12. tbl. 95. árg. 2009
Umræða og fréttir
Frá orlofsnefnd LÍ: nýr bæklingur
Með desemberblaðinu er dreift nýjum bæklingi frá orlofsnefnd fyrir árið 2010. Á árinu sem er að líða hafa bústaðir orlofsnefndar verið nýttir sem aldrei fyrr í sögu starfseminnar, og gildir jafnt fyrir alla mánuði ársins, ekki bara sumarið. Hvert rúm skipað alla daga og nætur. LÍ á langflesta bústaðina (10) en leigir húsnæðið á Ísafirði, Höfða í Jökulfjörðum og á Vopnafirði. Veigamesta breytingin á næsta ári er að felldir hafa verið úr gildi samningar um erlenda orlofskosti, og um gistimiða á Fosshótelum. Eftir standa bústaðir innanlands þar sem læknar og gestir þeirra geta teygað í sig náttúrustemmningu og safnað kröftum.