12. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Lífeyrissjóður lækna

Sameining samþykkt í póstkosningu

Eins og kunnugt er lagði stjórn Lífeyrissjóðs lækna fram þá tillögu að sjóðurinn yrði sameinaður Almenna lífeyrissjóðnum. Í október fór fram póstkosning meðal sjóðfélaga um þá tillögu og lauk henni 31. þess mánaðar. Nú liggja úrslit kosningarinnar fyrir og eru þau þessi:

Á kjörskrá voru 1805, eða allir þeir sem áttu réttindi í sjóðnum við síðustu áramót. Atkvæði greiddi 451 sjóðfélagi. Þar af voru 327 samþykkir sameiningunni, 103 voru andvígir henni og auðir og ógildir seðlar voru 21. Tillagan um sameininguna var því samþykkt með afgerandi meirihluta þeirra sem þátt tóku.

Í Almenna lífeyrissjóðnum verður ekki póstkosning heldur tekur sjóðfélagafundur afstöðu til sameiningar. Sá fundur var haldinn eftir að Lækna­blaðið fór í prentun svo endanleg niðurstaða sameiningarmálsins lá ekki fyrir. Verði sam­einingin einnig samþykkt þar tekur nýr sjóð­ur til starfa nú um áramótin. Nánar verður fjall­að um málefni lífeyrissjóðsins í janúarhefti Lækna­blaðsins. -ÞHÞetta vefsvæði byggir á Eplica