10. tbl 92. árg. 2006

Umræða og fréttir

Samráð um flokkun, notkun og framsetningu

Við Landlæknisembættið eru haldnar skrár um viðurkennd flokkunarkerfi sem mælst er til að notuð séu við skráningu í heilbrigðisþjónustu. Helstu núgildandi kerfi eru alþjóðlega sjúkdóma- og dánarmeinaskráin ICD10, norrænu aðgerðaskrárnar NCSP og NCSP-IS auk NANDA og NIC hjúkrunarflokkunarkerfanna. Þróun þessara kerfa er að mestu í höndum erlendra aðila. Vinnan hér á landi hefur aðallega falist í þýðingu þeirra og uppfærslum. Rafrænar skrár flokkunarkerfa hafa verið nýttar í sjúkraskrárhugbúnaði á heilbrigðisstofnunum en hafa ekki verið aðgengilegar í vefviðmóti hjá embættinu. Nú stendur til að bæta úr því.

Hönnun á vefbirtingu flokkunarkerfa

Óskað er eftir samráði við áhugasama notendur um framsetningu núverandi flokkunarkerfa til að freista þess að skilgreina hvernig þörfum notenda væri best mætt. Haldnir verða 2-3 samráðsfundir í byrjun nóvember næstkomandi. Áhugasamir kerfisnotendur eru beðnir að tilkynna sig með tölvupósti til verkefnisstjóra lilja.jonsdottir@landlaeknir.is þar sem fram kemur nafn, vinnustaður og starf. Fundartímar verða tilkynntir í framhaldinu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica