Ávarp

Ávarp


Velkomin á þingið


Ágætu kollegar og aðrir þinggestir!

Velkomin á sameiginlegt vísindaþing Skurðlæknafélags Íslands (SKÍ), Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands (SGLÍ) og Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK). Þetta er í 14. skipti sem SKÍ og SGLÍ halda sameiginlegt vísindaþing og í þriðja skipti sem FÍFK tekur þátt.

Þingið er nú haldið í fyrsta skipti í Hörpu sem án efa mun setja skemmtilega umgjörð um þinghaldið. Dagskráin er með svipuðu sniði og áður og ber þar hæst kynningu vísindarannsókna og málþing með fjölda erlendra fyrirlesara. Að þessu sinni verður opnunarmálþingið helgað öryggi sjúklinga en það er haldið í samvinnu við Nordisk Kirurgisk Förening. Einnig er boðið upp á málþing um meðferð kviðslita og fyrirbyggjandi skurðaðgerðir við krabbameini, auk styttri hádegisfunda. Loks má nefna að Svæfinga- og gjörgæslulæknafélag Íslands heldur sérstakt námskeið í gjörgæslulækningum í tengslum við þingið.

Kynning vísindaerinda og veggspjalda er mikilvægur hluti af dagskránni og lýkur með samkeppni um besta vísindaerindi unglæknis eða læknanema á laugardeginum. Mikilvægt er að sem flestir kollegar taki þátt í dagskrá þingsins og stuðli þannig að öflugu þingi sem bæði hefur vísindalega þýðingu en einnig félagslega.

Ekki er unnt að halda vísindaþing af þessari stærðargráðu án stuðnings fjölmargra fyrirtækja í heilbrigðisrekstri og þjónustu. Í ár taka óvenjumörg fyrirtæki þátt eins og glæsileg sýning í tengslum við þingið ber vott um, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Um leið og við bjóðum þig velkomin(n) á þingið er það von okkar að þú hafir gagn og gaman af dagskránni.

 

Stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands

Kári Hreinsson, formaður

Alma D. Möller, ritari

Guðmundur Klemenzson, gjaldkeri

Sigurbergur Kárason, meðstjórnandi

 

Stjórn Skurðlæknafélags Íslands

Anna Gunnarsdóttir, formaður

Tómas Guðbjartsson, varaformaður

Kristján Skúli Ásgeirsson, ritari

Kristín Huld Haraldsdóttir, gjaldkeri

Gunnar Auðólfsson, meðstjórnandi

 

Ritari vísindanefndar þingsins

Gunnhildur Jóhannsdóttir

 

Ráðstefnuhald

Athygli ráðstefnur, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík

 

Skráning á þingið:

www.athygliradstefnur.is




Þetta vefsvæði byggir á Eplica