06. tbl. 94. árg. 2008

Umræða og fréttir

Limrurnar lækna best - fréttatilkynning

u12-fig1Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Heitar lummur ráðlagður skammtur ein limra tvisvar á dag gegn ólund eftir Hjálmar Freysteinsson, heimilislækni á Akureyri. Hjálmar hefur lengi verið einn af vinsælustu hagyrðingum landsins og margsinnis setið á palli hagyrðingamóta við góðan orðstír.

Í bókinni er að finna 80 limrur. Viðfangsefnin eru margvísleg, þarna má meðal annars finna limru um seinvirkan iðnaðarmann, sálarfræði fyrir byrjendur, kostun veðurfrétta og slysfarir hrúta.

Og er það ekki einmitt þetta sem limrurnar gera:

Andleysi, athyglisbrest,

uppþembu, hjartslátt og pest

ættlæga galla,

ilsig og skalla

limrurnar lækna best.

Þessi heilræði ættu auðvitað allir að hafa í huga, enda margsannað mál að lífið verður okkur léttara með hæfilegum skammti af gríni og gleði í bland við alvarleikann.

 

Bókin er til í öllum helstu bókabúðunum, en einnig er hægt að panta hana hjá Bókaútgáfunni Hólum holar@simnet.is  s. 587-2619. Verð bókarinnar er kr. 1.690-.Þetta vefsvæði byggir á Eplica