Valmynd
Sjá alla viðburði
Læknafélag Íslands (LÍ) kallaði í upphafi þessa árs eftir upplýsingum frá heilbrigðisstofnunum um þóknanir sem þær greiða verktakalæknum. Í ljós kom að flestar ef ekki allar eru með fastar og nokkuð áþekkar þóknanir fyrir þessi störf. Þóknanirnar eru mismunandi eftir því hvort unnin er dagvinna eða hvort læknirinn er á sólarhringsvakt, það er, vinni dagvinnu frá kl. 8-16 og sé á bakvakt frá klukkan 16-8 næsta morgun.
Í aðdraganda innleiðingar á betri vinnutíma verða læknar sem starfa í skertu starfshlutfalli hvattir til að auka við sig starfshlutfall sem nemur styttingu vinnuskyldunnar. Þá er það von samningsaðila að þessar breytingar muni laða lækna heim aftur og er verið að stofna vinnuhóp á vegum heilbrigðisráðuneytisins með fulltrúum þess og LÍ, til að vinna að því verkefni.
Sjá fleiri stöður