01. tbl 92. árg. 2006
Fræðigrein
Ritrýnar Læknablaðsins 2004 og 2005
Það er gömul hefð læknablaða að birta með reglubundnum hætti lista yfir þá sem lagt hafa útgáfunni lið með kröftum sínum og stuðlað að auknu vísindalegu gildi þeirra fræðigreina sem sendar eru til blaðsins. Allar fræðigreinar sem berast Læknablaðinu eru sendar í ritrýni utan ritstjórnar. Umsagnir ritrýna eru sendar höfundum ásamt athugasemdum ritstjórnar sé þeim til að dreifa. Sú meginregla gildir að greinarhöfundar fá ekki að vita hver ritrýnir og ritrýnar vita ekki um greinarhöfunda.
Á árinu 2005 urðu þau merku tíðindi á 90 ára ferli Læknablaðsins að það hlaut náð fyrir augum bandaríska vísindagagnabankans Medline og skráning ritstjórnargreina og fræðigreina hófst. Þetta felur í sér mikla upphefð fyrir blaðið og vísindaefni sem birt er í Læknablaðinu öðlast annað og meira gildi en áður var vegna þessarar skráningar. Þetta felur jafnframt í sér auknar skyldur og gæðaeftirlit af blaðsins hálfu og eitt með öðru er að frá árinu 2005 fá langflestar vísindagreinar ritrýni tveggja aðila. Fyrir vikið þarf blaðið að kalla til fleiri glögg augu en áður og vonast til þess að úti á akrinum sýni menn áfram velvilja og skilning á þessu hlutverki sem kemur öllum til góða.
Starf ritrýnis felur ekki í sér nein laun eða umbun af nokkru tagi fyrir viðkomandi og því vill Læknablaðið ítreka bestu þakkir fyrir gott unnið verk til allra þeirra sem ritrýnt hafa í þágu blaðsins á liðnum árum. Án þessara ómetanlegu krafta væri ekki hægt að gefa út blað í nafni lækna þar sem birtar eru vísindagreinar sem standa undir nafni.
Hér er birtur listi yfir þá sem ritrýndu greinar sem birtust í Læknablaðinu árin 2004 og 2005.
Í ritstjórn Læknablaðsins hafa setið þessi tvö ár Emil L. Sigurðsson, Hannes Petersen, Jóhannes Björnsson, Karl Andersen, Ragnheiður Inga Bjarnadóttir og Vilhjálmur Rafnsson ábyrgðarmaður. Þann 1. desember 2005 að telja var sett á laggirnar ný ritstjórn, skipuð sem hér segir: Bryndís Benediktsdóttir, Engilbert Sigurðsson, Karl Andersen, Þóra Steingrímsdóttir og Jóhannes Björnsson ritstjóri og ábyrgðarmaður.
2004
Aðalsteinn Guðmundsson
Ársæll Kristjánsson
Ásgeir Theódórsson
Ástráður B. Hreiðarsson
Brynjólfur Kristjánsson
Bjarni Torfason
Björn Guðbjörnsson
Björn Magnússon
Davíð O. Arnar
Elías Ólafsson
Fritz Berndsen
Haraldur Sigurðsson
Hulda Hjartardóttir
Ingólfur Kristjánsson
Jón Hersir Elíasson
Karl Kristjánsson
Kristinn Tómasson
Kristján Guðmundsson
Martin Grabowski
Matthías Halldórsson
Ólafur Þór Gunnarsson
Pétur Lúðvíksson
Rafn Benediktsson
Ragnar Sigurðsson
Sigurbjörn Birgisson
Sigurður Ólafsson
Sigurður E. Sigurðsson
Stefán Yngvason
Tryggvi Þórir Egilsson
Unnur Steina Björnsdóttir
Þorvaldur Ingvarsson
Þórður Þórkelsson
2005
Atli Dagbjartsson
Ástríður Stefánsdóttir
Birna Jónsdóttir
Brynjar Viðarsson
Drífa Freysdóttir
Eyþór H. Björnsson
Friðrik Sigurbergsson
Gísli H. Sigurðsson
Guðmundur Þorgeirsson
Guðrún Sigmundsdóttir
Guðrún Zoëga
Gunnar Guðmundsson
Helga Sigurjónsdóttir
Hjörtur Gíslason
Ingibjörg Hilmarsdóttir
Ingimundur Gíslason
Jóhann Ágúst Sigurðsson
Jón Högnason
Jón Friðrik Sigurðsson
Jón G. Stefánsson
Karl Kristinsson
Karl Kristjánsson
Kristinn Tómasson
Laufey Steingrímsdóttir
Magnús Jóhannsson
Martin Grabowski
Ólafur Steingrímsson
Páll Helgi Möller
Rafn Benediktsson
Reynir Arngrímsson
Runólfur Pálsson
Sigurjón Stefánsson
Steinn Jónsson
Sveinbjörn Brandsson
Valgerður Sigurðardóttir
Vilhjálmur Ari Arason
Þorsteinn Blöndal
Þórður Sigmundsson
Þórólfur Guðnason
Ritrýnar í Læknablaðinu
1994; 80: 497
1997; 83: 39
1999; 85: 420
2001; 87: 907
2004; 90: 235