10. tbl. 91. árg. 2005

Umræða og fréttir

Fundur auglýsingastjóra norrænu læknablaðanna

Allt frá árinu 2002 hafa auglýsingastjórar nor­­­­­rænu læknablaðanna hist á fundum til bera sam­an bækur sínar. Fyrsti fundurinn var haldinn í húsa­kynnum Læknafélags Íslands í Kópavogi og í ár var röðin komin að norska læknafélaginu. Skoð­ana­skipti af þessum toga eru ófrávíkjanlega holl og styrkja allir stoðir, hvort heldur er innan blaðs eða á samnorrænum grundvelli. Þótt margt sé ólíkt með blöðunum í sjón og raun er samt marg­falt fleira sem er þeim sameiginlegt enda eru þau sumpart af sama húsi og kynþætti einsog þar stendur.

-VS

Myndirnar eru teknar í Frognergarðinum í Osló og í baksýn eru stytt­ur Vigelands sem prýða garðinn. Frá vinstri: Brynja Bjarkadóttir Læknablaðinu, Hanne Mohr frá danska læknablaðinu, Pentti Alhola frá finnska læknablaðinu, Pia Gelhaar frá sænska lækna­blaðinu, Maud Kaino frá Tidsskrift for Den norske lægeforening og Védís Skarphéðinsdóttir Læknablaðinu.

Frá vinstri: Maud Kaino gestgjafinn í ár, Pia Gelhaar frá Läkartidningen, Hanne Mohr frá Ugeskrift for læger og Pentti Alhola frá Suomen lääkärilehti.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica