04. tbl 92. árg. 2006

Fræðigrein

Velkomin til Akureyrar

Enn einu sinni er Ársþing skurð-, svæfinga- og gjörgæslulækna haldið sameiginlega og hefur það verið í nokkuð ár. Það er okkar sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin til þinghalds hér í háskólanum á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem sameiginlegt þing er haldið utan höfuðborgarsvæðisins. Tilefnið er að nú eru liðin 150 ár frá því fyrsta skurðaðgerðin var gerð í svæfingu hér á landi. Hún fór fram hér á Akureyri. Mörgum er kunnugt að það var Jón Finsen læknir sem fjarlægði sull úr 15 ára stúlku í klóroform svæfingu. Líklegt er að þetta hafi átt sér stað í Aðalstræti 14 eða Gudmanns minde.

Með því að halda þingið hér á Akureyri viljum við sýna þeim hetjum sóma sem tóku þátt í þessum merkilega atburði fyrir 150 árum. Skurðlæknirinn hét Jón Constant Ólafsson f. 10. nóv. 1826 í Reykjavík, d. 13. okt. 1885 í Nýköping á Falstri, Danmörku. Jón kom til Akureyrar 13. júní 1856 og tók við embætti sínu sem héraðslæknir í austurhéraði Norðuramtsins. Hann var sonarsonur Hannesar biskups í Skálholti og sonur Ólafs Hannessonar lögfræðings og Maríu Nicoline. Jón var á Akureyri frá 1856 til 1866 en þá fór hann af landi brott.

Við erum enn að leita að nafni stúlkunna sem tók á þennan eftirminnilega hátt þátt í að skapa Íslandssöguna. Það er áskorun til sagnfræðinga og lækna að gera sameiginlegt átak til að afla frekari vitneskju um þennan atburð og einstaklingana sem áttu hlut að máli. Á legsteini William T.G. Mortons sem framkvæmdi fyrstu svæfinguna standa þessi orð:

"Inventor and Revealer of Inhalation Anes­thesia

Before whom, in all time, surgery was agony

By whom, pain in surgery was averted and annulled

Since whom, science has control over pain"

 

En hvað með Jón Finsen?

Og ekki síst, hvað með stúlkuna sem lagðist undir hnífinn

 

Girish Hirlekar

Forstöðulæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar FSA

 

Stjórn Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags Íslands

Felix Valsson formaður

Sveinn Geir Einarsson varaformaður

Sigurbergur Kárason gjaldkeri

María Sigurðardóttir ritari

 

Stjórn Skurðlæknafélag Íslands

Helgi H. Sigurðsson formaður

Hjörtur Gíslason ritari

Fritz H. Berndsen gjaldkeri

 

Framkvæmdastjóri þingsins er

Girish Hirlekar

Í vísindanefnd þingsins sitja:

Björn Gunnarsson

Hildur Tómasdóttir

Haraldur Hauksson

Valur Þór Marteinsson

 

Norpharma er eini styrktaraðili þingsins.Þetta vefsvæði byggir á Eplica