02. tbl. 94. árg. 2008

Umræða og fréttir

Læknafélag Íslands 90 ára

IMG_6320_opt

"Til hamingju læknar," sagði Birna Jónsdóttir formaður Læknafélags Íslands er hún setti Læknadaga 2008 í Háskólabíói 21. janúar. Læknadagarnir fóru fram með miklum sóma dagana 21.-25. janúar og voru málþing og fyrirlestrar mjög vel sóttir og gerður góður rómur að. Læknafélagið var stofnað 14. janúar 1918 og verður afmælisins minnst sérstaklega í tengslum við aðalfund félagsins í haust. Birna rifjaði upp dagskrá fyrsta stjórnarfundar Læknafélagsins og minntist forkólfa félagsins á liðnum áratugum. Á myndinni má sjá í baksýn hluta myndar er tekin var á 50 ára afmæli félagsins sem haldið var í Domus Medica að viðstöddum Kristjáni Eldjárn, þá nýkjörnum forseta Íslands.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica