07/08. tbl. 90.árg. 2004

Umræða og fréttir

Ný stjórn þvag­færaskurðlækna

Ný stjórn nýrnalækna

Aðalfundur Félags íslenskra þvagfæraskurðlækna var haldinn 5. mars síðastliðinn. Þar var félaginu kjörin ný stjórn en fráfar­andi stjórn baðst undan endurkjöri. Nýja stjórnin er þannig skipuð: Guðmundur Geirsson formaður gug@landspitali.is, Guð­jón Haraldsson ritari gudjonhar@landspitali.is og Baldvin Þ. Kristj­áns­son gjaldkeri baldvin@landspitali.is. Varamenn í stjórn eru Valur Þór Marteinsson valmart@fsa.is og Hafsteinn Guð­jónsson hafsteinn@fsa.is.

Í nýrri stjórn Félags íslenskra nýrnalækna eru Margrét Árna­dótt­ir formaður, Viðar Örn Eðvarðsson gjaldkeri og Hrefna Guð­mundsdóttir ritari. Endurskoðandi félagsins er Þorvaldur Magn­ús­son.Þetta vefsvæði byggir á Eplica