09. tbl. 94. árg. 2008

Umræða og fréttir

Svar við athugasemdum fjögurra taugalækna við grein okkar: Creutzfeldt-Jakob sjúkdómur og riða í sauðfé. Guðmundur Georgsson og Elías Ólafsson

Rannsóknin miðaðist að því að finna alla þá sem greindust með CJD á rannsóknartímanum og bæði þau tilfelli sem gerð eru að umtalsefni í athugasemdum fjórmenninganna voru með í þessari rannsókn. Eins og fram kemur í greininni þá byggist endanleg greining CJD á vefjarannsókn. Þáttur rannsakenda var ekki síst að hvetja til krufningar þegar grunur vaknaði um að sjúklingur hefði hugsanlega látist úr CJD, eins og gert var í báðum þeim tilfellum sem vitnað er til í bréfinu.

Hvað varðar kynningu á rannsókninni má m.a. benda á að einn okkar (Guðmundur Georgsson) flutti fyrirlestur um stöðu rannsóknarinnar árið 1996, eins og höfundar bréfsins benda réttilega á.

Nýgengi riðu hefur reynst um eitt tilfelli á milljón íbúa, bæði í þeim löndum sem búa við riðu og eins í þeim sem eru laus við hana. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að tíðni hér á landi var helmingi lægri. Þetta er ótvíræð vísbending um að riðusmit í sauðfé berist ekki í fólk og valdi CJD, sem er í samræmi við rannsóknir sem vitnað er til í grein okkar.

 

Guðmundur Georgsson og Elías Ólafsson



Þetta vefsvæði byggir á Eplica