10. tbl. 91. árg. 2005
Umræða og fréttir
Fundur auglýsingastjóra norrænu læknablaðanna
Allt frá árinu 2002 hafa auglýsingastjórar norrænu læknablaðanna hist á fundum til bera saman bækur sínar. Fyrsti fundurinn var haldinn í húsakynnum Læknafélags Íslands í Kópavogi og í ár var röðin komin að norska læknafélaginu. Skoðanaskipti af þessum toga eru ófrávíkjanlega holl og styrkja allir stoðir, hvort heldur er innan blaðs eða á samnorrænum grundvelli. Þótt margt sé ólíkt með blöðunum í sjón og raun er samt margfalt fleira sem er þeim sameiginlegt enda eru þau sumpart af sama húsi og kynþætti einsog þar stendur.
-VS
Myndirnar eru teknar í Frognergarðinum í Osló og í baksýn eru styttur Vigelands sem prýða garðinn. Frá vinstri: Brynja Bjarkadóttir Læknablaðinu, Hanne Mohr frá danska læknablaðinu, Pentti Alhola frá finnska læknablaðinu, Pia Gelhaar frá sænska læknablaðinu, Maud Kaino frá Tidsskrift for Den norske lægeforening og Védís Skarphéðinsdóttir Læknablaðinu.
Frá vinstri: Maud Kaino gestgjafinn í ár, Pia Gelhaar frá Läkartidningen, Hanne Mohr frá Ugeskrift for læger og Pentti Alhola frá Suomen lääkärilehti.