12. tbl. 94. árg. 2008

Umræða og fréttir

Félag íslenskra heimilislækna 30 ára

Þing Félags íslenskra heimilislækna var haldið á Grand Hótel 17.-18. október sl. og var sótt af um 120 læknum víðs vegar að af landinu. Á dagskrá var fjöldi erinda og tvö málþing um framtíð heimilislækninga og mönnun í nánustu framtíð og um sjálfstæðan rekstur. Einnig var dagskrá í tilefni 30 ára afmælis félagsins þar sem farið var um víðan völl heimilislækninga. Verðlaun fyrir besta framlagið hlaut heilsugæslan í Efra-Breiðholti fyrir fjölda gæðaverkefna sem kynnt voru á þinginu og Ólafur Stefánsson fékk Heimilislæknarósina fyrir störf að félagsmálum FÍH. Yfir hátíðarkvöldverði var þeim sem lokið hafa sérnámi í heimilislækningum í samræmi við marklýsingu FÍH og kröfur heimilislæknisfræði við læknadeild HÍ afhent viðurkenningarskjal þess efnis.

Á myndinni eru nýútskrifaðir heimilislæknar ásamt prófessornum í heimilislækningum, kennslustjóra, mentorum og kennurum auk formanns.

heimilislaknating_08_00_opt

Frá vinstri: Gunnar Helgi Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Oddur Steinarsson, Gerður Jónsdóttir, Sigurður Halldórsson, Sigríður Ýr Jensdóttir, Jörundur Kristinsson, Sturla Johnsen, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Alma Eir Svavarsdóttir, Þórarinn Þorbergsson, Pétur I. Pétursson, Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, Jón Torfi Halldórsson, Katrín Fjeldsted, Guðmundur Jörgensen og Elínborg Bárðardóttir.Þetta vefsvæði byggir á Eplica