06. tbl 93. árg. 2007
Fræðigrein
Tilfelli mánaðarins
Fullburða drengur er tekinn með keisaraskurði eftir eðlilega 38 vikna meðgöngu. Strax eftir fæðingu ber á miklum öndunarerfiðleikum og þarf hann bráða öndunarvélameðferð. Tekin er röntgenmynd af lungum, mynd 1.
Hver er greiningin og hver er besta meðferðin?
Svar er að finna á linknum: „Svar við tilfelli mánaðarins“.