03. tbl 92. árg. 2006

Umræða og fréttir

Tuttugu ára þyrlusveit

Þann 20. febrúar síðastliðinn var því fagnað að 20 ár voru liðin frá því þyrlusveit lækna var formlega stofnuð en þá höfðu læknar sinnt þyrluflugi með Landhelgisgæslunni um nokkurra mánaða skeið. Af þessu tilefni var haft samband við alla þá 54 lækna sem tekið hafa þátt í þessu starfi og á myndinni má sjá þá sem komust í partíið. Annar frá vinstri á myndinni er Ólafur Jónsson sem er eins konar guðfaðir sveitarinnar en hann var yfirlæknir á svæfingadeild Borgarspítala þegar þyrlusveitin var stofnuð og hvatti mjög til þessa gifturíka samstarfs lækna og Landhelgisgæslunnar sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og mikilvægi fyrir landsmenn alla.Þetta vefsvæði byggir á Eplica