01. tbl. 95. árg. 2009

Umræða og fréttir

Kristín Elísabet Jónsdóttir læknir. Lilja Sigrún Jónsdóttir

Kristín Elísabet Jónsdóttir læknir (28. janúar 1927 - 7. september 2008) lauk stúdentsprófi frá MR 1946. Hún lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1. janúar 1953 og hélt til framhaldsnáms í lyflækningum við Mount Vernon-sjúkrahúsið í New York.

Kristín sneri heim til Íslands 1959, fékk almennt lækningaleyfi 30. júní 1959 og sérfræðileyfi í lyflækningum 20. janúar 1960. Hún var fyrsta konan í læknastétt hér á landi sem fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflækningum. Kristín starfaði fyrst við Borgarspítalann, síðan um hríð við tilraunastöð HÍ á Keldum, þá aftur við Borgarspítalann, en sneri sér síðan alfarið að störfum á sýkladeild rannsóknarstofu HÍ þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1996. Margar ritgerðir um rannsóknir Kristínar birtust í innlendum og erlendum fræðiritum. Jafnframt rannsóknarstörfunum stundaði Kristín kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands og Nýja hjúkrunarskólann. Kristín léði Zonta-klúbbnum krafta sína í áratugi og sat jafnframt í stjórn Minningargjafasjóðs Landspítala.

Á aðalfundi Félags kvenna í læknastétt á Íslandi, þann 13. nóvember 2008, var Kristínar minnst og Margrét Guðnadóttir flutti minningarorð þau sem hér fylgja.Þetta vefsvæði byggir á Eplica