Ágrip veggspjalda

Ágrip veggspjalda

V 1 DNA viðgerð í brjóstaþekjufrumulínum sem bera BRCA2 stökkbreytingu


Jenný B. Þorsteinsdóttir1,2, Garðar Mýrdal3, Jórunn E. Eyfjörð1,2, Helga M. Ögmundsdóttir1,2

1Rannsóknarstofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélagi Íslands, 2læknadeild HÍ, 3geislalækningadeild Landspítala


jbth@hi.is


Inngangur: BRCA2 próteinið gegnir veigamiklu hlutverki í viðgerð á tvíþátta DNA broti og tekur þátt í myndun Rad51 bletta á brotstað. Sýnt hefur verið fram á að frumulínur, sem vantar virkt BRCA2 prótein, mynda ekki Rad51 bletti sem svar við geislun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna myndum Rad51 bletta í tveimur nýlegum brjóstaþekjufrumulínum sem eru arfblendnar um 999del5 BRCA2 stökkbreytinguna.

Efniviður og aðferðir: Frumurnar voru geislaðar með 8 Gy, ræktaðar eftir það í fimm klukkustundir annars vegar og 48 stundir hins vegar og myndun Rad51 bletta metin með sértækri flúrmótefnalitun og skoðun í confocal smásjá. Niðurstöður voru settar fram sem hlutfall frumna með >5 Rad51 bletti. Einnig var flúrlitað gegn -H2AX sem má nota til þess að meta tilvist og fjölda DNA brotstaða og niðurstöður metnar á sama hátt og áður.

Niðurstöður: Fimm stundum eftir geislun innihéldu BRCA2 línurnar tvær 58,4% og 57,1% frumna með >5 Rad51 bletti sem var svipað og viðmiðunarlínan, MCF7, 57,8%. Eftir 48 stundir sáust ennþá Rad51 blettir í 29% og 31,4% frumna í BRCA2 línunum en hjá MCF7 sáust þeir aðeins í 6% frumna. Fimm stundum eftir geislun sáust -H2AX blettir í öllum frumumlínum sem prófaðar voru en 48 klst eftir geislun voru 55% frumna hjá báðum BRCA2 línunum með >5 -H2AX bletti en hjá MCF7 sáust þeir aðeins í 19% frumna Frumuhringsgreining með FLOW sýndi einnig samsöfnun í G2/M fasa og fjöllitnun fruma eftir geislun.

Ályktanir: Brjóstaþekjufrumulínur, arfblendnar um 999del5 BRCA2 stökkbreytinguna, sýndu eðlilega Rad51 svörun fimm klukkustundum eftir geislun en svarið var seinkað og enn til staðar 48 stundum eftir geislun. Það bendir til viðvarandi DNA skemmdar og var það staðfest með litun fyrir -H2AX.


V 2 Kjarnsýrurafdráttur á örgelum


Guðmundur H. Gunnarsson1,2, Andri Ford1, Bjarki Guðmundsson2, Hans G. Þormar1,3, Jón Jóhannes Jónsson1

1Lífefna- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 2Lífeind ehf., 3erfða- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ


hans@hi.is


Inngangur: Greiningar á einföldum og flóknum kjarnsýrusýnum með rafdrætti eru tímafrekar og kostnaðarsamar, hvort heldur um er að ræða rafdrátt á agarósageli eða á akrýlamíð geli með ein- eða tvívíðum rafdrætti. Aðferðir sem gerðu fólki kleift að framkvæma þessar greiningar á mun skemmri tíma yrðu til góða fyrir rannsóknarstofur. Við kynnum hér aðferð sem þróuð hefur verið á okkar rannsóknarstofu í samvinnu við líftæknifyrirtækið Lífeind ehf. Þessi aðferð gerir rannsakendum mögulegt að rafdraga sýni á um það bil 10 mínútum á örgelum.

Efniviður og aðferðir: Akrýlamíðgel af mismunandi þéttleika voru steypt á smásjárgler. Þekkt DNA sýni voru rafdregin við hitastýrðar aðstæður í einni eða tveimur víddum í 5-10 mínútur. Hvorki var notaður hleðslubuffer í sýnin, né heldur rafdráttarbuffer annar en sá sem var í gelinu. Kannað var hvort aðskilnaður við rafdrátt gæfi samsvarandi niðurstöður og við venjulegan rafdrátt á 7x8 cm akrýlamíð geli.

Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöður benda til þess að greining DNA sýna á örgelum gefi jafn góðan aðskilnað og 7x8 cm gel, hvort heldur er í einvíðum eða tvívíðum rafdrætti. Þessi tækni getur því flýtt rafdráttargreiningum um tæplega tvo klukkutíma, auk þess sem lágmarksmagn af sýni er notað. Lífeind ehf. vinnur nú að þróun og markaðssetningu rafdráttarbúnaðar byggðum á þessum niðurstöðum.


V 3 Hlutverk SUMOýleringar í starfsemi Mitf umritunarþáttarins í músum


Bryndís Krogh Gísladóttir1, Norene O’Sullivan2, Debbie Gilbert2, Neal G. Copeland2, Nancy A. Jenkins2, Eiríkur Steingrímsson1

1Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeildar HÍ, 2National Cancer Institute, Maryland, USA


bryndis@wicell.org


Inngangur: Stjórnun umritunarþátta í þroskun fjölfruma lífvera er háð mörgum áhrifaþáttum. MITF er prótein sem tilheyrir bHLHZip fjölskyldu umritunarþátta og er ómissandi fyrir eðlilega þroskun augans, litfrumna, mastfrumna og beinátsfrumna. Margar rannsóknir hafa sýnt að umbreytingar á MITF hafa mikilvæg áhrif á virkni þess. Til dæmis hefur verið sýnt að frumuboðleiðir leiða til fosfórýleringar á MITF sem hafa áhrif á virkni og stöðugleika þess. MITF er einnig undir stjórn lýsin umbreytinga, og þar má nefna SUMOýleringu sem bælir umritunarvirkni MITF í frumurækt. Markmið þessa verkefnis var að skoða áhrif SUMOýleringar in vivo með því að búa til erfðabreyttar BAC mýs sem bera stökkbreytingar sem koma í veg fyrir SUMOýleringu á MITF.

Efniviður og aðferðir: BAC plasmíði sem innihélt Mitf genið var stökkbreytt með samstæðri endurröðun (homologous recombination) í E. coli með svokallaðri “HIT and FIX” aðferð. Stökkbreyttu BAC klóni var komið fyrir í músum sem bera stökkbreytingu í MITF til að sjá hvort unnt væri að bjarga svipgerð músarinnar með viðveru BAC klónsins.

Niðurstöður: Erfðabreyttar mýs sem bera stökkbreytingar í SUMO setum Mitf gensins hafa verið útbúnar og svipgerð þeirra hefur verið skilgreind með tilliti til litar feldsins og þroskun augans.

Ályktanir: Til að staðfesta niðurstöðurnar verður að útbúa fleiri músalínur og bera verður saman tjáningu Mitf genins milli músalínanna. Niðurstöðurnar hafa gefið okkur innsýn í hvaða áhrif SUMOýlering á MITF hefur í músum. Mikilvægast er þó að aðferðin hefur gefið okkur tæki til að útbúa erfðabreyttar mýs á skemmri tíma en ella til að skoða áhrif ýmissa umbreytinga á próteinum í músum.


V 4 Stjórn TGFβ á genatjáningu í stofnfrumum úr fósturvísum (ES frumur)


Helga Eyja Hrafnkelsdóttir1, Eiríkur Steingrímsson1, Þórarinn Guðjónsson2,3, Magnús Karl Magnússon1,2, Sigríður Valgeirsdóttir4, Christine Mummery5, Guðrún Valdimarsdóttir1

1Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeild HÍ, 2Rannsóknarstofa í blóðmeinafræði og erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 3Rannsóknarstofa Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði, 4NimbleGen System á Íslandi, 5Hubrecht Laboratory, Netherlands Institute for Developmental Biology and Heart-Lung Institute, Utrecht, Hollandi


heh@hi.is


Inngangur: Valið á milli þess hvort stofnfruma endurnýi sig eða sérhæfist er ákvarðað af ýmsum vaxtarþáttum sem leiða til virkjunar umritunarþátta. Transforming growth factor beta, TGFβ stórfjölskyldan ræður miklu um örlög ES frumna. Vegna mikilvægis TGFβ stórfjölskyldunnar munum við rannsaka hlutverk hennar í stjórnun á markgenum í endurnýjun og sérhæfingu hES frumna. Við munum bera saman ósérhæfðar og sérhæfðar ES frumur með tilliti til umritunarstjórnar á genatjáningu.

Rannsóknir á stofnfrumum fósturvísa hafa að mestu verið upptalning á tjáningu kennipróteina (markera) en minna hefur verið fjallað um raunverulegt hlutverk próteina í innanfrumuboðleiðum. Í þessu verkefni viljum við komast að því hvernig umritunarþættir ákveðinnar boðleiðar stjórna örlögum stofnfrumna. Í fyrsta skipti á Íslandi er unnið með stofnfrumulínur frá Bandaríkjunum sem búnar hafa verið til úr innri frumumassa fósturvísa manna (hES).

Efniviður og aðferðir: Í þessari rannsókn ætlum við að nota nýja aðferð, svokallaða ChIP-chip aðferð sem byggist á chromatin útfellingum (chromatin immunoprecipitation) og örflögutækni (microarray-based gene expression.) Þessar aðferðir veita okkur upplýsingar um hvernig umritunarþættir í ES frumum (pluripotent) og í TGFβ stórfjölskyldunni stjórna tjáningu þekktra og óþekktra gena ásamt því að gefa okkur vísbendingar um hlutverk þeirra í þessu ferli í genamengi mannsins. Ætlunin er að nota chromatin útfellingar (ChIP) með mótefnum gegn umritunarþáttum sem þekktir eru í ósérhæfðum ES frumum (oct3/4 og nanog) annars vegar og umritunarþáttum sem tengdir eru TGF fjölskyldunni (Smad 2/3, Smad 1/5 og Id1/3) hins vegar. Tjáning á því sem hefur bundist umritunarþáttunum er síðan ákvörðuð með örflögutækni.

Niðurstöður og ályktanir: Kjörræktunarskilyrði fyrir ósérhæfðar og sérhæfðar hES frumur hafa verið stöðluð. Mótefni fyrir ChIP hafa verið prófuð og undirbúningur sýna fyrir ChIP er hafin. Þekkt markgen hafa verið athuguð með PCR. Skilyrði fyrir örflögutækni á ES frumum hafa verið stöðluð. Niðurstöðurnar ættu að efla skilning á líffræði hES frumna og ætti hún að vera skef í þá átt að bæta stöðluð ræktunarskilyrði fyrir bæði stofnfrumur úr fósturvísum manna og vefjasértækar stofnfrumur.


V 5 Stökkbreytingaleit í LIMD1 og LTF genum á 3p21.3 í æxlum


Þórgunnur E. Pétursdóttir1, Unnur Þorsteinsdóttir2, Páll H. Möller3, Jóhannes Björnsson1, Stefan Imreh4, Valgarður Egilsson1, Sigurður Ingvarsson5

1Rannsóknarstofa í meinafræði Landspítala, frumulíffræðideild, 3skurðlækningasvið Landspítala, 2Íslensk erfðagreining, 4Karolinska Institutet, Microbiology and Tumorbiology Center, Stokkhólmi, 5Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum


thorgep@landspitali.is


Inngangur: Stutti armur litnings 3 í mönnum er afbrigðilegur í flestum æxlum. Et (elimination test) er próf sem var þróað af samstarfsaðilum okkar á Karolinska Institutet, til að finna litningasvæði með æxlisbæligenum. Með notkun prófsins fannst svæði á 3p21.3 sem var nefnt CER1 (common eliminated region 1). Á svæðinu eru 34 virk gen og miðað við núverandi þekkingu þykja LIMD1 (LIM domain containing gene 1) og LTF (lactotransferrin) líklegust sem æxlisbæligen. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar sem benda til þess að Ltf og Limd1 próteinin eigi þátt í að verjast myndun æxla.

Efniviður og aðferðir: Efniviðurinn samanstendur í heild af 576 mannaæxlum frá 10 líffærum. Til að meta tíðni úrfellinga var gerð LOH greining með microsatellite erfðamörkum. Útraðir voru skimaðar með SSCP aðferð fyrir fjölbreytileika í LTF (eingöngu lungnaæxli) og LIMD1 og síðan var kannað með raðgreiningu hvort sá fjölbreytileiki sem fannst væru stökkbreytingar.

Niðurstöður: Við rannsökuðum úrfellingatíðni á CER1 og bárum saman við tíðni úrfellinga í sama efnivið á tveimur öðrum þekktum æxlisbæligenasvæðum á 3p. Úrfellingatíðnin var hæst á CER1 svæðinu (84%). Við fundum fjölbreytileika í basaröðum bæði LIMD1 og LTF en höfum engar stökkbreytingar fundið þegar þetta er skrifað.

Ályktanir: Þar sem við fundum mjög háa tíðni úrfellinga á CER1 bendir það til þess að á svæðinu geti verið æxlisbæligen. Úrfellingarnar voru ekki vefjasértækar þar sem há tíðni fannst í öllum æxlisgerðum eða 70-94%, nema í sarkmeinum þar sem tíðnin var 40%. Þó að engar stökkbreytingar hafi fundist höfum við ekki útilokað að um æxlisbæligen sé að ræða. Við munum kanna tjáningu genanna í æxlum og bera saman við eðlileg sýni. Ef tjáning er minnkuð munum við kanna hvort um “epígenetískar” breytingar geti verið að ræða.


V 6 Notkun RNA interference til að slá á tjáningu cystatín C og PrPC í frumuræktum


Birkir Þór Bragason, Herborg Hauksdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir, Ástríður Pálsdóttir

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum


birkirbr@hi.is


Inngangur: Á Keldum er verið að vinna að rannsóknum á arfgengri heilablæðingu og riðuveiki. Í báðum sjúkdómum gegnir eitt prótein lykilhlutverki, það er cystatín C í arfgengri heilablæðingu og príon-próteinið (PrPC) í riðu. Innnan þessara verkefna er unnið að því að því að setja upp RNA interference (RNAi) til að slá á tjáningu cystatín C og PrPC, sem tæki við rannsóknir á frumulíffræði próteinanna. RNAi byggir á því að nýta ensímkerfi í frumum sem er vel varðveitt í þróunarfræðilegum skilningi. Líffræðilegt hlutverk þess er meðal annars vörn gegn veirum og stökklum, auk stjórnunar á genatjáningu, til dæmis í þroskun. Kerfið byggir á því að tvíþátta RNA er bútað niður í stuttar tvíþátta RNA sameindir (siRNA eða miRNA). Útkoman er hindrun á tjáningu gena með samsvörun við RNA sameindirnar, annað hvort vegna hindrunar á þýðingu mRNA eða beins niðurbrots á mRNAinu. Fyrir utan að vera athyglisvert í líffræðilegum skilningi, þá er hægt að nýta þetta kerfi til að slá á tjáningu ákveðinna gena markvisst, til dæmis í frumuræktum, og er því gagnlegt rannsóknartæki í frumulíffræði.

Efniviður og aðferðir: Útbúin voru plasmíð sem tjá stuttar siRNA sameindir með samsvörun við cystatín-C (fimm útgáfur) og PrPC (2 útgáfur). Þeim var ummyndað í frumulínur sem tjáðu annaðhvort cystatín-C-EGFP eða PrPC-EGFP samrunaprótein (EGFP: grænt flúrprótein). RNAi virkni sameindanna var metin með skoðun í flúrsmásjá og með Western-blot. Unnið er að magnbundnu mati með rauntíma-PCR.

Niðurstöður og ályktanir: Eins og búast mátti við, þá höfðu siRNA sameindirnar mismikil áhrif. Áberandi mest áhrif fengust með annarri siRNA sameindinni gegn PrPC. Enn er verið að vinna að magnbundnu mati á áhrifunum og þær niðurstöður sem fyrir liggja verða kynntar.


V 7 Áhrif cystaín C mýlildis á heilavef sjúklinga með arfgenga heilablæðingu


Hannes Blöndal, Finnbogi R. Þormóðsson

Rannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild HÍ


finnbogi@hi.is


Inngangur: Mýlildissjúkdómar í heilaæðum (Cerebral amyloid angiopathy eða CAA) einkennast af uppsöfnun mýlildis (amyloid) í veggi æðanna og er vel þekkt meðal Alzheimers sjúklinga og einstaklinga með Downs heilkenni, en fylgir einnig ellihrörnun almennt. Til eru arfgengir mýlildissjúkdómar í heilaæðum, sem koma fram fyrr á ævinni, þar sem arfbreytt beta-prótein myndar oftast mýlildið. Skæðastur þeirra er einskorðaður við Ísland (HCHWA-I), en þar myndast mýlildið úr erfðabreyttu cystatín C, og orsakar heilablóðfall snemma á ævinni sem takmarkar meðallífslíkur sjúklingann við um 30 ár.

Í algengari beta-prótein mýlildissjúkdómum greinast hrörnandi (dystrophic) taugaþræðir utan heilaæða og önnur merki viðbragða við ertingu, en hér erum við að rannsaka hvort sama gildi um íslenska sjúkdóminn.

Efniviður og aðferðir: Vefjasneiðar voru litaðar á hefðbundin hátt og einnig mótefnalitaðar fyrir cystatín C, GFAP, Tau og CD6.

Niðurstöður: Mýlildisíferð út í taugavefinn frá æðum er yfirleitt ekki áberandi einkenni æðasjúkdómsins en sést að einhverju marki í öllum tilfellum. Þar sem um slíkt er að ræða sýna frumniðurstöður okkar einungis lítilsháttar astrócýtaviðbrögð, enga hrörnandi (dystrophic) taugaþræði, örfáar CD68 jákvæðar átfrumur umhverfis æðar og engar fjölkjarna risafrumur.

Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þessa að cystatín C mýlildi hafi lítil sem engin ertandi áhrif á taugavefinn (neuropil) umhverfis æðarnar. Þetta er ólíkt því sem sést í æðaveggnum sjálfum, en þar veslast sléttvöðvafrumurnar upp og deyja samfara uppsöfnun mýlildisins. Það samrýmist því að við sjáum uppleyst cystatín C mýlildi drepa sléttvöðvafrumur í rækt. Kanna þyrfti hvort uppleyst cystatín C mýlildi hafi slík áhrif á taugafrumur í rækt. Þakkir: Rannsóknin er styrkt af Heilavernd.


V 8 Merking heilavefja á segulómmyndir; aðferð til gæðaeftirlits á sjálfvirkri rúmmálsgreiningu heilavefja í ofurtölvu

Bryndís Óskarsdóttir1, Sigurður Sigurðsson1, Lars Forsberg2, Jesper Fredriksson2, Ólafur Kjartansson1, Alex Zijdenbos3, Gudný Eiríksdóttir1, Lenore Launer4, Vilmundur Guðnason1

1Hjartavernd, 2Raförninn ehf., 3Neuralyse Inc., Montreal, Kanada, 4Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda

bryndis@hjarta.is


Inngangur: Undanfarin ár hefur verið unnið mikið starf í Hjartavernd við þróun hugbúnaðar sem samanstendur af 48 raðtengdum örgjöfum og kallaður er ofurtölva. Hlutverk hennar er að meðhöndla mikið magn segulómmynda af heila úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar meðal annars fyrir sjálfvirka rúmmálsgreiningu heilavefja. Hugbúnaður ofurtölvunnar byggir á tauganeti sem krefst þjálfunar með því að merkja handvirkt heilavefi segulómmynda og nauðsynlegt var að hanna aðferð til að handvirkt merkja heilavefi segulómmynda og bera saman við sjálfvirku merkingu heilavefja ofurtölvunnar. Hér lýsum við aðferð sem notuð hefur verið í Öldrunarrannsókninni til gæðaeftirlits á sjálfvirkri rúmmálsgreiningu ofurtölvunnar ásamt þjálfunar tauganetsins.

Efniviður og aðferð: Til verksins var hannað tól kallað BorderLine, sem samanstendur af Wacom teikniborði, teiknihugbúnaði og penna sem gerir notanda mögulegt að merkja og rúmmálsgreina eftirfarandi heilavefi: gráan vef, hvítan vef, hvítavefsbreytingar ásamt heila og mænuvökva.
Endurtekningarhæfni eins notanda var mæld sem byggðist á því að heilavefir á fimm sneiðum voru merktir tvisvar sinnum á fyrirframákveðnum svæðum heilans á eftirfarandi segulómmyndaröðum: 3D SPGR T1, FSE PD/T2 og FLAIR T2. Endurtekningarhæfni merkinga fyrir hverja myndeiningu (voxel) var mæld fyrir hverja sneið og hvern vef sérstaklega með útreikningum byggðum á Kappa tölfræði (Dice Similarity Coefficient).
Niðurstöður: Endurtekningarhæfni aðferðarinnar reyndist mjög há fyrir merkingu allra vefja og allra sneiða (meðal Kappa fyrir heilavefi, k=0,856±0,088 og heilasneiðar k=0,899±0,009).
Ályktanir: Þróuð hefur verið öflug aðferð til handvirkrar merkingar á heilavefjum sem nýtist við þjálfun tauganets og gæðaeftirlits á sjálfvirkri rúmmálsgreiningu heilavefja með ofurtölvu.


V 9 Fiskolía í fæði músa minnkar myndun kviðarholsátfrumna á flakkboðanum MCP-1


Hildur H. Arnardóttir, Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Harðardóttir

Lífefna- og sameindalíffræðistofa læknadeild HÍ


hha3@hi.is


Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (FÓFS) eykur TNF- myndun en minnkar IL-10 myndun staðbundinna kviðarholsátfruma músa. Hins vegar hafa áhrif hennar á flakkboðamyndun lítið verið könnuð. MCP-1 og MIP-1 eru flakkboðar sem eru meðal annars myndaðir af og hafa áhrif á átfrumur. MCP-1 er talinn ýta undir Th2 ónæmissvar en MIP-1 undir Th1 ónæmissvar. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif fiskolíu í fæði á MCP-1 og MIP-1 myndun kviðarholsátfrumna úr músum.

Efniviður og aðferðir: Staðbundnar kviðarholsátfrumur voru einangraðar úr BalbC músum sem höfðu fengið fóður bætt með fiskolíu eða kornolíu. Frumurnar voru örvaðar með LPS, án eða með mótefnum gegn TNF- eða IL-10. Styrkur MCP-1 og MIP-1 var mældur í floti með ELISA aðferð.

Niðurstöður: Kviðarholsátfrumur úr músum sem fengu fiskolíu seyttu marktækt minna MCP-1 en kviðarholsátfrumur úr músum sem fengu kornolíu. Mótefni gegn TNF- hafði ekki áhrif á MCP-1 myndun en mótefni gegn IL-10 jók MCP-1 myndun kviðarholsátfrumna úr báðum fæðuhópum. Kviðarholsátfrumur úr músum sem fengu fiskolíu í fæði mynduðu heldur (ekki tölfræðilega marktækt) minna MIP-1 en kviðarholsfrumur úr músum sem fengu kornolíu. Mótefni gegn TNF- hafði ekki áhrif á myndun MIP-1 en mótefni gegn IL-10 minnkaði MIP-1 myndun kviðarholsátfrumna úr báðum fæðuhópum.

Ályktanir: Fiskolía í fæði músa minnkar myndun kviðarholsátfrumna á flakkboðanum MCP-1 og hefur tilhneigingu til að minnka myndun þeirra á MIP-1. Minni flakkboðamyndun kviðarholsátfrumna úr músum sem fengu fiskolíu í fæði er ekki miðlað af áhrifum hennar á myndun frumuboðanna TNF- og IL-10.


V 10 L-fíkólín, mannan bindilektín (MBL), komplementþættir og IgA ónæmisfléttur hjá sjúklingum með IgA nýrnamein


Ragnhildur Kolka1, Magnús Böðvarsson2, Sverrir Harðarson3, Sigrún Laufey Sigurðardóttir1, Helgi Valdimarsson1, Þorbjörn Jónsson4

Ónæmisfræðideild1, lyflækningadeild2, rannsóknastofa í meinafræði3 og Blóðbankinn4 Landspítala


ragnhk@landspitali.is


Inngangur: IgA nýrnamein (IgA nephropathy) einkennist af IgA útfellingum í nýrnagauklum, bólgumyndun og jafnvel nýrnabilun. L-fíkólín er lítt rannsakaður þáttur ónæmiskerfisins, sem sýnt hefur verið að ræsi komplementkerfið. Komplementþættir bæði styttri ferilsins (alternative pathway) og lektínferilsins finnast í útfellingum í IgA nýrnameini. Hugsanlegt er að gölluð sykrun IgA sameinda og skert hreinsun eigi einhvern þátt í þessum útfellingum.

Markmið: Að meta magn og virkni L-fíkólíns, MBL, komplementþátta og IgA ónæmisfléttna (IgA-IC) hjá sjúklingum með IgA nýrnamein og kanna jafnframt hvort óeðlileg sykrun IgA sameinda (glycosylation) geti verið þáttur í myndun slíkra ónæmisfléttna.

Efniviður og aðferðir: Blóðsýnum var safnað úr 41 sjúklingi með IgA nýrnamein og 41 heilbrigðum einstaklingi til samanburðar. Bindigeta L-fikólíns og magn IgA-IC, MBL, C3d og C4d var mælt með ELISA aðferð. Samsætur komplementþáttar C4 (C4 allotypes) voru ákvarðaðar með háspennurafdrætti og ónæmislitun.

Niðurstöður: Bindigeta L-fíkólíns og magn C3d og IgA-IC var marktækt aukið hjá IgA-N sjúklingum borið saman við heilbrigða (P<0,001). Hins vegar fannst ekki munur hvað varðaði MBL eða C4d. Aukin tíðni C4-núll samsæta greindist ekki hjá IgA nýrnameinssjúklingunum borið saman við heilbrigða. Lág MBL gildi tengdust hins vegar C4 setröðinni 3311 (P=0,013). Sjá mátti tengsl milli lágra MBL gilda og C4-núll samsætna, þótt munurinn næði ekki tölfræðilegri marktækni. Unnið er að uppsetningu aðferðar til þess að meta sykrun IgA sameinda.

Ályktanir: Bindigeta L-fíkólíns og magn C3d og IgA-IC í blóði er iðulega hækkað hjá IgA nýrnameinssjúklingum, jafnvel mörgum árum eftir sjúkdómsgreiningu. Þátt L-fíkólíns í komplementræsingu og ónæmisútfellingum í IgA nýrnameini þarf að rannsaka frekar.V 11 Veirudrepandi virkni alkóhóla og fituefna gegn respiratory syncytial-veiru (RS-veiru) og parainflúensu-veiru


Hilmar Hilmarsson1, Bjarki S. Traustason1, Þórdís Kristmundsdóttir2, Halldór Þormar1

1Líffræðistofnun Háskólans, 2lyfjafræðideild HÍ


hilmarh@hi.is


Inngangur: Rannsóknir á náttúrulegum fituefnum og fitualkóhólum hafa sýnt að meðallangar mettaðar fitusýrur og samsvarandi einglýseríð og fitualkóhól hafa breiða örverudrepandi virkni. Í þessari rannsókn var veirudrepandi virkni fituefna og samsvarandi alkóhóla könnuð gegn respiratory syncytial veiru (RS-veiru) og parainflúensu-veiru gerð 2. Markmiðið var að finna hvert væri virkasta efnið sem hugsanlega gæti nýst í lyfjaform og kanna áhrif efnanna með tilliti til veirudrepandi virkni í drykkjarvörum.

Efniviður og aðferðir: Stofnlausnir af 1 M fituefnum og fitualkóhólum í etanóli voru þynntar niður í 10 mM eða lægri styrk og blandað í jöfnu rúmmáli við veirur. Veirublandan var títeruð í tíföldum þynningu í Vero frumum. Títer (log10) á efna-veirublöndum var borinn sama við títer viðmiðunarlausna og þannig fengin út veirudrepandi virkni. Efnin voru prófuð í mismunandi tíma og við mismunandi sýrustig. Einnig var virkustu efnunum blandað við mismunandi mjólkur- og ávaxtadrykki og veiruvirknin könnuð.

Niðurstöður: Mónókaprín, lárín sýra og lárýl alkóhól sýndu marktæka lækkun á veirutíter gegn báðum veirunum prófað í 2,5 mM styrk við 10 mínútur. Með því að breyta sýrustigi lausnanna frá pH 7 í pH 4,2 er hægt að auka veirudrepandi virkni sumra efnanna til muna með tilliti til minni mM styrks og styttri meðhöndlunartíma. Virkasta efnið reyndist vera mónókaprín sem er einglýserið af kaprínsýru og sýndi það einnig marktæka veirudrepandi virkni í perusafa, undanrennu og SMA (þurrmjólk fyrir börn) í tiltölulega lágum mólstyrk.

Ályktanir: Niðurstöðurnar gætu reynst gagnlegar við gerð nýrra lyfjaforma til forvarna gegn öndunarfærasýkingum af völdum þessara veira og jafnvel öðrum paramyxó- og myxóveirum.


V 12 Ónæmisglæðirinn DC-Chol eykur ónæmissvar nýburamúsa gegn próteintengdum pneumókokkafjölsykrum og vernd gegn pneumókokkasýkingum


Brenda C. Adarna1,2, Håvard Jakobsen1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2, Jean Haensler3, Emanuelle Trannoy3, Ingileif Jónsdóttir1,2

1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3sanofi pasteur, Marcy l´Etolie, Frakklandi


ingileif@landspitali.is brenda@landspitali.is


Inngangur: Ónæmisglæðirinn DC-Chol eykur blandað Th1/Th2 svar gegn ýmsum bóluefnum í fullorðnum músum. Ónæmissvör nýbura eru hæg og dauf og þörf fyrir örugga og öfluga ónæmisglæða til að auka ónæmissvörun nýbura. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif DC-Chol á ónæmissvar nýburamúsa gegn próteintengdum pneumókokkafjölsykrum (Pnc-TT).

Efniviður og aðferðir: Fullorðnar mýs og nýburamýs (einnar víku gamlar) voru bólusettar tvisvar sinnum undir húð með 0,5 µg af Pnc-TT með/án DC-Chol. Fjölsykrusértæk mótefni í sermi voru mæld með ELISA. Tveimur vikum eftir seinni bólusetningu voru mýsnar sýktar um nef með pneumókokkum (106 CFU) og fjöldi pneumókokka í blóði og lungum (CFU/mL) talinn.

Niðurstöður: Bólusetning fullorðinna og nýburamúsa með Pnc-TT með og án DC-Chol olli marktækri hækkun á sérstækum mótefnum, miðað við óbólusettar mýs (p<0,001). Ef DC-Chol var gefið með Pnc-TT jókst mótefnasvörun í fullorðnum (p <0,001) og nýburamúsum (p=0,017) miðað við Pnc-TT eitt og sér. Í nýburamúsum olli DC-Chol aukningu á IgG1 ( p=0,013), IgG2a (p<0,001), IgG2b (p=0,001) og IgG3 (p=0,003), sem endurspeglar aukna virkni bæði Th1 og Th2- frumna. Í fullorðnum músum var aukningin aðeins marktæk fyrir IgG2a (p=0,004) og IgG3 (p=0,005), en IgG1 og IgG2b voru þegar há eftir bólusetningu með Pnc-TT án ónæmisglæðis.

Bólusetning fullorðinna músa með Pnc-TT, með eða án DC-Chol, veitti fullkomna vernd gegn blóðsýkingu og bólusetning nýburamúsa dró marktækt úr blóðsýkingu (p <0,001) og þær sem fengu DC-Chol voru algerlega verndaðar. Bæði í nýburamúsum og fullorðnum dró bólusetningin úr lungnasýkingu (p <0,001).

Ályktanir: Þessi rannsókn er sú fyrsta til að sýna virkni DC-Chol í nýburamúsum, en samfara aukinni mótefnamyndun fékkst stóraukin vernd gegn pneumókokkasjúkdómi. DC-Chol virðist ákjósanlegur ónæmisglæðir fyrir nýbura.


V 13 Sjúklingar með kransæðastíflu eru með lækkaðan styrk bólguþáttar C4B í blóði

Perla Þorbjörnsdóttir1, Karólína Einarsdóttir1, Sigurður Böðvarsson2, Sigurður Þór Sigurðarson2, Guðmundur Þorgeirsson2, Guðmundur Jóhann Arason1

1Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2lyfjadeild Landspítala

garason@landspitali.is


Inngangur: Magnakerfið er öflugur bólgumiðill og kemur við sögu í meinþróun kransæðasjúkdóms. Við höfum áður lýst minnkandi tíðni arfgerðarinnar C4B*Q0 eftir miðjan aldur meðal reykingafólks og tengt það við aukna tíðni arfgerðarinnar í sjúklingum með kransæðasjúkdóm. Í þessari rannsókn er gerður beinn samanburður á styrk C4B í blóði kransæðasjúklinga og viðmiðunarhóps.

Efniviður og aðferðir: Skoðaðir voru 74 íslenskir sjúklingar með hjartaöng (angina pectoris), 84 með innlögn vegna hjartaáfalls, 109 með fyrri sögu um hjartaáfall og 132 heilbrigðir. C4 og C4A var mælt með ELISA aðferð, og C4B fundið með frádrætti C4A frá heildar C4.

Niðurstöður: Samanburður 124 sjúklinga og 46 heilbrigðra sýnir að sterk samsvörun er milli styrks C4A og C4B í blóði og tjáningar viðkomandi gens. Styrkur C4B/C4A var marktækt lægri í arfberum samsvarandi gens (C4B*Q0/C4A*Q0). Arfberar bættu sér upp skort á afurðinni með aukinni framleiðslu hinnar C4 gerðarinnar, en þetta var meira áberandi hjá arfberum C4A*Q0, og hjá þeim var styrkur C4 í heild hærri en þeirra sem höfðu C4B*Q0 (p=0,046). Sjúklingar með hjartaöng (N=42) höfðu sama styrk C4, C4A og C4B og heilbrigðir. Styrkur C4B (p=0,003) og heildarstyrkur C4 (p=0,001) var mun lægri í sjúklingum með kransæðastíflu (N=82) en í heilbrigðum. Þessi munur var ekki einfaldlega vegna aukinnar tíðni C4B*Q0 í sjúklingunum því styrkur C4B (p=0,005) og heildarstyrkur C4 (p=0,05) var einnig lægri hjá þeim hópi sem hafði fulla tjáningu á bæði C4A og C4B.

Ályktanir: C4B og C4 í heild er lækkað í sjúklingum með kransæðastíflu miðað við heilbrigða og sjúklinga með hjartaöng. Þessar niðurstöður er ekki unnt að skýra einungis á grundvelli aukinnar tíðni C4B*Q0 meðal sjúklinganna.


V 14 Aðgengi notenda heilbrigðisþjónustu að eigin heilsufarsupplýsingum og þjónustu á netinu

Gyða Halldórsdóttir, Ásta St. Thoroddsen

Hjúkrunarfræðideild HÍ


gyda@hi.is


Inngangur: Rafræn samskiptatækni opnar nýja möguleika til aðgangs að heilbrigðisþjónustu. Upplýsingatækni styrkir aðgengi notenda heilbrigðisþjónustu að upplýsingum miðað við réttindi og stefnu um íslenskt upplýsingasamfélag. Notendur telja sig áhrifameiri, ánægðari og betur upplýsta noti þeir gagnvirk heilsufarskerfi.

Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna skilning, viðhorf og óskir Íslendinga um aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum og gagnvirka þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Gerð var lýsandi samanburðarrannsókn með tilviljunarvali þjóðarúrtaks 1.400 einstaklinga 16 til 67 ára í tveim 700 manna hópum örorkulífeyrisþega og annarra Íslendinga. Svörun var 34,9%, tölfræðin lýsandi og 95% öryggismörk marktækniprófa auk þáttagreiningar.

Helstu niðurstöður: Meirihlutinn taldi áhrifin á skilning eigin heilsufars, samskipti, ákvarðanir og viðhald eigin upplýsinga jákvæð. Yfir 90% töldu sig og forráðamenn barna eiga að hafa aðgang að viðkomandi upplýsingum. Skilning á réttindum til aðgangs höfðu 52% og reynslu 12%. Flestir vildu sjá eigin upplýsingar (81%), ráða aðgangi (86%) og sjá rétt til bóta (81%) og afsláttarkorts hjá TR (79%). Örorkulífeyrisþegar voru eldri með marktækt meiri skilning á réttindum (p<0,01), jákvæðari viðhorf og ákveðnari óskir. Almennir og yngri notendur sýndu meiri notkun netsins og jákvæðari viðhorf til rafræns aðgangs. Almennir notendur (89%) höfðu marktækt meiri aðgang að netinu heima (p<0,001) og mun betri aðstöðu en örorkulífeyrisþegar (73%).

Ályktanir: Rannsóknin, sem er fyrst sinnar tegundar á Íslandi, styður fyrri erlendar rannsóknir. Lagt er til að niðurstöðurnar verði nýttar til þróunar á Íslandi og sjónarmið starfsmanna könnuð. Áhrif gagnvirkra heilsufarskerfa á heilsufar, lífsgæði og skilvirkni íslenskrar heilbrigðisþjónustu verða síðar áhugaverð til rannsókna.


V 15 Hvernig reynsla er það að endurhæfast eftir bráð eða langvinn veikindi? Eigindleg rannsókn sem byggist á reynslu tólf sjúklinga af endurhæfingu


Jónína Sigurgeirsdóttir1, Sigríður Halldórsdóttir2

1Reykjalundur, 2heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri


jonina@reykjalundur.is


Inngangur: Túlkandi fyrirbærafræðileg rannsókn miðaði að því að fá innsýn í reynslu af endurhæfingu og bæta við þann þekkingargrunn sem fyrir var um þarfir sjúklinga í endurhæfingu. Fyrirbærið var skoðað út frá sjónarhóli sjúklinga, sem er, því miður, sjaldgæf nálgun í endurhæfingarfræðum.
Efniviður og aðferðir: Úrtakið var tilgangsúrtak 12 einstaklinga, 26-85 ára; sjö karla og fimm kvenna, sem höfðu reynslu af endurhæfingarmeðferð á Íslandi. Rannsóknin var gerð samkvæmt leiðbeiningum Vancouver skólans í fyrirbærafræði, litið á þátttakendur sem meðrannsakendur. Sex var vísað í endurhæfingu vegna bráðs heilsuvanda, sex vegna langvinnra vandamála. Alls voru 16 djúpviðtöl greind í þemu og túlkuð.

Niðurstöður: Meðrannsakendur þurftu að takast á við áhrif bráðra og langvinnra sjúkdóma og töldu að geta þeirra til að komast af væri mjög tengd þeirra eigin persónuleika og fyrri reynslu. Tilvistarkreppu mátti greina þegar meðrannsakendur þurftu að aðlagast nýrri sjálfsmynd ef sjúkdómur eða slys hafði breytt séreinkennum þeirra, en halda um leið í sitt gamla hlutverk sem persóna og fjölskyldumanneskja. Meðrannsakendur þurftu einstaklingshæfða umönnun í umhyggjusömu meðferðarsambandi, andlegan stuðning frá fjölskyldu, jafningjum og starfsfólki, að upplifa öryggi í umhverfi, þar sem aðstoð, hjálp og nærvera var til staðar. Að lokum þurftu meðrannsakendur markvissa og áframhaldandi umönnun.

Tilgangur fyrirbærafræðilegra rannsókna er að fá innsýn í reynslu og var þeim tilgangi náð með þessari rannsókn, með tilliti til reynslu af endurhæfingu. Engar alhæfingar verða gerðar út frá niðurstöðunum þar sem reynsla hvers meðrannsakanda er einstök. Niðurstöðurnar gefa þó vísbendingar um hvað er líklegt til að hjálpa og/eða tefja árangur í endurhæfingu.


V 16 Virk meðferð á eyrnabólgu í rottum með rokgjörnum efnum í ytra eyra


Karl G Kristinsson1,2, Anna B. Magnúsdóttir3, Hannes Petersen1,3, Ann Hermansson4

1Læknadeild HÍ, 2sýklafræðideild og 3hálss-, nef- og eyrnadeild Landspítala, 4háls-, nef- og eyrnadeild Háskólans í Lundi, Svíþjóð


karl@landspitali.is


Inngangur: Bráð eyrnabólga er venjulega meðhöndluð með sýklalyfjum og er hún algengasta ábending sýklalyfjagjafar hjá börnum. Hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi hjá helstu sýkingarvöldunum er farið að valda vaxandi vandamálum. Ilmkjarnaolíur eru rokgjarnar og hafa góða sýkladrepandi verkun. Markmið okkar var að kanna virkni þeirra í ytra eyra við meðferð á eyrnabólgu.

Efniviður og aðferðir: Virkni Ocimum Basilicum (OB, basilolíu) og blöndu af innihaldsefnum tiltekinna ilmkjarnaolía (thymol, carvacrol og salicylaldehyde) var borin saman við virkni lyfleysu (ólífuolíu). Efnunum var komið fyrir í úteyrað á rottum sem sýktar höfðu verið í miðeyra með pneumókokkum eða Haemophilus influenzae. Efnin voru gefin tvisvar á dag í tvo daga og fylgst með ástandi miðeyra með eyrnasmásjá og ræktunum.

Niðurstöður: Samkvæmt eyrnasmásjárskoðun læknaði OB 81% (13/16) rottnanna sem voru sýktar með H. influenzae, í samanburði við aðeins 5,6% (1/18) þeirra sem fengu lyfleysu (p<0,0001). Jafnframt löguðust mun fleiri rottnanna sem höfðu verið sýktar af pneumókokkum af OB en lyfleysu (49%, 23/47 miðað við 14%, 4/29, p=0,0005). Blanda innihaldsefnanna var virkari við lækningu á pneumókokkaeyrnabólgu en OB (15/20, 75% miðað við 2/34, 6%, p<0.0001), en hélt samt góðri virkni gegn H. influenzae eyrnabólgu (20/36, 56% miðað við 1/18, 5,6%, p=0,0003). Ræktunarniðurstöður gáfu ekki óyggjandi niðurstöður nema fyrir H. influenzae sýktar rottur, þar sem OB-meðferð leiddi til bakteríuupprætingar í öllum tilfellum, á móti aðeins hjá 25% þeirra sem fengu lyfleysu.

Ályktanir: Ilmkjarnaolíur í úteyra rotta er virk meðferð við bráðri miðeyrnabólgu. Slík meðferð gæti komið í staðinn fyrir sýklalyfjameðferð í meðferð manna með bráðar miðeyrnabólgur.


V 17 Hönnun og prófun aðferðar til að vakta meðferð aftaugaðra rýra vöðva


Jónína Lilja Pálsdóttir¹,², Þórður Helgason¹, Jón Atli Benediktsson², Páll Ingvarsson³, Sigrún Knútsdóttir³, Vilborg Guðmundsdóttir³, Stefán Yngvason³

¹Rannsóknar- og þróunarstofa Landspítala, ²verkfræðideild HÍ, ³endurhæfingardeild Grensás Landspítala


thordur@landspitali.is


Inngangur: Markmið verkefnisins er að þróa aðferð til að mæla hreyfieiginleika hnjáliðar og vöðva tengda honum. Aðferðina á að nota til að fylgjast með raförvunarmeðferð á aftauguðum og þar af leiðandi oft mjög rýrum vöðvum. Rýrnun vöðvanna er afleiðing af notkunarleysi vegna tauga­skerð­­ing­arinnar. Verkefnið er hluti Evrópuverkefnisins RISE og markmið þess er að endur­heimta massa og kraft aftaugaðra vöðva til að sjúklingar geti staðið upp og staðið á eigin fótum með stuðningi grindar. Raförvunarmeðferð fyrir aftaugaða vöðva var þróuð innan RISE-verkefnisins sem er eina þekkta leiðin til að endurheimta fyrri stærð og kraft vöðvanna.

Efniviður og aðferðir: Á tveggja ára tímabili voru mælingar voru gerðar með kvikmyndun og úrvvinnslu, það er án snert­ingar, á þremur þverlömuðum sjúklingum. Markmiðið var að prófa hvort hægt væri að lýsa kerfinu, það er hné með vöðvum, með annarar gráðu afleiðujöfnu. Kanna átti hvort að kenni­stærðir jöfnunnar gæfu mynd af hreyfieiginleikum vöðvanna ásamt hnjálið sem breytast þegar vöðvarnir vaxa. Sjúklingar sátu á bekk og sveiflur neðri fótleggjar um hnjálið voru unnar úr kvikmyndum bæði fyrir slaka vöðva og fyrir vöðva raförvaða í fullan samdrátt. Líkanið var síðan aðhæft sveiflunum.

Helstu niðurstöður: Eftir að hafa bætt við tveim nýjum kennistærðum lýsti annarrar gráðu líkanið sveiflunum vel. Hreyfi­eiginleikar lærisvöðva voru fengnir með dempunarstuðli og fjaðurstuðli kerfisins, það er aðallega vöðvanna. Breytingar stuðlanna á þessu tveggja ára tímabili reyndust vera í samræmi við aðrar mælingar eins og CT myndir og klínískt mat á ástandi sjúklinga.

Ályktanir: Þessi greining og reikningar á dempunar- og fjaðurstuðli læris hafa mikið gildi við vöktun raförvunar­meðferðar aftaugaðra og rýra vöðva. Aðferðin er handhæg og auðveld í notkun sem ætti að auka klínískt gildi hennar.


V 18 Prófun á réttmæti og áreiðanleika á íslenskri þýðingu Expanded prostate cancer index composite-short form (EPIC-26); sérhæfðu mælitæki til að mæla lífsgæði karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein


Guðrún Sigurðardóttir1, Sigríður Gunnarsdóttir1,2, Jón Hrafnkelsson1, Nanna Friðriksdóttir1,2

1Landspítali, 2


gudrusig@landspitali.is

Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta réttmæti og áreiðanleika íslensku þýðingarinnar á spurningarlistanum “Expanded Prostate Cancer Index-Short Form” (EPIC-26). Samhliða fengust upplýsingar um lífsgæði þessa hóps.

Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur til 342 manna og fengust svör frá 177 (52%) þátttakendum með EPIC-26, spurningum um hvernig var að svara EPIC-26, SF-36 heilsukönnun, “International Index of Erectile Dysfunction” (IIEF-5) og bakgrunnsspurningum.

Niðurstöður: Meðalaldur (SF) þátttakenda var 73,06 (8,01) ár (aldursbil 55-93) og 86% voru giftir eða í sambúð. Meðaltími frá greiningu voru 26,64 (12,78) mánuðir. Meirihluti mannanna 73 (41%) hafði gengist undir aðgerð, 32 (18%) höfðu fengið geislameðferð, 40 (22%) höfðu verið meðhöndlaður með hormónum eingöngu og 14 (8%) voru einungis í eftirliti.

Ályktanir: Niðurstöður með mælingum SF-36 benda til þess að heislutengd lífsgæði þessa hóps séu nokkuð góð. Þó kann að vera að líkamleg virkni verði fyrir áhrifum af sjúkdómi og meðferð. Sjúkdómssértæk lífsgæði voru mæld með EPIC-26 og IIEF-5. Áhrif virðast vera mest á kynlíf. Ekki virtust vera mikil áhrif á starfsemi þvagfæra og þarma.

Tengsl voru á milli aldurs, tíma frá greiningu, útbreiðslu sjúkdóms, heilsu fyrir greiningu, fjölda annarra sjúkdóma, meðferðar og menntunar og niðurstaðna EPIC-26.V 19 Nuss-aðgerð, nýjung í meðferð trektarbrjósts


Bjarni Torfason1,2, Tómas Guðbjartsson1,2

1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild HÍ


bjarnito@landspitali.is


Inngangur: Trektarbrjóst (pectus excavatum) er algengur meðfæddur galli sem sést hjá 1/1000 barna. Þar til nýlega var beitt opnum brjóstholsskurði til að lagfæra trektarbrjóst og voru þetta allstórar aðgerðir og fylgikvillar algengir. Einnig var reynt að notast við sílikonfyllingu en margir sjúklingar fengu óþægindi frá fyllingunni. Nuss-aðgerð er ný meðferð við trektarbrjósti. Aðgerðinni var fyrst lýst fyrir 17 árum og felst í því að sterkum stálboga er komið fyrir aftan við bringubeinið og rétt úr trektinni. Stálboganum er komið fyrir með aðstoð brjóstholssjár og örin eftir aðgerðina eru því hverfandi lítil. Stálboginn er látinn sitja tvö til þrjú ár. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur fyrstu Nuss-aðgerða hér á landi.

Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum sem gengust undir Nuss-aðgerð frá febrúar 2004 til mars 2006. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Allir sjúklingarnir fóru í lungnamynd, tölvusneiðmyndatöku af brjóstholi og hjartalínurit fyrir aðgerð. Sex vikum eftir aðgerðina var lagt mat á útlitslegan árangur aðgerðanna af bæði skurðlækni og sjúklingi. Notast var við skala frá 1 (=ófullnægjandi árangur) og upp í 5 (=mjög góður árangur).

Niðurstöður: Á tímabilinu voru framkvæmdar 14 Nuss-aðgerðir á Landspítala (13 drengir). Meðalaldur var 18,4 ár (bil 14-27). Allir sjúklingarnir voru án einkenna en einn hafði Marfan sjúkdóm og annar alvarlega hryggskekkju. Meðalaðgerðartími var 68 mínútur (bil 40-110) og engir alvarlegir fylgikvillar komu upp í aðgerðunum eða eftir þær. Tveir sjúklingar fengu lungnabólgu og aðrir tveir loftbrjóst. Árangur var metinn mjög góður í 10 tilfellum (71%) og góður í fjórum tilfellum (29%).

Ályktanir: Nuss-aðgerð er örugg og fljótleg aðgerð við trektarbrjósti sem skilur eftir lítil ör. Aðgerðin leysir af hólmi allstóra opna aðgerð og verður því að teljast fýsilegur kostur sem meðferð við trektarbrjósti hjá börnum og ungu fólki.V 20 Rannsókn á örveruflóru í tannholdi með 16S rRNA greiningu


Árni R. Rúnarsson1,2, Viggó Þ. Marteinsson2, W. Peter Holbrook1

1Tannkæknadeild HÍ, 2Prokaria


arr3@hi.is


Inngangur: Í þrálátum tannholdssýkingum er að finna flókna og fjölbreytta flóru baktería. Erfitt getur reynst að skoða flóruna með hefðbundnum ræktunaraðferðum og þá sérstaklega breytingar sem verða á flórunni þegar sjúkdómseinkenni koma í ljós. Síðastliðinn áratug hafa framfarir í sameindalíffræði gefið betri sýn á, og gert mönnum kleift að endurmeta þá bakteríuflóru sem tengd er sýkingum í tannholdi.

Efniviður og aðferðir: Markmið rannsóknarinnar var að kanna fjölbreytileika baktería í tannholdi íslenskra sjúklinga með tannholdsbólgu og nýta til þess sameindalíffræðilegar aðferðir. Sýni voru tekin úr tannholdspokum hjá þremur einstaklingum með krónískar bólgur í tannholdi. Greining var gerð á sýnunum með því að magna upp 16S rRNA gen með altækum PCR vísum. PCR afurðirnar voru svo klónaðar og raðgreindar.

Niðurstöður: Alls voru 373 klónar raðgreindir og gáfu niðurstöður raðgreininga 62 mismunandi bakteríutegundir. Flestar tegundirnar sem greindust eru ræktanlegar en þó voru til staðar nokkrar raðir bakteríutegunda sem ekki eiga þekkta ræktanlega kandídata. Mest var af tegundunum Streptococcus constellatus, S. intemedius, Selenomonas sputigena og Peptostreptococcus micros. Líklegir sýkingavaldar eins og Fusobacterium nucleatum, Atopobium sp. og Actinomyces sp. voru einnig til staðar í sýnunum. Aftur á móti voru tegundir eins og Prevotella sp. Porphorymonas gingivalis og Aggregatibacter actinomycetemcomitans, sem ávallt eru settar í samhengi við sjúkdóminn, ekki að finna í þessum sýnum.

Ályktanir: Sameindalíffræðilegar aðferðir geta verið gagnlegar til að skoða baktríuflóru í flóknum örveruvistkerfum eins og munnholinu. Slíkar aðferðir gefa góða vísbendingu um samsetningu flórunnar og geta leitt til að áður óþekktir sýkingavaldar finnist.


V 21 Munnvatnsmæling hjá sjúklingum með tannátu, glerungseyðingu og munnþurrk


W Peter Holbrook, Sigurður Rúnar Sæmundsson

Tannlæknadeild HÍ


phol@hi.is


Inngangur: Munnvatnsmæling er notuð í greiningu og mati á tannátu, glerungseyðingu og munnþurrk. Markmið var að skoða niðurstöður úr munnvatnsmælingarprófi hjá sjúklingum til að meta notagildi þessi prófs í sjúkdómsgreiningu.

Efniviður og aðferðir: Sjúklingum (N=223) var vísað í munnvatnsmælingu á árunum 2004-2005. Tilgangur tilvísunar var mat á munnþurrki (N=45), glerungseyðingu (N=88) og tannátu (N=45). Örvuðu munnvatn var safnað í eina mínútu til að meta flæði. Óörvuðu munnvatni var safnað hjá þeim sjúklingum sem vísað var vegna munnþurrks. Stuðpúðavirkni (buffer capacity) munnvatns var mælt með DentoBuff® strimlum; pH var mælt með sýrumælingarstrimlum (Whatman). Talning á fjölda S. mutans og lactobacilli var gerð með hefðbundinn aðferð.

Niðurstöður: Meðaltöl og staðalfrávik voru eftirfarandi:Örvað flæði mL/mín

Buffer cap. pH

pH

S. mutans/mL

Lactobacilli/ mL

Munnþurrkur

N=90

0,9

(0,7)

4,7

(0,8)

6,6

(0,8)

105/

(1,6)

103,4/

(2,0)

Glerungseyðing

N=88

1,7

(0,8)

5l4 (0,7)

7l5

(0l7)

104,8/

(1l6)

102,3/

(2,2)

Tannátu

N=45

1,5

(0,9)

5,2

(0,8)

7,0

(0,9)

105/

(1,8)

103,6/

(1,9)


Óörvað flæði hjá sjúklingum með munnþurrkseinkenni var að meðaltali 89(135)µL/mín. Marktækt fleiri munnþurrkssjúklingar höfðu lága stuðpúðavirkni (pH4) en sjúklingar með tannátu (P<0,01) eða glerungseyðingu (P<0,001). Marktækt lægri meðaltals-pH-gildi mældust í munnþurrkssjúklingum en þeim með glerungseyðingu (P<0,01). Enginn marktækur munur fannst á milli sjúklingarhópa með tilliti til fjölda S. mutans, en mikill breytileiki fannst milli einstaklinga. Fjöldi Lactobacillus tegunda var marktækt lægri hjá sjúklingum með glerungseyðingu en meðal þeirra sem voru með munnþurrk eða tannátu.

Ályktanir: Munnvatnsmælingarpróf má nýta til að skipuleggja tannvernd fyrir einstaklinga. Magn munnvatns og gæði þess er oft mjög ábótavant í munnþurrkssjúklingum.V 22 Streptococcus mutans stofnar sem einangraðir hafa verið úr sýnum einstaklinga með tannskemmdir og án tannskemmda


W. Peter Holbrook1, Árni R. Rúnarsson1, RL Gregory2, Z. Chen2, J. Ge2

1Tannlæknadeild HÍ, 2Indiana University School of Dentistry, Indianapolis, USA


phol@hi.is


Inngangur: Streptoccus mutans stofnar sem einangraðir hafa verið úr sýnum einstaklinga með tannskemmdir (CA) annars vegar og úr einstaklingum sem ekki hafa tannskemmdir (CF) hins vegar, hafa verið rannsakaðir út frá mögulegum breytileika í sýkingarmætti þeirra. Áður hafði verið sýnt fram á að 16 þessara S.mutans stofna eru breytilegir hvað varðar viðloðunarhæfni við apatít og losun á kalsíni úr apatíti við ræktun . Efniviður og aðferðir: Frekari rannsóknir voru gerðar á stofnasafninu í þeim tilgangi að kanna nánar þann mun er virtis vera á stofnunum. Bacteriocin virkni var könnuð með stab-inoculation á hverjum stofni fyrir sig í pour-plates sem innihéldu, annars vegar alla þá stofna sem til skoðunar voru og hins vegar 25 einangraða stofna af oral streptókokkum og öðrum örverum. Skoðun með rafeindasmásjá á CA og CF stofnum voru framkvæmdar með neikvæðri litun, til að kanna hvort svokallaður “fuzzy coat” væri til staðar. Framkvæmd var mótefnalitun fyrir rafeindasmásjárskoðun með mótefni gegn fimbríum og gulllitun til að kanna hvort CA og CF stofnar væru ólíkir með tilliti til gerðar ytra lags.

Niðurstöður: Þrátt fyrir að CA stofnar hafi sýnt meiri bacteríócín hindrun á vexti annarra mutans streptókokka (3,4 niðað við 1,2 stofnar; p<0,01), þá voru CF stofnarnir virkari gegn öðrum munnbakteríum (88/126 miðað við 59/126 próf; p<0,001). Auk töluverðs breytileika á milli stofna var skýr tilhneiging til þess að CF stofnar hefðu þykkari “fuzzy coat” (P=0,057) samanborið við CA stofna. Nánast allir stofnarnir sýndu gullbindingu á þessu ytra lagi og lítill munur var á CA og CF stofnum.

Ályktanir: Skýr munur virðist vera á útliti og hegðun á milli S. mutans stofna en þó er ekki með öllu ljóst hvernig sá munur hefur áhrif á virkni þeirra í tannátu.


V 23 Mónókaprín við candidasýkingum í munnholi


W. Peter Holbrook1, Mafalda Soto2, Skúli Skúlason2,3, Þórdís Kristmundsdóttir2

1Tannlæknadeild og 2lyfjafræðideild HÍ, 3Líf-Hlaup ehf.


thordisk@hi.is


Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að 1-mónóglýseríð af kaprínsýru, mónókaprín, er virkt gegn hjúpuðum veirum, sumum bakteríum og sveppum. Slímhúðarbólgur undir gervitönnum af völdum Candida sp. eru algengar hjá öldruðum en í stað fúkkalyfjameðferðar er sótthreinsun góður kostur. Niðurstöður fyrri rannsókna sýndu virkni mónókapríns á Candida og benda til þess að mónókaprín sé vænlegur kostur til að hindra myndun örveruþekju á slímhúð og mætti hugsanlega nota á gervitennur. Einnig kom fram að virknin stóð stutt og að finna þyrfti leið til að viðhalda þéttni mónókapríns í munnholinu. Markmið þessa verkefnis var að þróa aðferð til að koma mónókapríni fyrir í tannfóðringu með það fyrir augum að geta síðan prófað virkni gegn Candida í klínískri rannsókn.

Efniviður og aðferðir: Mónókapríni var blandað saman við vökvahluta tveggja tannfóðringa (Visco-Gel® and Coe Comfort®) áður en dufthluta þeirra var blandað saman við. Eftir að fóðringin hafði harðnað voru hringlaga skífur skornar út. Candida albicans, Candida glabrata og Candida dubliniensis var sáð á Sabouraud agarskálar, mónókaprínskífur settar á yfirborðið og síðan ræktað við 37°C í 48 klukkustundir. Svæði hamningar var mælt með stækkun þvermáls hringja.

Auk þess voru prófaðar skífur með mismunandi þéttni af mónókapríni í vökvarækt af sveppunum. Einnig var mónokaprín í fóðringu dreift yfir miðjar agarskálar og sveppastofnunum sáð á skálarnar, hornrétt á mónókaprín röndina.

Niðurstöður: Mónókaprín hindraði vöxt allra sex sveppastofnanna en Candida glabrata sýndi minnsta næmni. Flæði mónókapríns inn í ætið var ekki nægilegt til að hindra vöxt en árangur náðist þegar sveppum var sáð beint á mónókaprín.

Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að ástæða sé til að kanna virkni mónókapríns gegn sveppasýkingum í munnholi í klínískri rannsókn.


V 24 Svefntengd svitnun hjá kæfisvefnssjúklingum: áhætta á hjarta- og æðasjúkdómum og dagsyfja


Erna Sif Arnardóttir1, Björg Þorleifsdóttir2, Eva Svanborg3, Ísleifur Ólafsson 4, Þórarinn Gíslason1

1Lungnadeild Landspítala, 2 Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 3klínísk taugalífeðlisfræðideild háskólasjúkrahús Linköping, Svíþjóð, 4rannsóknarstofa Landspítala


ernaar@hi.is


Inngangur: Svefntengd svitnun er algeng kvörtun sjúklinga með kæfisvefn. Slík svitnun hverfur oft klínískt við árangursríka meðferð með svefnöndunartæki (CPAP). Þetta einkenni kæfisvefns hefur hins vegar lítið verið rannsakað. Við kynnum hér frumniðurstöður rannsóknar á svefntengdri svitnun fyrir og eftir CPAP meðferð.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur, heilbrigðir karlmenn með þekktan kæfisvefn fóru í fulla svefnrannsókn og jafnframt var skráð rafvirkni í húð (electrodermal activity, EDA) til að mæla svitnun. EDA stuðull (EDA-atburðir/klst. svefns) var reiknaður, þar sem >50 V útslagsbreyting á húðspennu í >1,5 sek. taldist atburður. Blóðsýni voru tekin kvölds og morgna til mælinga á high-sensitivity C-reactive protein (hs-CRP).

Niðurstöður: Tíu kæfisvefnssjúklingar (49 ára±10 ár (meðaltal±SD)) hafa verið rannsakaðir fyrir og eftir þriggja mánaða CPAP meðferð. Meðalfjöldi öndunarhléa á klukkustund lækkaði úr 42±11 í 3±3 við meðferð. Hjá átta sjúklingum lækkaði EDA stuðull marktækt við meðferð (frá 123±94 til 37±44, p=0,003) en hækkaði hjá tveimur sjúklingum (frá 88±46 til 185±30). Fylgni var á milli lækkunar á díastólískum blóðþrýstingi á CPAP og EDA stuðuls (r=0,86; p=0,001 og r=0,62; p=0,06 fyrir kvöld- og morgungildi blóðþrýstings). Einnig varð samtímis lækkun á EDA stuðli og hs-CRP við meðferð (r=0,69; p=0,04). Þrír sjúklingar voru með EDA stuðul >100 eftir meðferð, þeir hinir sömu sem enn lýstu óeðlilegri dagsyfju (sasmkvæmt Epworth Sleepiness Scale) og höfðu verstu svefngæðin (heildarsvefntími/tími rúmliggjandi) í hópnum.

Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að svefntengd svitnun sé tengd þáttum sem auka áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum í kæfisvefnssjúklingum. Svefntengd svitnun er einnig sterkt tengd dagsyfju sjúklinga, og endurspeglar mögulega átónomískar örvökur í svefni.V 25 Greining örblæðinga í heila með segulómun og segulnæmum myndaröðum í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar


Sigurður Sigurðsson1, Ágústa Sigmarsdóttir1, Ólafur Kjartansson1, Bryndís Óskarsdóttir1, Thor Aspelund1, Lenore Launer2, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir1, Pálmi V. Jónsson1, Mark A. Buchem3, Guðný Eiríksdóttir1, Vilmundur Guðnason1

1Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA, 3háskólasjúkrahúsið í Leiden, Hollandi


Sigurdur@hjarta.is


Inngangur: Örblæðingar (ÖB) eru venjulega greindar með segulnæmum T2*-vigtuðum myndaröðum í segulómun (SÓ). Greiningaröryggi getur tengst segulnæmni myndaraðanna sem eru af mismunandi gerðum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort GRE-EPI myndaröð með stuttum TE tíma eða b0 SE-EPI myndaröð hafi meiri hæfni til greiningar á örblæðingar í heila heldur en GRE-EPI myndaröð með löngum TE tíma.

Efniviður og aðferðir: Samtals 52 einstaklingar (meðalaldur 79,4±5,7 ár), þar af 29 greindir með örblæðingar og aðrir 25 tilviljunarkennd valdir, tóku þátt í rannsókninni sem var hluti af annarri stórri hóprannsókn. Myndirnar voru teknar með 1,5 Tesla segulómtæki. Kontrast-suð-hlutfall (contast-to-noise ratio, CNR) var mælt fyrir hverja örblæðingu á myndaröðunum lýst hér að ofan. Þá var næmni og sértækni greiningar örblæðingar fyrir allar myndaraðirnar einnig mæld með því að bera niðurstöður saman við niðurstöður fengnar með viðmiðunarmyndaröðum (gull-standard) sem samanstóð af GRE-EPI myndaröð með löngum TE saman með FSE T2-vigtaðri myndaröð. Niðurstöður úrlesturs byggðust á samhljóða áliti tveggja einstaklinga sem lásu úr myndunum.

Niðurstöður: Samtals 163 örblæðingar voru greindar í 30 einstaklingum með viðmiðunarmyndaröðunum. Meðal-CNR í örblæðingum, greindum með GRE-EPI með löngum TE var 12,5±6,0, með GRE-EPI með stuttum TE 10,2±6,3 og með b0 SE-EPI -2,4±7,6. Munur í CNR á milli myndaraðanna var marktækur (p<0,05). Næmni myndaraðanna fyrir greiningu örblæðingar var 91%, 92% og 51% og sértækni 96%, 97% og 96% miðað við þá röð myndaraða sem nefnd er að ofan.

Ályktanir: Hæfni GRE-EPI myndaraðarinnar með langan TE í greiningu örblæðingar var hæst þar sem hún gaf af sér hæsta meðal-CNR og sambærilega næmni og sértækni miðað við GRE-EPI með stuttum TE. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það á ekki að nota b0 SE-EPI myndaraðir í skimun á örblæðingum.


V 26 Samband minnisskerðingar og innilokunarkenndar í segulómrannsóknum á heila


Sigurður Sigurðsson1, Lenore Launer2, Mi Ran Chang1, Thor Aspelund1, María K. Jónsdóttir1, Grímheiður F. Jóhannsdóttir1, Bylgja Valtýsdóttir1, Guðný Eiríksdóttir1, Vilmundur Guðnason1

1Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA


Sigurdur@hjarta.is


Inngangur: Talsverð takmörkun segulómunar tengist óloknum rannsóknum vegna kvíða eða innilokunarkenndar (IK) einstaklinga sem þurfa á segulómun að halda. Rannsóknir á þáttum sem geta haft áhrif á innilokunarkennd samfara segulómun geta hjálpað til að koma auga á einstaka hópa fólks sem þyrfti að undirbúa sérstaklega fyrir segulómrannsóknir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna samband innilokunarkenndar einstaklinga sem fara í segulómun af heila og minnisskerðingar í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar.

Efniviður og aðferðir: Samtals 802 karlar og 1.100 konur (meðalaldur 76±6 ár) tóku þátt í rannsókninni og voru bókuð í segulómun (SÓ) af heila. Innilokunarkennd var skilgreind sem orsök þess að þátttakendur neituðu að hefja rannsókn eða gáfust upp áður en rannsókn var lokið án þess að hafa aðrar frábendingar við segulómun. Minnisskerðing var ákveðin ef einstaklingarnir í úrtakinu reyndust með minnisprófin MMSE (Mini Mental State Examination score) ≤23 eða DSST (Digit Symbol Substitution Test score) ≤17. Aðhvarfsgreining var notuð til að kanna samband innilokunarkenndar og minnisskerðingar eftir að hafa leiðrétt fyrir aldri, kyni, menntunarstigi, kviðarummáli og hreyfifærni.

Niðurstöður: Af 1902 þátttakendum í rannsókninni luku 4,7% (n=90) ekki segulómun vegna innilokunarkenndar og 18% (n=340) greindust með minnisskerðingu. Af þessum 90 sem ekki luku við segulómun, reyndust 24,4% (n=22) vera með minnisskerðingu. Einstaklingar með innilokunarkennd reyndust með marktækt meiri minnisskerðingu en þeir sem ekki voru með innilokunarkennd (OR=2:1; 95%CI: 1,2-3,8; p=0,008).

Ályktanir: Á meðal þeirra sem ekki luku við segulómun vegna innilokunarkenndar voru hlutfallslega marktækt fleiri með minnisskerðingu. Sérstakur undirbúningur fyrir minnisskerta einstaklinga gæti dregið úr fjölda óframkvæmanlegra segulómrannsókna þar sem orsök er innilokunarkennd.


V 27 Magnbundin greining á aldurstengdum breytingum í heilavef með DWI og MTI segulómun í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar


Sigurður Sigurðsson1, Thor Aspelund1, Ólafur Kjartansson1, Gudný Eiríksdóttir1, Mark A. Buchem3, Lenore Launer2, Vilmundur Guðnason1

1Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA, 3háskólasjúkrahúsið í Leiden, Holland


Sigurdur@hjarta.is


Inngangur: Venjulegar myndaraðir í segulómun (SÓ) hafa verið notaðar til að sýna samband aldurs og rúmmálsbreytinga heilavefs en geta ekki gefið upplýsingar um aðrar breytingar í heilavef. Flæðisvigtaðar myndaraðir (DWI) og segulmagnsflutnings-myndaraðir (MTI) er tækni í segulómun sem annars vegar er næm fyrir flutningi á flæði frumuvökva, en er hins vegar næm fyrir flutningi segulmagns milli sameinda. Þessar myndaraðir hafa verið notaðar til að gefa upplýsingar um smáar breytingar í byggingu heilavefs sem taldar eru endurspegla taugahrörnun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband aldurs og breytinga í heilavef með DWI og MTI.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til 956 einstaklinga (343 karla og 613 kvenna, meðalaldur 75±6 ár). DWI myndir voru endurbyggðar í flæðisstuðulmyndir (ADC) sem lýsa flæðismagni frumuvökva. MTI myndir voru endurbyggðar í myndir (MTR) sem lýsa magni á flutningi segulmagns vatnssameinda til stórsameinda. ADC og MTR myndir voru þá unnar til að gefa þéttleikaföll er samanstanda af ADC og MTR gildum gráa- og hvítavefs heila. ADC- og MTR gildi lesin af föllunum voru borin saman við aldur og kyn með línulegri aðhvarfsgreiningu.

Niðurstöður: Meðal-ADC hækkar marktækt með auknum aldri en meðal-MTR lækkar marktækt með aldri (p<0,001) hjá báðum kynjum. Hámarkshæð ADC þéttleikafalla minnkar marktækt með aldri hjá körlum og konum (p<0,001) en einungis hámarkshæð MTR þéttleikafalla minnkar marktækt með aldri hjá konum (p<0,001) en breytist ekki hjá körlum. Konur reyndust með marktækt hærri hámarkshæð ADC- og MTR þéttleikafalla samanborið við karla (p<0,001).

Ályktun: DWI og MTI sýndi aldurstengdar breytingar í byggingu heilavefs sem eru á annan hátt hjá körlum en konum. Niðurstöðurnar geta leitt til aukins skilnings á áhrifum aldurs á byggingu heila.V 28 Samband öldrunartengdra hvítavefsbreytinga í heila og DWI og MTI segulómunar í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar


Sigurður Sigurðsson1, Thor Aspelund1, Ólafur Kjartansson1, Guðný Eiríksdóttir1, Mark A. Buchem3, Lenore Launer2, Vilmundur Guðnason1

1Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, 3háskólasjúkrahúsið í Leiden, Holland


Sigurdur@hjarta.is


Inngangur: Sýnt hefur verið að aldurstengdar breytingar í byggingu heilavefs tengjast auknu flæði frumuvökva í heilavef greint með flæðisvigtuðum myndaröðum (DWI), en lækkun á flutningi segulmagns á milli sameinda í heilavef greint með segulmagnsflutnings-myndaröðum (MTI) í segulómun (SÓ). Hvítavefsbreytingar (HVB) í heila greindar með segulómun er algeng greining í öldruðum einstaklingum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband magns HVB og DWI- og MTI gilda.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til 956 einstaklinga (343 karla og 613 kvenna, meðalaldur 75±6 ár). HVB voru magngreindar með FLAIR T2-vigtuðum og FSE T2-vigtuðum segulómunarmyndum. DWI myndir voru endurbyggðar í flæðisstuðulmyndir (ADC) sem lýsa flæðismagni frumuvökva. MTI myndir voru endurbyggðar í myndir sem lýsa magni á flutningi segulmagns vatnssameinda til stórsameinda (MTR). ADC og MTR myndir voru þá unnar til að gefa þéttleikaföll er samanstanda af ADC og MTR gildum gráa- og hvítavefs heila. ADC og MTR gildi lesin af föllunum voru borin saman við heildarrúmmál HVB með fylgniprófi (r) (Pearson Partial Correlation). Við útreikninga var leiðrétt var fyrir aldri einstaklinga í úrtakinu.

Niðurstöður: Með auknu rúmmáli HVB hækkar meðal-ADC marktækt hjá körlum (r=0,17; p=0,002) og konum (r=0,21; p<0,0001). Engin marktæk fylgni reyndist á milli HVB og meðal-MTR hjá báðum kynjum. Neikvæð fylgni reyndist á milli aukins rúmmáls HVB og hámarkshæðar ADC þéttleikafalla hjá körlum (r=-0,20; p=0,0002) og konum(r=-0,19; p<0,0001). Fylgni á milli rúmmáls HVB og hámarkshæðar MTR þéttleikafalla var ekki marktæk hjá hvorugu kyni.

Ályktanir: ADC tengist magni HVB í heila á meðan MTR gerir það ekki. Aðrar orsakir en HVB gætu því legið að baki aldurstengingu við MTR.


V 29 Áætluð lækkun geislaskammta með straummótunarbúnaði í tölvusneiðmyndun og samband við líkamsstærð. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar


Sigurður Sigurðsson1, Thor Aspelund1, Guðlaugur Einarsson3, Gyða S. Karlsdóttir1, Agnes Guðmundsdóttir1, Grímheiður Jóhannsdóttir1, Bryndís Óskarsdóttir1, Guðný Eiríksdóttir1, Tamara B. Harris2, Vilmundur Guðnason1

Hjartavernd, 2Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins, Bethesda, USA, 3Geislavarnir ríkisins


Sigurdur@hjarta.is


Inngangur: Aukin þróun í tækni tölvusneiðmyndunar (TS) ásamt meiri meðvitund um vaxandi geislaálag sjúklinga hefur aukið mikilvægi þess að velja rétt tökugildi í tölvusneiðmyndunarrannsóknum. Þessi rannsókn var hönnuð til að áætla lækkun geislaskammta sem næst með straummótunarbúnaði (SMB) í tölvusneiðmyndun í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Eins að kanna hvort áætluð lækkun geislaskammta með straummótunarbúnaði tengist aldri, kyni eða þáttum sem snúa að líkamsstærð.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 1360 einstaklinga (603 karla og 757 kvenna, meðalaldur 76±6 ár) sem fóru í tölvusneiðmyndun af brjóstholi, mjóhrygg, kvið, mjöðmum og læri. Allir voru myndaðir með sömu forstilltu myndatökugildum. Straummótunarbúnaður var notaður í allar mjaðma- og mjóhryggsmyndatökur. Heildarstraumur (mAs) fyrir hverja rannsókn eftir notkun straummótunarbúnaðar var skráður. Hlutfallslegur munur á milli forstilltra heildar-mAs myndatökugilda og heildar-mAs myndatökugilda í lok rannsóknar eftir notkun straummótunarbúnaðar var reiknaður og borin saman við kyn, aldur, hæð, líkamsþyngdarstuðul (BMI) og kviðarþvermál.

Niðurstöður: Lækkun í meðal-mAs gildum reyndist marktækt (p<0,0001) meiri hjá konum (20,2±3,8%) en hjá körlum (18,7±3,7%). Hjá báðum kynjum reyndist marktæk fylgni á milli mAs lækkunar og líkamshæðar (karlar; r=0,22; p<0,0001 og konur; r=0,19; p<0,0001) og líkamsþyngdarstuðull (karlar; r=-0,09; p=0,027 og konur; r=0,22; p<0,0001). Hjá konum reyndist einnig marktæk fylgni mAs lækkunar og aldurs (r=-0,13; p=0,0005) og eins kviðarþvermáls (r=0,28, p<0,0001) en ekki hjá körlum.

Ályktanir: Lækkun mAs með straummótunarbúnaði tengist líkamsstærð á annan hátt hjá körlum en konum sem gefur vísbendingar um mismunandi geislagleypni á milli kynja. Hæð einstaklinga sýndi sterkari fylgni við mAs lækkun samanborið við líkamsþyngdarstuðul og gæti því verið betri til viðmiðunar við val á ákjósanlegum forstillingum á mAs gildum.V 30 ATP í æðaþeli eftir thrombín örvun. Áhrif umhverfisþátta


Brynhildur Thors1, Haraldur Halldórsson1,2, Guðmundur Þorgeirsson1,2

1Rannsóknarstofa HÍ í lyfja- og eiturefnafræði, 2lyflækningadeild Landspítala


brynhit@hi.is


Inngangur: Við höfum lýst áður óþekktri boðleið þar sem thrombín virkjar AMP-örvaðan prótein kínasa (AMPK) í æðaþeli og veldur þannig eNOS fosfórun og NO-myndun. Undanfarið höfum við athugað hlutverk ATP í þessari örvun á AMPK og þar með hugsanlegt hlutverk kínasans LKB1. Við skoðuðum áhrif thrombíns á AMP/ATP hlutfall í æðaþeli ræktuðu mismunandi ræktunaraðstæður, það er í æti 199 eða æti 1640. Helsti munur á ætunum er að æti 199 inniheldur ATP, AMP, adenín, gúanín og xanthín ólíkt 1640.

Efniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja voru ræktaðar uns þær náðu samfellu á ræktunarskálum. Frumurnar voru meðhöndlaðar með thrombíni í ákveðinn tíma og magn ATP og AMP mælt með HPLC og/eða luciferasa mælitækni.

Niðurstöður: Í æti 1640 hafði thrombín ekki marktæk áhrif á ATP í frumunum. Í æti 199 olli thrombín hins vegar greinilegri ATP lækkun (10-12%). Ef æti 199 var meðhöndlað með ecto-ATPasanum apyrasa í eina klukkustund urðu niðurstöðurnar sambærilegar við áhrifin í 1640, það er engin lækkun í ATP. Einnar mínútu meðhöndlun með apyrasa kláraði líka ATP ætisins en þessi stutta meðhöndlun breytti ekki thrombín svarinu, það er thrombín olli ATP lækkun. 2-deoxy glúkósi (sem kemur í veg fyrir að glúkósi nýtist til ATP myndunar) olli lækkun í ATP í báðum ætunum en lækkunin í 1640 var mun minni en í 199 við sama styrk og tíma.

Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna mikinn mun á áhrifum thrombíns á ATP styrk í æðaþelsfrumum eftir ætisaðstæðum sem væntanlega stafar af mismiklu magni púrína í ætunum þó ATP eitt og sér skýri ekki þennan mun. Niðurstöðurnar benda til þess að mismunandi áhrif thrombíns megi rekja til niðurbrotsefna ATP, það er ADP, AMP og adenosíns. Þessi munur sem og áhrif 2-deoxy glúkósa í ætunum tveimur bendir til að í 1640 séu frumurnar betur viðbúnar orkulækkandi áreitum og því lækki innanfrumu-ATP síður í því æti en í æti 199.


V 31 Samræming úrlesturs á stafrænum ljósmyndum til greiningar á handarslitgigt


Guðrún P. Helgadóttir1, Jóhanna E. Sverrisdóttir2, Guðný Eiríksdóttir2, Vilmundur Guðnason2, Helgi Jónsson3

1MS nemi, 22222222Hjartavernd, 3Landspítali


gph1@hi.is


Inngangur: Við greiningu handarslitgigtar hefur verið notast við röntgenmyndir eða klíníska skoðun. Ef hægt væri að greina handarslitgigt af ljósmyndum væri það mikil framför við faraldsfræðirannsóknir.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur í rannsókninni voru tilviljunarkennt úrval 400 einstaklinga sem tóku þátt í AGES rannsókn Hjartaverndar. Teknar voru ljósmyndir og röntgenmyndir af höndum og gerð klínísk skoðun.

Ljósmyndirnar voru teknar á staðlaðan hátt með tilliti til stöðu handar og fjarlægðar frá linsu með Fuji finepix 6800 vél. Dökkt flauel var notað sem bakgrunnur.

Úrlestur ljósmynda var gerður af tveimur lesendum (GPH og HJ). Eftir nokkra samþjálfun voru 124 ljósmyndir lesnar. Hver liður var skoðaður með tiliti til stækkunar á harðvef, afmyndunar og stöðu liðar. Niðurstöður lesenda voru bornar saman og þegar ósamræmis gætti var höfð hliðsjón af röntgenmyndum. Hluti ljósmyndanna var síðan prentaður út með merkingum við hvern lið til að nota sem viðmið. Við athugun á samræmi var notast við Spearman correlation (RS) og “average measure intraclass coefficient”.

Niðurstöður: Í fyrstu var samræmi milli lesenda einungis þokkalegt (moderate) en fór batnandi við endurtekinn samlestur og með notkun viðmiðunarmynda. Sem dæmi má nefna samræmi í fjærkjúkuliðum en þar var RS um 0,6 við fyrsta úrlestur en hækkaði í um 0,75. Í lokin varð samræmið í þessum liðum (mælt með intraclass coefficient) svipað því sem fengist hefur í úrlestri röntgenmynda.

Ályktanir: Fyrstu niðurstöður á úrlestri ljósmynda til greiningar á handarslitgigt lofa góðu. Með samæfingu og notkun kennslumynda virðist hægt að ná svipuðu samræmi og fengist hefur við úrlestur röntgenmynda. Næsta skref rannsóknar er að lesa eftirstandandi 276 ljósmyndir blint. Aðferðin verður síðan borin saman við röntgenmyndir og klíníska skoðun.V 32 Verkir og verkjameðferð skurðsjúklinga á Landspítala-háskólasjúkrahúsi


Lára Borg Ásmundsdóttir1,2, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir1, Herdís Sveinsdóttir1, 2

1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali


herdis@hi.is

Inngangur: Íslenskar og erlendar rannsóknir hafa endurtekið sýnt að sjúklingar hafa talsverða verki eftir skurðaðgerð. Markmið rannsóknar var að kanna algengi verkja hjá skurðsjúklingum og lýsa væntingum til og reynslu af verkjameðferð eftir skurðaðgerð og viðhorfum til verkjameðferðar.

Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 216 sjúklingar sem gengust undir skurðaðgerð á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH) á tímabilinu 6. til 25. febrúar 2006. Gagna var aflað með APS spurningalistanum og var spurt um styrk verkja á tölukvarða frá 0-10 við mismunandi aðstæður og jafnframt um áhrif verkjanna. Við gagnaúrvinnslu var notað lýsandi tölfræði, pearson r- og t-próf. Listinn var lagður fyrir að kvöldi aðgerðadags/daginn eftir aðgerð.

Niðurstöður: Þátttakendur voru 216 (62% þeirra konur) og var meðaldur 54,5 ár. 81% greindi frá verk eftir aðgerð og var meðaltalsstyrkur versta verkjar 5,87 (sd 2,64) og sólarhring eftir aðgerð 4,02 (sd 2,18). Konur greindu frá hærri styrk verkja en karlar (t(109)=2,36; p<0,05) eftir aðgerð. Verkir höfðu áhrif á getu sjúklings sjúklings til að hósta, draga djúpt andann eða hreyfa sig í rúmi, á daglegar athafnir, getu til göngu og á svefn. Áttatíu og fim prósent sjúklinga voru ánægð með verkjameðferð sína. Biðtími eftir verkjalyfjum var stuttur. Upplýsingar um verki eftir aðgerð fengu 73% þátttakenda og um mikilvægi verkjameðferðar 47%. Almennt voru upplýsingarnar gagnlegar eða mjög gagnlegar. Fylgni var á milli verkja fyrir aðgerð við ýmsar breytur rannsóknarinnar.Viðhorf til verkjameðferðar voru frekar íhaldssöm og voru eldri íhaldssamari en yngri.

Ályktanir: Skurðsjúklingar á LSH hafa verki eftir aðgerð sem koma mætti í veg fyrir með bættri fræðslu um verki og verkjameðferð og með betri verkjameðferð. Truflandi áhrif verkja á daglegar athafnir eftir aðgerð getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér og því þarf að taka á vanmeðhöndlun verkja.


V 33 Mynstur öndunarhreyfinga hjá sjúklingum með nýgreint heilablóðfall


Guðbjörg Þóra Andrésdótti, María Ragnarsdótti, Haukur Hjaltason, Elías Ólafsson

Landspítali


gudbjoa@hi.is


Inngangur: Truflanir á öndunarmynstri sjást oft hjá sjúklingum með nýgreint heilablóðfall, fáir hafa rannsakað þetta. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort mynstur öndunarhreyfinga (ferill, form, samhverfa, taktur og tíðni) sjúklinga með nýgreint heilablóðfall sé

1. eins og hjá heilbrigðum einstaklingum,

2. eins, hvort sem heilablóðfallið er í vinstra eða hægra heilahveli.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru einstaklingar sem lagðir voru inn á taugalækningadeild Landspítala vegna bráðaheilalóðfalls á 22 mánaða tímabili (september 2004 – júlí 2006). Aðeins einstaklingar með verulega hreyfiskerðingu voru með. Frábendingar voru: lungnasjúkdómar, hjartabilun, mikið málstol, heilabilun, aðrir sjúkdómar sem truflað gætu færni, heilablóðfall í heilastofni og fyrra heilablóðfall í gagnstæðu heilahveli. Öndunarhreyfingar allra voru metnar með ÖHM-ANDRA sem mælir hreyfingar kviðar og brjóstkassa. Líkamleg geta var metin með MAS-kvarða. Einkenni gaumstols voru metin með stafaútstrikunarprófi.

Niðurstöður: Átján einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Tíu voru með lömun í vinstri líkamshelmingi (meðalaldur 62,2±14,2 ár) og átta með lömun í hægri líkamshelmingi (meðalaldur 65,1±8,9 ár). Meðalöndunartíðni sjúklinga var marktækt örari en heilbrigðra í hvíld (p<0,05). Útslag hreyfinga var marktækt minna hjá lömuðum en heilbrigðum í djúpöndun (p<0,001). Taktur og útslag hreyfinga í hvíldaröndun var regluleg hjá bæði hægri og vinstri lömuðum. Mikið var um óreglu í takti og útslagi hreyfinga í djúpöndun.

Ályktanir: Sjúklingar með heilablóðfall sýndu hærri öndunartíðni og grynnri öndun en heilbrigðir, einkum í djúpöndun. Þetta er mikilvæg vísbending um að mynstur öndunarhreyfinga sé truflað hjá sjúklingum eftir heilablóðfall en frekari athuganir þarf til að draga víðtækari ályktanir.V 34 Samanburður á tjáningu PD-1 ónæmisviðtakans á frosnum einkjarna hvítfrumum úr sjúklingum með rauða úlfa og heilbrigðum einstaklingum


Helga Kristjánsdóttir1,2, Iva Gunnarsson3, Elisabeth Svenungsson3, Kristján Steinsson1, Marta E. Alarcon-Riquelme2

1Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum Landspítala, 2Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Háskólanum í Uppsölum, 3Unit for Rheumatology, Karolinska háskólasjúkrahúsinu Solna


helgak@landspitali.is


Inngangur: PD-1.3A arfgerðinnni hefur verið lýst sem áhættuþætti fyrir rauða úlfa (systemic lupus erythematosus, SLE) og er talin leiða til breyttrar tjáningar PD-1 ónæmisviðtakans, sem gegnir lykilhlutverki í viðhaldi sjálfsþols. Markmið rannsóknarinnar var: A: Að ákvarða aðstæður fyrir ræsingu T-frumna með CD3+CD28 og bera saman tjáningu PD-1 viðtakans á frosnum og ferskum eitilfrumum. B: Bera saman tjáningu PD-1 viðtakans hjá sjúklingum með rauða úlfa og heilbrigðum viðmunarhópi.

Efniviður: Einkjarna hvítfrumur úr íslenskum og sænskum sjúklingum með rauða úlfa og heilbrigðum viðmiðunarhópi.

Aðferðir: Einkjarna hvítfrumur voru einangraðar á þyngdarstigli og ræstar ferskar og/eða frystar með veggbundnu CD3 og óbundnu CD28 í háum (10µg/ml) og lágum styrk (1µg/ml). Eftir 0,24 and 48 klukkustunda ræktun voru frumurnar merktar með flúrljómandi einstofna mótefnum gegn PD-1, CD3, CD4, CD8, CD25 og tjáning yfirborðssameindanna greind í frumuflæðisjá.

Helstu niðurstöður:

A. Stöðlun aðstæðna: Styrkur CD3+CD28 ræsingar og ræktunartími fyrir ferskar og frystar einkjarna hvítfrumur úr viðmiðunarhópi.

    • Ferskar frumur sýna aukna tjáningu PD-1 viðtakans eftir ræsingu með CD3+CD28 í háum og lágum styrk í 24 og 48 klukkustundir.

    • Á grundvelli þessara niðurstaðna voru frosnar einkjarna hvítfrumur ræstar í 48 stundir með háum styrk af CD3+CD28 og fengust sambærilegar niðurstöður við ferskar frumur.

  1. Tjáning PD-1 viðtakans á einkjarna hvítfrumum úr sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi eftir 48 klukkustunda ræsingu með CD3+CD28.

    • Tjáning PD-1 viðtakans var aukin hjá bæði sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi. Samanburður á hópunum sýnir hins vegar að sjúklingar með rauða úlfa hafa marktækt minni tjáningu á PD-1 viðtakanum (p=0,012).

    • Greining mismunandi hópa eitilfrumna sýnir aukna tjáningu PD-1 viðtakans á CD4+CD25+ T-frumum bæði úr sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi og aftur marktækt minni tjáningu hjá sjúklingum með rauða úlfa (p=0,05).

Ályktanir: Ræsing ferskra og frystra einkjarna hvítfrumna með CD3+CD28 í 48 stundir leiðir til sambærilegrar tjáningar á PD-1 viðtakanum á CD4+CD25+ T-frumum. Samanburður á sjúklingum með rauða úlfa og viðmiðunarhópi sýnir marktækt minni tjáningu PD-1 viðtakans hjá hinum fyrrnefndu.V 35 Gagnsemi sextíu og fjögurra sneiða tölvusneiðmyndatækis til greiningar á endurþrengslum í stoðnetum


Sigurdís Haraldsdóttir1, Birna Jónsdóttir2, Sandra D. Steinþórsdóttir3, Jónína Guðjónsdóttir2, Axel F. Sigurðsson1, Kristján Eyjólfsson1 Þórarinn Guðnason1, Sigurpáll S. Scheving1, Ragnar Danielsen1, Torfi F. Jónasson1, Guðmundur Þorgeirsson1, Kristleifur Kristjánsson4, Hákon Hákonarson4, Karl Andersen1

1Hjartadeild Landspítala, 2Læknisfræðileg myndgreining, Domus Medica, 3læknadeild HÍ, 4Íslensk erfðagreining


sigurdis@btnet.is


Inngangur: Stoðnetsísetningum er nú beitt í vaxandi mæli hjá sjúklingum með kransæðaþrengsli. Búast má við endurþrengslum hjá 20-30% þessara sjúklinga en oft reynist erfitt að greina endurþrengsli þar sem ekki er til gott greiningarpróf. Nýlega hafa rutt sér til rúms 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki sem bjóða upp á mun betri myndgæði en eldri tölvusneiðmyndatæki. Markmið rannsóknarinnar var að kanna með hversu miklum áreiðanleika hægt væri að greina endurþrengsli í stoðnetum með 64 sneiða tölvusneiðmyndatæki.

Efniviður og aðferðir: Fimmtíur og fjórir sjúklingar sem gengust undir stoðnetsísetningu voru teknir inn í rannsóknina en sjúklingar með bráða kransæðastíflu og nýrnabilun voru útilokaðir. Sex mánuðum eftir kransæðaþræðingu og stoðnetsísetningu gengust sjúklingar undir tölvusneiðmyndarannsókn og endurþræðing var gerð.

Niðurstöður: Sextán sjúklingar (30%) höfðu stöðuga hjartaöng, 21 sjúklingur (39%) hafði hvikula hjartaöng og 17 sjúklingar (32%) höfðu NSTEMI við komu. Meðaltími frá kransæðaþræðingu að endurþræðingu voru 197 (SD35) dagar en meðaltími frá tölvusneiðmynd að endurþræðingu voru fjórir (SD7) dagar. Næmi tölvusneiðmynda til greiningar endurþrengsla reyndist 27% og sértæki 84%. Jákvætt forspárgildi var 25% og neikvætt forspárgildi 86%. Ef úrtakinu var lagskipt eftir aldri kom í ljós að sjúklingar yngri en 58 ára voru rétt greindir með tölvusneiðmyndatækni í 88% tilfella en sjúklingar eldri en 69 ára í 60% tilfella.

Ályktanir: Tölvusneiðmyndatæknin hafði hátt sértæki og neikvætt forspárgildi og er því gagnleg til að útiloka endurþrengsli. Hjá yngri hópum sjúklinga reyndust niðurstöðurnar áreiðanlegri og tengist sennilega minna kalkmagni í æðum sem getur truflað úrlestur mynda.V 36 Lega innri hálsslagæðar sem áhriftaþáttur fyrir æðasjúkdóma í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar


Lilja P. Ásgeirsdóttir1, Michiel L. Bots2, Harpa D. Birgisdóttir1, Rudy Meijer2, Miran Chang1, Agnes Þ. Guðmundsdóttir1, Guðný Eiríksdóttir1, Tamara Harris3, Vilmundur Guðnason1

1Hjartavermd, 2háskólinn í Utrecht, Hollandi, 3Öldrunarstofnun Bandaríkjanna, Bethesda


Sigurdur@hjarta.is


Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kann hvort að lega innri hálsslagæðar (ICA) hafi áhrif á myndun þrenginga í æðinni.

Efniviður og aðferðir: Ómskoðun ásamt Meijers boga var notuð til að meta þrengingar og skrá niður legu innri hálsslagæðar við mót innri hálsslagæðar, ytri hálsslagæðar (ECA) og meginhálsslagæðar (CCA). Þrengingar í æðinni voru flokkaðar í; engin, lítil, nokkur og mikil og var lega skráð með því að meta undir hvaða horni skipting meginhálsslagæðar í innri hálsslagæð og ytri hálsslagæð sést best. Þykkt intíma- media (CIMT) æðaveggja í meginhálsslagæð var einnig mæld, en það er þekktur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma.

Niðurstöður: Gögn 1.151 þátttakanda (423 karlar og 728 konur) á aldrinum 66-93 ára (meðalaldur 76 ár) voru rannsökuð. Meðal CIMT var 0,96 mm. Meðalstig þrenginga í innri hálsslagæð var 2,14 (SD 1,1). Mikil fylgni var á milli baklægrar /bak-miðlægrar legu innri hálsslagæðar og stærðar þrengingar í æðinni: meðalstig þrenginga var 0,16 hærri (95% CI 0,02-0,32) borið saman við aðrar legur innri hálsslagæðar (leiðrétt var fyrir aldri og kyni). Nánari leiðrétting fyrir reykingum, blóðþrýstingi, hæð, þyngd, kólestróli, þekktum hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki, höfðu ekki áhrif á fylgni: meðalmunur var 0,20 (95% CI 0,05-0,35). Lega innri hálsslagæðar sýndi öfuga fylgni við fjarvegg meginhálsslagæðar og jákvæða fylgni við nærvegg.

Ályktanir: Rannsóknin leiddi í ljós að lega innri hálsslagæðar er stór áhrifaþáttur varðandi æðasjúkdóma í eldra fólki. Þessar niðurstöður eru ótengdar öðrum þekktum áhættuþáttum.V 37 Áhrif vökvagjafar á súrefnisþrýsting í smáþörmum og ristli við kviðarholsaðgerðir


Gísli H. Sigurðsson1,2, Luzius B. Hiltebrand3, Andrea Kurz3

1Svæfinga og gjörgæsludeild Landspitala, 2læknadeild HÍ, 3Department of Anaesthesiology, Washington University, St. Louis, MO, USA


gislihs@landspitali.is


Inngangur: Ófullnægjandi blóðflæði og súrefnisþrýstingur í görnum getur leitt til alvarlegra aukakvilla eftir kviðarholsaðgerðir. Við könnuðum áhrif mismunandi vökvagjafar á súrefnisþrýsting í görnum við kviðarholsaðgerðir.

Efniviður og aðferðir: Tuttugu og sjö svín voru svæfð, lögð í öndunarvél og skipt í þrjá hópa (n=9 í hverjum). Hópur A fékk 3 ml/kg/klst, B 7 ml/kg/klst og C 20 ml/kg/klst af Ringer lausn í æð. Auk þess fengu öll svínin ýmist 30% eða 100% innandað súrefni fyrst og síðar öfugt. Hjartaútfall var mælt með “thermodilution” og súrefnisþrýstingur í vefjum með “microoxymetry” (Licox) í smáþörmum, ristli og í undirhúðarfitu.

Niðurstöður: Blóðþrýstingur (MAP) og hjartaútfall (CO) voru áþekk í hópum A og B en í hópi C voru blóðþrýstingur, hjartaútfall og undirhúðarsúrefnismettun marktækt hærri en í hinum hópunum. Súrefnisþrýstingur í smáþörmum og ristli var áþekkur í öllum hópunum, þrátt fyrir lægri fylliþrýsting, lægra hjartaútfall og minni þvagútskilnað í hópum A og B.

Ályktanir: Mismunandi vökvamagn sem hóparnir þrír fengu meðan á aðgerð stóð virðist ekki hafa haft áhrif á súrefnisþrýsting í smáþörmum og ristli. Þessar niðurstöður benda til að „autoregulation“ á blóðflæði garna sé mjög virkt í heilbrigðum einstaklingum sem gangast undir kviðarholsaðgerðir.


V 38 Efnaskipti í þörmum við lost


Gísli H. Sigurðsson1, Luzius Hiltebrand2, Vladimir Krejci2

1Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala og læknadeild HÍ, 2svæfingadeild Inselspital Háskólasjúkrahúsinu í Bern, Sviss


gislihs@landspitali.is


Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að það er samband milli minnkaðs blóðflæðis í þörmum, fjöllíffærabilunar og dánartíðni hjá bráðveikum sjúklingum. Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna áhrif minnkaðs mesenterial blóðflæðis (SMAF) á smáæðablóðflæði og efnaskipti í þörmum.

Efniviður og aðferðir: Þrettán svín (27-31 kg) voru svæfð og lögð í öndunarvél. Átta þeirra voru útsett fyrir minnkun á SMAF (15% á 30 mínútna fresti) meðan hin fimm voru viðmiðunarhópur. SMAF var mælt með „ultrasonic transit time“ flæðitækni og smáæðablóðflæði í slímhúð og vöðvalagi smáþarma og ristils var mælt með fjölrása leiser Doppler flæðitækni (LDF). PH í slímhúð smáþarma var mælt með tónómetry og efnaskipti (glúkósa, laktat og pyruvat) með míkródíalýsu.

Helstu niðurstöður: Við minnkað SMAF varð smáæðablóðflæði í slímhúð smáþarma mjög ójafnt (herterogenous) þótt það minnkaði ekki að magni til til að byrja með. Þéttni glúkósu í smáþarmavegg minnkaði um nærri helming þegar við 15% minnkun á SMAF (p<0,05) og hélt áfram að minnka við frekari minnkun á SMAF. Aftur á móti fór ekki að bera á hækkun á laktat/pyruvat hlutfalli fyrr en eftir 45% minnkun á SMAF og pH lækkun í slímhúð smáþarma fyrr en eftir 60% minnkun á SMAF. Súrefnisnotkun í þörmum minnkaði og laktat í bláæðablóði þarma hækkaði fyrst eftir 75% minnkun á SMAF.

Ályktanir: Þessi rannsókn bendir til að breytingar á svæðisblóðflæði og smáæðablóðflæði dragi úr truflunum á súrefnisháðum efnaskiptum í þörmum við skort á blóðflæði. Lækkun á glúkósu í þarmavegg þegar við óverulega minnkun á svæðisblóðflæði bendir til að það verði fyrr skortur á efni til brennslu (substrati) en á súrefni við blóðflæðisskort í smáþörmum.


V 39 Tölfræðileg hönnun við örflögurannsóknir


Kristín Bergsteinsdóttir1, Jason C. Hsu2, Jane Chang3, Tao Wang4, Yoonkyung Lee2, Youlan Rao2, Sigríður Valgeirsdóttir5, Magnús Karl Magnússon1, Eiríkur Steingrímsson6

1Landspítali-háskólasjúkrahús, 2The Ohio State University, Columbus, Ohio, USA, 3Bowling Green State University, Bowling Green, Ohio, USA, 4University of South Florida, Tempa, Florida, USA, 5NimbleGen Systems, Reykjavík, 6lífefna- og sameindalíffræðideild HÍ


eirikurs@hi.is


DNA örflögur hafa vakið mikla athygli sem hugsanlegt tæki til notkunar í sjúkdómsgreiningum framtíðarinnar og er vonast til að unnt verði að nota þær til að meta horfur og ákveða meðferð. Margar rannsókninr hafa verið gerðar á tjáningamynstri gena í krabbameinssýnum, en lítil samsvörun hefur reynst vera á milli niðurstaðna rannsóknahópa og erfitt hefur verið að staðfesta tjáningarmynstur tiltekinna sjúkdóma í öðrum þýðum. Nauðsynlegt er því að bæta aðferðir við genatjáningarannsókir til að þær standist tölfræðilegar kröfur um næmni og sértækni (sensitivity and specificity). Við höfum notað örflögur til að sýna að með því að beita tilraunahögun (statistical design) og nota „randomization, replication og blocking“ við framkvæmd genatjaáningarannsókna fæst óbjagað mat á tjáningarmun gena milli sýna (Jason og fl. 2006). Slembiröðun (randomization) kemur í veg fyrir bjögun. Ef staðsetning þreifara á örflögum er ekki slembiröðuð er ekki víst að unnt sé að bera saman niðurstöður sem fást af einni gerð örflaga við aðra gerð örflaga. Endurtekning (replication) leyfir mat á breytileika og „blocking“ eykur næmi samanburðarins með því að fjarlægja áhrif samþættingar (confounding effects). Rannsóknir okkar hafa sýnt að tölfræðileg hönnun eykur næmni og sértækni í genatjáningarannsóknum.

Til að prófa aðferðina okkar á vefjum úr mörgum einstaklingum sem eru í nokkrum ólíkum hópum, notum við mýs með mismunandi stökkbreytingar í microphthalmia transcription factor (Mitf) geninu. Mitf umritunarþátturinn er meðlimur í Myc fjölskyldu basic Helix-Loop-Helix zipper próteina og stjórnar tjáningu margra gena í nokkrum mismunandi frumugerðum. Við munum kynna niðurstöður okkar á greiningu genatjáningar í milta úr Mitf stökkbreyttum músum og eðlilegum músum.V 40 Geta heilbrigðra einstaklinga til að virkja stöðugleikakerfi mjóbaks án þess að virkja ytra hreyfivöðvakerfið


Þorfinnur Andreasen, Guðmundur Þór Brynjólfsson, Þórarinn Sveinsson

Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Lífeðlisfræðistofnun HÍ


thorasve@hi.is


Inngangur: Að kenna einstaklingum að virkja þverlæga kviðvöðvann (stöðugleika vöðvi) án þess að hreyfivöðvakerfi bols sé virkjað er forvörn sem ráðlögð er gegn verkjum í mjóbaki. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort hægt sé með einfaldri fræðslu að kenna heilbrigðum einstaklingum að virkja þverlæga kviðvöðvann án íhlutunar ytri hreyfivöðva bols.

Efniviður og aðferðir: Sextán heilbrigðir einstaklingar, fjórar konur og 12 karlar á aldrinum 20-57 ára, tóku þátt í rannsókninni. Virkni þverlæga kviðvöðvans var mæld með ómsjá en virkni réttivöðva hryggjar, mið-þjóvöðva, beina kviðvöðva og ytri skávöðva kviðar með þráðlausu yfirborðs vöðvarafriti (KinePro). Þátttakendur voru mældir í þremur mismunandi stöðum, í hliðarlegu, í fjórfóta stöðu og í standandi stöðu. Í byrjun fengu þátttakendur stutta fræðslu í að virkja stöðugleikavöðva mjóbaks. Voru þeir síðan beðnir um að virkja þá þrisvar með slökun á milli án þess að virkja ytra vöðvakerfi bols. Hlutfallsleg þykktaraukning var reiknuð fyrir þverlæga kviðvöðvann en hlutfallsleg rafvirkni fyrir ytri hreyfivöðvana.

Niðurstöður: Aukin virkni varð í ytri bolvöðvum (p<0,05), það er í réttivöðva hryggjar (8% aukning; SF: 2%), mið-þjóvöðva (12% ;SF: 4%), beina kviðvöðva 11% (SD: 3%); og ytri skávöðva kviðar (10%; SF: 2%) við samdrátt í þverlæga kviðvöðvanum (0,50 mm (SF: 0,03) miðað við 0,71 mm (SF: 0,09); p<0,05), í öllum líkamsstöðum.

Ályktanir: Heilbrigðir einstaklingar sem fengið hafa stutta kennslu í að virkja þverlæga kviðvöðvann einangrað, ná ekki að spenna hann án íhlutunar ytri bolvöðva.


V 41 Hugbúnaðarviðmót til mælinga á súrefnismettun í æðlingum sjónhimnu


Róbert Arnar Karlsson1, Jón Atli Benediktsson1, Sveinn Hákon Harðarson2, Gísli Hreinn Halldórsson1, Þór Eysteinsson2, Einar Stefánsson2

1Verkfræðideild HÍ, 2augndeild Landspítala


rak@hi.is


Inngangur: Súrefnismettun í æðlingum augnbotna gæti reynst þýðingarmikill mælikvarði á ástand sjónhimnu. Mikilvægt er að þróa aðferð sem augnlæknar geta notað án sérþekkingar á sviði súrefnismælinga. Markmið rannsóknarinnar er að þróa notendavænan hugbúnað, sem getur reiknað út súrefnismettun í æðlingum augnbotna og birt hana sem litakort teiknað á mynd af augnbotninum.

Efniviður og aðferðir: Hugbúnaður velur mælipunkta á blá- og slagæðlingum sjónhimnunnar auk viðmiðunarpunkta rétt utan æðlinganna. Meðaltal mæligildanna er reiknað til þess að meta súrefnismettun æðanna (SatO2). SatO2 gildin eru teiknuð á augnbotnamyndina þar sem mismunandi litir tákna mismunandi gildi á SatO2. Hægt er að velja einstaka æðlinga og sjá SatO2 gildi þeirra. Að lokum birtir hugbúnaðurinn meðaltals SatO2 stærstu bláæðlinga og slægæðlinga sjónhimnunnar og mismun þeirra. Auk þess að geta birt SatO2 gildin myndrænt er einnig hægt að setja gildin í töflu og vista þau til vinnslu í öðrum forritum.

Niðurstöður: Forritið hefur verið notað til þess að birta SatO2 gildi á litakorti, bæði í heilbrigðum og sjúkum augnbotnum. Þegar endurkvæmni (reproducibility) mælinga var prófuð í níu heilbrigðum augum reyndist dreifnistuðullinn (coefficient of variation) fyrir sjálfvirku mæliaðferðina vera 10% (3-18%, meðaltal og bil) fyrir slagæðlinga og 7,2% (2-11%) fyrir bláæðlinga. Þessi gildi eru betri en þau sem fengust við handvirkt val á mælipunktum slagæðlinga 48% (15-139%) og bláæðlinga 13% (7-23%).

Ályktanir: Birting súrefnismettunar æðlinga sjónhimnu á litakorti, sem teiknað er á augnbotnamynd einfaldar til muna mælingar á súrefnismettun og gæti nýst augnlæknum bæði í daglegu starfi og við rannsóknir.


E 42 Áhrif þreytu á rafvirkni í vöðvum neðri útlima og hreyfiferla ökkla og hnés


Elfa Sif Sigurðardóttir, Jóhanna Hólmfríður Helgadóttir, Þórarinn Sveinsson

Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Lífeðlisfræðistofnun HÍ


thorasve@hi.is


Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort finna mætti mun á tímasetningu á rafvirkni óþreyttra og þreyttra vöðva í neðri útlimi við hlaup á hlaupabretti. Einnig að athuga hvort að breytingar yrðu á hreyfiferli hnés og ökkla með tilkomu þreytu við hlaupið.

Efniviður og aðferð: Sex heilbrigðir einstaklingar, þrjár konur og þrír karlar á aldrinum 22 til 25 ára tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendurnir voru látnir hlaupa á hlaupabretti, á hraða sem búið var að ákvarða út frá upphitun hvers og eins, þar til þeir mátu þreytu sína 19-20 á Borg-skala. Notaðar voru fjórar rásir þráðlauss yfirborðs vöðvarafriti (KinePro) til að mæla rafvirknina í fjórum vöðvum neðri útlims vinstra megin á meðan þátttakendur hlupu. Hreyfing þátttakendanna var tekin upp með myndbandvél og hugbúnaðinn KineView notaður til að mæla horn um liðamót í hné og ökkla. Gerðar voru tvær mælingar á hverjum þátttakanda, í upphafi hlaups og svo í lokin þegar þátttakandinn mat þreytu sína 19-20 á Borg-skala.

Niðurstöður: Tímasetningar á rafvirkni vöðvanna sýndu ekki marktækan mun á milli þreytts og óþreytts ástands (p=0,07-0,93). Marktækur munur fékkst á horni ökkla í þreyttu og óþreyttu ástandi þegar hæll mælingarfótar snerti hlaupabrettið (84° (SF 4°) á móti 87° (SF 7°); p=0,02) og einnig fékkst marktækur munur á horni hnés þegar mælingarfótur var í sveiflufasa (88° (SF 16°) á móti 84° (SF 14°); p=0.001).

Ályktanir: Þreyta hefur áhrif á hreyfiferla hnés og ökkla. Þar sem tölfræðilegt afl var lítið í rannsókninn og munur á tímasetningum á rafvirkni vöðvanna var stundum við marktektarmörk gefur rannsóknin vísbendingu um að munur gæti verið til staðar.V 43 Áhrif Humanin til verndunar sléttvöðvafrumna gegn cystatín C mýlildiseitrun


Indíana Elín Ingólfsdóttir, Bjarni Þórisson, Finnbogi R. Þormóðsson

Rannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild HÍ


finnbogi@hi.is


Inngangur: Humanin er 24 amínósýru peptíð sem fannst við skimun á cDNA safni úr heila Alzheimers sjúklings. Það hefur reynst verndandi fyrir taugafrumur gegn beta-próteineitrun og nýlega var sýnt fram á sams konar verndandi áhrif á sléttvöðvafrumur úr heilaæða í rækt. Verndun Humanin hefur reynst mjög sértæk og virðist eingöngu bundin við verndun gegn eituráhrifum mýlildis (amyloid). Arfgeng heilablæðing á Íslandi (HCHWA-I) einkennist af uppsöfnun mýlildis í veggi heilaæðanna, sem myndað er af erfðabreyttu cystatíni C. Sléttvöðvafrumur æðaveggjarins hverfa eftir því sem mýlildið safnast upp og rannsóknir okkar sýna að cystatín C mýlildi, uppleyst úr HCHWA-I heilavef, drepur sléttvöðvafrumur í rækt. Hugmyndin var að kanna hvort Humanin reynist árangursríkt til að vernda sléttvöðvafrumur gegn eituráhrifum cystatín C mýlildis, en reyndist það rétt hefði það styrkt þá hugmynd að cystatín C og beta-prótein mýlildiseitrun sé af sama toga.

Efniviður og aðferðir: Uppleystu cystatín C mýlildi (25 µM) var bætt í sléttvöðvafrumuræktir og síðan reynt að draga úr frumudauða með Humanin í styrknum 100 nM-10 µM. Frumurnar voru síðan litaðar og árangurinn metinn undir smásjá.

Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna enga merkjanlega verndun Humanin gegn eituráhrifum uppleysts cystatín C mýlildis á sléttvöðvafrumum æða í rækt.

Ályktanir: Humanin virðist ekki veita sams konar vernd gegn cystatín C mýlildis eitrun eins og það gerir gagnvart beta-prótein mýlildiseitrun. Þessar niðurstöður benda eindregið til þess að verndunaráhrif Humanin séu sértæk gagnvart beta-prótein mýlildi.

Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannís.


V 44 Vítamín E verndarsléttvöðvafrumur gegn cystatín C mýlildiseitrun

Bjarni Þórisson, Indíana Elín Ingólfsdóttir, Finnbogi R. Þormóðsson

Rannsóknastofa í líffærafræði, læknadeild HÍ


finnbogi@hi.is


Inngangur: Arfgeng heilablæðing á Íslandi (HCHWA-I) einkennist af uppsöfnun mýlildis (amyloid) í veggi heilaæðanna, sem myndað er af erfðabreyttu cystatíni C. Sléttvöðvafrumur æðaveggjarins hverfa eftir því sem mýlildið safnast upp og rannsóknir okkar sýna að cystatín C mýlildi, uppleyst úr HCHWA-I heilavef, drepur sléttvöðvafrumur í rækt. Mýlildismyndandi beta-prótein, sem einkennir aðra arfgenga heilablæðingarsjúkdóma, drepur einnig frumur og nýlegar rannsóknir benda til þess að oxunarálag af völdum mýlildisins sé orsökin. Hugmyndin með þessari rannsókn er að kanna hvort cystatín C mýlildisefnið drepi sléttvöðvafrumurnar á sama hátt. Vitað er að vítamín E verndar frumur gegn oxunarálagi, þannig að ef E vítamín hamlar eituráhrifum cystatín C mýlildis bendir það eindregið til þess að oxunarálag eigi þátt í dauða frumnanna.

Efniviður og aðferðir: Sléttvöðvafrumur úr heilaæðum voru ræktaðar þar til ræktin náði nánast fullum þéttleika og síðan var bætt út í ræktunardiska 25 µM af uppleystu cystatín C mýlildi, einu sér, eða ásamt 50 mg/ml af vítamíni E, en rannsóknir hafa sýnt að það er nálægt hámarksstyrk sem sléttvöðvafrumur þola. Eituráhrifin voru síðan metin undir smásjá eftir að frumurnar höfðu verið hertar og litaðar.

Niðurstöður: Frumniðurstöður okkar sýna afgerandi verndunaráhrif vítamíns E gegn eituráhrifum cystatín C mýlildis á sléttvöðvafrumur.

Ályktanir: Vítamín E veitir nokkra vernd gegn eituráhrifum cystatín C mýlildis og bendir það eindregið til þess að oxunarálag eigi ríkan þátt í dauða sléttvöðvafrumna heilaæðanna af völdum cystatín C mýlildis.

Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Rannís.V 45 Sjálfvirkt mat á gæðum augnbotnamynda


Sveinn Ríkarður Jóelsson1, Róbert Arnar Karlsson1, Gísli Hreinn Halldórsson1, Sveinn Hákon Harðarson2, Aðalbjörn Þorsteinsson3, Þór Eysteinsson2, James M. Beach1, Einar Stefánsson2, Jón Atli Benediktsson1

1Verkfræðideild HÍ, 2augndeild Landspítala, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala


ghh@hi.is


Inngangur: Gæði augnbotnamynda geta ráðið úrslitum hvað varðar áreiðanleika mæliniðurstaðna þegar sjálfvirkri myndgreiningu er beitt. Því er mikilvægt að hægt sé að hafna slæmum myndum áður er sjálfvirk vinnsla hefst. Markmiðið með þessari rannsókn er að þróa aðferð til þess að meta gæði augnbotnamynda sjálfvirkt í tölvu.

Efniviður og aðferðir: Mynd er borin saman við rýrða (degraded) útgáfu af sjálfri sér með því að reikna svokallaðan SSIM-stuðul (Structural Similarity Index). Mynd er rýrð með því að skammta wavelet stuðla myndarinnar (sbr. þjöppun með tapi). Ef mynd tapar hlutfallslega miklum gæðum við þessa þjöppun bendir það til þess að upprunalega myndin sé í háum gæðum. SSIM-stuðullinn er reiknaður út frá breytingum í lýsingu, skerpu (contrast) og byggingu (structure). Þessi stuðull hefur reynst vera í góðu samræmi við greiningu manna á gæðatapi mynda (Zhou Wang et al. IEEE Transactions on Image Processing, vol. 13, no. 4, 2004). Gagnasafn með 625 mismunandi auðkennum var dregið út úr safni 56 mynda sem áður höfðu fengið gæðaeinkunn frá sérfræðingum. Gangnasafnið var metið með því að flokka myndirnar (eða auðkenni þeirra) í lág- og hágæða flokka og þær niðurstöður bornar saman við einkunnirnar sem sérfræðingarnir höfðu gefið myndunum.

Helstu niðurstöður: Með því að nota gæðatengd auðkenni var 56 myndum skipt í hágæða og lággæða myndir Flokkunarnákvæmnin var 87-100%, miðað við mat sérfræðinga.

Ályktanir: Við höfum þróað aðferð sem metur gæði augnbotnamynda og matið er í góðu samræmi við skoðun sérfræðinga á myndunum.V 46 Á vaktinni - með sveigjanlegum stöðugleika


Hildur Fjóla Antonsdóttir2 Guðbjörg Linda Rafnsdóttir2,3, Herdís Sveinsdóttir1,2, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir2,3

1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2rannsóknastofa í vinnuvernd HÍ, 3heilbrigðis- og rannsóknadeild Vinnueftirlits ríkisins


herdis@hi.is


Inngangur: Sífellt er erfiðara að manna nætur-, helgar- og stórhátíðarvaktir á stofnunum. Samningsaðilar á opinbera vinnumarkaðnum hafa komið sér saman um að finna þurfi leiðir til að mæta þessum erfiðleikum með hag starfsmanna og stofnana í huga. Þessi rannsókn var unnin að frumkvæði samningsaðila með það að markmiði að kanna hvernig vaktavinnufólk lítur á vinnu sína, kosti hennar og galla, og fá þannig hugmyndir um hvers vegna erfitt er að fá fólk til að vinna nætur-, helgar- og stórhátíðarvaktir.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknasnið var eigindleg rannsókn í formi rýnihópsviðtala. Tekin voru viðtöl við fimm rýnihópa og voru þátttakendur sex til átta ásamt tveim spyrlum í hverjum hópi. Þátttakendur voru alls 35, 18 konur og 17 karlar, á aldrinum 22-80 ára. Þeir komu frá hinum ýmsu starfshópum á sviði umönnunar, löggæslu og ýmissa annarra þjónustustarfa. Viðtölin voru tekin upp á segulband, afrituð og greind sameiginlega af höfundum.

Niðurstöður: Viðhorf þátttakenda til ólíkra þátta vaktavinnunnar var margbreytilegt. Það sem einum fannst kostur, fannst öðrum iðulega galli og öfugt. Í máli flestra kom fram að helsti kosturinn við vaktavinnu voru fríin, að geta átt góð frí á milli vaktatarna og að vera í fríi á óhefðbundnum tímum. Gallar vaktavinnu lutu aðallega að skipulagi vakta og fría. Óvissa, óstöðugleiki og örar breytingar á skipulagi vakta voru helstu gallar. Óvissa um vaktarúlluna, til dæmis þegar hún liggur ekki tímanlega fyrir eða þegar hún tekur miklum breytingum frá einu vaktatímabili til annars. Besta kerfinu var lýst sem blöndu af sveigjanleika og stöðugleika. Til þess að gera vaktavinnu yfirleitt eftirsóknaverðari virtist höfuðatriði að efna til samstarfs stjórnenda og starfsmanna á hverjum vinnustað þar sem allir aðilar skoða í sameiningu viðhorf sín til vinnufyrirkomulagsins og hvernig mætti breyta og bæta.

Ályktun: Sveigjanlegur stöðugleiki í uppbyggingu vaktakerfi er það sem stefnt skal að.V 47 Heilbrigði og vaktavinna hjúkrunarfræðinga


Herdís Sveinsdóttir

Hjúkrunarfræðideild HÍ


herdis@hi.is


Inngangur: Niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að samhengi sé á milli þeirrar röskunar sem verður á dægursveiflunni hjá vaktavinnustarfsfólki við heilsufar. Markmið rannsóknarinnar var lýsa og bera saman heilsufar, svefn, veikindi, óþægindi í vinnuumhverfi og starfsánægju hjá kvenkyns hjúkrunarfræðingum sem vinna vaktavinnu.

Efniviður og aðferðir: Úrtak 600 hjúkrunarfræðinga var tekið úr félagaskrá Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Gagna var aflað með spurningalista þar sem meðal annars var spurt um heilsufar, veikindi, gæði svefns, starfsánægju og vinnuumhverfi. Gögnin voru greind út frá tegundum vakta sem hjúkrunarfræðingarnir unnu (einungis dagvaktir, dagvaktir og kvöldvaktir, dag-, kvöld- og næturvaktir). ANOVA og krosspróf voru notuð við greininguna eftir því sem við átti.

Niðurstöður: Enginn munur var á milli þátttakendanna út frá tegundum vakta þegar horft var til veikinda, svefns og starfsánægju. Hjúkrunarfræðingar sem unnu dag-, kvöld- og næturvaktir greindu frá lengri vinnudegi, meiri óþægindum í vinnuumhverfi, að starfið væri líkamlega erfiðara og þeir ættu erfiðara með að stýra vinnuhraða sínum. Heilsufar var almennt gott, þó greindu hjúkrunarfræðingar sem unnu einungis dag- og kvöldvaktir frá því að þeir hefðu oftar einkenni frá meltingarfærum og stoðkerfi samanborið við hina.

Ályktanir: Í heildina voru þátttakendur ánægðir með starf sitt og vaktafyrirkomulag virðist ekki hafa mikil neikvæð áhrif á heilsufar þeirra. Hjúkrunarstjórnendur ættu þó að skoða betur skipulag starfa á næturvöktum og hvíldarfyrirkomulag þeirra sem skipta reglulega af kvöldvöktum yfir á morgunvaktir.


V 48 Af hverju hætta hjúkrunarfræðingar störfum hjá Landspítala-háskólasjúkrahúsi?


Birna G. Flygenring

Hjúkrunarfræðideild HÍ


bgf@hi.is


Inngangur: Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga hefur um árabil verið ein sú mesta sem um getur í nokkurri starfsstétt. Hún er heilbrigðisstofnunum dýr og hefur áhrif á gæði meðferða. Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga á Landspítala hefur verið kringum 10-14% síðustu fimm árin. Er það mun minni velta en var fyrir 20 árum. Samt sem áður er skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa og er þessi starfsmannavelta því of há.

Tilgangur þessarar rannsókna er að kanna helstu ástæður fyrir því að hjúkrunarfræðingar hætta sjálfviljugir störfum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi og viðhorf þeirra til starfsins.

Efniviður og aðferðir: Um var að ræða lýsandi megindlega rannsókn. Spurningalisti var sendur öllum hjúkrunarfræðingum (N=166) sem hættu störfum á árunum 2000-2001. Undanskildir voru þeir hjúkrunarfræðingar sem hættu vegna aldurs. Spurningalistinn samanstóð af völdum spurningum úr mælitæki Price og Mullers (1981), ásamt spurningum frá höfundi. Notaðar voru bæði fjölvalsspurningar og opnar spurningar.

Niðurstöður: Þátttakendur (N =67) nefndu meðal annars óánægju með laun (90%), lítil áhrif á stjórnun (61%), vaktavinnu (55%) og litla möguleika á stöðuhækkun (53%), sem ástæður fyrir því að þeir hættu störfum. Þeir hjúkrunarfræðingar sem starfað höfðu í 6-10 ár nefndu óánægju með starfið marktækt oftar sem ástæðu fyrir að hætta störfum, heldur en þeir sem starfað höfðu lengur eða skemur F(6) =3,61; p<,006. Flestir þátttakendur (92,5%) átti auðvelt með að fá vinnu hjá öðrum vinnuveitanda

Ályktanir: Þættir sem tengjast vinnuumhverfi, svo sem óánægja með laun, vaktavinna, vinnuálag og lítil áhrif á stjórnun, tengjast ákvörðun þáttakenda um að hætta störfum á Landspítala. Hjúkrunarfræðingar búa yfir sérþekkingu, faglegri færni og reynslu og eru þannig dýrmætir starfsmenn. Því er mikilvægt að hlúa að þessum mannauði og stuðla að festu í starfi.V 49 Hjúkrun og öryggi sjúklinga á skurðstofum

Herdís Alfreðsdóttir1, Kristín Björnsdóttir2

2Landspítali Hringbraut, 2hjúkrunarfræðideild HÍ

herdisal@landspitali.is


Inngangur: Í könnun, sem fyrsti höfundur gerði vorið 2003, kom fram að hjúkrunarfræðingar á skurðstofum töldu það meginþátt starfs síns að tryggja og efla öryggi sjúklinga og koma í veg fyrir mistök. Þetta beindi athyglinni að því hvernig stuðlað væri að öryggi sjúklinga á skurðstofum Landspítala-háskólasjúkrahúss, hvernig unnið væri með mistök eða atvik sem upp koma og hvað gæti ógnað öryggi sjúklinga á skurðstofum.

Markmið: 1. Afla þekkingar á því hvernig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum stuðla að öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir og hvað þeir álíta geta ógnað öryggi sjúklinga sem eru í þeirra umsjá. 2. Vinna að bættu öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var eigindleg, gerð með sniði þátttökurannsókna. Gagna var aflað með viðtölum við hjúkrunarfræðinga á tveimur skurðstofum Landspítala og umræðum rýnihópum. Gögn voru greind með túlkandi innihaldsgreiningu og greining einstaklingsviðtala var rædd í rýnihópum.

Niðurstöður: Lýst var þáttum sem styrkja öryggi sjúklinga, svo sem fyrirbyggingu í skurðhjúkruninni, sérhæfðum teymum og góðu samstarfi, en einnig þáttum sem gætu ógnað öryggi og þá fyrst og fremst þáttum sem lúta að skipulagi og vinnuumhverfi, svo sem miklum hraða, auknum kröfum, vinnuálagi, ójafnvægi í mönnun og því að hafa ekki stjórn á aðstæðum. Atvik sem upp hafa komið voru rædd og skoðuð. Í rýnihópum var jafnframt rætt um leiðir til að efla öryggi sjúklinga, svo sem betri upplýsingagjöf fyrir aðgerðir og við afleysingar, ásamt því að ræða hugmyndir um ýmsa þætti er snúa að skipulagi teyma og úrvinnslu atvika.

Ályktanir: Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að með þátttöku hjúkrunarfræðinga sem starfa á deildunum voru greindir þættir í starfsemi þeirra sem styrkja öryggi sjúklinga og ástæða er til að hlúa að, en einnig þættir sem ógna öryggi. Þátttaka hjúkrunarfræðinganna og hugmyndir um umbætur fela í sér tækifæri til markvissra umbóta til að tryggja öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir.V 50 Íslenskir og bandarískir unglingar með astma. Þættir sem hafa áhrif á lífsgæði


Erla Kolbrún Svavarsdóttir1, Brynja Örlygsdóttir1, Patricia V. Burkhart2, Marsha G. Oakley2, Susan Westneat2, Mary Kay Rayens2

1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2hjúkrunarfræðideild Háskólans í Kentucky, Lexington, USA


eks@hi.is


Inngangur: Astmi hefur áhrif á 9% íslenskra barna og 12% bandarískra barna. Takmarkaðar rannsóknir eru til um lífsgæði unglinga með astma. Tilgangur þessarar pílot rannsóknar var að kanna lýðfræðilega, persónubundna, samskipta og sjúkdómsmiðaða þætti sem hafa áhrif á lífsgæði unglinga með astma bæði hér á landi sem og í Bandaríkjunum.

Efniviður og aðferðir: Þessi lýsandi þverskurðarrannsókn innihélt unglinga með astma (N=30; n=15 íslenska unglinga; n=15 bandaríska unglinga) á aldrinum 13-17 ára, sem að stærstum hluta fengu heilbrigðisþjónustu á læknastofum og göngudeildum barna og unglinga í Mið-Kentucky og í Reykjavík. Megnið af úrtakinu voru af evrópskum uppruna. Bandarískir unglingar (47% karlkyns; 53% kvenkyns) voru að meðaltali 14,6 ára (SD=­­­1,5); íslenskir unglingar (73% karlkyns; 27% kvenkyns) voru að meðaltali 15,1 ára (SD=1,5). Sjö spurningarlistar sem mældu breytur á borð við bakgrunnsupplýsingar, þunglyndiseinkenni og astmaspurningar (fjórir þættir mældu áhrif astma á daglegt líf), takmarkanir vegna astmans og lífsgæði, var dreift til unglinganna. Aðhvarfsgreining var notuð til að spá fyrir um lífsgæði unglinga með astma.

Niðurstöður: Hærri þunglyndiseinkenni, fleiri einkenni um að vera félagslega illa staddur/stödd vegna astmans og það að þurfa að takmarka hreyfingu og/eða íþróttaiðkun vegna astmans, spáði marktækt fyrir um lægri lífsgæði meðal unglinganna. Þjóðerni (íslenskir á móti bandarískum) og kyn unglinganna höfðu hins vegar ekki marktæk áhrif.

Ályktanir: Hjúkrunarmeðferðir sem yrðu þróaðar til að minnka þunglyndiseinkenni og félagslega einangrun gætu bætt lífsgæði unglinga með astma. Takmarkanir rannsóknarinnar var lítil úrtaksstærð og spurningalistakönnun sem gæti hafa haft áhrif á réttmæti og áreiðanleika gagnanna.

Þakkir: Rannsóknin var styrkt af Faculty Research Support Grant at the University of Kentucky og Astra Zeneca.V 51 Tilfinningaleg líðan og tengsl heilbrigðra og langveikr íslenskra barna við skólann


Erla Kolbrún Svavarsdóttir

Hjúkrunarfræðideild HÍ


eks@hi.is


Tilgangur: Að meta tengsl barna og tilfinningalega líðan þeirra í skólum meðal 10-12 ára íslenskra barna sem eru heilbrigð eða með langvinna sjúkdóma.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þverskurðarrannsókn þar sem 480, 10 til 12 ára börn (209 drengir og 271 stúlka) og 38 kennarar tóku þátt frá 12 grunnskólum í Reykjavík, sem voru valdir af handahófi. Gögnum var safnað í mars 2004 og stóð gagnasöfnun yfir fram í byrjun júní 2004. Aðhvarfsgreining og óháð t-próf voru notuð til að prófa tilgátur.

Niðurstöður: Stúlkur voru marktækt tengdari skólanum og höfðu marktækt jákvæðari tilfinningaleg tengsl við skólann en drengir. Börn með langvinna sjúkdóma voru marktækt minna tengd skólanum og höfðu marktækt neikvæðari tilfinningaleg tengsl við skólann heldur en heilbrigð börn. Íslensk börn með geðræn (andleg) sjúkdómseinkenni eða námserfiðleika voru marktækt minna tengd skólanum og höfðu marktækt neikvæðari tilfinningaleg tengsl við skólann en skólafélagar þeirra sem voru með langvinna líkamlega sjúkdóma. Mat kennara á félagsfærni barnanna spáði marktækt fyrir um tengsl bæði drengja og stúlkna við skólann sem og tilfinningalegri líðan þeirra í skólanum.

Ályktanir: Nauðsynlegt er að skólahjúkrunarfræðingar sem og aðrir starfsmenn skólann noti forvarnir til að koma í veg fyrir tengslaleysi barna í skólum landsins, sérstaklega meðal 10-12 ára drengja og meðal langveikra barna og þá sérstaklega barna sem eiga við geðræn (andlega) sjúkdómseinkenni og námserfiðleika að stríða.V 52 Fræðslu og stuðningsmeðferð fyrir aðstandendur einstaklinga með átröskun til að styðja fjölskyldumeðlim við bata


Margrét Gísladóttir1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2

1Landspítali, 2hjúkrunarfræðideild HÍ


marggisl@landspitali.is


Inngangur:Eitt til þrjú prósent kvenna eru talin þróa átröskun á aldrinum 14-19 ára og allt að 10% kvenna eru talin þróa átröskunareinkenni. Tilgangur rannsóknarinnar var að hjálpa aðstandendum í stuðningshlutverki í bataferli fjölskyldumeðlims með átröskun.

Efniviður og aðferðir:Í rannsókninni var notað aðlagað tilraunasnið (quasi) með eins hóps fyrir og eftirprófun. Fjölskyldumeðlimir með átröskun höfðu sjúkdómsgreininguna lystarstol, lotugræðgi eða átröskun ekki skilgreind að öðru leyti. Aðstandendur voru foreldrar, makar eða systkini eldri en 18 ára. Veitt var fræðsla og stuðningsmeðferð fyrir 21 þátttakenda í hópum. Stuðst var við Calgary fjölskyldumeðferðarlíkan (Wright og Leahey, 2005). Lagðir voru fyrir spurningalistarnir, “Level of expressed emotion scale” (Cole og Kazarian, 1998), “Family questionnaire” (Wiedemann, Rayki, Feinstein og Hahlweg 2002) og “Anorectic behavior observation scale” (Vanderycken, 1992), fyrir og eftir síðasta meðferðartímann. Lagður var fyrir bakgrunnsspurningalisti um þeirra mat á fræðslu og stuðningsmeðferðinni eftir síðasta tímann.

Niðurstöður:Markæk breyting varð á kvörðunum skilningur í LEE spurningalistanum og matarhegðun, áhyggjur af þyngd og mat og innsæi í sjúkdóm í ABOS spurningalistanum og klínísk breyting varð á öðrum kvörðum í rétta. Aðstandendur voru 80-95% ánægð með fræðsluna, stuðningsmeðferðina og umræðu í tímum og verkefnin virk hlustun, að skrifa og ræða reynslu sína af að vera aðstandandi og að skrifa og ræða breytingar í samskiptum og hefðum.

Ályktanir:Rannsóknin gefur vísbendingar um að fræðslu og stuðningsmeðferð getið komið aðstandendum og fjölskyldumeðlimi með átröskun í bataferli að gagni. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar komi að stuðningi við aðstandendur sem muni skila sér í bata skjólstæðinga með átröskun.V 53 Áhrif sértækrar málþroskaröskunar á vinnsluminni barna, sem greinst hafa með athyglibrest með ofvirkni, blandaða gerð


Sólveig Jónsdóttir¹, Anke Bouma², Joseph A. Sergeant³, Erik J. A. Scherder4

¹Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsviði, ²Department of Clinical and Developmental Psychology, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi, ³Department of Clinical Neuropsychology, Vrije Universiteit, Amsterdam, Hollandi, 4Institute of Human Movement Sciences, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi


solveigjonsd@landspitali.is


Inngangur: Athyglibrestur með ofvirkni (attention-deficit/hyperactivity disorder, ADHD) er algengasta taugaþroskaröskun barna og unglinga. Settar hafa verið fram kenningar um að börn með ADHD séu almennt með skert yrt og óyrt vinnsluminni (verbal and spatial working memory). Eitt megineinkenni annarrar algengrar taugaþroskaröskunar, sértækrar málþroskaröskunar (specific language impairment, SLI), er skert yrt vinnsluminni.

Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif sértækrar málþroskaröskunar á yrt og óyrt vinnsluminni barna, sem greinst hafa með athyglibrest með ofvirkni, blandaða gerð (ADHD-C), samkvæmt DSM-IV.

Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 127 börn, sem vísað hafði verið í taugasálfræðilegt mat á barna- og unglingageðdeild Landspítala. Úr þessum hópi voru valin öll börn, sem greind höfðu verið með ADHD-C og voru á aldrinum átta og hálfs til tólf og háls árs. Hópur barna með bæði ADHD-C og sértæka málþroskaröskun var borinn saman við hóp barna með ADHD-C, sem var með eðlilegan málþroska og hóp heilbrigðra barna. Börnin í hópunum þremur voru á sambærilegum aldri og með sambærilega óyrta greind.

Niðurstöður: Niðurstöður sýna, að börn með ADHD-C og sértæka málþroskaröskun stóðu sig marktækt verr en börn með ADHD-C án málþroskaröskunar og heilbrigð börn á prófum, sem mæla yrt vinnsluminni. Öll börn með ADHD-C bæði með og án sértækrar málþroskaröskunar stóðu sig jafnvel og heilbrigð börn á prófum, sem mæla óyrt vinnsluminni.

Ályktanir: Þær ályktanir eru dregnar, að skert vinnsluminni sé ekki einkennandi fyrir börn með ADHD-C eins og sumir vísindamenn hafa haldið fram, heldur tengist það skertum málþroska. Lögð er áhersla á að skimað sé fyrir málþroskaröskun, þegar rannsóknir eru gerðar á taugasálfræðilegum eiginleikum barna með athyglibrest með ofvirkni.V 54 Hvert er sambandið á milli hegðunarmats og taugasálfræðilegs mats á einkennum athyglibrests með ofvirkni?


Sólveig Jónsdóttir1, Anke Bouma2, Joseph A. Sergeant3, Erik J.A. Scherder4

¹Sálfræðiþjónusta Landspítala, ²Department of Clinical and Developmental Psychology, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi, ³Department of Clinical Neuropsychology, Vrije Universiteit, Amsterdam, Hollandi, 4Institute of Human Movement Sciences, Rijksuniversiteit Groningen, Hollandi


solveigjonsd@landspitali.is


Inngangur: Athyglibrestur með ofvirkni (attention-deficit/hyperactivity disorder, ADHD) er algengasta taugageðröskun barna og unglinga. Helstu einkenni eru skert athygli, hreyfiofvirkni og hvatvísi. Orsakir eru óþekktar, en taugasálfræðilegar kenningar hafa verið settar fram um að ADHD einkennist helst af skertri stjórnunarfærni (executive function, EF). Greining á ADHD byggist yfirleitt á lýsingu foreldra og kennara á hegðun barnsins. Einnig er oftast stuðst við greindarpróf og/eða taugasálfræðileg próf. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að oft er lítil fylgni á milli ADHD einkenna á hegðunarmati foreldra/kennara og frammistöðu á prófum, sem talin eru næm á ADHD einkenni.

Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að athuga sambandið á milli stjórnunarfærni eins og hún er mæld með taugasálfræðilegum prófum annars vegar og ADHD einkenna og tengdri hegðun eins og hún er metin af foreldrum og kennurum hins vegar.

Efniviður og aðferðir: Í úrtakinu voru 43 börn á aldrinum 7-11 ára, sem vísað hafði verið í taugasálfræðilegt mat á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Flest barnanna höfðu áður verið greind með ADHD. Nokkrar mismunandi gerðir stjórnunarfærni voru metnar með taugasálfræðilegum prófum. Einnig voru lögð fyrir greindar- og málþroskapróf. Foreldrar og kennarar fylltu út hegðunarmatslista.

Niðurstöður: Aðhvarfsgreining (regression analysis) sýndi, að skert stjórnunarfærni tengdist marktækt einkennum um þunglyndi (p=0,05) og einkennum um einhverfu (p=0,01), en ekki einkennum um ADHD. Hins vegar spáði slakur málþroski best fyrir háu mati kennara á einkennum um skerta athygli (p=0,02).

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ekki kenningar um að skert stjórnunarfærni sé einkennandi fyrir ADHD. Vísbendingar komu fram um að einkenni um athyglibrest geti í mörgum tilfellum stafað af lélegum málskilningi. Mikilvægt er að meta málþroska barna, sem grunuð eru um ADHD, til að auka líkur á réttri greiningu og viðeigandi meðferð.V 55 Áhættuþættir beintaps í mjöðm hjá 70 ára konum, mikilvægi líkamsþyngdar


Sigríður Lára Guðmundsdóttir1, Díana Óskarsdóttir2,3, Ólafur Skúli Indriðason4, Leifur Franzson4, Gunnar Sigurðsson1,5

1Innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild Landspítala, beinþéttnimælistofa Landspítala, 3nýrnasjúkdómadeild Landspítala, 4erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, 5læknadeild HÍ


gunnars@landspitali.is mariah@landspitali.is


Inngangur: Áhættuþættir beintaps meðal aldraðra eru lítt þekktir. Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtíma beintap á mjaðmarsvæði hjá tvö hundruð tuttugu og fimm 70 ára konum úr Reykjavík.

Efniviður og aðferðir: Meðaltími á milli rannsókna var 5,6 ár. Beinþéttni (g/cm2) var mæld með dual x-ray absorptiometry (DXA). Samband breytinga á beinþéttni á rannsóknartímanum og eftirtalinna þátta var kannað: þyngdar, vöðvamassa og fitumassa við upphaf rannsóknar (mælt með DXA), þyngdarbreytinga, beinumsetningarvísa, hormóna, næringar og lífsstíls samkvæmt spurningakveri.

Niðurstöður: Meðalbeinþéttni minnkaði marktækt meira í lærleggshálsi (-1,22%/ár) en í lærhnútusvæði (trochanter -0,54%/ár) og heildarmjöðm (-0,66%/ár), p<0,01. Fjölþáttaaðhvarfsgreining var gerð sérstaklega fyrir þætti mælda í upphafi (prospective) og í síðari mælingu (retrospective) með tilliti til beinþéttni í lærleggshálsi og lærhnútusvæði. Konur sem héldu eða juku líkamsþyngd sína mældust með litlar eða jákvæðar breytingar á beinþéttni en konur sem töpuðu þyngd mældust með beintap.

Ályktanir: Þyngdartap hjá 70 ára konum var marktækur áhættuþáttur fyrir beintap í mjöðm, sérstaklega í lærhnútusvæði. Niðurstöðurnar benda til að hvetja ætti eldri konur til að viðhalda líkamsþyngd sinni. Þrátt fyrir margar breytur sem kannaðar voru í þessari rannsókn er enn margt óútskýrt varðandi beintap sem verður með hækkandi aldri.V 56 Einmana heima


Gríma Huld Blængsdóttir1, 2, 3, Thor Aspelund3, Pálmi V. Jónsson2, 3

1Heilsugæsla Mosfellsumdæmis, 2Landspítali, 3rannsóknarstofa HÍ og rannsóknastofa Landspítala í öldrunarfræðum


palmivj@landspitali.is


Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að skoða tengsl einmanaleika við andlega, líkamlega og félagslega þætti aldraðra sem nutu heimaþjónustu.

Efniviður og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar var allir sem skráðir voru í heimaþjónustu á fjórum heilsugæslustöðvum í Reykjavík, alls 257 einstaklingar og voru metnir með MDS-RAI HC mælitækinu. Leitað var með fjölþáttagreiningu að sjálfstæðum tengslum við einmanaleika.

Niðurstöður: Einmanakennd upplifðu 20,3%, 18,3% karla á móti 20,9% kvenna, sem er ekki marktækur munur. Ekkjufólk var líklegra til að vera einmana en fólk í hjúskap, p=0,013. Karlar með erfiðleika í almennum athöfnum daglegs lífs (IADL) voru líklegri til að vera einmana. Konur með vitræna skerðingu voru líklegri til að finna til einmanaleika, p=0,022, og voru jafnframt líklegri til að sýna depurðareinkenni, p=0,025.

Konur með fleiri lyf en sex voru líklegri til þess að vera einmana, 79,2% á móti 20,8%, p=0,018. Einmana konur voru og líklegri til að taka sterk geðlyf (p=0,007) en einmana karlar að taka svefnlyf (p=0,046). Af 48 einmana konum mátu 60,4% eigin heilsufar lélegt samanborið við 44,5% af þeim sem ekki voru einmana, p=0,053.

Ekki var samband milli ferða utanhúss og einmanaleika og ekki kom fram munur á tíma formlegrar þjónustu milli þeirra sem voru einmana og ekki einmana. Þegar spurt var um hvort einstaklingur teldi sig betur kominn annars staðar, svöruðu 43,5% kvenna sem fundu til einmanaleika játandi á móti 12,7% kvenna án einmanaleika, p<0,0001. Sambærilegar tölur fyrir karla voru ómarktækar, 18,2% á móti 14,3%.

Ályktanir: Unnt er að greina sjálfstæða áhættuþætti fyrir einmanaleika með MDS-RAI HC mælitækinu sem nú er innleitt í Heilsugæsluna í Reykjavík og gefur möguleika á því að greina og sinna sérstaklega þeim sem eru einmana.


V 57 Atvinnuþátttaka og líðan í vinnu hjá konum sem hafa greinst með brjósta- eða eitlakrabbamein


Hólmfríður K. Gunnarsdóttir1, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir1,3, Nanna Sigurðardóttir2, Þóra Jónsdóttir2, Jón Gunnar Bernburg3, Helgi Sigurðsson2

1Rannsóknastofa í vinnuvernd, 2Krabbameinsmiðstöð Landspítala, 3félagsvísindadeild HÍ


hkg@ver.is


Inngangur: Margir stunda vinnu eftir og á meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna og bera saman atvinnuþátttöku og líðan í vinnunni hjá konum, sem hafa greinst með brjósta- eða eitlakrabbamein, Hodgkins- eða non-Hodgkins-sjúkdóm, og samanburðarhópi. Rannsóknin er hluti af norrænni rannsókn (Nordic Study of Cancer and Work, NOCWO).

Efniviður og aðferðir: Í rannsóknarhópnum voru konur frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi og Noregi sem greindar voru með fyrrnefnd krabbamein á árunum 1997-2002 og voru þá á aldrinum 25-57 ára. Úrtakið var valið bæði úr krabbameinsskrám og frá tilteknum sjúkrahúsum. Aldursstöðluð viðmið voru fengin úr þjóðskrám. Spurningalisti var sendur til 2247 kvenna sem höfðu greinst með krabbamein og 4710 viðmiða. Spurt var um lýðfræðileg atriði, líkamlega og andlega vellíðan, félagslegan stuðning í vinnunni, breytingar á atvinnuþátttöku og vinnufærni.

Niðurstöður: Svarhlutfall var 70,3% hjá þeim sem höfðu greinst með krabbamein, 53,4% hjá viðmiðum. Gild svör bárust frá 1490 konum með brjóstakrabbamein og 90 með eitlakrabbamein. Atvinnuþátttaka kvenna, sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein var 73%, eitlakrabbamein 70% en viðmiða 75%. Almennt var síðri útkoma varðandi líðan í vinnu hjá konum sem greinst höfðu með krabbamein en hjá viðmiðunum og síðri hjá konum sem greinst höfðu með eitlakrabbamein en konum sem höfðu haft brjóstakrabbamein, þó var það ekki algilt. Hjúskaparstaða, menntun, atvinnustaða og aldur hafði marktæk áhrif í mörgum tilvikum.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tegund sjúkdóms og lýðfræðileg atriði ráði miklu um atvinnuþátttöku og líðan kvenna í vinnu eftir greiningu og meðferð krabbameins. Miklu skiptir að leiða í ljós hvað auðveldar þessum hópi að stunda vinnu og njóta sín þar.


V 58 Sársaukaupplifun barna að tveggja ára aldri við stungu. Forprófun á “Modified Behavioral Pain Scale” í íslenskri þýðingu


Guðrún Kristjánsdóttir1, 2, Rakel B. Jónsdóttir1, 2, Elísabet Harles1, Kolbrún Hrönn Harðardóttir1

1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali


gkrist@hi.is


Inngangur: Í bráðaaðstæðum þarf iðulega að framkvæma sársaukafull greiningarinngrip svo sem blóðtökur. Rannsóknir sýna að ef tekið er tillit til upplifun barna í slíkum aðstæðum má koma í veg fyrir óþarfa vanlíðan og tafir í framvæmd ástungu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa MBPS (Modified Behavioral Pain Scale: Taddío ofl. 1995) í íslenskri þýðingu á börnum eins mánaðar til tveggja ára. Leitast var við að svara hvort MBPS væri áreiðanleg og réttmæt aðferð til að meta bráðan sársauka við sambærilegar sársaukafullar aðstæður.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin styðst við þægindaúrtak 49 barna sem gengust undir meðferðar- og greiningartengdar ástungur á almennri heilsugæslustöð og á bráðamóttöku barna. Meðalaldur var 8,7 mánuðir. Tveir rannsakendur mátu börnin við sömu aðstæður með MBPS, fyrst við hlutlausar aðstæður fyrir ástunguna og síðan við ástunguna. Ástungur voru 13 vegna CRP, sjö vegna stungu í bláæð og 29 í vöðva. Áreiðanleiki var metinn með því að bera saman niðurstöður beggja matsaðila. Réttmæti var mælt með muni á sársaukaskori við hlutlausar aðstæður og við ástungu. Loks voru athuguð tengsl sársaukamælinga við lýðfræðilega þætti (aldur og kyn) og aðstæðubundna þætti (vettvangur gagnasöfnunar og tegunda ástungu).

Helstu niðurstöður: Meðalsársaukaskor í hlutlausum aðstæðum reyndust 2,96 (±1,79) og 2,96 (±1,74) og 4,27 (±2,66) og 4,39 (±2,51). Marktæk sterk jákvæð fylgni (r=0,87) reyndist milli sársaukaskors hinna tveggja matsaðila við hlutlausar aðstæður og einnig milli sársaukaskora við ástungu (r=0,90). Marktækur munur reyndist vera á sársaukaskori við hlutlausar aðstæður og við stungu (t(48)= -3,34, p<0,05) með t-prófi paraðra úrtaka. Ekki reyndist fylgni við lýðfræðilega eða aðstæðubundna þætti og sársaukaskors með MBPS, hvorki í hlutlausum né sársaukafullum aðstæðum.

Ályktanir: Af niðurstöðum má ætla að íslensk þýðing MBPS sársaukamatstækisins sé nægilega áreiðanlegt og réttmætt og henti við mat á bráðum sársauka við ástungur á börnum á aldrinum eins mánaðar til tveggja ára. Ástand barns er einn af þeim þáttum sem ekki var sérstaklega tekið tillit til í þessari forprófun en athuga þarf það sérstaklega í frekari prófun á næmi mælitækisins.V 59 Þættir tengdir þátttöku verðandi foreldra á Íslandi í foreldrafræðslu


Guðrún Kristjánsdóttir1,2, Margrét Eyþórsdóttir2, Helga Gottfreðsdóttir1

1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali


gkrist@hi.is


Inngangur: Með foreldranámskeiðum átti að koma í veg fyrir ungbarna- og mæðradauða í byrjun 20. aldar. Á Íslandi hófust slík námskeið um 1954 og feður tóku þátt frá 1956. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þátttöku í foreldranámskeiðum og áformum verðandi foreldra til að sækja þau og hvernig félagslýðfræðilegir þættir, fæðingarsaga og fæðingartengdir þættir tengjast þátttöku og hvernig áform þeirra tengjast útkomu fæðingar.

Efniviður og aðferðir: Úrtakið var tilviljunarúrtak 152 foreldrar af sængurlegudeildunum (sængurkvennagangi og Hreiðrinu) (58% heimtur) og 68 foreldrar af vökudeild (79% heimtur). Gögnum var safnað í heimsókn til foreldra eftir heimferð með spurningalista þar sem spurt var um félags- og lýðfræðilega þætti, fæðingarsögu og tegund fæðingar, hvort þau hefðu sótt foreldrafræðslu eða áform um að sækja slíka. Líkan var sett upp með þáttum sem rannsóknir telja að hafi áhrif á þátttöku. Skoðuð var fylgni milli rannsóknarbreytanna og þátttöku í foreldrafræðslu og marktækar breytur síðan keyrðar í aðfallsgreiningu.

Helstu niðurstöður: Marktækur munur var á þátttöku foreldra í foreldrafræðslu eftir því á hvaða deild foreldrar lentu eftir fæðingu barnsins. Ungt fólk í sambúð með fyrsta barn var marktækt líklegra til að hafa sótt foreldrafræðslu, að teknu tilliti til allra annarra þátta. Í öllum foreldrahópum tóku foreldrar sem áttu sitt fyrsta og annað barn þátt í foreldrafræðslu, en enginn þeirra sem var að eiga sitt þriðja eða fjórða barn. Foreldrar barna af vökudeild höfðu í 20,6% tilvika tekið þátt, 11,8% á sængukvennagangi og 35% þeirra sem fætt höfðu í Hreiðrinu. Áformin um þátttöku sem ekki stóðust voru flest hjá foreldrum af vökudeild.

Ályktanir: Niðurstöður benda til að almenn þátttaka í foreldrafræðslu sé lítil. Jafnframt benda þær til þess að þeir sem á annað borð sækja fræðsluna séu pör sem eiga von á sínu fyrsta barni. Huga þarf að því að stærsti hluti þeirra sem fæða barn sem leggst inn á vökudeild og þeirra sem leggjast inn á sængurkvennagang hefur ekki sótt skipulega foreldrafræðslu. Bæta þarf undirbúning fyrir fæðingu af hálfu heilsugæslustöðva og þróa skipulega undirbúningsleiðir fyrir verðandi foreldra.V 60 Tengsl mataræðis og svefnvenja skólabarna í níunda og tíunda bekk grunnskóla


Dóra Björk Sigurðardóttir1, Guðrún Kristjánsdóttir1,2

1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítali


gkrist@hi.is


Inngangur: Rannsóknir benda til að svefnvenjur og mataræði og sérílagi morgunverðavenjur tengist heilsu skólabarna og árangri í lífinu. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða tengsl svefnvenja íslenskra skólabarna og reglusemi þeirra í mataræði.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á tilviljanalandsúrtaki 3.913 nemenda í 9. og 10. bekkjum grunnskóla landsins (91% heimtur). Spurningalistar voru lagðir fyrir og könnuð var meðallengd nætursvefns skólabarna, hvenær þau fara að sofa, hvenær þau fara á fætur, hvort þau borði morgunmat ein eða hvort fjölskyldan borðar saman og reglusemi í mataræði. Tengsl milli svefns og matarvenja voru metin almennt og með tilliti til aldurs og kyns.

Helstu niðurstöður: Marktækt samband var milli þess hvenær börn fara að sofa og reglusemi í mataræði; 40,8% þeirra barna sem fara að sofa fyrir miðnætti borða reglulega á móti 21,8% þeirra sem fara að sofa eftir miðnætti; 62,5% þeirra sem fara að sofa fyrir miðnætti borða morgunmat nánast daglega á móti 42,7% sem fara að sofa eftir miðnætti. Fá börn snæða morgumat með fjölskyldu sinni. Börn sem fá nægan svefn eru marktækt líklegri til að borða reglulega og borða morgunmat heldur en þau sem sofa ekki nóg. Meirihluti skólabarna (58,3%) borðar morgunmat nánast daglega. Af þeim sem borða morgunmat nánast daglega eru 55,5% strákar og 44,5% stúlkur. Af þeim sem borða nánast aldrei morgunmat eru 39,1% strákar en 60,9% stúlkur. Flest sofa í um átta klukkustundir. Marktækt fleiri drengir (55,6%) en stúlkur (44,4%) sofa skemur en átta stundir. Stúlkurnar fara fyrr að sofa og fyrr á fætur en strákarnir en eru þó ólíklegri til að borða morgunmat.

Ályktanir: Af niðurstöðum má álykta að reglusemi í mataræði eða svefnvenjum endurspegli almenna reglusemi í lífsstíl. Samband er á milli svefnvenja og þess að neyta morgunverðar þó svo að ekki sé þar um algilt samband að ræða þar sem stúlkur og drengir virðast nokkuð ólík í morgunmatar- og svefnvenjum sínum. Vekja þarf umræðu um gildi svefns og reglusams mataræðis meðal barna og virkja fjölskyldur og heilbrigðisfagfólk í að stuðla að bættum svefnvenjum og morgunmatarvenjum meðal skólabarn.V 61 Sjálfsvígstilraunir með lyfjum eða eiturefnum


Guðborg Auður Guðjónsdóttir1,2, Jakob Kristinsson1,4, Runólfur Pálsson3, Curtis P. Snook1,5, Margrét Blöndal2, Sigurður Guðmundsson6

1 Eitrunarmiðstöð, 2slysa- og bráðasvið og 3lyflækningasvið I Landspítala-háskólasjúkrahúsi, 4Rannsóknarstofa í lyfja-og eiturefnafræði HÍ, 5Division of Toxicology, University of Cincinnati, Cincinnati, USA, 6Landlæknisembættið


gudborgg@landspitali.is


Inngangur: Eitranir af völdum lyfja og efna eru með algengustu ástæðum fyrir heimsóknum á bráðamóttökur og innlögnum á sjúkrahús á Vesturlöndum. Nýleg framsýn rannsókn á eitrunum á Íslandi sýndi að sjálfsvígstilraunir eru algengasta orsök eitrunar hjá fólki á aldrinum 10-60 ára. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni og eðli sjálfsvígstilrauna á Íslandi þar sem notuð eru lyf eða eiturefni.

Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr íslensku eitrunarrannsókninni sem var framsýn og náði yfir allt landið. Rannsóknartímabilið var eitt ár, frá 1. apríl 2001 til 31. mars 2002. Leitað var að upplýsingum um alla sjúklinga sem komu á bráðamóttöku, sjúkrahús eða heilsugæslustöð vegna sjálfsvígstilrauna.

Niðurstöður: Alls greindust 414 sjálfsvígstilraunir eða 1,4 á hverja 1.000 íbúa. Þetta er 69% af áætluðum heildarfjölda sjálfsvíga í landinu. Konur voru 304 og karlar 110. Tíðni sjálfsvígstilrauna var hæst hjá 15-19 ára konum. Börn yngri en 18 ára voru 58 (14%). Langoftast var um samsettar lyfjaeitranir að ræða, þar sem notuð voru fleiri en eitt lyf. Önnur efni en lyf voru notuð í sex tilfellum. Róandi lyf, svefnlyf, alkóhól, þríhringlaga geðdeyfðarlyf og verkjalyf voru mest notuðu lyfin. Í 80% tilfella gerðist atburðurinn inni á heimili og 44% sjúklinga höfðu reynt sjálfsvíg áður með lyfjum eða efnum. Fimmtíu og tveir (13%) sjúklingar voru lagðir inn á gjörgæslu, 236 (57%) inn á aðrar deildir og 126 (30%) voru útskrifaðir eftir mat og meðferð á bráðamóttöku. Enginn sjúklingur lést.

Ályktanir: Tíðni sjálfsvígstilrauna með lyfjum er há samanborið við tíðni annarra sjálfsvígstilrauna og er mun hærri meðal kvenna en karla. Endurteknar sjálfsvígtilraunir með lyfjum eru algengar. Engin dauðsföll urðu í þessari rannsókn sem bendir til þess að dánartíðnin sé lág.


V 62 Dánarmein þeirra sem notuðu bráðamóttöku sjúkrahúss og voru sendir heim


Oddný S. Gunnarsdóttir1, Vilhjálmur Rafnsson2

1Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar Landspítala, 2rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, læknadeild HÍ


vilraf@hi.is


Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða árlegan fjölda notenda sem voru útskrifaðir heim eftir að hafa sótt á bráðamóttökuna eftir aldri, kyni og fjölda heimsókna á hverju ári og athuga hvort fjöldi heimsókna spáir fyrir um hærri dánartíðni.

Efniviður og aðferðir: Þetta var aftursýn ferilrannsókn á dánarmeinum þar sem notuð var Dánameinaskrá Hagstofu Íslands. Alls höfðu 19.259 sjúklingar sótt til bráðamóttöku Landspítala Hringbraut á árunum 1995 til 2001 og verið útskrifaðir heim. Reiknað var staðlað dánarhlutfall og áhættuhlutfall þar sem notuð var tímaháð fjölþáttagreining.

Niðurstöður: Árleg aukning heimsókna á bráðamóttökuna, þegar menn voru sendir heim, var 7-14% eftir aldurshópum á árunum 1995 til 2001. Dánarhlutfall þeirra sem sendir voru heim af bráðamóttökunni, miðað við aðra, var 1,81 fyrir karla og 1,93 fyrir konur. Dánartíðnin var hærri meðal þeirra sem komu tvisvar eða þrisvar eða oftar á móttökuna miða við þá sem komu einu sinni. Dánarmeinin sem leiddu til hæstu dánartíðninnar hjá þeim sem komu oft á móttökuna voru krabbamein, blóðþurrðarsjúkdómar hjarta, ytri orsakir, einkum eitranir, sjálfsmorð og líklega sjálfsmorð.

Ályktanir: Þar sem bráðamóttakan var fyrir lyflækningar og skurðlækningar, ekki slys, kom há dánartíðni vegna lyfjaeitrana og sjálfsmorða á óvart. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar á útskriftargreiningum þeirra sem koma endurtekið á móttökuna til þess að reyna að skilja og koma í veg fyrir þessa háu dánartíðni.V 63 Heilsa og líðan fólks sem greinst hefur með krabbamein. Þreifirannsókn


Eiríkur Örn Arnarson1,3, Snorri Ingimarsson2, Sigurður Örn Hektorsson2 ,

Ragnhildur S. Georgsdóttir1, Arna D. Einarsdóttir2, Helgi Sigurðsson2,3

4Sálfræðiþjónusta Landspítala, 2endurhæfingarsviði, krabbameinslækningadeild 5Landspítala, læknadeild HÍ


eirikur@landspitali.is


Inngangur: Fjöldi krabbameinssjúklinga eykst árlega um 4% á Íslandi, sem skýrist mest af hækkandi meðalaldri þjóðar. Algengustu geðraskanir krabbameinssjúklinga eru kvíði og þunglyndi. Geðraskanir eru vangreindar hjá krabbameinssjúkum. Greining þeirra er mikilvæg meðal annars fyrir lífsgæði og meðferðarfylgni er minni hjá þeim sem hafa geðraskanir.

Efniviður og aðferðir: Í ársbyrjun 2006 voru spurningalistar lagðir fyrir sjúklinga við 11B, Landspítala og rannsökuð svör 134 þátttakenda, en meðalaldur þeirra var 59 ár. Sjúklingar valdir af handahófi af sérfræðilæknum 11B svöruðu „General Health Questionnaire“ (GHQ-30) og „Hospital Anxiety and Depression Scale“ (HADS). Gögn voru unnin í SPSS og fundinn fjöldi sem skoraði ≥75. og 90. sætisröð á GHQ og ≥8 og 11 á HADS og fylgni mælikvarða reiknuð.

Helstu niðurstöður: Meðalskor á GHQ var 5,5 (SD=5,7) og HADS 7,5 (SD=5,1). Á GHQ skoruðu 21(15,7%) ≥75. sætisröð og 19 (14,2%) ≥90. sætisröð.

Á kvíðaundirþætti HADS skoruðu 13 (9,7%) þátttakenda ≥8 og 9 (6,7%) þátttakenda ≥11. Á þunglyndisundirþætti HADS skoruðu 13 (9,7%) þátttakenda ≥8 og 1 (0,7%) þátttakenda ≥11. Marktæk fylgni reyndist milli heildarskora GHQ og HADS, r=0,68, p<0,01; kvíða-, r=0,56, p<0,01 og þunglyndisþátta, r=0,41; p<0,01. Þátttakendur skoruðu hærra á báðum mælitækjum, ef um endurmein eða líknandi meðferð var að ræða og hærra á HADS í heild og undirþáttum og þunglyndisþætti GHQ ef um útbreiddan sjúkdóm var að ræða.

Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að 16% þátttakenda þjáist af geðröskun og mælitækin GHQ og HADS henti til skimunar þeirra sem kynnu að þurfa frekari greiningu á geðröskun að halda. Markmið rannsóknar er að leggja grunn að notkun mælitækja til að meta kerfisbundið geðheilsu krabbameinssjúkra.


V 64 Samanburður á hreyfiatferli níu ára barna á virkum dögum og tengsl þess við holdafar


Dröfn Birgisdóttir, Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, Þórarinn Sveinsson

Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Lífeðlisfræðistofnun HÍ


thorasve@hi.is


Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hreyfiatferli níu ára barna í daglegu lífi og athuga tengsl milli hreyfingar barnanna og holdafars þeirra. Einnig að kanna mun á hreyfingu virka daga og um helgar og ennfremur að athuga fylgni milli hreyfiatferlis og tómstundaiðkunar barnanna.

Efniviður og aðferðir: Alls tóku 78 börn fædd árið 1996 úr þremur grunnskólum í Reykjavík, þátt í rannsókninni. Hæð, þyngd og þykkt húðfellinga barnanna var mæld. Því næst gengu þau með hröðunarmæli á sér og skráðu niður alla virkni sína á virknitöflu í sex daga, þar á meðal sjónvarpsáhorf og tölvuleiki.

Niðurstöður: Hreyfing barnanna var 452 kílóslög/dag. Börnin hreyfðu sig marktækt meira og af meiri ákefð virka daga en um helgar (p<0,001). Að meðaltali horfðu börnin á sjónvarp eða voru í tölvuleikjum í 2,7 skipti á dag. Þau eyddu marktækt meiri tíma fyrir framan sjónvarp og tölvur um helgar en virka daga (p<0,001). Þegar börnunum var skipt í tvo jafnstóra hópa eftir þykkt húðfellinga kom í ljós að börnin með meiri þykkt húðfellinga hreyfðu sig minna virka daga en börnin með minni þykkt húðfellinga. Þessi munur minnkaði hins vegar marktækt um helgar (p=0,05) þegar hreyfing beggja hópa minnkaði. Hreyfing barnanna var mest á milli kl 11 og 13 á virkum dögum.

Ályktanir: Börnin eyða meiri tíma fyrir framan tölvur og sjónvarp en mælt er með og hreyfa sig lítið af mikilli ákefð, sérstaklega um helgar. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að til að vinna öflugt forvarnarstarf gegn offitu barna þarf að hvetja til aukinnar hreyfingar barna og draga úr kyrrsetu þeirra fyrir níu ára aldur og leggja þar sérstaklega áherslu á helgarnar.


V 65 Meðfætt þindarslit: Bættur árangur skurðaðgerða ætti að hafa áhrif á ákvörðun um fóstureyðingu


Anna Gunnarsdóttir1, Claudia Z. Topan2, Lars Torsten Larsson1, Þráinn Rósmundsson3,4, Atli Dagbjartsson3,4, Tómas Guðbjartsson4,5

1Barnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, 2læknadeild Lundarháskóla, 3Barnaspítali Hringsins, Landspítala, 4læknadeild HÍ, 5hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala


Anna.Gunnarsdottir@med.lu.se


Inngangur: Meðfætt þindarslit er sjaldgæfur galli sem greinist hjá 1/2.000-4.000 lifandi fæddum börnum. Oft fylgir þessum galla vanþroska lungu og lungnaháþrýstingur og áður fyrr var dánarhlutfall mjög hátt, eða 40-50%. Á síðasta áratug hafa lífshorfur barna með meðfætt þindarslit batnað til muna og hafa framfarir í gjörgæslumeðferð vegið þyngst. Vegna framfara í ómskoðun greinast mörg þessara barna þegar á meðgöngu og hefur það í mörgum tilfellum leitt til þess að fósturlát sé framkallað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðaðgerða vegna meðfædds þindarslits á tveimur háskólasjúkrahúsum og meta áhrif fóstureyðinga á sjúkdóminn hér á landi.

Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á öllum börnum sem greindust á Íslandi 1983-2002 og börnum sem meðhöndluð voru á háskólasjúkrahúsinu í Lundi vegna meðfædds þindarslits 1993-2002. Einnig voru tekin með í rannsóknina öll fóstur með þindarslit sem skráð eru hér á landi 1993-2002.

Niðurstöður: Á Íslandi greindust 12 af 16 börnum með meðfætt þindarslit innan sólarhrings frá fæðingu (<24 klst.) og hafði eitt þeirra aðra meðfædda galla. Sjö fóstur greindust á meðgöngu og var fósturlát framkallað í öllum tilvikum, þar af fjögur með aðra fósturgalla. Öll börn á Íslandi sem gengust undir aðgerð vegna meðfædds þindarslits lifðu af aðgerð (100% þriggja ára lífshorfur). Í Lundi gengust 28 börn undir aðgerð vegna meðfædds þindarslits á tímabilinu, 24 þeirra greindust innan við 24 klukkustundir eftir fæðingu eða á meðgöngu. Fjögur börn létust eftir aðgerð (83% þriggja ára lífshorfur) og níu (38%) höfðu aðra meðfædda galla. Langtímahorfur voru mjög góðar á báðum sjúkrahúsunum, en öll börn sem útskrifuðust voru enn á lífi 3-12 árum frá aðgerð.

Ályktanir: Á Íslandi er fósturlát framkallað í allt að helmingi tilfella af meðfæddu þindarsliti. Þetta hefur áhrif á tíðni sjúkdómsins en á einnig sinn þátt í því að árangur skurðaðgerða á Íslandi er óvenju góður. Í Lundi eru lífshorfur þessara sjúklinga einnig mjög góðar og flest þessara barna virðast lifa góðu lífi eftir aðgerð. Því teljum við að meðfætt þindarslit, þar sem aðrir alvarlegir fósturgallar eru ekki til staðar, sé vafasöm ábending fyrir fóstureyðingu.V 66 Þreyta meðal kvenna sem hafa nýlega greinst með brjóstakrabbamein og kvenna starfandi á einu hjúkrunarheimili í Reykjavík


Jónína Þórunn Erlendsdóttir1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2

1Landspítali, 2hjúkrunarfræðideild HÍ


joninae@landspitali.is


Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal kvenna á Íslandi og greinist í um 160 konum hérlendis árlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þreytu meðal íslenskra kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabbamein miðað við konur án sjúkdómsins.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var með langtímarannsóknarsniði. Upplýsingum var safnað á tveimur tímapunktum, það er grunnmæling (tími eitt) og síðan fjórum til fimm vikum síðar (tími tvö). Þátttakendur voru konur (n=48) á aldrinum 30-74 ára sem nýlega höfðu greinst með brjóstakrabbamein og farið í skurðaðgerð, lyfjameðferð eða geislameðferð á Landspítala. Þátttakendur í samanburðarhópi voru konur (n=44) á aldrinum 19-66 ára sem störfuðu á einu hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Mælitækin voru Piper-þreytumælikvarði og bakgrunnsspurningalisti. Á tíma eitt svöruðu þátttakendur spurningalistunum á meðferðarstað (konur með brjóstakrabbamein) og á vinnustað (samanburðarhópur). Á tíma tvö voru gögnin póstsend heim til allra þátttakenda.

Niðurstöður: Þreyta var algeng á meðal þátttakenda. Marktækur munur kom fram á þreytu meðal kvenna með brjóstakrabbamein samanborið við konur án sjúkdómsins á tíma tvö, en ekki á tíma eitt. Konur með brjóstakrabbamein, sem voru með lágt hemóglóbíngildi, voru ekki marktækt þreyttari. Konur með brjóstakrabbamein höfðu upplifað þreytu sína marktækt lengur en konur án sjúkdómsins. Enginn marktækur munur var á þreytu meðal kvenna með brjóstakrabbamein eftir tegund krabbameins­meðferðar (skurðaðgerð, lyfjameðferð eða geislameðferð).

Ályktanir: Rannsóknin gefur vísbendingu um að þreyta sé einkenni sem íslenskar konur upplifi. Þreyta meðal kvenna með brjóstakrabbamein var algeng en á misjöfnu stigi. Mikilvægt er að gera þreytueinkennið sýnilegra hjá þeim en það er í dag og veita því meiri athygli.


V 67 Kalkanir í ósæð í brjóstholi aldraðra


Gyða S. Karlsdóttir1, Thor Aspelund1, Sigurður Sigurðsson1, Guðný Eiríksdóttir1, Lenore Launer2, Tamara B. Harris2, Robert Detrano3, Vilmundur Guðnason1

1Hjartavernd, 2IRP, National Institute on Aging, Bethesda, USA, 3Harbor- UCLA Medical Center Torrance, USA


gyda@hjarta.is


Inngangur: Þrátt fyrir að þekkt sé samband kalks í kransæðum og kalks í ósæð í kviðarholi með auknum aldri, þá hafa ekki verið til upplýsingar um kalk í ósæðarboga og aðfarandi og fráfarandi ósæð í brjóstholi. Hjartavernd þróaði aðferð til að mæla kalk í þessum hluta ósæðar, það er frá toppi ósæðarboga niður í hæð við neðsta hluta hjartans.

Efniviður og aðferðir: Teknar voru tölvusneiðmyndir með fjögurra sneiða tæki (Simens Sensation 4), þar sem notað var hjartalínurit til að stilla myndatökuna í takt við hjartslátt þátttakanda. Tölvusneiðmyndirnar voru lesnar með forriti sem notað var til að merkja og reikna út magn kalks í kransæðum, en var hér endurhannað til að meta kalk í ósæð í brjóstholi. Ósæðinni var skipt í þrjá hluta; ósæðarboga, aðfarandi ósæð og fráfarandi ósæð. Útlínur æðanna voru merktar og kalkmagnið reiknað út og niðurstöður gefnar í Agatston-stigum.

Niðurstöður: Þátttakendur voru 676 (263 karlar og 413 konur) á aldrinum 66-92 ára (meðaltal 75). Agatston-stig fyrir karla hækkuðu um 34% (95%CI: 22-45%) fyrir hver fimm ár. Meiri hækkun varð hjá konum fyrir hver fimm ár eða 49% (95CI: 40%-58%). Það var ekki tölfræðilega marktækur munur á milli kynja í aldurshópnum 66-70 ára og karlar í aldurshópnum 85+ höfðu marktækt færri Agatston-stig en konur.

Ályktanir: Hjartavernd hefur þróað öfluga aðferð til að meta kalk í ósæð í brjóstholi. Aldurs og kynjaskipt dreifing á kalkmagni í ósæð í brjóstholi aldraðra sýnir sterk aldurstengsl fyrir bæði kynin en tölfræðilega marktækt sterkari fyrir konur.


V 68 Miðblaðsheilkenni. Klínísk einkenni og meinafræði


Jón Þorkell Einarsson1, Jónas G Einarsson1, Helgi J. Ísaksson2, Gunnar Guðmundsson1

1Lungnadeild, 2rannsóknastofa í meinafræði Landspítala


jonthorkell@gmail.soc


Inngangur: Miðblaðsheilkenni (Middle lobe syndrome) er sjaldgæft sjúkdómsástand í miðblaði hægra lunga. Lítið er vitað um klínísk einkenni og meinafræði þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þessi atriði.

Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru sjúkragögn sjúklinga þar sem miðblaðið hafði verið fjarlægt árin 1993 til 2006. Þeir fundust með leit í gagnagrunni Rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala-háskólasjúkrahúsi og sjúkraskýrslur frá klínískum deildum voru kannaðar.

Niðurstöður: Um var að ræða 18 sjúklinga, fimm karla og 13 konur á aldrinum 2-86 ára (meðaltal 53 ár). Algengast var að sjúklingar hefðu endurteknar sýkingar (13) og hósta (12). Einnig uppgang (9), mæði (8), brjóstverk (7) og blóðhósta (2) sem einkenni.

Átta voru með teppusjúkdóm í lungum. Við skoðun heyrðist önghljóð yfir lungum hjá sjö sjúklingum. Tölvusneiðmyndir voru til af öllum sjúklingunum og sýndu þær þéttingu (9), samfall (9), berkjuskúlk (6) og dreifðar þéttingar (4). Hjá einum sást aðskotahlutur í berkju. Alls sáust níu mismunandi vefjafræðilegar orsakir fyrir miðblaðsheilkenni Algengast var að sjá berkjuskúlk eða hjá átta sjúklingum. Þrír höfðu aðskotahlutsviðbragð. Til viðbótar var algengt að sjá trefjavefslungnabólgu og berkjubólgu. Berkjuspeglun hafði verið gerð í 15 sjúklinganna og var fyrirstaða í miðblaðsberkju hjá einum.

Ályktanir:Miðblaðsheilkenni var algengara í konum. Endurteknar sýkingar, hósti, uppgangur og mæði voru algeng einkenni. Ýmsar vefjagreiningar koma fyrir en berkjuskúlk er algengast og æxli er sjaldgæft. Fyrirstaða í berkju var sjaldan fyrir hendi.V 69 Algengi langvinnrar lungnateppu á Íslandi


Bryndís Benediktsdóttir1,2, Gunnar Guðmundsson1,3, Kristín Bára Jörundsdóttir3, Sonia Buist4, Þórarinn Gíslason1,3

1Læknadeild HÍ, 2Heilsugæsla Garðabæjar, 3lungnadeild Landspítala, 4Center for Health Research Kaiser Permanente and Oregon Health and Science University, Portland, Oregon, USA


brynben@hi.is

Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi langvinnrar lungnateppu (LLT) meðal Íslendinga og mögulega áhrifaþætti. Um er að ræða hluta af fjölþjóðarannsókn (www.BOLDCOPD.org) þar sem val á efnivið og aðferðum eru staðlað.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var slembiúrtak þeirra Íslendinga á höfuðborgarsvæðinu sem voru 40 ára og eldri og voru ekki á stofnun (n=1000). Þátttakendur svöruðu stöðluðum spurningarlistum. Gert var blásturspróf sem var endurtekið eftir gjöf berkjuvíkkandi lyfs.

Niðurstöður: Þátttakendur voru alls 758 (80,8%). Langvinn lungnateppa var skilgreind samkvæmt alþjóðaviðmiðun (GOLD stigun: www.goldcopd.com) er byggir á því að hlutfall FEV1/FVC sé 70% eða lægra. Reyndust 18% með stig I af langvinnri lungnateppu eða hærra, en þar af voru 9% með stig II eða hærra. Algengi langvinnrar lungnateppu fór vaxandi með hækkandi aldri og umfangi tóbaksreykinga. Aðeins hluti þeirra sem uppfylltu skilmerki fyrir langvinnra lungnateppu höfðu áður greinst með langvinnra lungnateppu.

Ályktanir: Nær fimmti hver Íslendingur 40 ára og eldri uppfyllir skilmerki fyrir langvinnri lungnateppu. Niðurstöður okkar benda til þess að langvinnr lungnateppa sé meðal algengustu heilbrigðisvandamála okkar tíma.V 70 Þrávirk lífræn efni í íslenskum mæðrum árin 1993-2004


Elín V. Magnúsdóttir, Kristín Ólafsdóttir

Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ


stinaola@hi.is


Inngangur: Þrávirk lífræn efni er hópur skyldra efna, sem eru bæði stöðug í náttúrunni og í lífverum. Efnin eru mjög fituleysanleg og eiga því greiðan aðgang inn í frumur en safnast þar fyrir. Þau berast í fólk með fæðu, mest með fiski og öðrum sjávarafurðum, þar sem löng fæðukeðja sjávar veldur oft mikilli uppsöfnun efnanna.

Efniviður og aðferðir: Blóðsýnum var safnað úr konum á síðustu vikum meðgöngu eða í fæðingu, árin 1993 (n=40), 1999 (n=39) og 2004 (n=40). Safnað var í Reykjavík (öll árin), Vestamannaeyjum (1999 og 2004), Ólafsvík (1999), Sauðárkróki (1999), Akureyri (2004), Ísafirði (1999) og á Reyðarfirði (1999), með aðstoð ljósmæðra staðanna. Spurningalistar um hæð, þyngd, fjölda barna, brjóstagjöf og helstu lifnaðarhætti voru lagðir fyrir. Þrávirk lífræn efni voru úrhlutuð úr plasma og um 30 mismunandi efni greind með gasgreini.

Niðurstöður: DDE, sem er afleiða skordýraeitursins DDT, er það einstaka þrávirka efni sem mælist í hæstum styrk í íslenskum konum, þó að samanlagt magn PCB efna sé nokkuð hærra. Þá greinast einnig HCB, HCH og klórdan efni í nokkru magni. Enginn marktækur munur var á aldri á milli hópanna, en í Reykjavík var meðalfjöldi barna marktækt minni árið 2004 en árið 1993. Ekki var marktækur munur á neysluvenjum milli ára, en eldri konurnar höfðu tilhneigingu til að borða oftar fisk en þær yngri, og einnig var neysla fisks og sjófugla heldur algengari í Vestmannaeyjum en annars staðar. Árið 1993 var magn efnanna í íslenskum konum svipað eða hærra en í sænskum og norskum konum, en lægra en í grænlenskum konum, nema hvað varðaði β-HCH, sem var hæst í þeim íslensku. Þær konur sem höfðu áður fætt börn og haft þau á brjósti höfðu heldur lægri styrk efna en þær konur sem voru að fæða fyrsta barn. Árið 1999 greindust efnin í svipuðum styrk og 1993 og var munur á milli landshluta ekki marktækur, en árið 2004 hafði styrkur flestra efnanna lækkað marktækt.

Ályktanir: Svo virðist sem hægt hafi á uppsöfnun þrávirkra lífrænna efna í íslenskum mæðrum sem líklegast tengist minna magni þrávirkra lífrænna efna í fæðunni.


V 71 Byggingarákvörðun tveggja heteróglýkana úr fléttunni Thamnolia vermicularis var. subuliformis (ormagrös)


Sesselja Ómarsdóttir1, Bent O. Petersen2, Berit Smestad Paulsen3, Jens Ø. Duus3, Elín S. Ólafsdóttir1

1Lyfjafræðideild HÍ, 2Carlsberg Laboratory, Valby, Danmörku, 3Dept. of Pharmacognosy, Institute of Pharmacy, Oslóarháskóla


sesselo@hi.is


Inngangur: Fléttur eru samlífsverur sem samanstanda af sveppi og þörungi og/eða cýanóbakteríu. Af þeim 13.500 fléttutegundum sem þekktar eru hafa einungis um 100 þeirra verið rannsakaðar með tilliti til fjölsykruinnihalds. Fléttur framleiða einkum þrjár gerðir fjölsykra, α-glúkön, β-glúkön og galaktómannön. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að einangra og byggingarákvarða tvö heteróglýkön, Ths-4 og Ths-5 úr fléttunni Thamnolia vermicularis (Sw.) Schaer. var. subuliformis (Ehrh.) Schaer. (ormagrös)

Efniviður og aðferðir: Fjölsykrurnar voru úrhlutaðar með heitu vatni og felldar út með vaxandi styrk af etanóli og aðskildar með jónskiptaskiljun og gelsíun. Meðalmólþyngd Ths- 4 reyndist vera 19 kDa en Ths-5 hefur meðalmólþyngdina 200 kDa. Fjölsykrurnar og afleiður þeirra sem höfðu verið brotnar niður að hluta til með veikri sýruhýdrólýsu voru byggingarákvarðaðar metanólýsu og metýleringsgreiningu. Ths-4 og afleiða hennar phThs-4 voru síðan byggingarákvarðaðar frekar með kjarnsegulgreiningu (1H, COSY, NOESY; TOCSY; HSQC og HMBC).

Niðurstöður: Ths-4 og Ths-5 hafa svipaðar byggingargerðir en mismunandi mólþunga. Fjölsykrurnar samanstanda af 3-O-tengdum og 5-O-tengdum galaktófúranósýl-keðjum sem eru tengdar við mannan-kjarna. Mannan-kjarninn samanstendur af α-(16)-tengdri mannan meginkeðju sem greinist í stöðu O-2 með annað hvort einni α-mannópýranósýl einingu eða α-Manp-(12)-α-Manp-(12)-α-Manp-(12) keðju í hlutföllunum 1:3.

Ályktanir: Fléttan T. vermicularis var. subuliformis (ormagrös) framleiðir óvenjulegar fjölsykrur af galaktófúranósýlmannan gerð sem ekki hafa verið einangraðar úr fléttum áður.


V 72 Áhrif fjölsykra úr fléttum á ónæmissvör angafrumna í mönnum


Sesselja Ómarsdóttir1, Elín Soffía Ólafsdóttir1, Jóna Freysdóttir2

1Lyfjafræðideild HÍ, 2rannsóknastofa í gigtsjúkdómum Landspítala


jonaf@landspitali.is


Inngangur: Margar fjölsykrur sem hafa verið einangraðar úr sveppum og fléttum hafa áhrif á ónæmiskerfið. Flest þessi áhrif tengjast ósérhæfða armi ónæmiskerfisins. Þrátt fyrir að angafrumur tilheyri ósérhæfða ónæmiskerfinu þá tengjast þær sérhæfða ónæmiskerfinu, meðal annars með því að stýra sérhæfingu óreyndra T-frumna.

Efniviður og aðferðir: Í þessu verkefni voru 11 fjölsykrur með mismunandi byggingu einangraðar og áhrif þeirra á þroskun angafrumna í rækt skoðuð með því að mæla magn af seyttu boðefnunum IL-10 og IL-12p40. Til að meta heildaráhrif boðefnaseytingar var reiknaður PI stuðull sem er hlutfall IL-12p40 og IL-10 framleiðslunnar þar sem lækkaður PI stuðull bendir til meiri IL-10 framleiðslu og hugsanlegrar bælingar á ónæmssvari og hækkaður PI stuðull bendir til meiri IL-12p40 framleiðslu og hugsanlegrar ræsingar á ónæmissvari. Til að kanna þennan möguleika nánar voru angafrumur ræktaðar með fjölsykrunum fjórum eða fjölsykrunni isolichenan sem hafði engin áhrif á PI stuðulinn samræktaðar með óreyndum T-frumum og sérhæfing T-frumnanna metin með því að mæla seytingu á boðefnunum IL-4 og IFN-.

Niðurstöður: Í ljós kom að angafrumur ræktaðar með β-glúkönunum lichenan, pustulan og Ths-2 og heteróglýkaninu thamnolan voru með lægri PI stuðul heldur en óræstar angafrumur. Niðurstöður samræktunarinnar sýndu að angafrumur ræktaðar með fjölsykrunum fjórum leiddu til aukinnar IL-4 framleiðslu og minnkaðrar IFN- framleiðslu. Aftur á móti höfðu angafrumur ræktaðar með isolichenan engin áhrif á sérhæfingu T-frumnanna.

Ályktanir: Þessar niðustöður benda til þess að fjölsykrurnar lichenan, pustulan, Ths-2 og thamnolan geti haft ónæmisbælandi áhrif með því að auka IL-10 framleiðlu angafrumna, og að angafrumur ræktaðar með þessum fjölsykrum hafi áhrif á sérhæfingu - frumna í átt frá Th1 svari.V 73 Áhrif fléttuefnisins usnínsýru á frumufjölgun, lifun og útlit krabbameinsfrumna


Guðleif Harðardóttir1,2, Helga M. Ögmundsdóttir1,2, Kristín Ingólfsdóttir3

1Rannsóknarstofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélagi Íslands, 2læknadeild HÍ, 3lyfjafræðideild HÍ


gudleifh@yahoo.com


Inngangur: Fléttuefnið usnínsýra er vel þekkt náttúruefni með fjölþættar verkanir, svo sem örveruheftandi og bólguhemjandi. Einnig hefur verið lýst æxlishemjandi verkun. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif tveggja forma af usnínsýru á frumufjölgun og lifun krabbameinsfrumna.

Efniviður og aðferðir: (+)- og (-)- usnínsýra voru einangraðar úr fléttunum Cladonia arbuscula og Alectoria ochroleuca og leystar í DMSO. T47-D (brjóstakrabbameinsfrumulína) og Capan-2 (briskrabbameinsfrumulína) voru frá ATCC og mergæxlisfrumulínurnar RPMI-8226, U266-84 og LP-1 voru gjöf frá Kenneth Nilson. Áhrif efnanna á frumufjölgun voru prófuð með thymidínupptöku og niðurstöður skráðar sem IC50. Staða í frumuhring var greind með PI litun og greiningu í flæðisjá. Frumudauði var kannaður með TUNEL prófi eftir 24 klukkustunda meðhöndlun með 20 µg/mL usnínsýru. Eftir tveggja, sex og 24 klukkustunda ræktun með 20 µg/mL usnínsýru voru frumur litaðar með MG-G og sýni skoðuð í ljóssmásjá.

Niðurstöður: Usnínsýra hindraði fjölgun T47-D IC50 = 4,2 μg/mL) og Capan-2 (IC50 = 5,3 μg/mL). Enginn munur var á milli formanna tveggja og var (+)usnínsýra notuð í áframhaldandi próf. Staðfest var að usnínsýra hafði hemjandi áhrif á DNA eftirmyndun með skammtímaupptökuprófi svo og með fækkun frumna í S-fasa Engin áhrif sáust á mergæxlisfrumulínurnar. Usnínsýran olli ekki stýrðum frumudauða í neinni af frumulínunum, en þeim fækkaði um 24-37% eftir sólarhringmeðhöndlun. T47-D frumur, en ekki Capan-2 frumur, sýndi útlitsbreytingar sem geta bent til vægrar nekrósu.

Ályktanir: Bæði formin af usnínsýru hindruðu marktækt fjölgun tveggja gerða af krabbameinsfrumum en engin áhrif sáust á mergæxlisfrumur. Usnínsýra olli ekki stýrðum frumudauða sem samræmist því að usnínsýra er ekki DNA skemmandi. Væg merki nekrósu sáust.


V 74 Sýklahemjandi efni úr aðalbláberjum (Vaccinium myrtillus)


Margrét Bessadóttir1, Íris Jónsdóttir1, Sesselja Ómarsdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Kristín Ingólfsdóttir1

1Lyfjafræðideild HÍ, 2sýklafræðideild Landspítala


sesselo@hi.is


Inngangur: Ber og lauf af aðalbláberjalyngi Vaccinium myrtillus (Ericaceae) hafa verið notuð í alþýðulækningum í mörgum löndum Evrópu til að styrkja háræðar, fyrirbyggja æðahnúta, við gyllinæð og til að fyrirbyggja æðakölkun. Jafnframt hafa útdrættir verið notaðir við sýkingum (innvortis og útvortis), þvagsýrugigt, liðagigt, meltingarfærakvillum og við sjóntruflunum. Tekist hefur að einangra nokkur efni úr berjum V. myrtillus, þar á meðal flavonóíða svo sem anthócýanín, terpena, vítamín, sykrur og pektín. Markmið verkefnisins var að einangra og byggingarákvarða virk efni úr berjum íslensku aðalbláberjaplöntunnar Vaccinium myrtillus með lífvirknileiddri einangrun og kanna bakteríuhemjandi virkni innihaldsefna á sjúkdómsvaldandi bakteríur.

Efniviður og aðferðir: Eftir úrhlutun með petróleum bensíni voru bakteríuhemjandi virkni extrakts og efnablöndu könnuð á átta stofna baktería með þynningarprófum í fljótandi æti. Efnablandan var síðan hreinsuð frekar með endurkristöllun og efni aðgreind með súluskiljun og magnbundinni HPLC. Vetnis- og kolefniskjarnsegulgreining (NMR) var svo notuð til að ákvarða sameindabyggingu virkra efna. Eftir aðgreiningu efna var bakteríuhemjandi virkni hreins efnis og efnablöndu könnuð aftur á sömu bakteríustofna. Lágmarksheftistyrkur (MIC) og lágmarksdrápstyrkur (MBC) voru ákvarðaðir.

Niðurstöður: NMR-greining gaf til kynna að virk innihaldsefni væru fimmhringja tríterpenar, úrsolínsýra og oleanolínsýra. Úrsolínsýra sýndi mjög áhugverða virkni gegn Gram-jákvæðum sýklalyfjaónæmum bakteríustofnum með lágmarksheftistyrk frá 2-16 μg/mL.

Ályktanir: Úrsolínsýra hamdi vöxt ónæmra stofna enterókokka og stafýlokokka sem geta valdið alvarlegum sýkingum. Stefnt er að frekari rannsóknum á úrsolínsýru og oleanolínsýru til að kanna verkunarmáta þeirra og virkni gegn fleiri sýklum.


V 75 Veiruhemjandi efni úr íslenskum fléttum


Anna Kristín Óladóttir1, Sesselja Ómarsdóttir1, Þorgerður Árnadóttir2, Auður Antonsdóttir2, Kristín Ingólfsdóttir1

1Lyfjafræðideild HÍ, 2rannsóknastofa í veirufræði Landspítala


sesselo@hi.is


Inngangur: Þriðjungur lyfseðilsskyldra lyfja á rætur sínar að rekja til náttúrunnar. Fléttur hafa hins vegar lítið verið rannsakaðar með tilliti til lífvirkni. Markmið rannsóknarinnar var að skima útdrætti úr fléttum fyrir veiruhemjandi virkni gegn RS- og herpes simplex I- og II-veirum, með það fyrir augum að einangra og byggingarákvarða virk innihaldsefni og bera virknina saman við skráð veirulyf.

Efniviður og aðferðir: Útdrættir úr 10 fléttum voru gerðir í Soxhlet búnaði með misskautuðum leysiefnum og veiruhemjandi virkni þeirra metin in vitro með PRA (plaque reduction assay) aðferð. Auk þess voru eituráhrif fléttuefnanna á ósýktar apanýrnafrumur (MA104) metin með smásjárskoðun og litun. Í hverjum útdrætti eru fjölmörg efni og til að þrengja leit að virku efni er stuðst við lífvirknileidda einangrun. Við einangrun virkra efna á hreinu formi var notuð fastfasasúluskiljun (solid phase extraction), endurkristöllun og þunnlagsgreining. Sameindabyggingar virkra efna voru ákvarðaðar með vetnis- og kolefniskjarnagreiningu og bræðslumarki. Veiruhemjandi virkni hreinna og efnafræðilega skilgreindra fléttuefna var metin með PRA og ELISA aðferðum.

Niðurstöður: Tveir útdrættir sýndu áhugaverðustu niðurstöðurnar gegn öllum veirunum þremur, það er annars vegar útdráttur úr Parmelia saxatilis (snepaskóf) og hins vegar úr Alectoria nigricans (surtarkræða). Lífvirknileidda einangrunin leiddi í ljós að virku efnin voru depsidónsambandið salazínsýra úr snepaskóf og bensýl-depsíðsambandið alectorialínsýra úr surtarkræðu. Virkni fléttuefnanna beggja var öflugri heldur en virkni markaðssetta lyfsins ríbavírin gegn RS-veirunni. Þannig var IC50 gildi fyrir salazínsýru í ELISA prófi gegn RSV 11,9 µg/ml, fyrir alectorialín sýru 17,0 µg/ml og fyrir ríbavírín 22,9 µg/ml. Fléttuefnin sýndu ekki eituráhrif á frumur í veiruhemjandi styrkleikum. Virkni fléttuefnanna gegn HSV-I og HSV-II var minni en gegn RSV.

Ályktanir: Veiruhemjandi virkni var staðfest fyrir tvö fléttuefni, salazínsýru og alectoralínsýru gegn RSV og var virknin öflugri en fyrir markaðssetta lyfið ríbavírín. Unnið er að frekari rannsóknum á veiruhemjandi verkun þessara tveggja fléttuefna.


V 76 Sílikon sem matrixkerfi fyrir bólgueyðandi lyf


Bergþóra S. Snorrrdóttir1, Már Másson1, Pálmar I. Guðnason2, Reynir Scheving1

1Lyfjafræðideild HÍ, 2Össur hf.


bss@hi.is


Inngangur: Matrixkerfi eru kerfi þar sem lyfi er dreift um óniðurbrotshæfa fjölliðumatrixu. Matrixkerfi eru útbúin með því að blanda saman lyfi við fjölliðu og mynda æskilega lögun, með því að setja blönduna í þar til gerð mót. Þegar um matrixkerfi er að ræða fæst losun samkvæmt Higuchi lögmáli, losun er í réttu hlutfalli við kvaðratrót af tíma.

Efniviður og aðferðir: Rannsakað var notagildi sílikons sem matrixkerfi fyrir bólgueyðandi lyf (NSAID). Þrjár gerðir af sílikonum voru notaðar í matrixkerfi fyrir íbúprófen, ketóprófen, díklófenak, naproxen og díflúnisal. Skoðuð voru áhrif lyfjanna á herslu sílkonmatrixanna og efniseiginleika sílikonmatrixkerfa. Losun lyfja úr sílikonmatrixkerfum var mæld í Frans-flæðisellum og metin áhrif ýmissa þátta á losunina. Losunarferlarnir voru bestaðir með fræðilegum jöfnum og skilgreind frávik frá þeim fræðilegum ferlum.

Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöðurnar leiddu í ljós að hersla á sílikonum er háð gerð utanað komandi efna. Losun lyfja úr sílikonmatrixkerfum sem útbúin voru í þessari rannsókn fylgja lögmáli Higuchi nema hjá díflúnisali. Losun er breytileg eftir því hvaða lyf er um að ræða, íbúprófen > ketóprófen > naproxen > díklófenak > díflúnisal. Sýklódextrín móttökufasi hentar vel til flæðimælinga og fosfat buffer salin kom sambærilega út úr flæðimælingum en etanól og metanól henta ekki. Fyrstu mælingar benda til að hækkað hitastig auki losun og að hægt sé að hafa áhrif á losun með ýmiss konar meðhöndlun á sílikonmatrixum. Teygni sílikonmatrixkerfanna breytist lítið hvort sem kerfin eru með eða án lyfja.


V 77 Áhrif sýklódextrína á leysni, stöðugleika og oktanól-vatns dreifingu kúrkúmínóíða


Már Másson1, Marianne Tomren2, Hanne Hjorth Tønnesen2, Ögmundur V. Rúnarsson1, Þorsteinn Loftsson1
1Lyfjafræðideild HÍ, 2Universtiy of Oslo, School of Pharmacy, Dep. of Pharmaceutics

mmasson@hi.is


Inngangur: Kúrkúmín (1,7-bis(4-hýdroxý-3-metoxýfenýl)-1,6-hepatadíen-3,5-on) og aðrir kúrkúmínóíðar eru náttúruleg efni sem er að finna í kryddi og notuð sem matarlitur. Þessi efni hafa margskonar líffræðilega virkni í því er lyfjafræðileg notkun þeirra mjög áhugaverð. Lyfjaþróun er þó takmörkuð að lítill leysni og efnafræðilegum og ljósefnafræðilegum óstöðugleika. Sýnt hefur verið fram á að sýklódextrín geta aukið leysni og stöðugleika kúrkúmíns en lítið er vitað um áhrif þeirra á aðra kúrkumínóíða. Tilgangur verkefnisins var að kanna eðlisefnafræðilega eiginleika kúrkúmínóíð-sýklódextrínfléttna og hvernig bygging kúrkúmínóíða hefur áhrif á fléttumyndunina.

Efniviður og aðferðir: Sex kúrmínóíðar voru smíðaðir með þekktum efnasmíðaaðferðum og bygging þeirra var staðfest með NMR. Rannsóknir á vatnsrofi, leysni, oktanól-vatns dreifingu, og ljósstöðugleika voru gerðar fyrir 10% (w/v) hýdroxýprópýl-β-sýklódextrín (HPβCD), metýlerað-β-sýklódextrín (MβCD) og hýdroxýprópýl-γ-sýklódextrín fléttumyndunarlausnir.

Niðurstöður og ályktanir: Helmingunartími kúrkúmínóíðanna var meiri en 100 tímar, við 30°C, í pH 5 lausnum, en niðurbrotið var töluvert við pH 10. Kúrkúmín og 1-(4-hýdroxý-3-metoxýfenýl)-1-hexen-3,5-on voru óstöðugustu efnin. Stöðugleiki kurkúmínóíðanna jókst við það að mynda fléttu við sýklódextrín. Stöðgunaráhrif sýklódextrínanna voru HPβCD ~ MβCD > HPγCD. Leysni- og fasadreifingarmælingar sýndu að efni með umfangsmikla sethópa á fenýlkjarnanum höfðu mikla sækni í HPγCD, en efni með litla sethóp eða án sethópa mynduðu betri fléttur við β-sýklódextrín. Ljósefnafræðilegur stöðugleiki efnanna var lítill og stöðuleiki efnanna var minni í 10% HPβCD lausn en í metanóllausn.


V 78 Áhrif hýdroxýprópýl-β-sýklódextrína á kyrrstætt vatnslag við yfirborð himna


Fífa Konráðsdóttir, Þorsteinn Loftsson, Már Másson

Lyfjafræðideild HÍ


fifa@hi.is


Inngangur: Sýklódextrín eru hringlaga fásykrur sem hafa þann eiginleika að geta aukið vatnsleysni margra fitusækinna lyfja og einnig auðveldað flutning lyfja yfir kyrrstætt vatnslag sem er talið myndast vegna þéttpökkunar vatnssameinda við yfirborð lífrænna himna. Áhrif hýdroxýprópýl-β-sýklódextríns á kyrrstæða vatnslagið voru könnuð í himnulíkani með tvenns konar himnum.

Efniviður og aðferðir: SpectraPor® sellófanhimnur og ný gerð samsettra SpectraPor® sellófan/oktanól-nítrósellulósa (C/ON) himna voru prófaðar og fitusækið steralyf, hýdrókortisón (HC) valið til tilrauna. Flæði (flux) hydrókortisóns úr 5% (w/v) HPβCD vatnslausn yfir himnur með 1-10% (w/v) HPβCD í móttökufasa var reiknað út útfrá sýnum sem voru tekin úr móttökufasa Franz flæðisella á 30-60 mínútna fresti í fjórar klukkustundir og magnmæld í vökvaskilju (HPLC). Flæði úr 16 mg/mL HC 1-15% (w/v) HPβCD vatnslausnum var kannað við fast sýklódextrínmagn (10% w/v) og einnig þegar sami styrkur sýklódextríns var beggja megin himnanna.

Niðurstöður: Kyrrstæða vatnslagið reyndist ráðandi í hindrun á flæði hýdrókortisóns (HC). Sýklódextrínstyrkur í móttökufasa hafði ekki teljandi áhrif á flæði HC yfir himnurnar þar til HPβCD styrkur í vatnslausn náði 10% (w/v). Aukinn styrkur HPβCD í gjaffasa jók flæði HC yfir himnurnar upp að 10% (v/w) HPβCD þar sem hægði á HC flæði yfir báðar himnugerðir, þó marktækt meira (p=0,00217 Wilkoxon rank sum test) hjá sellófanhimnunni en C/ON himnunni.

Ályktanir: Hýdroxypropyl-β-sýklódextrín draga úr hindrun kyrrstæða vatnslagsins á flæði hýdrókortisóns. En þegar styrkur HPβCD er orðin meiri en þarf til að leysa upp lyfið fóru sýklódextrínsameindirnar að valda hindrun á flæði lyfsins.V 79 Þróun og mat á slímhimnubindandi filmum úr kítósani


Freyja Jónsdóttir1, Skúli Skúlason1,3, W. Peter Holbrook2, Þórdís Kristmundsdóttir1

1Lyfjafræðideild og 2tannlæknadeild HÍ, 3Líf-Hlaup ehf.


thordisk@hi.is


Inngangur: Filmur til lyfjagjafar um munnhol eru nýleg lyfjaform en þær henta meðal annars fyrir lyf sem hafa stuttan helmingunartíma, eru viðkvæm fyrir ensímniðurbroti í meltingarfærum eða eru gefin í lágum styrk. Fjölliðan kítósan hefur mikla viðloðunarhæfni við slímhúð og gæti því hentað vel sem burðarefni í filmur. Markmið rannsóknarinnar var að þróa aðferð til framleiðslu kítósanfilma til lyfjagjafar í munnhol og að gera samanburð á eiginleikum filma úr mismunandi tegundum af kítósani með tililti til viðloðunar, slitþols og bólgnunar.

Efniviður og aðferðir: Unnið var með fimm gerðir kítósans af mismunandi seigjustigi. Kítósan var leyst í mjólkursýru og filmurnar framleiddar með uppgufunaraðferð. Hýdroxýprópýlmetýlcellulósa (HPMC) var notuð til að bæta eiginleika filmanna og própýlen glýkól sem mýkingarefni. Áhrif hitastigs og þurrkaðstæðna á eiginleika filmanna var könnuð. Mældir voru viðloðunar- og slitþolseiginleikar með Texture analyser TA-XT2i og bólgnun filmanna í gervimunnvatnslausn.

Niðurstöður:


Hitastig hafði áhrif á þurrktíma og eiginleika filmanna. Þurrkun við 40°C virtist ekki valda eðlisbreytingu á kítósani. Bólgnunarstuðull filmanna var á bilinu 20-50 en bólgnun óx lítillega með lækkandi seigjustigi kítósans. Viðloðunareiginleikar filmanna jukust þegar styrkur kítósans var aukinn á kostnað HPMC en einnig jókst viðloðun filmanna með hækkandi seigjustigi kítósans. Ekki var augljóst samband milli slitkrafts og seigjustigs annars vegar og styrks kítósans hins vegar. Niðurstöður bentu til að teygjanleiki filmanna aukist með auknu magni HPMC.

Ályktanir: Eiginleikar filmanna stjórnuðust af seigjustigi og styrk kítósans svo og þeim hjálparefnum sem notuð voru við gerð þeirra.


V 80 Sjálfsmat á starfsfærni kjálkans. Faraldsfræðileg könnun meðal Íslendinga á fertugsaldri


Karl Ö. Karlsson1, Eiríkur Ö. Arnarson2, Sigurjón Arnlaugsson1, Björn R. Ragnarsson1, Þórður E. Magnússon1

1Tannlæknadeild HÍ, 2geðdeild Landspítala


kok@hi.is


Inngangur: Einstök einkenni álagstengdra kjálkakvilla eru algeng. Margir sjúklingar leita sér fyrst og fremst meðferðar til að endurheimta verkjalausa starfsfærni. Mat á starfsfærni er mikilvægt í langvinnum sjúkdómum þar sem ekki er um fullkominn bata að ræða.

Markmið rannsóknarinnar var að meta starfsfærni kjálkans hjá slembiúrtaki fullorðinna með spurningakönnun og þáttagreiningu.

Efniviður og aðferðir: Efniviði hefur verið lýst áður (Ragnarsson, et al 2003). Til að meta starfsfærnina var notaður 17 atriða mælitæki þar sem viðkomandi gat gefið til kynna hversu erfitt var að nota kjálkann við ýmis störf (alls ekki, dálítið, talsvert, mjög, afar erfitt eða ómögulegt). Þáttagreining var notuð til að kvarða spurningalistann. Vísitala var fengin fyrir fötlun kjálkans og hún metin (lítil – miðlungs – mikil)

Niðurstöður: Alls bárust svör 1.192 einstaklinga (80% svörun). Sex prósent (73) svöruðu ekki öllum spurningunum á prófinu og 656 (59%) höfðu gildið 0 (alls ekki erfitt) á öllum spurningunum. Við mat á fötlun kjálkans reyndust 96% hafa litla eða enga fötlun, 3,5% miðlungs, og 0,5% mikla fötlun. Svör 463 voru notuð við þáttagreiningu. Fyrsti aðalþátturinn var vegin samtala allra þáttanna með jákvæðum vogtölum frá 0.45 til 0,77, sem bendir til þess að vísitala prófsins sé hæf til að túlka fötlun kjálkans í heild. Þessi þáttur skýrði 49% af heildarfrávikinu og myndaði þáttinn tyggifærni. Annar þátturinn skýrði önnur 11% og myndaði þáttinn félagsfærni þar sem aðallega var um að ræða störf sem snúa að daglegum samskiptum. Þriðji þátturinn, gapfærni, skýrði 6% og sneri að störfum þar sem opna þarf munninn mikið.

Ályktanir: Fjórir af hundraði Íslendinga á fertugsaldri telja sig hafa miðlungs eða mikla skerðingu á starfsfærni kjálkans, einkum tengda tyggingu.


V 81 Selen í hrútum. Metið með ákvörðunum á GPX-virkni í blóði


Sigurður Sigurðarson1,2, Kristín Björg Guðmundsdóttir1, Jakob Kristinsson3, Þorkell Jóhannesson3, Tryggvi Eiríksson4


1Rannsóknadeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum, Keldum 2Landbúnaðarstofnun, Selfoss, 3rannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 4Landbúnaðarháskóli Íslands


kbg@internet.is


Inngangur: Selen hefur nær ekkert verið rannsakað í hrútum á Íslandi. Ensímið glútatíon-peroxídasi (GPX) í blóði sauðfjár (og fleiri húsdýra) inniheldur selen og eru GPX-gildi því oft notuð til þess að fá hugmynd um selenþéttni í blóði húsdýra. GPX-virkni í blóði, sem er minni en 100 einingar/g hemóglóbíns (Hb), bendir á selenskort.

Efniviður og aðferðir: Safnað var blóðsýnum úr 23 hrútum, tveggja til fimm vetra, á átta bæjum í nóvember 2005 til janúar 2006. GPX-virkni var ákvörðuð með ljósgleypni (spectrophotometric assay). Niðurstöður eru gefnar upp sem einingar/g Hb.

Niðurstöður: GPX-gildi voru á bilinu 83-704 ein./g Hb. Fimm hrútar á einum bæ höfðu sumarlangt og fram á haust gengið á mýrlendi, uns þeir voru teknir á hús í byrjun nóvember. Þeir höfðu verið fóðraðir á heyi, en ekki fengið nein sölt eða annað fóður. GPX-gildi þeirra voru innan við 100 ein./g Hb eða lítið eitt þar yfir. Á hinum bæjunum sjö voru GPX-gildi í blóði allra hrúta, að tveimur undanskildum, vel umfram 100 ein./g Hb. Athygli vakti, hve GPX-gildi voru há í tveimur hrútum sem á húsi voru eingöngu fóðraðir á há, og í einum hrúti sem gengið hafði í fjalllendi yfir sumartímann, en ekki fengið neina selenuppbót eftir að hann var tekinn á hús.

Ályktanir: Ætla má, að gjöf selens á formi saltsteina, fóðurbætis eða stungulyfs (með eða án E-vítamíns) tryggi að GPX-gildin séu oftast vel ofan ætlaðra skortsmarka. Þessu var öðruvísi farið um hrúta, sem verið höfðu sumarlangt á mýrlendi og ekki höfðu fengið neina selenuppbót eftir að þeir voru teknir á hús. Há GPX-gildi í blóði þess hrúts sem gekk í fjalllendi sumarlangt benda hins vegar enn til þess að fjallagróður sé öflugur selengjafi og hið sama virðist einnig geta átt við um há.

Selenskortur er engu minna mál í hrútum en ám.V 82 Járn og járn/mangan-hlutfall í heyi á íslenskum sauðfjárbúum. Tengsl við riðu


Kristín Björg Guðmundsdóttir1, Sigurður Sigurðarson1,2, Jakob Kristinsson3, Tryggvi Eiríksson4, Þorkell Jóhannesson3

1Rannsóknadeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum, Keldum, 2Landbúnaðarstofnun, Selfoss, rrannsóknastofa í lyfja- og eiturefnafræði HÍ, 4Landbúnaðarháskóli Íslands


kbg@simnet.is


Inngangur: Talið er, að þættir í umhverfinu, til dæmis snefilefni í fóðri, skipti máli fyrir uppkomu riðu í sauðfé. Því var kannað, hvort einhver tengsl væru milli járnþéttni í heyi og staksettrar (sporadic) uppkomu klínískrar riðu í sauðfé. Þar sem járn og mangan eru talin vera andvirk efni (antagonists) í plöntum, voru járn/mangan-hlutföll í heysýnunum jafnframt reiknuð.

Efniviður og aðferðir: Safnað var samtals 172 heysýnum einkum úr rúlluböggum á 47 bæjum af uppskerum áranna 2001, 2002 og 2003. Bæjunum var skipt í fjóra flokka eftir því hvort og hvenær riða hefði komið þar upp. Járn og mangan var ákvarðað í sýnunum með ICP-tækni.

Niðurstöður: Mest járn var í heyi frá riðubæjunum (riða í gangi) og var að meðaltali marktækt meira (P = 0,001) en í heyi frá bæjum í hinum flokkunum. Meðal járn/mangan-hlutfall í heyi frá riðubæjum var einnig marktækt hærra en í heyi frá riðulausum bæjum og fjárskiptabæjum (áður riða en fénu fargað og nýtt fé fengið), og munurinn var hámarktækur (P<0,001).

Ályktanir: Járn í íslensku heyi virðist vera svo mikið að jaðri við ofgnótt eða eitrun í plöntum í vissum tilvikum. Þetta á einkum við hey frá riðubæjum. Í heysýnum frá riðubæjum fór saman mikið járn og mikið mangan og svo aftur á móti minnkandi járn/mangan-hlutfall í heysýnum eftir því sem uppkoma klínískrar riðu var talin ólíklegri. Þetta bendir eindregið til þess að hey frá riðubæjum sé með tilliti til þéttni þessara snefilefna öðruvísi en hey frá bæjum í öðrum riðuflokkum. Nánari rannsókn á járni og mangan í jarðvegi og fóðri kann því að skýra hvers vegna riða kemur þráfaldlega upp á sumum sauðfjárbúum en ekki öðrum.


V 83 Ómega-3 fjölómettaðar fitusýrur auka TNF- myndun en hafa ekki áhrif á IL-10 myndun kviðarholsátfrumna í rækt


Ingibjörg Helga Skúladóttir, Dagbjört Helga Pétursdóttir, Ingibjörg Harðardóttir

Lífefna- og sameindalíffræðistofa, læknadeild HÍ


ih@hi.is


Inngangur: Fiskolía, rík af ómega-3 fjölómettuðum fitusýrum (FÓFS), eykur TNF- myndun en minnkar IL-10 myndun staðbundinna kviðarholsátfrumna úr músum ex vivo. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif ómega-3 FÓFS í rækt á TNF- og IL-10 myndun kviðarholsátfrumna úr músum og áhrif fiskolíu í fæði músa á fjölda kviðarholsátfrumna sem seyta TNF- og IL-10.

Efniviður og aðferðir: Staðbundnar og aðkomnar kviðarholsátfrumur úr BalbC músum, ásamt átfrumulínu, RAW 264.7, voru ræktaðar án eða með arakídónsýru (AA, n-6), línólsýru (LA, n-6), eikósapentaensýru (EPA, n-3), eða dókósahexaensýru (DHA, n-3). Frumurnar voru örvaðar með LPS og styrkur TNF- og IL-10 mældur í floti með ELISA aðferð. BalbC mýs fengu fæði bætt með fiskolíu eða kornolíu í fjórar vikur. Staðbundnar kviðarholsátfrumur voru einangraðar og fjöldi frumna sem seyta TNF- og IL-10 metinn með ELISpot aðferð.

Niðurstöður: Kviðarholsátfrumur ræktaðar með ómega-3 FÓFS seyttu marktækt meira TNF- en frumur ræktaðar með ómega-6 FÓFS. Ómega-3 FÓFS höfðu lítil áhrif á IL-10 myndun. Fiskolía í fæði jók meðal TNF- myndun hverrar kviðarholsátfrumu en hafði ekki áhrif á fjölda frumna sem seyttu TNF-. Hins vegar voru færri IL-10 myndandi frumur í kviðarholi músa sem fengu fiskolíu en í kviðarholi músa sem fengu kornolíu. Fiskolía í fæði hafði ekki áhrif á meðal IL-10 myndun hverrar frumu.

Ályktanir: Ómega-3 FÓFS hafa sömu áhrif á TNF- myndun kviðarholsátfrumna in vitro og fiskolía í fæði hefur á TNF- myndun þeirra ex vivo. Þessi áhrif skýrast líklega af innlimun fitusýranna í frumuhimnur og áhrifum þeirra á starfsemi frumnanna. Á hinn bóginn hafa ómega-3 FÓFS ekki áhrif á IL-10 myndun hverrar átfrumu hvort sem þær eru gefnar í fæði eða í rækt. Fiskolía í fæði fækkar hins vegar fjölda frumna í kviðarholi músa sem seyta IL-10.


V 84 Frumdýrasníkjudýr í hreindýrum Rangifer tarandus á Íslandi


Karl Skírnisson1, Berglind Guðmundsdóttir1, Bjørn Gjerde2

1Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Parasitology laboratory, Norwegian School of Veterinary Science, Osló


karlsk@hi.is


Inngangur: Hreindýr á Íslandi eru upprunnin í Noregi og hafa lifað hér í ríflega tvær aldir. Að minnsta kosti 20 tegundir frumdýrasníkjudýra af 11 ættkvíslum (Babesia, Besnoitia (Fibrocystis), Cryptosporidium, Eimeria, Entamoeba, Giardia, Isospora, Maegtryphanum, Sarcocystis, Toxoplasma og Trypanosoma) eru þekkt í hreindýrum erlendis. Ekkert var vitað um frumdýrasníkjudýr í hreindýrum hér á landi við upphaf athugananna.

Efniviður og aðferðir: Árin 2003-2005 var leitað að frumdýrasníkjudýrum í meltingarvegi með því að skoða saursýni úr 192 kálfum og 56 fullorðnum hreindýrum með McMaster og FEC botnfellingaraðferðum. Einnig var leitað að þolhjúpum Giardia sp. og Cryptosporidium sp. með ónæmisljómun. Þá var leitað að Besnoitia, Sarcocystis og Toxoplasma í HE lituðum vefjasneiðum úr 34 dýrum. Bein leit var gerð að Sarcocystis í vélinda og þind 11 dýra.

Niðurstöður: Alls fundust átta frumdýrasníkjudýr. Í meltingarvegi fundust þrjár tegundir hnísla; Eimeria mayeri, E. rangiferis og E. hreindyria. Allir voru hníslarnir sjaldgæfir. Þolhjúpar Giardia fundust í saur 13,5% kálfa en aldrei í fullorðnum dýrum. Entamoeaba sp. var algeng bæði í kálfum (59%) og fullorðnum dýrum (65%). Vefjaþolhjúpar þriggja Sarcocystis tegunda fundust; S. rangi sást í 64% tilfella, S. hardangeri fannst í 36% og S. tarandivulpes sást í 18% dýranna.

Ályktanir: Engin ofangreindra tegunda hafði áður verið staðfest í hreindýrum hér á landi. Tvær hníslategundanna voru áður óþekktar og hefur verið lýst sem nýjum tegundum. Eimeria spp. og Sarcocystis spp. eru sérhæfð hreindýrasníkjudýr sem talin eru hafa borist til landsins með forfeðrunum og hafa lifað í stofninum allar götur síðan. Giardia og Entamoeba sp. eru ekki nauðbundnar hreindýrum heldur lifa hér meðal annars í sauðfé. Vanþrif hreindýra hér á landi af völdum frumdýrasníkjudýra eru almennt séð álitin vera lítil sem engin.V 85 Ormasýkingar í hreindýrum Rangifer tarandum á Íslandi


Karl Skírnisson1, Berglind Guðmundsdóttir1, Eric Hoberg2

1Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2US National Parasite Collection & Animal Parasitic Disease Laboratory, USDA, Beltsville, Maryland, USA


karlsk@hi.is


Inngangur: Hreindýr voru flutt frá Noregi til nokkurra staða á landinu fyrir ríflega tveimur öldum. Þau dóu alls staðar út nema á Austurlandi þar sem stofninn komst í verulega útrýmingarhættu á fyrri hluta 20. aldar. Erlendis hafa víðtækar athuganir verið gerðar á ormasýkingum og óværu hreindýra. Athugun á helstu heimildum um þetta efni leiddi í ljós 65 tegundir. Lengstur er listinn yfir þráðorma, 44 tegundir, en þar eru líka átta bandorms-, sjö ögðu- og sex óværutegundir.

Efniviður og aðferðir: Við rannsóknir á 58 hreindýrum á árunum 2003-2005 var leitað að lirfustigum (sullum) bandorma. Tegundir og fjöldi orma voru rannsökuð í mjógörn og langa 39 dýra en vinstrarormar í 24 dýrum. Þráðorma var leitað í lungum 34 dýra og óværu í nefholi, eyrum og á húð eða í feldi 16 dýra. Leitað var með Baermann aðferð að lirfum lungnaorma í saursýnum úr 56 dýrum. Fjöldi þráðormseggja í grammi saurs var metinn með McMaster aðferð í 192 kálfum og 56 fullorðnum dýrum.

Niðurstöður: Alls fundust átta tegundir þráðorma og ein bandormstegund. Í vinstur voru þrjár tegundir þráðorma; Ostertagia ostertagi, Teladorsagia circumcincta og Trichostrongylus axei; í mjógörn voru þráðormarnir Capillaria bovis, Nematodirus filicollis og N. spathiger og bandormurinn Moniezia expansa. Í langa fundust þráðormarnir Chabertia ovina og Oesophagostomum venulosum. Hvorki fundust þráðormar í lungum, sullir, ummerki um ögðusýkingar í meltingarvegi né óværa af neinu tagi.

Ályktanir: Ormasýkingar voru það litlar og sjaldgæfar að þær eru eru almennt ekki álitnar valda vanþrifum. Allar tegundirnar nema C. bovis eru vel þekkt sníkjudýr annarra jórturdýra hér á landi, aðallega sauðfjár og geita, en einnig nautgripa (O. ostertagi) sem og hrossa (T. axei). Flestar illskeyttustu óværu- og ormategundir hreindýra í Noregi lifa ekki í hreindýrum hér á landi.


V 86 Einangrun og virknimælingar á peptíðasa úr seyti fisksýkilsins Moritella viscosa


Bryndís Björnsdóttir1, Guðmundur Ó. Hreggviðsson2, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1

1Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Prokaria


bjarngud@hi.is


Inngangur: Gram neikvæða bakterían Moritella viscosa veldur sjúkdómi sem kallast vetrarsár í laxfiskum og þorski. Markmið rannsóknarinnar voru að einangra MvP1 peptíðasann sem finnst í seyti bakteríunnar og að gera á honum virknimælingar.

Efniviður og aðferðir: Utanfrumuafurðir bakteríunnar voru þéttar með saltútfellingu og MvP1 peptíðasinn einangraður á jónskipta- og gelsúlum. Azocasein próf og zymogram prótein rafdráttur voru notuð til að ákvarða virkni peptíðasans. Mismunandi ensímhindrum var blandað saman við peptíðasann og athugað hvort þeir hindruðu niðurbrot azocaseins. Gerð var N-enda amínósýru raðgreining á MvP1 peptíðasanum og gen hans einangrað og raðgreint.

Helstu niðurstöður: Virkur MvP1 peptíðasi var framleiddur í veldisvexti bakteríunnar, hann hafði gelatín- og kaseinasavirkni og einkenni málmpróteasa. Próteolytískir eiginleikar utanfrumuafurða M. viscosa voru stöðugir upp að 50°C en mest virkni mældist við 30°C. Mólþungi einangraða peptíðsins, ákvarðaður með SDS-PAGE rafdrætti, var 39 kDa. Raðgreining gensins leiddi í ljós 2214 bp (738 as) opinn lesramma með 62% amínósýru samsvörun við málmpeptíðasa Pseudoalteromonas sp. A28 sem hefur mólþungann 38 kDa.

Ályktanir: Eiginleikar og amínósýruröð MvP1 leiddu í ljós að ensímið er vibriolysin (M4.003) í thermolysin fjölskyldu (M4) málmpeptíðasa (Merops). Hlutverk MvP1 sem sýkiþáttur bakteríunnar M. viscosa er enn óþekkt, en nokkur thermolysin hafa verið tengd við sýkingarmátt baktería.


V 87 Næmi þorsks fyrir sýkingu bakteríunnar Moritella viscosa og mat á ónæmissvörn hjá bólusettum fiski


Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum


bjarngud@hi.is


Inngangur: Árleg afföll í laxeldi af völdum vetrarsára, sem bakterían Moritella viscosa orsakar, eru veruleg. Til er ein heimild um að M. viscosa sýki þorsk en ekki er vitað hve næmur þorskurinn er. Markmið rannsóknarinnar var að meta næmi þorsks í sýkingatilraunum og kanna hvort þorskur bólusettur með fjölgildu laxabóluefni væri varinn fyrir sýkingu bakteríunnar.

Efniviður og aðferðir: M. viscosa stofn einangraður úr sjúkum laxi var notaður í sýkingartilraunir. Þorskur (35g) var sýktur með sprautun í vöðva eða kviðarhol eða með böðun í bakteríulausn. Fylgst var með fiskinum í fjórar vikur eftir sýkingu. Sýking var staðfest með endurræktun bakteríu úr framnýra. Bólusett var með fjórgildu laxabóluefni, sem inniheldur bæði M. viscosa og Vibrio anguillarum. Vörn var metin í sýkingartilraunum bæði með M. viscosa og V. anguillarum. Vörn var metin sem hlutfallsleg lifun bólusetts fisks miðað við óbólusettan fisk í baðsmiti.

Niðurstöður: Þrjátíu og átta prósent af baðsýktum þorski drapst vegna sýkingar. Dauði sprautusýkts fisks var í réttu hlutfalli við þá skammtastæð sem hann fékk. Reiknaður fimmtíu prósent banaskammtur þorsks, sem sýktur var með sprautun í vöðva var 1,5x105 eyðumyndandi þyrpingar (EMÞ)/fisk og minnsti banaskammtur hans 4x104 EMÞ/fisk. Samsvarandi skammtar voru þrefallt hærri hjá þorski, sýktum með sprautun í kviðarhol. Af bólusettum þorski lifðu 72% baðsýkingu með M. viscosa en 67% af óbólusettum fiski lifðu sömu sýkingu. Allur bólusettur fiskur lifði sýkingu með V. anguillarum en aðeins 41% af óbólusetta fiskinum.

Ályktanir: Sýking M. viscosa er áhættuþáttur í þorskeldi. Bólusetning með fjölgildu laxabóluefni veitti þorski ekki vörn gegn sýkingu M. viscosa, en hins vegar var fiskurinn vel varinn fyrir sýkingu V. anguilarum. Þróa þarf ný bóluefni gegn vetrarsárum í þorski.


V 88 Sníkjudýr urriða (Salmo trutta) og bleikju (Salvelinus alpinus)

í Elliðavatni og Hafravatni


Sigurður H. Richter, Árni Kristmundsson

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum


shr@hi.is


Inngangur: Elliðavatn og Hafravatn eru í nágrenni Reykjavíkur. Í þau bæði renna ár og aðrar úr þeim til sjávar. Enda þótt vötnin séu svipuð að staðsetningu og flatarmáli, þá eru ýmis lífsskilyrði talsvert ólík, einkum dýpt og vatnsmagn. Auk urriða og bleikju eru í vötnunum hornsíli, áll og lax.

Efniviður og aðferðir: Á árunum 2002-2005 voru veiddir fimm urriðar og fimm bleikjur í hvoru vatni að vorlagi og og sami fjöldi af hvorri tegund og vatni að haustlagi. Samtals 20 urriðar og 20 bleikjur. Lengd og þyngd fiskanna voru skráðar og aldur greindur. Fiskarnir voru síðan krufnir vandlega í leit að sníkjudýrum, þau greind til tegundar eða ættkvíslar og fjöldi þeirra talinn eða metinn. Sérstök áhersla var lögð á að leita að smásæjum sníkjudýrum, en vitneskja um þau var mjög takmörkuð fyrir. Munur á tegundasamsetningu og tíðni sníkjudýra milli hýsiltegunda, vatna og árstíma var skoðaður.

Helstu niðurstöður og ályktanir: Að minnsta kosti 21 tegund sníkjudýra fannst.

Protozoa (frumdýr): Hexamita salmonis, Apiosoma sp., Capriniana piscium, Trichodina sp., Dermocystidium branchiale.

Metazoa (fjölfrumungar): Chloromyxum truttae, Myxidium (truttae) sp., Myxobolus arcticus, Myxobolus cerebralis, Myxobolus neurobius, Sphaerospora truttae, Apatemon gracilis, Diplostomum sp., Crepidostomum farionis, Phyllodistomum conostomum, Diphyllobothrium sp., Eubothrium crassum, E. salvelini, Philonema oncorhynchi, Capillaria salvelini og Salmincola (edwardsi) sp.

Meirihluti tegundanna fannst í báðum vötnunum og/eða í báðum hýsiltegundunum. Magn sumra þessara tegunda var þó breytilegt eftir vötnum og/eða hýsiltegundum.

Sex tegundir; Dermocystidium branchiale, Chloromyxum truttae, Myxidium (truttae) sp., Myxobolus arcticus, Myxobolus neurobius og Sphaerospora truttae höfðu ekki fundist áður hér á landi.


V 89 Smíði á flúrljómandi visnuveiruferju


Katrín Ólafsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Valgerður Andrésdóttir

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum


katrino@hi.is


Inngangur: Mæði-visnuveiran (MVV) tilheyrir flokki lentiveira og er því náskyld eyðniveirunni (HIV). Í rannsóknum á lentiveirum er mikilvægt að hanna kerfi þar sem hægt er að nema veiruna á skjótan og afgerandi hátt. EGFP genið (enhanced fluorecent protein) er talið vera góður kostur í þessu sambandi því það flúrljómar án nokkurra hjálparþátta. Kerfi þar sem smíðuð er heil sýkjandi veira með EGFP gen innlimað í stað annars gens hafa verið útbúin bæði fyrir HIV og MVV. Ekki hefur enn tekist að fá sýkjandi veirur í MVV en það hefur tekist í HIV.

Rannsóknir hafa sýnt að Tat prótein MVV og geitavisnuveirunnar (caprine arthritis encephalitis virus, CAEV) hefur litla sem enga trans-virkjunarvirkni miðað við í HIV-1 og nýlegar rannsóknir benda til þess að Tat í MVV og CAEV sé samsvarandi við Vpr prótein í HIV-1. Í CAEV hefur verið sýnt fram á að veirur án tat gens eftirmyndast bæði in vivo og in vitro.

Efniviður og aðferðir: Í þessari rannsókn var smíðuð heil visnuveiruferja þar sem EGFP gen var innlimað inn í stað tat gens veirunnar. Tat genið var klippt út að mestu, og þess var gætt að splæsiset væru ósnert. EGFP genið var innlimað inn í sama lesramma og fyrsta amínósýra tat gensins. Einnig var smíðaður MVV klónn án tat (MVV∆ tat). Visnuveiruferjurnar voru genaleiddar inn í kinda-fósturliðþelsfrumur og tjáning á EGFP MVV∆ tat/EGFP var staðfest með confocal flúrsmásjá. Víxlritunarvirkni var mæld í kinda-fósturliðþelsfrumunum eftir ákveðinn tíma.

Niðurstöður og ályktanir: Tjáning á EGFP próteininu sást eftir þrjá sólarhringa. Það mynduðust ekki sýkingarhæfar MVV∆ tat/EGFP né MVV∆ tat veirur. Tat próteinið í MVV virðist vera lífsnauðsynlegt fyrir eftirmyndun veirunnar.


V 90 Kýlaveikibróðir í íslenskum eldisþorski, Gadus morhua


Árni Kristmundsson, Sigurður Helgason, Matthías Eydal, Slavko H. Bambir

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum


arnik@hi.is


Inngangur: Undanfarin ár hefur þorskeldi verið stundað við Ísafjarðardjúp. Seiði á fyrsta aldursári eru veidd og alin í strandkerjum frá hausti til næsta vors og þá flutt í sjókvíar til eldis í sláturstærð. Samhliða villiseiðum er alinn nokkur fjöldi seiða af eldisuppruna. Fjöldi fiska í eldinu hefur aukist jafnt og þétt, úr 60.000 fyrsta árið í um 1 milljón nú seinustu ár.

Markmið verkefnisins var að fylgjast með heilsufari nokkurra árganga fiska allan eldisferilinn.

Efniviður og aðferðir: Reglubundin sýnataka var á fiski úr kerjum og sjókvíum. Auk þess voru fiskar rannsakaðir ef óvenjumikilla affalla gætti. Fiskar voru krufðir, sjúkdómseinkenna leitað og bakteríur ræktaðar á blóðagar (2% NaCl) úr sýktum líffærum.

Niðurstöður: Í ljós kom að bakterían Aeromonas salmonicida undirteg. achromogenes er veldur kýlaveikibróður, var tíður sjúkdómsvaldur. Blóðsókn, blæðingar í roði, uggum, tálknlokum, tálknum, munnsvæði og augum svo og í ýmsum innri líffærum eins og lifur og hjarta voru algeng einkenni. Bólguhnúðar í tálknum og innri líffærum, einkum í hjarta, voru einnig áberandi.

Í keraeldinu bar lítið á kýlaveikibróður fyrstu árin, en er á leið varð veikin þar viðvarandi. Í kvíaeldinu hefur sýkin verið meira eða minna viðvarandi í öllum árgöngum. Endurtekin lyfjagjöf hefur reynst nauðsynleg.

Ályktanir: Jafnhliða auknu umfangi eldis hefur kýlaveikibróðir valdið vaxandi vanda, bæði í kerjaeldi og í sjókvíum. Þetta er ólíkt reynslu annarra þjóða sem stunda þorskeldi, en þar hefur kýlaveikibróðir ekki enn valdið teljandi tjóni. Sjúkdómsfaraldrar tengjast hér jafnan ýmsum streituvöldum svo sem óhagstæðum umhverfisaðstæðum. Sýkin er ekki síst alvarleg fyrir þá sök að gegn henni eru ekki enn tiltæk bóluefni.

Þakkir: Verkefnið er styrkt af AVS sjóði sjávarútvegsráðuneytisins.


V 91 Óþekkt hnísildýr í hörpuskel, Chlamys islandica, við Ísland. Orsök affalla í stofninum?


Árni Kristmundsson
, Sigurður Helgason, Slavko H. Bambir, Matthías Eydal

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum


arnik@hi.is


Inngangur: Mikil afföll hafa orðið á hörpuskel við Ísland síðustu ár, einkum í eldri skel (>5sm). Stofnvístalan er nú aðeins um 20% af meðaltali áranna 1996-2000. Markmið verkefnis er að rannsaka hvort sjúkdómar eigi þátt í afföllunum.

Efniviður og aðferðir: Frá árinu 2002 hafa staðið yfir rannsóknir á hörpudiski úr Breiðafirði frá nokkrum veiðsvæðum á mismunandi árstímum. Einnig hafa verið rannsakaðar skeljar úr Arnarfirði, Hvalfirði. Hugsanlegir sjúkdómsvaldar eru greindir, lífsferill þeirra skilgreindur og samspil sýkinga við aldur, árstíma og búsvæði skelja kannað.

Niðurstöður: Tvær tegundir hnísildýra (innanfrumusníkjudýr) hafa greinst: 1) Margolisiella tegund: sýkir hjartaþelsfrumur, sýkingartíðni nær 100% í öllum stærðarhópum allra svæða. Samband sýkingarmagns og skeljastærðar er veikt, ómerkjanlegur munur er á smittíðni og -magni eftir árstíma og engar afgerandi vefjaskemmdir greinast. 2) “Hnísildýr X”: sýkir blóðfrumur og veldur skemmdum á vöðvafrumum, trúlega með seyti próteineyðandi ensíma. Sýkingar eru í skeljum allra sýnatökusvæða; tíðni í stærri skeljum (>3sm) nær 100% en mun lægri í þeim minni. Marktækt jákvætt samband er á milli sýkingarmagns og stærðar. Stórsæ sjúkdómseinkenni sjást í vöðva mikið sýktra skelja og vefjaskemmdir eru oft umfangsmiklar. Ómarktækur munur er á sýkingarmagni milli árstíða og engin merki eru um að sýkingar séu í rénun.

Ályktanir: Báðar tegundirnar eru áður óþekktar vísindunum. Ekki virðist samband milli Margolisiella-sýkinga og affalla. Vefjaskemmdir og stórsæ einkenni fylgja hins vegar miklum sýkingum hnísildýrs-X og marktækt samband er á milli smitmagns og affalla. Líklegt er að sú tegund eigi stóran þátt í afföllum skeljanna.

Þakkir: Verkefnið er styrkt af Sjávarútvegsráðuneytinu og Hafrannsóknastofnuninni.


V 92 Breytileiki stofna gammaherpesveira í hrossum á Íslandi


Lilja Þorsteinsdóttir1,2, Valgerður Andrésdóttir1, Einar G. Torfason2, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir1, Vilhjálmur Svansson1

1Tilraunastöð HÍ í meinaræði að Keldum, 2rannsóknarstofa í veirufræði Landspítala


liljatho@hi.is


Inngangur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að hestar á Íslandi eru smitaðir með gammaherpesveirum (γ-EHV). Komið hefur í ljós að báðar gerið gammaherpesveira sem þekktar eru í hestum eru til staðar hérlendis, það er EHV-2 og EHV-5. Erfitt er að segja til um hvenær þær herpesveirur sem hér eru í hrossum bárust til landsins. Miðað við eðli herpessýkinga er ekki óvarlegt að álykta að vegna einangrunnar og hefts innflutnings hafi veirurnar komið til landsins með þeim hestum sem fluttir voru til landsins við upphaf Íslandsbyggðar.

Verkefninu er ætlað að veita innsýn í erfðafræðilegan breytileika EHV-2 og EHV-5 gammaherpesveiranna hérlendis og skoða skyldleika þeirra við erlenda stofna. Raðgreind verða fjögur gen úr innlendum og erlendum veirustofnum, það er gen glyB, glyH, DNA terminasa og DNA-háða DNA-fjölliðunarensím og þau borin saman. Verkefninu er einnig ætlað að lýsa hvort þúsunda ára einangrun í litlum stofni hafi haft einhver áhrif á erfðafræðilegan breytileika veiranna og aðlögun þeirra að hýsli.

Við rannsóknir á gammaherpesveirum í íslenskum hestum ræktaðist gammaherpesveira gEHV-Dv sem virðist við fyrstu athugun, í rækt og í týpusértæku γEHV-PCR, vera töluvert frábrugðin öðrum gammaherpesveirum úr hestum. Verkefninu er ætlað að skoða skyldleika hennar við aðrar gammaherpesveirur úr hestum.

Efniviður og aðferðir: Raðgreint var um það bil 550bp svæði glyB gensins í þremur veirueinangrunum, EHV-2-BR4 og gEHV-Dv úr íslenskum hestum og EHV-5 úr erlendum hesti.

Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýndu að EHV-2-BR4 hafði 97% samsvörun við EHV-2 úr genabanka og EHV-5 gaf 98% samsvörun við EHV-5 glyB úr genabanka. gEHV-Dv gaf hins vegar 90% samsvörun við EHV-2 úr genabanka en aðeins 79% samsvörun við EHV-5 glyB.

Ályktanir: Fyrstu niðurstöður benda til þess að gEHV-Dv sé líkari EHV-2 en EHV-5.

Þakkir: Verkefnið er styrkt af rannsóknasjóð RANNÍS.


V 93 Ónæmisörvun þorsklirfa. Áhrif á lifun, sjúkdómsþol og fleiri þætti


Bergljót Magnadóttir1, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir1, Sigrún Lange1, Agnar Steinarsson2, Matthías Oddgeirsson2, Slavko Bambir1, Sigríður Guðmundsdóttir1

1Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar á Stað, Grindavík


bergmagn@hi.is


Inngangur: Mikil afföll á lirfustigi, sem að einhverju leyti má rekja til sýkinga, er vandamál í þorskeldi. Ónæmiskerfi þorsks er ekki fullþroska fyrr en tveimur til þremur mánuðum eftir klak og því er hefðbundin bólusetning gagnslaus fyrir þann tíma. Fyrstu vikurnar eru þorsklirfur því háðar ósérvirkum eða meðfæddum ónæmisþáttum til varnar sýkingum. Fjölmörg efni geta örvað þessa ósérvirku ónæmisþætti. Þessir ónæmisörvar eru oft unnir úr bakteríum, sveppum, plöntum eða skelfisk og virkja “pattern recognition” prótín eða viðtaka.

Efniviður og aðferðir: Á þremur klaktímum, 2001, 2002 og 2003, á Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar voru áhrif ýmissa ónæmisörva á lifun og/eða sjúkdómsþol þorsklirfa rannsökuð. Bæði var meðhöndlað með böðun og fóðrun. Upptaka LPS (fitufjölsykra) á mismunandi tímum eftir klak var könnuð með ónæmisvefjaskoðun og flúrsmásjárskoðun og áhrif LPS á seltuþol og átfrumuvirkni þorsklirfa voru könnuð á mismunandi tímum eftir klak.

Helstu niðurstöður: Nokkur efni til dæmis DNA unnið úr gersveppi, fléttufjölsykrur og fitufjölsykrur úr bakteríunum Aeromonas salmonicida undirtegund salmonicida (Ass-LPS) eða undirtegund achromogenes (Asa-LPS) bættu lifun þorsklirfa og Ass-LPS virtist í fyrstu tilraunum bæta sjúkdómsþol. Önnur efni höfðu lítil áhrif og endurteknar prófanir með Ass/Asa-LPS ollu vonbrigðum. Upptaka á LPS var lítil á fyrstu dögum eftir klak en jókst hjá 30 daga gömlum lirfum. LPS hafði lítil sem engin áhrif á seltuþol, hins vegar hafði aldur lirfa áhrif á seltuþol. Átfrumuvirkni greindist fimm dögum eftir klak en örvandi áhrif af LPS greindust aðeins í eldri lirfum.

Ályktanir: Mikilvæg reynsla fékkst í þessum tilraunum á meðhöndlun og rannsóknum á þorsklirfun. Hins vegar er ljóst að þörf er á frekari rannsóknum á vænlegum ónæmisörvum og áhrifum þeirra á þorsklirfur.


V 94 Tíðni höfuðáverka meðal barna og unglinga í þéttbýli og dreifbýli


Jónas G. Halldórsson1, Kjell M. Flekkøy2, Kristinn R. Guðmundsson3, Guðmundur B. Arnkelsson4, Eiríkur Örn Arnarson1,5


1Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsvið, 2Psykologisk Institutt, Oslóarháskóla, 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 4félagsvísindadeild HÍ, 5læknadeild HÍ


jonasgh@landspitali.is


Inngangur: Rannsóknir benda til þess að tíðni höfuðáverka geti verið breytileg milli landa og landsvæða. Tíðnirannsóknir veita mikilvægar upplýsingar, meðal annars við þróun markvissra og árangursríkra fyrirbyggjandi aðgerða. Hér á landi hafa rannsóknir á höfuðáverkum fyrst og fremst beinst að höfuðborgarsvæðinu.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn er öll íslensk börn og unglingar á aldrinum 0-19 ára, sem greind voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á einu ári, frá 15. apríl 1992 til 14. apríl 1993 (N=550). Heildarfjöldi íslenskra barna var á þessum tíma 85.746. Um er að ræða framvirka rannsókn, þar sem leitað var til allra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi um upplýsingar um börn og unglinga sem greind voru með höfuðáverka. Skoðuð var mismunandi tíðni höfuðáverka eftir aldri, kyni, búsetu og alvarleika höfuðáverka. Búseta var annars vegar skilgreind sem þéttbýli, það er Reykjavíkursvæðið, og hins vegar sem dreifbýli, það er öll önnur svæði landsins. Höfuðáverkar voru flokkaðir eftir því hvort um var að ræða heilahristing greindan á bráðadeild, heilahristing sem leiddi til innlagnar, höfuðáverka sem leiddi til heilamars eða blæðingar og heilaskaða sem leiddi til dauða.

Helstu niðurstöður: Fleiri strákar en stelpur voru greindir með höfuðáverka. Hæsta tíðni höfuðáverka var í yngsta aldurshópnum, 0-4 ára, ekki síst vegna fjölda þeirra sem koma á bráðadeildir. Marktækt færri börn voru greind með höfuðáverka í dreifbýli en í þéttbýli. Sérstaklega á þetta við um greiningu höfuðáverka á bráðadeildum. Meirihluti látinna bjó í dreifbýli.

Ályktanir: Miðað við niðurstöður rannsókna, er ólíklegt að færri verði fyrir höfuðáverka í dreifbýli en þéttbýli. Því má álykta að einhverra hluta vegna leiti foreldrar í dreifbýli síður með börn sín, sem verða fyrir höfuðhöggi og heilahristingi, á heilsugæslustöðvar en foreldrar í þéttbýli.


V 95 Þurfa börn endurhæfingu?


Jónas G. Halldórsson1, Kjell M Flekkøy2, Kristinn R. Guðmundsson3, Guðmundur B. Arnkelsson4, Eiríkur Örn Arnarson1,5

1Sálfræðiþjónusta Landspítala, endurhæfingarsvið, 2Psykologisk Institutt, Oslóarháskóla, 3heila- og taugaskurðdeild Landspítala, 4félagsvísindadeild HÍ, 5læknadeild HÍ


jonasgh@landspitali.is


Inngangur: Höfuðáverkar og heilaskaðar eru algengastir meðal barna og ungmenna. Heilaskaði af völdum áverka er ein algengasta orsök varanlegrar skerðingar, sjúkleika og dauða í þessum aldurshópi. Heilaskaði breytir framtíðarhorfum og möguleikum ungs fólks á ýmsan hátt.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn er öll íslensk börn á aldrinum 0-17 ára, sem greind voru með höfuðáverka (ICD-9 850-854) á 11 ára tímabili 1990-2000. Um er að ræða afturvirka rannsókn, þar sem leitað var til allra sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva á Íslandi um upplýsingar um börn sem greind voru með höfuðáverka. Unnið var úr upplýsingum í tölvutæku skráningarkerfi stofnana. Skoðaður var mismunandi fjöldi eftir alvarleika höfuðáverka. Höfuðáverkar voru flokkaðir eftir því hvort um var að ræða heilahristing greindan á bráðadeild, heilahristing sem leiddi til innlagnar, höfuðáverka sem leiddi til heilamars eða blæðingar og heilaskaða sem leiddi til dauða.

Helstu niðurstöður: Á 11 ára tímabili voru að meðaltali um 537 börn greind með höfuðáverka á ári hverju. Um 400 þeirra komu á slysadeildir, voru greind með heilahristing (ICD-9 850), en ekki lögð inn á sjúkrahús. Um 115 börn af 537 voru lögð inn á sjúkrahús og greind með heilahristing. Um 17 börn af 537 voru greind með heilaskaða af völdum höfuðáverka, heilamar eða blæðingu í heila eða heilahimnum (ICD-9 851-4). Fimm börn dóu að meðaltali árlega vegna heilaskaða af völdum áverka.

Ályktanir: Afleiðingar heilaskaða hjá börnum eru oft langvinnar, þannig að merkja má afleiðingar í mánuði og ár og jafnvel alla ævi. Heilaskaði truflar miðtaugakerfi, heilastarfsemi og einstakling í mótun, þróun og þroska. Það má því álykta að umtalsverður hópur íslenskra barna þarfnist sérhæfðrar endurhæfingar, íhlutunar og eftirfylgdar um langt skeið vegna afleiðinga heilaskaða.


V 96 Ofát af fóðri með ómega-3 fitusýrum úr fiskolíu viðheldur styrk ómega-3 fitusýra í fituvef í rottum


Guðrún V. Skúladóttir1, Logi Jónsson1, Helgi B. Schiöth2, Jón Ó. Skarphéðinsson1

1Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2taugalífeðlisfræðideild háskólans í Uppsölum


gudrunvs@hi.is


Inngangur: Fituvefur er nú talinn gegna fjölþættari hlutverkum en að vera eingöngu geymslustaður fyrir orku eins og áður var álitið. Hann kemur meðal annars við sögu í stjórnun kjörþyngdar. Sýnt hefur verið fram á að hár styrkur ómega-3 fitusýra í fæðu, sem koma úr sjávarfangi (EPA og DHA), lækkar styrk þríglýseríða í blóði og leiðir til minni fitusöfnunar en aðrar gerðir fitusýra. Ómega-3 fitusýrur eru taldar örva beta-oxun fitusýra í lifur og fituvef og þar með minnka uppsöfnun á forðafitu (þríglýseríðum) í fituvef. Tilgangur tilraunarinnar var að kanna áhrif ofáts af fóðri, með mismunandi gerð fitusýra en sama fituinnihaldi, á þyngdaraukningu og fitusýrusamsetningu forðafitu í fituvef.

Efniviður og aðferðir: Wistar rottum var skipt í þrjá fóðurhópa, sem fengu mettaða fitu (tólg), ómega-6 fjölómettaða fitu (sólblómaolíu) eða ómega-3 fjölómettaða fitu (lýsi). Orkuinnihald fitu í öllum fóðurgerðunum var 7,5%. Ofát og offita var framkölluð með stöðugu innrennsli af hindra melanókortín viðtaka í heilahol í 14 daga. Viðmiðunardýr fengu tilbúinn mænuvökva.

Niðurstöður: Dýrin sem fengu hindrann átu 50% meira fóður og þyngdaraukningin var fjórfalt meiri en hjá viðmiðunardýrunum. Gerð fitusýra í fóðri hafði ekki áhrif á þyngdaraukningu né magn fitusýra í fituvef þegar um hóflega neyslu var að ræða (viðmið). Þegar neytt var umfram orkuþörf var hlutur ómega-3 fitusýranna í fituvef hjá lýsishópnum óbreyttur borið saman við hóflega neyslu. Aftur á móti minnkaði hlutur ómega-3 fitusýra verulega í fituvef bæði hjá sólblóma- og tólghópnum við ofát vegna aukins hluts bæði mettaðra og einómettaðra fitusýra.

Ályktanir: Þessi dýratilraun sýnir að ofát af ómega-3 fitusýrum úr sjávarfangi viðheldur styrk þeirra í fituvef, sem kann að minnka líkur á sjúkdómum tengdum offitu.


V 97 Tengsl æðasjúkdóma í heila og taugasálfræðilegs mynsturs hjá eldra fólki án heilabilunar sem tók þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar


Aðalheiðar Sigfúsdóttur1,2, Pálmi V. Jónsson
1,2,3 María K. Jónsdóttir1,2,3, Thor Aspelund3, Ólafur Kjartansson2,3, Guðný Eiríksdóttir3, Sigurður Sigurðsson3, Lenore J. Launer4, Vilmunur Guðnason3

HÍ, 2 Landspítali, 3Hjartavernd, 4National Intitute on Aging , NIH


adalheidur@hjarta.is


Inngangur: Með tilkomu segulómunar á heila hafa rannsóknir á áhrifum æðasjúkdóma í heila á vitræna getu aukist. Í þessari rannsókn var skoðað hvort og þá hvernig taugasálfræðileg færni breytist hjá eldra fólki án heilabilunar út frá hvítavefsbreytingum, heiladrepi eða samblandi þessara tveggja æðasjúkdóma í heila með hliðsjón af klínísku gildi þessara upplýsinga.

Efniviður og aðferð: Þátttakendur voru 768 karlar og 1056 konur (meðalaldur = 75,73 og 75,57, p=0,50) á aldrinum 66-92 ára sem tóku þátt í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Út frá segulómun af heila var rannsóknarhópnum skipt í fjóra hópa eftir magni og gerð æðasjúkdóma: litlar hvítavefsbreytingar í heila án heiladreps; umtalsverðar hvítavefsbreytingar án heiladreps; heiladrep og litlar hvítavefsbreytingar; heiladrep og umtalsverðar hvítavefsbreytingar. Taugasálfræðileg próf sem notuð voru mátu, hugrænan hraða og athygli (Stroop1 og 2, samanburður mynda, Cantab hraðapróf); yrt minni (California verbal learning test og talnaraðir áfram); og stýringu (Stroop3, talnaraðir afturábak, Cantab f. vinnsluminni).

Niðurstöður: Þegar tekið hafði verið tillit til aldurs, kyns og menntunar kom fram marktækur munur á hópunum með litlar hvítavefsbreytingar án heiladreps og þess með bæði umtalsverðar hvítavefsbreytingar og minnst eitt heiladrep. Munurinn kom fram á taugasálfræðilegum prófum sem meta hugrænan hraða og athygli (Stroop2 og samanburð mynda) og stýringu (Stroop3). Munur á meðaltölum taugasálfræðilegu prófanna var hins vegar lítill og skýrði einungis um 1% af dreifingu skora milli heilaæða­sjúkdóma­­­hópanna.

Ályktanir: Lítil tengsl eru á milli taugasálfræðilegrar færni og hvítavefsbreytinga og/eða heiladrepa hjá fólki án heilabilunar þannig að klínískt gildi þessara upplýsinga er vart mikið.


V 98 Líðan einstaklinga með illkynja sjúkdóma. Forprófun mælitækis


Halla Þorvaldsdóttir1, Alfa Freysdóttir2, Bärbel Schmid1, Bjarni Bjarnason2, Bragi Skúlason1 , Friðbjörn Sigurðsson1, Jakob Smári2, Nanna Friðriksdóttir1,2, Sigríður Gunnarsdóttir 1,2

1Landspítali, 2


hallath@landspitali.is


Inngangur: Erlendar rannsóknir sýna að 20-40% einstaklinga með illkynja sjúkdóma finna fyrir verulegri vanlíðan (distress) en 10% fá viðeigandi sálfélagslega meðferð. Mikil vanlíðan truflar ákvarðanatöku og meðferðarheldni og skerðir lífsgæði.

Markmið: Að skoða sálmælingalega eiginleika íslenskrar útgáfu mælitækis National Comprehensive Cancer Network “Matskvarði fyrir vanlíðan og orsakir hennar„ (Distress Thermometer og Problem List, DT), hversu fýsilegt er að nota það og áætla viðeigandi vendipunkt (cut-off). Mælitækið samanstendur af mælistiku sem metur vanlíðan frá 0 (engin vanlíðan) til 10 (gríðarleg vanlíðan) og 35 spurninga vandamálalista, í fimm flokkum, um orsakir vanlíðunarinnar.

Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn þýddi mælitækið og löggildur skjalaþýðandi bakþýddi. Sjúklingar (heildarfjöldi 149, 50 karlar og 95 konur, meðalaldur (SF) 59,06 ár (12,92)) á dag- og göngudeildum LYF II á Landspítala svöruðu í eitt skipti, annars vegar bakgrunnsspurningum, DT, HADS (Hospital Anxiety and Depression Scale), GHQ-30 (General Health Questionnaire) og fimm spurningum um mælitækið.

Niðurstöður: Dreifing skora á DT var frá 0 til 10. Meðaltalsskor (SF) á DT var 3,09 (2,40), á HADS 7,30 (4,86) og GHQ-30 5,28 (5,60), enginn marktækur kynjamunur. Marktæk fylgni var milli DT og allra undirþátta vandamálalistans, mest við líkamleg og tilfinningaleg vandamál. Marktæk fylgni var milli DT og HADS (r=0,45) og GHQ-30 (r=0,57) og milli HADS og GHQ-30 (r=0,68). ROC-greining sýndi að vendipunkturinn 3 á DT gæfi bestu fundvísi og sértækni miðað við HADS og GHQ-30. Þátttakendur voru að meðaltali rúmar fimm mínútur að svara mælitækinu sem þeir mátu auðskiljanlegt og auðvelt að svara.

Ályktanir: Sálmælingalegir eiginleikar mælitækisins eru ásættanlegir og fýsilegt virðist að nota það í rannsóknum og klínískri vinnu.

1 Sálfræðiþjónustu LSH, Endurhæfingarsviði

2 KM-LSH

3 Læknadeild H.Í.

4 Sálfræðiþjónustu LSH, Endurhæfingarsviði

5 Læknadeild H.Í.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica