06. tbl. 94. árg. 2008

Umræða og fréttir

Heiðursverðlaun prófessors Jónasar Magnússonar

Á nýafstöðnu Vísindaþingi Skurðlæknafélags Íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands voru í annað sinn veitt heiðursverðlaun prófessors Jónasar Magnússonar. Verðlaunin voru veitt fyrir besta erindi unglæknis eða læknanema á þinginu. Sigur úr býtum bar Hildur Guðjónsdóttir (fyrir miðri mynd) læknanemi á 6. ári fyrir verkefnið Varðeitlataka við brjóstakrabbameini - meinafræðilegar niðurstöður. Í 2-3. sæti urðu Jóhann Páll Ingimarsson deildarlæknir (til hægri) fyrir verkefnið Krabbamein í smágirni á Íslandi og Helga Björk Pálsdóttir læknanemi (til vinstri) á 4. ári fyrir verkefnið Tilviljanagreining er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica