram á verulega aukningu á nýgengi utanlegsþykktar á Íslandi á árunum 1985-1994. Meðhöndlun utanlegsþykktar hefur tekið breytingum undanfarna tvo áratugi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áframhaldandi breytingar á nýgengi og meðhöndlun utanlegsþykktar á Íslandi á árunum 2000- 2009.

Efniviður og aðferðir: Upplýsinga var aflað um allar greiningar utanlegsþykktar á árunum 2000-2009, þ.m.t. meðferðarstað, aldur kvenna, meðferðartegund, legutíma, endurinnlagnir, staðsetningu þungunar og β-hCG gildi fyrir meðferð. Nýgengi var reiknað út frá fjölda skráðra þungana á almanaksári (n/1000), fjölda kvenna á frjósemisskeiði 15-44 ára (n/10000) og í fimm ára aldurshópum. Breytingar á nýgengi, meðferð, aðgerðartækni og legutíma voru kann­aðar. Gerður var samanburður á tveimur fimm ára tímabilunum; 2000-2004 og 2005-2009.

Niðurstöður: Marktæk lækkun varð á nýgengi allt rannsóknartímabilið og milli fimm ára tímabila, eða úr 17,3 í 14,1/1000 þunganir (p=0,003) og úr 14,1 í 11,7/10000 konur á ári (p<0,009). Aðgerð var fyrsta meðferð hjá 94,9% kvenna, 3,2% fengu metótrexat og 1,9% biðmeðhöndlun. Hlutfall aðgerða lækkaði úr 98,0% í 91,3% milli fimm ára tímabila, samhliða aukinni notkun lyfjameðferðar (0,4% í 6,4%, p<0,0001). Hlutfall kviðsjáraðgerða jókst milli fimm ára tímabila á öllu landinu úr 80,5% í 91,1% (p<0,0001), á Landspítala úr 91,3% í 98,1% (p=0,0003) og á sjúkrastofnunum á landsbyggðinni úr 44,0% í 69,3% (p=0,0005). Stytting varðámeðallegutíma eftir opna kviðskurðaðgerð, eða úr 3,4 í2,6 daga (p<0,007).

Ályktanir: Nýgengi utanlegsþykktar hefur lækkað áÍslandi. Meðhöndlun hefur breyst meðaukningu kviðsjáraðgerða ístaðopinna kviðskurðaðgerða ogmeð tilkomu metótrexat lyfjameðferðar. Þetta gerir sjúkdóminn minna íþyngjandi fyrir kon­­urnar og styttir legutíma.

 

E-09  Nýrnastarfsemi er betur varðveitt eftir hlutabrottnám en heildarbrottnám á nýra vegna nýrnafrumukrabbameins

Elín Maríusdóttir1, Eiríkur Jónsson1, Sverrir Harðarson2, Vigdís Pétursdóttir2, Valur Þór Marteinsson3, Guðmundur Vikar Einarsson1, Tómas Guðbjartsson1,4

1Þvagfæraskurðdeild og 2meinafræðideild Landspítala, 3Skurðdeild Sjúkrahúss Akureyrar. 1Læknadeild HáskólaÍslands

Inngangur: Langvinn nýrnaskerðing er þekktur fylgikvilli brottnáms á nýra. Því hefur færst í vöxt að framkvæma hlutabrottnám þegar um lítil nýrnafrumukrabbamein er að ræða. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman nýrnastarfsemi og lifun eftir hluta- og heildarbrottnám á nýra.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir hlutabrottnám vegna nýrnafrumukrabbameins á Íslandi frá 2000 til 2010 (n= 44, meðalaldur 60 ár, 64% karlar). Í samanburðarhópi voru 44 sjúklingar (meðalaldur 65 ár, 52% karlar) á sama TNM-stigi sem sama ár höfðu gengist undir heildarbrottnám á nýra. Reiknaður var út gaukulsíunarhraði (GSH) og forspárþættir nýrnaskerðingar metnir með fjölbreytugreiningu. Miðgildi eftirfylgdar voru 44 mánuðir.

Niðurstöður: Lítilæxli (<4cm) voru ábending hlutabrottnámsí64% tilfella en 16% sjúklinga höfðustakt nýra og önnur 16%þekkta nýrnaskerðingu. Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar TNM-stig og tímalengd eftirfylgdar. Meðalaldur og ASA-flokkun var hins vegar hærri í viðmiðunarhópi. Staðbundin endurkoma krabbameins greindist íhvorugum hópi sjúklinga. GSH fyrir aðgerð var sambærilegur í báðum hópum en marktækt hærri 6 mánuðum frá aðgerð í hluta­brottnámshópi (59 mL/mín sbr. 45 mL/mín, p<0,001). Fjölbreytugreining sýndi að heildar­brottnám lækkaði GSH (-12.6 mL/1.73 m2, p<0.001) og áhætta á langvinnri nýrnaskerðingu var aukin (OR = 3.07, 95% CI 1,03–9,79, p=0,04) borið saman við hlutabrottnám. Fimm ára lifun var 100% eftir hlutabrottnám og 65% eftir heildar­brottnám (p <0,001).

Ályktanir: Gaukulsíunarhraði (GSH) var marktækt lægri eftir heildarbrottnám og áhætta á langvinnri nýrnaskerðingu þrisvar sinnum meiri en við hlutabrottnám. Niðurstöður benda til þess að hlutabrottnám varðveitinýrnastarfsemi ánþess aðauka endurkomutíðni krabbameins.

 

E-10  Ógleði og verkir eftir legnámum leggöng í mænudeyfingu

Aðalbjörn Þorsteinsson1,Kristín Jónsdóttir2, Jóhanna Elísdóttir2

1Svæfinga- og gjörgæsludeild og 2kvennadeild Landspítala.

Inngangur: Forkönnun sýndi að ógleði var algengari við legnám í mænudeyfingu en svæfingu en þar fengu allir sjúklingar ógleðiforvörn. Áhrif ógleðiforvarnar við legnám í mænudeyfingu var því könnuð auk áhrifa morfíníblöndu í mænu­deyfinguna.

Efniviður og aðferðir: Sjúklingum var skipt samkvæmt slembilykli í þrennt og var miðað við 20 konur í hverjum hópi. Einn hópur fékk hefðbundna ógleðiforvörn með 8 mg af dexamethasone, 1 mg af haldoperidoli og 4 mg af ondansedroni. Annar hópur fékk 100 μg af morfíni í mænudeyfinguna og þriðji hópurinn var viðmiðunarhópur. Í 24 klst. var skráð verkja- og ógleðimat auk notkunar á sterkum verkja- og ógleðilyfjum. Verkjalyfjanotkun var umreiknuð í morfínígildi og ógleðilyfjanotkun í virka meðferðar­skammta.

Niðurstöður: Helstu niðurtöður eru sýndar í töflu I. Ógleðiforvörn minnkaðiþörf fyrir verkja- og ógleðilyf. Verkjalyfjanotkun var lægst hjá þeim sem fengu morfíníblöndun en jók ekki notkunógleðilyfja samanborið viðviðmiðunarhóp, aukþess semógleðivar sambærileg og íforvarnarhópi. Ítöflu II sést hlutfall þeirra sem fengu sterk verkja- ogógleðilyf. Rúmlega 50% viðmiðunarhópsins fenguógleðilyf en 30 % íhinum hópunum. Aðeins 30% af þeim sem fengu morfínímænudeyfingu þurftu aukalega aðsterk verkjalyf borið saman við90% í hinum hópunum.

Ályktanir: Ógleðiforvörn virðist draga úr ógleði tengdri mænudeyfingu við legnám um leggöng. Morfíníblöndun virðist einnig minnka þörfina á morfíni eftir aðgerð en hafði óveruleg áhrif á ógleði í þeim skömmtum sem notaðir voru.

Tafla I.

  Verkjalyf Verkjaskor Ógleðilyf Ógleðiskor
Ógleðiforvörn 11.7 8.7 0.4 1.3
Morfínhópur 3.3 4.8 2.4 1.1
Viðmiðunarhópur 23.4 12.1 2.4 5.1

 

Tafla II.

  Fengu sterk verkjalyf Fengu ógleðilyf Fengu bæði
Ógleðivörn 90% 30% 90%
Morfínhópur 30% 30% 60%
Viðmiðunarhópur 94% 56% 100

 

E-11   Árangur kransæðahjáveituaðgerða áÍslandi hefur batnað ásíðustu 10 árum

Hera Jóhannesdóttir1, Daði Helgason1, Tómas A. Axelsson1, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala

Inngangur:  Kransæðahjáveituaðgerð er langalgengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi. Tilgang­ur rannsóknarinnar var að bera saman skammtímaárangur allra þessara aðgerða á Íslandi á tveimur fimm ára tímabilum.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 1397 sjúklinga; 697 sem skornir voru 2002-2006 og 700 sjúklinga áárunum2007-2011. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til klínískra og aðgerðatengdra þátta, snemmkominna fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga.

Niðurstöður: Aldur, kyn, líkamsþyngdarstuðull og áhættuþættir kransæðasjúkdóms héldust óbreyttir á milli tímabila, sömuleiðis EuroSCORE og hlutfall sjúklinga með þriggja æða sjúkdóm og/eða vinstri höfuðstofnsþrengsli. Á síðara tímabili jókst notkun hjartamagnýls (73% sbr. 87%, p<0,01) og statína (74% sbr. 82%, p<0,01) fyrir aðgerð. Fjöldi æðatenginga hélst einnig óbreyttur, enásíðara tímabilinu fækkaði aðgerðum sem framkvæmdar voruásláandi hjarta (29% sbr. 21%, p<0,01). Nýtilkomið gáttatif/flökt (41%) og aftöppun fleiðruvökva (12%) voru algeng­ustu minniháttar fylgikvillar og var tíðnin svipuð milli tímabila. Af alvarlegum fylgikvillum varð marktæk lækkun á tíðni hjartadreps í aðgerð (10% sbr. 4%, p<0,01) og bringubeinslosi (3% sbr. 1%, p=0,014). Ekki varð marktæk lækkun á dánar­tíðni innan 30 daga á síðara tímabili (3% sbr. 2%, p=0,47).

Ályktun: Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi er góður og fer batnandi, ekki síst vegna lægri tíðni hjartadreps í aðgerð. Ein af skýring­unum gæti verið aukin notkun hjartamagnýls og statína fyrir aðgerð, en líklega eiga tæknilegir þættir og bætt gjörgæsla einnig þátt í bættum árangri.

 

E-12  Næmi greiningarprófa í bráðri blóðstorkusótt

Einar Hjörleifsson1, Martin I. Sigurðsson2, Páll T. Önundarson3, Brynja R. Guðmundsdóttir3, Gísli H. Sigurðsson1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 1Svæfinga- og gjörgæsludeild og 3Blóðmeinafræðideild Landspítala.

Inngangur: Bráðblóðstorkusótt (disseminated intravascular coagulation, DIC) er sjúkdóms­ástand sem fylgir sjúkdómum sem valda kerfisbundinni espun á blóðstorku. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða forspárgildi prótein C, antiplasmín- og antithrombínmælinga og skoða samband þeirra við dánartíðni. Einnig var kannað nýgengi DIC á Íslandi á árunum 2004-2008 og horfur sjúklinga með DIC.

Efniviður og aðferðir: Teknar voru saman allar blóðprufur áLandspítala þar sem antiplasmínvar mæltáárunum 2004-2008 fyrir sjúklinga eldri en 17ára ogþærstigaðar eftir ISTH stigunarkerfi fyrir DIC. Prótein C, antithrombínog antiplasmín-mælingum var svo raðaðítímaröðtil aðskoðahvort meðaltöl þeirraskildust að fyrir greiningu DICámilli sjúklingahópa. Auk þess voru 92 sjúklingar semáttu antiplasmín-mælingu en uppfylltu ekki skilmerki fyrir DIC valdir ísamanburðarhóp.

Niðurstöður: Af þeim 92 sjúklingum sem greindust meðDIC voru 90 með greinanlegan undirliggjandi sjúkdóm sem tengdist DIC. Nýgengi var 8 sjúklingar ááriá100 þúsund íbúa. Sjúklingar sem fengu DIC höfðu marktækt verri lífslíkur en samanburðarhópurinn. Prótein C og antithrombín-gildi sjúklinga meðDIC voru marktækt lægri 3 dögum fyrir greiningu DIC en antiplasmín-gildi voru ekki marktækt lægri fyrir greiningu DIC. Prótein C sýndi mest næmi og sértækni viðgreiningu DIC en einnig forspárgildi fyrir greiningu DIC innanþriggja daga.

Ályktanir: Prótein C, antithrombín og antiplasmín er hægt að nota til að meta hvort sjúklingur sé með DIC. Prótein C og antithrombín er hægt að nota í bráðri blóðstorkubilun til að meta hvort sjúklingur sé líklegur til að DIC áður en ástandið greinist.

 

E-13   Tíðni og ábendingar gangráðsísetningar eftir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi

Andri W. Orrason1, Daði Helgason1, Sindri A. Viktorsson1, Davíð O. Arnar3, Tómas Guð­bjartsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungna­skurðdeild, og  3hjartadeild, Landspítala

Inngangur:Leiðslutruflun í hjarta, sér í lagi í gáttasleglahnút, er þekktur fylgikvilli eftir ósæðarlokuaðgerðir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu margir sjúklingar þurfa á varanlegum gangráð að halda eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi og helstu ábendingar fyrir gangráðsísetningu.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2011; samtals 367 einstaklingum. Sjúklingar sem fengu ígræddan varanlegan gangráð innan 30 daga frá aðgerð voru skoðaðir sérstaklega m.t.t. áhættuþátta og fylgikvilla eftir aðgerð. Þeir voru síðan bornir saman við sjúklinga sem ekki þurftu gangráð.

Niðurstöður: Alls fengu 21 sjúklingar (5,7%) gangráð og fækkaði gangráðsísetningum á síðari 5 árum rannsóknartímabilsins, eða úr 11% í 3% (p=0,005). Algengustu ábendingar fyrir ígræðslu gangráðs voru gáttasleglarof af gráðu II eða III hjá 11 sjúklingum (52%) og í 9 (42%) tilfellum vegna sjúks sínushnúts. Að meðaltali liðu 9 dagar frá aðgerð að gangráðsísetningu (bil: 2-16). Sjúklingar sem fengu varanlegan gangráð voru með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul (29,4 sbr. 27,6 kg/m2, p=0,04) og höfðu oftar fjöllíffærabilun en sjúklingar sem ekki þurftu gangráð (16% sbr. 6%, p=0,03). Auk þess var legutími þeirra 2 dögum lengri (p=0,04).

Ályktanir: Tíðni gangráðsísetninga er fremur lág eftirósæðarlokuskiptaaðgerðir hérlendis og hlutfall þeirra semþurfa gangráðhefur fariðlækkandi. Þessiþróun er jákvæðþar sem legutími styttist og færri sjúklingar þurfa aðgangast undir annaðinngrip.

 

E-14   Vitræn geta og heilarit eftir kransæðahjáveituaðgerð – framsýn rannsókn

Magnús Jóhannsson1,  Tómas Guðbjartsson2,4, Lilja Ásgeirsdóttir 2, Ásdís Emilsdóttir1, Tómas A. Axelsson4, Kristinn Johnsen1, Jón Snædal3

1Mentis Cura ehf, 2 Hjarta- og lungnaskurðdeild og 3öldrunarlækningadeild Landspítala, 4Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að vitræn skerðing, einkum minnistruflanir, geta fylgt opnum hjartaaðgerðum. Tíðni vitrænnar skerðingar er þó mjög breytileg eftir rannsóknum, eða frá 33% upp í 83% tilfella. Áður hefur verið sýnt fram á að heilarit getur endurspeglað starfsemi kólínvirka kerfisins sem hefur mikla samsvörun við vitræna skerðingu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa betur þessum breytingum og skoða tengsl þeirra við heilalínurit.

Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn sem náði til 21 sjúklings (meðalaldur 65 ár, bil: 41-72, 18 karlar) sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítalameð eða án hjarta- og lungnavélar (CABG/OPCAB) á árunum 2010-2012. Meðal aðgerðartími var 238 mín. og Euro­SCORE 2,5%. Gert var taugasálfræðilegt mat fyrir aðgerð og 3 og 12 mánuðum eftir aðgerð til að meta vitræna getu ásamt þunglyndis- og kvíðakvarða. Heilarit var skráð samliða. Úr heilaritunum var virkni kólínvirka kerfisins metin á tilbúnum kvarða frá 0-140 (miðgildi 80), þar sem hærra gildi gefur til kynna aukna kólínvirkni. Kólínvirknistuðull (KS) var reiknaður fyrir hverja heimsókn. Breytingar voru metnar með bootstrap-aðferð og t-prófi.

Niðurstöður: Flestir sjúklingar sem mældust með lágan KS fyrir aðgerð hækkuðu eftir aðgerð, en flestir með háan stuðul lækkuðu og voru breytingarnar marktækar (p<0,0001). Fylgni var á milli KS og þriggja taugasálfræðiprófa; kennsla- og vinnsluminni (p<0,001) og mál/orðaflæði (p<0,001). Einnig sást marktæk fylgni milli KS og EuroSCORE (p<0,0001).

Ályktanir: Fyrstu niðurstöður gefa til kynna tengsl kólínvirknistuðuls við breytingar á vit­rænni getu í kjölfar kransæðahjáveituaðgerða. Um er að ræða nýjan forspárþátt sem getur nýst við mat á afleiðingum aðgerðar og stjórnun lyfja­meðferðar fyrir og eftir aðgerð.

 

E-15   Árangur míturlokuviðgerðaáÍslandi 2001-2012

Jóhanna F. Guðmundsdóttir1, Sigurður Ragnars­son4, Arnar Geirsson1, Ragnar Danielsen2 Tómas Guðbjartsson1,3

1Hjarta- og lungnaskurðdeild, og 2hjartadeild, 3Landspítala, Læknadeild Háskóla Ísland, 4 Hjarta- og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins á Skáni og Háskólans í Lundi, Svíþjóð

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur míturlokuviðgerða á Íslandi en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 125 sjúklingum (meðalaldur 64 ár, 74% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna míturlokuleka á Landspítala 2001-2012. Ábending fyrir aðgerð var míturlokuhrörnun (H-hópur) hjá 70 sjúklingum (56%) og 55 (44%) höfðu starfrænan leka (S-hópur). Sjúklingum með hjartaþelsbólgu, leka vegna bráðs hjartadreps og enduraðgerðum á míturloku var sleppt. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en miðgildi eftirfylgdar var 3,9 ár (bil: 0-11,7 ár).

Niðurstöður: Aðgerðumfjölgaði á rannsóknar­tímabilinu, eða úr39 áfyrratímabili í 84 á því síðara. MeðalEuroSCORE var 12,9, 65% sjúklinga voru í NYHA flokki III/IV fyrir aðgerð og 50% með alvarlegan míturlokuleka. Tíundi hver sjúklingur hafði áður farið í opna hjartaaðgerð og 12% höfðu nýlegt hjartadrep. Allir nema 3 sjúklingar fengu míturlokuhring. Framkvæmt var brottnám á hluta lokublaðs hjá 41% sjúklinga (öllum í H-hópi), 28 fengu ný lokustög úr Goretex® og 7 Alfieri-saum. Hjá 83% sjúklinga var einnig framkvæmd önnur hjartaaðgerð, oftast kransæðahjáveita (53%), Maze-aðgerð (31%), eða ósæðarlokuskipti (19%). Meiriháttar fylgi­kvillar greindust hjá rúmum helmingi sjúklinga, og voru hjartadrep, enduraðgerð vegna blæðingar, og hjarta- og öndunarbilun algengastir. Minniháttar fylgikvilla greindust í 71% tilfella. Ekki var munur á tíðni fylgikvilla milli tímabila. Átta sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (6,4%) en 5-ára heildarlifun var 79%; 84% í H-hópi og 74% í S-hópi (log-rank próf, p=0.08).

Ályktanir: Míturlokuaðgerðum hefur fjölgaðumtalsvert ásíðustuárumáÍslandi. Fylgikvillar eru tíðir, en dánartíðni <30 daga og langtímalifun er svipuð ogíerlendum rannsóknum.

 

E-16  Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á Landspítala 1990-2010

Hörður M. Kolbeinsson1Páll H. Möller1,2, Guðjón Birgisson1,2, Hildur Harðardóttir1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Skurðlækningasviði og 2kvennadeild Landspítala

Inngangur: Kjörmeðferð við gallsteinasjúkdómi hjá þunguðum konum hefur verið meðferð án inngripaáfyrsta ogþriðjaþriðjungi meðgöngu. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til þessað gallblöðrutaka með kviðsjá sé örugg aðgerð óháðmeðgöngulengd. Tilgangur þessarar rannsóknar var aðkanna tíðni, aldur, orsakir, einkenni, greiningu og fylgikvilla gallblöðrutöku hjáþunguðum konum áLandspítala átímabilinu 1990-2010.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Könnuð voru afdrif kvenna sem lögðust inn á Landspítala með gallsteinasjúkdóm á meðan á þungun stóð og sex vikum eftir fæðingu 1990- 2010. Skráðar voru upplýsingar um aldur, einkenni og fylgikvilla ásamt vefjagreiningu, aðgerðartíma og ASA-flokkun.

Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 77 konur lagðar inn með gallsteinasjúkdóm í 139 innlögnum. Greiningar voru gallkveisa (n=59), brisbólga (n=1), gallpípusteinar (n=10) og bráð gallblöðrubólga (n=7). Algengasta ástæða innlagnar var kviðverkur (n=63) og ómun var algeng­asta myndrannsóknin (n=67). Fylgikvillar gallsteinasjúkdóma voru fyrirburafæðingar (n=2) og brisbólga (n=1). Fimmtán konur gengust undir gallblöðrutöku á meðgöngu og 17 innan sex vikna eftir fæðingu. Fylgikvillar aðgerða voru steinar í gallpípu (n=2) en ekkert fósturlát varð í tengslum við gallblöðrutöku. Flest vefjasvör sýndu langvinna bólgu, eða 24, og af þeim sýndu 18 gallsteina. Bráð bólga var til staðar í fimm tilfellum og í fjórum þeirra fundust gallsteinar.

Ályktun: Gallsteinasjúkdómar þungaðra kvenna hafa í för með sér endurteknar innlagnir en tíðni fylgikvilla er lág. Gallblöðrutaka hjá þunguðum konumáLandspítala ber ekki með sér aukna tíðni fósturláta eða fyrirburafæðinga.

 

E-17  Bráður nýrnaskaði á Íslandi 2008–2011 - faraldsfræði, áhættuþættir og afdrif sjúklinga með alvarlegan skaða

Þórir Long1,Martin I. Sigurðsson2, Ólafur S. Indriðason3, Kristinn Sigvaldason3, Gísli H. Sigurðsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Svæfinga- og gjörgæsludeild og 3lyflækningasviði Landspítala

Inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengt vandamál sem útheimtir kostnaðarsama og erfiða meðferð og eykurdánartíðni. Tilgangur þessarar rannsóknar var aðkanna faraldsfræði, áhættuþætti og afdrif sjúklinga sem fengu BNS áLandspítala.

Efniviður og aðferðir: Hannað var forrit til að flokka alla einstaklinga sem áttu kreatínín­mælingu á Landspítala frá janúar 2008 til ársloka 2011 með tilliti til BNS samkvæmt RIFLE-skilgreiningunni. Forritið flokkaði einstaklingana í áhættu (risk; R), sköddun (injury; I) og bilun (failure; F) eftir alvar­leika skaðans samkvæmt skilmerkjum RIFLE. Áhættuþættir, mögulegar orsakir og afdrif voru könnuð fyrir sjúklinga með BNS á F-stigi.

Niðurstöður: Alls fundust 349.320 kreatínínmælingar fyrir 74.960 fullorðna einstaklinga og áttu 17.693 þeirra einnig grunngildi. Af þeim fengu 3.686 (21%) BNS á tímabilinu; 2.077 (56%) á R-stigi, 840 (23%) á I-stigi og 769 (21%) á F-stigi. Fleiri konur fengu R og I en fleiri karlar F (p<0,001). Mögulegar orsakir fyrir BNS hjá sjúklingum með BNS af F-stigi voru í 22% tilvika skurðaðgerð, 23% lost,14% sýklasótt, 32% blóðþrýstingsfall tengt hjarta- og æðakerfi, 10% blæðingar, 27% öndunarbilun og 7% höfðu lent í slysi. 61% sjúklinga tóku lyf sem jók áhættu á BNS. Alls fengu 11% blóðskilunarmeðferð og fimm sjúklingar (0,7%) þurftu blóðskilun í meira en 90 daga. Eins árs lifun sjúklinga á F-stigi var 52%.

Ályktun: Bráður nýrnaskaði er algengt vandamál hér á landi og helmingur sjúklinga deyr innan árs. Stór hluti sjúklinganna er á lyfjum sem auka áhættu á bráðum nýrnaskaða svo breytt lyfjanotkun gæti mögulega haft áhrif á tíðni sjúkdómsástandsins.

 

E-18   Árangur gallblöðrutökuáSjúkrahúsi Akraness 2003-2010

Marta Rós Berndsen, Fritz H. Berndsen

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Tilgangur: Gallblöðrutaka er ein algengasta aðgerð í skurðlækningum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta árangur gallblöðrutöku á Sjúkrahúsi Akraness, sérstaklega m.t.t. aðgerðartíma, fylgi­kvilla, breytingu yfir í opna aðgerð og tíðni enduraðgerða.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og tók til allra sjúklinga sem gengust undir gallblöðrutöku á Sjúkrahúsi Akraness á tímabilinu 1. jan. 2003 til 31. des. 2010. Sami skurðlæknir framkvæmdi allar aðgerðirnar. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám. Einnig var farið yfir sjúkraskrár á Landspítala og endurkomunótur á stofu í Domus Medica.

Niðurstöður: 378 sjúklingar gengust undir gallblöðrutöku á tímabilinu, þar af 280 konur (74%) og var meðalaldur 49,6 ár. Aðgerðirnar voru oftast valaðgerðir (87%) og var aðgerðartími 46 mín. (miðgildi, bil: 17-240 mín). Legutími var 2 dagar (miðgildi, bil: 1-31 dagur). Röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð var framkvæmd hjá 93 sjúklingum (25%) og var ERCP framkvæmt hjá 22 sjúklingum í kjölfar aðgerðar vegna gallsteina í gallrás. Tveimur aðgerðum var breytt yfir í opna aðgerð (0,5%) en ein aðgerð var opin frá upphafi. Tíðni fylgikvilla var 5,5%, þar af fengu 4 (1%) sjúklingar djúpa sýkingu, 5 (1,3%) fengu gallleka, 2 (0,5%) fengu margúl og 4 (1%) sýkingu í skurðsár. Enduraðgerð var gerð hjá 3 sjúklingum (0,8%) vegna gallleka. Enginn sjúklingur fékk alvarlegan skaða á gallrás og enginn lést í kjölfar aðgerðar. Eftirlit var framkvæmt 4 vikum eftir aðgerð hjá 254 (67%) sjúklinganna  en af þeim höfðu 13 (5%) væg einkenni frá kviðarholi.

Ályktun: Árangur gallblöðrutöku á Sjúkrahúsi Akraness er mjög góður og vel sambærilegur við árangur fyrri rannsókna bæði hérlendis og erlend­is.

 

E-19   Eru aldraðir í aukinni áhættu á ­fylgikvillum eftir ristilbrottnám?

Karl E. Oddason1, Elsa B. Valsdóttir1,2, Páll H. Möller1,2 

1Skurðlækningadeild Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Tíðni sjúkdómaíristli sem krefjast skurðaðgerðahefur aukist áundanförnum áratugum. Afdrif eldri einstaklinga eftir ristilbrottnámhefur verið rannsakaðtalsvert undanfarin áren upplýsingar vantar um hvernig þessu er háttaðáÍslandi. Markmið rannsóknarinnar var aðskoðaafdrif einstaklinga 70 ára og eldri sem hafa gengist undir ristilbrottnám og beraþásaman viðyngri sjúklinga.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra einstaklinga 18 ára og eldri sem gengust undir valaðgerð á ristli á Landspítala árin 2008 og 2009. Skráð var ástand sjúklinga, aðgerðarsértæk atriði, fylgikvillar aðgerðar og eins árs lifun.

Niðurstöður:Eldri einstaklingar voru með hærra ASA-gildi (2,3 sbr. 1,8, p<0,001), legu­tími þeirra var lengri (7 sbr. 5 dagar, p<0,001) og ástæða aðgerðar var oftar ristilkrabbamein (69% sbr. 44%, p<0,001) en sjaldnar sarpabólga (12% sbr. 27%, p<0,001). Ekki var munur á stigun ristil­krabbameins milli hópa. Enginn munur var á tíðni sárasýkinga (4,1% sbr. 4,7%, p=0,3) eða leka á garnasamtengingum (5,1% sbr. 7,1%, p=0,141) milli aldurshópa. Eldri sjúklingar voru líklegri til að fá sýkingar (20,4% sbr. 16,4%, p<0,001) og aðra fylgikvilla (15,3% sbr.12,3%, p<0,001). Yngri einstaklingar reyndust líklegri til að fara í enduraðgerð (6,4% sbr. 6,1%, p<0,001). Af eldri einstaklingum voru 87% enn á lífi ári frá aðgerð samanborið við 96% yngri einstaklinga (p=0,57).

Ályktanir: Eldri einstaklingar virðast ekki líklegri til að fá alvarlega fylgikvilla eftir ristilbrottnám en yngri sjúklingar. Þeir fá hins vegar oftar sýkingar og liggja lengur á spítala. Ákvörðun um aðgerð ætti því ekki að byggja á aldri einum saman heldur heildrænu mati á getu og heilsufari fyrir aðgerð.

E-20   Framhaldsrannsókn á tíðni og árangur tafarlausra bjóstauppbygginga á Landspítala

Einar F. Ingason1, Katrín Jónsdóttir2, Höskuldur Kristvinsson2, Þorvaldur Jónsson2, Kristján S. Ásgeirsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Skurðsvið Landspítala

Inngangur: Ásíðastaári var birt rannsókn um tíðni og snemmkomna fylgikvilla tafarlausra brjóstauppbyggingaáLandspítala á árunum 2008-2010. Nú hafa tvö ár til viðbótar verið rannsökuð (2011-2012) og er markmið þessarar rannsóknar að skoða þróun og árangur aðgerðanna á 5 ára tímabili og bera niðurstöðurnar saman við Bresku NMBRA-rannsóknina.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn þýðisrannsókn á öllum konum sem gengust undir tafarlausa brjóstauppbyggingu á Landspítala á árunum 2011-2012. Niðurstöður fyrri rannsóknar (2008-2010) voru hafðar til viðmiðunar og nýttar til að birta árangur aðgerðanna á 5 ára tímabili.

Niðurstöður: Samtals voru gerðar 254 brjóstabrottnámsaðgerðir og 76 tafarlausar uppbyggingar á tímabilinu 2011-2012. Tafarlausar aðgerðir voru því gerðar í 30% tilfella og 67% hjá 50 ára og yngri, borið saman við 31% og 55% á tímabilinu 2008 - 2010. Hlutfall tafarlausra vöðvaflipauppbygginga var svipaður, þ.e. 22% átímabilinu 2011-2012 en 26% áður. Aðrar tafarlausar uppbyggingar voru gerðar með ígræði. Talsverð lækkun varð á tíðni fylgikvilla í legu í kjölfar aðgerða, eða í 3% tilfella samanborið við 12% áður. Lítilsháttar lækkun varð á tíðni endurinnlagna eftir útskrift, en 10% þurftu á slíkri endurinnlögn að halda, samanborið við 14% áður. Á öllu tímabilinu, 2008-2012, voru fylgikvillar sambærilegar og í NMBRA en flipa-uppbyggingar voru mun algengari í þeirri rannsókn (63% sbr. 24%).

Ályktanir: Tíðni tafarlausra brjóstauppbygginga virðast standa ístaðámilli tímabila, þóáframhaldandi aukning séáþessum aðgerðum hjákonum 50ára og yngri. Alvarlegir fylgikvillum í legu í kjölfar aðgerðanna virðast hafa fækkað talsvert.

 

E-21 Bráður nýrnaskaði eftirósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengslaáÍslandi

Daði Helgason1, Sindri A. Viktorsson1, Andri W. Orrason1, Inga L. Ingvarsdóttir3, Sólveig Helga­dóttir3, Arnar Geirsson2, Ragnar Danielsen4, Tómas Guðbjartsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, og 4hjartadeild Landspítala.

Inngangur: Bráður nýrnaskaði er alvarlegur og tíður fylgikvilli eftir opnar hjartaaðgerðir. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni og áhættuþætti bráðs nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti.

Efniviður og aðferðir:  Afturskyggn rannsókn sem náði til 367 sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi á árunum 2002-2011. Skráðar voru klínískar upplýsingar, aðgerðartengdir þættir, snemmkomnir fylgikvillar og dánartíðni innan 30 daga. Nýrnaskaði eftir aðgerð var metinn samkvæmt RIFLE skilmerkjum.

Niðurstöður: 81 einstaklingur fékk nýrnaskaða eftir aðgerð (22%), þar af höfðu 36 skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (GSH <60 mL/mín/1,73 m2). 38 sjúklingar féllu í RISK-, 29 í INJURY- og 14 í FAILURE-flokk. Alls þurftu 18 sjúklingar skilunarmeðferð eftir aðgerð, oftast (89%) Prismameðferð ágjörgæslu. Dánarhlutfall innan 30 daga var 19% hjá sjúklingum meðnýrnaskaðaboriðsaman við2% hjáviðmiðunarhópi (p<0,01). Af alvarlegum fylgikvillum voru hjartadrep (28% sbr. 9%, p<0,01), fjöllíffærabilun (42% sbr. 2%, p<0,01) og enduraðgerðir vegna blæðinga (30% sbr.11%, p<0,01) algengari hjásjúklingum meðnýrnaskaða. Af minniháttar fylgikvillumvoru lungnabólga (31% sbr. 6%, p<0,01), þvagfærasýking (35% sbr. 4%, p<0,01) og aftöppun fleiðruvökva (30% sbr. 9%, p<0,01) algengariínýrnaskaðahópnum, en gáttatif og yfirborðssýkingar í skurðsári voru sambærilegar. Fjölbreytugreining leiddi í ljós að kvenkyn, hár líkamsþyngdarstuðull og langur tangartími eru sjálfstæðir forspárþættir nýrnaskaða eftir ósæðalokuskipti.

Ályktanir: Fimmti hver sjúklingur greindist með nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti sem er hærri tíðni en eftir kransæðahjáveituaðgerð (16%). Dánartíðni þessara sjúklinga er margfalt aukin sem og tíðni alvarlegra fylgikvilla. Konur og sjúklingar í ofþyngd sem gangast undir langar aðgerðir eru í aukinni hættu á að hljóta nýrnaskaða.

 

E-22   Blessuð sólin elskar allt - allt með kossi vekur  -  Dagleg inntaka lýsis kemur ekki í veg fyrir D vítamínskort hjá heilbrigðisstarfsfólki

Sigurbjörg J. Skarphéðinsdóttir1, Martin I. Sigurðsson2, Douglas B Coursin3, Kirk Hogan3, Gísli H. Sigurðsson1,4

1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. 2Brigham & Women´s sjúkrahúsinu í Boston, Massachusetts, Bandaríkjunum. 3Svæfingadeild háskólasjúkrahúsinu í Madison, Wisconsin, Bandaríkjunum. 4Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: D-vítamín hefur margvísleg áhrif í líkamanum og skortur á því hefur verið tengt aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, sýkingum og krabbameini svo eitthvað sé nefnt. Rannsóknir hafa sýnt að skortur á D-vítamíni er algengari við hærri breiddargráður, enda er sólin þar ekki eins hátt á lofti og við lægri breiddargráður. Fleiri þættir en sólarljós skiptaþómáli fyrir D-vítamínforðann. Þar má nefna fæðuval, viðbótar inntöku á D-vítamíni (t.d. lýsi) og notkun ljósalampa. Nýlegar erlendar rannsóknir hafa sýnt D-vítamínskort meðal margra heilbrigðisstétta. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi D-vítamínskorts hjá heilbrigðisstarfsfólki svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala

Efniviður og aðferðir: Sjálfboðaliðar úr hópi lækna og hjúkrunarfræðinga á svæfinga- og gjörgæsludeild  Landspítala svöruðu spurningalista um neysluvenjur, ljósaböð og vinnutíma ásamt því að gefa blóðsýni til mælingar á D-vítamíni (25-hýdroxýkólekalsíferól D (25(OH)D)).

Niðurstöður: Þátttakendur voru 106; 19 sérfræðilæknar, 47 svæfingahjúkrunarfræðingar, 4 almennir læknar og 36 gjörgæsluhjúkrunar­fræðingar. Hópurinn skiptistí90 konur (85%) og 16 karla (15%). D-vítamín inntaka var í formi fjölvítamíns (35%), D-vítamíns (44%) og lýsis (56%), en allt þrennt tóku 9%þátttakenda. Kjörgildi D-vítamíns er yfir 75 nmól/L samkvæmt leiðbeiningum Félags amerískra innkirtlasérfræðinga og reyndust 75% þátttakenda vera með gildi undir þeim mörkum. D-vítamínskortur mældist hjá 36% þátttakenda (gildi < 50 nmól/L) og 9% þátttakenda voru með alvarlegan skort (gildi < 25 nmól/L).

Ályktanir: D-vítamínskortur er algengur meðal lækna og hjúkrunarfræðinga þrátt fyrir að mikill meirihluti þeirra hafi tekið lýsi eða annað viðbótar D-vítamín daglega.

 

E-23   Alvarlegir stóræðaáverkar á Íslandi

BergrósK. Jóhannesdóttir1, Brynjólfur Mogen­sen2,5, Hjalti M. Þórisson3, Karl Logason4,5, Tómas Guðbjartsson1,5

1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2bráðasvið, 3myndgreiningardeild og 4æðaskurðdeild Landspítala. 5Læknadeild Landspítala

Inngangur: Markmið þessarar afturskyggnu rannsóknar var að skoða í fyrsta skipti hjá heilli þjóð árangur meðferðar við stóræðaáverkum yfir 12 ára tímabil.

Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar sem hlutu stóræðaáverka í kjölfar slyss og þurftu á gjörgæslu­meðferð að halda á Íslandi frá 1. jan. 2000 til 31. des. 2011. Leitað var í rafrænum gagnagrunni Landspítala og stærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Skráð var tegund áverka, meðferð og ábending skurðaðgerðar, legutími, magn blóð­gjafa og afdrif (lifun) sjúklinga.

Niðurstöður: Alls hlutu 23 einstaklingar 35 æðaáverka sem voru 2,3% af bráðakomum vegna alvarlegra áverka. Um var að ræða 18 slys, 3 morðtilraunir og 2 sjálfskaða. Meðalaldur var 44 ár (bil: 19-76) og voru 83% karlar. Fimmtán hlutu sljóan áverka, oftast eftir bílslys á höfuðborgar­svæðinu, og 8 ífarandi áverka. Áverkar á brjósthol (n=7) og efri útlimi (n=5) voru algengastir og ósæð (n=6) og upparmsslagæð (n=4) urðu oftast fyrir áverka. Í 86% tilfella var þörf á opinni aðgerð en 3 sjúklingar voru einungis meðhöndlaðir með stoðneti sem komið var fyrir í æðaþræðingu. Miðgildi blóðtaps var 3 lítrar (bil: 0,5-55), og voru gefnar 9 ein. af rauðkornaþykkni (miðgildi, bil: 3-156). Miðgildi sjúkrahúslegu voru 13 dagar (bil: 0-112) og létust 4 innan 30 daga (17%), þar af 3 í aðgerð. Af 18 sjúklingum sem lifðu áverkann voru 8 sem hlutu viðvarandi mænu- eða taugaskaða en hinum 10 farnaðist vel.

Ályktanir: Stóræðaáverkar eftir slys eru fátíðir á Íslandi. Áverkar á æðar í brjóstholi og axlar­svæði eftir umferðarslys eru algengastir. Þrátt fyrir tiltölulega fá tilfelli þá lifðu 78% sjúklinganna af áverkann sem telst mjög góður árangur við svo alvarleg slys.

 

E- 24   Kjarnhiti sjúklinga og hitastjórnun við opnar og lokaðar skurðaðgerðir - framsýn rannsókn á Landspítala.

Þórunn Kjartansdóttir1,Gísli Vigfússon1, Margrét Felixdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2

1Skurðlækningasviði Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Þekkt er aðhitatap viðaðgerðir  getur aukið hættu á blæðingum og sýkingum. Því er virk hitastjórnun í aðgerðum mikilvæg. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman hita sjúklinga við opnar og lokaðar aðgerðir og hvernig hita­stjórnun var háttað íþessumaðgerðum.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framsýn og náði til 131 sjúklinga (57 karla, 44%) sem gengust undir opnar eða lokaðar aðgerðir áLandspítalaáþriggja mánaðatímabili 2012. Borinn var saman kjarnhiti íopnum aðgerðum (n=46) og lokuðum (n=85). Kjarnhiti var mældur  í vélindaíupphafi ogvið lok aðgerðar, síðan á 15 mín fresti fimm sinnum í aðgerð. Umhverfishiti var mældur á sömu tímapunktum.  Notkun virkrar hitastjórnunar var skráð. 

Niðurstöður: Í opnu aðgerðunum voru framkvæmdar 29  kviðarholsaðgerðir, 4 brjóstholsaðgerðir 3 opnar blöðruhálsaðgerðir og 10 nýrnaaðgerðir, en í lokuðum aðgerðum 74 kviðsjáraðgerðir (gallblöðrutökur) og 11 lokaðar blöðruhálskirtilsaðgerðir. Kjarnhiti í upphafi opinna og lokaðra aðgerða var svipaður (36,1°C sbr. 36,3°C). Hiti í lok aðgerðar var 36,3°C í opna hópnum  og 35,9°C við lokaðar aðgerðir. Virkri hitun var beitt í 56% tilfella við opnar aðgerðir en í 12% tilfella við lokaðar aðgerðir. Á aðgerðartíma lækkaði umhverfishiti lítilega í báðum hópum. Virkri hitastjórnum var beitt 11 sinnum við lokaðar aðgerðir (hitapoki 7, hitablásari 4)  og 26 sinnum við opnar aðgerðir (hitapoki 6, hitablásari 20).

Ályktun: Hiti lækkaði meira við lokaðar en opnar skurðaðgerðir þar sem virkri hitastjórnun var mun oftar oftar beitt í síðarnefnda hópnum. Bæta má hitastjórnun við lokaðar aðgerðir á Landspítala.

 

E-25   Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á 10 ára tímabili - ábendingar og snemmkomnir fylgikvillar.

Sindri A. Viktorsson1, Daði Helgason1, Andri W. Orrason1, Inga L. Ingvarsdóttir1, Kári Hreinsson3, Arnar Geirsson2, Ragnar Danielsen4, Tómas Guðbjartsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild og 4hjartadeild, Landspítala

Inngangur: Tilgangur þesssarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna hvort skammtíma árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi hefði breyst á tveimur fimm ára tímabilum.

Efniviður og aðferðir: Alls 367 sjúklingar sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2011; 156 skornir 2002-2006 og 211 sjúklingar 2007-2012. Skráðir voru fylgikvillar og skurðdauði <30 daga.

Niðurstöður: Meðalaldur (71 ár) og hlutfall karla (63%) hélst óbreytt. Mæði og hjartaöng voru lang­algengustu einkennin en á síðara tímabilinu höfðu færri sjúklingar sögu um alvarlega hjarta­bilun (14 sbr. 31%, p<0,001). Meðalútfallsbrot hjarta (EF) hélst óbreytt en hámarksþrýstingsfall yfir lokuna var lægraásíðara tímabilinu (74 sbr. 67 mmHg, p<0,001) og lokuflatarmál var stærra (0,64 sbr. 0,74 cm2, p<0,001). Lífrænni loku var komið fyrir í 298 aðgerðanna (81%, meðalaldur 74 ár) og var í 184 tilvikum um grindarlausa loku að ræða, en 69 sjúklingar fengu gerviloku (meðalaldur 58 ár). Hlutfall gerviloka hélst óbreytt milli tímabila. Meðalstærð ígræddra loka var 25 mm og í rúmlega helmingi tilfella var samtímis gerð kransæðahjáveita. Tangartími styttist um 14 mín á síðara tímabilinu (p=0,001). Heildartíðni minni­háttar fylgikvilla var 75% á fyrra tímabili og lækkaði í 65% á því síðara (p=0,059), aðallega vegna fækkunar gáttatifs (61% sbr. 77%, p=0,005). Tíðni annarra fylgikvilla eftir aðgerð hélst óbreytt milli tímabila, eins og bráður nýrnaskaði (21%), hjartadrep (14%), enduraðgerð vegna blæðinga (15%) og fjöllíffærabilun (11%). Legutími hélst óbreyttur (miðgildi 12 dagar) og sömuleiðis dánar­tíðni <30 daga (6,4 sbr. 5,7%).

Ályktun: Snemmkominn árangur ósæðarlokuskipta á Íslandi fer batnandi. Fylgikvillar eru þó tíðir, ekki síst enduraðgerðir vegna blæðinga. Jákvætt er að tíðni gáttatifs fer lækkandi, tangar­tími hefur styst og svo virðist sem sjúklingar séu teknir fyrr til aðgerðar.

 

E-26  And-TGF-ß áhrif telmisartans gerast óháð angiotensin II viðtakanum

Inga H. Melvinsdóttir1, Qing-le Li2, George Tellides2, Arnar Geirsson2,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjartaskurðdeild Yale háskólasjúkrahússins í New Haven, Bandaríkjunum, 3Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala

Inngangur: Truflun í TGF-β boðleiðinni hefur verið tengd við míturlokubakfall og hrörnun mítur­loku. Angiotensín viðtakahemlar virka á angiotensín II viðtaka af gerð 1 (AT1) en þeir hafa einnig áhrif á TGF-β boðleiðina með óskil­greindum hætti. Angiotensín viðtakahemlar geta aukið peroxisome proliferator-activated receptor (PPAR)-γ en einnig hefur verið sýnt fram á að PPAR-γ agónistar hemji TGF-β boðleiðina. Kannað var hvort telmisartan hemji TGF-β boðleiðina í gegnum PPAR-γ, óháð þeim áhrifum sem það hefur á AT1.

Efniviður og aðferðir: Míturlokumillivefsfrumur frá 8 sjúklingum sem fóruímíturlokuviðgerð voru einangraðar og ræktaðar. Rannsóknaraðferðir sem notast var viðvoruónæmisflúrljómun, ónæmisrafdráttur og PCR.

Niðurstöður: Míturlokumillivefsfrumurnar voru jákvæðar fyrir vimentíni, SM22α, α-smooth muscle actín sem var neikvætt í sléttum vöðva­frumum. Millivefsfrumurnar voru neikvæðar fyrir ­angiotensín II viðtökum af gerð 1 og 2, sem aftur var jákvætt í vöðvafrumum og trefjakím­frumum. Telmisartan hindraði TGF-β háða tjáningu á kollageni 1 og elastíni. PPAR-γ ­agónistinn PGJ2 hafði sömu áhrif en ekki PPAR-γ agónistinn ­pioglitazone. And-TGF-β áhrif ­telmisartans á TGF-β háða tjáningu kollagens 1 og elastíns voru hinsvegar ekki hindruð af GW9962, sem er PPAR-γ antagónisti. TGF-β virtist virkja Smad2 boð­leið­ina óháð áhrifum frá telmisartani og AT1. ERK og p38 boðleiðirnar virtust virkjast með telmisartan gjöf en óháð AT1.

Ályktun: TGF-β virkjar Smad2 og p38 og hvetur til framleiðslu millifrumuefnis. Millivefsfrum­urn­ar binda ekki angiotensín II, hugsanlega vegna þess að AT1 og AT2 eru ekki til staðar í þessum frumum. Telmisartan hindrar marktækt TGF-β boðleiðina óháð áhrifum á AT1 sem virðist fara í gegnum virkjun á PPAR-γ. Þessar niðurstöður þarfnast frekari staðfestingar.

 

E-27Miltisáverkar 2006-2012 - áhrif æðaþræðingar í miltisslagæð á aðgerðartíðni

Margrét B. Viktorsdóttir1, Hjalti M. Þórisson3,4,Bjarki Ívarsson3, Guðjón Birgisson1,2, Sigurður Blöndal1,2, Kristín H. Haraldsdóttir1

1Skurðlækningasviði Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands, 3Myndgreiningadeild Landspítala, 4Yale School of Medicine, New Haven, Bandaríkjunum

Inngangur: Æðaþræðingímiltisslagæðmeðgormísetningu(splenic arterial embolisation, SAE) hefur verið beitt í auknu mæli hjá sjúklingum með miltisáverka og einkenni virkrar blæðingar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif SAE á meðferð lokaðra miltisáverka á Landspítala á árunum 2006-2012.

Efniviður og aðferðir: Aftursæ rannsókn þar sem sjúklingar voru fundnir eftir aðgerðarkóðum, greiningarnúmerum og myndgreiningarsvörum. Sjúkraskrár voru yfirfarnar en einnig sneiðmyndir. Miltisáverki var kvarðaður (OIS-skor, 1-5), og heildaráverkaskor (ISS, 1-75) fundið. ISS-skor ≥15 var skilgreint sem meiriháttar áverki.

Niðurstöður: Greindir voru 123 einstaklingar, þar af 33 börn. Meðallegutími var 12 dagar og 89 einstaklingar voru lagðir á gjörgæslu. Enginn lést af völdum miltisáverka. Níu sjúklingar gengust undir brottnám á milta, 7 á fyrri hluta tímabilsins. ISS-skor var að meðaltali 29 og OIS-skor 4. Alls gengust 17 einstaklingar undir SAE, einn á fyrri hluta tímabilsins. ISS-skor var að meðaltali 19. Allir sjúklingarnir voru með OIS-skor yfir 3. Þeir sem fóru í aðgerð eða SAE voru með marktækt hærra ISS-skor en þeir sem meðhöndlaðir voru án inngrips (p<0,01). OIS-skor þeirra var einnig marktækt hærra (p<0,0001). 106 einstaklingar voru meðhöndlaðir án inngrips. ISS-skor var að meðaltali 15. Samtals voru 66 einstaklingar með OIS-skor≥3. OIS-skor einstaklinga sem fóru í SAE var marktækt hærra en þeirra sem meðhöndlaðir voru án inngrips (p<0,01).

Ályktanir: Aðgerðum vegna miltisáverka fækkaði átímabilinu meðvaxandi notkunáSAE. OIS-skor er gagnlegur kvarði hjá sjúklingum með miltisáverka og ætti að nota í klínísku starfi.

 

E-28   Árif sykursýkiáfylgikvilla og dánartíðni eftir kransæðahjáveituaðgerðiráÍslandi

Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Hera Jóhannesdottir1, Karl Andersen1,2, Arnar Geirsson3, Tómas Guðbjartsson1,3

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild og 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var aðkannaáhrif sykursýki ásnemmkominn árangur kransæðahjáveituaðgerðaáÍslandiá10 ára tímabili.

Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir krans­æðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2002-2011. Af 1397 sjúklingum voru 233 með sykur­sýki og voru þeir bornir saman við 1164 sjúklinga án sykursýki.

Niðurstöður: Aldur, kyn, EuroSCORE, kreatínínfyrir aðgerð, hlutfall aðgerðaásláandi hjarta (25%) og hlutfall sjúklinga meðvinstri höfuðstofnssjúkdóm og/eðaþriggjaæða sjúkdóm reyndist sambærilegtíbáðum hópum. Sjúklingar með sykursýki höfðuhærri líkamsþyngdarstuðul (29,5 sbr. 27,9 kg/m2, p<0,01), oftar háþrýsting (84% sbr. 60%, p<0,01) og sögu um nýrnabilun (9% sbr. 3%, p<0,01) auk þess sem aðgerðartími þeirra var 15 mín. lengri. Heildartíðni alvarlegra fylgikvilla var hærri hjá sjúklingum með sykur­sýki (18% sbr. 12%, p<0,01) en bráð nýrnabilun samkvæmt RIFLE-skilmerkjum var eini staki alvar­legi fylgikvillinn sem var marktækt algengari í þeim hópi (5% sbr. 1%, p<0,01). Minniháttar fylgikvillar (gáttatif, lungnabólga, þvagfærasýking og yfirborðssýking í skurðsári) voru hins vegar svipaðir í báðum hópum. Dánartíðni innan 30 daga var 4,3% hjá sjúklingum með sykursýki en 2,0% í viðmiðunarhópi (p=0,06). Við fjöl­þátta aðhvarfsgreiningu var sykursýki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir dauða innan 30 daga (áhættu­hlutfall 3,07, 95% ÖB : 1,2-7,5).

Ályktanir: Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni hættu á alvarlega fylgikvilla eftir kransæðahjáveituaðgerð. Fjölþátta aðhvarfsgreining leiddi í ljós sjúklingar með sykursýki eru í þrefalt meiri áhættu á deyja innan 30 daga eftir aðgerð en sjúklingar án sykursýki. Mikilvægt er að rannsaka langtímaafdrif þessara sjúklinga og lifun.

 

E-29  Lífsgæði eftir ristilbrottnámvegna sáraristilbólgu

Katrín Guðlaugsdóttir1, Elsa B. Valsdóttir1,3, Tryggvi B. Stefánsson

1Skurðlækningasvið Landspítala, 2Læknadeild Háskóla Íslands

Inngangur: Talið er að allt að 25% sjúklinga með sáraristilbólgu þurfi aðfaraíristilbrottnám. Markmiðrannsóknarinnar var aðkanna lífsgæðiþessara sjúklinga eftir aðgerð.

Efniviður og aðferðir: Allir sáraristilbólgu­sjúklingar sem fóru í ristilnám á LandspítalaeðaSjúkrahúsi Akureyrar á árunum 1995-2009 og voru á lífi í upphafi rannsóknar voru teknir með í úrtakinu. Samtals 106 sjúklingar fengu senda þrjá spurningalista; SF-36v2 og EORCT QLQ-CR29 sem eru staðlaðir lífsgæðalistar þar sem spurt er um almennt viðhorf til heilsu og um einkenni frá endaþarmi eða stóma. Þriðji listinn innihélt síðan starfrænar spurningar hannaðar af rannsóknaraðilum. Niðurstöður EORTC listans eru ekki birtar hér.

Niðurstöður: Svör bárust frá 83 sjúklingum (78%), 45 körlum (54%) og 38 konum (46%). Meðalaldur við aðgerð var 45 ár (bil: 10-91). Fjörtíu og fjórir sjúklinganna höfðu smágirnisstóma (53%), 28 garnapoka (J-Poka) (34%) og 11 tengingu mjógirnis í endaþarm (13%). Samkvæmt SF-36v2höfðuþeirsjúklingar sem fóru í ristilbrottnám heldur lakari lífsgæði en viðmiðunarhópur. Meðal sjúklinga þar sem endaþarmur var fjarlægður lýstu 37% breytingum á þvaglátum og 46% á kynlífi eftir aðgerð. 75% sjúklinga með innri garnapoka lýstuhægðaleka en hann er vægur samkvæmtWexner-skori hjá 74% þeirra.

Ályktanir: Algengt er að breytingar verði á þvaglátum og kynlífi eftir aðgerð þegar endaþarmur er fjarlægður. Hægðaleki hjá þeim sjúklingum sem fá garnapoka virðist mun algengari en búist var við. Þeir sem fóru í ristilbrottnám höfðu heldur lakari lífsgæði en viðmiðunarhópur. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægar þegar verið er að upplýsa sjúklinga um aðgerðarmöguleika, til dæmis hvort velja eigi garnaraufun eða garnapokaaðgerð.

 

E-30 Kviðarklofi á Íslandi 1984-2010 

Arnar Þór Tulinius1, Hildur Harðardóttir1,2, Anna Gunnarsdóttir3,4 

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, Landspítala og 4Karol­inska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi, Sviþjóð

Inngangur: Kviðarklofi (gastroschisis) er sjald­gæfur fæðingargalli þar sem tíðni fer vaxandi á heimsvísu. Nýlegar tölur frá Íslandi skortir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni kviðarklofa og afdrif nýbura sem fæddust á Íslandi með kviðarklofa árin 1984-2010 og árangur meðferðar.

Efniviður og aðferðir: Þetta er afturskyggn rannsókn. Farið var yfir sjúkraskrár og fæðingar­skrár þeirra sem hlutu greininguna kviðarklofi á árunum 1984-2010. Ef um andlát eða fóstur­eyðingu var að ræða var krufningarskýrsla einnig yfirfarin.

Niðurstöður: Alls fæddust 46 börn með kviðar­klofa. Tvær fóstureyðingar voru gerðar vegna kviðarklofa og annara fæðingargalla. Tíðnin mældist 4,02/10 þúsund fæðingar á rannsóknartímabilinu. Ekki var marktækur munur á tíðni kviðarklofa á fyrri hluta tímabilsins og því síðara (3,49 sbr. 4,55/10 þúsund fæðingar (p>0,05)). Kynjahlutföll voru jöfn. Meirihluti barnanna (56,5%) voru fyrirburar (meðgöngulengd <37vikur) og meðalaldur mæðra 23 ár. Í 82,6 % tilfella var móðir frumbyrja. Greining var algengust á meðgöngu þar sem 15,2% greindust eftir 22. vikna meðgöngu auk 5 barna sem greindust við fæðingu (10,9%). Meðallegutími á Barnaspítala Hringsins var 51 dagur (miðgildi 23; bil: 2-531) en 15,2% tilfella lágu þar lengur en í 35 daga. Kviðvegg var lokað í 89,1% tilfella við fyrstu aðgerð. Sautján börn höfðu aðra fæðingargalla, þar af 10 með opleysi í görn (atresia) en aðeins 5 börn (10,9%) höfðu aðra fæðingargalla utan meltingarvegs. Dánartíðni var 8,7 %.

Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda ekki til aukinnar tíðni á kviðarklofa á Íslandi síðasta aldarfjórðunginn. Ef kviðarklofi greinist á meðgöngu, án annarra vandamála, eru horfur góðar og árangur meðferðar er góður með fáa langtímafylgikvilla.

 

E-31   Skurðhlutfall og árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini hjá öldruðum

Kristján Baldvinsson1, Andri W. Orrason1, Húnbogi Þorsteinsson1, Martin I. Sigurðsson3, Steinn Jónsson4, Tómas Guðbjartsson1,2

1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, og 4lungna­deild Landspítala

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman skurðhlutfall og árangur skurðaðgerða við lungnakrabbameini meðal aldraðra (≥75 ára) og yngri sjúklinga, og kanna ástæður þess ef skurðaðgerð var ekki beitt.

Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með lungnakrabbamein (smáfumukrabbamein undanskilin) á árunum 1991-2010 fengust úr sjúkraskrám og Krabba­meinsskrá Íslands. Æxlin voru stiguð samkvæmt 7. útgáfu TNM-stigunarkerfisins. Borið var saman skurðhlutfall (resection rate), fylgikvillar, 30-daga dánartíðni og lifun sjúklinga yngri og eldri en 75 ára. Einnig voru kannaðar ástæður þess að aðgerð var ekki framkvæmd hjá öldruðum með sjúkdóm á stigi cTNM IA – IIIA.

Niðurstöður: Af 2263 tilfellum voru 735 (33%) greind hjá öldruðum og gengust 15% þeirra undir skurðaðgerð samanborið við 26% yngri sjúklinga (p<0,001). Tíðni meiri- og minniháttar fylgikvilla eftir aðgerð var sambærileg í báðum hópum, en eldri sjúklingar voru oftar á lægri TNM-stigum (91% sbr 75% á stigum I+II, p<0,001). 30-daga dánartíðni var svipuð (0,9% sbr. 0,7%), einnig fimm ára heildar- (39% sbr. 42%, p=0,28) og sjúkdómasértæk lifun (55% sbr. 47%, p=0,64). Af þeim 621 öldruðum sem ekki gengust undir aðgerð og upplýsingar um stigun lágu fyrir, voru 172 (28%) á stigum cIA-IIIA. Algengustu ástæður þess að skurðaðgerð var ekki framkvæmd voru ófullnægjandi lungnastarfsemi (40%), hátt ECOG-virkniskor (15%), óskurðtækur sjúkdómur vegna miðlægrar staðsetningar æxlis (14%), alvar­legur hjartasjúkdómur (11%), höfnun sjúklings á meðferð (9%) eða elliglöp (5%).

Ályktanir: Í samanburði við yngri sjúklinga reynd­ist árangur lungnaskurðaðgerða hjá öldr­uðum ágætur, bæði hvað varðar snemmkomna fylgikvilla og langtíma lifun. Skurðhlutfall þeirra er þó næstum helmingi lægra, oftast vegna ófullnægjandi lungnastarfsemis. Val á eldri sjúklingum sem boðin er skurðmeðferð á því sinn þátt í að skýra góðan árangur í þeirra hópi.

 




Þetta vefsvæði byggir á Eplica